Norwich City mætir á Anfield

Það kannski segir ansi mörgum hversu gamall undirritaður er orðinn að ég fyllist yfirleitt angurværð þegar okkar menn í Liverpool mæta gul/grænu liði Norwich City í deildarkeppninni á Englandi. Sú angurværð tengist reyndar minningu úr hálfgerðri frumbernsku og má eiginlega segja að það sé svona hálfgerð “andminning”, því árið 1979 – 1980 var mark ársins skorað af Justin nokkrum Fashanu í leik gegn Liverpool. Sennilega margir hér sem voru nú ekki farnir að fylgjast með liðinu okkar þarna, en þá er maður bara orðinn gamalt rör!

Uppfært Viðurkenni það að mér datt ekki í hug að þessi tenging mín við þann frábæra leikmann Justin Fashanu yrði nokkrum hér ástæða til að sýna hroka og fordóma gagnvart samkynhneigðum knattspyrnumönnum. Treysti því að ég geti látið upphitun mína standa án frekari vandkvæða. Vinsamlega kynnið ykkur reglur kop.is áður en þið takið þátt í umræðum hér á síðunni.

Og virðum minningu góðs fótboltamanns með því að halda umræðunni hér um fótbolta!

Maggi

Markið sem má sjá hér með hlekk á YouTube varð svo kynningarmark ensku knattspyrnunnar á RÚV um sinn og yfirleitt í dag þegar dududududuruddududdu – lagið góða fer að hljóma þá dettur Fashanu þessi upp í hugann. Kannski átti það líka einhvern þátt að lið liðanna, Knattspyrnufélag Siglufjarðar átti það til að spila í þessum búningum líka, sem jók auðvitað á áhugann. Svo að síðan á þessum tíma hefur Norwich haft svona smá “soft spot” í hausnum á mér og ég bara varð að fá að deila þessu með ykkur.

En leikurinn kl. 16:30 á morgun er ekki leikur sem þýðir að sýna einhverja linkind í. Ég held að við séum öll jafnþreytt á því að liðið okkar sé ekki að spila leiki á þriðjudags- og miðvikudagskvöldum í Evrópu í vetur og ef að það á að breytast eru leikir eins Norwich City á Anfield einfaldlega skyldusigrar!

Ef við byrjum á að reyna að velta fyrir okkur uppstillingunni okkar þá er ljóst að lyklarnir í liðinu hafa fengið góða hvíld, einhverjir spiluðu 20 – 30 mínútur í Glasgow en margir fengu bara algert frí. Fáir leikmenn sem hófu leik þar náðu að heilla mig svo að tilhneigingin hjá mér er að við sjáum lið sem að líkist mjög því sem yfirspilaði Scum United um síðustu helgi, en fékk bara eitt stig. Þar reyndar henti okkur sú ólukka að Lucas Leiva fékk spjald og fór þar með í leikbann og stóra spurningin er því hvernig sú staða verður leyst. Ég viðurkenni það að ég er ekki viss um að ég sé sammála Dalglish svo ég set upp tvö lið. Annars vegar það sem mig langar að sjá:

Reina

Kelly – Carragher – Skrtel – Enrique

Henderson – Gerrard – Adam – Downing

Kuyt – Suarez

Ég myndi semsagt spila sama liði og lauk leik gegn United í blússandi yfirgír, tel Agger og Johnson ekki tilbúna ennþá og myndi vilja spila Carroll og Bellamy ef að okkur tekst ekki að skora. Það má líka stilla sömu mönnum upp í 4-2-3-1 og setja þá Kuyt út á hægri og annað hvort Gerrard eða Henderson undir senter.

Ég er samt ekki viss um að þetta endi svona, gæti alveg séð Dalglish setja þetta svona upp:

Reina

Kelly – Carragher – Agger – Enrique

Adam – Spearing

Henderson – Gerrard- Downing

Suarez

Semsagt, hann vilji hafa “ball winning midfielder” til að brjóta upp skyndisóknir Norwich og þá held ég að Agger verði settur í liðið til að bera boltann upp og koma spili í gang, því þar liggur veikleiki litla mannsins með stóra hjartað, Jay Spearing.

Sjáum til, mér finnst ennþá erfitt að átta mig á hvað Dalglish gerir með Gerrard í liðinu, það verður alltaf ljóst að hann ætlar að byggja liðið í kringum Gerrard og Suarez og ég tel hann ennþá vera að ákveða hvernig hann raðar upp í kringum þessa tvo.

Mótherjinn

Norwich City hafa byrjað leiktímabilið í Úrvalsdeildinni afar vel, sitja í 9.sæti og munu ná okkar mönnum að stigum með sigri, tveggja marka sigur og þeir fara uppfyrir okkur. Svo þetta eru engir “Muggar” – það sýndu þeir heldur betur með góðri frammistöðu á Old Trafford og öflugum sigri á Sunderland. Leikmennirnir eru fullir sjálfstrausts eftir að hafa farið upp um tvær deildir á tveimur árum og stjórinn þeirra, Paul Lambert, þykir einn af þeim efnilegri á Bretlandseyjum. Liðið reynir að spila boltanum með jörðinni, en eru með líkamlega sterka varnarmenn og fljóta framherja, skyndisóknir liðsins eru mjög öflugar og þarna fer lið sem berst allt til enda.

Leikmennirnir eru að mörgu leyti óþekkt stærð, nöfn sem við ekki öll þekkjum í gegn eins og Pilkington, Morison og Hoolahan verða kannski einhver sem við munum um kvöldmatarleytið!

Svo í mínum huga er þarna á ferð afskaplega viðsjárverður leikur sem okkar menn verða að taka alvarlega.

Niðurstaða

Eins og ég segi hér að ofan er ég alveg viss um að við munum fá alvöru leik þennan laugardagseftirmiðdag. Það hjálpar okkur þó að mínu mati að menn frá Liverpool hafa fylgst vel með Norwich í tengslum við lán á Pacheco síðasta vor og ég er handviss um það að klúbburinn man eftir leikjum gegn nýliðum síðasta árs, sem ekki er hægt að segja að hafi farið vel (2 sigrar og 4 töp).

Ég held líka að eftir vonbrigði síðustu helgar séu menn algerlega með það á hreinu að þrjú stig eru alger nauðsyn og að blóðbragðið sem fór á tennur leikmanna við jöfnunarmarkið þá sé enn í kinnum þeirra við upphaf leiks. Norwich áttu í vanda með uppsett leikatriði í þeim leikjum sem ég hef séð með þeim í haust og því hef ég trú á að þjálfarateymið hafi horft töluvert til þeirra atriða fyrir þennan leik, þó ég telji Carroll hefja leik á bekknum, þá hef ég trú á því að hann komi inná og muni skipta máli.

Ég tippa á að leikur okkar gegn Gul/Grænum verði í þeim anda sem leikir þeirra gegn United og Chelsea – við munum vera í basli með þá fram til loka, en vinnum með tveimur mörkum. Ég tippa á 3-1, Skrtel eftir horn, Suarez og síðan skorar Carroll þegar lítið er eftir og tryggir stigin þrjú. Vonandi eins mark og Fashanu forðum.

Koma svo!!!!!!!!!!!!!!!

63 Comments

  1. Vona að Dalglish hendi Carroll í byrjunarliðið. Annars mun þetta aldrei ganga með hann. Ef hann á að fá sjálfstraust þá verður það að gerast núna. Því fyrr því betra.

  2. Flott upphitun, að mestu leyti sammála þér með liðið (þ.e. uppstillinguna sem þú vilt sjá). Vona samt að Agger sé klár í 90 mín og byrji á kostnað Skrtel.

  3. Finnst að Carroll ætti að byrja þennan leik amk, hann verður að finna sig sem fyrst.. Einnig vil ég sjá Henderson meira inná miðju ef ekki þá vil ég bara sjá Johnson á vinstri kantinn.. 

  4. Ég trúi því ekki fyrr en ég sé það að Spearing verður settur í byrjunaliðið á kosntað framherja eða annars miðjumanns. Er hræddur um að þetta verður erfiður leikur ef það gerist.
    Annars vona ég eftir massa sóknarbolta. Ef ekki núna þá hvenær? Tvo framherja takk og fljóta menn á köntunum eins og Bellamy og Downing!

  5. Ég vill sjá 4-3-3 og blússandi sóknarleik.

    Setja Downing á bekkinn þannig að hann geti hugsað um að reyna að bæta sinn leik.

    Bellamy   Carrol   Suarez

    Adam   Gerrard  Henderson

  6. Sammála Ása #1, Carroll þarf að byrja þennan leik. Kenny gerði mistök gegn M.U. fyrir viku að láta drenginn ekki byrja, hann þarf spilatíma reglulega til þess að koma honum í gang. Downing má detta á bekkinn því hann hefur fengið mikinn spilatíma hingað til en ekki sýnt nóg. Vona líka innilega að tveir framherjar byrji, algjör óþarfi að spila of varfærið eins og gert var gegn United.
    Keyra á þá frá byrjun og setja þrjú mörk eða meira! Enga minnimáttarkennd þrátt fyrir ágæta byrjun Norwich og slæma tölfræði gegn nýliðum í fyrra.

  7. Carroll á bara ekkert skilið byrjunarliðssæti eins og staðan er í dag. Vonandi er Agger klár og verði við hlið Carra. Kelly og Enrique bakverðir. Hafa 3ja manna miðju, Adam og Henderson og Gerrard í frjálsri rullu fyrir framan þá. Bellamy og Kuyt framarlega á köntunum og Suarez frammi. Ef þetta klikkar þá er hægt að henda Downing og Carroll inná og skipta í 4-4-2. Ef þessi leikur vinnst ekki þá þarf að fjárfesta í janúar.

  8. Mér er svosem sama hvaða liði Dalglish stillir upp. Vona að við fáum að sjá sannfærandi frammistöðu sem skorar nokkur mörk og HELDUR HREINU.

  9. Ég vill sjá seinna liðið sem þú komst með. Annars spái ég 2-0 sigri fyrir okkar mönnum! Downing þarf að fara að gera eitthvað.

  10. Ég hugsa með hryllingi til þess ef Spearing á að leysa Lucas af á miðjunni.  Nær væri að setja Agger í þá stöðu eða bara að Gerrard og Adam verði saman og Henderson fyrir framan þá á miðjunni.  Suarez á vinstri væng og Carroll á toppnum.  Fá svolítið bit í þetta.

  11. Henderson fær tækifæri á miðjunni held ég. Hann verður þar með Adam og Gerrard, Suarez og Downing á köntunum og Carroll frammi.
    Öruggur 3-0 sigur, Suarez tvö og Gerrard eitt.

  12. Ég vil sjá Carroll spila þennan leik, helst ásamt Suarez frammi. 4-3-3 með Gerrard, Adam og Henderson á miðjunni. Kuyt, Bellamy eða Downing mættu svo vera Suarez og Carroll til stuðnings. 

  13. Ég vil sjá liðið svona  
                                             Reina  
                                 Kelly Agger Carragher Enriqe  
                                 Hendo Gerrard Adam Maxi
                                          Suarez Bellamy     
    vil bara að þeir haldi boltanum niðri og spili flottan sendinga bolta 
    Þá endar leikurinn 3-0 Og Maxi, Suarez og Gerrard skora
    Annars 1-0 og Gerrard skorar 

  14. Myndi vilja sjá liðið svona:
                                                 Reina  
                                 Kelly Carragher Agger Enriqe  
                                          Gerrard Adam 
                                 Bellamy Henderson Downing
                                              Suarez
    Finnst Henderson á hægri kanti fullreynt og virki ekki. Fannst hann koma mjög vel út á scum þegar Gerrard var færður aftar og Henderson í holuna. Var að koma sér í færi og var líflegur.

  15. Skil ekki alveg pirring manna á Downing.
     
    Sendingarnar hans á Kuyt sem De Gea varði og síðan þegar hann dúnkaði boltann úr þröngu færi áttu auðvitað skila marki, ekki honum að kenna að samherjarnir nýttu ekki.  Án vafa lykilleikmaður í sköpun liðsins með sínum hraða og öflugum sendingum.  Vissulega ekki besti varnarmaðurinn en hann var ekki fenginn til þess!

  16. Kuyt á ekki að byrja svona leik, sérstaklega er Norwich verst vel er Kuyt gagnslaus.
     
    Reina, Kelly,Carragher,Agger,Enrique,Henderson,Gerrard,Adam,Downing,Suarez og Carroll. Ég vil þessa í byrjunarliðinu á morgun.
     
    Á bekknum svo menn eins og Bellamy og Johnson.

  17. mér líst vel á þennan leik og ég væri til í að sjá liðið svona

    reina
    johnson carra agger enrique
    lucas adam
    suarez gerrard downing/bellamy
    carroll
    en annars vona ég eftir blússandi sóknaleik 

  18. Ákvað að ritskoða þessi ummæli Tomma, er ekki viss um að hann hafi ætlað að særa neinn en alveg ljóst að örlög þess skemmtilega Justin Fashanu voru ekki þess eðlis að við veltum þeim upp, en látum hann njóta þess að hafa skorað þetta frábæra mark!

    Í framhaldinu lagaði ég til og eyddi þeim athugasemdum sem tengdust innslagi Tomma.

    Maggi.

  19. Strokaði út fyrri hluta kommentsins einare sem tengdist ummælum Tomma
     
    Man eftir þessu marki í byrjun enska boltans,,, damn I must be old 🙂

  20. Justin Fashanau framdi sjálfsmorð eftir að hafa verið nærri því ofsóttur af fjölmiðlum eftir að hann varð fyrsti knattspyrnumaðurinn til að koma út úr skápnum, hann var því brautryðjandi í enskri knattspyrnu að mörgu leyti og hans á að vera minnst sem slíks og fyrir að hafa varpað ljósi á þá miklu fordóma sem en ríktu gagnvart samkynhneigðum í Bretlandi langt inn á 10. áratug síðustu aldar. Maður myndi ætla að slíkar skoðanir væru úreltar í dag.

    Ákvað að láta útskýringar Harðar standa hér svo öllum sé ljóst hvernig ævi Fashanu endaði, strokaði út vísun hans í Tomma.

  21. Tók ummæli Tomma út Hjalti og því það sem tengdist þeim hér líka.

    Varðandi leikinn vona ég að þeir spili þremur miðjumönnum. Gerrard og Adam er ekki nógu traust miðjupar og Spearing vil ég ekki sjá án Lucasar.  

  22. Ég hef trú á okkar menn komi sterkir til baka eftir svekkjandi jafntefli gegn muffunum og spili fallegan og skemmtilegan fótbolta.
    (Lítillega ritskoðað)

  23. Vona að Carroll byrji þennan leik. Hann þarf að fara að komast í gang og þetta ætti að vera leikurinn til þess. Annars er ég sammála Magga með Downing. Mér finnst hann líta virkilega vel út og koma með mikla ógnun vinstra megin. Hef mikla trú á honum. Þetta er annars leikur sem við þurfum að klára. 2-0 finnst mér líklegt. Suarez og Carroll sigla þessu í höfn. 

  24. Ég vil endilega fara að sjá Henderson á miðjunni. Hann er svo sannarlega einn frambærilegasta miðjumaður í ensku deildinni í dag. Mark my words, þessi drengur er okkar Gerrard nr 2 ! En þetta ætti að vera leikurinn sem hann blómstrar, vil sjá hann á miðjunni með Adam. Carroll MUN einfaldlega byrja þennann leik, ekki halda annað !!

    Carroll Suares frammi, Bellamy(downing) á vinstri, Gerrard á hægri, Adam og Hendo á miðjunni og svo Johnson, Agger Carra og Enruique í vörninni. Einfaldlega okkar besta lið gegn “slakari” mótherja á heimavelli !!!!!!!

  25. Mig dreymdi helvíti raunverulegan draum um þennan leik, hann var svona.
    Það er 91 Mín og Liverpool fá hornspyrnu, það er 0-0.
    Charlie Adam sendir hann inní teig á Ryan babel sem “Flikkar” boltanum á Jamie Carragher sem skorar hjólhestaspyrnu.
    Síðan vaknaði ég og fattaði að þetta væri allt draumur……Eða hvað?
    (http://www.youtube.com/watch?v=a1Y73sPHKxw)
     

  26. Krafan á morgun er sigur og ekkert annað. Fyrir mitt leyti dugar alveg 1-0 eða 2-1 en það er mikilvægt að halda hreinu á morgun. Við þurfum núna a.m.k. 7 stig, helst 9 út úr næstu þremur leikjum. Annars eigum við á brattann að sækja í fjórða sætið.

    Dalglish kemst vel að orði í viðtölum, “þarf bara að taka rétta ákvörðun” þegar hann viðurkennir að hann viti ekki hvar Henderson á helst að spila. Ég vil sjá Adam og Henderson á miðjunni, Downing og Gerrard á köntunum og Carroll og Suarez frammi. Með miklu flæði þessara fremstu fjögurra. Reikna þó frekar með því að Kuyt verði inni en Carroll úti.

  27. Svona er sagan á milli þessara liða á Anfield í PL:

    Games played = 4
    Won = 3
    Drawn = 0
    Lost = 1
    Goals scored = 11
    Goals against = 2

    3 unnir mjög þægilega (4-1, 4-0 og 3-0) og svo einn tapleikur sem fór 0-1.

     Ég ætla að spá því að þetta trend haldi áfram á morgun og þetta fari 3-0.  Alveg sama hverjir skora mörkin.
     

  28. @17 þar til downing skorar mark eða á svo mikið sem eitt assist þá myndi ég hafa mig hægan í að segja að hann sé lykilmaður í sköpun Liverpool, og þessi svokallaði hraði hans hefur alveg farið framhjá mér, þú kannski tekur hann ennþá framyfir ashley young býst ég við ? 

  29. Já skil ekki alveg þetta lovefest á Downing hérna, fyrir mér hefur hann verið vonbrigði so far. Ætla þó ekki að afskrifa manninn, ágætis fótboltamaður og vonandi á hann meira inni, því þetta sem ég er buinn að sjá frá manninum það sem af er, þá er þetta bara enn ein skítakaupin.

  30. Já ég er á því að Downing hafi ekki sýnt neitt nema sláarskotið gegn Sunderland. Það var nú ekki fyrr en það voru 10 mín eftir af Man Utd leiknum, að þá fór hann að geta eitthvað, annars hafði Smalling hann í vasanum allann leikinn. Til þess að vera lykilmaður, þá þarf maður að sýna eitthvað annað en 1-2 sendingar í leik.

  31. Sammála uppstillingu Ásmundar #6.  
    Gerrard nærist á að spila með leikmönnum eins og Bellamy sem hann getur stungið boltanum á. Kuyt og Downing á bekkinn, blásum til stórsóknar á heimavelli gegn nýliðunum og sjáum hvort líf er í Carroll.

  32. Þarf alltaf að finna einhvern leikmann til að ,,níðast” á? Sbr. Downing núna. Hann á auðvitað mikið inni en er líka búinn að sýna margt gott.  Ég hef fulla trú á að hann verði afar verðmætur leikmaður fyrir okkur næstu árin.  Gefum manninum séns og stöndum á bak við liðið okkar og leikmenn – hættum að níða niður okkar menn.
    Varðandi leikinn á morgun þá vil ég sjá Carroll og Suarez frammi og held það verði raunin.  Miðjan velur sig í raun og veru sjálf: Gerrard – Henderson – Adam – Downing.
    Tökum þetta 3-0 og Downing is not drowning…og setur 2 kvekendi!!!!

  33. “Þarf alltaf að finna einhvern leikmann til að ,,níðast” á? Sbr. Downing núna. ”
    s.s. menn mega koma með heilu aríurnar um hversu frábær hann er búinn að vera, en svo þegar einhver gagnrýnir hann að þá er sá aðili nasisti sem hatar Liverpool? =) 

  34. Það er enginn að nýðast á Downing, það er bara einfaldlega verið að benda á staðreyndir. Spilamennska Downing það sem af er hefur valdið vonbrigðum, svo einfalt er það. Auðvitað styð ég við bakið á honum og vona að hann fari að leika betur, en ég meina c’mon, 0 mörk og 0 stoðsendingar í einhverjum 8 leikjum, ég persónulega geri kröfur á kantmaður skili aðeins meira til liðsins en þetta. Hann byrjaði þetta nokkuð vel og atti ágætis spretti inná milli, en í síðustu 4-5 leikjum hefur maðurinn bara ekki sést.

  35. afhverju þarf maður að vera að níðast á leikmönnum liverpool þegar að maður bendir á hluti ? menn hafa mismunandi skoðanir á leikmönnum sem þeir vilja sjá spila í byrjunarliði liðsins, allir styðjum við vonandi við bakið á þeim meðan að þeir spila fyrir liðið.. veit ekki um einn einasta mann sem vonar að ákveðinn leikmaður eigi slæman leik , þótt hann hafi kannski ekki mikið álit á leikmanninum eða finnist hann ekki eiga spila fyrir liðið, þá vonast maður alltaf til að hver einn og einasti leikmaður sem byrjar inná muni spila vel. 

    það er réttur hvers og einasta stuðningsmanns liðsins að hafa skoðun á hverjum einasta leikmanni, og þeir sem eru að þykjast vera heilagari en aðrir með því að banna mönnum það, geta varla talist annað en hræsnarar þar sem mjög líklega þá hafa verið leikmenn sem þeir hafi gagnrýnt, eða leikmenn sem þeir hafi ekki viljað, í liðinu

  36. Auðvitað er í lagi að hafa misjafnar skoðanir á mönnum og ræða getu þeirra en mér finnst umræðan stundum óvægin og að við eigum frekar að horfa á björtu hliðarnar.  Til dæmis get ég alveg velt mér upp úr áhyggjum mínum yfir að Spearing sé ekki nógu góður til að klæðast treyju í topp liði í Englandi en ég ætla bara að treysta King Kenny til að nota hann rétt.  En óþarfi að tengja umræðuna nasistum og dramatisera þetta um of og að sjálfsögðu þurfum við ekki að viðhafa hér neinn heilagleika heldur.  Það er enginn notandi þessarar síðu æðri en annar. 
    Og varðandi að benda á staðreyndir.  Hefur Downing virkilega ekki sýnt neitt meira en eitt sláarskot? Ég hef séð marga góða spretti og marga góða hluti og ég er viss um að hann eigi eftir að skora mörg mörk og eiga margar stoðsendingar.
     
    Ps. Jú ég hef smá áhyggjur af Spearing, hann er búinn að spila illa litli kallinn! Ég vil ekki sjá hann í byrjunarliði á morgun því ég tel svo marga aðra honum fremri að getu.  Þetta er ekki sett fram sem ,,níð” 😉

  37. Ég man vel eftir þessu ótrúlega marki hjá Fashanu, skemmtilegur leikmaður, ótrúlegur kraftur í honum.  Það hefur alltaf verið einhver smá sjarmi yfir Norwich, sérstaklega eftir að Delia og eiginmaður hennar eignuðust klúbbinn.  Þetta er svona svipaður klúbbur og Charlton, fjölsk klúbbur, og fjölskyldustemmning í kringum hann. 

     En af enn stærri fjölskyldu sem stendur mér miklu nærri, LFC.  Mér er alveg sama hverjir spila á morgun því mér finnst í fyrsta skipti í langan tíma aftur gaman að horfa á leik með Liverpool, kvíði og lítill áhugi í fyrra er nú horfinn og í staðin er komin tilhlökkun og gæsahúð. 

    Þeir 11 leikmenn sem byrja eiga að klára þetta Norwich lið, ég spái 1-0 fyrir LFC, bara útaf þeirri hjátrú hjá mér að í hvert skipti sem ég spái stórsigri, þá vinnum við naumt, svo ég spái naumum sigri 😉

    YNWA     

  38. Fyrst að Downing er í umræðunni þá minnir mig að ég hafi séð það núna fyrir ekki svo löngu síðan að hann er með einna flestu, ef ekki bara flestu, sköpuð marktækifæri hjá Liverpool. Ef það er einhver sem ég held að súpi mikið seiðið af því hve slakir Liverpool eru fyrir framan markið þessa dagana þá er það hann.

    Mér finnst hann hafa staðið sig ágætlega, hann á vissulega mikið inni og ég hef alls ekkert misst trúna á honum. Þegar leikmenn liðsins fara að geta komið sér á réttan stað í boxinu þá munum við fara að sjá Downing í öllu sínu veldi þarna á kantinum – vonandi bara strax í dag.

    Hvað leikinn varðar þá er þetta bara algjör skyldusigur. Norwich eru fínir, spila góðan bolta og það er mjög gott andrúmsloftið hjá þeim en anskotinn hafi það, þeir eru að fara að mæta sterku liði Liverpool á Anfield og það á auðvitað að vera auðveldur skyldusigur upp á teningnum hjá Liverpool þar. Þeir geta refsað ef þeir fá tækifæri til en Liverpool á bara að klára þennan leik og hafa ekki áhyggjur af því.

    Veit ekkert hvernig ég vil hafa liðið. Skilst að Maxi hafi leikið mjög vel gegn Rangers og ætti jafnvel skilið séns. Henderson, Gerrard og Adam voru frábærir gegn Man Utd, Suarez á bara fast sæti þarna, Bellamy mætti alveg fara að byrja leik að mínu mati og ég væri líka til í að sjá Carroll uppi á topp – svo maður gleymi ekki mönnum eins og Kuyt, Agger, Johnson og Coates sem gætu líka alveg haft erindi í þennan leik. Mikil leiðindi við að hafa mikla og góða breidd, þá er svo hrikalega erfitt að vita hvað maður vill!

    Skyldusigur og flóðgáttirnar opnast á Anfield á morgun. 4-0 sigur Liverpool sem gefur Liverpool gott veganesti í bikarleikinn gegn Stoke og eitthvað sem ætti að vera auðvelt leikjaprógram í næstu leikjum. 

  39. Er sammála mönnum að Carroll þarf að spila og þá frammi en ekki að þvælast á köntunum eins og hann virðist detta í. Getur einhver sagt mér með Sebastian Coates af hverju er sá maður ekki notaður, sem var einn sá besti í suður Ameríku mótinu. Já og leikurinn fer 5-0 Ekkert væl, tökum leikinn með stæl (sagði þetta ekki á móti mu og það fór sem fór)

  40. Downing þarf að fá hvíld í dag KLÁRT MÁL… Hann átti jú sendinguna á Kuyt gegn United en það var sirka það eina sem hann hefur gert að viti í síðustu 2 leikjum og það er því miður þannig, vantar líka í hann smá baráttu finnst mér, hann er frekar hræddur að mæta maður á mann.

    Bellamy og Gerrard á vængina, Adam og Henderson á miðjuna og CARROLL og Suarez fremsta.

    og plís nota Gerrard í boxinu þegar við fáum horn, erum komnir með menn til að taka þau og fínt að nota Gerrard í teignum….     

  41. Verð að setja inn eitt stórt LIKE á vandaða ritskoðun hér f. ofan. Síðunni og öllum sem að henni standa til sóma! 

  42. Samála #43, tek ofan hatt minn fyrir flottir ritskoðun!

    En að leiknum þá held ég að þetta verði fáránlega erfiður leikur en við eigum að vinna þetta lið alla daga með hvaða mannskap sem er! Þeir sem eru í Liverpool eiga að vera það góðir að þeir eiga að geta klárað þetta lið en ef satt skal segja er meður ekki að fara framúr sjálfum sér í væntinum!

    Ég myndi segja að liðið yrði eftirfarandi:

    Reina
    Kelly – Carra – Skrtel – Enrique
    Bellamy – Gerrard – Adam – Downing
    Carroll – Suarez.

    Þetta er mjög líklegt lið finnst mér, vona að Bellamy fái sénsinn og þess vegna gæti þetta verið 4-3-3, langar að fara að sjá kappann spila almennilega!

    Ég spái þessum leik 4-0 fyrir okkar mönnum þar sem Carroll setur eitt, Bellamy eitt og Suarez tvö. Gerrard á eina stoðsendingu, Bellamy aðra og Downing á tvær á Carroll 😉 MARK MY WORDS PEOPLE!

    YNWA – King Kenny we trust! 

  43. Ég vil sjá Dalglish setja Downing á hægri kanntinn og Bellamy á vinstri með Henderson, Gerrard og Adam á miðjunni í 4-5-1 kerfi. Ætla að gerast svo djarfur að spá því að Suarez byrji á bekknum með Carrol einann frammi. 

          Reina

              Kelly-Carra-Agger-Enrique

    Downing-Henderson-Gerrard-Adam-Bellamy

         Carrol

    Hef trú á þessu, ef Carrol fer ekki að setja´ann með þessa fyrir aftan sig þá er eitthvað að! 

    Tökum þetta 3-0 vil fara að sjá okkar menn halda hreinu í fleiri leikjum. YNWA
     

  44. 3-0 og Suarez setur fyrstu þennuna sína fyrir okkur
    Carroll og Suarez í sókn
    YNWA

  45. Liðið verður svona:

                       Reina

        Kelly    Carra      Skrtel   Enrique

              Henderson  Adam

    Kuyt                                   Downing
                        Gerrard
                        
                         Suarez

  46. Sælir félagar
     
    Mér er alveg sama hvernig liðinu verður stillt upp.  Við eigum í öllum tilvikum að hafa mannskap sem á að vinna þennan leik og það er einfaldlega krafa dagsins.
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA

  47. Vaknaði í morgunn við það að einhver var búinn að bakka á bílinn minn og stinga af….E$%”#&#$

    4-0 er lágmarkið til að bæta það upp að einhverju leyti…. 

  48. Samala thvi ad nota Caroll i thessum leik…Komin timi a ad hann syni ad hann se 35 millu virdi…Og til thess tharf hann spilatima 🙂

  49. ég er bara feginn að það er kominn leiðtogi aftur á miðjuna sem getur blásið smá lífi í leikmennina!
     
    ég held að adam eigi eftir að eiga rosalegann leik í dag með gerrard við hliðina á sér, held að henderson fái tækifærið í dag og nýti það vel….
     
    mér segist svo hugur að það verði sókndjarft og mikið flæði í leiknum hjá okkar mönnum í dag sem á eftir að skila sér í stórskemmtilegum leik, ég er ekki frá því að gerrard og adam setji hann í dag
     
    3-0 YNWA

  50. Ég held að Kenny gefi okkur sókndjarftlið eftir þennan leiðinlega Rangers leik; Klárlega Adam og Henderson á miðjuni og Gerrard fyrir framan að skiptast á stöðum við Henderson, 5-0 takk fyrir og eigið góða helgi.

  51. strákar , okkur gengur illa að stjórna leik á móti litlu liðunum vegna… Kelly, Lucas og henderson….þessir leikmenn ásamt Skrtel kunna lítið í creativ fótbolta, en eru duglegir og fórnfúsir… ef við ætlum að vera að keppa among the best, þá verðum við að fá fleiri fótboltamenn….
    byrjunarliðið:                                       Reina
                                       Johnson   Carra    Agger     Enrige
                                       Bellamy      Gerrard    Adam    Downing
                                                       Suarez   Carrol
    Henderson út, viðurkenna okkar mistök strax í þeim kaupum…Lucas út( fá fótboltamann í staðinn) Skrtel út…Kelly í back up alls ekki meira en það

  52. LFC team to face Norwich: Reina, Johnson, Carragher, Skrtel, Enrique, Downing, Gerrard, Adam, Bellamy, Kuyt, Suarez……enginn Carroll í starting 11…..
     

  53. 54: Það er mjög tæpt að kenna Lucasi um slaka leiki gegn lélegum liðum. Í besta leik síðasta tímabils, 2-5 útisigri gegn Fulham, spilaði hann ásamt Spearing(!) á miðjunni og Skrtel var í miðri vörn. Sömu sögu er að segja um 3-0 sigur á Newcastle og 5-0 gegn Birmingham.

  54. Væri alveg til færi það að Suarez færi að nýta eitthvað að þessum færum sínum. Nýtir cirka eitt af hverjum Tíu.
     

  55. Jæja þá er Suarez komin með 9 færi þá hlítur hann að skora úr næsta

  56. Það góða við það hvað Suarez er búinn að vera lélegur og mikið að dýfa sér, er það að það er ekki nein hætta á því að Real eða Barca reyni að kaupa hann.  Hann verður aldrei nógu góður til þess að þau sýni honum raunverulegan áhuga.

Samuel Inkoom?

Liðið gegn Norwich