Glasgow Rangers í kvöld

Ég hreinlega nenni ekki að ræða þetta Suárez vs. Evra mál, enda ekki beint skemmtiefni. Ég styð þó minn mann Suárez 100% þangað til eitthvað kemur fram á yfirborðið sem sannar ásakanir Evra. Þetta er eins og með börnin manns, ef þau eru sökuð um eitthvað, en þau harðneita að hafa gert nokkuð rangt, þá trúir maður þeim út fyrir ósonlagið, nema öflugar sannanir komi fram um annað. Þannig er þetta bara.

En okkar menn spila í kvöld gegn Glasgow Rangers í vináttuleik sem verður fróðlegt að fylgjast með. Við megum eiga von á því að sjá marga af þeim leikmönnum sem lítinn spilatíma hafa fengið undanfarið og er ég bara vel sáttur yfir því að fá þennan leik. Gott tækifæri fyrir nokkra af okkar mönnum til að sanna sig. Ég reikna með liðinu eitthvað á þessa leið:

Doni

Flanagan – Coates – Wilson – Aurelio

Johnson – Henderson – Spearing – Maxi

Carroll – Bellamy

Auðvitað gæti Robinson komið þarna inn líka og eins að Johnson yrði í bakverðinum, Henderson á kantinum og Adam/Gerrard inni á miðjunni. Endilega ræðum aðeins þennan leik og gleymum Suárez málinu í bili.

Ég ætla allavega að mæta á minn stað á Úrillu Górillunni uppi á Höfða, þeir reikna með að ná að sýna leikinn, þrátt fyrir að hann sé einungis sýndur á LFC TV. Alltaf gaman á leikdegi, æfingaleikur eða ekki.

93 Comments

 1. Alltaf gaman að fá Liverpool leik, sama hversu mikilvægur hann er.
  Veit einhver kl hvað hann er?

 2. Svo sammála þér Steini.
   
  Ætla að fá að koma út úr skápnum með það að svei mér þá ég væri til í að vera í Europa League, allt of langt á milli leikja og það hlýtur að vera ferlegt að vera Maxi, Coates, Bellamy, Aurelio, Spearing og Doni hjá klúbbnum okkar.  Þeir þurfa að fá mínútur og þessi leikur í kvöld á að geta orðið fín skemmtun!

 3. 4# Óli B.

  Jú LFC TV er á sport 3
  en hann verður líklega ekki sýndur þar vegna
  þess að á þeirri stöð klukkan 18:30 verður
  sýndur Man City – Villareal í
  meistaradeildinni. 

 4. Ég hugsa að það sé hægt að horfa á leikinn á official heimasíðunni ef maður er með account þar. Er samt ekki alveg viss.

 5. LFC tv er á sér rás á fjölvarpspakkanum hjá þeim, rás 47, þarft að hafa íþróttapakkann eða fjölrásapakkann til að vera með hana líka

 6. Skella sér bara á Úrillu í kvöld, frábær afsökun fyrir því að fara og fá sér börger og öl á þriðjudegi meðan það er fiskur og kartöflur heima fyrir konuna og krakkana 😉

 7. held að við eigum Norwich heima á laug. Allaveganna miðað við fantasy áætlun

 8. mér finnst þetta bara brandari þessi leikur…. það er svona evrópu drauma dæmi í þessu… verðum bara að sætta okkur við það að við erum ekki í evrópukeppni… einbeita sér af deildinni…

 9. Held að ég fari með rétt mál þegar ég segi að leikurinn verði aðeins sýndur á online LFC TV dæminu, þ.e.a.s. ekki á sjálfri rásinni sem er í sjónvarpinu.  Er 95% viss á þessu.

  Guðmundur #11  Ég sé samt ekkert að því að setja á svona leik til þess að gefa spilatíma til þeirra sem lítið hafa spilað undanfarið, held að það séu hreinlega bara plúsar við það, hvað sem allri Evrópukeppni líður. 

 10. Algjörlega sammála því SSteinn, persónulega hlakka ég til þess að sjá nýja menn spreyta sig. Þar sem samkeppnin í liðinu er loksins orðin alveg gríðarlega að þá vilja menn eflaust sanna sig. Flanaga, bellamy, coates, wilson og maxi þar kannski helst! Spearing þarf svo að eiga draumaleik til þess að láta menn gleyma brighton leiknum.

 11. Vill sjá menn leggja sig 110% í þennan leik, og sýna afhverju þeir eiga skilið aðalliðssæti.

 12. Já maður væri alveg til í að Liverpool væri í þessari annars frekar leiðnlegu evrópukeppni. Þetta var fín afsökun fyrir bjórdrykkju og svo er bara alltaf gaman að geta hlakkað til að spila á móti Luprevisna eða Akhmedimadet.

  Annars mæli ég sterklega með því að menn kaupi þessa áskrift af Liverpooltv. ‘Eg nota þetta mikið, gaman að sjá samantektir úr leikjum þar sem maður getur valið að horfa á 90sek, 15mín, 45mín eða 90mín samantektir. Algjör snilld. Svo eru þarna fullt af viðtölum, myndbönd af æfingum osfr osfr

  Þetta eru örfáar kr á mánuði og vel þess virði.

 13. það mega svo einhverjir snillingar hérna posta flottum stream-linkum hingað þegar nær dregur 🙂

 14. LiverpoolDoni, Johnson, Wilson, Coates, Agger, Spearing, Lucas, Maxi, Aurelio, Carroll, Bellamy. Subs: Reina, Hansen, Enrique, Henderson, Kuyt, Downing, Adam, Skrtel, Flanagan.

 15. Hver er eiginlega pælingin með að spila með Lucas inni á? Leikmaður sem spilar alla okkar leiki og landsleiki í ofanálag. Ekki hefði ég haldið að hann þyrfti á þessum leik að halda. En hvað veit ég, kóngurinn veit þetta væntanlega töluvert betur.

 16. Lucas er kominn í bann í PL vegna fjöldan af gulum spjöldum… hann mun því allavegana ekki spila gegn Norwich.

 17. Lucas verður í banni næstu helgi, gæti verið ástæða þess að hann byrji þennan leik 😛

 18. Þetta verður góður leikur tel ég, hvernig sem hann fer.

  Wilson, Coates, Maxi, Aurelio og Bellamy að fá mínútur, líst mjög vel á það!
  Held að Bellamy muni sýna okkur af hverju hann á heima í Liverpool, og það í byrjunarliðinu! 

  KOMA SVO RAUÐIR!!!

  YNWA – King Kenny we trust! 

 19. Virkilega ánægður að fá þennan leik.  Gott fyrir leikmenn sem eru í kringum liðið en fá ekki mikið að spila.

 20. Var að kaupa mér áskrift að LFC Online.Fæ þetta ekki til að virka hjá mér…Bufferast ekki eða eitthvað þannig.

 21. sama hér ég er búinn að vera með e-season ticket í 2 ár en þetta er eitthvað að klikka núna

 22. Er með áskrift að LFCtv online, það er ekki að virka eins og er. Samkvæmt message boardinu á síðunni eru margir í sama veseni, menn gríðarlega hamingjusamir með þetta!

 23. Ég er að horfa á leikinn í gegnum LFCTV, en ég fór í home á vinstri hliðinni, síðan live match coverage og live match video. Virkar fínt þar hjá mér allavega.

 24. Ég gerði það sama og Karl Ásgeir, virkar mjög vel hjá mér.

  Það er hinsvegar greinilegt að þetta byrjunarlið er ekki vant því að spila saman 🙂 

 25. Bragi á vipbox linknum þarna uppi, virkar en hrikalega lítil myndgæði.. 

 26. Ég prófaði þetta sama og það virkaði! Þetta er nú meiri vitleysan

 27. Carroll lítur út fyrir að vera 2.deildar framherji. Vá hvað hann er slakur. 

 28. Hefði verið gáfulegra að halda N’Gog og nota þessar 35m sem fóri í Carroll í vængmann eða e-ð annað!

 29. Úff ég er farinn að hafa áhyggjur af spilamennsku Carroll, þetta er bara alls ekki sami maður og var að spila með Newcastle hér fyrir ári síðan, það vantar allt touch í manninn. Ég er ekki að ætlast til þess að hann taki 2-3 menn á og lúðri honum af 30 metra færi, en þegar einhver einstaklingur er keyptur á þetta mikinn pening þá geri ég kröfu á að hann geti tekið á móti tuðrunni og komið honum frá sér án vandræða, vil fá meiri hreyfanleika frá honum og svo eru staðsetningarnar hjá manninum alveg út úr kortinu. Ég veit að þetta Carroll röfl er orðið þreytt, en þetta er bara staðreynd, maðurinn er með allt niðrum sig.

 30. Gefum Carroll allaveganna þetta tímabil, okkur vantar samt desperately einhverja meiri drápara í þetta lið.,

  1-0 tap fyrir Rangers er bara slakt og ég er farinn að hallast að því að við þurfum að gera einhver djörf kaup í janúar til að vítamínbæta þetta andlausa lið.. 

 31. vildi að liverpool tæki upp þá stefnu að segja ekki hvað leikmenn kosta… hrikalega leiðinlegt að lesa þetta tuð um hvað leikmenn kosta

 32. Það er annaðhvort í ökkla eða eyra hér í kommentum.
  Um helgina átti Carrol að koma inná til að klára leikinn, en núna vilja menn fá Ngog í staðin.
  Um helgina var frábær andi í liðinu en núna í tilgangslausum æfingaleik þar sem leikmenn eru að fá leikæfingu (reynslu) er liðið andlaust og ömurlegt.
   
  Helvítis kreppan er Davíð að kenna, ríkisstjórnin er ömurleg…fáum Bjarna Ben til að stýra skútunni.

 33. Aron nr52, þetta hef ég alltaf sagt. Maðurinn lét David Weir sem er orðinn 41 árs gjörsamlega éta sig. Gátu KD og DC ekki keypt Demba Ba eða sleppt því að kaupa framherja og keypt kantara? Það er ekki einsog við höfum þurft Carroll eftir að Torres fór þar sem hann var meiddur og í engu leikformu mest allan tímann. 

 34. Magnað hvað menn geta skipt hratt um skoðun á leikmönnum.
  Andy er 22 ára og er enn að mótast almennilega sem leikmaður. Þetta lið sem við telfdum fram í dag var ekki vanalega liðið sem spilar saman í leikjum, þetta var einfaldlega leikur sem fer í reynslubankan hjá leikmönnum og telur maður það einfaldlega gott mál.

  Öndum inn og út…menn eru að fá mínútur í spil og jákvæður hlutur við þetta er að þarna voru Aurelio, Agger og Johnson að fá mínútur sem þeir sárlega þurftu!

  YNWA – King Kenny we trust! 

 35. Shit strákar hættið að röfla um verðmiðann á Carrol… Carrol er í raun bara “fórnarlamb” þess hvað Torres var keyptur ógeðslega dýrt!

  Allir leikmenn ganga í genum hæðir og lægðir… Carrol er held ég bara í smá lægð núna. Alveg viss um að hann á eftir að sýna hvað í honum býr.

  Hvernig var Rooney á löngum köflum í fyrra? Hann gat ekki shit. Allir leikmenn er drullu lélegir á köflum.

 36. @ólinn, villt þú bara ekki stýra LFC ef þú telur það svo auðvelt eftir að þessi H og G eyðilögðu klúbbin ? (nei) 

  hvað eru menn að halda að við gerum í svona leik , sjaiði þessa æfingaleiki sem eru búnir undir stjórn King kenny Dalglish hann fékk á sig 3 mörk í hverjum einasta leik í sumar en 1 núna, ég er nú bara sáttur að menn meiddust ekki í þessum leik sérstaklega hann Agger  maður fer með allt annað hugafar inn í leikina sem eru Æfingaleikir heldur en maður fer í leikina sem eru i deildini, semsagt maður fer með betra hugarfar í leikina sem eru í deildini og nenna meira að spila þá leiki. en samt á maður að gefa sig 100%fram í allt sem maður gerir. en plísssssssss nenniði að hætta að rakka Carroll niður, það vita örugglega allir hvað hann kostaði og hvað hann er búinn að geta fyrir klúbbin, en vonandi batnar það

 37. Það skiptir mig engu máli hvað Carroll kostaði. Hann er ennþá ungur og hann er ennþá kandítat að vera hörku leikmaður eennnn eins og er finnst mér Liverpool alltaf spila betur á hans, því miður. En það getur breyst fljótlega.

 38. Sá seinni hálfleik og var ekki hrifinn. Þetta var nánast eins og fyrsti æfingaleikur á tímabilinu. Mér er alveg sama hvað menn segja, svona leikir eiga að vinnast. Jú við vorum að nota slatta af mönnum sem vantaði að fá spilatíma og einhverjir að stíga upp úr meiðslum og þannig og því gott að fá smá æfingu. EN…ég fer ekki ofan af því að það var bara lélegt að vinna þetta ekki. Í það minnsta að sýna einhver gæði og klassa spilamennsku. Sendingar voru illa hnitmiðaðar, menn voru ekki að að hlaupa í eyður, eða menn hlupu í eyður og sendingarnar komu ekki. Þetta var alveg rosalega taktlaust og hreint út sagt lélegt. Við erum kannnski með alveg ágætt 11 manna lið, jafnvel 15 manna lið en það lið sem var inni á vellinum þarna spilaði bara ekki sem lið. Ég veit eiginlega ekki hvað þeir voru að gera þarna, en ekki að spila sem lið. Ég vil ekki taka neinn einn út en enginn af þessum mönnum sem sitja venjulega á bekknum eða rétt utan við liðið voru að ná að sýna nokkuð. Coates kannski helst, þó veit ég ekki.

  Þið eruð líklega búnir að ná þessu…ég varð fyrir miklum vonbrigðum með spilamennsku liðsins í kvöld. Þessir menn eru ekki að fara að leggja Valencia eða AC Milan í meistaradeildar riðlakeppni á næsta tímabili. Af hverju er það þegar fokking manchester united setur varaliðið sitt inn á þá eru þeir með einhverja gutta sem kunna að grípa tækifærið? Sama með Arsenal t.d. Okkur virðist vanta þessa breidd og ég veit að það er ekki núverandi stjóra né eigendum að kenna, en það er samt sárt að horfa upp á það. Miðað við þetta þá er eiginlega bara eins gott að við vorum ekki í evrópukeppni í ár, okkur hefði verið slátrað eins og á síðasta ári í evrópu af því sem við viljum telja minni spámönnum.

  Afsakið mig fyrir að velta þessu hér yfir ykkur, venjulega er ég þessi maður sem styð liðið út fyrir allt…og að tapa í kvöld skiptir kannski engu máli….en menn voru ekki að leggja sig fram og alls ekki að spila sem lið og það vona ég að kenny taki duglega á í framhaldinu.

  Jæja…over and out       

 39. islogi skrifar: “Þessir menn eru ekki að fara að leggja Valencia eða AC Milan í meistaradeildar riðlakeppni á næsta tímabili.” Ég spyr í fávisku minni, af hverju ekki? Er merkingarlaus æfingarleikur sem hefur lítinn annan tilgang en að viðhalda eða bæta við spilaformi einhver mælikvarði á gæði Liverpool eða einstakra leikmanna? Hvernig má það vera?
   
  Og þeir sem gagnrýna sóknarmennina okkar í þessum leik: Er möguleiki að þeir hafi liðið fyrir að spila með mörgum leikmönnum sem voru annað hvort ekki í spilaformi eða að koma aftur úr meiðslum? Ég verð bara að vera hreinskilinn, ég skil ekkert í fólki sem les svona dramatískt í einhverja æfingarleiki og er að fara á límingunum. Auðvitað vill maður að Liverpool spili alltaf glimrandi vel og vinni alla leiki en svona leikir…ég er glaðastur yfir að þetta var góð æfing fyrir nokkra leikmenn sem hafa sjaldan fengið að reima á sig takkaskóna í haust og svo virðist enginn hafa meiðst.  En ég missi ekki svefn yfir þessari frammistöðu…ó nei 😉

 40. Varðandi Carroll að þá hef ég trú á honum og þótt að hann verði ekki mesta markamaskína í heimi næsta árið að þá held ég að hann eigi eftir að detta í gang og verða okkur mjög drjúgur. 

  Ég vona innilega að hann launi mér, KK og þeim Liverpoolmönnum sem ða hafa trú á honum traustið og sýni efasemdamönnunum hvað í hann er spunnið. 

 41. Bara smá heads up. Þessir peningar munu alltaf elta Carroll, því miður. Ef þið vissuð skítinn sem Berbatov fær, þrátt fyrir að hafa verið markakóngur deildarinnar í fyrra, skorað þrennu gegn Liverpool og hafa verið ódýrari en Carroll. 

 42. @ 63 rólegur kjeeelinn… þú minnir mig á konuna mína, þerga húnn var ólétt sko 
  sæll !!
  nennir eitthver að færa honum tissjú !!
   

 43. Mér fannst þessi leikur bara spilast ca. 90% eins og ég reiknaði með.  Í byrjunarliðinu voru bara Lucas, Henderson og Carroll sem hafa verið að fá einhverjar mínútur, Wilson settur í bakvörð og Aurelio eiginlega kantur, Bellamy fór stundum niður og Maxi stundum.  Það var alveg ljóst frá fyrstu mínútu að það myndi taka tíma fyrir þetta lið að ná takti og það varð.
   
  Rangers í hörkuformi heima, fullir sjálfstrausts og stýrðu leiknum vel.  Það varð svo allt annað uppi á tenginum síðustu 20 mínúturnar þegar við vorum komin með mannskap inn á völlinn í fínni leikæfingu og það var alltaf líklegt var það ekki?  Adam virkilega í gírnum þessar mínútur sem hann fékk og dró liðið vel í gang.  
   
  Mér fannst Coates vinna sig vel á í leiknum og við erum með besta markmann nr. 2 sem við höfum lengi haft, vona að hann verði ekki lengi á meiðslalistanum!
   
  Ég vona virkilega og algerlega að þessi leikur hafi sýnt Dalglish að Spearing sé ekki maðurinn til að leysa Lucas af um helgina og Henderson fái það hlutverk og ég ætla að vona það að þjálfararnir líti aðeins á það hvernig okkur gengur að verjast hornum andstæðinganna.  Mikið var grátið út af svæðisdekkun á sínum tíma en mér hefur fundist ljótt að sjá hvernig við höfum varist þessum atriðum í undanförnum leikjum og það sama var upp á teningnum í Glasgow.  Vissulega fullt af nýjum mönnum að verjast en þetta leit ekki vel út.
   
  Annars held ég að kóngurinn hafi verið með þetta eftir leik, við eigum að geta spilað betur en þetta og það var mikilvægt fyrir nokkra leikmenn þarna að fá mínútur.

 44. Hvaða stress er þetta yfir leiknum í gær? Ja hérna. Það er ekki eins og snúum þessu ekki við á Anfield og komumst áfram. Engar áhyggjur af öðru.

  Grútleiðinlegur leikur svosem eins og svona leikir eru í ca 100% tilvika enda að engu að keppa. Fínt að viðra aðeins leikmenn sem hafa ekki spilað mikið eins og Maxi, Bellamy, Doni, Coates, Wilson og fl. Eins frábært að sjá að Agger er að koma aftur og meira að segja Aurelio meiddist ekki í leiknum. Glen Johnson var líka að spila í þessum leik og ætti að vera nær leikformi núna heldur en hann var á sama tíma í gær. Það skiptir í raun töluvert meira máli en sigur eða tap í fullkomlega þýðingarlausum leik.

  Auðvitað er skemmtilegra að sjá glimmrandi fótbolta og sigur, en með góðum sigri gegn Norwich í næstu umferð lofa ég að þessi leikur verið svo gott sem alveg gleymdur.

 45. Maggi nr. 69 þú gefur í skyn að það hafi verið viðbúið að menn myndu ekki spila glimrandi vel í þessum leik þar sem menn voru ekki í leikæfingu og þetta lið hafi ekki spila mikið saman, en samt finnst þér að Kenny eigi útfrá þessari spilamennsku að dæma Spearing úr leik fyrir helgina? Frekar undarlegt.

  Spearing átti marga þrusuflotta leiki eftir áramót í fyrra eftir að Kenny tók við og hann getur að sjálfsögðu komið inn í byrjunarliðið um helgina og leyst Lucas af.

 46. Ég tek algjörlega undir þetta hjá Magga, Norwich á heimavelli og því vona ég svo sannarlega að Jordan verði settur inn fyrir Lucas frekar en Spearing.  Spearing er duglegur og allt það, mér finnst hann bara einfaldlega skorta gæði svona almennt.  Fínn squad player þannig lagað, en við þurfum að sækja hressilega á Norwich á Anfield og því tel ég að Jordan sé miklu betri kostur í stöðunni.

 47. Svo ég sýni fram á Reykás-syndrom mitt þá finnst mér geta Spearing í sumar og það sem ég hef séð í haust algerlega rammast inn í þeirri frammistöðu sem var í gær.  Endalausar misheppnaðar sendingar og fastur í bakkgírnum varnarlega.  Hann vildi ég að hefði sýnt mér annað þarna í gær, frekar en margir aðrir.  Maxi og Agger t.d. voru að sýna ágæta takta inn á milli sem einstaklingar, en alls ekki #20.
   
  Kannski fer KD í 4-4-2 og setur Gerrard með Adam á miðjuna, við eigum enn eftir að sjá hvert uppleggið er í leikjum eins og þeim sem er á laugardaginn – gegn mótherjum sem við eigum að vinna – eftir að Gerrard er kominn, en ég verð afar svekktur ef Jay litli Spearing byrjar…

 48. Ég hef verið reglulegur lesandi Liverpool Bloggsins í einhver fimm ár, en þetta er í fyrsta skipti sem ég hef séð upphitun vera svona lengi efsta á síðuni! Hvernig stendur á því?

 49. @Andri þór (63)

  Þetta var hugsanlega furðulegasta svar til mín sem ég veit um? Eina sem ég sagði að mér fyndist að okkur vantaði einhverja fleiri drápara í liðið, eins og staðan er í dag, og hefur verið í síðustu leikjum þá bara einfaldlega vantar eitthvað í liðið, vantar menn sem geta uppá sitt einsdæmi gert stórhættu.. Við vorum alltaf með Gerrard og Torres, núna erum við bara með Suarez og hann getur ekki alltaf borið allan sóknarþunga hjá okkur..

  Downing er ekki að finna sig finnst mér, er ekki búinn að eiga neina stórleiki so far né Henderson eða Carroll.. á meðan að nýju leikmennirnir okkar eru ekki að stíga upp þá vantar bara algjörlega eitthvað í þetta lið..

  Þessvegna sagði ég að við þyrftum mögulega að bólstra liðið með einhverjum baneitruðum manni í Janúar.. einhver sjóðheitur hægri kantari, og jafnvel framherja ef að Carroll ætlar ekki að fara spýta í lófana.. Sömuleiðis vantar okkur einhvern solid miðvörð, hefði verið afskaplega ljúft að landa Jones í sumar en þess í stað erum við með Carra og Skrtel og svo Agger í þessa 10 leiki sem hann er heill á ári, og jú Coates sem er að koma ferskur inn. 

 50. Norwich a laugardag. Vill sjá liðið svona framávið..

  Gerrard – Adam – Henderson – Bellamy

  Suarez og Carroll ….    

 51. Torres og Meireles að skora fyrir chelsea í meistaradeildinni rétt i þessu

 52. ekki sammála þér viðar það yrði miklu betra að hafa:
  jhonsson-carrhager-agger/skrtel-enrique
  kuyt-adam-gerrard-downing
  bellamy
  suarez
  en samt ekki veit ég nógu mikið til að vera að segja að eitthverjir aðrir hafa rangt fyrir sé 😉

 53. Nr. 73 Maggi Spearing er nú ekki mikið búinn að koma við sögu á þessu tímabili er það? Held hann hafi bara spilað í deildarbikarnum og hafi ekki fengið mínútu í deildinni. Hinsvegar spilaði hann mikið eftir áramót á síðasta tímabili og stóð sig mjög vel. Varstu ekki að horfa þá? Þessir æfingaleikir eins og þessi og hvað þá þeir sem eru spilaðir á sumrin eru nú frekar marklausir. Í sumar voru mjög margir að spila illa í þessum æfingaleikjum og andstæðingarnir voru að raða á  okkur mörkum. Flestir voru samt ekkert að stressa sig yfir því vegna þess að menn vita að þessir leikir eru bara notaðir til að koma mönnum í leikæfingu. Fyndið að þú sért að pikka Spearing útúr þessum marklausu leikjum og sért úfrá því byrjaður að vona að hann spila ekki um næstu helgi. Hinsvegar skautarðu alveg yfir frammistöðu Spearing á síðasta tímabili þar sem hann var að spila fullt af deildarleikjum, og fékk nýjan samning vegna góðrar frammistöðu í þessum leikjum.

  Nr. 72 SSteinn. Ef við notum Henderson, Adam og Gerrard þá fer þetta nú að verða ansi sókndjarft. Norwich hafa sýnt að þeir eru ekkert fallbyssufóður fyrir stærri liðin, enda eru þeir í efri hluta deildarinnar og voru óheppnir að fá ekki eitthvað útúr leiknum á Old Trafford. Okkur tókst nú ekki að klára Sunderland á heimavelli sem sitja núna í fallsæti þannig að það menn ættu nú slaka á yfirlýsingum um að henda bara öllum í fram af því að þetta sé “bara Norwich á Anfield” eða álíka. Það er síður en svo verið að pakka í vörn þó að við stillum upp einum varnarsinnuðu miðjumanni. Geri ráð fyrir að við verðum með Suarez, Downing, Gerrard, Kuyt og Adam inná líka, og það ætti nú að vera nóg til að spila sóknarbolta.

 54. Liverpool tapaði ekki á móti Rangers, Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Manutd og átti að vinna þann leik. Ekki segja að við getum ekki keppt við AC Milan eða Valencia, common!

 55. Í sumar voru mjög margir að spila illa í þessum æfingaleikjum og andstæðingarnir voru að raða á  okkur mörkum.

  Eitthvað trend í því?  Jú, Lucas var ekki til staðar og Spearing var að leysa hans stöðu og við gjörsamlega lákum mörkum.  

  Ætlaði mér nú alls ekki að fara að drulla eitthvað yfir Spearing, síður en svo, virði mjög margt við þann leikmann og þá sér í lagi hans vinnuframlag og hjarta, en mér fannst einfaldlega leikurinn breytast til hins betra um síðustu helgi þegar Henderson kom inn fyrir Lucas (sem aldrei þessu vant átti slakan dag) og ég held að hann hafi mun meira fram að færa í leiknum gegn Norwich heldur en Spearing.   Það sem ég set helst út á Spearing er sendingargeta hans og lestur á leik.  Ég er ekki búinn að mynda mér skoðun á honum bara útfrá þeim leikjum sem ég hef séð hann spila með aðalliði LFC, er búinn að fylgjast með þessum strák mjög, mjög lengi, U-18m varaliðið og svon núna untanfarna mánuði, aðalliðið.  Útfrá öllu þessu þá hef ég ekki trú á því að hann hafi þau gæði til að verða leikmaður sem við treystum almennt á.

 56. hehe SSteinn ég hló nú dálítið af þessari röksemdarfærslu. Já skrifum þetta að mestu á Spearing, öll þessi mörk. Pikkum bara hann út, úr æfingaleikjum á miðju sumri þegar menn eru ekki í leikformi og verið er að prófa allskonar leikmenn í allskonar stöðum. Ég bara trúi því varla að ég sé að verja frammistöðu Spearing útaf einhverjum æfingaleikjum. Ég skal benda þér á betri dæmi, Síðustu 9 leikir á síðasta tímabili. Spearing spilaði hverja einustu mín í 8 af þessu leikjum. 5 sigar, og í fjórum af þeim héldu Liverpool hreinu. Eitthvað trend hér? Kannski eitthvað sem er marktækara en einhverjir marklausir æfingaleikir?

  En fair enough SSteinn, menn mega hafa sínar skoðanir á ákveðnum leikmönnum. Eins og þú segir þá hefur þú fylgst vel með þessum leikmanni í gegnum árin. Það fer bara í taugarnar á mér þegar verið er að nota einhver stórkostlega fáránleg rök til að gagnrýna leikmenn Liverpool. Jay Spearing hefur sýnt það að hann sé vel nothæfur í liði Liverpool. Hvet menn til að styðja frekar við bakið á honum í staðinn fyrir að teygja sig ansi langt í furðulegri gangrýni. Eins og þú segir réttilega þá er þetta leikmaður með Liverpool hjarta sem leggur sig allan fram í hverjum leik.  

 57. Ég veit að margir eru orðnir þreyttir á umræðu um leikmenn sem hafa verið látnir fara frá félaginu en ég fór allt í einu að spá. Í byrjun síðasta tímabils vorum við með innan okkar raða Torres, Meireles og Aquilani, sem allir spiluðu í meistaradeildinni í kvöld. Tveir fyrir Chelsea og einn fyrir A.C. Milan. Allt í einu fer maður að spá hvort stærstu mistökin sem G&H gerðu hafi ekki hreinlega verið Roy Hodgson.

  Í upphafi tímabils í fyrra hefðum við getað stillt upp eftirfarandi liði:

  Reina
  Johnson Carragher Agger Aurelio
  Lucas
  Gerrard Meireles
  Aquilani
  Torres Kuyt

  Fyrir mér er þetta lið betra en byrjunarliðið sem er í boði í ár, þó svo að breiddin hafi kannski verið lítil í fyrra. En maður kemst bara varla hjá því að spá í það hversu langt við hefðum komist með þetta lið og alvöru stjóra á hliðarlínunni.

  Eða er ég aleinn um þessasr pælingar? 

 58. Nei Halli, þú mátt hlægja að vild, en þú ert engu að síður að snúa all hressilega út úr.  Það sem ég er að reyna að segja er að Spearing er ekki nægilega öflugur til að fylla skarðið sem Lucas skilur eftir, þ.e. varnarlega.  Í þessum leikjum síðasta vetur þegar hann átti fína leiki, þá var hann með Lucas sér við hlið sem sá áfram um þau skítverk sem hann sér dags daglega um.  Spearing hefur að mínum dómi aldrei sýnt almennilega fram á það að hann geti leyst þá stöðu, allavega ekki í þeim fjölmörgu leikjum sem ég hef séð hann spila.  Eins og áður sagði, þá finnst mér hann ekki með nægilega gott positional sense til að geta það.

  Hann vill þó spila framar og gerði það á síðasta tímabili.  Ég sagði jafnframt hér að ofan að ég teldi Jordan betri og vænlegri til árangurs og sér í lagi þegar við erum ekki með Lucas til að hirða upp eftir Spearing, sem vill verða svolítið villtur út um allt og skortir að mínu mati aga.

  En ég var ekki að skrifa þetta að mestu leiti á Spearing, ég var einfaldlega að benda á það að Spearing fyllir ekki það skarð sem Lucas skilur eftir og er ekki að vernda vörnina á sama hátt. 

  En eins og áður sagði, þá virði ég Spearing, finnst frábært að sjá hversu mikið hjarta og sál hann leggur í sinn leik, en ég fer ekki af þeirri skoðun minni að það væri vænlegra til árangurs að byrja með Jordan inni á miðjunni á laugardaginn. 

 59. Liverpool verður að komast í Meistaradeildina í vor. Klúbbsins, stuðningsmannanna og Meistaradeildarinnar vegna. Þessir virku dagar milli leikja eru alltof lengi að líða!

 60. Veistu SSteinn ég er sammála þér að mörgu leyti. Bara svo það sé á hreinu þá er ég alls ekki að halda því fram að Spearing sé jafngóður og Lucas sem varnarsinnaður miðjumaður, enda væri það fáránlegt. Ég geri mér líka grein fyrir því að þú ert búinn að fylgjast með Spearing lengur en ég og sért fullfær um að mynda þér skoðun á honum. Ég er bara að segja að ég sá hann spila vel eftir áramót í fyrra. Mér er alveg sama hver var með honum á miðjunni. Hann spilaði samt vel. Hann gæti því líka spilað vel gegn Norwich, eins og hann gerði í fyrra. Hann getur gert það alveg eins og Henderson. Hvorugur mun hafa Lucas með sér. Ekkert sem segir að Henderson muni geri þetta betur en Spearing. Henderson hefur bara spilað hálftíma á miðri miðjunni með Liverpool. Spearing spilaði vel á miðjunni í um 10-15 leiki á síðasta tímabili. 

  Ég er ekkert að snúa útúr. Maggi var að nota æfingaleiki til að dæma Spearing úr leik fyrir helgina. Mér finnst það fáránlegt og því byrjaði ég að ræða þetta. En ég er líka alveg til í að sjá Henderson byrja þennan leik eins og Spearing. Ég er mjög ánægður með þessi kaup á Henderson og er fullviss um að hann verður lykileikmaður hjá Liverpool í framtíðinni. Mér fannst bara forsendurnar fyrir þessari gagnrýni á Spearing út í hött. 

 61. 83# skil þig friðjón. var eimmitt að horfa á tilþrifin á sky í meistaradeildinni og Torres og Meireles voru lang bestir hjá Chelsea, sköpuðu fullt af færum og spiluðu mjög vel! Mereles hefur verið mjög góður hjá  Chelsea síðan hann fór þangað alveg eins og hann var hjá okkur í fyrra! Fór eimmitt að pæla í því hversu sterkt liðið væri ef þeir væru her enn? Smá pirrandi að hafa aldrei fengið að sjá Torres og Suarez frammi saman einhvað mesta drauma framherja par sem hægt er að óska sér! Það var lítið hægt að gera í þessari brottför Torres og má rekja hana til G&H því þeir eyðilögðu allavega tvö ár fyrir Liverpool sem var til þess að Torres fór! (hann fór samt á asnalegasta tíma). Enn þessi sala á Mereles var bara gjöf til Chelsea! Að mínu mati skita hjá Dalglish

 62. Lóki nr. 87, Skita hjá Dalglish?? Hvað í ósköpunum átti Kenny að gera? Heldurðu að hann hafi viljað selja Miereles? Meireles vildi fara, sendi inn Transfer Request! Átti Liverpool að halda Meireles eftir að hann hafði farið fram á sölu til Chelsea? Hvernig heldurðu að það hafi farið í aðra leikmenn Liverpool, stuðningsmenn ofl.? Að halda Meireles eftir að han hafði heimtað að vera seldur til Chelsea? 

 63. Meireles sendi einfaldlega inn transfer request vegna þess að hann var á skíta launum hjá Liverpool og enginn áhugi hjá Liverpool að endurskoða samning hans þrátt fyrir að hafa staðið sig gríðar vel á sínu fyrsta tímabili. Sé mikið eftir þessum leikmanni en ég held reyndar að Charlie Adam sé ekki mikið síðri.

 64. Mig minnir að ansi margir hafi talað um að hann hefði hvort sem er bara verið á bekknum 🙂

 65. Hve oft þarf að fara yfir þetta Meireles mál ? Maðurinn fór fram á sölu, punktur. Við eigum ekki að láta halda okkur í gíslingu vegna launamála, EF þetta slúður um loforð um launahækkun eftir 1 ár hjá LFC eru réttar þá tek ég undir orð sem eh lét falla hér í lok janúar – hann er þá með lélegasta umboðsmann sögunar.

  Þar fyrir utan, ef við hefðum gefið honum þessa launahækkun þá værum við, eftir eitt ár, komnir í þá stöðu að vera með þrítugan leikmann á mjög háum launum sem er ekki fyrsti maður á blað og er erfitt að losna við sökum launa og á langtímasamningi (hljómar kunnuglega ?). Við hefðum þá verið heppnir að fá helminginn af því sem Chelsea greiddi fyrir hann nú í lok janúar.

  Maður þarf svo í framhaldinu að fara að búa sig undir Aquilani umræðuna aftur næsta sumar. Eru menn ekki byrjaðir að setja saman sendingar- og skotmyndbönd af honum hjá AC ? Er kallinn ekkert með í maganum þarna í Milan borg ?

 66. Ef við tímum ekki að borga gæðaleikmönnum sambærileg laun við aðra þá vilja þeir eðlilega fara. Ég verð því að vera sammála Lóka og SB. Fúlt að horfa á Meistaradeildina fulla af gömlum vinum: Arbeloa, Alonso, Mascherano, Aquilani, Benayoun, Mereiles og Torres. Þetta eru a.m.k. einhver 150m pund! Ástæðurnar eru náttúrulega misjafnar. Getum kennt G&H um megnið en við hljótum að hafa leyfi til að gagnrýna núverandi stjórnendur líka.

 67. Hefði ekki mátt selja Meireles til annars liðs en Chelsea? þótt leikmaður biðji um sölu þá þarf ekkert endilega að selja til helvítis Chelsea sem við gætum verið í baráttu við um 1-4 sætið.

Suarez og Evra

Samuel Inkoom?