Suarez og Evra

Leiknum í gær lauk með jafntefli en það má heldur betur segja að baráttan hafi ekki hætt við lokaflautið. Guardian eru með góða grein um málið þar sem það er dregið saman í meginatriði, en fyrst menn hafa varla rætt annað yfir helgina finnst mér við hæfi að við setjum inn þráð hér þar sem þetta er rætt.

Málið er sem sagt þetta: eftir leik sakaði Patrice Evra Luis Suarez um að hafa beitt sig kynþáttaníði á meðan á leiknum í gær stóð. Evra á að hafa tjáð sig við (aðallega franska) fréttamenn um þetta eftir leikinn í gær og einnig farið á fund Andre Marriner dómara, ásamt stjóra sínum Alex Ferguson, til að koma kvörtuninni á framfæri. Í kjölfarið hefur Suarez neitað öllum ásökunum og Liverpool FC styðja við bakið á honum og ætla að fara fram á að Evra fái leikbann ef enginn fótur reynist fyrir ásökununum.

Eftir hádegisleikinn í gær slökkti ég á sjónvarpinu og Twitter og hef notið þess að gera allt aðra hluti en að hugsa um eða horfa á fótbolta þessa helgina. Það hefur hins vegar ekki farið framhjá mér að umræðan um þetta mál hefur verið mjög ljót, og þá sérstaklega á Twitter, en einnig hérna inni líka. Púllarar eru þegar komnir í vörn fyrir hönd Suarez, benda á einhverja persónubresti hjá Evra úr fortíðinni og slíkt, og að sama skapi eru United-menn búnir að vera ötulir í að rifja upp allt misgott um Suarez.

Mér dettur slíkt ekki í hug, og þið sem hafið reynt að verja Suarez: skammist ykkar.

Við vitum ekki hvort hann gerði það sem hann er sakaður um. Á meðan við vitum það ekki getum við ekki gert lítið úr þessu eða leyft hvorugum þeirra að njóta vafans. Ásökun um kynþáttaníð er það alvarlegur hlutur að við verðum að leyfa þessu máli að klárast áður en við hefjum Suarez upp til skýjanna og/eða drullum yfir Evra.

Það eru bara tveir möguleikar í stöðunni:

1: Evra hefur rétt fyrir sér. Suarez beitti hann kynþáttaníði í gær. Ef þetta reynist rétt þá á Suarez að fá langt leikbann og hann á það algjörlega skilið. Það að hann sé besti leikmaður Liverpool FC breytir engu þar um – við, öðrum stuðningsmönnum fremur, eigum að setja það fordæmi að vilja ekki sjá svona hluti hjá þeim sem eru fulltrúar okkar félags, og mér dettur ekki í hug að reyna að verja Suarez ef þetta reynist rétt. Ég vona ekki, en ég lofa hér með laglegu drulli yfir Suarez á þessari síðu ef þetta sannast á hann. Svona lagað á bara ekki að sjást á fótboltavelli, sama hverjir eiga í hlut.

2: Evra hefur rangt fyrir sér. Suarez pirraði hann í gær en beitti engu kynþáttaníði. Ef þetta reynist rétt þá á Evra að fá langt leikbann og hann á það algjörlega skilið. Það eina sem gæti mögulega verið verra en að vera þolandi kynþáttaníðs er að vera sakaður um það að ósekju. Slíkt er mannorðsmorð og ef Evra er að stunda það hér á að kasta reglubókinni í hann og láta hann fá sama leikbann og Suarez hefði fengið ef ásökunin hefði verið sönnuð. Ég vona að þessi möguleiki sé réttur – okkar Púllara og Suarez vegna – og ég lofa hér með laglegu drulli yfir Evra á þessari síðu ef hann reynist ekki hafa neitt til síns máls. Svona ásakanir eiga ekki að heyrast nema fyrir þeim sé ástæða og það verður að taka á því, sama hverjir eiga í hlut.


Meira hef ég ekki um málið að segja. Það eina sem við ættum öll að vera sammála um er að kynþáttaníð er ófyrirgefanlegt og á ekki neitt hlutverk á íþróttavelli. Á meðan verið er að skera úr um málið ætla ég hvorki að verja Suarez né drulla yfir Evra, og allt slíkt tal verður ekki liðið á þessari síðu. Það verður til nóg af slæmum orðum um annan þeirra þegar niðurstaða fæst í málið, en þangað til verðum við að leyfa báðum að njóta vafans. Líka þótt annar þeirra spili fyrir Liverpool og hinn Man Utd.

85 Comments

 1. Amen. 

  Það er búið að vera átakanlegt að fylgjast með því hvernig stuðningsmenn beggja liða hafa borið sig að í dag og í gær. Ég held að ég hafi aldrei unfollowað jafn marga á Twitter og um þessa helgi. 

  Það er samt náttúrulega annar möguleiki og það er sá að Suarez hafi sagt þetta en það sé ekki hægt að sanna það. Mér finnst í raun mjög líklegt að ekki takist að sanna þetta, hvort sem það sé af því að Suarez hafi ekki sagt neitt eða þá að vitnin séu ekki til staðar. En þetta er afskaplega ljótt mál og best að menn tjái sig sem minnst um báða leikmenn þangað til niðurstaða er komin í þetta.

 2. Skammast mín bara ekki neitt, þetta er 50/50 mál þar sem Evra segist hafa lent í þessu áður, en þeir sem hann sakaði um rasisma hafa verið hreinsaðir af ásökunum. 

 3. Ég fordæmi allt níð, sama af hvaða toga það er. Ef rétt reynist þá má Suarez skammast sín og þarf að hugsa sinn gang vel ætli hann sér að spila áfram í Liverpool treyju. En til að summa upp þá finnst mér vera ólykt af þessu hjá Evra. Hann er strax í upphafi leiks við peningakast pirraður. Hlýtur að vera eitthvert met í hversu fljótt menn pirrast í leik. Hann semsagt mætir pirraður til leiks. Í annan stað þá finnst mér frekar ótrúvert að þegar menn segjast ekki vilja gera stórmál úr einhverju en fara svo með það í fjölmiðla engu að síður. En ef rétt reynist þá mun Suarez fá bann fyrir og mjög verðskuldað. 

 4. Þetta er mjög vandasamt og glatað mál. Auðvitað vona ég okkar vegna að þetta sé tóm þvæla í Evra enda á kynþáttaníð aldrei heima í fótbolta (né annars staðar).
  Ef það verður SANNAÐ að Evra hafi verið að segja ósátt (blákalt ljúga þessum alvarlegu ásökunum) þá þarf að beita  Evra refsinum og setja hann í bann. HINS VEGAR.. Ef þetta verður á gráu svæði eftir mat “málsfræðinga” (eða þeirra sem munu þurfa fara yfir myndbandsatvik) og ekki finnast nægjanlegar sannanir fyrir ásökunum Evra  – Þ.e.a.s. ekki nóg til að dæma Evra, sem getur þó ekki endilega þýtt að sá franski hafi verið að ljúga –  þá gæti orðið hættulegur leikur að fara setja hann í bann.
  Ef það gerist þá sendir það þessi skilaboð: “þú getur kallað mótherja þinn hvaða óbjóði sem er, svo lengi sem enginn heyri það” því sá sem verður fyrir orðahrákinu mun ekki þora að segja neitt þar sem hann gæti lent í banni ef hann hefur ekki nægjanlega sannanir með sér í liði.
  Ég vona að ég hafi komið þessu skiljanlega frá mér :p

 5. Tryggvi Páll (#1) segir:

  Það er samt náttúrulega annar möguleiki og það er sá að Suarez hafi sagt þetta en það sé ekki hægt að sanna það.

  Ég vona svo innilega ekki. Það þarf að fást skýr lausn í svona mál. Ef þessu lýkur þannig að ekkert sannast og Evra heldur áfram að halda þessu fram og Suarez heldur áfram að neita verður þetta mál bara ljótt. Þá fara United-stuðningsmenn að syngja ljót lög um Suarez og Púllarar að syngja ljót lög um Evra næst þegar liðin mætast, og svo endalaust framvegis.

  Fá botn í þetta, takk.

 6.  
  Renni oft hingað inn, brosi stundum út í annað af umfjöllunum hér án þess þó að blanda mér í þær á nokkurn hátt. Annað slagið leyndast þó hér greinar sem jafnvel hörðustu United-menn geta vel tekið undir. Þá er maður ekkert að stökkva til við að hrósa mönnum fyrir þær greinar. Ég verð að viðurkenna að ég byrjaði að lesa þessa grein vegna þess að ég átti von á að hún væri í þeim tón sem í hávegum hefur verið hafður á twitter. Mér til mikillar ánægju reyndist svo ekki vera. Hér er einmitt kjarni málsins, sannleikurinn hefur ekki komið fram. Enginn, að þeim félögum Suarez og Evra frátöldum, veit í raun hvað gerðist. Þangað til ættu stuðningsmenn beggja liða að spara allar yfirlýsingar og líta svo á að hvor um sig sé saklaus uns sekt hefur verið sönnuð.
  Hins vegar vil ég benda á að þriðji möguleikinn er til (til að forðast allan misskilning þá er ég alls ekki að gefa í skyn að hann sé líklegri en hinir tveir) en hann er sá að Evra sé ekki að ljúga en ekki reynist mögulegt að sanna ásakanir hans.
  Að lokum vil ég þakka fyrir góða grein.

 7. Á þá fótboltafélagið LIVERPOOL FC að skammast sín fyrir að standa með Suarez, þegar það er ekkert sem bendir til þess til þessa að hann hafi sagt eitthvað niðrnadi um evra ?   Dómarinn heyrði ekkert, sjónvarpsmenn Sky sjá ekkert, og nú þarf að kalla til sérstaka “varalesara”  Ef þeir finna ekkert ?? hvað þá ?  Biðja til guðs og spyrja hann ??

   
  Mér finnst þetta bara mjög langsótt, og EFAST mjög um þetta hafi átt sér stað.  evra var mjög pirraður frá því hann steig fæti á Anfield, enda skeit hann uppá bak allan þennan leik með sinni frammistöðu. 

  Suarez er búin að koma fram í vefmiðlum og segjast vera mjög sár yfir þessum ásökunum.     

  YNWA

 8. Miða við hvernig leikmaður Evra er á ég mjög erfit með að trú því sem hann er að segja. Hann er þessi típa sem kvartar við dómarann útaf öllu. Sem dæmi kvartaði hann og kveinaði útaf penninga uppkastið var ekki eins og hann vildi hafa það. Útaf þessu er mér óskiljandi áhverju hann fór ekki beint til dómarans og lét hann vita um leið og þetta Á að hafa skéð, ekki 20 mínutum eftir leik.
  Þar fyrir utan segir hann að Suarez hafi kallað hann “N” orðinnu 10 sinnum í leiknum. Áhverju erum við ekki búinn að fá að sjá það á sky sport eða Youtube?  það er einginn að fara að segja mér það að einginn af þessum 40 myndavélum sem eru á vellinum hafi misst af öllum þessum 10 skiptum. Eða að sky sé ekki búnir að liggja yfir myndunum og hljóð upptökunum af leiknum,  þar sem þetta væri góður skandall fyrir þá.
   

 9. Í fyrsta lagi vil ég taka það fram að ég er á móti kynþáttaníð af öllum toga, og bara níð af öllum toga. En ég verð þó að láta í ljós skoðun mína á þessu væli um kynþáttaníðinn.

  Ef menn kalla mig white trash þá fer ég ekki til löggunnar og reyni að fá við komandi menn kærða. Nei, ég hristi hausinn, hugsanlega pirrast en ekkert meira…sérstaklega ef ég veit að þetta er aðeins leið til að æsa mig upp svo ég spili illa. Æji ég veit það ekki, kynþáttaníður er ljótur, en menn þurfa nú ekkert að missa legvatnið þó einhver segji eitthvað í hita leiksins. Hver er munurinn á því ef ég kalla svartan mann negra eða hann kalli mig white trash eða eitthvað mun algengara, hálfvita?  Hvað ef grannur maður kallar feitan mann fituklessu, á að væla yfir því og kæra líka? 

  Æji, öll þessi atriði eru röng og ekki mönnum til framdráttar, en mér finnst væmnisýkin og vælið útaf þessu of mikið. Ef Suarez beytti Evra kynþáttafordómum(gleymum því ekki að Evra hefur áður reynt að sverta leikmenn Liverpool á þennan hátt en Steve Finnan var hreinsaður af öllum sökum) þá segir það okkur bara að Suarez er tillitslaus bjáni en að missa legvatnið og heimta bann er fráleitt af mínu mati.

  Þetta minnir mig svolítið á Zidane/Matterazzi á HM hérna fyrir nokkrum árum….Matterazzi sagði eitthvað ljótt(um systir hans ef ég man rétt) og Zidane brást hinn versti við. Zidane fékk rautt og varð sér til skammar. Það sem Matterazzi sagði spáði engin í og engum datt í hug að setja hann í bann. Hver er munurinn þarna á? 

 10. Þetta er mál sem við eigum aldrei eftir að komast að sannleikanum nema þeir séu með hljóðupptökur af þessu eða myndbandsupptökur sem varalesari getur skoðað. Skrítið að hann segi þetta við Evra en ekki Rio Ferdinand, Ashley Young eða Welbeck.

 11. Saklaus uns sekt er sönnuð. Eða er kannski óeðlilegt að halda í þau gildi hér. Ég vill verja minn mann og mun gera það, en ef það kemur í ljós að hann sé sekur þá er ég algjörlega sammála “möguleika 1”

 12. Ég er ekki samála þér Sverrir Björn. Ef Evra hafði sagt að Suarez hafi kallað hann þetta einu sinn, þá já við mundum senilega aldrei fá að vita hvot þetta var satt eða ekki. En 10 sinnum!!!  Það eru 22 leikmenn á vellinum 3 dómarar ca 40 mundavélar og micrafónar. það er mjög svo ólíklegt að allt þetta misstu af öllum 10 skiptunum.

 13. Spyr sá sem ekki veit, en er ekki gerður greinarmunur á að kalla einhvern “nigger” að fyrra bragði og vera með leiðindi og svo hinsvegar að vera espaður upp og svara fyrir sig með “nigger”.

  Fyrir mér er alveg stórmunur á þessum tveim atriðum. Fyrra atriðið eru hreinir kynþáttafordómar en seinna finnst mér ekkert verra en rifrildi þar sem alveg eins er hægt að segja “piece of shit” “wanker” “twat” eða eitthvað af þeim óteljandi niðrandi lýsingarorðum sem fyrirfinnast. 

  Ég er á því að Suarez er sekur um seinna tilfellið. Maðurinn hafi hreinlega ekki þolað nöldrið og tuðið í Evra og sagt honum að þegja með niðrandi lýsingarorðum. Ég hef auðvitað engar sannanir fyrir neinu en þetta er bara mín ófullkomna túlkun á málinu.  

 14. Ég er mjög sammála þèr í þessu máli. Þetta er ljótt mál fyrir þann seka aðila, en réttlæti verður að koma framfyrir allt annað. Vona bara, og vill ekki trúa því að Suarez sé sekur um þetta.

 15. Það skiptir engu máli hvort einstaklingur sé orðinn pirraður áður en hann notar orð eins og “nigger”. Alveg sama þó einhver sé að fara í mínar fínustu þá dettur mér aldrei í hug að bregða fyrir mer kynþáttahatri.

  Svo er ég ósammála þeim sem segja að það sé eitthvað svipað að kalla svartan mann negra og hvítan mann White-trash. Þó svo að orðunum sé ætlað það sama þá hefur N-orðið svokallaða miklu meiri og dýpri merkingu í augum þolandans en nokkurn tíman “hvítt-rusl”. Saga orðsins er lengri og alvarlegri svo ekki sé minnst á að einungis 146 ár eru síðan að svart fólk var eign hvíta fóksins, í Bandaríkjunum reyndar en ég hef enga þekkingu á því hverning þessu var háttað í Evrópu. 

  Ég vona að þetta sé uppspuni Evra og að sjálfsögðu stendur Liverpool með sínum manni á meðan hann neitar sök en ef hann reynist sekur þá á ég von á því að klúbburinn snúist hratt gegn honum. Mér fannst Haukur koma með svolítið góðan punkt um hvernig refsikerfi fótboltans er meingallað því eins og við vitum þá ber leikmönnum að sýna hver öðrum virðingu inná vellinum, (þetta eru reglur FIFA). Um leið og einn missir stjórn á skapinu þá er hinum sjaldnast refsað líka.

  Það er ekki hægt að líta fram hjá sögu Evra í svona málum, alveg eins og að það væri ekki hægt að líta fram hjá því ef Suarez væri þekktur fyrir kynþáttahatur. Evra hefur komið með svona ásakanir 2 áður og í bæði skipti hafa þessar ásakanir verið hraktar. Eins og bent er á eru þarna þúsund myndavélar og 25 manns inni á vellinum, lang líklegast að þetta hefði ekki farið fram hjá öllu þessu. Svo set ég spurningamerki við það af hverju Evra talar ekki við dómarann um þetta, ekki einu sinni þegar þeir eru að kýtast í hornspyrnunni og dómarinn skakkar leikinn…

  Annars er auðvitað best að býða niðurstöðu rannsóknar áður en Evra eða Suarez eru krossfestir. Vona bara að sá seki fái einstaklega harða refsingu því kynþáttahatur og grunnlausar ásakanir um slíkt eru bæði viðbjóður og hafa ekkert að gera í fótbolta, hvað þá í heiminum sjálfum. Kynþáttahatur er heimska og að ljúga er ljótt!

  Vona að ég heyri enga Liverpool menn verja kynþáttahatur, það hefur ekki gerst enþá enda Liverpool menn með endemum gáfað fólk

   

 16. Ég er ekki alveg viss hvort maður þori að skrifa hérna inná því svo innilega langar manni að verja Suarez í þessu máli.

  En svona á aldrei að sjást í íþróttum! Maður sá í leiknum að Evra og Suarez áttust nokkuð oft við en oftar en ekki endaði það með því að Evra varð alveg brjálaður og þar fram eftir götunum.
  Uppspuni? Sannleikur? Ég vona innilega að botn komist í þetta mál, þar sem Suarez er mikilvægur leikmaður fyrir Liverpool liðið og enginn okkar vill sjá hann fá bann, svo ég kýs með Uppspunanum vegna pirrings Evra á Suarez.

  Það er ekki möguleiki að enginn myndavél, hljóðnemi, dómari eða leikmaður hafi heyrt þetta….einhver hlítur að hafa eitthvað í höndunum. Ef þetta gerðist t.d inní teignum þegar að dómarinn fór á milli eru of margir menn í kring sem ættu að heyra þetta.

  En eitt er nokkuð ljóst, Evra gleymdi að taka gleðipilluna áður en hann skellti sér í leikinn þar sem pirringurinn átti sér stað í peningakastinu (er hægt að klúðra því?? ;)…) og entist það allan leikinn.

  Úff, þetta mál verður langt of afskaplega leiðinlegt, sama hef niðurstaðan verður, því miður!

  YNWA – King Kenny we trust! 

 17. Sammála Kristjáni hér í öllum meginatriðum.
   
  Vandinn við svona mál verða alltaf að það er ákaflega erfitt að sanna eitthvað óyggjandi og því er hér kominn skuggi á milli leikmanna sem verður viðvarandi.  Það er alveg ljóst að United hafa verulega farið í Suarez í kringum þennan leik og það er nú oft merki þess líka að þar sé á ferð maður sem þeir óttast.
  En líka er það vegna þess að hann á skrautlegan feril að baki og það vita allir sem komið hafa nálægt fótbolta að það er farið í “heita” menn til að æsa þá upp.  Ekkert endilega heiðarlegt, en þannig er það.  Við vorum svona gegn Cantona á sínum tíma og svona verður þetta i íþróttinni.
   
  Jafnvel þó Sky finni engin sönnunargögn er það í raun engin sönnun á neinu, þetta mál er komið í þann feril sem líklega verður endirinn, sem er því miður að stuðningsmenn þessara liða, sem eru auðvitað sögulegir óvinir að eilífu, munu bítast um þetta og bætist því bara á listann.
  Kemur ekki bara Salómonsdómur um að enginn fái bann, en þeir báðir varaðir við og þurfa að búa til opinberar yfirlýsingar um að málinu sé lokið.
   
  Sem við vitum öll að skiptir litlu máli, skaðinn er skeður….

 18. Zidane ásakaði Materazzi um kynþáttaníð, það var aldrei sannað, en var hann að ljúga ? Sama á við um Evra, þó svo að það finnist ekki sannanir, þá vitum við allir hvernig leikmenn geta hegðað sér þegar enginn sér til. Ég get ekki séð að ferill Suarez sé það góður að ekki sé hægt að trúa þessu upp á hann (Svindl á HM eða bítandi menn). Annars sammála Kristjáni Atla í öllu, báðir eiga skilið bann ef eitthvað sannast. 

 19. En Shearer, ef þú horfir á feril Evra, geturu ekki trúað uppá hann ósannindum?

  Segi bara svona fyrst þú tókst þetta dæmi um feril Suarez því ef sagan er rakin er Evra ekki alveg hreinn 😉

  YNWA – King Kenny we trust! 

 20. Þetta er auðvitað ömurlega sorglegt mál á alla kannta, ömurlegt að verða fyrir níðinu og ömurlegt að vera sakaður að ósekju um níð.
   
  En það má alveg vera ljóst að Evra, í ljósi sögunar er kominn í “úlfur úlfur” stöðu, þar sem hann hefur ásakað menn um níð tvisvar áður en ekkert fundist til að styðja ásakanir hans.
   
  Suarez er eflaust enginn kórdrengur, en hann er og mun verða saklaus þangað til að sannanir finnast til að styðja ásakaninar.
   

 21. Evra hefur einmitt oftar en einu sinni verið fundinn ljúga svona uppá menn….Suarez hefur aldrei svo ég viti verið með kynþáttafordóma. Annars er ég sammála Hauki, mér finnst verið að gera fíl úr mýflugu, bara væl í Evra. Be a man, suck it up….þó einhver kalli þig eitthvað áttu ekki að leggjast í grasið og grenja eins og smákrakki, þú ert stór strákur og getur tekið þessu. Hverjum er ekki skítsama hvað aðrir segja um þig? Ef einhver segir eitthvað niðrandi horfirðu framaní hann, hristir hausinn og heldur áfram, orð hans dæma sig sjálf, jafnvel brosir til að sýna að þetta bíti ekkert á þig…..aftur á móti ef þú vælir eins og smákrakki gerirðu sjálfan þig bara að fífli, sem Evra er auðvitað!

  Þó Suarez verði fundin sekur hef ég enga samúð með Evra, ef það er eitthvað sem mér leiðist þá er það væl í fullorðnum mönnum. Fullorðinn maður að klaga annan mann, erum við mætt á leikskólann eða???

  Ég held að þetta snúist í raun um að það fór í taugarnar á Evra að Suarez skildi fara illa með hann og nudda því síðan í andlitið á honum.  

 22. Það er alveg búið að rekja sögu Evra hérna áður 🙂 En þar sem þú spyrð um það, þá hef ég aldrei verið sáttur við hvernig hann lét á HM. Ég myndi samt ekki trúa því upp á hann að ljúga þessu, það væri einstaklega skítlegt. Ég sé ekki alveg tilganginn í því. 

  Ég segi eins og Maggi, líklega mun hvorugur fá sekt og kannski sættast þeir á að Suarez hafi sagt Nagger 🙂

 23. Kristján Atli, ég ætla því miður ekkert að skammast mín fyrir að hafa varið Suarez undanfarna daga. Hann er að vera sakaður um alvarlegan hlut frá manni sem hefur áður sakað Steve Finnan og vallarstarfsmann Chelsea um kynþáttafordóma en í bæði skipti hefur það verið dregið til baka.
   
  Afhverju í ósköpunum á ég að skammast mín fyrir að verja Suarez gegn svona hrottalegum litlum lygara eins og Evra? Reynslan sýnir okkur að Evra er ekki áreiðanlegur og að mínu mati verðskuldar hann margra leikja bann og risastóra sekt sem mín vegna má fara í að eyða kynþáttafordómum út úr knattspyrnunni og einnig fölskum kynþáttafordómaásökunum.
   
  B.kv

 24. Greyið Evra er bara alltaf rangur maður á röngum stað greinilega 😉

 25. Ja hérna. Mér finnst þetta í raun vera full mikil dramatík í gangi og er pínu hissa en svona er þetta bara.

  Ég treysti því að Dalglish og co taki á þessu máli með Suarez innandyra og taki svo afstöðu með honum í einu og öllu. Það er búið að rekja vel hér inni framgöngu Evra í leiknum og svona til að impra á því þá pósta ég hér aftur hlekk á Youtube þar sem sést hvernig Evra er að reyna að fiska spjald eða eitthvða á Suarez eftir að okkar snjalli leikmaður tók Evra í þann óæðri, sem fyrr: http://www.youtube.com/watch?v=7egfObpLEWM

  Munið þið svo eftir því í leiknum þegar Downing tók dýfu? Hver var fyrstur á staðinn og heimtaði og heimtaði spjald á hann? Það var téður Evra. Er það ekki í reglunum að ef leikmaður er að heimta spjöld hvað ofan í annað að þá sé heimilt að spjalda hann? Hver á að dæma? Leikmaður eða dómari?

  Það er fullkomlega komið fram að Evra var ekki í góðum gír þegar hann kom inn á Anfield og hann hefur reyndar alls ekki veirð í neinum gír síðan Guð má vita hvenær. Það að maður taki afstöðu strax með sínum manni, sérstaklega gegn svona fýlupúka, er ekki ástæða til að skammast sín yfir fyrir fimmaura og mér finnst það hjákátleg að lesa pistil um slíkt. Ef Suarex er sekur um þetta þá ætti það að vera komið fram m.v. ásakanirnar og þá er honum lítil vorkunn og það er ég alveg sammáa um. En það ef einhver kallar endalaust: Kynþáttanýð! Kynþáttanýð!   eða    Nauðgari! Nauðgari!  það á ekki að snúa sönnunarbyrgðinni við og vera aum tilraun til að koma sjálfum sér úr skugga annarra (Suarez í þessu tilfelli..

 26. Mjög nýlega kom inná facebook síðuna hjá Suarez mynd af honum í fyrsta enskú tímanum sínum…. Ég hef ekki mikla trú á því að fyrstu orðin sem hann lærir sé twat, nagger og nigger!!

 27. Tjahh Carlito, hver voru fyrstu orðin sem þú lærðir í Ensku? Mín voru blótsyrði =) Annars held ég að sannleikurinn eigi ekki eftir að koma í ljós.

 28. Eg hef fylgst soldið með þessu máli í morgun og það er ótrúlegt hvað sumir hérna eru ófærir um að reyna líta á þetta mál hlutlaust. Þið vitið nákvæmlega ekkert um hvor þeirra er að segja rétt og því algjörlega ótækt að dæma hvor þeirra núna byggt á a)” suarez beit nú mann hérna áður fyrr og því hlýtur hann að vera sekur” eða b) “evra hefur nú sakað menn um kynþáttaníð áður og ekkert var dæmt”
   
  1) Suarez beit mann í gamla daga. Það bit var algjörlega ótengt kynþætti hans. Ég veit ekki til þess að hann hafi áður gerst sekur um kynþáttahatur áður.
  2) Finnan málið. Lesið þetta http://www.guardian.co.uk/football/2006/mar/01/newsstory.sport4 – “The incident allegedly happened after Finnan had given away the stoppage-time free-kick on Evra that led to Rio Ferdinand heading the decisive goal. Evra, however, was unaware of any racist taunts. The Senegal-born Frenchman, a £5.5m signing from Monaco in January, has not raised any complaints although he is aware of the allegations.
  Það var ekki Evra sjálfur sem lagði fram kæru / ásaknir.
  3) Chelsea vallarstarfsmanninum var refsað fyrir athæfið af Chelsea, þó svo að FA hafi ekki dæmt hann vegna skorts á sönnunargögnum. Evra var refsað fyrir að bregðast rangt við, enda hefði hann aldrei átt að veitast að vallarstarfsmanninum og missa stjórn á skapi sínu. Honum var ekki refsað fyrir að “segja ósátt  / saka manninn ósatt  um kynþáttaníð”.
   
  Vonanndi kemst eitthver botn í þetta mál. En það er algjörlega útí hött fyrir suma ykkar að fara draga eitthverjar álíktar útfrá engum sönnunum núna.
   
   
   

 29. #20 Shearer

  Það fer ótrúlega mikið í taugarnar á mér þegar einhver kallar Suarez svindlara útaf HM (og þá er ég bara að tala um þetta atvik með höndina þar). Suarez fékk þar rautt spjald fyrir, það vart dæmt á hann víti og hann fékk leikbann líka, allt sem átti fullkomlega rétt á sér. Hinir brenndu af þessu víti og það var alls ekki Suarez að kenna. Ég spyr stundum að ef þeir hefðu skorað úr vítinu væri Suarez þá ennþá sama svindlarinn.

  Ég vill benda á eitt atvik sem átti sér stað fyrir nokkuð löngu síðan og það var þegar Ole Gunnar Solskjaer hljóp uppi mann og tæklaði hann http://www.youtube.com/watch?v=QBrFlDpQudY. Ég held að aldrei hafi jafn mikið verið klappað fyrir einum leikmanni af stuðningsmönnum Man Utd og aldrei hefur verið talað um hann sem svindlara eftir þetta atvik, heldur þvert á móti var hann hetja. Ég sé engan mun á þessum tveim brotum og tel hvorugan þeirra vera svindlara fyrir það eitt að vera tilbúnir að gera allt til þess að reyna að tryggja sínu liði sigur.

  Þarna er ég ekki verja það að hann hafi bitið mann og ég mun heldur ekki verja hann ef hann verður fundinn sekur um kynþáttníð…. en þetta “HM og svindl” fer bara svo svakalega í taugarnar á mér að ég varð bara skrifa um það 🙂

 30. Bergvin, kemur með góð rök. Þetta er auðvitað frábrugðið Henry hendinni, sem ekki var dæmt á. 

 31. Svo sammála Bergvin hér að ofan, hann var aðeins á undan mér með pistilinn 🙂 að verja boltann á marklínu er leikbrot, sama er bakhrinding, peysutog og fl. Leikbrotum er refsað mismunandi eftir eðli þeirra. Suarez fékk sína refsingu. Vil spurja Shearer, hvar er svindlið?

  Annars er ég sammála KAR í þessum pósti burséð frá því að mér finnst svosem ekkert að því að standa við bakið á Suarez, YNWA og allt það. Ef satt reynist þá fær hann refsingu sem hann á þá líklega skilið, en svo er það búið.

 32. Suarez á að vera refsað harðlega ef það reynist eitthvað til í þessu. Aftur á móti sé ég ekki alveg hvað er að því að verja manninn, ef menn halda sig innan marka og taka tillti til þess að hann er saklaus uns sekt er sönnuð og séu ekki að saka Evra um lygar. Maðurinn hlýtur að njóta sömu mannréttinda og aðrir að hann fái að njóta vafans, þegar ásakanirnar eru svona viðbjóðslegar og hér um ræðir.

  Ef ekki reynist neinn sannleikur í þessu hjá Evra – þá eru þessar árásir hjá United mönnum á Suarez auðvitað eins smekklausar og þær gerast. Evra sakar hann um kynþáttaníð og SAF um að henda sér niður út um allann völl.

  Varðandi síðara atriðið – er þetta ekki sami þjálfari og hefur verið í fullu starfi við að verja RVN, CRonaldo & Nani síðasta áratug ? Þvílík hræsni. Aumkunarverð tilraun til þess að hafa áhrif á dómara, eins og honum einum er lagið. Smekkleysi eins og það gerist verst, var þessi maður ekki að tala um gagnkvæma virðingu fyrir leik ?

  Það er svo ótrúlega fyndið til þess að hugsa – að ekki fyrir alls löngu var uppáhaldsfrasi margra Utd manna að það þyrfti ekki mikið til að setja menn útaf laginu og þeir féllu um koll ef snerting ætti sér stað þegar menn eru á fullri ferð (Ronaldo). Þessi rök(leysa?) virðast ekki eiga rétt á sér þegar á þá hallar, þá er Adam allt í einu “orðin of stór” til þess að fara svona auðveldlega niður, jafnvel þó að Rio viðurkenni snertinguna.

  Væri gaman að sjá umrætt brot sett í samhengi við vítið sem Berba fékk í fyrra eftir “brot” Agger á OT. Nema þá að þetta var aukaspyrna en ekki víti – það er ekki LFC að kenna að Giggs hafi viljað vernda leikfang (fyrverandi ?) konu bróður síns, lái honum hver sem vill.

 33. Ég er nú búinn að vera halda uppi vörnum fyrir Suarez og geri það áfram. Saklaus uns sekt er sönnuð. En miðað við það sem er að koma fram í fjölmiðlum og þá staðreynd að starfsmenn SKY sports hafa ekki fundið eitt einasta atvik þar sem kemur fram að Suarez hafi beitt Evra kynþáttaníð, þá er maður að verða ennþá sannfærðari um að Evra sé að ljúga upp á hann sakir. Evra segir að þetta hafi gerst tíu sinnum og að þessu hafi ekki beint verið hvíslað í eyra hans. Ég get svo svarið það að ein myndavél á KR vellinum frá RÚV hefði náð þessu á myndband hefði þetta gerst þar 10 sinnum! Það eru þess þá heldur hljóðnemar ALLAN hringinn í kringum völlinn. United ætlar ekki að standa í þessu með Evra, það hefur enginn leikmaður United komið fram til þess að staðfesta þessar ásakanir og þetta virðist ekki vera til á myndbandi eða hljóðbandi! 

  – 40 myndavélar
  – 40 hljóðnemar
  – 22 leikmenn
  – 44 þúsund áhorfendur á vellinum
  – MILLJÓNIR MANNA AÐ HORFA

  Niðurstaða. Ekki einn einasti getur staðfest ásakanir Evra að virðist. Ég er allavega viss um að ef Suarez hefði gerst svo barnalegur og heimskur að beita Evra níð af þessum toga þá hefði verið komið fram myndband í fréttum, á youtube og víðar. Þetta var svo augljóst sagði Evra ekki rétt? 

 34. Af hverju eru menn í sífellu að halda því fram að Evra hafi áður ásakað einhvern um svona hluti. Staðreyndir málsins eru að það hefur hann aldrei gert

  “In the 2006 case of claimed racial abuse by Steve Finnan, the accusation was levelled at Finnan by a deaf fan who claimed he lip-read the racial slur. Evra declined to complain. A rather odd thing to do for a man with a supposed inclination to play the race card, I’m sure you’ll agree.
  In the case with involving Chelsea groundsman, Tony Bethell, it was Mike Phelan and Richard Hartis of Manchester United’s coaching staff who claimed they heard the abuse. As the FA report says “The two witnesses who say they heard those words directed by Mr Bethell at Mr Evra are the Manchester United first team coach Mr Mike Phelan and the goalkeeping coach Mr Richard Hartis.” It later goes on to say “Even if we disregard the fact that Mr Evra has never claimed to have heard such a remark on that day, it is notable that there were several other people far nearer to Mr Bethell at the critical point in time than were either Mr Phelan or Mr Hartis.”
  So in reality, Evra accused neither Finnan nor Bethell of a racist remark. The claims were done by others. These are the cold, hard facts.” 

 35. Afhverju eru menn í sífellu að benda á það aftur og aftur að Evra hafi ekki gerst sekur um þetta áður?

 36. Fyrir mér er þetta mál búið í bili, við getum karpað um þetta endalaust. Suarez er saklaus þangað til annað er sannað, þ.e. einhverskonar úrskurður frá FA.
  Má ekki rífa umræðuna upp á eitthvað jákvæðara plan, upphitun fyrir vináttuleikinn á morgunn, mikilvægi þess að klára næstu 3 leiki í deildinni, sem ættu að teljast auðveldir, áður en við förum á Brúnna í næsta mánuði..
   

 37. Sá ekki komment 35 Shearer þú þarft ekki að svara spurningu minni í 37 🙂

  og svo átti þetta að vera ” að verja boltann með höndinni á marklínu er leikbrot” smá fljótfærni hjá mér.
   

 38. Evra, who walked out of Anfield on his own and was the last United player to board the team coach, told Canal Plus: ‘I was very upset. In 2011 you can’t say things like this. He knows what he said, the ref knows it. It will come out.

  ‘I won’t repeat what he said, but it was a racist word and he said it more than 10 times. He tried to wind me up. I won’t make a huge deal out of it but it is very upsetting and disappointing.’
   
  Ef rétt er haft eftir Evra, þá finnst mér þessi síðasta lína stórfurðuleg… Hann ásakar mann um grafalvarlegan hlut en ætlar ekki að gera stórmál úr því? 

  …Vona annars að það verði komist til botns í þessu máli. 

 39. Ívar # 7

  Ég bendi á hina hliðina á þessum teningi (fjórða möguleikann). Hann er sá að Evra sé að ljúga en ekki takist að sanna að ásakanir hans eru upplognar (ég er ekki að segja að svo sé). Með því er hann búinn að setja svartan blett á Suarez sem getur fylgt honum það sem eftir er ferlisins

 40. Andri # 47

  Rétt, svo er reyndar fimmti möguleikinn. En hann er sá að þetta sé allt byggt á misskilningi og um sé að kenna slakri ensku Suarez og lélegs framburðar. Mögulega sagði hann: Stop nagging og þegar Evra spurði hvað hann hafi sagt hafi hann endur tekið nagging níu sinnum í viðbót. :þ

 41. Ég tek nú undir með sumum hérna og segi eins og Höddi B, : Á þá Liverpool footballclub bara að skammast sín fyrir að verja Suarez og standa með honum í þessu máli ?

  Drengurinn er einfaldlega algerlega saklaus af þessum ásökunum þangað til annað kemur í ljós og það sannast á hann einhver svona óþverraskapur. Sannist það hinsvegar á hann, á hann að sjálfsögðu að taka út sína refsingu fyrir það.

  Ég sé hinsvegar ekkert að því að verja hann og taka upp hanskann fyrir hann, þar sem hann hefur sjálfur neitað þessum ásökunum, og er að mínu viti algerlega saklaus af þessu þangað til annað kemur í ljós.

  Það væri nú saga til næsta bæjar, ef menn stæðu ekki með honum gegn eindreginni neitun hans á verknaðinum. Þá væri nú fokið í flest skjól, reyndist maðurinn svo saklaus af þessum ásökunum.

  Frá mínum bæjardyrum séð, er bara ekkert að því að verja hann og standa með honum, en menn verða þá bara að éta það ofan í sig, ef sýnt verður fram á að hann hafi verið með forkastanlega heimsku og sýnt af sér kynþáttaníð.

  Insjallah…
  Carl Berg

 42. Svo má benda þeim sem hafa bent á að engar sannanir séu fyrir þessu að engin efaðist um að Materazzi hefði sagt eitthvað við Zidane. Það gat engin fundið út hvað hann sagði fyrr en Zidane sagði það í einhverju viðtali. Varalesarar sögðu ýmist að hann hefði sagt “dirty terrorist”, að mamma hans væri hóra o.s.frv. En svo kom í ljós að Zidane hafði spurt hann hvort hann vildi fá treyjuna sína eftir leik þar sem hann var að toga í hana og Materazzi svaraði með því að hann vildi frekar “hóruna hana systur þína”. Bendi bara á þetta í því samhengi að það að ekki finnist sönnun á myndavélum er það ekki endilega merki þess að það hafi ekki skeð.
  Hvað varðar fyrri ásakanir Evra um kynþáttaníð þá hefur hann aldrei sjálfur sagt að hann hafi orðið fyrir þeim. Aðrir hafa séð um að tilkynna þær.

 43. Hverjum er ekki sama ef hann kallaði hann niggari? Svertingjar eru sér sjálfum verstir í þeim efnum.

 44. Það er held ég nauðsynlegt að koma tveimur hlutum á hreint varðandi Chelsea atvikið með vallarstarfsmanninn og Evra miðað við komment nr. 32 (Merson) og fleiri hér:
  FA gaf út nokkuð góða skýrslu sem að hægt er að nálgast hér:
  http://www.dailymail.co.uk/sport/article-1097030/The-Football-Association-v-1-Patrice-Evra-2-Chelsea-Football-Club.html#ixzz1awn7OZ7P
  1. Evra ásakar starfsmanninn ekki um kynþáttaníð. Sú ásökun kemur frá tveimur Manchester tengdum aðilum. Þannig að ég held að það sé ljóst að í bæði skiptin sem að svona mál hefur snúist um Evra þá kom ásökunin frá öðrum.
  2. Vallarstarfsmaðurinn var ekki fundinn sekur um kynþáttaníð og Chelsea þurfti ekki að borga sekt af þeim sökum. Hegðun starfsmanna var hins vegar ekki talin í lagi af öðrum ástæðum og fyrir það voru Chelsea sektaðir. Ásökunin um kynþáttaníð kom frá tveimur United tengdum aðilum sem að voru mjög augljóslega ekki í góðri ástæðu til að sjá þetta og þetta stemmdi illa við önnur sönnunargögn í málinu. Það er frekar ósanngjarnt að menn líti á einhvern grey vallarstarfsmenn sem viðbjóðslegan rasista eftir að hann lenti upp á kannt við fordekraðan milljónamæring sem að á við einhvers konar skapgerðarvandræði. Lesið lýsinginu í skýrslunni á hegðun Evra:
  67. It must be borne in mind that Mr Evra’s proven misconduct on 26 April 2008 involved the following: (1) he was the first person in the whole incident physically to assault another person, when he barged into Mr Griffin; (2) that assault was unprovoked and unjustified (and was nothing to do with anything passing between Mr Evra and Mr Bethell, which came afterwards and was actually triggered off by Mr Evra’s barge on Mr Griffin); (3) Mr Evra then committed a further separate assault by striking Mr Bethell, a member of the Chelsea ground staff; (4) although we have regard to Mr Bethell’s own aggressive and provocative conduct, that does not justify Mr Evra’s action which, although the blow was slight, constituted violent conduct under The FA Rules; (5) Mr Evra then broke away from restraint and deliberately ran back towards Mr Bethell to become involved in his third physical altercation of the overall incident; (6) although Mr Evra was subject to strong provocation by Mr Bethell, that does not justify his action in going back into the fray, especially following the two assaults already committed by him. 
  Read more: http://www.dailymail.co.uk/sport/article-1097030/The-Football-Association-v-1-Patrice-Evra-2-Chelsea-Football-Club.html#ixzz1b3SMrw55 

  Það er alveg ljóst í Chelsea málinu að FA taldi Evra bera meginsök á atvikinu og það virðist einnig vera kýr skýrt að ásakanir í því tilviki um kynþáttaníð voru vafasamar.

  En hvað varðar þetta tiltekna mál á milli Suarez og Evra þá vona ég bara það besta. Það er alveg ljóst að þetta eru alvarlega ásakanir og ég vona að Suarez hafi ekki sagt neitt af þessum toga við Evra. Þeir hafa báðir sögu um mjög heimskulega hegðun og erfitt að segja hvað er rétt. Ég verð að viðurkenna að mér finnst það veikja trúverðugleika Evra að hann hegðaði sér eins og fífl allan leikinn (frá því að áður en að leikurinn hófst!), hann kvartar ekki meðan á leik stendur og það virðast ekki finnast nein vitni og/eða sjónvarpsupptökur af þessu. 

  Vonandi tekst að leysa almennilega úr þessu máli. 

 45. Ívar # 7
  Svo er líka sá möguleiki í stöðunni að Evra hreinlega heyri illa. Suarez gæti hafa sagt: “Hey, you look BIGGER on tv! 

 46. #10 og fleiri: Varðandi Zidane og Materazzi þá fékk Marco tveggja leikja bann og sekt fyrir ummælin. Zidane auðvitað stangaði manninn og fékk þrjá leiki (heila), sem hann afgreiddi á þremur dögum í samfélagsvinnu fyrir FIFA, þar sem hann var hættur að spila.

  Annars er þetta mjög góður pistill, sammála honum og frábær síða, öfund (margra) okkar United manna er áþreifanleg… 

 47. Sæll Kristján,
  Síðast þegar ég vissi þá var maður talinn saklaus þar til sekt hans var sönnuð á Íslandi sem og í Bretlandi.
  Einnig hefur verið talað um það á þessari síðu að það sé ekkert óeðlilegt að verja sína menn í gegnum súrt og sætt en það án þess að horfa í gegnum fingur sér með galla þeirra, hvort sem það var hundlélegur leikur, stjórnun o.s.frv..
  Ég ætla mér því að taka það bessaleyfi að verja Suarez ef þurfa þykir. Hann er jú “minn maður” en jafnframt mun ég ekki vera ósáttur við það að hann fái bann ef það verður sannað að hann hafi beitt Evra kynþáttaníð! Auðvitað verð ég fúll að hann fari í bann, ekki út af því að hann hafi verið dæmdur í bann heldur að hann hafi verið svo mikill bjáni að segja þessa hluti (þ.e.a.s. ef hann verður fundinn sekur).
  Það er ekkert óeðlilegt að verja sinn mann/lið. En auðvitað verður það að gerast á málefnalega hátt. Það hefur verið kostur þessarar síðu í mörg ár að það getur verið málefnaleg umræða hérna, frjáls málefnaleg umræða. Auðvitað ráðið þið sem stjórnið síðunni hvað fær að standa hérna til langs tíma en ég hugsa að það fari nú ákveðinn sjarmi af henni ef stefnan verður sú að aðeins ykkar skoðun og framsetning hennar fær að hanga hér inni. Ritskoðun er ekki af hinu góða, svo lengi sem málefnaleg umræða fer fram.
  Ég verð að játa það að ég þoli ekki Evra, líkt og Cahill, Savage, Drogba, Ronaldo og fleiri fótboltamenn. Það er ekki út af húðlit þeirra eða getur í fótbolta, það er bara eitthvað við þessa menn sem fer í taugarnar á mér eins og örugglega mun fleiri lesendum síðurnar. Þegar einhver þessara eða annarra manna ásakar Liverpool leikmann um níð, leikaraskap eða eitthvað annað, þá mun ég verja minn mann ef mér finnst þess þurfa.
  Það sem mér finnst óeðlilegt við þetta mál er það að Evra notar ekkert af nokkrum tækifærum sem hann fékk til að kvarta í dómaranum meðan á leik stóð! Meira að segja þá gat hann ælt úr sér að Suarez væri vondur við sig þegar dómarinn talaði við þá báða fyrir eina hornspyrnuna sem Liverpool fékk. Af hverju gerði hann það ekki? Var það út af því að ekkert hafði gerst milli þeirra og þetta átti eftir að eiga sér stað. Ég veit nú ekki betur að eftir að Evra fékk spjaldið í kjölfarið fyrir mótmæli við dómarann áttust þeir ekki mikið við, þannig að ef þetta voru rúmlega tíu skipti þá hugsa ég að eitthvað þeirra hafi átt sér stað fyrir spjaldið hans Evra.
  Annað sem má benda á er hvað er að gerast á vellinum, leikmenn eru að atast í hvor öðrum til að reyna að æsa andstæðinginn upp og fá hann til að gera eitthvað af sér, sbr. Materazzi og fleiri dæmi. Hvar er línan hvað má segja og hvað má ekki segja, má kalla andstæðing þroskaheftan, homma, hálfvita, kellingu en ekki n-orðið hræðilega. En ef svartur leikmaður kallar annan svartan leikmann n-orðið. Er það kynþáttaníð? Sama hvað sagt er á vellinum þá er alltaf einhver þrýstihópur sem getur kvartað, sérstaklega ef um hvítan, kristinn, gagnkynhneigðan leikmann er að ræða! Þeir voru vondi kallinn í gamla daga og það á víst ekki að sleppa þeim af þeirri hillu!
  Það virðist vera að Evra hafi verið fúll fyrir leik, meðan á leik og eftir leik. Af hverju veit ég ekki en ég vona það, Liverpool, fótboltans og Suarez vegna að Evra hafi verið að skálda þetta. Síðan er bara spurning hvernig FA á að taka á þessu ef það er málið! 

 48. Afhverju ætti Evra að sleppa því að kvarta yfir svona atriði við dómarann þegar hann kvartaði yfir öllu öðru í leiknum?

  Er einhver með gott svar því ég get ekki sett mig í þau spor?

 49. Annars, mjög vitlaust að bera á mann sakir opinberlega án þess að vera með sannanir fyrir því – þetta mun hafa slæmar afleiðingar í för með sér fyrir annan hvorn leikmanninn. Þetta eru þannig ásakanir.

 50. Ég held að svertingjar/blökkumenn verði nú aðeins að fara slaka á viðkvæmninni yfir þessu “nigger” orði.  Það eru tæplega 150 ár síðan þeir voru þrælar og líklega enginn á lífi nú sem þekkti einu sinni þræl.  Ég vil taka það fram að ég er ekki kynþáttahatari og geng ekki um kallandi menn ónöfnum.  Enn samt heyri ég orðið nigger mörg þúsund sinnum á ári og nánast undantekningarlaust eru það svertingjar sem tönglast á þessu í lögum, bíómyndum sem og daglegu tali.  Finnst mér það hræsni að svertingi megi tönglast á þessu endalaust enn stórmóðgast allt í einu ef annar missir þetta út úr sér.
  Ekki einu sinni gyðingar eru svona viðkvæmir yfir uppnefnum, samt er mun styttra síðan þeir voru hundeltir og drepnir um alla evrópu.

  Finnst mér það persónulega mun verra þegar menn eru að líkja eftir öpum eða apahljóðum.

  p.s. Ef Suarez kallaði hann þetta þá er það að sjálfsögðu ekki rétt framkoma hjá honum, enn að tala um fordæmandi mjög langt bann tel ég vera óþarfa og mistök. 

 51. Mér finnst eins og menn sjái þetta bara “svart” eða “hvítt” – Ég er á móti kynþáttaníð, ég er á móti níð yfir höfuð! En menn sjá bara 50/50 stöðuna. 
  Ef Evra hefur rétt fyrir sér þá Suarez í bann. SEKUR.
  Ef Evra hefur rangt fyrir sér þá Evra í bann. SEKUR.

  En hvað ef Evra hefur rangt fyrir sér og ekki settur í bann? Dead man walking?
  Ef Evra hefur rétt fyrir sér en ekki nægilegar sannanir á Suarez? Dead man walking?
  Sumir eiga aldrei eftir að gleyma þessu máli sama hver niðurstaðan verður.

  Það allra versta er að ef engar sannanir finnast á Suarez en hann er samt sekur!
  Það sem er líka skelfilegt er að ef Evra er að ljúga. 

  Evra er ekki að ljúga á meðan málið er rannsakað.
  Suarez er ekki sekur um níð á meðan málið er rannsakað.
  Það sem gerir mann stressaðann er niðurstaðan í málinu, sama hver hún er.

  (Mér finnst erfitt að trúa því að maður sem vinnur í því að berjast gegn kynþáttaníð og fleiru sé sekur um kynþáttarníð á knattspyrnuvellinum.) En það er mín skoðun.
  When Suárez was in South Africa for the World Cup, he became involved in charity work that supported solidarity. Suárez cares about social inequality and in his work he fights against religious, racial and social discrimination. (tekið af wikipedia.)

  YNWA 

 52. Það er nú alveg nógu mikil spenna milli þessa félaga þó að svona mál bætist ekki við. Ég ætla nú ekki að taka svo djúpt í árinni að það megi ekki ræða þetta en það verður að gera það með mikilli yfirvegun og er pistillin hér alveg með þetta og litlu við hann að bæta.

 53. Veit einhver hvenær kemur botn í þetta ömurlega mál, er hálf órótt yfir þessu öllu saman

 54. Það verður fróðlegt að sjá hver niðurstaða rannsóknarinnar verður og vonandi verður okkar maður sýknaður. Ég hef andstyggð á kynþáttafordómum og ef rétt reynist má Suarez fá langt bann án þess að ég vorkenni honum.

  Hitt er annað mál að eftir því sem ég hugsa meira um þetta mál finnst mér það undarlegra.

  Fyrir það fyrsta af hverju ætti Suarez að kalla Evra “niggara”? Hvað þá 10 sinnum+!
  Af hverju fór Evra ekki til dómarans í eitthvað af þessum 10 skiptum+ en þrammar þess í stað með sörnum eftir leik inn í dómaraherbergið og leggur þá fram kæru?
  Hvaða bull er það að hjóla í Adam og saka hann um dýfur og leikaraskap þegar minnst 12 myndavélar sýna að það var klár snerting?
  Fyrst segist Evra ekki ætla að gera mál úr neinu en velur eftir leikinn að blása málið út sem mest hann má.

  Ég trúi því varla að ManU leggist svona lágt en skítalyktin af þessu máli er samt til staðar og það big time. Suarez og LFC munu ávallt tapa hver sem sannleikurinn er. Let them deny it taktíkin í sinni tærustu mynd.

  Það sem liggur fyrir er að þeir sem hafa lagst yfir upptökur af leiknum hafa ekki fundið neitt í þá veru sem Evra heldur fram. Þá hefur Suarez eindregið aftekið fyrir að hafa uppnefnt Evra. Samt hefur ManU tekist að snúa umræðunnni í þá veru að nú skal Suarez sanna sakleysi sitt en ekki Evra að sanna sekt okkar manns.

  Þetta kemur ofaná áhugavert viðtal við Rafa Benitez í vikunni um að sörinn eigi hugsanlega peningum ekki minna að þakka velgengi ManU en framúrskarandi stjórahæfileikum.

  Málið er ef það lítur út eins og skítur og lyktar eins og skítur þá er fjandi líklegt að það sé skítur!

 55. Hvernig væri að menn hættu að vísa alltaf í það að Evra hafi gert þetta tvisvar áður?
   
  Það er einfaldlega ekki rétt.  Í fyrra skiptið voru það einhverjir varalesarar sem lásu miður skemmtileg orð af vörum Steve Finnan en ekki sendi Evra formlega kvörtun inn þá.
  Í seinna skiptið kom kvörtunin frá þjálfarateymi Man Utd þegar þeir áttu í þessum deilum við vallarstarfsmenn Chelsea.  Ekki sendi Evra inn kvörtun þá heldur.
   
  Það virðist sem það sé nóg að einhver Liverpool stuðningsmaður tweeti heimildalausar fullyrðingar og þá er það bara orðinn sannleikur.
   
   
  Annars er þetta góð grein og sammála því að vonandi kemst einhver botn í þetta þótt erfitt sé að sanna nokkuð í þessu máli.  Það er klárt að annaðhvort Evra eða Suarez er ekki með hreina samvisku í þessu máli.

 56. Guð minn almáttugur hvað ég var pirrðaur við matarborðið í skólanum í dag þegar allir voru að drulla yfir Suarez, og það versta er að ég er eini (maðurinn) Liverpool aðdáandin í vinahópnum mínum og allar þessar djöfulsins Man U konur og Arsenal menn krossfestu mig þegar ég reyndi að verja hann. Kölluðu hann fávita og sögðu að ég væri Jamie Redknap þegar ég sagði að það hafði verið snerting á Adam þegar hann datt.

 57. Flottur Sgeiri að standa með þínum mönnum fram í rauðan dauðann. Við vonum allir að Suarez sé saklaus af þessu og verði áfram góður í okkar liði.
  Haltu bara áfram að styðja Liverpool og nú sérð aldrei eftir því á þinni lífsleið.
  YNWA

 58. nr,.70 þú ferð nú ekki að láta arsenal menn hræra í þér.nóg að minna þá á hvar þeir eru staddir í deildinni og kallar svo wenger nenna níska og málið er dautt.

 59. Mér fannst nú sjást ágætlega í leiknum þegar dómarinn var að segja þeim að slaka á að Suarez vildi spila en Evra vildi rífast. Mér finnst þetta glatað útspil hjá Evra að væla eftir leik, ég bara verð að segja það. Eins og sumir hafa verið að benda á …so what ef hann er kallaður blámaður? Heyrði maður einhvern tímann Torres kvarta þegar hann var kallaður kelling eða hommi? Samt voru United og Chelseamenn gjörsamlega öskrandi það í eyrun á honum allan leikinn. Það er bara ákkurat enginn munur á þessu. Núna erum við inná í fótboltaleik þar sem menn gera nokkurn veginn hvað sem er til að vinna. Það er fullt af svertingjum í liðunum og í stúkunni. Það er ekkert kynþáttamisræmi í gangi í knattspyrnunni á Englandi nema síður sé.

  Ég lít bara á þetta sem heiður fyrir Suarez að bæði fyrirliðinn og stjórinn eru að reyna klekkja á honum og leikurinn er búinn. Þeim tókst voða lítið að stöðva hann í leiknum og eru bara skíthræddir við hann. 

 60. Þetta er góð samantekt hjá þér Kristján Atli (maður gæti haldið að þú værir FH ingur og Hafnfirðingur)
  Þetta mál er allt hið sorglegast sama hvernig á það er litið og það er mjög nauðsinlegt að fá svona mál á hreint (þó að erfitt sé, þar sem þetta er orð á móti orði). Hver sem leikmaðurinn er og sam í hvaða liði hann er þá á engin að verða fyrir kynþátta nýð, sem og á engin að verða sakaður um það án þess að eitthvað sé rétt í þeim ásökunum. Ef það reinist rétt að ásakarnir á henur einhverjum eru ekki á rökum reistar í þessu máli þá er það meira en lítið alvarlegt mál og sá sem gerir svoleiðis er að öllum líkindum búinn með ferilinn sinn ef rétt reinist. Hitt er ekki síður alvarlegt ef rétt reinist að einhver leikmaður sé með kynþátta nýð…
  Það sem er hægt að gera í svona málum er bara eitt, bíða og fá niðrstöðu og út frá henni skildi öll umræða um málið verða. Höfum hugfast að engin er sekur fyrr en sekt er sönnuð, og það verða dómarar í þessu máli, en þeir eru ekki pennar á þessari síðu og því skulum við vanda okkur í því sem við segjum hér, það er líka alvarlegt að ásaka menn bara út frá því einu með hvaða liði þeir spila, og ekkert sem gefur okkur rétt til þess…
  Vonum bara að sanleikurinn komi í ljós, hver svo sem hann verður…
  Lifið heil…
  Áfram LIVERPOOL… YNWA…

 61. Ég mæli með Lebron-myndbandinu í athugasemd 65. Alveg yndislega hallærislegt. Hann kemur færandi hendi eins og jólasveinninn með einhver heyrnartól handa liðinu. 

 62. strákar mínir, ég hef grun um það að stór prósenta hérna sé hvítur á hörund og hafið ekki hugmynd um það hvernig það er að vera kallaður þessu ógeðslega “N” orði, sjálfur er ég hvítur og hef ekki hugmynd um það, en mig grunar að það sé hræðilegt ! ég sjálfur er aðeins yfir kjörþyngd og þegar einhver segir að ég sé fitubolla eða hlunkur eða eitthvað aðeins í þeim tilgangi til að særa mig og ég veit að persónan er ekkert að djóka þá finnur maður aðeins fyrir því, og ég er bara feitur en get lagað það þegar ég vill, en að þegar það er minnt menn á það að einu sinni var þeirra kynstofn undir stjórn og í eigu kynstofnsins sem kallaði hann þessu “N” orði bítur alveg pottþétt á og særir…
  Við skulum leyfa þessu ljóta máli að klárast og vonast til þess að við komumst til botns í þessu, meina Suarez er ekki mesti engillinn í þessum leik, og við elskum það við hann og Evra er búinn að drulla einu sinni áður uppá bak í sambandi við svona mál..en í guðanna bænum leyfum þessu máli að klárast ! 

 63. Come on #79, hvaða kellingavæl er þetta. Ég er líka yfir kjörþyngd en að ég leggist í gólfið og grenji þó einhver kalli mig feitan er auðvita fráleitt. 

  Kynþáttafordómar eru ljótir og ættu að vera ólíðandi, en ef það er eitthvað sem er meira óþolandi en kynþáttafordómar þá er það endalaust væl yfir kynþáttafordómum. Að vera kallaður nigger er auðvitað ekki gott, ekki frekar en að að vera kallaður feitur ef þú ert feitur, en hverjum á það að hjálpa að leggjast eins og smákrakki í gólfið og grenja? Eins og einhver benti á hérna að ofan er mesta hræsnin hjá þeim sjálfum, þeir meiga kalla allt og alla nigger en breytast í smástelpur um leið og hvítur maður kallar þá þetta. Þá allt í einu eru þeir orðnir rosaleg fórnarlömb.

  Menn eru í rosalegri dramatík hérna. Ég á fullt af svörtum vinum, það fljúga fullt af svertingjabröndurum öðru hvoru og þeir svara fyrir sig með skoti á okkur, en allt er þetta í gamni gert og engin verður sár. Ef aftur á móti einhver sem ekki þekkir þá myndi kalla þá nigger yrðu þeir sárir en ekkert meira en ef einhver myndi kalla mig fitubollu. Maður yrði sár en ca 5mín seinna búinn að gleyma því og manni er skítsama. Evra er bara að reyna gera stóra dramantík og sverta Suarez. Hann er að gera rosalegt fórnarlamb úr sjálfum sér með stóru leikriti og fullt af fólki tekur þátt….örugglega er hann hlægjandi núna yfir vandræðunum sem Suarez er kominn í og meðvirkninni í mörgu fólki. 

  Þetta snýst ekkert um hvort hann sé svartur eða hvítur, feitur eða mjór, hommi eða straight(btw, sjáið þið homma fyrir ykkur gera svona dramatík ef einhver myndi voga sér að kalla þá homma eða fags???)….það sem málið snýst um hérna er að Evra er að reyna sverta Suarez(og Ferguson líka en á annan hátt) því þeir eru pirraðir útí hann og hræddir.  

  EF Suarez sagði nigger er það auðvitað ekki fallegt en ekki nokkur maður myndi væla svona yfir því nema bara ef hann hefði einhvern tilgang….og tilgangur Evra er að koma Suarez í vandræði. Ég er tilbúinn að veðja háum upphæðum að honum er skítsama þó einhver hafi kallað hann nigger, hann vill bara koma Suarez í vandræði því af einhverjum ástæðum er honum illa við hann. Það versta er að honum virðist vera takast þetta mjög vel….

 64. að vera kallaður nigger útleggst nokkurn veginn á íslensku að vera kallaður surtur. Ég myndi nú segja að það væri verra ef Evra hefði verið kallaður kúkur “turd” eða skítur “piece of shit” með tilliti til litarhátt hans. 

  Það er bara einn galli á þessu hjá Evra, það eru engir kynþáttafordómar í enska boltanum…ég hef allavega ekki orðið var við það. Það var eitthvað um það þegar John Barnes var að spila fyrir 20 árum síðan og þótt að einhver kalli hann nigger í fótboltaleik þá er það ekki það sama og við miðjarðarhafið þar sem svertingjar eru lagðir í einelti. 

 65. Þetta er stormur í vatnsglasi. Svertingjar eru mestu kynþáttahatarar undir sólinni og kalla hverjir aðra negra hægri vinnstri. Er það bara níð ef hvíturmaður segir Negri? Djöfuls kjaftæði og ekki þess vert að eyða tíma i þetta

 66. Mér finnst frekar ólíklegt að Suarez hafi kallað Evra N-orðinu. Er ekki félagi hans í Úrúgvæska landsliðinu, Alvaro Pereira, svartur? Einhvers staðar las ég það að þeir væru ágætis vinir, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Það væri frekar heimskulegt af Suarez að kalla Evra N-orðinu. Ef hann gerði það, þá er hann kjáni.

 67. @76 

  Ekki bara eitthver heyrnatól, sýnist þetta vera custom made beats by dre merkt liverpool. Virkilega góð heyrnatól og ég veit að allir sem hafa prófað þessa græju eru sammála. 

 68. Tómas Örn, það í raun skiptir engu hvað þetta var, gæjinn var eins og jólasveinninn þarna og okkar menn með stjörnur í augunum….mér fannst þetta hálf kjánalegt allt.

One Ping

 1. Pingback:

Liverpool 1 Man Utd 1

Glasgow Rangers í kvöld