Liverpool 1 Man Utd 1

Deildin hófst á ný í dag eftir enn eitt landsleikjahléð og í hádeginu gerðu okkar menn 1-1 jafntefli við erkifjendurna í Man Utd á Anfield.

Dalglish gerði eina breytingu frá liðinu gegn Everton – Steven Gerrard kom inn í liðið á ný:

Reina

Kelly – Carragher – Skrtel – Enrique

Kuyt – Gerrard – Lucas – Adam – Downing

Suarez

BEKKUR: Doni, Agger, Robinson, Spearing, Henderson (inn f. Lucas), Bellamy, Carroll.

Þessi leikur einkenndist af mikilli stöðubaráttu. United-menn stilltu upp mjög varnarsinnuðu og skipulögðu liði og áætlun Ferguson virtist vera sú að ætla að halda hreinu framan af leik og koma svo framar og freista þess að skora þegar leið á leikinn. Sú áætlun gekk upp í dag. Liverpool-menn voru meira með boltann og sóttu meira allan leikinn en þó án þess að ná að skapa sér mikið af færum og staðan í hálfleik var 0-0.

Þegar leið á seinni hálfleikinn opnaðist þetta aðeins fyrir Liverpool og okkar menn komust yfir á 67. mínútu. Þá átti Charlie Adam góðan einleik upp völlinn en var felldur af Rio Ferdinand beint fyrir framan vítateiginn. Steven Gerrard tók aukaspyrnuna, fann glufu á vegg United og sett’ann beint í nærhornið. 1-0.

Adam (og félagar) var þó ekki lengi í paradís því þegar tíu mínútur voru eftir jafnaði Chicharito fyrir United. Boltinn kom fyrir frá vinstri úr hornspyrnu, fór í gegnum þvöguna og á markteignum missti Martin Skrtel af mexíkóska framherjanum sem skallaði óvaldaður í markið. 1-1 og það urðu lokatölur leiksins. Okkar menn pressuðu eftir þetta og Jordan Henderson var í tvígang nálægt því að skora sigurmarkið en allt kom fyrir ekki og stórmeistarajafnteflið því niðurstaðan.

Á heildina er kannski hægt að segja að þetta hafi verið sanngjörn úrslit. Áætlun United gekk upp, þeir voru þéttir og fóru með jafnteflið sem þeir spiluðu upp á frá Anfield. Þeir geta því unað vel við sitt í dag held ég. Við erum öllu svekktari eflaust með að ná ekki að landa þremur stigunum og mig grunar að Skrtel – sem var frábær fyrir utan mark United – muni sofa illa í nótt.

MAÐUR LEIKSINS: Að Lucas Leiva undanskildum fannst mér allt liðið spila vel. Lucas átti einn af þessum dögum þar sem ekkert gekk upp, hann virkaði kraftlaus og jafnvel þreyttur og komst aldrei inn í leikinn. Hann var svo orðinn tæpur á að fá sitt annað gula spjald um miðjan seinni hálfleik þannig að Dalglish linaði þjáningar hans og tók hann bara út af.

Aðrir voru góðir í dag. Vörnin stóð vel fyrir sínu, utan mistaka Skrtel í jöfnunarmarkinu. Reina þurfti lítið að gera í dag og á miðjunni voru okkar menn með góð tök á þessu. Suarez var svo hættulegur frammi.

Ég ætla að útnefna Charlie Adam mann leiksins – hann steig upp í „fjarveru“ Lucas á miðjunni og stýrði aðgerðum okkar manna mjög vel og var jafnframt með hættulegustu mönnum. Frábær leikur hjá þeim skoska.

Næsti leikur er vináttuleikur gegn Glasgow Rangers á þriðjudag í Glasgow og svo er útileikur gegn Norwich í deildinni á laugardag eftir viku. Fyrir leikina gegn Everton og United hefðu flestir eflaust sætt sig við 4 stig af 6 mögulegum í þessum viðureignum þannig að nú er bara að byggja á því og fara á smá sigurhrinu í næstu leikjum.

100 Comments

 1. Frábær leikur okkar manna dugði ekki til. Manchester United geta verið ánægðir með þetta stig og þakkað markmanni sínum stigið.

 2. Madur leiksins Jose Enrique. Svakalegur leikmadur. Er lika sattur med ad fa Captain Fantastic aftur 🙂 
  Vel spilad , oheppnir ad vinna ekki leikinn en er annars sattur med lidid. 

 3. Flottur leikur hjá okkar mönnum. ég held að united geti verið sáttir við stigið. þeir voru klárlega með mann leiksins í markinu hjá sér.

 4. Seinni hálfleikur jafn skemmtilegur og sá fyrri var dapur.
  Svekkjandi að vinna ekki leikinn. En jafntefli er miklu skárra heldur en tap.
  Maður leiksins var klárlega De Gea og nokkuð ljóst að Utd eru komnir með frábæran markvörð næstu 15 árin.

 5. Hrikalega leiðinlegur fyrri hálfleikur en það snérist svo algerlega við í seinni en er virkilega vonsvikin með að taka ekkki öll 3 stigin. Flott að sjá Gerrard koma svona til baka og skora mikilvægt mark, einnig var mjög gaman að sjá Henderson gera eitthvað af viti. 

 6. Fokk hvað ég er svekktur með þetta jafntefli !
   
  Við áttum að taka þetta í viðbótartímanum, en flott spilamennska hjá okkar mönnum gegn ríkjandi meisturum og líklegum kandidötum í titilinn gefur góð fyrirheit fyrir það sem koma skal hjá okkur.
   
  Bjartir tímar framundan með Gerrard í formi : )

 7. Ætla að vera fyrsti og örugglega eini sem Hrósar Jordan Henderson fyrir sterka innkomu, frábært skot og fínn skalli, ásamt mjög Flæðandi spilamennsku. 

 8. Flottur leikur okkar manna, en ég tek undir með Bjarka, mér finnst eins og við höfum tapað. Áttum svo sannanlega skilið 3 stig úr leiknum, miklu betra lið og ef við höldum áfram á þessari braut þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur. Henderson stóð fyrir sínu eftir að hann kom inn á, úrtölumenn hljóta núna að sjá eitthvað jákvætt við strákinn 🙂

 9. Bara nokkuð sáttur við okkar menn. Finnst eins og við hefðum átt að taka þetta í dag og United væntanlega vel sáttir við þetta. Hefðum getað tekið þetta með smá heppni.

 10. Þetta lofar góður verð ég að segja,ég er kominn með sama spennu og eftir áramót síðasta tímabil.

 11. Frábær leikur hjá okkar mönnum. Við vorum miklu betri og hefðum átt skilið að vinna.
  GUÐMUNDUR BEN. var óþolandi hlutdrægur í sinni lýsingu og best væri að hann lýsti ekki Júnætit-leikjum!!!!!!!!!!!!!!!!!
  Gerrard kominn aftur!!!!!!!!!!!
   
  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 12. Flottur leikur hjá okkur. Gott að fá gerrard loksing tilbaka. Hvað var samt málið með að tveir breskir hjá okkur að henda sér niður án snertingu

 13. Liverpool sterkari aðilinn í leik sem mér fannst að mestu litlaus. Ekki nema þegar Gerrard var búinn að miða á Giggs eins og í Duck Hunt að leikurinn fór að vera skemmtilegur.

  Leiðinlegt að sjá dífur í Liverpool treyjum en það var þó snerting þegar Adam fór niður, lélegt hjá Adam, en bara verra hjá Ferdinand. Downing hefur enga afsökun og ég vona að Kóngurinn búi til remix af þessu með Benny Hill þema undir og geri soldið grín að kantmanninum svo hann standi í lappirnar héðan af.

  De Gea er hörku markmaður og sýndi það með nokkrum meistara vörslum til að neita okkur um stigin 3. Hann er eitthvað kjánalegur í úthlaupum svo kannski hefði Carrol getað gert eitthvað með góðum fyrirgjöfum… 

  Henderson átti góða innkomu en ég set stórt spurningamerki við það af hverju Carrol eða Bellamy fengu ekki séns. Dalglish kaus aftur að nýta ekki skiptingarnar sínar og það fer fátt meira í taugarnar í fótbolta að sjá þjálfara skipta ekki eða of seint. Downing fannst mér ekkert sérstakur þó hann hafi átt sína spretti og því miður náði Suarez ekki að skína í þessum leik. Hefði auðvitað klárlega átt að skora en De Gea náði að staðsetja sig vel. 

  United menn munu væntanlega kvarta undan hendi á Enrique en ég gat ekki séð betur en að boltinn færi í hendina á Nani áður en hann sparkaði boltanum í öxlina á José þaðan sem boltinn skoppaði niður í hendina á spánverjanum. Bæði atriði óviljaverk og að mínu mati rétt að dæma ekkert. En ef einhverjir vilja láta dæma þarna þá hljóta þeir að sjá að fyrsta brot er hendi á Nani.

  Skrítið líka að Rio sleppi með seinna spjaldið eftir brotið á Adam en það hefði kanski verið of hörð refsing. 

  Skrtel klikkar aftur í dekkingu í föstu leikatriði en aðal misstökin eru að leyfa Wellbeck að ná fyrstu snertingunni. Varnarmaðurinn á að reyna að ná komast fram fyrir hann eða allavega koma sóknarmanninum úr jafnvægi svo hann nái ekki fullkomnum skalla fyrir markið.

  Maður leiksins hjá Liverpool er val á milli Gerrards, Adam og Enrique. En Gerrard fær þetta því ég hef saknað hans svo mikið og hann skorar gegn United!

  Maður leiksins hins vegar er alltaf David De Gea. Hann er eina ástæða þess að við erum ekki hoppandi af gleði akkurat núna.

 14. Get ekki sagt að hann lucas hafi verið lélegur í þessum leik, var alltaf að hirða boltana af miðjuni og stoppaði oft leik manutd en fooooookk!!! Höfðum átt að vinna þetta, de gea sýndi af hverju hann var keyptur.  

 15. Giggs gerði það sem hann gerir best, hélt framhjá. Í stað þess að halda við félagann þá tók hann smá hliðarspor og var tekinn.

  Við hefðum alveg mátt taka þennan leik og Gvöð minn ef Henderson hefði sett hann þarna undir lokin. Gea hefur verið reglulega að skipta um nærbrækur það sem af er en í dag átti hann því miður góðan leik. Vitna því í skáldið og segi: Heilvítis Fokking Fokk!

  Nú vill maður bara fá næsta leik því það er orðið svo geðveikt gaman að fylgjast með liðinu sínu. 

 16. HIT (hið íslenska töframannagildi) ætlar víst að gera Rooney að heiðursfélaga, enda hafa menn sjaldan látið sig hverfa með betri árangri en í dag.
  Annars var þetta flottur leikur hjá okkar mönnum og áttum við ekkert annað en sigur skilinn í dag. En við tökum þessu sem hverju öðru hundsbiti og skrifum þetta bara í reynslubankann. Margir góðir í dag en sá sem ég bjóst við að myndi jafnvel blómstra (Lucas) olli mér vonbrigðum í dag.

 17. Það var snerting þegar Adam féll, ekki mikil en Ferdinand fer í hann. Þulirnir sem ég hlustaði á voru sammála um það og ég sá ekki betur í endursýningunni. Annars er mér svo nákvæmlega sama hvernig við skorum mörkin svo framalega að þau gefi okkur stig. Hefði ekki grátið eins og eitt sundboltamark gegn rauðnef og félögum 🙂

 18. Virkilega sáttur við frammistöðu liðsins í dag en aftur á móti hundsvekktur með úrslitin. Ef mér hefði verið boðið jafntefli fyrir leik þá hefði ég ekki tekið því, því ég vil sigur og ekkert annað. 

  Ef ég leyfi skynseminni þó að ráða og set þetta í samhengið að við erum að berjast um fjórða sætið þá er þetta svo sem ekkert alslæmt. 

 19. Ferdinand viðurkenndi sjálfur snertingu, en vissulega hefði Adam geta staðið hana af sér. Ég er hins vegar ósammála greinarhöfundi að það hafi eitthvað sanngjarnt verið við þetta jafntefli. Við áttum svo sannarlega skilið 3 stig og United varla 1.
  Svo sé ég ekkert að Gumma Ben sem lýsanda, sama með hverjum hann heldur.

 20. Af hverju er það lélegt að detta þegar þú finnur fyrir snertingu? Ég bara skil það ekki. Um leið og leikmaður finnur fyrir snertingu í ákveðinni stöðu þá dettur hann. Punktur. Þetta gera allir heimsklassa leikmenn til að sækja aukaspyrnur og gul spjöld. Hitt er lélegra að láta sig detta þegar það er engin snerting.

 21. Eru menn ekkert orðnir þreyttir á getuleysi Dirk Kuyt? Úff hvað hann þarf að koma sér langt frá þessu liverpool liði, enn ein ömurlega framistaðan í leiknum áðan.

  En ég segji það sama og flestir, gríðarlega svekktur með aðeins eitt stig
   

 22. Miðað við hvað við vorum að dæla boltanum inní teig þá hefði ég viljað sjá carroll inná, fannst frekar skítt að sjá hann ekki koma inná. 

 23. Skrtel varðist ekki vel í markinu en Carragher leyfði Welbeck að losna frá sér slltof auðveldlega til að flikka honum áfram. (N.b. ég er ekki að segja að Carragher sé “past it”). Lucas fannst mér ekki lélegur í leiknum en Henderson kom með allt annað flæði inn í leikinn og óheppinn að skora ekki. Það sem mér fannst sárgrætilegast af öllu leiknum var þó að Kuyt skyldi ekki skora strax eftir jöfnunarmarkið. 

 24. Gunnar #24

  Ég botna ekkert í þessum ummælum þínum um Kuyt. Ég og lýsendurnir á Sky erum sammála um að hann hafi verið góður í þessum leik. Sífellt að berjast og dreifa boltanum. Átti svo gott færi sem Gea varði mjög vel. Áttiru kannski von á þreföldum skærum með apastökki og sláin inn frá miðju? Skil þig ekki alveg…

  Kristján #23

  Sitt sýnist hverjum eins og alltaf. En mér finnst að menn eigi aldrei að láta sig detta.
   

 25. Drullusvekktur með jafntefli í leik þar sem andstæðingurinn fær eitt færi. En við verðum að fara að nýta færin okkar betur ef við ætlum okkur að vera með í þessu. Frábært að fá Steve G tilbaka í formi – það mun breyta mjög miklu…

 26. Skrtel var minn maður leiksins fram að þessu jöfnunarmarki.  Má samt ekki gleyma því að það er Carragher sem klikkar fyrst og býr til færið hjá Chicharito.  Einnig finnst mér eitthvað skrítið við þennan vinstri væng hjá okkur.  Enrique er frábær bakvörður en að sama skapi finnst mér Downing alls ekki hafa sýnt það sem þarf til að vera alvöru kantmaður.  Fyrir utan eina góða fyrirgjöf í dag var hann einfaldlega skelfilega slakur.  Bellamy hefði alltaf komið sterkur þarna inn og spilað vel með Enrique, ég meina þeir lögðu upp markið á Carrol á móti Everton.
   
  Gerrard er að koma til baka eftir erfið meiðsli þannig að ég ætla ekkert að bauna á hann.  Stebbi á eftir að verða betri.  Böggaði mig samt helling þegar hann stal aukaspyrnunni af Adam sem var að fara negla boltanum á markið með vinstri.  Charlie Adam klárlega maður leiksins ásamt vörninni sem spilaði mjög vel fyrir utan þessi einu mistök sem kostuðu okkur mark.  Henderson flottur en Lucas átti ekki góðan dag.  Hékk of mikið á boltanum og vissi ekkert hvað hann átti að gera.  Virkaði þungur og þreyttur.
   
  Og Dalglish vinur minn, af hverju skiptirðu ekki mönnum inná?

 27. Nei ég átti ekki von á því, ég fékk nákvæmlega það sem ég átti von á frá honum, GETULEYSI

 28. Young er miklu betri leikmaður en Downing, skil ekki afhverju Liverpool eyddu ekki meira púðri í hann. Annars að leiknum þá átti Liverpool að vinna þennan leik miðað við færin. Það er hreint óþolandi þegar við fáum aukaspyrnu fyrir utan teig, að Gerrard reyni að senda hann fyrir í stað þess að skjóta. Annars líður mér einsog við höfum tapað.

 29. #23: “Af hverju er það lélegt að detta þegar þú finnur fyrir snertingu? Ég bara skil það ekki. Um leið og leikmaður finnur fyrir snertingu í ákveðinni stöðu þá dettur hann. Punktur. Þetta gera allir heimsklassa leikmenn til að sækja aukaspyrnur og gul spjöld.”
   
  Hvað með Lionel Messi?

 30. Flottur leikur sem við poolarar áttum að vinna. Nú þarf bara að klára “litlu” liðin og við verðum í topp fjórum.

 31. Það var farið ítarlega yfir brotið á Ferdinand á Sky og algjörlega augljóst brot á Adam og klár snerting þar sem hann fór aftan í hælinn á Adam. Ef dómarinn ætlar að dæma aukaspyrnu þá er þetta líka beint spjald á Ferdinand, hann hefði því alltaf átt að fá rautt. Það hefði óneitanlega breytt gangi leiksins.
  Í alla staði var frammistaðan hins vegar góð og hrein óheppni að við skildum ekki klára þennan leik. United menn eru hæst ánægðir með jafnteflið, ekki við, það segir allt um frammistöðu liðsins.

 32. #32…..
  Messi er kominn svo langt yfir það að vera heimsklassa leikmaður… hann er eitthvað allt annað..
  Hann er klassa fyrir ofan heimsklassa ! ! ! 

 33. Svekkjandi að missa þetta niður í jafntefli. Fannst liðið spila vel og hefðu átt að uppskera þrjú stig. Hrikalega er ég samt ósammála þeim sem tala um að Suarez hafi verið slakur í dag. Hann var stöðugt að nudda í mönnum, taka menn á og skapa hættu. Það hlýtur að vekja ugg meðal varnarmanna að mæta svona einstaklingi og slíkt óöryggi nýtist liðinu sem heild.  Er einnig ósammála þeim sem tala um slakan leik hjá Kuyt, hann var stöðugt vinnandi og takandi þátt í stuttu spili. En svona er þetta, sitt sýnist hverjum.

 34. Fullt af jákvæðum punktum sem má taka úr þessum leik og sömuleiðis eitthvað sem má alveg laga eða hefði betur mátt fara.

  Liverpool stjórnaði miðjunni, alveg frá A-Ö. Einu alvöru sóknirnar sem Utd áttu fannst mér koma oft í gegnum langa bolta úr vörninni og í hlaup hjá kantmönnum þeirra. Lucas hefur spilað betur en Gerrard og Adam spiluðu mjög, mjög vel á miðjunni og sama má segja um Henderson þegar hann kom inn á. Ekkert við miðjuna að sakast og alls ekki vörnina sem gerði allt (nema ein stór mistök í föstu leikatriði) rétt. Enrique og Kelly sáu algjörlega um kantmenn Utd og miðverðirnir þögguðu niður í framherjum Utd.

  Fannst reyndar oft á tíðum Suarez vera einangraður frammi, hann er ógeðslega góður en einn á móti 4-5 varnarmönnum er líklega of stór biti fyrir hann (ekki alltaf samt!). Mér fannst leikur öskra á Andy Carroll, taka aðeins á Evans og Ferdinand og vera alltaf klár í og við boxið. Suarez vill draga sig út, fá boltann í lappirnar og vinna úr því en Carroll virðist vilja og henta vel í að lemja á varnarmönnunum og vera “lokapunkturinn” í kantspilinu.

  Frekar ósáttur að Dalglish hafi ekki nýtt allar þrjár skiptingarnar. Ég er hand viss um að Bellamy og Carroll hefðu getað valdið skaða í þessum leik, mér fannst vanta ferskt blóð í liðið þegar leið á leikinn. Sömuleiðis er maður fúll að við misstum þrjú stig niður í eitt en það var klárlega það sem Man Utd kom á Anfield til að næla í.

  Næsta viðureign, fyrir utan æfingaleikinn á miðvikudaginn, er Norwich á Anfield. Vonandi fáum við svipaða frammistöðu frá Liverpool í þeim leik, ef það gerist þá munum við valta yfir Norwich. 

 35. Hef ekki lesið ummæli hér en fannst að KD hefði átt að nota vara menn meira og td, setja bellami eða carroll inn fyrir kuyt td, en annars mu  hefðu getað stolið sigrinum.

 36. Man U voru bara heppnir að ná stigi, hefði Kleinuhringja þjófurinn hann De Gea ekki verið í markinu þá hefðum við verið að flippa af gleði. En svona er fótboltin bara, eigum við ekki bara að segja það að við tökum 25 leikja sigurhrinu og vinnum þessa deild? (Bjartsýni much?)

 37. Mjög góður leikur hjá okkar mönnum. Mér fannst varnarleikurinn frábær og við komumst í 1-0, allt var að ganga upp. Þá fannst mér liðið gera afdrifarík mistök. Eftir markið setti United allt sem það átti til að jafna leikinn en Liverpool brást ekkert við. Ég hefði viljað sjá Spearing koma inn fyrir Adam og jafnvel Bellamy fyrir Downing, óþreytta menn og bara spila leikinn út. Mark lá í loftinu hjá United í stöðunni 1-0 en kredit til Liverpoolmanna eftir 1-1 þá voru þeir mjög nálægt að skora sigurmarkið. 

  Ekki sáttur við Liverpool miðjuna í seinni hálfleik varnarlega séð, þeir Adam Gerrard Henderson voru ekki nærri eins þéttir eins og Lucas, Adam og Gerrard framan af. 

  Maður sér stórlið þétta hjá sér miðjuna þegar þeir eru að sigla leikjum út og mér fannst Liverpool ekki gera það í dag. Burtséð frá því að þeir voru óheppnir að gera ekki fleiri mörk. 

  Betra liðið vann ekki í dag vegna þess að þeir voru ekki nægjanlega skynsamir fannst mér. 
   

 38. Skil það vel að menn þurfi að spila sig inn í liðið en Bellami þarf líka að gera það og ég held að hann sé brjálaður að hafa ekki verið notaður.

 39. Þetta voru 2 töpuð stig sem gætu skipt miklu þegar upp verður staðið í maí. Miðað við ofur varnarsinnað byrjunarlið Man Utd og endurkomu Gerrard bara áttum við að vinna þennan leik. PUNKTUR. Þetta var á Anfield, pakkfullum heimavelli þar sem við höfum ruslað þessu liði upp síðustu 3 ár og byrjunarliðið okkar var einfaldlega miklu betra en andstæðingarnir.

  Svona leikir eru ær og kýr Lucas og Kuyt. Lucas spilar alltaf best í taktísku miðjukraðaki og Kuyt skorar nær alltaf í stórleikjum. Lucas var hræðilegur og Kuyt skoraði ekki. Ég auglýsi líka eftir Downing, hann verður að fara skora fyrir Liverpool og gefa fleiri stoðsendingar ef við eigum að enda í topp 4, það verður nánast alltaf lokað á Suarez og Gerrard svo mennirnir í kringum þá bara verða að stíga upp. Það hefði ekki verið vitlaust að setja Bellamy inná síðustu 20mín. Tricky leikmaður sem nær vel saman við Suarez inná með ferska fætur. Dalglish verður að fara nota skiptingarnar betur. Ef ekki þetta þá að taka Kuyt útaf eftir jöfnunarmarkið fyrir Carroll, setja Gerrard á hægri og dæla boltum inní boxið, hefði verið mikill munur að hafa hann í boxinu í lokin þegar við vorum farnir að tjalda í vítateignum hjá þeim.

  Já og Skrtel. Hvað getur maður sagt. Stundum finnst mér eins og hann sé með 1 heilasellu. Varnarleikur í fótbolta er ekki kjarneðlisvísindi. Dekkaðu þinn mann í föstum leikatriðum og vertu milli hans og marksins. Virðist ekki flókið en hann klikkar bara of oft á þessu fyrir mann í Liverpool klassa og notar hendurnar meira en heilann. Carragher sem gerir svipuð mistök núorðið hefur allavega þá afsökun að vera búinn að missa hraðann.  Okkur sárvantar heimsklassa miðvörð.

  Við misstum einfaldlega af 2 stigum og að minnka sjálfstraustið hjá Man Utd, vonandi að önnur úrslit verði okkur hagstæð um helgina.

   Áfram Liverpool.

 40. Ok, ég er ekki að skilja þessa gagnrýni á Kuyt.
  Hann var að berjast og valda vandræðum hjá Utd allan leikinn og var óheppinn að skora ekki mark.

  Svo eru einhverjir að kvarta yfir því að Kóngurinn hafi ekki nýtt allar skiptingar, ef hverju?
  Á að skipta mönnum inná bara af því að það má?

  Maður lagar ekki það sem er ekki bilað, svo einfalt er það.
  Við vorum hársbreidd frá því að vinna leikinn, en því miður hafðist það ekki í dag.

  Annars flott spilamennska gegn Englandsmeisturum sem komu á Anfield til að verjast og spila uppá jafntefli.

 41. Svolítið þreytt þegar menn eru að kvarta yfir hlutum eins og þessari aukaspyrnu í dag. Mér er slétt sama hvort við áttum að fá aukaspyrnuna eða hvort manutd átti að fá hornspyrnuna fyrir markið. Ef menn vinna ekki sína vinnu í kjölfarið, þá verður þeim líklega refsað. Svo lengi sem menn fá ekki ósanngjarnt á sig víti, þá er það í þeirra höndum að verjast almennilega þegar spyrnan er tekin.
  Fyrir utan þetta þá eiga menn ekki að detta nema þeir séu felldir, það er kerlingaskapur að detta af því maður finnur snertinguna. Það er hægt að kalla þetta útsjónarsemi eða hvað sem menn vilja, en ég kalla þetta aulaskap.

 42. Ég held að við getum verið stoltir af liðinu í dag. De Gé-a bjargaði United í dag.

  Charlie Adam kom mér skemmtilega á óvart en hefði viljað sjá meira kona út úr Downing. Spurning líka hvort það hefði mátt prófa að henda Carroll inn á því það vantaði ekki að það var dælt háum boltum inn á teig United.

  Svo hellir Gerrard þvílíku sjálfstrausti yfir liðið þegar hann er í stuði. 

 43. Fannst Adam mjög góðir í þessum leik og finnst hann og Gerrard lúkka vel saman miðað við fyrsta leik þeirra saman í starting…. Adam með góðar sendingar og stórhættulegur í föstum leikatriðum, en og aftur á hann stoðsendingu. Kominn með 4 stoðsendingar og 1 mark sem er nokkuð gott.

  Stats for Charlie Adam v #MUFC:
  82% Ground Duels won
  100% Aerial Duels won
  75% Tackles won
  86% Pass accuracy
  4 interceptions

 44. Vá hvað þetta var svekkjandi, öruglega mest svekkjandi jafntefli í langann tíma. Mér líður bara eins og við vorum að tapa..

  Ástæðan er auðvitað því við vorum bara virkilega góðir og flott pressa og fullt af færum (sérstaklega í lokin). Það sást allavega á mönnum að við ætluðum ekki að sætta okkur við jafntefli, en því miður. En við áttum svo sannarlega skilið öll 3 stigin, hvað áttu þeir mörg góð færi? 2 og við 10?

  Frábær leikur hjá mörgum, bestur að mínu mati var Enrique át gjörsamlega hægri kanntinn bæði sóknarlega og varnalega! En sammála með að Lucas var öruglega slappastur hjá okkur, en allir gæða leikmenn eiga slæma leiki inn á milli 😉

  Vonandi heldur þetta áfram að vera svona, bara drífa sig á skotæfingar svo við náum fleirri mörkum úr færunum.

  Ps. Velkominn aftur Meistari Gerrard!

 45. ég var mjög ánægður með leik liðsins í dag og þá sérstaklega Adam en var hinsvegar mjög svekktur með jafntefli. fannst henderson eiga að gera betur í þessum færum sem hann fékk undir lokin.

  ég á hinsvegar erfitt með að skilja dalglish og afhverju hann gerir alltaf svona fáar skiptingar í leikjum… mér fannst t.d. bellamy eiga að koma inná fyrir downing í seinni hálfleik…  

 46. Það er jákvætt að vera ekki allt of ánægður með jafnteflið í dag, hefðum getað náð 3 stigum en svona er þetta bara :-).  
  Næstu þrír leikir (Norwich og Swansea úti og QPR heima) segja hinsvegar talsvert meira um hversu mikil framförin hefur verið í ár.  Undanfarin ár hefur okkur stundum gengið ágætlega gegn bestu liðunum en tapað of mörgum stigum gegn þeim slakari og maður horft vonlítill á liðið okkar spila skelfilega gegn minni spámönnum, jafnvel á Anfield.  
  Titlar/Meistaradeildarsæti hafa tapast í slíkum leikjum síðustu árin frekar en í leikjum gegn man utd, Chelsea eða Arsenal.

  YNWA 

 47. Vorum rændir tveimur stigum í dag. Vorum miklu betri í þessum leik og hver einasti leikmaður liðsins á hrós skilið. Ásamt Dalglish og þjálfarateymi hans.

  En afhverju í andskotanum erum við að fara að taka æfingaleik gegn Glasgow Rangers á miðju tímabili?
  Ætla allavega rétt að vona að hann spari lykylmenn í þeim leik. Þá helst Suarez sem hefur verið undir miklu álagi undanfarið.

 48. Hjaratanlega sammála þér Ólafur. Þessir stór leikir segja ekkert. Það eru einmitt næstu þrír sem segja það sem segja þarf um getu Liverpool í dag. Norwich eru td bara 3 stigum á eftir okkur í dag.

  En mér líst alveg svakalega vel á framhaldið. Liðið er að slípast hægt og rólega. Við erum með góða breidd í liðinu og hörku leikmenn á bekk í hverjum leik sem eru drullu fúlir að fá ekki að spila. Það eru svakalega mikil framför. Það að vera ósáttur með jafntefli við United á Anfield er bara helv gott mál.

  Þessi kaup á Enrique eru að stefna í að vera bargain sumarsins, þvílikt flottur leikmaður. Það sem okkur vantar í hópinn um áramótin er einn virkilega solid miðvörður sem gengur inn í liðið eins og Enrique gerði og vinnur sína vinnu vel og örugglega. Þá held ég að við séum að horfa á okkar ástsæla lið sigla lignum sjó í topp 4 í vor.

  PS: ég er bara ennþá drullu fúll yfir þessu jafntefli í dag

 49. Góðan dag.
  Ég horfði á leikinn í Englandi á SkySport með þá J.Redknap og G.Neville sem sérfræðinga. í Þættinum var farið yfir brot Ferdinands á C. Adam aftur og aftur og Zoomað mjög vel inn. Niðurstaðan var sú hja þeim félögum var sú að þetta var ekki aðeins brot heldur líka gult spjald. G.Nev maldaði aðeins í móinn og vildi líka fá gult a Skrölta í fyrri hálfleik en Allir í stúdióinu voru klárlega sammála um að þetta var brot. Núveit ég ekki hvernig þetta var sýnt á S2Sport2 en hérna úti farið rosalega velyfir þetta og þetta er ekki spurning um brot. Þó svo að ég hafi haldið annað við fyrstu 4 endursýningarnar 

 50. Þetta var nú ekki beint skemmtilegur leikur í fyrri hálfleik. Held að leikplan Ferguson hafi gengið nokkuð vel upp að þessu sinni, náttúrulega þangað til Liverpool skoraði. Það sást mjög vel, sérstaklega eftir að Chicarito kom inn á að varnarleikurinn galopnaðist og Liverpool hefði átt að skora mark. 

  Dirk Kuyt var fyrir mér besti maður liðsins, ásamt Enrique og Downing. Vinstri kanturinn var algjörlega okkar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Kuyt var út um allt, lokaði, vann bolta, skilaði honum ágætlega frá sér og kom sér í færi. Vel af sér vikið hjá honum. Suarez var auðvitað allt í öllu í sóknarleiknum að vanda en hann þarf að nýta færin sín betur. En örugglega ömurlega leiðinlegt að spila á móti honum eins og sást þegar varnarmenn Man U dúndruðu boltanum upp í stúku við fyrsta tækifæri. Tóku enga sénsa þar.

  Það er rétt sem sagt er hér að ofan, næstu þrír leikir segja okkur ansi margt um þetta lið okkar. Ef við náum 7-9 stigum út úr þeim þá erum við í nokkuð góðum málum, annars ekki. 4 stig úr þessum síðustu tveimur er ágætt, 6 stig hefðu verið skemmtilegri en ásættanleg frammistaða engu að síður. 
   

 51. Ef við hefðum unnið þennan leik þá hefðum við verið fyrsta og eina liðið síðan úrvaldsdeildin var stofnuð til að vinna Man utd á heimavelli 4 sinnum í röð, þessvegna líður manni kannski einsog maður hafi tapað.

 52. Þegar maður rennir yfir umfjallanir íslensku miðlanna um leikinn þá minnast þeir allir á það að þetta hafi nú verið ódýr aukaspyrna.

  Enginn hins vegar segir orð um þetta fáránlega augljósa víti sem Liverpool átti að fá þegar að Johnny Evans varði skallnn frá Kuyt. 

 53. @57

  Hvað er ferguson að væla. Hans varnarmenn reyndu og reyndu og reyndu að plata dómarann alltaf þegar að Suarez var að pressa þá.

  Voru svo brjálaðir þegar hann hirti af þeim boltann.
   

 54. Af því að menn eru að væla um þetta fríspark,þá má segja frá því að það var engin hornspyrna þegar Manshester u.t.d skoraði. Skotið kom ekki við neinn Liverpoolmann fór bara beint aftur fyrir markið. En báðir hafsentarnir okkar litu illa út í markinu klikkuðu báðir á sínum dekkingum. Við erum sem betur fer hættir með zonar marking systemið hans Rafa og ef Carra hefði passað sinn mann og Skrtel ekki runnið á rassinn hefði þetta aldrei orðið hættulegt.  En nú er Agger mættur á bekkinn og kemur vonandi sterkur inn á móti Norwich eftir viku. Hann er okkar langbesti hafsent.

 55. Í guðanna bænum ekki hlusta á Ferguson..Hann segir alltaf eitthvað svona í leikjum gegn L´pool.
  Helvítis mannfjandinn.. 

 56. Fór á pöbb í miðbæ Bergen og horfði á leikinn. Þegar hann var búinn mætti ég einum sem heldur líka með Liverpool. Sá náungi er frekar blautur og “þungur”. Það eina sem hann sagði við mig var “Satan, livet er ikke rettferdig”.

  Þetta átti Liverpool að klára.

 57. Ég er ekkert ofboðslega glaður en samt ekkert ofboðslega sár … samt eitthvað smá sár eftir þetta jafntefli. Manure mættu til að verjast og gerðu það vel. Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir framan af. Spilið stórbatnaði með innkomu Henderson og Adam var eins og kóngur í ríki sínu. Meistari Gerrard er bara snillingur.
  En miðað við færin undir lok leiksins … þá er þetta eilítið sárara. Við verðum að taka næstu þrjá leiki, sérstaklega Swansea leikinn því þá verð ég í jómfrúarferð á Anfield! 🙂
  Lítið brot…ekki hornspyrna… bolti í hönd… bolti í hönd… þýðir ekki að væla um það. Stemningin á Kaffi Jónsson / Keilunni var ótrúlega góð … hef varla upplifað betri stemningu á fótboltaleik 🙂

 58. Já manni líður eins og maður hafi horft á tapleik en svo var ekki,jafntefli var það en það var hálfömurlegt að fá á sig mark úr hornspyrnu.það bara á ekki að gerast en það þýðir víst lítið að væla og með óbragði í munni þá verður maður að viðurkenna að andstæðingurinn var öflugur.Ég hefði viljað sjá Henderson/Lucas skiptinguna fyrr og þeir sem hafa verið að drulla yfir Henderson ættu að fara hægar í það,frábær innkoma hjá drengnum     YNWA og in KING KENNY WE TRUST

 59. Raggi nr 52, Gummi Ben er manju maður, það get ég sagt þér, þekki það persónulega…
  Hann er samt sem áður frábær þulur og frábær knattspyrnumaður

 60. Var að koma í Match of the Day rétt í þessu að dómarinn í dag skrifaði í skýrsluna sína eitthvað atvik á milli Evra og Suarez og FA er að skoða málið. Hugsanlega bann á báða.

 61. Rauðnefur var augljóslega ekki mættur í dag til að reyna að vinna leikinn. Það sýnir uppstillingin hjá honum. En planið gekk upp hjá honum þar sem okkur gekk bölvanlega að skapa eitthvað, sérstaklega í fyrri hálfleik. Féllum svo alltof mikið til baka eftir markið og þá náði Shit United yfirhöndinni í tíu mínútur sem dugði þeim til að jafna.

  Hrikalega svekkjandi úrslit, vægast sagt. Ég man að ég hugsaði með mér að leik loknum að Rúdolf gæti nú ekki röflað eftir þennan leik. Hans menn stálheppnir að ná jöfnu. En ef það er eitthvað öruggt í þessu sporti þá er það það að ónefndur stjóri Shit United grenjar ALLTAF ef hans menn vinna ekki!

  Það sem einkenndi Suarez í dag var gríðarleg vinnusemi (að vanda) og það var farið að fara virkilega í taugarnar á mönnum eins og evrópumyntinni og greinilega þessum rauðnefjaða líka.

  En flottur seinni hálfleikur hjá okkur, meira svona strákar. Við erum á réttri leið. 

  COME ON YOU REDS! 

 62. Ég get nú ekki séð hvernig nokkur annar en Suarez getur verið maður leiksins, gaurinn var einn eins og venjulega að éta vörnina. Síðan kýs ég Evra lúða leiksins, algjörlega í ruglinu. Heimtandi gult spjald, emjandi af sársauka við eitthvað smábrot, rífandi kjaft við allt og alla og gat ekki blautan enda var hann eins og skítur þegar hann var spjaldaður á endanum. 

 63. Er það ekki rétt sem ég man, að þessi æfingaleikur við Rangers hafi verið hluti af dílnum þegar við keyptum Danny Wilson frá þeim… rámar eitthvað í það…

 64. @66: “Emjandi við smábrot”. Ertu ekki sem sagt búinn að sjá þegar Suarez lét eins og hann hefði verið skotinn þegar Rodwell náði boltanum fyrst í leiknum um daginn og rétt strauk á honum sköflunginn um daginn?

  Menn eru greinilega ekki samkvæmir sjálfum sér hérna. Flestir hérna kváðu svo að orði að Rodwell tæklingin hefði verið brot og vel það, þegar enska knattspyrnusambandið aflétti svo banninu skiljanlega. Í dag sparkaði Suarez síðan í einhverri fýlu í sköflunginn á Evra (boltinn var, ef ég man rétt, ekki skoppandi þannig að þetta var ekki “gilt spark” þannig séð, en hann slapp með skrekkinn. Hefði átt að fá gult spjalt þar, en ekki meira. Í kjölfar þess þá byrjuðu þeir að deila sín á milli.

 65. Vorum betri aðilinn í leiknum. Áttum skilið að fá 3stig en fengum 1stig. Þetta eru staðreyndir.
  Ég er með fleiri svoleiðis..

  A.Ferguson segir fyrir leikinn að þetta sé stærsti leikurinn sem þú getur mögulega borið augum.
  En eina sem hann getur talað um eftir svona leik er hvað Suarez hendir sér mikið í jörðina..?
  Hann er bitur maður.
  P.Evra er slakasta eintak af manni. Ekki bara það að hann spili hjá manunited (annar hommaklúbburinn í manchesterborg) , hann kann einungis að væla í fjöðmiðlum og ásaka þann mann sem fór hvað allra verst með hann í leiknum um kynþáttaníð.. hann er bitur maður.
  Hvað fáum við útur þessu öllu saman?

  Jú við getum verið mjög svekktir með það að fá eitt stig útur þessum leik og vorum að fá það staðfest enn og aftur að united menn væla hástöfum ef þeir fá minna en 3 stig..

  Óskum okkar drengjum góðs gengis gegn Norwich næstu helgi 🙂
  (Reyndar vináttuleikur þann 18.okt en ég tel hann ekki með)

  YNWA 

 66. Ingimar, er kynþáttaníð þá bara allt í lagi af því maðurinn er Liverpoolmaður? Er strikið í sandinn að koma í veg fyrir að við getum hagað okkur eins og manneskjur?

 67. Bragi, þetta er ekki í fyrsta og ekki í annað sinn sem Evra áskar menn um kynþáttafordóma – aldrei hefur hann geta staðið við það. Eftir innanhúsviðskipti franska landsliðsins sl ár þá held ég að Evra sé [ritskoðað, reynum að halda okkur á siðmenntuðu nótunum -KAR] – en það er bara ég
   

 68. Ég held að menn ættu kannski að bíða með og sjá hvað kemur út úr þessum kynþáttaníð, það er bæði há alvarlegt að saka mann um að beita sig kynþáttahatri en einnig háalfarlegt að vera með kynþáttahatur í garð annars manns og verðskuldar það nokkra mánaða bann að mínu mati! 
  Menn eru duglegir að standa með leikmönnum í sínum liðum (sbr. dífur og leikaraskap, gæði o.s.v.fr.), en við erum illa stödd ef við förum að réttlæta kynþáttahatur þar sem að sá sem beitir því er í uppáhalds liðinu manns og að hinn gaurinn sé eitthvað bitur út af því að hann var “tekinn” svo illa í leiknum. Bíðum frekar og sjáum áður við dæmum, í báðum tilfellum (Suarez og Evra)!!
  En var það ekki sannað á sínum tíma (eftir leik á Stamford Bridge gegn Chelsea) að starfsmenn voru með kynþáttafordóma í hans garð? Mig minnir að Evra hafi farið í bann fyrir viðbrögð sín og Chelsea sektað vegna starfsmanna sinna.

 69. Gunnar (#69): “Rétt strauk sköflunginn” … hvernig getur maður rétt strokið sköflung á einhverjum í svona hraðri íþrótt án þess að það sé eitthvað? Og ef þú sakar menn um að vera ekki samkvæmir sjálfum sér … hvað er þá Evra? Hann var síröflandi í dómaranum allan leikinn, minna eftir að hann fékk gult spjald. Karp Suarez og Evra var ekki út af broti Suarez… þetta byrjaði strax með því að Evra kvartaði yfir dýfingum! Og hvað gerir Evra svo í einni sókn Liverpool þegar Liverpool átti að fá horn??? Hann kastar sér í grasið emjandi eins og aumingi og fær aukaspyrnu … og kemur svo ofboðslega hress inn á nokkrum sekúndum seinna. Evra er bara skítur í mínum augum!
  Hins vegar bíð ég með allar fullyrðingar varðandi kynþáttaníð þar til eitthvað hefur verið sannað eða afsannað.

 70. Sá loksins leikinn allan í morgun, var upptekinn í vinnu í gær og er ennþá að jafna mig eftir það 🙂
   
  Ég ætla að hafa mitt glas hálffullt, hundfúlt auðvitað að vinna ekki þennan leik en mér finnst það alltaf að verða ljósara að liðið okkar er að ná vopnum sínum hægt og örugglega.  Uppstilling Rauðnefs í gær sýndi það auðvitað að hann hugsaði um að fá ekki á sig mark og ætlaði sér svo að henda inn sóknarþunga í lokin.  Vissulega ekki langt frá því að það gengi upp, staðan var 0-0 á meðan að kanónurnar voru að bíða eftir að koma inná en 1-0 þegar þær mættu.
  Svo auðvitað var það ferlegt að De Gea skyldi verja frá okkar drengjum og að Rooney væri þetta öflugur í línuvörn, því það varð ljóst strax eftir að þeir skoruðu að okkar karakter var til að vinna leikinn.
   
  Mér fannst ýmislegt jákvætt við frammistöðu leikmannanna.  Sérstaklega var ánægjulegt að sjá Charlie Adam á fullri ferð í 90 mínútur, ég er alveg sannfærður um að þar fer hágæðaleikmaður sem á eftir að búa til fullt af mörkum fyrir félagið.  Gerrard kom heldur betur sterkt inn og vonandi átta sig allir á því strax að allt hjal um að hans tími sé að líða er mikið bull.
  Lucas Leiva virkaði þreyttur og Kuyt var óvenju hljóðlátur miðað við leik gegn Man. United en allir 11 leikmennirnir, og Henderson þegar hann kom inná, voru að vinna liðsvinnuna vel og það skilaði sér í góðri frammistöðu.
   
  Markið sem við fengum á okkur var bara klassískt mark til að fá á sig þegar varnarmaður klikkar í “maður á mann” dekkningu.  Jafnvel Carra (þó erfitt hefði verið fyrir hann að komast framfyrir sinn mann) en Skrtel frýs og það er pirrandi að fá á sig mark úr horni þegar enginn er nálægt.  Hvort sem verið er að spila svæði eða maður-á-mann í hornum þá er það alltaf þannig að mörk koma eftir mistök einstaklinga, það hefðu verið fleiri leikmenn inni á markteig í svæðisvörn en þá hefði bara eitthvað annað geta gerst.
   
  Eina sem ég svekki mig á er að við fengum ekki Bellamy og/eða Carroll inn í lokin fyrir Kuyt og jafnvel Downing.  Kóngurinn er greinilega ekki hrifinn af því að breyta liði of mikið inni í leiknum sjálfum, ég hef alltaf verið ósáttur við það þegar þjálfarar nýta ekki góða ferska leikmenn til að hnykkja á þegar á leikinn er liðið og ætla að vera samkvæmur sjálfur mér að gagnrýna KK með þann þátt gærdagsins.
  En það er hjóm eitt þegar maður sér svo góða frammistöðu félagsins, aðeins ári eftir því að hafa daðrað við gjaldþrot með slakan og gamlan leikmannahóp sem stjórnað var af manni sem réð ekki við verkið.
   
  Bring on Norwich, sem by the way virðast vera með fínasta fótboltalið.  Þar þurfum við þrjú stig.

 71. Fínn leikur hjá okkar mönnum og jafntefli finnst mér ekki sanngjörn úrslit. Vil taka aðeins til varna fyrir Downing sem mér finnst of hart dæmdur af sumum. Mér fannst Downing eiga góðan leik og ógnin sem stafar af krossunum hans hreinlega blasa við.

  Fínt að fá rannsókn á því hvort ásakanir Evra um kynþáttaníð eigi við rök að styðjast. Evra er að mínum dómi vælukjói sem myndi óhikað ljúga einhverju þessu líku upp á Suarez. Hitt er síðan einnig möguleiki að Suarez hafi látið skapið hlaupa með sig í gönur.

  Ef svo er græt ég ekki að Suarez sé refsað því kynþáttafordómar eiga ekkert erindi í fótboltann og allra síst hjá LFC.

 72. Ef Suarez var með kynþáttafordóma þá er það algjörlega fáránlegt og álit mitt á honum lækkar ansi mikið. En Evra hefur nú áður sakað einhvern um kynþáttafordóma þegar seinna kom í ljós að viðkomandi var bara alls ekki með neitt þannig. Svo að ég ætla bara að bíða og sjá hver gerði hvað í þessu máli.

  En í guðs bænum, ekki vera að tala um “hommaklúbba” eins og Ingimundur 70# gerir. Óþarfa leiðindi bara. Datt þér ekki í hug að það gætu verið samkynhneigðir menn að lesa þessa síðu?

 73. Gunnar 69#  Ef þúr horfir vel á Rodwell tæklinguna þá sést það greinilega að ökklinn á Suarez beyglast undir í tæklingunni……….it wasn´t RED.
  Kynþáttaníð er alvarlegt mál og ber að taka á því af fullri alvöru, sama hver á í hlut. En ég vona bara að þetta sé allt byggt á „röngum misskilningi” og tungumálaerfiðleikar sé um að kenna.  http://www.youtube.com/watch?v=rWMhRHTPv4
   
   
  Og af hverju erum við ekki að tala um dýfuna hjá Downing, þvílíkt meistarastykki.

 74. Evra hefur ekki sakað áður neinn um kynþáttafordóma. Það voru heyrnalausir áhorfendur sem kunnu varalestur sem ásökuðu leikmann um að hafa verið með kynþáttafordóma.

 75. – Gerrard á langt í land… hann var afspyrnu slakur í gær
  – Downing og Enrique virtust hafa lélegt chemistry í þessum leik, maður hefði haldið að þeir væru eitthvað að gelast saman eftir 10 leiki.
  – Downing er nánast ekkert búinn að sýna til að verðskulda verðið sem hann var keyptur á, mjög slakur í gærl.
  – Carroll… hver er það ?
  – Henderson er kjúklingur…

 76. Evra sakaði líka steve  finnan um sama hlut árið 2006 í leik á milli liverpool og man utd þá voru varalesarar fengnir til að fara i verkið og afsönnuðu þeir þetta…. evra er bara vælir og lygahundur.

 77. Gleymdi ArnarÓ (#80) að taka gleðipillurnar?

  Hendó kom suddalega sprækur inn og sýndi að hann á heima á miðjunni. Nú er komið gott af því að spila honum úr stöðu.

 78. Það sem er að svekkja mann allsvakalega er það að við höfum tapað 7 stigum gegn Sunderland, Stoke og Man Utd í leikju sem við eigum að klára en nýtum ekki færin. Þetta er kannski munurinn á okkur og Man Utd í mörgum tilfellum. Við verðum að nýta helvítis færin ef við ætlum að vera með þetta seasonið.

  Svo er alveg hægt að setja spurningamerki við það að kaupa 35 milljón punda kall en ekki nota hann, Carroll skorar í síðasta leik og þá hefði maður haldið að gott væri að nota hann áfram og sjá hvort maðurinn sé ekki bara að detta í gírinn, liðið spilaði að vísu ekkert illa í gær en maður hefði kannski allavega viljað sjá manninn fá 20 mínútur.

  Henderson með frábæra innkomu og ég vil helst sjá hann á miðjunni með Adam í næsta leik, Gerrard á vængnum og félagana Carroll og Suarez frammi. Helst vil ég sjá Bellamy og Gerrard á vængjunum eða Gerrard og Kuyt því Downing má alveg fá hvíldina enda verið týndur í síðustu 2 leikjum og það fór hrikalega í mig í gær að sjá ekki Bellamy koma inn fyrir hann.

  Ég veit reyndar ekki hvor var lélegasti maður vallarins í gær Young eða Downing en það skiptir svo sem ekki máli.

  Lucas fannst mér alltílagi en hárrétt að skipta honum útaf vegna gula spjaldsins sem hann var komin með…

  Annars var þetta bara ógéðslega svekkjandi að klára ekki þetta viðbjóðslega pakk frá Manchester borg sem mætti til Liverpool með það eitt í huga að taka 1 stig…               

 79. Suarez var sjálfum sér til skammar í leiknum í gæ með kynþáttafordóma í garð Patrice Evra.
  Svartur blettur á þessum frábæra leikmanni.

 80. Maggi, þú nánast endurtekur skeytið mitt #41. Great minds think alike! 

  Sé líka glasið hálffullt og viss að Liverpool er á réttri leið. En við þurfum samt að hafa ákveðið killer instinct til að vinna deildina. Man Utd var sem sært hrætt dýr í þessum leik með bestu sóknarmennina á bekknum, varnarmann á miðjunni, en hann var þar  ásamt 37 ára gamalmenni sem er búinn að missa allan hraða og stóð um daginn í öskrandi göturifrildi með konunni sinni við gamla hjákonu. Við höfðum okkar aðallið á heimavelli og hefðum átt að renna á blóðlyktina og keyra yfir þá. Hefði líka verið ómetanlegt að vinna stórt, svoleiðis sigrar geta rústað sjálfstraust hjá jafnvel bestu liðum. 

  We missed a trick here. 

 81. Samkvæmt mínum heimildum er þetta í 3. skiptið sem Evra sakar einhvern um kynþáttaníð í sinn garð. Steve Finnan 2006, starfsmann chealse 2008 og nú Súarez.  Ef að Súarez er hreinsaður af þessu, þá er þetta “third-strike” og Evra ætti að fara í bann!! 

 82. .. btw starfsmaður cheasle var sömuleiðis hreinsaður af þessum lúalegu ásökunum…

 83. Alex Ferguson segir Suarez vera að “dýfa sér um allan völlinn” og Evra sakar hann um kynþáttafordóma. Ef það sannast að það sem Evra segir sé lygi og það er þegar sannað að það sem Ferguson segir er kjaftæði. Þarf ekki að skoða hegðun þessara manna? Er bara í lagi að ásaka menn um hitt og þetta og hafa ekkert fyrir sér í því? Ferguson veit nákvæmlega hvað hann er að gera með þessu, þ.e. að fá dómara til að hætta að flauta þegar brotið er á Suarez.

 84. Sælir félagar
  Ég er sammála öllum um flest og summum um allt. Samt verð ég að minnast á Arnaró.  ‘o hve ég er ósammála honum.  Blessaður drengurinn þarfnast hjálpar ó guð.
   
  En hvað um það.  Ég var ánægður með okkar menn og hefði verið eðlilegt að mínu mati að við lönduðum 3 stigum.  En láni á litla liðinu í manc. er með ´líkindum oft á tíðum.
   
  Hvað ásakanir Evra varðar þá eru þær afar hæpnar.  Maðurinn hefur orðið uppvís að upplognum ásökunum í þessa veru amk. tvisvar áður.  Það fer langt með að gera hann algjörlega ómarktækan.  En hvað er kynþátta níð.  Ef hörundsdökkur maður er kallaður svartur hundaskítur þá er það kynþáttaníð en ef hvítur maður er kallaður hvítur hundaskítur þá er það ljótt orðbragð.  Nú er Suarez ef til vill blandaður af ættum innfæddra í heimalandinu og innrásarmanna frá Evrópu.  Má þá Evra, sem er líklega blanda einhverra ætta úr mismunandi heimsálfum, segja hvað sem er um eða við Suarez.
  Og svo má spyrja hvort til séu mismunandi kynþættir.  Samkvæmt dýrafræðinni er það þannig að kynþættir dýra sem geta makast saman og átt frjó afkvæmi eru af sama kynþætti.  Sama hver háraliturinn er.  Fyrir mér eru allar manneskjur af sama kynþætti og eiga allar sama uppruna.  Utanaðkomandi ástæður eru fyrir mismunandi húðlit og koma kynþætti ekkert við.  Vir erum líffræðilega öll eins.  Þar með er “kynþáttaníð” bara bull og lýsir fyrst og fremst heimku þess sem reynir að beita því.  Þar með er sá maður sem reynir að beita annan mann “kynþáttaníði” í raun og veru að segja; ég er fyrstu gráðu hálviti og svo illa upplýstur að það ætti að skikka mig í grunnskóla í 10 ár
   
  Það er nú þannig.
   
  YNWA

 85. Smá innskot/þráðrán:

  Newcaste og Tottenham gerðu jafntefli í lokaleik umferðarinnar.
  Ágætis úrslit fyrir okkur 🙂

 86. Já ég held bara að jafnteflið hjá Totturum og nýkastalamönnum hafi bara verið það besta sem var hægt að óska sér. Þessi lið eru sitthvoru megin við okkur í töflunni og Tottarar mega alveg við því að missa stig þar sem þeir eiga einn leik inni á önnur lið

 87. Það á að skoða jafn alvarlega falsar ásakanir um kynþáttaníð og kynþáttaníðið sjálft. Sé Suarez sekur ber að refsa honum harkalega. Sömuleiðis Evra ef hann er að ljúga.

  Hvað ummæli Fergie varða á Dalglish að standa upp og moka ofan í samlanda sinn skítnum. Hann á að tala um dífingar Rooney og Berbatov eða fantabrögð Rio og Evra. Segja eitthvað eins og: “Varnarmenn United geta ekki varist Suarex án þess að kýla hann í bakið og hrinda honum,kannski Fergie ætti að kaupa sér betri varnarmenn frekar en að væla í sjónvarpið.”

 88. Evra er nátturulega leiðinlegasti og þreyttasti leikmaður sem fundist getur. Alltaf í fkn fýlu og með allt á hornum sér. Sættu þig við það gunni united maður. Og haha gullt spjald ef eitthvað er þá átti að senda evra í sturtu þó ekki nema bara fyrir lélegustu leikrænu tilburði sem ég hef séð.Hélt fyrst að hann hefði verið skotin af sniper. Já munirinn er sá að suarez kann þetta og fiskaði rautt en sem evra uppskar var grenjandi hlátur. Gummi Ben hinn alrómaði united maður gat ekki einu sinni haldið þessu inn í sér þegar hann sagði að Evra hefði verið pirraður löngu áður en að leikurinn byrjaði.

 89. Ef einhver er með netfangið hjá gamla traktornum þá má senda honum þessa videóklippu http://www.youtube.com/watch?v=7egfObpLEWM  Sést vel þvílíkur dýfari Evra er og [Ritskoðað -KAR]. Sést á 1:28 í vídeóinu. Er stein hissa á því að hafa ekki séð bleðsletturnar yfir Kop og fótinn á honum upp á þak.

 90. Mér finnst það rosakúl hvernig nafnið á núverandi Englandsmeisturum minnkar alltaf í textanum.
   
  Sennilega eitt það svalasta síðan Nylon skipti yfir í Charlie´s.

Liðin í dag:

Suarez og Evra