Everton – Liverpool 0-2

Miðjubarátta, rautt spjald, víti og David Moyes ekki eins reiður síðan hringum „hans“ var eytt í The Return Of The King! Er þetta ekki nákvæmlega allt það sem við viljum í nágrannaslag gegn Everton?

David Moyes hlýtur reyndar að hata allar konungsfjölskyldur því að King Kenny Dalglish var að stýra Liverpool aftur í fyrsta skipti í derby-leik síðan hann hætti 1991, daginn eftir leik gegn Everton. Hann treysti á sama byrjunarlið og gegn Wolves utan þess að Dirk Kuyt kom auðvitað í liðið fyrir Henderson enda elskar Kuyt að pirra Everton-menn.

Liðið var því svona:

Reina

Kelly – Carragher – Skrtel – Enrique

Kuyt – Lucas – Adam – Downing

Carroll – Suarez

Bekkur: Doni, Coates, Gerrard, Henderson, Bellamy, Flanagan, Spearing.

Leikurinn sjálfur fer aldrei í sögubækunar fyrir skemmtilegan leik eða góða spilamennsku, alls ekki. Fyrsta færið kom á 11. mínútu er Kuyt vann klaufalegan Jagielka í baráttu um boltann og sendi fyrir á Luis Suarez sem var í góðu skallafæri en náði ekki að stýra boltanum almennilega að marki. Everton menn brunuðu upp í kjölfarið og Cahill fékk fínt skallafæri sem Reina varði vel.

Á 25. mínútu gerðist ótrúlegur hlutur á þessu tímabili þegar dómaramistök féllu með okkur. Það hlaut að fara koma að þessu og það var frábært að Everton væri þolandinn. Jack Rodwell fór full hressilega í boltann og náði honum á undan Suarez en fór einnig í hann. Ég tek ekki undir að þetta hafi ekki verið brot eða versta ákvöðrun sögunnar en aukaspyrna og gult hefði verið mikið meira en nóg fyrir þetta brot sem var fyrsta brot Rodwell í leiknum. Hann fékk hinsvegar rautt spjald og var alls ekki kátur með það. Kallgreyið…æ æ 🙂

Fyrir leik hafði ég áhyggjur af því að spila 4-4-2 gegn Everton með alla sína miðjumenn og mest allan leikinn áttu þessar áhyggjur rétt á sér enda var sóknarlínan ekki með og á tíma voru björgunarsveitirnar farnar að leita að Andy Carroll.

Við virtumst þó ætla að ná að bjarga fyrri hálfleiknum er Jagielka braut klaufalega á Suarez innan teigs og Atkinson dómari dæmdi víti. Staðan var þar með orðin svo gott sem 0-1 enda Dirk Kuyt að taka vítið. Hann hefur aldrei klikkað á víti fyrir Liverpool og markmaður Everton hefur aldrei varið víti í deildarleik gegn Liverpool … miðað við þessa tölfræði gat þetta bara farið á einn veg og Howard varði vel frá Kuyt.

Okkar menn héldu áfram og það var mikill hamagangur á lokamínútunum. Tony Hibbert slapp vel eftir að hafa brotið á Charlie Adam sem lá eftir í smá tíma, leikurinn hélt áfram og hamagangurinn endaði á því að Charlie Adam stóð upp og tók frábært skot að marki sem fór í þverslánna og niður.

Staðan var því 0-0 í hálfleik í týpískum nágrannaslag.

Lítið sem ekkert breyttist fyrstu tuttugu mínúturnar á seinni hálfleiknum. Liverpool ógnaði lítið og Everton barðist um hvern bolta og virtist vilja þetta meira en okkar menn. Moyes gerði þó mistök á 58. mínútu er hann gerði skiptingu en þetta sýndi Dalglish að það má gera skiptingu fyrir 60. mínútu í leikjum.

Þegar Everton menn fóru að þreytast sáum við allt í einu Gerrard og Bellamy gera sig klára til að koma inná. Persónulega hélt  ég að þeir kæmu báðir inná fyrir Carroll en raunin varð sú að þeir leystu af hólmi Adam og Stewart Downing. Þetta gaf okkur alveg nýtt líf og aukna ógn fram á við.

Á 70.mínútu náðum við loksins að brjóta ísinn og það var aðeins einn markaskorari sem kom til greina: Andy Carroll. Carroll var búinn að pirra mig jafn mikið í þessum leik og John Arne Riise gerði upp á sitt besta á sínum tíma. Rétt eins og með Norðmanninn þá dugði að drulla hæfilega mikið yfir hann til að hann myndi stinga upp í mann með marki og það var nákvæmlega það sem Carroll gerði í dag. Aðdragandinn var sá að Bellamy brunaði upp og fann Enrique sem komst upp að endamörkum og sendi fyrir. Kuyt gerði mjög vel og beygði sig svo að boltinn færi á Carroll sem hamraði tuðruna í netið af markteigslínunni. Þvílíkur léttir og frábært að sjá Carroll skora.

Tíu mínútum seinna kláraði Suarez leikinn með góðu marki eftir varnarmistök hjá Distin sem náði ekki að hreinsa boltann og skaut honum bara beint í Suarez sem gat ekki annað en skorað. Kuyt gerði vel í aðdragandanum og skallaði boltann á Suarez sem hljóp á varnarmenn Everton, böðlaðist í gegn og skoraði.

Kuyt var síðan rétt búinn að skora þriðja markið á 90. mínútu er hann skaut í stöngina og eins var Gerrard nálægt því að hamra boltann í netið fyrir utan teig en skotið fór rétt framhjá.

Eins og ég sagði í byrjun þá er manni slétt sama hvernig við vinnum nágrannaslaginn, svo lengi sem það eru okkar menn sem taka öll þrjú stigin. Ég var alls ekki hrifin af því hvernig liðið var að spila í dag og 4-4-2 heillar mig ákaflega lítið. En þetta dugði í dag og það er það sem skiptir máli. Ég sakna flæðisins sem liðið bauð upp á undir lok síðasta tímabils og finnst menn svolítið fastir í stöðum og spilið frekar auðlesið.

Maður leiksins: Nokkrir koma til greina í dag og aðrir koma alls ekki til greina. Við verðum að fara að fá mikið meira út úr Downing og hann átti ekki neitt sérstakan leik í dag. Martin Kelly var ágætur en ekki eins góður og hann getur verið. Klárlega öruggari í dag heldur en hann hefur verið í síðustu tveimur leikjum, samt. Carroll var síðan jafn „góður“ og hann var gegn Exeter en eins og þá skoraði hann gott mark og það er ljómandi gott að fá slíkt út úr manninum sem er að fara í taugarnar á mér. Vonandi verður þetta mark hans í dag gott fyrir sjálfstraustið og til þess að hann fari að sýna sitt rétta andlit.

Hvað bestu menn leiksins varðar þá stakk Carragher upp í fjölmarga í dag og stjórnaði vörninni vel, Suarez var viðriðinn flest öll stóru atriðin í leiknum – fékk mann útaf, víti og skoraði gott mark. Kuyt var eins viðriðinn bæði mörkin og gerði vel í þeim og Lucas var ágætur á miðjunni en minn maður leiksins var Jose Enrique. Hann var mjög öflugur varnarlega og kom meira upp heldur en hann hefur verið að gera í upphafi tímabils. Hann átti sendinguna frá endamörkum á Carroll og virðist vera að finna sig best af þeim leikmönnum sem við keyptum í sumar. Gef honum kampavínið í dag en skil það vel líka ef Suarez er frekar maður leiksins að ykkar mati.

Næst er tveggja vikna landsleikjahlé (húrra) og svo Man Utd á Anfield.

92 Comments

  1. £35m well spent – þó Carroll skori ekki fleiri mörk á ferlinum.
     
    3 stig, og bara 3 í viðbót í toppinn (í c. 2 tíma allavega).

  2. Skiptingin hjá kónginum var hárrétt ákvörðun. Bellamy bjó til fyrra markið og Gerrard breytti sóknarleiknum til hins betra.

  3. Skítlétt þegar Gerrard og Bellamy komu inná. Láta hina bara um skítavinnuna senda þá svo inná í lokin til að klára þetta. Aldrei hætta!

  4. Frábær sigur. Liðið ekki að spila nógu vel og umdeilt rautt spjald var okkur klárlega í hag. Ég er á því að þetta hafi ekki verið rautt en hvað veit maður? Allavega, lykilatriðið var að landa þessum sigri og ekki verra að liðið skyldi halda hreinu og að Carroll skyldi loksins ná að skora.

    Varðandi Carroll, aðeins: hann var ekki að spila nógu vel í dag en það er líka verið að spila grjótvitlaust á hann. Í fyrri hálfleik var ég að verða geðveikur á öllum skiptunum sem Carra og Skrtel sendu fallhlífarbolta á hann frá miðlínunni. Í seinni hálfleik fóru menn meira að reyna að spila sig upp kantana og gefa fyrir á hann og þá varð hann strax hættulegri, og svo kom markið hans einmitt upp úr slíkri sókn. Þannig nýtist Carroll best.

    Ég spyr svo: eftir þennan leik, hvort á Downing eða Bellamy að byrja á kantinum gegn United? Ég veit hvorn þeirra ég myndi velja.

  5. Er hreinlega alveg sama um spilamennsku a moti Everton, svo lengi sem vid vinnum.
    Helv…. klassi!!!!

  6. Það er aldrei spilaður einhver sambabolti í þessum derby leikjum.  Sigur skiptir öllu ! !

  7. Þá er bara að vona að dómarar haldi áfram að jafna út dómgæsluna í næsta leik gegn Man.Utd. Þá verðum við komnir á par og King Kenny þarf ekki að boða til fleiri funda.

  8. góð 3 stig, aldrey í neinni hættu eftir að við settum 1 markið, ánægður með Gerrard og Bellamy fínn leikur bara, þrátt fyrir srögl fram að fyrsta marki. 

  9. Frábær sigur í dag og virkilega gaman að sjá Carrol skora og Liverpool heldur hreinu.
    Carra og Skrtel gerðu allt rétt í dag og vonandi veitir þetta liðinu sjálfstraustinu sem þarf á móti united.
    Mér fannst samt Suarez vera slappur í dag en hann skoraði þó mark.

  10. Frábær sigur hjá Liverpool og erum komnir uppí 4 sætið!!

    En hvaða bull er það að seinka allri dagskrá á Sportrásunum fyrir Íslenska boltann sem verður hvort sem er ekkert sýndur á þessum aukarásum, 

    Er maður að borga rúmlega 6 þúsund krónur fyrir svona vitleysu? 

  11. Sá bara seinni hálfleikinn og rak upp stór augu eftir leik þegar ég fór að skoða komment við síðasta blogg þar sem menn kepptust við að gagnrýna Carroll. Miðað við þann hluta af leiknum sem ég sá þá fannst mér hann fínn, ekkert bestur á vellinum en þokkalega góður þó. Markið sem Bellamy, Enrique og Kuyt sköpuðu og Carroll kláraði var svo hrein snilld. Kuyt sýndi þarna enn og aftur afburðar knattspyrnuheila sinn með því að eiga í raun stoðsendingu án þess að snerta boltann… eins þegar hann skallar á Suarez í seinna markinu. Hann er svo óeigingjarn að það ætti að verðlauna Kuyt bara fyrir það!

    En annars gríðarlega mikilvægur sigur sama hvernig hann barst að bryggju! Nú er virkilega erfitt að býða eftir næsta leik eftir að hafa fengið að sjá Gerrard í smá stund!

  12. Klassa sigur! Auðvitað hjálpaði rauða spjaldið en við höfum líka verið óheppnir með dóma á tímabilinu. What goes around….

    Frábært að fá 3 stig úti gegn Everton því þeir eru solid lið. Enginn neitt afburðar góður í dag en menn svona að skila sínu flestir hverjir.

    Hefði verið gamna að sjá sleggju Adam steinliggja. 

  13. Góðu fréttirnar eru stigin þrjú og að Gerrard er mættur og við erum með góðan, hraðan og baráttuglaðan bakvörð í Enrique.

    Vondu fréttirnar. Hvar á maður að byrja? Hver er þessi Downing? Hann sást fyrst í leiknum þegar honum var skipt út af. Þótt Carroll hafi skorað er sendingagetan hans eins og hjá miðlungs 1. deildar leikmanni á Íslandi. Kelly enn einn miðlungsleikmaðurinn með lélegar sendingar. Charlie Adam stjórnaði spilinu lengstum í öðrum gír og hann er sjálfur þungur og hægur. Ég ætla ekki einu sinni að ræða Lucas og Jamie. Everton var ekkert verra lengstum þrátt fyrir að vera manni færri megnið af leiknum. Liverpool náði ekki að stjórna leiknum fyrr en Gerrard kom inn á. Það er ekki hægt í þessari gæðaklassa deild sem enski boltinn er að liðið standi og falli með einum manni: Gerrard.

    Því miður er liðið ennþá óslípað og ekkert flæði í leiknum. Hvar er gamla Liverpool spilið? Ég hef verið Púllari í rosalega mörg ár, nokkra áratugi og þessi skemmtilegi miðjarðahags bolti sem skar Liverpool frá öðrum liðum í deildinni lengstum er gjörsamlega gufað upp. Farið. Á maður að sakna Benítez?

    Afsakið þennan bölmóð en ég er orðinn nett pirraður yfir þessu þrátt fyrir stigin þrjú.  Það má alveg hafa áhyggjur af vetrinum. 

  14. Frábært er rosa ánægjur með þetta en smá dómara skandall en höfum við ekki lent í þvi sama að vera dæmdir fyrir ekki neitt.

  15. Já Muggi það eru vissulega tími á að hafa áhyggjur núna, við vorum að sigra Everton á útivelli og erum allavega tímabundið komnir í 4 sætið en í fyrra vorum við í sirka 14-16 sæti.
    Vissulega var þetta ekki fallegasti fótboltinn en hvernar er það í þessum leikjum á móti Everton ? Við gerðum það sem þyrfti og núna gleðjumst við.

  16. Ekki alveg í lagi fréttaritara á fotbolti.net “Um miðjan fyrri hálfleik fór Jack Rodwell í tæklingu á Luis Suarez og náði boltanum vel af honum og fór svo aðeins í sóknarmann Liverpool sem lét sig falla með tilþrifum. Martin Atkinson dómari gaf Rodwell beint rautt spjald en endursýningar sýndu að þetta var tæplega brot, hvað þá rautt spjald.” Suarez lét sig nú ekki falla með tilþrifum hvað sem um rauða spjaldið má segja. Flottur sigur og fyrir mína parta þá fannst mér Carroll vera að skila sínu vel í leiknum. Flottur sigur og flott 3 stig.

  17. Muggi nr:13 í alvöru? Fyrir mína parta er þetta ömurlegt komment eftir 0-2 sigur þar sem menn voru að berjast á móti erfiðu og hundleiðinlegu everton liði. Eigum við ekki bara að reyna að vera ánægðir með okkar menn eftir virkliega sætann sigur og  og hætta þessu helvítis væli (afsakið orðbragðið).

  18. Sáttur með 3 stig hvernig sem þau eru fenginn. Ánægðastur þó að Caroll skildi skora, hlýtur að koma meira sjálfsöryggi með hverju marki. Já það vantar svolítið uppá ennþá hjá okkur, nýju mennirnir ekki nógu sannfærandi þrátt fyrir mikla reynslu í deildinni. Hvað svo með Henderson varðar er hann ekki meiri miðju maður heldur enn kantmaður? Hvaða stöðu var hann að spila hjá Sunderland?
    Kv. Dolli sem ætlar að fá sér einn kaldann og fagna 3 stigum. 

  19. Fínn leikur. Lucas var frábær á miðjunni og Charlie Adam var miklu betri í dag en í unfanförnum leikjum. Carra og Skrtel stóðu sig líka vel og síðast en ekki síðast skoraði Carroll þrátt fyrir slæman leik, en markaskorun er aðalhlutverk sóknarmanns svo annað skiptir nú varla máli. Frábært að fá Gerrard til baka og ég held að Bellamy hafi verið frábær kaup.

    Eitt sem pirrar mig óendanlega mikið er 365. Er búinn að borga himinhátt verð fyrir örfáar umferðir í enska boltanum en þeir seinka leikjum um tvo tíma útaf einhverri ómerkilegri íslenskri knattspyrnu. Afhverju er þetta ekki gert í síðustu umferðinni í kvennaboltanum. Það er gervigrasvöllur fyrir utan heima hjá mér og það er örgglega flottari fótbolti spilaður þar en í þessari efstu deild á Íslandi. Óþolandi drasl þetta 365. Ef Everton Liverpool hefði verið á þessum tíma væri ég að mótmæla fyrir utan 365 en ekki Alþingi. 

  20. Mér finnst algjör skandall hvernig sumir menn skrifa hérna á vefnum um það sem þeir kalla “liðið sitt”. Eins og til að mynda þessi Muggi nr. 13. Liðið er í fjórða sæti, er búið að spila á útivelli gegn Tottenham, Everton, Stoke og Arsenal og er með fimmtíu prósent sigurhlutfall úr þeim viðureignum. Liðið er vissulega ekki gallalaust, langt frá því, en það eru akkúrat engin ástæða til að hafa áhyggjur af vetrinum; liðið á bara eftir að verða betra og betra. 
    Það er komin fínasta breidd, við setjum Gerrard, Bellamy og Henderson inná. Carroll nær að skora (markið á eftiir að blása honum nýtt líf í brjóst) og við höldum hreinu. VIð sköpum okkur færi (sem við verðum vissulega að fara að nýta). Mestu máli skiptir að það er mikil yfirvegun á bekknum, þar er enginn að stressa sig heldur halda menn coolinu.
    Liðið er sennilega alveg á því róli sem knattspyrnustjórinn og Steven Clarke bjuggust við….og við hinir eigum bara að vera slakir.

  21. Ég vona að þetta sé bara “helvítis” væl Tómas # 17. Ég horfi bara á fleira en stigin þrjú drengir þótt það megi vissulega gleðjast yfir þeim. Spilamennskan var bara ekki í þeim standard sem hún þarf að vera ef við eigum að vera í topp 4.

    Við erum Púllarar. Við eigum að gera meiri kröfur en að þetta sleppi alveg af því að verið séum með betri stöðu heldur en í fyrra. Það er fínt. En viljum við ekki meira? Viljum við ekki lið sem er kandidat í meistaradeilina á næsta ári? Það gerist ekki nema gæðin aukist í spilamennskunni. Ég er ekki bara að tala um Everton leikinn í dag. Ég hef séð fleiri leiki þar sem meðalmennskan ræður ríkjum.

    Aftur: Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér en það eru of margir veikir punktar í liðinu miðað við alla milljónirnar af pundum sem hafa farið í leikmannakaup. Punktur.

    YNWA. 

  22. alls ekki nógu góðir í dag fannst mér en frábært að taka 3 stig hins vegar.

     hvar er samt þessi hraða spilamennska sem var gegn arsenal og bolton td? langar að fá hana aftur.

    annars frábær sigur og það eina sem gerði mig mjög pirraðan og eg er enn sma pirraður yfir er það að stoð 2 bjoði manni uppa kristinn kjærnested ad lysa, vard strax pirradur i morgun tegar eg heyrdi ad hann var ad lysa, plis ekki meira af honum… 

  23. Tek mikið undir með Nr.4 KAR (ekki segja honum frá því). 

    Ég var alls ekki sáttur við Carroll í dag en það má alls ekki kenna honum einum um. Það er oft á tíðum verið að spila glæpsamlega vitlaust á hann og allt of oft er hann fáránlega staðsettur á vellinum. Þufum að fá MIKIÐ meira út úr köntunum og bakvörðunum sóknarlega til að losa um Carroll og nýta hans hæfileika. Þess vegna var t.d. svo gaman að sjá fyrra markið í dag sem er skólarbókardæmi um mark sem við eigum að vera að raða inn. 

  24. Við VERÐUM að fá okkur mýja miðverði… CARRA var skelfilegur í þessi fáu skipti sem að reyndi á hann.
    Daglish verður að hafa kjark til að segja honum að hann sé orðinn of lélegur fyrir lið eins og liverpool.. við ættum að reyna að fá Cahill frá Bolton í janúar og bjóða þeim Carra+pening í staðinn, efast sammt um að þeir vilji carra… enn nýjan miðvörð þurfum við ef við ætlum að vera við toppinn.

  25. Skrlt og Lucas bestir að mínu mati. Skrtle var alveg frábær í þessum leik, tapaði varla skallaeinvígi og var fastur fyrir. Lucas að hreinsa vel upp og skila boltanum vel frá sér.
    En annars alltaf frábært að vinna þessa leiki en aftur á móti ekkert svo frábært að horfa á þá. Maður er alltaf vel sveittur yfir þessu og leikurinn yfirleitt ekki mikið fyrir augað. Sem er auðvitað algjört aukaatriði ef við vinnum !

  26. Ég vil taka það fram að umræður um hvort menn eru stuðningsmenn eða ekki ef þeir voga sér að gagnrýna verða ekki liðnar. Við erum að ræða leikinn hérna, ekki gagnrýna aðra stuðningsmenn sem eru kannski ósammála okkur. Muggur hefur sagt sína skoðun og ef menn eru ósammála henni geta menn rökrætt það án þess að saka hann um niðurrif eða að segja að hann styðji liðið ekki á réttan hátt.

    Kynnið ykkur reglur um umræður á Kop.is áður en þið takið þátt í umræðum hérna. ÖLL AD HOMINEM UMMÆLI VERÐA TEKIN ÚT!

  27. Babú (#23) segir:

    Tek mikið undir með Nr.4 KAR (ekki segja honum frá því).

    Of seint. Ég sé allt, enda eins og heilagur andi þessarar síðu. 😉

    Málið með Carroll er að það má ekki afsaka hann alveg þótt liðið spili kolrangt upp á hann. Hann þarf að gera betur og ég ætlast til þess að sjá hann bæta sig þegar líður á veturinn. Hann á ekki að vera ánægður með leik sinn í dag þótt hann hafi skorað því hann hlýtur að vita að hann getur gert meira. Menn gleðjast yfir sigrinum í dag og svo vonandi heldur hann áfram að vinna í hlutunum á æfingasvæðinu.

    En liðið er hins vegar ekki mikið að hjálpa honum. Ef Carroll er í byrjunarliðinu, og í vandræðum með að finna sig, þá á að vera forgangsatriði nr. 1 að koma boltanum upp kantana og þaðan inní teiginn. Það er bara ekki að gerast þessa dagana. Adam og Lucas leita mjög mikið upp miðjuna og vilja þræða nálaraugað, Downing byrjaði tímabilið límdur við hliðarlínuna en hefur driftað meira inná við eftir því sem líður á og rótering leikmanna hægra megin þýðir að það er lítil ógn upp vænginn þeim megin.

    Fyrir vikið er Carroll að lenda í því að þurfa að berjast um skallaeinvígi úti á miðjum vallarhelmingi andstæðinganna eða jafnvel að taka þátt í stutta spilinu við vængmenn úti á köntunum. Hlutir sem hann er alls ekki góður í og eru alls ekki það sem hann var keyptur til að gera.

    Horfið aftur á færin í dag við tækifæri. Carroll er ekki með í svona 60 mínútur, bara úti á velli að rembast og það gengur lítið upp hjá honum. Hann þarf að gera betur, vera duglegri að mæta á teiginn og fljótari að lesa sóknarstöður. En eftir um klst. leik fáum við tvö horn og eina fyrirgjöf frá Kelly minnir mig og allt í einu er Carroll allt í öllu og fær þarna þrjú næstum-færi í röð. Tíu mínútum seinna komumst við upp að endamörkum og þá er hann búinn að skora.

    Þetta er ekki flókið.

    Carroll þarf að gera betur. En hann getur það ekki einn og menn verða að hjálpa honum. Ef Dalglish leggur ekki áherslu á að sækja upp kantana og komast upp að endalínu getur hann alveg eins sleppt því að láta Carroll byrja inná.

    Vonum að þetta mark sé bara fyrsta af fleirum hjá honum á næstunni. Mætti t.d. bæta við reikninginn strax í næsta leik.

  28. Babu fyrsti grannaslagur Kenny í endurkomu var á seinustu leiktíð, fyrsti leikur á Anfield 2-2 fór hann.  Annars þá finnst mér tvö skallafæri hjá carroll sem bjargað var á marklínu nokkuð gott.  Fannst hann mun skárri í þessum leik en mörgum þar á undan.

  29. Nr. 28 Örn 

    Auðvitað, tek þetta á mig, Sá ekki þann leik og ber við minnisleysi sökum þynnku þann dag.

    Hann hætti eftir leik á Goodison og var að koma í fyrsta skipti þangað aftur sem stjóri Liverpool  hefði þetta átt að vera. 

  30. Æji það er stundum gott að vinna þegar liðið leikur frekar illa, menn frekar staðir og værukærir vil ég leyfa mér að segja.  Heppnir með dómarann, alveg rosalega …  En það þarf stundum líka.

    Veðurmælingar segja mér að það hafi verið mjög heitt þarna sem skýrir hvað leikurinn datt rosalega niður þegar á leið, kannski voru menn búnir með pústið, hver  veit.

    Hinsvegar, í dag sá ég hvað liðið er mikið betra eftir að Herra Gerrard kom inn á. Þvílíkur munur.  
    Hann er Keisarinn og Kóngurinn í þessu liði.   Adam nær honum alls ekki.  Held að í framhaldinu verði Lucas og Gerrard hafðir á miðri miðjunni.  Punktur og basta.   

     

  31. Ég verð bara að vera svoldið sammála honum Mugga. Frábært að fá þessi þrjú stig í dag á mjög erfiðum útivelli en það breytir ekki þeirri staðreynd að spil okkar manna er ekki uppá marga fiska. Allt of algengt að sjá menn með feil sendingar, vandræðagangur á staðsetningum manna, mjög hægur sóknarleikur og svo mætti áfram telja.

    Það sem vantar er þetta svokallaða flæði í leik okkar manna. En ég hef fulla trú á að við munum sjá liðið okkar blómstra á einhverjum tímapunkti í vetur.

  32. Góður sigur í efiðum leik. Hefðum getað spilað betur en það kom ekki að sök sem betur fer. Vorum heppnir í þessum leik með dómgæslu loksins ef svo má segja.

    Svo er Shelvey að gera það gott fyrir Blackpool. Skoraði og valinn maður leiksins.

  33. Gríðarlega öflugt að taka 3 stig á þessum velli, enginn samba bolti spilaður en rétt eins og í síðasta leik gegn Wolves þá tökum við öll stigin. Þetta eru einmitt leikirnir sem hafa oft klikkað undanfarin ár, gott að geta tekið öll stigin þrátt fyrir svona “lala” spilamennsku. En Jose Enrique, mikið afskaplega er ég hrifin af þessu leikmanni, gríðar sterkur varnarlega og svo með hverjum leiknum sem líður er hann farinn að athafna sig meira sóknarlega, enda hefur hann skilað tveimur stoðsendingum í síðustu 2 leikjum, það að hafa fengið þennan mann á einungis 6 kúlur er bara tær snilld.

  34. Merkilegt að sjá þau áhrif sem hugrænt misræmi hefur á fólk. Það að Carroll hafi kostað 35 mills og að hann standi sig ekki vel á vellinum fer illa saman í hugum hagsmunaaðila (þ.e. liverpool manna) og upp kemur hugrænt misræmi (cognitive dissonance) sem getur jafnvel valdið streitu og kvíða. Og til þess að stemma stigu við misræmið byrja menn að sykurhúða frammistöðu hans á vellinum. Þetta er ekkert nema eðlilegt ferli í hugum eðlilegra manneskja og því kemur það í hlut þeirra sem ekki halda með pool að benda á þetta. 

    Carroll saug belli í þessum derby slag og það er áhyggjuefni fyrir okkur púllara ef hann kemst ekki andlega í gang í leikjum sem þessum. Ég fagna því að sjálfsögðu að hann hafi skorað og tek ekkert af honum þar, en þetta mark gefur tæplega ástæðu til að vera bjartsýnn á framhaldið hjá the big 9! Það verður eitthvað annað sem það gerir. 

    Ekki taka þessum orðum á neikvæðan hátt, heldur virðið þig fyrirbærið fyrir ykkur. Merkilegur andskoti ekki satt??  =) 

  35. Allir sem hafa fylgst með Liverpool lengur en 2 ár vita alveg hvernig þessir grannaslagir eru.
    Liðið gæti verið að spila sambabolta allt seasonið en þegar þessi tvö lið mætast er allt annar fótbolti spilaður. Það er bara harka og brjáluð barátta, þannig að svo lengi sem við tökum öll stigin er ég sáttur.
    Menn voru alls ekki að brillera framávið, en að fara samt með sigur af hólmi er kærkomin tilbreyting.
    Svo er það bara helv*** landsleikjatörn.

  36. Frábær sigur í dag. Í samræmi við framfarapistilinn hjá Kristjáni Atla fyrr í vikunni þá er þessi leikur algjörlega liður í þeirri framför. Ekki frábær en menn eru smám saman að nálgast sitt besta form og smátt og smátt spila menn meira eins og lið. Það var t.d. mikill munur að sjá hvernig Lucas og Adam skiptu með sér verkum í dag heldur en fyrr á tímabilinu. Mér fannst þeir báðir mjög góðir í dag og náðu að þræða slatta í gegnum 9 manna varnarmúr heimamanna. Mér fannst þeir einmitt dreifa spilinu ágætlega út á kanta en krossarnir voru yfirleitt frekar lélegir, sérstaklega hjá Kelly.

    Skrtel og Carra spiluðu vel, það var aðeins einu sinni sem hægt var að setja út á þá, þegar Reina varð brjálaður yfir því hvað þeir lokuðu illa (ekki) á Saha og leyfðu honum að skjóta. Kelly er greinilega ekki í nógu góðu standi, hann er ekki nálægt því eins góður og í fyrra. Enrique er hins vegar frábær og virðist jafnvel ætla að reynast okkur bestu sumarkaupin í ár.

    Rauða spjaldið var alls ekki rautt og varla gult. Þessi dómgæsla sem við höfum fengið í haust mun jafnast út og þá eiga stigin eftir að detta með okkur.  

    Fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar, enginn einn sem stóð upp úr þótt Suarez eigi að fá nokkuð mörg stig fyrir að fá víti og skora.

  37. Ég verð víst bara að fá að vera ósammála mörgum hérna. Mér fannst liðið ekki spila illa miðað við aðstæður(útleikur, derby) – hinsvegar fannst mér nokkrir einstaklingar ekki standa sig nægilega vel og ber þar að nefna Downing, Adam og Carroll.

    Einnig finnst mér margir jákvæðir punktar:

    Carragher átti að mínu mati frábæran leik, stjórnaði vörninni virkilega vel og staðsetti sig óaðfinnanlega.
    Kuyt og Suarez áttu góðan leik eins og við var að búast og hjökkuðust stöðugt í varnarmönnum Everton.
    Bellamy er ekki orðinn “of” gamall og stóð sig vel.
    Enrique sýndi það að hann er góður í fótbolta og var að mínu mati maður leiksins.
    Gerrard er mættur.

    Kv.
    Pollyanna. 

  38. Það eru öll lið í úrvalsdeildinni ánægð með að fara með 3 stig frá Goodison. Carrol skorar, Suarez skorar, dómararnir hættir að dæma á móti okkur, Gerrard orðinn hress, allt að gerast.

    YNWA

  39. Mikið er yndislegt að sjá hvað David Moyes a.k.a. Gollum (formerly known as the artist “Riddari Hringvöðvans”) var útúrpirraður eftir leikinn. 🙂
    Vona að hann bíti bitur í litla koddann sinn í alla nótt og láti eins og 1-2 tár falla. Þessi leikur gæti ekki hafa farið betur! 

    Svo er náttúrulega Kenny Dalglish bara snillingur í viðtölum eftir leiki. “Ég sá ekki tæklinguna hjá Rodwell og ætla alls ekki að gera það, er farinn í 2 vikna frí. Bless!”
     
    Heimsbylting KC and the Sunshine Band heldur því áfram. Minn dómur á leikinn kemur því áfram í formi myndbanda þeirrar stórmerku hljómsveitar. Til heiðurs Gollum vini okkar kemur bara þetta stuðlag sem kemur til greina! http://www.youtube.com/watch?v=IgZOYt5kH9Q

  40. Rauða spjalds umræðan finnst mér skemmtileg eftir svona atvik. Fyrir mér kemur dómarinn út á pari hvað þetta varðar þar sem annar Everton maður hefði getað fokið af velli nokkru seinna.
    Fín þrjú stig í hús og bæði jákvæðir og neikvæðir punktar við frammistöðu liðsins/nokkra leikmanna.

  41. Það mátti vart á milli sjá hvort liðið var manni fleiri frá því Rodwell var rekinn út af og þar til Gerrard kom inn á. Barátta og dugnaður Everton var aðdáunarverður á þeim kafla, en með tilkomu Gerrard náði Liverpool loksins tökum á leiknum og ákveðin ró færðist yfir spilið. Gaman að sjá hvað menn hafa misjafna sýn á leikinn, mér fannst t.d. Suarez vera frekar slakur í dag þrátt fyrir gott mark. Fannst liðið heilt yfir frekar dauft í dag og mundi því velja Gerrard mann leiksins þrátt fyrir að hann hafi bara spilað rétt rúmar 20 mínútur.

  42. Það er allveg greinilegt að stór hluti spjallverja þarf að fara muna eftir soloft töflunum sínum á leikdegi.
    Það á alltaf að gleðjast þegar Everton er látið lúta í gras á Goodison.
    3 stig eru í höfn og það er ekki mikið pláss yrir samba bolta í svona derby leikjum,
    þettað er og verður alltaf barátta allveg sama þó að Everton fari niður um deild, það er bjútíið við þettað
     

  43. Fyrir tæpu ári síðan töpuðum við fyrir Everton 2-0.  Varamennirnir sem komu inn á fyrir Liverpool í þeim leik voru N´gog, Babel og Jovanovic.  Mér finnst það segja meira en mörg orð. Í dag komu inná Henderson, Gerrard og Bellamy.  Semsagt mikið betri breidd og mikið betri úrslit.
    Að lokum aðeins eitt, það þarf ekki endilega að vera fallegur sigur á Everton, bara að það sé sigur.

  44. Er með pælingu, fyrir þá sem segja að liðið muni aldrei ná fjórða sæti með svona spilamennsku. Spiluðu núverandi deildarmeistarar alltaf glimrandi vel á síðasta tímabili? Svarið við því er augljóslega nei, samt tókst þeim að hala inn flestum stigum.

    Einnig sá ég að einhver fyrir ofan minntist á að það hafi verið heitt í veðri í dag, leikmenn orðnir þreyttir og þungir í enda leiks. Tók einhver annar eftir því að um leið og flautað var til leiksloka létu margir leikmenn sig detta niður í grasið alveg búnir á því. 

  45. Aðalatriðin eru þessi:
    1. Liðið er ennþá í baráttu um CL sæti á þessum tíma, ólíkt sama tíma í fyrra þar sem sást langar leiðir að liðið var ekki að veita topp liðunum neina samkeppni. Í rauninni á ekki að vera hægt að skrifa sig úr þeirri baráttu þegar svona lítið er búið af tímabilinu en sé m.v. tímabilið í fyrra þá er greinilega allt hægt.
    2. Báðir framherjarnir skoruðu. Burt séð frá því hvort að Carroll hafi leikið vel eða ekki þá skoraði hann og það veitir sjálfstraust. Þá var Bellamy virkilega sprækur og mikið var ég feginn að sjá Kuyt í liðinu á kostnað Henderson.
    3. Liðið hélt hreinu og það hefur ekki verið nógu mikið um það hingað til og það þrátt fyrir að Agger hafi vantað og Johnson var auk þess heldur ekki með.
     
    Fjandinn hafi það, njótið þess að horfa á liðið. Vissulega munu ekki allir leikir vinnast en ef að takmarkið er að komast í CL á næstu leiktíð þá er liðið á réttu róli frá mínum bæjardyrum séð a.m.k.

  46. Mér er skítsama hvernig liðið er að spila svo framarlega sem það skili 3 stigum í hús.  
     
    Fannst Enrique, Skrtel og Carra mjög góðir í dag.  Hinir sluppu frá sínu áfallalaust.

  47. Eins og og ég er yfirleitt frekar ánægður með fotbolti.net (ánægður=fer inná síðuna oft á dag og er hún mín fréttaveita ásamt kop.is) en stundum finnst mér furðulegt hvernig menn skrifa fréttir þar.

    ,, Jack Rodwell, miðjumaður Everton, fékk beint rautt spjald snemma leiks fyrir tæklingu sem endursýningar sýndu að verðskuldaði líklega ekki gult spjald þar sem Rodwell náði boltanum fullkomlega á vald sitt í tæklingunni.”
     tekið af fotbolti.net http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=115494

    Furðulegt! Stundum finnst mér menn hreinlega búa bara til eitthvað sem hentar þá og þar!

  48. Þá meina ég að Rodwell fannst mér aldrei ná valdi á boltanum, hann vissulega snerti boltan en fór með löppina yfir boltann og  í manninn með sólann fram
    sem þýðir að þetta var glæfratækling og verðskuldaði alveg spjald. Ekki rautt, en gult vissulega

  49. 49# nei það er augljóst að hann náði ekki valdi á boltanum, enda var það sennilega ekki ætlunin heldur frekar að koma honum frá Suarez.
     

  50. Frábær sigur í dag piltar, við eigum að gleðjast yfir því.  Enrique var frábær í leiknum alveg sammála því en minn maður leiksins var Lucas.  Hann var endalaust í því að stöðva sóknir hjá Everton og fór í allar tæklingar af fullum krafti.  Sammála með Downing, hann því miður átti ekki góðan leik í dag en svoleiðis leikir koma líka inná milli.  Vörnin var bara mjög “solid” í dag og gaf fá færi á sér.  Ég hinsvegar skil stundum ekki þennan Skrölta í miðverðinum.  Hann á stundum svo fáránleg brot að maður grípur bara fyrir andlitið.  Í fyrri hálfleik braut hann á leikmanni Everton á miðlínu vallarins þegar að ekkert var að gerast.  Hann verður að laga þetta í sínum leik að mínu mati.

    Mér finnst samt óþarfi að hrauna eitthvað yfir ákveðna leikmenn Liverpool þar sem við tókum 3 stig, héldum hreinu og báðir framherjarnir skoruðu.  Þetta var alltaf að fara vera baráttu leikur og þá er ekki alltaf spilaður sambabolti

  51. Menn að segja að Liverpool lék illa.  Liði var með boltann í 67% af leiknum.  Ég myndi segja að það væru miklir yfirburðir og að liði hafi verið miklu betra en Everton liði.  Tölfræði lýgur ekki og Liverpool liði lék bara ágætlega og Carroll átti tvö ágætis færi áður enn hann skoraði.
    Hættum þessari neikvæðni og bulli, 3 stig og Liverpool komir með 13 stig. 

  52. 48: Sumir þeirra sem skrifa á fótbolti.net hafa það eitt að markmiði að pirra LFC-menn með því að skrifa einhverja dellu, þessi Ívar kemur sterkur þar inn ásamt Herði. Það er í allra mesta lagi hægt að taka mark á 2 mönnum sem skrifa þar, Hafliða og Magga.

  53. # 51. Ég er mjög jákvæður og elska Liverpool FC og hef gert í langan tíma. Ég er e.t.v. svolítið brenndur af því að hafa byrjað að halda með Liverpool 5 ára árið 1974. Næstu ár og einn og hálfur áratugur var himnaríki fyrir Púllara og maður gerir bara kröfur til þessa liðs vegna þeirrar hefðar sem er og þess liðs sem á bestu stuðningsmenn í heimi. Ég var í öflugum Liverpool klúbbi sem var stofnaður 1989 á heimavist Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki. Við vorum örugglega 20-30 strákar. Klúbburinn fór með Magga Pé á Anfield árið eftir. Ég held að þetta hafi verið áður en klúbburinn á Íslandi var formlega stofnaður en þá leiðréttir einhver annar ef vill.

    Ég vil bara fara að sjá okkur geta verið stolta stuðningsmenn á nýjan leik og fá bikara í hús. Ég hlýt að mega hafa skoðun á hlutunum hér eins og hver annar stuðningsmaður? Má bara lofsyngja liðið. Líka þegar það spilar illa. Ef liðið vinnur er bannað að gagnrýna? Við erum ekki að tala um ríkisstjórnina hérna heldur lið sem við eigum flestir sameiginlegt að halda með fram í rauðan dauðann. Ég geri það en ÉG MÁ SAMT GAGNRÝNA þótt það fari fyrir brjóstið á sjálfskipuðum sérfærðingum sem allt vita mest og best að eigin mati. 

    Ég þakka fyrir göfugmannlegt innlegg #26 en ég er ekki sáttur við persónulegt níð í minn garð. Ég skora á Enskir má segja það við mig aftur að ég sé ekki stuðningsmaður Liverpool og þá helst augliti til auglitis ef hann þorir – ella að biðja mig afsökunar.  

  54. Þrjú stig í hús sem er gott, en ekki sammála sumum hérna að þetta hafi verið “frábær sigur” Við verðum að passa okkur á því að fara ekki í einhvern Pollíönnu-leik hérna, sjá bara það jákvæða, en neita að horfast í augu við brotalamirnar í spilamennsku okkar manna sem voru allmargar í dag. Kantarnir voru ósýnilegir, var virkilega vonsvikinn með Downing sem enn á eftir að sýna hvað hann getur í rauða búningnum. Carroll gerði vel í markinu, en að öðru leyti virkaði hann bæði áhugalaus og í slöku formi. Áhugaleysið fannst mér áberandi í dag því venjulega eru menn eins og öskrandi ljón í þessum derby-leikjum. Ekki í dag! Vissulega voru ljósir punktar, mér fannst Enrique okkar besti maður í dag, Lucas var solid eins og venjulega og góðir hlutir gerðust við innkomu Gerrard og Bellamy. En metnaður Liverpool-aðdáenda á að vera í hæsta standard ég skil ekki þá sem eru sáttir í dag – bara vegna þess að við fengum öll þrú stigin. 

  55. Fínn og mikilvægur sigur okkar manna gegn erkiféndunum í Everton, og því ber að fagna.
     
    Ég verð hins vegar að segja að spilamennska liðsins olli mér vonbrigðum, vandræðalegt úrræðaleysi í sókninni einkenndi á margan hátt leik okkar manna í dag.
    Aldrei gat ég séð það á leik okkar manna að við vorum manni fleiri í 65 mínútur, og ég var hreinlega farinn að bíða eftir refsingunni frá Everton, en sem betur fer kom hún ekki.
    Rauða spjaldið hefði átt að vera gult en það er ekki eins og við höfum ekki átt inni fyrir smá dómaramistökum, og Suarez gerði bara það sem eðlilegt er í nútímafótbolta í brotinu.
    Eins vil ég minnast á hversu mikill snillingur Suarez var í seinna markinu, tók enginn eftir því þegar hann ýtti á Distin sem varð þess valdandi að hann reyndi að hreinsa frá úr jafnvægi og sendi boltann á bringuna á Suarez?
    Og afgreiðslan hjá Suarez var glæsileg, yfirveguð og örugg.
    Ef einhver hefur ekki tekið eftir því þá dýrka ég Suarez : )
     
    Carroll átti fínan endasprett og átti 2 hættulega skallabolta sem hefðu með smá heppni endað í netinu, og skoraði svo auðvitað markið sem kom okkur á bragðið.
    Og skiptir þá einhverju máli hvort hann hafi verið slappur í 80 mínútur?
     
    En 3 stig og lífið er ljúft.
     
     

  56. Sælir félagar
     
    Góður sigur, góð leikskýrsla og góður dagur með góð 3 stig.  Er hægt að biðja um meira.  Í leikjum eins og þessum er afar sjaldan spilaður meiriháttar fótbolti.  Þetta er barátta á öllum svæðum vallarins, barist um hvern bolta af hörku og mikilli ákefð.  Það kemur auðvitað niður á gæðum knattspyrnunnar sem leikin er.
     
    Að mínu viti var spjaldið réttur dómur.  Tæklingin var háskaleg og mátti engu muna að slys hlytist af.  Dómarinn var einn og hálfan til tvo metra frá atvikinu, mjög vel staðsettur og var aldrei í neinum vafa um litinn á spjaldinu.  Að Suarez stórslasaðist ekki var ekki Rodwell að þakka.
     
    Lucas, Reina og hjarta varnarinnar voru menn leiksins.  Stjórn Carra á vörninni var nánast lýtalaus.  Ánægjulegt að sjá Gerrard koma inn á og hann gaf mönnum greinilega öryggi og leikur liðsins var allur afslappaðri eftir að hann kom inná.  Ég sé ekki ástæðu til að gagnrýna einn né neinn eftir þennan leik.  Svona leikir eru þeirrar gerðar að ef þeir vinnast er allt gott.  Ef þeir tapast er það hábölvað og ekert annað.  Svo má alveg taka ofan fyrir litla liðinu sem barðist og varðist af fádæma dugnaði og elju, manni færri stærstan hluta leiksins.
     
    Því segji ég; til lukku Púllarar fjær og nær.
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA

  57. Virkilega ánægður með sigurinn í dag þótt við höfum ekki átt ekki okkar besta leik. Ég er sammála mörgum hérna um að það sé ekki verið að nýta Carroll eins og best væri á kosið. Hæfileikar hans er að fá boltann rétt fyrir utan og negla honum inn eða fá endamarkasendingu hjá vítapunkti og skalla eða sparka honum í netið. Hann er bara þessi target-center sem á bara að sjá um að skora mörk og ekkert annað og er fínn í því. Finnst oft eins og allir vilji að hann taki boltann, fara framhjá nokkrum leikmönnum, taka þríhyrning og leggja hann svo í markið. Hann er bara ekki þannig leikmaður, Suarez er þannig leikmaður. Suarez á að taka þátt í uppspilinu en Carroll á ekki að taka þátt í því.

    Ég held að fólk ætti að hætta þessari neikvæðni gagnvart Carroll og átta sig á hvernig leikmaður hann er. Ég mundi segja þegar allir eru heilir þá sé okkar langsterkasta byrjunarlið svona:
    ——————-Reina——————– 
    G. Johnson – Agger – Carragher – Enrique
    ————–Lucas – C. Adam————–
    ———Suarez – Gerrard – Downing——
    ——————–Carroll——————

    Með þessu byrjunarliði þá getur Lucas hjálpað vörninni ásamt því að koma boltanum úr vörninni. C. Adam getur dreift spilinu annaðhvort upp kantana eða í gegnum Gerrard í gegnum miðjuna. Gerrard gæti þá dreift boltanum á Suarez sem gæti þá annaðhvort spólað sig upp að endamörkum, sólað nokkra þar eða gefið fyrir á Carroll frá kantinum eða hann gæti verið í átt að marki og reynt að koma sér í færi. Síðan getur Gerrard líka gefið á Downing á hinum kantinum sem vel getur spólað upp marga bakverði í deildinni og nælt sér í margar stoðsendingar. Carroll yrði bara upp á topp að koma sér í góða stöðu fyrir fyrirgjafir og ekki tekið mikinn þátt í spilinu fyrir utan það að fá boltann og gefa hann á næsta mann og koma sér síðan í teiginn. Síðan erum við með Johnson og Enrique sem geta komið upp kantana.

    Varnarlega séð þá mundi ég láta Lucas sjá um að hjálpa Johnson og Adam að hjálpa Enrique, Gerrard og Downing mundu þá draga sig inn á miðjuna til að fá boltann í lappirnar þegar við brjótum upp sóknir mótherjana og þá geta þeir hafið skyndisókn ásamt Suarez og Carroll. Ég held að það sé fáranlega mikil vídd í þessu byrjunarliði og margar hættur fram á við og þokkalega sterkt baka til. Held að það séu fá lið í deildinni sem mundu vinna þetta lið.  Á bekknum væru svo Kuyt, Maxi, Bellamy, Henderson, Coates, Kelly og Doni. Guð minn góður hvað ég væri til í að sjá þetta gerast.

    YNWA

  58. Held að City og United seu bókað að fara að berjast um þennan titil. vonum bara að City taki hann, ömurlegt að seigja það útaf peningaruglinu á því liði en það er skárra. Tökum Carling og FA cup og stelum 3 sætinu af Chelsea í lokaumferðinni! Það væri SWEEEEET !!

    ánægður með leikinn í dag serstaklega vörnina sem hefur verið slök. Svo er alltaf gott að sjá senterana skora ! Og auddað Gerrard! Shit tókuði eftir yfirveguninni sem hann kom með inná? það klikkaði engin á sendingu bara af því að Gerrard var mættur. 

  59. Samkvæmt mínum útreikningum þá ef að við höldum áfram á þessari braut, með 1.86 stig í leik þá endum við með 71 stig. Það eru jafn mörg stig og Chelsea og Man City voru með í fyrra í 2-3 sæti. 
    Þannig í guðanna bænum, hættiði að væla yfir því hvernig okkur gengur og hvernig okkur mun ganga. Við erum á áætlun. 

  60. Mér fannst allt annað að sjá til Jordan Hendo á miðjunni þó hann hafi fengið fáar mínótur, er einhver sammála mér ? Held að hann eigi miklu frekar heima á miðjunni heldur en nokkurntíman úti á kannti.
    Annars finnst mér ósanngjarnt að gagnrýna Carroll svona SVAKALEGA, hann stjórnaði ekki verðmiðanum á sjálfum sér. Finnst frábært að hafa svona baráttuglaða framherja og því betur sem við spilum boltanum frá okkur á miðjunni því betur mun hann spila, hann er þessi týpa af framherja sem veltur mikið á spilinu í kringum sig og með vel spilandi liði getur hann mokað inn mörkum er ég 100% viss um. Held t.d. að Nistelrooy myndi ekki skora mikið af mörkum í illa spilandi liði ekki það að ég sé að líkja þeim saman sem spilurum. Bara Carroll þrífst á góðum crossum og góðum sendingum í lappir, hann er með hörku vinstri fót og vafalaust með betri skallamönnum í boltanum sem sást ágætlega í SLEGGJUNNI sem hann átti seint í leiknum í dag. 

  61. Menn kláruðu leikinn í dag … flottir.
    Vona að maður nái að vakna tímanlega fyrir næsta leik … þvílíkur þyrnirósarsvefn.
    Klárum þessa andskota og leiðin er greið.

  62. Tökum Man U eftir 2 vikur og þá munar 3 stigum. 

    Þeir búnir að toppa og við enn að slípa okkar leik, endurm KLÁRLEGA ofar en þeir í vor. 

  63. Er mjög sammála Sigkarl, Suarez hefði getað slasast og það á að taka á svona löguðu en samt var þetta líka gult og maður hefði ekkert sagt. Frábær sigur og ég vona aðCarrol sé að komast í réttaan gír og nota ben hann verður að vera dugleglegri að vera frammi.

  64. Mæli með því að AEG verði sæmdur Fálkaorðu fyrir 1. setninguna í #40  🙂  Epísk setning.

  65. Svo fallegt, svo gaman! Gæti ekki verið meira sama þótt þetta var ekki rautt og bla bla bla.. Við fengum ÞRJÚ stig og það er það sem ég vill! Svo eigum við þetta inni að fá svona dóma dæmda okkur í hag eins og þú bendir á 🙂

    YNWA 

  66. Frábær sigur! Punktur!  Ég spyr þá sem gagnrýna núna og eru með “fýlugleraugun” á nefinu eftir að hafa lagt Everton á ÚTIVELLI: “Haldið þið virkilega að þessir stríðsleikir snúist um pass and moove, fegurð og flottan limaburð?” Hafið þið aldrei séð leiki þessara liða áður? Everton eru líka núna með hrikalega passívt varnarlið, eru grófir og það er held ég ómögulegt að spila hraðan áferðarfallegan bolta á móti þeim. Svei mér þá, ég bara skil ekki þörfina fyrir að gagnrýna frekar en að gleðjast núna.  Ef að ég kem hér inná Kop.is eftir sigur á Man United eftir hálfan mánuð og sé menn væla þá sendi ég þeim afsláttarkort af Hamingjunámskeiði Ásdísar Olsen og Leoncie!

  67. held að menn þurfi meiri gleði og bjór og minn af væli og stressi 😉

    taki til sín sem vilja en hinir til hamingju með sigurinn ! 

    p.s. í markinu hjá Carrol að þá finnst mér alveg æðislegt að sjá hann henda varnarmanninum frá sér stíga til baka og maður sér að hann er með þetta allan tímann og þegar að kátur beygir sig þá ærðist ég  

  68. Mikið er ég ánægður með þessi 3 stig. Spilamennskan var samt ekki nógu góð. Við ströggluðum í byrjun leiks og áttum erfitt með að halda boltanum og töpuðum miðjunni. En þegar Rodwell fór útaf, þá skapaðist meira pláss. Ég get ekki beðið eftir því að Gerrard verði orðinn 100%, væri flott að fá hann inn fyrir Carroll og spila gamla góða 4-2-3-1. Held að Downing og Adam muni njóta sig mun betur í því leikkerfi. 

  69. Hvað fær menn til að koma inn á KOP efitr 2-0 sigur á móti Neverton bara til þess eins að tala um hvað var slæmt í leik liðsinns og hverjir voru að standa sig illa og eru ekki í Liverpool klasssa……

    Það er allveg átakanlega erfitt að vera sumum til geðs….. 2-0 á móti næst mestu/mestu erkiféndunum og menn kvarta samt, er ekki bara málið að reyna að drullast til að vera bara ánægðir með sigurinn einu sinni. Ætla allavega fyrir mitt leiti að vera allveg ÓGEÐSLEGA ánægður með þessi úrslit og hrósa öllum Liverpool mönnum, bæði þeim sem spiluðu og þeim sem hvöttu þennan leik. Til hamingju með flottan leik!

    YNWA. 

  70. Ekki skána skrifin hjá þessum Ívani hjá fotbolta.net, hann heldur því enn fram að þessi tækling hafi verið meinlaus og svo bítur hann höfuðið af skömmini með að nudda lesendum uppúr því að framherjarnir sem skoruðu hafi verið rándýrir. Hvaða helvítis máli skoptir það þegar þú ert að skrifa frétt um það að þjálfari Everton hafi fundist rauða spjaldi hafa eyðilagt leikinn?..

    Voðalega eru menn hlutdrægir í skrifum! Auðvitað eyðilagði rauða spjaldið leikinn öll rauð spjöld eyðileggja leiki, það er þeirra hlutverk! Þessi 2 sem við fengum á móti Tott eyðilögðu þann leik algjörlega t.d.

    En jæja maður á ekki að láta svona menn sem skrifa af því er virðist með afturendanum eyðileggja ánægjuna með að hafa lagt Everton á þeirra heimavelli 

  71. Alltaf gaman að lesa þetta spjall, en mér soldið ofbýður vitleysan í sumum hér 😉  Fyrir það fyrsta þá spilar lið aldrei betur en andstæðingur leyfir, sáum það vel áður en everton misstu mann útaf að þeir leyfðu okkur ekki að spila úr vörninni, pressuðu hátt og voru rosa grimmir.  Í öðru lagi , þá lifir þetta everton lið á þeirri von að enda ofar en við og að vinna okkur er þeirra “high”   Þannig að sigur á útivelli á móti þeim er flott mál. Með Carrol,  þeir sem ekki sjá framfarir hans síðustu leiki hafa bara ekki vit á fótbolta.  hann er allt annar leikmaður varnarlega ( vörnin byrjar á fremsta manni)  hann er betri í spilinu og hann hefur verið að koma sér í færi, átt skalla í stöng o.fl. 

    Ég er hinsvegar ekki alveg sáttur við öll sumar kaupin okkar, eða frammistöðu þeirra manna .  downing byrjar rosa vel, líflegur með fullt af crossum og skot í slá o.fl en hefur farið niður á við í hverjum leik.  Henderson er ekki tilbúin og Adam er of hægur.  Enrique hinsvegar er frábær . 

  72. Að mínu mati var Lucas algjörlega frábær í þessum leik og hann átti miðjuna.  Trekk í trekk stöðvaði hann sóknir Everton með því að vinna af þeim boltann.  Hann var besti maður leiksins að mínu mati.  Hann fær svo verðlaun fyrir Twitter færsluna sína eftir leikinn.  Enrique var líka frábær, en mér finnst Skrtel eiga hrós skilið fyrir að vinna trekk í trekk skallaeinvígi.  Hann hefur ábyggilega haft gott af því að fá að fara aftur í sína stöðu eftir þessi bakvarðaævintýri að undanförnu.

    Það er frábært að ná að vinna Everton 2-0 á þeirra velli.  Menn mega ekki gleyma því að það er miklu erfiðara fyrir Liverpool að ná sigri á þessum velli en önnur lið þar sem bæði áhorfendur og liðsmenn líta á það sem hápunkt tímabilsins að ná stigum af Liverpool.

    Og svo var frábært að sjá Carroll skora.  Hann var vissulega mjög slappur í fyrri hálfleik, en þetta var mun jákvæðara hjá honum í seinni hálfleik.  Og hversu frábært er það að geta sett Henderson, Gerrard og Bellamy inn sem varamenn í svona leik? 

  73. No 73 hann kemur með sólann á móti Suarez, þótt að hann hafi ekki hitt hann þá hefði það getað gerst. Van Basten (ath stafs) var tæklaður aftan frá og eftir það spilaði hann ekki fótbolta en var settur í nefnd hjá FÍFA og fékk hann það fram að tæklun aftanfrá væri stranglega bönnuð hvort sem þú komst við manninn eða ekki,,, sem sagt að gera tilraun að meiða mann er barasta RAUTT. 

  74. Frábært að fá einu sinni dómgæslu með sínu liði, mér líður pínu eins og Manjú manni..
    Það var frábært að sjá Carroll skora, það var svo góð tilfinning að sjá Gerrard og Bellamy koma inná, þá hugsaði maður: jæja þá er þetta að koma!

    Ég hef alltaf verið vissum að Kuyt skori þegar hann stígur á punktinn en í gær var ég svo 100% vissum að hann myndi klikka og það gerðist auðvitað, Gerrard tekur næsta víti ” sem verður gegn Manjú” ef hann verður ekki inná þá verður það Adam.

    Rauða spjaldið breytti leiknum mikið, þetta átti aldrei að vera rautt spjald, ekki einu sinni gult, við hefðum orðið brjálaðir ef að þetta hefði gerst fyrir Adam eða Lucas..

    Ég þoli ekki Everton og er þetta ekki dæmigert af þeim, kastandi flöskum inná völlinn , hrækjandi að leikmönnum og öskrandi á þá þannig að þeir eru froðufellandi…

    Ég finn samt aðeins til með Moyes, ég þekki hann persónulega og bjó heima hjá foreldrum hans í nokkrar vikur, þetta er frábært fólk. Hann fær enga peninga og þarf alltaf að selja sína bestu menn, ég er vissum að ef að hann væri með sama fjarhag og td Spurs, sem hafa keypt mikið síðustu ár, þá væri hann með Everton í báráttu um meistaradeildarsæti á hverju tímabili…

    2-0 SIGUR Á BITTER BLUES, þetta er bara yndislegt og KKD er kóngurinn!!
    fyrra markið var í boði Newcastle, takk fyrir það 🙂

  75. #73. Þegar ég horfi á þessa tæklingu aftur frá þessu sjónarhorni þá verð ég að segja að Rodwell er mjög heppinn að ná boltanum en ekki manninum. Með sólann á undan sér. Hefði getað farið ansi illa ef hann hefði farið í Suarez. Ég er bara að spá hvort svona tæklingar séu í lagi bara af því að hann náði boltanum.

  76. http://myndahysing.net./upload/261317558101.png
     
    Eins og sést hérna að þá er vel hægt að réttlæta rautt spjald fyrir þessa tæklingu. Sólinn er vissulega til staðar og er hátt uppi. Hins vegar er Suarez nokkuð frá Rodwell á þeim tímapunkti og þess vegna hefði gult sennilega átt að nægja. Annað í þessu er þegar menn tala um leikaraskap Suarez í þessu tilviki. Þegar hann dettur heldur hann um hægri ökklann á sér sem er vel skiljanlegt enda böðlast hann augljóslega undir hægri fæti/hné Rodwells, sem er væntanlega ekkert svo þægilegt.
     
    Annars er ég himinlifandi með stigin þrjú. Það er ekki að ástæðulausu þegar menn tala um að form í aðdraganda þessa leikja skipti engu máli, það er jú vegna þess að þessir leikir eru allt allt öðruvísi en hefðbundnir leikir í ensku úrvalsdeildinni. Þrjú stgin er það sem skiptir máli, allt annað skipti litlu sem engu. Enrique og Lucas okkar bestu menn.

  77. Ótrúlega lélegt að ná bara 3 stigum úr þessum leik, ég meina við vorum einmum fleiri 😉

  78. Var kominn með kvíðahnút um miðbik leiksins í gær. Ekki út af leiknum sem slíkum heldur óttaðist ég að ef leikurinn færi 0-0 yrði alveg hroðalegt að lesa ummæli manna hér inni. En viti menn, þetta hafðist. Mér þótti þetta rauða spjald hinsvegar skemma töluvert fyrir. Ég þoli ekki þegar dómarar hafa svona mikil áhrif á leiki, hvort sem það er með eða á móti mínu liði. Ég sé að sumir telja að þetta sé réttilega rautt spjald en ef að um Liverpool mann væri að ræða værum við æfir.

    Næsti leikur er svolítið kvíðvænlegur en síðan koma þrír leikir í röð sem ættu að gefa góð stig. Annars sagði góður vinur minn í gær sem er scummari að það væri týpískt fyrir Liverpool að sigra Utd. en síðan tapa leikjunum þremur sem á eftir kæmu.  Vonandi verða þetta bara góð 12 stig. 

  79. Það er vert að benda þeim sem gagnrýna Carroll fyrir leik sinn í gær á orð Shearer úr Match of the day
    í gær. Þar fóru þeir líka aðeins ofan í leik hans og útskýrðu hvað LIÐIÐ er að gera rangt en ekki hann.

  80. Eins og Kolbeinn Einars #73 sýnir þá er þetta stórhættuleg tækling með takkana á undan og auðvlet að réttlæta rauða spjaldið.  Það er alltaf verið að tala um að það eigi að vernda leikmennina og það er ekki gert með að leyfa svona tæklingar. Ég var efinst eþgar ég sá þetta fyrst en er kominn á þá skoðun núna að það sé mjög auðvlet að réttlæta þetta spjald og því var þetta líklegast réttur dómur.

    Skrif þessa ívars eða hvað hann heitir dæma sig auðvitað sjálf, í bestafalli ófagmannleg. Mig undrar þó að nokkur maður skuli lesa fotbolti.net yfir höfuð, skelfilegar fréttir trekk í trekk þarna og greinilegt að þarna skrifa krakkar inn…..eins og þessi ívar er líklega. 

  81. Strákar hættiði þessu djös rugli það er ekki hægt að réttlæta neitt spjald fyrir þessa tæklingu hann fer aðeins með leggin í suarez eftir að hafa tæklað boltan ekkert á þetta http://www.balls.ie/wp-content/uploads/2011/10/Rodwell.gif 

    mer er slétt sama þó hann hafi verið rekin útaf því það auk líkurnar á að við myndum vinna en að þið seuð svo litaðir að reyna að halda því fram að þetta hafi verið réttur dómur er mjög vandræðalegt ! 

  82. Ég held að það sé nú frekar ómaklegt að gagnrýna Stöð2Sport fyrir að hafa frestað þessum leikjum í gær. Eru ekki reglur sem segja til að um þessir íslensku leikir þurftu að verða sýndir?

  83. Finnst ekki skoðum mín um þennan dóm litast af hlutdrægni minni gagnvart Liverpool enda hef ég alveg tekið undir með vafasömum rauðum spjöldum sem hafa fallið gegn okkar liði…

    Ég held að dómarinn upplifi þetta sem glæfralega tæklingu þar sem Rodwell hefur ekki stjórn á sér og fer með takkana á undan í 50/50 bolta beint á móti Suarez…

    Hann náði boltanum og þetta fór ekki ílla… en síðan hvenær snérist þetta eingöngu um það?

    Torres fékk rautt um síðustu helgi… hann kom frá hlið með takkana á undan og allt fór vel… en það var beint rautt spjald. 

    Það sem helst má gagnrýna Atkinson fyrir er misræmi í dómgæslu… enda fannst mér tæklingin frá Hibbert á Adam og tæklingin hans Fellaini á Lucas grófari en umrædd tækling. Eflaust hefur staðsetning dómarans eitthvað að gera með hvernig hann dæmdi eða dæmdi ekki í þeim tilfellum.

    Takkarnir frá Cahill á móti Adam hefðu eflaust líka getað gefið rautt spjald…

    Að lokum vil ég segja að rautt var samt sem áður harður dómur, en þó skiljanlegur.

  84. Dásamlegt er eina tilfinningin sem lýsir nógu sterkt því að hafa farið og unnið á Woodiston Park og hvað þá að sjá Moyes albrjálaðan.
    Ætla að tjá mig aðeins á opna þræðinum um jákvæðni almennt, en langar að hrósa okkar mönnum fyrir að hafa haldið áfram, þolinmóðir og ákveðnir allan tímann – í gríðarlegum fókus.  Fólk hér inni les alltof mikið í þetta rauða spjald, við misstum Kyrgiakos af velli í derbyslagnum fyrir 2 seasonum og unnum 1-0 í leik þar sem við börðumst af krafti og unnum slaginn þannig.
    Það var brjálæðislega óvinveitt andrúmsloft á laugardaginn, hvað þá eftir brottvísunina.  Svo klikkar víti og það lemur þig niður – svo skot í þverslá um leið og þú labbar í hálfleik.  Það er ekki sjálfgefið að halda mönnum áfram við efnið og það gerðu Dalglish og félagar heldur betur, því síðari hálfleikinn er aldan smám saman að þyngjast, líkt og gegn Arsenal og dásamleg úrslit staðreynd.
     
    Þetta er sá leikur af öllum 38 í deildinni sem ég vill helst vinna, voðalega verður gaman þegar Everton verður hætt að slást og við munum ná að sjá fótboltaleiki milli félaganna eins og við sáum á 9.áratugnum en þangað til læt ég mér duga framfarir milli ára, í fyrra var okkur slátrað þarna, en nú voru menn tilbúnir allan tímann.
    Svo sjáum við hvað verður um leikkerfið núna þegar Gerrard er kominn inn, en ég er alltaf að hallast meir að því að hugsunin sé 4-4-2 með Suarez og Carroll frammi.  Hvar Gerrard verður komið inn í það verður gaman að sjá.
     
    Dýrðin ein – hlakka til að reka nefið framan í blánefina vini mína!

  85. Sæll Muggi, ég sagði aldrei að þú væri “ekki” stuðningsmaður Liverpool, heldur einfaldlega að það sem þú skrifaðir væri ekki stuðningsmanni til sóma. Það er ekki alveg það sama.
    Þú kaust til að mynda að nefna Lucas, sem flestir miðlar eru sammála um að hafi verið einn besti leikmaður liðsins á Goodison Park.  

  86. Ég er ekki snillingur, en mér finnst ekkert athugavert við þetta, enda aldrei rautt spjald.
     

  87. Ótrúlegt að lesa sum þessi ummæli hérna, um að þetta hafi verið verðskuldað rautt spjald eða gult spjald. Moyes var í fullri einlægni steinhissa þegar hann sagði í viðtali eftir leikinn að hann hefði verið „disappointed if it would have been a foul. A foul“. Kenny Dalglish vildi svo auðvitað ekkert minnast á þetta spjald, nema að hann sagði að honum hefði fundist Liverpool spila vel þegar þeir voru einum manni fleiri.
     
    Suarez sýndi af sér mjög óíþróttamannslega framkomu með þessum leikaraskap sínum. Í endursýningum þá sést að Rodwell fer á undan í boltann, og fer rétt með sköflunginn á sér í Suarez í kjölfarið. Suarez neglir lendinguna og stekkur svo aftur upp eins og sést á hreyfimynd í #72.
     
    Það er eitt að vera hlutdrægur, sem maður er almennt gagnvart sínu liði, en mér finnst þetta bara vera ekkert annað en hræsni hérna að væla yfir dómaramistökum hvað eftir annað, en brosa svo í kampinn þegar réttarmorð er framið Liverpool í hag, sem eyðilagði þennan leik. Gott dæmi um það er þegar liðið sem ég styð, Newcastle, vann um helgina. Auðvitað fagna ég sigrinum, maður gerir það alltaf þegar það eru 3 stig í hús, en að sama skapi tek ég undir það með öllum viti bornum aðilum að það voru gerð fáránleg og óréttlætanleg mistök í þeim leik, bæði vítaspyrnudómurinn og markið sem var tekið af Wolves. Sama á við um mistökin í Everton – Liverpool.
     
    Enda þetta með því að segja að réttast hefði verið að bæði í leikskýrslu og ummælum að menn myndu segja “Fáránlegt rautt spjald, en við ekki erum við að dæma leikinn, og skilum þessum stigum auðvitað ekki. Fín spilamennska hjá liðinu í dag.” Basta
     
    __________
    Undirritaður er stuðningsmaður Newcastle, áhugamaður um Liverpool. Ekki troll.

  88. Þetta var aldrei rautt spjald á Rodwell en það þarf ekki að þýða að hann hafi ekki meitt Suarez í þessum atgangi. 

Liðið gegn Everton

Opinn þráður