Opinn þráður á fimmtudegi

Vinsamlegast kynnið ykkur reglur Kop.is áður en þið takið þátt í umræðum á síðunni.


Styttist í Mersey-side derbyið, óða flugan á fullri ferð. Ýmislegt hægt að spá í, liðsskipanina, þá staðreynd að LFC virðist stundum eiga erfitt í hádegisleikjum og umdeilda úthlutun á dómara leiksins, sem er Martin Atkinson nokkur og hefur verið umdeildur síðustu ár.

Líka vert að líta á viðtalsbút við Steve Clarke þar sem hann fjallar um æfingarnar á Melwood, segir þar m.a. að hann, Keen og Dalglish séu “gamaldags” á þann hátt að þeir láti augað ráða því hver stóð sig á æfingunni og hver ekki, þó vissulega sé frábært að fá alla statistíkina frá vísindunum. Tiltekur svo Jordan Henderson sem þann sem lengst sé áfram að æfingu lokinni.

En – þetta er opinn þráður og í þeim má láta gamminn geysa um ýmislegt, þó innan ramma reglnanna á kop.is

56 Comments

  1. Skemmtilegt að sjá hvernig hann nefnir Jordan Henderson sérstaklega. Ég held að allir séu sammála um að hann hefur ekki náð þessum 16m punda hæðum sem maður vill sjá af svo dýrum leikmanni, en ég held líka að allir sem vilja sjá sjái hæfileikana sem þessi drengur hefur. Hann hefur frábært fyrsta touch, góður á boltann, hleypur mikið og hefur mikið sjálfstraust. Það sem helst virðist há honum er tactical awareness í varnarleiknum. En gaman að lesa að hann sé með hausinn rétt skrúfaðan á og leggi extra á sig til að ná árangri, þetta á eftir að verða topp leikmaður hjá okkur og ég vona að hann fái sem mest að spila í vetur. Frábær kaup. 

  2. Það ætti að hjálpa okkur að liðið þarf ekki að ferðast til langtíburtskann í kvöld til þess að keppa í uefa bikarnum þannig að menn ættu að vera jafnklárir í þennan leik eins og everton menn.

    Og varðandi hvort að Gerrard muni spila þennan leik þá virðist sem að Gerrard muni sjálfur ákveða hvort hann spili þennan leik eða ekki, eða það les ég allavega í þessum viðtölum við þá félaga. Þannig að við ættum að reikna með brjáluðum Gerrard tilbúnum á vellinum um helgina.

  3. Já mikil himnasending er það að vera laus við fimmtudagsdeildina! Mig sveið þennan djöfuldóm að þurfa að pína mig í gegn um þessa leiki á síðustu leiktíð, einungis til þess að verða svo fyrir vonbrigðum! Nú er bara að hirða eins og eina bikardollu og lenda á jörðinni hlaupandi eftir drullu síðasta árs eða svo…

  4. Held það sé varla hægt að hafa opinn þráð hérna án þess að fjalla um Carlos nokkurn Tevez og uppistand City-manna. Þetta gæti sett verulegt strik í reikninginn hjá þeim því eins og allir vita þá skemma skemmd epli út frá sér. Boateng, sem var hjá City í fyrra sagði líka að það vantaði samstöðu í hópinn. Þannig má reikna með því að þegar þeir tapi fyrsta leik lendi þeir jafnvel í nokkurra leikja hrinu. Og svo er það spurning um stöðu Mancini. Ég heyrði á ITV í gær að verði Tevez ekki rekinn frá félaginu mun það grafa undan valdi Mancini hjá félaginu. En um er að ræða mjög dýran leikmann sem félagið vill varla reka frá sér. 

    Annars er bara mikil tilhlökkun fyrir helgina. Finnst eins og Clarke sé að hinta að því að Henderson verði áfram í liðinu. Líklega má þá búast við óbreyttu liði en Gerrard hungraður á bekknum. Fyrir mína parta þá finnst mér það ekki vænlegt. Held að Gerrard verði að byrja leikinn og helst Kuyt líka, fyrir Henderson/Adam/Carroll. Carroll spilaði þó best af þessum þremur í síðasta leik þannig að það er erfitt að segja til um hvað verður. 

  5. hlakka mikið til að sjá leikinn á laugardaginn, þar verður barátta eins og áður í þessum leikjum. Líklegt að sjá spjöldin í báðum litum í þessum leik (passaðu þig Carra!)

    Ég  var þó að spá, ég bý erlendis en er staddur í Reykjavík þessa helgi. Hvert á maður að fara og horfa á leikinn? Man eftir að hafa lesið eitthvað um að búið væri að skipta um heimavöll klúbbsins. Getur eitthver skotið því hér inn á þráðinn?

    takk, takk, YNWA 

  6. Hafsteinn #5
     
    Liverpoolaðdáendur hittast á Úrilla Górillan, á Stórhöfða 17
    Staðsett fyrir neðan Nigs.

  7. Geta City ekki bara rekið Tevez og farið í mál við hann og hirt launin hans þartil þeir hafa fengið kaupverðið á honum 🙂

    Ala Mutu – Chelsea 🙂 

  8. Aðeins um leikinn á laugardag. Ég held að það sé algjört must að láta Hollendinginn okkar “fljúgandi” byrja á hægri kantinum í þessum leik. Hann hefur barrátuna og reynsluna sem þarf í svona leiki. Fórna Henderson á bekkinn. Kuyt hefur mjög gott record úr derby leikjunum og mun sýna það að hann á fullt erindi í byrjunarliðið ennþá.

  9. Þetta mál er bara ekkert líkt og málið með Mutu, Mutu notaði kókain en Tevez vildi ekki spila, sennilega til þess að auka líkurnar á því að Real eða Barcelona vilji kaupa sig í jan.

    Ég er kannski einn á þessari skoðun en ég skil Tevez nokkurn veginn en þó hefði svona mál aldrei átt að fara í fjölmiðla því Tevez hefði átt að vera búinn að ræða þetta við Mancini til þess að grafa ekki undan honum valdið og þá hefði Mancini getað haft einhvern annan á bekknum.

  10. held að liðið ætti að líta svona út

    Reina
    Kelly-Carra-Skrtel-Enrique
    Kuyt-Lucas-Adam-Downing
    Gerrard(Bellamy)
    Suarez

    Þráttfyrir að Carra hafi ekki spilað vel, þá er ekki málið að henda Coates í þennan leik , bara alls ekki. Og einsmikið eins og ég væri til í að setja Adam á bekkinn, þá er hann betri valmöguleiki en Spearing og Henderson á miðjunni í þessum leik. Carroll myndi ekki nýtast nógu vel á móti Jagielka og Distin, báðir fanta skallamenn, frekar að treysta á hraðann í skyndisóknum með Gerrard eða Bellamy fyrir aftan Suarez. Skíthræddur við þennan leik, Neverton er með fanta lið , og spila þétta 4-6 uppstillingu með enga sóknarmenn !! erfitt að brjóta þá niður og þeir eru eitraðir úr föstum leikatriðum, erfiður leikur, spái jafntefli því miður 1-1 með von um að getuleysi mitt í spámennsku jinxi jafnteflið og þetta detti í útisigur 😛

  11. Ekki meira Dirk Kuyt á kantinn, please…var það ekki fullreynt? Svona vil ég hafa liðið:

    ———–Pepe————–
    Kelly, Carra, Skrtel, Enruiqe  
    ——–Lucas, Adam—- —-
    ———Henderson———-
    Downing————–Suarez
    ———–Carroll————

    Blanda af einskonar 4-5-1, 4-2-3-1 eða 4-3-3…auðvelt líka að detta í 4-4-2 með henderson og Downing á köntunum.  EF Kuyt á að spila vil ég sjá hann uppá topp með Suarez og Carroll þá á bekkinn. 

  12. Tevez skeit á sig, að mínu mati. Hann þverbraut samninginn sinn og á hættu á því að honum verði rift. Hvort sem þú vilt auka líkurnar á tilboði frá Barcelona eða Real Madrid, þá er bilun að stofna £200k+ vikulaunum í hættu með svona kjánaskap. Honum hefði án djóks farnast betur með því að láta skipta sér inná og vera ömurlegur í leiknum.

    Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu. Tevez kostaði City náttúrulega háar fjárhæðir en hann er líka að kosta þá helling í launum. Samningsstaða City er undarleg því að annars vegar er vitað mál að þeir vilja losa sig við hann sem fyrst (vilja / þurfa) til að senda skýr skilaboð og til þess að borga ekki meira í hans vasa. Það ásamt því að Tevez er rómaður rugludallur sem á greinilega erfitt með að hlíða og tolla í liðum og er auk þess með svimandi háa launakröfur, ætti að halda verðinu á honum niðri. Hins vegar eru eigendur City með nær endalaust fjármagn og gætu því leyft sér að sekta hann duglega og henda honum í varaliðið þangað til hann jafnar sig eða þangað til að söluverðskröfu þeirra er mætt.

    Eitt er víst samt að þetta getur ekki haft jákvæð áhrif á móralinn hjá þeim bláklæddu.

     

     

  13. Ég er á því að í erfiðum þéttum leikjum þá eigi að nota kuyt á kantinum til að hjálpa bakverðinum að verjast. Hinsvegar þegar að það þarf að skapa færi í leikjum sem bjóða uppá það, á móti “minni” liðum, þá á hann ekki að sjást á kantinum. (everton er “minna” lið, en alltaf erfiðir leikir:)

  14. 14. Flói
     
    Held að það sé bara best að horfa framhjá honum. Algjör hálfviti þessi maður. Held að hann vilji svo ekkert koma til annars félags á Englandi. Hann vill fara heim eða einhvert út. Held ég.
     

  15. Áttaði mig á því í gærkvöldi sökum smá rökræðna við félaga minn að KKD er búinn að stjórna núna í nákvæmlega 31 leik sem er akkúrat sami leikjafjöldi og Roy Hodgeson stýrði. Ég fór því í smá rannsóknarvinnu til þess að vinna þessar rökræður og komast að eftirfarandi:

    KD = 31 leikur, 16 sigrar, 6 jafntefli og 9 töp… skoruð mörk 49, fengin á sig 29 => markamunur 20 mörk og 51,6% vinningshlutfall.
    RH = 31 leikur, 13 sigrar, 9 jafntefli og 9 töp… skoruð mörk 41, fengin á sig 33 => markamunur 8 mörk og 41,9% vinningshlutfall

    Af þessum leikjum er eftirfarandi í úrvalsdeild:
    KD = 24 leikir, 13 sigrar, 4 jafntefli og 7 töp… skoruð mörk 43, fengin á sig 25 => markamunur 18 mörk og vinningshlutfall 54,2%
    RH = 20 leikir, 7 sigrar, 7 jafntefli og 9 töp… skoruð mörk 24, fengin á sig 27 => markamunur -3 og 35,0% vinningshlutfall.

    Heimildir teknar af hinum og þessum síðum.

    Langaði bara að deila þessu með ykkur og kannski allt í lagi að taka það fram að ég vann rökræðurnar 🙂

  16. Tókum smá spjall í vinnunni við sem erum LFC menn … allir sammála um þetta:

    1. ég get ekki sætt mig við að Meirales hafi verið seldur, afhverju var ekki hægt að halda honum (semja við hann um laun og fleira) … sjá menn ekki að hann er betri en Adam og Henderson? er það út af hræðslu við regluna um enska/uppalda eða bara af því að hann vildi hærri laun. Sjá stjórnendur ekki mikilvægi hans sl. leiktíð 🙁 Hvar er Maxi, gæji sem skorað nokkrar þrennur og var þvílíkt að koma til á tímabili þegar LFC náði frábærum árangri eftir að Kenny tók við (eitt besta recordið eftir áramót eða frá því að Kenny tók við þarna í seinni hlutanum)

    2. afhverju er Kyut ekki inná í byrjunarliðinu … hann er mikilvægur fyrir liðið.

    3. í leiknum gegn Wolves, þegar þeir minnka í 2-1 og eru að stjórna leiknum, 20 mín eftir, afhverju að taka Suarez útaf, sem er líklega eini maðurinn til að gera ekkert úr engu og vinna leikinn, og setja Gerrard inná sem er að koma til baka úr meiðslum, og halda Carroll inni bara til að réttlæta kaup eða spila hann í gang … góðar hugmyndir, en leikurinn n.b sigurinn var í hættu!!!

    bara pælingar … Áfram LFC

  17. Maðurinn er snillingur:

    Dalglish on troublesome players like tevez he had to deal with: “I remember when there was a player-manager who was really upset when he was left out, and that was me. I had a word with Marina about it and told her ‘this is out of order”

    Vil annars ekki sjá Tevez hvort sem hann væri gefins eða fengist á slikk. Maðurinn getur ekki einu sinni farið í viðtöl á enskri stöð eftir allan sinn tíma þarna úti. Hausinn á honum er á allt öðrum stað og svoleiðis menn vill ég ekki sjá.

    Fleiri góðar fréttir annars fyrir okkur:

    El Hadji Diouf mun líklega hafna enska úrvalsdeildarliðinu Wigan fyrir moldríka rússneska félagið Anzhi Machachkala. (Daily Mirror) 
    http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=115394

    Blessaður vinur…. 

  18. Tevez er kóngurinn, ánægður með hann, gaman að hafa einhvern hálfvita til þess að tala um….

  19. Fyrir það fyrsta þá er Liverpool nær Argentínu heldur en Manchester og síðan skil ég hann bara vel að vilja fara frá United og neita að spila með City. Ég myndi gera þetta líka og einmitt eins og hann reyna að fá sem mest af pening út úr báðum liðum á meðan. Maðurinn er efni í Liverpool legend. 🙂
    Annars vorkenni ég konunni hans mest í þessu, hún greyið sá helvíti góða lausn á sínum vanda og bjó til fáránlegt skilyrði um að hún vildi alls ekki búa í Evrópu, auðvitað nokkuð viss með að þurfa þannig alls ekki að búa með Tevez.
    Djöfull held ég að hún sé núna stressuð yfir því að fá hann heim til Argentínu.

    Vanalega vorkennir maður nú annaðhvort félaginu eða leikmanninum í svona tilvikum, en guð minn góður hvað mér er skítsama hvort Man City tapi eins og einni Tevez fjárhæð eða þessi peningagráðugi og ævintýralega sjálfselski maður sé óánægður hjá sínu félagi.

  20. Slúður um að Jonjo sé á leið til Blackpool á láni.
    Finnst það ekkert frábærar fréttir. Mér leist vel á strákinn þegar hann kom inná á síðasta tímabili. Flott auga fyrir sendingum.

  21. Jonjo er ekki að fá sama spiltíma á þessu tímabili og hann fékk á síðasta, þess vegna er fínt að hann fari á lán til Blackpool og fái að spila mikið.

  22. Væri rosalegt að fá Tevez á slikk. Frábær knattspyrnumaður sem Mancini er búinn að sniðganga á þessu tímabili.
    Verður rekinn frá City áður en tímabilið er úti , vitiði til.

    Tevez á Anfield! 😉

  23. Hvað segiði er ekki komin tími til að skella Bellamy í liðið og gefa honum séns. Varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hann var ekki í liðinu á móti wolves eftir flottan leik í bikarnum.

  24. Byrjunarliðspælingar fyrir helgina…
    Ef við spilum 4-5-1 og Gerrard byrjar á bekknum… þá gæti ég trúað því að Henderson detti út úr liðinu fyrir Kuyt og Spearing komi inn fyrir Downing eða Carroll…

    Kelly – Carra – Skrtl – Enrique
    Lucas-Spearing
    Kuyt  –    Adam    –   Downing
        Suarez 

    Ef Gerrard byrjar, þá vona ég hinsvegar að framlínan verði svona:

    Lucas – Adam
    Kuyt   –   Gerrard   –   Suarez
     Andy Carroll

    Með þessum mönnum… væri líka ágætur hreyfanleiki… þannig gætu Suarez og Kuyt báðir farið fram eða skipt um kant… Gerrard út á hægri kant og Andy Carroll þessvegna í holuna.

  25. Þetta verður algjört stríð á laugardaginn, minnst 3 rauð spjöld: http://youtu.be/4XjPy8FxCzE
    Við tökum þetta 2-3, Suarez með tvo stykki og svo bítur hann tréverkið þegar honum verður skipt útaf á 65min eftir að hafa fengið gult og aðvörun. Gerrard skorar í lokin beint úr auka. Málið dautt!

  26. Kobbi takk fyrir að minna mig á hversu mikil harka er í þessum leikjum, mig vantaði eitt svona pep video fyrir leikinn.
    Come on you REDS.

  27. Ég er allur fyrir það að leyfa ungum drengjum með potential eins og henderson að spila sem mest en eftir að hafa horft á myndbandið frá kobba #29 vil ég sjá duracell kanínuna slefandi og brjálaða á kantinum. Þetta er STRÍÐ og þar eiga að vera menn sem eru reddí í bardaga ekki drengir sem eru enn að finna fjölina sína í liverpool liðinu. 
     

  28. Kiddi Geir #20

    Það er eitt sem við áhengendur fáum sjaldnast að vita og það er hvað gengur á á æfingum og í sjálfum búningsklefanum. Hugsaðu þetta sem vinnustað, sem þetta er, við höfum öll unnið með einhverjum sem er svo leiðinlegur að það tekur ekki nokkurri átt og mórallinn í kringum viðkomandi bara lélegur. Hvað vitum við hvað gengur raunverulega á hjá þessum köppum, þetta eru oft á tíðum egóistar dauðans og ofdekruð börn þannig að vandamálin geta verið margvísleg.  Eins gætu bara vel verið að Maxi og Kuyt séu bara ekki uppá sitt besta og að það komi í ljós á æfingum? Ég efast um að KK sé að setja þá á bekkinn útaf einhverjum geðþóttaákvörðunum, geri ráð fyrir að þetta sé gert að vel ígrunduðu máli þjálfarateymissins.
     
    Og að lokum varðandi skiptinguna á Suarez. Afsakið orðbragðið en VIÐ UNNUM FUCKING LEIKINN! Allt annað er auka atriði. Hver veit nema að við hefðum tapað honum með Suarez inná????

  29. #1, Gunnar, hvenaer verda leikmenn 16 millj punda virdi ? Hvada maelikvardi er notadur a thad ?

  30. # 29
    Ég var á þessum leik í og var stemningin var klikkuð!  Ef það er e-ð sem ég mæli með þá er það Liverpool v Everton á Anfield.  Þetta á að vera á listanum yfir hluti sem á að gera allavega einu sinni á æfinni, ef ekki oftar.

  31. #36 Ég héllt eimmit að það væri málið og skellti mer á Anfield árið 2007 á Liverppol-Everton. Ömurlegur 0-0 leikur. eitt gult spjald eða einhvað og Bellamy skoraði rangstöðumark og það var eina færið í leiknum!! En frábær ferð samt sem áður:)

  32. Hvernig stendur á því að Tottenham OG ARSENAL eru með betri tölur en Liverpool í Fifa12 !!! ég er brjálaður

  33. “Ekki meira Dirk Kuyt á kantinn, please…var það ekki fullreynt?”
    #13 – Fullreynt?  Ég veit ekki betur en Kuyt hafi verið nær undantekningarlaust meðal þriggja efstu manna Liverpool í öllum tölfræðisamantektum um frammistöðu manna síðustu árin, mest af kantinum. Það kallast bara vel heppnað, ekki fullreynt! 

  34. Dettur engum í hug að Tevez sé með boð í burðarliðnum frá öðru félagi sem er líka í CL og hann hafi gert þessa bakskitu til að vera löglegur í keppninni með nýju liði?

  35. Eruð þið virkilega að tala um að kaupa Tevez !?!?! Væri frekar til í Voronin til baka.

  36. Nr. 40 Hlynur
    Nei hann er búinn að spíla heilar 12 mínútur í þessari keppni í ár.

    Svo trúi ég varla að menn séu í fullri alvöru að gæla við það að fá manninn til liðs við Liverpool, getur hann tekið það eitthvað betur fram að hann vilji flytja frá Englandi?

  37. Tevez er á leið úr landi, svo einfalt er það! En þessi leikur á Laugardaginn verður ROSALEGUR. Kominn tími á að vinna þá á Goodison!

  38. Hoddi b#33

    Eins og þú veist líklega sjálfur er ekki til neinn mælikvarði, aðeins huglægt mat hvers og eins. Varstu í alvöru að spyrja eða varstu að reyna looka smart?  …eða varstu að reynan skjóta á mig afþví að ég var ekki sammála þér með Dirk Kuyt á kantinn? Þurftir að ná skoti til baka afþví að ég var ekki sammála þér? 🙂 Fyndið:)

  39. Það þarf að taka með kleinuhringi á völlinn þegar við tökum á móti Man United.  David de Gea er greinilega sólginn í þá en vill þó ekki borga fyrir þá… hvað myndi maður segja ef Reina, eða bara einhver annar leikmaður Liverpool myndi gera svona? Frekar neyðarlegt að ræna kleinuhring og troða upp í sig með öll þessi laun!
    http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/markvordur-manchester-united-tekinn-fyrir-budarthjofnad-med-milljon-i-vikulaun-en-stal-kleinuhring

  40. de Gae á eftir að s**** kleinuhringjum eftir að Liverpool taka hann og restina af Utd í ra******* í leiknum!

  41. Hvernig finnst mönnum að hann JONJO SHELVEY sé farinn á lán til Blackpool, til hans Ian Holoway ?
    haldiðið að hann sé að fara að fá mikkinn spil tíma ?
    Er hann eftir að verða betri ?
    fær hann reynsluna ? 
    = JÁ ER SVARIÐ VIÐ ÖLLU 😀
     Hann á eftir að vera betri knattspyrnumaður 😀 

  42. Sumir eru enþá eitthvað ósáttir við það að Suarez hafi veirð tekin útaf á móti Wolves en ekki Carroll. Ég held að þetta hafi verið taktist að hafa Carroll inná. Því að Wolves voru aðalega að ógna með því að senda háa bolta inní teig, enda var Carroll komin alveg til baka til að hreinsa burt. Ég sá hann allavega skalla burt tvo bolta á síðustu mínútunum. Þó að ég viti ekki hvað KKD sé að hugsa þá datt mér þetta í hug, ég held allavega að hann sé ekki að rétlæta 35 mil. punda bara með að láta hann hanga inná út af engu.

    En ánægður að sjá Shelvey lánaðan, vonandi fær hann mikin spiltíma og kemur sterkari til baka. Svo finnst mér eitt alveg á hreinu að Kuyt á að spila leikin á laugardaginn, held bara að þessi leikur hendi honum mun betur en Henderson. 

  43. Finnst mikil gleðitíðindi að við náðum að lána Shelvey, hefði reyndar verið best að lána hann til liðs í úrvalsdeildinni. En engu að síður þá á hann eftir að bæta sig því meira sem hann spilar, hef trú á kauða.

    Svo að þessu með að láta Gerrard byrja.. Auðvitað vill maður það lang mest, en eins og Kenny segir þá viljum við samt frekar hafa hann 100%, í stað þess að henda honum of snemma inn og þurfa svo kannski að missa hann strax aftur í meiðsli, eða að hann haldi áfram að spila 80% eins og undanfarin tímabil.

  44. # 45, Gunnar, nei, bara að spyrja um þitt álit á þessu með verðmatið. Ekkert að reyna að “lúkka” smart, það skiptir mig engu hér, nægir að halda ótrúlega mikið uppá LIVERPOOL, í 40 ár núna.  Ég minntist ekkert á Kuyt. 

     Ég hef alltaf haldið því fram að í svona derby leiki þá eigi að vera með sem flesta enska leikmenn eins og hægt er, þeir skilja miklu meira um hvað svona leikir snúast.  BARÁTTU og leggja sig 110% fram.

    YNWA

Kop.is Podcast #6

Neverton á morgun