Kop.is Podcast #6

Vinsamlegast kynnið ykkur reglur Kop.is áður en þið takið þátt í umræðum á síðunni.


Hér er þáttur númer sex af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 6.þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Einar Örn, Babú, SSteinn og Maggi.

Í þessum þætti ræddum við meðal annars tapleikina gegn Stoke og Tottenham, sigurleikina gegn Brighton og Wolves og leikina framundan við Everton um helgina og Stoke í bikarnum. Þá rifumst við aðeins meira um Jamie Carragher og spurðum okkur: gæti Jay Spearing virkilega verið í liðinu gegn Everton?

21 Comments

  1. Glæsilegt, þá get ég sett þetta í eyrun þegar konan er sofnuð og allir sofna með bros á vör:)

  2. Ef Spearing á að vera með gegn Everton afhverju ekki taka þetta alla leið og stilla upp “all star” liði gegn Everton.
     
                                   Itandje
            Josemi      Traore     Paletta     Konchesky
                                 Poulsen

           Diao                 Biscan           Spearing
                            Dundee    Diouf

  3. Gott kast, takk fyrir. Langaði bara að benda á appið Downcast fyrir þá sem eru með iOS-tæki, feykigott.

  4. Er að hlusta á Anfield Wrap, viku 7. Góður punktur þar, af hverju ekki að nota Kuyt í hægri bakverði í staðinn fyrir Skrtel? Valencia er að spila þar fyrir Man Utd.

    Ekki þörf lengur, en hefði etv verið betra…

  5. Ég náði að hlusta á helminginn í gærkveldi og hlakka til að hlusta á restina í kvöld.  Alveg frábært framtak hjá ykkur félagar!  Thumbs up og hatturinn af höfðinu fyrir ykkur.  Erfitt að taka eitthvað út úr nema mér finnst áhugavert hvað þið eruð ósammála um Carragher.  Ég hefði viljað heyra ykkur ræða það frekar og sérstaklega hvers vegna sumir ykkar telja hann vera kominn í þá stöðu að fara á bekkinn. 
     
    Fyrir mér á alls ekki að dæma manninn eingöngu útfrá þeim mistökum sem hann hefur gert á þessu tímabili heldur eigum við einnig að skoða það jákvæða. T.d. var hann frábær gegn Brighton og hann er að stýra ,,nýrri” vörn sem var að missa Agger og því er ég hræddur við ákveðið stjórnleysi ef Carra fer á bekkinn.  En…ef hann heldur áfram að gefa mörk og ef hann hefur raunverulega misst niður færni, þannig að hann er ekki lengur í Liverpool klassa, þá á hann auðvitað að fara á bekkinn.  Ég bara sé það ekki hafa gerst núna þó vissulega muni koma að því fyrr en seinna. Málið er að ég  treysti King Kenny algerlega að meta þetta. 
     
    En auðvitað má gagnrýna Carra og hann hefur oft pirrað mann í gegnum tíðina með klaufalegum brotum og slökum sendingum fram á við. Ég var t.d. alveg á því eftir að hann skoraði eitt sinn tvö mörk fyrir United, eyðilagði sportbíl Paul Ince og ,,elskaðist” með strippara undir eldhúsborði í Liverpool partýi að hann myndi ekki eiga langa framtíð hjá Liverpool.  En… kostir hans eru líka miklir og styrkleikar hans eru það verðmætir að ég tel og vona að við getum notið þeirra svolítið lengur…

  6. Hef því miður ekki haft tíma til að hlusta á þetta en þar sem Spearing og Everton er í umræðunni þá langar mig aðeins að blanda mér í þá umræðu.

    Ég myndi bara alls, alls ekki útiloka það að Jay Spearing muni byrja inn á gegn Everton og að sumu leyti þá vonast ég svolítið að það verði raunin. Ég man vel eftir leiknum í janúar þegar þessi tvö lið mættust og Spearing byrjaði inn á í þeim leik nokkuð óvænt. Að mínum dómi endaði hann á að klára leikinn sem einn besti leikmaður vallarins og mikilvægi hans var alveg sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að Steven Gerrard var meiddur á þeim tíma ef ég man rétt.

    Menn mega hafa sínar skoðanir á getu Spearing sem fótbolta leikmaður og finnast hann lélegur eða eitthvað í þeim dúr. Ef einhver hins vegar reynir að segja mér það að hann berjist ekki alltaf að 100% krafti, sé ekki grimmur og reynir ekki sitt besta þegar hann fær tækifæri þá einfaldlega hætti ég að hlusta.

    Þegar Liverpool mætir Everton þá eru líkurnar á því að við séum að fara að horfa upp á fallegan fótboltaleik alls ekki miklar. Þetta eru að öllu jafna skemmtilegir leikir sem eru leiknir með hörku, ástríðu og stolt er ofar öllu. Í ljósi þess þá held ég að leikmaður og karakter eins og Jay Spearing gæti reynst mjög miklvægur í leikjum sem þessum. Til að hafa betur í þessum leikjum þá þarf menn sem hika ekki við að spila fótbrotnir á báðum til þess eins að tapa ekki á móti Everton.

    Jamie Carragher, Jay Spearing, Dirk Kuyt, Lucas, Luis Suarez og Steven Gerrard ef hann er heill eiga að mínu mati allir eiga heima í liðinu fyrir þennan grannaslag. Kraftur þeirra, barátta og hugarfar þeirra sem einkennist af því hve mikið þeir hata að tapa þessum leikjum gæti reynst Liverpool ómetanlegt um helgina.

  7. Snilldar podcast eins og vanalega hjá ykkur drengir. Ég reyndar er ekki sammála öllu en það eru auðvitað skiptar skoðanir. Sammála 90%. 

    En til að blanda sér aðeins í Spearing umræðuna að þá fór ég nú á Anfield í janúar og sá Liverpool taka á móti Everton þar sem einmitt nefndur Spearing var í byrjunarliði. Það skein alveg af honum hvað hann er mikill Scouser og hann stóð sig fantavel í þeim leik, séð frá Main stand 🙂 Þannig ég hugsa að hann gæti nýst Liverpool vel á móti liði eins og Everton! 

  8. Hef enn ekki haft tíma til að hlusta á Podcastið en hlakka til að hlusta þegar tími gefst til enda búin að hlusta á öll fyrri podcöstin og haft afar gaman af.

    En ég vil ekki og er nokkuð viss um að Spearing er ekkert að fara byrja gegn Everton, Rétt vona að Gerrard komi inn ern ef ekki eru held ég alltaf Lucas og Adam að fara byrja á miðjunni….     

  9. Á móti liði eins og Everton þá setur maður ekki mann sem er 121 cm eða eitthvað álíka í liðið. Spearing er duglegur strákur en hann hefur ekkert í lið eins og Everton eða Stoke að gera.

  10. Flottur þáttur og frábær afþreying í langri rútuferð frá RVK til KEF. Það eru hinsvegar nokkur atriði sem vert er að bæta við.
     
    Annarsvegar er það um Carra. Hann er vissulega að komast á aldur en punktur Magga og SSteins um að hann sé eini leiðtogi liðsins í varnarleiknum. Það er að mínum dómi bara rangt. Reina er góður leiðtogi (ef mig misminnir ekki þá talaði Rafa um hann sem framtíðar fyrirliða) sem vert væri að setja meiri ábyrgð á. Láta hann fá meiri ábyrgð yfir því að setja upp varnarleikinn og þá getur Carra einbeitt sér að sínum leik en það virðist hafa töluverð áhrif á hans leik að stjórna allri varnarlínunni.
    Carra hefur hinsvegar ennþá hlutverki að gegna í liðinu en að færa eitthvað af hans ábyrgðum yfir á aðra leikmenn gæti framlengt hans feril til muna, líkt og fór fyrir Hyypia þegar fyrirliðabandið var fært af honum yfir á Gerrard.
     
    Hinsvegar snýst það að uppstyllingu liðsins gegn Everton. Ég er hlyntur því að fá Spearing inn á miðjuna en einungis í 4-2-3-1 kerfi. Þar myndu styrkleikar liðsins njóta sín mikið betur. Við myndum hafa möguleikann á því að sækja hratt og verjast vel og værum með tvo djúpa miðjumenn til að verja vörnina.
     
    Reina
    Kelly – Carra – Skrtl – Enrique
    Lucas – Spearing
    Kuyt – Gerrard – Downing
    Suarez
     
    Ef Gerrard er ekki tilbúinn í heilan leik þá myndi Carrol detta inn í hans stað. Þetta kerfi sem ég set þarna upp er vel í stakk búið að éta miðju Everton manna en líka vel í stakk búin að sækja vel og mikill hreyfanleiki fjögurra fremstu manna myndi valda miklum ursla í vörn þeirra bláu. Kuyt gæti líka verið í strikernum, Downing á hægri og Suarez úti vinstra megin og svo gætu fjórir fremstu líka rúllað á milli staða þarna fremst.
     

  11. Takk fyrir gott podcast. Rólegir að vera að poppa pillur í beinni samt! (21 mín)

    😀 

  12. Ég verð að tjá mig um Carragher og vera hjartanlega samála stóra bror (SSteinn) að hvern annan vilji þið fá inn fyrir hann? Er vörnin nægilega sterk með Agger og Skrtel saman? Þar sem annar hangir alltaf á bláþræði með meiðsli og hinn agalega klaufalegur (t.d Tottenhamleikurinn). Coates er ekki klár í þetta verkefni en það er alveg spurning með Kelly (oft meiddur reyndar, líkt og Agger) að vera við hlið Agger í vörninni en Carra er besti og mesti leiðtoginn til þess að stýra þessu á þessum tímapunkti.

    Líkt og Hyypia sagði þegar að hann var talinn of hægur ,,Ég hef aldrei hlaupið hratt”. Carra er ekki snöggur, punktur og pasta….en besti kosturinn í stöðunni þessa dagana, það er bara þannig!

    Það er ekki hægt að segja að Spearing sé lélegur leikmaður, hann spilar jú fyrir Liverpool – þá hlýtur nú að vera eitthvað í hann spunnið (þó það vannti á hann hálsinn en anyway)…ég myndi telja það að hann ætti samt ekki að byrja leikinn á móti Everton, bekkurinn, okei en ekki byrja.

    Liðið verður svona tel ég.

    Reina
    Kelly – Carra – Skrtel – Enrique
    Kuyt – Lucas – Adam – Downing
    Suarez
    Carroll / Bellamy
    Bekkur: Doni, Flanno, Coates, Spearing, Gerrard, Henderson, Carroll/Bellamy

    Ég vonast til að sjá þetta lið en hvað veit maður hvað KD gerir….spurning!

    YNWA – King Kenny we trust! 

  13. Þetta er úr viðtali við Steve Clarke á opinberu síðunni.
    I know you don’t like picking out individuals but who is the best, or worst if you like, for staying behind?
    I can’t pick out individuals but to be fair to Jordan (Henderson) since he came here, he’s always hanging around with a ball at his feet. He wants to do some crosses or shooting. He’s not alone in that, though.

    Er Kenny ekki bara að meta þetta hjá stráknum og gefa honum tækifærin. Þessir strákar þurfa að fá sinn tíma í liðinu og Kuyt er kominn á seinnihlutann.

  14. Ágætis podcast, takk fyrir það.
     
    Ein urban myth sem vert er að leiðrétta: Charlie Adam var ekki tekinn reglulega af velli á síðasta tímabili eftir c. 60-70 mínútna leik. Veit ekki hvar ‘The Anfield Wrap’ grófu þetta upp en þetta er einfaldlega rangt, og þar sem KAR vitnaði í þetta sem sannleika er rétt að leiðrétta.
     
    Adam byrjaði 34 leiki í deild í fyrra, og kom einu sinni af bekknum, tók þannig þátt í 35 leikjum. Hann spilaði 3,051 mínútu sem gerir rúmar 87 mínútur að meðatali í leik. Þar sem hann kom inná í einum af þessum leikjum er þetta líklega nær 88-89 mínútur að meðaltali í leikjum sem hann byrjar. Sá einnig einversstaðar að Adam hefði spilað fullar 90 mínútur í 31 PL leik í fyrra, nenni ekki að grafa ofaní það en finnst það ansi líklegt sbr áðurgreindar tölur.

  15. Vel gert Gummi, ætlaði einmitt að kanna þetta þar sem mér fannst þetta alls ekki vera að passa m.v. það sem ég sá af Blackpool í fyrra.

  16. Tilkynning: Babú mun framvegis stýra umræðum í Kop.is-podcastinu þar sem sýnt hefur verið fram á að þessi Kristján Atli veit ekki rassgat um fótbolta. 😉
    Nei annars apaði ég þetta bara eftir því sem ég heyrði í The Anfield Wrap-podcastinu. Mig minnti að þetta gæti passað, og Adam hefur að mínu mati átt það til að þreytast þegar líður á leiki, en auðvitað var þetta kolrangt.
    Vel gert, Gummi. Gaman að sjá lesendur koma með skothelda tölfræði hérna inn. 🙂

  17. Flott podcast! Sammála með Carra, það er engin til að leysa hann af. Ég hata Skrtel næstum jafn mikið og ég hataði Konchesky á sínum tíma, þannig að ég vill helst ekki að hann spili. En ég er sammála því að ég vill sjá Coates fá mínútur í leikjum þegar Carra er þreyttur, sérstaklega þegar við erum í góðri stöðu. 

     

  18. Haha fjandinn ég var ekki einu sinni að hugsa þetta sem skot á þig heldur var ég að hlusta á Anfield Wrap í gær.

    Þoli ekki þegar ég missi af böggtækifæri á KAR en flott þegar það kemur svona af sjálfu sér. 🙂 Afþakka þetta samt með þáttinn, fínt að hafa þig sem handbremsu annars myndi ég bara tala og setja mute á ykkur.

Kop-gjörið – Vika 6

Opinn þráður á fimmtudegi