Opin umræða – Sunnudagur

Vinsamlegast kynnið ykkur reglur Kop.is áður en þið takið þátt í umræðum á síðunni.


Þetta er opinn þráður. Við erum enn að ræða leikinn gegn Wolves í leikskýrslunni hér fyrir neðan, en hér getið þið rætt allt annað sem þið viljið ræða. Go nuts!

44 Comments

 1. hvað eru menn að tala um að það eigi að gefa charlie adam marga leiki áður en það verður felldur dómur yfir hann ? ég hef oftast gefið mönnum mjög rúman tíma áður en ég fer að efast um þá, en ég hef fylgst með þessum ákveðna leikmanni í nokkur ár, og gallar hans hafa ávallt verið þeir sömu, þeas hann tapar bolta á vondum stöðum, skýlir bolta illa, er hægur , og brýtur af sér, klaufalega á mjög slæmum stöðum. svipað og lucas var að gera fyrir 2 árum síðan, talsvert yngri og reynsluminni leikmaður en adam á að vera í dag. 

   að mínu mati er fall okkar á miðjunni mikið frá tíma alonso ef þetta á að vera arftaki hans, jú hann er með fanta vinstri fót, og jafnvel með ágætis hægri fót miðað við örvfættan mann, en er þessi gaur standardinn sem við ætlumst til að beri uppi miðju okkar á móti manure, chel$kí , shittí, að ónefndu ef við komumst í cl , á móti barca, real , milan eða þannig liðum ? ég sé þetta bara ekki í þessum leikmanni, 

 2. eg sá mjög marga leiki með Adam í fyrra og fannst hann frábær og vildi fá hann…. Hann er með frábærar langar sendingar og frábær skotmaður en hann hefur líka veikleika eins og #1 taldi hér upp áðann (samt ekki allveg samála öllu)… kelly var í vandræðum í síðasta leik og miðjann ekki eins góð og hún ætti að vera.. mit mat á því vandamáli var að kelly fék ekki þá hjálp sem hann hefði fengið ef að kuyt hefði verið á kantinum.. henderson leitaði of mikið inná miðjuna sem gerði það að verkum að við sótum nánast bara upp vinstrameginn og miðjann okkar leit ekki vel út….

 3. Charlie Adam er eifaldlega 25 ára 7 milljón punda leikmaður úr Blackpool þegar hann er keyptur. Nú er bara spurning hvort Daglish geti gert hann nægilega góðan fyrir Liverpool. Ég sé það ekki gerast. 

 4. Alveg sammála nr 1, það er hrikalegt að sjá Adam þegar liðið er að verjast. Maður finnur til með Lucasi á miðjunni með honum, hann verður að hlaupa fyrir tvo í varnarhlutverkinu.

 5. Hjartanlega sammála #1 með Charlie Adam hann er stórt spurningarmerki, en ég er einnig á því að Andy Carrol sé að verða það líka. Ég veit að það er stór áhætta að gagnrýna hann því aðrir lesendur fara  slíka vörna að maður næstum skammast sín fyrir sína skoðun. En ég ætla samt að gera það.
  Ég er einfaldlega ekki að sjá að hann geti spilað fótbolta í toppliði á topplevel, mér finnst hann klaufskur á boltann, óöruggur í sendingum og hræðilegur í þeirri litlu varnarvinnu sem af honum er ætlast. Ég er ekki búinn að gefa hann uppá bátinn en ég er ekki bjartsýnn fyrir hans hönd. Auðvitað liggur þessi umræða að verðmiðanum, 35MILLS……. púff, ég er ekki einn af þeim sem heldur því fram að við hefðum getað keypt Aguero fyrir sama pening en ég er nokkuð viss um að þetta hafi ekki verið rétta lausnin. Ég er alveg á því að við áttum einfaldlega að bíða fram á sumar með að eyða þessum pening en ekki punga honum út kviss bang á korteri. Með þær 50mill pund sem fengust fyrir Torres hefðum við getað keypt svo gott sem hvaða framherja sem er í staðinn.
   
  Kæri Andy, ég vona innilega að þú dreng sláni troðir þessari skoðun öfugri uppí endaþarminn á mér en sorry Andy, þú átt alltof langt í land.
   
  Kv. Þinn vinur Kalli.

 6. Carlito Við hefðum aldrei getað keypt Aguero! skil ekki hvða menn eru endlaust að tuða um það. hann vildi ekki koma til Liverpool svo það var aldrei í myndinni…….

 7. Hvernig væri nú til tilbreitingar að tala um eitthvað jákvæt um eitthverja leikmenn……..

 8. #Haukur H. Kanntu að lesa?
  “ég er ekki einn af þeim sem heldur því fram að við hefðum getað keypt Aguero fyrir sama pening en ég er nokkuð viss um að þetta hafi ekki verið rétta lausnin.”

 9. Adam er fantagóður yfirleitt til 55-60 sirka, þá dettur úr honum botninn og hann spilar illa restina af leikjum. Ég hef áhyggjur af þessari miðju og þá Adam vegna þar sem Lucas hefur verið frábær að mínu mati. En ég vona að Adam detti út og Gerrard inn og Henderson fari út sömuleiðis og Bellamy inn.

 10. Jæja það eru 6 dagar í næsta leik og ég er mikið farin að spá í það hvernig kóngurinn kemur til með að stilla upp liðinu í þeim leik, mun hann halda bæði Carroll og Suarez inni? kemur Gerrard inn fyrir annan þeirra eða kemur hann inn fyrir Henderson eða Adam?

  Sá flottan póst frá Magga í þræðinum fyrir neðan þennan þar sem hann er búin að stúdera mikið leikaðferð Everton og væri gaman að fá td hans álit á því hvernig kóngurinn kemur til með að stilla upp í þeim leik.

  Ætli Glen nokkur Johnson verði hugsanlega mættur í hægri bakvörðinn eða verður Kelly áfram þarna hægra megin.

  Ég vil sjá fremstu 6 svona.. Bellamy –  Lucas – Gerrard – Downing  og Suarez fyrir aftan Carroll….

  Ef Bellamy er ekki treyst í að taka vænginn vill ég alla daga frekar sjá Kuyt þar heldur en Henderson í þessum mikilvæga leik gegn Everton á Goodison Park enda Kuyt þrælvanur að spila við Everton og á það til að setjann gegn þeim.          

  Ég er samt komin með þessa ónotatilfinningu sem er sú að ég held að Gerrard taki holuna og þetta verði meira í vetur spurning hvort Suarez eða Carroll sé að fara spila leikina en þeim verði lítið stillt upp saman.

  Einn möguleikinn í stöðunni hlýtur svo að vera sá að nota Suarez úti hægra megin með Lucas og Adam á miðjunni, Downing úti vinstra megin, Gerrard í holunni og Carroll frammi, það gæti orðið afar áhugaverð uppstilling.

  Hver er svona ykkar hugmynd um byrjunarliðið gegn Everton???        

 11. #5

  “Ég er alveg á því að við áttum einfaldlega að bíða fram á sumar með að eyða þessum pening en ekki punga honum út kviss bang á korteri.”

   
  Við það að lesa þessa setningu þá verð ég að minna á eitt sem gerðist hér fyrir nokkrum árum og það var þegar við seldum Robbie Keane rétt fyrir lok gluggans…. og við keyptum engann í staðinn. Ef ég man það rétt þá var allt logandi bæði hér og á öðrum miðlum hvað Rafa Benitez hafi verið mikill hálf#$#%#% að kaupa engann í staðinn.
   
  Ég er nokkuð viss um að við hefðum flestir orðið frekar argir ef Kenny hefði ekki keypt neinn eftir að við seldum Torres, en það hentar ágætlega að segja núna að það hafi verið betra að býða af því að Carroll er ekki alveg að standa undir væntingum.
   
  Öll leikmannakaup er áhætta. Mér finnst Comolli og Kenny hafa tekið eingögnu góðar áhættur og ég hef fulla trú á að þeir geri vel úr öllum þeim leikmönnum sem þeir kaupa.
   
  Gleðjumst eftir sigur, áfram Liverpool

 12. Mér persónulega finnst Charlie Adam ekki vera í LFC classa.  Ég er hins vegar mjög hrifinn af A.Carroll og alveg viss um að hann eigi eftir að detta í gang og fara að raða inn mörkum fyrir LFC.   

 13. Skrýtin umræða um Adam núna eftir að hann stóð sig bara þokkalega í seinasta leik og hann gerði fyrsta markið með smá hjálp frá varnarmanni Wolves.
  Adam er fínasti leikmaður en vissulega má gera ennþá betur og það verður örugglega gert í janúar, en Adam kom á lítinn pening og á eftir að reynast okkur sem mikilvægur squad leikmaður næstu árin.

 14. Ég var einmitt að vonast eftir svona uppstillingu eins og nr.10 bendir á.
  Gerrard í holunni væri unun fyrir mér, þar sem við vitum margir að Gerrard er ekkert æðislegur í varnarvinnu frekar en Adam. En þó betri en Suarez í vörn og myndi þá verja miðjuna meira en margur annar spilandi í holunni. Fyrir utan hvað það væri flott að hafa Gerrard í frjálsari sóknarhlutverki en sem miðjumaður, þá er hann það skynsamur að detta niður þegar við missum boltann… að kerfið yrði meira 4-5-1 þegar við verjumst, og miðjan þ.a.l. þéttari en ella.
  Þá er spurning hvort Suarez gæti leyst kantstöðuna!!! Er hann nógu duglegur til að verjast með liðinu?
  Það lið yrði allavega flott framávið, en svo er eitt sem hefur ekkert verið rætt lengi þó oft hafi það komið upp. Suarez uppá topp og Glen Johnson á kantinn !!!
  Johnson     Lucas     Adam     Downing
                       Gerrard
                       Suarez
   
  Bara smá sófapæling á sunnudegi.

 15. Já maður hefur aðeins verið að velta því fyrir sér hvernig Dalglish muni stilla upp liðinu gegn Everton næstkomandi Laugardag, gríðarlega mikilvægur leikur í húfi þar. Ég persónulega væri til í að sjá liðið svona;
                Reina
  Kelly-Carra-Skrtel-Enrique
  Kuyt-Gerrard-Lucas-Downing
              Suarez
              Carroll
  Langar að setja Bellamy inn en tek Kuyt framyfir hann útaf varnarleiknum, Kuyt nýtist vel í leikjum sem þessum.

 16. Carroll maður … ég tek undir með Carlito, menn hér fara í alveg MEGA vörn þegar maður gagnrýnir hann, annað eins hefur varla sést.

  Ég er ekkert tilbúinn að gefast upp á Carroll núna strax, bara svo það sé á hreinu. Hann sýndi það hjá Newcastle að hann er efnilegur leikmaður, og að miklu leyti mjög spennandi leikmaður. Kraftmikill, skotfastur og allt það sem prýða má stórgóðan framherja.

  En, og það er þetta stóra EN, hann þarf að lifa undir stórum væntingum. Og stórum verðmiða. Og það fylgir því alltaf pressa að spila fyrir Liverpool FC. Það er bara þannig. Ég nenni ekki að gefa einhvern afslátt af því.

  Jájá, við getum alveg týnt margar afsakanir til, hversu ungur hann er og að hann kom til liðsins meiddur og allt það. Það breytir samt ekki því að hann hefur ekki sýnt neitt sem réttlætir svona verðmiða á sér. Afsakið, en hann er ekki meira meiddur en ég í dag, og mér finnst alveg kominn tími á það að hann taki skrefið úr því að vera efnilegur og yfir í það að vera góður. Og fara að skora, því hann er framherji og þeir hafa alltaf verið og verða alltaf dæmdir af fjölda marka sem þeir skora

  Ég veit að sumir, eða bara allir, munu vera ósammála mér, en hann minnir mig dálítið á Heskey, og spil Liverpool í dag er á margan hátt á sama plani og þá. Endalausar kýlingar fram úr vörninni og svo bara vona hið besta. Ég var hundfúll með það þá, enda skilaði það engum árangri, og ég er líka hundfúll með það í dag þó svo að Kenny sé að þjálfa liðið. Þetta er ekki vænlegt til árangurs. Enda vorum við teknir í skraufþurrt af liðinu sem fyrirfram má gera ráð fyrir að sé okkar helstu keppinautar um 4ja sætið.

  Homer

 17. Burtséð frá frammistöðu Adam og Carroll þá er það nú Jordan Henderson sem hefur valdið mér mestum vonbrigðum hingað til. Hins vegar ætla ég ekki að koma með neina sleggjudóma en miðað við þá leiki sem búnir eru og frammistöðu hans á U21 í sumar þá hefur mér ekki enn tekist að koma auga á nokkuð sem gæti útskýrt þessar 16 milljónir punda.
  En allavega þá er ekki tími til að dæma nein kaup í dag. Gefum Adam þetta tímabil og Henderson og Carroll tvö tímabil amk.

 18. Hvað er málið með unglingaakademiuna hjá Everton , rooney , rodwell og núna Barkley !

  Vil fara að sjá unga kantmenn fá tækifæri hjá Liverpool.Veit ekki hvað það er orðið langt síðan ég hef séð virilega efnilegan , ungan og upplainn kantmann fá alvöru spilatíma. 

 19. Carroll minnir mig líka á Heskey. Talaði eimmit um það fyrir leik í gær. Þannig það eru ekki allir ósammála þér Homer. En Heskey leit nú þokkalega vel út þegar hann kom til Liverpool á sínum tíma, svo bara fór það eins og það fór. Ég trúi ennþá að Carroll hafi alla burði til að slá í gegn. Það er fáranlegt að ættla að afskrifa hann strax. Maðurinn hefur varla fengið tvo leiki í röð.

 20. Það jákvæðasta sem ég tek frá þessum leik í gær (fyrir utan Suarez og mörkin) er tvímælalaust vinstri kanturinn. Downing og Enrique eru að ná mjög vel saman og öll ógn í leiknum í sóknum Liverpool kom nánast alltaf upp þann kantinn. Gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af þeim hluta vallarins lengur:)

 21. Ég hlýt að vera farinn að misminna, því mér fannst Xabi Alonso alls ekki góður varnarlega, hann fór sjaldan í tæklingar og lenti oft í vanda maður á móti manni.  Þess vegna virkaði hann best síðasta árið sitt þegar Mascherano sá um þann þátt og Alonso fékk að teikna boltann upp áfram.  Þess vegna hef ég reynt að horfa á Adam út frá því hlutverki.
  Horfði aftur á leikinn í morgun til að skoða hans þátt og er enn sannfærðari um það að hans hlutverk í leik liðsins er stórt.  Hann var sá leikmaður sem kom oftast til varnarmannanna að sækja boltann og sá sem reyndi mest til að leysa pressuna.  Mjög oft í leik gærdagsins þá er það hann sem skiptir boltanum milli svæða, og þó nokkrum sinnum í fyrstu snertingu.  Svo eru “dead-ball” atriðin hans alveg mögnuð.  Fastir innskrúfaðir boltar sem þurfa bara netta snertingu og boltinn er inni.  Ég tel Gerrard ekki vera þessa týpu af leikmanni, ég myndi velja hann inn í liðið í stað Henderson, sem ég er sannfærður um að verður afbragðsleikmaður, en er ekki alveg tilbúinn í lykilhlutverk strax.
  Held ég ætli bara að vera rólegur yfir Andy Carroll og umræðunni hér.  Læt bara duga að fá að vera sammála Dalglish eftir gærdaginn.  Þessi strákur er rétt að byrja ferilinn, hrár talent sem nýtist liðinu mjög mikið, var mikilvægur í gær með afbrigðum.
   
  Varðandi næsta leik, gegn Everton, þá lýsti Kompany þeim vel í viðtali eftir leik City og Everton í gær.  Agaðir, líkamlega sterkir í góðu formi.  Þeir vilja spila boltanum yfir miðjuna og setja í hápressu.  Mikil hætta í kringum öll set-piece atriði, úr þeim skora þeir mikið af mörkum.  Horn, aukaspyrnur og löng innköst.
  Til að vinna Everton þarftu tvennt, þú þarft að vera tilbúinn í bardagann, en líka geta haldið boltanum vel innan liðsins þíns.  Hafa líkama í lagi, og tækni til að stjórna leiknum.  Ég held að við sjáum litlar breytingar frá gærdeginum.  Það væri beinlínis kjánalegt að láta Coates inná og ég er ekki viss um að við sjáum Gerrard byrja.  Vona það en er alls ekki viss.  10 – 15 mínútna innkomur eru töluvert frá því að byrja í Derby-inu satt að segja.  Á sama hátt er ég ekki á því að Kelly verði fórnað fyrir Johnson.  Kelly er búinn að eiga tvo erfiða leiki í röð, en líkamsstyrkur hans mun nýtast gegn Everton.
  Ég er líka á því að Kenny vilji hafa Carroll með Suarez til að berja á Jagielka og Distin til að láta Suarez svo fá meira svæði til að vinna á bakvið þá og svo held ég að Kenny rifji það upp að Dirk karlinn Kuyt á nokkra fína leiki gegn þeim bláu.
  Svo að hér í upphafi vikunnar tippa ég á sama lið og í dag nema Kuyt inn fyrir Henderson.
   
  Og svo by the way, ef fréttirnar af Lampard frá í gær eru réttar eru fyrstu merki þess sem ég ræddi um í haust að koma í ljós.  Villas-Boas er að fara að lenda í “player-power” á Brúnni, nokkuð sem hefur loðað þar við ansi lengi.  Það gæti orðið fróðlegt að fylgjast með því…..

 22. Í ljósi þess sem gerðist með Lampard í gær… þá hugsa ég, myndi Steven Gerrard bregðast eins við ef Dalglish myndi setja hann á bekkin svona lengi?

 23. Það er munur á því hvort gamalreynd kempa, ein mesta hetja í sögu félagsins setji þig á bekkinn eða Portugalskur jafnaldri þinn.

 24. Djöfull er hressandi svona daginn eftir ágætan sigurleik að sjá nýja og ferska umræðu um Andy Carroll og Charlie Adam og hvað þeir eru vonlausir og ekki í Liverpool klassa. Nú eru 6 leikir búnir af tímabilinu og allir ættu að sjá að þeir munu aldrei gera sig í búningi Liverpool. Þessi umræða hefur ekki poppað upp síðan við vorum búnir með fimm leiki í deild. 

  Lucas og Adam hafa aldrei spilað saman áður og eru augljóslega ennþá að læra inn á hvorn annan, slíkt tekur tíma og á meðan gera þeir mistök. Fótboltinn er reyndar þannig að miðjumenn gera alltaf einhver mistök en þegar leikmenn eru undir smásjánni verða hver mistök blásin upp og rúmlega það. Þar fyrir utan eru báðir kantmennirnir okkar einnig að aðlagast liðinu og við höfum bara séð sýnishorn af okkar besta miðjumanni. 

  Hvað Charlie Adam varðar þá er ég bara ekki viss um að hann hafi verið svona ofboðslega misheppnaður að hann eigi þetta alveg skilið og það er með ólíkindum hvað menn vilja mikið frekar einblína á gallana og mistökin sem hann gerir frekar en það sem hann er að gefa liðinu. Það virðist vera eins og væntingarnar séu að hann ætti núna að vera búinn að toppa Xabi Alonso eins og hann var að spila á lokatímabili sínu hjá Liverpool. Tímabili sem var geðveikt hjá Alonso eftir tvö erfið ár þar á undan.

  Það er reyndar ekkert alveg galið að bera saman Adam og Alonso enda spila þeir svipaða stöðu á miðjunni og hafa svipaða kosti og galla. Þeir eru samt töluvert ólíkir og ekkert hægt að ætlast til að fá “like for like”. Orðum þetta svona, Adam er mikið nær því að vera nýr Alonso en Lucas var. Ekki misskilja mig samt salan á Alonso er eitt mesta áfall sem ég man eftir sem Liverpool stuðningsmaður og ég myndi skipta á honum og Adam ef það væri í boði…sem það er ekki.

  En gefum Adam aðeins séns fyrir því og gefum honum það sem hann á. Hann hefur ekki einu sinni byrjað illa hjá okkur á þessu tímabili og ég held að allir geti séð að hann hefur svo sannarlega hæfileika til þess að bæta sig töluvert hjá Liverpool. Hann skorar mikið meira en t.d. Alonso og er mikið grimmari í að fara í tæklingar, hvorugur eru góðir í því en skotinn er ekki hræddur við þær annað en spánverjinn var oft. Báðir geta gefið langar sendingar með ótrúlegri nákvæmni og í föstum leikatriðum er Adam mikið mikið betri en Alonso. Raunar eru fáir jafn öflugir og Adam þegar kemur að þessu og það er lúmskt mikilvægt.

  Eins og Maggi væri ég til í að sjá Adam fá svipað hlutverk á miðjunni og Alonso var með er hann hafði Mascherano til að hreinsa upp fyrir aftan sig og Gerrard & Torres fyrir framan sig til að gefa á. Alonso og Adam eru báðir hættulegastir þegar þeir fá smá tíma til að athafna sig með boltann og það er eitthvað sem við eigum eftir að sjá Adam fá hjá okkur. 

  Ég er sammála því að Adam hefur alls ekkert verið frábær hjá okkur í upphafi mótsins og hann og Lucas eru stundum undirmannaðir á miðjunni og ennþá að læra á hvorn annan. Á móti kemur þá hefur hann skorað eitt mark, lagt upp þrjú og öll föst leikatriði hjá okkur eru orðin svona 50% hættulegri. Við höfum unnið þrjá leiki, gert jafntefli í einum og tapað tveimur leikjum. Gegn Stoke voru allir sammála að við hefðum verið rændir en Spurs leikurinn var ömurlegur og mjög dapur hjá Adam sem og öllu liðinu í heild.  

  Ég var mjög spenntur fyrir því að fá Adam til liðsins og þær væntingar hafa nákvæmlega ekkert dvínað hjá mér. Hann hefur það sem þarf til að verða hörku “quarterback”. Hlakka mikið til að sjá hann í Liverpool liði sem keyrir á öllum sílendrum. 

  Að lokum sá ég skemmtilega mynd frá leikjum í gær sem sýnir staðsetningar okkar leikmanna að meðaltali í leiknum.

  Kannski ekki mikið hægt að lesa í þetta en það lítur út fyrir að Lucas og Adam þurfi að læra að teygja aðeins miðjunni og skipta betur með sér hlutverkum. 

  Mitt svar við þessari spurningu:

  hvað eru menn að tala um að það eigi að gefa charlie adam marga leiki áður en það verður felldur dómur yfir hann ?

  Er a.m.k. fleiri en sex leiki þar sem hann hefur alls ekkert verið svo rosalega slæmur. 

 25. http://soccernet.espn.go.com/news/story/_/id/961705/frank-lampard-quits-chelsea-bench-after-snub?cc=5739 … Þetta er eina sem ég hef lesið um atvikið… veit ekki hvort það sé bara verið að gera úlfalda úr mýflugu samt.

  Út á við er síðan allt annað þegar Dalglish setur Gerrard á bekkin eða Villa Boas setur Lampard þangað… En fyrir leikmanninn er þetta alltaf bekkjarsetja… Eflaust snýst þetta mest um samskipti þjálfarans við leikmanninn… þetta getur verið mjög farsælt ef leikmaðurinn veit hvert hlutskipti sitt verður til framtíðar, samanber Scholes og Giggs.

 26. Þetta er skyldulesning 
  http://www.theanfieldwrap.com/2011/09/divvies-a-rant/

  Mjög góð grein og eitthvað sem þeir sem eru ekki ánægðir nema liðið hafi unnið titilinn núna strax í september þurfa virkilega að taka til sín. Blundell sem skrifar þessa grein er að beina sjónum sínum að þeim sem mæta á leiki á Anfeild en það má svo sannarlega heimfæra þetta á allt of marga sem mæta reglulega á kop.is til að gagnrýna hitt eða þetta en sjást svo minna þegar mjög vel gengur. 

 27. @26 Babu:

  Djöfull er hressandi svona daginn eftir ágætan sigurleik að sjá nýja og ferska umræðu um Andy Carroll og Charlie Adam og hvað þeir eru vonlausir og ekki í Liverpool klassa. Nú eru 6 leikir búnir af tímabilinu og allir ættu að sjá að þeir munu aldrei gera sig í búningi Liverpool. Þessi umræða hefur ekki poppað upp síðan við vorum búnir með fimm leiki í deild.

  Þetta er einmitt það sem ég var að tala um, hér má varla gagnrýna Carroll án þess að menn fari í þvílíka vörn. Maður er ekkert að ráðast að einum né neinum þó maður segi að viðkomandi hafi valdið vonbrigðum. Ég sé ekki betur en við sem vorum að gagnrýna Carroll reyndum að gera það á uppbyggilegan hátt. Stjórnendur hér hafa einmitt þessa dagana birt reglur sem menn skulu fara eftir, til þess að umræðan hér fari á málefnanlegt plan, en mér finnst það ekki neitt sérstaklega málefnanlegt þegar menn (stjórnendur) koma hér fram, leggja mönnum orð í munn, og láta eins og þeir sem sjá ekki bara rósir, blóm og sólskin, hafi framið einhverja viðurstyggilega höfuðsynd.

  Hvað Adam varðar þá er hann bara í svipaðri stöðu og Carroll, þó sá síðarnefndi sé búinn að vera lengur hjá LFC. Kviðdómur er ennþá að störfum. Ég dæmi Adam ekkert úr leik strax, en ég hoppaði ekkert hæð mína í loft upp þegar Liverpool keypti hann. Hann má þó eiga tvennt, hann er búinn að skora eitt mark (og átti annað í gær skuldlaust), og loksins er kominn leikmaður til liðsins sem getur tekið hættulegar auka- og hornspyrnur. Væntingar til þeirra beggja eru miklar, sem og til Henderson. Hingað til hafa þeir ekki beint lifað undir þeim væntingum, en það er kannski bara ég.

  Homer

 28. Finnst alltof margir vera að undirbúa sig undir einhverja “ToldYouSo” umræðu í vor… Telja einhverja leikmenn ekki nógu góða en hinsvegar vona þeir “að sjálfsögðu” að leikmennirnir stingi uppí þá og sýni sitt “rétta” andlit fljótlega.

  Þetta er vægast sagt hundleiðinlegt að lesa… Besservisserar á Kop.is að fella dóma yfir leikmenn sem eru nýbyrjaðir að spila saman… frekar en að gefa þeim allaveganna þetta tímabil… Þá vænti ég þess líka að þjálfarar og eigendur taka einhverjar ákvarðanir um hvort þurfi að gera rótækar breytingar í hópnum… í augnablikinu er bara ekki hægt að selja Henderson/Adam eða setja þá í varaliðið eins og það lítur út fyrir að sumir vilja.

 29. Homer
  Ég bara sé þetta ekki sem einhverja þvílíka vörn að lýsa þeirri skoðun minni að það sé bara bull að gagnrýna menn eins reglulega og mikið án þess að taka mikið tillit til aðstæðna. Spurningin sem ég var aðallega að svara var hversu marga leiki Adam þarf að fá áður en við samþykkjum geirnelgda skoðun hoddaj að hann sé vonlaus fyrir Liverpool.

  Eins er hundleiðinlegt að sjá umræðu eftir umræðu snúast um hvað þessi eða hinn sé ekki nógu góður. Einu sinni var það Kuyt, einu sinni Lucas, í fyrra mest allt bara og núna virðast þeir Carroll, Adam og Henderson ætla að keppa um þetta…í hverjum einasta þræði.  Jafnvel þegar við vorum á toppi deildarinnar 2008 var mest allt ómögulegt hjá allt of mörgum spekingum sem halda með þessu liði. 

  P.s. svo mæli ég aftur með þessari grein sem ég bendi á í nr.29 

 30. Hahaa hvaða sulta er þetta í settinu hjá þeim í Messunni at the moment? Talandi um að Suarez hafi ekkert getað á þessu seasoni og fyrir utan þetta mark sem hann setti í gær þá var þessi skipting fullkomnlega skiljanleg í ljósi þess að hann gat ekkert að undanskildnu markinu sem hann skoraði, þetta sagði “sérfræðingurinn” í settinu ( man ekki nafnið á honum ) . En ég verð bara reiður að hlusta á svona djöfulsins kjaftæði, Suarez var yfirburðarmaður á vellinum í gær.

 31. Ég vil sjá eftirfarandi breytingar í næsta leik:

  Carroll út – Bellamy inn
  Henderson út – Kuyt inn
  Adam út – Gerrard inn

  Við getum ekki bara beðið og beðið með Bellamy, Gerrard og Kuyt á bekknum meðan hinir þrír eru að safna gögnum í einhverja gagnabanka. KKD, spilaðu besta liðinu hverju sinni! Carroll, Henderson og Adam fá svo bara sinn séns aftur ef hinir spila illa eða meiðast.

 32. Gefum KKD ögn meiri tíma. Hann vann síðasta PL titil félagsins. Souness slátraði liðinu, við tóku margir misgóðir þjálfarar og fengu t.d. Houllier 6 ár og Rafa 6 ár og svo lélegasti stjóri sögunnar 6 mánuði. King Kenny tók við hörmulegu liði þar sem þetta var eins og á stríðssvæði allt í kringum klúbbinn. Við eyddum eftir í því sumar en komum samt á fallegri nettóeyðslu út og erum ekkert alslæmir. Í fyrsta sinn í einhver fleiri fleiri ár erum við að setja saman í massívt byrjunarlið + góðan bekk. Í fyrra vorum við með kannski fínt byrjunarlið en 7 lélega menn á bekk. Aldrei til lausnir á bekknum.
   
  Það tekur tíma fyrir þennan hóp að stilla saman strengi sína. Persónulega fer ég ekki að fara að hafa áhyggjur af þessu liði fyrr en í janúar ef við verðum 8 + stigum á eftir 4.sætinu og ekki í neinum bikarkeppnum ennþá. Fyrr fer ég ekki að hafa áhyggjur af þessu og trúi og treysti á bæði KKD og leikmenn félagsins.

 33.  gaurinn í Messunni er það ekki eigandi Players??? er ekki viss en held það… Sá er sár, af hverju, kannski af því Liverpool klúbburinn yfirgaf Players eða hvað…

  Suarez ekkert getað og blablabla… hehehe bara fyndið…   

 34. Þetta er Mikael Nikulásson. Hann sagði ekki að Suarez hefði ekki getað neitt í vetur. Hann sagði að Suarez hafi ekki getað neitt í leiknum í gær fyrir utan þetta mark og að hann hafi skilið þessa skiptingu mjög vel. Verið ekki svona bitrir drengir.

 35. @Babú nr. 32:

  Mér finnst þetta einmitt lýsandi dæmi um ‘þvílíka vörn’:

  “Djöfull er hressandi svona daginn eftir ágætan sigurleik að sjá nýja og ferska umræðu um Andy Carroll og Charlie Adam og hvað þeir eru vonlausir og ekki í Liverpool klassa.”

  Því, eins og ég segi, hér var enginn að dæma Carroll vonlausan. En ef þú ert að beina þessu að umræðunni um Adam, þá er skulum við hafa það þannig 🙂

  @birkir.is nr. 32

  Ég get auðvitað ekki talað fyrir aðra, en fyrir mína parta er það ekkert keppikefli að geta komið hingað í vor og sagt hvað ég hafi verið frábær og séð alveg fyrir hvaða leikmenn séu nógu góðir eða ekki nógu góðir. Við erum, allavega flestir held ég, bara að gera nákvæmlega það sama og stuðningsmenn út um allan heim gera – að ræða hlutina, sem snerta okkar félag, fram og til baka, og hafa skoðanir á öllu því sem við nennum að hafa skoðanir á.

  Bottom-line-ið er það, að umræðan væri heldur fátækleg ef við mættum EKKI ræða um Carroll. Eða Adam. Eða Henderson. Eða Gerrard. Eða Reina. Eða Carragher. Þó menn séu að gagnrýna og vilja ræða hlutina, þá þýðir það ekki að við séum hundfúlir yfir öllu og sjáum bara svartnætti framundan. Ég sé marga fína punkta við Liverpool, en ég ætla ekkert að loka augunum fyrir því sem betur má fara 🙂

  Homer
  ps. Til hamingju KR!

 36. Held að það séu flestir sammála um að það megi gagnrýna… en svo er tvennt ólíkt að gagnrýna leik liðsins eða einstaka leikmenn og það að fella dóma um að menn séu ekki í Liverpool-klassa, vond-viðskipti etc… Það er það sem ég á við þegar ég tala um besservissera sem eru búnir að fella einhvern dóm eða ætla að gera það mjög fljótlega, samanber comment frá Hose Hamines II við færsluna á undan þessari:
  Ágætt ad ná 3 stigum i dag. Hef smá áhyggjur af kenny, veit ekki hvort hann sé med það sem þarf til að stjórna þessu liði okkar. Sjáum h að gerizt i næstu leikjum.

  … Það verður spennandi að fá comment frá Hose eftir þrjá leiki þar sem hann úrskurðar hvort Kenny sé lausn til framtíðar eða það eigi að reka hann strax.

  Ég horfði áðan á 18mínútna highlights úr leiknum á lfc.tv og þá rifjaðist upp fyrir mér hvað þessi leikur var mikil skemmtun þrátt fyrir að umræðan hér endurspegli það ekki alveg… Værum við að ræða Carroll ef skallinn hans hefði farið stöngin inn en ekki út, eða ef Suarez hefði náð að setja tánna í boltan úr fyrirgjöf frá honum? 

 37. en kæri babu minn, þegar að maðurinn er 26 ára gamall og hefur ávallt haft þessa stóru galla í leik sínum ? þarf að gefa honum fleiri leiki en 6 til að dæma þetta frá mínu sjónarhorni? ég hef jú fylgst með honum mjög líklega lengur en margir aðrir þarsem ég kíki á skosku deildina og sá leiki með blackpool í 1 deild. ég er á því að það sé öflugt að hafa hann sem squad player, en gallar hans eru það rosalegir þeas þetta með að tapa boltanum illa, skýla honum illa og brjóta klaufalega af sér, að ég myndi ekki treysta honum í leiki þarsem ekki má gera mörg mistök, stóru leikina á ég þá við.

  ég get skilið að menn eigi ekki að dæma leikmenn eftir svona fáa leiki, en það sem ég er að horfa uppá hjá honum er það sama og hefur alltaf verið í hans leik, ég tók fram að mér finnst hann vera með fanta löpp, en er það nóg ? ekki að mínu mati til að eiga að vera í þessari stöðu in the long run, að sjálfsögðu vona ég að hann nái að fela þessa veikleika sína og skili frábærum frammistöðum hjá Liverpool, held með öllum leikmönnum liðsins. og varnarlega finnst mér hann ágætur í að hjálpa lucas við að brjóta upp spilið, en hann er með alltof mikið af klaufabrotum. alonso hafði það líka framyfir adam að hann gat haldið boltanum einsog hann vildi, adam tapar honum of oft illa. því miður held ég að þeir sem hafi aðra skoðun á þessum leikmanni muni fljótlega skipta um hana. þrátt fyrir að spila vel með blackpool í fyrra, þá var sama uppá teningnum þar, þessir gallar hans sáust oft. en einsog ég sagði , þá vona ég að hann standi sig sem allra allra best fyrir okkur. 
   

 38. Charlie Adam er ekki að fara að detta einfaldlega úr þessi liði… enda er gríðarleg hætta úr föstum leikatriðum frá honum sem ég sé Steven Gerrard ekki skila á sama hátt…

  Svo er það þannig að Charlie Adam hefur spilað víða með sýna galla og ég held að það hafi ekkert farið framhjá Dalglish þegar hann var keyptur… Það munu aðrir leikmenn (t.d. Lucas) bæta upp fyrir gallana hans Adam… þetta snýst ekki um einstaka leikmenn heldur LIÐ 🙂

 39. Hafa e-h fleirri pælt í því að bakverðirnir virðast vera mikklu meira “exposed” núna en hafa verið síðustu season?
  Mér fannst alltaf þegar verið var að keyra á bakverðina hjá okkur þá var oftast frekar lítil hætta þar sem bakvörðurinn var á bolta manninum og svo fannst mér alltaf kannturinn (kuyt) vera þar í kring og svo var alltaf Mascherano eða Alonso svona 2-3 metrum frá  og tóku oft seinni boltan eftir að bakvörðurinn hafði náð að pota í boltann eða var tilbúin fyrir aftan bakvörðinn ef honum tókst að sóla Arbeloa eða Glenny…
  Sem sagt í stuttu máli þá fannst mér alltaf 3 liverpool menn vera í kringum kanntarana hjá andstæðingnum og svo var yfirleitt hinn miðjumaðurinn nokkuð fyrir framan hafsentana.
  Núna finst mér alltaf eins og t.d í gær Kelly alltaf vera að lenda í 1 on 1  og svo var henderson dólandi svona 5-6 metrum frá eða uppá miðju hjá bakverðinum þeirra. Mér finnst þetta ekkert bara vera útaf vinnusemi Kuyt þetta var svona svipað á vinstri kanntinum en mér finnst alveg vanta að DM-inn detti niður í hjálparvörn þótt að Luca reyni þetta eins og hann getur.
  Eins finnst mér miðjumennirnir 2 vera alltof djúpir s.s bara 2-3 metrum fyrir framan sitthvorn miðvörðin þannig það myndast alveg svaka bil útaf miðju. Er að spá hvort þetta sé útaf því að við erum ekki lengur í 4-2-3–1 frekar 4-4—1-1 eða er miðjuparið að hlaupa svona mikklu minna eða eru staðsetningarnar svona vitlausar hjá þeim eða er þessi sem á að vera fyrir framan Luca og Adam (Carrol) Ekki að detta nógu vel niður og er ekki nógu hreyfanlegur eða hvað finnst mönnum vera í gangi eða er þetta allt bara vitleysa í mér?

 40. Mér finnst Adam ekkert búinn að vera slæmur, bara þokkalegur. Kominn með 2 mörk og einhverjar stoðsendingar. Hann er hættulegur leikmaður, en hann verður að bæta varnaleik sinn, og hafa meiri áhuga að verjast. Henderson er að koma til hann er að spila úr stöðu á hægri kant, en hann er púra miðjumaður, kemur kannski ekki mikil ógn af honum þarna en hann er að gefa fínar sendingar og spilið hjá honum er að lagast. Hann verður góður! sérstaklega þegar hann fær tækifæri á miðjunni þar sem hann á heima. Carroll þarf bara spila á áfram og halda áfram, vonandi kemur þetta hjá honum, en mér finnst Bellamy alveg eiga skilið að spila í næstu leikjum, hvort hann komi inn á eða byrji flottur. En Gerrard kemur inn það er bara þannig, hann er það góður. Held að það verði á kostnað Henderson, en ég vil fá kuyt inn einnig hann er alltaf góður á móti everton. En djufull erum við komnir með fína breidd, það er ansi sterkt að vera með slíkan bekk. Þetta var alls ekki besta sem maður hefur séð til liðsins, en við unnum. Hversu oft hefur maður séð lið eins og scum og chelsea spila illa en vinna. Þannig þetta er gott. Fengum fín færi, varnaleikurinn á miðjunni var slakur í þessum leik. En Kenny er alveg með þetta, það er nú bara þannig. Everton næstu helgi, þar spila KD sínu besta liði, þeir sem hafa verið bestir á æfingu í vikunni, það mikil samkeppni í þessu liði. Maður treysti kallinum í brúnni.

 41. Set þetta hérna inn þar sem þetta er síðasta opna umræða.
   
  Þar sem ég hef ekki séð neitt minnst á þetta á síðunni þá vil ég benda á að það var dergið í 4 umferð enska deildarbikarsins síðastliðinn Laugardag.
   
  Drátturinn fór svona:
   
  Wolves  Man City
  Cardiff – Burnley
  Blackburn  Newcastle
  Arsenal – Bolton
  Stoke – Liverpool
  Aldershot – Man Utd
  Crystal Palace  Southampton
  Everton – Chelsea
   
  Ég hefði klárlega kosið Aldershot, en svona er þetta.
  Fínt að fá enn eitt tækifærið til að sigra Stoke : )

Liverpool – Wolves 2-1

Framför