Liverpool – Wolves 2-1

Vinsamlegast kynnið ykkur reglur Kop.is áður en þið takið þátt í umræðum á síðunni.


Erfiður sigur á Wolves í dag og við buðum hættunni heim með því að klára ekki leikinn í nokkrum dauðafærum, tökum þó öll stigin sem er bæting frá síðasta tímabili.

Kenny Dalglish stillti upp sama byrjunarliði gegn Wolves í dag og byrjaði gegn Tottenham í síðustu viku utan þess að Martin Kelly kom inn í liðið fyrir Daniel Agger sem er meiddur. Martin Skrtel fór aftur í miðvörðinn og byrjunarliðið var því svona:

Reina

Kelly – Carragher – Skrtel – Enrique

Henderson – Lucas – Adam – Downing

Carroll – Suarez

Bekkur: Doni, Gerrard, Bellamy, Coates, Flanagan, Kuyt, Spearing.

Það tók okkar menn smá tíma að ná takti í leiknum og Úlfarnir voru sprækari á upphafsmínútunum. Eftir um tíu mínútur fórum við þó að sjá spil sem við eigum betur að þekkja og við það jókst pressan að marki gestana. Pressan bar árangur strax á 11.mínútu er Charlie “Lampard” Adam var heppinn með skot sitt að marki, boltinn virtist vera á leið framhjá markinu en Roger Johnson var svo elskulegur að henda sér fyrir boltann og stanga hann í bláhornið.


Á 20.mínútu áttum við að skora aftur en reyndar ekkert endilega vegna þess að við vorum í svo góðu færi. Málið er bara að Suarez tók Roger greyið Johnson svo illa inni á teig að þetta verðskuldaði mark. Hann var með Johnson í bakinu en lék á hann með því að taka hælspyrnu og komst í fína stöðu en hitti ekki samherja er hann sendi út í teiginn.

Suarez var þó heldur betur ekki hættur að skemmta áhorfendum og á 38.mínútu gladdi hann alla þá sem hafa hann sem fyrirliða í fantasy liðinu sínu með flottu marki. Hann slapp aleinn í gegn eftir frábæra stungusendingu innfyrir frá Jose Enrique en virtist hafa hlaupið sig út í horn og varnarmenn Úlfana og Hennessey markmaður náðu að loka á hann. Það var ekkert vandamál því Suarez lék bara á þá og bombaði boltanum á nærhornið og inn. Staðan í 2-0 í hálfleik án þess að liðið væri mikið að keyra í háu gírunum.

Seinni hálfleikur byrjaði alls ekki eins og handritið sagði til um og Steven Fletcher sem kom inná í hálfleik minnkaði muninn eftir sendingu frá Stephen Hunt. Klaufagangur í vörninni hjá okkur að vera ekki búnir að hreinsa þetta í burtu og fullkominn óþarfi að hleypa þeim svona aftur inn í leikinn.

Næstu mínútur komu verstu veikleikar Liverpool þessar vikurnar sérstaklega illa í ljós en það er afleit afgreiðsla okkar manna á dauða- dauðafærum. Suarez byrjaði strax í kjölfar marksins hjá Úlfinum er hann fékk boltann frá Andy Carroll sem hafði betur en Hennessey og Suarez var einn á auðum sjó en bombaði boltanum nánast í Hennessey sem gerði sig breiðan fyrir framan hann.

Andy Carroll fékk síðan sjálfur ennþá betra færi stuttu seinna er hann skallaði frábæra fyrirgjöf frá Downing í stöngina meter frá markinu.
Downing toppaði þetta síðan er sóknarlínan okkar komst 4 gegn 2 og Adam náði að koma Downing einum í gegn á móti Hennessey markmanni en Downing lét hann verja frá sér í hornspyrnu.

Hreint með ólíkindum að staðan væri ekki orðin 3-1 en í kjölfarið fengum við allt of spennandi lokakafla og á tímabili var pressa Úlfana full erfið fyrir okkar menn. Þeir náðu þó áttum aftur og við fengum nokkur færi í viðbót til að drepa þennan leik án árangurs.

Lokatölur engu að síður 2-1 og það er það sem telur í þessu og heilt yfir var Liverpool töluvert betra í leiknum þrátt fyrir að Úlfarnir hafi átt góða kafla inn á milli.

Holningin á liðinu er langt frá því að vera fullmótuð ennþá og það er erfitt þolinmæisverk að bíða eftir því að okkar menn finni takinn. Sérstaklega fer samstarf miðjumannana okkar í taugarnar á mér en Lucas og Adam hafa ekki náð að læra nægjanlega vel inn á hvorn annan til að geta haldið miðjunni þegar liðið spilar 4-4-2 kerfið. Henderson er síðan titlaður sem kantmaður en leysir mikið inn á miðju og þetta kemur svolítið út eins og hann skili báðum hlutverkum illa og sé alls ekki viss um sitt hlutverk. Við vorum allavega full oft of fáliðaðir á miðjunni þegar við vorum að verjast og bakverðirnir okkar áttu mjög erfiðan dag. Kantmenn Wolves eru góðir en Enrique og sérstaklega Kelly áttu í miklu basli með þá og fengu ekki nógu mikla hjálp oft á tíðum.

Skrtel og Carragher héldu vörninni samt vel saman í dag þrátt fyrir þetta mark sem við fengum á okkur en það er alveg ljóst að það er meiri klassi yfir spilinu hjá okkur með Agger þarna, því miður.

Sóknarmennirnir okkar voru hinsvegar alveg að koma sér í færin og eins og áður á þessu tímabili áttum við að skora 2-3 mörk í viðbót. Downing var ágætur í dag og mun meira í boltanum en undanfarið, Andy Carroll átti sinn besta leik lengi og er á réttri leið og hefði svo sannarlega mátt skora í þessum leik. Suarez var síðan X-factorinn hjá okkur og að mínu mati maður leiksins.

Gerrard er síðan að koma flott inn í dag og virðist vera í fínu standi. Okkur vantar hann hrikalega mikið inn á miðjuna og í næsta leik myndi ég setja Gerrard og Kuyt inn fyrir Carroll og Henderson.

Flottur sigur fyrir því og þrjú stig.

82 Comments

  1. Hef virkilegar áhyggjur af þessu liði þrátt fyrir tæpan sigur í dag.
    Menn hljóta að sjá eftir þessum 55 milljónum punda sem fóru í Carroll og Henderson á meðan Aguero er að raða inn mörkunum fyrir Man City.

  2. Eins frábær leikmaður og Suarez er þá fannst mér hann sýna þvílika óvirðingu með þessum látum i sér og sparkandi í brúsa og hristandi hauusinn. Ég skil að hann vilji spila allar mín en Kenny ræður þessu og mér finnst Suarez hafa brugðist rangt við þarna.
     
    En 3 stig í hús þannig að ég er sáttur.
     

  3. Ég verð að viðurkenna að mér fannst okkar menn ekkert sannfærandi fyrstu 30 mín, jafnvel í stöðunni 1-0 var ég farinn að bíða eftir jöfnunarmarki Úlfanna.

    Þá kemur þetta rugl mark frá meistara Suarez, hver tekur svona sól í þröngu færi upp við mark andstæðinganna og setur hann svo milli stangar og markmanns annar en þessi Úrugvæski snillingur?!
    Og svo hefði hann getað sett fleiri með smá heppni, þvílíkt framlag frá Suarez. 

    Seinni hálfleikur hefð ekki getað byrjað verr, Úlfarnir komu af krafti og minnkuðu muninn í 1 mark þar sem Kelly og Lucas voru áhorfendur.
    Svo komu ” ping pong” sóknir, Carroll skallar í stöng og Downing var nálàgt því að setjann, en Henessey varði oft mjög vel.
    Eins voru Úlfarnir nálægt því að jafna, en sem betur fer tókst það ekki.

    Enrique, Carroll og Downing áttu fínan leik, og voru báðir óheppnir að skora ekki, Carroll þó líklega bara klaufi, 
    en aftur á móti var Skrtel mjög heppinn að ná að klára leikinn og jafnvel gefa mark með klaufaskap.

    Heilt yfir var liðið að spila ágætlega en náðu þó aldrei neinum yfirburðum.

    Góð 3 stig í leik sem reyndist erfiður, Gerrard kom inná og spilaði síðustu 10 mín, frábært að fá hann aftur.

    En Suarez er maður leiksins að mínu mati, skoraði sigurmarkið og var í 80 mín stanslaus höfuðverkur Úlfanna.

  4. Suarez hrikalega ánægður með að vera skippt út af!!! En fannst reyndar að Carroll hefði átt að vera tekinn út af frekar þar sem hann var á gulu

  5. Fyrirgefdu mer rony en vid getum ekki sagt tetta tvi aguero er ad fa haerri laun en tessir tveir leikmenn til samans hja city og teir budu aguero meistraradeildarbolta. Vid getum tad ekki. Mikilvaegur sigur i dag, Gledst alltaf yfir 3 stigum.

  6. Ansi hræddur um að sjálfstraustið hjá Carroll sé ekki í lagi. Sást bersýnilega þarna í lokin þegar hann beið of lengi eftir því að skjóta. En flottur sigur í dag og jákvætt að vinna þrátt fyrir að spila ekki áberandi vel.

  7. Flott að taka 3 stig, hinsvegar ekki margt jákvætt í spilamennsku liðsins. Þó gladdi Andy Carroll mig í dag, var að taka vel á móti bolta, skila honum frá sér í fáum snertingum og ógnaði stöðugt í teignum, hreinlega óheppinn að skora ekki í dag, þessi óheppni Liverpool fyrir framan markið er með hreinum ólikindum. Ég skal veðja þegar ég kveiki á Stoke-United á eftir þá þurfa united ekki nema eitt til tvö færi og búmm mark, það vantar svona smá drápseðli í okkar menn upp við markið.
    En eins og ég sagði áðan, jákvætt að taka öll stigin, undanfarin ár höfum við oft verið að missa svona leiki niður í jafntefli og rugl.

  8. Carroll var nú óheppinn að skora ekki í dag. Margt jákvætt í hans leik. Hins vegar hefur maður miklar áhyggjur af vörninni, hún virkar ekki sannfærandi. Skrtel var ljónheppinn að fá að ljúka þessum leik. Það er alveg spurning um að Coates komi þarna inn fyrir hann. Verð hins vegar að segja að þetta Wolves lið kom mér á óvart. Fannst þeir vel spilandi og mikil ógn af þeim. Jákvætt að ná þó að klára þetta og við erum í 5.sæti.

  9. Margt jákvætt,, en í dag sé ég eftir hverri krónu sem fór í Henderson. Ætla þó ekki að afskrifa manninn, hann er mjög ungur ennþá og hlýtur að koma til með tímanum. En því miður er fátt í hans fari sem bendir til þess að þetta sé spennandi leikmaður.

  10. Alveg er það magnað að eftir sigurleik þar sem Carroll er að spína fínan bolta að þá byrjar fyrsta kommentið á því að dissa Carroll.  Og þessi samanburður við Aguero hefur verið ræddur 100 sinnum á þessari síðu og er strax orðinn þreyttur.

    Þetta var ótrúlega opinn leikur.  Sóknin var á tímum frábær hjá okkur og með ólíkindum að við skoruðum bara 2 mörk.  Við hefðum getað skorað að minnsta kosti 6 mörk.  Carroll hefði með smá heppni geta skorað tvö mörk og Suarez átti að skora fleiri en eitt.

    Ég hef áhyggjur af vörninni og miðjunni – við hefðum auðveldlega getað klúðrað leiknum þar.  

    En þrjú stig eru jákvæð og svo sjáum við gegn Everton þá Gerrard, Suarez og Carroll spila saman í fyrsta skiptið. 

  11. Henderson, Adam og Carroll eru bara langt frá því að heilla mann í augnablikinu! Carroll og hálf kjánalegur á velli og Henderson er bara aukaleikari á vængnum sem tekur eins lítin þátt í öllu og hann getur.  Fínt að fá 3 stig, en að taka Suarez út fyrir Gerrard var rugl! KD ekki að vinna sér inn stig þar og svo að hafa Henderson svona lengi þarna inni var út í hött. Hann er ekki nógu góður eins og staðan er í dag.  Bellamy eða Kuyt eru mun betri leikmenn, þannig er það bara!

    F3 stig fínt en svona frammistaða mun ekki gefa okkur stig gegn united eða jafnvel everton.  Guð hvað ég vona að Dalglish fari ekki að þrjóskast við með Henderson í 4 mánuði! 

  12. Fínt að fá 3 stig, en að taka Suarez út fyrir Gerrard var rugl

    Bíddu, staðan var 2-1 fyrir okkur þegar Suarez fór útaf og við héldum það út og unnum leikinn.  Hvernig í ósköpunum var sú skipting rugl?  Okkur stuðingsmönnum langar kannski að sjá 3-1 en Dalglish hafði meiri áhyggjur af því að Wolves myndu jafna.

  13. Skil ekki þetta diss á Carroll hérna maður, menn sífellt ælandi upp úr sér þessum verðmiða á stráknum og samanburði á honum og Aguero. Menn verða að fara skilja það að Aguero er að þéna hátt í 200 þúsund pundum á viku á meðan Carroll er með svona 1/4 af því, auk þess eru City í CL og ekki við, það hlýtur að spila stóra rullu. Carroll átti að mínu mati flottan leik í dag og var bara óheppinn að skora ekki. Í næsta leik gegn Everton þá fáum við liklega að sjá Stevie G, Carroll og Suarez alla saman, held að það verði nú eitthvað.

  14. Besti leikur Carroll á tímabilinu, án nokkurs vafa. Móttökur hans og sendingar voru mun mun mun betri en þær hafa verið hingað til. Var einnig óheppinn að setja hann ekki, hefði vel getað sett tvö í dag. Jafnvel fleiri þar sem hann kom sér oft í góðar stöður en það vantaði lokasendinguna uppá.

    Suarez var auðvitað MOM, allt í öllu hjá okkur sóknarlega – eins og svo oft áður.

    Það neikvæða í þessum leik er að mínu mati miðjan & vörnin hjá okkur. Mikið óöryggi í back-4 og það slitnaði mikið uppúr miðjunni hjá okkur í seinni hálfleik. Wolves hefðu aldrei átt að fá svona margar hættulegar sóknir.

    3 stig það eina sem telja – við spiluðum mun betur gegn Sunderland í fyrsta leik tímabilsins en fengum eingöngu 1 stig þar. Vel ég þá fyrri kostinn any day.

    Þá eru tveir rosalegir leikir næst í deild, Everton (ú) og ManUtd (h).

  15. Ronny #1  Er ekki kominn tími til að vakna og hætta þessum blautu draumum um Aguero??

    Tek undir það að Carroll var fínn í dag en hann getur alveg gert betur drengurinn. Suarez er að fá blóðið aftur á tennurnar eftir þetta ótrúlega mark hjá honum. Ef eitthvað er þá fannst mér leiðinlegt að fá ekki að sjá hann og Gerrard spila saman þarna í lokin en þrjú stig í hús sem er skylda gegn þessu liðið. Sammála líka um það að við verðum að fara að lappa svolítið upp á varnarleikinn hjá okkur og fara að halda hreinu svolítið oftar.

     

  16. Spurning um að ritstjórar hér útskýri enn og aftur fyrir þeim sem eru að agnúast út í hve Carroll var dýr, hvernig þessi viðskipti fóru fram og afhverju hann kostaði svona mikið. 

    Annars er bara frábært að fá 3 stig og sigur er sigur. Bara halda því áfram..  

  17. Ég veit að við unnum leikinn og það er auðvitað gott… og ég veit að þetta er þetta alls ekki jákvæð athugasemd… en ég bara get ekki falið vonbrigðin lengur…

    Slök færanýting, slakar sendingar, slakar móttökur, slakar hornspyrnur, slakar aukaspyrnur, slök varnarvinna og Reina er hættur að verja víti.

    Við erum bara með mjög slakt lið… þrátt fyrir “uppbyggingu” síðasta árið.

    Og stemningin á vellinum er lítil sem engin.

    Auðvitað koma góðir punktar inn á milli en á heildina litið erum við ekki að gera góða hluti…

    Þetta eru ekki góðir tímar 🙁

    Ég vona svo sannarlega að endurkoma Gerrard muni breyta þessu til batnaðar…

  18. Nauðsynlegur sigur þó svo að hann hafi nú ekki verið virkilega sannfærandi. Sammála Hafliða að fyrstu 30 mín voru ekkert sérstaklega glæsilegar en þá tók Suarez málin í sínar hendur og kom Liverpool í 2-0.
    Það sem eftir lifði hálfleiksins var mikið sjálfstraust í liðinu og þriðja markið lá í loftinu.
     
    Menn mættu síðan værukærir í seinni hálfleikinn og var refsað þegar Wolves náði sínu fyrsta skoti á markið. Eftir markið fengu Liverpool tvö góð færi að setja þriðja markið en Carroll og Downing fóru illa með góð færi. Þeir tveir áttu þó ágætis leik. Eftir það gat næsta mark dottið báðum megin. Varnarleikur liðsins er mjög óöruggur um þessar mundir. Það er ekkert hægt að benda á einn leikmann og kenna honum um. Allt liðið verður að taka það til sín.
     
    Það eru þó nokkrir jákvæðir punktar sem hægt er að taka úr þessum leik.

    3 stig þrátt fyrir heldur slakan leik heilt yfir. Leikur sem hefði klárlega tapast í fyrra. 
    Gerrard kom inná og verður klár í leikinn gegn Everton eftir viku.
    Liðið er að skapa sér fullt af færum, vantar bara að betri nýtingu.
    Adam og Carroll spiluðu sína bestu leiki á þessu tímabili. 

    Vissulega er það rétt að Suarez átti ekki að bregðast svona við skiptingunni. Engu að síður skil ég hann mjög vel þar sem hann var að spila mjög vel og var líklegur allan tímann að setja mark. Í stöðunni 2-1 og undir þeirri pressu sem Liverpool var undir þá er hann einmitt leikmaðurinn sem var líklegastur að setja þriðja markið. Fjölmiðlar reyna eflaust að blása þetta upp í umfjöllun sinni um leikinn. Ætli Bellamy verði ekki dreginn líka inní þetta og sagður hafa brjálast yfir því að hafa ekki fengið að fara inná.
     
    Það eina neikvæða sem ég ætla tjá mig hérna um er að mér finnst Dalglish heldur rólegur í skiptingum sínum. Eins og síðustu leikir hafa þróast þá finnst mér fyrstu skiptingar á 75. og 80 mín. vera koma alltof seint og stundum hefur hann ekki notað allar skiptingar þrátt fyrir að margir leikmenn séu að spila undir getu. Annars er Kóngurinn fullkominn að öllu öðru leyti. 🙂

  19. Suarez var hættur að hlaupa á eftir boltum til að hvíla sig, auðvitað var honum skipt út af.

  20. Skil ekki gagnrýnina á Caroll í dag. Var að spila flottan leik, var berjast, komas sér í færi, átti góða sendingu á Suarez, flottu leikur. Sammála Babu að miðjan var ekki sannfærandi, á mót betri liðum værum við kaffærðir. Henderson er bara ekki kantmaður. Var fínn á miðjunni þegar við vorum einum manni færri á móti TH og stóð sig vel í hægri bakk líka. Mér fannst hinsvegar Skrtel slakur. 3 stig eru 3 stig. Þurfum að spila betur á móti Everton og mu.

  21. Ég kveiki í mér ef menn hætta ekki að röfla um hvað Carroll kostaði.

    Nenniði þá frekar að tala um hvað Suarez hefði átt að kosta, eða hversu vel við sluppum með Torres? 

  22. Eins mikið og ég elska Suarez mikið þá er ég orðinn hræddur um hvað hann er skapstór. Það að vera skipt útaf fyrir Gerrard er nú ekki mikil skömm og sérstaklega þegar við erum að vinna 2-1(nema hann hafi verið svona pirraður að fá ekki að spila með Gerrard í lokin).
    Annars flottur sigur og gaman að sjá Carroll og fleiri bæta sig, og sammála þér með Henderson, ætli það sé ekki betra að hafa hann á bekknum og hleypa honum inná í nokkrum leikjum (á miðjua) 

  23. skil ekki þessa umræðu um að Reina sé hættur að verja Víti! Það fer allt eftir spyrnunni hvort markmaður eigi séns á að verja!! eins og á móti Brighton, Það ver engin svona fast skot út við stöng!! Ef víti er varið er það 99% þannig að spyrnan hefði getað verið betri !

  24. Ég er alveg að fíla það hversu Suarez er “skapstór”, ég kýs hinns vegar að kalla þetta ástríðufullur.

  25. Dagurinn er góður…
     
    Sigur 3 stig og við eigum helling inni. Hvernig er ekki hægt að líða vel eftir svoleiðis leik.
     
    Ekki detta í væl þó að við vinnum ekki 8-0 Barcelona style. Tek sigur í “lélegum leik” ekki gleyma það er uppbygging í gangi. Ekki hægt að spila Barcelona bolta þar sem þeir voru búnir að spila sig saman í mörg ár.
    Veit ekki hver aldurinn er hér sem skrifar en ég Man eftir því þegar við vorum meistarar síðast, ég man eftir King Kenny sem fótboltamanni og stjóra. Ef hann er að búa til það sem var hérna á árum áður þá eru þeir sem eru ekki vissir með Leikmenn og eru með gangrýni sem á ekki rétt á sér ekki á réttri leið á að vera með Liverpool hjartað á réttum stað.
     
    Við erum Liverpool FC við stöndum með mönnum í gegnum súrt og sætt ef við höfum hausinn á réttum stað og gerum þetta Liverpool way sem er í ofninum og in the making þá þarf sérhver Liverpool maður að finna það í hjartanu að uppbyggileg gangrýni er Liverpool way ekki niðurbrjótandi gangrýni.
     
    When you walk through a storm Hold your head up high…. Þetta er ekki bara lag þetta þýðir eitthvað. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir mig þar sem ef við svo óheppilega vill til að við töpum leik þá At the end of the storm
    There’s a golden sky
    Reynum jákvæða gagnrýni og ég skal gera mitt besta að vera Liverpool maður sem styð liðið mitt í gegnum súrt og sætt, ég skal gagnrýna liðið á jákvæðan hátt ef þú gerir það líka þá sama hvað gerist getum við verið sáttir að allir eru að reyna eða gera sitt besta. Ekki eins og liðið fer út til að reyna að spila lélega sumir eiga eftir að sanna sig eins og Lucas hefur gert en þangað til Félagar…. YNWA

  26. Flottir kaflar í dag og margt jákvætt, t.a.m. frammistaða Carroll sem mér fannst spila sinn besta leik í einhvern tíma allavega. Suarez alltaf ógnandi og ég held að þeir geti orðið mjög flottur dúett ef þeir fá einhverja leiki saman núna. 

    -Góð þrjú stig í hús.

    Ég segi hins vegar, fyrir mitt leiti, að Gerrard eigi að vera með Lucas á miðjunni í næsta leik. Mér finnst Charlie Adam oftast líta út fyrir að vera þreyttur og held að það myndi breyta miklu að hafa Gerrard með allan sinn kraft þarna inni á miðjunni. Hafa svo Downing og Bellamy á köntunum, Carroll fremstan og Suarez aðeins fyrir aftan.

    Höldum vörninni eins og hún var í dag, það er ekki gott að vera alltaf að hrófla við öftustu fjórum eins og við höfum þurft að gera svolítið það sem af er tímabili. Ég vil reyndar sjá Doni í markinu á móti Everton.

    YNWA

    P.s. ég vil að sjálfsögðu ekki hafa Doni í markinu á móti Everton!

  27. Er mjög ánægjur með sigur en Carroll???? enn og aftur maðurinn er ekki að gera sig og fatta ekki þá sem segja að hann sé að bæta sig, að sjálfsögðu gerir hann það vegna þess að það er ekki hægt að vera verri en hann hefur verið í síðustu leikjum. Suarez?? taka hann útaf, hvað er í gangi Carroll átti að fara útaf fyrir Gerrard, er KK að gefa 35 mmmm manninum Carrol séns og réttlæta kaupinn. OK við unnum en Comon Suarez útaf og Carrol inná HALLÓ.

  28. Tek þessi 3 stig í dag mjög fegins hendi en er hins vegar langt frá því ánægður með spilamennskuna sem var oft á tíðum algjör göngubolti hjá okkar mönnum. Svona spilamennska eins og í dag mun ekki skila 3 stigum á Goodison Park og ekki 3 stigum gegn Man Utd á Anfield í leiknum sem er þar á eftir.

    Ég held að þetta lið sem spilaði í dag geti unnið öll lið í deildinni hinsvegar en mér fannst bara oft á tíðum eins og menn nenntu þessu ekki, virtumst geta búið til færi þegar þeir vildu en virtust bara ekkert vilja það allar 90 mínúturnar. 

    Carroll fannst mér heilt yfir eiga fínan leik svona utan við bullið í honum á 93 mínútu þegar ég öskraði á sjónvarpið yfir því af hverju maðurinn skaut ekki á markið og kom sér á blað í deildinni…

    Núna er Gerrard að koma inn sem mér fannst koma inn í dag hungraður og af miklum krafti en hvað gerir Dalglish þá? ég hef ónota tilfiningu í maganum um að núna verði þetta spurning hvort Suarez eða Carroll spili leikina og að Gerrard verði í holunni fyrir aftan annan þeirra með Lucas og Adam fyrir aftan sig, það vill ég alls ekki, finnst það gefa auga leið að Adam fái sér sæti á bekknum og Gerrard taki miðjuna með Lucas með Suarez og Carroll frammi. Svo vil ég sjá Bellamy fá sénsinn á vængnum með Downing á hinum vængnum, Henderson má alveg fara að fá hvíldina enda ekki alveg fundið sig enn sem komið er og þá er ég að reyna að tala eins fallega og ég get í kringum þá hluti því í fullri hreinskilni hefur Henderson verið meira og minna týndur í öllum leikjunum á tímabilinnu nema gegn Bolton. Henderson  hins vegar er flottur fótboltamaður sem hefur gott auga fyrir spili og mun klárlega nýtast okkur vel í framtíðinni en hann er einhvernveginn ekki alveg tilbúin að mínu mati til þess að spila hvern einasta leik í byrjunarliðinu.

    Ég var líka rosalega hissa á að sjá Bellamy ekki fá eina mínútu í dag eftir flottan leik gegn Brighton á miðvikudagskvöldið.

    Svo hef ég smá áhyggjur af því að Suarez biðji um sölu í Janúar ef Dalglish fer að taka fleiri mínútur af drengnum, ég sé ekkert því til fyrirstöðu að drengurinn spili hverja einustu mínútu á meðan hann er ALLTAF besti maður vallarins í hverjum einasta leik sem hann spilar eða nei það er kannski einn leikur sem hann hefur ekki verið besti leikmaður vallarins í síðan hann kom til félagsins og það var leikurinn gegn Tottenham síðustu helgi. Maður hefði haldið að Gerrard kæmi bara inn fyrir Adam í leiknum áðan og sú skipting hefði alveg mátt koma eftir 60-65 mínútur þessvegna… Manni er farið að langa að sjá Gerarrd og Suarez spila saman.

    Er líka pínu hissa á að sjá Enrique vera farin að koma mun minna upp völlinn heldur en í fyrstu 3 leikjunum, ætli það séu skilaboð frá þjálfurum eða??

    Annars er ég auðvitað súper sáttur með 3 stigin og allt það en þetta eru bara hlutir sem mér finnst að og verði að lagast….             
         

  29. Til ykkar sem efiðst…..við erum tíu sætum ofar á töflunni núna en á sama tíma í fyrra 🙂 Fín þrjú stig og margt jákvætt í leik okkar manna. Er virkilega spenntur að sjá þennan hóp þegar hann hefur slípast aðeins betur saman. Carroll ætti að hafa stungið aðeins upp í þá sem mest gagnrýna hann, flottur leikur hjá honum. En Suarez er maðurinn, stórkostlegur leikmaður og bara gaman að sjá að hann vill spila í 90 mínútur og ekkert kjaftæði.

  30. Sá seinni hálfleikinn, mikill gæðamunur á liðunum fannst mér. Liverpool voru góðir og hefðu átt að skora fleiri mörk en full værukærir í varnarleiknum. Góð 3 stig og allt í rétta átt. 
    Hægri bakvarðastaðan smá vandamál í liðinu og Carroll ekki kominn í gang. 

  31. Verkefnið í dag var að vinna Wolves, það tókst og miðað við færi og spilamennsku hefðum við átt að vinna þá með 2-3 marka mun. Þ.e.a.s. við vorum að spila vel og þetta Wolves lið er ekki neitt afleitt og það er bara alls ekkert sjálfgefið að keyra yfir þá og vinna með fimm mörkum. Væntingarnar hjá sumum hérna eru bara út úr kortinu og umræðan eftir leiki, jafnvel sigurleiki, verður furðulegri og leiðinlegri fyrir vikið. 

    F3 stig fínt en svona frammistaða mun ekki gefa okkur stig gegn united eða jafnvel everton.  Guð hvað ég vona að Dalglish fari ekki að þrjóskast við með Henderson í 4 mánuði!

    Það að segja að við myndum ekki vinna Everton eða United með þessari spilamennsku er fyrir það fyrsta algjört aukaatriði enda vorum við að reyna að vinna Wolves í dag. Eins er það bara ekkert öruggt og ég myndi sannarlega þiggja svona mörg úrvalsfæri í næstu tveimur leikjum. Það þarf engan vísindamann til að finna út að þú leggur ekki eins upp leik gegn United og þú gerir gegn Wolves og því legg ég til að við treystum bara Dalglish fyrir því þegar þar að kemur og einbeitum okkur frekar að þessum leik. 

    Menn hljóta að sjá eftir þessum 55 milljónum punda sem fóru í Carroll og Henderson á meðan Aguero er að raða inn mörkunum fyrir Man City.

    Nei auðvitað er maður ekkert farinn að sjá á eftir peningum sem fara í tvo efmilega leikmenn um tvítugt sem báðir eru á rúmlega fimm ára samningum… hvað þá eftir 5-6 leiki. Getur alveg tekið 1-2 ár að fá leikmenn á þessum aldri að aðlagast, ef þeir gera það einhverntíma. Miðað við Carroll í dag þá sýnist mér hann ekki þurfa svo mikið til að fara skora aftur.

    Hvað Aguero er að gera hjá City kemur okkur ekkert við, hann er bæði mikið dýrari leikmaður (verð+laun) og var bara ekkert í boði fyrir okkur. Hann er að gera vel eins og allir sóknarmenn myndu gera með þetta lið sem hann hefur á bakvið sig. Kemur okkur ekkert við og gangi honum bara sem best. 

    Eins frábær leikmaður og Suarez er þá fannst mér hann sýna þvílika óvirðingu með þessum látum i sér og sparkandi í brúsa og hristandi hauusinn.

    Rosalega er ég að hugsa þetta öðruvísi en þú. Mikið frekar vill ég sjá hann stjörnubrjálaðan yfir því að vera tekinn af velli (gefið að hann hagi sér innan marka) og mér er slétt sama um einn brúsa til eða frá. Þetta sýnir að honum er svo sannarlega ekki sama og ég held að þetta sé eitthvað sem stuðningsmenn kunni almennt að meta. Það að leikmaður sýni tilfinningar er ekki alltaf neikvætt, sama hvað enska knattspyrnusambandið (sem vill útrýma tilfinningum úr þessari íþrótt) heldur fram.

    Slök færanýting, slakar sendingar, slakar móttökur, slakar hornspyrnur, slakar aukaspyrnur, slök varnarvinna og Reina er hættur að verja víti.

    Sundum er talað um að glasið sé annaðhvort háffullt eða hálftómt, getur verið að þú hafir hellt niður?

    Þetta var ekkert besti leikur Liverpool frá upphafi og við erum ekki á eins góðu skriði og Manchester liðin t.d. en come on það er alveg í lagi að gleðjast aðeins eftir sigurleiki og horfa á lífið með bjartari augum en t.d. Jón Viðar gagnrýnandi þegar hann fer í leikhús.

  32. Ágætt ad ná 3 stigum i dag. Hef smá áhyggjur af kenny, veit ekki hvort hann sé med það sem þarf til að stjórna þessu liði okkar. Sjáum h að gerizt i næstu leikjum.

  33. Það er ekki hægt að kvarta yfir þessum 3 stigum jafnvel þótt um keppni við appelsínugul spendýr sé að ræða. Hollningin á liðinu miklu betri en í fyrra þótt margt eigi eftir að slípast til. Þetta eru einmitt leikirnir sem við verðum að taka 3 stig og það tókst í dag. Næstu 2-3 leikir munu samt skera úr um hvort við ætlum að horfa í afturendann á United og Chelzki strax í október og berjast um 4-7 sætið eða að sýna að það er eitthvað meira spunnið í Kenny og kó eins og eigendurnir stefna að.  

  34. Suarez var fúll að fara útaf og skil ég hann vel og VONA ég að hann óski ekki eftir að vera seldur í januar. KK verður að fara vel með demantinn sinn.

  35. Sælir félagar
     
    Góður sigur og þrjú stig.  Það hlýtur að koma að því að við förum að skora úr dauðafærunum okkar.  Eðlileg niðurstaða í færum talið hefði verið 5 – 1.  En þetta er í ælagi svi fremi við vinnum leikina.  Því vil ég vona að við nýtum færin okkar í næstu tveimur leikjum því þa´vinnum við þá báða.  Leiðindaliðið komst yfir áðan á móti Stoke sem hafði amk. fram að markinu verið betri aðilinn í leiknum.  Þannig var það einnig á móti Torres og félögum þar sem leiðindaliðið átti lítið sem ekkert í leiknum og þeir bláu óðu í færum.  Lánið sem leikur við þetta leiðindalið er með fádæmum. 
     
    En svoleiðis tekur enda og þá fara þeir að tapa leikjum og stigum.  Leiðindaliðið getur ekki haft heppnina með sér heilt tímabil.  Eins er það með okkar menn.  Lánið hl+ýtur að fara að falla þeim í skaut.  Ef svo fer vinnum við næstu leiki auveldlega og strákarnir hans Rúdolfs tapa sínum fyrsta leik á Anfield. Þá verður nú gaman elskurnar mínar.
     
    Það er nú þannig
     
    YNWA

  36. Það sem ég er kannski aðallega að reyna að benda á Babú er það að mér fannst á löngum köflum vanta hraða og kraft í liðið í dag, þú hlýtur að leggja alla leiki upp með hraða, krafti og áhuga og það hlýtur að eiga við um Wolves og líka Everton og Man Utd, er að benda á það að menn þurfa að hafa fullan áhuga á verkefninu og vera á fullu gasi allan tíman ef á að leggja Everton og Man Utd burt séð frá því hvernig Dalglish leggur svo leikinn sjálfan upp. 

  37. Flott að fá þrjú stigin í dag. Þetta var erfiður leikur, ekki af því að við fengum á okkur mark heldur af því að liðinu gengur illa að nýta færin sín. Staðan var 2-0 í hálfleik en hefði getað verið stærri og eftir að Wolves skoruðu áttu okkar menn nánast strax þrjú dauðafæri en nýttu þau ekki og því hékk þetta í naumri forystu áfram.

    Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur að ég hef meiri áhyggjur ef liðið er að sækja illa eða skapa sér fá færi, heldur en ef menn eru að nýta illa. Nýtingin batnar, það er jákvætt í mínum huga að liðið er að búa til helling af færum í hverjum einasta leik (undantekningin þó gegn Tottenham) þótt þau séu að nýtast illa.

    Mér fannst Martin Skrtel, Stewart Downing, Luis Suarez og Andy Carroll bestu menn liðsins í dag. Adam og Lucas voru slappir á miðjunni, Henderson gerði lítið og bakverðirnir hefðu mátt vera duglegri að sækja upp að mínu mati, sérstaklega þegar við vorum með þunga pressu á Wolves á köflum.

    Menn eru hér mikið að ræða Carroll en þetta fannst mér besti leikur hans á tímabilinu. Það reyndar segir ekki mikið því hann hefur lítið gert í haust en í dag gerði hann allt rétt nema að skora mark eða mörk. Það er pressa hans sem skapar færið fyrir Adam í fyrsta markinu, og svo á hann tvö dauðafæri sem hann nýtir ekki í seinni hálfleik, plús einn skalla í stöng og eitt gott hlaup innfyrir þegar Gerrard var næstum búinn að koma stungusendingunni á hann en Wolves-varnarmaðurinn náði að bægja því frá á síðustu stundu.

    Engu að síður fannst mér Carroll vera að virka vel með Suarez í dag. Yfirferðin á honum var mikil, spilamennskan góð og hann að skapa fyrir samherja sína. Hann vantar ennþá smá sjálfstraust og grimmd í teignum en það kemur með mörkunum. Þetta er ungur framherji sem getur helling. Ef hann hefði kostað okkur 5m punda væru allir himinlifandi því hann er jú miklu betri en Ngog eða Voronin eða Babel, en af því að hann kostaði 35m punda er eins og sumum finnist þeir verða að brjálast út í hann á meðan hann ekki skorar. Það er búið að margútskýra hvers vegna hann kostaði svona mikið en við getum ekki notað verðmiðann til að berja hann ítrekað í hausinn með honum. Gefum stráknum smá svigrúm, hann er að byrja leiki og spila æ betur. Mörkin koma, ekki síst þegar Gerrard er kominn þarna inná.

    Talandi um Gerrard: hann virkaði dasaður gegn Brighton enda fyrsti kappleikur hans í hálft ár, en í dag var strax stigsmunur á honum. Ef hann lendir ekki í neinum vandræðum í vikunni geri ég ráð fyrir að hann byrji inná gegn Everton og þá verður gaman að sjá hvernig hann nær saman með Carroll og Suarez.

    Já, og ég var ósammála skiptingunni hjá Dalglish. Hann var alltaf að fara að taka framherja út af fyrir Gerrard sem þriðja miðjumann til að þétta aðeins og verjast sóknum Wolves, og Suarez og Carroll voru báðir að spila vel, en það er eins og Dalglish hafi metið það svo að það væri mikilvægara að reyna að láta Gerrard og Carroll fá mínútur saman en að láta Gerrard og Suarez fá mínútur saman. Ég er því ósammála, mér finnst mikilvægast fyrir nánustu framtíð að koma Suarez og Gerrard á sömu bylgjulengdina sem allra, allra fyrst. En Dalglish ræður þessu svo sem, ekki við.

    Ég skil Suarez vel. Hann var pirraður enda annar leikurinn í röð þar sem hann er fyrsti sóknarmaður útaf fyrir Gerrard. Það er jákvætt að sjá svona grimmd og ástríðu í honum (berið þetta í huganum saman við Babel sem yppti bara öxlum og virtist sama og þá sjáiði hvað þetta er jákvætt hjá Suarez). Hann tekur pirringinn vonandi út á Everton eftir viku, við hlið Gerrard og Carroll.

    Á heildina, flott að ná í sigur eftir tvö töp í röð og flott að fá jákvætt andrúmsloft í aðdraganda borgarslagsins. Ég myndi halda að sama byrjunarlið spili gegn Everton nema að Henderson fari út fyrir Gerrard og kannski, kannski Carroll út fyrir Kuyt af því að Kuyt skorar alltaf gegn Everton. Að öðru leyti býst ég við fáum breytingum.

    Sáttur. Margt jákvætt og ýmislegt neikvætt líka, en ég er sáttur.

  38. NR 5Fyrirgefdu mer rony en vid getum ekki sagt tetta tvi aguero er ad fa haerri laun en tessir tveir leikmenn til samans hja city og teir budu aguero meistraradeildarbolta

    Ég á meistaradeildarbolta , helv góður bolti frá Adidas, ég hefði getað látið hann hafa hann en það er sennilega of seint 🙂

  39. Svona hugarfar skil ég ekki:

    Suarez var fúll að fara útaf og skil ég hann vel og VONA ég að hann óski ekki eftir að vera seldur í januar. KK verður að fara vel með demantinn sinn.

    Skárra væri það nú ef knattspyrnustjórar færu að stjórna sínum liðum þannig að þeir tæki frekar tillit til þess að einhver verði fúll eða sár yfir að fá bara að spila í 80 mín. en ekki 90. Stjórar gera það sem þeir telja að vinni leiki, og duttlungar einstaka leikmanna breyta þar engu. Enda væri það ansi langt frá Liverpool leiðinni finnst mér…
     
     

  40. Flottur sigur í dag og kærkomin 3 stig.. Það sem stendur uppúr er klárlega endurkoma Steven Gerrard, magnað að sjá þessa elsku aftur!!
    Mér fannst Suarez bestur í dag eins og oft áður og ég skil ekki afhverju Kuyt byrjaði ekki þennan leik, hann er svo góður á boltanum og það er miklu meira öruggi í spilinu þegar hann er inná, hann er líka betri varnarlega.. Hefði viljað sjá Bellamy síðustu mínuturnar í stað Carroll…

    Vörnin er hinsvegar vandamál og þá sérstaklega hjarta varnarinnar…

    En sigur í dag og við skálum fyrir því

  41. Skil Suarez, skil ekki kenny.   
    Suarez var mun líklegri til að setja hann heldur en Carroll.
    Er ekki pláss fyrir tvo skapandi menn í þessu liði, Gerrrad og Suarez?
    Er Adam orðin heilög kýr á miðjunni?
    Gerrard hefði leyst hlutverk Charlie´s inná miðjunni auðveldlega.
    Vona að Suarez verði ekki skipt út af í hverjum leik.
    Til hvers að pirra hann, þegar hann átti skilið að spila allan leikinn? 

  42. Ég held menn megi aðeins róa sig í bölsýni og að búa til vandamál upp úr engu.
     
    Að fara að hafa áhyggjur af því að Suarez komi til með að fara fram á sölu í janúar af því hann sparkar í brúsa þegar honum er skipt út af er nettur Greys anatomy fílingur …  Drama út í gegn.
     
    Er sammála þeim sem gleðjast yfir viðbrögðum hans … Eins og hefur komið fram erum við loksins komnir með stórhættulegan mann sem vill spila HVERJA EINUSTU MÍNÚTU. Held að King Kenny átti sig alveg á þessu og sé með sína taktík á hreinu þegar hann skiptir Suarez út af, hvort sem það er á 60. eða 89. mínútu.
     
    Annars jákvætt að ná 3 stigum úr leik sem þessum og ég veit að þó þetta hafi ekki verið sannfærandi í dag þá verður kóngurinn ekki í neinum vandræðum með að peppa menn upp fyrir leiki á móti Everton og Mancester United.

  43. Í fyrsta lagi segi ég eins og Dalglish, svo virðist sem menn séu með Carroll á heilanum (http://www.guardian.co.uk/football/2011/sep/23/kenny-dalglish-liverpool-andy-carroll?INTCMP=SRCH):

    “I think people are obsessed with Andy Carroll,” said Liverpool’s manager before tacitly acknowledging the 22-year-old England striker remains a work in progress. “I’m an old guy and I’m still learning; I don’t understand the paranoia with Andy. People talk about him like they know him. They don’t know him. They talk about his lifestyle … what lifestyle? Everybody is obsessed with Andy Carroll.”

    …og:

    “I don’t understand the obsession. There are other players who haven’t played either. The price tag is irrelevant. If we get someone in on a Bosman, does that mean he is rubbish? Should he not play because we haven’t paid any money for him?”

    Ég er 100% sammála þessum ummælum. Carroll lék vel í dag ef frá er talin fáránleg tækling hans þar sem hann átti lítinn séns í boltann og fékk verðskuldað gult spjald. Hann var virkilega óheppinn að skora ekki, t.d. þegar hann skallaði í stöng.
    Suarez lék á köflum frábærlega í dag og markið var t.d. heimsklassa afgreiðsla, varnarmaðurinn fíflaður í drasl og hinir tveir í teignum horfðu á eins og áhorfendur. Hins vegar var farið að draga af honum áður en honum var skipt út af, nokkrar slæmar feilsendingar og tapaðir boltar skömmu áður, sóknir sem fóru í vaskinn. Það er eins og menn líti framhjá svona vegna þess að Suarez hefur unnið sér inn “status” meðal stuðningsmanna. Carroll sem ekki hefur stimplað sig inn á sama hátt er auðvelt skotmark á meðan.
    Engu að síður hefði ég viljað sjá Bellamy koma inn á fyrir Carroll, vegna þess að hann var á spjaldi og vegna frammistöðu Bellamy í miðri viku.
    Að öðru leyti tek ég undir með Kristjáni Atla, sáttur með sóknarþunga liðsins en nú er verkefnið að bæta nýtinguna. Hef trú á að það slípist saman áður en langt um líður. Það var óþarfa spenna í þessu í dag þegar liðið hafði færin til að vera 4-0 yfir í hálfleik.

  44. Þessi þrjú stig verða ekki af okkur tekin 🙂 
    Hrikalega er nú annars gaman að hafa svona leikmann eins og Suarez í liðinu. Það er nánast ómögulegt að ætla sér að reikna hann út. Stundum mistekst það sem hann ætlar sér  en ótrúlega oft skapar það hættu eða mark. Svo er ástríðan svo mikil fyrir leiknum að hið hálfa væri nóg. Pirringurinn í honum  í lok leiks fyrir að vera tekinn út af endurspeglar gríðarlega hungur í að spila og skora. Ef þetta hungur nær að smitast yfir á aðra leikmenn liðsins verður kátt á Anfield.

    Annars gladdist ég gríðarlega yfir því að sjá Gerrard í dag. Naut þess að sjá hann krossa yfir völlinn og skapa hraða á miðjunni og meira að segja skotið upp í stúku var augnayndi. Hlakka til að sjá hann koma sterkan inn á ný og smella nokkrum stungum á meistarann frá Uruguay. 

    Verð svo að hrósa aðeins Downing því þar fer solid gæðaleikmaður. 

  45. Held að KD hafi metið dæmið þannig að Suarez væri orðin þreyttur og það var hann greinilega orðinn. Drengur búin að spila mikið og fékk litla hvíld í sumar. Einhvern veginn treysti ég KD og hans mönnum fyrir þessu verkefni enda er margt jákvætt í gangi hjá liðinu. Þessi Carroll umræða er bara framhald af umræðunni um Lucas á síðustu mánuðum, bara brosleg. Bresku þulirnir voru allavegana ekki í vafa um ágæti Carroll í þessum leik.

  46. Fyrir mér var Carroll maður leiksins full stop. Suarez sýndi af sér óvirðingu gagnvart liðinu og þjálfaranum. Það er enginn sem sýnir King Kenny slíka óvirðingu tvisvar. Ef hann heldur þessu áfram þá mun hann klárlega verða seldur í minum huga.
     

  47. Flottur sigur í dag og meirihluti liðsins með flottan leik, en ég er samt ekki að kaupa þetta leikkerfi alveg. Mér finnst eins og hápressan verði mun skilvirkari þegar stillt er upp í 4-2-3-1 eða 4-3-3. Einnig finnst mér leiðinlegt að sjá Kenny vanmeta þátt Kuyt í hápressunni aftur og aftur. Það sást svo rosalega vel gegn Spurs hvað þessi vinnsla hans er rosalega dýrmæt og aftur í dag, eftir að hann kom inn á áttu Wolves (ég trúi ekki að þetta hafi verið upp á pallborðinu til að byrja með) mun erfiðara með sitt uppspil úr vörninni. Vinnslan á manninum er einfaldlega ótrúleg. Hann er í raun okkar best varnarmaður. Ég myndi telja það mjög mikilvægt að fórna einhverjum af Carroll, Adam eða Henderson til að koma honum inn í liðið. Mér finnst það leiðinlegt að frábærum spilamennskum gegn Arsenal og Bolton sé fórnað til að þessir menn geti verið inn á saman.

    Holningin á liðinu sjálfu var bara ekki alveg að gera sig, Enrique ragur við að bruna upp kantinn og svo hefst þetta allt á miðjunni. Lucas og Adam eru fínir saman þegar þeir hafa box-to-box manninn með sér (sbr. Henderson gegn Arsenal og Bolton). Adam er náttúrulega ekki að bjóða upp á neina yfirferð og hann þarf verndun til að fá tíma á boltann til að geta þannig komið sínar baneitruðu sendingar. Reyndar má ekki tala um Adam án þess að minnast á hornin hans en þetta er stundum eins og að fá víti þegar maður tekur horn. Hrikalega mikilvæg eign þar, sérstaklega þegar Carroll verður öflugri og Coates byrjar að spila meir.

    Kenny er legend. Á því leikur enginn vafi. En hann er langt frá því að vera undanskilinn gagnrýni. Finnst hann bregðast oft á tíðum alltof seint við slæmum köflum hjá liðinu og ákveðið ráðaleysi dettur inn. Þegar Wolves byrjuðu að pressa stíft og settu Fletcher inn á skapaðist stórhætta við markið. Betra lið en Wolves og við hefðum þess vegna getað steinlegið. Þar kemur aftur en punkturinn með Dirk vin minn. Að mínu mati er hann mikilvægasti leikmaður liðsins þegar kemur að þessu. Vera hans og pressa inn á vellinum neyðir varnarmenn andstæðingsins til að grípa til langra sendinga sem varnarmenn okkar eiga mun auðveldara með að éta. Svo er hann glettilega markheppinn, leggur upp slatta og meiðist aldrei. Kenny … settu Dirk í liðið. Strax.

    Djöfull elska ég Dirk. 

  48. Örsnöggt að þætti Suarez undir lok leiksins. Ánægður að sjá þetta. Honum stendur greinilega ekki á sama um gengi liðsins, veit að hann er besti leikmaðurinn og er þess vegna hissa og ósáttur þegar hann er tekinn út af í leik sem er langt í frá sigraður.

  49. þessar síðustu 10 mínútur voru 2 mörk í boði, 1 frá Liverpool hefði klárað leikin með glæsibrag.  Mark frá Wolves hefði rústað deginum.  Ég sé þetta eins og Kenny, Caroll er líklegri til að koma í veg fyrir mark frá Wolves heldur en Suarez og það er útkoman sem ég vildi frekar.  Þannig að ég er bara sáttur við þessa skiptingu, þótt ég hefði glaður viljað fá að sjá Suarez og Gerard saman í nokkrar mínútur.  Þeir eru samt leimenn af því caliberi að þeir þurfa þess ekkert frekar, verða báðir inn á vellinum fyrr en varir og það verður glory to behold.  Caroll þarf hins vega meira á þessum aukamínútum að halda.  Og varðandi þessi viðbrögð frá Suarez,  þau voru bara fín, hann á að vera hundfúll yfir að koma útaf og ekkert að því að sýna það.  Held líka að hann hafi verið meira fúll út í sjálfan sig fyrir að hafa ekki skorað meira heldur en Kenny fyrir að taka sig út af. 

  50. Djöflarnir tapa stigum gegn Stoke – og sæll hvað við munum taka þá í bakaríið á Anfield í október.

  51. Það er magnað hvað menn geta verið pirraðir eftir sigurleik. Við verðum að sýna Wolves þá virðingu sem þeir eiga skilda, þetta er alls ekki auðunnið lið og með marga frambærilega leikmenn. 

    Að því sögðu þá spiluðu okkar menn á köflum – ég endurtek – á köflum, mjög vel. Eins og komið er inn á hér að ofan þá skapaðist mýgrútur færa og við hefðum átt að vera búnir að drepa leikinn í fyrri hálfleik, ekki í fyrsta skipti. Samt, þægileg 2-0 staða. Seinni hálfleikurinn, ekki í fyrsta skipti, var ekki eins góður þótt færin hafi reyndar alveg komið þá líka. Mjög fúlt að ná ekki að halda hreinu.

    Varðandi leikmenn, þá er orðið hálfleiðinlegt að velja mann leiksins, það er nánast alltaf Suarez. Samt fer hann svaðalega illa með færin sín, sem hann reyndar kemur sér flest í sjálfur. Aðrir góðir í dag voru Skrtel, Carra, Carroll og Downing. Jose Enrique var mjög traustur. Lucas var alltílæ en slakastir í dag voru Kelly, Adam og Henderson. Mér finnst Adam vera rosalega óagaður leikmaður með allt of litla yfirferð sem gerir störf Lucas mjög erfið á miðri miðjunni. Hann er með of mikið af feilsendingum og virkar frekar latur að elta og pressa. Kannski er hann ekki kominn inn í kerfið og ég er alveg til í að gefa honum meiri tíma. Líkt og Babu segir þá er Henderson mjög týndur í þessu hægri-miðju hlutverki sínu, var ekki með í dag en væntanlega vill Dalglish spila honum upp á framtíðina, koma honum inn í kerfið því að Kuyt verður ekki hjá liðinu í mjög mörg ár í viðbót. Ég hef líka sterkan grun um að Henderson spili mun betur með sókndjarfan Glen Johnson með sér á kantinum. Kelly hefur auðvitað meiðslaafsökun og kannski eðlilegt að hann hafi lent í vandræðum, sérstaklega með frískan Jarvis. 

    Gegn Everton á næstu helgi vil ég helst sjá tvær breytingar. Fá Gerrard inn á miðjuna fyrir Adam og Kuyt fyrir Henderson. Til vara set ég Gerrard beint inn fyrir Henderson, svo framarlega að hann sé að verða klár í 90 mínútur. Kuyt gæti líka komið inn fyrir Henderson ef Gerrard er ekki klár í 90.
     

  52. Í öðrum fréttum að þá voru stoke að binda enda á sigurgöngu utd 1-1 crouch og nani með sitthvort markið

  53. Ég horfði á þennan leik með öðru auga meðan ég var að vinna verkefni. Það sem ég sá var mjög gott en vissulega þarf greinilega að laga varnarleikinn og menn þurfa að klára færin sín. Þetta hefur verið akkilesarhæll Liverpool það sem af er tímabili. En eins lengi og við skorum fleiri mörk en andstæðingurinn þá sleppur þetta til. Vissulega var þetta ekki meistara frammistaða í dag en meistarar spila ekki alltaf frábærlega samt. Ég hugsa að Dalglish og félagar viti alveg hvað þarf að laga en það tekur kannski lengri tíma að laga ákveðna hluti heldur en ein æfing eða einn leikur. Næsti leikur er gríðarlega erfiður leikur gegn Everton en ég hugsa að það verði auðveldara að hvetja menn til dáða fyrir þann leik. En svo nálgast kannski stærsta próf Liverpool, leikur gegn Manchester United. Vonandi ná menn að laga varnarleikinn í það minnsta því að þessi vörn eins og hún er þessa dagana er ekki að fara að gera góða hluti gegn Rooney, Hernandez og öðrum stórhættulegum sóknarmönnum þeirra! En í dag voru 3 góð stig fengin í safnið og er það vel gert!

  54. Hvernig væri að þeir sem væla mest yfir verðinu á Carroll fari að líta á dæmið þannig að við skiptum á einum striker fyrir annan. Samanburður:

    Torres f. Chelsea:  25 leikir (allar keppnir) – 3 mörk – 27 ára

    Carroll f. Liverpool: 15 leikir (allar keppnir) – 3 mork – 22 ára – 

    Svipað record hjá þeim báðum hingað til og Carroll 5 árum yngri en Torres.

    Stundum getur tilveran verið eins jákvæð og maður kýs að líta á hana. 

    Það er hægt að líta þannig á að við höfum skipt á þessum tveim framherjum OG fengið 15 milljónir punda á milli. 

    Er það ekki þægilegra heldur en að vera sífellt að svekkja sig á einhverjum 35 milljón punda verðmiða sem enginn okkar mun nokkurn tíma koma nálægt því að þurfa að borga?
     

  55. Góður dagur….
     
    3 stig hjá Liverpool eftir tvo tapleiki í röð í deildinni.  Man Utd. tapar stigum gegn Stoke og Everton tapar. Það er varla hægt að fara fram á mikið meira. Veit ekki með aðra en ég fer sáttur inní næstu viku. 

  56.  
    Slök færanýting, slakar sendingar, slakar móttökur, slakar hornspyrnur, slakar aukaspyrnur, slök varnarvinna og Reina er hættur að verja víti.

    Sundum er talað um að glasið sé annaðhvort háffullt eða hálftómt, getur verið að þú hafir hellt niður?
    Þetta var ekkert besti leikur Liverpool frá upphafi og við erum ekki á eins góðu skriði og Manchester liðin t.d. en come on það er alveg í lagi að gleðjast aðeins eftir sigurleiki og horfa á lífið með bjartari augum en t.d. Jón Viðar gagnrýnandi þegar hann fer í leikhús.

    Það má vel vera að ég hafi hellt niður… en þetta eru staðreyndir engu að síður… og það er miður… málið er bara að maður þykist vita hvað býr í þessu liði og auðvitað verður maður pirraður þegar liðið nær sér illa á strik.

  57. @12 Einar, það sem ég á við er að Suarez var stöðugt að pressa og reyna en Carroll var engann veginn að henta eins vel í stöðunni 2-1.  Ég vildi sjá Gerrard koma fyrir Carroll og leyfa honum að fara fyrir aftan Suarez. Við héldum út jú en fallegt var þetta ekki.

  58. Það skortir stöðugleika í liðið sem er ósköp skiljanlegt og maður verður að brosa í gegnum þessar fæðingarhríðir nýja liðs Dalglish og núverandi stigafjöldi auðveldar það manni svo sannarlega. Carroll er greinilega á uppleið sem er vel. Markið hans gegn Sunderland hefði náttúrulega aldrei átt að vera dæmt af og svo er hann óheppinn að skalla í stöng. Þetta fer að falla fyrir honum. Suarez skiljanlega ósáttur við að vera skipt útaf enda fannst manni heldur glórulaust að taka besta mann liðsins útaf þegar staðan er 2-1 en hann verður aðeins að taka á þessum fýluköstum sínum. Það hefði verið mun betra að taka Adam eða Carroll útaf. Þrjú stig í viðbót í hús og leiðin liggur upp á við.

  59. Góð þrjú stig þrátt fyrir melló leik. Óþarfi þó að vera svartir, við eigum heilmikið inni, sáum brotabrot af því þegar Stevie G kom inn. Þegar við förum að hvíla Henderson og jafnvel Adam, setjum Gerrard inn og Kuyt (eða Bellamy) þá verður allt önnur halning á liðinu. Downing er að spila frábærlega, mörkin fara að detta hjá honum. Carroll fer að hitna, vantar bara að detti mark hjá honum. Suarez er að spila mjög vel og ekkert nema gaman að því að sjá hann fúlan yfir því að fara útaf, hann vill standa sig og keppnisskapið er gríðarlegt, stórbrotinn gaur! Næstu tveir deildarleikir munu ráða miklu um hvar við verðum að berjast í deildinni. Sigur á móti Everton úti og apaheilunum heima þann 15.okt væri afar gleðilegt og kæmi okkur í fína stöðu 🙂

  60. Flott frammistaða elskurnar mínar, hlýtur að vera þegar við fáum þrjú stig.
     
    Vill byrja á að hrósa Wolves, þeir hafa sko horft á leikina okkar gegn Stoke og ákváðu strax að hápressa okkur og negla boltunum yfir miðjuna, falla svo hratt þegar við komumst yfir miðju.
    Í svoleiðis leikjum höfum við lent í vanda en í dag settum við tvö mörk, þar af annað með besta svarinu, beat them at their game.  Flott, löng sending og frábær afgreiðsla hjá Suarez.  Reina átti nokkrar 70 metra sendingar og Carroll nokkur flikk sem sköpuðu hættu og hefðu átt að skila okkur 3-0 í hálfleik.
    Tek aftur hatt minn ofan fyrir Wolves, hentu inn senter, spiluðu 4-4-2 og þetta var án vafa afturhvarf til fortíðarinnar í enska boltanum.  Hrikalegt tempó og hasar fram á síðustu sekúndu, sem var afskaplega gott þegar rann út.
    Út frá því þarf að dæma þennan leik, við áttum auðvitað að nýta betur okkar færi en þessi þrjú stig voru með þeim dýrmætari og menn börðust fram í alrauðan dauðann.  Sem er lykilatriði í enskum fótbolta.  Skulum ekki gleyma að Wolves einfaldlega stútuðu okkur í fyrra og höfðu alveg burði í að hirða stig.
    Að sjálfsögðu þurfti að skipta Suarez útaf, örþreyttum, og það er frábært að hann sé pirraður þegar hann fer af velli með leikinn enn í balance.
    Leikur Carroll var mjög góður, vantaði bara markið.  Á síðustu 10 mínútunum held ég að hann hafi skallað alla þá bolta frá teignum sem skallaðir voru frá.  Ef hann heldur áfram að bæta sig svona verður svakalegt að sjá samvinnu hans og Suarez þróast.  Flott stig, meira síðar.  Ætla að halda áfram með matarboðið mitt!!!

  61. Bróðir minn vildi fá gult á Carroll þarna í lokin fyrir leiktöf, þegar hann tók sér ca. tvær vikur í að reyna að klára þetta færi 🙂

    Gríðarlega mikilvægt að ná í þessi þrjú stig eftir Stoke og Tottenham, þó þetta hafi e.t.v. ekki verið besti leikur okkar manna á leiktíðinni.  Suarez allt í öllu, kóngurinn hrósar bæði honum og Carroll í hástert eftir leikinn á opinberu heimasíðunni.

  62. lfc spilar oft betur gegn staerri klubbum, og thvi sammala babu ad litid vit ad framlengja leikinn i dag hratt a naestu leiki

    flott 3 stig 

  63. Það getur vel verið að við höfum oft verið að spila betur og gætum hafa gert ýmislegt betur í þessum leik en takmarkið náðist og það var 3 stig í hús og það hjálpar okkur að gleyma þessum sex sem töpuðust í síðustu tveim leikjum.
    Það tekur okkur tíma að spila liðið saman og mjög jákvætt að sjá fyrirliðann kominn aftur í takkaskóna !

    Nú er það bara næsti leikur , vonum að fyrirliðinn verði heill og við sækjum þrjú stig !

    TR
       

  64. Sammála Kristjáni Atla. Svo lengi sem við höldum áfram að skapa þessi færi þá er ekkert að óttast og við munum vinna flesta leiki. Það er útilokað að tréverkið stoppi okkur endalaust. Þetta mun smella hjá okkur eftir að við kjöldrögum djöflana á Anfield 5-1…. mark my words.

  65. Hvort er glasið hálfullt eða hálftóm?! Það er spurning um afstöðu. Carroll var frábær í dag og sá sem heldur öðru fram er ofboðslega ósanngjarn í garð leikmannsins.

    Suarez er blóðheitur og keppnismaður dauðans. Það er eins og Suarez efni til eins manns gereyðingarstríðs þegar hann spilar. Eigum við kannski að klippa af honum punginn til að róa kappann? Eða eigum við frekar að gleðjast yfir að eiga annan eins stríðsmann í okkar röðum? Eru virkilega til Samtök gegn ofbeldi í garð vatnsbrúsa sem skrifa vandlætingarpistla hér á síðuna?

    Henderson, Enrique, Downing o.fl. eru algjör blessun fyrir LFC og eiga aðeins eftir að verða betri og betri. En auðvitað er líka hægt að pirra sig á að þeir stökkvi ekki alskapaðir út úr höfði Seifs eins og gyðjan Aþena forðum.

    Ég velti fyrir mér hvort seiglan, trúmennskan og bjartsýnin sem einkennir stuðningsmenn LFC og gerir þá einstaka sé að láta undan hér á Íslandi? Ég hef áhyggjur af því að við hafi tekið of margir vælukjóar og hælbítar sem sjá aldrei fegurðina í sigri á verðugum andstæðingi en velja þess í stað að míga yfir besta félagslið í heimi og leikmenn þess. Hvaða djöfulsins máli skiptir hvað Carroll kostaði t.d.? Drengurinn er ómetanlegur eins og hann hefur sýnt aftur og aftur.

    Ég fagna reglum um háttvísi og bann við persónuníði sem ritstjórar kop.is hafa sett. En reglur, þótt góðar séu, leysa ekki uppdráttarsýkina sem veður hér uppi hjá of mörgum að mínum dómi. 

  66. þrjú flott stig í hús.
    Í síðustu leikjum höfum við verið að skapa okkur mikið af dauðafærum og þegar þau loksins falla fyrir okkur eykst sjálfstraustið enn frekar og liðið byrjar að spila betur og nýtir færin betur.  Þetta hjálpast allt að og því fyrr sem þeir ná þessu, því fyrr verður meira gaman.  Þangað til þá er ég alveg til í að taka öll þau 3 stig sem við fáum þótt allir séu ekki að spila glimmrandi bolta.

  67. Ég var á þessum leik í dag og sá enn betur en í sjónvarpinu að Carroll er ekki að láta nógu mikið að sér kveða (not throwing his weight around). Hann er of passívur finnst mér. Ef hann nýtti styrkinn betur til þess að gera varnarmönnum lífið leitt þá myndi losna mun meira um aðra leikmenn í kringum hann og liðið yrði hættulegra. En ég hef enn trú á honum. Leigubílstjórar í Liverpool hafa hana ekki samt.

  68. Gerrard maður leiksins, fyrir að koma inná í leik á Anfield í fyrsta sinn í hálft ár.  Svo Suarez, Carroll og Enrique.  Henderson og Adam ekki nógu góðir.  Fá Gerrard og Kuyt inn fyrir þá á móti Everton.  En læt annars Kónginn um það.
     
    Mér fannst Reina ömulegur í dag fyrst hann varði ekki víti!

  69. Er mjög ánægður með leikinn. Fannst hann mjög skemmtilegur og liðið af búa til helling af færum.
    Var aldrei smeikur um að tapa þessu niður þar sem ég var smeykari við varnarmistök Liverpool heldur en sóknarmenn Wolves.
    Ef maður rýnir í leikinn þá held ég að allflestir hafi átt betri daga… en mér er nokk sama, liðið lék skemmtilega saman og er að spila sig saman.
    3 stig og scum hættir á runni 🙂

  70. Aðalatriðið í dag er að það komu þrjú stig í hús. Við unnum leikinn í dag. UNNUM! Auk þess sem leikurinn var engin hörmung, langt í frá.

    Hversu oft hefur maður ekki gegnum tíðina pirrað sig á því að Scum hafi verið að spila ömurlega en samt unnið? Ekki halda það að allir sigrar Rauðnefs og co. hafi verið flugeldasýning. Sigur í svona leikjum gerir ekkert nema að styrkja trú manna á sjálfa sig og liðið.

    Magnað að fylgjast með sumum ummælum hér, menn segjast fullir vonbrigða, liðið sér ömurlegt og ég veit ekki hvað. Staðreyndin er sú að það tekur alltaf tíma að búa til lið, menn þurfa tíma til að spila sig saman. Við erum búin að horfa upp á ótrúlega miklar mannabreytingar undanfarið og flestir eru sammála um að það hafi skilað sér í sterkari hóp. En menn þurfa að læra hver inn á annan. Það er staðreynd. Það ber hins vegar að hafa í huga að sigur veitir mönnum aukið sjálfstraust, með auknu sjálfstrausti kemur aukið áræði sem skilar sér í betri leik og (vonandi) fleiri sigrum.

    Ég vil minna á að það tók Rauðnef að mig minnir 7 ár (já, sjö) að landa sínum fyrsta meistaratitli. Ég veit að við erum búin að bíða lengi en í öllum bænum gefum KD lengri tíma en 9 mánuði til að skapa meistaralið, ég held að hann eigi það skilið.

    So come on you Reds, you’ll never walk alone.

  71. ekki okkar besti leikur en 3 stig engu að síður,samála mönnum með að það má alveg fara að hvíla hendersonog leyfa bellamy að spreyta sig, og miðjan okkar er frekar hæg, en það jákvæða er það að vinð erum að skapa okkur helling af færum, og vonan verða þau enn fleiri með komu gerrards, væri líka til í að fá coates inn, henda honum bara í djúpu laugina ,einhvað finnst mér þurfa að gera þarna í vörninni hjá okkur. en annars er ég sáttur með 3 stig og sáttur með Andy Carrol.

  72. Ætla að fá að lýsa undrun minni á pirringi fólks hér með Charlie Adam og Lucas.  Sá Wolves ekki fara mikið í gegnum miðjuna, þeir einfaldlega dúndruðu boltunum yfir hana og þegar boltinn datt inn á miðsvæðið var Lucas mikið í því að sópa upp.
    Svo skora ég á okkur öll að sjá hvaða leikmenn eru mættir fyrstir til að losa varnarmennina við pressu, það var örugglega 15 sinnum minnst í þessum leik sem Adam kom til að hjálpa Enrique og Kelly.  Vissulega var Kelly ragur við það að spila á hann og dúndraði fram, en það er ekki sök Charlie Adam.  Hann og Lucas eru no-nonsense miðjumenn sem vilja stöðugt vera á ferðinni og aðstoða félaga sína.  Adam skoraði mark (fyrir mér allavega, ekki hans sök að Johnson var fyrir skotinu) og það var ekki hans sök að félagar hans nýttu ekki dásamlegar sendingar hans.  Það hlýtur að fara að koma að því að menn átti sig á þessum baneitruðu hornspyrnum hans, þær eru í einu orði sagt ótrúrlegar og sendingin hans á Downing í skyndisókninni var algerlega pottþétt og átti að skila honum stoðsendingu í marki, því miður varði Hennessy ótrúlega vel í því tilviki.
    Ég segi enn og aftur að Wolves komu á háu tempói inn í þennan leik og dúndruðu háum boltum stanslaust á vörnina okkar, það fór ákaflega lítið af boltum inn á miðsvæðið og því var alltaf klárt að við yrðum að leysa það á annan hátt en að dæla boltanum inn á miðjuna þar sem okkar menn voru alltaf 2 á móti 3.  Þess vegna áttum við að fara upp kantana, eða með löngum sendingum á Suarez.  Ég kaupi ekki pirring yfir löngum boltum, fannst sending Enrique á Suarez dásamleg og markið frábært, hefði líka glaðst ef Suarez hefði nýtt einhverja af mögnuðum sendingum Reina.  Því að mínu viti er beinlínis röng stefna að dæla boltum í gegnum miðsvæðið þar sem menn eru fámennari.  En kannski er það bara rangt hjá mér?
    Varðandi skiptinguna á Suarez þá var okkur auðvitað ljóst að hann var örþreyttur og steinhættur að ná að skila varnarvinnu.  Auðvitað er hann alltaf stórhættulegur, en eins og leikurinn spilaðist ætluðu Wolves að spila háa bolta inn í teig og nýta öll set-piece atriði í það.  Að sjálfsögðu þýddi það að Carroll var haldið inná enda sinnti hann mögnuðu varnarhlutverki þar á lokaandartökunum.
    Og eins og alltaf er Kenny Dalglish algerlega með þetta, þessi ótrúlegi eltingarleikur allra við Andy Carroll sem eitthvert úrrekanlegt stak í þessum 11 manna hópi sem spilar leikina er náttúrulega orðinn grín.  Ef ég man rétt bökkuðum við upp mann sem heitir Peter Crouch sem ekki skoraði mark fyrstu 15 leikina sína.  Í dag var þessi strákur að senda stutta bolta, langa bolta, pressa (sem m.a. skóp fyrsta markið) og vinna gríðarlega varnarvinnu.
    Hann var m.ö.o. öflugt stak í 11 manna liði sem vann leikinn sinn í dag, liðið okkar kom t.d. betur út í dag en blessað meistaraliðið og það er ég feykilega ánægður með!
    Everton úti næst.  Þar vitum við öll á hverju við eigum von.  Lið sem spilar 4-5-1 og neglir stanslaust löngum boltum inn á vörnina okkar, með það að markmiði að hápressa allt sem fellur niður nálægt teignum okkar.  Alvöru verkefni sem verður farið í þar og leikur dagsins flottur undirbúningur fyrir það.
    Vel má vera að Gerrard komi inn fyrir Henderson í þeim leik og kannski förum við í 4-2-3-1 á móti þeim bláu, en það er alls ekki sjálfgefið.  Hér einu sinni var kvartað undan “rotation”, en núna er það víst þannig að þó að menn vinni leik í einni erfiðustu deild í heimi virðist það sjálfgefið að breytt verði um liðsskipan af því að lið var “ekki sannfærandi”.
     
    Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því mín kæru að við munum sækja vel á Everton og fá færi.  Ég hef hins vegar töluverðar áhyggjur af því hvernig við verjumst þeirra hamagangi og háloftaboltum.  Þess vegna held ég að það muni taka töluverðan tíma á æfingavellinum okkar næstu dagana.
    Því staðreyndin er jú sú að í nútímafótbolta er lögð jafn mikil áhersla á vörn og sókn og það er ekki endilega stærsti hausverkurinn hver verður í sókn með Carroll heldur kannski frekar hverjum gengur best að verjast mótherjanum.
    Verður Skrtel áfram þótt hann hafi fengið á sig einhver víti og brot gegn Everton, mun Kelly eiga jafn erfitt þá og í dag og hvernig ætlum við að vinna á öflugri miðju þeirra smáliðsbræðra okkar?
     
    Það er næsta vika, í dag ætla ég að gleðjast yfir góðum sigri og augljósum framförum í baráttuvilja minna manna.  Gleðjast mikið!

  73. er reyndar aðeins við skál og kanski ekki marktækur. En mér fans Carroll bara vera fínn og flott að sjá Gerrard aðeins, en samt fúlt að horfa á liðið spila mjög vel í ca. 30 mínútur af 90+. áttu góða kafla en duttu svo altof oft í þessa meðalmensku sem maður er búinn að sjá alltof oft. Þrátt fyrir allt þá hef ég eingu að síður óbilandi (mis mikla þó) trú á þessu ölllu og veit að næstu leikir gegn varavara liði Liverpool og M??? eiga eftir að verða hin besta skemtun

  74. Það hefur verið höfuðverkur Liverpool lengi að þegar Man Utd missa stig tekst okkur ekki að vinna leiki, það tókst núna og manni slétt sama hvernig spilamennskan er þá vikuna. Bara jákvætt.

    Einnig var þetta í fyrsta sinn í 2 ár sem við vinnum leik í september.  Jákvætt.

    Carroll loksins að eiga góðan leik og sýna baráttu. Jákvætt. 

    Áfram veginn. 
    Áfram Liverpool.

     

  75. Á hvaða leik var Maggi að horfa á, hljómar einsog við séum að spila einsog Barcelona með fullri virðingu fyrir honum. Ég var einmitt að undra mig yfir því í leiknum í dag hversu latir Henderson og Adam voru að covera bakverðina. Lucas fannst mér manna bestur, en hinsvegar var Adam virkilega latur varnarlega og gerði lítið sóknarlega, og þegar hann reynir að hjálpa til í vörn þá sparkar hann fremur í mennina heldur en í boltann. Sóknarlega séð gerir Adam voða lítið, það er Suarez sem skapar langmestu hættuna með hreyfingum sínum og hraða. Mér finnst ekkert skrítið að við séum að fá mörk á okkur þar sem við erum aðeins með einn mann á miðjunni sem sinnir vörninni og það er Lucas. Í næsta leik vill ég sjá Kuyt fyrir Henderson og Gerrard inn fyrir Carroll og Suarez fremstann.

  76. Skil ekki hvað fólk er að væla undan charlie adam.  Hann er kominn með 5 deildar leiki og í þeim hefur hann skorað 1 mark og laggt upp 3!   

    Það mun taka hann smá tíma til að komast inn í leikskipulag liverpool og venjast öðrum leikmönnum, og hornspyrnurnar hjá drengnum eru, eins og rauðnefur orðaði það, 10 milljón punda virði!   

    Gefum honum smá tíma strákar

  77. fínn þráður… vantar samt smá meira pointless nöldur.. helst eitthvað sem tengist ekki leiknum td um reina og vítaspyrnur eða aguero.. koma svoo step up your game 

    í alvörunni samt þá finnst mér sá sem hefur minnst aðlagast vera charlie.. skil samt kenny vel að halda honum inni enda að reyna koma honum í gang.. allir sem tala um gerrard fyrir adam á miðjuna.. meina jújú ætla ekki að segja það virki ekki en þar eru menn samt ekki að tala um like for like leikmann..
    kenny er augljóslega að hanna leikstíl með leikstjórnanda á miðri miðjunni.. hence charlie adam.

    þetta er ekki eins og það sé bara hægt að setja einn inná fyrir hinn því að í fifa eru þeir báðir skráðir mc. og ætlast til að kerfið fúnkeri bara perfect. eða hægra megin ef út í það er farið. (ósáttur hvað margir hoppa á henderson og sjá bara neikvætt og ekkert annað og plís haldiði kjaaaa með þessa verðmiða, þeir skipta okkur minna en engu)

    finnst rosa margir hérna ekki hugsa út í að kenny er með plan. hann er búinn að setja upp leikstíl og leikmenn sem hann telur henta og er að láta á þá reyna. héldu menn að hann gæfist upp á því eftir 1-2 slappa leiki? menn verða að fá smáá tíma. 
    kæmi ekki á óvart þó að hans uppáhalds 11 myndu breytast eftir því sem líður, sérstaklega með fullri innkomu fyrirliðans.

    ég held við séum samt flestir sammála um að liðið virkar ekki alveg nógu sannfærandi en það virðast vera margir samverkandi þættir. sumir leikmenn virðast ekki vera alveg fullir sjálfstrausts og eru klaufalegir (eftir höfðinu dansa limirnir). aðrir eru einstaklega óheppnir við markið. og svo vantar heilsteyptari mynd á liðið á löngum köflum þá helst varnarlega. tek samt fram að það hafa komið margir kaflar það sem af er sem lofa mjög góðu en nú þarf að lengja það hlutfall og viðhalda því.
    allt saman spurning um tíma, hugarfar, smá heppni og siðast en ekki síst alvöru stuðning.

    haldiði að það sé ekki nóg af stuðningsmönnum annara liða og fréttaskýrendum misgáfulegra miðla sem bíða eftir að carroll, hendo, charlie etc. misstígi sig svo hægt sé að hlakka yfir því og skjóta því að þeim og okkur.
    hversu lélegt er það þegar þeirra eigin stuðningsmenn taka fullann þátt í því að auka pressuna og gera lítið til að reyna létta á þeim svona fyrst um sinn meðan menn reyna finna sig á nýjum stað.
    þeir hinir sömu eru náttúrulega ekki stuðningsmenn heldur röflhausar og ættu bara vinsamlegast að fara halda með city og fróa sér yfir aguero daglangt meðan við hinir reynum að tína til jákvæða punkta og bíða og vona eftir að spilamennskan komi til.
    ég hef fulla trú á því að við munum fara á flug á einhverjum tímapunkti á þessu tímabili.
    erum bara á fínum stað í deildinni út frá markmiðum okkar (varla titilbarátta nema bara í nýja manager) þó að við höfum verið að hiksta smá. það eru 30+ leikir eftir. engin ástæða að panikka.

    treysti bootroom-inu (KD SC KK) með allar sínar inside info og óuppgefnu framtíðarsýn aaaaaðeins betur en einhverjum komment sniiiillingum hérna fyrir liðinu okkar. og ég bara skora á kop.is eigendur að hika ekki við að eyða kommentum sem eru of heimskuleg til að vera dreifa á opinberum vettvangi og auk þess aðeins sett fram í þeim tilgangi að bölsótast og agnúast út í allt og alla. auðvitað þarf að gagnrýna en mottó þessa klúbbs er fyrst og fremst jákvæðni !!!
    koma svooo lyftum umræðunni drengir, hættum að líta til alþingis eftir umræðuhefðum og setjum okkur hærri markið YNWA braaawwws

     

  78. KK er ekki með samning til 6 mánaða eða út tímabilið, þetta er langtímaverkefni sem að hann er að ráðast í með FSG og ég tek undir það með skrifunum hérna fyrir ofan að menn eigi að gefa þessu tíma.

    KK er að reyna að láta liðið spila kerfi og auðvitað smellur það ekkert strax saman þótt að það væri gaman og ágætis ævintýri að sitja efst með fullt hús stiga gegn liðum sem að hafa verið rekin og stjórnað betur seinustu ár auk þess að peningum hefur verið mokað í þau gengdarlaust.

    Held að menn  þurfi að horfa á það að við erum að stefna á 3-4 sætið í ár og að liðið er bara í ágætis standi í dag í deildinni, búið að tapa tveim leikjum sem að fyrirfam var vitað að yrðu mjög erfiðir og ekki hægt að bóka eitt stig hvað þá sigur.

     

  79. alltaf ánægður með 3 stig, vonandi verður framhald á því og ef við fáum 6 stig úr næstu tveimur leikjum erum við farnir að blanda okkur í toppbráttuna aftur.
      YNWA 🙂 

  80. Jæja, ég verð nú bara að segja að þessi kaup Liverpool frá því í Janúar eru frekar slöpp að mestu leiti
     
    Carroll er svo langt frá því að vera nógu góður + hann kostaði 3 sinnum meira en hann er virði, sama get ég nú ekki sagt um Suarez sem er stórkostlegur
    Svo í sumarglugganum finnst mér Downing og Enrique flottir en Henderson og Adam er alveg ótrúlega slakir
    Svo finnst mér ótrúlegt að hann velji að stilla frekar upp Henderson í byrjunarliðið í stað Kuyt eða jafnvel Maxi, svo er meireles seldur sem er betri miðjumaður en Henderson og Adam.
     
    Reina
    Kelly-Carra-Skrtel-Enrique
    Lucas-Adam
    Downing-Gerrard-Kuyt
    Suarez
     
    Svona ætti þetta lið að vera í næsta leik, en mín spá er að Liverpool muni enda í 5 sæti á þessu tímabili. City, United, Chelsea og Tottenham eru öll með mun strerkari hópa og ég held einfaldlega að Liverpool ráði ekki við þau.

Liðið gegn Wolves

Opin umræða – Sunnudagur