Liðið gegn Wolves

Vinsamlegast kynnið ykkur reglur Kop.is áður en þið takið þátt í umræðum á síðunni.


Byrjum á deildarbikarnum en við vorum að fá Stoke á útivelli í næstu umferð.

Þá að leiknum í dag, byrjunarliðið er komið og það er svona:

Reina

Kelly – Carragher – Skrtel – Enrique

Henderson – Lucas – Adam – Downing

Carroll – Suarez

Bekkur: Doni, Gerrard, Bellamy, Coates, Flanagan, Kuyt, Spearing.

Gleður mig að sjá Kelly í hægri bakverði og að Skrtel er kominn í sína stöðu í miðverðinum. M.v. meiðsli og annað er þessi varnarlína allt að því sjálfkjörin og sama á auðvitað við um Lucas líka. Henderson og Adam eru með honum á miðjunni sem þarf ekki að koma á óvart og framar verða þeir Suarez og Downing líklega vel færanlegir fyrir aftan Andy Carroll.

Bellamy og Kuyt gera báðir sterkt tilkall um sæti í byrjunarliðinu og það er ljóst að Andy Carroll er undir pressu að fara standa sig í búningi Liverpool því það er komin bullandi samkeppni. Gerrard er síðan á bekknum í dag og kemur mjög líklega inná í dag… og byrjar í næstu umferð.

Þetta er nálægt því liði sem ég hefði sett í þennan leik (Kuyt inn fyrir Carroll og ég væri sáttari) en hef bullandi trú á því að stíflan bresti í dag og þá sérstaklega hjá Suarez.

79 Comments

 1. Flott lið eina sem eg hefði viljað er að Bellamy hefði verið i stað Henderson…

  5-0 …. Suarez þrenna, Carroll eitt og Gerrard eitt seint í leiknum    

 2. Mér finnst Kuyt full mikið hvíldur fyrir mann/menn sem hafa lítið sýnt til að taka hans pláss í byrjunarliði… Hins vegar er svosum alveg frábært að þessir ungu menn fái leikreynslu og svo er Everton leikur um næstu helgi þar sem ég reikna með að Kuyt byrji 🙂

 3. Lítur ágætlega út, fínt að fá Kelly aftur í bakvörðinn.

  Hefði viljað sjá Kuyt eða Bellamy inni í liðinu á kostnað Henderson. Ætla ekkert að bauna yfir Henderson en hann er ekki búinn að eiga marga góða leiki og á það til að týnast í leikjum, Þetta er framtíðarmaður Liverpool, enginn spurning held að hann hefði gott af því að setjast á bekkinn í einn leik a.m.k.

  P.s. Held að Adam eigi eftir að eiga stórleik í dag. 🙂

  Komso!!! YNWA!! 

 4. Af hverju í ósköpunum haldið þið að það sé verið að hvíla Kuyt ? Það eru komnir betri menn núna og því verður kuyt minna í liðinu og jafnvel seldur næsta sumar enda að komast á aldur og ekki neitt sérstaklega góður leikmaður.
   
  En að leiknum, ég held mig við mína spá, 6-0, Suarez x3, Carroll, Gerrard og Bellamy með sitt markið hver. Gerrard úr víti á 91.mín.

 5. Ánægður með þetta lið þó ég hefði viljað sjá Dirk félaga minn fá að byrja.

 6. Lýst vel á þetta lið, og ef það verður eitthvað strögl á liðinu þá höfum við sjóðheitan Bellamy til taks á bekknum, ásamt auðvitað Stevie G og Kuyt. Hef þó engar áhyggjur af þessum leik, hef trú á því að þessi skot sem hafa verið enda svoldið stönginn út i staðin fyrir stönginn inn uppá síðkastið, að þau liggi í netinu í dag. Ætla segja 4-0, Suarez 2, Henderson og Carroll með mörkin.

 7. Líst ágætlega á þetta. Sammála að það hefði kannski mátt hvíla Henderson. Hann er alltaf í byrjunarliðinu og það á kanntinum sem er kannski ekki hans allra besta staða.

  Spái þessu 3 – 1

 8. Jæja þá er búið að draga í 4. umferð Carling Cup og okkar menn fá Stoke City á útivelli 24. Október. Verð að segja að þetta var engin draumadráttur. Og auðvitað fá Manchester United auðveldan leik, eða Aldershot Town úti !

 9. Mér líst bara fínt á þetta. Hefði viljað sjá Bellamy úti hægra megin fyrir Henderson. Vissulega má líka velta fyrir sér hvort að Kuyt eigi ekki að vera inná eftir að hafa skorað í síðasta leik. En á móti liðum sem liggja aftarlega á Anfield þá nýtist Kuyt takmarkað.

  Nú er bara að vona að liðið sýni karakter og sýni betri leik en á Sunnudaginn gegn Tottenham.

 10. Númer 6.  Nei ég er ekki að djóka, mjög takmarkaður leikmaður sem kemst ekki í liðið þegar betri menn eru komnir eins og sést. Vonandi verður áframhald á bekkjarsetu hans enda veikir hann okkur í langflestum leikja liðsins, hann er fínn gegn stóru liðunum á útivelli, meira er það ekki.

 11. Nokkuð sáttur við byrjunarliðið en hefði þó verið til í að sjá Bellamy fá sénsinn í byrjunarliðinu eftir fína framistöðu á miðvikudaginn, þá á kosnað Henderson sem hefði gott af því að kúpla sig aðeins út og horfa á leik af bekknum.
  Ætla samt að spá nokkuð öruggum 3-0 sigri okkar manna þar sem Suarez setur tvö og Downing opnar markareikninginn sinn.

 12. ég er nú bara nokkuð ánægður með liðið .. auðvitað bíður hópurinn okkar uppá nokkuð skemtilegar útfærslur og verður mjög gaman að sjá hvernig kóngurinn ætlar sér að spila þetta.. þessi uppstylling getur verið 4-4-2 Þegar við verjumst og 4-3-2-1 þegar við sækjum ..

 13. ég er nokkuð sammála jóni ég held að kuyt fari að fjara hægt og rólega útúr þessu liði , hann hefur gert vel fyrir klúbinn ég held það verði svo keyptur annar kantari i januar sem er virkilega hraður og þá gæti ég séð kuyt hverfa á braut, ég vil samt alltaf eiga hann á bekknum , en er sammála því hann er að komast á aldur og ég vil hafa hraðari og meira ógnandi kantara.  áfram liverpool 4-1 í dag. svo bara hvet ég menn að mæta í laugardalinn í dag að sjá einn allra heitasta leik sumarsin í íslenska boltnum… sjálfan úrslitaleikinn í utandeildinni… kl17.00 SÁÁ vs Landsliðið 😉

 14. Já, flott uppstilling, sú besta sem við höfum. Ég er nokkuð öruggur á sigri í þetta skiptið, hef trú á að Carroll komi loksins í gang og skori 2 mörk í fjörugum 4-0 sigri okkar manna.
   
  En annars, í sambandi við reglurnar, og ég er ekki að reyna að ræna þræðinum; hvernig er með að gera svona Facebook ummælakerfi? Er viss um að það kæmi í veg fyrir skítkast að einhverju leiti.

 15. Jæja loksins byrjum við vel og ég er sérstaklega ánægður með hvernig Carroll er að byrja leikinn, sterkjur og hreyfanlegur

 16. Hellingur af veikleikjamerkjum í varnarleik Wolves. Vonandi að menn nái að nýta sér það. Yrði virkilega sterkt að ná öðru marki fljótlega.

 17. Þrátt fyrir markið var Dirk Kuyt ömurlegur í síðasta leik og er því réttilega settur út úr liðinu. Sammála Jóni, takmarkaður leikmaður sem við munum sjá núna smám saman fara úr liðinu.

 18. Eins frábær leikmaður og Suarez er, þá er átakanlegt að horfa á manninn upp við markið, skelfilegt finishing touch

 19. Er ég einn um það að finnast Liverpool vera að spila algjöran miðlungsbolta í þessum fyrr hálfleik?
   
  Finnst það hálfgerð heppni að við skulum vera 1-0 yfir…
   

 20. Úff hvað er leiðinlegt að horfa á þennan göngubolta hjá okkar mönnum, stemmningin á Anfield svo í fullkomnum takti við þetta eða eins og í jarðarför….

  Auðvitað erum við að vinna leikinn en hvar er krafturinn og hraðinn??? Hvar eru td Enrique og Henderson??    

 21. Algjörlega sammála, Viðar. Þessi spilamennska lofar alls ekki góðu 🙁

 22. Jæja, verð að éta orð mín þarna, haha… þvílik snilld hjá Suarez

 23. Er einhver með gott stream á leikinn? Er fastur í vinnunni!

 24. Klárt að Liverpool á mikið inni. Finnst að menn séu á hálfum hraða. Ekki hissa að Gerrard sé farinn að hita upp. Vantar meiri kraft og áræðni í þetta. Áhyggjuefni hvað við erum að brjóta mikið rétt fyrir framan teiginn. Í staðinn fyrir að halda bara þá eru menn alltaf að vaða í boltan og brjóta á mönnum í leiðinni.

 25. Come on lads enga neikvæðni, við erum að vinna þetta! SUAREZ þvílík snilld!!!

 26. #34 – var að fara að skrifa þetta – orð fyrir orð. Rugl leikmaður.

 27. …og þvílíkur bolti hjá Enrique. Upp með sokkana og klárum þetta lið – THIS IS ANFIELD!

 28. Frábært að vera 2-0 yfir í hálfleik. En það virðist ekkert gerast inná vellinum nema Suarez taki þátt í því og það er vandamál.

 29. Margt jákvætt hægt að taka úr fyrri hálfleiknum. Annað markið losaði mikla spennu og allt annað sjá til liðsins þegar það er komið sjálfstraust í það. Get hreinlega ekki beðið að sjá Suarez og Gerrard saman á vellinum.

 30. Ég hef talsverðar áhyggjur af Liverpool-liðinu, ekki bara í þessum leik heldur á öllu tímabilinu. Finnst miðjan afskaplega hæg ef Downing er undanskilinn og bæði Lucas og sérstaklega Adam eru stanslaust að brjóta af sér og það oft klaufalega vegna þess að þeir tapa baráttunni og lenda á eftir mönnum. Ég tek það fram að ég hef mætur á Lucas en hann er að lenda í erfiðleikum á miðjunni með Adam sér við hlið og ekki er Henderson að hjálpa til, skil eiginlega ekki hvað hann fær mikinn séns enda týndur löngum stundum í leikjunum.
  Svo er það vörnin sem hefur verið afskaplega ótraust, brjóta klaufalega af sér og gefa óþarfa aukaspyrnur ala Skrtel og svo er Carra að gera óvenju mikið af mistökum, eitthvað sem við höfum ekki átt að venjast. Mér finnst það sama hrjá vörnina og miðjuna, vantar hraða, en auðvitað hjálpar ekki að Johnson og Agger ná ekki nema kannski þriðja hverjum leik.
  Auðvitað tekur tíma að slípa saman ,,nýtt” lið og svo mun endurkoma Gerrard klárlega styrkja liðið en ég hef samt áhyggjur. Vonandi reynast þessar áhyggjur mínar alveg óþarfar og liðið smellur saman sem fyrst.

 31. Okkar maður kominn með rautt hjá Chelsea.
  En er Jordan Henderson inná eða?

 32. hehe já þetta var subbuleg tækling hjá honum, 2ja fóta tækling úti við miðlínu, algjörlega tilgangslaus og heimskuleg tækling, verðskuldað rautt.
   
  Hins vegar er ég hálf hræddur við hvað okkar menn eru að gefa mikið af aukaspyrnun rétt yfir utan teig og svo klaufaleg brot hjá Lucas, sýnist á vin og Friend að honum langar mikið til að lyfta spjöldum þannig að hann verður aðeins að laga brotin svo hann fjúki ekki útaf.
   
  Langt síðan ég hef séð Carroll jafn sprækan og el pistolero þarf ekkert að ræða meira

 33. Hvað eru menn að væla þegar LFC er 2-0 yfir í hálfleik.  Þvílíkt og annað eins.

 34. Menn eru ekki að væla, það er verið að ræða hlutina, sjá allir heilvita menn að Liverpool hefur spilað langt undir getu það sem af er, en þó jákvætt að spila illa en leiða samt 2-0 i hálfleik. Suarez yfirburðamaður þarna á vellinum, Jordan Henderson þó afburða lélegastur að minu mati.

 35. #47  Þó er staðan hjá Henderson svona: is top passer at HT with 94%, & 50% of his crosses were accurate too. However he has lost both duels – Henderson Breakdown: 17 passes 5 forward (29.4%) 5 backwards (29.4%) 7 right (41.2%) None were long. Er Henderson nýji Lucas eða Kuyt hjá tryggum stuðningsmönnum Liverpool?

 36. Ooohhh þvílik óheppni þarna hjá Carroll, flottur skalli en því miður virðist þetta allt enda stöngin út hjá lfc þessa dagana

 37. Það er ótrúlegt hvað við erum að nýta færin illa leik eftir leik…

 38. en verðum að nýta færin, man hvað vörnin virkar ekki sannfærandi

 39. Já það er skelfilegt hvernig við förum með færin… og þetta er engin helvítis óheppni… menn verða bara að einbeita sér… 

 40. Jæja,,,Dalglish….spurning hvort að ekki væri skynsamlegt að setja ferskari leikmann í staðinn fyrir Henderson. Stráksi litið sést í dag.
   

 41. Jæja,,,Dalglish….spurning hvort að ekki væri skynsamlegt að setja ferskari leikmann í staðinn fyrir Henderson. Stráksi litið sést í dag.

 42.  Það er ekki annað hægt að segja en að það er hrikaleg óheppni sem hvílir yfir liðinu. En að sama skapi er liðið að spila undir getu. Ég kalla eftir ferskar lappir nuna.

 43. Eigum ekki að vera í nauðvörn á Anfield, allra síst gegn Úlfunum…

 44. Þvílik og önnur eins óheppni í okkar mönnum upp við markið. Verð þó að hrósa Andy Carroll fyrir frammistöðu sina í þessum leik, langbesti leikur hans í rauðu treyjunni á þessu season, finnst hann verðskulda mark i þessum leik.

 45. Afhverju er Suarez tekinn útaf? Enn og aftur set ég spurningarmerki við skiptingar Dalglish, sry strákar fyrir röflið en þetta finnst mér einfaldlega óskiljanlegt að taka langbesta manninn á vellinum útaf einungis 2-1 yfir.

 46. ohhh…ekki fær maður að sjá Suarez og Gerrard spila saman að þessu sinni…

 47. Bara eins marks forusta og Carrager enn inn á.  Ætla rétt að vona að hann kosti ekki eitt markið enn í uppbotartíma. 

 48. Jesús Pétur..!! Suarez er eins og ofdekraður krakki sem fékk ekki ís.

 49. Suares er pottþétt ekki móralslega góður fyrir þetta lið maðurinn er pirraður frá byrjun til enda og brjálast yfir því að vera tekin utáf! jújú allt í lagi að vera með keppnisskap en ég er ekki viss um að þetta sé engöngu það hann meira að segja fussaði hálfpartinn við áhorfendum áður en hann strunnsaði inn í klefa.  Liðið ekki að ná sýnum hæðstu hæðum í dag þrátt fyrir að vera búnir að fá nægan tíma til að spila sig saman, skiptingar hjá kónginum skrýtnar og undarlega tímasettar. Góða tilfinningin sem var í manni fyrir mót er smá saman að dofna og farin að líkjast meira tilfinninguni sem maður hafði fyripart síðasta tímabils.
  vona að eitthvað fari að breytast annasr er ég hræddur um að við verðum enn eitt árið í hvíld á þriðjudags og miðvikudags kvöldum.

 50. Það er tvíeggja sverð að vera með mann sem hagar sér svona við að vera tekinn útaf.
   
  Það vonda við það er augljóst. Leiðindamórall getur skapast og togstreita við Kenny. Vonandi tækla þeir þetta bara strax og það verður ekkert vesen úr þessu.
   
  Það góða við þetta er að þetta er augljóslega leikmaður sem vill klára leikina. Við ættum að vera búnir að átta okkur á því að þessi leikmaður gerir HVAÐ SEM ER til þess að vinna knattspyrnuleikina og gefur sig 147% fram í verkefnið.
   
  Ég las það líka í ævisögu Stevie G (btw. mikið djöfulli var gaman að sjá hann inná) að hann gjörsamlega hataði að vera skipt útaf.

 51. Skiptingin á Suarez og Gerrard var einfaldlega röng! Adam átti að fara útaf, sást ekki löngum stundum og var ekki að bæta neinu góðu við þá hörmung sem þessi seinni hálfleikur var. Mér finnst ekkert skrítið að Suarez sé pirraður á þessu, hann er að spila mjög vel en aðrir eins og (fyllið í eyðuna) en hann tekinn útaf í þessari stöðu. Gerrard breytti þó ýmsu um ganginn þessar síðustu mínútur en við verðum enn og aftur að setja spurningamerki við varnarvinnuna og miðjuna, það eru þrír af átta leikmönnum á því svæði sem ég get sagt að ég treysti til að spila eins og menn þessa stundina, Enrique, Downing og Lucas, sem btw. er farinn að geta skallað bolta í þá átt sem hann ætlar sér, sem er mikil framför.
  Vonandi gengur hratt að koma Gerrard í stand fyrir 90 mínútur og ekki væri verra ef Johnson og Agger gætu látið sjá sig í eins og nokkrar mínútur. Mínar vonir standa til þess að Gerrard muni ná að blása einhverju lífi í liðið sem mér sýnist vera afskaplega taugastrekkt og óvisst um til hvers er ætlast af því.
  Fagna þremur stigum en verð að enda á því að segja að betra liðið vann ekki í dag. Þar var heppnin þó altént með okkar mönnum.
  YNWA

Wolves á morgun

Liverpool – Wolves 2-1