Wolves á morgun

Vinsamlegast kynnið ykkur reglur Kop.is áður en þið takið þátt í umræðum á síðunni.


3 stig í boði á morgun og það er ekkert annað í boði en að hirða þau öll. Maður vonar auðvitað að menn hafi náð að hrista Tottenham martröðina af sér með leiknum gegn Brighton, þannig að menn taki upp þráðinn eins og hann var fyrir þann leik. Auðvitað er ég þá ekki að meina 1-0 tap eins og gegn Stoke, heldur að flæðið í spilinu fari aftur á þann standard sem við höfum séð á þessu tímabili. En það er þó algjörlega ljóst að þetta verður engin “gönguferð í garðinum” gegn McCarthy og hans mönnum, síður en svo. Það er alltof stutt síðan að við horfðum upp á hörmungarframmistöðu á Anfield gegn þessu liði. En núna eru breyttir tímar og vonandi sjáum við það skýrt á morgun.

Wolves byrjuðu þetta tímabil af miklum krafti. Þeir byrjuðu á að leggja Blackburn á útivelli og Fulham á heimavelli. Gerðu svo jafntefli við Villa úti en hafa svo tapað tveimur leikjum í röð, rétt eins og okkar menn. Þeir hafa ekki sett mark í deildinni núna í síðustu þremur leikjum. Liðin eru því jöfn að stigum eins og staðan er í dag, en markahlutfall okkar manna er örlítið skárra, þrátt fyrir sjokkið um síðustu helgi. Lið Wolves er með ágætis knattspyrnumenn inn á milli. Matt Jarvis var á tímabili búinn að spila sig inn í enska landsliðið. Svo er Hunt einn sá al duglegasti í boltanum á Englandi og frammi er svo Doyle sem oftar en ekki reynist erfiður viðureignar. Mest hlakkar mig þó að sjá Adam Hammill á kantinum hjá þeim, en sá drengur er alinn upp hjá Liverpool FC.

Eitthvað er um meiðsli hjá liðunum, búist er við því að Fletcher verði klár í slaginn hjá þeim, og það mun án efa styrkja þá talsvert, enda ekki miklar kanónur sem eru hjá þeim sóknarlega, sér í lagi þegar Ebanks-Blake er líka fjarri góðu gamni. Edwards er sagður verða klár en ekki er víst um Craddock, Foley og Zubar. Ekki það að ég viti mikið um þessa kappa, annað en það að ég man eftir Craddock með Sunderland í kringum 1980. Jamie O’Hara ku vera það sá sem lætur hjólin snúast hjá þeim og skiptir því miklu máli að láta þá einfaldlega sem minnst hafa af boltanum. Þetta er svo einföld íþrótt, þeir skora ekki nema þeir séu með boltann.

Hvað okkar menn varðar þá er meiðslalistinn ekki stór og er Daniel Agger í rauninni einn á honum. Þess ber þó að geta að þeir Glen Johnson og Fabio Aurelio eru bara rétt ný byrjaðir að æfa eftir meiðsli og ég býst engan veginn við þeim á morgun. Svo er Kelly ný stiginn upp úr sínum meiðslum og sömu sögu er að segja af Gerrard. Ég viðurkenni það fúslega að ég er bara nánast clueless um það hvernig Kóngurinn muni stilla upp á morgun. Skrtel og Adam koma úr banni og bætast því við hópinn sem var á miðvikudaginn og því er úr stórum hóp að velja. Bellamy var ekkert að einfalda valið með flottri frammistöðu og sömu sögu má segja um Maxi. Ég myndi tippa á að aðeins Reina, Carra, Enrique og Lucas séu algjörlega pottþéttir með sæti í byrjunarliðinu. Allt annað er óljóst, þó svo að auðvitað vilji maður alltaf sjá mann eins og Suárez inni.

En ég er nú engu að síður á því að það skiptir ekki öllu máli hvaða mannskap hann velur til að byrja leikinn. Það sem öllu máli skiptir er hvernig hugarfar leikmanna verður þegar flautað verður til leiks. Komi menn strax út úr startblokkunum og fari í sína rómuðu hápressu, þá eigum við að geta klárað þennan leik örugglega eins og menn gerðu gegn Bolton. Að mínu mati er þetta Wolves lið slakara en Bolton liðið sem við sundurspiluðum á Anfield fyrir ekki svo löngu síðan. En það mun ekki skipta neinu máli á morgun ef menn koma ekki rétt stemmdir til leiks. Það er bara einfaldlega fátt sem pirrar mig meira en þegar menn hefja ekki leikinn um leið og dómarinn flautar til leiks. Auðvitað geta mistök og annað farið í taugarnar á manni, en sofandaháttur og andleysi finnst mér verst af öllu þegar kemur að leikjum hjá okkar heittelskaða félagi. Menn eru búnir að fókusa nokkra daga á leik og því bara akkúrat engin afsökun að byrja þá ekki þegar á hólminn er komið. HEYRIÐ ÞIÐ ÞAÐ LEIKMENN?

En ég ætla samt að gera mitt besta við að reyna að tippa á þessa liðsuppstillingu. Í mínum huga er þetta tvenns konar, annars vegar það lið sem ég vildi helst af öllu sjá spila, og hins vegar það sem ég held að Kenny geri. Set bara bæði hér inn og byrjum á draumaliðinu mínu:

Reina

Kelly – Carragher – Coates – Enrique

Downing – Lucas – Adam – Bellamy

Carroll – Suarez

Auðvitað væri Gerrard alltaf í draumaliðinu hjá manni, en ég held að hann sé einfaldlega ekki klár í að byrja leikinn. Með þessari uppstillingu er horft til þess að við erum að fara að spila á Anfield. Báðir bakverðir öflugir sóknarlega og fyrir framan þá eru svo skruggufljótir kantmenn sem geta verið að svissa á milli fram og aftur. Suárez væri þá í frjálsri rullu og Carroll á toppnum. Með þessari uppstillingu myndi ég telja að Adam fengi gott pláss á miðjunni til að dreifa boltanum. En svona held ég að þetta verði:

Reina

Skrtel – Carragher – Coates – Enrique

Henderson – Lucas – Adam – Downing

Carroll – Suarez

Bekkurinn: Doni, Kelly, Spearing, Gerrard, Maxi, Kuyt og Bellamy

Spearing einfaldlega virðist ekki getað dottið út úr hóp einhverra hluta vegna. Henderson, Downing, Enrique, Skrtel, Adam og Carroll spiluðu ekkert á miðvikudaginn og því held ég að þetta verði á þessa leið. Auðvitað er þetta feikilega sterkt lið, það vantar ekki, lið sem ætti öllum stundum að keyra yfir Wolves liðið, en ég myndi frekar vilja sjá “mitt” lið inná. En það eru örfáar og obbolítið mikilvægar ástæður þess að ég er leigupenni á Kop.is (0 kr. á tímann) og Kenny er Goðsögn með stóru G-i.

En hvað sem því líður, þá vil ég bara fá að sjá alvöru Anfield bolta, pass and move og hratt spil. Það eru allar líkur á að þessi “uppáhalds” stjóri minn (kaldhæðni) Mick McCarthy pakki í vörn og byggi upp á skyndisóknum. Mikið langar mig að sjá hans súra svip á morgun um klukkan fjögur, nánast kjökrandi yfir því að lið hans hafi verið kjöldregið. Ég býst þó ekki við því, þetta verður smá ströggl hjá okkur, en sigur vinnst fyrir rest 3-1. Eigum við ekki að segja að Suaréz hrökkvi loksins í gang, Downing opni markareikning sinn fyrir félagið og Carroll verði með einn flottan skalla sem ratar í netið.

Bring it on.

44 Comments

  1. Vinnum þennan leik örugglega einsog flesta heimaleiki. Erum magnaðir heima en algjörir aumingjar á útivelli.

  2. Kærar þakkir fyrir upphitunina!  Þakka einnig fyrir umræðu um hegðunarreglur hér á spjallborðinu – löngu kominn tími á að við sýnum þeim sem stýra þessari frábæru síðu, sem og okkur sjálfum, smá virðingu í umræðum hér.

    Hvað varðar leikinn á morgun vona ég að okkar menn girði sig í brók og þá sérstaklega þeir félagar Henderson og Adam, fái þeir á annað borð tækifæri. Kominn tími á að þeir sýni okkur hvers vegna þeir eiga skilið að spila fyrir Liverpool.

  3. 6-0. Stíflan brestur og við komumst á skrið. Verðum á toppnum þegar 2012 gengur í garð.

  4. takk fyrri góða upphitun.

    En vá hvað ég væri til í að sjá liðið sem þú stillir upp fyrst. drauma uppstilling. Trúi ekki að hann stilli Skrtel í bakverðinu svo kelly verður þar og Bellamy fær sæti í liðinu eftir frammistöðu sína á miðvikudaginn. 

  5. Ég giska á Kelly í byrjunarliðið og Skrtl í miðvörðin í stað Coates en að öðru leyti alveg eins og neðri glugginn..

  6. Ég hélt því fram í öðrum þræði að við þyrftum kannski að hvíla Carroll, Henderson og Adam í smá tíma og koma Bellamy og Maxi inní liðsheildina. Einhver þarna úti sammála þeim gamla.
    http://thisisfutbol.com/2011/09/blogs/does-liverpools-system-simply-work-better-without-these-men?

    Ég spái því að Carroll byrji á bekknum og komi inná á c.a. 60 mín. Bellamy, Kuyt og Downing byrja. Til að sýna hver ræður mun Dalglish byrjar með Gerrard á bekknum. Smellt í 4-2-3-1 og hungraðir Úlfarnir pressaðir til Bíldudals. Easy 3-1 sigur.

  7. Sammála því að ég held að Skrtel verði með Carra í hafsentinum, held að Henderson og Downing verði látnir spila á köntunum með Adam og Lucas, en gæti líka séð það að Suarez verði hvíldur, það var allt dúndur úr stráknum eftir hálfleik á Amex Stadium á miðvikudaginn. 

    Gæti alveg séð Carroll með Bellamy eða Kuyt með sér.

    En við heimtum sigur, þurfum að útmá ömurlegasta heimaleik í manna minnum frá í fyrra þar sem Úlfarnir unnu okkur sannfærandi!

  8. Flott upphitun. Ég er sammála Tómasi Erni í því að ég held að Skrtel verði í miðri vörn með Carra. Coates stóð sig vel gegn Brighton (fyrir utan eina sendingu) en Skrtel er reyndari í Úrvalsdeildinni og Dalglish tekur ekki sénsa þegar liðið þarfnast sigursins sárlega. Eins held ég að Henderson og Adam séu alltaf að fara að byrja þennan leik fyrst þeir voru í fríi á miðvikudag. Eru ferskir og væntanlega dýrvitlausir í að sanna sig aftur eftir ruglið gegn Tottenham.

    Þessi leikur leggst vel í mig. Öruggur sigur ætti að vera sú upphitun sem við þurfum fyrir Everton um næstu helgi.

  9. Ég held að liðið verði eins og þú spáðir (ekki draumaliðið), nema að Skrtel fer í miðvörð í stað Coates og Kelly kemur því inn í bakvörðinn og svo verði Bellamy með Suarez frammi en ekki Carroll.

    En glæsileg upphitun og vonandi tökum við öll stigin og spilum skemmtilegann bolta! Væri gaman að fá bara slatta af mörkum frá okkur, við eigum það allveg skilið.

    YNWA 

  10. Ég giska á að KD stilli upp svipuðu liði og SSteinn setti upp (það síðara) nema að ég býst við að Kelly fari í bakvörðinn í stað Skrtel. KD tók Kelly útaf snemma í síðasta leik og því held ég að hann fái sæti í byrjunarliðinu. Ég vonast eftir að sjá Bellamy í byrjunaliðinu en held að Carroll byrji. Það er líka kominn tími á að Carroll fari að sýna sprengjukraftinn og gredduna sem hann hafði hjá Newcastle.
     
    Ég spái að Coates muni eiga góðan leik. Mér finnst hann ekki hafa byrjað illa eins og sumir hafa meinað. Það er ekkert auðvelt að vera ungur varnarmaður sem er hent í djúpu laugina í þann hraða sem EPL býður upp á. Coates á bara eftir að vera betri. Agger þarf að taka hann í smá kennslu hvernig á að spila boltanum úr vörninni og þá á hann eftir að rokka.
     
    Eg spái 3-0 þar sem Suarez verður með þrennu. Ef Carroll hrekkur í gang þá tekur hann eitt skallamark og leikurinn fer 4-0. Maður má nú vera bjartsýnn enda heldur maður með Liverpool fyrir ekki neitt 😉

  11. Carroll mun vilja sanna sig eftir framistöðuna hjá Bellamy og hann setur 2 og þannig endar leikurinn 2-0

  12. Ég myndi stilla þessu svona upp

             Carroll
          Suarez Kuyt 
       Downing Lucas Maxi 
    Enrique Carragher Kelly Flanagan 
                  Reina 

    Bellamy, Gerrard og Henderson síðan ekki amalegir varamenn eða Coates ef eitthvað gerist í vörninni. 

    Spá 4-2

  13. Djöfull er ég ánægður með þig Steini að stilla draumaliðinu þínu upp alveg eins og ég er búin að vera að biðja um hérna nokkrum sinnum, vona að Dalglish sjái það sama og við og setji Downing og Bellamy á vængina og Suarez og Carroll fremsta, það væri snilld að sjá það þótt ég efist um að við fáum að sjá það, er samt sannfærður um að það lið tæki lið eins og Wolves á Anfield og mundi slátra þeim….

    Annars verður eigilega bara að koma sannfærandi sigur á morgun og svo koma leikir gegn Everton úti og Man Utd heima og þeir leikir verða bara að gefa 11 stig þótt 9 sé það mesta sem er í boði í þessum 3 leikjum. Ég persónulega yrði allavega grautfúll ef næstu 3 leikir gefa ekki að lágmarki 7 stig en ég tel að 9 stig eigi vel að geta náðst ef við byrjum á sannfærandi 3-0 sigri á morgun td.  

  14. Ég er bara bjartur fyrir þennan leik, held að kærkomin 3 stig detti inn á morgun.
    Vinnum leikinn 3-0, Downing með mark í fyrri hálfleik, Suarez og Gerrard með mörkin í seinni.
     
    ísí písí japanísí !
     
     

  15. Sælir félagar
     
    Takk fyrir góða upphitun.  Vona að það teljist ekki þráðrán þó ég nefni að ég hefði vilja þumla niður fyrsta komment.  En hvað um það ég tel eins og Maggi, að Suarez byrji ekki inná en komi snemma í seinni og setji þá tvö.  Niðurstaða 4 – 1 og allir glaðir nema sumir.
     
    Það er nú þannig
     
    YNWA

  16. Það er ótrúlegt að maður sé að hafa nettar áhyggjur af því að mæta wolves á heimavelli.  Við ættum að vinna svona lið á Anfield þó svo að við spiluðum með CARRA einn frammi. 

     Við þurfum samt að þola þessi lið sem koma á Anfield og spila eins og stoke, wolves og qpr, liggja með 9 menn í vörn.   Það vantar bara drápseðlið í okkur og að nýta öll þessi marktækifæri sem við fáum í leikjum.    Ég hef samt einhverja góða tilfinningu fyrir þessum leik, spái því að við höldum loksins hreinu, og setjum 4 mörk.

    YNWA

  17. Strákar slakir ekobi er í vinstri og suarez mun haldsa sig nálægt honum og taki hann í *********
    og downing og kelly koma svo inná milli
     
    spái 4-1

  18. @AEG

    “Ég hélt því fram í öðrum þræði að við þyrftum kannski að hvíla Carroll, Henderson og Adam í smá tíma og koma Bellamy og Maxi inní liðsheildina. Einhver þarna úti sammála þeim gamla.”

    Ég er sammála þessu, fyrsta komment við greinina sem þú linkar á er athyglisvert;

    “Two defensive midfielders and squad rotation. Kenny’s getting praised for all the things Rafa got slated for.”

  19. Veit einhver af hverju allir eru að tala um þennan Elokobi hjá Wolves? Hvað er málið með þennan gaur, hann fékk alveg sérstaka umfjöllun í síðustu sunnudagsmessu og svo sér maður hina og þessa tala um þennan gaur, hvað er málið??? 

  20. Finnst ég vera að taka áhættu með því að gera Suarez að fyrirliða í fantasy liðinu mínu í staðinn fyrir Aguero… eins gott að maðurinn setji þrennu á morgun 😀

  21. Saklaust þráðrán! Af því að ég er stoltur af því að hafa manna fyrstur bent á að það á sínum tíma og hér á þessum vettvangi að það væri sterkur leikur fyrir LFC að krækja í Uruguayan Luis Suarez. Þetta var áður en það varð opinbert og vakti satt best að segja ekki mikla athygli lesenda hér á síðunni. Þetta á ég allt afritað og staðfest. Nú langar mig til að benda á að fjölmiðlar bæði í Uruguay og Bretlandi tala um að einn Uruguayinn í viðbót sé á leiðinni til Liverpool. Þetta er tvítugur vinstri vængmaður að nafni Gaston Ramirez og þykir býsna álitlegur, gífurlega flinkur og hraður. Sumir segja að hann hafi ýmislegt sem prýðir landa hans Suarez ens og áræðni og ótakmarkað sjálfstraust. En þessar fréttir eru að sjálfsögðu ekkert skúbb því þær hafa í nokkurn tíma verið í loftinu en ég man ekki eftir að hafa séð þær hér og læt þetta því flakka.

  22. Eins og ég man þetta Júlíus, þá var Luis Suarez ný búinn að framlengja samning sinn við Ajax snemma á árinu 2010 og miðað við hvernig Liverpool hafði staðið sig á leikmannamarkaðnum þá var Suarez bara “out of reach” og í rauninni bara draumórar… Hins vegar er maður ekki lítið sáttur við að draumar þínir rættust 😉

  23. Kóngurinn fer í 4 – 2 – 3 – 1. Carrol einn frammi og setur ‘ann, Bellamy, Suarez og Downing fyrir aftan (þvílíkur hraði!), Adam og Lucas á miðjunni og vörnin svo eiginlega gefin. Vinnum 4 – 0 og dugar ekkert minna, koma sooo!

  24. Ég er á báðum áttum með hvort að Kelly byrji – spurning hvort hann sé klár í tvo leiki á 4 dögum (ólíklegt m.v. meiðslasögu hans) eða hvort að Kenny þori að fara í fleiri leiki með Skrtel í bakverðinum.

    Það er annars kominn tími á að Carroll fari eitthvað að sýna – það sem truflar mig mest er ekki bara augljóst getuleysi hans á vellinum heldur er hann varla innvinklaður í sóknarleik okkar manna, móttaka hans í haust hefur minnt mig mikið á Heskey og hann kemur boltanum afar illa frá sér. Á langt í land – finnst eins og hann hafi litið betur út í lok síðasta tímabils, þá í engu formi og að koma til baka úr meiðslum. Í augnablikinu finnst mér fátt jákvætt í leik hans, sjálfstraustsins-, liðsins og pressunar vegna verður drengurinn að fara girða sig í brók og sýna eitthvað sem réttlætir tveggja stafa verðmiða, hvað þá 35mp.

    Ætla að skjóta á þetta lið:

    Reina

    Kelly – Carra – Skrtel – Enriq.

    Bellamy – Lucas – Adam – Downing

    Suarez

    Carroll

    Erfitt að spá fyrir um vængmenn okkar í þessum leik, þeir eru í raun allir líklegir til að hefja leikinn. Henderson, Downing, Bellamy og Kuyt. Ætla samt að tippa á að Kenny velji hraða í þessum leik umfram hlaupagetu.

    4-0 sigur, Suarez 2, Bellamy 1, Adam 1.

    YNWA

  25. Hmmmm, það verður áhugavert að sjá hvernig við stillum upp liðinu á morgun. Mér þykir líklegt að Adam muni byrja þar sem hann A)þarf á því að halda og B) wolves eru ekki líklegir til að pressa hátt á hann, en það mun nýtast honum vel að fá smá tíma á boltann. Að sama skapi eru Reina, Lucas, Enrique og Carra sjálfvaldir í liðið. Ég tel Carra þarna með vegna leiðtogahæfileika hans, ég tel vörnina þurfa hans færni á því sviði að halda. Hvernig restinni af liðinu verður svo skipað er erfitt að giska á, en ég held að stærsta spurningin verði hvort Bellamy verði inná og hvort Carroll byrji.
     
    En talandi um Carroll, því hefur verið hent fram að honum sé að fara aftur frá því í vor. Það lítur út fyrir það, en hugsum þetta aðeins. Hann er núna að spila eftir öðru kerfi og öðru hugarfari en hann var vanur í Newcastle. Hann er að detta mun neðar og tengjast miðjunni mun meira en hann gerði hjá Newcastle (mitt mat) og er þar af leiðandi ekki í þeirri stöðu og í þeim staðsettningum sem hann var vanur. Því er það ekki óeðlilegt að hann sé ekki að spila uppá sitt besta enda er hann að vinna á nýjann hátt og er í raun enn að venjast því. Ég tel að fyrir framtíðina muni þetta gera hann að betri leikmanni þar sem hann mun hafa meiri færni í fjölbreyttari stöðum en áður. 
     
    Ég giska á að Carroll muni setj´ann fyrir okkur og Charlie Adam einnig.

  26. Viðar Skjóldal (#19) spyr:

    Veit einhver af hverju allir eru að tala um þennan Elokobi hjá Wolves?

    Þetta er einhver húmor hjá Gumma Ben og Hjörvari Hafliða í Messunni, skilst mér, af því að Elokobi er sennilega massaðasti leikmaður deildarinnar og lítur út fyrir að gera lítið annað en að lyfta á milli leikja. Þannig að þeir gerðu hann að uppáhalds leikmanni sínum, upp á grínið.

  27. Þetta verður erfiður leikur.  Wolves munu liggja til baka og spila upp á eitt stig.  Held að þetta verði þolinmæðisverkefni þar sem fyrsta markið (þarf ekki að taka það fram að við munum sækja látlaust) kemur upp úr föstu leikatriði, sennilega hornspyrnu.  Eigum við ekki bara að segja að Carroll skori með skalla.  Þá opnast þetta og við setjum tvö, Bellamy og Downing, Suarez leggur bæði upp.  Og ætli við fáum ekki á okkur eitt klaufamark í lokin.  En þetta verða 3 stig.

    P.S.  Tók eftir því að kommenti 27 var eytt, það ver stutt en alls ekki dónalegt.  Það mundi ég vilja að dv.is væri ritstýrt svona vel.  Þá mundu leiðinlegar málfastvillur ekki pirra mig þegar ég renni yfir þá síðu. 

  28. Held að liðið verði svona
    Reina
    Kelly – Carra – Skrtel – Enriq.
    Bellamy – Lucas – Adam – Downing
    Suarez Carroll
    Leikurinn fer 3-0.
    Á 25 mín kemur sending Adam á Downing sem geysist fram kanntinn, hann gefur fasta sendingu sem Carroll hamrar í netið með föstum skalla.
    Á 42 mín fær Suarez sendingu í gegn um vörnina, hann leikur auveldlega á markvörð andstæðingana og setur boltan auðveldlega.
    Á 82 mín skorar svo Gerrard eftir flottan samleik við Suarez.

    Klárt mál 3-0

  29. Ég vil einmitt endilega sjá Bellamy í byrjunarliði í þessum leik.  Bellamy og Suarez er dúó sem getur varla klikkað!

    Þetta verður vonandi sannfærandi sigur. 

  30. Nr.3 Jón Björn.. you made my day 🙂 hehe

    Það væri gaman að sjá okkar menn vinna á morgun, sama hvernig.. ná upp sjálfstrausti!
    Persónulega finnst mér Wolves ekki vel mannað framá við né með sérstaka vörn, þetta er lið sem nær taktíst í stigin sín og heldur sér í deildinni með svokallaðri heppni. Liverpool á að ná 6 stigum frá þeim í ár!

    En er Bellamy og Suarez ekki málið? Ætli Adam komi beint í hópinn? Á Coates ekki að byrja á morgun?
    Já, Já, Já frá mér.. Adam kemur sterkur til baka eftir bannið! 🙂 

  31. Ég væri til í að sjá þetta svona;

    Kelly – Carra – Coates – Enrique

                    Lucas
        
            Henderson – Adam

    Downing                      Bellamy

                     Suarez

    Bekkur: Robinson, Gerrard, Kuyt, Carroll, Skrtel, Doni.

    Finnst þetta akkúrat leikur til þess að gefa Coates tækifæri, ef ekki í leikjum á móti slappari liðunum á Anfield, hvenær þá. Ég er svo á því að Henderson henti betur innar á miðjunni en úti hægra megin í 442. Við hefðum þá alltaf 4 – 5 að sækja á og Lucas til að sópa upp og aðstoða vörnina. Held að það gæti hjálpað Adam að þurfa ekki að hafa eins mikla áhyggjur af varnarleiknum verandi með Lucas fyrir aftan sig og það sama má reyndar segja um Henderson.

    Ef menn mæta með hausinn rétt skrúfaðan á ætti þetta að geta orðið þægilegur leikur fyrir okkur en eins og SSteinn bendir á þá verður þetta erfitt ef menn mæta ekki rétt stemmdir til leiks. Hef fulla trú á því að menn taki saman í andlitinu og að þetta verði þægilegur 3 – 0 sigur, Coates með eitt eftir horn, Bellamy og Gerrard kemur inn á og setur síðasta (gæti samt alveg trúað því að hann byrji á kostnað Henderson).

  32. Reina
    Kelly-Carragher-Coates-Enrique
    Kuyt-Adam-Lucas-Downing
    Bellamy-Suarez

    Þetta verður liðið á morgun og ég legg þúsara undir ! 

  33. Reina
    Kelly Carra Skrölti Enrique

    Kuyt Adam Lucas Downing
             Bellamy Suarez

  34. #18 Aldridge

    Já það væri í raun ekkert vitlaust að taka það besta frá Benitez tímabilinu og uppfæra það á betri leikmannahóp. Nota 4-2-3-1 af og til, þeir kunna þetta leikkerfi ennþá. Spurning hvort Gerrard muni færast aftar á völlinn með árunum og geta spilað við hliðina á Lucas eða vilji vera aðeins framar.

    Væri líka fínt að hafa 2 defensive midfielders í smá tíma núna til að verja Liverpool vörnina sem er ekki of traust í augnablikinu með Carragher á lokasprettinum, óreyndan Coates og síbreytilegan hægri bakvörð. Fara í back to basics hápressubolta á Anfield. Þetta kerfi gekk líka oft vel gegn Everton og Man Utd.

    p.s. minnir að þessi Elokobi er alltaf helmassaður með einhverjar útúrsteiktar Twitter færslur og þessvegna orðinn að cult-fígúru hjá þeim Spaugstofumönnum í Sunnudagsmessunni. 

  35. Sammála AEG með það að nota tvo varnarsinnaða miðjumenn svo á 60 mín má Gerrard koma inn á og setja svo mikið sem eitt helmassað skot í vinkilinn. Nota svo Bellamy á vinstri og Downing á hægri með Suarez í holunni fyrr aftan Carroll. Skotheldur 4-1 sigur, Gerrard með 1, Bellamy með 2 og Suarez með 1.

  36. @Bjartur 36 

    Lið 5 er ekki svo galið heldur svona ef Agger er heill. Downing hefur alveg sýnt það að hann getur spilað hægri og Bellamy er eitraður vinstra megin, eina sem tapast er samvinna Enrique og Downing á vinstri vængnum! En tilhugsunin um Gerrard í holuni fyrir framan Suarez gefur manni ánægjuhroll. 

    Við hljótum og verðum að rúlla yrir úlfana og drekkja þeim neikvæðu gagnrýnisröddum sem uppi hafa verið ekki bara meðal oss heldur líka í fjölmiðlum.

    Áfram Liverpool, alltaf!

     

  37. Flott upphitun. Spái öruggum 3-0 sigri, Suarez með tvö og Downing eitt.
    Bjartur, varðandi liðin lýst mér best á lið 6, nema Kuyt inn fyrir Henderson.
    Þetta má svosem kalla 4-2-3-1 eða 4-4-2 (þá með Lucas og Gerrard á miðri miðju og Suarez frammi.
    ————–Reina—————-
    Johnson – Carra – Agger – Enrique
    ——–Lucas——Gerrard——–
    –Kuyt—–Suarez—–Downing–
    ————Carroll————-

  38. Set inn spána mína hérna. Ég held að okkar menn leggi sig sérstaklega mikið fram í dag til að bregðast ekki sjálfum sér né aðdáendum sínum. Ég spái 4-0 fyrir okkar mönnum. Carroll 1 , Suarez 2 og ef C.Fantastic kemur inn á þá setur hann 1 stk. 

    ÁFRAM LIVERPOOL !!!!!!!!!  

  39. ég er að spá nú er ég búinn að fara og horfa á síðustu leiki á górillunni, fór þangað síðustu helgi og ef það var einhvað sem var leiðinlegra en leikurinn sjálfur þá voru það þeir sem voru að lýsa honu í þessum “fanezone” .þeir skemmdu leikinn fyrir flestum sem sátu þarna! svo voru aðrir að lýsa United-Chelsea og þeir voru góðir þannig að þetta var í fyrsta skipti sem ég hafði meira gaman af því að horfa á United en Liverpool sem er frekar fúllt. Ég vil ekki vera með stæla en veit einhver hvort þetta verður svona þarna á eftir?? því þá ætla ég einhvað annað

  40. Byrjunarliðið gegn Wolves: Reina, Kelly, Carra, Skrtel, Enrique, Henderson, Adam, Lucas, Downing, Carroll og Suarez 

    Bekkur: Doni, Coates, Flanagan, spearing, Gerrard, Kuyt og Bellamy

Opin umræða – Reglur um umræður á Kop.is

Liðið gegn Wolves