Tottenham 4 – Liverpool 0

Erfið ferð til Lundúna þennan daginn var okkur boðið uppá eftir langt frí frá fótboltaáhorfi.

Byrjunarliðið hans Dalglish var nokkurn veginn alveg það sama og Kristján stakk uppá:

Reina

Skrtel- Carragher – Agger – Enrique

Henderson – Lucas – Adam – Downing

Carroll – Suarez

Á bekknum í dag: Doni, Maxi, Spearing, Robinson, Bellamy, Kuyt og Coates.

Maður lifandi á maður að reyna að skrifa um fyrstu 45. Strax ljóst að Bale var að pakka saman Skrtel frá fyrstu sekúndu og við bara í bullandi vanda. Strax á 7.mínútu var okkur refsað fyrir slaka varnarvinnu, Agger datt og missti boltann á vondum stað, Spurs sendu hann á milli og Enriqu karlinn óð í erfiða tæklingu þar sem boltinn hrökk út á Luca Modric sem klíndi hann í skeytin, 1-0 fyrir heimaliðið.

Og lítið skánaði hugur manns þegar að ljóst varð að gamall draugur tók sig upp, Agger augljóslega meiddist í þessu falli en reyndi þó í einhverjar rúmlega 20 mínútur áður en hann gafst upp og hleypti Coates í sinn fyrsta leik. En áfram hélt vandinn, við náðum engum takti og dómarinn tók skrýtna ákvörðun þegar Charlie Adam fékk spjald fyrir eitthvað sem mér finnst óskiljanlegt, sem svo leiddi til þess að hann fékk sitt annað gula spjald stuttu síðar fyrir erfiða tæklingu. Einum færri eftir 27 mínútur gegn Tottenhamliði í fimmta gír er ekki einfalt – það er alveg ljóst en við náðum að halda út til hálfleiks. Reyndar höfðu Coates, Skrtel og Suarez fengið spjöld líka frá ansi glöðum nafna mínum (Mike Jones er enska útgáfa Magnús Jónsson held ég). En við þökkuðum pent fyrir að vera bara einu undir eftir hræðilegar 45 mínútur!

Dalglish ákvað að breyta engu í hálfleiknum sem byrjaði á að Tottenham brenndi af svakalegu dauðafæri. Carroll var færður niður á hægri kant þegar við vörðumst en Suarez látinn hlaupa uppi á topp. Liðið fært aftar og planið augljóslega að loka svæðum og reyna að beita skyndisóknum, róa tempóið og spila allt annan leik en við lögðum upp í byrjun. Láta þá vera með boltann og reyna að svæfa þá til að gera mistök sem við gætum nýtt okkur.

Við náðum smá tímabili í ágætis málum og fyrsta skotið okar kom að marki þegar Suarez vann aukaspyrnu sem hann svo skaut illa yfir. Næsta mínúta kláraði svo leikinn þegar Martin Skrtel fékk annað gult spjald, hreinlega bara ekki til þess að ræða meir. Það er vissulega hægt að gera sér vonir einum færri en tveimur færri vorum við ekki að fara að gera mikið á White Hart Lane, því miður.

Staðan varð 2-0 á 65.mínútu þegar Defoe skoraði. Svo 3-0 þegar Reina gerði mistök og Adebayor refsaði á 69.mínútu. Adebaoyr setti svo 4-0 í uppbótartíma eftir slæm mistök Bellamy.

Þennan leik setjum við ekki sem mælikvarða á neitt. Ég held að við bara reynum að gleyma. Við áttum mjög erfitt í byrjuninni og ljóst að Skrtel var í erfiðu verkefni. Því miður komu svo áhyggjur okkar margra um Agger í ljós, hann trítlaði útaf meiddur og skyndilega erum við í hafsentavanda. Þá verður að nefna Sebastian Coates, hann verður hafsent með Carra núna á næstunni, hann var stressaður fyrst en mér fannst hann vinna sig vel inní leikinn. Ætla ekki að velja mann leiksins eftir þetta, en hann er sá gladdi mann mest í dag.

En síðustu 20 mínúturnar náðu okkar menn að loka svæðum vel um leið og Tottenham lagði minna upp úr að sækja. Gaman að nefna það að maður heyrði reglulega í bestu stuðningsmönnum heims sem sungu um Dalglish, og svo ótrúlega gæsahúðarútgáfu af You´ll never walk alone þó að að Lundúnaelítan hafi reynt að kæfa það með klassíkinni um atvinnuleysið.

Næst er það Brighton, sem verður hörkuerfiður leikur, ég treysti þjálfarateyminu til að leggja sig fram við að sigra þann leik, þess þurfum við eftir tvær áfallahelgar í röð…

156 Comments

  1. Það var aldrei sólarglæta í þessum leik hjá okkar mönnum, ja nema auðvitað að við töpuðum ekki stærra.

    Mönnum er tíðrætt um dómarann eins og oft áður, og vissulega var dómarinn í aðalhlutverki í leiknum en honum verður ekki kennt um hvernig fór.
    Sú skita verður skrifuð á slappa leikmenn og Kónginn.

    Manni færri eftir 30 mín og tveimur færri eftir 60, pirringurinn fór illa með liðið og svo fór sem fór.

    Heil 2 skot á markið takk fyrir.

    Næsta leik takk.

  2. jæja. hvað er hægt að sejga annað þetta var sorglegt framtak af liði sem aldrei átti séns á sigri.
    það þarf eitthvað að gerast því miðaið við þessa síðustu tvo leiki (já ég veit að tímabilið er rétt hafið) er hvorki fulg né fiskur í þessu liði.
     
    eini ljósi puntkurinn í þesusm leik var að coates sökkaði ekki mikið.

  3. Bad day at the office. Liðið ekki tilbúið í leikinn sem er undarlegt. En við höfum ekki riðið feitum hesti á þessum velli undanfarin ár og það hefur ekkert breyst hvort sem við erum undir stjórna Benitez, Hodgson eða Kenny.

    Við erum enn í ágætis málum og stefnum enn á 4 sætið í vor. Okkar helstu keppinautar eru fyrir neðan okkur í deildinni og því ættum við ekki að vera of svartsýnir. 
     

     

  4. Ég hugsa að ef það ætti að verðlauna eitthvað í dag þá eru það verðlaun til Magga að vera svona fljótur inn með leikskýrslu. Annað er varla til að ræða um…

  5. Skammarleg frammistaða frá A-Ö.

    Kenny í ruglinu.

    Stærsta tap Liverpool í 8 ár.

  6.  
    Sælir félagar
     
    Eins og ég spáði um að leikurinn mundi annaðhvort vinnast eða tapast á miðjunni.  Þar reyndist ég sannspár því Parker og Moldríkur áttu miðjuna frá upphafi og leikurinn var Tottaranna frá upphafi tiul enda.  Mannamunurinn eftir að dómarinn með sundboltahausinn kaus að einfalda leikinn var þetta aðeins spurning um hversu stór sigur þeirra yrði.
     
    Herimskulegt brot Adam á spjaldi gaf tóninn og Skrölti átt aldrei séns í Bale.  Hinsvegar ber á það að líta að dómari leiksins er vægast sagt Liverpool dýr og væri eðlilegt að stjórn klúbbsins lýsti því yfir að þeir leiki ekki leiki sem Sundboltahausinn dæmir.  Það er eðlileg niðurstaða þessa leiks sem Tottenham átti frá upphafi til enda.  Einhvern veginn hefur KK ekki tekist að mótivera menn sína fyrir þennan leik og liðið gerði upp á bak hvað sem öllum brottrekstrum líður. 
     
    Ég hlakka til að fá Gerrard inn í liðið í stað Adam sem mér virðist að séu því miður misheppnuð kaup.  Agger er kominn í farið sitt og er spurning um að selja hann sem fyrst (í janúar) ef hann skyldi verða ómeiddur í næsta glugga og kaupa mann sem endist nokkra leiki til enda.  Setja mætti Aurelío í vasa hans þá sem óvæntan „glaðning“ fyrir kaupandann.
     
    Skrölti átti slæman dag ásamt Sundboltahausnum og er bið eftir Kelly og Glnnaranum að verða óbærileg.  En sem sagt sanngjarn sigur T‘ham frá upphafi til enda
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA

  7. Mér er líkamlega illt eftir þennan leik. Er hægt að segja eitthvað jákvætt um Liverpool? Læt eina neikvæða spurning fylgja og svo ætla ég ekki að hugsa um fótbolta meira í dag. Er ekki kominn tími á að Carragher snúi sér alveg að golfinu?

  8. Nú verður einver að fara að bjóða Andy Carrol upp á drykk. Maður leiksins voru aðdáðendurnir í stúkunni sem héldu áfram að syngja fyrir Liverpool þótt við værum með kúkinn upp á bak!!

  9. Auðvitað verður þetta skrifað á dómarann að verulegu leyti. Við hefðum allavega fengið leik ef Adam hefði hangið inn á. Ef þessi 4 gulu spjöld á þessa tvo leikmenn eru öll tekin saman þá finnst mér bara seinna spjaldið á Adam eiga fullkomlega rétt á sér. Og í stöðunni 1-0 er Carroll haldið inni í teig, Spurs fá fjöldan allan af soft aukaspyrnum á hættulegum stöðum þannig að þessi dómari var algjörlega út úr kú og ljóst að ræða Dalglish um dómgæslu hefur ekki beint hjálpað okkur. Þetta leit út eins og hann ætlaði sko alls ekki að láta Dalglish græða á kommentum sínum. Og það varð úr.

    Það er ekkert hægt að taka leikmenn út úr þessum leik, þeir byrjuðu leikinn illa og svo þegar þeir voru hugsanlega að fara að vinna sig inn í leikinn þá er Adam rekinn útaf.

    Þá veltir maður líka fyrir sér uppstillingu Dalglish. Í fyrra var talað um suicide uppstillingu Hodgson gegn City, með 2 menn inni á miðjunni, er þetta ekki sama suicide uppstillingin núna? Hefðum þurft Kuyt úti hægra megin og Henderson inn á miðjuna til að eiga eitthvað í Parker, Modric og Bale. Og Skrtel leit líka illa út þar sem hann fékk enga hjálp frá Henderson, eitthvað sem Dalglish hefði átt að leggja höfuðáherslu á.

    En tóm skita, ömurlegur dagur og best að gleyma þessu sem fyrst. 

  10. Ósanngjarn dómari sem fyrr á þessari leiktíð. Kemur bara í næsta leik. YNWA

    WHEN YOU WALK THROUGH A STORM HOLD YOUR HEAD UP HIGH

  11. Ágæt skýrsla en ég skil ekki af hverju á ekki að nota þennan mælikvarða á neitt. Mér fannst þessi leikur draga nokkra punkta fram.

    Fyrst það jákvæða. Enrique er góður leikmaður sem hefur fallið vel inn í liðið. Coates lítur einnig vel út að mínu mati. Smá stress í byrjun en var vaxandi og ber ekki ábyrgð á mörkunum.

    Það neikvæða. Adam virðist kominn í of stórann klúbb. Auðvitað vona ég að hann stígi upp en fram til þessa hfur hann ekki sýnt að hann eigi heima í liðinu. Henderson er ekki tilbúinn. Við áttum ekki að setja 20 milljónir punda í efnilegan leikann í þessum glugga heldur í leikmenn sem styrktu liðið strax. Carragher er orðinn of hægur og í tveimur markanna er hann of lengi að stíga út og spilar menn réttstæða.

    Glugginn virðist því ekki hafa heppnast hjá okkur. Mistök að láta Meireles og Aqua fara báða. Kaupin á Adam og Henderson ekki nógu góð.

    Carrol er enn spurningarmerki en mér fannst hann okkar besti maður í dag ásamt Enrique.

  12. Eftir að hafa verið nokkuð spenntur fyrir þessum leik eftir ágætis leiki að undanförnu var manni kippt harkalega niður á jörðina. Það sem verst er í þessu er að liðið í dag var arfaslakt þó jafnt væri í liðum. Spilar þar stóran hluta að liðið er ekki nógu vinnusamt. Charlie Adam hleypur lítið og er yfirleitt að gefa opin svæði fyrir framan vörnina. Þá er Henderson ekki alveg að gera sig því miður. Við bætist að Skrölti er í bakverði sem er staða sem hentar honum engann veginn enda arfaslakur í dag. Þá er Carroll full rólegur þarna frammi og hefði verið betra að hafa einn kátann hlaupandi þarna um og pressa varnarmenn Tottenham.
    Þá tókst liðinu engann veginn að opna nein svæði ofarlega á vellinum og skapast það meðal annars af því að miðjan átti ekki séns í miðju Tottenham. Downing var ekki að gera neitt og skortir aðeins upp á vinnusemi hjá honum. Reyndar vantaði meiri vinnslu í allt liðið í dag.
    Þá var dómarinn ekki að hjálpa okkur en þó er ekki hægt að kenna honum um tapið, menn verða bara að gæta sín ef þeir eru á gulu sem var ekki í dag.
    Eini bjarti punkturinn í dag var að Coates spilaði í dag og leit bara ágætlega út þó augljóst sé að honum vantar smá skilning í varnarvinnunni. Þó ber að horfa til þess að Carra var arfaslakur í dag og spilaði Tottenham nokkrum sinnum réttstæða því hann fylgdi ekki varnarlínunni.
    Nú er bara að horfa fram á næsta leik og vona hið besta. Áfram Liverpool.

  13. Tvö töp í röð og Kenny sleppur við alla gagnrýni?  Bara alveg grínlaust?  Djöfull væri búið að myrða Rafa og Roy.

  14. Þetta hefst og klárast með bullandi óöryggi í vörninni. Leiðinlegt að koma inn á þetta en mistök Carra tvo leiki í röð á undan þessum hafa sett þessa annars fínu varnarlínu í kerfi. Sást frá fyrstu mínútu að þeir voru skíthræddir við hraðann á Defoe og Bale og kraftinn í Adebayor (hefði ekki verið leiðinlegt að fá hann á láni). Skrýtinn ákvörðun líka að taka Kuyt út í þessum. Vinnusemi hans og dugnaður hefðu vel getað kæft Bale frá byrjun. Hefði sennilega ekki verið vitlaust að hafa Enrique hreinlega bara hægra megin, en það er auðvelt að vera vitur eftir á. En Dirk hlýtur að vera einn af fyrstu mönnum á blað í þessum stóru leikjum, tala nú ekki á útivelli. Ótrúlega stór og sterkur karakter sem spilar risahlutverk í þessu liði. Skemmir ekki fyrir að hann og Suarez linka frábærlega saman.

    Dómarann ætla ég svo ekki að ræða. Hann var arfaslakur. Punktur. Hins vegar var leikurinn löngu tapaður í hausnum á mönnum fyrir leik. Það sást frá byrjun að Spurs voru að fara að kafsigla liðið. Miðjan var ekki viðstödd og Skrtel (honum var að vísu vorkunn eftir að hafa fengið hryllilega ódýrt fyrra gula spjald að þurfa að klára leikinn gegn Bale í fantaformi) logandi hræddur við Bale. Charlie Adam fær ódýrt gult en vitandi það veður maður ekki bara í hvaða tæklingu sem er.

    Suarez er svo náttúrulega grjótharður en hann og Carroll verða að fara að stilla sig betur saman. Hann þarf svo líka að fara að passa sig að vinna sig ekki alltaf upp á móti dómurunum. Leiðinleg staðreynd en enskir dómarar eru margir hverjir voðalega litlar sálir sem eru hvað viðkvæmastir fyrir hæfileikaríkum S-Ameríkubúum. Hann þarf einfaldlega að “suck it up” að verða jarðaður nokkrum sinnum af stórum varnarmönnum því aukaspyrnurnar (.. og vítin) munu koma á endanum. Coates, erfitt að segja eftir svona leik en hann virðist vera með breitt bak og ljónharður. Ekki fyrir alla að mæta í svona leik í fyrsta leik en hann þarf ekkert að skammast sín.

    Carra verður svo sífellt meiri dragbítur á varnaleikinn og liðið í heild. Kenny þarf núna að gera það sama og Fergie gerði með G.Neville. Einfaldlega draga hann hægt og rólega út. Því fleiri mistök og slæma leik sem hann á munu bara kosta liðið og hans eigið sjálfstraust á endanum. Agger og Coates hljóta að verða okkar aðalmiðvarðapar í vetur. Er ennþá á því að annar miðvörður hefði átt að vera keyptur þar sem að Agger er hreinlega bara lúxusleikmaður sem ekki er hægt að reiða sig á sökum meiðsla. Sorglegt en satt.

  15. Dómari og ekki dómari – við áttum að vera amk 2-0 undir áður en Adam fékk að fjúka útaf. Við fengum 8 daga til að undirbúa okkur gegn Spurs, samt var eins og engin hafi reiknað með léttleikandi Tottenhamliði með Bale á kanntinum – merkilegt alveg. Þeir kanski verið að kortleggja vitlaus lið í viku ? 

    Skrtel átti sinn slakasta leik í rauðri treyju, og er um marga slíka að velja úr – hápunktur dagsins var klárlega þegar “slátrarinn” frá slóvakíu var out-muscled í einvígi við vöðvatröllið Defoe.

    Óheppni, dómaraskandalar eða bara ekki nógu góðir ? Held að allir sjái það sem vilja,

  16. Ég er virkilega ósammála þér með Coates, mér fannst hann ekki geta neitt.  Hvað var hann að gera þegar Defoe skoraði?  Hann gaf aukaspyrnu á stórhættulegum stað og gaf boltann klaufalega frá sér.  Vonandi gleymir hann þessum leik sem fyrst og kemur tvíefldur til baka, mér sýnist nefnilega að Agger sé dottinn í sinn meiðslagír.

  17. Gleymum ekki einni staðreynd: árslaun lækna ná ekki upp í vikukaup hjá þessum strákum. Eins og ég segi: fotboltastrákar eru hæstlaunuðu farandverkamenn í heimi. Enginn mórall, ekkert loyalty. Sjáið bara Arsenal. Svo eigum við að dást að þessu! 

  18. Það er með ólíkindum að við skulum alltaf líta út einsog aumingjar gegn Tottenham.  Ég held að þetta hafi verið sjötti sigurleikur Harry Redknapp á Liverpool í 8 leikjum.  Það er ótrúleg tölfræði.

    Það þýðir lítið að rífast um þetta, þar sem þetta var svo ömurlegur leikur að manni langar mest að skipta út 11 mönnum fyrir næsta leik.  Liverpool liðið gat ekki neitt þegar við vorum 11 inná, enn minna 10 og svo framvegis.  Ég gæti skrifað langan pistil um það hvernig allir voru hræðilegir, en það þjónar litlum tilgangi.

    Ég las það á Twitter að 54% sendinga Adam hefðu hafnað hjá samherja.  Það er með hreinum ólíkindum.  

    Ég sagði það í podcastinu að þessi útileikjahrina gegn Stoke og Tottenham myndi segja okkur um það um hvað við yrðum að berjast í ár.  Ef við myndum fá 4-6 stig, þá gætum við hugsanlega barist um titilinn, en það er alveg ljóst að eftir að hafa fengið 0 stig að við erum að berjast um fjórða sætið.  Við erum þó ennþá fyrir ofan sterkustu samkeppnina um það sæti.

  19. Ég tek eftir því að enginn nefnir Henderson…… Er það vegna þess að menn sáu hann ekkert? Misstu menn af aukaspyrnunni hans? Talið svo um Carra afþví hann sást… Er ekki betra að menn sjáist í leiknum og geri mistök heldur en að menn séu á skýrslu svo veit enginn hvort þeir séu inná vellinum????
     

  20. Pirr pirr pirr!

    Viðbjóður að horfa uppá þetta! Hausinn var skrúfaður kolvitlaust á okkar menn í dag! Ekki hjálpaði það að dómarinn ákvað að eyðileggja leikinn með að senda Adam útaf eftir 20 mín sem hafði reyndar fyrir það verið að mér fannst afar slakur! Það sást samt sem áður að leikmennirnir voru ekki með hugann á réttum stað. Ef við tökum dæmi er auðvelt að benda á eftirfarandi:

    *Suarez var pirraður frá því að flautað var leikinn í gang fannst mér! Eins gífurlega öflugur og drengurinn er í fótbolta verður hann að læra höndla skap sitt í mótlæti! Maður sér það þegar Suarez verður pirr verður drengurinn mun lélegri!

    *Adam kallinn fékk að fjúka snemma útaf en fyrir rauða spjaldið fannst mér hann ekki gera neitt! Hart að dæma mann á 20 mín en við fengum því miður ekki að sjá meira af honum.

    *Henderson. Gerði engin mistök að mér fannst en gerði hinsvegar engar rósir heldur. Auðvita erfitt að spila 1 færri í 40 mín og tveimur færri í 30 mín! Það vantaði hinsvegar að reyna koma boltanum fram og hann aðstoðaði ekki við það!

    *Reina. Furðulegt að dæma hann en hann var gott dæmi um að hausinn var ekki á réttum stað á okkar leikmönnum. Gerir mjög sjaldgæf mistök en eitt mark er hægt að skrifa á hann.

    *Carra. Ég sagði hér eftir seinasta leik að eftir tvö mistök Carra í röð ætti hann að fá einn í viðbót og leyfa honum að rétta úr kútnum. Persónulega fannst mér það ekki gerast í dag! Í marki tvö veður hann langt út og skilur eftir stórt pláss og Enrique þarf að detta þangað inn! Í 4. markinu situr Carra eftir (útaf þreytu virðist vera) og gerir þ.a.l. EA réttstæðan! Mig langar einnig að nefna það með Carra að sem fyrirliði hefði ég viljað sjá hann reyna lifta liðinu meira upp en hann virtist gera. Maður kannast við það frá Gerrard þar sem hann liftir liðinu upp reynir að halda haus! Mér fannst ég ekki sjá það frá Carra í dag!

    *Skrtel. Virsti aldrei eiga séns í Bale en það sem mér fannst þó verst var áfram klaufaleg mistök í vörn sem og að 2x var hann kominn einhvern lengst inn í teiginn og gleymdi alveg að hann var í barkverði en ekki miðverði! Carra ýtti honum þá aftur út.
     
    Eins og sést fannst mér margir leikmenn ekki spila nægilega vel en KKG á líka sök! Að spila með Skrtel gegn Bale fannst mér ekki góð ákvörðun! Með Modric og Parker á miðjuni að rústa okkur, hefði þá ekki verið nær að spila 4-5-1 og reyna vinna miðjuna!

    Næsta leik takk!!

  21. Palli #14

    Coates átti stóran þátt í markinu hjá Defoe. Hann fór í útsölu sem gerði það að verkum að Tottenham voru komnir í gegn. En mér dettur ekki til hugar að hengja hann þrátt fyrir þessi mistök, hann er ungur og lítur vel út. Ég vildi bara leiðrétta þig þar sem þú sagðir að hann yrði ekki sakaður um mörkin.

    …en ég hlakka til að heyra viðtalið við Dalglish eftir leik. 

  22. Sælir
    Erfiður leikur í dag, nokkuð ljóst að ekkert gekk upp á hvorugum enda vallarins, og svo var dómarinn kannski ekki að eiga sinn besta dag heldur.
    Vill samt nefna að þrátt fyrir að leikmenn liðsins hafi flestir/allir átt dapran dag þá finnst mér Kenny Dalglish hafa átt hvað verstan dag. Fyrir því færi ég eftirfarandi rök:

    Skrtel settur í hægri bakvörðinn gegn Bale: Skrtel er einn hægasti varnarmaðurinn sem Liverpool á í dag og ljóst frá byrjun að hann þyrfti verulega hjálp ætti hann að geta ráðið við Bale og svo Ekotto fyrir aftan hann. Tel að John Flanagan hefði átt að spila þennan leik, töluvert sneggri og tel að hann hefði átt meiri möguleika á að verjast Bale heldur en Skrtel.
    Kuyt settur út úr liðinu: Kuyt er stórleikjamaður og hefur alltaf verið, tel að það hefði átt að stilla honum upp á hægri vængnum fyrst og fremst til þess að halda Bale uppteknum og svo er auðvitað fáir betri kantmenn til varnarlega. Tel að varnarvinnan hefði verið töluvert betri hefði hann verið inn á.
    Tveggja manna miðja:  Tottenham stillti upp tveggja manna miðju sem samanstóð af tveimur nokkuð léttleikandi mönnum, sem finnst gaman að fá boltann í fæturna, báðir hreyfanlegir. Tel að í þessu tilviki hefði átt að vera með þrjá miðjumenn, sem hefðu þá getað kaffært miðjuna hjá Tottenham og hjálpað betur til í vörninni, enda voru Tottenham menn að vaða upp báða kantana, þrír miðjumenn hefðu átt betri möguleika á að ná einhverjum stöðugleika í spilið hjá liðinu. Mitt mat er að Lucas, Henderson/Spearing og Adam hefðu átt að byrja þennan leik, með Downing og Kuyt á köntunum.
    Úrræðaleysi meðan á leik stóð: Verst fannst mér hvað Kenny virtist ekki hafa neinar góðar lausnir meðan á leik stóð, sérstaklega í kjölfar fyrra rauða spjaldsins. Í stað þess að skipta miðjumanni inn á, t.d. Spearing, fyrir annaðhvort Carroll/Suarez, færir hann Carroll niður á hægri kantinn, og vorum við þá kominn með hægasta hægra kant frá upphafi daga, Carroll/Skrtel og Bale/Ekotto héldu áfram að gera okkur lífið leitt allan liðlangan leikinn. Hann virtist að sama skapi aldrei reyna að breyta leikskipulaginu, það var ljóst á fyrstu 20 mínútunum að liðið var í vanda, mögulega hefði hann þá getað fært t.d. Suarez út á kant, Henderson inn á miðju og Carroll einan frammi…? Þetta er auðvitað bara hugmynd, en manni fannst í það mynda lítil stjórn vera af hliðarlínunni.

    Að þessu sögðu þá tel ég að sjálfsögðu engan heimsendi að tapa þessum tveimur leikjum, King Kenny fær fullan stuðning frá mér í næstu leikjum, hann má einfaldlega ekki vera undanskilinn gagnrýni þrátt fyrir orðsporið. Hef enga trú á öðru en við vinnum okkur út úr þessu og klárum næstu leiki. 
    YNWA

  23. Eftir að hafa séð þessa frammistöðu þá get ég ekki verið bjartsýnn á framhaldið!Þvílík frammistaða 2 rauð spjöld fyrir heimskulegar tæklingar.Og liðið spilar eins og ASNAR.Það þarf eitthvað mikið að breytast og það er ekki hægt að kenna dómurum um allt.

  24. Get ekki að því gert en mér svíður að sjá Meireles í Chelsea búning eftir svona slaka framistöðu hjá mínum mönnum í dag. 

  25. Maður er aðeins búinn að róa sig niður og telja upp á 10 eftir þennan leik, en það sem ég tók eftir að það setur enginn út á þátt Agger í fyrsta markinu.  Markinu þar sem Liverpool var 11 á móti 11.  Agger rennur á rass-gatir missir stöðu kemur sér ekki aftur í hana og Modric fær allt vald í heiminum til að skjóta og skora.  Svo var Skrtel að brjóta af sér í fyrsta sinn þegar hann fékk gult spjald, ég átti mjög erfitt með að skilja þann dóm, sértaklega þegar Ade fékk að brjóta 3 sinnum af sér áður en það kom gult á hann. Þegar liði var svo orði 10 á móti 11 þá lék liði af skynsemi sem hvarf svo í stöðunni 9 á móti 11.  Hve hugsun Dalglish að setja ekki Spearing strax inná fyrir sóknarmann þegar liði er orði 9 á vellinum skil ég ekki.  Ég skil heldur ekki hver vegna hann beið svona lengi með að skipta. Liverpool tapaði þeim kafla sem það var 9 á móti 11 3-0 og það er kannski enginn heimsendir, heimsendir er sá að liði gafst upp.  Carra sýndi uppgjöf og skemmti svo áhorfendum Tottenham með því að gefa þeim tvö mörk.  Meira að segja Reina sýndi uppgjöf með þessum mistökum sýnum.   Suarez var ekki líkur sjálfum sér í þessum leik og að segja að sá gæji sé 30 milljón punda virði er fáranlegt.  Carroll fannst mér ágætur, leiðinlegt að Suarez stal af honum markinu sem varð til þess að það var dæmt af.  Bellamy á alla sök á 4 markinu með því að ætla að sóla 3 leikmenn, svo auðvita lék Carra ade réttstæðan.  Svo verð ég að commenta á einn leikmann en ég hef áhyggjur af honum, það er Henderson veit fólk um hann?  Hann var svo gjörsamlega týndur í dag að það hlýtur að vera að kenny sé að leita af honum á vellinum ennþá.   Það eina góða við þessi rauðu spjöld er það að Adam og skrtel taka þau út í vikunni gegn Brigthon, þannig það að þeir ættu að vera komir inn í liði næstu helgi aftur. Að lokum þá meiddist Agger, enda var þetta bara orði tímaspursmál hvenær hann myndi meiðasta í bakinu aftur.  Útlitið er ekki bjart, en það getur varla orði mikið svartar enn eftir þennan leik, svo má ekki gleyma því að það er enginn eins endir að tapa á WHL.   Áfram Liverpool YNWA 

  26. Ég ætla eiginlega ekki að dæmt liðið útfrá þessum leik. Virtumst ekki vera upplagðir frá byrjun og eftir rauðu spjöldin áttum við aldrei séns.
    Svo erum við allir stuðningmenn Liverpool, bara mis blóðheitir. Og eigum því allir rétt á okkar kröfum og skoðunum um liðið þó Liverpool gleraugun séu misþykk 🙂

  27. Gunnar # 25
    Eftir að hafa horft a replay þá sýnist mér Coates vera í línu með Enrique en Carra sitja eftir og spila Defoe réttstæðan. Þess vegna fannst mér hann ekki bera ábyrgð á mörkunum.

  28. Palli#30 Það er Coates sem fer í boltamanninn og selur sig algjörlega….það er upphafið af færinu.

  29. Hallo!!!!! fyrir það fyrsta var dómarinn 12 maður Tott, annað KK hefði aldrei átt að tala við yfirdómara, ég hef aldrei séð svona óréttlæti í neinum leik sem ég hef séð.Ég er farin að hallast að því að KK hafi ekki verið að gera góð kaup með því að kaupa, carrol(sem er ekki að gera neitt)henderson?? adam?? downing??. Suarez og Enrique eru þeir einu sem eru að vinna vinnuna sína, en ekki komin reynsla á Bellamy og Coates.. Þetta var leikur dómarans.

  30. Brot Tottenham 10 vs 9 Liverpool

    Spjöld Tottenham 1 vs 6 hjá Liverpool

    Segir allt sem segja þarf um dómarahæfileika Mike Jones 

  31. Vandamál liðsins í þessum leik og gegn Stoke eru tvenns konar: annars vegar ákveðið agaleysi, það skorti yfirvegun í leik liðsins og stundum fékk maður á tilfinninguna að leikmenn liðsins væru að drífa sig eitthvað… Vandamálið er ekki geta leikmanna heldur virkar liðið stundum stirðbusalegt. Svo verður ekki í allan vetur og menn geta alveg slakað á; það eru fimm leikir búnir. Liðið var í fallsæti í fyrra eftir jafnmarga leiki. 
    Hins vegar er hitt vandamálið eilítið djúpstæðara og ég hélt aldrei að ég ætti eftir að segja þetta en Carragher er því miður ekki nógu mikill fyrirliði. Það hefði einhver átt að segja við Adam að hann yrði að vera rólegur, kominn með gula spjaldið. Það mun margt gerast þegar Steven nokkur Gerrard kemur, nærvera hans mun virka eins og vítamínsprauta fyrir liðið… 

  32. Ég segi bara eins og ég sagði í umræðunum á meðal leiknum stóð: Ég held ég hafi aldrei séð Liverpool jafn yfirspilað í einum leik og í þessum. Það gekk bara ekkert upp. Tottenham voru fjórum númerum of stórir, og það er aldrei ásættanlegt.

    Maður getur svo sem afsakað sig með venjubundnum afsökunum – nýtt lið hjá Daglish, dómarinn þetta og sundbolti hitt.

    Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að Liverpool kúkaði upp á bak, og það er engin afsökun fyrir því. Ef dómarinn var lélegur, þá átti liðið að spila enn betur. Og svo framvegis.

    Sumt breytist bara ekki, Liverpool getur alltaf mótiverað sig upp í að vinna stóru liðin (ManUtd, Chelsea, Arsenal) en þegar kemur að öðrum liðum, litlu liðunum, þá er alltaf sama helvítis sagan – við kúkum upp á bak. Tap gegn Stoke er djók, tap gegn Tottenham er … asnalegt. Liverpool átti aldrei séns í þessum leikjum, voru aldrei líklegir (þó menn hamist eins og hundur á ketti við að halda því fram að við höfum verið betri aðilinn gegn Stoke, sem er rangt).

    Daglish á þetta tap skuldlaust, ásamt auðvitað meðal-leikmönnunum sem gátu ekki blautan í dag. Það er í svona leikjum, gegn liðum sem við eigum fræðilega að vera að keppa um 4ja sætið, þar sem kemur í ljós úr hverju menn eru gerðir. Svona leikir skera úr á milli karlmanna og drengja. Auðvitað er hægt að nota þetta sem mælikvarða á getu liðsins og einstakra leikmanna. Ef menn geta ekki spilað vel gegn Stoke og Tottenham, af hverju ættu þeir þá að geta spilað vel gegn Everton eða Wigan? Eða Wolves og Fulham?

    Ég skal hinsvegar fullyrða að Liverpool vinnur ManUtd á Anfield. Segi það og skrifa. Bookmark-ið þetta og sjáið dýrðina. Eina ástæðan fyrir því er sú, sem ég sagði áður, Liverpool getur alltaf mótiverað sig í að vinna stóru liðin, á meðan hin 15 liðin í deildinni geta öll leikið sér að okkar mönnum. Og það er ástæðan fyrir því að það er óralangt þangað til að við sjáum Liverpool vinna titilinn.

    Homer

  33. Yfirburðir Tottenham liðsins í þessum leik fólust í eftirfarandi atriðum
    Í fyrsta lagi: Miðjuparið, Modric – Parker gjörsamlega átu félagana Adam – Lucas. Þeir fyrrnefndu voru á undan í öllum aðgerðum og má segja að þeir hafi gjörsamlega tekið Adam og Lucas í kennslustund. Til að toppa þá yfirburði og undirstrika brýtur Adam tvisvar klaufalega af sér á Parker og verðskuldaði að lokum rautt spjald.
    Í öðru lagi; Martin Skrtel! Hvað getur maður sagt um varnartilburði þessa manns? Fyrir mitt leiti þá hef ég séð svo gríðarlegt magn af mistökum og slökum varnarleik hans í Liverpool búning að mér er hálf óglatt.
    Plássið sem Bale fékk úti á kanti var jafn mikið og heil Júmbóþota þarf fyrir flugtak. Einhverra hluta vegna lét Skrtle ávallt draga sig út úr stöðu og þegar reyndi á hann mátti hann sín lítils, en hæfileikar hans kórónuðust þegar hár bolti kom fram og hann réði ekki við Jermain litla Defoe í styrk né loftinu.
    Í þriðja lagi: Leikkerfið. Jordan Henderson virðist algjörlega vera týndur í þessu kerfi þar sem hann er úti á hægri kanti og á að draga sig inn á miðjuna og hjálpa þar til. Einhvern veginn er hann bara mitt á milli, engin ógn af honum á hægri kantinum, nær ekki að skila þeirri vinnu sem þarf inn á miðjuna og síðast en ekki síst það er enginn í hjálparvörninni fyrir framan Skrtel.                                                            
    Martin Skrtel settur í hægri bakvörð í þessu kerfi :S hann hvorki getur varist né sótt, hvað þarf að segja meira.
    Vert er einnig að minnast á nokkurn Andy Carroll: Ekki hefur hann sýnt mikið í Liverpool búning enda vera hans ekki verið löng, en það fer í mínar fínustu að drengurinn er meiri hlutann af leiknum úti á öðrum hvorum kanti. Ég spyr afhverju er dreng fjandinn ekki inni í teignum til að taka við þeim boltum sem mögulega koma þangað. Hvort þetta sé í upplagi Daglish eða stöðuflakk á Caroll skal ég ekki segja en meðan drengurinn er ekki inni í teig þá gerir hann fjandanum ekki neitt gagn inni á vellinum.
    Niðurstaðan er sú: Miðjuparið Lucas – Adam er einfaldlega ekki nógu sterkt til að “dominera” miðjuna og það þarf meira til en hálf týndann Henderson til að styðja við þá tvo. Ég myndi vilja sjá Henderson fyrir framan þá tvo inni á miðri miðjunni á meðann fyrirliðinn er fjarverandi.
    Martin Skrtel er í sama klassa og þeir farþegar er voru látnir flakka í sumar, meðan hann spilar í vörninni þá munu mörkin leka inn. Carragher er kannski ekki í formi núna og hefur sýnt vafasama tilburði en staðreyndin er sú að form en tímabundið en hæfileikar eru viðvarandi. Carra hefur hæfileika en SKrtel ekki!
    Þó manni líði skelfilega eftir þennan leik þá held ég að ef við þéttum miðjuna og setjum nothæfann mann inn fyrir Slóvaka ófétið, þá komi allt annar bragur á þetta lið. YNWA

  34. gott að ég djammaði svo mikið í gær að ég bara gat ekki vaknað til horfa á leikinn ! 

  35. Gunnar # 31

    Ef Carra hefði fylgt varnarlínunni hefði Defoe verið rangstæður. Má sjálfsagt gagnrýna Coates líka en mér fannst Carra bera meginábyrgð á markinu.

  36. Carragher Carragher Carragher Carragher Carragher
    Carragher Carragher Carragher Carragher Carragher
    Carragher Carragher Carragher Carragher Carragher

    Í burtu með þig… áður enn þú skemmir meira !!!!
    Í burtu með þig… áður enn þú skemmir meira !!!!
    Í burtu með þig… áður enn þú skemmir meira !!!!

    Óþolandi þessi gaur !

  37. Palli #38  Ok, getur verið rétt hjá þér….skal horfa á þetta aftur og mynda mér þá betri skoðun. Ég er auðvitað bara búinn að sjá þetta einu sinni.

  38. Ok. Þetta var ekkert bara “einn af þessum leikjum”. Alls ekki.

    Það að við misstum tvo menn út af var einfaldlega bein afleiðing þess að við vorum á hælunum og langt á eftir Tottenham-mönnum í öllu sem þeir gerðu.

    Ég er því miður hræddur um að það eigi eftir að koma í ljós að Dalglish og Comolli stóðu sig ekki nógu vel á leikmannamarkaðnum, sbr. Meireles út og allt of dýrir miðlungsleikmenn inn (Carroll, Henderson, (Adam), Downing).

    Þeir eru voðalega sáttir með hópinn en eitthvað er ekki að virka – það er deginum ljósara.

    En ég vona svo sannarlega að KD og DC og allir þessir leikmenn muni láta mig éta hatt eða tvo.

    Eitt er þó alveg klárt mál; ef liðið getur ekki spilað betur en þetta eftir 8 daga hvíld þá vantar greinilega eitthvað mikið upp á!

  39. Afleitt!!

    Áttum aldrei möguleika. Miðjan var undir allan tíma eins vörnin mjög léleg.
    Næsta leik takk!!! 

  40. Búinn að tjá mig áður um Carra. Hann hefur þjónað okkur vel þessi ár en þetta er orðið gott.

    Við fórum í próf og féllum á prófinu. Þótt þessi leikur segi e.t.v. ekki allt um tímabilið er ljóst að ennþá er eitthvað mikið að á Anfield. Við höfum ekki einu sinni afsaknir lengur.  

    Tímabilið  er e.t.v. ekki búið o.s.frv. en mikið djöfulli er þetta orðið pirrandi… 

  41. Þetta var bara skita í dag. Allt frá Kónginum og staffinu til fyrsta og síðasta leikmanns. Sjálfsagt einhver þarna sem gerði sig ekki að fífli, en ég var of upptekinn í að fela andlitið í lófunum á mér til að taka eftir þeim huldumanni.
    Maður leiksin: Þeir aðdáendur Liverpool sem létu sig ekki hverfa.

  42. Afsakið, ætlar fólk hér virkilega að fara að röfla út af þessum rauðu spjöldum? Charlie Adam var heppinn að hafa ekki fótbrotið Scott Parker og Skrtel, með spjald á bakinu og liðið manni færri, straujar leikmann út á kanti. Já einmitt, það var dómaranum að kenna að Liverpool komst varla yfir miðju allan leikinn, hvort sem þeir voru 11 eða færri. Dómarar kenna mönnum ekki heimsku.

    Liverpool spilaði ömurlega í dag. Tottenham var miklu betra og þetta hefði getað endað ennþá verr.

  43. Hrikalegt. Núna eru menn byrjaðir að sjá hvaða kaup síðustu misseri voru fail. Andy Carrol er ekki með bolta í löppunum á sér og hentar ekki fyrir LFC. Charlie Adam er augljóslega ekki nógu sterkur playmaker fyrir þetta lið og nú fyrst er maður verulega farin að sakna Gerrard. Suarez verður að hætta að tuða annars endar hann eins og Drogba sem fær aldrei neitt frá dómurunum. Lucas er frábær leikmaður í lélegu liði. Enrique sömuleiðis. Vá hvað það er mikil vinna framundan hjá þjálfarateyminu, þetta er svo langt frá því að vera nálægt því að vera þolanlegt. Sjitt hvað þetta var lélegt og sjitt hvað Tottenham voru sprækir í þessum leik. Þvílík yfirspilun.
    kv. Reiði gaurinn

  44. Ég er ekki búin að lesa eitt einasta komment hér fyrir ofan en hef bara eitt eða tvennt að segja um leikinn.

    Lélegasta frammistaða sem ég hef séð frá Liverpool og hef ég horft í 20 ár.

    Virðist vera að menn hafi ALLIR saman verið á fylleríi í London til 10-11 í morgun.

    Vona að Dalglish biðjist afsökunar á HRÆÐILEGUM leik og lofi að þetta gerist ALDREI aftur og í leiðinni taki hann það fram að stuðningsmönnum liðsins sem lögðu sig alla fram í dag og ferðuðust í þennan leik verði umsvifalaust endurgreidd ferðin og öllum boðin áfallahjálp frítt með….

    Þetta eru samt engin endalok, við eigum enn breik á 4 sæti en held við getum afskrifað eitthvað meira en það þetta seasonið. Hef smá áhyggjur af markaskorun okkar, Suarez skorar í fyrstu 2 leikjunum og svo ekki söguna meir og Carroll ekki komin með mark í deildinni, þetta verður að lagast og það strax í næsta leik gegn Wolves sem é ggeri kröfu á að endi ekki minna en 5-7 núll fyrir okkar menn….

    Vááá hvað verður gott að fá Gerrard inn aftur og vonandi nær hann að mata þá félaga frammi eins og hann hafi EKKERT annað í lífinu að gera….              

  45. Off topic en samt ekki… við misstum af Phil Jones… til erkifjendanna í Manchester United… er nú búinn að sjá hann í nokkrum leikjum… og ég vissi ekki að við hefðum verið að missa af svona hrikalega öflugum leikmanni… frekar óþolandi 🙁

  46. Það er rosalega rómantísk hugmynd og Liverpool-legt að fylla liðið af enskum leikmönnum. Eins og þetta var forðum þegar sigurtíð LFC stóð sem hæst. ÞAð gengur bara því miður ekki upp í sterkustu deild í heimi og við þurfum blökkumenn með fleiri bláa vöðvaþræði og meiri snerpu af þeim sökum. Sést augljóslega þegar það er bara einn virkilega góður leikmaður í liðinu og hann er úrugvæi. OG jú svo er brassinn á miðjunni líka mjög öflugur interceptari. Real talk

  47. Þetta var einfaldlega mjög lélegt, ástæðurnar eru bara margar, en ein aðalástæðan er að það er ekkert sjálfstraust í hóppnum… það er eitthvað sem Dalglish verður að vinna í og ætti hann að geta það… Það þíðir ekkert að vera heingja haus yfir þessum úrslitum nú er bara að girða sig í brók og halda áfram… gleimum þessum leik og setjum alla okkar orku í næsta leik og rífum okkur bara upp… ekkert me he með það ….

    Áfram LIVERPOOL… YNWA…  

  48. Svo er annað sem má pæla í er gott að Hafa Suarez og carroll frammi, sendingar frá köntum eru ætlaðar Carroll og þannig er Suarez ekki að fá neitt til sín. Carrol verður að fara að sína sig!!!!!!!

    +

  49. Vonandi rífa menn sig upp og rústa næstu leikjum. Dalglish gerir mistök finnst mér að hafa ekki kuyt inná fyrir Henderson eða Carroll. Skrtel er bara búin að sanna það oft að hann er ekki nógu góður fyrir Liverpool. Hann er eini maðurinn sem ég vill losna við frá Liverpool. Ég held að Adam eigi eftir að verða betra, einnig Carroll. Þannig að ég ætla að bíða með að dæma þá, þó að Adam hafi alls ekki verið góður í þessum leik. Svo finnst mér kaupin í sumar hafa verið fín. Enrique er góður bakvörður. Downing finnst mér hafa spilað vel. Menn verða að gera sér grein fyrir því að við erum félag ekki í Evrópukeppni og ekki með olíupeninga bak við okkur, og þess vegna misstum við af Aguero og Jones sem ég hefði vilja sjá hjá Liverpool. En Liverpool er ekki búið að spila ílla í vetur þanngað til núna þannig að ég vona að þetta sé svona one off hjá þeim og við rustum næstu leikjum (þó að við höfum tapað á móti Stoke þá fannst mér liðið spila ágætlega). Ég verð ánægður ef við nágum 4 sæti og vinnum bikarkeppni. Við erum bara þvi miður enþá skrefi á eftir man utd, sem eru að rústa Chelsea.

  50. Ég er bara orðlaus yfir þessum leik. Fyrir utan það að Liverpool spiluðu eins og sauðir inn á vellinum þá voru fáránlegir dómar hjá dómara leiksins ekki til að bæta það. Hann hjálpaði Liverpool í að verða ennþá lélégri! Gula spjaldið sem Skretl fékk, það fyrra, er hans fyrsta brot í leiknum. Adebayor fær að brjóta fjórum sinnum af sér áður en hann fær gult spjald. Staðan er 6 – 1 í gulum spjöldum en samt eru Tottenham að brjóta meira af sér í leiknum en Liverpool. Scott Parker fær að sparka aftan í Lucas undir lok leiksins og fær ekki einu sinni tiltal. Carroll er rifin niður í teig og ekkert dæmt. Nei þetta var bara hrein hörmung og með frammistöðu liðsins í upphafi tímabils þá erum við í mestalagi að fara að enda í 5-10 sæti í deildinni! 

    Það allavega er greinilegt að hópurinn er ekki nógu góður. Þessir leikmenn sem Liverpool er að kaupa virðast falla undir meðalmennsku í besta falli! Það þarf eitthvað að endurskoða málin frá grunni á Melwood!

  51. Það hlýtur að vera klárt mál að leiðin liggi uppá við eftir síðustu 2 leiki og kannski ekki hægt að dæma liðið almennilega fyrr en eftir næstu 3 leiki, Brighton úti í deildarbikarnum, Úlfana heima og Everton úti í deildinni. Þá sjáum við hvernig leikmenn og þjálfaraliðið tekur á mótlæti og úr hverju þeir eru gerðir.
    Það er alltaf þannig að það er auðvelt að gagnrýna þegar að illa gengur, menn ættu kannski að reyna að rýna betur í liðið líka þegar að það er að spila vel og sjá veiku blettina þá einnig.  Mér hefur allavega fundist í haust að miðjan sé of einsleit og að þeir sem að eitthvað hafa getað og gert í sköpunarhlutanum á miðjunni hafa verið látnir fara án þess að fá einhverja í staðinn. Jú það hafa verið fengnir Breskir leikmenn inní hópinn sem að er vel, þeir þekkja enska boltann og vita hvað hann gengur útá en eru aftur á móti heilt yfir ekki með nógu góða tækni til að brjóta upp leiki og skapa færi fyrir félaga sýna.
    Ef að næsti eða frekar næstu félagaskipta gluggar fara í að fá slíka leikmenn að þá erum við að verða komnir með hóp sem að getur farið að gera kröfu á efstu 4 sætin í deildinni.
    Varðandi leikinn í dag að þá virkuðu flestir leikmennirnir of þungir og hreinlega ekki tilbúnir fyrir léttleikandi Tottenham menn, ekki frekar en þeir voru tilbúnir á móti þungum og þéttum leik Stoke manna um síðustu helgi, mín spurningin er því sú er þjálfarateymið ekki að lesa í leik mótherjana rétt??
    Það er líka klárt mál að menn tapa ekki leikjum vegna dómgæslu nema í algjörum undantekningar tilfellum og þau koma klárlega ekki öll í leikjum Liverpool svo að við getum alveg hætt að væla yfir henni. Jújú dómarinn átti kannski ekki sinn besta dag í dag en það er alveg hægt að verja öll gulu spjöldin sem að komu í leiknum og þau komu öll vegna þess að við vorum of seinir í flestar okkar aðgerðir.
    Vvið einfaldlega töpuðum leiknum vegna þess að við vorum alltaf þremur skrefum á eftir andstæðingnum alsstaðar á vellinum!!!

  52. Það verður að viðurkennast að frammistaða Liverpool í þessum 5 fyrstu leikjum hefu valdið töluverðum vonbrigðum. Að mínu mati höfum við aðeins átt einn virkilega góðan leik á tímabilinu, á móti Bolton á Anfield. Það er eini leikurinn þar sem Liverpool hefur verið afgerandi betra liðið allan leikinn. Þessi byrjun kemur mér mikið á óvart verð ég að segja. Ég bjóst við liðinu miklu sterkara. 

    Varðandi þennan leik, tek ég undir með mörgum hérna, það var eins og menn væru engan veginn tilbúnir í þetta verkefni. Við vorum gjörsamlega jarðaðir fyrstu 20 mínúturnar og áttum ekki marktilraun í fyrri hálfleik. Ég held að við höfum annars náð heilum tveim marktilraunum allan leikinn. Fáránleg tölfræði. Algjör klassamunur á þessum liðum ef maður miðar við þennan leik.

    Ég verð svo aðeins að tjá um um dómarana, ekki bara útaf þessum leik heldur öllum þessum fyrstu leikjum. Sama hvað menn segja, þá er allavega ekki hægt að halda því fram að dómarnir séu að falla með okkur. Í raun þá finnst mér allar stórar ákvarðanir falla gegn okkur. Í fyrsta leiknum var augljósu rauðu spjaldi sleppt á Sunderland, en í þessum leik er ekki hikað við að reka okkar menn útaf á færibandi. Á móti Stoke var tveimur augljósum vítaspyrnum sleppt en dómarinn aftur á móti stökk á tækifærið til að dæma vítapsyrnu á Liverpool fyrir mjög litlar sakir. Þetta er að verða ansi þreytandi verð ég að segja. 

    Þrátt fyrir þessa lélegu byrjun þá hef ég fulla trú á Dalglish og þessu liði. Mér finnst sumir hérna of dómharðir varðandi ákveðna leikmenn, og suma er bara búið að afhausa og dæma sem misheppnuð kaup eftir aðeins fimm leiki. Það er að sjálfsögðu út í hött. Að mínu mat gerðu Liverpol frábær kaup á þessu ári. Charlie Adam, Stewart Downing, Jordan Henderson, Andy Carroll, Jose Enrique, allt eru þetta frábærir leikmenn og ég er viss um að þeir eiga allir eftir að bæta sig mikið eftir því sem líður á tímabilið. Liverpool eru með mjög sterkan leikmannahóp og ég er handviss um að við förum á sigurbraut fljótlega.

  53. Sunderland rúllar yfir Stoke,,,,, við töpuðum fyrir þeim???? held að fótbolti snúist bara um að koma sér í félag og fá útborgað góða summu og vera bara með en ekki vinna frekar en ríkisstarfsmenn.

  54. Bara benda á það samt að Kenny er búinn að stýra liðinu í hálft tímabil + 5 leiki, Redknapp er búinn að vera stýra Tottenham í 3 tímabil og fyrsta tímabilið var enginn dans á rósum hjá honum.

    Annars var þetta ömurlegur leikur og við vorum bæði með ömurlega miðju og miklu hægara lið. 

  55. #59

     
    Bara benda á það samt að Kenny er búinn að stýra liðinu í hálft tímabil + 5 leiki, Redknapp er búinn að vera stýra Tottenham í 3 tímabil og fyrsta tímabilið var enginn dans á rósum hjá honum.
     

    Þetta er nú ekki alveg rétt.
     
    Redknapp tekur við Tottenham 26. október 2008 þegar liðið var með aðeins 2 stig og í neðsta sæti. Hann bjargar liðinu frá falli. Semsagt virkilega gott fyrsta tímabil hjá honum.
     
    Á næsta tímabili 2009-2010 þá kemur hann liðinu í meistaradeildina. Frábært annað tímabil.
     
    Í fyrra nær hann svo evrópudeildarsæti ásamt því að ná flottum árangri í meistaradeildinni.
     
    Redknapp er semsagt búinn að ná góðum árangri með Tottenham frá fyrsta degi.

  56. Dalglish og hans menn eru þeir sem skitu upp á bak í dag, ert bara ekki með Kuyt á bekk í svona leik en tek það fram að þetta er bara mitt álit. Það er bara ekki nóg að vera skemmtilegur í viðtölum, en vonandi fer þetta nú að snúast aðeins með okkar mönnum…..
    YNWA
     

  57. Strákar (og stelpur). Ég hef ekki lesið öll kommentin að ofan en það ber hreinlega vott um veruleikafyrringu að kenna dómaranum um þetta tap. Öll spjöl Skrtel og Adam voru réttlætanleg. Fyrir utan að Tottenham var miklu betra liðið frá fyrstu mínútu. 

     

  58.    „Við lékum verr en við höfum gert undanfarið á upphafskafla leiksins. Tottenham byrjaði betur og Modric skoraði frábært mark. Agger meiddist þegar hann reyndi að stöðva hann og þurfti svo að fara af velli. Þar fór að fjara undan okkar leik. Ýmis atvik urðu í leiknum sem borgar sig ekki að ræða en við þurfum að horfa í eigin barm, skoða byrjun leiksins og hvernig hún réð úrslitum. Við viljum líka sýna Tottenham fulla virðingu því liðið lék frábærlega og við eigum ekkert með að draga athyglina frá því,” sagði Dalglish við fréttamenn eftir leikinn.

    Þetta segir kóngurinn eftir leik og ég verð bara að segja að ég er ekki ánægður með þessi orð hans, skil þetta bara ekki, hann segir að þegar Agger fer útaf hafi fjarað undan leiknum hjá okkar mönnum, BÍDDU VAR DALGLISH EKKI AÐ HORFA Á SAMA LEIK OG ÉG???? hverju fjaraði undan þegar Agger fór útaf? við vorum jafn slakir á 1 mín og 10-30-50-70 og 90 mínútu. Menn mættu aldrei í þennan leik og Dalglish verður bara að vera heiðarlegur og ég er mjög hissa á að hann biðji stuðningsmenn Liverpool ekki afsökunar á ÓLÝSANLEGA LÉLEGUM OG ÓTRÚLEGA ÖMURLEGUM LEIK okkar manna.

    Dalglish er kóngurinn og allt það en það má alveg gagnrýna hann…     

  59. Samála Danna 62 …Hætta að tala um dómarann, sá aðili átti allavega margfalt betri leik í dag heldur en allir okkar menn það er á hreinu, hann gerði reyndar engin mistök í leiknum sem ég gat tekið eftir

  60. Ég horfði á leikinn í útlöndum, á Sky Sports. Skemmst er að segja frá því að það var ekki til þess að bæta líðan mína í hálfleik þegar þríeykið Souness, Neville og Redknapp birtust sem leikgreinendur. Einn var einn lakasti stjóri í sögu Liverpool, annar var hataðasti maður í sögu Liverpool og sá þriðji var sonur óvinarins. Gerist ekki betra en þetta.
    P.S. Þótt að dómarinn hefði verið John Lennon upprisinn, þá hefði hann ekki getað komið í veg fyrir það að Liverpool myndi tapa þessum leik stórt. Þetta hefði hæglega getað farið 8-0.

  61. Það þyrfti að koma á kerfi hjá liverpool sem snýr að því að þegar menn vinna ekki vinnuna sýna , fá þeir ekki borgað. það ætti að sparka í rassinn á þessum overpaid fótboltastráklingum.. 🙂

  62. það vantar ALVÖRU playmaker í þetta lið…. og hægri kantara.. og jafnvel hafsent sem er ekki 11 ára…

  63. http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/kenny-s-spurs-verdict

     

    Finnst stjórinn okkar með þetta eins og alltaf, arfaslök byrjun og svo hlutir sem breyttu gangnum verulega urðu til þess að leikurinn varð erfiður.  Óásættanlegt að tapa 0-4, vildi ekki ræða um dómarann eða dómana og neitaði öðru en því að menn væru bara að halda áfram fram á veginn.

    Til hvers er að standa upp og garga í allar áttir?

    Einskis tel ég, liðið er í breytingafasa og hefur nú tekið á sig tvö áföll, ólík þó, á fyrstu viku.  Ég minni enn á orð Comolli og eigendanna um að stefna ekki að titilbaráttu í ár, heldur á fjórða sæti og núna væri framundan tími fyrir mennina sem á Anfield eru að sanna sig inni í framtíðarplönum liðsins.

    Við erum því miður komin styttra en maður vonaði eftir fyrstu þrjá, en ég tel ennþá ekki ástæðu til að missa sig svo glatt í neikvæðnina.  Þó þetta hafi verið ömurlegur leikur þá hef ég enn feykitrú á þeim mönnum sem fylla liðsmyndina í vetur.

  64. Erum við Púllara að fara að horfa á enn eitt ömurlegt tímabil????????
    Það lítur þannig út í dag eftir þennan ömurlega leik gegn Tottenham. Það er alltaf auðvellt að kenna lélegum dómara um, en hann réði ekki við verkefnið. en eru menn svo vitlausir að ef þú færð gult spjald, þá er það rautt næst!!!!!!!!!!!
    Ef þetta heldur svona áfram hjá mínum mönnum mun ég loka fyrir íþróttarásirnar og eiða tímanum í annað skemmtilegra!!!!!!!!!!!!!

  65. Það er á svona stundu sem maður áttar sig á því að maður elskar Liveprool. YNWA.

  66. Ég er sammála Magga í því að við erum styttra komnir en við vildum vera en gæti það verið út af því að undirbúningstímabilið var illa nýtt? Við getum í það minnsta ekki endalaust talað um að það sé verið að spila saman nýtt lið og að þetta sé allt saman ásættanlegt út af því. Ég er alls ekki að jarða liðið eftir 5 leiki en mér finnst þetta bara alls ekki líta vel út. Það er kanski hægt að segja að þessi leikur sé ekki mælikvarði á neitt en mér finnst rétt að benda á að Roy Hodgson var tekinn af lífi fyrir taktíkina sem hann setti upp á móti ManCity í byrjun móts í fyrra og mér finnst KKD í raun og veru hafa gert sviðuð taktísk mistök í síðustu teimur leikjum en kanski sérstaklega í dag.

  67. Vona að þeir sem eru ennþá að skæla yfir Meireles hafi horft á leikinn áðan gegn Man Utd.
    Gat ekki blautann.
    Og aumingja Torres með klúður áratugarins, skaut langtframhjá fyrir opnu marki……kall greyið.

  68. Ég elska Liverpool-klúbbinn já,já, en get ekki horft upp á enn eitt tímabilið svona, eins og mér sýnist það ætla að verða. Það eyðileggur fyrir mér helgarnar!!!!!!!!!!!!!!
     

  69. Miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá held ég að það hefði breytt helling ef Kuyt hefði verið inná í stað Carroll og pressað grimmt með Suarez… Auk þess hefði verið gott að hafa Gerrard í holunni í stað Henderson (inná), það hefði gefið Adam töluvert meiri tíma á boltan…

    Þessi leikur tapaðist algjörlega á miðjunni, en mér finnst óskiljanlegt að Dalglish spili Kuyt á móti Stoke en ekki á móti Tottenham?

    Eina sem mér fannst að dómgæslunni voru fyrstu spjöld Adam’s og Skrtl’s … hefðu báðir mátt sleppa með aðvörun… Auk þess finnst mér skrýtið að horfa á endursýningu á seinna brot Adam… og þá hvernig dómarinn er lengi að draga upp spjaldið, það er ekki fyrr en Tottenham menn hópast í kringum hann.

    Annars voru Tottenham vel að sigrinum komnir og óþarfi að bæta miklu við það, tökum Brighton í vikunni og Wolves á Anfield um næstu helgi 🙂
     

  70. Svo ég svari meistara Bjarka strax þá er enginn vafi að undirbúningstímabilið varð okkur erfitt, sérstaklega þar sem liðið var fullt af farþegum sem við yrðum að losna við og því miður var búið að ákveða þennan Asíurúnt vegna peninga.

    Einmitt þess vegna verðum við að horfa á þetta í réttu ljósi og treysta því að þessi hörmungarsumur okkar séu að baki.  Enrique hefur ekki einu sinni verið hjá klúbbnum í mánuð.

     

    En ég ætla að mótmæla því að þetta líkist taktískum mistökum Roy.  Karlinn var að reyna að stilla upp 4-3-3 í upphafi leiks en Tottenham stútuðu því með því einfaldlega að finna Bale og hápressa okkur, fyrsta liðið sem gerir það.  Við réðum illa við pressuna.  Eftir 20 mínútur þá var breytt um í 4-4-2 og það var búið sjö mínútum seinna.

    Kristján stillti liðinu upp eins og Kenny, nema bara að Kelly er bara ekki klár, heyrði okkur ekki vesenast svo glatt yfir því – eða?

    Svo tala menn hér um að Skrtel hafi ekki fengið hjálp frá Henderson, þetta voru nú bara 40 – 70 metra sendingar sem Bale tætti sig svo framhjá, ég sá nú ekki bakverðina vera að fljúga upp til að tvöfalda.  Tottenham át okkur í byrjun og síðan komu þarna upp hlutir sem breyttu ansi mörgu – end of story…

  71. Töpuð þrjú stig í dag eru ekki dómara leiksins að kenna svo við höfum það alveg á hreinu. Hann var ekki góður í dag en við sáum alveg um það sjálfir að klúðra þessum leik og því miður er það Dalglish sem fær mestu falleinkunina í dag. 

    Ég held að Redknapp hafi litið á dagatalið þegar hann sá byrjunarlið Liverpool enda asnalegt að Dalglish sé farinn að gefa vini sínum jólagjafir í september. En að stilla Martin Skrtel upp sem hægri bakverði með Jordan Henderson að hjálpa sér er ekkert nema jólagjöf til liðsins með einn besta vinstri væng deildarinnar. Skrtel er hræðilegur bakvörður og það er bara ljótt að setja hann í þessa stöðu sem hann lenti í dag. Henderson sást síðan ekki enda alltaf inni á miðju að reyna hjálpa til þar enda var okkur slátrað á miðjunni í dag, þar eru mistök númer tvö.

    Ég sakna orðið gamla Benitez kerfisins, 4-2-3-1 og sérstaklega í dag. Okkur var kálað á köntunum og miðjan var bara of fámenn og er það allt of oft þegar liðinu er stillt svona upp. Hvað þá þegar þú ert með hægan miðvörð í bakverði sem hjálpar ekkert til í sókninni og er fyrir í vörninni. Kuyt átti auðvitað að spila þennan leik að mínu mati og Flanagan allann daginn frekar en Skrtel, frekar myndi ég meira að segja setja Carra eða jafnvel bara Kuyt þarna en hann. Þetta var líka talað um fyrir og eftir Stoke leikinn og svo sannarlega fyrir þennan leik.
    Suarez og Carroll voru síðan mest lítið með og ótrúlgt að skipta ekki öðrum hvorum (Carroll) útaf eftir að við lentum manni færri. 

    En allavega það var taktíkin sem fór alveg með okkur í þessum leik.

    Hrikalega svekkjandi að fá ekki stig úr síðustu leikjum og ömurlegt að missa Agger útaf meiddann í dag, alveg dæmigert. Fyrirliðinn ætti að fara mæta aftur og sá þarf að vera í standi.  

  72. 1. Þessi dómari ætlaði allan tíma að reka LFC menn út af. Hann hætti ekki að veifa spjöldunum jafnvel þótt tveir LFC menn voru farnir út af.
     
    2. Carragher! Þinn tími hjá klúbbi vill berjast um titla er liðinn. Takk fyrir allt og hafðu það gott!
     
    3. Er Adam lausnin sem okkur vantaði? æ dónt think só
     
    4. Þrátt fyrir lélega dómgæslu voru Liverpoolmenn allan tímann að fara tapa þessum leik. Menn verða að gíra sig upp fyrir svona leiki ef þeir ætla sér að enda í topp 4!
     
    5. Torres! need I say more?
     
     

  73. Það er hægt að líta á þetta þannig að við erum að byrja þó betur núna en í fyrra sem er framför. Það breytir því samt ekki að þegar maður eyðir 120 milljónum punda í leikmenn þá ætti þetta að vera heldur betra. Ekki frábært heldur betra! Sumir verða neikvæðir, aðrir argir og sumir einfaldlega eru hættir að horfa eftir fimm leiki. Ef ég hefði tíma þá myndi ég horfa á alla leiki en svo er nú ekki. Þessi frammistaða er samt óboðleg og menn verða nú að girða sig í bróg ef Anfield á ekki að verða hálftómur af áhangendum í janúar. Eigendur munu ekkert veigra sig frá því að reka Dalglish ef þetta er spilamennskan sem hann ætlar að bjóða fólki upp á! Næsti leikur er skyldusigur og næsti leikur þar á eftir er skyldusigur. Næsti leikur þar á eftir er skyldusigur. Æjjj f***k it næstu fimm leikur eru skyldusigur!

  74. Það er engin skömm að tapa fyrir fínu Tottenham liði en það er skömm að tapa á þennan hátt. Hvar var ákefðin, baráttan og grimmdin? Við vitum að liðið er að slípast og mótast en fari það til helvítis að sjá deyfðina, áhugaleysið og kraftleysið. Það var engu líkara en að okkar menn væru dauðþreyttir eftir 8 daga frí!

    Ég sá Manchester United vinna Chelsea í frábærum leik. Þar var barist upp á líf og dauða. M.a.s. Torres hljóp og slóst eins og mófó þótt ógæfa hans virðist seint ætla að taka enda. Hvar enda þessi ósköp með Torres greyið? Eftir að hafa horft upp á áhugaleysið og stemmingsskortinn hjá okkar mönnum hlýtur maður að spyrja hvað Kenny er að hugsa? Hvernig stendur á því að menn koma ekki eins og grenjandi ljón til leiks í dag? Kenny þarf að fara í soulsearching og íhuga af hverju menn hans eru jafn metnaðarlausur og þeir sýndu í dag.

    Spyr sá sem ekki veit en leikmenn eins og Carra, Adam og Henderson virðast hreinlega ekki hafa sjálfstraustið í þessa leiki. Kenny Dalglish hefur mikið traust og ber einnig mikla ábyrgð. Nú bíður hans mikið verk að standa undir nafni. Uppsetning hans á leiknum í dag var afleit og slíkt má ekki endurtaka sig. Vinna hans með einstaka menn er ekki að ganga upp enn sem komið er og því verður að kippa í lag.

    Umfram allt þarf Kenny að hætta að væla; menn verða að líta sér nær. Þegar illa gengur er alltaf farsælast að byrja á sjálfum sér.

  75. #25 er með þetta!   Ömurlegt tap.  Ömurlegt.   Okkar menn áttu bara ekki möguleika í dag!  Tilgangslaust að vera að taka einhvern einn út.  Leikskipulagið var úti á túni.. það sló mig mest.   Og ég tek undir með Einari….  Hvað er þetta með Tottenham og Liverpool!!!    Ljóta ruglið.    í það minnsta er veðrið í dag í takt við þessi úrslit.

    YNWA 

  76. Svo að ég útskýri aðeins betur hvað ég á við með taktískum mistökum KKD í dag; það var vitað mál frá upphafi að Skrtel yrði í vandræðum með Bale, það er einfaldlega of mikill munur á þeim í hraða fyrir utan að Skrtel er ekki bakvörður að upplagi. Með þetta í huga finnst mér að áherslan hefði þurft að vera á að vernda þetta svæði betur og stilla liðinu upp þannig að Lucas og Henderson gætu hjálpað meira til á hægri vængnum en eins og þetta var í byrjun var Lucas í baráttunni inni á miðri miðjunni og gat því ekki aðstoðað eins og hann hefði þurft að gera. Mér fannst líka Carra seinn til í aðstoðina þegar þess þurfti og Skrtle greiið leit því ömurlega út fyrir vikið. Lucas lenti trekk í trekk í einskinsmanns landi og það var allt of langt á milli manna allsstaðar á vellinum, liðið funkeraði alls ekki sem ein heild og við vorum undir í öllum stöðum bæði fram að rauða spjaldinu á Adam og eftir það. Auðvita hjálpar það ekki til að Adam var að spila ömurlega en varnarlega leit liðið illa út og ekki var það betra framar á vellinum. Auðvitað er liðið í breytingafasa núna en mér finnst þetta alls ekki líta vel út án þess að ég ætli að dæma þetta tímabil ónýtt eftir fimm leiki.  

  77. Fyrirgefið þráðránið, en ég VERÐ.

    Hvað er málið með þessar brjóstasýningar í Sunnudagsmessunni?  Á þetta ekki að vera sérfræðiumfjöllun um leiki helgarinnar?

    Mér er svo misboðið, að ef ég gæti keypt enska boltann annarsstaðar en hjá Stöð 2 myndi ég segja öllum sportrásunum upp í hvelli.

    Ætli ég sé ein um þessa skoðun? 

  78. Falcao sem kostaði 2 milljón pund meira en Carroll, skoraði þrennu fyrir Athletico Madrid í dag

  79. Það skiptir engu máli hver hefði spilað hægri bakvörð í dag, Bale hefði pakkað honum saman. Það ræður enginn hægri bakvörður í heiminum í dag í Bale í svona ham nema kannski Alves eða Lahm.

  80. Hverjum hefði dottið í hug að Liverpool myndi eiga slæma leiki undir stjórn King Kenny Dalglish?

    Miðað við hversu margir Liverpool “stuðningsmenn” afskrifuðu liðið eftir mjög ósanngjarnt tap á móti Stoke um síðustu helgi þá reikna ég með að enn fleiri “stuðningsmenn” LFC séu núna að lemja á hurðina hjá Jóa Útherja til þess að kaupa sér Man City treyju eða eitthvað álíka. Það tapa öll lið leikjum, það er “part and parcel of football” eins og Kenny myndi segja. 

    Að segja að liðið eigi ekki séns á CL sæti eftir 5 leiki er síðan ein mesta fásinna sem ég hef heyrt.

    Ég get svo svarið það að mér sýnist stór hluti af stuðningsmönnum Liverpool vera að gera sitt besta til þess að gera móðursýki að dyggð þessa dagana.  

  81. Já þetta var vægast sagt hræðilegur leikur hjá okkar mönnum.  Byrjuðum mjög illa og fannst mér þegar maður skoðaði liðin að við leyfðum Tottenham liðinu að taka á móti boltanum og fannst mér vanta að menn væru mættir fyrr í leikmenn Tottenham.  Eftir að við missum C.Adam útaf þá þyngdist róðurinn og vorum í raun aldrei líklegir til þess að gera neitt í þessum leik.  Nokkrum sinnum vorum við komnir með boltann rétt við vítateig Tottenham og fannst mér að okkur vantaði viljan til að sækja því menn sendu boltann oft til baka í staðinn fyrir að ógna fram á við.

    Fannst dómarinn ekki gefa okkur nokkurn skapaðan hlut í þessum leik og hugsa ég að umræðan eftir Stoke leikinn hafi gert að það verkum að dómarinn ákvað að gefa Liverpool ekkert í þessum leik!

    Ljós punktur í þessu öllu er þó að Sebastian Coates fékk tækifæri og fær hann vonandi tækifæri til að sanna sig enn betur í leiknum á móti Brighton á miðvikudaginn.

    Vona að Gerrard komi inn í liðið á miðvikudaginn því okkur vantar orðið leiðtoga í þetta lið til að berja menn áfram ef á móti blæs.

    YNWA 

  82. #84 Phil Bardsley:

    Bale er enginn heimsklassaleikmaður á borð við Giggs (upp á sitt besta), Nani, Ronaldo o.s.frv. Hann er bara just-above-average leikmaður í ensku deildinni, enda lifir hann lengi á því að hann átti einn góðan mánuð á síðasta tímabili.

    Eina ástæðan fyrir því að Bale leit út fyrir að vera besti leikmaður heims í dag, var sú að hann keppti á móti liði sem hefði ekki getað unnið Víking með svona spilamennsku.

    Daglish gerði einfaldlega stór taktískt mistök í þessum leik, leikmennirnir spiluðu með kúkinn í buxunum, þetta er ekki flókið. Það er eitthvað stórkostlega mikið að, þegar Liverpool lætur Tottenham líta svona vel út.

    Annars held ég að Babú hitti naglann á höfuðið: 

    Ég sakna orðið gamla Benitez kerfisins, 4-2-3-1 og sérstaklega í dag. Okkur var kálað á köntunum og miðjan var bara of fámenn og er það allt of oft þegar liðinu er stillt svona upp. 

    Ég held að þetta sé bara málið, 4-2-3-1. Carroll einn uppi á topp, Suarez fyrir aftan og Downing og Kuyt á köntunum. Gerrard á bara heima á miðjunni, þó hann sé frábær í holunni þá er hann eini leikmaður Liverpool sem getur skammlaust spilað sem leikstjórnandi á miðjunni.

    Homer 

  83. Hvað segiði um að stilla Lucas og Gerrad upp saman á miðjunni gegn Wolves, með Downing, Suarez og Bellamy þar fyrir framan og Carroll uppá topp???

    Þá er ég að tala um 4-2-3-1 kerfið…. Suarez semsagt í holunni og Gerrard og Lucas á miðjunni…

    mér finnst þetta hljóma vel.      

  84. Nr. 89 Viðar Skjóldal þetta hljómar vel, nema ég væri til að að hafa Gerrard frekar í holunni og Suarez fremstan, Downing og Bellamy á köntunum og Lucas og Adam á miðjunni. Held að þetta myndi svínvirka.

  85. Ég held að mistökin hjá Kenny hafi verið þau að hringja ekki í Steve Nicol fyrir þennan leik, hann hefði átt meiri séns í Bale en Skrölti

  86. #88 
    Ef Bale er bara just above average í ensku deildinni. Hvar eru þá menn eins og Charlie Adam, Carroll og Henderson ? Bara pæling 🙂

  87. VÁ hvað menn geta dottið á lágt plan! þá er ég ekki að tala um leikmenn, heldur suma stuðningsmenn! Ekki eðlilegt að svona menn kalli sig STUÐNINGSmenn. 

  88. Ja öðruvísi mér áður brá.

    Er fólk hér farið að biðja um Benitez.  Kerfið hans vélræna og steindauða þar sem öllum leiddist og enginn kraftur var í neinu og neinum (töluvert dash af kaldhæðni hér á eftir).

     

    King Kenny Dalglish er maðurinn til að stjórna á Anfield, það er buzz í kringum klúbbinn sem var ekki drepinn í dag.  Góð lið tapa, en snilldarlið verða til þegar þau bregðast við mótlæti.  Skulum sjá hvort er á ferð hjá okkur.

    Að mörgu leyti sammála þér Bjarki en okkur tókst ekki að verja þetta svæði af því að a) Tottenham hápressaði og vann boltann oft þegar við vorum út úr stöðum og b) þeir flengdu löngum boltum yfir mennina okkar á miðjunni og síðan komu Modric og Parker á eftir.

     

    Skulum ekki draga úr því að Tottenham átti frábærar upphafsmínútur í dag og hittu á okkar veikleika.  Við náðum ekki að nýta okkur þeirra veikleika sem var klárlega hægri vængurinn og hægir hafsentar.

     

    En ég held að það sé farsælla að Dalglish, Clarke og Keen haldi áfram að vinna í gegnum taktíkina, en fari ekki að vinna eftir hugmyndum Benitez eða hlaupa í stress við áföll.

    Man mjög vel þegar United vann ekki titilinn í þrjú ár nýlega voru margir Unitedmenn sem vildu reka Rauðnef, það hefði átt að takast.  Andre Vilas Boaz verður sennilega að leita sér að starfi í maí ef sirkusinn í London heldur áfram.

     

    Við erum ekki á þeirri blaðsíðu, Fenway stjórnar kóngnum og hann stjórnar liðinu.  Hann hefur keypt leikmenn að stórum hluta til að spila 4-4-2 og því held ég að þar muni áherslan liggja…

     

    En svo aftur að þessum Benitez, hann fagnaði aldrei marki, og svo var hann alltaf að tapa sálfræðistríðum og svo var hann ekki nógu mikill vinur leikmannanna… Og svo borðaði hann örugglega of holt (meiri kaldhæðni í lok pistils).

     

  89. Mæli með kommenti Hjartar #65. 

    Djöfull eru þessi leikmannakaup okkar annars farin að líta illa út.
    Hefði kannski verið nær að slaka aðeins á þegar Chelsea ofgreiddi fyrir Torres. Upphæðirnar sem borgaðar voru fyrir Suarez og Carroll eiga eftir að fara í sögubækurnar fyrir brjálæði. 

    Svo er öllum ljóst að Adam og Henderson gætu orðið afar misheppnuð kaup.

    Ég held að það sé lykilatriði að Gerrard snúi aftur. Því miður hef ég áhyggjur af því að það sé eitthvað meira að honum en látið er uppi, við sjáum líklega ekki “okkar” Gerrard aftur. 

  90. Fyrir það fyrsta þá finnst mér algert rugl að gera bara 1 breytingu frá síðasta leik sem við töpuðum á móti Stók á útivelli og fara svo á ennþá erfiðari útivöll síðan. Það er bara ekki nógu mikil sköpunargleði í þessari miðju því miður. Ok Lucas er ok í að sópa en það kemur aldrei neitt spennandi frá honum, C. Adam veit ekki alveg með hann en held að Henderson eigi eftir að verða MJÖG góður en ekki fyrir eftir 1-2 tímabil KK ætti kannski aðeins að geyman meira á bekknum en skipta honum meira inná svona til að byrja með. En hugsið ykkur hvað lítið er varið í Spurs að vinna LFC bara með 4 mörkum og 2 mönnum fleiri í c.a 45 mín í heildina eða annan hálfleikinn og að 3 af mörkunum komu 2 mönnum fleiri og það á heimavelli. ;o)
    kv. 

  91. Það verður að draga þjálfarateymið til ábyrgðar fyrir þessum úrslitum. Hvað eru menn búnir að vera gera síðustu 8 dagana? Er ekkert verið að spá í mótherjunum og hvernig þeir spila? Maður á ekki orð yfir hvað þetta var lélegur leikur.
     
    Svo hvernig tímabilið byrjaði og allt á uppleið og menn kepptumst um að hæla hvor öðrum, allt frábært og allir svo æðislegir. Hins vegar þykir það augljóst núna að Skrtel og Carragher hafa ekkert í þetta lið að gera. Carroll passar ekkert í þetta lið, það er bara eitthvað, erfitt að útskýra það en hann fúnkerar hreinlega ekki. Gefum honum samt aðeins meiri tíma. Óþolandi að sjá Suarez að vera sífellt vælandi. Nú eru 5 leikir búnir og Downing er ekki með einustu stoðsendinguna eða mark. Samt ekkert búinn að spila eitthvað hræðilega en tölfræðin lýgur ekki.
     
    Hræðilegar ákvarðanir hjá klúbbnum, hvort það er Dalglish eða Comoli, þessi kaup og sölur á miðjumönnum. Það er kominn viðvaningsfnykur af þessari miðju. Hvað í andsk… er Henderson að gera í liðinu á kostnað Kuyt?

  92. Það sem Lana #82 er að tala um Danni #85 er dagskrárliðurinn “Spúsa Helgarinnar”  í Sunnudagsmessu Gumma Ben.
    Verulega kjánalegur og ungæðislegur kafli í annars ágætum þætti það sem menn á fertugsaldri skoða léttklæddar kærustur/unnustur og eiginkonur þekktra knattspyrnumanna.
    Þó svo að þetta “dagskrárhorn” sé fyrir flesta saklaust, virðist oft gleymast ansi auðveldlega að margar konur og börn hafa gaman að fótbolta og þá er þessi dagskrárliður ekki við hæfi, og reyndar bara kjánalegur.
     
    Það er í það minnsta mitt mat.
    P.s.
    Afsakið þráðránið, fann mig bara knúinn til að svara spurningunni þó henni væri ekki beint til mín ; )

  93. @Maggi#94: Fyrir mér er þetta ósköp einfalt, liðið var ekki tilbúið í þessa pressu sem Tottenham bauð uppá í dag, við vorum yfirspilaðir og lentum í vandræðum m.a. vegna uppstillingarinnar. Við gátum ekki dílað við löngu boltana af því að það slitnaði of mikið á milli og það vantaði að varnarfærslurnar væru í lagi.

    Að þessu sögðu vill ég taka fram að ég er ekki að leggja til að við skiptum Dalglish, Clarke og Keen út of fáum einhverja aðra til að taka við, treysti KKD vel í að snúa þessu við en það breytir því ekki að ég er ekki sáttur með síðustu tvo leiki.  

    Það er svo stór munur á því annars vegar að gagnrýni liðið og frammistöðuna og hins vegar að taka menn af lífi eða hrauna yfir þá. Mér dettur ekki í hug að afskrifa Carroll, Henderson og Adam eftir þessa byrjun og mér finnst svolítið þreytt að þeir sem voga sér að gagnrýna séu stimplaðir sem eitthvað minni aðdáendur en þeir sem koma hérna inn og reyna að finna jákvæðar hliðar á öllu sama hvað á gengur. Hef horft á alla leiki hingað til og það mun ekkert breytast þó að illa gangi.   

    YNWA

  94. Danni # 95. Ég er að tala um “Spúsu vikunnar”. Fáklæðamyndasýningu af stúlku (unnustu einhvers knattspyrnumanns). Kvenfyrirlitningu dauðans, Dagskrárlið sem Hjörvar og Guðmundur bjóða upp á í hverri viku. Dagskrárlið sem professional fagmenn ættu að sjá sóma sinn í því að detta ekki einu sinni í hug.

  95. Ég bý erlendis svo ég sé ekki Sunnudagsmessuna. Ég trúi varla að þessi dagskrárliður sé raunverulegur, svo kjánalega hljómar hann. 

  96. Held það sé lítið sem ekkert hægt að kvarta yfir dómaranum eða því hvað leikmenn tottenham komust upp með í þessum leik.  Þetta voru allt saman gul spjöld og ef þau eru fleiri en eitt þá kemur rautt á eftir.  Vorum í raun heppnir með að missa ekki Coates út af líka fyrst hann dæmdi á þessa tæklingu og gaf honum gult spjald fyrir.  Sumir leikir tapast hreinlega þegar leikskýrslunni er skilað inn.  Með Skrtel í bakverðinum á móti Bale er alger fyrra,  hvaða leikmaður sem er hefði átt meiri möguleika en hann.    Að hafa ekki Kuyt með er það líka,  sérstaklega eins og þessar 2 miðjur eru samsettar.  Parker og Modric eru talsvert öflugra dúó en Lucas og Adam.  Í þessum leikjum sem við erum búnir að vinna á þessu tímabili og höfum náð að stjórna miðjunni er það samvinna Kuyt og Lucas sem er grunndvallar atriðið.  Það er er ekkert grín fyrir miðjumenn að ná upp spili með Lucas á móti sér og vita af Kuyt koma aftan að þeim á sama tíma.  Nei þessi leikur var tapaður um leið og byrjunarliðið var klárt.  Held það hefði verið betri hugmynd í þessari stöðu að stilla upp 3 miðvörðum og láta Enrique og Kuyt djöflast á köntunum og koma inn á miðjuna tl að aðstoða Lucas eftir þörfum.   Finnst eiginlega að þegar þú átt bara einn nothæfan bakvörð, þá er eins gott að sleppa því að spila með bakverði.

     

  97. Þá erum við nú í grunninn sammála Bjarki – því við réðum ekkert við pressuna, sem Tottenham leysti listavel.  Ég held nú reyndar að okkar menn hafi verið svekktir með þetta, því það nákvæmlega sama var uppi á teningnum á Anfield í vor.  Menn hamast á Carroll og Henderson og reyna að finna Adam allt til foráttu.

    En mér fannst þeir félagar Suarez og Downing fara einna verst út úr því þegar þeim var sendur boltinn, þeir náðu lítið að skýla honum og töpuðu sínum boltum ansi létt.  En liðið þarf að læra að bregðast við pressu frá alvöru mótherjum, það er morgunljóst.

    Svo vill ég taka það stanslaust og ákveðið fram að ég er ekki að gera mér hærra undir höfði þó ég ergi mig á því þegar fólk er reitt við leikmennina og/eða liðið.  Hvað þá að ég telji mig “meiri” stuðningsmann, kemur aldrei til.

     

    Ekkert frekar en að ég telji mig minni stuðningsmann þó ég gargi ekki upp yfir mig arfareiður eftir tvo erfiða tapleiki.  Eins og þú veist Bjarki þá er ekki á margt að treysta í þessari íþrótt og ég held að í flestum tilvikum sé alfarasælast að reyna að vera með ákveðna grunnvinnu sem þú heldur tryggð við, sem og leikmannahóp.  Ég held að eins og mál þróuðust í dag hafi það verið fáir utan liðs sem hefðu breytt miklu og veik staðan í hægri bak veldur miklum vanda.

    Ekki síst þar sem Flanagan var tekinn með til London en ekki einu sinni treyst á bekkinn. 

    Megum aldrei gleyma því að allar ákvarðanir þjálfara eru teknar á æfingavellinum, út frá því er unnið.  Kannski við sjáum bara Jay Spearing í hægri bak í næsta leik, hann spilaði þá stöðu oft með varaliðinu.

    Eða flækir það meira…….

    ???

  98. Kenny gerði mistök að láta Skrtel byrja í bakverði. Við hefðum átt að fjölmenna á miðjunni enda getur Adam ekkert undir pressu, getur hann kannski bara ekkert? Í enda síðasta tímabils þá spiluðum við frábæran bolta, en núna erum við komnir í gamla fílinginn að negla boltanum fram og sjá hvað gerist. Nú verður Adam í banni og þá spyr ég, hver er að fara leysa hann af? Allavega hefði verið ansi gott að vera með Aquilani eða Meireles. Svo er þessi ofurtrú á Henderson, hann á eftir að verða góður, en er ekki frekar málið að nota menn sem eru nú þegar góðir? Hann er steingeldur þarna hægra megin og hann skilar engu varnarhlutverki. Ég vill fá Kuyt þangað í hið snarasta.

  99. @94 Maggi:

    Ég sá engan biðja um Benítez, heldur var velt upp þeirri spurningu hvort leikkerfið hans gæti ekki reynst betur. 

    Það sást í dag að kantarnir voru … eiginlega ekki til staðar. Skrtel átti aldrei að byrja þennan leik og Henderson sást ekki. Hinum megin voru Downing og Enrique þó skömminni skárri, en það er kannski ekki meðmæli með þeim, að vera betri en kollegar þeirra hægra megin 🙂

    Stóra spurningin er hvort 4-4-2 henti hreinlega Liverpool og þeim leikmönnum sem við erum með. Ég held ekki. Carroll á bara að vera á toppnum, no matter what. Hann er enginn kantmaður, þó hann hafi verið færður á kantinn í dag og Suarez látinn vera á toppnum. Kjánalegt af Daglish að láta sér detta slíkt í hug. Henderson er augljóslega ekki maður í þetta verkefni, og mér er það óskiljanlegt með öllu að hann sé valinn framyfir Kuyt.

    Ég held að það sé einfaldlega miklu hentugra fyrir Liverpool, að spila 4-2-3-1, þar sem Gerrard og Lucas eru á miðjunni, Downing og Kuyt á köntunum, Suarez í frjálsu hlutverki í holunni og Carroll uppi á topp. Svona allavega ef allir eru heilir (og ALLIR girði sig í brók!).

    Eða það held ég.

    Homer 

  100. Þetta var leiðinlegur dagur fyrir okkur Liverpool aðdáendur. En við þessu má búast og þetta verður ekki síðasti tapleikur okkar á tímabilinu. Það er alveg hárrétt hjá Magga 104 að það er nauðsynlegt að sýna æðruleysi og stefnufestu þrátt fyrir mótbyr um stundarsakir. Treysta á grunninn og bæta stöðugt leikmannahópinn. En það er ekki hægt að búast við framförum ef við höfum aldrei kjark til að horfast í augu við augljósar staðreyndir. Hleypum öllu upp í heift og stóryrði ef einhver kveður upp úr með tæpitungulausum ummælum.  Snemma í haust tjáði ég mig um getuleysi Andy Carroll og uppskar almennt skítkast og háðsyrði frá flestum. Nú er að koma í ljós að þessi leikmaður er ekki í þeim gæðaflokki sem við verðum að gera kröfu til. Auk hans voru í leikmannahópi Liverpool í dag leikmenn sem eru talsvert undir þeim kröfum sem við setjum okkur ef við ætlum okkur að næla í fjórða sætið. Leikmenn sem ekki geta ekki framkvæmt einföldustu tæknihluti skammlaust eins og tekið þokkalega á móti bolta og hafa yfir að ráða lágmarkssendingagetu eiga ekkert erindi í liðið okkar. Þetta var áberandi í leiknum í dag og stingandi í samanburði við leikmannahóp Tottenham. Leikmenn eins og Carroll, Adam, Skrtel og Carragher, svo dæmi séu tekin. Þetta eru þeir byrjunarliðsmenn sem eru þeir allra slökustu. Það væri hægt að nefna fleiri ef við ætlum gera kröfu til þess að vera með sambærilegan hóp og bestu liðin. Á meðan við viðurkennum þetta ekki og göngum stundum fáránlega langt í að réttlæta hlutina eins og það sem ég las eftir einn vitringinn á dögunum að þegar hann var orðinn rökþrota við að verja veru Carroll í liðinu þá kom hann með þau rök að hann væri svo mikilvægur vegna andrúmsloftsins á æfingasvæðinu, hann skapaði svo góðan móral. Við eigum að vera gagnrýnin á leikmannahópinn og sætta okkur aðeins við það besta. En staðreyndin er sú að KK er ekki að vinna úr eins góðum efnivið og æskilegt hefði verið og þess vegna er ekki sanngjarnt að gera miklar kröfur og tryllast svo úr vonbrygðum þegar ekki gengur eins og vonast er eftir. Við verðum að vera raunsæ; við erum ennþá talsvert á eftir bestu liðunum hvað varðar gæði leikmanna. Vonandi tekst hægt og bítandi að bæta hópinn og innan ekki mjög langs tíma að koma okkar kæra félagi í fremstu röð.

  101. Sammála Bjarka félaga mínum.  Menn eru ekki minni stuðningsmenn þó þeir gagnrýni liðið.  Að einn Liverpool leikur geti eyðilagt heilann sunnudag gerir mig eflaust að eins hörðum stuðningsmanni og þeir gerast. 

    En að gagnrýninni og leikmannaumræðu. Ég er engan veginn búinn að afskrifa Carroll og Henderson eða þá leikmenn sem KKD keypti í sumar.  Charlie Adam hins vegar finnst mér (persónulega!) bara ekki vera í Liverpool klassa.  Hann er alltof hægur, hann ætlar alltaf að eiga úrslita sendinguna og hann tapar of mörgum boltum.  Í þessari stöðu væri ég til í að sjá svona ekta leikstjórnanda.  Mann eins og Xavi og Alonson, maður sem skýlir bolta vel, er fljótur að losa sig við hann og bjóða sig svo aftur.  Ekki einhvern sem fær boltann í fætur og dúndrar honum fram eða gefur beint á andstæðinginn.
     
    Ég vona samt innilega að C.Adam troði þessu ofan í kokið á mér og eigi eftir að reynast okkur dýrmætur. 

  102. Skil ekki alveg þetta væl með spússu vikunar. Þetta á auðvitað ekkert skylt við fótbolta og af mínu mati mætti þessi dagskráliður alveg missa sig, en að kalla þetta kvennfyrirlitningu er auðvitað bara fyndið. Saklaust grín hjá þeim kumpánum sem kannski hittir ekki nógu vel í mark, ekkert dýpra þarna á bakvið held ég. Við skulum róa okkur á rauðsokkulátunum 🙂

    En hvernig er það, þegar allir eru heilir, væri svo vitlaust að spila 5-3-2?

    Reina
    Carra, Coates, Agger
    Johnson, Enrique
    Henderson, Lucas, Gerrard
    Suarez, Carroll

    Kannski kemur þetta asnalega út svona á blaði en þrír miðverðir, Johnson og Enrique sem wingbacks, Lucas sem DMC, Henderson og Gerrard þar fyrir framan og Suarez og Carroll uppá topp. Þetta er leikskipulag sem hugsanlega gæti virkað. Menn fyrir utan liðið væru þá: Adam, Downing, Kelly, Bellamy og fleirri. 

  103. Óli B og Bjarki, eru menn ekki að skammast útí þá sem eru að drulla yfir liðið og leikmenn? Ekki þá sem eru með uppbyggilega gagnrýni?  Held það….

  104. Verð nú að taka undir með Hauki #112 Þetta er saklaust grín hjá þeim og engar djúpar pælingar á bakvið og stundum skondinn liður. Annars eru þessar spúsur flestar að sitja fyrir og fá borgað fyrir það og ég veit ekki betur en það sé til iðnaður og það risastór sem gengur út á svona myndir og slúðri um hvað þetta lið er að gera á daginn. 

  105. AFHVERJU er Kuyt ekki í byrjunarliði í svona leikjum fyrir Henderson ?? og Það eina Jákvæða við hann “Kalla” adam er konan hans. 

     

  106. Saklaust grín, Babu?

    Kjedling vikunnar. Auðvitað er það fyndið. Hvernig gat ég ekki skilið það?

    En geturðu útskýrt fyrir mér hvernig þetta meinta grín tengist knattspyrnu?   

       

  107. Þetta tengist enska boltanum þar sem þetta eru eiginkonur eða kærustur leikmanna. Tilkynna það í hverjum þætti. Það er ekkert í lögum að þetta verði að vera um knattspyrnu, ég skil alveg hvað þú ert að meina en er bara ósammála þér og finnst þessi liður alveg í lagi ef þeir vilja hafa þetta með. Svipað og þegar þeir skoðuðu bíla leikmanna einhverntíma. 

  108. það sem liverpool þarf að gera er að reka stjórann sinn og ráða mann sem getur fengið liðið sitt til að eiga möguleika í manchester liðin… ég meina, 4-0 tap gegn Tottenham? ég er ándjóks farinn að telja daganna þar til þið púlarar farið að segja “við skulum vera í titilbaráttu á næsta ári”,, og svo voru menn að segja að daglish er betri stjóri en Sir Alex Ferguson.. hvort þeirra er með liðið sitt með 15 stig eftir fimm leiki og hvor þeirra er kominn með 7 stig eftir fimm leiki með liðinu sínu? og tala nu ekki um markatölu. mér finnst eins og liverpool menn ættu að hætta að lifa í blekkingu og líta á staðreyndir. og vitið þið hvað, staðreyndin er sú að manchester united er að fara að vinna deildina í 20 sinn,, og talandi um 20. það eru 20 ár síðan liverpool vann deildina

  109. Í guðanna bænum hættu að væla Lana. Ef þér líkar þetta ekki, þá horfirðu ekki. 

  110. Nú eru fimm leikir búnir á tímabilinu og liðið í 8. sæti sem endurspeglar nokkurn veginn spilamennsku liðsins. Ég man eftir því á undirbúningstímabilinu að liðið var að fá á sig mikið af mörkum og ýmis veikleikamerki voru á liðinu. Var maður að vona að þetta væri eitthvað sem myndi lagast þegar tímabilið myndi hefjast en því miður hefur það ekki gerst. Veikleikarnir eru klárlega enn til staðar. Man líka eftir því að Man Utd. var að rúlla upp sínum æfingaleikjum og maður hugsaði með sér að þetta væru bara æfingaleikir gegn slökum andstæðingum.  Þrátt fyrir að menn geri lítið út æfingaleikjum þá má læra ansi margt af þeim. 
     
    Það sem hefur einkennt þetta tímabil líkt og flest önnur tímabil á undan er óstöðugleiki.  Ég gæti ekki nefnt einn leikmann sem hefur staðið uppúr það sem af er þessu tímabili. Vissulega er liðið mikið breytt frá fyrra ári og því mátti búast við óstöðugleika í byrjun tímabils en samt finnst manni að liðið ætti að vera öflugra. Nýju leikmennirnir hafa því miður ekki verið að heilla mann uppúr skónum og lykilleikmenn hafa ekki verið að sýna stöðugleika sbr. Carra, Suarez, Reina og Lucas. 
     
    Mér fannst það nokkuð skondið þegar einhverjir hérna voru að finna til með nágrönnum okkar í Everton yfir því að geta ekki keypt leikmenn og að þurfa selja sína bestu menn. Þetta lið er nú fyrir ofan Liverpool og á leik til góða. Persónulega hef ég mun meiri áhyggjur yfir ástandinu hjá Liverpool þessa daganna. 
     
    Annað sem stendur líka uppúr það sem af er á þessu tímabili er ótrúlegt lánleysi liðsins. Hlutirnir hafa svo engan veginn verið að falla með liðinu hvort sem um er að ræða dómgæslu eða stönginn inn eða út. Á sama tíma hefur allt verið að falla með Utd. Þeir skora rangstöðumark sem kemur þeim yfir í dag, fá gefins vítaspyrnu, andstæðingurinn klúðrar í tvígang fyrir framan tómt mark.
     
    Leikurinn gegn Tottenham var hörmung frá 1. mín. Tottenham var greinilega búið að leggja upp að ráðast á veikasta hlekkinn í vörninni og það skilaði sér fljótlega með marki. Skömmu síðar braut C.Adam svo heimskulega af sér að maður velti fyrir sér hvort að bilið milli heilahvelanna á honum væri jafn breitt og á milli tannanna á honum.  Maður skilur ekki hvað vakir fyrir mönnum með gult spjalt á bakinu að fara í svona tæklingar. Það sem maður tók líka eftir var að menn mótmæltu ekki, Adam virtist alveg sama að fjúka útaf og menn mótmæltu ekki dómnum, burt séð hvort hann var réttmætur eða ekki. Ef þetta hefði verið Utd. eða Chelsea hefði dómarinn verið umkringdur. Þarna var leikurinn endanlega búinn. Skrtel fór síðan sömu leið fyrir sömu heimsku og spurningin var þá hve stór yrði ósigurinn. 4-0 varð niðurstaðan, hefði getað verið minna og hefði svo sannanlega getað orðið stærri ef Tottenham hefði haft alvöru killer eðli. Hefði ekki viljað mæta Utd. þarna úti í dag. 
     
    Skrtel og Adam í leikbanni í næsta leik. Skiptir svo sem engu máli miðað við spilamennsku þeirra undanfarið. Tilhlökkun að fá Coates inní vörnina og enn meiri tilhlökkun að fá Gerrard inní liðið. Held að menn séu búnir að gleyma mikilvægi hans í þessu liði. Það verður gaman að sjá hvernig hann og Suarez funkera saman þar sem þeir hafa varla spilað saman fá því sá síðarnefndi kom til liðsins.
     
    Framundan tveir mikilvægir leikir. Einn í deildarbikar sem bara má ekki tapast og síðan gegn Úlfunum sem VERÐUR að vinnast enda tveir stórir leikir í október sem bíða handan við hornið.

  111. Alveg hræðilegur leikur og ekkert var með okkur þennan daginn (sérstaklega ekki dómarinn).

    En common maður á ekki orð yfir mörgum commentum hér… Kallið þið ykkur í alvuru Liverpool stuðningsmenn? Þið eruð eins og 70 ára gamlir veitingastaðagagnrýnendur sem eru komnir með ógeð að borða á veitingastöðum.

    Ég ætla allavega ekki að hengja neinn fyrir þetta, allir eiga sína slæmu daga og allir gera mistök. Vonandi bara að menn læri af mistökunum og haldi haus. Fáránlegt að afskrifa að við getum verið í top 4 eftir 5 leiki, eftir meira eftir hálft tímabil í fyrra vorum við hræddir um að falla en svo allt í einu vorum við nálagt því að ná 5.sætinu og jafnvel 4.sætinu ef við misstum okkur í draumunum.

    Get it together og sýnið smá virðingu gagnvart okkar klúbb..

    YNWA! IN KING KENNY WE TRUST! (Og restinni af öllu batterínu hjá klúbbnum) 

  112. Þið sem eruð að plammera á Henderson fyrir að hafa spilað illa á hægri kantinum.  Ég held alveg örugglega að Downing hafi verið á hægri kantinum megnið af leiknum og Henderson inn á miðri miðjunni með Adam (þ.e. áður en Adam fór útaf).  Hann var örugglega inni á miðri miðjunni eftir rauða spjaldið og þá Downing á hægri. Hvort að Henderson eða Downing hafi átt að hjálpa Skertl í vörninni veit ég ekki, en að mínu mati þá var Downing alveg jafn sekur í þeim málum í dag og verri ef eitthvað er.

  113. Við vorum ÖMURLEGIR í dag og áttum klárlega í besta falli 0 stig skilið út úr þessum leik, jafnvel þó við horfum bara á 11 gegn 11 þriðjunginn. Ég er hins vegar ósammála því að 8 sætið endurspegli spilamennsku liðsins á tímabilinu. Við EIGUM að vera með 12 stig, ekki 7. Það er sambland af eigin klaufaskap og furðulegri dómgæslu sem orsakar það að þau eru ekki eins mörg og spilamennskan gæfi tilefni til. 

  114. Spúsa vikunnar er eflaust ekki hugsuð sem argasta kvenfyrirlitning og án efa meina mennirnir ekkert illt með þessu. En kvenfyrirlitningin er þarna engu að síður, með þessu er gert lítið úr konum og talað niður til þeirra. Ungar stelpur sem hafa áhuga á fótbolta sjá þetta t.d. og þarna er verið að skipa þeim sess. Karlmenn spila fótbolta, konur hanga í kringum þá eins og fylgihnettir. Eru menn ósammála því ef þeir skoða málið?

    Halli: #122 Í guðanna bænum hættu að væla Lana. Ef þér líkar þetta ekki, þá horfirðu ekki.  

    Er það lausnin? Að ef maður upplifir óréttlæti og niðurlægingu þá á maður bara að hætta að væla og horfa á eitthvað annað? Heimurinn hverfur ekki þó þú lokir augunum, ég vona að þú gerir þér grein fyrir því.

  115. Afsakið þráðránið, en ég hef tekið eftir því að það er einhver annar hérna að nota sama nafn og ég. Ég vil ekki vera bendlaður við hans skrif, en þar sem ég hef verið hérna að spjalla frá því þessi síða var stofnuð þá ætla ég ekki að skipta um nafn þó einhver poppi allt í einu upp með sama nafn og ég. Ég var því að velta því fyrir mér hvort einhver gæti leiðbeint mér hvernig ég set mynd í prófílinn. 

  116. Ég vil bara fá kuyt í hægri bak,

    Reina
    Kuyt coates skrtel enrique
    agger
    lucas
    bellamy adam downing
    suarez 

    Ég væri til í að horfa á þennan leik svona, án djóks 

    bale, hefði verið kaffærður, með bellamy snargeðveikan og snargeðveikan í að sanna sig á eftir sér og kuyt.
    modric hefði ekki átt séns í agger og lucas saman,, + það að agger getur allveg borið boltan upp flekklaust. með downing og suarez lausa við að þurfa að spá alltof mikið í varnarvinnu, geta þeir allveg skapað mörk ur engu.
    fokk it call me crazy, en þetta lið hefði allaveganna náð í stig.

    En beint í næsta leik,, væri til í leikskýrslu strax í dag..
    gott að vera búinn með versta leik tímabilsins í september.
    Það kemur inn stígandi með Gerrard, sanniði til
    Áfram LFC 

  117. eruð þið að grínast ? það eru bara 5 leikir búnir og við með nýtt lið. algjör óþarfi að drulla svona yfir leikmennina okkar, við eigum eftir að eiga fullaf frábærum leikjum og líka lélegum leikjum alveg eins og man jún og fleiri…. að lesa  commentin hérna er ekki eins og á liverpool síðu , frekar eins og á man jún síðu …. allir með heilbrigða skynsemi vita  það að við vorum alldrei að fara að vinna deildina í ár ….Tottinham sem er með svona svakalega GEÐVEIKA MIÐJU  og ótrúlaga góða sóknarmenn eru fyrir neðan okkur í deildinni !!!!!! ( þrátt fyrir sigur  núna og tap hjá okkur), það er gjörsamlega ekkert að marka neitt hvernig neinn af nýju gaurunum eru að standa sig fyrr en í fyrsta lagi í janúar….
    Og ef þið spáið í það þá er það vörnin sem er aðalega að klikka ( of mörg mörg á okkur)..
    carra á að fá svona heiðurssæti eins og Giggs hjá man jún …. koma inná þegar okkur vantar reynslu:::::

  118. Þessi leikur er búinn og kæru félagr það er ekki neinum holt að vera endalaust að rífa sig niður yfir þessum leik… Það munu alltaf tapast leikir, það er bara þannig… í mótlæti er brýnt að skoða hvað við getum gert til að færast fram á við… sannir atvinnumenn gleima svona leikjum og setja stefnuna á að komast aftur á beinu brautina og það er nákvæmlega það sem við eigum líka að gera… Fyrir okkar hönd sér Dalglish um að koma klúbbnum upp töfluna og við ættum bara að skella inn opnum þræði til að kæla menn niður….
    Áfram LIVERPOOL… YNWA…

  119. Halli #131: Ég þarf ekki að vera í femínistafélaginu til að komast hjá því að vera bjáni.

  120. Þó þetta hafi verið heimskulegt hjá Adam þá var þetta algjörlega glórulaust hjá Skrtle. Það var ekkert að gerast þarna lengst útá kannti þegar hann ákveður að strauja Bale uppúr þurru !! Þvílikt gáfumenni. 

    Þegar þetta gerðist vorum við að komast mun meira inn í leikinn og staðan bara 1 – 0 sem er eiginlega ótrúlegt ! 

    Eftir það var þetta vonlaust tveimur færri og megum við þakka fyrir 4 – 0

    En engin ástæða að örvænta. Alls ekki, enda höfum við tapað á þessum velli síðustu þrjú ár hið minnsta og nú vorum við einum og tveimur færri löngum stundum.

    Skoðum stöðuna í lok okt og þá ættum við að geta farið að meta Kenny og Co. 

  121. Ég lýð þetta ekki lengur. Nú er ég öskuillur ! Nú gröfum við upp stríðsexina og vinnum næsta leik. Það þýðir ekki að tapa í þessum leik við ætlum að vera Meistarar aftur. Ég er kominn í úlpuna hans Fergie nú á ég leik. Ég ginnti kölska og sé ekki leikinn hans lengur. Nú heyri ég menn slíðra sverðin. Skoska blóðið skal renna aftur á Anfield. Við reisum upp Shankly í gegnum King Kenny og alla þá sem dóu rísum við upp 96 aftur. og er númer 97. Ég ginnti kölska í öllum þessum látum til brjóta dótaboxið mitt (Fantasy-Premierleage) með öllum mínu dóti í sem var innsiglað með teipi sem var eins og reipi að hann var svo heimskur í sínu eðli að falla ofan í þá gryfju að vera alltaf í mínus og ég eflist við það þegar hann fer að öskra og bölva og brjóta og bramla að efldi ég leikinn hjá Sc-ásum aftu. Ég Lauk þeim upp aftur þegar hann felldi alla 89 þegar slysið átti sér stað sem breytti gleðileik okkar í tárin okkar og   þegar ég þurfti ekki að horfa á hann vera í mér, hann var svo ginntur rækilega af Sigurði fróða að hann lét signa sig líka í hreinni laug og er nú ekki neitt og mér þykir það mjög leitt fyrir hans hönd að ég hef hann í skjóðunni góðu og þar verður hann um ókomna tíð. Og hann var svo heimskur og fljótur á sér að ég tók frá honum Úlpuna góðu sem er góð og hlý. Nike úlpan hans Fergie! Ég er í henni og nú ræð ég í henni með mínum líkum AMEN! Hefjum leikinn Shankly og Pa
    . :Þ RA RA RA HA HA HA!

  122. @ Halli #128

    Þú skráir þig á Gravatar.com
    Setur inn mynd þar og þá ertu kominn með myndina við þinn prófíl hér 🙂

  123. Er dómsdagur í námd??? Eru menn farnir að óttast fall?? Voðalega geta menn verið neikvæðir og allt þar fram eftir götunum!

    Það var vitað fyrirframan að Bale myndi slátra Skrtel, ekki að Bale hafi átt góðan leik heldur er hraðinn bara svo mikill. Sagði við félaga mína að ég myndi vilja sjá Flanno þarna, hraðan og góðan hægribakvörð, ekki miðvörð.
    En það er ekkert sem við getum gert í þessu, þetta eru mennirnir sem KK treysti fyrir þessu verkefni en það gekk ekki eftir….Kuyt átti að vera þarna inni allan tíman til þess að hjálpa með Bale en verstu fréttirnar útúr þessum leik eru þær að Agger fór útaf meiddur. Fannst á líkamsburði hans að það hafi verið rifbein eða þess háttar (miðað við hvernig hann hélt) en vonum það besta!

    Núna er bara að horfa fram á veginn og einbeita sér að næsta leik þar sem Steven nokkur Gerrard mun væntanlega koma við sögu.
    Coates fær vonandi þann leik í byrjunarliði sem og Bellamy, hef tröllatrú á kappanum (Einn um það?) og væntanlega fær Adam Kuyt þann leik einnig.

    En við skulum ekki missa okkur í neikvæðninni 😉 Þetta gerist, við vorum aaalls ekki klárir fyrir þennan leik en það eru bjartir tímar!

    Koma svo!!!!!

    YNWA – King Kenny we TRUST!! 

  124. Gleymum því ekki að King Kenny er búinn að stjórna liðinu í hálft season, that’s all.

    Miklar mannabreytingar hafa átt sér stað og langflestar til hins betra, það mun taka tíma að slípa saman mannskapinn.

    Þær væntingar sem við flest gerðum til tímabilsins (CL sæti) eru langt því frá í hættu eftir leiki helgarinnar og í raun ekkert sem segir að einhver krísa sé hjá okkur bara útaf þvi að Tottenham rúllaði yfir okkur á off degi.

    Bikarleikur í vikunni og Wolves um helgina, bara gaman.

  125. Líka bara benda á það að við vorum einum færri eftir hálftíma og tveimur færri eftir 60 mín. Við byrjuðum þennan leik alveg skelfilega en eftir fyrsta brotreksturinn var þetta alltaf að fara að vera erfitt og eftir seinna rauða algjörlega ómögulegt. Tottenham skoraði 3 mörk eftir að þeir voru orðnir 2 fleiri, þá var leikurinn kominn í algert rugl í raun og veru. Tottenham voru mjög góðir í þessum leik en það er ekki eins og þeir hafi slátrað okkur 11 á móti 11. Ef liðin hefuðu verið jöfn allan leikinn þá er aldrei að vita hvort að við hefðum ekki getað fengið eitthvað út úr þessu. Við eigum eftir að tapa leikjum í vetur, það er bara þannig, við erum ekki Barcelona og Tottenham á útivelli er alltaf mjög erfiður leikur.

  126. staðan 1-0 og fyrirgjöf kemur í boxið…. Carrol stekkur upp en það er haldið í hendina á honum…
    Hefði vítaspyrna breytt gangi leiksins???
    (hvenær fáum við víti)

  127. Mig langar rosalega að byðja ykkur tölfræði snillingana að finna út hversu oft það hefur gerst að leikmaður sem brýtur af sér tvisvar sinnum í einum leik fái tvö gul spjöld, gæti verið nokkrum sinnum. En endilega finnið þá út hvað það hefur oft gerst að tveir leikmenn sem brjóti af sér tvisvar sinnum fái tvö gul spjöld í sama leiknum.

  128. Mér finnst fólk svolítið vera með gullfiska minni, man fólk hvar við vorum í fyrra? Við erum nú betur staddir í deildinni en í fyrra. Jú september mánuður er búinn að vera erfiður, en við erum þó ekki nálægt fallsætinu eins og við vorum í fyrra. Og þeir sem voru að gera sér von um að liðið myndi vera í fyrsta sæti frá fyrsta degi þurfa smá, afsakið sléttuna, “Reality check”.

    Ég held líka að fólk þurfi aðeins að átta sig á því að þetta er Premier league, ein erfiðasta deild heims. Þrátt fyrir að það séu lið sem við segjum vera “litlu” liðin þá geta þau alveg unnið leiki á móti “stóru” liðunum(ekki að ég er að segja að Tottenham sé “lítið” lið, en fólk má alveg gera ráð fyrir því að lið munu tapa leikjum). Lið fara líka í gegnum lægðir, ef fólk man t.d. Chelsea í fyrra. Byrjaði af þvílíkum krafti(svipað og Manchester liðin núna) og voru að vinna leiki gríðarlega stórt en svo fóru þeir í gegnum svakalega lægð og gekk lítið sem ekkert.

    Ég var hrikalega pirraður í gær líkt og flestir, enda ömurlegt að tapa leikjum, en það er enginn heimsendir. Jú það vantar stöðuleika í liðið en það kemur bara með tímanum, ég horfi allavega með bjartsýnisaugum á næstu leiki. Það hlýtur að vera þannig að eftir svona rasskellingu þá þarf litla hvatningu fyrir næsta leik, þeir koma snældu vitlausir.

  129. Það er allavega jákvætt að Skrtel og Adam geta báðir spilað um næstu helgi þar sem að þeir taka út bannið gegn Brighton 🙂

  130. Er ekki orðið spurning um að taka smá Pollyönnu á þetta og setja af stað þráð með mistökunum úr leiknum milli Scums og Svikaranna? Gætum eflaust gleymt okkur í skemmtun yfir öllum þeim mistökum…

  131. Horfðu ekki örugglega allir sem tjá sig hér á leikinn? Menn kvarta og segja að Suárez eigi að spila fyrir aftan Carroll og Henderson á miðri miðjunni þegar þeir gerðu nákvæmlega það í gær (þegar það voru 11 á móti 11). Eins og Baldvin bendir á spilaði Downing síðan hægri megin, fyrir aftan Bale, og Adam innarlega vinstra megin. Þessi ákvörðun reyndist röng hjá kónginum, þar sem hvorugur þeirra gat stöðvað vængspil Tottenham og Downing nýttist illa sóknarlega. Hinsvegar sé ég ekki að Bale hafi gert mikið í þessum leik, frekar en áður. Fyrsta markið var bara frábært skot frá Modric og Bale kom ekki nálægt hinum mörkunum.

    Aðal sagan í þessum hrikalega leik er hinsvegar grófur varnarleikur Liverpool. Þetta er eitthvað sem hefur lengi verið vandamál og er að núna að skila öðrum tapleiknum í röð. Vissulega hafa dómar fallið gegn okkur en liðið spilar bara of hart. Þessar seinni tæklingar Adam og Skrtel eru glórulausar fyrir menn á spjaldi og kostuðu okkur leikinn, því liðið átti alveg séns á stigi í stöðunni 1-0 smbr. rangstöðumark Suárez.

    Þetta þarf kóngurinn að laga og ég hef fulla trú á því að það verði gert. 

  132. Það á að selja Carragher, hann er búinn, en þetta er samt enginn heimsendir, töpuðum útileik gegn Tottenham og þar á undan Stoke… báðir leikirnir mjög erfiðir (held að Stoka hafi tapað 2 heimaleikjum í fyrra).. meigum ekki gleyma að við erum í baráttu um 4. sætið ekki 1. sætið.. tökum það eftir 2 ár.

  133. Ágætis greining á leiknum hérna http://url.is/5cs  MOTD á BBC. Töpuðum þessu með því að ver ekki tilbúnir strax þegar flautað var á og líka á miðjunni og okkar hægum hægri kannti.

  134. Bestu liðin sem ætla sér að að gera eithvað þegar á heildina er litið verða að getað hápressað anstæðinginn. Það gerði liverpool ekki í þessum leik en Tottenham gerði það aftur á móti í þessum leik. Margir leikmenn í liverpool liðinu sem voru ekki að spila vel en það er mitt mat að ástæðan fyrir yfirburðum tottenham í þessum leik var hve auðvelt er að pressa á okkar lið. Loka á Agger og Enrique og leyfa Carra og Skrtel að koma með boltann upp (neggla honum fram eða beint í lappirnar á andstæðingnum). Miðjumenn, kanntmenn eða framherjar sem eru ekki að fá boltann nægilega oft í lappirnar frá vörninni munu alltaf eiga erfitt með að búa eithvað til eða gera eithvað af viti. Í þessum leik var of auðvelt að lesa liverpool liðið og þegar hægri helmingur varnarinnar er einfaldega allt of hægur þá er það veisla fyrir anstæðinginn. Carra er legend en hans tími er kominn á meðan Skrtel á ekki heima í bakverði og að mínu mati ekki heima í okkar ástkæra liverpool liði. Mitt mat 🙂
    Áfram Liverpool 

  135. Í blíðu og stríðu síðan 1974……..og ég kem til með að halda því áfram í blíðu og stríðu nema síðustu árin með ögn stærri skammt af hjarta og blóðþrýstingslyfum…… við töpuðum, það er bara þannig, kennum öllum öðrum um en eigin leikmönnum endilega, þeir komu til leiks en mættu aldrei…. gerum betur næst. Ég elska Liverpool og kem alltaf til með að gera, sama fyrir hverjum við töpum eða hverja við vinnum…..

    YNWA 

  136. Þessir síðustu leikir sem Liverpool hefur verið að spila gera það að verkum að ég ætla að leyfa mér að efast um dómgreind þeirra sem nú eru við stjórnvölinn hjá Liverpool. Á erfitt með að skilja hvers vegna það er tekin ákvörðun um að láta frá sér tvo miðjumenn sem eru mikilvægir landsliðsmenn fyrir sín lönd (Portúgal og Ítalía) og fá þess í stað 2 breska leikmenn, þar sem annnar er of ungur og hinn alltof hægur og þungur til þess að standast þær kröfur sem við viljum gera til Liverpool leikmanna. Það er engin afsökun að halda því fram að menn vilji þetta og hitt og þess vegna hafi þurft að leyfa þeim að fara. Hvar er t.d Modric að spila núna?  Honum var bara gert að standa við sinn samning. Það á ekki að umgangast þessa menn eins og ofdekraðar dúkkulísur. Það er ekki eins og þeir þurfi að lifa undir fátæktarmörkum. Leikmenn Tottenham gerðu það að verkum að við litum út eins og smástrákar. Sá leikur tapaðist ekki vegna þess að við erum með lélega vörn heldur vegna þess að miðjan hélt ekki. Það lak allt í gegnum hana og hún studdi aldrei við sóknina sem var algjörlega vanmáttug vegna þess að hún fékk ekki neinn stuðning. Tottenham sótti alltaf á 5 – 6 mönnum meðan að Carrol og Suares voru einir að reyna sprikla með vægast sagt lélegum árangri. Þessir sumarsmellir minna mig óneitanlega á Alonso/Arbeloa ruglið á sínum tíma. Hvað átti að kaupa í staðinn? Jú, Breta. Við fengum Johnson í staðinn fyir Arbeloa (fyrir margfalda upphæð) og við áttum síðan að fá Barry í staðinn fyrir Alonso. Ég held svei mér þá að við við þurfum að festa kaup á fleiri miðjumönnum þegar að félagaskiptaglugginn opnar ef að við ætlum að eiga einhvern séns. Það sáu það allir um helgina að það munar pínu á  Liverpoolmanninum Adam (7 milljónir punda) eða Modric (37 milljónir punda).

  137. Það sem liverpool vantar til að eiga möguleika á evrópusæti mestalagi, of mikið fyrir þá að reyna að ná meistaradeildarsæti.. það sem þeim vantar til þess að ná því er að ráða stjóra með reynslu á nútímafótbolta. ekki einhvern sem var góður þjálfari fyrir 20 árum á þeim tíma sem livepool var topplið

  138. Það eru ekki Gummi Ben og Hjörvar sem eru að gera grín af þessum konum, afhverju eru til myndir af þessum konum svona, afþví að þær vilja þetta sjálfar… Mér finnst ógeðslega hallærislegt að það sé verið að tala um þetta hérna, þetta er svo saklaust og bara virkilega skemmtilegt fyrir okkur sem hafa PÚNG!

    Er þá þetta djók með Elokobi ekki alveg hræðilegt líka ?  come on

  139. PS. Mér finnst persónulega alveg hrikalega gaman af því að sjá hvernig konan hans C Adam lýtur út og hvað hún er að bralla

Byrjunarlið dagsins komið… – uppfært

Skrtel og Adam í banni gegn Brighton