Byrjunarlið dagsins komið… – uppfært

Paul Tomkins “tweetaði” liðið ca. 11:20 og ég tók að það væri rétt því official síðuna komst ég ekki inná. Sem svo reyndist vera – greinilegt að Tomkins er tengdur

…og það lítur svona út:

Reina

Skrtel- Carragher – Agger – Enrique

Henderson – Lucas – Adam – Downing

Carroll – Suarez

Gæti líka verið sett upp sem 4-3-3 með Henderson, Suarez og Downing milli miðju og Carroll.

Á bekknum í dag eru: Doni, Maxi, Spearing, Robinson, Bellamy, Kuyt og Coates.

Kristján ansi nálægt, bara Kelly sem ekki var réttur, greinilega ennþá ekki tilbúinn í slaginn. Skrtel ennþá treyst betur í bakvörðinn en Flanagan. Hörkulið á WHL í dag!

Tottenhammenn byrja svona: Friedel, Walker, Kaboul, King, Ekotto; Bale, Modric, Parker, Kranjcar; Adebayor, Defoe. Sömuleiðis flott lið þarna á ferð og mikil skemmtun framundan.

Koma svo!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

185 Comments

  1. Sterkt lið, en ég verð alltaf skeptískur þegar Dirk vinur minn er ekki í liðinu, hefði frekar viljað sjá hann byrja til að djöflast í og þreyta Spursarana og fá svo Downing/Hendo inn seinna til að klára. Annars ættum að sjá Kuyt og Bellamy koma spólgraða inn og það er ekki verra.

  2. Fínt lið fyrir utan hægri bakvörð, ömurlegt að eiga þrjá bakverði og þurfa samt að nota Skrtel… Skrtel af öllum mönnum í þessa stöðu. 

    En vonandi er Carroll kominn með smá blóðbragð og setur 1-2 í dag.  

  3. Flott að fá Carroll aftur inn, vona bara að menn detti ekki í þessar hálofta sendingar enn einu sinni. 

    Einnig er frábært að hafa mann eins og Bellamy á bekknum, hrikalega sáttur að fá hann í liðið okkar aftur, maður sem getur breytt hlutunum þegar hann kemur inná.

     

  4. Ég er hræddur við að hafa Skrtel á móti Bale, Bale er mun hraðari en Skrtlel og gætti pakkað honum samman.

  5. Mistök að hafa Skrtel í bakverðinu, hann á ekki sjens í Bale.

    Hefði einnig viljað sjá Henderson hvíldan og annaðhvort Bellamy eða Kuyt í liðinu. Tala nú ekki um hvað það hefði verið gott að hafa Kuyt á hægri kannti að aðstoða Skrtel.

    Er stressaður…

    Áfram Liverpool!! 

     

  6. Nú klæðir maður sig í sokkana, treyjuna og setur armbandið á sig og spilar Fields of Anfield Road og Liverpool tekur þetta 2-0 eða 3-1.
    Suarez setur 1 og leggur upp annað og Downing skorar eitt, ef það kemur 3ja markið þá kemur það úr óvæntri átt.

    Koma svo Liverpool menn YNWA 

  7. Issss, skröltarinn tekur Bale í bakaríið í dag, þetta er sami hræðsluáróður að lesa eins og þegar Torres var seldur og hræðslan var í hámarki……. Mark my words……. tökum þetta með 2 mörkum á móti einu litla Duracell kanínan á eftir aå spæna vörn Tottenham í sig……YNWA

  8. Næ fyrsta klukkutímanum áður en ég fer að vinna. Vona að ég geti farið rólegur til vinnu. Þetta verður mjög erfitt.

  9. verður erfiður leikur .hefði viljað sjá Coates inná fyrir Carra og kuyt byrja

  10. Er það ekki rétt hjá mér að Liverpool tapaði báðum leikjunum á síðasta tímabili á móti þeim?

  11. Menn eru eitthvað hræddir við Bale – hvaða rugl er það? Bale átti einn góðan mánuð á síðustu leiktíð, og virðist ætla að lifa ótrúlega lengi á því. Hann er vissulega fínn leikmaður, en hann er enginn Ronaldinho eða Messi, eða Giggs o.s.frv.

    Skrtel hinsvegar – ég er ekki hans mesti aðdáandi, og hann er enginn hægri bakvörður fyrir fimm aura. Þannig ég segi, ef Bale á einhvern stjörnuleik í dag þá er það ekki vegna þess að hann sé frábærasti leikmaður heims, heldur meira vegna þess að hann mætti takmörkuðum leikmanni sem spilað var út úr stöðu.

    Líst vel á þetta lið samt, fyrir utan að þetta er alveg týpískur leikur þar sem Kuyt myndi blómstra í og því hefði ég viljað hafa hann inni í stað Henderson. Eins er alveg kominn tími á að Carroll sýni að það var rétt ákvörðun að kaupa hann á sexhundruðmilljónskrilljón pund, og setji eins og tvö mörk í dag.

    Koma svo!!!!

    Homer 

  12. Þetta mark skrifast á Daglish. Vitleysa að hafa Skrtel og Henderson fyrir framan…það sást svo rosalega vel á móti Stoke.

  13. Smurning í skeytin, byrjar ekki vel… Skertl á ekki breik í Bale og miðjan hjá okkur í bulli….

  14. Þetta er bara alls ekki nógu gott, og það er enginn á bekknum sem að getur bætt vörnina hjá okkur

  15. Greyjið SKRTL .. Hann veit ekkert hvað hann á að gera við Bale. Er Henderson með ? Sýnist TH vera í bullandi stemningu. Þurfum að fara að komast inn í leikinn

  16. Skiptingu núna!!! Skrtel út og Henderson út! Því lengur sem þeir verða inná því lengur lítur Liverpool illa út!

  17. Okkar menn á hælunum, stefnir í flengingu ef menn hysja ekki upp sokkana!

  18. þetta er svo augljóst. Adebyer dregur sig utarlega á Skrtl og aftur inní teig… Skrtl eltir hann þangað og svæði opnast fyrir Bale… aftur og aftur

  19. greinilegt ad tottenham hafa lagt upp med ad herja a skrtel. Þad er greinilega ad virka. Þad þydir litid ad uthropa einn eda tvo leikmenn, allt lidid er a hælunum.

  20. Leiðinlegt að vera neikvæður en ég held við séum að sjá afhverju engin var að berjast við okkur um C. Adam …
    Ég vona svo innilega að hann stígi upp of sýni að ég hafi rangt fyrir mér.
    En koma svo… þurfum að færa liðið aðeins ofar.. og þétta það saman.. það eru allir bara út um allt.. lítið skipulag í gangi..   
    spurning hver stígur upp og leiði liðið

  21. Adam er svo skelfilegur!!!!!!!!
     
    En hann átti aldrei að fá fyrra gula… dómaraskítur…

  22. Ótrúlega heimskur leikmaður, Eins gott að Gerrard verði í lagi í vetur því annars eigum við eftir að sakna Meirelse Big Time !!

  23. Má vissulega deila um fyrra spjaldið en seinna spjaldið hefði auðveldlega getað verið beint rautt. Fer með takkana í hnén á Parker..!!!

  24. Charlie Adam er langt frá því nægilega góður fyrir það lið sem Liverpool vill vera. Fyrir utan sæmilegar glefsur hér og þar þá…. frábært, rekinn útaf !

  25. Peysutog og hrikaleg tækling, gæti ekki verið meira verðskuldað rautt spjald

  26. Jæja, nú mun koma í ljós hver er leaderinn í liðinu. Leikstjórnandinn farinn útaf. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig miðjan spjarar sig.

  27. Það er ekkert hægt að týna neinn út sem extra lélegann, allir sem eru inná núna eru ekki að gera nokkurn skapaðann hlut.

    Ég veit ekki til þess að nokkur maður á miðjunni hjá okkur sé búin að gera neitt rétt.
     

  28. Adam er búinn að brjóta alveg fáránlega mikið af sér í þessum fáu leikjum sem hann hefur spilað fyrir Liverpool. Ef hann lagar þetta ekki þá verður hann að fara að gera eitthvað annað. 

    Skirtle er algjörlega úti að skíta í þessari stöðu, Kenny verður að breyta þessu eitthvað því drengurinn ræður enganveginn við þetta.  

  29. Henderson og Adam geta ekkert. Adam hefur ekki sýnt að hann eigi heima í stórum klúbbi og hinn alls ekki tilbúinn. Skrtl ekki að gera sig í bakverðinum en vandinn í þessum leik er að miðjan okkar er miklu slakari en miðjan hjá Tottenham. Bæði varnar- og sóknarlega.

  30. Djöfull er ég ógeðslega pirraður yfir þessum leik. Að byrja með 3 hafsenta á móti Tottenham er bara algjörlega út í hött, ef það gengur ekki á móti Stoke þá gengur það ekki á móti Tottenham. Það þarf engan fræðing til að sjá það út. 

    Henderson og Adam eru langt frá því að vera með þau gæði sem Liverpool hefði átt að signa í sumar! Þessir menn eru ágætir í hóp en eiga ekki að vera í byrjunarliðinu sérstaklega á kostnað Kuyt.

    Carrol er svo bara engan veginn tilbúinn í þetta og ætti bara að vera á hlaupabrettinu.

    2 gul spjöld á Adam vill ég skrifa á Daglish/Adam. Byrjunarliðið í dag var engan vegin tilbúið í þennan leik og sást það strax á 1 mínutu. Liðið var undir stanslausri pressu sem varð þess valdandi að Adam endaði með 2 gul spjöld eftir 1 heimskulegt brot og eitt pjúra gult.

    Þetta eru 3 töpuð stig sem ég vill skrifa á Daglish! 

    Jesus hvað ég er pirraður. 

  31. Ensku þulirnir eru að tala um að þetta hefði ekki átt að vera spjald á Adam. Hann var að fara í boltann og hugsa eingöngu um boltann, síðan hlaupa þeir saman svona.

  32. um leið og einhver Liverpool maður er ekki að standa sig þá þarf allatf að rakka þá niður. Við vissum allir hvernig Adam var, hann er mjög gjarn á því að brjóta af sér. Héldu þið að hann myndi hætta því þegar hann kom til okkar
     

  33. Tottenham eru mörgum ljósárum á undan okkur miðað við þennan leik. Fyrir nokkrum vikum voru Man Utd. að yfirspila þá. Við eigum því miður langt í land á þessi topplið og ljóst að við þörfnumst Gerrard alveg gríðarlega sem og betri varnarmanna.

  34. Að gefa góða sendingu á Carra eða Skrtl er svona eons og að gefa lélega sendingu á venjulegann leikmann.
     

  35. Annars er dómarinn að falla fyrir leikaraskap hjá tottenham líka, þeir eru að láta sig detta hér og þar um völlinn.

  36. Þetta er ekki búið, við eigum eftir að taka sjokkerinn á þetta, sanniði til 🙂

  37. #60 ég held því miður að Gerrard sé ekki að fara að bjarga neinu þó svo að hann væri heill.. það eru allir á hælunum

  38. Stefnir í að maður eigi eftir að skrifa erfið leikskýrslu eftir fyrstu 45 mínúturnar.

     

    Og því miður sýndist mér Agger vera að kveinka sér í bakinu, það er gömul saga á þeim bænum…  Nú þarf þjálfarateymið að reyna að búa eitthvað til í hálfleik….

  39. Stefnir í að maður eigi eftir að skrifa erfið leikskýrslu eftir fyrstu 45 mínúturnar.

    Og því miður sýndist mér Agger vera að kveinka sér í bakinu, það er gömul saga á þeim bænum…  Nú þarf þjálfarateymið að reyna að búa eitthvað til í hálfleik….

  40. SKELFILEGIR DÓMARAR, SPJALDA ALLT OG ALLA Í LIVERPOOL LIÐINU, SUAREZ AÐ FÁ GULLT FYRIR EKKI NEITT

  41. Erum gríðarlega heppnir að vera ekki nema einu marki undir í hálfleik.

  42. Svo bara verður nú erfitt að átta sig á því hvað maður á að skrifa um frammistöðu mannsins með flautuna, ætla virkilega að vanda mig við að ræða ekki hans þátt, því við verðum jú að búa við þá staðreynd.

  43. Hvað rugl er í gangi. Hætta að væla í dómaranu og reynið að gera eitthvað.

  44. Þetta er tímabilið þar sem dómararnir ákváðu að nú skyldi dæma gegn Liverpool

  45. Þessi dómara asni þarf sennilega að vera í brúðkaupi eða á ættarmóti um næstu helgi, og er að vinna hörðum hönudum í því að vera í fríi.

  46. Dómarinn lélegur já, en hann er að eiga stjörnuleik miðað við okkar menn. COMA SVO, rífa sig upp á rassahárunum og taka þennan seinni hálfleik, ÁFRAM LIVERPOOL!!!!

  47. Dómarinn þetta og dómarinn hitt. Það er ekki honum að kenna að leikmenn Liverpool eru með skituna.

    Homer 

  48. Stat attack: Charlie Adam has now been shown 13 PL cards (12Y, 1R) since the start of 2010-11, only Cheik Tioté has seen more (16Y). Bruising.

     

  49. Held að menn ættu að hætta að væla yfir dómarunum. Okkar menn eru miklu lélegri en hann og við erum ekki að tapa vegna dómarans.

  50. Er sammála #37.  Það var eitthvað furðulegt að ekki einn einasti klúbbur hafði áhuga á Adam nema við.  Núna vitum við afhverju.  Maðurinn er með ,,ég á að spila í fyrstu deild” tattúverað á ennið á sér!

  51. Held að menn ættu að hafa meiri áhyggjur af stöðunni 11-0 í marktilraunum heldur en frammistöðu dómarans.

  52. Held að KKD verði að gefa yfirmanni dómara eitthvað sterkara en te næst….

  53. Skulum alveg slaka á að gagnrýna dómarann….ekkil fela lélega frammistöðu leikmanna á bakvið dómarann. Hingað til er hann ekki búinn að dæma neitt vitlaust þó spjöldin séu soldið laus í vösunum. 

    Vandamálið er að leikmenn eru að bjóða dómaranum upp á að spjalda sig…aka Suarez! 

  54. Liverpool búnir að vera skelfilegir í þessum leik en byrjum á því að skoða liðinn. Markverðinir er eiginlega eina staðan sem Liverpool er sterkari í. 
    Miðjan hjá Tottenham er miklu betri á pappírum og þeir eiga hana skuld laust í þessum leik(löngu áður en Adam var rekinn af velli).
    Ég skil ekki hvað Daglish er að hanga með Henderson í liðinu, hann er ekki kanntmaður og hefur verið lélegur í öllum nema einum leik Liverpool á tímabilinu.
    Carrol eins og ég hef marg oft sagt hefur ekki verið að heilla mig síðan að hann kom.
    Lucas og Adam er ekki sterkt miðjupar.
    Skrtel er auðvita ekki hægri bakkvörður og að detta það í hug að láta hann á móti Bale er auðvita bara grín. Til þess að eiga möguleika gegn Bale þá þarftu hraða og þar væri ég frekkar til að hafa Bellamy(sem ég veit að er framherji) eða unga Flanagan eða Robinson.  Skrtel er betri varamaður en þeir allir en það skiptir engu máli þegar hann nær ekki Bale.

    p.s dómarinn er ekki að ráða úrslitum en hvaða rugl er í gangi með spjöldinn. Að spjalda Adam í byrjun fyrir sitt fyrsta brot og það virkaði saklaust er auðvita bara rugl.

  55. Gaman að koma hingað í hálfleik og lesa yfir commentin, eða hitt þó heldur.
    HÆTTUM AÐ DRULLA YFIR OKKAR LEIKMENN Á MEÐAN ÞEIR ERU HJÁ LIVERPOOL,
    það er hægr að gagnrýna án þess að vera með skítkast og verum málefnalegir.

    þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég les orðið bara comment frá nokkrum aðilum hérna inni og þeir eru ALLIR með mynd af sér. 

  56. Nei strákar dómarinn er verulega hlutdrægur í þessum leik burt séð frá okkar frammistöðu þá er hann skelfilegur.

  57. Hvað er eiginlega að ykkur! Að kenna dómaranum um þetta er fáviska! Hann er ekki buinn að standa sig illa, öll spjöldin eru réttlætanleg og rauða spjaldið er einum manni að kenna og það er ADAM..peysutog og svo ljót en óheppileg tækling sem að í öllum tilvikum væri rautt…Pælið ef að Vidic hefði gert þetta a moti Liverpool, þá væruð þið að segja allt annað! eins og dómarasnillingur 😉

  58. Suares heldur áfram pirringi eins og í fyrri leikjum og fær verðskuldað gult spjald fyrir. Hvað eru margir leikmenn inná hjá okkur með gult spjald eiginlega? Er einhver með tölu á því?

  59. Slökum á sleggjudómunum drengir. Það eru 45 mínútur eftir og King Kenny er eflaust að hrauna duglega yfir þá. Vonum að það gerist eitthvað í síðari hálfleik.
     
    Ég er sammála því að dómarinn hafi verið slakur, “but lets face it”, þeir rauðklæddu hafa séð um það að lenda undir. Þetta er á ábyrgð leikmanna að vera gjörsamlega á hælunum.

    Rauða spjaldið var verðskuldað. Hann var óheppinn þar sem hann var að fara á eftir boltanum en maður þarf ekki að sjá endursýninguna nema einu sinni til að átta sig á því að þetta var hárréttur dómur.

    Línan sem dómarinn hefur sett er þó MJÖG athyglisverð. Það er bara veifað gulu spjaldi með hverju flauti. Það mun einhver annar fjúka útaf í leiknum og ég óttast að það verði annar Liverpool-maður.
     
    En: FUCK THAT. Drullist í gang Púllarar!!!

  60. #87 Ég held að menn séu ekkert að drulla yfir leikmenn Liverpool. Við eigum rétt á því að gagnrýna, það er ekki eins og þessir leikmenn séu að spila frítt þarna! 

    Liðið er númer eitt hjá mér ekki leikmenn. Ef leikmenn eru ekki að standa sig fyrir liðið mitt mun ég gagnrýna þá.

     

  61. Ég sjá ekki fyrra brot Adam en það síðara verðskuldaði að mínu mati alltaf gult spjald sama hvort hann sá manninn koma eða ekki. Að öðru leyti hefur dómarinn dæmt leikinn vel held ég að flestu leyti. Helsta vandamál okkar í leiknum í dag er að við höfum verið að spila alveg skelfilegan fótbolta…!

  62. ÁFRAM LIVERPOOL SVO… :):):):):):):):):)
    Það eina sem er hægt að gera í svona stöðu er að jafna leikinn og vinna hann svo..   

  63. Ég ætla að hætta mér aftur hérna inná ritvöllinn þrátt fyrir að hafa verið skotinn í kaf þegar að ég skrifaði hérna inn síðast en þá vogaði ég mér að segja í hálfleik í leik Arsenal – Liverpool að það vantaði alla sköpun og hraða inná miðjuna með þá Lucas, Adam og Henderson þar.
    Sú skoðun mín hefur ekkert breyst heldur ef ég styrkst í henni ef eitthvað er og ég vona að ég fái nú að setja hana fram hérna án þess að vera kallaður einhver krakki sem að hef ekkert vit á boltanum og eigi ekki að vera að tjá mig neitt, menn eiga að fá að segja sína skoðun hérna án þess að vera rakkaðir nðiur að mínu viti!!
    Þó að ég sé ekkert sérstakur aðdáandi Kuyt´s að þá er hann betri kostur í hægri kantinn en Henderson og Bellamy verður bara að koma inná fyrir Carroll sem að er bara ekki í neinu formi þessa dagana.

  64. það væri gaman að sjá statistik yfir sendingar heppnaðar hjá skrtel …
    en þetta er þó ekki alslæmt hjá okkur erum að halda þeim frá því að skora annað mark.. rétt svo og á meðan það helst þannig eygir maður sjéns a því að bjarga stigi úr þessu fíaskó

  65. Ef ég væri Tottenham maður þá hefði ég áhyggjur núna. Langt liðið á leikinn, yfirburðir Tottara algjörir en staðan enn 1:0. Sem Liverpool maður þá get ég ekki annað en verið ánægður með þessa stöðu, þar sem við höfum enn tækifæri til að stela jafntefli. Og það væri stuldur, skulum ekkert láta okkur dreyma um annað. En mikið er sárt að sjá liðið sitt tekið svona svakalega þurrt…

  66. Ef það var dæmt víti á Carragher í síðasta leik. Þá var þetta víti.

    Annars finnst mér hvorugt hafa verið víti.
     

  67. Ætli við náum einu skoti í áttina að markinu í dag.  Shots (on goal) 14 (2) – 0 (0)??

  68. Þarna stóð dómarinn sig reyndar illa í að dæma ekki víti fyrir brot á Carrol inn í teig. Liverpool má greinilega ekki fá víti á þessarri leiktíð. 

  69. Er Daglish með einhver sérstök gleraugu sem láta Skrtel líta vel út? 😛

  70. Liverpool er jafnslappt og dómarinn í þessum leik.  60 mínútur liðnar og ekki enn búnir að eiga skot að marki tottenham ! !  Það segir meira en mörg orð um frammistöðuna.

  71. það er eiginlega smá vont að horfa á liðið.. það er engin stemning.. bara bullandi pirringur í gangi.

    úfffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffff  

  72. Eina góða við það að Skrtel fékk rautt er að þá spilar hann allavega ekki næsta leik!

  73. Maggi littli minn..ég held ekki 😉   Þetta er of gaman 😀
    Lady Daglish og hans menn ekki að standa sig 😉
    DEFOE 😉
    GO SPURS!!! 

  74. Þar fór fíflið útaf.  Ekki mikill missir af honum.  Mikið er LFC lélegir.  Alveg á pari við WBA.  Er annars ekki Roy stýra bæði okkur og WBA?

     

  75. En hvað er samt málið með daglish? Erum búnir að missa 2 leikmenn af velli, miðju og vörn, vorum bara marki undir og engin breyting gerð.

    Afhverju ekki að styrkja miðjuna og vörnina og reyna detta á eitt mark?

    t.d. Henderson út Kuyt inn, Carrol út Spearing inn.

    Ótrúlegt!! 

  76. það er allt í rugli og Reyna greyjið búinn að gefa 2 mörk

  77. Menn sem kalla sína eigin leikmenn fífl eru vinsamlegast beðnir um að bendla sig EKKI við Liverpool!!!
     

  78. Jæja hvaða afsökun skyldi koma núna?  Ömurleg frammistaða í dag því miður.  Henderson, Downing og Carrol bara alls ekki með.  Skrtel vægast sagt slakur í dag.  VÁÁÁÁÁ hvað ég hlakka til að fá Gerrard aftur.

  79. Ömurlegur dagur, algjör steypa í gangi og við byrjuðum aldrei í þessum leik. Kuyt á að vera inná í svona leikjum, það hefur sýnst sig í gegnum árin.

    En við erum enn ofar í töflunni en okkar helstu keppinautar um 4 sætið og því ekkert annað í stöðunni en að girða sig í brók og halda áfram að klifra upp fjallið. 

  80. er farinn að halda að það hafi verið röng ákvörðun hjá Dalglish að spjalla við dómarana, þeir hafa greinilega ákveðið að dæma núna á allt sem Liverpool gerir og helst alltaf gult !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  81. Það er á svona tímum sem kemur í ljós hverjir eru alvöru aðdáendur….ca 70% af þeim sem skrifa hérna inni flokkast seint í þann flokk!!!

  82. Skrtel er fífl.  Og ég fer ekki ofan af því.  Sama finnst mér um Adam, skildi ekki þau kaup og held að sá maður sé á pari við skrtel í gáfnafari.  

    Og ég hef alveg rétt á því að halda fram þessari skoðun minni.  LFC er ekki GUÐ.  Og bæði lið, stjóri og leikmenn ekki hafið yfir gagnrýni.  Nema auðvitað hjá hálfvitum sem geta ekki tekið niður Liverpoolgleraugun og sjá ekki að klúbburinn þar talsvert mikið meira en Adam og Carroll til þess að verða samkeppnishæfur við þá stóru.  

    Og Tottenham eru í dag að spila eins og STÓr klúbbur.  Ekki við.

  83. er ekki leikurinn flautadur af ef ad tad eru tveir i vidbot fjuka utaf? 

  84. Tökum þennan leik og lærum af honum. Byrjum bara af krafti frá og með næsta leik.

  85. þessi skipting á spearing og downing er eitthvað djók og afhverju ekki að taka carrol útaf fyrir bellamy?, leiðinlegt að segja það en ég er ekki viss með Kenny the King lengur, hann er búin að sýna annsi lítið upp á síðkastið!

  86. Veðja á að menn kenni dómaranum um þetta tap. En Liverpool geta sjálfum sér um kennt. Bæði rauðu spjöldin áttu rétt á sér og Spurs voru miklu miklu betri þar til Adam fauk útaf.

  87. Afhverju í andskotanum ætti að vera farið að hitna undir Dalglish? Hann er með glænýtt lið í höndum. En auðvitað er liðið ekki að spila vel og ákveðnir leikmenn þurfa að huxa sinn gang, en það verða alltaf svona dagar í fótboltanum. Þetta var bara einn af þessum dögum. Skulum ekki hálshöggva liðið og Dalglish eftir 5 umferðir. 

  88. Gunnar! menn meiga alveg hafa skoðun á sínu liði og vera aðdáendur. Reyndar finnst mér flestir leikmenn Liverpool vera flottir fyrir utan Skrtel sem er algjört sorp! En hætt þú að dæma alla hérna inni eins og þú vitir eitthvað um okkur

  89. Það er í góðu lagi að gagrýna en algjör óþarfi að kalla leikmenn fífl. Skrtel er ekki bakvörður og ef hann myndi ráða myndi hann aldrei stilla sér upp í bakvarðarstöðuna. Hann gerir sitt besta þarna en því miður er það bara ekki nógu gott þar sem maðurinn er pjúra hafsent og ekkert annað. 

    Þessi leikur skrifast að mínut mati algjörlega á Kenny Daglish. Uppstilling og liðsval var rangt.

    Hættum að drulla yfir leikmenn, notum málefnalega gagnrýni.

     

  90. Jæja það má flauta leikinn af. Leikmenn og þjálfarar mega aðeins hugsa sinn gang. Vörnin og miðjan arfaslök og sóknin eftir því. Adam, Henderson, skrtel, carragher mega fara á bekkinn. Við létum Tottenham líta alltof vel út í dag. En það jákvæða er að það kemur leikur eftir þennan leik og við rúllum honum upp 🙂 

  91. Engin skömm af því að tapa fyrir Tottenham tveimur mönnum færri. Njótið þess bara að sjá United slátra Chelsea 11 á móti 11. 🙂

  92. Drengir dragið aðeins andann áður en þið skrifið hérna inni.  Það eru aðeins tvö veigamikil atriði í dómgæslunni sem ég get sett út á.  Fyrra spjaldið hjá Adam og svo að dómarinn hafi ekki dæmt víti þegar brotið var á Carrol.  Öll spjöldin (eða nánast öll) hafa verið réttlætanleg.

    Í þetta skiptið er ekki hægt að gera neitt nema líta í eigin barm.  Liðið var bara ekki tilbúið í þennan leik.  Carrol, Henderson, Downing, Skrtel og fleiri komu bara ekki úr búningsklefanum hugarfarslega séð.

  93. Sjaldan hafa síðustu fjögur orðin í upphitun dagsins verið jafnmikil öfugmæli!

  94. Hef haft miklar mætur á þessari síðu en núna hef ég fengið nóg. Held að 70-80% af þeim sem kommenta hér séu gjörsamlega lausir við að hafa nokkurt vit á fóbolta né hvað það þíðir að styðja sitt lið. Bless, bless

  95. Freyr….lestu og kynntu þér My Kop pledge
    Always support the team, no matter how bad they are playing.

    If the team is doing badly, cheer even louder as they need your support more.

    If a player is struggling, sing his name louder and more often as he needs it..YNWA !

    …segðu mér síðan hvort þú flokkar sjálfan þig og marga aðra hérna inni sem alvöru Liverpool aðdáendur. Þið eruð Liverpool algjörlega til skammar, styðjiði fokking liðið!!! 

  96. Er þetta ekki pottþétt liverpool síða þar sem við höldum allir með liverpool í gegnum súrt og sætt…annars mjög súrt  að tapa 0-3

  97. Ég vil sjá endursýningu á öðru marki Tottenham, hvernig er hann ekki rangstæður?
    Líka nóg komið af þessu “”ekki kenna dómaranum um, erum bara að spila illa””, finnst ekkert að því að benda á þessa vandræðalega lélegu dómgæslu. Ef þessi dómari hefði dæmt Bolton Norwich í gær hefði enginn verið eftir á vellinum.

  98. Gunnar Baldvisnsson. Þú veist ekkert um mig. Ég stið alltaf mitt lið en ég má alveg mótmæla þegar gegnur ílla. Eins og felstir stupningsmenn gera. Ég er reyndar bara búin að tala ílla um Skrtel hérna og er búin að gera það í tvö ár, vegna þess að hann er ekki nógu góður til að spila fyrir Liverpool. Ég get alveg stutt liðið og gagnrínt þá ef ílla gengur. Það er bara svo rosalega pirrandi að lesa það sem þú skrifar vegna þess að þú heldur að þú sért betri en allir aðrir hérna inni.

  99. # Við skulum alveg róa okkur.. ég er búinn að halda með Liverpool síðan 1984 og horfi á alla leiki sem að ég get.. Liðið er bara hræðilegt í dag og breiddin í þessum hóp er bara alls ekkert góð þó að sumir haldi öðru fram..  staða Liverpool í deildinni er bara hundfúl og auðvitað eru menn svekktir og gagnrýna menn fyrir slaka framistöðu

  100. Sorgleg úrslit en þetta er bara einn leikur. Tek undir með þeim sem tala um að girða sig í brók og halda áfram með verkefnið sem er að enda meðal fjögurra efstu í vor. Minni aftur á: þetta er bara einn leikur.

  101. ER ekki hægt að kalla aqulani til baka. Hann er spila vel með milan. Hann er líka betri en adam

  102. Ég er á pari við aðra alvöru Liverpool aðdáendur…..því miður geta 70% af mönnum hérna inni seint kallað sig alvöru Liverpool menn, þú þar á meðal!

  103. Ég held hreinlega að ég hafi aldrei séð Liverpool jafn yfirspilað í einum leik og núna. Þetta er bara með svo miklum ólíkindum að ég veit ekki hvað ég á að segja.

    Ég dýrka Daglish alveg í tætlur, en hann verður að gjöra svo vel og taka þetta tap á sig. Ég undanskil auðvitað ekki leikmennina, þeir eru með skituna, en Daglish var greinilega ekki búinn að vinna vinnuna sína fyrir þennan leik. Það er augljóst. Það er ekki nóg að heita Daglish og vera frábært, hlutirnir gerast ekki að sjálfu sér.

    Ég myndi alveg gagnrýna leikmenn liðsins hér, hvern einn og einasta, en þá kæmu eflaust einhverjir siðapostular og drægju í efa að ég væri sannur stuðningsmaður. Það er ömurlegt að horfa upp á, og eiginlega sorglegra en að horfa á þennan leik. Takið það til ykkar sem eigið það.

    Homer 

  104. midad vid ad hafa spilad leikinn 10 mest allan leikinn og 9 sidustu 25 min tad tel eg 3-0 agætlega sloppid.

  105. Vá hvað þú ert mikið fífl Gunnar! Þú ættir bara skammast þín fyrir allt sem þú skrifar hérna. Þú virkilega heldur að þú sért betri en 70% af okkur þegar þú virðist ekkert vita sjálfur. Endilega hættu að skrifa á þessa síðu!!!!

  106. jájá eigum við ekki bara að hittast á austurvelli og slást. það reddar væntanlega LIVERPOOL frekar en rifrildið hérna.

    en er ekki að fara að komakærkomið LANDSLEIKJAHLÉ? 

  107. #158 afhverju megum við ekki gagnrýna leikmenn liðsins ef þeir spila illa? Þeir eru nú að fá laun hjá liðinu og við búumst bara með 100% frammistöðu í hverjum einasta leik. Við erum nú Liverpool og stuðningsmenn liðsins eru með væntingar. 

    Ef þú segir að fólk sem gagnrýnir liðið séu ekki stuðningsmenn hvað eru þá stuðningsmenn?

    Liverpool væri ekki til nema fólk myndi gagnrýna liðið. Annars er ekkert gaman af þessu 

  108. Þetta er orðið verra en leikskólaspjall. Menn eru uppnefndir siðapostular og eitthvað þegar þeir reyna að koma það inní hausinn á mönnum að þeir eigi að styðja liðið, ekki drulla yfir það. Sorglegt, mun sorglegra en slakur leikur minna manna í dag!

  109. Þegar menn eru að segja:  þetta er í lagi, þetta er bara einn leikur!  Þá hafa þeir rangt fyrir sér.  Um síðustu helgi töpuðum við fyrir Stoke.  Þá eru þetta orðnir TVEIR leikir.  Og við erum, ljótt að segja það, að tapa núna fyrir Tottenham og Stoke um síðustu helgi, liðum sem við verðum í keppni við um 4-8 sæti.  Jamm hver hefði trúað því fyrir 2-3 árum að við mundum berjast við Stoke um 7. sætið 2012?

  110. Þetta er einn leiðinlegasti dagur sem ég hef átt hér inn á kop.is  Lélegur leikur lélegur dómari og stöðug ónauðsýnleg rifrildi meðal okkar kop.is manna.

  111. Jæja, þá er bara að fá sér göngutúr, úff :-/.   Ekki getum við kennt því um að við höfum verið að spila erfiðan leik í meistaradeild í miðri viku.  Algjörlega óásættanleg frammistaða leikmanna.

    YNWA

  112. Til Gunnars Á Baldvinssonar.

    Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja, auðvitað fara sumir yfir strikið í gagnrýninni. En að þú skulir nota það til þess að setja þig á hánn hest sem “alvöru stuðningsmann” og merkilegri stuðningsmann  lýsir alveg yfirgengilegum hroka.

    Taktu þetta til þín.

  113. Gunnar Á Baldvinnsson Gríptu þér tissjú, held að þú sért ekki snefil meiri stuðningsmaður en við hinir hérna inni! Er farin að bíða spenntur eftir að sjá hrós innlegg frá þér fyrir þennan leik;)

  114. Hann Gunanr var ekki að hrósa, hann var að segja að þetta hafi verið lélegur leikur hjá “sínum” mönnum í dag. Ég hélt að hann væri heima í sófa syngjandi stuðningssöngva?????????????

  115. Hvað er að fólki það er ekkert gert nema talað illa um leikmenn og hraunað yfir mann og annan. Já það er súrt að tapa en það er líka djöfull sætt að vinna. þakka tottenham mönnum fyrir að taka okkur í rassgatið og við bara gerum betur næst.. þetta er bara einn af þeim dögum sem ekkert gengur upp og það gerist hjá ölllum.

    Áfram liverpool
    In daglish we trust
    sannur liverpool aðdáandi
    YNWA

  116. United verða 8 stigum fyrir ofan okkur eftir leiki helgarinnar og aðeins 5 umferðir búnar. Þetta fer að verða einsog í fyrra.

  117. Að sjálfsögðu hrósa ég liðinu ekki eftir þennan leik, hélduð þið það í alvöru? …í alvöru?????

    En ég myndi ALDREI drulla yfir þá. Ég er óánægður með spilamennskuna en ég styð alla leikmennina ennþá og styð liðið ennþá. Það er fátt leiðinlegra en að lesa svona niðurrif. OG JÁ ÉG TEL MIG ÆÐRI LIVERPOOL MANN EN MARGIR NIÐURRIFSSEGGIRNIR HERNA, ÞEIR ERU LIÐINU MÍNU TIL SKAMMAR!!!! 

  118. Ætli FA hafi manndóm í sér að dæma Parker í bann þar sem dómarinn tók ekki eftir því þegar hann reyndi að dúndra aftan í Lucas eftir að návígi í uppbótartíma?

    Annars lélegur leikur hjá Liverpool en ekki mikið hægt að dæma um leikskipulag og slíkt þegar allt er sett úr skorðum. Og halda menn virkilega að Skrtel hafi sóst eftir því að spila í bakverði á móti Bale? Róum okkur á ruglinu.

    Svo eru einhverjar mannvitsbrekkur að segja að það sé alltaf gult á peysutog. Það myndu nú ekki margir klára leikina í ensku deildinni ef það væri rétt. Dómarinn metur það eftir aðstæðum og út frá almennri skynsemi hvor peysutog kalli á gult spjald. 

    Þetta hefði klárlega getað verið enn verra, hefði getað endað 8-0!

  119. Er það sannur aðdánandi sem trúir öllu í blindni og LFC og leikmenn þess yfir gagnrýni hafðir.
    Ég kalla það ekki stuðningismenn heldur flón, stuðningsmenn gera kröfur og gagnrýna en sú gagnrýni verður að vera byggð á rökum.
    Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að við erum búnir að eyða helling að pening í leikmenn sem virðast ekki höndla það að spila fyrir klúbbinn.
    Það er þeirra að sýna hvað þeir geta en ekki stuðningamanna liðsins að verja þá í blindni, slíkt er einungs uppskrift að meðalmennsku og nóg hefur verið af henni sl. 20 ár. 

  120. Þessi komment hérna eru ótrúleg, menn eru í alvöru að verja það þegar þeir drulla yfir liðið…þetta er ekki gagnrýni(að rýna til gagns) heldur er þetta drulla og dónaskapur.

    Þeir sem hafa farið á útileik með Liverpool vita hverskonar aðdáendur það eru sem á þá fara, það er harðkjarninn, alvöru stuðningsmennirnir. Heyrðum við þá fara að grenja í dag og drulla yfir allt og alla? NEI, þeir sungu stuðningssöngva um Dalglish og fleirri og kyrjuðu svo YNWA eins og enginn væri morgundagurinn….alvöru STUÐNINGSmenn þarna, annað en margir hérna inni! 

    Ef ykkur fynnst sárt að átta ykkur á hverskonar Coco Puffs stuðningsmenn þið eruð, reynið þá frekar að bæta ykkur í stað þess að verja heimskuna. 

  121. Kannski bara sáttir að við 20 ár séu liðin frá meistartitli, utd búið að taka fram úr og heldur því væntanlega áfram.
    Frábært að menn skulu syngja ynwa á meðan það er verið að hamra þá þurrt í endaþarminn, undirstrikar það sem ég sagði … meðalmennska.
    Er ekki meiri metnaður og krafa en þetta, því miður en þetta virðist endurspegla munin og utd 

  122. 183 = ekki svaravert, þekkir greinilega ekkert til í Liverpool!

  123. Ok, þetta er komið fínt – ef menn vilja ræða leikinn á málefnalegum nótum þá geta þeir gert það við leikskýrsluna.

Tottenham á morgun

Tottenham 4 – Liverpool 0