Tottenham á morgun

Það verður að segjast, það er allt of langt á milli leikja hjá Liverpool. Þökk sé Evrópufjarveru fá okkar menn vikufrí eða meira á milli nánast hverrar einustu umferðar fyrir áramót þannig að okkur er hollast að venjast því og temja okkur smá þolinmæði.

Það er hins vegar erfitt að bíða þolinmóður í átta daga eftir jafn ömurlegan leik og Stoke-tapið um síðustu helgi var. Að vera betri aðilinn og tapa samt, yfirleitt vilja menn helst spila daginn eftir til að geta „leiðrétt“ slík „mistök“ sem allra, allra fyrst. Okkar menn fá loksins tækifæri til þess á morgun (sunnudag) þegar þeir heimsækja Tottenham Hotspur á White Hart Lane í Lundúnum.

Gengi liðanna hefur verið nákvæmlega andstætt í fyrstu umferðunum. Tottenham lentu í frestun í fyrstu umferð og steinlágu svo í tveimur næstu gegn Manchester-liðunum, áður en þeir unnu svo loks góðan útisigur á heitu Wolves-liði um síðustu helgi. Okkar menn aftur á móti byrjuðu mótið á flugi í þrjár umferðir, en um leið og Tottenham rétti úr kútnum kom fyrsta tapið hjá Liverpool. Tottenham eru því aðeins með 3 stig eftir 3 leiki en okkar menn með 7 stig eftir 4 leiki. Þar sem búast má fastlega við að þessi lið berjist (auk annarra) um Meistaradeildarsæti næsta vor er mikilvægt að ná allavega jafntefli í þessum leik.

Af Tottenham er það annars helst að frétta að þeir spiluðu Evrópuleik í Grikklandi á fimmtudaginn þar sem nákvæmlega einn af þeim sem hófu leik gegn Wolves tók þátt – bakvörðurinn Kyle Walker. Aðrir voru ekki einu sinni á bekknum. Skildir eftir heima í London með bæði augun á Liverpool-leiknum. Þannig að fyrir utan smá flugþreytu hjá Harry Redknapp sjálfum er ekki hægt að búast við að Tottenham-menn verði þreyttir á sunnudag.

Þetta er liðið sem hóf leikinn gegn Wolves, sigraði þar vel og fékk algjört frí frá Evrópudeildinni þannig að við getum nánast bókað sama lið gegn Liverpool:

Friedel

Walker – King – Kaboul – Assou-Ekotto

Modric – Kranjcar – Parker – Bale

Defoe – Adebayor

Þarna vantar augljóslega nokkuð af nöfnum: William Gallas, Rafa van der Vaart, Michael Dawson, Aaron Lennon, Tom Huddlestone, Steven Pienaar og Sandro hafa allir verið meiddir og af þeim er talið líklegast að Lennon geti tekið þátt á sunnudag en þó ekki mjög líklegt. En það munar um öll þessi meiðsl hjá Tottenham.

Á móti kemur að kaup/lán þeirra á Scott Parker og Emmanuel Adebayor munu styrkja þá mikið í vetur. Parker lagði upp mark fyrir Adebayor í fyrsta leik þeirra félaga gegn Wolves um síðustu helgi og þeir verða erfiðir á sunnudag enda báðir vanir að skora gegn Liverpool með fyrri félögum.

Gerum ráð fyrir sterku, óþreyttu og grimmu Tottenham-liði á morgun.

Hjá okkar mönnum er það helst að frétta að Glen Johnson er pottþétt frá vegna meiðsla auk þess sem Steven Gerrard og Fabio Aurelio þykja of tæpir í þennan leik þótt þeir séu byrjaðir að æfa. Kannski verður annar þeirra á bekknum, í mesta lagi. Martin Kelly er líka eilítið spurningarmerki en annars geri ég ráð fyrir fáum breytingum frá Stoke-leiknum um síðustu helgi, þrátt fyrir tap þar.

Aðalspurningin að mínu mati er hvort Andy Carroll komi inn í liðið á kostnað Dirk Kuyt. Ég sé kostinn við að setja Carroll inn – hann heldur bolta best af framherjunum sem gæti hjálpað Suarez, Downing og Henderson að ná sóknarstöðum í leik þar sem við verðum eflaust undir einhverri pressu. En á móti kemur að Kuyt spilar hápressuna betur en nánast allir og er jafnan upp á sitt besta í erfiðum leikjum gegn liðum sem reyna að sækja á Liverpool.

Köstum upp krónu og … þorskurinn kemur upp. Carroll byrjar.

Reina

Kelly – Carragher – Agger – Enrique

Henderson – Lucas – Adam – Downing

Carroll – Suarez

Bekkur: Doni, Skrtel, Flanagan, Coates, Spearing, Kuyt, Bellamy. Eða Maxi. Eða Gerrard. Eða Aurelio.

MÍN SPÁ: Við eigum ekki fokking séns í þessum leik af því að við seldum Raul Meireles sem er besti fokking miðjumaður í heimi.

Nei annars, þessi leikur leggst ágætlega í mig. Okkar menn hafa aðeins unnið fimm af síðustu 19 deildarleikjum á White Hart Lane, og tapað þar síðustu tvö tímabil í röð, en ég held að þetta verði jafn og spennandi leikur. Bæði lið munu sækja og reyna að vinna þennan leik og ég gæti allt eins kastað krónunni aftur upp áður en ég spái fyrir um sigurvegara.

Krónukast … hún lenti upp á röndina, þetta verður 1-1 jafntefli. Hey, vissuð þið að Jamie Carragher hefur skorað fleiri næstum jafnmörg (sjálfs)mörk fyrir Tottenham en Liverpool í deildinni á ferlinum? Hann skorar fyrir annað hvort liðið í þessum leik, hefðinni samkvæmt.

Áfram Liverpool!

70 Comments

  1. Alltaf gaman þegar þið hendið inn líklegu liði mótherja. En EF ég væri Tottenham maður mundi ég klárlega ætlast til sigurs af mínum mönnum á heimavelli. Þeir eru ekki með verri mannskap. 

  2. Það er ljóst að okkar menn eru komnir undir pressu núna eftir tapið um síðustu helgi og þurfa helst að vinna þennann leik, þó ekki væri nema til þess að þurfa ekki að lesa öll neikvæðu kommentin sem koma hér ef illa fer. Ég er alveg ósamála Kristjáni í því að hafa Carroll inni í staðinn fyrir Kuyt af því að Kuyt er klæðskerasaumaður fyrir erfiða útileiki og sínir oftast sínar bestu hliðar þá. Ég held svo að okkar menn vinni í spennandi leik þar sem mikið verður skorað og mín spá er 3-4.

  3. Flott upphitun, en þessi króna þín er vita gagnslaus, íslensk eflaust. Ég held að Kuyt verði örugglega settur í byrjunarliðið, hann er yfirleitt með auka orku og baráttu í svona stórleikjum eins og flestir líta á þennan leik. og KK veit það. Gott að hafa Carrol (eða þorskinn eins og mér fanns í sekúndubrot að þú værir að kalla hann) til að koma inná síðasta hálftímann eða svo.

    Mikið hlakka ég til að sjá Liverpool spila sinn leik á móti liði sem er líka mætt til að spila fótbolta.

    Spái 1-2, Carra með þrennu.

    Koma svo! 

  4. Er ekki Carra “bara” með 3 fyrir Tottenham enn 4 í deild fyrir Liverpool?  Eða er það einhver vitleysa?

  5. Spennandi helgi framundan. Er ljóst að Kelly geti verið með? Er annars sammála mönnum hér að ofan, Kuyt byrjar og Henderson verður inni á miðjunni. Nauðsynlegt að éta Parker og Kranjcar og loka á Modric svo Adebayor fái úr litlu að moða. Ef það tekst þá ætti Suarez að geta klárað leikinn fyrir okkur. Set 1-0 fyrir okkur á þetta. Getur þó dottið í alla þrjá möguleikana.

  6. Hvers vegna halda menn að hinn mikilvægi Dirk Kuyt sé svarið gegn Tottenham? Okkur hefur gengið skelfilega á þessum velli undanfarin ár og nánast undantekningalaust hefur Kuyt verið með. Eftir frammistöðu hans gegn Stoke þá sé ég ekki annað en Kuyt verði droppað.
     
    Væri jafnvel til að sjá Bellamy, Carroll og Suarez í 3 manna sóknarlínu.
     
     

  7. Nú er rauði herinn kominn með bakið upp að vegg í fyrsta skipti á leiktíðinni eftir ósanngjarnt tap að mínu mati í síðasta leik.
    Þessi leikur er alveg hrikalega mikilvægur fyrir okkur að tapa ekki og við myndum virkilega sína styrk okkar í verki ef við myndum taka þrjú stig í London á morgun !
    Nú er bara að vona að menn berji sig saman og klári þetta verk á morgun

    TR

  8. Flott upphitun, takk fyrir það.
     
    Ég held að við vinnum leikinn á morgun, ekkert stórt endilega.
    Við erum nefnilega með x-factorinn í okkar röðum, hann Suarez : )

  9. Bara nokkuð bjartsýn fyrir þennan leik, enda var ég að horfa á myndir frá Melwood og það voru engir bláir boltar!

    YNWA

  10. Must win leikur. Tap yrði afhroð. Ef við vinnum næstu 3 leiki erum við komnir á flottan stað í deildinni og ég ásamt King Kenny og leikmönnum vill vinna þessa deild, ég er ekki með þetta metnaðarleysi um að reyna bara við 4 sætið. Hvað er málið með þá hugsun ? Það er EKKERT álag á okkar liði, það sést kannski ekki vel núna en þegar manchesterliðin og chelsea fara að spila í deild + fa + cl eftir áramót á meðan við erum bara í deild og max fa að þá eigum við að nýta okkur álaga hinna liðanna og taka þessa deild. Byrjum samt á spurs og tökum þá 1-3. Auðvelt á white hart lane í þetta skiptið enda kominn tími á að redknapp og spurs skilji við hvort annað.

  11. megaz skrifaði: Væri jafnvel til að sjá Bellamy, Carroll og Suarez í 3 manna sóknarlínu.

    Mig langar einmitt að sjá okkur spila 4-3-3 en þá væri ég samt frekar til í að sjá Downing – Carroll – Suarez í 3 manna sóknarlínu og hafa C. Adam – Lucas og Kuyt fyrir aftan þá. Ég held að það væri mjög gaman að sjá það leikkerfi gegn Tottenham. Efast samt um að það gerist. 

    Mín spá er 3-0 fyrir Liverpool þar sem Downing skorar 2 mörk og leggur upp eitt fyrir Caroll. 

  12. Jón Björn 12, ég hef engan séð hér sem er að óska sérstaklega eftir 4 sætinu.
    Hitt er annað mál að flestir voru samkvæmt könnun á þeirri skoðun að liðið yrði í baráttu um meistaradeildarsæti, og að það væri ásættanlegur árangur þetta tímabilið.
     
    En auðvitað væri geggjað eð komast ofar á töflunni en það.

  13. Ef maður er með báða fætur á jörðinni þá held ég að jafntefli væru fínustu úrslit hjá okkur í þessum leik. En þar sem maður er ekki með báða jafnlanga þá ætla ég að skjóta að við tökum þetta á dramatískan hátt. Við lendum undir í fyrri hálfleik en komum brjálaði í seinni hálfleik. Suarez setur mark og svo kemur Gerrard inná á 73mín og á stoðsendinu á varamanninn Kuyt sem að sjálfsögðu leggur hann í netið. 2 – 1 fyrir okkar mönnum !!

  14. Mér líst því miður ekkert á þennan leik. Spái 2-0 tapi Adebayor og Bales skora. Annars vona ég að Maxi verði á bekk stórhættulegur super-sub. Vanmetinn leikmaður.

  15. Fyrst að við gátum staðið í Tottenham á síðasta tímabili undir stjórn Hodgson á WHL allt fram á 90 mín. eða allt þar til að Konchesky gerði algjör byrjendamistök í varnarleik, þá hef ég fulla trú miðað við mannskapinn í dag að liðið fari að minnsta kosti með 1 stig frá WHL á morgun. 

  16. Ég get ekki annað en skrifað hér núna á síðuna þegar 12 ára sonur minn er alveg í rusli yfir hve mikil neikvæðni er hér á síðunni oft, og nú sér hann að meira að segja aðalmaðurinn (eins og hann segir) skrifar 
    ” Við eigum ekki fokking séns í þessum leik af því að við seldum Raul Meireles sem er besti fokking miðjumaður í heimi”. Hann talar oft nú orðið um hvað er verið að skíta út leikmenn, og ég er alveg sammála honum , ótrúlegt hvað þarf oft að tala illa um okkar menn, finnst eins og það séu ekki alvöru Liverpool aðdáendur og reyni að segja honum það, tek það fram að þetta er ein mest lesna síðan í fjölskyldunni.

  17. Þetta er svo gríðarlega mikilvægur leikur að ég gæti bara ekki sætt mig við jafntefli, þó svo margir spekingar myndu telja það líklegustu útslitin.
     
    Eftir Stoke leikinn tel ég víst að Liverpool menn mæti sérlega einbeittir með blóðbragð í munni. Ef mótlætið frá dómurum deildarinnar eflir ekki baráttuandann í liðinu, þá hafa vinnubrögð Dalglish mikið breyst. Kommon við þurfum ekki lengur að díla við sérviskuna og vasabókina hans Benitez lengur. Hvað þá ráðaleysið í Hodgeson eða Houllier. Dalglish mætir á WHL til þess að leggja Spurs að velli. 
     
    Tel líka nokkuð víst að Carroll verði skellt beint inn í liðið. Eftir að hafa verið droppað í tvo leiki, kemur hann tvíefldur til baka og skorar. Það er líka bót í máli að Carroll og meðspilarar hans hafi haft nokkra daga til að kynnast hvor örðum. Kommon,, Það tók Crouch marga mánuði að skora sitt fyrsta mark fyrir LFC, sama má segja um Morientes. Dzeko skoraði 2 í 15 leikjum fyrir City sl. tímabil. Það tekur svona target sentera alltaf tíma að finna taktinn með nýjum meðspilunum.

  18. Ásdís (#19) segir:

    ” Við eigum ekki fokking séns í þessum leik af því að við seldum Raul Meireles sem er besti fokking miðjumaður í heimi”. Hann talar oft nú orðið um hvað er verið að skíta út leikmenn, og ég er alveg sammála honum , ótrúlegt hvað þarf oft að tala illa um okkar menn, finnst eins og það séu ekki alvöru Liverpool aðdáendur og reyni að segja honum það, tek það fram að þetta er ein mest lesna síðan í fjölskyldunni.

    Þetta var brandari, Ásdís. Endilega útskýrðu það fyrir syni þínum. Ég var hvorki að skíta út Meireles eða núverandi leikmenn Liverpool, ég var að gera grín að þeim sem hafa kvartað hvað mest yfir sölunni á Meireles og látið eins og hún ein káli sénsum Liverpool á velgengni í vetur.

    Annars er vert að taka fram að ég var ekki í upphituninni að segja hvernig ég myndi vilja hafa liðið á morgun. Ég var að reyna að giska á hvað King Kenny myndi gera. Og ég giska á að Kelly spili hægri bak ef hann er heill (annars Skrtel þar áfram) og jafnframt að Carroll fái nú sénsinn frammi þar sem Kuyt var slakur gegn Stoke. Ég myndi ekki stilla því þannig upp en ég er ekki Kóngurinn og ég held að hann stilli þessu svona upp.

    Annars vil ég bara taka það fram að við elskum Blackburn í dag!

  19. Algjörlega sammála þér Ásdís.. Liggur við að maður sé hættur að skoða commentin hér stundum útaf það sé svo mikið af skít í garð leikmanna okkar og fleirra bull. Ég hef alltaf litið á þetta sem, ef hann er leikmaður Liverpool þá er hann merkismaður og maður drullar hann ekki niður. En sem betur fer er svona kerfi með að maður getur skoðað þá pósta sem eru með gulu 🙂
    Þetta samt sem Kristján Atli skrifaði í ‘Mín spá’ er kaldhæðni 😉

    Kv. Elsti sonur þinn.. 

  20. Við höfum séð Konginn breyta liðinu eins og eingin átti von á … sem dæmi stoke í fyrra 3 miðverðir.
    Þá segi ég afkverju ekki koma með kuyt suarez og carroll frammi frábær pressa frá suarez og kuyt og carroll stór og sterkur, sleppa Henderson í þessum leik er samt ekki viss því Kongurinn er virðist vera með óbilaða trú á honum og ég held að hann sé einn af fyrstu mönnum á blað hjá honum. Væri til í að sjá þetta svona :

    Reina
    Kelly – Carragher – Agger – Enrique
     Lucas
    Adam
    KuytDowning
    Carroll – Suarez

    Mín spá 1-2 

  21. “I feel sorry for Arsenal, they have been dealing with the 8-2 wordplay jokes 4-3 weeks now.”

    Fannst ég verða að skella þessu hérna inn XD 

  22. Held að það sé kominn tími á Carroll núna. Spái 3-0 í flottu bjartsýniskasti 🙂 Carroll 1,Suarez 1 og Bellamy klárar þetta

  23.                    Reina
            Coates Skrtel Agger
       Kuyt           Lucas       Enrique
              Bellamy Suarez Downing
                         Morgan

    Mín óskauppstilling fyrir leikinn á morgun.
                      

  24. Djöfull er þessi Raul Meireles umræða þreytt. Það var enginn að segja að við hefðum misst ómissandi púsl í liðið okkar og núna ættum við ekki breik í CL-sætið. Hins vegar erum við að selja góðan leikmann í annað skipti til Chelsea á stuttum tíma auk þess sem hann er óneitanlega góður leikmaður sem hefði aukið breidd liðsins á miðjunni umtalsvert. Glæpinn í því að benda á það sé ég ekki í fljótu bragði.

  25. #8 Jamie Carragher has scored the same number of Premier League goals for Liverpool in his career as he has own goals for Tottenham (three)

    Ekki veit ég hvar þú færð heimildir, en á Lfchistory.net, áræðalegustu heimild um Liverpool FC þá segir að Carra hafi skorað 4 mörk í deild fyrir Liverpool í þeim 467 leikjum sem hann hefur leikið.  Hann hefur hins vegar aðeins skorað 3 mörk fyrir Tottenham.  Þannig þessi setning stenst ekki að Carra hafi skorað fleiri mörk fyrir Tottenham en Liverpool, nema síðuhaldara hafa betri upplýsingar en Mummi og co 🙂

  26. Örn og fleiri – ég mundi eftir þessari tölfræði og fletti Carra upp á LFC.tv. Þar stóð að hann hefði skorað 5 mörk fyrir Liverpool á ferlinum og ég mundi eftir einu Evrópumarki og einu bikarmarki þannig að ég gat mér þess til að það væru þrjú deildarmörk gegn fjórum sjálfsmörkum fyrir Tottenham. Það var nákvæmlega engin tölfræðikönnun á bak við þetta hjá mér og þetta er hér með leiðrétt. 🙂

  27. Já ég skildi kaldhæðnina og var að reyna að skýra það út fyrir stráknum (sem var ekk alveg sammála) 😉 en ég var nú kannski ekki að tala bara um þessi einu skrif, heldur svona yfir heildina 😉

    YNWA

     

  28. Held að þetta sé bara hin besta áminning sem Ásdís kemur með hérna til okkar. Við verðum að muna að það eru ekki allir rígfullornir sem lesa þessa síðu og þ.a.l. þurfum við að muna að passa orðbragðið hjá okkur í skoðanaskiptunum sem fara fram hérna. Oft er það líka þannig að þegar maður ætlar að vera fyndinn í skrifum þá eru ekkert allir sem taka því þannig svo að það er alveg spurning hvort það sé stundum betra að sleppa því 🙂

    Varðandi leikinn á morgun þá einhvernvegin grunar mig að við eigum eftir að taka hann. Liðið okkar er að spila vel þessa dagana og þessi Stoke djók leikur verður ekkert að trufla okkur enda spilaði liðið þar ágætlega og hefði unnið þann leik í 9 af hverjum 10 skiptum m.v. spilamennskuna. Hverjir verða starting XI er nánast vonlaust að spá enda er breiddin í liðinu í átt við stórmarkað m.v. undanfarin ár.

    Dalglish er svo líka búinn að mýkja dómarastéttina talsvert upp svo að ég yrði svo aldeilis hlessa ef við sæjum óvenju marga dóma falla gegn okkur. Er ekkert viss um að við höldum hreinu og ætli þetta fari ekki svona 1 – 3 fyrir okkar mönnum. Ætla allavega að hakka í mig bjartsýnistöflur í fyrramálið. 

    Du durudduru duru du…. 

  29. Held að Kuyt byrji og Carroll líka. Henderson fær hvíld.

    Tökum þetta 2-0 og Carroll skorar bæði! 

     

  30. Var að lesa þetta á visir.is
    „Enginn fær sæti í liðinu út á það sem hann gerði áður fyrr,“ sagði Dalglish við enska fjölmiðla. „Þeir sem hafa verið hér sem lengst vita það manna best. Þeir sjálfir hefðu engan áhuga á því enda gera þeir miklar kröfur til sín.“

    Dalglish bætir þó við að framlag leikmanna til félagsins í gegnum árin muni aldrei gleymast. „Það vitum við sjálf manna best.“
     
    Er Kóngurinn að fara að setja Carra á bekkinn á morgun ?
    Eða er hann að tala um að það sé ekkert víst að Gerrard gangi beint inní liðið ?
     
    Fjandi er ég orðinn spentur fyrir leiknum á morgun 🙂

  31. Gerðu bara grín af okkur Kristján Atli. Það vita allir (allir þeir sem vilja vita) að salan á Meireles veikir liðið. Það er bara engin vafi á því! Við erum ekki að segja að liðið sé ónýtt og eigi engan séns. Málið er að það veikir liðið að selja sterkan miðjumann með meiri tæknigetu en hinir miðjumennirnir. Ég held að Stoke leikurinn hafi endað öðruvísi ef Meireles hefði notið við. (Hann var byrjunarliðsmaður hjá Chelsea)
    Aftur á móti er tímabilið rétt að byrja og ef vel gengur þá skal ég éta hattinn minn. Ef gengið verður ekki nógu gott um áramót þá þurfum við að kaupa enn meira í janúar.
    Þegar ég skaut að Babu í Stoke leiknum að nú væri gott að hafa Meireles á bekknum sagði hann að við ættum alltaf Gerrard. Málið er að Gerrard er búinn að vera meira og minnna meiddur í 2 ár. Ég heyrði það frá sjúkramenntuðum manni að þegar menn fá einu sinni sýkingu í nára er það orðið krónískt og honum leist ekkert á framtíð Gerrards. En vonandi kemst Gerrard og liðið í góðan gír og við “Meireles” röflarnir þurfa að éta hattinn okkar……..Vonandi!!!!

  32. Fói, ég held að allir séu sammála þér að það veikir liðið, það gefur bara auga lið. Það sem menn eru að segja(og ég held að KAR sé að meina án þess að ég vilji leggja honum orð í munn) eru að aðstæður voru þannig að það var best í stöðunni fyrir LFC að selja leikmanninn. LFC gerði það sem var rétt í stöðunni sökum aðstæðna og því kjánalegt að vera gráta þetta. 

    Meireles vildi fara því hann sá fram á mikla samkeppni sem hann greinilega höndlaði illa. Þarna liggur hundurinn grafinn, þetta hefur lítið með getu hans að gera. Leikmaðurinn vildi fara og félagið gerði þá hárrétt í að losa sig við hann, PUNKTUR!

  33. hættið að gráta meireles og segið mér frekar einhverjar góðar enskar LFC-spjallsíður.

  34. Vona að Carra verði hent uppí stúku, enda búinn með alla sína sjensa fyrir Liverpool… Ef Carra verður í liðinnu fer þetta 1-1 … annars 0-2 fyrir Liverpool 🙂

  35. Blackburn 4 Arsenal 2
    ´
    Ekki á hverjum degi að lið sem skorar 4 mörk í leik tapi 4-2

  36. Fór víst 4-3.. eníveis.. Arsenal skoruðu 5 mörk og.. eða eitthvað er alveg búinn að klúðra þessu 🙂

  37. Vona að mínir menn sýni meiri sköpun og áræði í þessum leik.
     
    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!

  38. sælir strakar, vitiði hvernig etta virkar með ef ég gerist member hja offical klubbnum Úti í Liverpoolfc.tv til að geta keypt miða beint i gegnum netið kostar um 4000kr, fengi mar miðann sendann hingað heim, eða hvernig virkaði það, væri kannski hægt að prenta hann bara út plís einhver svör

    Gunni

  39. 1-3 Suarez með tvennu og Kuyt með1 en Adebayor hjá þeim.
    YNWA
     
     
     
     
     
     

  40. Ég myndi frekar láta Kuyt byrja á hægri kantinum í stað Henderson, Kuyt er mun vinnusamari.

  41. Svona hefur LFC byrjað síðustu 4 PL tímabil

    2007/08 W D W W: 10 stig eftir 4 leiki, enduðum í 4 sæti

    2008/09  W W D W: 10 stig eftir 4 leiki, enduðum í 2 sæti

    2009/10 L W L W: 6 stig eftir 4 leiki, enduðum í 7 sæti

    2010/11 D L W D: 5 stig eftir 4 leiki, enduðum í 6 sæti 

    Liverpool hefur byrjað þetta tímabil svona:
    D W W L: 7 stig eftir 4 leiki

    Höfum byrjað betur og höfum byrjað verr en erum alla vega að byrja betur en síðustu tvö tímabil. Vona að þetta sé rétt tekið saman hjá mér af þeirri stórgóðu síðu: http://www.lfchistory.net/

    Ég er ánægður með leikmannakaup okkar í sumar, ánægður með King Kenny, ánægður með nýju eigendurna og ánægður með það að loksins finnst mér jákvæð framtíðar uppbygging í gangi hjá Liverpool. Svo er ég uber ánægður með þessa síðu, bezzzt í heimi, nuff said.

    Mér finnst raunhæft að stefna á 4 sætið eða ofar í PL og að við gerum raunhæft tilkall til að vinna annað hvort FA eða Carling Cup í vetur. Við þurfum að vera ca. í kringum 70 stigin eða ofar í PL til að enda í topp 4 stöðu. Það voru 114 stig í boði, eru 102 eftir núna, búið að spila um 12, tókum 7 og glötuðum “aðeins” 5. Nóg eftir, þurfum “bara” 63 stig eða svo í viðbót sem eru ekki nema 18 sigrar og 9 jafntefli eða svo:)

    Ég er “in it for the long run” og ætla að leyfa mér að vera bara nokkuð bjartsýnn fyrir hönd þeirrar framtíðar sem bíður LFC. Ætla alla vega að reyna að detta ekki í einhverja neikvæðni þó við misstígum okkur á leiðinni og töpum stigum á móti strandbolta.

    Tökum Tottenham 3-2. Suarez, Kuyt og Coates “með Hyypia skalla” redda´essu.

    YNWA

  42. Ég býst við mjög erfiðum leik. 

    Tottarar eru með svakalega solid mannskap og eru með bakið upp við vegg.  Ég er samt að vona að þeir séu enn pínu vankaðir eftir erfiða byrjun og vesenið í kringum Króatann og að við náum toppleik þ.s. færin verða nýtt.  Ég veit við getum vel unnið á morgun og ég hallast frekar að því en jafntefli. 

    Það er ekki gott að segja hverjir byrja inná en ég held að liðið verði eins og Kristján Atli spáir nema að Kuyt verður inná í stað Henderson.  Kuyt er bara soddann reynslubolti og baráttuhundur og getur líka hjálpað til við að koma böndum á Bale.

    Rakst annars á þessi ummæli Harry Redknapp um Carra sem ættu að minna þá á sem sýna honum litla virðingu að slíkt er nánast landráð!  Auðvitað verðum við að treysta Kónginum að spila Carra rétt og ef hann stendur sig ekki mun hann lenda á tréverkinu eða spila minna.  En að sýna Carra vanvirðingu er eins og að ,,tala illa um móður sína,” en svoleiðis gerir maður bara ekki!
     
    ‘But where Kenny’s lucky is that he’s walked into the club to find Jamie Carragher and Stevie Gerrard still at Anfield, they’re Liverpool through and through.  
    ‘I’m sure Carragher will one day end up as manager of Liverpool, he’s one of the great characters in football.  Last year, when we played them Carragher did his shoulder. 

    ‘He was in agony, but as he was coming off he was telling the doctor to slow down. And he was shouting at the geezer who was coming on to replace him, “Hurry up, get your f****** gear on.” He wasn’t going to leave the pitch until the other boy was ready – no matter how much he was hurting. Different, very different; but that’s Carragher, isn’t it?’
     
    http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2038616/Harry-Redknapp-praises-Liverpool-boss-Kenny-Dalglish.html

  43. Verður spennandi, erum ekki með bak upp við vegg strax, en vissulega verður ansi gaman að sjá viðbrögð drengjanna eftir síðustu helgi.
    Er eiginlega bara blankó með liðið….
     
    Spennandi!!!

  44. Hér tala allir eins og Tottenham séu bara WBA með Roy við stjórnvölin og leikmenn úr fyrstudeild sem enginn þekkir í byrjunarliðinu.  Held að Tottenham sé með fleirri enska landsliðsmenn en LFC síðustu 2 árin. Þótt að það segi ekki neitt.  Landslið þeirra enskra er að hrapa niður stiga töfluna ein so okkar, bara ekki jafn hratt.

    Ég þakka fyrir ef við tökum stig.  En fer ekki að gráta ef við töpum.  Held að þetta farai 2-0 fyrir Tottenham.  En brosi ef þetta fer 1-1.  Kaupi hatt og borða hann ef við tökum þetta 1-2!

     

  45. Ég held að okkar strákar sem koma frá bítlaborginni taka þennan leik 2-1 lenda 1-0 undir (Ade) síðan kemur súares með 1 og agger 1. þetta verður rosalegur leikur, þetta er eitt af liðunum sem við verðum að vinna ef við eigum að ná í þetta 4 sæti i deildini svona er það bara. og þeir koma til baka nuna eftir tap síðast.

    Lið liverpool : Reina – kelly – enrigue – coates – agger – lucas – adam – downing – carrol – súares – hendi/kuyt.

    Lið tottenham : freidel (vonandi fær hann skotæfingu á sig) Walker – King – Kaboul – Assou-Ekotto-Modric – Kranjcar – Parker – Bale – defoe – Adebayorr 

  46. Ég er pínu sammála 52. Tottenham er með alveg djöfulli flott byrjunarlið allavega. Adebayor og Parker er engin smá viðbót. 

  47. Við Þossi erum sammála, þetta er ekki leikur sem vinnst á spjallinu.  Parker er sennilega á tímabili lífs síns… eða þannig, þarf að sanna sig, 29 -30 ára og að vinna sér inn sæti í hundlélegu landsliði og svo Tottenham, þar sem hann á heima eftir mikið flakk.  

    Á góðum degi er hann betri en flestir miðjumenn LFC.  Og ekkert kjaftæði um að Lucas sé svona og svona.. Ef Lucas væri svona góður þá væri hann byrjaður að væla:  draumurinn er að spila fyrir Real eða Barca…  

    Hann er bara ekki það góður að sá draumur rætist.   

    Tottenham vinnur þetta 2-1 og á samatíma vinnur man.utd Chelsea 4-1.   

    En á næsta ári, næsta ári, þegar við erum ekki í evrópukeppni og búnir að kaupa O´Shea besta varnarmann í heimi, af því að hann spilar fyrir LFC og Kenny kaupir hann, þá vinnum við allt!

    Og svo kaupum við Keane aftur.  Þetta er allt að smella drengir.  In Kenny we …..!

     

  48. Lucas er alltof ófríður til að spila með Barca eða Real. Væri annars löngu farinn suður á bóginn. 

    En í ljósi þess að Arsenal tapaði væri alveg hrikalega sterkt að taka þennan leik og skilja Tottenham eftir með þeim í rykinu.  

  49. #55,56
    Lucas er bara ekki sú týpa sem vælir í fjölmiðlum.. Hann hefur alltaf sýnt að hann er ótrúlega loyal og professional og ef hann vill fara til liðs eins Real, Inter, Juventus eða eitthvað álíka, þá myndi hann gera það bakvið tjöldin en ekki með einhvern fjölmiðla sirkus. Ég er alveg handviss um það! …held ég

    Ég ætla að veðja á að hann skori líka í dag.. 1-1

  50. Þossi # 56 – þú vilt sem sagt meina að menn eins og Messi, D.Alves, Carvalhio, Pepe og Marcelo séu allir guðs gjöf til kvenna. Og jafnvel þó þeir væru fátækir námuverkamenn þá væru þessir kallar í playboy partýum, væri nóg fyrir þá að horfa á kvennmenn til þess að þær myndu kikna í hnjánum og þeir myndu sýna frammá það í eitt skipti fyrir öll að peningar skipta engu máli þegar ástin er annarsvegar ?

    Þú setur standardinn klárlega ekki hátt, ef að Pepe er orðið eitthvað kyntákn þá fyrst er heimurinn orðinn klikkaður.

  51. sælir strakar, vitiði hvernig etta virkar með ef ég gerist member hja offical klubbnum Úti í Liverpoolfc.tv til að geta keypt miða beint i gegnum netið kostar um 4000kr, fengi mar miðann sendann hingað heim, eða hvernig virkaði það, væri kannski hægt að prenta hann bara út plís einhver svör
    Gunni

  52. Elías 58  Lemmy í motorhead sagði nú , ekki er það nú mín fegurð sem heillar  heldur veskið.                                       Verðum við ekki bara framvegis að hafa kaldhæðnina innan () eða ;: að vísu rétt hjá 19 Ásdísi með orðaforðan, spjallið er stundum farið að líkjast (helv) ég hmm spjallborði Liverpool.is(var það)              Mæli með nr 22 orðum að lesa stundum bara gula pósta ef maður er flýta sér til að halda geðheilsu stundum .-)        1-2 ef Carra ef með

  53. Þetta verður góður leikur að horfa á .. barátta frá fyrstu sekondu og nokkuð góðar líkur á að við fáum á okkur mark miða við þennan hóp sem þeir eru með .. ætla samt að treista Suarez fyrir að klára þennan leik nánast uppá sínar eiginn spítur fyrir okkur… hann hefur verið óheppinn að sétja ekki haug af mörkum fyrir okkur hingað til og er öruglega orðinn brjálaður og yðar í skinninu að slátra nokkrum boltum í ramman.. 

    semsagt hörku leikur sem lyktar eins og jafntefli en mín spá er 1-2 og Suares með bæði fyrir okkur og Parker setur fyrsta mark leiksins snemma..

  54. @59 Fowler9

    Þrátt fyrir að falla ekki í flokkin “strákar”, þá skal ég reyna að svara þér 🙂

    Klúbburinn er búin að taka upp “smart card” system. Þú kaupir memebership og færð sent heim, hvert sem er í heiminum, membership kort. Þegar að þú kaupir miða á leikinn, verður kortið þitt að miða fyrir hann, og þú berð það bara upp að það tilgerðum skanna á Anfield. Það eru engir pappírsmiðar í gangi lengur, nema kort hafi týnst eða í einhverjum ótrúlega afbrigðilegum aðstæðum.

    Annars er ég bara allveg ótrúlega stressuð fyrir þessum leik – sem að hefur gefið góða raun hingað til. YNWA

  55. Sælir félagar
     
    Takk fyrir góða upphitun og flest ummæli.  Eg er ekki áhyggjulaus fyrir þennan leik svo vægt sé til orða tekið.  Það sem helst kemur okkur til góða er ömurlegt tapið á móti Stoke og það að bæði lið mun leggja áherslu á að tapa leiknum ekki.  Þau munu því fara varlega inn í leikinn og þá er þetta spurningin um baráttu á miðjunni.  Það lið sem vinnu miðjuna mun líklega vinna leikinn.  Þar af leiðir verður Lucas lykilmaður í þessum leik ásamt Hendo og Adam.
    Ég vonast samt eftir sigri sem verður feyki erfitt að innbyrða.  Spái 0 – 1 eða 1 – 2
     
    Það ernú þannig
     
    YNWA

  56. Sé þetta ekki gerast. Er meira kvíðinn heldur en spenntur.
     
    Spái tapi, 2-0 eða 3-1 þar sem Friedel mun verja eins og berserkur.
     
    Held að við séum því miður bara of brothættir í vörninni ásamt því að við erum ekki búnir að ná upp nógu miklum gæðum í að klára færin okkar.

  57. @62 Dísa.

    Ég pantaði ferð til liverpool í gegnum íslenska ferðaskrifstofu með miða á Wolves leikinn næsta laugardag. Starfsmaðurinn hafði ekki hugmynd um þessi smart-kort og sagði við mig að miðinn biði mín á hótelinu. Það hlýtur þá að vera pappírsmiði?  

  58. Nú er bara að stilla taugarnar. Erfiður leikur í vændum á móti mjög sterku liði. Liðin eru nokkuð áþekk á pappírunum svo þetta snýst svolítið um hvaða þættir eru að falla með í þetta skiptið. Óneytanlega er það styrkur fyrir Tottenham að spila á heimavelli og fá þeir + í kladdann þar. Hinsvegar hefur liðið ekki verið sannfærandi framan af tímabili á meðan Liverpool hafa komið sterkir inn (voru líka sterkir á móti Stoke). Okkar menn fá því + í kladdann þar. Þrátt fyrir að Tottenham sé með sterkt lið og frábæra nýja menn eru mikil meiðsli í þeirra herbúðum. Það eru einnig smá brotalamir hjá okkur en ekki svo miklar svo við fáum + í kladdann þar.

    Niðurstaðan: Tottenham + en Liverpool ++  Spá mín er því sú að leikurinn fari 1-2.     

  59. Fín upphitun og ég verð að viðurkenna HUH (Hló UppHátt) er ég las kaldhæðnina hjá Kristjáni Atla. Get skilið að yngri kynslóðin átti sig ekki alltaf á þess háttar öfugmælum og um að gera að virða það. En það er betra að hafa létt grín í dulargervi bölsóts heldur en hið raunverulega neikvæða og grímulausa bölsót sem oft er í gangi.

    Búinn að tjá mig nóg um Meireles og læt það liggja. SBB.

    Ég er nokkuð bjartsýnni á þennan leik heldur en gegn Stoke. Það hentar okkur betur að mæta liði eins og Tottenham sem opnar sig og sækir heldur en Stoke sem pakkar í vörn á eigin heimavelli. Mig grunar að við tökum sama gameplan og gegn Arsenal um daginn; vera þéttir til að byrja með og keyra hratt á fljótu mönnunum ef færi gefst en vera svo tilbúnir að taka sénsinn á að vinna leikinn með djarfri skiptingu í seinni hálfleik.

    Tottenham eru alveg öflugir og verða óþreyttir, en þá vantar sinn besta varnarmann (Dawson) og marga af bestu mönnum liðsins eru meiddir (RvdV) eða í tilvistarkreppu (Modric). Þeir liggja vel við höggi og við ættum ekki að vera með neinn höfuðborgarskjálfta eftir sigurinn á Arsenal. Góður tími til að enda þetta slæma gengi á WHL.

    Mín spá: 0-2 fyrir LFC (Carroll & Suarez).

  60. Reina, Skrtle, Carragher, Agger, Enrique, Henderson, Lucas, Adam, Downing, Suarez, Carroll.

    Subs: Doni, Robinson, Coates, Maxi, Spearing, Bellamy, Kuyt

    Ekki sáttur! 

  61. Kristján var bara með allt byrjunarliðið rétt fyrir utan Skrtel í staðinn fyrir Kelly, vel gert.

  62. Þetta er flott lið sem ætti á góðum degi að taka Tottenham. Ég spái 3-2 sigri. 

Opinn þráður

Byrjunarlið dagsins komið… – uppfært