Stoke 1 – Liverpool 0

Okkar menn fóru til Stoke í dag og á Britannia vellinum kom fyrsta tap vetrarins. 1-0 fyrir Stoke, sem voru að mínu mati gríðarlega ósanngjörn úrslit.

Kenny valdi að spila með sama lið og gegn Bolton, nema að Skrtel kom inn fyrir Kelly (líkt og reyndar í Bolton leiknum þegar að Kelly meiddist):

Reina

Skrtel – Carra – Agger – Enrique

Lucas- Adam
Henderson – Suarez– Downing
Kuyt

Á bekknum: Doni, Carroll, Johnson, Maxi, Spearing, Bellamy, Coates.

Liverpool voru miklu betra liðið í þessum leik frá fyrstu mínútu. Tölfræðin segir ansi margt um leikinn. Við vorum með boltann 60% af tímanum. Við áttum 11 skot á markið, Stoke átti eitt (markið). Samtals áttum við 20 skot á markið, Stoke 3. Við fengum 12 hornspyrnur og Stoke 2 stk.

Liverpool byrjaði miklu betur og við hefðum geta verið búnir að skora þegar að á 21 mínútu gerðist atvikið, sem réð úrslitum í dag. Pennant kýldi bolta í von og óvon inná teig þar sem að Jonathan Walters átti í baráttu við Jamie Carragher um boltann. Sú barátta leit aldrei vel út fyrir okkur Liverpool menn og á endanum hélt Carra aðeins utanum Walters, sem datt auðveldlega niður og dæmd vítaspyrna. Walters skoraði svo sjálfur úr spyrnunni. Það var svo sem ekki mikið hægt að kvarta yfir dómgæslunni, en annan leikinn í röð var það Jamie Carragher, sem að átti heiðurinn að marki andstæðinga Liverpool.

Eftir þetta þá var leikurinn bara á einn veg. Stoke menn pökkuðu sér inní vítateig og þar börðust þeir gegn Liverpool mönnum alveg til loka og þrátt fyrir ótrúleg færi þá tókst Liverpool ekki að skora.

Ótrúlegasta sóknin var þegar að Jordan Henderson komst einn inn fyrir og náði að láta verja frá sér ÞRJÚ skot í röð. Charlie Adam fékk svo boltann og bætti við tveimur skotum, þannig að Stoke menn vörðu fimm sinnum í einni sókn.

Auk þess fékk Suarez dauðafæri fyrir opnu marki, en klúðraði þegar að leikurinn var að klárast og svo hefðu Liverpool menn átt að fá víti þegar að varnarmaður Stoke varði með hendi. Það sáu allir nema Mark Clattenburg. Mig minnir að þetta hafi verið í þriðja skiptið í leiknum sem að Stoke menn vörðu með hendi.

Maður leiksins: Reina gerði lítið í leiknum nema að pikka boltann úr markinu. Carragher skeit á sig í markinu, en restin af vörninni var fín. Á miðjunni var Lucas góður en Charlie Adam gaf boltann alltof oft frá sér og var lélegur í dag. Frammi var svo Suarez okkar hættulegasti maður. Hinir þrír mennirnir sem áttu að sjá um að skapa hættuna gerði þó lítið í leiknum í dag. Downing var slappur til að byrja með en eftir því sem leið á leikinn þá kom hann sér betur inní hlutina. Henderson og Kuyt voru hins vegar slappir að mínu mati. Eftir frábært mark í síðasta leik þá klúðraði Henderson þessum færum í dag og Kuyt sýndi lítið. Þeim var skipt út fyrir Bellamy (sem var mjög sprækur) og Carroll.

Heilt yfir þá var frammistaða Liverpool alls ekki slæm. Við vorum miklu, MIKLU betra liðið í dag á þessum erfiða velli, þar sem að fá lið vinna. Við yfirspiluðum Stoke liðið og hefði ekki verið fyrir frábæra markvörslu og hetjulega varnarbaráttu hjá Stoke mönnum þá hefðum við léttilega getað unnið þennan leik 1-3 eða 1-4. Stoke komu aldrei nálægt því að ógna marki Liverpool í leiknum, en það er óþolandi að við séum að fá á okkur mörk gegn Sunderland, Bolton og Stoke úr nánast einu sóknum þeirra liða.

Ég sagði það í podcastinu að þessir tveir útileikir gegn Tottenham og Stoke væru mikil prófraun fyrir þetta lið. Okkar menn féllu á fyrsta hlutanum þrátt fyrir að hafa spilað alveg nægilega vel til þess að standast hana með glans. Á meðan að þetta gerist eru ÖLL liðin, sem við erum að keppa við, að vinna í dag. Arsenal, Tottenham, Man City (sem áttu reyndar frekar auðvelda leiki) og Chelsea unnu öll í dag og fyrir vikið erum við dottnir niður í 5. sæti deildarinnar, allt í einu heilum fimm stigum fyrir aftan Man City, hugsanlega fimm stigum fyrir aftan Man U og þremur stigum á eftir Chelsea. Og ef Newcastle vinnur sinn leik þá ldettum við niður í sjötta sæti.

Menn geta kvartað yfir gjörsamlega fáránlegum dómum í bæði leikjunum gegn Sunderland og núna í dag. Við töpuðum fimm stigum í þessum tveimur leikjum að hluta til vegna þess að öll vafaatriði lenda gegn okkur (hjá Paul Tomkins las ég að af síðustu 13 mörkum sem við fáum á okkur í deildinni hafi SJÖ verið úr vítum. Það er yfir 50%, sem er ótrúlegt). En alveg einsog gegn Sunderland, þá vorum við það góðir á köflum í þessum leikjum að við áttum að klára þá. Suarez getur aftur verið svekktur útí sjálfan sig fyrir að klára ekki færin og það á við um fleiri menn.

Ég var ofboðslega pirraður í dag yfir þessum leik. Ég man ekki eftir að hafa verið svona pirraður lengi. Við áttum að gera svo miklu betur í dag og ég öskraði svo mikið og skammaði sjónvarpið í dag að ég var farinn að hræða köttinn minn.

Það eru heilir 8 dagar í næsta leik gegn Tottenham á útivelli. Þar hafa okkar menn tækifæri til að sýna að þessir leikir gegn Sunderland og Stoke voru bara mistök. Ef við náum ekki góðum úrslitum þar, þá erum við komnir í vandræði. Það er ekkert í sjálfu spili þessa liðs sem fær mann til að örvænta þessa stundina, en þessi úrslit í dag og í fyrsta leikjunum eru alveg hrikalega svekkjandi.

146 Comments

 1. Skelfilega er þetta Stoke lið ógeðslega leiðinlegt, með 11 menn í teignum sínum í 80 mín.
   

 2. Djöfull hlakka ég til þegar Gerrard kemur til baka og C.Adam fer á bekkinn !

 3. Liverpool átti ekkert meira skilið úr þessum leik þegar menn nýta ekki færin sín þá fer svonaóg með miðju sem gerir ekkert annað en að senda bolta á mótherja(adam)

 4. ég hef oft verið ósáttari með tap en í dag. Liðið var stöðugt að reyna og var að skapa sér færi. Blanda af dómaramistökum(hendi x 2), varnarmistökum einu sinni og brjálæðri vörn hjá Stoke gerði bara útslagið í dag. Begovic í markinu hjá Stoke var líka frábær…stundum bara ekkert hægt að segja en…þetta kemur næst og halda bara áfram

 5. Arfa slakur leikur af okkar hálfu, hægir og fyrirsjánalegir, klaufr, lélegar sendingar og í ofanálag dómari sem er ekki að valda verkinu…. skil bara ekki hvernig það var ekki hægt að dæma víti í lokin þegar leikmaður gerir sig breiðan og ver með hendinni, fyrir framan nefið á aðstoðardómara, algerlega óskiljanlegt…. En það sem stendur upp úr í þessum leik er að Liverpool voru arfa slakir og þar er Enriqe fremstur í flokki…Sveimer þá ef það er ekki komin tími á að hvíla Carrager, eilífðar sendingar til baka á Reina og andstæðingarnir fá allan tímann í heiminum til að koma sér í stöður… Nenni ekki að segja meira um þennan leik….
   HÖRMUNG….

  Áfram LIVERPOOL… YNWA…   
   

 6. Hef ekki verið svona pirraður eftir leik í tvö ár, Stók fá soft víti fyrir eitthvað sem var að gerast inni í teig báðum megin á vellinum allan helv…. leikinn  (+ mögulega brotið á Carragher fyrir vítið), meðan við klúðrum hverju færinu á fætur öðru og hefðum átt að fá a.m.k. 2-3 víti, 2x hendi inni í teig + ótrúlega augljóst víti þegar það er brotið á skrtel í fyrri hálfleik, þessi leikur segir ekkert um getu liðsins, hittum bara á ótrúlega slæman dag

 7. Einar Örn skrifaði ekki skýrsluna!! Í guðanna bænum hættið þessu væli um að Stoke spilaði leiðinlegan bolta. Við spiluðum bara illa og Stoke spilaði gríðarlega skynsamlega og áttu sigurinn því skilið. Við áttum ekkert meira skilið en akkúrat þetta. 

 8. Henderson kluðrar 3 færum i einu, adam 2, eigum að fa amk 2 viti, Suarez kluðrar i blalokin, domarinn a moti okkur, bara ömurlegur, ÖMURLEGUR, leikur. ekki bætti veðrið þetta. Adam atti skelfilegan leik og held að okkar besti maður hafi verið Daniel Agger. Otrulega öruggur i miðverðinum, Suarez eini sem var að skapa fram að skiptingunum, og þa fannst mer Bellamy koma frabærlega inn i leikinn og held að hann eigi eftir að gera goða hluti i vetur. Skelfilegur leikur og vona svo innilega að við eigum eftir að hakka Tottenham i næsta leik. Vill sja Gerrard og Bellamy inni liðið a kostnað eftirfarandi: Adam fyrir Gerrard og Bellamy inn fyrir Kuyt. Fa hraðari bolta.   TAKA ÞETTA NÆST. Samt sjaldan verið jafn pirraður og þarf nuna að fara i vinnuna þar sem eru ekkert nema Arsenal og Manchester aðdaendur. 

 9. Fengum færin til að jafna og svo sleppti dómarinn augljósri vítaspyrnu. Hrikalega svekkjandi. Maður verður að setja spurningarmerki við Jamie Carragher. Auðvitað er hann dýrkaður hjá klúbbnum en það á ekki að þýða áskrift að byrjunarliðssæti. Held að menn verði að sætta sig við það að hann sé farinn að dala töluvert. Of hægur og gerir klaufaleg mistök, sbr vítið í dag. Annaðhvort að Skrtel taki stöðu hans eða að henda Coates í djúpu laugina. Sé ekki mikið downside í því.

 10. Úff. Ekki nógu góður leikur hjá okkar mönnum. Augljóslega fyrst ekki fengust þrjú stig. Nú kom kannski stóra testið í haust, landsleikjahlé og erfiður útileikur. Oftast ekki uppskrift að sigri. 

  Carragher má fara að hafa fyrir því að vera í liðinu. Mistökin eru að verða dýrkeypt og þótt þetta hafi verið soft víti þá var hann öfugum megin við Walters og varðist illa. Þá eru flest lið farin að leggja upp með að loka á Agger og láta Carra bera boltann upp, sem endar of oft í hoof-ball sem lítið mál er að ráða við. Hann var þó með skárra móti að þessu sinni.

  Adam átti allt of mikið af feilsendingum í leiknum og kannski er að koma í ljós að það þarf að slípa hann töluvert. Boltinn gekk líka allt of hægt í gegnum miðjuna. Sama má segja um Enrique. Hékk of mikið á boltanum í stað þess að spila og hreyfa sig og of mikið af slökum sendingum. 

  Downing og Suarez voru yfirburðarmenn í leiknum en svona leikir vinnast ekki nema færin séu kláruð. Suarez hefði átt að klára færið í lokin svo ekki sé talað um Henderson. Björtu hliðarnar eru kannski að Carroll og Bellamy hresstu verulega upp á leikinn með innkomum sínum, sérstaklega Bellamy. En hvað voru þeir að skipta Johnson inn á? Greinilega langt frá sínu formi. 

  Lokaorðið hlýtur samt að fara til Clattenburg. Hvað voru, þrjú víti sem hann sleppti í dag? Hendi á Delap, brot hjá Etherington og hendi á Upson. Miðað við hvað vítið sem Stoke fékk var soft þá hefði a.m.k eitt af þessum átt að detta á punktinn. 

 11. Merkilegt að lið í Ensku úrvalsdeildinni skuli getað tekið meðvitaða ákvörðun um að hafa völlinn í lélegu ástandi.  Ætli Stoke verði næst bara með lina bolta?

 12. jæja ætla menn svo að fullkomna sjálfspíningahvötina með að horfa á fokkin United vinna Bolton svona 18-0? Þetta var alveg skelfilegt, Jordan Henderson hvað í anskotanum var maðurinn að gera þarna inná? Downing.. Adam.. úff

 13. Þetta tap skrifast 80 % á jaime carragher sem er klárlega orðinn veiki hlekkurinn og við megum ekki við því að hafa varnaramann sem gefur mörk hægri vinstri

 14. Smá Rafa lykt af þessu. Óheppni og hugmyndaskortur, enginn heimsendir. Bellamy var nokkuð sleipur þegar hann kom inn á og með smá heppni eða eðlilegri dómgæslu (þá er ég að tala um hendur inni í teig hjá Stoke) þá hefði þessi leikur farið betur. En fuck it, erfiður útivöllur og slæm úrslit. Spilið okkar hentaði bara ekki í þessum leik og ekkert við því að segja, ætla ekki að fara að benda á einstaka leikmenn. En ég hlakka samt til að sjá Gerrard koma inn og vonandi að Coates geti leyst Carra af hólmi.

 15. Ég verð að vera ósammála þér islogi (#10).  Ég er virkilega pirraður yfir þessu.  Gott og vel dómarinn átti alveg slakan dag í dag og ég bara einfaldlega skil ekki hvernig það var ekki hægt að dæma víti þarna undir lokin, ég bara skil það engan veginn.  Allsstaðar annarsstaðar á vellinum myndi þetta vera aukaspyrna og hendi og teigurinn á ekki að vera þar undanskilinn.

  Ég er bara mest pirraður yfir því hvað margir leikmenn voru slakir.  Persónulega fannst mér Charlie Adam alveg arfaslakur í dag en hann fékk mikla samkeppni frá Henderson og Carragher.  Sá síðarnefndi varðist mjög vel í leiknum fyrir utan þetta klaufabrot í teignum en þegar maðurinn fær boltann þá guð minn almáttugur.  Það virðist vera alveg sama hvað þjálfari kemur þarna inn, maðurinn bara getur ekki hætt þessu ógeðslegu háu boltum endalaust.  Það væri gaman að taka það saman en ég held að Carra eigi svona 20-30 háa bolta í þessum leik sem skila okkur nákvæmlega ENGU.  Einnig fannst mér Enrique alveg virkilega slakur í dag, alveg átakanlega.

  Of hugmyndasnauður sóknarleikur í dag.  Kví erum við að setja háa bolta endalaust inni í teiginn á móti hávöxnustu vörninni í deildinni??  Ég bara skil það ekki.  Reyndum og reyndum og reyndum sömu hlutina aftur og aftur og það bara gekk ekki.
   
  Eftir að Stoke skoruðu það vissi ég að þetta yrði one of those days.
   
  Strax komnir einhverjum 5 stigum á eftir toppliðinu sem er City og Man Utd líklega að fara jafn langt fram úr okkur.

 16. Henderson fékk ÞRJÚ fokking færi!! Hvernig fór boltinn ekki inn?? Dómarinn var besti vinur Stoke-ara í leiknum og sást það langar leiðir. FA ættu að fá inn alvöru dómara frá öðrum löndum en dómararnir í enska botanum leru hreint út sagt ÖMURLEGIR. Mark Clattenburg toppaði það hér áðan. Var ánægður að Bellamy er strax byrjaður að rífa kjaft en Vá hvað það vantar góðan winger en Henderson ekki að gera neitt í þessu liði og besta lagi á bekknum. Coates inn í liðið síðan á kostnað Carragher. Hazard eða Eriksen á minn disk takk

 17. Spurning hvort maður eigi að bíða í 10 mín. á meðan reiðin rennur af manni. Stoke átti þrjú skot í leiknum, eitt þeirra fór á markið og það dugði til þess að vinna 3 stig í dag. Liverpool átti 20 skot í leiknum, þar af 6 á markið.
   
  Ég nenni ekki að fara væla undan hvað Stoke er leiðinlegt lið eða Clattenburg er ömurlegur dómari, hvort tveggja eru staðreyndir og það vissum við fyrir leikinn í dag. Það sem uppúr stendur var að Liverpool getur kennt sjálfum sér um hvernig fór í dag. Það er vitað að það er erfitt að koma til baka á móti liði eins og Stoke og Carragher ber einn sökina á því að hafa gefið þeim víti eftir 20 mín. leik.
  Eftir það var vitað að það yrði erfitt að brjóta Stoke aftur. Í seinni hálfleik kom loksins færið sem við vorum búnir að bíða eftir þegar Henderson komst einn á móti markverði. Það gerast varla betri færin á móti Stoke í þessari stöðu. Táningurinn fór skelfilega með færið og það reyndist dýrkeypt. Eftir þetta duttu Stoke aftar og þéttuðu varnarleikinn enn fekar með því að setja tvo skriðdreka inná. 
   
  Þetta minnir um margt á leik liðsins í fyrra og það sem hefur verið í gangi undanfarin ár. Liðið er alltaf í ströggli gegn smærri liðum á útivelli. Maður var að vona liðið væri orðið nægjanlega sterkt og massívt til þess að takast á við svona verkefni. Persónulega hefði ég viljað sjá Dalglish gera breytingar fyrr í leiknum. Henderson hefði mátt vera kominn útaf fljótlega í seinni hálfleik og Kuyt ekki mikið seinna. Adam var ekki að finna sig í dag og því miður þá vantaði sóknarsinnaðann miðjumann á bekkinn í dag til þess að leysa hann af hólmi. Það verður sterkt að fá Gerrard inní hópinn á ný.
   
  Næsti leikur verður erfiður útileikur gegn Tottenham á sunnudaginn. Sá leikur verður gríðarlega mikilvægur sálfræðilega fyrir bæði lið, þar sem að þetta eru liðin sem koma til með að berjast um 4. sætið í vetur. Það yrði skelfilegt að tapa þar öðrum leiknum í röð.

 18. Þið verðið að klára svona leiki ef þið ætlið að vera í einhverji baráttu á toppnum.
  Mæli með að menn fylgist með Utd slátra Bolton í dag og sjái þar alvöru fótbolta. 😉
  Lofa því að mörk United verði fleiri en 4.

 19. Það er verið að búa til reglur til að láta félög taka til í bókhaldinu hjá sér. Af hverju er ekki búnar til reglur til að stoppa lið eins og Stoke frá því að drepa fótboltann.  Án gríns, það ætti að banna þetta.

  Annars fannst mér Liverpool vera reyna að spila fótbolta í dag, það er bara ekki auðvelt gegn svona liði eins og Stoke…

 20. Finnst kominn tími á að Carragher fái smá hvíld á bekknum, búinn að eiga sök á tveimur mörkum í seinustu tveimur leikjum. Hafa Skrtel bara með Agger í miðvörðum og G. Johnson/Kelly í hægri bak. Hefði viljað sjá Carroll frammi allan leikinn, Suarez átti ekki mikið í þessi tröll hjá Stoke þrátt fyrir að hafa verið líflegur. Clattenburg hefur alltaf verið umdeildur dómari en guð minn góður, hvernig fengum við ekki víti í þessum leik. Ömurlega grátlega svekkjandi en þetta er bara týpískur heimaleikur hjá Stoke, komast í 1-0 með skítamarki og pakka í vörn eftir það. Get ekki beðið eftir því að kjöldraga þá á Anfield og ég er mjög spenntur fyrir Bellamy, kom sterkur inn í dag. Rífum okkur upp af rassgatinu og tökum Tottenham í næsta leik! 

 21. Ég skil ekki þá sem eru hér að pósta að dómarinn hafi verið e-ð algjör stoke-ari. Djöfull það sem ég er bara pirraður yfir þessum leik! Leikmenn sem eiga að geta stigið fram voru ekki að gera það í þessum leik!
  Enrique átti ekkert sérlega góðan leik, Henderson var alveg skelfilegur, Downing átti góðar fyrirgjafir og þetta gekk ágætlega en samt það vantaði mikið uppá. Suarez reyndi en oft á tíðum fannst mér hann bara gera sér þetta of erfitt! Lucas átti alltof margar feil sendingar og sást lítið utan þess. Skrtel gaf of mikið af föstum leikatriðum gegn liðið sem er enn í deildinni útaf föstum leikatriðum og að lokum þá vil ég að það verði litið MJÖG alvarlegum augum að seinustu 2 mörk sem Liverpool hefur fengið á sig er vegna þess að Carra hefur gert sig sekan um klaufaleg mistök! Núna sem aldrei fyrr er gífurlega mikil samkeppni í liðinu og mér er sama þótt þú sért herra Liverpool! Svona mistök eru ekki ásættanleg!

  Við fengum svo sannarlega færin! Henderson klúðrar þremur færum í sömu sókninni og Suarez skítur framhjá í lokin með markið opið. Af öllu samt sem gerðist í leiknum skil ég ekki þessa skiptingu í lokin að setja Johnson inná! Maðurinn gat augljóslega ekki verið á fullu krafti þessar nokkrar mínútur! FFS hann lét Jones vinna sig í spretti upp kantinn!

  Vonandi að þetta verði smá áminning að liðið verður að vera á fullu alla leiki! Það er ekkert gefið í þessari deild. En drengir og stúlkur! Í guðanna bænum, stöndum við liðið! Liðið átti ekki sinn besta leik en það var löngu vitað að þetta mundi einhverntíman gerast á seasoninu!

  Tökum leikinn gegn Tottenham og þá eru þetta 3 stig af tveimur erfiðum útivöllum! Svo sannarlega betra en 2 jafntefli!

  YNWA !!

 22. Fannst þetta svart og hvítt. 
   
  Fyrir það fyrsta þá er ég ósáttur við goðsögnina að láta Kuyt byrja þennan leik, þar áttu að vera annar hvort Bellamy eða Carroll.  Dirk er ótrúlega öflugur leikmaður í mörgu, en í leik þar sem mótherjinn mun still 6 – 7 leikmönnum í kringum teiginn sinn er Hollendingurinn ekki lausnin með Suarez, þrátt fyrir margt jákvætt í þeirra samvinnu.
  Ég er enn að velta fyrir mér hvers vegna heimaliðið fékk víti en við ekki.  Það er einfaldlega rangt, og mér finnst Walters ekki koma öxl í öxl á Carra.  Ef átti að flauta þá var það í hina áttina.  En ókei við 0-1.  Fram að lokum fyrri hálfleiks lenti Stoke aldrei í vanda.  Allt liðið átti erfitt sendingarlega og þar sem að Kuyt og Henderson náðu litlu kontakti þá var leikurinn alveg þar sem Stoke vildi hafa hann.  Og í raun fannst mér það fyrstu 20 í seinni – þó vissulega Henderson hefði átt að klára sitt færi (og síðan tvö í viðbót í sömu andrá) en mér fannst ekkert breytast fyrr en Bellamy og Carroll komu inn.  Vissulega fékk Bellamy meira af boltanum en um leið og Carroll var kominn upp á topp voru Upson og Shawcross negldir á hann og allt í einu mynduðust svæði í kringum teiginn sem ekki höfðu sést fyrstu 65 mínúturnar.
  Og síðustu 30 mínúturnar vorum við í því sem ég hefði viljað sjá allan leikinn, hápressa þar sem boltinn flæddi um, áttum að fá víti og síðan af öllum klikkar Suarez á deddaranum í uppbótinni.  Fyrsta tapið og Stoke komnir upp fyrir okkur.  Helv***
   
  Við féllum því miður á fyrra stóra prófinu af þeim tveimur sem lágu fyrir okkur, við erum ekki mikið að taka heim með okkur stig frá Stoke í gegnum tíðina og næst er það annar völlur sem lítið hefur gefið okkur, White Hart Lane og Tottenham.  Það er engin ástæða til að hætta að fylgjast með liðinu þrátt fyrir þetta tap, í dag áttum við einfaldlega að nýta færin og vorum virkilega óheppin með ákvarðanir dómarans. 
  Svoleiðis þýðir ekki gott gengi á móti Stoke á útivelli! 

 23. Ekki gleyma heldur óslegna grasinu og rokinu sem kom í veg fyrir pass and move boltann fræga, það var 13 og 14 maður Stokes í leiknum, þannig að við áttum aldrei séns! Annars þarf að fara hvíla greyið Carragher, hann er farinn að gefa mörk eins og sælgæti á laugardegi.

 24. Dýr mistök hjá Carra og alltof snemma í leiknum, að fá á sig mark snemma var það versta í stöðunni því þá gátu Stoke varist aftarlega á 7 manns og erfitt að setja mark á jafn gott varnarlið. Upson reyndi held ég aldrei að senda boltann í leiknum, bara hreinsað uppí stúku svo það var erfitt að fá eitthvað flæði eða sækja hratt á þá (eins og þegar Hendo komst í gegn).

 25. Reina  –  Hafi ekkert að gera í þessum leik(víti og búið og það er ekki hægt að ætlast til þessa að hann verji víti)
  Jose  4 – skelfilegur. Of lengi með boltan og lélegar fyrirgjafir
  Carrager 3 – gaf þeim víti en reyndi svo lítið á hann
  Agger 5 – reyndi lítið á hann.
  Skrtel 5 er ekki hægri bakkvörður reyndi lítið á hann varnarlega
  Lucas 5 – lélegur leikur hjá Lucasi. Sendingar ekki góðar og virtist ekkert vita hvað hann ætti að gera fyrir fram vítateig andstæðingana
  Adam 4 – skelfilegur leikur, lélegar sendingar, brautt illa af sér og var oft að reyna úrslita sendingar sem klikka
  Henderson 4 – Er búinn að segja það allt tímabilið hann er lélegur kannt maður og það sást í dag(svo klúðraði hann skelfilega)
  Downing 6 fannst hann ógnandi í þessum leik og alltaf tilbúinn að fá boltan.
  Kuyt 5 – kom lítið út úr honum í þessum leik
  Suarez  6 okkar besti maður. Virkaði ógnandi, var að taka menn á og þeir þurftu alltaf að tvöfalda eða þrefalda á hann. Átti að skora í restina.

  Bellamy 6 kom vel inní leikinn. Var ógnandi og lagði boltan þrisvar sinum vel fyrir Jose sem kom svo með 3 lélegar sendingar
  Carrol  5 gerði lítið sem ekkert
  Glen Johnson  5 – virkaði meiddur og fannst manni skrítið að sjá hann ekki á fleygi ferð um kanntinn eða í utanvert hlaup.

  Við vorum sterkari en Stoke frá fyrstu mín. Við fengum nokkur færi áttum að fá víti en töpuðu á klaufa mistökum Carragher.  Það var samt nóg af tíma eftir og ef miðjan hefðu verið betri þá er ég viss um að við hefðum skapað fleiri færri.
  næsti leikur úti gegn Tottenham og verður það gríðarlega erfitt og ef við fáum 0 stig þar eru við dottnir í sama skítin og síðast(s.s spilum stundum vel en erum ekki að fá stig). 7 stig eftir 4 leiki er ekki merkilegt en til þess að verða í toppbarátu þurfum við 2 stig að meðaltali í leik.

 26. Verð að vera ósammála þér Maggi þetta er klárt víti carra rífur hann niður, við eigum núna í fyrsta skipta 4 góða kosti í miðvörðin og kenny þarf að skoða það hvort það sé ekki kominn tíma á carra, hann er gefa mark annað leikinn í röð og hann skemmir allt spil

 27. @ einare, Hvar færðu þessar tölur?. Samkvæmt Stöð2sport2 þá átti Stoke 2 skot og bæði á markið. Liverpool 20 og 11 á markið.

  Carragher er að verða of gamall karlinn og vona ég að hann fari að fara í svona hlutverk að fara á bekkinn og hjálpa ungu leikmönnunum. Dómarinn var ekki að hjálpa og ekki heldur þessi varnarleikur hjá Stoke. Erfiður útileikur eftir landsleikjahlé og 1-0 tap á Brittania er ekki endalok tímabilsins. Ekki góð úrslit en við skulum byrja að einbeita okkur að Tottenham leiknum og reyna að gleyma þessum sem fyrst.

 28. Eftir æfingaleikina í sumar setti ég fram þá skoðun mína að Carragher væri líkast til á síðustu metrunum, ef ekki hreinlega búinn bara á því.  Fyrir það var ég nánast tekinn af lífi hér af Sigurkarli nokkrum sem taldi að þeir sem legðust svo lágt að voga sér að gagnrýna Carragher, þrátt fyrir að setja fram ágætis rök með máli sínu, væru hreinlega viti sínu fjær eða gaf það sterklega til kynna að menn hreinlega hefðu ekkert vit á knattspyrnu.

  Nú er það svo komið, að ég hef horft á Carragher gefa tvö mörk í tveimur leikjum og kosta okkur amk eitt stig. (Líkur eru á að leikurinn í dag hefði þróast öðruvísi ef Carra hefði ekki gefið vítið. Við enda með tök á leiknum og Stoke ekkert, EKKERT, líklegir til að skora á þeim tímapunkti).

  Það er bara þannig að Carra er farinn að kosta okkur mörk og stig og það finnst mér sárt – enda maðurinn verið í miklu uppáhaldi hjá mér í gegnum tíðina. Undir pressu hefur hann ekki þessa ró sem þarf til að láta boltann ganga, hans fyrsti valkostur er ALLTAF að þruma honum fram völlinn og það (sérstaklega í dag) hjálpar til við að skemma flæðið í leik liðsins. Það var reyndar ekki mikið í þessum leik en kraftaspyrnur Carra hjálpuðu ekkert til.

  Carra á þó ekki alla sök á tapinu, þrátt fyrir að eiga sök á markinu (vítinu). Við fengum klárlega færin til að klára leikinn og áttum að fá 1-2 víti ef dómarinn hefði haft bein í nefinu.

  Þá var Adam átakanlega slakur og ekki gott þegar leikstjórnandi liðsins er með slökustu mönnum liðsins. Hann var þó sífellt að reyna og það er gott.  

  Nú þurfum við að ná vopnum okkar – munum mæta tvíefldu Tottenham liði í næsta leik (ef mig misminnir ekki) á útivelli.  Sá leikur verður erfiður en gæti þó hjálpað okkur að Tottenham vill spila fótbolta og sækja oft fram á völlinn með fleiri en 2-3 leikmenn í einu og það gæti hjálpað okkur að finna svæði sem við vorum í erfiðleikum með að finna í dag.

  Eitt tap gerir okkur ekki að lélegu liði, alveg eins og sigurinn gegn Bolton gerði okkur ekki að meisturum.

  YNWA 

 29. Ég er eiginlega búinn að gefast upp á carragher hann er hægur og er alltaf að gera mistök og síðan er ég alveg kominn nóg af þesum löngu sendingunum hans – láta Coates eða Skrtle inn fyrir hann því miður 😐

 30. Ok skýrsla komin inn.  

  Takk #5 – þú fékkst mig til að brosa í öllum pirringnum.  Annars á Maggi skýrslu gegn Tottenham, þannig að við eigum von.  Ég á svo skýrsluna gegn Brighton.

 31. Er barasta drullu fúll við vorum að spila slæmar sendingar og svo er Carr orðin alltof seinn og hann á ekki að birja inná en koma ef menn eru meiddir , er fokking fúll

 32. Sælir félagar, mín fyrstu skrif hérna inn. Þakka fyrir frábæra síðu!
  Liðið átti dapran dag í dag og þá sérstaklega José Enrique, Jamie Carragher og Charlie Adam. 
  José Enrique fannst mér hanga alltof lengi á boltanum og oftast fannst mér hann hreinlega ekki vita hvað hann vildi gera við hann, fannst hrikalega lítið koma út úr honum. Carra gerir sig svo sekan um verulega dapran varnarleik þegar hann gefur vítið. Mér finnst reyndar að hann hefði bara átt að láta sig detta þegar sóknarmaðurinn ýtir við honum og kemur sér þannig á milli Carra og boltans. Carra er baráttuhundur en það vantar oft miklu meiri klókindi og þá sérstaklega þegar hann er með boltann. Charlie Adam var svo skelfilegur í dag, finnst skrýtið að Spearing hafi verið eini miðjumaðurinn á bekknum í dag en kannski er það hreinlega staðan eftir brottför Meireles.
  Þess utan þá var þetta bara einn af þessum dögum. Gefum skíta víti og erum svo með boltann nánast allan tímann á móti liði sem hafði nákvæmlega engan áhuga að bæta við mörkum. Við gáfum þeim því miður nákvæmlega þann leik sem þeir vildu fá. Nákvæmlega þarna liggur styrkleiki Stoke, í því að verja fenginn hlut og því miður héldum við ekki ró okkar, boltinn fékk ekki að flæða nógu mikið heldur var honum dúndrað fram í tíma og ótíma og slíkt er alls ekki uppskriftin að árangri á móti Stoke, eða nokkru liði ef út í það er farið.
  En svona er þetta, þýðir ekkert að hengja haus. Við verðum bara að halda áfram og vinna Tottenham.
  KOMA SVO!
  YNWA 

 33. Menn eru alltaf að tala um að leikirnr móti stoke og tottenham séu einhver tvö próf. Hvaða helv rugl er það, liðið á eftir að slípast betur og betur saman með hverjum leiknum og þessir tveir leikir eru bara tveir leikir af 38 leikjum.  Liverpool spilaði ekki vel í þessum leik og það eiga eftir að vera fleiri leikir þar sem liðið spilar illa í.  Þó svo að það illa færi að Liverpool myndi tapa líka á móti tottenham þá gætu það alveg eins verið einu tveir tapleikir tímabilsins.

  Hættið þessu bulli um að tveir útileikir í röð á móti einhverjum liðum sé eitthvað stórt próf, þvílíkt bull ! !

  YNWA   

 34. The Potters went in front in the 21st minute. Walters tangled with Jamie Carragher in the box and after the Stoke striker hit the deck theatrically referee Clattenburg pointed to the spot.
  Replays showed Carragher had an arm around Walters but he was already falling into the Reds defender.

  Ætla að leyfa mér að vera algerlega sammála þessu mati blaðamanns Liverpool Echo.  Vissi svosem alveg að þessi þráður yrði ekki til þess að Jamie Carragher færi að læra íslensku, en hann segir þó ágætt um það hvaða leikstöður eru þær sem krítíkina fá.

  Jamie Carragher fær á sig vafasamt víti og við viljum kveðja hann, Suarez klikkar á besta færinu okkar en hann er samt okkar besti maður.  Hvorugt held ég að þurfi að verða aðalatriði dagsins heldur einfaldlega sú staðreynd að planið gekk ekki upp hjá þjálfurunum og leikmönnunum sem heild.

 35. Mér fannst liðið spila vel mestanpart. Skóp fullt af færum og opnaði þetta hrikalega vel skipulagða og harða Stoke lið hvað eftir annað. Réttlæti er hins vegar ekki til í fótbolta og því fengum við að kenna á í dag.

  Ég er ósammála þeim sem telja upp hvern leikmann okkar og segja hann hafa leikið illa. Þetta var hrikalega erfiður leikur gegn liði sem hefur sýnt það hvað eftir annað að það er ekki auðunnið, allra síst á heimavelli.

  Þetta voru samt vonbrigði ekki síst að Carra skyldi bjóða upp á að láta dæma á sig víti. Shit happens en Carra er aðeins farinn að lifa á lukkunni finnst mér.

  Tottenham næst og þá gleymum við þessu helvíti.

 36. Mér finnst menn aðeins of dómharðir á Henderson,þetta er gríðarlega efnilegur strákur sem á eftir að gera góða hluti hjá okkur í framtíðinni.en svo við ræðum aðeins carra og hans mistök þá held ég svei mér þá að kallinn verði að fá sér sæti á bekknum í næsta leik! hreint út sagt ömurlegt að horfa uppá manninn kosta okkur heilu leikina,ég hef alltaf haldið mikið uppá carra en því miður þá sækir aldurinn á alla og þar með talið carra, á bekkinn með hann í næsta leik og sjáum hvað gerist.

  Var ég sá eini sem tók eftir baugunum á carrol !!?? það leit út fyrir að gæjinn væri nývaknaður af 3 daga djammi !!

   

 37. Algjörlega sammála Einari Erni í greiningu hans á leiknum. Djöfull sem ég er pirraður eftir þennan leik og ekki bætir úr skák að í þessum skrifuðu orðum eru Man Utd 3-0 yfir á móti Bolton, þetta er ljóti andskotans dagurinn.

 38. Miðað við leiki dagsins þá eru bæði manchester liðin í algjörum sérflokki. united komnir í 0-3 eftir 27 mín.
   

 39. Ofboðslega pirrandi leikur. Nokkrir puntkar að mínu mati. Carra verður að fara á bekkinn. Gæði miðumanna Liverpool sóknarlega eru lítil og það verður að viðurkennast að við VERÐUM að fara að fá fyrirliðann í liðið og það í góðu formi. Henderson ferlegur, Adam sömuleiðis og sendingar fyrir markið alveg voðalegar. Hefðum svo sannarlega haft not fyrir Aquilani og Mereiles í þesusm leik sóknarlega en Kenny ákvað að losa sig við þá og treysta á Spearing, Adam, Henderson og Lucas sem að mínu mati eru ekki nógu öflugir sóknarlega. Þar að auki verður Kenny að fara að þora að spila með tvo frammi frá starti leiks. Bottom line, Liverpoolliðið að vinna ekki Stoke í dag eins og þeir spiluðu er einfaldlega lélegt.
   

 40. sjáið bara muninn. Liverpool á útivelli á móti stoke, tapa 0-1… Man utd á útivelli á móti bolton og staðan þar 0-3 eftir 30 mín!!!!

 41. sjáið bara muninn. Liverpool á útivelli á móti stoke, tapa 0-1… Manchester United á útivelli á móti bolton og staðan þar 0-3 eftir 30 mín

  Já, það er munur á Englandsmeisturunum og Liverpool.  Það eru ekki fréttir.  Það er líka talsverður munur á Stoke úti og Bolton úti. 

  Ef menn héldu að við værum að fara að slá Man U út strax í ár, þá er það full mikil bjartsýni.  Ég hef ekkert sérstakar áhyggjur af Manchester liðunum – ég held að takmarkið eigi að vera þriðja sætið. 

  Gleymum því ekki hvar við vorum fyrir 9 mánuðum.

 42. Carra tapaði ekki þessum leik fyrir LIVERPOOL, allt liðið gerði það.

 43. Amen Einar Örn, glaður að ég ýtti á F5 – takkann áður en ég fór í að svara eins og þitt comment í #53 er.
   
  Er ekki enn búinn að gleyma síðustu frammistöðu okkar á Brittania fyrir ári síðan, sú var öllu ömurlegri en í dag takk fyrir.  Tölfræðin sem kemur úr þessum leik sýnir auðvitað að við stjórnuðum leiknum og fengum fullt af færum en Stoke varðist þvílíkt vel.  Svoleiðis leikir munu koma upp.
  En manni virðast nágrannar okkar báðir vera í töluverðum sérflokki í upphafi þessa móts og eltingaleikurinn verði um sæti 3 og 4 fyrir hin.  Með sigri í dag hefðum við getað látið okkur dreyma um að við gætum eitthvað strítt topp tveimur áfram, en það virðist erfitt að sjá.
   
  Og Höddi B.  Drengur minn!  Það er auðvitað talað um það sem próf fyrir okkur að fara á þennan erfiða útivöll – þar sem við höfum ekki unnið deildarleik síðan þeir komust upp.  Og líka þegar við förum á völl þar sem við höfum tapað síðustu ár og gegn liði sem við töpuðum fyrir á Anfield í vor í lykilleik.  Þú mátt samt ráða hvort þetta eru kannanir eða kaflapróf, því auðvitað er staðan í vor lokaprófið.
   
  Svo sér maður að við erum að fara í alvöru leik í Carling Cup.  Brighton efstir í 1.deildinni og ósigraðir.  Skemmtilegt…

 44. Vil byrja á að þakka fyrir frábæra síðu og skemmtilegar umræður.
  Ég verð að vera sammála þeim sem gagnrýna Carragher.  Auðvitað er ekki hægt að skrifa þetta eingöngu á hann en það er morgunljóst að hann er langt því frá að vera eins sterkur og hann var.  Hann er einfaldlega orðinn of hægur fyrir þessa deild. Það sem er hins vegar furðulegt er að hann virðist ekki geta nýtt sér reynsluna til að vega upp á móti – líkt og við sáum t.d. hjá Hyypia kallinum. 
  Carra er að gera mistök sem kosta mörk og það gengur ekki upp.  Auðvitað var þetta víti áðan.  Hann ræður ekki við manninn og ákveður að halda honum.  Hvernig er það ekki víti?
  Hann hefur gert margt gott fyrir félagið í gegnum tíðina en þetta er orðið gott held ég. Með hann í byrjunarliðinu getum við ekki beðið um mikið.  Maðurinn getur ekki gefið boltann á samherja undir pressu. 
  Það eru nokkrir sérfræðingar hér á þessu spjalli sem verja hann hins vegar út í hið óendanlega.  Sömu menn hafa greint taktík Dalglish sem “pass and move” fótbolta. Læt það vera. En hvernig á að vera hægt að spila þannig bolta með mann í liðinu sem þrumar boltanum á mótherja í hvert skipti sem hann er undir pressu?

 45. Ekki nógu gott í dag. Vissulega ekki okkar versti leikur en það voru bara alltof margir factorar sem gengu ekki upp í dag. Auðvitað má nefna dæmi eins og Clattenburg sem var vissulega afleitur í dag en við vorum líka sjálfum okkur verstir.
  Stuttu sendingarnar í dag voru oft á köflum alveg hræðilegar og það gengur einfaldlega ekki upp gegn liði eins og Stoke.
  Finsihing hjá okkar mönnum var bara ekki nógu clinical og það er það sem skilur liðin að í dag. Stoke fengu ekki færi en kláruðu sitt eina sem var víti. Henderson og Suarez áttu klárlega báðir að skora í dag. Plús það að skotin okkar voru ekki næglega góð eins og t.d Downing inní vítateig þegar hann neglir himinhátt yfir.
  Núna munu eflaust margir gagnrýna mann fyrir neikvæðni en þetta er einfaldlega það sem skilur toppliðin frá þeim sem eru þar rétt fyrir aftan. Carraher var einfaldlega ekki nógu góður í þessum leik. Getur sjálfum sér um kennt um að hafa komið sér í þessi vandræði þó að dómurinn hafi vissulega verið strangur. Hann gat ekki sent boltann öðruvísi en að negla honum beint á kollinn á Shawcross, Upson eða Huth. Var orðið virkilega þreytt. Vona að Coates verði tilbúinn í þessa stöðu sem fyrst. Slakið á núna Carragher aðdáendur, ég hef alltaf verið og er Carra aðdándi, en það er kominn tími á breytingar. Carra sem squad player á bekknum er heldur ekkert slæmt. Ef Coates og Agger mynda gott teymi, þá er Carra enn til staðar í liðinu og inní klefanum sem er afar mikilvægt.
  Nú fyrir framan mann eru ekki liðnar 30 mínútur af Bolton – Manchester United leiknum og Man U hefur fengið 3 færi og skorað 3 mörk. Þetta er það sem skilur Manchester United frá hinum liðunum. Þeir hafa þetta guts til að klára þessi minni lið. Öll 3 stig eru mikilvæg, sama hvort við sækjum þau á Stamford Bridge eða Britannia.
  YNWA 

 46. Vissulega pökkuðu Stoke menn í vörn en það kemur ekki í veg fyrir augljósar staðreyndir í leik okkar manna.
   
  Erum gjörsamlega hugmyndasnauðir fram völlin. Fyrir utan það að Hendo var lélegur, ásamt þeim Kuyt og Carragher (spurning hvort að hans dagar séu ekki að verða taldir, engan vegin ásættanleg framistaða síðustu leiki).
  Það var ekki fyrr en Bellamy kom inná sem það færðist einhver hraði í þetta og spil milli manna gekk betur, og hann er 32 ára maðurinn…
   
  Svo veltir maður alvarlega fyrir sér hvort að þetta “pass and move” sé ekki bara ný útgáfa að hinni klassísku “kick and run” sem einkenndi lengi vel enska knattspyrnu og reyndar enn enska landsliðið.

 47. Ég þarf að ná aðeins utan um pirringinn áður en ég tjái mig mikið um þennan leik. En ég verð að segja örfáa hluti:

  1. Þeir ykkar sem koma hér inn og skamma Einar Örn fyrir að taka leikskýrslur að sér: hættiði þessu. Þetta var fyndið fyrir tveimur árum þegar Einar Örn kvartaði yfir því að hann væri svo óheppinn að hann lenti alltaf á tapleikjum en þetta hefur ekki verið satt síðan 2009. Svo eru AUÐVITAÐ engin tengsl milli þess hver skrifar inn á íslenska bloggsíðu og þess hvort liðið vinnur leik eða ekki. Fullorðnist.
  2. Dalglish segir allt það rétta eftir leikinn. Ég þoli ekki að þurfa að vera týpan sem vælir alltaf yfir dómgæslunni, en ef hún væri í lagi hefðum við fengið eitthvað úr þessum leik í dag og leikið manni fleiri í 85 mínútur gegn Sunderland í fyrstu umferðinni. Þetta eru stór dómaramál sem falla okkur í óhag og það er alveg hægt að færa fyrir því rök að við værum jafnvel með fullt hús stiga ef þau hefðu fallið okkur í hag. Þrisvar í dag handlék Stoke-maður knöttinn innan eigin vítateigs, ekki eitt af þeim var vafaatriði og í öll skiptin hristi Clattenburg hausinn og hljóp í burtu. Þetta er ekki hægt.
  3. Við töpuðum 2-0 á þessum velli fyrir tæpu ári en þetta var miklu betra í ár, þótt niðurstaðan hafi verið sú sama. Við dómineruðum leikinn, áttum að nýta eitthvað af dauðaDAUÐAfærunum í seinni hálfleik og áttum að fá fleiri en eitt víti. En við gáfum þeim líka forgjöf í upphafi leiks og það nýta Stoke betur en flestir.
  4. Talandi um gjöfina. Af hverju á Carragher að vera sjálfgefinn fyrsti kostur í vörnina gegn Tottenham í næsta leik? Johnson og Kelly verða orðnir klárir í bakvörðinn þá sem þýðir að bæði Skrtel og Coates geta tekið miðvörðinn með Agger, og Carragher er að spila eins og hann sé fimmtugur, ekki 33ja ára. Þetta er stór og erfið ákvörðun en það er að verða ansi ljóst að Dalglish verður að stíga upp og taka af skarið fyrr heldur en síðar. Ég vil sjá Skrtel og Agger í vörninni gegn Tottenham. Þetta er ekki hægt lengur.

  Jæja, ég ætla að fara og hugsa um eitthvað annað en fótbolta í eins og sólarhring. Svo kannski reynir maður að meta stöðuna aðeins.

 48. Algjörlega sammála magga 45# Carra virkilega óheppinn að fá dæmt á sig víti, og í raun ótrúlegt að Liverpool fái á sig einu vítaspyrnuna á meðan við áttum að fá 2-3…..

  Tapið ekki síður Henderson og Suarez að kenna fyrir að klúðra þessum færum! 

 49. já kennum Carragher um þetta! í fyrsta lagi var brotið á honum á undan og Carra reynir að ná jafnvægi aftur með að grípa aðeins í hann. Algjörlega fáranlegur dómur!

  Suarez, Lucas og Henderson verstu menn Liverpool í dag! 

 50. Gulli (#63) segir:

  …með að grípa aðeins í hann…

  Það er víti. Og Carragher átti aldrei að láta Walters ná til boltans á undan sér til að byrja með. Hann er orðinn hægur og bregst þarna seint við pressunni frá Walters. Og svo þegar hann fann snertinguna frá Walters gat hann látið sig falla og fengið aukaspyrnuna en grípur þess í stað í Walters sem er sniðugur og gerir það sem þarf.

  Víti. Ekkert annað. Og mjög, mjög, ákaflega illa gert í alla staði hjá Carragher. Því miður.

 51. Dalglish átti að gera skiptingarnar strax í hálfleik, of mikil áhættufælni að bíða framá 65. mínútu

  Einhverjir úr LFC voru þreyttir eftir landsleiki á meðan Stoke voru úthvíldir – því um að gera að skipta þreyttum mönnum út undir eins og bæta í sóknina 

 52. Kristján Atli segir: Það er víti
  Það er ekkert víti ef hinn brýtur á undan!!
  Öxl í öxl er leyfileg í beinni baráttu við boltann, en ekki til þess eins að taka varnarmann úr jafnvægi! hversu ótrúlega oft dæmdi dómarinn á sóknarmenn okkar fyrir það rétt að stuða varnarmenn stoke????? t.d. bara þegar Kuyt rétt kom við shawcross og dóamrinn flautað um leið!

  Horfa á hlutina í samhengi!

   

 53. Jæja, þá er mesta reiðin runnin af manni. Vondur leikur í dag gegn öflugu varnarliði Stoke. Lítum aðeins á málið.
  Þetta er frekar slæm byrjun á tímabilinu. En þó er það grátbroslegt að hugsa til þess að þetta er samt okkar besta byrjun til fjölda ára. Ég verð að segja að mér finnst eiginlega jafnteflið heima á móti Sunderland vera verra en tapið á móti Stoke í dag.
  Það ætti nú öllum að vera ljóst að það vantar gæði í liðið. Það þarf ekki nema að líta á misnotuð færi og misheppnaðar sendingar til þess að sjá það.
  Menn hafa verið að tala mikið um þá breidd sem við erum að ná í liðið. Að hafa mikla breidd er auðvitað mikilvægt – en hafa verður í huga að breiddin verður að búa yfir gæðum ef árangur á að nást.
  Stöðugleiki, stöðugleiki, stöðugleiki – er það sem skiptir máli þegar öllu er á botninn hvolft.
  Tíminn mun svo leiða í ljós hvort Kenny karlinum takist að ná fram þeim gæðum og byggja upp þann stöðugleika sem þarf til þess að komast í meistaradeildina og hugsanlega gera atlögu að titlinum.
  Ég hljóma kannski eins og súrhaus þegar ég segi það; en ég sé okkur þó ekki berjast um titilinn á næstu 4-5 árum. Ekki á meðan Fergie stjórnar á Old Shithouse og City og Chelsea dæla peningum í klúbbana. Eigum einfaldlega mjög lítinn séns í þessi lið. En það væri gaman að komast aftur í meistaradeildina.
  Markmikið ætti að vera skýrt og raunhæft; komast í meistaradeildina og vinna aðra hvora bikarkeppnina – helst FA bikarinn.

 54. Ég átti ferlega flottan golfhring á Korpunni í morgun og því í mjög góðu skapi. 
  Ég var ekki í eins góðu skapi þegar dómarinn gaf þeim vítið, en slíkt gerist.

  LFC var stórkostlega miklu betra í dag en fyrir ári síðan, þegar ég sat á Hótel Kea og horfði á “nákvæmlega” sama leikinn sem upphitun fyrir árshátið Opinna kerfa þar sem ég vinn.  Frábær byrjun á því kvöldi ….

  Slökum á, liðið var miklu miklu miklu betra í dag en fyrir ári síðan.  Þetta er hárrétt þróun á leikgæðum og eftir áramót getum við farið að velta því fyrir okkur hvar við stöndum. 

   

 55. Minni á “comment” númer 26. Erum komnir í 5-0 og ennþá eftir að bætast við. Þvílíkir leikmenn , þvílíkur þjálfari!

 56. Vandamál Liverpool í dag er Carragher og hans varnaleikur hans,hann gaf mark á móti Bolton og núna aftur á móti Stoke,þetta leysist ekki fyrir en Dalglish hefur kjark til að setja hann á bekkinn en þangað til verður Carragher veiki hlekkurinn og varnaleikurinn líka.

 57. Merkilegt á þessum velli hvað boltinn er lítið í leik. Það fer óralangur tími í allar aðgerðir eins og innköst og aukaspyrnur. Sniðugt hjá Stoke en gríðar pirrandi að spila á móti svoleiðis liði.
  Eins má alveg hvíla Carragher í svona leikjum við varnarsinnuð lið. Þar er lítið að gera hjá vörninni og nauðsynlegt að hafa varnarmenn sem geta byggt upp sóknir með jörðinni.
  En nota frekar þennan baráttuhund á móti liðum sem koma til með að sækja á okkur fleiri en einu sinni í leik.

 58. Ég er sammála Kristjáni Atla #61.
  Tvö alvarleg mistök hjá Carra í tveimur leikjum í röð réttlæta að annar leikmaður fái sénsinn. Vil taka fram að ég sá nákvæmlega ekkert að byrjunarliðinu í dag. 10 af þeim leikmönnum sem byrjuðu leikinn í dag voru í liðinu sem yfirspiluðum Bolton í síðasta leik og áttu því allir með réttu að byrja leikinn í dag. Dalglish launaði þeim frammistöðuna þar með því að byrja í dag. Því miður náðu flestir leikmenn ekki að sýna sitt besta. Kuyt, Henderson og Adam voru mjög slakir og það hefði verið gott að vera með sóknarmiðjumann í bekknum í dag í stað Adam. Það verður frábært að fá Gerrard inní hópinn á ný.
   
  Það er alltaf stórt skref að taka varafyrirliðann og goðsögn útúr byrjunarliði en stundum er það liðinu fyrir bestu. Staðreyndin er bara einfaldlega sú að leikmenn eldast misjafnlega vel og þegar menn eru komnir yfir 30 ára aldur þá gerast hlutirnir hratt. Ég er ekki í nokkrum vafa yrði Carra tekinn útúr liðinu í næsta leik þá gæti það virkað sem vítamínsprauta á hann og við fengjum hann tvíefldan til baka.
   
  Ég er svo hjartanlega sammála Dalglish að dómgæslan það sem af er þessum vetri er búinn að vera frekar pirrandi og búin að kosta liðið hugsanlega 3 stig. Ég hins vegar hef trú á því að þetta eigi eftir að jafnast út yfir tímabilið og við eigum eftir að fá vafaatriði okkur í hag.
   
  Framundan löng vika…CL og EL án Liverpool þetta árið og ekki leikur fyrr en á sunnudag og það verður svakalegur leikur.

 59. Átti Adam ekki að vera maður til að opna varnir þeirra liða sem pakka í vörn á móti okkur?  Arfaslakur í dag og því miður ekki nógu sterkur maður á miðjuna hjá okkur. 

 60. Þið ykkar sem eruð að reyna að verja Carragher og segja að Stoke maðurinn hafi brotið fyrst, hafið þið hugsað um það hversu fáránlega Carragher var staðsettur?  Það var alveg eins og Carra væri sóknarmaðurinn að reyna að komast framhjá varnarmanni, algjörlega fáránleg staðsetning hjá manninum!  Þegar að varnarmaður hefur hvorki staðsetningar né hraða, hvað er þá eftir?  Liverpool hjartað? Jájá, kannski.. en þá gæti ég alveg eins verið þarna inná ef það er það sem telur…

 61. Þó svo að það sé himinn og haf á milli gæða okkar liðs og Manchester United í dag þá verðum við alltaf að bera okkur saman við þá. Þeir eru erkifjendur okkar og það er bara þannig.
   
  Gott dæmi um gæðamuninn; United átti 12 marktilraunir og skoruðu 5 mörk. Liverpool átti hvað, 20? og skoruðu 0.
   
  Life’s bitch.

 62. Mér finnst við meigum ekki bara kenna dómaranum um hann átti nú ágætis leik að mínu mati. En ég sakna meireles gríðarlega s´rstaklega vegna þess að hann átti frábæran leik fyrir Chelsea rétt áðan og fannst hann vanta inn í leikinn núna.

 63. Virkaði mjög mikill kraftur í Craig Bellamy sem er jákvæði punktur dagsins.

 64. Svona til að sjá ljós í myrkrinu fyrir þá sem eru eins pirr og ég.

  Ég vil minna á seasonið 08-09 þegar við vorum grátlega nálgt að tryggja okkur titilinn. Þá gerðum við gífurlega mörg jafnteli! Ef við hefðum tapað eins og 2 af þeim leikjum sem við gerðum jafntefli og unnið eins og 4 af þeim sem fóru óvart jafntefli. Þá hefðum við verið 6 stigum ofar á töflunni og unnið deildina.

  Þannig núna skulum við ímynda okkur að við töpuðum leik en í staðin vinnum við leik sem annars ætti að fara jafntefli ;). En svona pointið er að 1 tap og 1 sigur skila meira en tvö jafnteli. Við brutum Emirates múrinn og núna er komið að því að eyðileggja White Hart Lane múrinn.

  Þetta gekk ekki vel í dag en þetta er lærdómur fyrir svo má segja nýtt Liverpool lið!

  YNWA.

 65. Hættið að drulla yfir carragher!!! maðurinn er legend sem myndi deyja fyrir klúbbinn annað en sumir! jú auðvitað hann gerði mistök en hversu oft hefur hann bjargað okkur með frábærum varnarleik!? ég hef oft og mörgum sinnum verið pirraður á honum en hann er með stórt liverpool hjarta og á skilið meiri virðingu en eftir einn tapleik á móti ömurlega leiðinlegu stoke liði sem spilar ekki fótbolta og ekki var dómarafíflið að hjálpa til.. bara leiðinlegt að sjá hvað margir eru fljótir að rakka hann niður strax eftir einn leik í stað þess að hafa betri yfirsýn yfir leikina sem framundan eru núna snýst þetta um næsta leik…

  ynwa Carra

  áfram liverpool alltaf

 66. Menn sem reyna að halda öðru fram en að þetta hafi ekki verið víti eiga að fara snúa sér að einhverju öðru en að horfa á fótbolta eða taka niður Liverpoolgleraugun.  Þetta var svo átakalega illa gert hjá Carra að það er ekki einu sinni fyndi.  

 67. #80 – sgg8

  Það væri hægt að nota sömu rök fyrir því að Dalglish ætti að vera í byrjunarliðinu. Stærsta liverpoolhjartað, skoraði helling af mörkum og var bara almennt frábært leikmaður.

  Lykilorðið er samt “var”.

  PS: Mistök Carraghers eru fleiri en bara það sem hann gerði í dag. 

 68. Kristján Atli #61

  Fyrsti punkturinn þinn er fyndinn, afhverju þessi viðkvæmni þó menn grínist aðeins með leikskýrslurnar hans Einars og töpin? Menn hljóta að meiga djóka með þetta. Auðvitað eru menn fullkomlega meðvitaðir að það er ekkert samhengi þarna á milli, en á meðan þetta heldur áfram munu menn grínast með þetta….óþarfi að hljóma eins og gömul bitur kelling.

  Ætla síðan að leyfa mér að vera þér fullkomlega ósammála í lið 4. Carra er fyrsti maður á blað í þessari vörn. Það er hann sem stýrir vörninni og öllu tali um að hann sé búinn á því vísa ég algjörlega til föðurhúsanna. Skrtel hefur margoft sýnt að hann er ekki maður í að stjórna vörninni og ég veit ekki hvort menn treysta Coates ennþá. Ég sé bara ekki að við eigum einhvern séns á að setja Carra á bekkinn…og enn síður að það sé ástæða til þess.

 69. Meireles, það væri snilld að kaupa hann.

  Þetta tímabil er ónýtt.

 70. Sælir félagar

  Mér fannst liðið falla í allar gildrur Stoke í dag fyrir utan 3-4 sóknir. Carra féll í stærstu gildruna en svo var það líka að liðið fór að spila eins og Stoke á stórum köflum. Það er alltaf hægt að seigja hefði þetta og hefði hitt en í mínum huga þá var vandamálið að við fórum niður á þeirra plan og náðum ekki að halda okkar tempói.
  Pulis á hrós skilið fyrir það hvernig hann stillti sína menn inn í þennan leik og það er það sem Kenny tókst ekki, fyrir utan það þegar Bellamy og Carrol komu inná.
  Það eru margir að velta því fyrir sér hvort Carra eigi heima í vörninni og ég set sjálfur spurningamerki við það. Fyrir utan stóru mistökin hjá honum þá dúndraði hann nánast alltaf boltanum fram þegar hann fékk hann og það er ekki það sem Kenny vill sjá hjá sínum mönnum. Svo tel ég að Reina geti alveg stjórnað vörninni þó svo hann sé í markinu hann er þvílíkur leiðtogi fyrir þetta lið.

  over and out 

 71. Sælir félagar. 

  Við vitum allir/öll hverjum er um að kenna markið eina sem kom, það skiptir engu hvað hjartað er stórt það þarf að horfa á villurnar sem kosta okkar lið stig, ég hef elskað dáð Liverpool síðan 1974 og var þá 6 ára þegar ég sá fyrsta leik vikugamlan sýndan á ruv sú tilfinning sem ég fékk þá er enn til staðar. King KD hefur þor og hugrekki til að setja gamla á bekkinn en hann hefur bara ekki viljan ennþá, hann trúir á jálkinn af öllu sínu rauða liverpool hjarta…… Ég gæti setið hérna í margar klst og farið yfir öll þau atriði sem dómari dagsins klúðraði eða gaf frá sér viljandi, en það breytir samt engu, við töpuðum. Leikur eftir 8 daga tökum þá í kennslustund vonandi þá 🙂

  lifið heil YNWA 

 72. Það eina sem er jákvætt við leikinn í dag er það að við vorum sirka 23 sinnum betri en í leiknum gegn Stoke á þessum sama velli fyrir tæpu ári síðan en það breytir ekki því að við vorum ekki nógu góðir, það vantaði hraðann sem hefur verið í fyrri 3 leikjunum og hugmyndaflugið var ekki nógu mikið í sóknarleiknum. Stoke átti draumaleikinn sinn, fá þetta ódýra víti og komast yfir og eftir það eru ALLIR í vörn og þeir reyndu ekki einu sinni að hreinsa tuðruna fram völlinn heldur bara uppí næstu stúku sem fannst næstu 70 mínúturnar.

  Ég hef áhyggjur þótt seasonið sé ekkert búið. Áhyggjurnar eru þær hvort við ætlum að fara að missa stig eins og í fyrra alltaf reglulega og jafnvel í leikjum sem við erum betri í á meðan United er alltaf reglulega að klára leiki sem þeir eru td slakari aðillinn í.  Munurinn á mannskap Liverpool og Man Utd á pappír er ekki mikill að mínu mati heldur er það karakter og hugarfar þeirra sem er mun betra en okkar að mínu mati. Þeir gefast aldrei upp og klára svona bras leiki í flestum tilvikum á meðan við erum að klikka á að klára sömu leikina. Þetta verður að lagast og lykilatriði í því er að fá Gerrard inn í 2005 forminu sínu. Ég er reyndar nokkuð viss um að leiðinlegasta lið allra tíma sem er þetta Stoke lið á eftir að taka stig á Brittania af hinum toppliðunum líka en það breytir ekki því að við þurfum að fara klára leiki eins og þennan í dag….

  Þetta voru rándýr 3 töpuð stig og við megum ekki við þessu oft í vetur það er á hreinu….  

 73. Kristján Atli 61 ….

  Jájá Carra er ekki að spila neinn æðislegan bolta þessa dagana en að hafa Skrtel og Agger saman lýst mér ekki vel á, Skrtel ætti réttilega að fá á sig dæmd 6 víti í leik svo grófur er hann í tsd föstum leikatriðum andstæðingana, hann hefur fengið dæmd á sig víti og það mun ekki hætta ef við ætlum að fara að spila honum þarna alltaf.

  Hvernig væri að gefa Coates bara sénsinn með Agger??? flottur miðvörður, ég sá 3 leiki í sumar með Úrúgvæ og þessi strákur heillaði mig og fleiri þar þótt mér hefði aldrei dottið í hug að hann kæmi nokkurntíman til Liverpool. Hann hefur hæðina, hraðann, leikskilninginn og virðist hafa allr sem þarf í þetta svo af hverju ekki??     

 74. Í dag vorum við að spila við lið sem varðist með tvær hávaxnar varnarlínur sem segir okkur að það þarf að halda boltanum niðri og koma með klókar hættulegar stungusendingar inn fyrir varnirnar. til þess þarf góða sendingamenn sem geta spilað hratt og með nákvæmar sendingar eins og Adam og t.d. AQUILANI og MERELES !!!!!!!! menn sem eimmitt lögðu upp sitthvort markið um helgina með FRÁBÆRUM sendingum!!! hefðu nýst vel í dag. Held að þeir hér sem alltaf sjá sig knúna til að verja alltaf stjóran sem hver félagskiptin eru ættu held ég að taka hattin sinn og troða honum upp í ####gatið á sér það hefði ekki verið neitt mál að halda þessum mönnum !!!!

 75. Mér þykir menn vera full pirraðir hérna inni. Vissulega áttu Liverpool að fá víti í þessum leik en stundum fellur ekkert með manni. Það er eins og það hafi verið skrifað í lög að Liverpool ætti ekki að skora mark í dag. Það vita allir að Liverpool var ekki að fara taplaust í gegnum þetta tímabil þannig að slakið bara á. 

  Svo Kristján Atli þá vita allir að það eru ekki bein tengsl á milli pistlahöfunda hér inni og velgengni Liverpool á vellinum. Þetta er grín sem að, ef ég man rétt, Einar Örn byrjaði á sjálfur. Slaka! 

 76. Haukur 90….

  Þetta grín um Einar örn og leikskýrslur er samt sem áður orðið ÞREYTTARA en Allt… Ég langar td að æla á tölvuna mina við að lesa þessi komment eftir hvern leik se Einar skrifar skýrluna… Geta menn ekki bara hætt þessu fokking leiðinlega djóki…

  Ég gæti alveg eins sagt að við unnum ekki í dag því ég var ekki á helvítis vellinum, eg meina við höfum nu alltaf unnið með mig á vellinum svo af hverju eru menn ekki bara að borga undir mig þarna ut vikulega??’

  nei án djóks eg hvet stjórnendur síðunnar til þess að eyða öllum kommentum um þetta mál jafnóðum út, þetta er orðið ALLTOF þreytt djók sem gerir mig agalega pirraðan að lesa serstaklega eftir tapleiki, það er ekki eins og maður sé í góðu skapi þá heldur þvert á móti með eina helgi eyðilagða og allt í messi og ég nenni ekki að lesa svona KJAFTÆÐI þá,…..         

 77. Mikið vona ég að menn eins og Örn (fuglinn) séu með dómarapróf.  Þeir hafa þessa innsýn sem þarf, annað en t.d. 98% blaðamanna sem skrifað hafa um þennan leik og kjáninn Dalglish sem ekkert vit hefur á fótbolta, hann meira að segja horfði á endursýninguna áður en hann fór í viðtal og sagði, að mínu mati algerlega réttilega, að þetta hafi ekki verið víti.
  Skulum átta okkur á því að dómgæsla snýst um að halda línu og ef Clattenburg ætlar að halda þessari línu var 100% brot á Martin Skrtel og Daniel Agger í fyrri hálfleik og þá líka þegar Skrtel reyndi að klæða Shawcross úr peysunni.  Það fannst mér reyndar geta orðið víti.
  Auðvitað er ég bara amatör í þessu, og kannski þá annað en sumir sem kommenta hér, en samkvæmt reglunum sem KSÍ dæmir eftir allavega þá var snerting Jon Walters alveg 100% ekki “öxl í öxl” þar sem hann hleypur inn í Carragher og setur hann úr jafnvægi, Carra er við það að detta og þá skulum við ekki gleyma því að Walters er þá einn í gegn og þá eru það eðlileg viðbrögð að reyna að halda jafnvæginu, Walters stígur inn í hann, er klókur og Clattenburg fellur í gildruna og dæmir víti. 
  Þeir sem telja þetta víti, átti þá t.d. Skrtel ekki að fá víti þegar Etherington braut á honum.  Kannski kemur þá enn ein bullmýtan sem snýr að dómgæslu, sú að af því að boltinn var “farinn” megi bara dúndra sóknarmanninn niður.  Enda fór langbesti lýsandi landsins, Gummi Ben, vel yfir þetta atriði í leiknum.
  Svo ég ætla að leyfa mér að vera sammála Dalglish um það að ef þetta var víti þá áttum við nokkur í leiknum.
   
  Svo ætlaði ég ekki að láta draga mig inn í Carra umræðuna, en ég bara get ekki orða bundist!
   
  Fyrir það fyrsta þá er Jamie Carragher fæddur sama ár og Rio Ferdinand og Frank Lampard.  Hann er líka jafngamall og Sami Hyypia var leiktímabilið 2006 – 2007 en það tímabil var hann alveg ágætur og sem það næsta áður en hann spilað minna 35ta aldursári.  Það er að mínu mati ekkert sem segir það að 33ja ára gamall leikmaður sé orðinn of gamall.  Jamie Carragher æfir einna mest allra leikmanna félagsins, hans “fitness levels” eru með þeim allra hæstu samkvæmt Darren Burgess svo ég myndi halda að umræðan um aldur og fitness sé í besta falli sérkennileg.
   
  Þá kemur að hans hæfileikum.  Þegar allri tilfinningasemi er sleppt og við hugsum ekki um það að þarna fari næst leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins og fyrirliði þá held ég að við ættum bara að horfa til þess að þegar Steve Clarke tók við starfi aðstoðarþjálfarans hjá okkur tjáði hann sig um það að lykilatriðið í varnarleiknum væri skipulag og mikilvægi þess að loka hættusvæðum.  Ég veit að það verða einhverjir sem ákveða það að þar með sé ég að hætta að vera skynsamur og horfa blint til fortíðar þá er það einfaldlega svo að ég sé engan annan varnarmann hjá okkur tilbúinn að taka við því hlutverki í vetur.
  Ég hef ennþá efasemdir um Martin Skrtel sem lykilmann í framtíð félagsins og krossa allt sem hægt er að Daniel Agger, sá frábæri drengur, verði heill í vetur.  En ég ætla að styðja þá ákvörðun Dalglish að halda Carra sem öðrum hafsentinum í parinu enn um sinn, við erum ekki enn búin með fyrsta mánuðinn og það er alltof snemmt að fara að breyta því skipulagi sem Clarke er búinn að teikna upp.
  Hafsentastaða er sú næst mest vanþakkláta í 11 manna liði, á eftir þeim sem stendur í markinu – þeir sem hana taka sitja stöðugt undir því að þeirra mistök eru teiknuð upp harðar en hjá þeim sem framar liggja.
  T.d. þessi staða Carra í markinu.  Horfið á stöðu fyrst Agger og Enrique áður en boltinn fer inn fyrir á Carra.  Agger hleypur út úr stöðu en fer ekki upp með sínum manni og síðan er Enrique í handbremsu þegar hans maður dúndrar innfyrir.  Enrique karlinn átti alveg hryllilega dapran dag að öllu leyti í dag en það er ekki nokkur ástæða til að henda honum.
  Frekar en Adam.
  Frekar en Henderson.
  Frekar en Carroll.
  Þetta lið okkar er í uppbyggingarfasa og sem betur fer held ég að bæði eigendur og stjóri hafi áttað sig á að við myndum tapa leikjum og það kæmu í ljós veikleikar.
  Því miður er lítil þolinmæði hjá okkur hinum – en ég legg til að við horfum af yfirvegun fram á veginn.  Það var ekki þannig að við værum yfirspilaðir og allir væru lélegir.  Stoke fékk ekkert færi og skoraði úr vafasömu (hið minnsta) víti og við fengum fjölda góðra færa og minnst þrjú fullkomin dauðafæri.  Á móti liði sem er ósigrað og hefur fengið á sig eitt mark á velli þaðan sem fáir fara með þrjú stig.
   
  Við þurfum að búa okkur undir svona bakslagsleiki í vetur, það er útópísk ofurbjartsýni að reikna með að við hoppum úr því ástandi sem ríkt hefur síðustu tvo vetur í það að bara stúta öllum leikjum…
  Og sem betur, betur, betur fer er ljóst að hjá félaginu okkar ríkir nú gamla hefðin með það að liðið stendur og fellur hvert með öðru, enginn einstaklingur mun bjarga eða eyðileggja tímabilið.
   
  YNWA!!!

 78. Það var ömurlegt að horfa á andlaust og hugmyndasnautt Liverpoollið. Manchester-liðin munu fljótlega fara að stinga okkur af. Við meigum þakka fyrir ef við náum 4. sætinu, Gerrard verður að fara að kom inn til að mata Suarez.
  En áfram Liverpool!!!!!!!!!!!!!

 79. Ég skil ekki afhverju menn eu brjálaðir út í Carra, jú hann gerir mistök en voru sóknarmenn Liverpool ekki að misnota dauðafæri líka?

 80. Carra kallaður jálkur og þeir sem vildu leyfa Aqua og Meireles að fá vilja sínum framgengt og óska eftir að fara frá Liverpool Football Club eiga bara að troða upp í ####gatið á sér.
   
  Hvað gengur mönnum hér til? Jesús minn góður guð!

 81. Sergio Aguero kostaði 38 milljón pund á meðan Carroll kostaði 35 milljón pund. Var ekki hægt að bæta þessum 3 milljónum við og fá sirka 10 sinnum betri sóknarmann heldur en Carroll? Carragher er allt allt of seinn og hefur verið það í nokkur ár, það er komin tími á að hann hvíli sig bara og hleypi öðrum að. Annars var Liverpool mjög óheppið í dag og hefði svo átt að vinna en það þarf smá heppni og hún var öll Stoke megin. Við rífum okkur upp eftir þetta ósangjarna tap og komum sterkir í næsta leik. 

 82. Frábært koment Maggi og því miður eru varnarmenn dæmdir mun harðar en sóknarmenn td… Miðvörður gefur eitt mark en senterinn klikkar 3 i sama leiknum einn gegn markverði en þá er bara rætt um miðvörðinn, skrýtið? JÁ….

  Ég held að Dalglish og Clarke séu ekki fífl og Carra er greinilega að sinna meiru i varnarleiknum en við sjáum það er á hreinu. Óþarfi að breyta nuna kannski en hins vegar er ég spenntur að sjá Coates þegar hann er ready, er ekki viss um að það verði a kostnað Carra, því miður mun Agger líklega meiðast og þá vill ég sjá Coates frekar en Skrtel, ég treysti bara ekki skrtel…. Carra er held ég ekkert að fara ur vörninni þennan veturinn þótt ég sé alveg til í að skoða það að setja hann a bekkinn á einhverjum tímapunkti ef allt er ekki að ganga hja honum en hins vegar hefur hann áður gert mistök og átt kannski erfiðar 2 vikur og allt það en alltaf komið til baka og spilað eins og engill 95% af seasoninu svo eg held að það sé algjör óþarfi að örvænta nuna um Carra kallinn.   

 83. Carra á að sjálfsögðu ekki að eiga áskrift af byrjunarliðssæti en hann á alltaf að vera inná ef Skrtel á að koma í staðinn.

  Skrtel er langlélegasti miðvörðurinn okkar.

  Hvað eftir annað er hann farinn úr stöðu, spilar menn réttstæða hvað eftir annað, á mun fleiri aula og klaufabrot en nokkur annar hjá okkur og er lélegur skallamaður.

  Ég hef gjörsamlega enga þolinmæði fyrir Skrtel greyinu. 

 84. Svenni#96
  Það er rétt áð Aguero kostaði ekki nema 3 m.punda meira enn Carroll. Málið er að Aguero verður farinn aftur til Spánar eftir a.m.k. 2 tímabil, ég þori að veðja vinstra eistanu upp á það..  
  En að leiknum, maður er drullufúll með þetta tap en það þarf ekki annað en að kíkja á stöðunna fyrir sléttu ári til að róa pirringinn aðeins. Við vissum það allir að við myndum aldrei fara taplausir í gegnum þetta tímabil svo við skulum anda rólega.
  Klárum Tottenham næstu helgi, málið dautt! 

 85. Svenni #96

  Ekki má gleyma að horfa á launamálin hjá þessum tveimur leikmönnum.
  Ef horft er á kaupverð + laun á 5 ára tíma. þá er það algjörlega ljóst að Aguero er heeeeeeeeeeeeldur dýrari en Carroll karlinn

 86. Ég held að Henderson myndi henta vel á miðri miðju, s.s. þar sem Adam er að spila. Mun öruggari á boltanum og sneggri. Held að hæfileikar hans myndu njóta sín mun betur þar en hægra megin á miðjunni.

 87. Aguero er og á eftir að skora mörk annað en Carroll og svo kæmi mér ekkert á óvart að Carroll væri búinn að fara í 2 eða fleiri meðferðir eftir 2 ár. City getur líka auðveldlega selt hann á svipaða upphæð en það er Liverpool ekki að fara að geta með okkar mann því miður. Ég vona samt að þetta sé rugl hjá mér með okkar mann og vona líka að næsti leikur fari vel.
   

 88. Heyr, heyr Maggi mark ! ! ! #92.  Besta innlegg sem ég hef séð hér LENGI ! !  Bið að heilsa félagi.

 89. Eitt enn. Það er margbúið að fara yfir hver ástæðan er fyrir því að við vorum í raun aldrei inni í myndinni í kapphlaupinu um Sergio Aguero.  Hún er virkilega einföld – hann vildi fara til liðs sem er í Meistaradeild Evrópu og þar með útilokar það okkur,  hefði ég talið.  Við skulum ekki byggja upp skýjaborgir og vonbrigði með að hafa ekki boðið í hann. Þetta er ekki spurning um að bjóða ekki “3 milljónum punda meira” og þetta er ekki hræðsla við háann launapakka.  Þessi peningur er alveg til staðar launalega séð, enda hafa FSG liðar margoft lýst því yfir að þeir eru ekki hræddir við að borga réttum mönnum laun, – þeir vilja bara fá gæði fyrir launin sem þeir eru að borga.
   
  Aguero vildi ekki koma til okkar – það lá ljóst fyrir og ætti að liggja ljóst fyrir mönnum hér eftir.
   
  Djöfull er hann samt góður !   🙂

 90. Urslitin koma i sjalfu ser ekkert a ovart , flest topp lidin eru i vandrædum a thessum velli.  Thad sem kemur a ovart hversu mikill gædamunur var a lidunum.   LFC vantar bara thessa heimsklassa spilara sem geta klarad svona leiki.

 91. Það var fáranlegt að tapa þessum leik.  Við vorum miklu betri og það er ekki hægt að horfa framhjá því að fyrst dómarinn dæmdi þetta víti á okkur þá áttum við að fá a.m.k. 1 víti.  Hvað hefðu menn t.d. sagt ef Suarez hefði verið sparkaður svona niður í teignum í stað Skrtel? Það var ótrúlegt að horfa upp á þetta.  Mér finnst fráleitt að tapa sér í neikvæðni að þessi eða hinn hafi verið ömurlegur, Carra sé búinn o.s.frv.  Áttum við ekki leikinn? Við gerðum í raun nær allt rétt og maður sá að liðið var virkilega að leggja sig fram og sýna ,,spirit”!  Þetta var bara einn af þessum leikjum þar sem betra liðið tapar! Ég segi þetta ekki oft en þetta var ótrúleg ólukka í dag, við vorum 50 sinnum betri en á þessum velli síðast og þetta var bara ekki réttlátt.  Ég er að skoða stats inn á soccernet.com   Shots on goal: Liverpool 24(7)  Stoke 3(1)  Time of possession Liverpool 73%  Stoke 27%   Þetta eru ótrúlegar tölur.  Og.  Þetta er ekki búið…þetta er rétt að byrja!

 92. Nei ert ad fokkin grinast,Glen Johnson aftur meiddur í nára

  Glen Johnson
  Can’t believe my luck at the mo. Done my hammy again today! Hopefully be back soon!!!

 93. Még liður illa.  Er þetta ekki svipað og þegar maður veit að maður á allt öruggt um að komast í mark með fallegri dömu.  Maður er búinn að hugsa þetta fram og til baka.  Þetta verður bara flott og djöf… á maður eftir að gera góða hluti.  Sér þetta alveg fyrir sér í smáum “dráttum” og allt gengur upp en hvað gerist!!!
  Eftirvæntingin er alveg að tryllla mann en síðan kemur að þessu þá fær maður það strax og er engan veginn að standa sig.
  Held að hópnum líði svipað.  Við erum bara ekki nógu vanir að fá það og það kemur.  King Kenny veit hvað hann er að gera og ég er sáttur við allar breytingarnar.  Nú er bara að bæta sig með hverjum leik.
  Það var fullt að jákvæðum punktum í dag og um að gera að byggja á þeim.
   
  YNWA.
  Manni
   

 94. Hernandez var að koma úr meiðslum hjá man.utd en skoraði samt 2.  Hefði getað skoraða 3-5.  Og hann kostaði í fyrra 6 miljónir punda.  Er einhver hér sem ætlar að segja að Suarez sé betri kaup en hann?  Eða Carroll?

  Það er eitthvað ekki að virka hjá LFC njóstnanetinu ef menn eins og hann koma bara fyrir skiptimynt til helstu andstæðinga.  Og þá þýðir ekki að segja þegar við spilum gegn man.utd og Hernandez fær dæmt á sig víti að dómarinn sé á móti okkur.  

  Þeir eru margir slappir.  En þegar upp er staðið mannlegir og hluti af leiknum. 

 95. Jamie Carragher Jamie Carragher Jamie Carragher Jamie Carragher Jamie Carragher Jamie Carragher Jamie Carragher Jamie Carragher Jamie Carragher Jamie Carragher Jamie Carragher Jamie Carragher

  Ég er alltaf að segja það… meðan hann spilar eigum við alltaf eftir að fá svona mörk á okkur, hvað á hann að fá að hanga lengi í liðinnu út af klíku ???

  Þetta er hætt að vera sniðugt.. í burtu með manninn !!

 96. Eins og við segjum þá var þetta einn af þessum dögum þar sem að helvítis boltinn vildi gjörsamlega ekki detta inn í markið. Lucas var öflugur eins og alltaf og Bellamy kom öflugur af bekknum og mig hlakkar til að sjá meira af honum þetta árið(Hef verið mikill áðdáandi hans síðan hann var með MOTTUNA góðu í Newcastle). Hins vegar fannst mér áberandi hversu slappir José Enrique og Charlie Adam voru í þessum leik. En svona er þetta stundum og það verður bara að líta á björtu hliðarnar að við vorum yfirburða liðið á vellinum en datt hins vegar ekki með okkur þennan daginn.

  Igor Igor Igor Biscan, Igor Igor Igor Igor Biscan. Igor Igor Igor Biscan He has a hangover.  

 97. Gleymdi að segja líka, var það bara ég en var Glen Johnson ekki alveg tilbúinn aftur eftir meiðsli í þessum leik.

 98. Margir að drulla yfir Enrique hérna,en enginn man eftir snilldarsendingunni hans á Henderson sem hefði átt að gefa mark en Henderson tókst einhvernveginn að skora ekki í þremur tilraunum. Eini maðurinn sem er ekki að sína það að hann eigi i heima í þessu liði er Adam sem er bæði seinn og með arfalélegar sendingar og alls ekki nothæfur sem playmaiker og til að strá salti í sárin þá var Mereiles að standa sig vel í sínu nýja liði strax í fyrsta leik. Dlaglish gerði  stór mistök að láta hann fara án þess að fá annan á sama kaliberi í staðinn. En það er greinilega búið að taka ákvörðun í dómaraklíkunni að gefa Liverpool ekkert í vetur og ég segi það aftur að það á eftir að kosta okkur mikið, vonandi samt ekki fjórða sætið.

 99. Vond leikskýrsla Vondur leikur, óheppnir, vesen og vöðvar. Fáranlega óheppnir, rugl dómari, enginn fótbolti, bara eitthvað muscle hopp og vesen. Stoke er bara rugl lið, enginn fótboltamaður í þessu liði. Bara sterahlunkar. Áttum tvö víti, áttum að skora 4 sinnum alavega, og ég myndi ekki segja að við ættum þetta skilið. þetta var ekki sanngjarnt og látið adam í friði. í raun, látið þetta röfl og nöldur í friði.

 100. Eru menn ekki aðeins að missa sig hérna, menn eru að tala um að þetta hafi ekki verið víti…. Carrager tekur mannin niður með hendini (jú jú hann fer auðveldlega niður) það er snerting og þetta er dómur sem er fyllilega réttlátur að mínu viti… Hitt er svo annað mál að við hefðum átt að fá í það minsta tvö víti… Þetta er nokkuð sem skeður í boltanum og mun ske aftur og aftur…. dómarinn var arfaslakur og fær núll í einkun fyrir þennan leik…

  Menn eru að tala um að Liverpool hafi verið betra liðið í leiknum, við vorum meyra með boltan, víð áttum meyra af færum og þar fram eftir götonum…. Málið er að það er ekkert verið að keppa í því að halda boltanum innan liðsins (þó að það sé vissulega markmiðið til að byggja upp sóknir).  Stoke vörðust mjög vel og vörn er líka hluti af leiknum gleimum því ekki…. Við aftur á móti vörðumst illa fengum á okkur víti… fyriri algeran klaufaskap hjá Carrager… Maðurinn er búinn aðgera mistök í tveimur leikjum í röð sem hafa kostað mörk… er ekki bara að koma tími á kallinn, held að það sé alveg hægt að hvíla hann og setja Coates inn, hann er alveg öruglega ekki svona mikill klaufi eins og Carrager…. já og svo eru það þesssar sendingar hjá Carrager fram, þetta eru drauma boltar fyrir lið eins og Stoke… enda áttu þeir svar við flestum sendingum sem komu frá Carrager….

  Hvað sem öllu líður þá eigum við bara að gleima þessum leik og snúa okkur strax að næsta leik…. bara nákvæmlega það sama og leikmennirnir……

  Áfram Liverpool… YNWA…       

 101. Já Arnar ég er allveg sammála þér. það vantaði meireles algerlega inn í þetta lucas og Adam myntu mig á skít í þessum leik hefði verið sáttur ef meireles væri inná fyrir anna hvorn þessara gaura.Svo á eftir að testa Gerrard sem var reyndar ekki góður á síðasta tímabili.

 102. Ég hjó eftir einu hjá ensku lýsendunum í útsendingunni sem ég horfði á, þeir voru að tala um að völlurinn hefði greinilega verið minnkaður töluvert fyrir þennan leik, bæði á lengd og á breidd. Myndavélin staðfesti það líka, það sáust greinilega för eftir gömlu línurnar sirka meter utar en nýju línurnar.

  Ég spyr, er þetta leyfilegt? Svo maður vitni nú í FM, sem oft getur verið sæmileg heimild fyrir reglunum í raunveruleikanum, þá þurfti maður alltaf að ákveða stærðina á vellinum í upphafi tímabils og þannig hélst hann út tímabilið. Ég hef nú reyndar ekki spilað leikinn í nokkur ár þannig að ég veit ekki hvort þetta hefur eitthvað breyst.

 103. já og ensku lýsararnir sögðu líka að þetta hafi verið pura viti og mér finnst að við ættum bara að fara að vera heiðalegir og segja að þetta hafi verið pura viti!

 104. En burtséð frá dómgæslunni þá skapaði Liverpool liðið sér nægilega mikið af færum til þess að vinna þennan leik. Stoke voru yfirspilaðir og áttu ekkert skilið út úr leiknum. Samt vinna þeir. En á meðan lið nýta ekki færin sín þá geta augnabliksákvarðanir frá dómara ráðið úrslitum leikja. 
   
  Það er svosem í lagi að benda á dómarann á Carragher, báðir áttu dapran dag. En aðallega tapaðist leikurinn á lélegri nýtingu fyrir framan mark andstæðinganna.
   
  Mér líður þó mun skárr en eftir síðasta leik á Brittania þegar við vorum yfirspilaðir af Stoke sem vann sanngjarnan sigur.

 105. @108

  Er “hammy” ekki stytting fyrir hamstring? Þá hefur hann líklega tognað aftan í læri. 

 106. Óþarfi svo sem að panika eftir þetta tap. Liverpool VERÐUR hins vegar að vinna fleiri leiki á móti “litlu” liðunum ef við eigum að komast aftur í Meistaradeildina. Svo er kominn tími á minn gamla vin, Carragher, þótt það sé leiðinlegt.

 107. Rólegur Kiefer á hysteríunni! Heimurinn var ekki að farast og Liverpool verður mjög ofarlega í ár. Ef við vinnum Tottenham á útivelli verður þetta frábær byrjun á tímabilinu og margir erfiðir útileikir búnir.
  Var búnn að spá hér á kop.is að ef Liverpool hefði grimmd og sjálfstraust til að vinna þennan útileik gegn Stoke, þá fyrst færi ég að trúa á toppbaráttu strax í ár. Ef Lucas hefði stigið upp og sýnt að hann gæti stjórnað miðjunni gegn svona steratröllum þá hefði ég kannski tekið hann fyrr í sátt.
  En nei, það vantar enn ákveðinn sannfæringarkraft og killer instinct í leik Liverpool en það kemur. Lucas bara went with the flow eins og venjulega og reyndi ekkert að ýta við Charlie Adam sem átti hörmulegan leik. Downing mætti nú alveg fara að skora og ógna meira marki, sérstaklega þegar Kuyt (sem á aldrei að byrja svona rugby fótboltaleiki) var jafn áhrifalaus og raun ber vitni. Hefði viljað sjá Bellamy byrja og keyra sig og þessi varnartröll út. Maxi Rodriguez hefði líka kannski mátt spila, er það brothættur og góður að fiska brot að varnarmenn Stoke hefðu kannski pirrast og misst sig og við náð posession ofar á vellinum og aukaspyrnum á hættulegum stöðum.
  Þrátt fyrir hinn aldurshnigna Carragher, þetta blessaða víti og að lenda undir er það engin afsökun. Liverpool á alltaf að hafa hraða og gæði til að vinna svona and-fótboltalið hvar og hvenær sem er. 

 108. Mér varð óglatt á að horfa á United leikinn í gær. Það er alger skelfing að við klúðruðum Phil Jones kaupunum og misstum hann til united af öllum liðum. Hann er ekki efnilegur, hann er hreinlega frábær. og fokking 19 ára. Hefðum betur mátt sleppa adam og henderson og nota allan peningin í að næla í Jones 🙁

 109. Kristján Atli summerar þetta vel upp. Er eitthvað óeðlilegt við að prufa Skrtel og Agger saman í miðju varnarinnar? Carragher hefur gert klaufaleg mistök í síðustu tveimur leikjum. Er þá ekki bara eðlilegt að hann setjist á bekkinn? Skil ekki þessa þrjósku. Þegar öllu er á botninn hvolft þá hlýtur þetta að snúast um árangur liðsins. 

 110. #127, klúðraði Liverpool Phil Jones kaupunum? Leikmaðurinn fékk tilboð frá bæði Liverpool og United, hann valdi að ganga til liðs við United. Hvernig skrifast það sem klúður á Liverpool?

 111. Ragnar.  Phil Jones vildi ekki koma til okkar, við buðum hærri upphæð í hann en Manchester United, eins og Kun Aguero vildi hann spila í Meistaradeildinni.
  Það er lykiliatriði fyrir okkur að ná sæti þar til að fá betri leikmenn.  Staðreyndin er bara því miður sú, þó við séum Liverpool FC, þá munu menn frekar velja lið í CL en stór nöfn.  Allavega gerðu þeir Jones og Aguero það, þrátt fyrir t.d. að Aguero hafi klárlega þekkt vel til á Anfield í gegnum sinn besta vin, Maxi Rodriguez.
   
  Og mikið vildi ég að ég væri með jafn mikið traust á Martin Skrtel og margir hér.  Hann hefur alls ekki sannfært mig, finnst hann klaufskur með boltann í fótinn og gerir hryllilegar vitleysur í og við teiginn sem býður upp á fullt af aukaspyrnum og vítum.  Ég horfi stíft til Coates en tel hann ekki tilbúinn í vetur.  En vonandi strax næsta haust.
   
  Daniel Agger er snilldarleikmaður í alla staði sem gæti hiklaust orðið leiðtoginn, en við megum ekki gleyma því að við vorum öll tilbúin að selja hann í vor eftir hryllilega meiðslasögu síðustu þrjú ár.  Ef hann er kominn á beinu brautina verður margt bjartara á næstu árum, en ég er enn stressaður yfir því að bakið á Dananum frábæra haldi.  Ef Agger verður heill t.d. fram í nóvember fyndist mér kominn tími á að færa leiðtogahlutverk varnarinnar til hans og fara þá að finna varnarmann sem linkar vel með honum og bætir upp hans veikleika.  Hann er gríðarlega teknískur í allar áttir og fínn maður gegn manni.  Hann er hins vegar ekki magnaður takklari og er ekki sá sem fórnar öllu til að koma sér í veg fyrir skot eða sá sem hræðir varnarmennina með sínu “body language”. 
  Svoleiðis mann á að setja við hlið hans, vissulega er hægt að benda í átt að Skrtel þar, en mér finnst Slóvakinn risavaxni enn of klaufskur og stöðuvilltur til að verða hafsent í liði sem ætlar sér enska meistaratitilinn í framtíðinni.
   
  Svo ég fer ekki af því ennþá að Carra-Agger er besta kombóið um sinn, en í vetur á að vinna í því að skoða aðra möguleika til framtíðar og þá minnka spilatíma eins besta leikmanns LFC í sögunni og klárlega langmesta leiðtogans í núverandi hóp.  Sá verður þó bara 33ja ára á þessu ári og á að geta verið með töluverðan spilatíma næstu 2 – 3 árin, þó lykilhlutverkið minnki.
  Enn og einu sinni langar mig líka að benda á að hafsentapör verða til með því að vega þau upp og það verða alltaf highligtuð þeirra mistök.  Ef við hendum hafsent út um leið og hann gerir mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skorar lendum við fljótt í vanda.
   
  Spyrjið bara FH-inga, þar er 39 ára gamall hafsent sem alltaf reglulega fær þá umræðu að hann sé “of gamall – búinn – of seinn”.  Held að enginn leikmaður í meistaraflokki myndi vilja missa Tommy Nielsen, þó vissulega hann lendi í að gera mistök sem oftast kosta mark.  Fótbolti er 11 manna leikur þar sem misjöfn eru hlutverkin sem mynda heild.  Út frá því vinna þjálfarar og í tilviki Carra hafa nú fimm stjórar ákveðið að hann sé lykilmaður hjá þeim, þrátt fyrir hans veikleika eru styrkleikarnir hans innan liðsins það sem ræður því að hann er byrjunarmaður, og fyrirliði liðsins í dag.
  Gaman væri að heyra í t.d. Reina og Lucasi, mönnunum sem standa fyrir aftan hann og framan inni á vellinum hvort þeim finnst tími #23 vera liðinn…

 112. persónulega er ég mjög svartsínn á leikinn gegn Spurs leikmannahópurinn er bara ekki nógu sterkur!

 113. Hef misst af leikjunum hingað til svo tímabilið hjá mér og Stevie G byrjar á móti Tottenham.
  Hlakka til að lesa hástemmdu hrósyrðin hjá hinum mörgu “split personalities” hér inni þegar við tökum spursarana.
  En af lýsingum af Stoke leiknum að dæma þá var þetta flottur leikur sem féll ekki fyir okkur eins og stundum og engin ástæða að kviksetja menn yfir slíkum leik.
  YNWA
   

 114. Carragher hefur ekki þá útsjónarsemi sem leikmenn eins og Hyypia og Tony Adams gátu nýtt sér til þess að lengja feril sinn.
   
  Carra er að missa hraðann og síðustu tvö tímabil hefur það verið að koma honum í síendurtekin vandræði. Mér þætti gaman að sjá hvort vörnin myndi lagast ef Carragher yrði kippt út úr liðinu. Það kæmi honum líka að mörgu leyti vel að spila færri leiki. Vandamálið er þó það að ég sé ekki að Skrtel myndi koma með aukin gæði inn í þessa vörn. En eftir þennan Stoke leik þá er maður farinn að renna augum að Shawcross. Klassaleikmaður.

 115. Ja hérna. Ég stóð við orð mín um að hugsa um e-ð annað en enska boltann fram á sunnudag og svo kem ég hér aftur inn og sé að Maggi hefur farið mikinn um gagnrýni mína og annarra á Carragher.

  Maggi, þurfum við að taka sérstakt Podcast og rökræða þetta? Ég horfi á ALLA FH-leiki og get vottað fyrir það að eins góður og Tommy Nielsen hefur verið ætti hann ekki að koma nálægt byrjunarliðinu lengur þegar allir eru heilir. Það eru meiðsli sem valda því að hann fær leiki þessa dagana.

  Kannski er Carra bara í lélegu formi og vinnur sig út úr því. Mig grunar að Dalglish gefi honum allan séns á því. En ef við erum ennþá að ræða um hann sem einhvern akkilesarhæl nálægt jólum verður pressan á Dalglish orðin óbærileg og hann verður á endanum að taka hann út úr liðinu. Og þá óttast ég að það geti verið orðið of seint. Það er dýrt að vera með miðvörð inná sem ætlar að gefa jólagjafir í öðrum hverjum leik.

  Vonum að þetta sé bara spurning um form og að Carra detti í gírinn sem fyrst. En ég óttast gífurlega að svo sé ekki og að aldurinn sé farinn að ná honum.

 116. Sælir félagar
   
  Dapurleg niðurstaða í annars að mörgu leyti góðum leik.  Þrátt fyrir að Liverpool liðið hafi leikið betur en í þessum leik þá yfirspilaði liðið Stoke nánast allan leikinn.  Og hvað sem enskir þulir segja þá eru allir sem ég hefi talað við (ath. stuðningsmenn annarra liða) á því að vítaspyrna hafi verið í besta falli hæpin og reynda hafi stókarinn brotið á Carra sem orsakaði að hann greip í leikmanninn og svo henti hann sér niður og arfaslakur dómari dæmdi vítaspyrnu.  Með réttu hefði Carra því átt að fá aukaspyrnu. 
   
  Hitt er annað að auðvitað eru árin farin að bíta og leiðin liggur varla uppávið hér eftir hjá mínum manni.  Þó er það nú samt þannig að comboið Carra/Agger er það besta sem við höfum úr að spila nú um stundir.
   
  Það er nú þannig
   
  YNWA

 117. Maggi við munum aldrei vita hvort miðvarðaparið skrtel-agger muni virka nema við gefum þeim sénsin, carra er búinn að spila alla leikina á þessu tímabili og gefa 2 mörk og nú er kominn tími til að gefa skrtel eða jafnvel goates tækifæri, carragher á ekki spila alla leikinna bara af því hann er herra liverpool

 118. Eins og ég sagði í kommenti #92 var það ekki hugsun mín að ætla að standa hér upp og verja Carragher, en mér fannst einfaldlega alltof margir hér skrifa tap gærdagsins á hann og þar með bara “burt með hann strax”.  Sem ég er algerlega ósammála.
   
  Mér sýnist nú Kristján Atli að við séum bara á nákvæmlega sömu línu, Carra á ekki að eiga fast sæti ef hann kostar okkur mörk, ég tala um nóvember og þú um það að ef að debatið er enn til staðar á jólum hljóti að hafa orðið breytingar.  Um það erum við 185% sammála.  En að gærdagurinn og tapið hafi mátt klína á Carra frekar en aðra leikmenn eða lykilákvarðanir sem féllu gegn okkur fannst mér ekki sanngjarnt og reis því upp til að verja kallinn.
  Ég held áfram að ítreka það að ég fíla Daniel Agger í ræmur og vona að líkami hans sé í standi í allan vetur.  Ef að hann stendur af sér fram í nóvember er ég sannfærður um að lykilhlutverk varnarinnar verður fært til hans.  Ég ítreka líka enn að ég hef ekki 185% trú á Martin Skrtel og er á því að Coates verði framtíðarhafsentinn okkar – virkilega vonandi með Agger.  Svo ég held að við þurfum ekkert að podcastast mikið yfir þessu félagi.
  Nema kannski syngja saman lagið “We all dream of a team of Carraghers” 😉
   
  Svo öðlingurinn Nielsen hjá FH.  Næ því miður ekki að sjá eins marga leiki með Hafnarfjarðarrisanum og ég vildi en starfsmenn liðsins bera gríðarlegt trausts til Tommy – það heyri ég eftir áreiðanlegum heimildum.  Hans eiginleikar í liðinu, veikir og sterkir, hafa margt sameiginlegt með Carra og því nefndi ég hann.  Ég væri því miklu meira til í það að kíkja með þér á A.Hansen yfir nautalund og góðum drykk og rabba um Tommy og hans hlutverk hjá FH.  Held að hans skarð sem leiðtoginn inni á vellinum verði afar vandfyllt.  Það hlutverk tel ég ofboðslega vanmetið í heimsfótboltanum öllum, því sá einstaklingur er oft sá sem fleytir þér í gegnum erfiða andlega hjalla.
  En mikið vona ég nú að ég hafi ekki farið of mikinn, það var nú ekki ætlunin!
   

 119. Skemmtilegt að Hafnfirðingar skuli nefna veitingastað í höfuðið á snillingnum Alan Hansen. Miklir öðlingar þessir Hafnfirðingar.

 120. Þetta var virkilega svekkjandi tap. Jú, ef þetta var víti á Carra þá hefðum við átt að fá nokkur líka. En burtséð frá öllum dómaramistökum sem við urðum fyrir (sem og á móti Sunderland), þá fengum við færin og höfðum yfirburðina til þess að geta klárað þetta. Nokkrir leikmenn léku áberandi verr en þeir eru vanir – ég tek sem dæmi Henderson, Leiva, Adam, meira að segja Downing og Enrique líka. Bellamy átti sterka innkomu fannst mér, Carroll fékk ekki úr miklu að moða… og ég veit að margir muna eftir því hér um árið (2-3 ár eða meira?) þegar við vorum í því undir stjórn Benitez að eiga fleiri skot á mark en mótherjarnir … en við töpuðum eða gerðum jafntefli.
  Skottölfræði segir margt en það þarf ekki að gera meira en það sem Stoke gerði … Liverpool átti að klára þennan leik, og Carra var ekki einn sökudólgur í þessu tapi. Liðsheildin er vonandi að gerjast og töp eins og þessi virka vonandi hvetjandi.
  Við þurfum á styrk að halda fyrir næsta leik og hann verður erfiður. En ég hef trú á liðinu, það misstíga sig allir – trúið mér: Manchester liðin munu tapa leik á þessari leiktíð, ég lofa ykkur því.
  Áfram Liverpool!!

 121. Okei greinilega allir enþá að drulla yfir Carra en má ég spurja kop menn hérna að einu.. sá einhver feilmyndbandið af charlie adam vs í messunni  áðan ???? 

  ég er í miklu sjokki eftir að hafa séð það og trúi því ekki að við höfum látið meireles fara.. eins gott að gerrard sé að koma til baka! 

 122. @142, sgg8

  Er þetta myndband einhversstaðar á netinu? Væri til í að sjá þetta myndband.

 123. Var að horfa á MOTD klippuna á 101greatgoals.com og er með óbragð í munni eftir að hafa horft á þetta.  Óskiljanlegt af hverju við fáum ekkert útúr þessum leik og ég er bara nokkuð ánægður með að hafa ekki horft á þetta í beinni því ég hefði verið svo pirraður eftir leikinn að ég hefði sennilega ekki getað tekið ábyrgð á gjörðum mínum eftirá.

 124. Maggi minn, ég var að koma heim af FH – KR í dag og ég var ekki fyrr búinn að drulla yfir meistara Tommy Nielsen en að hann rifjaði upp gamla takta og neyddi mig til að éta orð mín í dag. Algjörlega frábær gegn KR-ingunum.

  Og A.Hansen heitir núna Gamla Vínhúsið. 🙂

  Annars er það bara jákvætt að við séum sammála um Carragher. Leist ekkert á að þurfa að rökræða þetta við þig enda ekki á hverjum degi sem skólastjórar tapa rifrildum…

 125. Merkilegt þetta syndrome sem gerist þegar Liverpool tapar leik að þá á liðið ekkert gott skilið frá mörgum stuðningsmönnum. Þessir sömu stuðningsmenn hoppa síðan hæð sína við hvern sigur og tala um frábært lið sem gæti barist um efsta sæti.
  Ég held að við verðum að átta okkur á því að þetta leiktímabil mun ekki verða hnökra laust. Í liðinu í gær spiluðu Enrique, Henderson, Adam, Downing, Suarez, Bellamy og Carroll. Af þeim 14 sem tóku þátt voru 7 leikmenn á vellinum sem voru ekki hjá okkur fyrir nákvæmlega ári síðan! Menn hljóta að átta sig á því að lið sem fer í gegnum svona miklar breytingar á einu ári þarf tíma til að aðlagast hvor öðrum.
  Við ættum frekar að standa upp og klappa fyrir því að við áttum leikinn frá A-Ö! Áttum skilið tvö víti amk og svo vorum við gífurlega óheppnir fyrir framan markið!
  Varðandi Carra umræðuna þá er ég einn af þeim sem finnst að nauðsynlegt sé að athuga með framstöðu gamla í seinustu leikjum. Af hverju núna frekar en áður þegar hann hefur gert mistök?
  Ástæðan fyrir mér er einföld! Núna sem aldrei fyrr er samkeppnin orðin gífurleg! Þessa stöðu vilja leikmenn á borð við Carra, Skrtel, Agger, Coates, Kelly og Wilson allir leysa. Alla daga mundi ég vilja stilla Carra og Agger þarna upp en með mikilli samkeppni þá verður Dalglish aðeins að horfa til þess að það eru aðrir leikmenn sem eru að banka upp og vilja þessa stöðu. Ef þeir fá ekki tækifærið þegar aðrir leikmenn standa sig ekki (og þar á meðal Carra) þá hljóta þeir að spurja sig, nú hvenær þá?
  Einnig finnst mér ástæða fyrir að spurja sig aðeins hvað sé í gangi þegar réttilega má skella 2 af 3 mörkunum sem við höfum fengið á okkur á varnarmistök Carra.

  Ég vil þó taka það fram að ég vil alls ekki Carra úr hóp! Taka má hinsvegar kallinn og setja á bekkinn eins og einn leik og sína honum að mistök eins og þessi geta tekið þig úr byrjunarliði. Persónulega vil ég þó sjá hann gegn Tottenham en ef hann verður ekki í sínu besta formi þar vill ég hann á bekkinn leikinn eftir það.

Liðið gegn Stók

Óheppni, klúður eða bæði?