Liðið gegn Stók

Jæja, ég er að missa mig af spennu fyrir þennan leik.  Það er alltof langt síðan að við sáum Liverpool spila.  Einhverjir voru óánægðir með það síðast þegar ég skrifaði leikskýrslu, enda hefur fátt meiri áhrif á gengi Liverpool en það hvort að strákur í Svíþjóð skrifar um leikinn, en menn verða bara að sætta sig við að ég var settur á þennan leik.

Allavegana, liðið er sterkt og það er enginn Carroll í byrjunarliðinu.  Ég hafði búist við því að Dalglish myndi setja hann í liðið eftir þetta kjaftæði frá Cappello í vikunni, en Kenny velur að hafa óbreytt lið frá Bolton leiknum (fyrir utan það að Skrtel er inn fyrir Kelly einsog hann var snemma í þeim leik).

Reina

Skrtel – Carra – Agger – Enrique

Lucas- Adam
Henderson – Suarez– Downing
Kuyt

Á bekknum: Doni, Carroll, Johnson, Maxi, Spearing, Bellamy, Coates.

Ég man varla eftir að hafa séð annan eins bekk hjá Liverpool í alvöru leik.  Það er magnað að menn séu nokkuð sáttir við byrjunarliðið og samt sé bekkurinn svona.

Við eigum að vinna þennan leik og ég er temmilega bjartsýnn og segi að við tökum þetta 0-1.

98 Comments

 1. Flott lið, ég stend við spána mína frá seinasta þræði, 2-0. Suarez og Downing með mörkin.

 2. Hörku lið og greinilegt að Dalglish hefur verið ánægður með Skrtel í bakverðinum enda stóð hann sig frábærlega í síðasta leik í þessari stöðu…. frábær hópur og ekki er bekkurinn slæmur… nú er maður bara að farst úr spenningi get varla beðið eftir að þessi leikur byrji…. Við vinnum þetta  0 – 3, Suarez með tvö og Downing setur sitt fyrst mark fyrir klúbbinn….

  Áfram LIVERPOOL…YNWA… 

 3. Heimamenn með sitt lið:  Begovic, Huth, Shawcross, Upson, Wilson, Pennant, Delap, Whitehead, Etherington, Walters, Crouch
  Crouch byrjar í fyrsta leik, pílurnar þeirra á báðum köntum og Delap með til að henda inn.  Fáum klárlega þeirra besta mögulega lið.
   
  Þetta verður alvöru!

 4. Fannst nú Skrtel bara standa sig vel gegn Bolton og líður betur með hann en Flanagan miðað við reynsluleysi hans og að þetta sé á útivelli. Þetta verður erfiður leikur og mikilvægt að skora snemma.

  Það er svo auðvitað frábært að eiga hungraðan Bellamy og Maxi á bekknum og vonandi fær Johnson mínútur til að koma sér í form í dag.

 5. Magnað að sjá þessi sóknarvopn á bekknum. Carroll, Bellamy og Maxi eru allt leikmenn sem geta komið inní svona leik og haft veruleg áhrif. Við þurfum að taka 3 stig úr svona leikjum til að vera með í alvöru baráttu. Hef trú á 1-2 sigri okkar manna í miklum baráttuleik. Suarez kemur okkur yfir, Crouch jafnar en Bellamy tryggir okkur sigurinn. Koma svo!

 6. skrtel á að passa ethrington því að hann á að ver í því að setja boltana inná crouch

 7. Smá pæling. Carra – Skrtel – Agger í miðvörðum, Kuyt – Enrique í wingbacks, Adam – Lucas á miðju, Hendo – Downing í link-up og Suarez frammi … ridiculous?

 8. Sorry með að vera þessi gaur… En hver er besta stream síðan þessa dagana?
   

 9. @ Siggi. Ég hugsaði þetta líka þegar ég fór að skoða uppstillinguna betur.

 10. Ef einhver nær HD link/streymi á sopcast eða öðrum spilara má sá hinn sami vera algjör ljúflingur og senda það hér inn. Þá geta menn hætt að spyrja 🙂
   
  En ég spái því að Kuyt-arinn setji eitt hnoð-mark. “Réttur maður á réttum stað-mark”.
   
  Vonandi skapar Crouchinho ekki of mikil vandræði, er hræddur um að Carra muni eiga í erfiðleikum með hann.

 11. Biðst fyrirfram velvirðingar á repost, en það er 1 min í leik og ég er desperate!!!

  Er einhver með SOPCAST link?

  Ef ég streama í gegnum browser þarf ég að refresha leiðinlega oft 🙁 

 12. Carra veikasti hlekkur liðsins! sammála? 
  Seinustu tvö mörk honum að kenna.  

 13. Sopcast linkur: Channel – 116665
  Hann er samt ekkert sérstakur, á serbnesku, og svo skoraði Stoke úr vítaspyrnu…

 14. Carra er að gera mistök trekk í trekk og virðist ekki getað spilað boltanum til næsta samherja, á ekki bara að taka þennan mann úr liðinu?

 15. Það eiga ekki að sjást svona nýliðamistök hjá reynslubolta eins og Carra. Óskiljanleg mistök hjá gamla.

 16. Jæja drengir, nú eru komnir ca. 1000 linkar inná þennan leik á netinu, er þetta ekki orðið fínt bara?

 17. Pirringsleikur. Þetta stoke lið er svo leiðinlegt að mig langar að sparka í sjónvarpið. Vonandi lagast spilið í seinni hálfleik, þessi meðvindur er ekki að gera neitt gagn.

 18. Keli… Liverpool er ad spila nakvaemlega sama bolta og stoke i dag.

  Adam og Henderson yfirburdalelegir i dag. Asamt Carragher sem er ordinn atakanlega haegur.

 19. Fyrir ykkur sem eigið ennþá eftir að finna ásættanlegt Sopcast stream:

  sop://broker.sopcast.com:3912/114851

  og Björn Torfi ..það ætti ekki að vera erfitt fyrir þig að horfa yfir þessa linka ..

  djöfull fer fólk sem er bara á internetinu til að tuða í taugarnar á mér..

  YNWA

   

 20. Martin Skretl er EKKI hægri bakvörður…
  Jamie Carra VAR góður, er það EKKI lengur ….
  Jordan Henderson getur ekkert í þessum leik !!
   
   

 21. Ekki spjald á Delap ??? Dómararnir leyfa svoldið og það hentar Stoke.
  En miðjumennirnir okkar þurfa aðeins að vakna og vanda sendingarnar. Enda allar á markmanninum.
  Inná með Carrol annars ef það á bara að gefa háa bolta inní box

 22. Ómar, elsku karlinn; anda inn, anda út.

  Vissulega er liðið undir, en það ákaflega ósanngjarnt. 

 23. Viðurkenni alveg að Lfc hafa spilað betur en þeir eru búnir að gera í dag, en að þeir séu að spila sama bolta og stók, nei, sorrý það bara get ég ekki sammþykkt.

   

 24. Nkl Siggi. Þoli ekki þegar menn eru vælandi um hvað mótherjinn spili leiðinlegann bolta. Þeir eru mættir eins og við til að sigra,, þeim er að ganga betur en okkur í augnablikinu og því eru þeir að spila mun betri bolta. 

 25. Clattenburg er ekki að gefa okkur neitt í dag. Það er ljóst. Óþolandi að sjá hann leyfa Stoke-urum að komast upp með ýmislegt en flauta á litlar sem engar snertingar þegar Liverpool á í hlut.
  Afhverju í ANDSKOTANUM fékk ekki Delap spjald?
  Hendum Carroll inná og fáum hann í fætinginn.
   
  Það er samt ekki bara Clattenburg að kenna að við erum undir. Liðið er að spila mjög illa og valda mér miklum vonbrigðum. Hvað varð um pass-and-move boltann?

 26. Það er langt því frá að ég sé bara á internetinu til þess að tuða, hef litið fram hjá þessu hingað til, hef aldrei áður kvartað yfir þessum linkum en það er orðið frekar leiðinlegt þegar að helmingurinn af commentum á umfjöllunarþræði um leikinn eru einhverjir djöfulsins linkar.

  Annars erum við að spila alveg hrútlélega.  Adam ekki með margar heppnaðar sendingar, Carra slakur og vill bara senda langar háar sendingar sem Suarez á hreinlega ekki séns í sökum þess að andstæðingarnir eru 20cm hærri en hann, Henderson drepur niður hraða.  Downing er ekki sjálfum sér líkur og Suarez virðist pirraður.

  Kenny verður að koma með King’s Speech í hálfleik og rífa þetta upp! 

 27. Einar Örn. Þú ert eflaust ágætis gaur en geturu hætt að skrifa leikskýrslur hér inn á kop.is.   

 28. Er ég sá eini sem held að vítið hafi verið gjöf?

  Annars mætti Henderson fara út fyrir Carrol og Kuyt á hægri kantinn.
   

 29. Carroll er ekki lausnin held ég, hann má ekki anda frá sér fær hann dæmda aukaspyrnu og stoke græða á því enda tefja þeir um eina mínútu í hverju föstu leikatriði og við þurfum 2 mörk á 45 mín!

 30. Carra Sigurkarlsson er búinn að kosta okkur nú þegar 2 mörk. Mótið varla byrjað. Það þarf að skipta honum út af í hálfleik og ég meina það. Inn með Coates.

  Skertel er ekki í sinni réttu stöðu. Johnson þó skömminni skárri þó svo að Kelly eigi þessa stöðu sé hann heill. Ekki samt hægt að skipta um í þessum leik.

  Út af með Henderson og inn með Maxi. Suarez þarfnast hans.  

  Carroll þarf síðan að koma inn á 70 mínútu fyrir Kuyt. 

  Með þessu vinnum við 1-3. 

 31. Þetta er alls ekki alslæmt hjá okkar mönnum. Fáum á okkur víti sem var réttur dómur og svosem lítið við því að gera úr þessu. Spurning hvort ekki sé komin tími á Carragher okkar.
   
  Hef fulla trú á okkar mönnum í seinni hálfleik, þeir ná amk jafntefli út úr þessu.

 32. Get ekki sagt að þetta komi mér neitt á óvart. Þetta stók lið er ennþá með skipulag frá helvíti og þegar á móti blæs virðumst við detta í langar sendingar án árangurs.

 33. Þetta er engan veginn nógu gott eins og þetta var í fyrri hálfleik en við skulum bíða með pirringinn þar til eftir leik (ef við þurfum að grípa til hans). Einus inni var maður alltaf með þá tilfinningu að ef Liverpool lenti undir þá væru mjög litlar líkur á að við næðum að jafna og hvað þá að komast yfir, en nú erum við með lið sem á að geta snúið þessu við og ef byrjunarliðsmennirnir okkar eru ekki að funkera þá höfum við menn á bekknum , aldrei þessu vant, sem geta breytt leiknum okkur í hag.

 34. Leikurinn hefur þróast nákvæmlega eins og maður átti von á eftir að Liverpool lenti undir. Það er einfaldlega dauði og djöfull að lenda undir á móti Stoke. Það verður erfitt að brjóta niður 11 manna varnarmúr þeirra.

 35.  
  er ekki að sjá þetta gerast… þetta fer einfaldlega 1-0… hugsanlega 2-0 🙁

 36. hefði annar þeirra haft vit á því að leggja boltann til hliðar á suarez… búmm… staðan væri 1-1… óþolandi 🙁

 37. Jæja nú þarf bara að setja alvöru fútt í þetta. Henderson og Kuyt útaf og inná með Bellamy og Caroll. Þurfum graða nagla inná með Suarez til að setja pressu á þá hérna seinasta hálftímann.

 38. Barca ætlar að kaupa Carra í jan.glugganum. hann er svo fáránlega vel spilandi!

 39. Jæja Kenny var ekki lengi að fá skilaboðin frá mér. Nú vil ég sjá eitthvað gerast! Koma svo

 40. Mig langar ekki að vera neikvæður Nonni… en hvað er máli með öll þessi mistök sem Adam er að gera? Hann verður eiginlega að redda þessu með marki.

 41. aguero kominn með þrennu fyrir city…

  langar að gefu tilefni að minnast á það að aguero kostaði álíka mikið og carroll… og já ég veit að aguero er örugglega með miklu hærri laun… en erum við ekki að sjá að það sé þess virði?

 42. Hvað sem menn segja um Henderson eða Kuyt þá hefur Adam átt skelfilegan dag eins og flestir aðrir. Sakna Meireles á miðjuna núna.

 43. Held að það sé nokkuð ljóst að það eru ekki mörg lið að fara að ná stigum á þessum heimavelli Stoke. Þannig að það væri bara frábær árangur að ná stigi hér úr þessu. Þetta lið er nr. 1 í varnarvinnu og alls ekkert leiðinlegt sem slíkt, maður eiginlega dáist bara að þessari massívu vörn þeirra. En gaman að sjá hversu mikið Liverpool er að reyna og reyna að finna smugu

 44. djöfull ætla stókarar að liggja og væla, þessi leikur er að gera mig brjálaðann!
  það verður ekkert smá gott að fá kapteininn aftur í hópinn, Adam búnað allt annað en góður 

 45. Til hvers er Glen Johnson á bekknum? Bara af því að Skrtl er svona góður í hægri bak?

 46. Af hverju er Adam alltaf að reyna eitthvað drauma-vipp innfyrir vörnina? Hann er búinn að spila eins og drusla í dag 🙁

 47. Alltaf sama sagan ár eftir ár, hefði sætt mig við jafntefli en tap er einfaldlega lélegt og eitthvað sem við höfum ekki efni á að gera gegn liði eins og Stoke.

 48. Greinilegt að Liverpool er ekki ætlað að skora í dag. Ein varnarmistök og uppskeran er hugsanlega engin úr þessum leik.

 49. Frábær skipting. Bellamy langar til að spila fyrir Liverpool. Út af því er honum skipt inná. Mig langar til að spila fyrir Liverpool.

 50. Jordan Henderson og Suarez hefðu getað unnið þennan leik fyrir okkur!!!

 51. jæja… afleitur leikur… bæði hjá okkar mönnum sem og dómaranum… í ljósi þess hversu illa við nýttum færin, þá eru þetta bara sanngjörn úrslit.

 52. Fyrsta komment á þessa frábæru síðu. Djöfull er það samt fúlt að það komment þurfi að vera: AAAaAaaanskotinn!!!

 53. ég hef oft verið ósáttari með tap en í dag. Liðið var stöðugt að reyna og var að skapa sér færi. Blanda af dómaramistökum(hendi x 2), varnarmistökum einu sinni og brjálæðri vörn hjá Stoke gerði bara útslagið í dag. Begovic í markinu hjá Stoke var líka frábær…stundum bara ekkert hægt að segja en…þetta kemur næst og halda bara áfram

 54. Henderson, Adam, Lucas, Downing og  vinstri bakvörðurinn hjá okkur lélegustu mennirnir á vellinum. Þeir gátu ekki sent einfaldar sendingar og því fór sem fór. Ef miðjan brestur þá er ekkert sem hjálpar vörninni né sókninni

 55. Eru bara smákrakkar að kommenta á þessa síðu??????????? allt í lagi að gagnrýna leikmenn en óþarfi að kalla þá illum nöfnum.
  Fannst margt vera jákvætt í þessum leik og með smá heppni og almennilegum dómara þá hefðum við átt að vinna þennan leik.
  Reina 6 reyndi nákvæmlega ekkert á hann fyrir utan í vítinu
  Enrique 5 lélegasti leikur hans hingað til og vonandi sá lélegasti sem hann á eftir að spila fyrir okkur
  Agger  7 var mjög góður í þessum leik og lítið hægt að setja út á hann
  Carragher 4 braut klaufalega af sér í vítinu og gat ekki gefið sendingu á samherja
  Skertle 5 ekki hægri bakvörður og það sást klárlega í þessum leik
  Henderson 5 átti að skora í þessum leik og í raun ótrúlegt hvernig honum tókst að klúðra þessum færum átti samt ágætis spretti í leiknum 
  Adam 4 lélegasti leikur hans örugglega í langan tíma spurning hvort hann hafi verið búinn að jafna sig af meiðslunum
  Lucas 6 sennilega einn af okkar bestu mönnum í þessum leik en var samt oft að skila boltanum illa frá sér.
  Downing 5 kom lítið út úr honum.
  Kuyt 5 var ekki að gera neitt
  Suarez 5 átti að skora alla vega eitt mark í þessum leik fannst hann samt aðalega pirraður.
   
  Varamennirnir komu of seint inn á til að það sé hægt að segja eitthvað um þá.
  Maður leiksins Clattenburg eða hvað hann nú heitir þessi í gulabúningnum það er í raun fáránlegt að það skuli bara koma eitt gult spjald í þessum leik og það kemur fyrir að rífa kjaft. Sleppti tveimur augljósum vítum þar sem það virtist vera í lagi að verja boltan með höndum inn í teig.
   
  Stoke er sennilega leiðinlegasta lið sem hefur spilað fótbolta síðan Wimbeldon var og hét. Djöfull er maður ógeðslega pirraður.

 56. Sælir félagar, mín fyrstu skrif hérna inn. Þakka fyrir frábæra síðu!

  Liðið átti dapran dag í dag og þá sérstaklega José Enrique, Jamie Carragher og Charlie Adam. 

  José Enrique fannst mér hanga alltof lengi á boltanum og oftast fannst mér hann hreinlega ekki vita hvað hann vildi gera við hann, fannst hrikalega lítið koma út úr honum. Carra gerir sig svo sekan um verulega dapran varnarleik þegar hann gefur vítið. Mér finnst reyndar að hann hefði bara átt að láta sig detta þegar sóknarmaðurinn ýtir við honum og kemur sér þannig á milli Carra og boltans. Carra er baráttuhundur en það vantar oft miklu meiri klókindi og þá sérstaklega þegar hann er með boltann. Charlie Adam var svo skelfilegur í dag, finnst skrýtið að Spearing hafi verið eini miðjumaðurinn á bekknum í dag en kannski er það hreinlega staðan eftir brottför Meireles.

  Þess utan þá var þetta bara einn af þessum dögum. Gefum skíta víti og erum svo með boltann nánast allan tímann á móti liði sem hafði nákvæmlega engan áhuga að bæta við mörkum. Við gáfum þeim því miður nákvæmlega þann leik sem þeir vildu fá. Nákvæmlega þarna liggur styrkleiki Stoke, í því að verja fenginn hlut og því miður héldum við ekki ró okkar, boltinn fékk ekki að flæða nógu mikið heldur var honum dúndrað fram í tíma og ótíma og slíkt er alls ekki uppskriftin að árangri á móti Stoke, eða nokkru liði ef út í það er farið.

  En svona er þetta, þýðir ekkert að hengja haus. Við verðum bara að halda áfram og vinna Tottenham.

  KOMA SVO!
  YNWA 

 57. Ekki nógu gott í dag. Vissulega ekki okkar versti leikur en það voru bara alltof margir factorar sem gengu ekki upp í dag. Auðvitað má nefna dæmi eins og Clattenburg sem var vissulega afleitur í dag en við vorum líka sjálfum okkur verstir.
  Stuttu sendingarnar í dag voru oft á köflum alveg hræðilegar og það gengur einfaldlega ekki upp gegn liði eins og Stoke.
  Finsihing hjá okkar mönnum var bara ekki nógu clinical og það er það sem skilur liðin að í dag. Stoke fengu ekki færi en kláruðu sitt eina sem var víti. Henderson og Suarez áttu klárlega báðir að skora í dag. Plús það að skotin okkar voru ekki næglega góð eins og t.d Downing inní vítateig þegar hann neglir himinhátt yfir.
  Núna munu eflaust margir gagnrýna mann fyrir neikvæðni en þetta er einfaldlega það sem skilur toppliðin frá þeim sem eru þar rétt fyrir aftan. Carraher var einfaldlega ekki nógu góður í þessum leik. Getur sjálfum sér um kennt um að hafa komið sér í þessi vandræði þó að dómurinn hafi vissulega verið strangur. Hann gat ekki sent boltann öðruvísi en að negla honum beint á kollinn á Shawcross, Upson eða Huth. Var orðið virkilega þreytt. Vona að Coates verði tilbúinn í þessa stöðu sem fyrst. Slakið á núna Carragher aðdáendur, ég hef alltaf verið og er Carra aðdándi, en það er kominn tími á breytingar. Carra sem squad player á bekknum er heldur ekkert slæmt. Ef Coates og Agger mynda gott teymi, þá er Carra enn til staðar í liðinu og inní klefanum sem er afar mikilvægt.
  Nú fyrir framan mann eru ekki liðnar 30 mínútur af Bolton – Man Utd leiknum og Man U hefur fengið 3 færi og skorað 3 mörk. Þetta er það sem skilur Man Utd frá hinum liðunum. Þeir hafa þetta guts til að klára þessi minni lið. Öll 3 stig eru mikilvæg, sama hvort við sækjum þau á Stamford Bridge eða Britannia.

  YNWA 

Stoke á morgun

Stoke 1 – Liverpool 0