Kop.is Podcast #5

Hér er þáttur númer fimm af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 5.þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Einar Örn, Babú, SSteinn og Maggi.

Í þessum þætti ræddum við meðal annars fyrstu fjóra leiki tímabilsins, lok félagaskiptagluggans, stöðu leikmannahópsins eftir viðskiptin, landsleikjahlén, Steven Gerrard og hituðum upp fyrir leikinn gegn Stoke.

Næsti þáttur verður svo um næstu mánaðamót.

57 Comments

 1. Hlakka til að hlusta, get það bara ekki fyrr en seinna i kvöld eða versta falli a morgun…

 2. Missti af lokunum því vinnan þvældist fyrir og missti af Carragher umræðunni.
   
  Styð Steina þar, Carra er ennþá sá sem stjórnar vörninni okkar og við þurfum klárlega að fara að vinna okkur í gegnum það að búa til leiðtoga.  Hafsent þarf vissulega að vera öflugur í mörgum þáttum leiksins en í þeirri leikstöðu er algert möst að hafa allavega annan þeirra tveggja sem öflugan stjórnanda.  Hjá okkur í dag er það Carra, þó vissulega ég haldi það að hugsanlega færist hann í hægri bakvörðinn í einhverjum leikjum.  Vissulega ekki mjög tæknilega grimmur en leiðtoginn sem stjórnar.
  Vissulega var markið gegn Bolton slæmt, en ef við ættum að telja á móti hversu mörgum mörkum hann hefur bjargað fyrir klúbbinn í gegnum tíðina þá átti hann það inni.
   
  En Coates varð fyrirliði í sínu liði ungur og ég er viss um að hann er hugsaður til framtíðar held ég sem stjórnandinn…

 3. Alveg brilliant podcast! Takk fyrir mig drengur.

  En Maggi það er alveg hræðilegt þegar truflar jafn mikilvægan hlut og Liverpool 😉 !

 4. Menn að tala um Carragher sem leiðtogann mikla í vörninni ,þá vil ég bara segja frá því að Agger var fyriliði dana í kvöld og algjör yfirburðamaður á vellinum og gerði ekki ein mistök í vörninni og ég get alveg séð hann fyrir mér sem framtíðarfyriliða Liverpool. En eitt er alveg víst að Kenny dæmir leikmenn af því hvað þeir geta og hikar ekki við að setja menn út úr liðinu ef þeir eru ekki að standa sig og Carragher er alveg örugglega ekki undanskilinn og má alls ekki við  mistökum í næstu leikjum núna þegar Skrtel er orðinn leikhæfur og Coates mættur áq svæðið.

 5. Þegar maður hlustar á þetta bara beint af síðunni ( kann ekki að sækja þáttinn ) af hverju ser maður aldrei tímann á þessu, hvað er mikið búið og hversu langur þátturinn er ? eins virðist maður ekki getað stoppað í smástund og haldið svo áfram þar sem maður var komin…

  Annars hafði eg ekki tima i kvold til þess að hlusta en gott að eiga þetta inni a morgun i staðinn 

 6. Nr. 6 Viðar 

  Ég get þetta, sé tímann og get stoppað þegar ég vill! Ertu að nota Internet Expoler eða?  

 7. Að öðru.Er vitað hvernig ástandið er á leikmönnum eftir þessa blessuðu landsleiki??

 8. Í iTunes Store finn ég thaetti 1, 2 og thrjú en hvorki fjórda tháttinn né thennan nyja.

  Vildi bara benda ykkur a thetta thar sem ég (og hugsanlega fleiri) var búinn ad “subscribe” thetta podcast thar, en svo hledur talvan mín engu nidur af thessu thar sem thad kemur ekki lengur í iTunes Store.

 9. Takk fyrir mig drengir. Alltaf verður maður margs vísari við ykkar góða spjall. Þátturinn líður vel áfram og þið eruð allir góðir viðmælendur og KAR góður í að halda þessu saman.
  Mig langar samt að koma eftirfarandi á framfæri. Það er mikið afrek í sjálfu sér að geta rætt saman í eina og hálfa klukkustund á jafn áhugaverðan hátt og þið gerið. Ekki síst þegar fjöldi viðmælanda er heilir fimm sérfræðingar! Er hugsanlegt að þátturinn þróist í þá átt að vera vikulega á dagskrá og þá kannski 50-60 mín í hvert skipti? Þá má einnig hugsa sér að panellinn róteri þannig að t.d. þrír ykkar taki þátt hverju sinni. Það minnkar í senn álagið á sérfræðingana og er ofurlítið útvarpsvænna fyrir þann sem á hlýðir.

  Ekki að ég sé að kvarta. Vera má að þetta allt gegnum hugsað hjá ykkur. Vika er á hinn bóginn langur tími í fótbolta og miðað við hvað þéttur þátturinn er í núverandi mynd þolir hann tvímælalaust að vera fluttur vikulega.

 10. Babú ég er að hlusta núna, já er að nota internet explorer, get reyndar pásað nuna og haldið svo áfram…

 11. Stebbi (#9) – við lentum í vandræðum með áskriftarleiðina eftir þátt #3 þannig að nú erum við komnir með þættina á aðra leið inn í iTunes. Þú þarft í raun að taka tengilinn hér að ofan og gerast áskrifandi að honum og þar færðu alla fimm þættina (og þættina framvegis) inn.

  Tengillinn sem var notaður í iTunes fyrir fyrstu þrjá þættina er úreldur. Notaðu nýja tengilinn í pistlinum hér að ofan.

 12. Þakka gott podcast.
  Gerrard og Carra yngjast ekkert, svo mikið er víst. Það eitt að þetta sé í umræðunni er samt meira og minna útaf því að stjórinn okkar er sennilega eini lifandi maðurinn í sögu félagsins sem er stærri en bæði þessi nöfn enn í dag. Rafa og Roy hefðu aldrei þorað að taka þessa menn úr byrjunarliðinu, við hefðum ekki einu sinni þurft að ræða þetta. Ekki til betri stjóri til að ‘díla við hrörnun’ þeirra. Terry (31) og Lampard (33) eru til dæmis miklu stærri hjá CFC en Villas-Boas og það verður sjálfsagt ekkert auðvelt fyrir hann að taka þá félaga úr liðinu þegar sá tími kemur (ef við gefum okkur að starfsferill hans verði eitthvað lengri en hefðin er þarna).

 13. Getiði sett kóðann í fantasy deildina einhver staðar á síðunna eða hér????

 14. Glæsilegt, hlakka mikið til að hlusta á þetta í kvöld. Mikið rosalega er maður stoltur af því að halda með rétta liðinu. Svo er bara að koma Kop.is í útvarpið og sjónvarpið, svo tökum “við” yfir heiminn hægt og bítandi.
  Takk fyrir þetta strákar

 15. Maggi, þú hljómar alveg eins og Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrir það verðurðu alltaf minn uppáhalds 😉

 16. Takk fyrir það Halli, Bjössi er klárlega einn af mínum uppáhalds og bara gott ef ég fæ samlíkingu við þann Liverpoolsnilling!
   
  Annars langar mig að benda á forvitnilega uppröðun á leikmannahópunum í deildinni eftir meðalaldri.  Mítan um Chelsea er þar sönnuð og líka fínt að sjá að við erum í fjórða sæti þarna, með nokkurn veginn sama meðalaldur hópsins og Arsenal og erkifjendurnir í borginni austan við okkur!

 17. Maggi geturu ekki sett inn listann hérna sem þú sást um meðalaldur hópanna í deildinni, væri forvitnilegt að sjá hann….

 18. Getiði sett kóðann í fantasy deildina einhver staðar á síðunna eða hér????

  Það tekur menn c.a. tvær sekúndur (minna en að skrifa inn comment um það) að finna þetta á síðunni.  Það er drop down listi neðst í stikunni hægra megin, þar geta menn valið efnisflokka (í þessu tilviki draumaliðsleikur) og wollahhh. 

  Kóðinn er sem sagt 795781-198796.  Maður er ekkert með þennan kóða í minninu sínu, þannig að við þurfum að leita að þessu eins og aðrir.

 19. Hættið þið að reyna að réttlæta Meireles söluna!! Þið lítið bara illa út. Þetta er bara basic…burt sé frá hvort hann hefði verið óánægður með spilatíma eða Kenny hefði viljað stilla upp sínu liði og bla bla. ÞETTA VEIKIR HÓPINN….PUNKTUR!!!!!
   
  Annars ágætis þáttur. Mikið að truflunum í honum en hvort það sé sök itunes eða upptaka, veit ekki.

 20. Það er enginn að reyna að réttlæta eitt eða neitt Fói, maður er fyrst og fremst að segja sína skoðun á málinu.  Skoðanir manna eru misjafnar og mín er sú að þetta sé ekki svona svaðaleg veiking eins og þér greinilega finnst.  Hvort við lítum illa út eða ekki, það er svo aftur allt annað mál, mér finnst t.d. Babú vera algjör dúlla og mjög fagur jafnt utan sem innan.

  En hvað um það, ég fer ekki ofan af því að ef Meireles hefði verið seldur strax í lok tímabilsins, og við síðan keypt það sem við keyptum eftir það, þá hefðu menn ekki mikið sagt.  Henderson og Gerrard eru báðir að spila sömu stöður og Meireles og nokkuð ljóst að Dalglish vildi stóla meira á þá heldur en Raul. 

 21. Hehe ég var aðeins að skjóta á ykkur. Auðvitað eiga allir rétt á sinni skoðun. Sammála þér með Babu enda algjör dúlla.
  Það er mikilvægt að vera með stóran hóp í EPL og mér finnst það sem Meirels býður upp er meira extra heldur en Henderson, Shelvy og litli dvergur bjóða upp á. Hann hefur þennan Barca stíl lætur boltan fljóta vel og er teknískur leikmaður! Við kaupum annan miðjumann í janúar. Við eigum eftir að missa menn í meiðsli (Adam þegar meiddur) og þá reynir á breiddina.

 22. Frábær þáttur að venju. Þetta er tvímælalaust orðin öflugasta bloggsíða sem fjallar um Enska boltann(Liverpool ER enski boltinn…) hér á skerinu ástkæra. Tek undir hluta sem Fói sagði varðandi gæði upptökunar, aðeins erfitt að hlusta í byrjun þar sem hljóðið var af mjög misjöfnum gæðum, hökti mikið og var óskýrt, en lagaðist þegar á leið. ATH að þetta er gagn-rýni ekki niðurrif!

  Fyrir þá sem óska eftir meira svona efni en þessir drengir framkalla í sínum frítíma þá vil ég benda á áskrift að LFC TV. Ég er búinn að vera áskrifandi í nokkur ár núna og finnst frábært að horfa á þættina klukkutíma fyrir leik og svo umræðurnar eftir leik(þegar við vinnum þ.e.) Svo er hægt að horfa á alla leikina eftir miðnætti á leikdag í mislöngum útfærslum ásamt viðtölum við leikmenn og annað sem aðrar fótboltasíður koma svo með samantekt úr.  Þetta er ekki það dýrt að menn finni fyrir því og hvet ég alla sem vilja styðja liðið okkar til góðra verka að ganga bara alla leið í þessu. Það er stigsmunur á því og gerast áskrifandi hjá ræningjunum á stöð tvö sem heimta handlegg og fót fyrir og þetta.  

  En varðandi þessi pod”cöst” hjá ykkur þá er alveg greinilegt að þetta hefur slegið í gegn og næst vantar bara að taka næsta skref og gera þetta í beinni og leifa okkur vitleysingunum að koma með spurningar á meðan á þætti stendur eða skila inn óskum um umræðupunkta fyrir podcast.  

  En og aftur, takk takk takk kærlega fyrir að halda úti þessari síðu og vera svona framarlega í að nýta þá tækni sem dettur inn hverju sinni.

  Islogi  

 23. Eru einhverjir af ykkur sem búa uppá Velli? Væri gaman að skapa smá stemmningu á veitingastaðnum Langbest á gameday!!!

 24. Fyrir þá sem eru að benda á hljóðgæðin þá er ég að skoða þau mál. Það hefur borið aðeins á truflunum í síðustu tveimur þáttum og ég ætla að reyna að laga það fyrir næsta þátt. Þetta er allt saman work in progress, skiljiði. 🙂

 25. Takk fyrir þetta Toto, gaman að horfa á þetta og rifja upp liðna atburði og þá sérstaklega átta sig á í hversu góðum málum við erum með eigendur. Boðskapurinn er þó að stuðningsmenn eigi a.m.k. stóran hlut í félaginu og hver veit nema það verði að veruleika einn daginn.

 26. Kop.is Podast #5

  Þetta pod-ast áfram hjá ykkur. Segi svona…      

 27. Arsenal er s.s. með einum mánuði (32,85 dögum) eldra lið en Liverpool og Scum Utd með 40 (40,15) dögum yngra lið en Liverpool.
   
  Þetta er nú varla neitt til að tala um…

 28. Þessi listi er varla marktækur þar sem aðeins er reiknað út frá leikmannalistanum sem skilaður var inn, en á honum eru ekki menn sem eru fæddir fyrir 1990. Eins og Henderson og Kelly. Þannig að lið geta verið með marga mjög efnilega leikmenn en samt skorað hátt á listanum. Samt skemmtilegt að skoða listan.

 29. Það er ekki rétt hjá þér Freyr23 þeir segja neðst hvernig þeir gera þetta
  The averages have been calculated using the ages of the recently submitted 25 man Premier League squads, who are all over 21-years-old. Managers can use as many under 21 players as they wish, so we have used the under 21 squad members who have played 90 minutes or more of first team football for their current team during this season or last season.

  Þannig að menn eins og Kelly og Henderson eru teknir með í reikningin.

 30. OK sorry, las greinilega ekki allt. Annars fannst mér þetta frábært podcast, endilega gera þetta sem oftast.
  Mér finnst við reyndar hafa efnilegra lið heldur en Arsenal, þar sem mér finnst okkar ungu strákar mun betri en þeirra, til dæmis Jenkinson er alveg hræðilega lélegur, Flanagan er miklu betri en hann. Þannig að ég held að við getum bara hlakkað til framtíðarinar. 

 31. Jæja maður er orðinn nett spenntur fyrir leik helgarinnar eftir þetta blessaða landsleikjahlé.

  Ég fór að spá aðeins í því hvernig hann gæti stillt upp liðinu gegn stoke,

  Verður hann með 3miðverði?

  Vill hann nota hraða til að keyra á hægt lið stoke?

  Hefur hann Carroll frammi til að hafa auka risa í teignum þegar við fáum á okkur föst leikatr?

  Notar hann sitt sterkasta lið eða fer hann eftir því hverjir spiluðu minna í hléinu?

  Lætur hann nýju mennina stökkva beint út í djúpulaugina?

  Engin leið að vita hvað KK hugsar, en ég held að hann stilli upp svipuðu leikkerfi og hann gerði
  gegn þeim 2.feb í fyrra, 3-2-3-2 eða 3-2-3-1-1.

  Þá var liðið svona,

  ————Reina————-
  —Agger-Skrtel-Kyrgiagos—
  Kelly—————–Johnson 
  —Gerrard-Lucas-Aurelio—-
  —–Kuyt——–Meireles—

  Eða Meireles í holunni aftanvið Kuyt.

  Um helgina gæti ég trúað því að við sjáum þetta svona,

   ————Reina————-
  —Agger-Skrtel-Carra———
  Kelly——————-Enrique 
  –Henderson-Lucas-Adam—-
  —–Suarez——–Carroll—–

  Og þá Suarez líklega eithvað í holunni aftan við Carroll.

  Hafi þá Kuyt og Downing á bekk eftir að þeir spiluðu báðir tæplega 2x90min
  í landsleikjahléinu.

  Hugsanlega gæti hann samt sett Kuyt þarna inn í stað Suarez og geri einsog í
  fyrra og í síðasta útileik gegn Arsenal, láti liðið sem er inná þreita anstæðingana
  í svona 60min og hendi svo Suarez froðufellandi inná með sinn ógnarhraða og
  reyni að keyra á þá með orkuni sem hann hefur.

  Spurning spurning spurning, helgin kemur bara ekki nægilega fljótt 🙂 

 32. Flottur þáttur. Væri gaman að sjá þetta landsleikjadæmi breytast.

  Smá þráðarán. Er einhver áskrifandi að Tomkins Times? Kostar nú ekki mikið, (um 7000 kall á ári) og er að pæla hvort það sé ekki vel þess virði?

 33. þið lýsið upp tilveruna drengir. Takk fyrir frábæran þátt. YNWA

 34. Nr. 40 Hjalti.
  Hef verið áskrifandi frá byrjun og ca. 700 kr. á mánuði er hræódýrt fyrir þá síðu. Vel þess virði.

 35. Hjalti, ég hef verið áskrifandi frá byrjun og sé ekki eftir því. Langbestu Liverpool-umræðurnar á netinu og líka bara góð tölfræði um Úrvalsdeildina almennt.

 36. Skemmtilegt podcast að vanda og frábær ný viðbót við þessa glæsilegu síðu. Þar sem þetta podcast er nýbyrjað hjá ykkur myndi vilja leggja fram þá tillögu að í hverri viku yrði tekinn með í podcastið einn dyggur lesandi/skrifandi síðunnar ásamt þeim sem halda úti síðunni, það myndi auka fjölbreytni samræðanna í hverjum og einum þætti (með fullri virðingu fyrir þeim sem þar eru nú).

 37. Eitt free transfer og Man city er réttu megin við nýju reglunar hjá FIFA eða Uefa. Rugl.

 38. Fín samantekt Bjarki #38 en alveg skelfilega leiðinleg tónlist undir
   

 39. Frábært að vanda hjá ykkur – þið gerið þetta virkilega vel!  Ef þessi síða er súkkulaðikaka þá er þátturinn ykkar rjóminn á kökuna.  Allir þumlar upp og ég vona að þættirnir verði margir í vetur!

 40. 7 stig úr fyrstu leikjunum, geðveiki þar á eftir fyrir lokun gluggans, og svo landsleikir….!!!
  Manni er farið að líða eins og alka með fráhvörf. Finnst heilt ár frá síðasta leik og þetta var orðið svo slæmt að í kvöld var downloadað gamla meistaradeildarleiknum við Milan 🙂   (það má alltaf ylja sér við það)
  Ef það kemur önnur svona pása þá fer FM í torrentið næst

 41. Ég var að reyna hlusta á podcastið úr nýja iphone 4 símanum mínum en þá kom bara upp villumelding um að podcastið gæti ekki spilast í þessum síma. Einhver sem veit hvað gæti amað að?
   

 42. Charlie Adam að öllum líkindum með á morgun.  Spurning hvort Glen Johnson komi í hægri bakvörðinn þar sem Kelly er tæpur.  Gerrard síðan allur að koma til. 

  Ég persónulega tel að hann spili 3-5-1-1 á móti Stoke á morgun.  Verður með 3 miðverði, svo bakverði sem spila líka sem kantmenn + öfluga miðju.  Suarez síðan fyrir aftan Carrol.  Þurfum þann síðarnefnda fyrir föstu leikatriðinu hjá Stoke.  Var ekki Crouch kominn til þeirra ??  Kæmi mér svo ekkert að óvart ef Coates nýji maðurinn okkar kæmi inn í liðið útaf hæð sinni og líkamsstyrk.

 43. jæja missi af leiknum því að eg er að fara að keppa á klakamótinu í danmörku… 30 ára afmælismót…. ætlast til að liverpool vinni stók eins og að eg ætlast til að odense C liðið vinni mótið… góðahelgi strákar og vonandi á eg eftir að sparka í einnhvernn sem kemur inná þessu síðu á mótinu…
  áfram odense C og liverpool

 44. Arnar skemmtu þér á klakamótinu, ég Á AÐ VERA ÞARNA, Sönderborg er minn bær í DK. Var þarna í Odense þar seinast, það var geggjað!

  Bið að heilsa Sönderborg liðinu, Einsi skilar barráttukveðju!

  Hvenær kemur upphitun eiginlega?!?

  Er að fara úr límingunum!

  Eins og fíkill vantar mig mitt KOP-fix!

Kop-gjörið fer í gang.

Stoke á morgun