Landsliðsmenn

Af forvitni, fyrir mig alveg jafnt og ykkur, þá er hér yfirlit yfir hvar landsliðsmenn Liverpool eru staddir í dag:

Skotland: Charlie Adam er meiddur á mjöðm eftir leikinn gegn Tékkum sl. laugardag og missir því af leik Skota gegn Litháen á morgun. Danny Wilson kom inná á laugardaginn og verður væntanlega aftur í hóp á morgun.

England: Stewart Downing lék allan leikinn gegn Búlgaríu á föstudag og lék vel. Hann verður væntanlega aftur í liðinu á morgun gegn Wales. Andy Carroll er einnig í hóp en kom ekkert inná á föstudag. Gæti fengið spilatíma á morgun.

Danmörk: Danirnir áttu frí á föstudag en spila heimaleik á morgun gegn Noregi. Daniel Agger verður væntanlega í liðinu.

England U-21: Jordan Henderson var fyrirliði U-21 liðs Englendinga í 6-0 stórsigrinum á Azerbaijan sl. fimmtudag og skoraði m.a. glæsilegt mark. Í kjölfarið sagði Stuart Pearce að hann vildi gefa honum frí þar sem hann hefði verið mjög þreytulegur í Evrópumóti U-21-liða í sumar þannig að Henderson er farinn aftur til Liverpool, verður ekki með á morgun. John Flanagan, Andre Wisdom og Jonjo Shelvey verða þó væntanlega í hóp í kvöld gegn Ísrael eins og sl. fimmtudag og þar af mun Flanagan væntanlega byrja aftur í hægri bakverði.

Holland: Dirk Kuyt skoraði mark í 11-0 sigri Hollendinga (!!!) á San Marínó sl. föstudag. Hollendingar eiga útileik gegn Finnum á morgun og Kuyt verður væntanlega áfram í liðinu þar.

Wales: Nýi framherjinn okkar, Craig Bellamy, fékk gult spjald gegn Svartfjallalandi á föstudag og verður því í banni í leik liðsins gegn Englandi á Wembley á morgun. Hann ætti því að vera ferskur fyrir Stoke-leikinn á laugardag.

Slóvakía: Martin Skrtel var í vörn Slóvakíu sem náði 0-0 jafntefli í Írlandi á föstudag og verður aftur í eldlínunni gegn Armeníu á morgun.

Spánn: Pepe Reina vermdi varamannabekkinn eins og venjulega þegar Spánverjar sigruðu Chile í æfingaleik á föstudag. Heims- og Evrópumeistararnir eiga auðveldan heimaleik gegn Liechtenstein á morgun í forkeppni Evrópukeppninnar og Reina verður eflaust aftur á bekknum þar sem Iker Casillas er landsliðsfyrirliði og því varla hvíldur í keppnisleik.

Úrúgvæ: Luis Suarez lagði upp tvö mörk í 3-2 sigri á Úkraínu í Úkraínu á föstudag. Sebastian Coates var varamaður í þeim leik. Úrúgvæar eiga ekki fleiri leiki í bili þannig að Suarez og Coates eru væntanlega komnir aftur til starfa á Melwood í dag.

Brasilía: Brassarnir leika vináttuleik gegn Ghana á Craven Cottage, heimavelli Fulham, í Lundúnum í kvöld. Þar verður Lucas Leiva væntanlega á miðjunni hjá þeim gulu.

SAMANTEKT: Charlie Adam er meiddur og óviss fyrir Stoke-leikinn. Luis Suarez, Sebastian Coates, Craig Bellamy og Jordan Henderson hafa lokið landsliðsstörfum í bili og eru einnig komnir heim. Daniel Agger og Lucas Leiva spiluðu ekkert yfir helgina en spila í kvöld og á morgun. Dirk Kuyt, Danny Wilson, Stewart Downing, Andy Carroll, Martin Skrtel, Jonjo Shelvey, John Flanagan, Andre Wisdom og Pepe Reina eru einnig allir með landsliðum sínum í kvöld og á morgun.

Og nú er bara að krossleggja fingur og tær og vona að Adam verði eina fráfall þessa blessaða #=)”#=)%#”! landsleikjahlés.

20 Comments

 1. Þetta mun blessast! 7,9,13!!

  Gaman að sjá hve marga landsliðsmenn við erum með, þó svo að það sé jafnvel ókostur þegar að þessi landsleikjahlé eru….en jæja, maður verður að hætta að bölva því og horfa á björtu hliðarnar, leikform þeirr batnar (ef þeir haldast heilir) og reynslan eykst.

  YNWA – King Kenny we trust! 

 2. Andy Carroll verður líklega ekki í liðinu á morgun, sbr comment Cappello:

  http://www.skysports.com/story/0,,19692_7151671,00.html

  Verð að taka undir þetta hjá honum – hef ekki gagnrýnt AC hingað til, en eftir frammistöðu hans gegn Exeter í þar síðustu viku, þá hef ég smá áhyggjur. Hann kom fyrr til æfinga, hefur haldist heill síðan s.l. vor, en lítur samt út fyrir að vera of þungur og er með móttökur á bolta sem að Heskey myndi skammast sín fyrir….

  Vona að hann fari að detta í gírinn – hann má varla við mikið fleiri slökum frammistöðum í viðbót áður en pressan fer að fara á bakið á honum. Meira að segja exeter stuðningsmenn sungu waste of money. Hann þarf að fara að skora nokkur mörk, helst í kippum til að lægja aðeins öldurnar.

 3. Lampard var ekki heldur í liðinu í seinasta leik, Carroll er samt fáránlega clumsy og hefur ekki verið að fitta alveg inn í þennan stutta sendingabolta sem við höfum verið að reyna spila, hann er samt fáránlega sterkur og mjög öflugur skalla og skotmaður, og óheppinn að vera ekki búinn að setja hann allaveganna 1-2 so far.  Finnst að við geta alveg gefið honum smá tíma í að fara raða inn mörkunum, bæði Torres og Dzeko fengu nú sinn tíma, og annar þeirra er ekki einu sinni farinn að skora af viti aftur 🙂

 4. Fúlt að missa Adam ef þannig fer.  Mér finnst okkur í raun ennþá þurfa backup fyrir hann, þó auðvitað sé líklegt að Gerrard verði settur niður með Lucasi ef ekki annað vinnst út úr því.  Spái því að M-C verði fundinn fyrir næsta haust.

  Andy Carroll verður fyrsta nafnið hans Dalglish til að mæta Stoke, ekki bara sóknarlega heldur líka til að verjast set-piece atriðunum sem við munum fá á okkur.  Ég meira að segja sé Coates byrja þann leik því við vitum öll að hættan á Brittania felst í löngum innköstum og set-piece.

   

  Og by the way, þeir Exeter menn hættu að syngja eftir að hann skoraði af 20 metrunum.  Segi enn og aftur, við erum ekki að fá silkitæknimann (enda nóg til af þeim núna) heldur power-forward sem lætur finna fyrir sér líkamlega og það var það sem Kenny vildi fá þegar hann keypti hann. 

  En vonandi haldast okkar menn heilir í gegnum seinni törnina!!!

 5. Hvað segja menn við því að Roy keane sé kannski að fara að taka við íslenska landsliðinu.
  Væri ekki alveg eins gott að ráða Gauja Þórðar ?

 6. Það verður spennandi að sjá hvort Dalglish komi Stoke, já og örugglega flestum öðrum líka, á óvart og hendi Coates í byrjunarliðið, einmitt til að verjast Rory Delap. Spurning hvort King Carra fari á bekkinn og við stillum upp þremur turnum, Coates, Agger og Skrtel í varnarlínunni. 

 7. Grábölvað landsleikjahlé með sín grimmu örlög. Svo sem ekkert heyrst að meiðslin séu neitt alvarleg þannig að vonandi er þetta bara leikurinn gegn Stoke sem Adam missir af. Spurning hvort Spearing komi inn á miðjuna í fætinginn þar. Góðar taktískar vangaveltur hjá Magga og sammála því að Carroll er líklegur kosturinn inn í þann leik, sérstaklega þar sem hann hefur verið í rólegheitum á bekknum með landsliðinu meðan Kuyt spilar tvo. Finnst frekar ólíklegt að Coates verði hent í djúpu laugina strax, nema að Skrtel og Agger séu dauðþreyttir.

  Menn voru að tala um 3-5-2 með vængbakverði og það er ansi líklegt, og sérstaklega þá að spila með þrjá miðverði. Ég er að velta fyrir mér hvort að í ljósi meiðslanna á Adam að þeir breyti þeirri taktík aðeins og hendi jafnvel Bellamy inn í mixið. Taktíkin gæti þá verið einhvern veginn 3-4-2-1 með tvo sitjandi miðjumenn (Lucas & Henderson/Spearing) og svo Suarez & Bellamy sem vængframherjar í örvaoddi með Carroll fremstan. Gæti samt verið öruggast að byrja með þriggja manna miðju og eiga sóknarútfærsluna inni ef á þarf að halda. Í það minnsta hvílir Bellamy næsta leik Wales á meðan Downing mun að öllum líkindum spila tvo leiki fyrir England þannig að bítti á þeim gæti meikað sens út frá ferskleika og orku.

  Keane? Ef maður leggur alveg Manchester United tenginguna til hliðar þá eru blendnar tilfinningar varðandi Keane sem landsliðsþjálfara. Hans þjálfaraferill er ekki beint glæsilegur; byrjar vel með að koma Sunderland upp en svo fer allt í vitleysu í PL. Þurftu vítaspyrnukeppni til að vinna Northampton í bikarnum sem segir margt 🙂 Var svo skelfilegur hjá Ipswich og alltaf í stöðugum deilum um hitt og þetta. Það er gallinn við hann sem þjálfara, á endanum fer allt að snúast um hann sjálfan og hann stofnar til deilna og illinda við annan hvern mann (ekki ólíkt spilaferlinum). Auðvitað er hann stórt nafn sem gæti sparkað duglega í rassinn á landsliðinu og KSÍ en hann gæti líka verið fokdýr mistök. Hann verður líka stöðugt með augað á bitastæðu djobbi á Englandi og til í að dömpa okkur með minnsta fyrirvara. Ekki heppilegur í þessi kynslóðaskipti sem nú fara í hönd.
  http://en.wikipedia.org/wiki/Roy_Keane

  Mér líst mun betur á að fá farsælasta þjálfara í sögu íslenskrar knattspyrnu og landsliðsins aftur, Gauja Þórðar. Eflaust mun ódýrara og öruggara að veðja á hann. Vitum hvað við erum að fá þar og hann er eflaust búinn úthugsa sínar áherslur og taktík ef hann tæki við. Þekkir alla leikmenn og þarf engan aðlögunartíma.

  Sá eini af þessum nefndu erlendu þjálfurum sem hefur kveikt eitthvað í manni er Lars Lagerback en ég held að hann gæti smellpassað að mörgu leyti. Var í 9 ár sem aðalþjálfari sænska landsliðsins og þar áður í 10 ár með u-21 árs og B-lið þeirra. Maður sem kann að byggja upp landslið frá grunni. Náð frábærum árangri með Svíþjóð og næstum alltaf náð inná stórmót og gert góða hluti þar. Ef hann vildi taka djobbið teldi ég hann besta kostinn.
  http://en.wikipedia.org/wiki/Lars_Lagerb%C3%A4ck

  Svo vill maður sjá einhvern faglegan þankagang hjá KSÍ. Það er óásættanlegt að þeir hummi bara af sér versta gengi í sögu landsliðsins. Hefðu átt að reka Óla fyrir löngu og gefa nýjum þjálfara þessa leiki núna til tilraunamennsku og aðlögunar. Einnig verða þeir að vita hvaða stefnu þeir vilja sjá í leikstíl liðsins eins og t.d. Comolli og aðrir góðir fótboltafrömuðir gera fyrir sín lið. Ákveða hvað menn vilja og svo finna þjálfara sem hentar styrkleika landsliðshópsins og karakter en ekki bara ráða einhvern þjálfara sem reynir svo að láta landsliðið passa að sinni persónu. Þegar formaður landsliðsnefndar gefur viðtöl eins og þetta þá verður maður að velta fyrir sér getu þeirra, stefnu og tilgangi:
  http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=113542

  Væri ekki hægt að plata Rúnar Kristins í að vera director of football hjá Íslandi fyrst hann vill ekki vera þjálfari sjálfur? 🙂

 8. @  Elías (#9)
  Hehehe frábær linkur og brill hjá snillingnum Carra. Bit of Scouse humor! En ætli þessi skyrta hjá Carra sé ekki ein sú ljótasta flík sem ég hef á ævi minni séð 🙂 Ekki séð það verra síðan MC Hammer var uppá sitt besta/versta. Vonandi er Carra ekki með álíka smekk á buxum og Hammer hehehe

 9. @8
  Hvernig er hægt að hafa efasemdir um Roy Keane og stinga svo upp á Gauja Þórðar ? Þeim sama og féll með ÍA ? Hefur Gauji Þórðar betri feril á Englandi en Keane ? 

  Gauji hefur fengið sinn skammt og hefur landsliðið verið í lægð síðan hann hætti. Það þarf að taka til, ekki bara í landsliðshópnum, heldur virðist umgjörðin vera ansi slöpp. Hvort sem það verður Keane, Steve Coppel eða hver sem er, þá þarf aðra nálgun, ekki endurvinna þá sem hafa reynt við starfið áður.

  Kosturinn við Keane er einmitt að hann mun fá virðingu, við munum væntanlega ekki heyra djammsögur af hópnum fyrir leiki lengur. Ef hann fær svo góðan assistant eins og Eyjólf, þá gæti þetta orðið mjög sterk blanda. Það vita allir að liðið vantar bara neistann. Hann mun líka ekki leyfa KSÍ að vera með neitt hálfkák, enda þarf umgjörðin að vera í lagi ef spila á vel. Og svo guð minn góður hvað við fáum skemmtilega blaðamannafundi. 

 10. #11 Shearer,
  Hafa þeir ekki svipaðan feril í Englandi – báðir komið liði upp um deild og komið víða við. Ekki mikið merkilegra en það.
  Hvað er annars svona bjánalegt við það að stinga annars uppá sigursælasta landsliðsþjálfara Íslands, að hann komi og taki aftur við ? Er eflaust á 10 sinnum lægri launum en Keano.

  Og btw … Jú þetta er sami gaui og féll með skagamönnum … en þetta er líka sami Gaui og stýrði liðinu uppúr 1 deildinni og gerði nýliða að meisturum í fyrsta sinn í sögu íslenskrar knattspyrnu, að öllu öðru óupptöldu sem hann hefur áorkað.

  Það eina sem mér finnst spennandi við ráðningu Keane er að sjá hvort að íþróttafréttamenn stöðvar tvö verði jafn gagnrýnir á hann í starfi og þeir voru t.a.m. við Eyjólf á sínum tíma (sem og Ólaf).

 11. @ Shearer (#11)

  Elías (#12) tók af mér ómakið að svara nokkrum af punktunum hjá Shearer og takk fyrir það Elías.

  Til viðbótar vil ég segja að ég stakk ekki sérstaklega upp á Gauja heldur var það Ásmundur (#6). Já og þessir líka:
  http://www.visir.is/felogin-vilja-sja-erlendan-thjalfara/article/2011709059989

  Af þeim innlendu kostum sem komast þarna efst á blað þá hafa Rúnar & Eyjólfur lýst því yfir að þeir vilji ekki djobbið þannig að þá eru helstir aðrir Willum og Teitur. Af þessum þremur þá finnst mér Gauji augljóslega fyrsti kostur enda farsælasti landsliðsþjálfari Íslands og væri traust ráðning að fá hann aftur. Ekkert absúrd við það.

  Einnig hefur Teitur Þórðar mikla reynslu, þ.m.t. með landslið Eistlands, en hans þjálfunaraðferðir og taktík eru oft umdeildar (pínu Hodgson-stemmning). Willum er ungur og orðið meistari með tvö íslensk lið og góður að setja saman öguð og þétt lið en miðað við það andrúmsloft sem er í gangi núna væri hann ekki mjög spennandi ráðning og kannski full mikill mótvindur frá byrjun. Samt alveg góðra gjalda verður.

  Komum þá að Keane. Fyndið að þú viljir bera saman feril Roy vs. Gauja í ensku deildinni því að það kemur ekkert svo illa út fyrir Íslendinginn. Roy stýrt 2 liðum í heil 4 ár og af þeim átt 1 gott ár + promotion en 3 döpur ár þar eftir. Gauji stýrði 4 liðum í um 6-7 ár samtals + promotion. Gerði flotta hluti með Stoke en misvel með hin liðin sem öll áttu það sammerkt að vera í erfiðri stöðu er hann kom, ná rífandi starti með nýjum stjóra sem fjaraði svo út í lokin. Áhugavert að skoða vinningshlutfall þeirra beggja:

  Vinningshlutfall Keane: 36,67%
  Vinningshlutfall Gauja: 40,99%

  Taphlutfallið líka áberandi hátt hjá Keane eða 36,12% en hjá Gauja er það mun minna eða 31,80%. Niðurstaðan er því klárlega Íslendingnum í vil gegn Íranum þó að auðvitað megi deila um styrkleika deilda og þess háttar.

  Ég skil ekki af hverju Keane ætti að fá meiri virðingu en aðrir hæfir þjálfarar. Af því að hann var frægur leikmaður? Ef eitthvað er þá virðist það vera skammgóður vermir fyrir hann því að ekki dugði virðingin honum mikið hjá Ipswich. Leikmenn bera virðingu fyrir stjórum sem vita hvað þeir eru að gera og ná að hvetja þá til góðra verka. Keane er ennþá frekar reynslulítill þjálfari þó að hann hafi mikla reynslu sem leikmaður, en enn sem komið er virðist sú reynsla ekki vera að skila sér á milli þeirra hlutverka. En áttum okkur á því að hann kæmi ekki til greina sem þjálfari Íslands ef hann hefði staðið sig MJÖG VEL með ensk lið hehehe

  Svo skil ég ekki af hverju þú vilt horfa framhjá því að mér finnst Lagerback besta kosturinn ef hann stendur til boða. Hans ferilskrá er frammúrskarandi flott og við værum að detta í lukkupottinn með að fá hann að mínu mati (með 43,51% vinningshlutfall). En ef að þjálfarinn ætti að vera innlendur þá tel ég Gauja besta skipstjórann til að bjarga þessari sökkvandi skútu sem íslenska landsliðið er. Hefur reynsluna, hæfnina og að því er virðist nokkurn stuðning á bak við sig.

 12. Þetta Carragher-vídjó er náttúrulega bara gargandi, öskrandi snilld. 5. bestu leikmannaviðskiptin eru Torres til Chelsea af því að það gerði okkur kleift að kaupa Suarez. Og svo aulaglottið. LEGEND!

 13. @13

  Vill engan veginn horfa fram hjá Lagerback, ekki halda það. Ég er hins vegar 100% að við þurfum algjörlega nýja nálgun á Íslenska landsliðið, mann með framtíðarsýn og skoðanir ekki bara á liðinu heldur allri umgjörð og mann sem er ekki hluti af fótboltapólítíkinni á Íslandi. Þar af auki þarf KSÍ að þora að hlusta á þennan mann og implementa það sem leggur til. Hvort það sé Keane, Coppell eða Lagerback þá eru það margfalt betri kostir en Rúnar, Heimir Guðjóns eða Gaui Þórðar. Hins vegar finnst mér Keane vera raunhæfari kostur, því Lagerbäck gæti líklega gengið inn í betri jobb ef hann hefði áhuga. 

  Ég held að KSÍ geti virkilega lokkað stór nöfn í starfið, sem er það sem þarf. Ástæðan er einfaldlega, þetta er algjört win-win situation, liðið er í þvílíkri lægð og þarf ekki mikið til að ná því upp um tugi sæta á FIFA listanum, svo erum við í mjög góðum undanriðli fyrir næsta stórmót. 

   

 14.  
  Þetta er ekki flókið, fáum Roy til að taka við landsliðinu en ekki þennan sem ber sama eftirnafn og hljómsveitin Keane…fáum heldur Roy Hodgson;)

  Ps. Skyrta Carra í vídeóinu er geggjuð, kaupi hana og set Carragher á bakið.

 15. @ Shearer (#13)

  Við erum alveg kórsammála um að það þurfi nýja nálgun á landsliðið enda var ég að tala á þeim nótum varðandi undarlegheitin í formanni landsliðsnefndar. Mér finnst að það ætti að vera einhvers konar director of football hjá KSÍ sem ynni á faglegum nótum varðandi umgjörðina, stefnumótun og einnig ráðgjöf um ráðningu þjálfara. Skil ekki alveg þessa landsliðsnefnd eða hvernig hún fúnkerar og svo er Geir meiri rekstrarmaður heldur en fótboltaspekingur.

  Mér finnst akkúrat ekkert faglegt við hugsanlegt val á Keane sem þjálfara landsliðsins heldur meira bara spurning um frægasta nafnið sem í boði er. Minnir ansi mikið á West Ham í umsjá kexkóngsins og heiðursforseta KSÍ, Eggy, þegar hann yfirborgaði fyrir meidd og útbrunnin stórnöfn (Dyer, Ljungberg o.fl.). Kemur því ekkert á óvart að hann sé prímus mótor í þessu Keane-dæmi:
  http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=114269

  Mér líst hins vegar mun betur á Coppell enda reynslumikill og virtur þjálfari í bransanum. Hefur netta Íslands-tengingu miðað við alla þá Íslendinga sem hann fékk til Reading og gerði að sínum lykilmönnum (Ívar, Brynjar, Gylfa). Hann hefur klárlega öfluga ferilskrá ef hann myndi sækjast eftir starfinu og traustara að veðja á hann heldur en Keane. Er t.d. einhver sérstakur munur á ferilskrá Keane og annars mannætu-miðjumanns af Bretlandseyjum sem er atvinnulaus þjálfari þessa stundina? Ættum við að ráða Paul Ince sem landsliðsþjálfara?

  Keane-dæmið væri spennandi út frá því einu hversu mikla óvissu og fjölmiðlafár sem það skapar. Trompast hann á blaðamannafundum? Sparkar hann liðinu í gang? Færi hann um leið og vel gengi? Eða bara um leið og áhugaverðara starf býðst? Keane hefur helst sýnt það að hann á erfitt með að aðlagast að stýra leikmönnum af lakari standard en hann var sjálfur og spilaði með. Einnig hefur hann stundað það að selja mikið & kaupa hjá Sunderland & Ipswich en þess háttar spákaupmennsku er ekki að skipta hjá landsliðum smáþjóða þar sem þjálfarar verða að vinna úr þeim takmarkaða efnivið sem þeir hafa. Að fá Keanó væri svona eins og að veiða hornsíli með haglabyssu 🙂 Might work but a bloody mess!

  Svo finnst mér ekki ríkisfangið ekki aðalmálið heldur bara hversu fær þjálfari stendur til boða á hverjum tímapunkti. Mér finnst ósanngjarnt að tala þá erlendu sem “margfalt betri kosti” eins og þú orðar það þar sem að innlendur stjóri hefur alltaf það með sér að þekkja leikmenn, hefðir og tungumál betur en sá erlendi sem þyrfti oftast aðlögunartíma. Sá farsælasti í sögu þjóðarinnar er jú Íslendingur og það þarf ansi góðan árangur til að toppa hann. En vel valinn útlendingur ætti líka góðan séns því að glögg er gests augað.

  Stórt nafn eða ekki þá vil ég sjá þann þjálfara sem hentar Íslandi sem best, en Keane væri klár áhætta.

 16. Já, já, Souness, Gary McAllister, Roy Evans, Steve Staunton, John Barnes eða bara hvaða púlara sem hefur dundað sér við þjálfun 🙂

  Talandi landsliðsþjálfara, hvað gengur Capello til með þessu stöðuga blaðri um drykkjuna á Carroll? Mér finnst í lagi að tala hvort hann sé í góðu líkamlegu- eða leikformi eður ei, en þessi endurtekna drykkjuumræða skapar bara leiðindi og óþarfa þrýsting á Carroll. Svo vill hann ekki upplýsa nákvæmlega hvað var sagt í prívat samtali þeirra en upplýsir samt um að samtalið hafi átt sér stað og um hvað það snérist!??!! Lítið vit í þessu eins og Alan Shearer talar um:

  Former Newcastle and England captain Alan Shearer said he thought it was unwise for Capello to speak publicly about Carroll’s situation.

  “I’m not too sure if I’d be happy if my manager told me to stop drinking and then goes to the media and tells them what he has just said,” Shearer told BBC Radio 5 live.

  “It’s one thing saying it in the dressing room which the manager has every right to do, because he knows what is best for you as a player and he can improve you as a player, as Capello can. But I’m not too sure Andy will be best pleased with him coming out and saying that.

  “Andy is big enough and strong enough to take it on board. He is a sensible individual. Yes, he does like to have a good time but he’s a very good professional.

  “He will get it right. He’s at a great football club and he’s got a great manager in Kenny Dalglish to point him in right direction. The main point is he’s still a young lad and he can learn and still improve.

  Ef þetta er raunverulega vandamál þá er það King Kenny sem á að leysa úr því enda er það Liverpool sem á leikmanninn. Ef Capello líkar ekki eitthvað hjá Carroll þá á hann einfaldlega að sleppa því að velja í landsliðið. Kemur honum jafnvel frekar lítið við, sérstaklega opinberlega. Tjáir hann sig jafn oft um drykkjuna hjá Rooney sem leyfir sér nú alveg að skvetta í sig þegar tækifæri gefast? Sammála þessum púlara um tvöfeldnina hjá Capello og siðferðilegt láglendi:
  http://paisleygates.com/?p=5741

  Þetta drykkjuraus gerir Carroll að risastórri (bókstaflega) skotskífu fyrir fúllynda þegar illa gengur hjá landsliðinu. En kannski er það planið hjá signor Fabio til að minnka þrýstinginn á sjálfan sig.

 17. Sælir félagar
   
  Mér sýnist að Peter Beardsley sé að gera sig frekar gildandi sem tilvonandi Kop – penna.  Málefnalegur og sér ekki eftir sér að skrifa hvern langhundinn á fætur öðrum.  Fín skrif hjá honum og greinilega nógur tími til skrifta og lestrar hér á Kop-inu.  Bendi umsjónarmönnum á þennan möguleika til að fjölga í liðinu og dreifa álaginu.


  Annars er það helsta sem mér flýgur í hug að Agger frændi okkar (danskur)  virðist ætla sleppa við meiðsli bæði í landsleikjum og deildarleikjum (sjö, níu,fjórtán).  Það er magnað upp á frmtíðina ef svo verður.  Eins og staðan er í dag þá eru hann og Carra langbesta miðverðarpar okkar.  Þó mun Coates vonandi leysa Carra af í framtíðinni og væri gaman ef maður sæi hann koma inn í einhverjum næstu leikja.  Carra er náttúrulega snillingur bæði utan vallar og innan en eins og stundum hefur verið bent á í mestu vinsemd þá er hann komin á síðari metrana á sínum ferli. Annað var þeð ekki í dag.


  Það er nú þannig


  YNWA

Opinn þráður – Shankly

Kop-gjörið fer í gang.