Kop-gjörið fer í gang.

Í vetur ætla ég reglulega að kíkja á stöðuna í Fantasy deild okkar á kop.is. Smá breytingar urðu á upplýsingagjöf og uppsetningu leiksins, en þó er ég smám saman að átta mig hvar maður nær í í stöðuna.

Sökum þess að hestarnir sem við stjórnendur höfum setið leikinn eru ekki mjög feitir þá ákváðum við að stofna algerlega sérstaka deild þar sem við getum rifist vel innbyrðis og ég leyfi mér að birta stöðunni í henni hér í þessum pistlum líka. Ég verð þó að þakka einstaklingi sem kallar sig “Siggi Dúlla” fyrir þátttökuna í þeirri deild, hann er annað hvort óskilgetinn draugur einhvers okkar eða einhver sem vill hakka sig inn á okkur fimm, því hann birtist skyndilega í deildinni stjórnendanna. Og ekki nóg með það, hann er með MIKLU FLEIRI stig en við – BROTTREKSTRARSÖK!!!

En kíkjum fyrst á stöðuna í alvörudeildinni, KOP.is-deildinni í Fantasy League:

Þetta árið eru nú þegar skráði 653 keppendur til leiks, sem er töluverð fjölgun! Í pistlum vetrarins mun ég tilgreina topp fimm í hópleiknum og síðan fara yfir okkar stjórnendanna stöðu, auk þess að spjalla kannski aðeins um bestu leikmennina annað slagið.

Röð efstu manna í deildinni núna er:

1. Snakkboltar Trausti Ragnarsson 212 stig

2. Die hard Gunnar Thor Gunnarsson 208 stig

3. FC Formaður Þorgeir Þorsteinsson 207 stig

4. lovernotafihgter Henrik Erlendsson 202 stig

5. liverpoolice Valur Sævarsson 201 stig

Stutt komið vissulega en ljóst að meðaltal upp á 60 – 70 stig mun fara langt með það að tryggja þessum mönnum góða stöðu í deildinni þegar vorið kemur æðandi! Það er wsérlega ánægjulegt og enn ein sönnun þess að betur gengur hjá okkar liði að í þessum liðum eru í flestum tilvikum Liverpool-mann í toppliðunum, nokkuð sem ekki var líklegt í fyrra!

En þá eru það mannvitsbrekkurnar sem munda hér pennann! Af augljósum ástæðum þá ætlum við ekki endilega að spekúlerar mikið í heildarstöðunni okkar að svo stöddu, enda ólíklegustu ástæður og afsakanir fyrir misgóðu gengi. Treysti því að hver okkar og einn tíundi það í athugasemdum hér að neðan.

En staðan hjá okkur er:

1. Kristján Atli FC Kristján Atli 155 stig

1. Södermalm United Einar Örn 155 stig

3. Babu Babu 124 stig

4. Sandur_FC Maggi 120 stig

5. Pass&Move SSteinn 95 stig

Þannig er það, næst ætla ég að bæta við þeim knattspyrnumönnum sem flestu stigunum safna, núna er einfaldlega of mikið af Unitedmönnum ofarlega til að ég nenni því.

Og enn langar mig að benda mönnum á að lið sem innihalda enga Everton eða ManU menn eru einfaldlega miklu fallegri og skemmtilegri en þau sem hafa slíka menn innanborðs. Spurning um að stofna sér deild fyrir hrein lið?

🙂

32 Comments

 1. Helv… andsk… drasl server hjá þessu Fantasy dóti, reyndi og reyndi fyrir fyrstu umferðina en komst aldrei inn og var því ekki með í stigatalningu í fyrstu umferðinni.  Það skýrir klárlega af hverju 5. sætið sé staðreynd, en hinum veitir líklega ekki af smá forskoti miðað við undanfarin tímabil 🙂

 2. ég er að gera þetta í fyrsta skipti og er í 160 stigum, get varla kvartað með það ef ég ber mmig saman við stjórnendur KOP.is allaveganna.

  En eg var búin að skrá mig í kop.is deildina fyrir þónokkru síðan en tókst ÓVART að henda þeirri deild hjá mér þar sem ég var að fikta eitthvað, ætlaði alls ekki að henda þeirri deild. Hver er kóðin á deildina???? 

 3. Þessi heimski leikur kann bara ekki að meta góða leikmenn! Hélt reyndar að ég væri neðstur.

  Suarez er á síðasta séns hjá mér sem fyrirliði.

 4. Einar Örn, ég er búinn að hóta Magga svo mikið undanfarið að hann þorði ekki öðru en að hafa mig efstan.

  Þú þarft ekkert að æsa þig á þessu eftir næstu helgi. Þá verður þessi staða orðin rétt aftur. 🙂

 5. Er ekki Siggi Dúlla liðsstjóri Stjörnunnar í Pepsídeildinni og nýráðinn búningastjróri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu?

 6. Það var auðvitað fáránlegt að Suarez skyldi ekki fá nein bónus stig fyrir frammistöðuna gegn Bolton, sérstaklega þar sem ég var með hann sem captain !!

 7. nr. 6: Það stemmir. Efast hinsvegar stórlega að hann sjálfur hafi átt í hlut þarna.

 8. #6: jú, sá er maðurinn, afskaplega góður drengur en ef ég man rétt þá er hann Arsenal maður.

 9. Fantasy síðan brást við þessu rugli með umferð 1 með því að bjóða stjórnendum allra deilda að velja hvort þeir vildu láta talningu hefjast á umferð 2 og svo voru frýjar skiptingar milli umferða 1 og 2 😉

  Annars er þessi síða ekki skuggin af sjálfum sér frá síðustu árum, reyna að gera þetta flottara fyrir augað en láta það bitna á þægindum. . ekki gott stöff. 

 10. Sælir.

  Smá útúrdúr. Hérna hvenar megum við eiga von á næsta podcasti :)? Maður bíður spenntur.

 11. góðar fréttir með Podcasið, mér er strax farið að hlakka til annaðkvöld…. elska að hlusta á þessa podcast þætti og rökræða á meðan við ykkur þótt þið heyrið auðvitað ekki i mér heheh

 12. Fyrsta sinn sem ég tek þátt í fantasy af einhverju viti og er í 3.sæti eins og er, ekki slæmt það. Verð þó að viðurkenna með mikilli skömm að ég er með tvo Scummara í mínu liði og einn þeirra sem captain, ætla ekki að nefna þá á nafn samt enda var það með miklum trega sem þeir voru valdir. En hvað gerir maður ekki til að ganga vel í fantasy. 

 13. Takk Kristján Atli fyrir að leiða okkur í sannleikann og sýna fram á hver er “The Godfather” í hópnum, sá sem maður messar ekki í Einar Örn!  😉 😉
  Byrjar ekki vel hjá mér, lenti eins og margir í veseni fyrstu vikuna en get svosem lítið afsakað það, því versta vikan var þessi númer þrjú þegar ég spáði mikið í hvað væri framundan.  En markmið vetrarins hjá mér er að halda dampi fram í viku 38, það væri strax framför!!!

 14. En hvað gerir maður ekki til að ganga vel í fantasy

   
  Allt nema að velja ManYoo eða Bitters í liðið 🙂 

 15. Getur einhver sagt mer hvernig ég get keypt mida ´´a Liverpool tottenham í feb

 16. Mig vantar mida á Liverpool vs Tottenham á Anfield í FEBRÚAR 2012
   
  er einhver hér sem veit hvar ég get fengið miða á leikinn og helst ódýrt,
   
  er klúbburinn að redda miðum fyrir mann eða hvernig virkar etta allt saman.

   
  Stevie G and Robbie Fowler simply the Best

 17. #22 Nei, klúbburinn er ekki með neina miða í lausasölu. Allt sem við fáum frá LFC fer beint í hópferðirnar okkar.

 18. Lúðvík Arnarson, ludvik@vita.is er sá sem best er að ræða við um “lausamiða” sem ekki eru í ferðir hjá Liverpoolklúbbnum á Íslandi.

 19. Er ekki hægt að setja þetta um miðakaup einhversstaðar á fastan stað á síðunni? Það er spurt um miða í hverri einustu færslu…

  Mæli annars með hópferðum Liverpoolklúbbsins, eru til fyrirmyndar!

 20. Strákar….kóðinn er í eldri færslum, leitiði! Ekki láta aðra snúast í kringum r******** á ykkur.

  En hvað er að frétta af Bellamy, af hverju er hann ekki með Walse???

  YNWA – King Kenny we trust! 

 21. flott stoðsending hjá Downing á móti Wales… snilldarkaup í sumar, klassaleikmaður!

 22. Sfinnur, Bellamy er í banni. Gastu annars ekki lesið það í færslunni á undan eða þarftu að láta aðra snúast um r+++++++ á þér?

 23. Er ekki allt í lagi að spyrj þegar maður veit ekki eitthvað?  Ég bara spyr afþví ég veit það ekki.

  Og 29,  þú getur líka alveg sleppt að svara ef þú nennir því ekki 

 24. Sfinnur vertu ekki svona dauður í hausnum, það hlýtur einhver að þessum admin-um að vera með kóðann! Það var engin að tala við þig víst að þu ert ekki með kóðann

 25. Jææja, maður er rifinn niður þegar að maður segir það sama og admins, það er munur á Séra Páli og Páli, right??

  Ég hef ekki lesið seinustu færslu nægilega vel Kobbi minn, afsakaðu það….menn eiga ekki að snúast í kringum mig, alls ekki en ef þú hefur svarið á reiðum höndum er allt í lagi að svara því 😉

  Ehaggi?? Meira drull á mann sem þið hafið?

  YNWA – King Kenny we trust! 

Landsliðsmenn

Kop.is Podcast #5