Leikmannaglugginn lokaður

Silly Season er lokið að sinni, við þurfum ekki að spá mikið í leikmannakaupum í nokkra mánuði og getum einbeitt okkur að því að glápa á leiki og koma með okkar álit á hinum og þessum hlutum sem snúa að spili liðsins sem slíks. Ég verð hreinlega að standa upp og klappa fyrir Damien nokkrum Comolli, sá er búinn að gera stórbrotna hluti hjá félaginu okkar. Ég var alltaf spenntur fyrir því að fá hann til liðs við okkur, en það verður að segjast eins og er að ég bjóst ALDREI við að hann næði þessum árangri í einum janúarglugga og einum sumarglugga.

Ég vil meina það að þessi sumargluggi hafi verið gjörsamlega frábær frá a-ö. Við vorum að ná til okkar þessum aðal “targetum” og það tiltölulega snemma. Við sjáum t.d. keppinauta okkar Arsenal og Tottenham vera að reyna að framkvæma hlutina mjög seint og enda svo á því að kaupa nánast bara eitthvað. Það vita flestir stuðningsmenn Liverpool hvaða leikmenn hafa komið til liðs við okkur. Það er alltaf freistandi að bæta þeim Suárez og Carroll við listann, þar sem þeir komu líka eftir að endurreisnin hófst, en ég ætla að einbeita mér að þessum glugga sem var að lokast áðan. Þessir leikmenn komu inn:

Jordan Henderson
Charlie Adam
Stewart Downing
Alexander Doni
Jose Enrique
Sebastian Coates
Craig Bellamy

Ef maður lítur yfir þennan hóp þá er eitt atriði sem hrópar fyrst á mig, atriði sem sárlega hefur vantað í liðið lengi. HRAÐI. Ég er í rauninni ekki óánægður með nein kaup sem þeir Comolli og Dalglish hafa gert í sumar, það er ekki algengt. Ég var reyndar efins um Jose, viðurkenni það fúslega, en hann hefur verið ansi duglegur við að sýna mér fram á af hverju hann var keyptur. Þessir 7 kappar sem keyptir voru kostuðu samtals rúmar 52 milljónir punda. Bætum svo við janúarglugganum hjá þeim félögum, þá má segja að þeir hafi skrifað ávísanir upp á heilar 110 milljónir punda.

Ég hef séð all marga óánægða með komu Bellamy til liðsins á ný. Ég gæti ekki verið meira ósammála þeim, enda var ég einn af þeim sem var svekktur yfir því að sjá hann hverfa á braut á sínum tíma. En það svekkelsi var fljótt að fara, enda tryggði salan á honum það að við fengum Torres nokkurn til okkar. En það sem ég dýrka með Bellamy er þetta keppnisskap hans. Þar fyrir utan hefur hann hraða, er víst frábær liðsfélagi (nema þú heitir Riise) og mjög góður upp á móralinn. Þar fyrir utan getur hann leyst nokkrar stöður og er uppalinn sem Poolari. Hann er orðinn 32 ára gamall, en áhættan á honum er lítil sem engin, kemur á 2ja ára samningi og það ekki mjög háum.

Coates er auðvitað óskrifað blað, en er talinn einn allra efnilegasti miðvörður í heiminum í dag og hann kemur jafnframt með góða hæð í liðið. Þeir sem hafa fylgst með honum í talsverðan tíma segja þetta vera algjöran undramann. Það verður fróðlegt að sjá hvenær hann fær tækifæri, en það var alveg ljóst að við urðum að bæta breiddina í miðri vörninni eftir að við létum Soto og Ayala fara. Held ég fari ekkert nánar út í aðra sem keyptir voru, það er búið að ræða þá fram og aftur og suma í mjög langan tíma. Ég tel að hver einn og einasti af þeim sem keyptir hafa verið séu annað hvort að styrkja byrjunarliðið beint eða verulega breiddina í liðinu.

En lítum þá á hópinn sem hefur horfið á braut. Þar hefur Comolli ekki síður gert stórbrotið kraftaverk. Ég bjóst við því að það tæki allavega 1, 2 og í sumum tilfellum allt upp í 3 ár að losa okkur við suma leikmenn sem ég bara hreinlega í bjartasta bjartsýniskasti átti enga von á að losna við. En jú, Damien Comolli er búinn að moppa Melwood og þar er engum hornum sleppt, ræstitæknir með fullkomnunaráráttu myndi verða stoltur af svona skúringum. Ég setti inn pistil í apríl sl. þar sem ég fór aðeins yfir það hverjir væru að spila fyrir framtíð sinni hjá félaginu. Horfið á þennan lista núna. Af 10 efstu á þeim lista (sem var reyndar bara mitt mat) er hann búinn að losa okkur endanlega við 7 stykki. 2 þar til viðbótar eru farnir á láni í 1 ár og innan við 1% líkur á að þeir komi nokkurn tíman tilbaka aftur. Aðeins 1 af þessum 10 fyrstu er ennþá hjá félaginu og þar starfar hann sem 3 markvörður liðsins.

Neðar á listanum er að finna 2 leikmenn til viðbótar sem hafa verið seldir og 2 lánaðir út næsta árið. Þetta eru sem sagt þeir leikmenn sem horfið hafa á braut í sumar:

Paul Konchesky
Milan Jovanovic
Thomas Ince
Daniel Ayala
Nabil El Zhar
Sotirios Kyrgiakos
Emiliano Insúa
Christian Poulsen
David N’Gog
Raul Meireles
Philipp Degen

Þar fyrir utan þá hafa eftirtaldir verið lánaðir út frá okkur út þetta tímabil:

Martin Hansen
Peter Gulacsi
Stephen Darby
Alberto Aquilani
Daniel Pacheco
Joe Cole

Sem sagt 11 leikmenn endanlega farnir frá félaginu og 6 á langri leigu. En komum þá að því hverja menn vildu endilega losna við og það hvort einhver hefði mátt vera áfram. Réttið upp hönd sem urðu svekktir þegar Konchesky, Jovanovic, El Zhar, Poulsen og Degen fóru. Anyone? Hélt ekki. Auðvitað sýnist sitt hverjum, en ég hef haft það á tilfinningunni allan tímann að Comolli og co. hafi vitað upp á hár hvað þeir voru að gera hverju sinni og hafa verið að vinna eftir alveg þauskipulögðu plani allan tímann. Mér reiknast til að við höfum fengið tæpar 22 milljónir punda í kassann í sumar, sem gerir leikmannviðskiptin í sumar rúmar 30 milljónir punda í mínus (nettó). Það má því segja að síðan FSG og Dalglish byrjuðu að versla, þá hafi nettó eyðslan verið einhvers staðar á milli 32-33 milljónir punda. Rory Smith hjá Telegraph er einn sá fréttamaður sem veit mest um málefni Liverpool FC. Hann talaði um það í kvöld að félagið væri að spara sér um 30 milljónir punda í launakostnað. Hann svaraði því miður ekki í detail meira um það, en eins og Babú kom inná um daginn, þá er kaupverð/söluverð aðeins hluti af jöfnunni.

En hvernig metum við þessar sölur? Ég flokka þær svona:

Good Riddance
Konchesky, Jovanovic, El Zhar, Poulsen og Degen. Að mínum dómi er enginn þessara leikmann með brot af þeim hæfileikum sem þarf til að spila með Liverpool. Launakostnaðurinn við þá var fáránlega hár og það er hreinlega bara stórkostlegt afrek að hafa náð að losa þá alla út á einu bretti, þrátt fyrir að þurfa að gefa þá.

Efnilegir, en ekki nægar framfarir
Ince, N’Gog, Insúa og Ayala. Þeir lofuðu allir mjög góðu á ákveðnum tímapunkti, en það verður að segjast alveg eins og er að framfarirnar hafa ekki verið nægilega miklar til að réttlæta áframhaldandi veru. Þetta eru engir kjúllar lengur.

Veit’ekki titil
Kyrgiakos og Meireles. Tveir ólíkir leikmenn og ólíkar aðstæður. Soto kom og fyllti ákveðið skarð, engar væntingar en skilaði bara fínu djobbi. Held að fáir sjái beint eftir honum, en líka fáir sem bera illan hug til hans. Bara flottur kall og það var kominn tími á hann núna. Meireles er meira umdeildur meðal stuðningsmanna. Sumir virðast vera afar svekktir með að hann skuli látinn fara, en ég ætla bara að taka það strax fram að ég er ekki í þeim hópi. Heilt yfir var Raul fínn á síðasta tímabili, fínn, ekki frábær. Ég er algjörlega ósammála því að hann geti spilað allar stöður á miðjunni, hann var oft á tíðum alveg úti á túni þegar hann þurfti að leysa stöður sem ekki voru inni á miðri miðjunni og þá helst í holunni. Hann spilaði nokkra virkilega flotta leiki þegar hann einmitt fékk að spila í henni.

Það að vera að styrkja Chelsea er jú eitthvað sem hægt er að rökræða, en ég er á því að þetta sé ekkert meiri styrking fyrir þá heldur en þegar við létum þá fá Yossi undir svipuðum kringumstæðum. Ef eitthvað var, þá fannst mér Yossi búinn að standa sig betur í rauðu treyjunni heilt yfir heldur en Raul hefur gert. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að hann henti inn skriflegri beiðni um sölu (a la Torres) og hann á ekki langt í það að verða 29 ára gamall. Hann spilar best í þeirri stöðu sem er hvað best “coveruð” hjá okkur og alveg ljóst að hann yrði ekki framarlega í röðinni þar þegar allir væru heilir. Yossi gerði þetta á sínum tíma, hann þröngvaði í gegn sölu frá LFC og þegar menn eru komnir í þann gírinn, þá bara bless. Mér fannst himnarnir hrynja hreinlega þegar ég sá Torres gera þetta og LFC samþykkja boðið í hann, við vitum hvernig það fór allt saman og maður syrgir það engan veginn í dag. Þetta Meireles mál eru því algjörir smámunir, squad player í mesta lagi og engan veginn þessi heimsklassa leikmaður sem sumir vilja meina að hann sé núna. Ég hef til dæmis aldrei “gúdderað” það að hann skuli ekki treysta sér í eina einustu tæklingu á vellinum, verandi miðjumaður og alles.

Nei, þrátt fyrir söluna á honum, þá bara hreinlega finnst mér þessi leikmannagluggi algjörlega stórkostlegur. Menn hafa verið að gráta Aquilani líka, alveg sammála því að hann sé frábær fótboltamaður, en menn verða bara að troða því inn í hausinn á sér að þú heldur ekki óánægðum leikmanni nema í mjög skamman tíma. Þrjóskist þú við með það, þá byrjar það mjög fljótt að skemma útfrá sér, mórallinn er nefninlega ansi hreint mikilvægur í þessum blessaða fótbolta. Meireles og Aquilani eru án nokkurs vafa virkilega góðir fótboltamenn, en staðreyndin er bara sú að það var ekki séns í h****** að þeir yrðu hjá Liverpool Football Club í vetur, það sést langar leiðir.

Nú horfir maður fram á veginn, þakkar Roman fyrir sinn þátt í uppbyggingu liðsins, enda hefur hann fjármagnað kaupin á Luis Suárez, Stewart Downing, Charlie Adam, Jose Enrique og Sebastian Coates. Takk Roman fyrir þinn hlut. Glugginn að baki, við vitum upp á hár hvaða mannskap við erum með næstu 4 mánuðina allavega, þá er bara eitt að gera…styðja liðið til góðra verka.

100 Comments

  1. Meireles var neyddur til að sætta sig við svikin loforð eða biðja um sölu.  

  2. Það er magnað ef rétt er að við erum bara með 19 manns sem þarf að skrá í 25 manna hópinn og samt held ég að allir séu sammála um að hópurinn er miklu sterkari núna heldur en í fyrra..  Góður viðsnúningur á liðinu og bara bjartir tímar framundan.

  3. #1 @ArnarÓ  Maður er búinn að heyra þetta á mörgum stöðum að honum hafi verið lofuð launahækkun. Ég stórlega efast um að mönnum sé bara lofuð launahækkun svona yfir borðið án þess að það sé skriflegt, í samningum og samþykkt af öllum viðkomandi.

  4. frábær pistil hjá þér, og er ótrulega samála, en samt ekki öllu, en það er nú bara eins og það er. menn verða líka að átta sig á því eftir að við keyptum Jordan Henderson, Charlie Adam, Stewart Downing, Alexander Doni ,Jose Enrique að við myndum selja leikmenn… og því miður voru það í raun 2 sem eitthvað var hæt að fá fyrir
    (sem hægt var að láta fara) Alberto Aquilani og Meireles …  svo mín niður staða er sú að þetta hafi verið planað…  Aquilani og Meireles yrðu seldur til að fjármagna þessi kaup hjá okkur plús tiltekt….
    að lokum hefði eg frekar vilja hafa gogga minn á beknum sem 3 striker heldur en bellamy, en veit að það eru ekki margir samála mer þar…
    nú er bara að bíða eftir næsta leik og géfa F5 takkanum frí 
    takk fyrir spennandi dag og góða nótt

  5. Flottur pistill sem segir nánast allt sem segja þarf. Eitt þó í viðbót varðandi hópinn, það er vont upp á breiddina að missa Aquilani, Meireles og kannski Cole en bæði ættum við ekki að þurfa eins mikla breidd í ár og áður og þeir spila allir stöðu sem er vel coveruð fyrir hjá okkur. 

    FSG og starfsmenn þeirra hafa unnið algjörlega frábært starf í sumar og reyndar bara allt þetta ár. Eins og ég sagði í síðasta þræði, ekki verið svona sáttur síðan Heskey var seldur. 

    Sammála í einu og öllu mati á Meireles. Ástæða þess að hann vill fara held ég að sé fyrst og fremst að hann vildi betri samning hjá okkur, við þurfum hann ekki það mikið að þess þurfi og hjá Chelsea skiptir nákvæmlega engu hvað leikmenn fá í laun og þeir voru til í að borga það sem hann vill. Hann var einn af betri leikmönnum okkar í fyrra, þá aðallega seinni hluta ársins og þá sérstaklega fyrstu mánuði þessa árs. Það er kjaftæði að halda því fram að hann hafi verið frábær allt tímabilið og hvað þá okkar besti leikmaður. Meira svona í 4-6 sæti á þeim lista. 

    Efast samt ekki um að hann muni finna sig vel hjá Chelsea, þeir eru í ákveðnum vandamálum á miðjunni eins og er og hann ætti að fá hlutverk hjá þeim. Eins eru þeir með stjóra sem þekkir hann og treystir væntanlega ásamt því að þar er hann með betri leikmenn með sér heldur en við höfðum uppá að bjóða síðasta tímabil.  

    Þakka Meireles hans framlag á síðasta tímabili, tímabili sem ég ætla að gleyma sem fyrst og myndi óska honum alls hins besta í framtíðinni en verð auðvitað að bíða með það þar til hann yfirgefur Chelsea.

    Allt sem Roy Hodgson gerði í fyrra og góður partur af því sem Gillett og hicks gerðu hjá okkur er farinn frá félaginu á einu ári, það getur ekki verið annað en jákvætt.  

  6. Eins gott að það verði ekki kareoki kvöld á næstunni hjá LFC.

    En er það ekki annars rétt að Roman Abramovich sé búinn að eyða meiri peningum í LFC en Hicks og Gillett?
     

  7. Ég segi bara takk fyrir mig! Frábær vinna að baki hjá Comolli og félögum. Dalglish hefur svo eflaust haft einhverja hönd í bagga þarna einnig 🙂 Hópurinn er klárlega miklu mun sterkari núna í upphafi þessa tímabils heldur þess seinasta. Stærstur parturinn þar er auðvitað að það er almennilegur stjóri í brúnni! Allt annað starfsfólk sem að stjórnar einnig á skrifstofunni heldur en áður. Ég hefði vissulega viljað halda Mereiles en það fór sem fór. Eins og kemur fram í frábærri grein þá erum við vel coveraðir í hans bestu stöðu þannig að byrjunarlið er ekkert að veikjast þótt að breiddin skaðist eilítið! Eru menn kannski að gleyma að við eigum Steven nokkurn Gerrard ennþá inni eða?? Það er full ástæða til að vera bjartsýnn og þetta tímabil byrjar vel, hópurinn er sterkur og andrúmsloftið er rétt. Ég er svo spenntur að sjá hvað gerist í janúarglugganum núna þegar svigrúm í launastrúktur er mun meira eftir að klúbburinn náði að losa sig við nokkra hálaunamenn sem voru ekkert annað en áskrifendur af launum sínum! En eins og ég segi þá er full ástæða til að vera bjartsýnn. Liverpool mun án efa enda í 4 efstu sætunum með þennan hóp og þessa stjórn! Titill?? Veit ekki en það er allavega góður möguleiki á afskaplega farsælu tímabili! 

    Guð geymi ykkur. YNWA! 

  8. Ég get ekki verið jafn sáttur með þessa nýju eigendur okkar og SSteinn. Vissulega er ég sáttur með þá, finnst þeir hafa styrkt hópinn og gert lygilega vel m.v. eyðslu. En þegar þeir sögðust ætla að koma með pening til leikmannakaupa inn í félagið, þá hélt ég að þeir ættu við sinn eigin pening en ekki bara peninga Roman Abramovich!

    Man.Utd enduðu síðasta tímabil meira en 20 stigum á undan okkur og hafa eytt ca 20. milljónum punda (nettó) meira en við í þessum glugga. Auk þess seljum við liði sem við þykjumst vera í samkeppni við leikmann á útsöluverði sem er nýkominn til félagsins og stóð sig vel á fyrsta tímabili í vonlausum aðstæðum. Ég nenni nú ekki einusinni að ræða leikmannakaup City, en mikið fjandi þarf Dalglish að vera góður stjóri ef við eigum að geta komið okkur í baráttu við þessi topp 3 lið með mikið verra lið en þau þegar hann tekur við og kaupum fyrir mikið lægri upphæðir!

    En vonandi hefur hann smurt rassgatið á Meireles með sama getuleysislyfinu og hann nuddaði á Torres áður en hann fór, þá er þetta kannski skref í rétta átt 🙂 

  9. @Pétur F
    Þú verður að taka með í pakkann í gremju þinni að Liverpool er ekki í meistaradeild. Þar með voru þessu stærstu nöfn eins og Aguero, Hazard, Young og fleiri ekkert að fara að koma til okkar. Þessir peningar eru til þarna og þeir hafa alltaf sagt að það séu til peningar og þeir standi að baki þeim Comolli og Dalglish í þessum efnum. Ég get ekki séð að þeir hafi svikið eitt né neitt. Það hefur bara atvikast þannig að Chelsea eða öðru nafni Abramovic FC hafa afhent okkur 63 milljónir punda. Hvert einasta cent af því hefur svo verið varið til leikmannakaupa ásamtt því að leggja til meira fé. Við erum búnir að fá um 85 milljónir punda fyrir sölur en búnir að kaupa fyrir 115 – 120 milljónir punda í staðinn. Það sem United var að kaupa fyrir núna í sumar eru Ronaldo peningarnir þannig að þeir eru aldeilis ekki að eyða peningum sem þeir eru að afla annarsstaðar eða eigendur þeirra að leggja til! City er svo ekkert hægt að ræða og það er aðeins Chelsea sem getur komist nálægt þeirri vitleysu! Ég er allavega sáttur með eigendur Liverpool og er þess fullviss að þeir eigi eftir að leggjast af krafti með eigið fé í liðið, hvort sem er í leikmenn eða leikvang. Svo máttu ekki gleyma því að þeir greiddu upp ansi stóra skuld við RBS og gerir Liverpool því sjálft ansi vel statt til að eyða eigð fé í leikmenn!  

  10. Einhverstaðar var ég að lesa að með því að lána Joe Cole til Lille vorum við í leiðinni að tryggja okkur forkaupsrétt á vini mínum honum Eden Hazard, vita menn hvort eitthvað sé til í því ?

  11. Þetta var alveg magnaður lokadagur. Við keyptum tvo menn á síðustu tveimur dögunum, eins og með þá Suarez og Carroll í lok janúar, en í þetta skiptið voru miklu fleiri en bara Torres að fara. Það fóru FJÓRIR leikmenn frá liðinu í gær!

    Í upphafi sumars voru menn að ræða hvað þyrfti að gera á þessari síðu og telja upp alla þá sem mættu fara í sumar og eins og SSteinn kom inná voru það á bilinu 10-20 leikmenn, eftir áliti hvers og eins. En það voru ALLIR sammála um að það væri til allt of mikils ætlast að ná að losa þá alla út í einum glugga. En að selja 11 leikmenn, lána sex og kaupa sjö í staðinn? Það er fáránlegur árangur hjá Comolli og co. í einum glugga!

    Af þessum sautján leikmönnum (sautján!) sem hafa yfirgefið okkur í sumar myndi ég segja að það séu bara líkur á að tveir snúi aftur: markverðirnir Hansen og Gulacsi. Allir aðrir eru sennilega búnir að spila sinn síðasta leik fyrir Liverpool. Það er kannski veik von með Pacheco en ég stórefa það og Cole/Aquilani eru nánast jafn farnir og seldu leikmennirnir, þótt sennilega þurfi að taka Cole inn aftur næsta sumar og selja hann (vonum að hann blómstri hjá Lille svo það vilji einhver kaupa).

    Eftir situr mjög þéttur og vel mannaður leikmannahópur þar sem HVER EINASTI MAÐUR á sér hlutverk og er þarna af því að Dalglish vill hafa hann þarna. Það var greinilega lögð ofuráhersla á að losna við nákvæmlega alla sem Dalglish vildi ekki hafa áfram svo að hópurinn gæti einbeitt sér að því að spila fótbolta í vetur og það væri enginn að draga fæturnar á Melwood.

    Þetta er hópurinn okkar í dag, þeir leikmenn sem eru eldri en 21 og verða skráðir í 25-manna hópinn:

    MARK: Reina, Doni, Jones.

    Hægri bak: Johnson, Kelly, (Flanagan)
    Vinstri bak: Enrique, Aurelio, (Robinson)
    Miðverðir: Carragher, Agger, Skrtel, (Coates), (Wilson)

    Miðjumenn: Gerrard, Adam, Lucas, Henderson, Spearing, (Shelvey)
    Sóknarmenn: Downing, Maxi, Kuyt, Suarez, Carroll, Bellamy

    Aðrir ungir: (Coady), (Sterling), (Eccleston), (Wisdom), o.sv.frv.

    Þetta eru sem sagt 21 leikmenn skráðir í 25 manna hópinn. Þar af 3 uppaldir hjá Liverpool (Carra, Gerrard, Spearing) og 6 aðrir uppaldir í Englandi (Jones, Johnson, Henderson, Downing, Carroll, Bellamy).

    Þetta kalla ég frábæran hóp. Engin fita í þessum hóp, bara leikmenn með hlutverk og svo ungir og efnilegir strákar sem fylla upp í. Ef menn meiðast t.d. á miðjunni og Spearing eða Shelvey þurfa að byrja einhverja leiki þá bara kemur Coady inn á bekkinn í stað tilgangslausra manna eins og Poulsen.

    Allir hafa hlutverk.

    Þessi hópur er líka, að mínu mati, frábær fyrir viðbætur í janúar eða næsta sumar. Ef við gefum okkur að allir í honum standi sig vel þá eru þetta samt bara 21 leikmenn af 25 yfir 21s árs aldri. Coates og Eccleston ná 21s árs aldri fyrir ágúst á næsta ári og þyrftu því að bætast við það en þá er samt pláss fyrir 1-3 leikmenn til viðbótar án þess að þurfa að selja. Svo kannski fara 2-3 úr þessum hópi í janúar eða næsta sumar og þá er komið pláss fyrir fleiri leikmenn.

    Mín spá: Eccleston og Wilson eiga ekki langtímaframtíð hjá okkur, Aurelio og kannski Bellamy verða ekki nema eitt ár í viðbót hjá okkur. Þar losna fjögur pláss fyrir heimsklassaleikmenn sem hægt er að kaupa næsta sumar, þegar liðið er (vonandi) komið í Meistaradeildina og getur lokkað til sín bestu bitana.

    Eitt að lokum: aldurinn á þessum hópi. Carra er 33ja ára, Bellamy 32ja og Gerrard/Kuyt/Aurelio eru 31s árs gamlir. Næstur kemur Pepe Reina, sem varð 29 ára í gær. Allir aðrir eru annað hvort ungir og öflugir eða á toppárum í dag, yngri en 29 ára. Og eins og þið sjáið er þetta rosalega góð blanda: 5 leikmenn yfir þrítugu, 5-6 leikmenn undir tvítugu og allir aðrir á bestu árunum. Ekki of ungt lið, ekki of gamalt lið. Bara virkilega gott jafnvægi á leikmannahópnum.

    Ég er bara suddalega sáttur við þetta sumar! Það er svo langt síðan maður gat litið á leikmannahópinn og verið ánægður með hvern einasta leikmann að ég trúi því varla!

    Damien Comolli. Grjótharður.

  12. Frábær leikmannagluggi sem skilar sér í samhentari og mun sterkari hóp en áður… með Kenny í brúnni er varla hægt annað en að vera bjartsýnn og ánægður.

    Og fleiri gleðifréttir fékk ég í gær á þessum lokadegi… kl. rúmlega ellefu fékk ég staðfestingu á því að við bræður erum að fara í fyrsta skipti á Anfield … við förum á Liverpool Swansea 5. nóvember nk. – Um það bil 40 ára gamall draumur að rætast hjá mér!!!

    Gærdagurinn var simply svo osom!!! Áfram Liverpool! 

  13. Þetta er flott samantekt hjá Kristjáni Atla. Mér líst mjög vel á þennann hóp hjá okkur og ótrúlegt hvað er búið að skafa mikla fitu af hópnum. Það væri gaman að sjá breytinguna á launapakkanum frá áramótum. 

    Nú er bara að ná þessu mikilvæga Meistaradeildarsæti og þá býst ég ekki við neinu öðru en að við fáum að sjá einhver heimsklassa nöfn hjá Liverpool næsta sumar. Þá setjum við aftur stefnuna á toppinn.

    YNWA 

  14. Gerrard á víst að koma til með að hefja æfingar að nýju öðru hvoru megin við helgina, sem gæti þýtt það að hann á “séns” í Tottenham leikinn.

    Þarna erum við með mann sem spilar svipaðar stöður og Meireles, getur spilað á miðjunni, leyst út á kannt og virkar best í holunni – en er helmingi betri leikmaður. Það er bara þannig.

    Þeir sem eru alveg kex yfir sölunni á Meireles, þá spyr ég – afhverju ekki að selja 29 ára gamlan leikmann (verðgildi hans fer bara niður á við eftir þetta), sem biður um sölu og er klárlega ekki fyrsti, annar né þriðji kostur inn í liðið ? 

    Við erum allir sammála um að hans staða sé á miðjunni (eða í holunni) en þar erum við nú þegar með þrjá leikmenn, Adam – Henderson – Gerrard, Lucas á sína stöðu einn og er því ekki með í þessu. Þarna erum við með þrjá leikmenn (fjóra ef meireles væri enn í LFC) að berjast um eina stöðu í liðinu.  Já eina stöðu, Henderson hefur verið að spila úti hægra megin, og við sáum það allir í fyrra að sú staða hentaði Meireles ekki – ef Henderson leysir inná miðju þá erum við með Downing, Suarez, Maxi, Bellamy & Kuyt sem geta tekið hægri kanntinn (ásamt þeim vinstri í nokkrum tilfellum). Það er vissulega hægt að koma þeim öllum inní liðið, en það verður þá á kosntnað Downing, Suarez, Kuyt eða Henderson.

    Ef við hefðum ætlað að losa hann á næsta ári, þegar hann væri orðin þrítugur hefðum við verið heppnir að fá 50% af því sem við fáum fyrir hann í dag (gær).

    Frábær vinna hjá LFC í þessum glugga og vá hvað ég er fegin að glugganum er lokað og slúðursíðurnar fái smá frið 🙂 

  15. Ég held að menn séu aðallega að missa sig yfir því að hann fari til Chelsea.  Ég er sáttur við þessa sölu – hann fær eflaust fleiri sjensa hjá Chelsea og það er eðlilegt að hann vilji fara þangað.  Við erum með menn, sem að Dalglish fílar betur hjá liðinu.

    Annars er ég sammála öllu sem Ssteinn og Kristján segja.  Algjörlega frábær gluggi og góður punktur hjá Kristjáni að þetta þýðir að næsta sumar getum við einbeitt okkur að kaupum á leikmönnum, en þurfum ekki að vera í einhverjum vorhreingerningum.  Þær eru einfaldlega búnar.

    Ég held að í fyrsta skipti í laaaaangan tíma sé hreinlega ekki einn einasti leikmaður hjá Liverpool, sem ég vill sjá fara frá liðinu.  Ég er lygilega sáttur við þennan hóp.

    Við náum kannski ekki að vera fyrir ofan Manchester liðin í ár, en við eigum klárlega að setja stefnuna á þriðja sætið. 

  16. Doddi nr. 18. Til hamingju með það. Ég fór í fyrsta sinn á Anfield í fyrra, sá okkar menn vinna West Ham 3-0. Algjör snilld og mun fara sem fyrst aftur. Góða ferð og góða skemmtun.

  17. Menn geta eflaust deilt fram og til baka um þessi leikmannakaup. Ég held hins vegar að við getum verið sammála því að það eru bjartari tímar framundan og loksins loksins loksins menn farnir að stjórna félaginu sem bera hag LFC að leiðarljósi. Menn með framtíðarstefnu og metnað fyrir því sem þeir eru að gera.

    Get ekki annað en staðið upp og klappað fyrir Comolli, Henry og Kóngnum. Stend því upp og klappa:)

    Ég er sáttur, stefnum á 4. sætið eða ofar og tökum svo Carling eða FA Cup. Yesss sirry bob.

    YNWA

  18. Flott samantekt og takk fyrir hana.
     
    Ég eins og svo margir var að spæla mig á þessu Meireles máli, en rökin sem lögð eru fram í samantekt SSteins og svo í commentum eru skoðanaskiptis verð, þannig að ég óska honum velfarnaðar og þakka unnin störf.
     
    Mikið rosalega verður gaman ef staðfesting fæst á þessum “forkaupsrétti” varðandi Eden Hazard : )
     
    Annars held ég að Damien Comolli eigi skilið dekurdag eftir þessa frábæru vinnu hjá honum í sumar, ég ætla að skála fyrir honum í byrjun næsta leiks : )

  19. # 17 KAR
    þú talar um 21 manns sem þarf að skrá í 25 manna hópinn en í raun eru þeir bara 19 þar sem Kelly og Henderson teljast báðir 21 árs eða yngri. þeir sem teljast senior leikmenn eru fæddir 1989 og fyrr.
    En frábær grein og þvílíkt afrek hjá þessum mönnum að hafa losað okkur við alla fylgikvilla úr liðinu og fengið inn í staðinn flotta leikmenn sem klárlega styrkja liðið.

  20. Jæææja, mesta reiðin er runnin af manni…..aaaalaveg þar til maður hitti Chel$ki stuðningsmann sem var skælbrosandi!!!! FAWK!

    En jæja, er þessi breyting ekki bara til hins betra? Við erum með vel mannaða miðju, flotta sóknarmenn (loksins 3 góða!!), bæting í vörninni og markmannsstaðan ávalt örugg!

    Þetta hljómar vel, svo hförum við ekki orðið fyrir vonbirgðum með yngri strákana þegar að þeir hafa fengið séns (fyrir utan Pacheco??).

    Þá er ekkert annað að segja nema, farnist ykkur vel hjá ykkar liðum en ekki of vel 😉

    YNWA – King Kenny we trust! 

  21. Steini hittir á mína nótu í þessum pistli algerlega, er alveg ótrúlega ánægður með að sjá Dalglish og félaga einblína á að finna hraða og tekníska leikmenn í sinn hóp í stað síðustu ára Benitez og ömurleikann í fyrrasumar.  Liðið okkar ætlar sér að hápressa og færa boltann hratt upp völlinn og þar höfum við bætt töluvert við okkur.  Þar t.d. liggur munurinn á N’Gog og Bellamy, það eru bara ekki margir á lausu betri í boltanum í Englandi að bera boltann upp hratt en Bellamy.
    Hann var Wildcard þessa glugga og gleður mig mikið.  Vissulega varð atvik í móralskri ferð, en við skulum ekki gleyma því að það mál var klárað og þáttur þeirra bræðra í einni bestu frammistöðu í leik í sögu félagsins kom í kjölfarið.  Allt það tímabil sem Bellamy spilaði lagði hann sig 200% fram og miðað við það sem ég hef lesið var hann afar vinsæll á meðal leikmanna og starfsfólks LFC, þrátt fyrir karaoke-uppákomuna.
    Rafa hins vegar var alltaf líklegur til að láta hann fara að atvikinu loknu, það er einfaldlega hans “mentality” og ég var ekki glaður með það, ekki frekar en þegar hann gafst upp á Pennant sem þýddi að við áttum engan winger.  En Bellamy og Suarez saman í 4-3-3 er svakalega munnvatnsaukandi, hvort sem það verða Downing, Kuyt eða Carroll sem fylla síðasta sætið.
    Svo er það hann Raul minn Meireles.  Sennilega finnið þið nú seint LFC mann sem fílaði Raul meira en mig.  Ég hef lengi fylgst með portúgölskum fótbolta og var afskaplega glaður þegar við fengum hann og síðan enn glaðari frá janúarlokum þegar hann lék vel.  Hann byrjaði ferilinn aftarlega á miðju en hafði undanfarin ár fært sig stöðugt framar á völlinn og hans besta hlutverk er í holunni undir senter.  Núna er það þannig hjá okkur að við erum alls ekki alltaf að spila þannig kerfi, við erum bara oft að spila 4-4-2 og þá var hann úti á köntum, nokkuð sem hann leysti en með komu Downing og Henderson var ljóst að hann væri ekki kosturinn þar.  Þegar við svo spilum með mann í holu undir senter þá erum við að sjá Dalglish nota þar Kuyt, Henderson og jafnvel Suarez þar, Shelvey er maður sem Dalglish ætlar að nota í miðjustöðurnar og svo er fyrirliðinn enn ókominn.  Við gleymum því mörg.
    Staða Raul Mereiles var því einfaldlega þessi í gær.  Adam-Lucas-Gerrard og Henderson standa honum framar um sæti í liðinu og það var ekki vilji LFC að hækka launin við hann.  Sem mér finnst í raun skiljanlegt miðað við að hann var fimmti kostur og enginn lengur við störf sem sömdu við hann.  Ekki vildi ég allavega að það væri orðið stefna félagsins að borga há laun til leikmanna sem ekki eru í lykilhlutverki.  Það var þó vilji allra hjá félaginu að hafa hann sem squad player og hafði sést, hann er búinn að taka þátt í öllum leikjum haustsins sem hann hefur getað og því ljóst að hann var ekki “til sölu” heldur meira “má missa sig”.
    Svo fá Chelsea ekki Modric og þar með fer í gang mylla.  Það er ljóst á viðtalinu við Comolli eftir Bellamy kaupin að þetta mál hafði langan aðdraganda í gær þar sem Meireles var staddur á Kýpur með landsliðinu sínu.  Chelsea vantar mann framarlega á miðjuna, Vilas Boas þekkir Raul og telur hann betri kost en þá sem þeir hafa.  Við skulum ekki gleyma því að hann seldi Meireles til okkar í fyrra á 10.5 milljónir punda og taldi það góðan díl fyrir Porto.  Í gær keypti þessi sami stjóri sama mann fyrir 12 milljónir punda.  Raul hefur klárlega verið búinn að láta frá sér hvað hann þyrfti í laun því samningur til fjögurra ára þar sem hann þrefaldar launin sín sennilega var undirritaður í gærkvöldi.
    Auðvitað myndi ég hafa mest viljað að hann hefði sætt sig við “squad player” statusinn sinn – en fyrst hann gerði það ekki er alltaf sama svarið hjá mér.

    Liverpool Football Club er stærra en svo að það haldi leikmönnum sem vilja fara þaðan!!!

    Svo að Raul fór og við fengum mjög góðan pening fyrir hann.  Við munum sjá meira af Shelvey og jafnvel af Coady fram í janúar og svo skulum við sjá hvort að við kaupum miðjumann þá.  Ég myndi þá telja að það yrði maður sem gæti leyst stöðuna inni á miðjunni í 4-4-2 og bak við holumiðjumanninn, einhvern til að hvíla Charlie Adam.
    Þeir sem tala enn um Aquilani verða bara að lesa það sem Dalglish sagði.  Aquilani vildi fara til Ítalíu þar sem konan hans og barn búa, Aqua var atvinnumaður og lagði sig fram þegar hann var hjá okkur en hans vilji var að komast heim, því þetta eru ekki vélmenni heldur menn með tilfinningar.  Hans leið út úr klúbbnum var af sömu hvötum og Luis Garcia og sennilega Xabi Alonso að hluta allavega.
    Comolli tók enda sérstaklega fram hversu fagmannlega Aquilani stóð sig við erfiðar ástæður.  Í lokin fór hann glaður frá félaginu sem stóð við það sem sagt var, það var erfitt að koma honum klárt í byrjunarliðið og sókn hans í fjölskylduna var eðlileg.  Alberto Aquilani mun ekki spila meir á Anfield og mér finnst ekki nein ástæða til annars en að fylgja línu klúbbsins og óska honum alls góðs!
    Joe Cole mun ekki heldur koma aftur og mikið vona ég að samskipti okkar við Lille hleypi okkur framar í röðina um Edin Hazard.  Til að fá hann þurfum við að ná einhverju efstu fjögurra sætana í deildinni.  Hann mun fara til liðs sem keppir í CL næsta tímabil.  Svo einfalt!
     
    En aðalatriðið sem er yndislegt í þessum glugga er að nú erum við með u.þ.b. 25 manna hóp sem mætir á æfingar til að standa sig.  Við vorum búnir að dæla mönnum í varaliðið til að æfa og við sem höfum komið nálægt fótbolta vitum hvað það er skemmtilegt þegar 30 manns eða fleiri æfa.  Það einfaldlega virkar ekki til langs tíma.
     
    Svo að eftir þennan glugga erum við komin á flottan stað í endurskipulagningunni með langtímarkmiðið algerlega klárt.  Við erum að raða saman hóp sem verður góður í vetur og stefnir á Meistaradeildarsæti en frá hausti 2012 á að fara í alvöru baráttu um titilinn.  Til þess munum við þurfa að kaupa 2-3 hágæðaleikmenn sem munu vilja taka þátt í CL.
    Plan FSG er á góðri leið, ef ég rekst á Henry, Werner eða Comolli á öldurhúsi mun ég faðma þá og splæsa bjór.
     
    Þessi gluggi er í mínum huga án vafa sá allra besti í sögunni!!!

  22. sælir drengir, mikið rosalega er ég sáttur með þennan glugga. Ég er sammála flestu sem hefur komið hérna fram. Mereiles er eini maðurinn sem ég sé eftir en skil samt rökin fyrir því að hann skuli verða seldur.
    SSteinn þar sem við ólumst báðir upp í einhverju fallegasta bæarfélagi í heiminum (smá hint: Harbour in Cornerbay) 🙂 þá var ég að spá hvort þú gætir sagt mér meira frá Edin Hazard- málinu. Veistu hvort Liverpool sé með forkaupsréttin á honum?????

    YNWA

  23. Sammála öðrum hér að Comolli hefur unnið kraftaverk í sumar. Þessi hreinsun hefur farið fram úr björtustu vonum bjartsýnustu manna. Að hreinsa út alla farþega liðsins á einu sumri er magnað. Eina sem situr í manni er salan á Meireles, þá helst að hann skildi vera seldur til Chelskí. Hef það á tilfinningunni að hann muni styrkja lið þeirra eins og það er í dag, sem kemur sér ílla í baráttu Liverpool við Chelskí í vetur. Ástæðan er sú að þarna er Meireles kominn með þjálfara sem hefur trú á honum og veit hvernig á að ná því besta út úr honum sem leikmanni. Annars held ég mig við mína spá í upphafi móts að Chelskí verði í baráttu um titilinn við Manu og City. 

    Helstu keppinautar Liverpool um 4 sætið náðu að gera góða kaup að mínu mati. Arsenal náðu í Arteta einn að betri miðjumönnum deildarinnar síðustu árin, auk þess að styrkja vörnina með kaupum á Mertesacker og Santos. Síðan gefa Benayoun og Chu-Young meiri breidd.  Tottenham fékk tvo leikmenn sem fara beint inn í byrjunarlið þeirra þá Scott Parker og Adebayor (sem væntalega á eftir að skora leglulega fyrir þá).

    Annars líst mér mjög vel á hópinn, þetta á eftir að vera hörku barátta um meistaradeildarsætið.  

  24. Sammála Magga í #28.

    Vil að auki þakka R.Meireles fyrir sinn þátt í einum sætasta sigri sem ég man eftir síðustu ár (áratug) – sérstaklega í ljósi aðstæðna:
    http://www.youtube.com/watch?v=NOR7M3tDUDE

    Takk fyrir mig Meireles, ég öskraði mig hásan þegar þú settir hann og var við það að hrækja á imbann þegar nærmynd af Torres var sýnd – að ógleymdu wanker handbragði…. barnalegt, ég veit – en tilfinningarnar sem voru þarna að baki voru miklar.

    Til að bæta ofaná það sem Maggi segir – ég var einnig mikill aðdáandi portúgalans. Flottur leikmaður, en það var alltaf ljóst að hann myndi ekki fá eins marga leiki í ár og í fyrra. Ef við ætluðum á annað borð að halda honum (ánægðum) þá hefðum við þurft að borga honum þessi 70k+ á viku sem hafa verið nefnd á mörgum stöðum – KK fannst hann ekki þess virði. Ég er eiginlega sammála honum, sérstaklega í ljósi þess að ef eftir ár, að við kaupum heimsklassa miðjumann (vonandi með CL sem gulrót) þá værum við komnir með 30 ára gamlan leikmann, sem fer lækkandi í verðgildi með hverri mínútu á allt of háum launum – eitthvað hljómar það kunnuglega! (myndum t.a.m ekki fá nema mesta lagi 50% af þessum 12mp sem við fengum í gær – þá er það bjartsýnisspá, sérstaklega mtt launapakkans).

    Everton seldi sinn besta leikmann, 29 ára gamlan, á 10mp. Liverpool seldi sinn 3-4 kost á miðjuna á 12,5mp. #foreverinourshadow

  25. Var svektur með brotför Meireles en ég held að þetta þjappi mönnum saman og geri liðsheildina sterkari.
    LFC er búið að losna við aukakílóin!!
    Svo er líka ágæt að það sé ekki verið að spá Liverpool í toppsætið í ár losar pressu. Fótboltinn er skrítinn íþrótt það getur allt gerst. 

  26. Kæru ritstjórar, hvenær getur maður átt vona á nýju Podcasti frá ykkur þar sem farið verður rækilega yfir þessi mál?

  27. Það er svo sem ekki hægt að bæta miklu við pistillinn hans Steina – Ég viðurkenni að ég varð sótvitlaus í gær þegar Meireles fór til Chelsea og við fengum geðsjúklinginn hann Bellamy – fannst það ekki mikil styrking á hópnum en raunveruleikinn er sá að Meireles er búinn að hafa augastað á Chelsea síðan Villas-Boas tók við og þá er bara best fyrir hann að vera með landa sínum í höfuðborginni frekar en að vera með fýlusvip á Anfield.

    Og svei mér þá ef Bellamy er ekki að vinna mig á sitt band eftir viðtalið hans við LFC.tv – hann virðist hafa sitt á hreinu aldrei þessu vant! Hann er Púllari út í gegn, elskar Dalglish – getur spilað margar stöður og veit loksins hvað hann er að fara út í. Hann reiknar ekki með því að vaða inn í byrjunarliðið en mun svo sannarlega láta finna fyrir sér þegar hann fær tækifærið.

    Besta signing Liverpool í langan tíma er Damien Commolli – hans afrek voru öllum ljós áður en hann kom og hann hefur svo sannarlega staðið undir nafni. 

  28. Þátt fyrir fýlu mína yfir því að Alberto Aquilani skyldi fara frá liðinu er ég sammála því að þetta hefur verið sannkallaður galdragluggi. Það fylgir því mikil tilhlökkunn að húka í sófanum allar helgar í vetur. Veit reyndar ekkert um skoðun konunnar minnar á því en það er önnur saga.

  29. Var að horfa á Bellamy og þá auðvitað bendir hann á að Steve Clarke og Kevin Keen þekkja hann út í gegn, þannig að það er ljóst að þeir ætla honum hlutverk og vita upp á hár í hvað á að nýta hann.

    Ennþá glaðari eftir það og hlakka mikið til að sjá liðið gegn Stoke í næsta leik.  Þeir bættu vel við sig í gær og ljóst að þar fer verðugt verkefni til að byrja á eftir allt atið síðustu daga.

    Held það sé tómlegt á Melwood þessa dagana, svei mér þá er ekki Carra bara að lyfta þar með Gerrard karlinum, ansi margir á landsliðsæfingum og “dauðviðurinn” ekki lengur á svæðinu.

  30. Magnaður pistill og góð samantekt… Það verður lengi hægt að deila um hvað sé rétt og hvða ekki vrðanid kaup og sölur á leikmönnum, en heilt yfri held ég (eins og pistlahöfundur segir) getum við verið sáttir við stöðuna eins og hún er í dag. Ég er einn af þeim sem var á móti því að Merieles væri seldur finnst hann góður leikmaður, en ég verð líka að viðukenna að þegar ég las pistilinn og fór að skða það nánar hvernig hann var á síðast tímabili, þá var hann góður en ekki frábær eins og pistlahöfundur segir, og ég er ekki í nokkrum vafa að það veikir okkur ekki að hafa látið hann fara. Chelse er mikið fyrir að kaupa leikmenn frá Liverpool en málið er bara að hjá Chelsea eru þessir leikmenn ekki að gera neinar rósir og því ástæðulaust fyrir okkur að hafa áhyggjur af því, og hvað er betra en að láta keppinautana hafa leikmenn sem við þekkjum út og inn. Ég tek undir það með pistlahöfundi að Camolli sé búinn að gera gott verk í því að losa okkur við lélega leikmenn sem voru bara að þyggja launin sín og það er bara ánægju efni að hafa svona menn í vinnu hjá klúbbnum.

    Pistlahöfundur kemur inná það hvað þessir leikmenn sem við fengum færa liðinu og talar um hraða, þar er ég honum fyllilega sammála og eins og hann segir þá er þetta eitthvað sem okkur hefur skort í langan tíma. Menn tala um Bellamy, að hann sé ekki sá leikmaður sem við þurfum á að halda, ég er ekki sammála því ég er á því að hann geti fært okkur mikið afl í sóknaleikin og hann er eins og pistlahöfundur segir góður fyrir móralinn…

    Merieles er farinn og það var það sem hann vildi (jú jú hann var ósáttur við að fá ekki hærri laun) og þegar menn vilja ekki vera hjá klúbbnum þá eiga þeir líka ekki að vera þar, skapar bara vondan móral í búningsklefanum, það þekkja allir söguna af Torres (eins og segir í auglýsingunni, hann var svikari, ekki farnaðsist honum vel) Eitthvað segir mér að svipað verði upp á teningum með Merieles, þó að ég voni að honum vegni vel hjá Chelse, NEMA Á MÓTI OKKUR !

    Það verður fróðlegt að sjá Coates koma inn í liðið og ég hef mikkla trú á að þar höfum við fengið framtíðar miðvörð sem á eftir að blómstra… Einhver talar um það hér að ofan að við séum ekki með nógu breiðan hóp, ég er ekki sammála því, held að við séum með þann hóp sem við höfum ekki verið með í mörg ár og að við getum einbeitt okkur að því að glápa á leiki, eins og pistlahöfundur segir og það eru bara bjartir tímar framundan… Nokkuð sem hefur ekki verið lengi hjá þessu frábæra félagi og nú hefur maður fulla trú á að við séum að nálgst það að slá Man Utd af stalli, nokkuð sem hefði átt að vera búið að gera fyrir löngu síðan.

    Að lokum vill ég segja þetta. það sem ég held að við eigum eftir að sjá er Liverpool lið sem sækir hratt, verst vel, skorra fullt af mörkum og fær fá á sig… Og yfir því getum við öll verið glöð og kát…

    Áfram LIVERPOOL…YNWA…

  31. Fór aðeins að leika mér með uppsetningu á mannskapnum okkar í dag og djö…. lítur hópurinn nú fallega út J
     
    Pepe Reina
     
    Glen Johnson          Sebastian Coates          Daniel Agger          Jose Enrique
     
    Lucas Leva          Charlie Adam
     
    Dirk Kuyt          Steven Gerrard          Luis Suarrez
     
    Andy Carroll
     
    Alexander Doni
    Martin Kelly
    Jamie Carragher
    Fabio Aurelio/Jay Spering
    Jordan Henderson
    Stewart Downing
    Craig Bellamy
     
    Fyrir utan hóp eru enn menn eins og Martin Skertl og Maxi Rodrices + síðan allir strákarnir (Flanagan, Robinson og Shelvey.)
     Síðan væri hægt að breyta um tempó, setja Suarez fram með Carroll, færa Gerrard aftur, fyrir annað hvort Adam eða Lucas setja Kuyt á bekkinn og láta Henderson og Downing á kantana.
     
    Pepe Reina
     
    Glen Johnson          Sebastian Coates          Daniel Agger          Jose Enrique
     
    Jordan Henderson          Steven Gerrard          Charlie Adam           Stewart Downing
     
    Andy Carroll          Luis Suarrez
     
    Ég er sjálfsagt að gera allt of mikið úr kwates (leitaði að youtube myndböndum til að hlusta á nafnið hans J ) en ég ímynda mér að maður sem hefur í tvígang verið valinn varnarmaður ársins í sinni deild og bestur í eitt skipti (verandi varnarmaður), að auki valinn efnilegasti leikmaður Suður Ameríku (í keppninni) og verandi enn bara tvítugur, hlýtur að hafa eitthvað til brunns að bera, right?  J
    Síðan hélt ég smá áfram og þó svo að ég sé fullkomlega sáttur við þá leikmenn sem fóru í sumar þá er þetta bara þokkalegasta lið sem hægt er að stilla upp úr þeim.
     
    Peter Gulacsi
     
    Philipp Degen          Daniel Ayala          Sotirios Kyrgiakos          Emiliano Insúa
     
    Christian Poulsen
     
    Joe Cole          Raul Meireles          Alberto Aquilani          Milan Jovanovic
     
    David N’Gog
     
     
    Martin Hansen
    Stephen Darby
    Paul Konchesky
    Thomas Ince
    Nabil El Zhar
    Daniel Pacheco
    Gæti þetta lið ekki alveg keppt einhversstaðar?
     
     
     

  32. Bjarni (#33) spyr:

    Kæru ritstjórar, hvenær getur maður átt vona á nýju Podcasti frá ykkur þar sem farið verður rækilega yfir þessi mál?

    Í næstu viku.

  33. #39
    Þetta lið sem þú stillir upp með seldum leikmönnum er ansi slakt í mínum huga. Gæti þó kannski unnið íslenska landsliðið!

    Sýnir bara vel hversu gott starf Comolli og co unnu með því að losa okkur við þennan mannskap.

  34. Sælir felagar.
    Frábær hópur og býð spenntur eftir næsta leik.
    Er ekki einhver sem getur reddað mér miðum á Anfield í haust, eða upplýsingum um hvernig ég næli í þá ? Bý ekki á klakanum og get því ekki keypt “pakkaferð” frá Íslandi.
    Td. Doddi #40 veist þú eitthvað? Endilega sendið mér línu með upplýsingum ef þið hafið einhverjar upplýsingar á sigmarsson.jonas@gmail.com

  35. Þessi Meireles flétta setti svartan blett á annars frábæran glugga. Til að keppa um efstu sætin í þessari deild þá er nauðsynlegt að hafa breidd – eitthvað sem allir Liverpool menn vita af slæmri reynslu síðustu árin.  Þó að Meireles hefði ekki verið byrjunarliðsmaður í flestum leikjum þá er þetta frábær leikmaður fyrir liðið og jók svo sannarlega á gæðin á bekknum – og mín skoðun (ásamt Villas Boas og fleirum) er sú að hann hefði haldið áfram að gera það a.m.k. út þetta season.
     
    Mikil og góð hreinsun hefur átt sér stað en að mínu mati hefði mátt halda Meireles – þó hann hafi lagt fram sölubeiðni þá er klúbburinn ekkert skyldugur að selja. Að mínu mati eru Lucas, Gerrard, Adam, Kuyt og Downing alltaf á undan í liðið inná miðjuna, en við erum að tala um 4-5 miðjustöður og þetta eru 5 menn. Til að rótera erum við svo með Henderson (sem er þó að fá mikinn spilatíma hjá KKD), Bellamy á kantinn og backup fyrir framherjana, Maxi og svo ungu strákana Spearing og Shelvey sem eru ekki ennþá í top-4 klassa. Ef við lendum í meiðslavandræðum, og því miður meiðast alltaf einhverjir, þá er nauðsynlegt að geta sett inn menn sem halda gæðunum í liðinu.
     
    Þessvegna er ég á því að Meireles sem backup inná miðjuna á þessu tímabili sé einfaldega meira virði en að bóka nokkrar milljónir punda í hagnað – ef 5. sætið verður niðurstaðan í lok maí verður helvíti sárt að horfa tilbaka og hugsa hvað ef…

  36. Frábært að losa við alla þessa farþega úr leikmannahópnum. Comolli og Kenny að gera frábæra hluti í því að hreinsa leikmannahópinn af ónothæfum leikmönnum. Að mínu viti er Spearing eini farþeginn sem er eftir í leikmannahópnum, finnst hann vera kominn allt of framarlega í goggunarröðina m.v. gæði. Við erum sennilega núna með fjóra leikmenn sem er ætlað að spila aftar á miðjunni: Lucas, Adam, Spearing og Gerrard. Hefði viljað halda Meireles í því hlutverki en af óskiljanlegum ástæðum hefur hann afar lítið spilað í þeirri stöðu sem er sú staða sem hann hefur lengst af spilað á sínum ferli og hentar honum best. Samt sem áður er nú enginn brjálaður söknuður af honum, fínn leikmaður en ekki framúrskarandi.
    Þar sem Liverpool er ekki Evrópukeppni núna þá er álagið minna sem verður vonandi til þess að Adam, Lucas og Gerrard haldast heilir svo leiktími Spearing verði í lágmarki.

  37. Galdragluggi? Vissulega er maður sáttur við flest en líður hálf kjánalega eftir að hafa gert sér vonir um að leikmenn eins og Mata eða Auguero bættust í hópinn, amk frekar en Bellamy. Nýju eigendurnir hafa lækkað launakostnaðinn og keypt leikmenn fyrir sirka 33 milljón pund, umfram sölur. Átti ég von á að meiri peningum yrði varið í að styrkja hópinn.
     
    Ég er líka hissa á því hversu litlu þeir leikmenn sem ekki eru inni í myndinni hafa skilað litlu í kassann. Í vor hélt maður að auðvelt yrði að selja t.d. Aquilani og Cole. Eftir söluna á Meireles hefði ég haldið að það gæti komið sér ágætlega að hafa amk annan þeirra á bekknum. Nú er bara að krossa fingur og vonast eftir að enginn meiðist næstu mánuði. Lítið þarf til að Spearing verði aftur kominn í byrjunarliðið,, og Dirk Kuyt út á kantinn.  Engu að síður hef ég trú á Dalglish og verkefni nýju eigendana og er ansi bjartsýnn á að liðsauki bætist við í janúar.

  38. Mér líst mjög vel á liðið eins og það er í dag, gott að losna við þá sem við losnuðum við, ef menn vilja ekki vera þá er betra að láta þá fara og fá pening fyrir þá.  Við erum ekki í CL og því fáum við ekki stærstu nöfnin núna en ef staðan verður góð í janúar eru meiri líkur á að við getum bætt við okkur mannskap.  Það er líka betra að nota ungu strákana á bekkinn heldur en að kaupa eitthvað bara til að kaupa.

  39.  
    Auðvitað hefði verið betra að hafa Meireles en KD og co ætluðu honum aldrei annað hlutverk en að koma af bekknum og það hefði verið frábært að hafa hann í því hlutverki.  En eins og margir snillingar hér hafa bent á var þetta good business og við munum alveg lifa þetta af.

    Maður hefði verið fullkomlega sáttur ef Sturridge eða Adam Johnson hefðu komið í staðinn.  En…hópurinn lítur samt afar vel út og ef á þarf að halda, vegna brottfarar Meireles, trúi ég því að verslað verði í janúar.

    Niðurstaðan er því sú að þetta verði í lagi og heilt yfir hefur liðið okkar stigið þvílíkt risaskref á þessu ári að tilvitnun í fyrsta rölt mannskepnunar á tunglinu kemur upp í hugann. 
    “That’s one small step for a man, one giant leap for mankind.”  Neil Armstrong.

  40.                                      Pepe Reina

          G.johnson        Coates                 Agger         Jose E.

                                           Adam-Lucas
                   
                          Suarez          Gerrard              Downing

                                           Andy Carrol

    Þetta tel ég vera okkar besta 11 manna lið.

    Bekkurinn:
    Doni
    Carra
    Kelly
    Henderson
    Kuyt
    Bellamy
    Maxi

    Svo eru menn eins og Skretl-Spearing- shelvey – og aðrir ungir

  41. Þessi ástæða fyrir því að það séu einungis CL lið sem berjast um bestu bitana er ansi þreytt. Hvers vegna fór Eto´o til Anzhi Makachkala og hvers vegna valdi Joe Cole Liverpool framyfir CL fótbolta hjá Spurs eða Arsenal í fyrra? Man City dró ansi feita hvali að landi áður en þeir komust í CL.
    Liverpool klúbburinn hefur ennþá mikið aðdráttarafl svo lengi sem eigendurnir eru tilbúnir að borga leikmönnum sambærileg laun og CL liðin.

  42. Flottur hópur sem við erum með núna. Það var gjörsamlega fyllt í öll göt í sumar, ekki kannski af bestu leikmönnum í heimi en mjög góðum og svo spillir ekki fyrir að við erum með mjög góða leikmenn fyrir. Ég sé Liverpool vera með fínan árangur í vetur. 

  43. Algerlega málið megaz.
     
    Ef þú ert ekki í CL þá þarfu að vera tilbúinn að borga ótrúlega vitlaus laun.  Yaya Toure t.d. fékk 250 þúsund pund í laun og sögurnar segja að Eto’o sé með 300 þúsund pund hið minnsta í Rússlandi.
    Joe Cole er einmitt besta dæmið um það þegar lið sem er að deyja úr desperation fær þokkalegan bita til að tala við sig.  Ef að Tottenham eða Arsenal hefðu boðið svipuð laun hefði hann farið þangað.  Svo við bara fórum langt fram úr þeirra tilboðum til að ná leikmanninum.
    Er það gáfulegt?  NEI!!!
    Þeir leikmenn sem við höfum nú fengið vita það að þeir hafa verið fengnir til að koma Liverpool á sinn stall og ef að það sem er slúðrað er rétt er sá hæst launaðasti með 80 þúsund pund (Suarez) sem er sennilega með lægstu laununum sem Man City greiðir.
    Við þurfum að taka þátt í hrunadansinum en búum ekki við bullið sem City og Chelsea geta leyft sér, þ.e. að borga himinhá laun um allt til að lokka til okkar leikmenn.
     
    Ég allavega er sáttur við það og vona að við náum CL sætinu sem mun klárlega hjálpa okkur að ná í betri leikmenn næsta sumar…

  44. Veit einhver í hvaða treyjunúmeri Bellamy verður í í vetur ?
    Mér þætti gaman að sjá hann í treyju númer 10 !

  45. Bellamy er í treyju #39. Það verður enginn í tíunni í vetur, sennilega verið að halda henni opinni fyrir stórstjörnuna sem Comolli ætlar að finna fyrir okkur á næsta ári. 🙂

  46. Sissi #52 Bellamy verður númer 39

    Ómar #48 Hvað fær þig til að vijla taka hr Liverpool, aka Jamie Carragher, úr liðinu á kostnað ungs s-amerísks leikmanns sem ekkert hefur sannað?

    …ekki misskylja mig, ég er spenntur fyrir Coates, en so far hefur hann ekkert sýnt, hvað þá að hann sé að fara taka Jamie MEISTARA Carragher úr liðinu. Vonandi er hann þó það góður, en ég einfaldlega spyr hvað þú hefur séð sem réttlætir þetta áður en þú sérð hann spila fyrir okkur? 

  47. Chelsea er með leikmann sem við viljum fá (Sturridge), þeir hafa keypt af okkur topp leikmenn núna 2 glugga í röð sem þeir augljóslega vilja fá, og við fáum ekki þennan eina sem við viljum og gætum vel notað. Það pirrar mig.

  48. Sérlega góð samantekt hjá Ssteina og líka flott komment hjá Kristjáni Atla, Magga og fleirum.

    Mér finnst gott að flestir sem voru hvað svekktastir í gær með Chelskí-blálok gluggans séu búnir að róast og sætta sig við þau viðskipti þegar heildarmyndin er gerð upp. Því að fótboltinn er jú viðskipti líka og því betur sem haldið er á spöðunum í þeim málum því betra er hægt að gera í leikmannamálum og þar með inná vellinum. Þetta helst allt í hendur. Það góða er að við höfum sérlega velviljaða eigendur sem vilja ekki eingöngu skila hagnaði heldur eru í þessum bransa til að sigra. Commolli kemur svo vel inná þetta í þessu viðtali:

    When they needed to invest money we didn’t think they’d have to, John and Tom were unbelievably helpful. I think we are very lucky to have these owners because people need to realise a lot of owners would have said the squad is too big so you need to reduce it, and then when you’ve done that bring some players in. But that was never the approach they had. They were happy to take risks and happy for us to spend the money, they were happy to support us and to trust us as well.

    “I told them in the summer we need to buy players first and towards the end of the window there would be a lot of movement with players going out, and they were very, very brave to accept that, having had no experience of a similar transfer window.
    http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/comolli-hails-brave-owners

    Þetta er nefnilega lykilatriðið í velgengni Commolli í glugganum: stuðningur og traust FSG til að gefa honum frjálsar hendur í að gera sitt allra besta fyrir félagið. Hann hefur engan veginn fengið sama frelsi hjá Tottenham á sínum tíma og við sáum hversu klunnaleg taktíkin hjá Levy var í þessum glugga. Selja fyrst, kaupa svo. Allt á síðustu stundu og ná svo ekki að kaupa eitt sitt aðal skotmark (Cahill) útaf prútti og tímahraki. Í það minnsta virkaði Redknapp mjög svekktur með málalok og ætli hann hætti ekki bara í lok tímabilsins og taki við enska landsliðinu af Capello. Hann veit að það verður erfitt að keppa um CL-sæti núna.

    En aftur að okkur. Til að menn sætti sig enn betur við söluna á Meireles ætla ég að dauðrota nokkra punkta til að við hættum að tala um að hafa misst hann, klúðrað málum eða að Chelskí rænt honum frá okkur.

    – í vor vill umbinn hans rukka FSG um loforð um launahækkun. Við ÁKVEÐUM að gera það ekki útaf aldri, getu og minnkandi mikilvægi. Við áttum okkur á afleiðingunum.
    – í sumar ÁKVEÐUM við að kaupa 3 miðjumenn og styrkja allar þær stöður sem Meireles gat leyst (með misgóðum árangri). Allir þrír sérhæfðari og betri í hverri stöðu en hinn fjölhæfi staki.
    – Kenny VELUR að gera Meireles að 4-5 kosti inn á miðjuna vitandi af EM 2012 og þörf hans fyrir fleiri leiki. Við áttum okkur á því að SteG kemur líka inn og við höfum 3 efnilega í bakköpp.
    – í lok gluggans ÁKVEÐUM við að selja hann á því uppsetta verði sem við vildum fá, gildir þá einu hvert hann fer. Ég vil frekar að Chelskí fái Meireles en Modric sem er mun betri leikmaður í sinni stöðu.

    Lokaniðurstaða: LFC var við stýrið í þessari atburðarás í allt sumar. Ef við hefðum vilja halda honum hjá LFC og gleðja með hærri launum þá hefðum við gert það. Við ÁKVÁÐUM að gera það ekki og ástæðurnar hafa allar verið margendurteknar.

    Öfugt við AA-dílinn þar sem okkur var þrengri stakkur búinn (fáir valkostir í ítölskum liðum, hærri laun, meiri áhætta vegna meiðsla og PL-getu) þá höfum við flest spil á hendi varðandi Meireles:

    Ef hann er happy að vera á lágum launum og berjast fyrir málstaðinn í hersveit King Kenny: FÍNT!
    Ef hann vill fara í burtu sem málaliði en við fáum fúlgu fjár fyrir bráðlega þrítugan leikmann: FÍNT!

    Málið vonandi dautt.

    Að glugganum almennt. Ég get staðfest tölurnar sem nefndar eru hér að ofan miðað við mitt bókhald á þessu:

    Launaviðbót árið 2011: 530 þús. á viku eða 27,6 mill á ári
    Launasparnaður 2011: 666 þús. á viku eða 34,6 mill á ári
    Mismunur samtals: sparnaður uppá 136 þús. á viku eða 7,0 mill á ári.

    Innkaup í sumar: 52,2 millur
    Seldir í sumar: 22,9 millur
    Mismunur: 29,3 millur

    Stóra málið er ekki bara það að spara heldur að fá meiri gæði fyrir þann pening sem við erum að eyða. Það tekst alveg frábærlega vel í þessum glugga og fullkomið jafnvægi komið á leikmannahópinn ásamt góðum aldri og getu. Maður vorkennir Arsenal (næstum því) hversu slæm skipti þeir gera í þessum kaupglugga. Benayoun fyrir Nasri?? Arteta fyrir Fabregas?? Báðir hafa svo sem átt ágætan feril í PL en eru orðnir í eldri kantinum, sitt hvoru megin við þrítugt, og samanlagt bara spilað um hundrað leiki sl. tvö tímabil eða um 25 leikir á mann per. tímabil. Styrkir þetta Arsenal miðað við missinn? Auðvitað ekki. Þeir hafa engan Commolli þar á bæ.

    Nokkur af neikvæðu mómentunum hafa næstum alltaf verið vegin upp á móti með jákvæðum viðsnúningi:
    – Missum af Phil Jones en fáum Coates á 3-4 falt lægra verði.
    – Missum af A.Young en fáum Downing í staðinn.
    – AA fer á heldur lágu verði en fáum hátt verð fyrir Meireles.
    – Ngog fer á lágu verði en fáum Bellamy ókeypis í staðinn.
    – Borgum nett yfirverð fyrir Henderson en fáum Enrique á hálfvirði.
    Borgum með Cole en fáum Adam ódýrt.

    Svo er bara jákvætt að losna við Degen, Poulsen, Konchesky, El Zhar………endalaust….

    Við getum því verið hæst ánægðir með þetta hjá okkur og prísað okkur sæla að hafa svona fagmann eins og Commolli við stjórnvölinn. Hugsið núna hversu góða hluti hann getur gert í framtíðinni eftir þessa tiltekt á fortíðinni. Getur núna einhent sér í að finna falda fjársjóði, snara snillinga og brillera í bókhaldinu. Ég er svo bjartsýnn að ég þarf sólgleraugu. Þetta er allt í góðri sveiflu:
    http://www.youtube.com/watch?v=eFiq3YSfbi0

    YNWA

  49. Sælir. Held að transfer businessinn þetta sumarið gæti varla hafa verið betri. Held það hafi verið spot on að selja raul og gefa þá jonjo stærra hlutverk.
     
    En getur einhver sagt mér. Verð staddur í london á meðan chelsea – liverpool verður. Og er ekki viss hvert er best að snúa sér til að kaupa miða í away stúku(aldrei farið á leik). Þarf ég að skrá mig í chelsea klúbbinn eða eru slíkir miðar seldir í gegnum official liverpool síðuna? Og þarf ég að drífa mig að næla mér í eða verða þeir ekki seldir strax?
     
    YWNA

  50. Sammala Steina i thessum pistli og minni a ad LFC hefur sennilegast eytt um 35m baedi i januar og nuna i sumar til ad umbreyta lidinu, og geri adrir betur. Theim hefur tekist mjog vel upp og er varla haegt ad gera betur.

    Eg las einhversstadar (minnir i dagbladi) ad 15m hafi verid kaupverdid a Meireles sem er bara agaetis grodi sem klarlega verdur nyttur i kaup a soknarmanni i januar, eda varnarsinnudum midjumanni.

    Einhver minnist a svik LFC vid Meireles en eg hef enga tru a tvi ad their hafi gjort slikt. Chelsea var buid ad snua Meireles vid og thad vita allir sem fylgjast med boltanum i dag ad ef Chelsea eda Man.City bjoda i leikmenn ad tha verda launin minnst dobblud. Meireles hlytur ad vera ad fa 90k minnst a viku sem er fin astaeda til ad skipta um vinnu.  Snyst allt um launin eins og Ekotto hja Spurs hefur komid rettilega inn a.

  51. Ég sé að margir eru að stilla upp hugsanlega “sterkasta liði” okkar í dag og menn eru að skella unga manninum Coates beint inn og rífa hjarta varnarinnar Carragher úr liðinu. Að mínu mati er Carragher alltaf fastur í þessu liði meðan hann er í sæmilegu standi.. hann er kannski ekki með eins sprækan líkama og coates eða skrtel en hann er leiðtogi og hefur gríðarlega reynslu í leiknum, hann er leiðtogi varnarinnar og ég tel að það sé mikilvægara að hafa leiðtoga eins og hann og Agger saman í miðverðinum og nota coates og skrtel sem varaskeifur en leyfa þeim að sjálfsögðu að fá nóg að spilatíma. Við vitum öll(ég segi öll afþví það eru nokkrar grjótharðar konur sem eru hérna og finnst allt í lagi að gefa þeim eitt stórt klapp) að carra fer að verða búinn og þá er gott að vera búnir að hita coates svolítið upp og hver veit nema hugsanlegur arftaki hans sé að finna í coates? Hann er talinn rosalegur leiðtogi og er einn virtasti leikmaður landsliðs Úrugvæ.

    Það sem ég vil koma á framfarir er að mér finnst sumir mega sína Carragher, harðasta poolara sem fyrir finnst.. svolítið meiri virðingu fyrir sitt framlag til liðsins. Hann er gríðarlega mikilvægur hlekkur í liðinu þó svo að þið sjáið það ekki öll, það er ástæða fyrir því að Carragher er fastamaður í vörninni.

    Hann myndi líklegast taka skot í hjartað ef hann vissi að það myndi tryggja Liverpool stig.

    YNWA 

  52. Flottur pistill, skemmtileg lesning.

    Eins og ég hef rætt hérna á eldri þræði þá fer þessi sala á Meireles til Chelsea ótrúlega mikið í taugarnar á mér. Málið er ekki það að Meireles sé eitthvað gríðarlega mikilvægur, hann hefði sennilega sjaldnast verið í byrjunarliðinu í vetur, heldur er snýst þetta um að vera að afhenta CHELSEA sterka leikmenn á færibandi! Þetta er bara gjörsamlega óþolandi. Það er nóg að leikmenn viti af áhuga Chelsea og þá dúndra þeir inn transfer request í hvelli, og forráðamenn LFC virðast gjörsamlega varnarlausir. 

    Mér er alveg sama þó að Miereles hefði ekki verið byrjunarliðsmaður, og þó við græddum einhvern pening á þessu, Chelsea hirtu Torres okkur fyrir 7 mánuðum og það er bara ólíðandi að sjá þetta gerast aftur svona stuttu síðar! Hefði verið flott að selja hann til Ítalíu, Spánar eða Portúgal, en ekki til keppinauta okkar innan Englands og ALLS EKKI til fokking Chelsea!

  53. #57 Vignir. Þú getur alveg gleymt því að kaupa miða í away stúkuna í gegnum LFC. Fyrsta kauprétt á þeim miðum hafa þeir sem eru með ársmiða og svo þeir sem hafa safnið upp ákveðnum fjölda punkta á LFC kortinu sínu (og er þá miðað við útileiki 2010/11). Ef eitthvað verður eftir þá fer það í almenna sölu en þetta er þannig leikur að þú getur gleymt því strax.
     
    Prófaðu að tala við þessar ferðaskrifstofur hér á landi, margar þeirra geta reddað þér miða en þú verður þá að sætta þig við að sitja meðal heimamanna.
     
     

  54. Ég hef ekki getað tjáð mig ennþá eftir að glugginn lokaði… ég skelf ég hlakka svo til þess að sjá næsta leik. Liðið hlýtur að vera gríðarlega vel stemmt eftir að hafa horft upp á þessa snilld Comolli, Dalglish og félaga eiga sér stað. Nú er nóg til að vera spenntur yfir félagar…

    1. Ég er mjög spenntur fyrir að sjá Coates spila. Vonandi spilar hann slatta í vetur þó ég sé ekki tilbúinn að henda Carra á bekkinn fyrir hann strax eins og sumir

    2. Lucas, Adam og Henderson ná betur saman með hverjum leiknum.

    3. Talandi um að ná vel saman… Enrique og Downing!

    4. Carroll á HELLING inni

    5. Suarez verður betri með hverjum leiknum og ef hann á down leik kemur Bellamy örugglega froðufellandi inn af bekknum fyrir hann.

    6. Síðast en ekki síst eigum við Mr. Steven Gerrard ennþá inni… ekki slæmt það!

    Góðir tímar…! 

  55. Konan mín er stödd í Mexíkó og hún sagði mér að sjónvarpsfréttirnar þar hefðu verið að segja að Liverpool hefðu keypt Marco Bueno í gær. Hefur einhver heyrt eitthvað um þetta?
    Ég leitaði á twitter og þar sýndist mér að hann færi ekki fyrr en hann verður 18 ára, sem er í mars á næsta ári. En ég hef ekki séð neitt um þetta í netmiðlunum.

  56. Ja thad verdur gaman ad fylgjast med deildinni thetta timabilid !  Eg man hinsvegar ekki eftir thvi ad LFC menn hafi ekki verid spenntir fyrir leikmønnum sem hafa komid til felagsins svo timinn einn mun leida i ljos hvernig their reynast….Man ekki betur enn flestir væru sammala um ad danska pulsan myndi eiga eftir ad reynast vel , auka breidd og tækla andstædinga hægri vinstri 🙂  Bellamy …ummmm…Hann og Carrol eiga ørugglega eftir ad enda i slagsmalum a einhverju fylleriinu…

  57. Ég er fúll yfir að hafa misst Meireles. Hann var frábær fyrir okkur á síðust tímabili og er heimsklassa leikmaður.
    Hann átti við meiðsli að stríða á undirbúningstímabilinu og er ekki kominn í gang og er það helst ástæðan fyrir því að hann er ekki búinn að vera í liðinu.
    Meireles er sókndjarfur miðjumaður með góða tækni og getur búið til færi og skorað mörk. Ef einhver segjir að við þurftum ekki á honum að halda þá er sá maður í afneitun. 
    Það er ekki hægt að stóla á Gerrard enda alltaf meiddur eða einfaldega langt frá sínu besta.  Því taldi ég það mikilvægt að halda annað hvort Aqulani eða Meireles en báðir eru þeir farnir.
    Henderson er ekki í sama gæðaflokki og Meireles en hann er ungur að árum og á góðan möguleika að komast í þennan flokk en við viljum auðvita árangur núna en ekki bara í framtíðini. 
    Lucas er solid varnamiðjumaður og á sín móment en er ekki miðjumaður í meistaraliði.
    Mér líst vel á Adams og tel ég hann vera frábær kaup fyrir okkur.
    Henderson er eins og ég sagði ekki alveg tilbúinn en er efnilegur.
    Gerrard er eftitt að treysta á vegna meiðsla og sér maður alltaf minna og minna af glæsilegum tilþrifum og match winner performars frá honum með hverju árinu.
    Spearing er soldid uppfyllingar efni sem kemur með barátu og dugnað en lítið annað.
    Svo að þótt að við séum með nokkra kosti þá eru ekki margir skári en Meireles á þessum lista. Þetta var því eins og blaut tuska í andlitið þegar ég sá að hann var farinn til Chelsea.  Málið var víst þannig að Liverpool vildi ekki selja en gerði það að lokum þegar hann fór fram á sölu.

    Liverpool er á réttri leið og er Daglish að gera frábæra hluti en að selja Meireles var skref afturábak(p.s hann var ekki á það háum launum en hann kvartaði yfir því á síðasta leiktímabili þar sem hann var aðeins með 35þúsund pund á viku sem þykkir ekki mikið).

  58. @ Bob (#64)

    Marco Bueno kom á trial í sumar og stóð sig vel held ég. Það má ekki kaupa hann fyrr en 18 ára aldri er náð þannig að hugsanlega er þetta einhvers konar pre-contract agreement. Bara bíða eftir afmælisveislunni í vor og þá kemur hann.
    http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2011/07/27/mexican-17-year-old-marco-bueno-delighted-to-sign-liverpool-fc-pre-contract-deal-video-100252-29125703/

    Svo var ég að velta fyrir mér þessari afneitun Lille varðandi forkaupsrétt á Hazard. Líklega rétt hjá honum eins langt og það nær að ekkert sé skriflegt sem tryggi okkur fremst í röðina. En einhvern veginn vill maður trúa því (kannski fullkomin óskhyggja) að einhver þráður liggi þarna á milli hvort sem það sé viðskiptavild eða bara velvild tveggja franskra starfsbræðra í gangi. Nudge, nudge, wink, wink.

    Hefðum við ekki geta kreist ögn meira launaframlag út úr QPR, Aston Villa, Tottenham eða jafnvel Arsenal á síðustu mínútum gluggans? Miðað við að borga 60% sjálfir þá mætti færa sæmileg rök fyrir því að hafa hann bara spilandi hjá okkur fyrir þann pening enda sparnaðurinn engin ósköp (36 þús. á viku). Þannig að ég ætla enn að hafa mikla trú á klókindum og kænsku Commolli og sé fyrir mér kaup á Hazard í janúar eða næsta sumar. Nudge, nudge, wink, wink.
    http://www.youtube.com/watch?v=jT3_UCm1A5I

    Þetta fór alveg fram hjá mér og kannski fleirum. Pacheco var víst “framleigður” frá A.Madrid til Rayo og virðist sem einhver co-ownership sé í gangi hjá okkur og Atletico:

    http://kopthat.co.uk/2011/08/dani-pacheco-joins-rayo-on-sub-loan/

    Af Wiki:
    On 24 August 2011, Atlético Madrid announced on their official website that Pacheco had joined the club on loan from English club Liverpool for the 2011–12 La Liga season, and would be loaned once again to Rayo Vallecano. It was also confirmed that Atlético had an option to buy Pacheco at the end of the season.

    Undarlegt.

  59. Sælir félagar
     
    Frábær pistill og kommentin öll af góðu viti gerð.  Líka þau sem taka Carra útúr liðinu.  Ég er líklega einn harðasti stuðningmaður og aðdáandi Carra sem fyrirfinnst í gjörvöllu universinu.  Samt geri ég mér grein fyrir því að tími hans er að verða liðinn.  Takið eftir – er að verða liðinn en er ekki liðinn.  En smátt og smátt mun einhver (ef til vill Coates) taka við hans hlutverki.  Það gerist ef til vill í vetur (ekki ólíklegt) ef Coates stendur undir væntingum og Agger helst heill. 
     
    Því tel ég að þeir sem eru að skipta Carra út úr liðinu séu að horfa til framtíðar (ef til vill nánustu) og séu því ekki að sýna Carra óvirðingu.  Óendanleg virðing fyrir Carra sem LFC leiðtoga og manni með magnaðan feril fyrir liðið okkar bíður því ekki nokkurn hnekk.
     
    Hvað árangur okkar manna í glugganum og niðurstöður mannaskipta varðar þá er búið að fara svo vel og skilmerkilega í gegnum það, bæði í pistlinum og kommentum hér að ég hefi engu við að bæta.  Ég er helsáttur við niðurstöðuna og hlakka til komandi leiktíða.
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA

  60. Mjög góður leikmannagluggi, að undanskyldri sölunni á Meireles. Auðvitað var lítið við henni að gera eða útá hana að setja undir lokin, eins og mál höfðu þróast þar á undan. Ég er sammála þér að mikla leiti #66. Liðið er fátækara án Meireles. Hann var með betri mönnum á síðustu leiktíð, ef ekki sá besti hjá liðinu.
    Pistillinn er góður en ljóðurinn á honum er samt sú óvirðing sem Meireles er sýnd og sá hroki sem skín þar í gegn. komment nr. 2 segir svo sýna sögu.
     

  61. Takk Sigkarl fyrir þitt innlegg.
    Ég get ekki betur seð en ég hafi verið fyrstur til að stilla upp liði í þessum þæði og tek þar af leiðandi við skömmum manna fyrir því að hafa kippt Carra úr liðinu. Eins og þú svo réttilega bendir á þá var ég meira að horfa til framtíðar og að auki var spenningur í mér eftir að hafa verið að lesa mér til um Coates.
    Það er langur vegur frá því að ég sé búinn að afskrifa Carra, ég hef aldrei talað illa um hann og á aldrei eftir að gera og það vefst ekkert fyrir mér öll súvinna og fórn sem hann hefur fært fyrir liðið. Bara svona til að hafa þessi atriði á hreinu 🙂

  62. Í ljósi þess að Meireles fór til Chelsea þá get ég í minni íllkvittni ekki annað en leitt hugann að því að í raun sé Liverpool að nota Chelsea sem ruslatunnu, og að Comolli sé aðal ruslakarlinn!

    Út með ruslið!

    Hreint lið, fagurt lið!

    Áfram Liverpool! 

  63. Vignir 57…. Þetta er ekki alveg endilega rétt hjá Mumma um að þú getir gleymt því að sitja meðal stuðningsmanna Liverpool á þessum leik gegn Chelsea.

    Ég var á leik Chelsea – Liverpool í Febrúar á þessu ári og hann Lúðvík hjá Vita ferðum reddaði mér miða með stuðningsmönnum Liverpool, það er upplifun sem þú mátt ekki sleppa sama hvert verðið er ef það er í boði. Þessir kallar hérna á Íslandi og þá SÉRSTAKLEGA Lúðvík hjá Vita ferðum hafa ótrúleg sambönd og geta oftast reddað hverju sem er ef menn eru tilbúnir að borga. Ég borgaði 50 þúsund fyrir minn miða á Chelsea – Liverpool og sá miði var reyndar 500,000 króna virði svona eftir á.

    Persónulega mundi ég ALLTAF ALLA DAGA frekar sleppa því að fara á þennan leik heldur en að sitja meðal ÓGÉÐSLEGU stuðningsmanna Chelsea þótt það kosti eitthvað aðeins minna. Þeir stuðningsmenn eru ofbeldisfullt PAKK sem efldu til hópslagsmála gegn okkur Liverpool aðdáendum eftir að okkar menn trygðu sér frábæran sigur. Þarna voru reyndar púllarar ekki að gera NEITT af sér nema að syngja söngvana sína en Chelsea aðdáendur voru svo tapsárir að ég sá ansi mikið af spörkum og kílingum, ég var sjálfur alls ekki sama, reif mig úr minni Liverpool treyju og tróð í vasann og forðaði mér meðfram veggjum útúr þessu vibba Chelsea hverfi….     

  64. Kalling#72, ertu þá að meina svona eins og ÍNN er ruslatunna fyrir Útvarp Sögu?

  65. Það má alveg meina það þannig Jói V 🙂  en síðan í fyrra hafa Chelsea keypt af okkur af því er virðist 3 fýlupúka sem ekki hafa viljað vera áfram hjá okkur. 

    Menn sem ekki vilja spila fyrir Liverpool = rusl og á að henda/selja til Chelsea!

     

  66. Rosalega fara menn alltaf í svakaleg vörn fyrir hönd Mr. Carragher þegar einhver dirfist að hafa hann ekki í byrjunarliðinu. Það mætti halda að menn væru að tala um að selja hann frítt til 1.deildarliðs. Held nú bara að menn séu spenntir fyrir Coates og setja hann þess vegna í drauma byrjunarliðið sitt, líklega ekki að því til að gera lítið úr Carragher eins og margir virðast halda.

  67. Þið voruð allfestir sammala um að Meireles hafi att gott ar og flestir sattir með hann, dasamið hann, og nuna drulla sumir bara yfir hann? Synið sma andskotans virðingu.

  68. Smá pæling ….

    Net spend fyrir árið 2011 hjá Liverpool er u.þ.b. 30milljón pund.
    En núna er félagið ekki lengur að borga RBS háar afborganir af lánum, þær afborganir voru 25m pund á ári samkvæmt einhverjum vefmiðli. Gæti þá ekki verið að meirihlutinn af eyðslunni komi frá Liverpool en ekki eigendunum?

    Ef svo er þá fá DC, KD og nýju eigendurnir ennþá meira hrós og vaxa meira í áliti hjá mér. Að ná að bæta liðið svona mikið án þess að utanaðkomandi peningur sé notaður. 

    Ef einhver fróðari um þessi mál en ég getur staðfest þessar tölur hjá mér eða leiðrétt mig þá væri það frábært! 

  69. Mig langaði að kanna hvort þið vitið um einhverja erlenda síðu sem er örugg til að kaupa staka miða á Liverpool Chelsea í nóvember?

  70. @53

    Bellamy er í treyju #39. Það verður enginn í tíunni í vetur, sennilega verið að halda henni opinni fyrir stórstjörnuna sem Comolli ætlar að finna fyrir okkur á næsta ári. 🙂

     
    Og það vill svo skemmtilega til að Eden Hazard spilar í treyju númer 10 hjá Lille..

  71. Er eitthvad til i thessari frett ?? :  
    Phil Jones was a transfer target for several top clubs this summer, however, as soon as personal terms were agreed with United, he showed no interest in talking to any other club. In fact, Liverpool were so desperate to sign him, they offered Blackburn another £6m on the price we had offered for him, but the player declined to talk to them.

    Baud LFC auka 6 millur ???

  72. skiptir það einhverju máli???… Jones er löngu farinn til Man Utd og Liverpool búið að kaupa Coates…. move on

  73. Biggi: Hann var reyndar keyptur til Barcelona í sumar og spilar fyrir B liðið.

  74. Eyþór Elvar #81

    þetta með andskotans virðinguna, var þessu beint að mér fyrir að líkja félagaskiptum Meireles sem ruslakasti?? Ef svo er þá vil ég bara segja það að þetta var nú fyrst og fremst meint í íllkvittnu gríni frekar en að mér finnist Meireles vera bokstaflega úrgangur sem þarf að henda.

    Málið er að ég er alveg að fíla gaurinn og er eins og margir frekar fúll með að hann skildi fara, en það var nú samt ekki kveikjan að þessu meinta gríni heldur las ég mjög hrokafulla yfirlýsingu frá Chelsea manni á netinu þar sem þessum félagaskiptum var líst sem Liverpool væri að drulla upp á bak og væri svo leiðinlegur klúbbur að enginn vildi vera hjá honum o.s.frv.. Þá datt mér þetta bara í hug, að kanski væri Liverpool hreinlega að losa sig við skemmd epli (Yossi, Torres og nú Meireles) og setti þetta því svona upp. En úbbs ég á víst að sýna manni virðingu sem ekki sýnir Liverpool virðingu. Sorrý.

    En ef að maður lítur yfir síðasta tímabil hjá honum þá var hann kanski ekki þessi stjörnu leikmaður eins og kanski margir halda að við höfum verið að missa. Hann sýndi nánast ekki neina framúrskarandi takta á fyrri hluta tímabils (undir stjórn Roy), var meira svona neutral. Hann steig upp undir stjórn Kenny en var frekar sveiflukenndur eftir það, átti mjög góða leiki, en aðra dapra. Og ég held að það að hann skyldi vera valinn maður tímabilsins hafi frekar verið að hann var ekki að meðaltali eins lélegur og hinir. Og svo skoraði hann markið á móti Chelsea í fyrsta leik Torres eftir að hann fór. Ég held að það hafii vegið mjög þungt á vogarskálunum.

    En ef þér finnst ég hafi sparkað í liggjandi mann þá biðst ég velvirðingar á því.

  75. Ég mun alltaf bera mikla virðingu fyrir leikmönnum Liverpool. En um leið og þeir vanvirða klúbbinn minn og aðdáendur sína og heimta að fara þá breytist viðhorf mitt. Vertu blessaður Raul Meireles, þú áttir nokkra ágæta leiki þarna í feb/mars en varst yfirhæpaður í flestum öðrum. Vonandi vegnar þér og þínu nýja liði EKKI VEL!!!
     

  76. Ég er sammmála að það sé lítil áhætta í Bellamy en hver segir að hann sé góður fyrir móralinn (fyrir utan ef þú ert frá Noregi)? Vonum að þetta leiði til góðs en eitt er víst að hann hefur keppnisskap og markheppni og okkur veitir ekki af báðum þessum kostum. Er svolítið svekktur að missa Mereiles samt

  77. Mér finnst eiginlega merkilegast í þessu öllu að það eru bara fjögur ár síðan Bellamy spilaði síðast með Liverpool. Það er svo margt búið að ganga á og feykimikið vatn svoleiðis flætt til sjávar síðan þá að manni finnst eiginlega heill áratugur liðinn, í það minnsta. 

  78. Til 57:  Ég hef engar galdralausnir fyrir þig varðandi miða á leikinn annað en það að gera allt sem þú getur til að ná þér í miða 🙂 . Ég fór þarna 2007 og var í Liv stúkunni og þetta var ein sú ótrúlegasta upplifun sem ég hef átt þó svo að leikurinn hafi farið 0-0. Bara að vera þarna með hörðustu stuðningsmönnum liðsins og singja alla þessa söngva er rosalegt. Ég borgaði 20 þúsund fyrir miðann þá (2007). Þannig að miðinn mun alltaf vera dýr.

  79. @ Eyþor Elvar (#81)

    Er það að drulla yfir Meireles að skoða hann og meta í dagsljósi eftir brottför? Hann var fínn leikmaður sem átti frábæra kafla á þessu eina ári sem hann staldraði við hjá Liverpool, en hann var ekki ómissandi og því eðlilegt að selja hann fyrir góðan pening þegar hann vildi sjálfur fara. Hversu mikla virðingu á hann skilið þegar hann biður um sölu til Chelskí til að fá hærri laun? Hann fær alveg hóflega virðingu hjá mér miðað við það sem hann á inni, þ.e.a.s. tími hjá LFC, geta og málalok.

    Sumir af þeim svekktari á sölunni hér hafa kallað hann heimsklassa leikmann. Mér finnst það ansi gjafmild skilgreining á honum og það hljóta að vera mörg hundruð heimsklassa leikmenn skv. því viðmiði að Meireles sé svo góður. Ef hann er heimsklassa í hvaða klassa er þá Messi? Ég vil frekar fara sparlegar í efstu flokkunum og hafa þá frekar fleiri og auðskiljanlegri.

    Fyrir mér eru bara þrír heimsklassa leikmenn hjá LFC þessa stundina: Suarez, Reina og Gerrard (í góðu formi). Mér fannst Carra í þeim klassa í nokkur ár í kringum Istanbul en nú hefur hægst ögn á honum síðustu ár. Þar áður höfðum við Torres, Alonso og Mascherano í þessum flokki og enn aftar Hyypia, Hamann, Markus Babbel og Owen. Til að klára PL-árin þá myndi ég bæta Fowler og McManaman á þennan lista en ætla ekki að fara aftar þar sem sá listi yrði endalaus með Rush, Barnes, Hansen…..Beardsley…

    Þar fyrir neðan flokka ég menn í alþjóðlegan klassa og þar væru Kuyt, Agger, Lucas, Carra og Downing. Meireles hefði komist í þennan hóp á sínum betri dögum og í sinni bestu stöðu.

    PL-klassi er næstur en þar eru margir líklegir til að bæta sig um klassa ansi fljótt miðað við efnilegheit; Enrique, Henderson, Carroll, Adam, Kelly o.fl. Einnig eru Johnson, Skrtel, Bellamy og Maxi í þessum hóp en ólíklegir til að bæta sig úr þessu.

    Neðstu flokkarnir eru varamannaklassi (Spearing & co.) en tossabekknum (tosser class) hefur eiginlega verið gjöreytt í þessum kaupglugga. Voru margir þar eins og El Zhar, Degen og þess háttar en vansælla minninga þá eru þeir sem betur fer farnir.

    Eflaust hefur hver sína skilgreiningu en svona lít ég á þetta.

  80. Liverpool á beinu brautinni og ég að fá loksins endurgreiðslu frá skattinum – haldiðaðasénú…! Einn kaldan!

  81. Ég elskaði Meirelse en ekki lengur. 

    Það átti aldrei að selja hann til Chelsea. Aldrei.

    Frekar að láta hann dúsa í b-liðnu.

     

  82. Pórsónulega held ég að Bellamy verði fasta maður á bekknum. en varðandi söluna á Mereles tel ég hana hafa mikil áhrif á liverpool (slæm)

  83. Er að lenda of oft í því að sjá menn segja Adams í staðinn fyrir Adam. Það fer í taugarnar á mér, er ég sá eini?

Gluggavaktin (sumar 2011)!

Opinn þráður – Shankly