Vangaveltur að loknum mögnuðum sunnudegi

Áður en þú, lesandi góður byrjar að lesa þá vara ég þig við að ég gleymdi mér aðeins í byrjun í vangaveltum um Arsenal og stöðuna hjá þeim, enda aðalumræðuefni helgarinnar. En gefið þessu séns, ég reyni m.a. að réttlæta innkaupastefnuna okkar í lokin.


Í gær sáum við það lið sem talið er vera okkar helstu keppinauta í ár gjörsamlega kjöldregið í leik, nokkuð sem maður sér ekki oft milli svona stórra félaga í enska boltanum. Perónulega fagnaði ég þessum úrslitum ekki og fyrir því eru tvær ástæður. Önnur er sú að ég hef minna gaman af því að sjá United skora átta mörk heldur en að sjá Arsenal fá átta mörk á sig. Samt er mér svipað “illa” við Arsenal og United. Hin ástæðan er að maður vorkennir Arsenal mönnum smá (ekki mikið) enda þeir núna í hlutverki sem við tókum svo sannarlega að okkur í fyrra. Ég er auðvitað ekki að segja að þessi krísa hjá Arsenal akkurat þessa stundina sé eitthvað í líkingu við það að halda með klúbbi sem er á leiðinni á hausinn með Roy Hodgson við stýrið, en eftir 8-2 tap gegn erkifjendunum og sölu á bestu leikmönnum félagsins vikuna áður geri ég ráð fyrir og sýnist sem stuðningsmönnum Arsenal líði svipað “vel” núna og okkur í fyrra.

En meðan við vorum rændir, Jón Ásgeir-style, og settir í svo slæma stöðu að Poulsen, Konchesky o.fl. voru það “besta” sem við gáum fengið fyrir síðasta tímabil þá skil ég bara fullkomlega ekkert í vandræðum Arsenal og það eru nokkur ár síðan ég hætti að skilja þeirra vandamál. Það er ekki fyrr en fyrst núna að stjórinn þeirra er loksins, loksins að fá á sig einhverja alvarlega gagnrýni, ásamt því að þeir sem horfa lengra eru farnir að skjóta á stjórnina hjá þeim. Þar tel ég að sökin liggi mun meira en Arsenal-menn hafa viljað tala um.

Þegar liðið fór í gegnum heilt tímabil án þess að tapa leik voru þeir með lið sem var svo sannarlega ekki bara byggt upp á ungum heimamönnum, heldur voru þetta kallar sem Wenger hafði fengið til félagsins á fínum aldri árin á undan og unnið vel með og borgað svipað mikið í laun og keppinautarnir voru að gera. Árið eftir unnu þeir FA Cup og svo árið eftir fóru þeir í úrslit Meistaradeildarinnar. Síðan ekki söguna meir. Mánuði seinna opnaði Emirates Stadium, í júlí 2006. Bikaraskápurinn þar er ennþá jafn hlaðinn og hann var er þeir fluttu inn, leikmannahópurinn hefur sífellt versnað og fótboltinn sem 2004 árgangurinn spilaði er að verða minning sem við fáum aðeins sýnishorn af endrum og eins.

Ég er á því að þetta haldist þéttingsfast í hendur og þessi krísa sem komin er upp núna sé svo sannarlega ekki Arsene Wenger einum að kenna þó hann hafi svo sannarlega ekki gert það opinbert ef hann er ekki að fá það fjármagn sem hann biður um. Samkeppnin í dag er orðin rugl miðað við það sem hún var 2004 og það virðist vera að Arsenal sé ekki tilbúið í slaginn. Þeir geta ekki hindrað sína bestu leikmenn í því að fara til keppinautana og þeir virðast ekki nýta peningana sem þeir fá fyrir þessa menn í leikmenn í staðin. Þeir kaupa unga leikmenn og gera það vel og það er aðdáunarvert að sjá þá hrúga svona mörgum upp í aðalliðið úr varaliðinu en í dag hafa þeir ekki einu sinni uppáhaldsafsökunina sína upp á að hlaupa, að þeir séu með svo ungt og efnilegt lið. Liðið sem kjöldró þá í dag var yngra en lið Arsenal. Þó það verði að taka það inní að United liðið kostaði mikið meira og kostar líklega töluvert meira í laun.

Þar held ég að hundurinn liggi grafinn. Meðan Arsenal ætlar ekki að taka þátt í vitleysunni sem laun leikmanna í dag eru þá eru þeir ekkert að fara halda í við hin stóru liðin til lengdar. Það að þeir selji bestu leikmenn félagsins og láti það bíða þar til þremur dögum fyrir lokun leikmannagluggans að fá nýja menn í staðin staðfestir að það er eitthvað meira en lítið rangt við launastrúktúrinn hjá félaginu … ekki ef þeir vilja skila hagnaði heldur árangri. Ekki misskilja mig samt, Arsenal er að borga einna mest í laun af öllum liðum á Englandi, en þeir ráða ekki við olíurisana og virðast ekki vera jafn heillandi og United (sem er líka með launþak hjá sér) og eru því núna í fullkomnum stormi.

Stundum segir mynd meira en þúsund orð.

Ég trúi því að nýji völlurinn sé þung byrði en hann á samt að standa undir sér sjálfur, ég komst að því um síðustu helgi að það er ekki gefins að komast á hann og sá þar að þeir hafa mikinn tíma fyrir ríka fólkið sem kaupir box undir rassinn á sér á leikjum, fólk sem borgar mikið meira og syngur mikið minna. Það er ekki tilviljun að leikmenn sem eru núna að fara sakni Highbury og stemningunnar þar miðað við Emirates sem sárvantar stóra stúku með öllum hörðustu stuðningsmönnunum sem stjórna rest af vellinum.

Þetta verða erfiðar tvær vikur hjá Arsenal stuðningsmönnum og treystið United til að hitta á heimaleik gegn þeim nákvæmlega á þeim tíma sem þeir eru eins illa undir það búnir og þeir hafa verið í svona hálfa öld. Þegar þeir mættu Liverpool í síðustu viku voru þeir Bakary Sanga, Vermalen (maður leiksins), Nasri (næstbesti maður Arsenal) og Frimpong (djúpur miðjumaður) allir í byrjunarliðinu hjá þeim. Í dag voru þeir allir frá ofan á fleiri meidda lykilmenn ásamt því auðvitað að þeir náðu ekki að versla inn nýja leikmenn fyrir þennan leik. Líklega ekki hægt að mæta United á verri tíma og lokatölurnar gefa það til kynna en ég ætla nú alls ekkert að vanmeta Arsenal strax eftir svona úrslit þó það sé augljóst að þeir vinna ekki stóra titla í ár. Ég spáði þeim 2. sæti fyrir mót og miðaði við að Fabregas og Nasri yrðu áfram og þeir myndu versla 2-4 leikmenn. Það er ekki að fara gerast en þeir hafa ekki tapað 4.sætinu í ágúst.

En eins og ég kom inná í upphafi þá getur maður aðeins sett sig í spor stuðningsmanna Arsenal sem reyndar hafa margir gott af þessu eftir að hafa skemmt sér á okkar kostnað í fyrra. Eigendur okkar horfa mjög mikið á það módel sem Arsenal hefur sett upp hjá sér og við verðum að gefa stjórn Arsenal það að framtíðin hjá félaginu er mjög björt og FFP (Financial Fair Play) ætti að vinna mikið með þeim í framtíðinni. Munurinn í dag er sá að okkar eigendur sjá augljóst vandamál og eru tilbúnir að eyða því sem þarf til að laga það

… eða hvað?

Það er ný vefsíða komin í loftið sem heitir The Anfield Wrap. Þar datt ég inn á áhugaverða grein um eyðslu Liverpool í sumar og janúar sl. Flestir stuðningsmanna Liverpool hafa nú vit á því að draga frá þá upphæð sem við höfum fengið í leikmannasölur frá þeirri upphæð sem við höfum eytt í leikmenn. Eitthvað sem fjölmiðlar hér á landi og úti ættu virkilega að skoða hjá sér. En það gleymist allt of oft að taka launakostnaðinn inní og eins hver kostnaðurinn við þá leikmenn sem við fáum í dag er samanlagt á ári miðað við þá leikmenn sem við erum að losa okkur við.

John W Henry sagði fljótlega eftir að kaupin á Liverpool að hann vildi stórbæta launakostnaðinn hjá félaginu. Ekki lækka launakostnað heldur eyða peningunum betur. Sumarið áður en FSG (þá NESV) keypti félagið var öllum lykilmönnum félagsins gefnir risa langtímasamningar og þeir arfaslöku leikmenn sem komu til félagsins í fyrra fengu allir (utan Meireles) fjórfalt betri samning en þeir áttu skilið.

Komum aðeins seinna að því hvað leikmannakaupin í sumar eru að bæta virði þeirra peninga sem við erum að setja í laun og kíkjum á dæmi sem greinin á The Anfield Wrap tekur fyrir til að skýra aðeins hvað launakostnaður skiptir miklu máli. Margir hafa rekið upp stór augu yfir þeim fjárhæðum sem við erum tilbúnir að eyða í unga enska leikmenn sem hafa ekki alveg sannað sig á hæsta leveli, t.d. keyptum við Andy Carroll á £35m aðeins til að sjá Man City kaupa Kun Aguero, mikið stærra nafn, á sömu upphæð nokkrum mánuðum seinna.

Það sem ekki er tekið mið af er að Carroll kostar ca £3m á ári í laun á meðan Aguero er að fá ca. £10m á ári. Gefum okkur að þeir séu báðir með fimm ára samning þá kostar Carroll okkur um £15m í laun á samningstímanum á meðan Aguero kostar £50m. Þegar launin eru orðin svona fer þetta að skipta máli og t.d. í tilviki Arsenal þá skilur maður alveg að þeir ráði ekki við Man City þegar þeir vilja leikmann frá þeim og vilji ekki keppa við þá, það sem ég skil ekki hjá Arsenal er að þeir kaupi ekki eitthvað í staðinn um leið.

Kaupin á Downing frekar en t.d. Juan Mata er hægt að skoða með svipuðum hætti og Carroll vs. Aguero þó ekki megi gleyma að gera ráð fyrir að kannski vildu forráðamenn Liverpool frekar ensku leikmennina og tölu þá passa betur fyrir Liverpool.

En Rob Gutmann sem skrifar greinina á The Anfield Wrap kom með áhugaverða formúlu sem hann kynnti svona:

Back at the old fashioned net-spend-ometer, fans and pressmen alike are looking at FSG’s gross spend of £105m since January, with about £58m recouped in sales, and concluding that they are entitled to heap big pressure on the Liverpool manager and team to deliver the improvement to match the boldness of that investment.

Yet, if we apply the correct measure of net investment that includes the wage factor, just how bold has this summer’s LFC transfer activity actually been ?

Ég þýði þetta svo að mestu sem á eftir fylgir frá honum:

Nýir leikmenn síðan 2011

Andy Carroll, Luis Suarez, Alex Doni, Charlie Adam, Jose Enrique, Jordan Henderson, Stewart Downing, Sebastian Coates

Samtals eyðsla (ca.): £112m

Áætlaður árlegur launakostnaður vegna nýrra leikmanna: £23m á ári

Ef við gefum okkur að hver leikmaður sé með 5 ára samning getum við deilt upphæðinni sem þeir kostuðu með 5 til að fá út hvað þetta er mikill kostnaður á ári.

Árlegur kostnaður vegna leikmannakaupa (£112m á 5 árum) = £22m

Árlegur kostnaður vegna launa nýju leikmannanna = £23m

Þannig að kostnaður á ári (leikmannakaup+laun) vegna nýrra leikmanna þetta árið er ca. £45m.

Sæmileg upphæð það en þá fer Rob yfir leikmannasöluhlutann og hvað við getum áætlað að spara í laun.

Leikmenn sem hafa farið á þessu ári eða eru líklegir til að verða farnir 31.ágúst. 

Fernando Torres, Ryan Babel, Milan Jovanovic, Alberto Aquilani, Paul Konchesky, David Ngog, Nabil El Zahr, Dani Pacheco, Daniel Ayala, Philipp Degen, Joe Cole, Christian Poulsen, Brad Jones

Áætlað verð fyrir þá alla: £72m

Áætlaður árlegur launakostnaður sem sparast: £32m

Ef við miðum aftur við að þeir voru allir með 5 ára samning þá skila leikmannasölur árlega á þeim tíma ca. £14m

Árlegur launakostnaður sem sparast með brotthvafi þessara leikmanna væri því ca. = £32m

Samtals gera þetta = £46m

Miðað við þetta væru FSG að spara í heildarútgjöldum á ársgrundvelli en hafa losað sig við helling af leikmönnum en í mesta lagi bara 2 sem geta talist sem byrjunarliðsmenn (varla það) og fengið í staðin 6 leikmenn sem allir ættu að vera nokkuð öruggir í hóp og flestir í byrjunarliði.

Þessar tölur geta verið eitthvað rangar en hugmyndafræðin er góð og kannski eitthvað sem blaðamenn sem fjalla frjálslega um leikmannakaup Liverpool í sumar ættu að kanna aðeins og taka með í dæminu. Þó ekki væri nema lesa greinina á The Anfield Wrap.

38 Comments

  1. Ja thetta var magnadur sunnudagur og fotboltalega einhver sa skemmtilegasti ever 🙂 Madur vill ju sja mørk ekki satt.
    Man City rullar yfir Tottenham a theirra heimavelli og svo tekur United Arsenal i kennslustund.  Madur bjost allt eins vid ad City myndi vinna og eg spadi United 3-0 sigri en 8-2 wtf 🙂  Einnig fer sa spænski vel af stad..C.Ronaldo med thrennu.   Thad var og er ljost ad annad hvort Manchester lidinanna mun taka dolluna thetta timabilid en mer synist LFC vera sterkar enn madur bjost vid og eg yrdi ekki hissa ef their myndu na 3ja sætinu…Mer finnst Chelsea ekkert serstalega sannfærandi tho enn se of snemmt um slikt ad dæma eftir 3 umferdir..Godar pælingar vardandi launakostnad sem vissulega telur meir enn kaupverd i mørgum tilfellum….

  2. Annars agæt fyrir søgn hja einu ensku bladanna eftir leik United og Arsenal : Humili8ted…lol

  3. http://liverpool.theoffside.com/premier-league/video-lucas-v-bolton.html   Hér er klippa með Lucas(3:22) og hans vinnuframlag í leiknum gegn Bolton,ég hreinlega skil ekki að það skuli vera enn til Liverpool aðdáendur sem eru að gagnrýna hann og hans leik,fyrir mér er Lucas orðinn algjör lykilmaður í þessu Liverpool liði,drengurinn er orðinn frábær fótboltamaður og framfarirnar hjá honum síðustu 2 ár eru ótrúlegar,og eftir að búinn að horfa á þessa klippu þá skilur maður vel að Lucas sé orðinn fastamaður í Brasilíska landsliðinu.YNWA

  4. Flottur pistill sem margir blaðamenn mættu kíkja á. Það væri líka gaman að sjá þessar tölur fyrir Man City sem virðist bara gefa út óútfyllta ávísun til leikmanna.

  5. Gerðu nú eitt Babu, sendu þetta á fréttamiðlana hérna á Íslandi….miðað við þetta eru FGS að gera hárrétta hluti þó þeir kaupi dýra leikmenn, annað en fjölmiðlar hér á landi halda fram.
    Sendu þetta, ég mana þig 😉

    En þetta var svakalegur sunnudagur, hundleiðinlegt að segja það en ManUtd var að spila vel og Arsenal alveg gríðarlega illa!!! Annað hvort Manchester liðanna mun vinna titilinn í ár og vonar maður að að það verði Shitty en ekki Scumm, af tvennu illu!!

    YNWA – King Kenny we trust! 

  6. Góður Babú. Það var einu sinni sagt að titlar vinnast ekki í águst en það er hægt að tapa titlum í ágúst og sýnist mér það vera að gerast í norður London núna. Það eru allir að tala um hve United og City séu rosalega góð lið núna og það er eitthvað sem hentar okkar liði vel og dregur úr pressunni á drengjunum okkar sem eiga bara eftir að verða betri með meiri leikæfingu. Kenny stefnir á fyrsta sætið og á meðan það er sjens á því þá eru menn ekki einu sinni að spá í þetta fjórða sæti. Mér persónulega hefur ekki liðið svona vel og verið svona bjatsýnn síðan Liverpool vann dolluna síðast og þykjir bara verst hversu langt er í næsta leik.

  7. Frábær pistill Babú og vonandi lesa fjölmiðlamenn íslenskir hann. Í alvörunni! Launakostnaður er stór hluti af heildardæminu. Ef ég skil þetta rétt, þá kemur dæmið svipað út þó svo að leikmaður yrði seldur innan 5 ára – þ.e. félagið myndi ekki tapa á því að selja manninn.

    Mér líst alltaf betur og betur á FSG og þeirra stjórnun. Með gagnkvæmum skilningi stjórnar og þjálfarans er hægt að búa til stórveldi og Liverpool er í góðum startgír hvað það varðar.

    Breytir því hins vegar ekki að ég hef alltaf hatað Arsenik mest allra liða og ég vorkenni þeim ekki neitt. Pirringurinn (ef einhver væri) væri einmitt bara út af þeirri staðreynd að Manure skoraði átta stykki! – En ég horfi á þetta þannig að við héldum hreinu á heimavelli Arsenik, meðan Manure fékk á sig tvö á heimavelli sínum.

    Áfram Liverpool! 

  8. Frá því að Abramovich og peningarnir hans fóru að streyma til Englands jókst samkeppnin gríðarlega og United var í auna liðið sem gat keppt við þá fjárhagslega. Arsenal tók ekki þátt í þeim leik og þeir hafa einfaldlega setið eftir. Nú eru City og jafnvel Liverpool farinn að geta keppt við efstu liðin fjárhagslega og því miður fyrir Arsenal munur þeir sitja eftir ef þeir gera ekki slíkt hið sama.

    Annars fórum við yfir það sem við teljum vera stórt undirliggjandi vandamál Wenger á http://www.nr7.is og hvet alla til þess að lesa það: http://nr7.is/?p=698

  9. Flottur Babú!
     
    Því miður er það nú samt svo að þetta innihald vita allir blaðamenn með metnað af.  Bara fullyrði það.  En vandinn er bara sá að það er alls ekki neinn vilji til að kafa mjög djúpt.  Hef ekki orðið var við það lengi í íslenskri fjölmiðlastétt og þá bara ekki einungis um Liverpool eða enska boltann.
    Andy Carroll er núna sá sem þeir hafa fundið sem fínt skotmark hjá okkur og þá er bara að lifa við það og vona að hann hafi jafn sterk bein og t.d. Lucas Leiva.
    En í rekstrri íþróttafélaga skipta samningar oft meira máli en kaupverð, það þekki ég úr reynslu minni bara í íslenska boltanum.  Leikmenn vilja fá stóra langtímasamninga með miklum “föstum” stærðum og sem minnst af bónusum vegna árangurs eða slíks.  Í fyrra var ljóst að LFC átti erfitt með að ná sér í leikmenn og því var í desperation hent peningum hægri vinstri einfaldlega til að fá einhverja á Anfield.  Vandinn er sá að við sitjum svo uppi með samningana þeirra áfram og klúbburinn því í vanda.
    Skoðum bara t.d. Poulsen, sem er sagður á ca. 50 þúsund punda samning á viku og var í 4 ár.  Það eru 10,4 milljónir punda í launakostnað við hann!  Þess vegna þegar er verið að dásama heimalinga eins og Gerrard þá má í raun segja að við séum að spara okkur einhver ár peningalega í launum, hann er með 130 þúsund pund á viku skilst manni, eða kostnaður upp á tæpar 7 milljónir punda á ári.  Þannig að það er líka hægt að segja að við fengum Lucas Leiva fyrir það sama og kostar okkur að borga Gerrard laun í 1 ár.
     
    Þess vegna finnst mér orðið þreytt að ræða upphæðir hægri vinstri.  Það er bara einfaldlega þannig að lið þarf að velja hvar og hvernig það vill keppa.  Þar er hægt að taka “Arsene-syndromið” og byggja upp lið á löngum tíma fyrir lítinn pening eða taka “City&Chelesea method” og versla 10 – 15 stór nöfn á stuttum tíma.  Við erum núna á milli þessara leiða, höfum eytt miklu fjármagni núna í að bæta við okkur mannskap, en erum líka að losa frá töluverðan hóp manna sem ekki eiga framtíð hjá klúbbnum.  Við eigum núna eigendur sem vilja berjast um titla í framtíðinni og gera sér grein fyrir að þeir þurfa að sveigja sinn hug í átt að meiri peningaeyðslu en þeir kannski myndu vilja.
    Munurinn á þeim og Arsene Wenger í hnotskurn er sá.  Þeir ætla að taka þátt í villidýraslagnum að einhverju leyti en líka reyna að byggja klúbbinn upp á bakvið.  Vonum að það gangi eftir og við verðum alvöru samkeppnisfærir eftir 2 – 3 ár þegar áhugi Citymanna dofnar í takt við Roman karlinn.
     
    Það sem skiptir máli er hvernig leikmenn standa sig.  Uppalinn félagsmaður eins og Gerrard eða sá dýrasti í innkaupum.  Þar verður maður bara að hamast á frammistöðu og gleyma einhverjum kreddum um eitthvað annað.  Ég allavega geri það.
     
    Blaðamenn eru skrýtnar skrúfur og ég minni enn og aftur á að flestir breskir sem við lesum eru Lundúnamenn.  Frá upphafi tímabilsins hef ég lesið fréttir um að það sé “bara tímaspursmál” hvenær Torres hrökkvi í gang á meðan að þeir eru á því að Carroll eigi ekki að vera í landsliðshóp.  Það er þeirra skoðun en ég vill bara sjá staðreyndirnar.
     
    Þær eru ennþá þær sömu, Torres hefur enn skorað töluvert færri mörk en Carroll, hvað þá Suarez.  Það sem hann átti að gera um helgina var ekki að skora mark, hann átti að fá rautt spjald og lék einfaldlega illa.  Umræðan er þó ennþá um það að hann sé “óðum að ná fyrra formi”.
     
    Hvernig það finnst út skil ég ekki, frekar en svo margt annað í blaðaumfjölluninni.  Enda auðvitað bara litaður, ég fletti aðeins blaða- og fréttasíðum en er farinn að lesa síður sem nenna að gera úttektir og kafa djúpt, en reyna ekki að hræra í skítnum á yfirborðinu.
     
    Gott væri ef að einhver fjölmiðillinn tæki sig til og færi í svona úttektarvinnu á öllum sex “stóru” í Englandi og kæmu þá efnislegri umræðu í gang.  Geta norað þennan pistil Babú fyrir okkar lið.
     
    En einhvern veginn held ég bara ekki að það gerist…

  10. Ég hló mig í hel þegar ég las lokalínuna á einni umfjölluninni um manure-arse:

     I’d 8 2 be an Arsenal supporter tonight.

    Annars er það bara félagsfræðilegt verkefni út af fyrir sig að greina umfjöllun lundúnapressunar um LFC.

    Það ætti öllum að vera ljóst sem vit hafa í kollinum að Liverpool FC er í afar góðum höndum og eru innkomur og brottfarir í sumar að sýna það.

    Góð grein sem lundúnapressan hefði gott af að skoða.
     

  11.  
    Þær eru ennþá þær sömu, Torres hefur enn skorað töluvert færri mörk en Carroll, hvað þá Suarez.  Það sem hann átti að gera um helgina var ekki að skora mark, hann átti að fá rautt spjald og lék einfaldlega illa.  Umræðan er þó ennþá um það að hann sé “óðum að ná fyrra formi”.

    ha? Torres þá??

  12. Guðni, já Torres, braut af sér á gulu spjaldi og átti að fá annað.

  13.  
    Eigum við ekki bara að endanlega niðurlægja Arsenal…… gaman að lesa slúðrið á Twitter 🙂

    pauledwards1973 Paul Edwards
     

    @Kippy2011: I’m hearing liverpool have had an 18.5mil bid for Robin Van Persie rejected. #lfc

  14. Öðruvísi þá mér áður brá – ég stóð sjálfan mig að því í gær að vorkenna Arsenal! Hvaða rugl er það eiginlega?!

    En svo fattaði ég það, og var fljótur að hlægja mig máttlausan fyrir vælukjóanum Wenger og kjúklingunum hans.

    Jújú, hann hefur gert flotta hluti fyrir Arsenal, og við sem fótboltaunnendur höfum haft gaman af því að horfa á hann búa til hvert liðið á fætur öðru, með hverjum snillingnum á fætur öðrum, að annað eins hefur varla sést.

    En Wenger er greinilega á krossgötum með Arsenal liðið. Liðið er í dag orðið lítið annað en útungunarstöð fyrir stærri (ríkari) félög. Hugmyndastefna Wenger er einfaldlega búin – núna gengur ekki lengur að kaupa 15 unglinga frá Afríku og búa svo í haginn að þeir verði heimsklassaleikmenn eftir 5 eða 10 ár, og vonast svo til þess að liðið verði meistari.

    Flottur pistill hjá Babú – þó ég sé eiginlega kominn með nóg af fórnarlambsumræðunni meðal Liverpool-bræðra minna, hvað fjölmiðlar leggi liðið í svo mikið einelti. Eins og til dæmis með kaup á leikmönnum. Það er bara ekkert hægt að mótmæla því að Liverpool hefur eytt 100 milljónum (eða hér um bil) punda í leikmenn. Það er staðreynd eitt. Það að liðið hefur selt fyrir 50 milljónir (eða hér um bil) punda, er staðreynd 2. Ekkert víst að menn nenni að taka það með í reikninginn, sérstaklega ef menn vinna sem fjölmiðlamenn (sem eru ekki beint skörpustu hnífarnir í skúffunni, en það er samt önnur saga).

    100 milljónir eða 50 milljónir – hvort heldur sem er, þá ætla ég bara að skemmta mér vel við að horfa á Liverpool leiki á tímabilinu. Í hljóði ætla ég svo að bölva því að liðið situr ennþá uppi með dusilmenni í sínum leikmannahóp, það á að vera forgangsatriði að losna við.

    En Daglish, maður …. Það er bara ekki heilbrigt hversu ánægður ég er með hann 🙂

    Homer. 

  15. Set þetta hér líka þar sem ég er á síðasta snúning á umræðunni á fyrri þræðinum og þetta á líka erindi hér. Óþarfi að láta gott tuð fara til spillis á dauðum þræði hehehe

    Nú bý ég ekki svo að vel að hafa lesið skrifin hans AEG um Lucas frá því 2007 en mig langar ögn að kommenta á þessa punkta sem hann og Björn Yngri eru að skrafa um.

    Lucas hefur tekið stórstígum framförum síðustu ár, sérstaklega eftir að hann var settur í þá stöðu sem honum hentar best (varnartengiliður). Partur af því hversu illa hann leit út á árum áður var sú að hann var oft paraður með keimlíkum leikmönnum (Mascherano, Spearing, Poulsen) sem þýddi að ábyrgðin á því að halda spilinu gangandi féll í hans hendur (eftir að Xabi fór). En með Adam og Henderson sér við hlið gengur þetta betur og einnig hefur Lucas bætt sig mikið í að spila boltanum fljótt fram á við eftir að hann vinnur hann. Gæði samherja sem bjóða sig getur spilað þar inní ásamt pass & move áherslu KKD en gildir einu hvaðan gott kemur ef það virkar.

    Ég sé ekki þörfina fyrir leita að leikmanni í stað Lucas þegar hann er að leysa sína stöðu á frábæran hátt og einn sá besti í þeim bransi í Úrvalsdeild sem og alþjóðlega. Þú segir sjálfur að það þyrfti heimsklassa mann til að slá hann út þannig að Lucas er klárlega betri en sá “squad player” sem þú kallar hann. Þitt gæðamat stangast því á við sjálft sig. Þetta mat er a.m.k. einu ári of gamalt til þess að passa.

    Þá nefnir þú sannarlega klassa varnartengiliði í Keane, Viera og Makelele en þeir tveir fyrrnefndu hafa þó allt annan leikstíl heldur en sá síðastnefndi. Keane & Viera eru einmitt þessir slátrarar á miðjunni sem margir óttast en Lucas og Makelele eiga það sameiginlegt að mun minna fer fyrir þeim og þeir vinna megnið af sinni varnarvinnu með góðum staðsetningum frekar en beinbrjótandi tæklingum. Fæst lið hafa þessa slátrara í dag enda er minna leyft og leikmenn fjúka fyrr af velli en áður (Cattermole gott dæmi). Nigel de Jong er hágæða slátrari en í síðustu tveimur leikjum hafa Man City blómstrað án hans og Barry (líkur Lucas) leyst málin ágætlega.

    Og hafa meistarar síðustu ára haft harðjaxl á miðjunni sem allir óttast?? Nei, alls ekki. Manchester United hafa síðan Keane hætti leyst sín mál með leikmönnum líkum Lucasi eins og Hargreaves, Carrick, Fletcher og Anderson. Sama með Chelskí með Obi Mikel, Essien og Ramires og hjá Barcelona þá hefur Masch verið að spila sem miðvörður frekar en varnartengiliður. Þannig að þó að í einstaka baráttuleikjum væri fínt að hafa slátrara á miðjunni þá er ekkert síðra fyrir flesta aðra leiki að hafa Lucas eða álíka sem leysir málin jafnvel eða betur með góðum sendingum fram á við.

    Þú nefnir leikinn gegn Sunderland sérstaklega en þá var Lucas nýmættur til æfinga og bæði hann og Suarez virkuðu þreyttir eftir Copa America. Þess utan var það varla honum að kenna að við vorum ekki 3-0 í hálfleik (klúðrað víti, mark dæmt af og sláarskot). Í þeim leik vann hann 71% tæklinga og sendi 77% á samherja. Og frammistaðan gegn Arsenal og Bolton var betri.
    http://www.whoscored.com/Matches/505329/LiveStatistics/England-Premier-League-2011-2012-Liverpool-Sunderland

    Þarf að skipta svona manni út? Valkostirnir sem þú nefnir eru flestir hjá toppliðum sem eru í CL (Barca, R.Madrid, Bayern) og ekki raunhæft að tala um þá og margir þeirra eru ekki einu sinni hreinræktaðir varnartengiliðir (Schweinsteiger). Blaise Matuidi var nefndur í sumar og hann er efnilegur “Makelele” en PSG komu með olíupeningana og náðu honum. M’Vila er líka efnilegur en verðið á honum ku vera yfir 20 millum og til hvers að eyða slíku fé í mann sem ekki er öruggt að verði jafngóður eða hvað þá betri en Lucas.

    Persónulega finnst mér Lucas einnig sýna leiðtogahæfni með því að láta verkin tala. Hann er aldrei hræddur við að fara í tæklingar og ansi oft eru andstæðingarnir að taka ruddalegar tæklingar á honum útaf pirringi. Einnig hefur hann sýnt merkilega mikla einurð að þola þessa gagnrýni síðustu ár og bara bætt sig við mótlætið. Talandi um SteG þá er heldur ekkert víst hvort að Gerrard sé treyst til að vera inná miðjunni því að hann á það til að sýna ekki nægilegan aga í þeirri stöðu. Líklegra að hann verði í holunni eða á vængnum þegar hann snýr aftur og að Adam verði áfram í Xabi-stöðunni að dreifa spilinu.

    Ég er enginn sérstakur Lucas-fan en maður væri rökþrota að ætla að halda því fram að hann sé ekki burðarás í liðinu og eigi skilið að vera fastamaður í byrjunarliðinu.

  16. Verð bara að fá að minnast á hversu magnað það var að komast á Anfield í fyrsta skipti um helgina og ekki spilltu úrslitin og spilamennska Liverpool manna fyrir stemmningu okkar. Steggjuðum vin okkar og klæddum um hann upp sem Wayne Rooney, þ.e.a.s. við skelltum honum í Shrek búning. Eftir leikinn teymdum við hann um the Park og gjörsamlega átti staðinn og fékk skítkastið sem hann átti sklið frá stuðningsmönnum. Frábær dagur.

  17. veit einhver hversu mörg rauð spjöld Arsenal er búið að fá síðan Wenger tók við? mér skilst að það sé eitthvað á bilinu 85-90.

    Finn hinsvegar ekkert hvar ég get séð það

  18. Flottur pistill, öll uppbygginga ár Wengers eru gjörsamlega ónýt. Þeir eru komnir á byrjunarreit aftur. Mér finnst Wenger og stjórnin séu að kasta skít í aðdáendurna sem vilja að liðið vinni titla og berjist um þá. Þeir hafa fengið helling af sénsum til þess. En gamli þrjóski Wenger hugsar alltaf 4-5 ár í tímann í stað þess að hugsa í núinu. Þeir seldu Fabregas og Nasri á kolröngum tíma, þeir áttu að vera löngu búnir að því. Nú hafa þeir 2 daga til þess að fylla uppí þessu skörð og verða hreinlega að fara taka áhættu.

  19. Vantar Arsenal ekki einhvern jaxl eins og Poulsen á miðjuna hjá sér ?
    Spurning hvort við getum ekki prangað á þá Poulsen og Joe cole og fengið einhver unging í staðinn.  🙂

  20. Gotti K (#22) spyr:

    veit einhver hvað er að gerast með Coates ?

    Það er víst allt klappað og klárt, hann er búinn með læknisskoðun og búinn að samþykkja samning. Kaupin verða tilkynnt um leið og hann er kominn með atvinnuleyfi sem gæti tekið nokkra daga. Þannig að það verður ekkert að frétta af honum fyrr en það er skorið úr um atvinnuleyfið.

  21. Nr.24 KAR

    Las það í gær held ég að þeir búist ekki við þessu fyrr en á morgun þar sem það er frídagur á Englandi í dag. Gengur vonandi smurt í gegn.  

  22. eru einhverja líkar að Coates lendi sama vandamál með atvinnuleyfi einsog það var með mark gonzalez ?

  23. #27 Við höfum Maxi, held að hann dugi vel og okkur sé ekki þörf á Benayoun, frekari öflugri sóknarmanni.

  24. Ég verð langt frá því sáttur ef Meireles verður seldur til Chelsea fyrir Benayoun + pening. Mér finnst Meireles virkilega skemmtilegur leikmaður eins og sást á samspili hans og Suarez um daginn þegar þeir komu inná á móti Arsenal. Vona að það sé ekki satt að hann sé að pressa á sölu frá félaginu, ég myndi sakna þess að sjá hann spila fyrir Liverpool!

    Annars mjög góður pistill um Arsenal og þeirra vanda. Ef Wenger nær liðinu upp úr þessum vanda í vetur og endar í topp 4 í deildinni þá er hann galdramaður!

  25. Takk enn einu sinni fyrir góða lesningu Babú.

    Þetta hefur lengi verið eitthvað sem ég hef haft mikinn áhuga á sem og svo margt sem hefur komið til félagsins undir stjórn FSG. Þar með talin kaupstefnan, stjórnarhættir félagsins og önnur aðferðarfræði sem þeir hafa komið með til félagsins og sumt af þessu er tiltölulega nýtt eða óvenjulegt í Úrvalsdeildinni.

    Við erum að tala um kaupin og rekstur svo einblínum aðeins á það. Umbreyting Liverpool á þessu sviði hefur verið meiri en maður kannski þorði að leyfa sér að vona í upphafi. Við höfum eytt meiri pening á rúmlega hálfu ári síðan FSG tóku við en við sáum stundum á einu eða tveimur árum undir fyrri stjórn félagsins. Það jákvæðasta sem ég get tekið úr því er að við höfum séð félagið EYÐA þeim PENINGUM sem það GRÆÐIR fyrir LEIKMANNASÖLUR. Ég ákvað að nota caps-lock aðferðina á lykilorð í síðustu setningu til öryggis ef menn hafa ekki áttað sig á því hversu óvanalegt það er hjá félaginu. Ofan á það sem við höfum selt fyrir bætist peningur sem félagið leggur sjálft fram til að fá nýja leikmenn, það er í sjálfu sér líka nokkur nýjung.

    Félagið er að eyða peningum í leikmenn sem það vill fá og er tilbúið að borga eitthvað sem margir kunna að líta á sem “offjár” fyrir þá leikmenn en hversu oft höfum við séð Liverpool vera tilbúið að borga auka pening til þess að fá leikmann sem knattspyrnustjórinn telur sig virkilega þurfa á að halda. Á því sviði hefur orðið stórkostleg bæting og virðist félagið vilja forðast það að missa af leikmönnum með bjarta framtíð í boltanum til annara liða og naga sig svo í handabökin þegar leikmennirnir hafa margfaldast í verði og náð toppnum.

    Sömuleiðis er það mjög jákvætt að sjá að félagið er að slá þessa svokölluðu “deadwood” leikmenn af launaskránni og það eitt og sér er frábært fyrir rekstur félagsins. Hver ætti svo sem að þurfa að sætta sig við það að borga leikmönnum laun sem taka ekki þátt í leikjum liðsins og eru “óþarfir” starfsmenn hjá félaginu. Ef þú rekur fyrirtæki þá veistu það að þú hefur ekki starfsmenn hjá þér sem afkasta ekki miklu, gera ekkert gagn í starfinu en fá alltaf væna launaseðla um hver mánaðarmót. Félagið er að laga þetta, það gæti tekið einn, tvo eða jafnvel þrjá félagsskiptaglugga til að losna við alla þá leikmenn sem félagið vill af launaskránni.

    Þeta lítur strax mun betur út en það gerði fyrir nokkrum mánuðum síðan og eftir miðvikudaginn þá mun það líta vonandi enn betur út. Kaupstefnan snýst núna um að fá leikmenn sem hafa eitthvað til að bjóða liðinu, nægilega mikið til að geta staðið undir kaupverði og launakostnaði sínum.

    Til gamans þar sem Babú kom inn á í greininni, það er samanlagður kostnaður við Aguero og Carroll. Ég man að ég sá einhvers staðar tölur yfir það hvað Carroll, Aguero og Torres munu kosta félög sín á þessum fimm eða sex ára samningum sínum við félögin. Torres, sem kostaði Chelsea 15 milljónum punda meira en Carroll og Aguero, er að fara að kosta Chelsea einhverjar 100 milljónir punda á þessum árum. Aguero mun kosta City einhverjar 80 milljónir punda eða meira á þessum tíma á meðan að Carroll mun kosta Liverpool í kringum 50 milljónir punda. Menn furða sig á því af hverju við keyptum ekki Aguero í stað Carroll og þar fram eftir götunum en heildarmyndin sýnir það svart á hvítu af hverju.

    Aftur þá þakka ég ykkur Kop-urum fyrir góðar lesningar og skemmtilegar umræður á þessari síðu. 

  26. @26 Nei. Heyrði það á SKY að ef það yrði eitthvað vesen þá er til regla sem segir að ef um afburða einstakling er að ræða þá er það ekki vesen. Coates var valinn besti ungi leikmaðurinn á Copa America svo að það ætti að virka þessi regla ef til þarf.

  27. Góður pistill og flott saman tekt… Menn uppskera eins og þeir sá, Í Simbabe tók forseti landsins jarðir af hvíta manninum og færið þær í hendur svartra og þeir tóku upp, uppskeruna, sáðu engu niður aftur og eftir urðu rústir einar, og það er nákvæmlega það sem er að gerast hjá Arsenal (kanski hörð samlíking en þó)… 

    Horfði á þennan leik og hann var drullu leiðinlegur eins og gefur að skilja… Það leiðinlegasta við þetta er að Man Utd er á toppnum og ég bara hreinlega þoli það ekki… Þeir fara bara svona mikið í taugarnar á mér að það hálfa væri nóg… Ég er ansi hræddur um að þeir eigi eftir að misstíga sig þegar þeir fá góð lið í heimsókn… og talandi um að menn séu að gagnrína leikmenn sem Liverpool hefur keypt… hvernig væri þá að líta á markvörð Man Utd öll mörkin sem hann hefur fengið á sig í deildinni eru alger klaufa mörk og þau eiga eftir að verða fleirri, hvað kostaði þessi frábæri markvörður jú 17 millur, sem þikir mikið fyrir markvörð…. Verður bara gaman að mæta þeim og vinna þá líkt og við gerðum á síðustu leiktíð… hlakka mikð til þess dags… Sorry en ég nenni ekki að tala um Arsenal… þeir eru nákvæmlega eins og myndir hér að ofan sýnir á leið í gröfina… Eigið góðan dag kæru Liverpool félagar…

    Áfram LIVERPOOL…YNWA… 

  28. Loksins hafði maður góðan tíma til að sökkva sér ofan í þennan bitastæði pistil hjá meistara Babú og sérlega vel að verki staðið.

    Góð pæling varðandi Arsenal. Eins og manni þótti Wenger vera snjall fyrir nokkrum árum að takast að feta þennan gullna meðalveg þá finnst manni það farið að snúast upp í andhverfu sína núna. Hvort sem það er einfaldlega útaf hans þrjósku eða e-ð dýpra sem tengist kostnaði við Flugvöllinn er erfitt að fullyrða um en það er óumdeilanlegt að þetta er farið að skaða Arsenal svo um munar. Það er ekki bara spurning um einstaka leikmenn eða fjárhag tengdum CL heldur hefur Wenger fallið af þeim háa stalli óskeikula prófessorsins sem hann var á hjá áhengendum sínum sem og hræðsla annarra liða við að mæta fegurðarfótboltanum hjá hans liði.

    Því er eðlilega gleði í herbúðum okkar púlara með hversu skynsamlega Kenny, Commolli og FSG virðast ætla að halda á spöðunum. Þeir ætla bæði að sýna aðhald með því að fá gæði fyrir peninginn en einnig óhræddir við að eyða peningum til að skapa meira tekjur (t.d. til að ná 4.sæti og CL). Tækifærið til endurnýjunar virðist líka nýtt til fullnustu og hér er bæði horft til nútíðar en þó með sveigjanleika til framtíðar.

    Ég er afar glaður með að sjá launaþáttinn tekinn svona faglega saman hjá Babú því að það er sá faktor sem alltof margir gleyma að reikna inní, bæði fréttamenn og FM-hnakkar allra landa. Sjálfur hef ég haldið nett excel-skjal yfir kaup & sölur síðustu ára hjá LFC til að auðvelda manni yfirsýnina og í sumar kortlagði ég líka launasamningana frá áramótum. Mínar tölur eru keimlíkar:

    Launaviðbót árið 2011 um 430 þús.p/viku eða 22,4 mill á ári

    Launasparnaður 2011 (staðfestur) um 470 þús.p/viku eða 24,4 mill á ári

    Líklegur viðbótarsparnaður um 235 þús.p/viku eða 12,2 mill á ári

    Svo sem erfitt að staðfesta þetta enda launamálin leyndarmál og sérstaklega hefur Commolli haldið þétt á spöðunum varðandi nákvæmar tölur í leikmannakaupum og launum með minna upplýsingaflæði en áður var.

    En þetta sýnir þá skynsömu stefnu sem FSG hafa markað því að þeir leikmenn sem eru við það að springa út eru á lægri launum en leikmenn sem hafa meikað það. Nokkrar milljónir í kaupverðinu til eða frá eru því ekki aðalatriðið ef leikmaður með réttu launakröfurnar, getuna og liðsanda er í boði. Vonandi standa allir leikmenn undir fjárfestingunni í þeirra efnivið og þá eru þeir líklegir til að fá umbun í formi launahækkana síðar meir. En ef þeir standa ekki undir því þá er auðveldara að losa sig við þá bæði af því að þeir eru á lægri launum og líka á söluvænlegum aldri.

    Mér finnst t.d. Levy hjá Tottenham vera afar óskynsamur í því verðmati sem hann setur á ónothæfa leikmenn á háum launum hjá liði sínu. Stundum er bara betra að “cut your losses” með menn eins og Bentley o.fl. en hann virðist líka ætla að fá pening upp í útlagðan kostnað við kaupin. Kannski hjálpa eigendaskiptin okkur þar því að Liverpool & FSG eru á nýju upphafi og margt kaupféð hjá LFC var í raun afskrifað og lenti í þrotabúi G&H. Þess vegna reynist okkur auðveldara að losa okkur við menn á free transfer eins lengi og við losnum við þá af launaskránni. Það hefði eflaust flækt málin að ætla að fá pening fyrir Jovanovic & co. sem hefði bitnað á kaupstefnunni í sumar og margir dílar endað í tímaþröng fyrir vikið. Að sama skapi hefur Wenger klúðrað andlega þættinum vegna sölunnar á Fabregas og Nasri en ef að klúbburinn hefði verið vel undirbúinn hefði verið hægt að hafa arftaka þeirra tilbúna við brottför hinna.

    En takk aftur fyrir frábæra pistil Babú. Hér er að lokum samantekt af frammistöðu Jóns Baldvins Henderson (síðasti nafnadjókurinn, lofa…)
    http://www.ourkop.com/2011/08/29/video-his-best-game-so-far-in-a-liverpool-shirt/

  29. Tek ofann fyrir þér meistari Babu fyrir gjörsamlega frábærann pistil.  Skemmtilegar vangaveltur og fæðandi að auki.

    Alveg að bjarga manni eftir ömurleg komment frá sumum einstakilngum undanfarna daga varðandi leikmmenn LFC.

    Það er eins og menn séu búnir að missa tak á raunveruleikanum og séu fastir í veröld Football Manager og átta sig ekki á því þegar þeir slökkva á því fyrirbæri að þeir eru ekki lengur þar.  Sjá bara Flair Passing og Creativity o.þ.h.
    Er krafa miðjumanna okkar að þeir skori og gefi eina stoðsendingu í hverjum leik eða séu bara með Messi takta hvað eftir annað.  Sumir eru bara steiktir í toppstikkinu og eru ekki svaraverðir hér á spjallinu.

    En kop.is er frábært þegar svona pistlar eru skellt framan í mann 🙂 Takk fyrir mig.

     

  30. Frábær pistill og umhugsunarverður.  Launakostnaður gleymist ávallt í umræðunni um leikmannamál, kaup og sölur.. YNWA

  31. Frábær pistill Babú og viðbætur frá Beardsley og Óla Hauki. Ég hafði í sjálfu sér aldrei gert mér fyllilega grein fyrir þessu reikningsdæmi þótt maður geri sér grein fyrir því að 100.000 pund á viku eru 5,2 milljónir á ári. Einhvern veginn hef ég alltaf talið mér trú um það að launakostnaðurinn væri sér budget, já kannski eins og í football manager (já ég veit). 

    En varðandi Arsenal þá las ég einhversstaðar að þeir væru að greiða niður völlinn góða sem á eftir að skapa þeim svigrúm til mikilla leikmannakaup á komandi árum. Auðvitað er 8-2 algjörlega óásættanlegt og Arsenal virðist ekki vera á leið í meistaradeildina frekar en Tottenham á þessum mannskap. Þeir virðast vera með kaup- og  launastrúktúr sem nær engan veginn að halda í við hin liðin og þótt það hafi gengið nokkurn veginn síðustu ár þá virðist sá pakki vera kominn á leiðarenda. En það er lítið búið, best að gefa Wenger greyinu smá séns í viðbót.  

One Ping

  1. Pingback:

Liverpool – Bolton 3-1

Félagaskipti og slúður – uppfært: Coates kominn!