Liverpool – Bolton 3-1

Mikið er nú gott að hafa endurheimt Liverpool-liðið aftur eftir svart ár í fyrra og reyndar árið þar áður líka. Bolton-liðið var engin fyrirstaða í dag og 3-1 gefur engan veginn rétta mynd af þessum leik sem hefði átt að fara svona 5-0. Þriðji sigurinn í þessari viku staðreynd og við erum eins og er á toppnum með 7 stig eftir 3 leiki, eitthvað sem tók okkur 9 leiki að ná í fyrra.

Bolton er með tvo turna í vörninni og í staðinn fyrir að láta þá fá Andy Carroll og háloftafótbolta var hann sá eini sem vék úr byrjunarliðinu frá síðasta deildarleik og inn kom Luis nokkur Suarez sem var hrein plága fyrir varnarmenn Bolton í dag og reyndar Lee Probert dómara líka sem afrekaði að gefa honum ekki nokkurn skapaðan hlut í leiknum.

Byrjunarliðið var svona í dag:

Reina

Kelly – Carra – Agger – Enrique

Henderson – Lucas – Adam – Downing
Kuyt
Suarez

Bekkur: Alexander Doni, Andy Carroll, Maxi Rodriguez, Jay Spearing, Jonjo Shelvey, Martin Skrtel, Jack Robinson

Fyrsti hálftíminn í leiknum var hrein eign okkar manna og þar var, eins og vanalega, Luis Suarez fremstur í flokki. Á 3. mínútu braut Reo-Coker á honum á hættulegum stað fyrir utan teig í kjörstöðu fyrir Charlie Adam sem þó spyrnti boltanum í varnarvegginn.

Nokkrum mínútum seinna braut Zat Knight á Suarez á miðjum vellinum en dómarinn lét leikinn halda áfram þar sem boltinn barst á Downing sem var við það að komast í gegn, en hann sparkaði boltanum of langt frá sér og færið fór forgörðum.

En á 15. mínútu náum við að brjóta ísinn eftir hreina einstefnu að marki Bolton. Suarez sendi þá stórglæsilega utanfótarsendingu inn á teiginn á Downing sem var einn gegn Jaaskelinen sem varði mjög vel frá honum. Dirk Kuyt náði frákastinu og sendi boltann á Jordan Henderson sem náði að jaska sig framhjá einum varnarmanni og koma sér í góða stöðu inni á teignum þaðan sem hann hamraði boltann af öryggi í netið með vinstri og fagnaði vel og innilega, augljóst að þungu fargi var af honum létt við þetta mark.

Bolton var reyndar nálægt því að jafna stuttu seinna er Petrov náði viðstöðulausu skoti að marki en Reina var vel á verði og varði í horn.

Á 20. mínútu sendi Adam frábæra sendingu á Suarez sem var kominn einn í gegn en náði ekki að koma boltanum nógu vel fyrir sig og missti hann til Jaaskelinen. Mínútu seinna sendi Henderson fyrir markið á Kuyt sem var í dauðafæri en varnarmenn Bolton náðu að koma boltanum frá.

Pressan var þó ekki liðin hjá og á 22. mínútu fékk Suarez besta færi leiksins er Lucas sendi góðan bolta innfyrir á Úrugvæann sem var einn gegn Jaaskelinen og reyndi að vippa yfir hann. Það tókst en því miður fór boltinn yfir markið líka.

Pressa okkar manna hélt áfram allt þar til á 30. mínútu er hinn Aurelio-þreytandi leikmaður Martin Kelly meiddi sig í 50. skipti sem leikmaður Liverpool. Gáfulegasta sem Dalglish átti á bekknum í stöðu hægri bakvarðar var Martin Skrtel þannig að það kemur líklega ekki á óvart að sóknarleikur okkar og tempó dó aðeins út seinni hluta fyrri hálfleiks án þess þó að Bolton hafi náð að gera sig eitthvað líklega. Grétar Rafn var reyndar mjög heppinn að fá ekki dæmt á sig víti er hann fékk boltann í höndina þegar Downing var að fara framhjá honum og þar með einn í gegn. Grétar Rafn var á vítateigslínunni og aukaspyrna dæmd og gult á Grétar Rafn sem græddi nokkuð vel á þessu broti.

Seinni hálfleikur byrjaði með látum og greinilegt að Dalglish hafði náð að stilla liðið betur af eftur brotthvarf Kelly og ég held svei mér þá að Skrtel hafi ekkert farið á okkar vallarhelming í seinni hálfleik.

Á 46. mínútu lék Suarez sér að Zat Knight á sprettinum en féll við í teignum eftir viðskipti við hann og var mjög ósáttur að fá ekki víti. Knight var afar skömmustulegur er hann hljóp í burtu frá vettvangi. Skiljanlegt í báðum tilvikum enda um klárt víti að ræða.

Þetta var þó aðeins gálgafrestur fyrir Bolton þar sem Martin Skrtel, hægri bakvörðurinn knái á þessu stigi leiksins, skoraði flott mark á 51. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá Adam og fór nálægt því að brjóta boltann er hann stangaði hann inn. Aðdragandinn að horninu var sá að Probert dómari lét leik halda áfram eftir brot á Suarez, Adam náði boltanum og skaut að marki sem Grétar Rafn náði að komast í og bægja frá í horn.

Tveimur mínútum seinna kláraði Charlie Adam sjálfur leikinn með góðu marki með hægri fæti eftir sendingu frá Dirk Kuyt. Stuttu seinna var vörn Bolton enn á ný sundurtætt og Suarez komst í gegn en setti boltann í hliðarnetið úr þröngu færi.

Leikurinn róaðist aðeins eftir mörkin og lítið markvert gerðist þar til á 69. mínútu er Probert dómari fór að vorkenna Bolton. Paul Robinson sendi augljóslega til baka á Jaaskelinen sem var pressaður stíft af Suarez og tók boltann upp með höndunum. Það hefur ekki verið leyfilegt í u.þ.b. tvo áratugi núna en enginn hafði fyrir því að segja Probert frá því.

Suarez vildi síðan fá víti aftur stuttu síðar, rétt áður en hann fór af velli, er það virtist vera brotið á honum innan teigs en Probert sagði tækling góð og gaf hornspyrnu. Suttu seinna komu Carroll og Maxi inn fyrir Henderson og Suarez sem báðir voru ljómandi góðir í dag.

Eina neikvæða við lokaniðurstöðuna í dag var þetta fullkomlega óþarfa mark sem Ivan Klasnic náði að setja framhjá Reina á 92. mínútu. Markið kom eftir klaufaleg mistök hjá Jamie Carragher sem missti boltann yfir sig á Petrov sem komst í gegn, Carragher náði þó að verjast honum en tæklaði boltann beint á Klasnic sem skoraði auðveldlega. Endir sem var fullkomlega ekki í takti við leikinn.

Hvað um það, það er gaman að horfa á Liverpool spila í þessum ham.

Maður leiksins: Það er ekki gott að velja mann leiksins í dag. Öll miðjan var frábær í dag, Downing í samvinnu við Enrique gefur okkur svo stórbætta vídd á vinstri vængnum að það er æðislegt, Downing skorar bráðlega, það er alveg ljóst. Charlie Adam var mjög öflugur í dag og stjórnaði leiknum vel, skoraði gott mark og átti hornið sem Skrtel skoraði úr. Lucas við hliðina á honum var ennþá betri í leiknum og raunar var hann algjörlega frábær í dag. Henderson átti sinn besta leik sem leikmaður Liverpool og skoraði mjög gott mark. Kuyt var mjög líflegur frammi og nær frábærlega saman með Suarez.

Fyrir mér er það samt allann daginn Luis Suarez sjálfur sem er maður leiksins í dag. Bolton réð nákvæmlega ekkert við hann í dag og sá var ekki sáttur við að fara útaf í leiknum án þess að skora, þrátt fyrir að hafa verið frábær.

Fram undan er landsleikjahlé í tvær vikur en eftir það: Meira svona takk!

154 Comments

 1. Einfaldlega stór og flottur sigur á annars skemmtilegu liði Bolton og gríðarlega mikilvæg mörk skoruð fyrir sjálfstraustið hjá Henderson og Adam.

  Við erum að horfa uppá stórskemmtilega spilandi mannskap Liverpool og mikið djöfull er það nú velkomin skemmtun 🙂

  Nú verður spennandi að lesa kommentin hjá þessum sem sjá aldrei ti sólar.

  Ég er sáttur og vel það.

  Til lukku öll.

 2. Það tók okkur 3 leiki að ná 7 stigum í ár. Það tók okkur 9 leiki að ná 7 stigum í fyrra. Það þarf ekki að segja meir.

 3. Þetta er víst fyrsti leikurinn sem Skrtel skorar í og Liverpool vinnur. Gaman að því.

 4. Frábær sigur gegn sterku liði Bolton, Henderson með mjög góðan leik og vonandi hefur hann allavega látið suma gagnrýnendur hætta að kalla hann “Hernandes”. Liðið spilaði frábærlega og hefðum getað unnið stærra en stórfurðuleg dómgæsla kom í veg fyrir það en flottur sigur og ekki hægt að kvarta yfir miklu.

 5. til hamingju með flottann leik, þetta var ekki slæmt 🙂 hinnsvegar er hægt að vista þennan leik í sönnunargagnamöppuni yfir leiki til að benda á þegar misgreindir áhangendur annara liða fara að benda á heimadómgæslu á Anfield. 

  Ég er nú yfirleitt frekar umburðalyndur gagnvart dómurum en óboj óboj.

  skál 

 6. Flottur sigur. Flott liðsheild. Flottur andi í liðinu.
  Næstu tveir leikir verða mikil prófraun á þetta lið. Geri  ráð fyrir fjórum stigum í þeim. Ef liðið nær sex stigum þá erum við með lið sem gæti gerti tilkall til enska meistaratitilsins.

 7. Frábær spilamennska, meira svona. Lucas Leiva frábær í dag og fannst hann svona heilt yfir maður leiksins, annars voru allir að skila sínu og meira en það, Suarez óheppinn að setja hann ekki. En verð bara að koma aðeins inná dómara leiksins, þvílikur gúrkuhaus, tók fáranlega ákvarðanir í dag og meðan hann var ekki að því þá var hann endalaust fyrir mönnum og þvælast inní sendingar hjá leikmönnum, algjör ræfill og ein lélegasta dómgæsla sem ég hef séð á mínum 20 ára ferli.

 8. Ég er snarbrjálaður, vita þessir menn ekki að ég á í harðri baráttu í Fantasy league? Ég fæ heilum fjórum stigum minna fyrir Reina út af þessu helvítis marki!!! Þetta er ömurleg vörn. Ég vil fá nýja menn núna!

  Verður maður ekki að kvarta yfir einhverju? 😉 

 9. Glæsilegur leikur. Skrtel átti stórleik í hægri bakverði og Lucas frábær á miðjunni.

 10. Það sem nr. !4 sagði! Anskotans Carra, þarna misti ég af heilum fjórum stigum!!! Annars flottur leikur. Hvernig fékk ég annars einungis 4 stig fyrir Suarez sem captain 🙁

 11. Mikið er ég ánægður með okkar nýja vinstri bakvörð. Þetta stóra vandamál síðustu ára virðist loksins vera leyst, eftir Insua, Dossena, Koncheski ofl misheppnaðar tilraunir.

 12. Algjör óþarfi að fá þetta mark á sig carragher í ruglinu þarna í lokin alveg óskiljanleg mistök hjá svona reyndum varnarmanni en auðvitað er maður bara fúll af því að Reina er í fantasy liðinu 😛

  en annars flottur leikur hjá okkar mönnum en þessi dómari var eitthvað vængefin í dag samt sterkt að sigra og keyra yfir þá miðað við hvað dómarinn var hræðilegur

  líka gaman að vera á toppnum áfram liverpool

 13. Þvílíkur dásemdardagur…mig langar að ramma inn stöðuna í deildinni og eiga…meira að segja Arnar Björnsson varð að segja að við gætum átt séns á stóra titlinum ef liðið leikur svona áfram.
  Leikurinn var bara eins og gott Konfekt og eini vondi molinn var dómarinn …
   
  YNWA
   

 14. Djö maður, ég spáði 3-0 en það gerðist ekki en flottur leikur og er samt drulluglaður og ræði þetta ekki meir. 🙂

 15. Jæja Henderson skoarði, átti alveg fína leik, Adam líka.  Samt Downing Suares Kuyt og Lucas að spila talsvert betur en þeir.   Suarez með þesari snilldar ninja taktík sinni, 2-3 að dekka hann en hann slapp alltaf í gegn, og oftar en ekki tókst honum að plata sína eigin samherja.  Suarez besti maður leiksins.
   
  Henderson skoraði mark átti ansi margar flottar sendingar, fínn leikur hjá honum.  Sama er að segja um Adam.  Hvorugur samt að rísa upp og gera þetta extra sem liðið þarf á að halda.
  Lucas Kuyt downing, eins og vinnslan var í þeim í kvöld þá er liðið vel sett. 
  Kuyt eins og venjulega  út um allt að búa til pláss fyrir aðra.  Ofangreindir H og A verða að átta sig á þessu og nýta sér það sem hann er að gera fyrir þá á vellinum.  
  Lucas, Bolton átti 2 sóknir í öllum leiknum og hvorug var hættuleg, fantaleikur hjá gaurnum og sé ekki að það sé leikmaður á lausu til að fylla hans stöðu í þessu liði.  Þeir ykkar sem vilja losna við hann, endilega bendið á þá leikmenn sem þið viljið fá í staðinn.
  Downing,  eina sem ég um hann að segja er,  á 85 mínútu þegar allir í liðinu eru orðnir þreyttir og bakverðir andstæðingana að gefast upp þá á hann ennþá spretti og klassa fyrirgjafir.  Solid leikur frá 1.-90. og enn að á 93.  Það væri frekja að biðja um meira
  Þeir stóðu sig í dag, restin af liðinu gerði það sem þarf.  Þeta virkaði sem auðveldur sigur, en það er af því að liðið gerði það sem þurfti.  Stóðu sig allir vel, Þessir þrír sem ég nefndi gerðu gæðamunin, leikurinn hefði átt að vinnast stærra, Suarez maður leiksin án þess að skora mark.  Sáttur við liðið, stolltur að vera púllari í dag.  Þakka górillunni fyrir daginn, 2 fyrir einn af bjór getur ekki klikkað.
  Bring on the next, sé ekki að þetta lið verði stöðvað svo glatt.  Það er enn meira inni og fullt af vopnum en í slíðri. 

 16. Mig hlakkar svo fáranlega til að fá Gerrard í þetta frábæra lið! 

 17. Suarez og Lucas í algjörum sérflokki í dag, þvílíkir leikmenn.  Henderson, Adam og Dirk einnig mjög öflugir. Sammála mönnum sem lofa Enrique, gæjinn er svo ótrúlega solid og samvinna hans við Downing lofar virkilega góðu. Það sem vantar núna er að Carroll finni sig almennilega og þá verður þetta lið illstoppanlegt. Maður sér það vel á Carroll að hann er ekki alveg að finna sig ennþá, en ég hef trölla trú á honum og hlakka mikið til ÞEGAR hann fer að spila af eðlilegri getu 🙂

  Til hamingju með toppsætið púllarar, njótum þess á meðan það varir 🙂

  YNWA 

 18. Ég var ekki viss hvort ég ætti að fara á Kaffi Jónsson hér fyrir norðan til að horfa á leikinn. Ég hafði engan til að fara með en ákvað þó að fara. Inni á staðnum er frábær stemning og þarna er maður í góðum hópi! Klappað og stappað og hrópað og fagnað…
  Og að fylgjast með uppáhaldsliðinu mínu … það var yndislegt. Frábær fótbolti fyrstu 30 mínúturnar, síðan smá hikst, og svipað í seinni hálfleik. Ég get samt engan veginn tekið einhvern einn úr og sagt hann vera besta manninn… ég get ekki einu sinni tekið út einhvern og sagt að hann hafi verið ekki góður … liðið var öflug heild, gífurlega öflug! Eini bletturinn er þetta ódýra mark sem við fengum á okkur í lokin … algjör óþarfi. En frábært að vinna 3:1 og vitandi það að dómarinn var sennilega á launalista Bolton í þessum leik, sérstaklega í seinni hálfleik. Fáránleg dómgæsla á köflum!
  Vinstri kanturinn er hrein unun hjá okkur, vörnin flott (fyrir utan lokin), miðjan ferlega traust þar sem mér finnst Adam verða betri og betri með hverjum leiknum. Lucas er kóngur þarna á miðjunni… Henderson frábær … Suarez æðislegur … Kuyt traustur…
  Í kaldhæðni ætla ég að velja dómarann sem mann leiksins því hann dæmdi svo fáránlega að þetta verður sýnt í einhverjum grínmyndböndum síðar meir.
  En í fullri alvöru, þá get ég ekki valið einn. Suarez á það skilið en Lucas Leiva á það líka skilið. Henderson var flottur, Adam á þetta skilið, Enrique… Downing … – segi þá bara King Kenny!
  Frábært síðdegi á Kaffi Jónsson – skemmtileg stemning og ég hlakka til næsta leiks!
  Áfram Liverpool!

 19. Flott lið Liverpool í dag og af mörgum góðum var Lucas einfaldlega frábær.  Það er kannski ekki ástæða til að velta sér upp úr dómgæslunni í sigurleik en á svona dómgæsla heima í efstu deild á Englandi sbr. það að sending aftur á markmann var í lagi í dag og augljósum vítum var sleppt.  En frábært að fylgjast með okkar mönnum og góður stígandi hjá King Kenny þó svo að löng leið sé enn í þeirri vinnu að koma liðinu aftur á þann stall sem það á heima á!

 20. Frábær leikur, góð liðsheild og hrein unun að horfa á. Erum með solid mannskap og svo eina skepnu (Beast) sem kennir sig við Uruguay. Sá er hungraður 🙂  

 21. Ég hef engar áhyggjur af Carroll og fagna aukinni samkeppni um stöður í liðinu. Fannst samt Dalglish gera rétt með að láta Kuyt byrja, þar sem margir nýkeyptir leikmenn voru inni á vellinum og það mun taka fleiri leiki fyrir liðið að stilla saman strengina. Carroll á eftir að afgreiða marga bolta frá Downing, Adam, Henderson ofl í netið.
   
  En en en,,,mikið afskaplega er gaman að fylgjast með keppnisskapinu í Suarez. Munið þið eftir spánverjanum niðurlúta sem við seldum til Chelsea á 50 milljón pund?

 22.  Hreint frábær frammistaða. Ef menn spila svona er erfitt að sjá hvaða lið er að fara að stoppa okkur og við eigum Steve G inni.
   

 23. Sælir félagar
   
  Hefi ekki miklu við að bæta þegar fram komin aðdáunarorð um liðið okkar.  Bestalið í heimi.  Sýnilegt er að KK er að búa til þvílíkt stórveldi á knattspyrnuvellinum að ég trúi að það sé farið að fara um Rauðnef og fleiri.  Hvernig verður þetta þegar allir eru komnir ú blússandi form og menn búnir að spila sig algerlega saman.  Martröð fyrir önnur lið, ekkert annað.
   
  Það er nú þannig
   
  YNWA

 24. KKD er bezti frkvstj. heims frá upphafi. Transfer recordið er ótrúlegt. Gaman væri að sjá yfirlit yfir það frá upphafi. Hann hefur varla stigið feilspor markaðnum.   Maður sem kaupir Beardsley, Hysen, Barnes, Rosenthal, Adam, Hernandes, Suarez ofl. með þessum árangri er einfaldlega snillingur.

 25. Nú fer maður að versla inn treyjur á milljón !!… eftir þetta ár ef þetta heldur áfram verður skápurinn fullur af treyjum með nýju mönnunum 😀 YNWA !
   

 26. Þessi sigur var mjög ánægjuleg viðbót við afmælisdaginn minn í dag og leikurinn stórskemmtilegur.  Það er ótrúleg umbreytingin frá sama tíma í byrjun síðasta tímabils.
  Ég veit ekki hvort einhver tók annars eftir commentinu hjá lýsendum sky á ca 83 mínutu: “Wait, did Lucas actually have an unsuccessful pass?” Lucas sem lið í heild sinni spilaði mjög góðan leik í dag og hefði ég ekki beðið um betri leik okkar manna á afmælisdaginn.
  Djöfull er gaman að vera Liverpoolstuðningsmaður.
   

 27. Þið hljótið að vera grínast með Hernandez/ Henderson misskilningin ?!
  Lágmark að fólk viti hvað leikmenn liðsins heita, er það ekki ? og vera ekki að rugla við einhverja Baun frá eastlands !!

   

 28. Reina  6  lítið að gera
  Kelly  6 bara 30 mín en þær voru fínar
  Carragher 6 solid í 90 mín átti markið
  Agger 7 flottur leikur en reyndi lítið á hann
  Jose  8 frábær  í vörn og sókn
  Lucas 8 frábær leikur. Vann boltan oft og skilaði honum vel frá sér
  Adam 8 frábær leikur, létt boltan ganga vel á miðjuni , var duglegur og flott mark
  Downing 7 flottur leikur var ógnandi og byrjar Liverpool ferill vel
  Henderson 7 flott mark, nokkrar góðar fyrirgjafir og hans besti leikur í Liverpool búnin
  Kuyt   7 flottur leikur var sífelt ógnandi
  Suarez 8  held að varnamenn Bolton verða með Suarez martraðir í nótt. var frábær og átti að fá tvær vítir.
  Skrtel 7 reyndi ekki mikið á hann varnarlega en skoraði flott mark og skilaði sínu.
  Maxi 6  sást lítið
  Carrol 5 hefði átt að vera grimmari í teignum og þá hefði hann skorað.

  Mér fannst Liverpool liðið spila flottan bolta í leiknum í dag og er liðið að láta boltan ganga miklu betur þegar Carrol er ekki inná(förum stundum í þessar löngu sendingar og hættum að láta boltan ganga þegar hann er inná). 

  Næsti leikur er erfiður útileikur gegn Stoke(gætum þurft á Carrol að halda í þeim leik).

 29. Djöfull er ömurlegt að missa af svona frábærum leik.
  En það er greinilegt að liðið er á réttri leið með kónginn við stjórn og pæla aðeins í breytingunni á liðinu frá því fyrir ári síðan.

  En sáust þeir Coates og Bellamy í stúkunni í dag ?

 30. Bara mjög fínn leikur hjá okkar mönnum(fyrir utan síðustu 1-2 mínúturnar)
   
  og já Coates sást í stúkunni í dag (:

 31. Frábær skemmtun þessi leikur. Liverpool sótti fra 1 mínútu til þeirra síðustu. Menn voru sífellt að bakka hvorn annan upp og það var skipulag á liðinu. Maður leiksins að mínu mati er Lucas, hann eyðilagði næstum allar sóknir Bolton og skilaði boltanum vel frá sér. það er ótrúlegt að það eru enn menn sem eru að drulla yfir hann. Ég sé fram á það að Gerrard er ekki að fara að hlaupa inní þetta lið. Njótið kvöldsins Púllarar =) 

 32. Nr.37 
  Þið hljótið að vera grínast með Hernandez/ Henderson misskilningin ?!

  Svarið er já, það er verið að grínast og skjóta á þá sem voru hérna í vikunni að drulla yfir kaupin á “Hernandez” (og Adams). Hann (Henderson) var flottur í dag (eins og Adam) og stakk upp í nokkra efasemdarmenn held ég. Flestir eru allavega að ná því hvað þeir heita 🙂

 33. Nr 22:

  Henderson skoraði mark átti ansi margar flottar sendingar, fínn leikur hjá honum.  Sama er að segja um Adam.  Hvorugur samt að rísa upp og gera þetta extra sem liðið þarf á að halda.
   

  Bíddu við, skoruðu þeir ekki báðir og lagði Adam ekki upp mark þar að auki, hvað er þetta extra sem þér fannst vanta upp á ?
   
  Annars hreint stórkostlegur leikur. Lucas er hreinlega orðinn heimsklassa leikmaður og nýju leikmennirnir eru að smellpassa í liðið. Glæsilegt að sjá að vinstri hliðin á vellinum er ekki lengur veikur hlekkur heldur þvert á móti sterkt vopn. Ákaflega ánægður með að Dalglish hafi látið Downing spila á vinstri kantinum í dag. Long may it continue.

 34. Coates hefur eflaust verið sáttur með það sem hann sá í dag, hann mun bara bæta liðið 🙂

 35. #22

  HAHAHAHAHA – really, gerðu þeir ekki þetta extra ? Tvö mörk og stoðsending samanlegt….. srsly ?

 36. Frábær frammistaða í dag og í raun var þetta það sem við áttum að gera gegn Sunderland.

  Gott að sjá að menn læra af mistökunum og það var greinilegt að menn ætluðu ekki að láta slíkt koma fyrir aftur.

  Ég verð nú að segja að ég er ansi spenntur fyrir þessu Liverpool liði og ef að meirihlutinn af þessum mönnum fær að vera saman á næstu árum þá er þetta lið sem aðrir ættu að óttast.

  Og skemmtilegt staðreynd: Við erum með fleiri stig í deildinni núna en 23. október í fyrra!! 

 37. NEI tveggja fokking vikna landsleikjahlé!!! ‘Eg er brjálaður !! OOOHHHHHH einhvernveigin miklu meira spenntur fyrir því að horfa á þetta liverpool lið eftir viku frekar en Noreg-Ísland

 38. Glæsilegt hjá okkar mönnum! En dæmigert fyrir heimska stjórnun: deildin komin út úr fyrstu beygju, komið tempó – þá er allt stoppað. Til að senda lið í landsleiki. Getið þið nefnt mér dæmi um meiri heimsku?

 39. Það sem mér finnst standa  upp úr þessum 2 leikjum arsenal og bolton það er að andstæðingarnir ná varla skoti á mark eða skapa sér  opinfæri.
   
   
                                                YNWA

 40. Þetta var frábær skemmtun. Svona knttspyrnu sýna ekki nema allra bestu liðin í deildinni. Og mikill er munurinn á leiknum þegar Andy Carroll er ekki með. Þetta sá ég mjög fljótlega í haust og hafði orð á því við vægast sagt litlar vinsældir hér á vefsvæðinu. Taldi Carroll ekki ganga upp í því leikskipulagi sem KD leggur upp með. Taldi líka Carroll ofmetinn leikmann yfirleitt. Sérvöldu vitringarnir eins og t.d. Babu og Maggi töldu mig vera að grínast. Ef svo væri ekki þá ætti ég að skammast mín og hafa hljótt um mig. Sumir kölluðu mig ónöfnum. Svona vitleysu væri ekki hægt að bera á borð fyrir þroskaða menn. Nú er þetta allt að ganga eftir og ég bíð bara eftir því að vitringarnir biðjist afsökunar á þessari augljósu vitleysu sinni og sýni okkur vitleysingunum ofurlítið meiri auðmýkt í framtíðinni þegar við opinberum skoðanir sem þeim er ekki þóknanlegar. En það er svosem sama hvaðan gott kemur; við unnum leikinn og erum kátir. 

 41. Fínn leikur, flott flæði og klassa mörk! 

  Skv. mínum útreikningum eigum við inni Meireles, Johnson og Gerrard af þeim sem ég til næstum fastamenn.  Fáum inn af bekk Carrol og Sktel sem eru e.t.v. líka svokallaðir fastamenn.  

  Coates kæmi svo mögulega líka til okkar ef allt gengur upp.

  Þetta er bara farið að líta helvíti vel út drengir … en best að bíða spakur með digurbarkarlegar yfirlýsingar þar til í október.    En í alvöru, það verður minna leikjaálag á hópnum þar sem við erum ekki í Evrópukeppni, við erum með breiðari og “dýpri” hóp en mörg undanfarin tímabil, og stjóra sem kann til verka.   Þetta er allavega svona nokkuð efnileg uppskrift af einhverju ….
   

 42. Frábær leikur! Gaman að sjá Henderson og Adam skora sín fyrstu mörk. En það eina sem skiptir máli.

  Ég elska Luis Suarez!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! 

 43. Stór góður leikur af okkar hálfu bara fátt um það að segja frá bært að sjá hvað liðið er að smella saman…. Það eina sem mér fanst leiðiNlegt við þennan leik er hvað dómarinn var mikil gunga t.d. Áttum við að fá tvö víti og svo þorði hann ekki að dæm aukaspyrnu þegar Jaskalinen tok boltan með höndum eftir sendingu frá samherja…. Stundum er eins og dómarar séu með sínar egin reglur sem engin þekkir nema þeir sjálfir…óþolandi…. En allavega þá er bara aftur orðið gaman að horfa á Liverpool eins og við þekkjum það…love you all…
  Áfram LIVERPOOL…YNWA…

 44. Ég held að það þurfi að gera nýtt system hvað varðar mann leiksins.

  Suárez er nánast alltaf maður leiksins sem hann verðskuldar auðvitað 100% !!!

  Það er spurning hvort við hermum eftir sunnudagsmessunni og búum til Suárez horn (elokobi hornið í sunnudagsmessunni) þar sem við metum hann einn og sér og nefnum svo mann leiksins af hinum 10 svo þeir verði nú fyrir valinu líka. Annars verður þetta nú líklega algjör einokun hjá úrúgvæanum okkar 🙂

  YNWA 

 45. Starri (#53) – þannig að góð frammistaða liðsins án Carroll í dag þýðir það að Maggi og Babú skulda þér afsökunarbeiðni? Af því að þú ert svo mikill dæmalaus snillingur að vera búinn að afskrifa rúmlega tvítugan framherja af því að hann er ekki byrjaður að raða mörkum … og af því að liðið spilar vel án hans?

  Sástu sigurinn á Manchester City í vor? Carroll var í liðinu þar og lék stórvel. Liðið lék jafnvel betur þá en núna. Spearing var líka á miðjunni í þeim leik í stað Gerrard, eigum við þá alltaf að velja Spearing fram yfir fyrirliðann?

  Nei ég bara spyr.

 46. Jamie Carragher.. hvað er málið með að láta hann spila ?? Hann er alltof hægur að mikill klaufi til að spila í topp liði eins og Liverpool… það var heppni að við vorum 3-0 yfir en ekki 1-0… Svona dúddar eru ástæðan fyrir að við töpum alltaf niður forskoti… Carra á eftir að gera fullt af svona mikstökum í vetur ef hann fær að spila… það á bara að hafa hann á bekknum til að kvetja en alls ekki láta hann inna sama hvað hann er með stórt liverpool hjarta.. eða nota tækifærið núna og selja hann… nú er nýr tími með Kenny og losa sig bara við hann enda bara slæmar minningar sem maður á af honum fyrir utan einn leik í Istalbul.. en við hefðum sammt alldrei lent 3-0 undir þar ef við hefðum haft einhvern annan í vörninni enn hann.
  Óþolandi að horfa á allt þetta góða sem er að gerast hjá klúbbnum og svo kemur Jamie Carragher og allt sem að fylgir honum..
  Enn annars frábær leikur hjá öllum nema Carra, hefði verið gaman að sjá numberseven setja eitt eða tvö 😉 Flott að fara í landsleikjapásu með bros á vör.

 47. Starri #53

  Fjórir leikir búnir, Carroll kominn með eitt mark og svo annað sem var ranglega dæmt af.  Ég held að flestir séu sammála um að Carroll sé ekki að spila eins vel og hann getur best, en tvö lögleg mörk í fjórum leikjum, guð hjálpi mótherjanum þegar hann kemst í eðlilegt form!
   

 48. Eftir að hafa séð leikinn í Match of the day þá er bara engin spurning að “HERNANDES” er maður leiksins. 1) mark 2) sendingin á kuyt og ekki síst 3)  sendingin þegar Suarez chippaði yfir markið, tryggir það. Bið menn að horfa á 3) aftur og ekki dirfast að tala illa um þennan mann framar, Mölby hvað

 49. Flottur leikur og bara ekkert hægt að setja út á þetta.
  Óli Guð #62 þú hlýtur að vera að grínast Carra og Agger eru búnir að vera mjög góðir í þessum leikjum hingað til og Carra gerði jú ein mistök í þessum leik og það kostaði mark sem skipti í raun engu máli. Vorum við heppnir að vera 3-0 yfir!!!!!!!!!!!!!!! Ertu á einhverjum lyfjum !!!! Bolton voru nú bara heppnir að vera ekki 5-0 undir þegar þeir skora þetta mark. Ertu alveg viss um að þú sért Liverpool aðdáandi?
   
   

 50. Kristján Atli (#59) Svona eftir á að hyggja finnst mér afsökunarbeiðni full mikil tilætlunarsemi af minni hálfu. Þeir sjá þetta sjálfir, strákarnir, og það er ástæðulaust að vera að núa þeim of mikið upp úr því. Og þú sjálfur hlýtur að sjá þetta líka. Það er nú ekki aldeilis eins og þetta sé einhver einstök glöggskyggni og næmleiki minn að sjá að liðið spilar betur án Andy Carrolls; þessi skoðun er víða ríkjandi. Það þarf ekki annað en að lesa enska knattspyrnuumfjöllun til að komast að því. Ef þið ætlið að gera ykkur marktæka sem alvöru gagnrýnendur þá megið þið ekki kjafta ykkur svo út í horn að þið komist í fullkomna sjálfheldu. Og haldið áfram að verja staðreyndir sem blasa við öllum. Ein þeirra er sú að kaupin á Andy Carroll voru mistök og hann er leikmaður sem hentar ekki leikstíl LFC. 

 51. Úff þegar ég skoða þessa ótrúlegu utanfótarsendingu frá Suarez í fyrsta markinu. Tíhíhí, ég skríki bara af ánægju eins og 12 ára stelpa á Bítlatónleikum. 🙂

  Ef við vinnum örugglega næsta leik gegn Stoke á útivelli (sem okkur gengur alltaf bölvanlega á) þá fer ég kannski að trúa á alvöru titilbaráttu í ár, eitthvað sem ég bjóst ekki við strax.  
  Það eru vissir hlutir við Liverpool núna sem minna gamalt hjarta á forna tíma. Menn fórnandi sér fyrir skot og hvorn annan á eftir boltum jafnvel í stöðunni 3-0. Liðsheildin svakalega sterk, þétt miðja, blússandi sjálfstraust í gegnum allt liðið og frábær varnaleikur sem byrjar á fremsta manni.
  Bara dásamlegt að loksins loksins eru allir hjá klúbbnum að stíma eins og eimreið í sömu átt til sigurs. Við þurfum ekki hrúgu af stórstjörnum þegar liðsheildin og sigurviljinn er svona sterkur.

  Núna biður maður til Guðs og Fowler að Suarez og liðsandinn haldist heill. 

  p.s. shit hvað þessi landsleikjahlé eru þreyttari enn 100 bestu ræður Hannesar Hólmsteins.  

 52. Gargandi snilld….  barasta allt liðið banhungrað í skora..   🙂  Brandari hvað Suarez fékk litið frá arfaslökum dómara.    Það er virkilega hægt að láta sér hlakka til næsta leiks núna!

  YNWA 

 53. Mikið þykir mér það ótrúlegt að menn afskrifi Carroll þótt að liðið hafi spilað vel án hans í dag. Þessi frammistaða í dag útilokaði eða afskrifaði ekki nokkurn leikmann heldur sýndi það bara að loksins er komin einhver smá breidd í mannskapinn!! Þessi uppstilling Dalglish í dag var taktísk frekar heldur en að það hafi verið sterkasta mögulega lið inn á vellinum. Hann vissi það sem er ljóslifandi fyrir framan okkur ( Greinilega ekki STARRA) að endalausir krossar inn í teig á kollinn á Carroll myndu ekki ganga upp í dag. Með sterka skallamenn eins og Cahill og Knight þá hefði það gengið verr en ella. Þess vegna var lagt meir upp úr að koma inn á miðjuna, spila í fæturnar á mönnum og reyna að pota druslunni í markið! Það er svo einfalt! Þetta var sterkur sigur, taktískur sigur og síðast en ekki síst, sætur sigur!

 54. Starri. Ég held að það sé alveg ágætlega rökstutt í leikskýrslunni hér að ofan afhverju Caroll byrjar ekki og hver taktíkin hjá okkar mönnum var í leiknum í dag. Bolton með tvo öfluga turna í miðvörðum og því betri kostur, með nýfenginni breidd leikmannahóps okkar, að hafa öskufljóta menn á könntum og í framlínu í stað þess að vera með einn stóran sóknarmann að takast á við tvo jafn stóra eða stærri.

  Jújú. Vissulega getur Carroll án efa spilað betur heldur en hann hefur verið að gera en það er fjarri því að drengurinn hafi eitthvað verið að drulla á sig að undanförnu. Við erum bara með miklu fleiri kosti en einn ákveðinn fremst eins og þegar við höfðum plebbann hann Torres.

  Að lokum Starri. Njóttu dagsins. Við unnum eftir frábæran leik. 

 55. @ Starri (#65)

  Viltu ekki bara leyfa Kenny Dalglish að meta það hvort kaupin á Carroll séu mistök eða hvort hann henti okkar stíl? Ef þú þekkir rökfræði af einhverju viti þá sannar fjarvera einnar jöfnu engan veginn að dæmið gangi ekki upp með henni innanborðs. Þú hefur ekki sannað neina sjálfhælda snilligáfu með þessu gaspri. LFC voru frábærir í fyrri hálfleik gegn Sunderland með Carroll í byrjunarliði. Hvað segir það?

  Að öllum flóabitnum fuglum flognum þá vil ég segja að þessi frammistaða var framúrskarandi. Þvílíkur liðsheildarbragur á öllu og menn að gefa sig 110% í þetta fram að 91.mín þegar Carra gamli blundaði smá enda orðinn þreyttur á yfirburðunum. Undirstrikar kannski að ellikelling er að læðast aftan að honum og að margt væri vitlausara en að kaupa Cahill á undan Arsenal.

  En leikmenn voru bara mis-brilljant í dag. Dómgæslan var náttúrulega stjarnfræðilega vitlaus og maður þakkar bara fyrir að það kostaði okkur ekki stig eins og gegn Sunderland um daginn. Maður var aldrei öruggur fyrr en annað markið kom útaf nákvæmlega því sem gerðist í þeim leik. Vinstri vængurinn með Enrique & Downing var magnaður eins og samantekt þeirra á Anfield Index sannar:
  http://www.anfieldindex.com/3177/liverpool-fc-31-bolton-wanderers-effective-downing-enrique.html

  Lucas var mulningsvél á miðjunni og Adam einstakur með mark og stoðsendingu. Suarez var gjörsamleg óstöðvandi nema ólöglega þó að ekkert réttlæti væri að finna fyrir hann. Hann hefði verið minn maður leiksins ef hann hefði ekki klúðrað vippunni. Í staðinn vel ég senior Jordanito Jesus Hernandez sem létti þrýstingnum af sér vegna allra þeirra sem hafa haft efasemdir um hans gæði eða verðmiða. Átti afburða leik með sitt fyrsta mark og hið mikilvæga opnunarmark leiksins ásamt því að leggja upp tonn af dauðafærum sem ekki nýttust. Stráksi er kominn í gang. Núna þurfa einhverjir að finna sér nýjan Lucas til að gogga í. Carroll næstur heyrist mér?

  Gleðjumst í dag félagar.  Top of the league!

  There’s only one J.Hernandez, one J.Hernandez….

 56. Þetta væru allt saman góð og gild rök ef staðreyndin hefði ekki talað sínu máli. Horfum á undangengna leiki og berum saman. Síðan finnst mér ekki fallegt af þér Jói 69 að kalla Torres “plebba”. Torres veitti mér margar stórkostlegar ánægjustundir og lagði sig allan fram í búningi LFC og verðskuldar ekki þessa nafngift. Þú segir um Carroll “en það er fjarri því að drengurinn hafi eitthvað verið að drulla á sig að undanförnu”. Ég er nú strax rólegri ef hægðir hans eru a.m.k. í lagi. En leikmaðurinn leggur sig allan fram, það fer ekki framhjá manni. Hann berst af fullum þunga og hann er talsverður, og
  það ber að virða. Kalda staðreyndin er því miður sú að kaupin á honum á sínum tíma voru gerð undir dularfullum og mjög erfiðum aðstæðum og ætla að reynast mistök. Í þessu máli líkt og svo mörgum öðrum er tíminn hinn eini stóri dómari og hann mun leiða þetta í ljós. En við erum helvíti kátir núna og leikur liðsins í dag var betri en ég hef séð hann í marga mánuðu – ef ekki ár. 

 57. Ooohhh! Það er svo gaman að vera Liverpool aðdáandi í dag!

  Frábær leikur og það hjá öllum! Ég ætla að gefa öllu 10 af 10 fyrir þennan leik og Suarez 15 af 10.

  Meira svona takk! YNWA 

 58. Kosturinn við landsleikjahléð er að þá fær Meireles betri tíma til að jafna sig, og missir hugsanlega bara af þessum eina leik. Mér finnst a.m.k. betra að hafa hann í liðinu en á sjúkralistanum.

  Það sem mér fannst skemmtilegast við þennan leik var hvað hann var skemmtilegur. Fullt af færum, frábært spil, og svo auðvitað mörk og sigur. Bið ekki um meira. 

 59. Getur samt einhver sagt mér af hverju við eigum næsta leik 10.sept? 13 daga pása..
  Ég vill leik strax á morgun! 

 60. 75 Óliprik : það er landsleikjahlé 🙁
   
  týpískt að einhverjir meiðist í þessum leikjum… fáránelgt
   
  Djöfull er ég sáttur við okkar menn!
  YNWA

 61. Nr.57

  Ég held að það þurfi að gera nýtt system hvað varðar mann leiksins. Suárez er nánast alltaf maður leiksins sem hann verðskuldar auðvitað 100% !!!

  Ef að Suarez verður maður leiksins 38 leiki í röð vinnum við þessa deild, ef Suarez verður maður leiksins að mínu mati 38 leiki í röð vel ég hann mann leiksins 38 leiki  í röð. Ef Suarez er maður leiksins að mínu mati en ég vel hann það ekki á þeim grundvelli að ég hafi valið hann of oft undanfarið þá geng í Vinstri Græna daginn eftir. 

  Suarez var samt alls ekkert sá eini sem kom til greina hjá mér í dag eins og ég kom inná.


  Hvað Starra varðar þá vona ég bara að honum líði vel að vera svona mikið klárari en við Maggi og greinilega margir fleiri.  

  Þessum punkti/rökum hló ég samt að upphátt:

  Það þarf ekki annað en að lesa enska knattspyrnuumfjöllun til að komast að því.

  Sama umfjöllun fékk það út að Hodgson væri alveg málið fyrir Liverpool í fyrra svo dæmi sé tekið. Ekki það að ég hafi séð bresku pressuna afskrifa Carroll svona afgerandi eftir heila 3 leiki það sem af er ári og svo er mjög mismunandi hvaða mönnum tekið er mark á. Ég t.d. ætla að halda áfram að taka ekki mark á Starra, svíkja hann um afsökunarbeiðni (í alvörunni?) og vona að Carroll komi til hjá okkur á næstu vikum. 

 62. Ég segi eins og fleiri, treystum Dalglish til að meta það hvort að Carroll sé eða verði flopp! Ég veit ekki til þess að hann hafi verið einhver panik kaup enda er ég ekki með beina línu inn á skrifstofu hjá Dalglish eða Comolli! Efa að Starri hafi það heldur! Ég er sáttur með Carroll og efa það ekki að hann á eftir að skora mikið og standa sig vel. Muna svo efasemdarmenn að Dalglish fann Alan Shearer! 😉

 63. vá vá vá.     ok ég held ekki með liverpool en ég hef ævinlega gaman af því að koma hér inn og lesa commentin.    Shit samt hvað það eru margir hér sem mér finnst bara ekki vera með nógu marga bjóra til að geta talist vera kippa.    Fyrir það fyrsta getið þið þakkað Adams fyrir að vera án alls efa maður leiksins í dag.  Ég bara skil ekki þetta Leiva fetish ykkar.   Svo auðvitað má ekki gleyma Suarez, en einhvern veginn þá er það bara þannig að maður er farinn að reikna með því að hann sé frábær.   Frábær var hann í dag, en mér finnst bara verulega vitlaust að nefna hann sem mann leiksins.    Svo ég tali nú ekki um litningagallana sem kalla Leiva mann leiksins.

  Það sem þið ættuð að vera ánægðir með í dag er ekki góð frammistaða Suarez eða Adams, heldur það að Henderson er ekki sami auminginn og við ALLIR töldum að hann væri og það að samhljóðinn getur spilað bakvörð ætti að vera fagnaðarefni.  Hemderson sýndi í dag af hverju menn vildu borga fáránlega peninga fyrir hann.

  En allavega ,   gaman að sjá Liverpool komið aftur í klassann sem það á að vera í,.,.,,.. sem sagt ekki um miðja deild.   En ég reikna með ykkur í topp 3.

       

 64. #82

  Svolítið skrýtið því að ég horfði á leikinn á Sky og þeir áttu ekki til orð yfir frábærum leik Lucasar á miðjunni. Það sagði einmitt einn lýsandinn í undrandi rödd “did Lucas just give the ball away? Good grief what is happening” 

  Lucas át alla bolta sem komu til hans á miðjunni og skilaði honum fullkomnlega frá sér.  

 65. Eruð þið alveg bilaðir ,,,, hvernig átti Leiva miðjuna í dag.    Bolton var vonlaust og hann þurfti að gera nákvæmlega ekki neitt.    En jú við skulum lofa Leiva í stað þeirra sem gerðu þennan sigur í dag.    Suarez, Adams, Enrique, Samhljóðinn og fleiri skiptu mikið meira máli en Leiva.     En í Guðanna bænum haldið áfram að lofa hann.

 66. nr 84
  . . . . . .. . . . . . . . . . . ,.-‘”. . . . . . . . . .“~.,
  . . . . . . . .. . . . . .,.-”. . . . . . . . . . . . . . . . . .“-.,
  . . . . .. . . . . . ..,/. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ”:,
  . . . . . . . .. .,?. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .\,
  . . . . . . . . . /. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ,}
  . . . . . . . . ./. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ,:`^`.}
  . . . . . . . ./. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ,:”. . . ./
  . . . . . . .?. . . __. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . :`. . . ./
  . . . . . . . /__.(. . .“~-,_. . . . . . . . . . . . . . ,:`. . . .. ./
  . . . . . . /(_. . ”~,_. . . ..“~,_. . . . . . . . . .,:`. . . . _/
  . . . .. .{.._$;_. . .”=,_. . . .“-,_. . . ,.-~-,}, .~”; /. .. .}
  . . .. . .((. . .*~_. . . .”=-._. . .“;,,./`. . /” . . . ./. .. ../
  . . . .. . .\`~,. . ..“~.,. . . . . . . . . ..`. . .}. . . . . . ../
  . . . . . .(. ..`=-,,. . . .`. . . . . . . . . . . ..(. . . ;_,,-”
  . . . . . ../.`~,. . ..`-.. . . . . . . . . . . . . . ..\. . /\
  . . . . . . \`~.*-,. . . . . . . . . . . . . . . . . ..|,./…..\,__
  ,,_. . . . . }.>-._\. . . . . . . . . . . . . . . . . .|. . . . . . ..`=~-,
  . .. `=~-,_\_. . . `\,. . . . . . . . . . . . . . . . .\
  . . . . . . . . . .`=~-,,.\,. . . . . . . . . . . . . . . .\
  . . . . . . . . . . . . . . . . `:,, . . . . . . . . . . . . . `\. . . . . . ..__
  . . . . . . . . . . . . . . . . . . .`=-,. . . . . . . . . .,%`>–==“
  . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . _\. . . . . ._,-%. . . ..`
   
  er allt sem ég hef að segja um þig

 67. Ottó Rafn getur verið að þú hafir óvart farið í tímavél og þú hafir verið að horfa á leik með Lucas Leiva frá 2007? 

  Bolton var vonlaust og hann þurfti að gera nákvæmlega ekki neitt.

  Ekki séns að þetta tengist eitthvað? Leikur Lucas Leiva og hvað miðjan og sókn hjá Bolton var vonlaus í dag?

 68. Ég hélt að Lucas Leiva gagnrýnin væri búinn. But no. Lucas var keyptur 20 ára til Liverpool árið 2007. Þessi drengur er bara 24 ára í dag. Það muna allir hvernig Gerrard var í kringum 20 ára. Mikið rosalega náði Gerrard að þroskast vel og verða góður leikmaður. Mikið rosalega hefur Lucas náð að þroskast vel og er LÍKA orðinn góður leikmaður. Ég er líka með fréttir. Lucas á eftir að vera enn betri með komandi reynslu. Vá hvað við verðum í enn betri málum þá!!! …………Ég hlakka til !!!

 69. “ég held svei mér þá að Skrtel hafi ekkert farið á okkar vallarhelming í seinni hálfleik.”
  WHAAAAT? Hvernig var þetta mark hjá honum þá !?!?!?!?!?!?!?

 70. ég held að Ottó Rafn hafi farið í tímavél já, Tony Adams hætti fyrir löngu að spila fótbolta. Þar fyrir utan spilaði hann fyrir Arsenal ekki Liverpool.

   

 71. Sá eini sem á skilið að fá afsökunarbeiðni eftir þennan leik er Suarez frá dómaranum. Annars hef ég aldre verið jafn sammála einu commenti hér inni og ég er með #85.

  Frábær leikur í alla staði! 

 72. @ Ottó Rafn

  Geri þá ráð fyrir að Lee Dixon sé líka með Leiva-fetish? Hann líkt og margir aðrir hér á spjallinu sáu hversu frábæran leik Lucas átti og þá er ekkert að því að gefa honum hrós fyrir það. Átti álíka góðan leik gegn Arsenal síðustu helgi og þeir voru sterkari andstæðingur en Bolton.

  Hér er samantekt MOTD á leiknum og komment Dixon í lokin á 12.mín:
  http://www.dailymotion.com/video/xkr53y_motd-liverpool-v-bolton-27-08-11_sport

  Makelele var líka stórlega vanmetinn á sínum tíma hjá Real Madrid af þeim sem ekki höfðu nægilega innsýn í innviði fótboltans. Allir vita hvernig það fór og heimska kónganna í Madrid varð happafengur keisarans hjá Chelskí.

  Zidane hafði þetta um málið að segja þegar Makelele var dömpað fyrir draumadísina Beckham:
  “Why put another layer of gold paint on the Bentley when you are losing the entire engine?”

  Macca og Járnið höfðu þetta að segja til viðbótar:
  Steve McManaman called Makelele “the most important and yet least appreciated midfielder at Real” while Fernando Hierro echoed him, saying: “he’s been the best player in the team for years but people just don’t notice him”.
  http://bleacherreport.com/articles/77830-claude-makelele-the-greatest-galactico

  Hér er líka einkunnagjöf byggð á statistík. Charlie Adam maður leiksins þar en Jimi Hendrix ekki langt undan:
  http://www.whoscored.com/Matches/505495/LiveStatistics/England-Premier-League-2011-2012-Liverpool-Bolton

 73. Lucas Leiva var í dag og er BURÐARSTÓLPUR LIÐSINS STOPPAÐI 19 SÓKNIR Í ÞESSUM LEIK

 74. Ég er ekki mikið fyrir að ráðast á einstaklinga, svo mig langar kurteislega til að spyrja tvo pilta:

  Starri: Þú talar eins og þú hafir meira vit en allir aðrir … nefnir enska blaðaumfjöllun sem sönnun þess að Carroll kaupin hafi verið vitleysa – sem bókasafnsfræðingur og aðdáandi skipulags þá spyr ég þig: geturðu komið með 2-4 linka á umfjöllun þess efnis að kaupin hafi verið mistök?? Ef ekki, þá bið ég þig kurteislega um að vera hljóður um eitthvað sem ÞÚ hefur ekki hundsvit á.

  Ottó Rafn: Þekkir þú Starra? Ertu blindur? Sástu ekki tæklingarnar sem Lucas Leiva átti? Ég held að hann hafi átt flestar! Hann og Adam stjórnuðu miðjunni svo vel að Bolton virkaði lamað og lélegt … ekki út af því eingöngu að þeir gátu ekki neitt, heldur út af glæsilegu spili og stjórn miðjunnar hjá Liverpool.

  Besserwisserar … gotta love ’em! 😉 

 75. Meira að segja AEG setur ekki út á Lucas í þessum leik, sem þýðir bara eitt – hann var að gera eitthvað rétt.

 76. Þessi leikur var hreint augnayndi frá fyrstu til nítugustu og fyrstu mínútu. Carra gerði þessi mistök af því að hann var ekkert búinn að vera með í leiknum, var orðinn skítkaldur. Að öðru leyti var þetta einn besti leikur sem ég hef séð í ansi langan tíma, mér dettur helst í hug vorið 2009 þegar við thröshuðum Manchester United og Real Madrid á einni viku. 

  Það er orðið deginum ljósara að það verður Suarez á næstu treyju sem ég kaupi mér. Hafið þið séð fyrsta markið aftur? Þessi sending frá Suarez á Downing er eitt það mesta meistarastykki sem ég hef séð í óratíma. Hann er með tvo varnarmenn Bolton í kringum sig, er með boltann, sér samt hlaupið frá Downing og gefur 100% utanfótarsendingu, með réttum snúningi á Downing. Veit ekki við hvern maður á að líkja honum, segi bara Nani, hvað? Besti leikmaður deildarinnar á þessum tímapunkti.

  Lucas Leiva var besti leikmaður liðsins. Hérna um daginn var verið að ræða frammistöðu og framfarir hans undanfarið og honum var m.a. líkt við snillinginn Dietmar Hamann. Það er ekki fjarri lagi. Staðsetningar og leiklestur hans er orðinn framúrskarandi og allt virkar mjög einfalt hjá honum. Hann þarf ekki að stökkva í “last-ditch-tackles” af því að hann vinnur boltann standandi og með staðsetningum. Svona svipað og góðir markmenn sem eru vel staðsettir og þurfa ekki sífelldar sjónvarpsmarkvörslur.

  Flæðið á liðinu, stöðuskiptingar, eins og þeir í MOTD sýndu í gær, hvernig Downing dró Grétar Rafn út úr stöðu trekk í trekk og skapaði svæði fyrir yfirleitt Suarez úti til vinstri og opnaði þar með hlaupamöguleika og pláss inni á miðjunni. Hreyfanleiki leikmanna gerði það að verkum að Bolton litu mjög illa út, eitthvað sem Man. City náði ekki að gera gegn þeim á síðustu helgi. 

  En þá að Carroll-þætti Starra. Það þýðir ekkert að mótmæla því að þótt Starri taki djúpt í árinni með Carroll þá er sannleikskorn í því sem hann segir. Það sem ég hef minnst á áður, og ég tek það fram að ég tel Carroll ekki ómöguleg kaup, er að hann virkar ekki nógu vel sem fremsti varnarmaður í pressu. Hann er ekki nógu vel staðsettur og ekki nógu kvikur tl að pressa með hinum öflugu og óþreytandi Kuyt og Suarez. Sóknarlega hef ég ekkert upp á hann að klaga, hann er ákveðin tegund af leikmanni og í vetur mun koma í ljós að hann á eftir að nýtast mjög vel og þá sérstaklega þegar hann og Suarez fara að ná betur saman. Keegan/Toshack parnership in the making. 

  Það er samt eitt sem við Poolarar þurfum að passa okkur á núna. Þrír leikir búnir og 7 stig, næstu tveir leikir eru erfiðir útileikir gegn Stoke og Tottenham. Vonandi fáum við 3-4 stig út úr þeim leikjum og svo er langt tímabil framundan. Ef t.d. Suarez lendir í meiðslum sýnist mér við verða í smávægilegum vandræðum fram á við þótt Downing, Henderson, Adam, Meireles og svo Gerrard muni auðvitað veita ansi öflugan sóknarþunga ásamt Carroll. Suarez er sá sem skapar nánast öll færi liðsins um þessar mundir og án hans þurfa aðrir að stíga upp. En það sem stendur upp úr núna er að flæðið í liðinu er magnað, leikmenn vita hvað þeir eru að gera og game-planið er gott. Kenny Dalglish er það besta sem hefur komið fyrir Liverpool síðan 25.maí 2005 og framtíðin er glansandi björt.

   

 77. Ég horfði á leikinn í nótt  og var að lesa leikskýrsluna og kommentin á sama tíma.

  Ég stend við það sem ég hef sagt við marga að undanförnu að ég held að Henderson verði lykilmaður í þessu Liverpool liði næstu árin.  Að mínu mati átti hann flottan leik.  Þeir sem koma hingað og nenna svo ennþá að gagnrýna Lucas Leiva eftir hvern leik hljóta að vera vísvitandi að reyna að espa okkur upp því ég trúi varla að einhver sem horfi á Liverpool að staðaldri geti núna efast um það hvað Lucas er mikilvægur fyrir okkar lið.

  Að mínu mati frábær leikur hjá okkar mönnum.  Ég hef ekki verið svona glaður og sáttur við spilamennsku Liverpool liðs í mörg ár. 

 78. Ég man hvað ég var reiður þegar mínir menn seldu einn besta framherja heims í janúar fyrir 50 milljónir punda, ekki grunaði mann þá að við værum búnir að tryggja okkur annan framherja sem væri sirka helmingi betri en sá sem við seldum og kostaði í þokkabót ekki nema TÆPAN helminginn af þeim 50 milljónum sem fengust fyrir framherjann sem við seldum. SUAREZ ÉG HELD ÉG ELSKI ÞIG.

 79. í guðanna bænum strákar þessi hernandes brandari er búinn, tökumst í hendur um það að þetta sé búið djók

 80. frábær leikur, allt að smella saman , flott að hafa carroll vegna hversu ólikur hann og suarez eru ,finnst sumir hérna ekki alveg átta sig á að það sem var fyrir hjá þessu liði var ekki að skila okkur i titilbaráttu í ansi MÖRG ár , vona að þetta blessist með Gerrard og því miður er Carra að gera ansi mörg mistök sem hefur kostað okkur ýmislegt í gegnum tíðina ,en finnst hann samt frábær sem meiri backup fyrir unga og ferskari fætur.
  er annars e-ð að frétta af öðrum kaupum, svosem framherja og miðverði?

 81. Sælir félagar
   
  Fyrir mér er Lucas maður leiksins.  Þá er ég ekkert að taka af frábærri frammistöðu annarra leikmanna. Hvað athugasemdir Starra og Ottós Rafns varðar þá eru þær varla svaraverðar.
  Að ætla að taka mann af lífi (sem leikmann nota bene) eftir aðeins þrjá til fjóra leiki er ekki aðeins heimskulegt heldur líka skammsýni sem menn eiga að hafa fyrir sjálfa sig en ekki afhjúpa opinberlega.  Ottó Rafn gerir sig beran að því að vera í raun blindur.  Þar sem ekki er fallegt að gera athugsemdir við fötlum manna læt ég hann liggja á milli hluta.
   
  Það er nú þannig.
   
  YNWA

 82. er sebastian coatesbuinn að fara í læknisskoðun? væri til i að sja info um þennan gaur ,veit litið sem ekkert um hann

 83. Ég lít á það sem lúxusvandamál þegar helsta umræðuefni (og ásteytingarsteinn) manna eftir leik er hver var maður leiksins. Það er af sem áður var.

 84. Kláraði leikinn núna í morgun, missti af síðasta kortérinu í gær.
   
  Frábær frammistaða, þó ég samhryggist Reina karlinum að hafa fengið á sig mark.  En að öðru leyti solid frammistaða hjá öllum leikmönnum þann tíma sem þeir fengu.  Svekkjandi að sjá að Kelly virðist hafa frekar dapra fótavöðva og viðbúið að eitthvað þurfi að hafa áhyggjur af því.
  Annars dettur mér ekki í hug í sekúndu að verða fúll þegar liðið mitt situr á toppnum.  Treysti stjórnendunum fyrir verkefninu í hverjum leik og þeir eru að sanna sig.
  Varðandi það að einhverjir telji mig vaða yfir þá með visku, þá er það ekki svaravert, mínar skoðanir eru jafn vitlausar og/eða réttar og annarra og aldrei til þess fallnar að gera lítið úr nokkrum.  Ég hef eins og aðrir metið sumt rétt og annað ekki.
  Hef varið Lucas frá upphafi en taldi t.d. Yossi Benayoun mann sem myndi breyta liðinu.  Shows what I know.
  Ég aftur á móti hef oftar rétt fyrir mér en breska pressan, þó ekki þurfi nú snilling til þess.  Sú pressa gagnrýndi Andy Carroll um síðustu helgi en valdi svo manninn sem hefði dekkað hann, Vermaelen, mann leiksins.  Ekki mikill vottur um skynsemi í því t.d.!
   
  Ég hins vegar hef gríðarlega trú á Kenny Dalglish og Fabio Capello.  Meðan þessir tveir ætla Andy Carroll lykilhlutverk í sínum liðum þá þarf ég ekki meiri rök.  En hann á mikið inni auðvitað.
   
  Sitting proudly at the top of the league!!!

 85. Flottur sigur, en strákar, 3 dagar í að glugginn loki og við þurfum nauðsynlega að fá framherja! Einhvern góðan bakköpp striker, Sturridge?

 86. Doddi 95, þessar athugasemdir þínar við skrif mín tek ég ekki sem að ráðist sé á mig. Þetta er nú í kurteisari kantinum. En ekki veit ég hvernig þú færð það á tilfinninguna að ég hafi meira vit á jafn einföldum leik og knattspyrna er þótt ég nefni til sögunnar enska fjölmiðla og umfjöllun þeirra um okkar ástsæla knattspyrnulið. Þú leggur á herðar mér sönnunarbyrði eins og í hverju öðru glæpamáli. Að ég tilgreini vitni ellegar skoðist málflutningur minn dauður og ómerkur. Og ekki nóg með það. Ef ég ekki geri það þá er ég beðinn um að vera ekki að blanda mér í umræðuna. Þetta er ekki sæmandi samviskusömum bókasafnsfræðingi. Þessi ummæli í bresku pressunni er hægt að finna víða og það er ekki ofverkið þitt að gera það eins og aðrir. Og jafnvel þótt þú finnir þær ekki er mér ekkert á móti skapi þótt þú haldir áfram að tjá þig á kurteislegan máta.

 87. Starri # 113

  Þannig að beisklí þá hefur ekkert til að bakka upp fyrri yfirlýsingar þínar ? Þú varst sem sagt að tala með rassgatinu…

 88. Leiva spilaði mjög vel í gær enda allt liðið á fullu kringum hann en einn og einn svona leikur er ekki nóg. Ef við ætlum að verða meistarar þarf miklu meiri stöðugleika. Flestir aðdáendur annarra liða sem ég spjalla við hafa sömu skoðun og Óttar Rafn – ágætis leikmaður en verður aldrei betri hann er í dag. Um leið og Gerrard kemur inní liðið hlaupandi útur stöðum reglulega þá verður Leiva meira exposed og takmarkanir hans koma í ljós.
  En áfram Leiva og áram Liverpool. Ekkert nema jákvætt að við erum tímabundið á toppnum og að spila frábærlega á Anfield. Ég bið menn þó að róa sig, Chelsea litu út fyrir að pakka deildinni í fyrra en sprungu algerlega á limminu. Þú færð ekkert fyrir að vera efstur í byrjun móts. Enska deildin er erfitt langhlaup og það er rosalega mikið eftir. En mikið djöfull er gaman að sjá liðið eins og það spilaði í gær. Frábær liðsheild og allir leikmenn skínandi hamingjusamir að spila fyrir besta lið í heimi.

 89. Varðandi Carra og þessi stórkostlegu mistök hans. Mér fannst slæmt hvernig hann misti boltann fram hjá sér en í raun nær hann manninum og boltanum meistaralega, það var bara helvítis ólukka að það hafi einmitt verið Bolton maður á hinum endanum. Áfram Carra!!!!

 90. Mér er algerlega fyrirmunað að skilja endalausa gagnrýnina á Lucas Leiva. Hann spilar stöðu varnasinnaðs miðjumanns, frábærlega duglegur og óþreytandi í að elta menn uppi, hirða boltan og spila honum með mikill nákvæmni. Því spyr ég þá sem eru endalaust í gagnrýninni: Hvað gerir hann ekki nógu vel? Hvert teljið þið hlutverk hans vera hjá Liverpool?

 91. Frábær leikur. Ég ætla að gera mitt allra besta til að breyta áliti þeirra sem ekki hrífast af Lucas. Nei, ég ætla að sleppa því. Hann sýnir getu sína inni á vellinum, tölfræðin talar sínu máli og hann startar alla leiki hjá Brössum. En samt er þetta örugglega rétt hjá ykkur hérna á spjallborðinu, alveg ömurlegur leikmaður. Þvílíkir fótboltaheilar og spekingar. KD í ruglinu að nota hann. Ég reikna með að bróðurpartur samfélagsflórunnar skoði og skrifi á kop.is. Sumir þrífast á viðbrögðum annarra við skoðunum sínum á spjallborði, hvort það sé þeirra raunverulega skoðun eða ekki skiptir ekki máli held ég. Mótþróaþrjóskuröskun. Skoðnir eru misgáfulegar en flestar gildar. En leiðum frekar hjá okkur neikvæðniraus um einstaka leikmenn sem standa sig vel, frekar en að reyna að snúa mótþróaþrjóskuhausum á okkar hlið. YNWA.
  góðar stundir

 92. Ég er hundskammaður fyrir “að afskrifa mann og taka af lífi eftir aðeins þrjá leiki”. Sömu menn og skamast út í það hefja aðra leikmenn upp til skýjanna og taka þá í guðatölu fyrir jafn marga leiki. Mótsagnakennt.

 93. Starri, hvaða leikmenn eru það sem eru komnir með jafn marga leiki og Carroll sem hafa verið “hafðir upp til skýjanna og teknir í guðatölu”?

  Ég hef ekki tekið eftir því að nokkur maður hafi líkt Adam, Downing, Henderson eða Enrique við Guð svo mér þykir líklegt að þú sért að tala um Suarez. En þá þykir mér einnig vert að benda á þá staðreynd að Suarez er búinn að spila nokkrum leikjum fleiri en Carroll (munar kannski ekki miklu þó en ef þú tekur mið af því að Carroll var að stíga upp úr meiðslum á síðasta tímabili, og því ekki fit, þá verður munurin meiri) auk þess sem hægt að er að taka mið af frammistöðu Suarez á Copa America í sumar.

  Ef þú ert að tala um einhvern annan leikmann en þá sem ég hef talið upp hér þá máttu alveg segja mér hver það er. 

 94. Shii… Þessi Manchester lið eru í algjörum sérflokki miðað við það sem maður hefur séð hingað til. Fyrsta alvöru prófraun okkar verður þegar við mætum þeim. Arsenal og Tottenham eru svipur hjá sjón og Chelsea ekki sannfærandi heldur.

 95. Gæti ekki verið meira ósammála þér, magnús #124.

  Við höfum ekki verið að klúðra deildinni ár eftir ár í leikjunum gegn stóru liðunum – okkar prófraun eru útivellir á borð við Britannia, St. Andrews, Molineux og þar fram eftir götunum. Þessir leikir gegn “litlu liðunum” telja alveg jafn mikið og gegn “big six”, það er fátt meira pirrandi en að sigra eitt af þeim sannfærandi og tapa svo stigum gegn Wigan, Everton, wolves, B.ham og þeim liðum í næstu umferð.

  Okkar akkilesarhæll í gegnum árin.

 96. Já, það er satt en nú eru City líklega með svakalegasta mannskap frá upphafi í deildinni og virka á öðru leveli eins og þeir eru að spila. Við þurfum að sjálfsögðu að klára þessa útileiki gegn liðum í neðri hlutanum en ég held að deildin muni sigrast á fleiri stigum en síðustu ár og þar af leiðandi verða leikirnir gegn toppliðunum, í þessu tilfelli Manchester liðin, þýðingarmeiri en áður.

  Stend við það að Manchester liðin séu liðin sem þarf að sigra ef það á að vinna deildina. Svipað og ef eitthvað lið ætlaði að enda fyrir ofan Barca og Real í spænsku þá væri það skylda að klára minni liðin og síðan þyrfti einnig að ná stigum af þeim í leikjum innbyrðis.

 97. Eftir leiki dagsins eru liðin frá Manchester með markatöluna 13-3 gegn Lundúnarliðunum. *hrollur*

 98. Það er ekki skrýtið að 14 ára krakkarnir kalla Adam Adams þegar þeir hlusta á Hörð Magnússon segja Adams.

 99. Og hinir fræðingarnir í utd messunni eru sammála Starra. Skyldi Starri vera Hjöbbi ká?’

 100. Eru þetta sömu sérfræðingarnar og ætluðu að kaupa Hazard á 10m í Arsenal ef þeir fengu 70mp til að eyða í leikmenn ?

 101. Hazard á 10m ? Arsenal mun líklega punga út 10m fyrir Rafa Benitez fyrir lok leiktíðar.

 102. Það er eiginlega svakalegra að sjá niðurbrot Arsenal heldur en stórleik Manchester United. Varnarleikurinn þeirra var gjörsamlega úti á túni og þeir litu jafnvel verr út en á móti okkur á síðustu helgi. Liðið versnar með hverri vikunni.

  Manchester liðin líta gríðarlega vel út núna, eru að spila sig saman eins og okkar menn og virðast hafa gríðarlegan sóknarþunga. Chelsea er ekki eins sannfærandi og unnu hálfgerðan heppnissigur á Norwich á heimavelli. Sýnist við ættum að vera í flokki með þessum fjórum þótt mikið sé eftir af tímabilinu.  

 103. Það er ekki skrýtið að 14 ára krakkarnir kalla Adam Adams þegar þeir hlusta á Hörð Magnússon segja Adams.

  Rólegur maður, hann sagði þetta einu sinni og leiðrétti sig eins og skot.  

 104. Það er eiginlega svakalegra að sjá niðurbrot Arsenal heldur en stórleik Manchester United. Varnarleikurinn þeirra var gjörsamlega úti á túni og þeir litu jafnvel verr út en á móti okkur á síðustu helgi. Liðið versnar með hverri vikunni.

  Manchester liðin líta gríðarlega vel út núna, eru að spila sig saman eins og okkar menn og virðast hafa gríðarlegan sóknarþunga. Chelsea er ekki eins sannfærandi og unnu hálfgerðan heppnissigur á Norwich á heimavelli. Sýnist við ættum að vera í flokki með þessum fjórum, kannski helst Chelsea þótt mikið sé eftir af tímabilinu.  

 105. @AEG
  1. Ég er ekki alveg að skilja fyrstu setningu þína í kommentinu ” Leiva spilaði mjög vel í gær enda allt liðið á fullu í kringum hann” er það ekki lámarks krafa til knattspyrnumanna að vera á fullu allan leikinn? Það eiga allir knattspyrnumenn að vera á fullu þegar þeir spila. Síðan bætist við hæfileikar og skipulag og þá er komið gott fótboltalið. En grunnurinn er alltaf sá að menn séu að leggja sig fram og eru á fullu. En auðvitað væri Lucas ekki góður ef aðrir í liðinu væru ekki að leggja sig fram, en það á auðvitað við um alla t.d. Messi, Suarez og c.ronaldo.
  2. “Flestir aðdáendur annarra liða sem ég spjalla við hafa sömu skoðun og Óttar Rafn” – Nei enda horfa flestir aðdáendur annara liða á leiki með öðru auganu eða þá bara highlights úr leikjum Liverpool. Sú vinna sem Lucas vinnur kemur svo sannarlega ekki fyrir í Highlights.
  3. “ágætis leikmaður en verður aldrei betri hann er í dag”  jaaa hann er alltaf betri með hverjum leiknum og hann var góður í nóvember í fyrra, enn betri í febrúar, mun betri í maí og í dag er hann svo enn að taka framförum. þannig að ég er ekki sammála þér varðandi þetta.
  4. “Um leið og Gerrard kemur inní liðið hlaupandi útur stöðum reglulega þá verður Leiva meira exposed og takmarkanir hans koma í ljós.” hvað ertu að segja hérna? hlutverk hans er að sitja eftir þegar aðrir leikmenn hlaupa út úr stöðum. Hann á að sitja eftir og vera “exposed” eins og þú segir. Ertu að segja mér að Lucas verði verri leikmaður þegar Gerrard kemur til baka, af því að hann sinni minni varnarvinnu en þeir leikmenn sem Lucas er að spila með núna?
  5. “en einn og einn svona leikur er ekki nóg.” einn og einn hvað? það hefur kannski komið einn og einn leikur þar sem hann hefur verið slappur en ekki öfugt.
   
  Ég er ekki alveg að skilja það hvernig þú getur ekki séð kosti hans og ég væri rosalega mikið til í að þú myndir benda mér á a.m.k. einn varnartengilið sem er betri en hann í heiminum í dag.  Ég er búinn að fara yfir öll bestu liðin í enska og spænska og finn engann sem er betri í því að vinna boltann og dreifa honum einfalt

 106. Heyr heyr #139 – en trúðu mér, AEG gerði sér upp skoðun á Lucas 2007 og ætlar sko ekki að breyta því.

  Kemur svosem ekki á óvart, honum finnst hugarfar og leiðtogahæfileikar Gerrards og Carra ábótavant líka…. (kom okkur einn síns liðs í CL síðasta ár Houllier , kom okkur uppúr riðlinum gegn Olympiakos í síðasta leik , skoraði fyrsta markið gegn AC Milan og var MOM, vann west ham einn síns liðs í FA bikarnum 2006, uþb 20 marka maður 06-08, tvö tímabil í röð – að undanskyldum þeim tuga stiga sem hann hefur halað inn og komið okkur til bjargar á síðustu stundu) #enginkarakter , #ekkileiðtogi .

 107. Ég er ábyggilega síðastur með fréttirnar, en þessi tölfræði byggir á Manergial statistic frá Wikipedia.  Að þessu leiti er jafnt á með liðunum komið, ….. (ef maður er hógvær).
   
   

  Kenny Dalglish
  W
  D
  L

  1985 -1991
  60,6%
  25,6%
  13,8%

  2011 – …..
  51,9%
  22,2%
  25,9%

  1985-1991, 2011 …..
  59,9%
  25,3%
  14,8%

   
   
   
   

  Alex Fergusson
   
   
   

  1986 -2011 …..
  59,3%
  23,1%
  17,6%

 108. Með leikmann eins og Lucas Leiva í liðinu í dag hefði Arsenal ekki tapað 8-2 á Old Trafford. Það fullyrði ég. Reyndar hafa þeir fengið á sig 10 mörk í deildinni síðan þeir misstu varnartengiliðinn sinn, Frimpong (eða PingPong eins og hann var kallaður síðustu helgi) útaf með rautt gegn okkur. 

  Annar munur á Arsenal í dag og gegn okkur var líka sá að þá vantaði Vermalen (langbesta mann Arsenal gegn okkur), Sanga og auðvitað Nasri sem var næstbesti leikmaður Arsenal gegn okkur. 

  Það er aldrei í lagi að tapa 8-2 hjá liði eins og Arsenal en þetta var líklega ekki svo mikil tilviljun og einmitt það sem flestir Arsenal vinir mínir óttuðust og meirihlutinn virðist núna vilja losna við sjálfan Arsene Wenger.

  En Ottó Rafn, AEG og fleiri halda því fram að stuðningsmenn annara liða sjái ekki hvað Lucas geri svona vel, eitthvað sem ég er ekki sammála, mjög margir eru einmitt að hrósa honum. En gefum okkur að þetta sé rétt hjá þeim þá væri ég til að heyra rök þeirra Nallara sem myndu ekki vilja hafa Lucas í sínu liði núna?

   

 109. Vegna #143 ….  æ, æ, editorinn þolir ekki dálkauppsetningu, sorrý.

 110. Ég meika ekki að lesa öll þessi komment því ég hef trú á að það sé miiikið um tuð og bull núna.
  En ég spyr bara hvernig geta menn tuðað yfir einhverju núna? 🙂

  Vorum að koma úr 2 verstu tímabilum öruglega úr sögu Liverpool.
  Erum búnir að losa okkur við verstu eigendur úr sögu Liverpool.
  Erum búnir að losa okkur við versta stjóra úr sögu Liverpool.
  King Kenny er stjóri Liverpool.
  Erum með eigendur sem eru til í að gera allt til að ná árangri og vinna vinnuna sína vel.
  Erum búnir að losa okkur við slatta að rusl leikmönnum.
  Erum búnir að kaupa sjö góða leikmenn síðan um áramótin, átta ef Coates kemur. 
  Búnir að vinna þrjá og einn jafntefli af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. 

  Ef þetta er ekki nóg í bili þá veit ég ekki hvað! Verum glaðir og hættum þessu endalausu tuði, erum með flott lið og allir eru glaðir hjá klúbbnum oog okkur gengur vel!
   YNWA!

 111. Æi þetta er ekki þráður sem á að snúast um Lucas litla heldur glæsilegan sigur okkar gegn Bolton. En fyrst Björn setur þetta svona vel og málefnalega fram bara verð ég að sýna sömu virðingu á móti. 

  1)Bara punktur um að ef Liverpool er að hápressa um allan völl og loka á spil upp miðjuna þá reynir minna á skort Leiva á hraða og sprengikrafti. Við munum heldur ekki geta hápressað í allan vetur. Eitt sem gerði t.d. Makelele stórkostlegan hjá Real og Chelsea er þegar andstæðingar náðu yfirtölu á miðju lokaði hann á slíkt með sprengikrafti og leikskilningi sem Lucas býr ekki enn yfir. Þetta sást t.d. í 1-1 leiknum gegn Sunderland þegar Lucas hikaði á milli 2 valkosta í seinni hálfleik og þeir fengu hrúgu af skotfærum fyrir utan.
  2) Flestir aðdáendur annarra stórliða eru miklu frekar mjög góðu vanir og hafa samanburð varnartengiliða við menn eins og Roy Keane, Vieira og Makelele. Lucas á soldið mikið í land að teljast í sama hópi og þeir. Leiðtogar sem endursköpuðu þessa stöðu á vellinum og höfðu svakalegt sigurkarisma og líkamlegan styrk yfir sér. Menn sem fengu af og til rauð spjöld því þeir voru í harki útum allan völl og gátu stjórnað og unnið toppleiki. 
  3) Þú verður bara að lesa mín fyrri skeyti hérna Björn. Ég hef margoft sagt að Lucas sé góður leikmaður og að hann yrði afburða squad-player. En Liverpool þarf heimsklassa varnartengilið til að ýta Lucas á bekkinn til að taka næsta skref. Einhvern sem hin toppliðin óttast. Aðdáendur annarra liða (mannvitsbrekkan Óttar Rafn örugglega líka) óttuðust t.d. Mascherano og Ferguson brjálaðist að við skyldum næla í hann. Okkur mun vanta þannig jarðýtu á ný eftir 1-2 ár. You´ll see.
  4) Það mun reyna miklu meira á sprengikraftinn hjá Lucas þegar Gerrard kemur inn við að loka svæðum á miðjunni sem opnast, að þora að sækja fram og tengja miðju og sókn. Hann mun lenda í að brjóta meira klaufalega af sér fyrir utan vítateiginn er líða fer á veturinn þegar hann fær fleiri menn á sig á fullri ferð. 
  5) Við verðum ekki meistarar ef liðið og Lucas er undir pari gegn Sunderland og vinnur Bolton í næsta heimaleik. Liverpool hefur í mörg ár vantað stöðugleika gegn litlu liðunum, að klára þessa skúnkaslátrun í yfir 85% tilfella. Lucas stýrir heldur ekki mikið á velli, gegn Sunderland þegar allir voru að dæla háum boltum í seinni hálfleik á Carroll átti að hann að róa menn og vilja fá boltann í fæturna. Þetta verður hann að bæta og þora að taka ábyrgð ef hann vill bæta sig ennfrekar sem leikmaður.  

  Sammála Babu í því að Arsenal hefði aldrei tapað 8-2 með Lucas á miðjunni í 4-5-1 leikkerfi. Frammistaða Lucas í svoleiðis miðjukraðaki er hans stærsti kostur. Er algerlega frábær þegar hann getur flögrað pressulaust milli manna í stórleikjum og lið sækja rólega á okkur. 
  Elías, kallaru það leiðtogahæfileika að skora sigurmörk á síðustu sekúndu? Við erum að tala um Gerrard, mann sem margoft hengir bara haus þegar hlutirnir ganga ekki upp og 50m Hollywood sendingarnar hans enda uppí stúku. Hann er soldið eins og Eiður Smári með íslenska landsliðinu, bara á ekki að vera fyrirliði.
  Björn spyr um betri varnartengiliði í heiminum í dag. Áðurnefndur Mascherano yrði algert monster ef hann kæmi aftur til Englands reynslunni ríkari hjá Barca. Xavi myndi líka verða yfirburðamaður í þessari stöðu. Það gjörbreytti leik Man City í fyrra hvort Nigel de Jong var með eða ekki, Yaya Toure gæti líka skilað þessari stöðu í heimsklassa. Nuri Sahin, M´Vila, Schweinsteiger og Diarra gætu allir mögulega stigið upp og orðið afburða góðir hjá Liverpool. Persónulega fylgdist ég töluvert með Dortmund í fyrra og dauðlangaði í Sahin. Ungur og með gríðarlegt potential.  

  p.s. er eitthvað vitað með leikmannakaup Liverpool fyrir lok gluggans. Fáum við Bellamy (The Nutter with the Putter)?! Hvað með Afellay? Vargas? 

 112. Okkur vantar ekki gæðin. Bara gredduna. Við hefðum átt að vinna Bolton 5-6 0.

 113. Að segja að Gerrard eigi það til að hengja haus þegar á móti blæs (aðalega síðan Alonso fór) getur alveg átt rétt á sér í undantekningartilfellum, en hve oft hefur hann dregið liðið úr svaðinu einn síns liðs ? Er það ekki leiðtogahæfileikar ? Á erfiðum tímum stíga sterkir menn fram, það hefur Gerrard gert ótal sinnum, bara af því að hann hefur verið “slakur” síðustu 2 tímabil (mjög mikið meiddur) eins og allt félagið, utan vallar sem innan, þá þýðir ekki að strika út með einu pennanstriki það sem þessi leikmaður hefur gert fyrir félagið síðasta áratuginn.

  En þegar félagið er í ruglinu, verið að “asset-stippa” félagið, bjölluhausar í stjórnarstöðum og félagið að fjarlægjast keppinautanna á met tíma – þá skil ég bara vel að hann hafi ekki verið uppá sitt besta, nákvæmlega eins og stuðningsmenn félagsins. Hann verður ekki dæmdur af einu eða tveimur tímabilum. Þetta er leikmaður sem hefur skilað félaginu 10 mörkum á tímabili síðan 00-01 og þrjár leiktíðir farið yfir 20 marka múrinn sem miðjumaður (mis-framliggjandi).

  Þá munt þú líklega segja að hann sé góður leikmaður en eigi ekki að vera captein, eins og þessi fáránlegi samanburður þinn á Steven Gerrard & Eið Smára. En við skulum aðeins stoppa við:

  2003-2004:

  Gerrard var gerður að fyrirliða í okt 2003, síðasta leiktíð Houllier. Ég hef aldrei séð einn leikmann rífa eitt lið jafn mikið áfram eins og Gerrard gerði á þessu tímabili. Ég er tilbúin að fullyrða það að lang flestir (ef ekki allir) Liverpool aðdáendur séu sammála því að hann hafi komið liðinu í CL einn síns liðs (eins mikið og það er hægt í hópíþrótt).

  2004-2005:

  Hengdi Gerrard haus þegar liðið lenti 0-1 undir í leik gegn Olympiakos sem þurfti að vinnast með tveimur mörkum, og staðan var þannig í hálfleik ? Nei, hann skoraði eitt eftirminnilegasta mark sem við sem Liverpool aðdáendur munum eftir – án þess hefðu Istanbul (“We won it five times”) aldrei orðið.

  Hengdi Gerrard haus þegar liðið var yfirspilað, búið að tapa, niðurlægt í CL final gegn AC Milan ? 3-0 undir í háfleik. Nei, hann steig upp (eins og aðrir) skoraði fyrsta markið, reif aðra með sér, náði í vítaspyrnuna sem jafnaði leikinn… leysti hægri bakvarðarstöðuna fáránlega vel í framlengingu og var leiðtogi liðsins – með sýnar hollywood tæklingar um allan völl.

  Í kjölfarið var hann valinn MOM í stærsta leik ársins og valinn leikmaður ársins hjá UEFA (UEFA club footballer of the year).


  2005-2006:

  Gerrard skoraði 23 mörk þetta tímabilið (í öllum keppnum), var valinn PFA player of the year (valið af leikmönnum). Gerrard skoraði tvö mörk í úrslitaleik FA gegn West Ham, þmt jöfnunarmark af 30-40m færi á 90 mínútu þegar ekkert var að gerast í leik liðsins. Liðið vann í kjölfarið bikarinn, honum að þakka. Ekki mikið verið að hengja haus í 0-2 stöðu gegn West Ham.

  2006-2007:

  Liverpool fór í úrslit CL í annað sinn á þremur árum, unnu á leið sinni m.a. Barcelona á Nou Camp og Chelsea (auðvitað). Töpuðu svo gegn AC Milan í Grikklandi, 1-2. Væntanlega ekki þyrft leiðtoga á leið sinni þangað frekar en í öðrum leikjum.

  2007-2008:

  Skoraði 21 mark þetta tímabilið.

  2008-2009:

  Liverpool liðið, með Gerrard í broddi fylkingar, varð í öðru sæti – sinn besti árangur í EPL – á eftir Man Utd. Gerrard skoraði 24 mörk og var valinn leikmaður ársins af blaðamönnum.

  ****

  Bara af því að Gerrard hefur, a) farið í gegnum þrjár hreinsanir á leikmannahóp LFC (að minnsta kosti) , b) fjóra framkvæmdastjóra, c) ekki spilað á gullaldar tímabili LFC og d) spilað með mis-góðum samherjum þýðir það ekki að hann hafi enga leiðtogahæfileika. Eru það bara menn sem eru það heppnir að spila með því liði sem er að vinnan  titlana á þeirra prime-time sem eru gæddir þeirra hæfileikum ? Gerrard hefur gert ótrúlega mikið fyrir Liverpool FC á rússíbana-skeiði í sögu félagsins. Hér að ofan fór ég gróflega yfir þau ár síðan hann varð fyrirliði – en þar sleppi ég auðvitað að fara í gegnum tímabil og skoða hve mörg stig hann hefur actually unnið fyrir félagið. Hve oft hefur Gerrard bjargað stigum fyrir félagið á síðustu stundu, hve oft hefur hann stigið fram þegar á móti hefur blásið ?

  Að ætla að afskrifa hann sem einhvern fílupúka sem ætti ekki að vera fyrirliði bara af því að eitthvað rafmagnstækjamerki á bloggsíðu á Íslandi telur ekki svo vera – og toppa það svo með því að líkja honum við Eið fokking smára og hans tíma sem fyrirliða Íslenska landsliðsins. Það er umtalað, bæði af núverandi og fyrrum leikmönnum liðsins (í ævisögum ofl) að Gerrard sé mikil leiðtogi, innan vallar sem utan – verða menn kanski ekki leiðtogar fyrr en þeir hafa sofið hjá kærustum liðsfélaga, já eða bróður síns ef út í það er farið ? Já eða verða þeir ekki að leiðtogum fyrr en þeir hafa selt sálu sína og gengið í lið saudi- og olíkónga ? Þegar Liverpool hefur verið í vandræðum síðustu 10 ár þá hefur félagið getað treyst á Gerrard, hann getur ekki bjargað þeim í öllum leikjum , en hann hefur gert það þegar það hefur virkilega reynt á. Ekki nóg með þessi 20+ marka season hjá honum (að undanskyldum stoðsendinum, tæklingum og þar fram eftir götunum) heldur hefur hann gefið allt í alla leiki liðsins, blóð svita og tár.

  Hvar voru leiðtogahæfileikar Terry þegar Chelsea liðið rann á rassgatið í fyrra og tapaði titlinum ? Eigum við að dæma hans feril út frá einu eða tveimur seasonum – á ferli sem spannar yfir áratug ? Er hann svona mikill leiðtogi af því að hann var svo heppinn að spila með ríkasta liði sögunnar (þar til City kom) ?

  Mér finnst það bara mikil óvirðing við þennan frábæra leikmann að ætla að alhæfa eitthvað um hans leiðtogahæfileika og þar með gera lítið úr því sem hann hefur gert fyrir félagið á sínum ferli. Ef það verður sagt að Gerrard hafi ekki verið leiðtogi liðsins síðustu tæp 10 ár, innan vallar sem utan – þá þarf að breyta merkingu þess hugtaks.

  Eiður fokking Smári … ekki er öll vitleysan eins. #Vanþakklæti

 114. Nú bý ég ekki svo að vel að hafa lesið skrifin hans AEG um Lucas frá því 2007 en mig langar ögn að kommenta á þessa punkta sem hann og Björn Yngri eru að skrafa um.

  Lucas hefur tekið stórstígum framförum síðustu ár, sérstaklega eftir að hann var settur í þá stöðu sem honum hentar best (varnartengiliður). Partur af því hversu illa hann leit út á árum áður var sú að hann var oft paraður með keimlíkum leikmönnum (Mascherano, Spearing, Poulsen) sem þýddi að ábyrgðin á því að halda spilinu gangandi féll í hans hendur (eftir að Xabi fór). En með Adam og Henderson sér við hlið gengur þetta betur og einnig hefur Lucas bætt sig mikið í að spila boltanum fljótt fram á við eftir að hann vinnur hann. Gæði samherja sem bjóða sig getur spilað þar inní ásamt pass & move áherslu KKD en gildir einu hvaðan gott kemur ef það virkar.

  Ég sé ekki þörfina fyrir leita að leikmanni í stað Lucas þegar hann er að leysa sína stöðu á frábæran hátt og einn sá besti í þeim bransi í Úrvalsdeild sem og alþjóðlega. Þú segir sjálfur að það þyrfti heimsklassa mann til að slá hann út þannig að Lucas er klárlega betri en sá “squad player” sem þú kallar hann. Þitt gæðamat stangast því á við sjálft sig. Þetta mat er a.m.k. einu ári of gamalt til þess að passa.

  Þá nefnir þú sannarlega klassa varnartengiliði í Keane, Viera og Makelele en þeir tveir fyrrnefndu hafa þó allt annan leikstíl heldur en sá síðastnefndi. Keane & Viera eru einmitt þessir slátrarar á miðjunni sem margir óttast en Lucas og Makelele eiga það sameiginlegt að mun minna fer fyrir þeim og þeir vinna megnið af sinni varnarvinnu með góðum staðsetningum frekar en beinbrjótandi tæklingum. Fæst lið hafa þessa slátrara í dag enda er minna leyft og leikmenn fjúka fyrr af velli en áður (Cattermole gott dæmi). Nigel de Jong er hágæða slátrari en í síðustu tveimur leikjum hafa Man City blómstrað án hans og Barry (líkur Lucas) leyst málin ágætlega.

  Og hafa meistarar síðustu ára haft harðjaxl á miðjunni sem allir óttast?? Nei, alls ekki. Manchester United hafa síðan Keane hætti leyst sín mál með leikmönnum líkum Lucasi eins og Hargreaves, Carrick, Fletcher og Anderson. Sama með Chelskí með Obi Mikel, Essien og Ramires og hjá Barcelona þá hefur Masch verið að spila sem miðvörður frekar en varnartengiliður. Þannig að þó að í einstaka baráttuleikjum væri fínt að hafa slátrara á miðjunni þá er ekkert síðra fyrir flesta aðra leiki að hafa Lucas eða álíka sem leysir málin jafnvel eða betur með góðum sendingum fram á við.

  Þú nefnir leikinn gegn Sunderland sérstaklega en þá var Lucas nýmættur til æfinga og bæði hann og Suarez virkuðu þreyttir eftir Copa America. Þess utan var það varla honum að kenna að við vorum ekki 3-0 í hálfleik (klúðrað víti, mark dæmt af og sláarskot). Í þeim leik vann hann 71% tæklinga og sendi 77% á samherja. Og frammistaðan gegn Arsenal og Bolton var betri.
  http://www.whoscored.com/Matches/505329/LiveStatistics/England-Premier-League-2011-2012-Liverpool-Sunderland

  Þarf að skipta svona manni út? Valkostirnir sem þú nefnir eru flestir hjá toppliðum sem eru í CL (Barca, R.Madrid, Bayern) og ekki raunhæft að tala um þá og margir þeirra eru ekki einu sinni hreinræktaðir varnartengiliðir (Schweinsteiger). Blaise Matuidi var nefndur í sumar og hann er efnilegur “Makelele” en PSG komu með olíupeningana og náðu honum. M’Vila er líka efnilegur en verðið á honum ku vera yfir 20 millum og til hvers að eyða slíku fé í mann sem ekki er öruggt að verði jafngóður eða hvað þá betri en Lucas.

  Persónulega finnst mér Lucas einnig sýna leiðtogahæfni með því að láta verkin tala. Hann er aldrei hræddur við að fara í tæklingar og ansi oft eru andstæðingarnir að taka ruddalegar tæklingar á honum útaf pirringi. Einnig hefur hann sýnt merkilega mikla einurð að þola þessa gagnrýni síðustu ár og bara bætt sig við mótlætið. Talandi um SteG þá er heldur ekkert víst hvort að Gerrard sé treyst til að vera inná miðjunni því að hann á það til að sýna ekki nægilegan aga í þeirri stöðu. Líklegra að hann verði í holunni eða á vængnum þegar hann snýr aftur og að Adam verði áfram í Xabi-stöðunni að dreifa spilinu.

  Ég er enginn sérstakur Lucas-fan en maður væri rökþrota að ætla að halda því fram að hann sé ekki burðarás í liðinu og eigi skilið að vera fastamaður í byrjunarliðinu.

 115. @AEG. Vel svarað, held bara að við verðum að sættast á það að mér þykir Lucas mjög góður en þér þykir hann bara góður. Ekki mikill munur en samt smá.
  Mér datt einmitt Xavi í hug líka en vill bara ekki flokka hann sem def. midfielder. Persónulega þykir mér Masherano mun einhæfari leikmaður en ég gæti samt verið sammála þér með Zahin.

 116. Aö Elías #149 hafi þurft að skrifa þetta dauðaugljósa komment (vel gert btw) um FYRIRLIÐANN okkar sýnir fyrir mér hversu langt út á túni AEG er í þessum þræði. Nenni ekki að svara þessu með miðjumenn sem hann sér fyrir sér frekar en Lucas enda oftar en ekki menn í allt öðrum stöðum eða menn í stærstu liðum Evrópu. En mundu þó að meðan United hafði Keane og Arsenal Vieira þá höfðum við Gerrard og hann var okkar svar við þeim. Ekki djúpi miðjumaðurinn (Hamann?)

 117. Er eiginlega bara orðlaus að sjá LFC aðdáendur líkja saman Steven Gerrard og Eiði Smára!
   
  Veit ekki alveg hvað Captain Fantastic þarf að gera til að sanna sig sem leiðtogi liðsins.  ALLIR leikmenn sem hafa tjáð sig um hann tala um hversu miklu máli hann skiptir fyrir liðið – enda valinn næstbesti leikmaður sögunnar hjá klúbbnum. 
  Svo við ræðum aðeins Lucas, þá held ég að fínt væri að við fengjum einhvern til að pikka upp staðreyndir um samanburð hans og Masch á meðan þeir voru með liðinu.  Sama hvort talað er um unna bolta, unnar tæklingar eða sendingar á mótherja þá er ég á því að djúpi miðjumaður brasilíska landsliðsins hafi unnið þann samanburð.  Hins vegar voru lætin meiri í Masch – fleiri spjöld og stærri unnar tæklingar en um leið stærri, miklu stærri, mistök.
   
  Svo varðandi Lucas og leiki gegn hinum stóru.  Hann var klárlega lykilmaður hjá okkur gegn Arsenal en fyrst og síðast held ég að miðjuparið Lucas og Adam sé eitthvað sem vert verður að fylgjast með.  Lucas vinnur boltann og er gríðarlega góður í stutta spilinu (t.d. þáttur hans í marki nr. 2 á Emirates) á meðan að Adam teiknar upp lengri sendingarnar.
  Ég viðurkenni Yaya Toure sem þann eina sem talað er um í þræði AEG sem leikmann sem ég tel eiga erfitt í samanburði við Lucas og bara blæs fast á það að Vieira og Keane séu miðjumennirnir sem horfa eigi á í þessari stöðu.  Makelele var jafn mikill lykill að sigri Chelsea, án alls ruddagangs, og í meistaraliðinu í fyrra var enginn mér vitanlega í líkingu við Roy Keane.  Og by the way, Mascherano er hafsent, því hann náði ekki að valda miðjumannshlutverkinu hjá Barca.  Væri það skref uppávið að fá hann til baka?  Ég svara því fullkomlega með nei!
   
  Þetta snýst um að vinna sem flesta leiki, hjá LFC núna er hafsentaparið og djúpur miðjumaður gerðir ábyrgir fyrir því að brjóta upp sóknir andstæðingana og þegar þetta er skrifað er Lucas Leiva með flestar unnar tæklingar í deildinni og hæsta heppnaða sendingahlutfallið.  Það hlýtur að telja eitthvað þegar menn pæla í gæðunum, því meistarar verða þau lið sem fæst mistökin gera.
  En auðvitað er þetta bara mín skoðun, þó það gleðji mig mikið að sjá Dalglish hafa svo mikla trú á Leiva og vitandi það að þar fer einn vinsælasti leikmaður félagsins á meðal leikmanna og starfsliðs, no-nonsense S.Ameríkumaður sem berst áfram þrátt fyrir töluverðan ágang, winner í hugsun og hjarta…
   
  Svei mér, ég held ég stefni á ljóðabók um jól!!!

Byrjunarliðið gegn Bolton

Vangaveltur að loknum mögnuðum sunnudegi