Liverpool á eftir Craig Bellamy [könnun]

BBC Sport staðfesta nú það sem aðrir miðlar hafa verið að segja sl. 2-3 daga. Það er, að Liverpool ætla að reyna að fá Craig Bellamy til liðsins áður en félagaskiptaglugganum lýkur. Þetta eru flókin skipti – það þarf að sannfæra Man City um að gefa honum frjálsa sölu því Liverpool ætlar ekki að borga fyrir hann, og Bellamy þarf sjálfur að samþykkja lægri laun hjá Liverpool.

Mér finnst tilvalið að spyrja ykkur lesendurna hvað ykkur finnst um þessar fréttir:

Ef Liverpool fær Craig Bellamy og selur David Ngog, ert þú sátt(ur) við þau skipti?

 • Nei - Ngog má fara en ég vil einhvern annan en Bellamy (51%, 465 Atkvæði)
 • Já - Bellamy er réttur maður (45%, 418 Atkvæði)
 • Nei - Höldum Ngog áfram (4%, 37 Atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 920

Loading ... Loading ...

Endilega kjósið og gerið grein fyrir ykkar atkvæði í ummælum. Ngog eða Bellamy? Eða einhvern annan en Bellamy?

66 Comments

 1. Bellamy kann alveg að skora og ef einhver getur haft stjórn á honum er það Kenny Dalglish þannig ég held að Liverpool ætti alveg að skoða þetta, ef þeir geta fengið hann frítt

 2. Ég kaus “Já” af því að ég held að þetta gæti verið sniðugt hjá Dalglish. Í Bellamy fær hann reyndan og góðan framherja sem þekkir enska boltann og Liverpool mjög vel. Þetta eru ekki framtíðarkaup heldur eitthvað sem gæti nýst okkur vel í vetur, að eiga svona bragðaref inn af bekknum, og hann er líka með svipaða kosti og Suarez og gæti því hjálpað okkur að fylla skarð hans ef eitthvað kæmi uppá. Þá væri síðan hægt að þakka Bellamy fyrir góð störf sumarið 2012 og kaupa þá vonandi súperstjörnu í hans stað, þegar liðið er (vonandi) búið að tryggja sig aftur inn í Meistaradeildina.

  Þannig að ég segi já, því ekki. Hann er 32ja ára en gæti fyllt ákveðið skarð fyrir okkur eins og Fowler t.d. gerði á árunum 2006-2007 á meðan menn gáfu sér tíma í að kaupa súperstjörnuna (Torres).

 3. Ef honum er gert það ljóst að hann sé bekkjarframherji og hann sættist á það væru þetta mjög klók “kaup” að ég held, maður með reinslu, hraða og alltaf með blóðbragð í munninum. . getur komið inn í leiki og brotið þá upp.

 4. Bellamy er öflugur kostur á bekknum. Kemur með meiri breidd, kostar lítið og hefur sannað sig í deildinni. Hefði viljað halda honum á sínum tíma.

 5. Ég held persónulega að LFC ætti að reyna að fá Bellamy.  Hann er snöggur og solid leikmaður.  Hann var ekki alveg með hausinn í lagi þegar hann spilaði fyrir okkur siðast, en ég held að hann sé búinn að þroskast síðan.  

  Bring him! 

 6. Eg held að þetta yrðu goð skipti. Bellamy er reynslumikill og hraður. Hann a við agavandamal að striða, en hver er betri að raða við þau en Kenny? selja N’Gog og fa Bellamy fritt, goður dill að minu mati. fa svo ehv stor kaup i januar eða næsta sumar ef þess þarf. 

 7. Ég kaust að Ngog má fara en vona að við kaupum einhvern annan en Bellamy.

  Maður sem lemur samherja sinn í fæturna með golfkylfu af því hann vill ekki syngja í Kareoki á að finna sér eitthvað annað að gera.

  Hann á bara eftir að koma með ömurlegan móral í liðið.

  Nei takk 

 8. Ég barasta treysti KK til að vita hvað er best að gera!

  Ég hefði reyndar þorað að veðja stórri upphæð á sínum tíma á það að hann ætti aldrei afturkvæmt til Liverpool.

  Eins gott að ég sleppti því. 🙂

 9. Kaus að fá Bellamy, ekki að borga neitt fyrir hann en ef við fáum hann frítt þá ekki spurning..  Sýnist Conor Cody virðist vera svipaður í skapinu og Bellamy hehe hikar ekki við að ögra mönnum sem hann brýtur á ! haha

 10. Maður hefur vissulega áhyggjur af móralnum ef Bellamy kæmi en hinsvegar er Kenny alveg pottþétt búinn að tala við Gerrard og þá sem léku með honum á sínum tíma og fullvissað sig um að hann muni passa inn í hópinn. (þeas ef það er eitthvað til í þessum fréttum)

  Kenny leggur mikið uppúr samheldni og stemningu og því vandar hann valið og hleypur ekket á sig í þessu. Treysti kallinum 100% í þessu.

 11. Mér finnst svoldið vanta valmöguleikann, ” Goggi má fara en mér er nokkurnveginn sama hvort að Bellamy komi”. Þ.e.a.s ég vil alveg eins að Goggi fari en ég er ekkert viss um að Bellamy sé rétti maðurinn en samt sem áður þá má hann alveg koma, svo ég get eiginlega ekki kosið í þessari könnun.

 12. Ég kaus Nei – Ngog má fara en ég vil einhvern annan en Bellamy

  Bellamy hefur alveg ýmsa kosti eins og ágæt spilageta, skemmtilegur leikstíll, reynsla af PL og mikill sigurvilji. Gæti verið fínn súper-söbb af bekknum (ef hann sættir sig við það) eða róteringarmaður til að hvíla Suarez meðan Kuyt getur verið staðgengill Carroll.

  En hann hefur líka þá ókosti að vera skapstór æsingarmaður, óstýrlátur, tæpur á taugum, kexruglaður o.s.frv. En ef Dalglish treystir sér í að hemja hann þá treysti ég KKD til að meta það rétt. Svo er hann ekkert að yngjast (32 ára) og hefur átt það til á ferlinum að meiðast aftan í læri eins og margir hlaupagikkirnir. Hann yrði líka að vera á einhvers konar “Owen-díl” til 1 árs með pay-as-you-play og ManCity mættu blæða fyrir mismuninum í launum og gefa hann gjaldfrjálst.
   
  Manni finnst samt sem við gætum gert mun betur (t.d. Chu Young eða Honda) og þetta er örugglega plan B(ellamy) ef að aðrir kostir eru ekki til sölu á ásættanlegu verði eða menn séu með of háar launakröfur. Ef þetta gerist þá gæti það gerst seint á síðasta degi gluggans þegar allir aðrir valkostir eru ófáanlegir og þá sætti ég mig við þetta.

  Við höfum séð endurkomu Fowler GOD en spurning með Bellamy BEELZEBUB!! 🙂

 13. Verðum að fá eitthvað betra en Bellamy.
  United geta valið á milli Rooney, Chicarito, Berbatov, Welbeck og Owen.
  City geta valið á milli Tevez, Aguero, Dzeko og Balotelli.
  Chelsea geta valið á milli Drogba, Torres, Anelka, Sturridge og Lukaku.

  Á meðan við höfum Carroll, Suarez og svo Bellamy/N’Gog sem væru 6-7 kostur hjá þessum liðum.
  Verðum að gera betur en þetta. 😉

 14. Na, sé ekki gerast.  Frekar að nota spilatímann í ungu strákana.  Það yrði svo margfalt betra og skemmtilegra að uppgötva annan Owen á þessu tímabili.  Það er ekki að gerast með Bellamy í áskrift á bekknum.

 15. Ef Kenny getur hamið hann og hann fær einhvers konar pay as you play samning þá sé ég því ekkert til fyrirstöðu að fá hann á frjálsri sölu. Eykur breiddina í hópnum og er leikmaður af því caliberi að geta komið inn á bylt okkar leik. Ég segi já.

 16. Bellamy myndi kannski ekki passa í liðið, en hann myndi passa fullkomlega í búninginn.

  þESS VEGNA ÆTTUM VIÐ AÐ KAUPA HANN 

 17. það verður bara gaman að sjá hann kljást við Riise á móti Fulham…

 18. besta hugmynd síðan 1989 þegar stungið var upp á því, og samþykkt, að leyfa bjórinn á Íslandi

 19. 17. Krulli
  Þarna teluru upp menn eins og Owen og Lukaku, held að Bellamy kæmi til með að nýtast betur en þeir og jafnvel aðrir sem þú telur upp.
   
  Annað er hvað allir virðast miklir sérfræðingar í því hvað Bellamy sé kexruglaður, einhvernvegin hefur það farið framhjá mér. Svo ég sagði já.

 20. Sælir.

  Ég kaus já, af þeirri einföldu ástæðu að ég kaus að líta fremur á kostina heldur en gallana. Í Bellamy fengjum við leikmann sem er fljótur (Það er aldrei hægt að vera með of marga slíka), Bellamy er þokkalegur skorari og hann er nokkuð fjölhæfur líka.  Hann er ekki endilega einvörðungu fremsti oddur í sókninni, hann getur vel nýst sem kant-framherji (hvort sem um er að ræða 4-2-3-1 eða 4-3-3).  Hans besta tímabil var líklega með Man City undir stjórn Hughes – þar var hann úti vinstra megin og “köttaði” inn að markinu. SLíkt mátar ágætlega við þá hugmynd þegar Downing dregur sig út til hægri og gerir slíkt hið sama hægra megin.

  Við höfum ennfremur séð að okkar fremstu menn skipta mjög mikið um stöður (færa sig í holuna eða á annan kant) og það er eitthvað sem Bellamy myndi smellpassa inn í.  Ég myndi þó aldrei búast við honum sem fastamanni í liðið – en klárlega öflugur valkostur í hóp.

  YNWA 

 21. kannski langsótt þar sem hann virðist vera leiðinni eitthvert annað….en ég hefði verið til í að eyða meiri pening og orku í það fyrr á undirbúningstímabilinu að næla í Diego Forlán….það væri ekkert leiðinlegt að sjá hann með Suarez….og hann yrði líka bara svona 1-2 tímabilamaður á meðan við komum okkur í meistaradeild og skoðum einhverja súperstjörnu…

 22. Hann passar fullkomlega inn í þessa þriggja manna pressu sem við erum að spila (annað en N’Gog) og myndi ég helst vilja sjá hann koma og N’Gog fara á ársláni til Bolton eða annars liðs í Úrvalsdeildinni þannig að við getum tekið betur upplýsta ákvörðun um framtíð hans. 

  En ég myndi ekki vilja vera miðvörður að reyna að spila út úr vörninni með Suares, Kuyt/Carroll og Bellamy andandi ofan í hálsmálið á mér. 

 23. Let’s face it.
  Sá sem er að koma inn í stað N’Gog þarf að vera tilbúinn að sitja langdvölum á bekknum og jafnvel á stundum utan hóps.
  Hverjir slást um það, jafnvel unglingur eins og Conor Wickham var ekki til í það.  Bellamy er heitur LFC – aðdáandi og var ekki sáttur við að vera látinn fara.  Hann er litríkur karakter og alveg örugglega umdeildur í leikmannahópnum eftir það sem á undan gekk.
  EN, hann er ódrepandi vinnuþjarkur sem lagði sig alltaf 150% fram inni á vellinum.
  Svo, ef hann er til í að koma og KD treystir sér í höfuðið á honum, þá já takk.  Hann er framför yfir N’Gog karlinn í dag.  Hins vegar finnst mér þetta ekki lykilatriðið, verð alveg sáttur ef að N’Gog verður á leikmannalistanum 1.sept.
  Okkar senterar í vetur eru í þessari röð: 1. Suarez, 2. Carroll, 3. Kuyt, 4. N’Gog eða nýr maður…

 24. Ekki beint er varðar Bellamy, en manni skilst á Twitter samkvæmt afar áreiðanlegum heimildum að allt sé klappað og klár með Coates, þar með höfum við yngt heldur betur upp í varnarlínunni.

 25. Tja …. ég vil gjarnan nýjan striker en ég er nú ekkert sérstaklega spenntur fyrir Bellamy.  NGog er ekki að fara að meika það þennan veturinn frekar en hinn svosem þannig að ég valdi semsagt NGOG burt og ekkert spennandi fyrir Bellamy. 

  Hinsvegar, eftir að hafa séð ykkar skoðanir er mér það ljóst að sá sem kemur inn er líklega ekki týpan sem fær að spila leik eftir leik eftir leik … þannig að kannski er þá þetta einskonar Fowler signing eða hvað, ef Bellamy kemur?!?

  En Kenny veit hvað hann syngur og ef hann vill þetta þá er þetta örugglega bara gott.  Í versta falli kryddar Craig hópinn og stemmarann en þeir kannski sleppa golfkylfunum næst þegar þeir fara í bodning ferð …  

 26. Sigursteinn allt klappað og klárt, er atvinnuleyfið meðtalið í því  ?

 27. Ég kýs að fá Bellamy. Ég efast um að hann skemmi móralinn og hvort sem Ngog fer eða ekki þá myndi Bellamy auka breiddina og breiddin í hópnum skiptir fáránlega miklu máli. Væri alveg til í að sjá einhvern kornungan og efnilegan en, gamall og reyndur er ekki verra. 

 28. Eina ástæðan fyrir því að ég myndi vilja fá Bellamy aftur væri sú ef að hann væri að koma inn ásamt öðrum sóknarmanni. Sem sagt Bellamy yrði 4 í röðinni á eftir Suarez, Carrol og einhverjum öðrum sem kæmi þá líka sem væri í svipuðum klassa og Anelka t.d.

 29. Sætti mig við Bellamy m.v. núverandi stöðu, góður kostur ef við fáum honum á free transfer.

  En ég myndi helst kjósa Diego Forlan frekar, ekki spurning, ef hann fengist einnig á free transfer sem virðist vera möguleiki.

 30. Ég tel þetta vera TRICK, setja af stað slúður um að við séum að reyna að fá Bellamy til að neyða annað lið sem er að halda verðinu á öðrum kosti uppi til að samþykkja að selja á lægra verði svo við förum ekki Bellamy leiðina!

  Ef við horfum til slúðursins á bak við miðvarðarstöðuna!  Við tengdir við hina og þessa en svo kemur ungstyrnið frá Ungverjalandi eins og þruma úr heiðskýru lofti og bara nánast búið að landa honum…… hver hafði heyrt slúður um hann áður en hann var á leiðinni í læknisskkoðun, Comolli kann að notfæra sér fjölmiðla í svona dílum og ég er að vona að hann sé að nota fjölmiðlasirkusinn til að landa annaðhvort klassa striker eða öðrum ungum hæfileikaríkum striker sem verður í back-up í stað Ngog.

  Komi Bellamy hinsvegar þá held ég að hann myndi virka miklu betur en þegar hann var hjá okkur síðast (svo lengi sem hann er enn með hraðann og meiðist ekki) þar sem við erum komin með mikið fleiri menn sem geta sent stungusendingar inn fyrir vörn andstæðinganna sem ættu að nýtast honum vel. 

 31. @ SSteinn (#28)

  Góðar fréttir! Bíð spenntur eftir staðfestingu á þessari flottu liðstyrkingu. Talandi um staðfestingar þá er nú eflaust bara spurning um mínútufjölda hvenær brottför Aquilani verður staðfest. Vonandi er díllinn betri heldur en þessi AC Milan-bloggari heldur fram en aðalatriðið er að hann vildi fara og þá þurfti bara að græja það. Cut our losses and move on:

  -first year loan free
  -We pay 2.5m of his wages, Scousers pay 1.5m.
  -Option to buy for 6m spread over 3 years
  -2.5m/year contract if purchased.
  -Mandatory purchase if he makes 25 appearances
  -Payment starts on June 2012
  http://acmilan.theoffside.com/musings/welcome-alberto-aquilani.html

  AA er glaður:
  http://www.skysports.com/story/0,,12874_7123853,00.html

  En Poulsen er stressaður:
  http://fourfourtwo.com/news/euro2012/84489/default.aspx

 32. Númer 30, nei, en talið að það fljúgi í gegn.  Talað um kaupverð upp á 3,9 milljónir punda, finnst það reyndar ótrúlega lág upphæð, en þetta segja schnillingarnir.

 33. Hann má svo sem alveg koma ef hann kemur frítt og sættir sig við lægri laun. Reyndar væru þetta bara ágætis viðskipti ef svo fer.

 34. Ég veit ekkert hvað ég á að kjósa. Get alveg séð kostina við að fá hann, sérstaklega ef hann kemur frítt. En hvernig er það, má ekki gera ráð fyrir að pilturinn hafi eitthvað róast frá golfleiknum góða (fyrir utan það að ég hefði alveg verið til í að láta B. endurtaka leikinn eftir að Riise skoraði sjálfsmarkið gegn Chelsea hérna um árið)? Hann er nú einu sinni þjóðhetja í Sierra Leone: http://www.guardian.co.uk/football/2009/sep/27/craig-bellamy-manchester-city

 35. Finnst eins og þessi svör séu aðeins of “annað hvort”. Mér finnst til dæmis að þetta sé alveg ókey, en ég vill alveg fá einhvern annan í staðinn/viðbót…
  Þannig að N’gog má alveg fara og Bellamy má alveg koma, en ég óska þess samt að þessi orðrómur um Forlán sé sannur.

 36. Samantekt á frammistöðu Bellamy í fyrra með Cardiff. Setti 11 mörk í 35 leikjum:
  http://www.youtube.com/watch?v=P2gWG2psEuI

  Virkar bara sprækur á þessum myndum og mikið að koma sér upp kantana og leggja fyrir. Þrátt fyrir æskudýrkun í nálgun FSG á kaupum leikmanna þá gengur Moneyball útá að fá sem mest fyrir peninginn (value for money). Í því fólst líka að fá eldri leikmenn á slikk sem áttu samt nóg eftir. Gary McAllister hefði t.d. verið hægt að flokka sem kaup í anda Moneyball eða Soccernomics. Þ.e.a.s. eins lengi og kaupverðið er lítið sem ekkert og launin fjandi lág þá passar Bellamy inn í þær kenningar.

  Undir 4 millum fyrir Coates???? Það væri magnað af satt reynist!

  @ Ásmundur (#36)

  Ég sem var að telja mínúturnar og þær urðu bara 6 mín. talsins. Við púlarar þekkjum það að margt getur gerst á sex mínútum 🙂

 37. En þegar svona margir hérna tala um stemninguna og liðsandann, þá hefðum við eiginlega átt að krækja í Jimmy Bullard áður enn Ipswich náðu í hann, sá maður myndi allavega hafa góð áhrif á andlegu hliðina! Kanski gætum við tekið hann líka til þess að jafna upp allt sem Bellamy gerir

 38. Ég kaus já, Bellamy hefur reynslu í enska boltanum þekkir inviði Liverpool og er að ég held góður kostur í stöðunni í dag. Jú jú hann hefur verið til vandræða í gengum tíðina og við þekkjum það mæta vel sjálf. Bellamy var að mínu áliti góður þegar hann var hjá Liverpool, duglegur og ósérhlífin og barðist vel fyrir liðið. Bellamy undir stjórn Dalglish og Clark held ég að geti orðið betri kostur en margur annar leikmaður, þeir félagar gætu náð því út úr honum sem hægt er, leikstíll hans svopar mjög til Suarez sem ég held að sé kostur… bera Bellamy saman við Ngog er eins og að bera saman epli og appelsínur….Bellamy er mun betri leikmaður en Ngog að ég held… og við ættum að fagna komu hans…. Þess vegan sagði ég JÁ…
  Áfram LIVERPOOL… YNWA…

 39. Sveimer þá maður fílar sig eins og þinmann sem er að gera grein fyrir atkvæði sínu….

 40. Ég segji nú bara beint nei takk! Hélt að við værum að losa okkur við meðal menn til að fá alvuru menn inn? Ekki til að fylla þau skörð aftur upp með meðalmönnum..

 41. Hemmi Hreiars sagði nú einu sinni að erfiðustu leikmennirnir sem hann hefur spilað á móti væru CRonaldo og Bellamy. Það hlítur að segja eithvað.

  Fínt líka að fá hann í ár og svo geta ungu strákarnir tekið við af honum ef þeir eru jafn góðir og af er látið. Það er allavega möguleiki. 

 42. Krulli (#17) segir:

  Verðum að fá eitthvað betra en Bellamy.
  United geta valið á milli Rooney, Chicarito, Berbatov, Welbeck og Owen.
  City geta valið á milli Tevez, Aguero, Dzeko og Balotelli.
  Chelsea geta valið á milli Drogba, Torres, Anelka, Sturridge og Lukaku.

  Á meðan við höfum Carroll, Suarez og svo Bellamy/N’Gog sem væru 6-7 kostur hjá þessum liðum.
  Verðum að gera betur en þetta. 😉

  Þarna ertu að tala um Meistaradeildarlið og það er Liverpool ekki í augnablikinu, Krulli. Aguero og Lukaku skiptu báðir yfir til Englands í sumar en þeir vildu báðir fá Meistaradeildarlið og því kom Liverpool ekki til greina. Við erum þegar búnir að kaupa Suarez og Carroll á þessu ári, sem ég kalla ansi hreint frábær framherjakaup, og að fá einhvern eins og Bellamy inn til að hjálpa okkur að öðlast Meistaradeildarsætið væri að mínu mati frábært, því eftir ár gætum við svo skipt honum út fyrir heimsklassaframherja sem vill koma og spila með okkur í Meistaradeildinni. 🙂

  Við verðum að vera raunhæf: það er ekkert margt betra en Bellamy í boði fyrir Liverpool í dag, en ef við komumst í Meistaradeildina getum við fengið nánast hvaða striker sem er eftir ár.

 43. Af einhverri ástæðu gat ég ekki kosið talvan segir að ég sé búinn að kjósa og vona þá að það hafi verið það sem ég vildi kjósa:) En ég hefði sagt Nei Ngog má fara en ég vil einhvern annan en Bellamy. Aðalega vegna þess að mér finnst hann ótrúlega leiðinlegur leikmaður. En hann hefur hæfileika og getur örugglega komið með eitthvað til liðsins en ég á bara svo erfitt með að sjá hann í rauðum búning fannst það þegar hann kom fyrst til Liverpool og finnst það enn.
  Ég vil alveg taka fyrir það að menn séu að bera þetta saman við Fowler það er náttúrlega bara guðlast og ekkert annað.

 44. Nr #49 Kristján Atli, þetta er nokkuð góur punktur hjá þér, það er nákvæmlega þetta sem við þurfum að gera til að komast í Meistaradeildina og þá opnast allar dyr, það er það sem þetta snýst um. Að mínu viti þá eigum við að setja stefnuna á top fjögur í ár og það er nákvæmlega það sem ég held að Dalglish og félagar eru með í huga…. Bellamy er að ég held góður kostu eins og staðan er í dag og með þennan manskap sem við höfum í dag þá er ég á því að Bellamy gæti berið mjög góður kostur fyrir okkur…. og ég held að það verði á að hann komi, sýnist öll umfjöllun í endkum miðlum vera í þá áttina…
  Áfram LIVERPOOL…YNWA…

 45. Ngog má fara en Bellamy má ekki koma…..

  hann er búinn að fá tækifæri og á ekki að fá annað, spyrjið bara Alberto Aquilani.

 46. Sælir félagar
   
  Ég kaus já vegna þess að ég tel Bellamy allmiklu betri kost en N’Gog.  Einnig getur Bellamy verið góður kostur í ákveðnum leikjum þar sem hraði hans og áræðni getur nýst í hröðum gagnsóknum gegn liðum sem byggja einmitt á þeirri taktík að liggja til baka og sækja hratt þegar tkifæri gefst. 
   
  Það er nú þannig.
   
  YNWA

 47. Ég vil fá Bellamy aftur og það fyrst og fremst út af hraðanum og þeirri staðreynd að maðurinn er Lverpool-aðdáandi. KK getur auðveldlega átt við hann og fengið það besta út úr honum. Svo virðist þetta vera að ganga í gegn samkv. Tony Barrett og http://www.liverpool.no! Kannski komnir tveir nýjir liðsmenn fyrir helgi???

 48. Ef Bellamy sættir sig við varamannahlutverkið gæti þetta verið snjallt hjá Kenny. Þrátt fyrir ýmis vandræði hef ég alltaf fílað hann sem leikmann. Leggur sig alltaf 100% fram og hefur margt uppá að bjóða. Hann er mörgum klössum ofar en N´Gog. 1 árs samningur hljómar vel. Já, takk!

 49. Eru menn virkilega að gleyma Kuyt í framherja umræðunni hjá Liverpool? Hefði getað svarið að hann væri nú alveg frambærilegur framherji sem getur spilað út um allan völl og eflaust mörg af stórliðunum sem vildu hafa svona kappa í liðinu.
   

 50. Nei – Ngog má fara en ég vil einhvern annan en Bellamy, er það sem ég kaus.
  Finnst bara að ég þurfi ekki að rökstyðja það á nokkurn hátt.

 51. Bellamy væri einfaldlega frábær lending. Ef (pínu stórt ef reyndar) Bellamy er sáttur við einhverja bekkjarsetu þá fáum við ekki betri mann í þetta hlutverk. 
  Reyndar gæti ég alveg trúað honum til þess að vinna sér inn byrjunarliðssæti í þessu liði.

  Baráttukveðjur að norðan.
   

 52. Ég kaus já en ég veit nú ekki alveg hvort ég færi það langt með að segja að hann væri “rétti maðurinn” í þessu samhengi. Ég hugsaði þetta þegar ég svaraði: “Já, hann er mjög góður tímabundin kostur.”

  Ég verð að viðurkenna það að ég hef alltaf verið hrifinn af Bellamy, bæði sem karakter og sem leikmanni. Jú, hann hefur átt sín moment sem vandræðagemlingur en ég held að hann sé ekki alveg eins “sturlaður” og margir vilja halda. Hann hefur stórt skap og stutan þráð en það er oft það sem gerir hann svona skemmtilegan, það er ekki nema honum verði sýnd óvirðing eins og af Mancini sem hann fer að vera eitthvað alvarlega leiðinlegur.

  Hann er frábær skammtíma kostur að mínu mati. Hann hefur enn mikinn hraða, hann er góður á boltanum, leggur upp og getur skorað mörk af öllum gerðum. Það má vel vera að hann fái há laun hjá Liverpool en ég hef mikla trú á að hann muni standa mun meira undir þeim kostnaði heldur en Joe Cole hefur verið að gera svo skipti á þeim er ekki eitthvað sem ég kúgast yfir.

  Það sem mér finnst hvað mest heillandi við að fá Bellamy á þessum tímapunkti er hugarfar hans. Ef einhver reynir að halda því fram að Bellamy hafi ekki gott hugarfar sem leikmaður þá þarf sá hinn sami hugsa sig aðeins um. Hann er með eitt mesta “must-win attitude” í enska boltanum, hann hættir aldrei að reyna, leggur sig alltaf 110% fram og leggur mikið á sig til að spila. Hversu oft sjáum við leikmann sem er í fullu fjöri, hefur spilað í Meistaradeildinni og Úrvalsdeildinni í mörg, mörg ár þrýsta á að vera lánaður til liðs í neðri deildunum til að geta spilað?

  Bellamy er velkominn aftur, allavega hvað mig varðar. Hann stóð sig mjög fínt þegar hann var hér síðast og ég hef trú á að hann gæti haft enn meiri áhrif á liðið í ár. Ég skil alveg hvað Kenny Dalglish er að hugsa með þessum kaupum og ég vona bara að þetta gangi allt upp. 

 53. Mjög góðir punktar hjá Kristjáni Atla (#49) varðandi CL, bæði útaf lægri tekjum í vetur og það mannaval sem okkur stendur til boða. Commolli & Kenny hafa náttúrulega bestu yfirsýnina um hverjir af þeirra skotmörkum vilja raunverulega koma til okkar til að sitja á bekknum og ekki vera í Evrópukeppni.

  Svo fannst mér þetta frábært komment hjá Kenny aðspurðum um kaup á Bellamy og undirstrikar að samstarf hans og Commolli sé með miklum ágætum:

  “I honestly don’t know what is going to happen,” said Dalglish. “The best thing to do is be honest. If something happens, everyone will know about it.
  “It has been easy for me. Damien is the one who does the work, the negotiations and most the running about. We just sit back and say thank you very much.”

  Líka góðir punktar hjá Óla Hauk (#65) varðandi skapgerð Craig og sigurvilja. Ódrepandi bardagamaður. Virðist líka vera mikill prinsippmaður og með gullhjarta utan vallar:
  http://www.guardian.co.uk/football/2009/sep/27/craig-bellamy-manchester-city

  Það væri klárlega styrking á liðinu að skipta Ngog út fyrir Bellamy. Ef CB fengi sömu laun og Ngog (um 45 þús.pund) þá kæmi það út á sléttu og söluverðið á Ngoing færi beint í vasann þar sem CB kæmi frítt. Ágætis viðskipti svo sem. Svona eins og að finna sjaldgjæfa Megasar-plötu á 500 kall í vinyl-rekkanum í Kolaportinu. Maður slær ekki hendinni á móti þannig happafeng þó að það sé smá rispa á B-hliðinni 🙂
  http://www.youtube.com/watch?v=XT9YD-H2_WQ

Exeter 1 Liverpool 3

Aquilani til AC Milan (staðfest)