Sterkt lið í kvöld gegn Exeter:

Byrjunarlið kvöldsins er komið og það er ansi sterklega mannað, verð ég að segja:

Reina

Flanagan – Skrtel – Wilson – Robinson

Hendo – Raul M. – Spearing – Adam – Maxi

Suarez

BEKKUR: Doni, Carragher, Enrique, Shelvey, Kuyt, Downing, Carroll.

Þetta er gríðarlega sterkt lið. Flanagan, Wilson og Robinson eru ungir í vörninni en fimm manna miðlínan sem verndar þá á að vera þúsund sinnum of góð fyrir Exeter. Og svo er Suarez í framlínunni. Dalglish ætlar greinilega að tryggja sigurinn í þessari umferð og um leið nota tækifærið til að samstilla nýja liðið sitt enn betur.

Annað athyglisvert í þessu: Ngog, Joe Cole, Aquilani og Poulsen eru ekki í leikmannahópnum í kvöld. Ég verð mjög hissa ef þeir eru enn hjá Liverpool 1. september n.k.

Já, og Reina er í markinu en ekki Doni. Ekkert samkomulag um bikarkeppnirnar þar eins og var hjá varamarkvörðum Benítez og Hodgson.

Þetta verður athyglisvert, en þetta lið er ávísun á auðveldan sigur svona fyrirfram.

Áfram Liverpool!

74 Comments

 1. Finnst þetta ágætt. Það er auðvita alltaf hættan að lykilleikmaður meiðist en sumir leikmennirnir þurfa samt match fitness. Ég breyti um spá. Þetta fer 0-3 fyrir okkur. Suarez með 2 og Maxi með eitt. 

 2.  Ngog, Joe Cole, Aquilani og Poulsen ekki skrítið að þessir eru ekki með. Allir að fara frá liðinu á næstum dögum(Ngog Bolton, Joe Cole má tala við QPR en vill fara til Tottenham, Aquilani búinn að semja við AC Miland og Poulsen er bara pusla).
  Flott lið hjá Liverpool, gott að láta Suarez spila sig í form.

 3. Það er alveg klárt mál að Cole og félagar séu á leiðinni i burtu. Þetta er gríðarlega sterkt lið og það verður spennandi að sjá Adam og Meirales saman á miðjunni.
   

 4. Fyrirfram unnid, basic.

  Samt ekki, verdur horkuleikur, allir i Exeter ad spila leik lifs sins, ekkert gefins. Anægdur ad sja alvöru starting XI.

 5. Þetta lið kemur mér ekki á óvart. Kenny ætlar sér að mæta af fullri alvöru í bikarinn þetta árið enda muna allir hvernig fór síðast. Mér líkar þetta hugarfar 🙂

 6. Djö! Enginn Sterling. Var orðinn verulega spenntur fyrir því að sjá hann.  Annars ætti þetta að vera skothelt hjá kónginum.

 7. Af hverju í fjandanum er Robinson í LB í staðinn fyrir Aurelio, Aurelio alveg út í kuldanum?

 8. Mjög sterkt lið sem að Dalglish stillir upp í kvöld. Held að við vinnum þennan leik 0-3, Suarez, Adam og Carroll með mörkin.

  Hér er síðan mjög góður linkur á leikinn fyrir þá sem hafa ekki kost á því að horfa á hann á S2sport.
  http://www.magictv.co

  YNWA 

 9. Jahá!
  Kóngurinn ætlar barasta að klára þetta öruggt.
  Líst vel á liðið, langaði reyndar að sjá Sterling en maður kvartar ekki yfir þessum hóp.
  0-4  ekkert bull!
   

 10. Er þetta ekki nokkurn veginn sami 18 manna hópur og hefur verið, nánast allur bekkurinn inn og Reina, Adam og Henderson spila leikinn af “venjulegu” byrjunarliði. Bekkurinn í dag er einhver sá sterkasti sem hefur sést hjá Liverpool í háa herrans tíð.

 11. Það er ekkert verið að spara það hjá kallinum. Svona á að gera þetta, fara í alla leiki til þess að sigra þá.

  stend við mína spá frá því í morgun eða gær man það ekki 1-6 …. 

 12. Algjört rugl að spila svona sterku liði gegn Exeter. Menn einsog Suarez hafa gott af smá hvíl eftir Copa America í sumar. Svo er það dýrt spaug ef hann yrði tæklaður illa af einhverjum neðrideildarplebba og myndi meiðast.

  Hefði verið gaman að sjá fleiri unglinga fá séns…. t.d. Raheem Sterling.

 13. Er einhver ástæða til að ætlast til einhvers minna en 0-6? Eðlilegar kröfur m.t.t. andstæðingsins og sterks Liverpool liðs

 14. Líst vel á þetta en hefði gefið Suarez frí. Væri gaman að sjá 4 – 5 mörk í kvöld !

 15. Sammála Nr 18 hefði látið Carrol byrja (ásamt Doni ef útí það er farið)  hann þarf að fara að skora! en hann kemur væntanleg inná í hálfleik  0 – 4 (Suarez 2, Carrol 2) og ekkert rugl ! 🙂 

 16. Hefði viljað sjá Carroll í kvöld. Hann þarf að finna netið til að komast í gang og þessi leikur er tilvalinn til þess. Ég hefði persónulega gefið Reina og Suarez alveg frí frá þessum leik. Ef Doni spilar ekki þennan er hann þá að fá að spila einhvern leik?

 17. Held að það sé alveg ljóst ap KD ætlar að fara með krafti í leikinn, þegar/ef við náum öruggri forustu þá verður lykilmönnum skipt út.
   

 18. Engin ástæða til annars en að senda nokkuð gott lið til leiks og nota leikmenn sem eru ekki í byrjunarliðinu en eru næstir inn í það þegar tækifæri gefst. Við erum ekki að keppa í riðlakeppni eins og Europa League eða Meistaradeildinni og með mikið öflugari hóp heldur en í fyrra þegar við vorum í þess konar keppni og því borðleggjandi að við getum lagt mikið meiri kraft í þessa keppni en oft áður. Þessir kallar þurfa jafnmikið á leiktíma að halda og þeir þurfa hvíld og ég treysti þjálfarateyminu vel til að finna millivegin. T.d. er Suarez klárlega að fá leiktíma til að koma sér í betra leikform. Spearing og megnið af vörninni fá leikreynslu sem er gott og mjög gott að það er með góðum leikmönnum sér við hlið ekki samansafni af öðrum ungum leikmönnum. 
  Henderson og Adam hafa gott af því að spila sem mest og venjast leik liðsins sem allra fyrst, Meireles er að koma til bakaog Maxi virðist vera mjög mikið partur af liðinu og t.d. frekar en Joe Cole og því borðleggjandi að láta hann spila svona leiki. 

  Kemur mér smá á óvart að Reina sé í markinu en líklega sýnir það bara hvað Dalglish leggur mikla áherslu á að endurtaka ekki Northamton grínið frá því í fyrra. Tap í dag gæti farið illa með móralinn hjá liðinu og stuðningsmönnum þó enginn myndi tapa sér yfir því að falla úr leik í þessari keppni.

  Vinnum 1-3 í nokkuð erfiðum leik.  

 19. Veit einhver um Sopcast linka þar sem Myp2p liggur nú niðri (aftur)… ?

 20. Ég held að Kenny sé einfaldlega að hrista ryðið af Reina enda var hann í aðgerð í sumar og spilaði engan leik á undirbúningstímabilinu, við fáum örugglega að sjá Doni í næsta bikarleik.
  Og það sést aðlveg greinilega á þessu að við VERÐUM að fá inn annan sóknarmann enda höfum við bara Suarez og Carrol og það er of fámennt enda tímir maður varla að eyða kröftum þeirra í svona leik.

 21. Finnst roosalega skrítið að hann láti byrja með Suarez inn á, hélt að hann þurfti á smá hvíld að halda? En jæjja þeir þarna hinumegin hljóta að vita hvað þeir eru að gera og Suarez er greinilega bara svona svakalega vel stemdur í líkamanum!

  Koma svo ekkert Northamton rugl! 

 22. Líst vel á þetta byrjunarlið. Suarez spilar örugglega ekki mikið meira en 60 mín í kvöld. Hann verður vonandi notaður skynsamlega í haust vegna álagsins sem var á honum í sumar.

  Ég er aðeins hógværari varðandi úrslit; spái 3-0 sigri. 

 23. AFHVERJU ER CARROLL EKKI INNÁ ! Búnir að fá ein 10 horn nú þegar :  )

 24. Finn til með Meireles , fór úr axlarlið fyrir cirka viku, skelfilega vond, og ef hann er viðkvæmur eftir að hafa lend í þessu áður , þá er hann sár vegna þess að þessi meiðsli eru leiðinleg með meiru hjá sumum. Brjóskið þarna er erfitt að meðhöndla skilst mér.

 25. 1-0!
  Mourinho gerði þetta líka í fyrra með Real Madrid. Duttu úr bikarnum árið áður og hann mætti á útivöll í byrjun tímabilsins í bikarleik gegn 3.deildarliði með C.Ronaldo og allar stjörnurnar. Sagðist ætla ganga frá mönnum ef Real Madrid tapaði aftur fyrir svona liði. Sem þeir gerðu ekki.
  Bara fínt að Dalglish sýni leikmönnum með þessu að bera virðingu fyrir öllum andstæðingum og læri að vera ruthless. Enginn er of góður til að spila svona leiki af og til. Dregur úr klíkumyndun innan liðsins og eykur liðsheild. Dalglish er sá sem ræður.

 26. Sami plebbaskapurinn alltaf í stöð2sport. Er maður ekki með áskrift að stöð2sport3 nema þegar enska deildarkeppnin er í gangi? Bara steypa. Annað hvort er maður með áskrift að tilteknum stöðvum eða ekki. 

 27. ósáttur með með hvaða leikmenn eru inná eins og raul hann er meiddur núna það á ekki að vera svona góða leikmenn í þessa leiki spara þá fyrir einhvern ríman seinna!

 28. Ívar Örn, Stöð2Sport nota hliðarrásirnar til skiptis af Stöð2Sport og Stöð2Sport 2. Það fer eftir í hvaða keppni leikurinn sem sýndur er hverjir geti séð hann.

 29. Staðan er 1+0 fyrir Udinese gegn Arsenal á Ítalíu.

  Ég hef ekkert fengið staðfest, en einhverjir eru að tala um það að ef Fenerbache verði sparkað úr Meistaradeildinni þá gæti sætið farið til okkar, einhverra hluta vegna. Sel það ALLS EKKI dýrara en ég keypti það.

 30. Liverpool á bara að spila með eins sterkt lið eins og Kenny heldur að sé nóg til að vinna þetta lið.  Menn hér væla annað hvort yfir að liðið sé of sterkt inná og einhverjir meiðist eða þá að það sé ekki nóg sterkt og tapar þ.a.l. 

   Sumum er bara aldrei hægt að gera til geðs!

  YNWA  

 31. Meireles fór aftur úr axlarlið, en fór aftur í lið af sjálfu sér meðan hann var enn inná.  Vonandi verður þetta ekki alvarlegt

 32. mér fynnst þetta bara snild,, spila hópnum aðeins betur saman og taka einnn leik 0-5 til að fylla á sjálfstraustiðs svo má ekki gleyma því að við erum ekki í meistara deild en erum að vonast eftir því að vera það á næstu leiktíð þá er gott að venja menina við að spila meira en bara í deild 
   

 33. Flott að spila sterku liði, en hvað finnst mönnum um spilamennskuna. Mér finnst þetta frekar lélegt og grunar að margir séu einungis á 70% hraða þarna inná, ósjalfrátt. 

 34. Já en alltaf er Suárez á 120% gasi, ótrúlegur leikmaður. Kominn með 3 mörk í 3 leikjum = 100% þannig séð 🙂

 35. “Maxi og Suarez, Suður-Afríkumennirnir með þetta á hreinu fyrir Liverpool” 

  Flottur Höddi 🙂 

 36. Carroll er með alveg skelfilegt touch … og það hefur ekkert með leikformið að gera.   

 37. Correct me if I’m wrong, en er Suarez ekki búinn að eiga þátt í öllum mörkum á þessu tímabili? Annað hvort skora eða leggja upp. 😮

 38. Suarez mætti nú alveg taka Carroll í kennslu í því að taka á móti boltanum. Það er svolítið sárt að horfa uppá þetta. 

 39. Hef alltaf sagt það og seigi en Carroll er aðeins miðlungsmaður alls ekkert meira en það…. Losa okkur við hann á sléttum skipum á móti Eden Hazard

 40. #65 Sennilega eitt gáfulegasta komment sem ég hef lesið til þessa!

 41. Er það bara ég eða er Henderson spila eins og Bavíani? Klúðrast allt hjá greyið stráknum!

 42. Ég held að það sért bara þú Carlito. Henderson hefur verið ágætur í þessum leik að mínu mati. Hann mætti hinsvegar fara í návígin af meiri krafti.

 43. Koma svo strákar, erum að vinna 1-3, vælum meira….þið getið betur en þetta, maður hefur heyrt rosalegar sögur um ykkur hérna, er fyrir smá vonbrigðum!
   

 44. Held að það mætti hringja á einn stóran vælubíl fyrir ansi marga hér, liðið tapar þá er allt ömurlegt, liðið vinnur og þá er flest ömurlegt. Hvernig væri bara að vera sáttur svona einu sinni – þetta er 3-1 sigur í keppni sem við drulluðumst ekki áfram í í fyrra.

  Mikið af nýjum mönnum, verið að spila liðið saman, það er allt jákvætt finnst mér. Ef við hefðum stillt upp semi b liði þá væru þessir sömu og eru vælandi yfir spilamennsku kvartandi yfir því afhverju A menn væru ekki að spila. Þetta er farið að verða svolítið þreytt viðhorf!

  Kveðja, einn pirraður (samt ekki út í LFC heldur alla vælara). 

 45. Suarez frábær og vörnin fín. Nokkuð ánægður með þetta.
  Pirrar mig samt þvílíkt að Carroll skuli ekki geta haldið bolta.  Ef hann er pressaður missir hann boltann um leið.  Fannst Henderson svona allt í lagi.

 46. mér finnst þetta bara snild ! 
  Loksinns erum við með í öllum kepnum, keppum alstaðar og alltaf til sigurs, spilum sóknarbolta, allir að skora samt bara ný byrjaðir að spila saman. ég sé bara akkurat enga ástæðu til að væla yfir einu né neinu ég sé bjarta tíma, við munum verða strekir á þessu tímabili jafnvel taka 3.sætið og að sjálfsögðu báða bikara  

 47. það var víst viðbeinið á Meireles sem fór ekki öxlin! helvíti bara, viðbjóður að brotna þar!

Pacheco á láni út – Coates inn?

Exeter 1 Liverpool 3