Þjálfun gegn fantasíufótbolta.

Verð að viðurkenna að ummælakerfið okkar eftir fyrsta sigur okkar á einum af þremur erfiðustu útivöllum Englands, þar sem við höfðum aldrei unnið kom mér verulega á óvart.

Við félagarnir sem horfðum á leikinn saman vorum gargandi glaðir með þessa frammistöðu og nutum þess að bíða eftir að hitta Gunnersvini okkar.

Dalglish ljómaði í viðtölum, Carra talaði um að sálfræðilegur múr hafi verið brotinn og Enrique var geysilega ánægður með að hafa unnið gríðarlega erfiðan mótherja þrátt fyrir að mikið væri af nýjum mönnum í okkar liði.

En fljótlega fór ummælakerfið okkar að tala um það hvaða einstöku leikmenn léku illa, hverja mætti losna við og hverjir ættu að fá fleiri sénsa, m.a. ræddu menn um leikmenn sem þjálfarateymið valdi ekki í átján manna hóp og töldu þá eiga skilið meiri séns en þeir sem hófu leikinn.

Í flestum tilvikum vísa menn í “pass and move” í þessari umræðu og virðast svolítið þannig gefa sér leyfi til að afskrifa ákveðna tegund leikmanna (lesist Lucas, Kuyt, Carroll og jafnvel núna Henderson). Sennilega er þarna farið að lita einstakt knattspyrnulið sem á sér enga hliðstæðu í knattspyrnusögunni, Barcelonalið nútímans.

Það er allavega ekki verið að lýsa gullaldarliðum Liverpool, svo að það sé á hreinu því að í þeim liðum voru ansi ólíkar gerðir fótboltamanna og alls ekki allir tæknitröll. En þau lið voru vinnusöm og skipulögð þar sem allir leikmenn þekktu uppleggið en um leið þekktu þeir sín takmörk. Vissulega voru “crowd pleasers” í þessum liðum – McDermott og Barnes man ég eftir sem tæknigaurunum sem hlupu á menn og ég hef heyrt um Heighway en man ekki hann. En þau innihéldu sennilega meira af annarri gerð leikmanna, öguðum og kraftmiklum leikmönnum með ágæta tækni. Menn eins og Whelan, Souness og David Johnson.

Mér finnst ég sjá stöðugt augljósari merki þess að Dalglish er að feta sömu brautir og hann gerði áður. Hugmyndin gengur út á það að allir geti sótt og allir geti varist – meðvitaðir um það hlutverk sem þeir hafa innan liðsins og helagaðir í alla staði.

Við munum pressa hátt og reyna að vinna boltann ofarlega, það er alveg ljóst og við skulum því velta fyrir okkur hvort það skiptir máli í liðsvali kóngsins?

Ég segi hiklaust já. Kuyt, Henderson og Downing eru allir góðir í þeirri pressu og Lucas er verulega góður að sópa upp inni á miðsvæðinu þegar varnarmenn mótherjanna í vanda senda boltann þangað inn til að losa pressuna. Carroll og Adam eru enn ekki dottnir inn í þessa pressu fullkomlega en það var ljóst að Adam var mun betri í því þarna en í fyrsta leik. Enda ekki óvanalegt, hann er ekki að koma úr liði sem var vant að hápressa. Carroll var líka að reyna og gekk það vel í byrjun en er ekki enn kominn í fullan takt við pressuna. Við sáum öll gegn Valencia að Aquilani var beinlínis slakur í pressunni og ég held að það sé ástæða þess að hann er ekki með núna, þó að þar fari góður fótboltamaður.

Annað sem Liverpool var þekkt fyrir voru ólíkar sóknarfærslur. Augljósast var “litli-stóri” þegar Toshack var með Keegan, en svo var það “tækni-staðsetningar” þegar Dalglish var með Rush og Beardsley með Aldridge. Síðar var reynt að para Collymore með Fowler og Heskey með Owen. Alltaf gengur það út á þann möguleika að reyna að hafa sóknarleikinn fjölbreyttan með það að markmiði að skoruð séu mörk. Það er ekki sjálfgefið að tveir “markaskorarar” þýði tvöfaldur árangur, það sáum við þegar Rush og Aldridge voru saman. Sömu hlaup og sömu áherslur. Eftir eitt ár var Aldridge einfaldlega seldur.

Í leiknum á Emirates var valið að yfirmanna miðsvæðið og spila með einn senter. Vegna þess að Suarez er klárlega ekki maður í 90 mínútur var Carroll fyrir valinu. Svoleiðis held ég að við sjáum erfiðari útileikina með þá félagana til skiptis í liðinu. Á heimavelli verða þeir yfirleitt hafðir báðir, sá netti tekníski sem fær hann í fætur og svo sá stóri sem tekur við krossum.

Í þessum fyrstu tveimur leikjum hefur Suarez komið að öllum mörkunum okkar. En margir virðast gleyma því að markmenn Sunderland og Arsenal hafa nú þegar varið verulega vel skalla Carroll eftir fyrirgjafir Downing, plús mark sem var klárlega umdeilt að dæma af honum. Vissulega komu upp kaflar í fyrsta leik þar sem Carra karlinn helst og Flanagan reyndar líka dúndruðu á kollinn á þeim stóra, en verulega var takturinn breyttur gegn Arsenal, ég taldi ekki marga langa bolta út úr vörninni, heldur voru Lucas og Adam að koma og sækja hann og Enrique og Kelly voru duglegir að koma upp.

Þá komum við að næsta skrefi sem líkist gömlum Liverpoolliðum. Vörninni. Skoðum eldri liðin. Þar var iðulega sett upp spilandi hafsent með takklara og síðan bakverðir sem fóru óhræddir upp kantana. Akkúrat sem mér sýnist við hafa með okkur í dag í formi þeirra fjögurra sem spiluðu um helgina. Carragher er auðvitað að eldast en í leiknum á laugardaginn steig hann ekki feilspor með fótunum og var eins og alltaf stanslaust kjaftandi og stýrandi. Fréttir af andláti hans í liðinu eru ótímabærar með öllu, þó ég telji mikilvægt að við kaupum fljótlega góðan hafsent sem tekur við af honum. Þar er ég núna að hallast að Cahill sem kosti, en við þurfum ekkert að vera stressuð strax!

En síðast en ekki síst verðum við að átta okkur á því að hugsanagangur Liverpool í gegnum alla sigursöguna var virðing og auðmýkt fyrir verkefninu. Klisjan “næsti leikur” átti þar við – sama hvort var heimaleikur gegn slöku liði eða útileikur gegn sterku. Þess vegna hlakka ég mikið til að sjá hvernig okkur reiðir af á vetri þar sem við fáum langan tíma milli leikja á æfingavellinum með jafn frábæru þjálfarateymi og við höfum nú.

Steve Clarke er snillingur sem varnarþjálfari og Keen hefur fengið mikil meðmæli. “Man-management” hæfileikar kóngsins og taktískur snilldarhaus hans bætast við og útkomuna sáum við um helgina.

Taktíkin hans gekk fullkomlega upp. Yfirmanna miðjuna og hápressa vörnina þýddi það að Arsenalliðið fékk ekkert opið færi í leiknum. Smátt og smátt einfaldlega þreyttum við mótherjann í það að gera stöðugt stærri mistök. Síðan kom að því að við gátum spilað út nýja trompinu okkar, sem er hin aukna breidd sem við búum yfir og frábær sigur staðreynd.

Og í þjálfun þá er það einfaldlega þannig að þegar þú vinnur leik þá heppnaðist það sem þú lagðir í leikinn og við eigum að geta sótt í það sjálfstraust að liðið okkar sé á góðri leið. Við vitum öll að það mun koma ágangur og við þurfum að takast á við hann þá, en þangað til skulum við gleðjast yfir því að það eru augljós batamerki.

Í mínum huga eru þau fyrst og fremst í því að á liðinu okkar er góður heildarbragur, menn færa það sem heild og fylgja þeim áherslum í vörn og sókn sem þjálfarateymið leggur upp með.

Þegar kemur að því að velja í byrjunarlið og síðan í hóp þá velja þjálfarar þá leikmenn sem þeir treysta til að klára næsta verkefni sem er alltaf það sama, sigur. Enginn hefur efni á því að búa til sitt “fantasíulið” í þeim hópi, ólíkt okkur “sófaþjálfurunum”.

Ég sagði í febrúar hér að ég sæi þess merki að kóngurinn ætlaði að “uppfæra” grunnhugmynd klúbbsins okkar frá sinni fyrri tíð. Ég sé þess stöðugt meiri merki og ef svo er þá er ekki bara verið að leita að nýjum Barnes eða Rosenthal, heldur líka nýjum McMahon, Mölby og Gillespie.

Minn túkall allavega eins og mál standa í dag.

Og já, ég er ennþá með frosið bros eftir frábæran sigur um helgina!

96 Comments

 1. Góður pistill. Þetta snýst um að vinna leiki. Hlutverk þjálfarana er að búa til hóp og lið sem getur skilað því í meirihluta leikja. Boltinn hjá Liverpool rúllar núna miklu betur en hann hefur gert lengi. Það er augljóst að það er verið að innprenta Pass and Move í huga leikmanna. Spla einfalt, gefa á næst mann og hlaupa í svæði. Hreyfanleikinn er lykilatriði í bæði vörn og sókn. Sóknarlínan er fyrsta varnarlína og sóknirnar byrja í vörninni. Höldum áfram að týna c.a. 2 stig af hverjum þremur og þá verðum við í fínum málum í vor.

 2. Frábær pistill Maggi. 

  “Það er ekki sjálfgefið að tveir “markaskorarar” þýði tvöfaldur árangur”

  Orð að sönnu. 

   

 3. Fínasta grein, hef ekki miklu við þetta bæta. Má samt líka koma inn á líkamlega burði Carroll. Það hjálpaði Suarez og Meireles klárlega eftir að þeir komu inn á að varnarmenn Arsenal höfðu þurft að kljást við tröllið allan þennan tíma. Að hlaupa um í 70 mín. og elta bolta er ekkert mál, en að lenda í stöðugum návígjum við svona mann er ekkert grín.

  Fyrir utan það átti Carroll mjög flottan leik og sýni að hann getur vel tekið þátt í spili og fleira, þannig að afskriftir á hann er algjörlega út úr kú. Við fólk sem baunar á Lucas og Kuyt ennþá hef ég nákvæmlega ekkert að segja.

 4. Frábær pistill. Umræðan eftir síðasta leik hjá sumum minnir á tuðið eftir Menningarnótt hér í höfuðstaðnum. Þetta var algjörlega frábær sigur og gagnrýnin á Carroll og Henderson alltof óvægin.
  Við Púllarar megum ekki gera sjálfum okkur þann óleik og andstæðingum okkur þann greiða að ætlast til hins ómögulega. Hér er ekki verið að byggja upp einstaka leikmenn heldur liðsheild þar sem allir vinna fyrir alla.
  Hvaða máli skiptir eiginlega hvað Carroll kostaði? Þessi gaur leggur sig allan fram og þótt hann sé engin Torres er hann líklega miklu mikilvægari fyrir liðsheildina en sá spánski var, blessuð sé minning hans.

 5. Frábær lesning og mjög þörf lesning fyrir einmitt FM-guttana.
  Ég sat með tveimur mönnum yfir leiknum sem gerðu lítið annað en að leðja yfir Henderson og Kuyt! Ég vil meina að þó að Kuyt kallinn sé ekki besti kantmaðurinn sem hægt er að spila og ekki sá hraðasti, þá er hann algjörlega frábær “team-player” og miklu mikilvægari fyrir liðið en margir gera sér grein fyrir.
  Ég hef nákvæmlega engar áhyggjur af Henderson eða Carroll. Báðir ungir og munu bara bæta sig í framtíðinni. Hins vegar hef ég meiri áhyggjur af meðferð dómara á Carroll. Voru fleiri en ég sem tóku eftir því að eftir því sem leið á leikinn þá var hann í lokin hættur að reyna að gera eitthvað því dómaranum tókst að brjóta hann niður með endalausum flautum?
  Þetta er eitthvað sem þarf að taka inn í reikninginn þegar kemur að umræðunni um Carroll. Það er gömul saga og ný að stórir og öflugir leikmenn hafa vindinn sjaldnast í bakið frá dómaranum þegar kemur að skallaeinvígum eða öðru sem að þeir hafa fram yfir litlar ræfilstuskur, sbr. markið sem dæmt var af Carroll í fyrsta leik eða nokkrir aðrir dómar sem voru flautaðir á hann í Arsenal leiknum.
  Þetta er mjög spennandi lið sem Kenny er með í höndunum og í liðið er í góðum höndum með hann sem stjóra. Það verður mjög spennandi að fylgjast með þessu tímabili, annað en síðasta ár.

 6. Eftirfarandi komment voru sett inn á spjallið rétt fyrir leikinn á móti Arsenal og á meðan að leiknum stóð:
   
  kl. 11:00   DJÖFULL er ég orðinn pirraður á þessum henserson menn einsog suarez og maxi á bekknum fyrir þetta hræ.


  kl 11:30  Ef að Dalglish ætlar að fá sömu blindu trúnna á Henderson og hann fékk á Shelvey þá held ég að það sé best að verða pirraður strax. Henderson fyrir Kuyt í fyrsta leik var algjörleg óafsakanlegt og að ekki nota Aquilani á meðan hann er skráður hjá Liverpool er bara vitleysa.   Henderson er efnilegur, ekki misskilja, en við þurfum ekki að eyða 1-2 leiktíðum í að gera hann góðan líkt og við gerðum með Lucas, á meðan við höfum betri leikmenn en hann í hópnum.


  kl: 12:47 Þetta er alltof þungt lið að mínu viti. Það er enginn skapandi leikmaður á miðjunni, Henderson, Lucas, Adam og Kuyt eru ekki að gera neitt af viti í því og eru ekki líklegir til þess. Hingað til hafa Henderson og Adam ekki sýnt það fyrir mér að þeir eigi skilið að vera í byrjunarliðnu.
  Hornin eru ennþá vandræðaleg, bogabolti á fjærstöng sem að er vonlítið er að ráðast á af einhverju viti.
   
  Það voru fleiri komment þarna álíka gáfuleg en ég tók bara þau sem vöktu fyrst athygli mína. Ekki það að þessi komment fara eitthvað sérstaklega í taugarnar á mér þar sem ég geri alveg grein fyrir því að hérna eru að kommenta einstaklingar sem eru ungir að árum og sumir jafnvel einstaklingar takmarkaða þekkingu á fótbolta.
   
  Það er þó eitt sem pirrar mig við sum skrif en það er þegar verið er að taka ákveðna leikmenn fyrir og rakka þá niður í skítinn. Henderson er búinn að spila 180 mín. með Liverpool og sumir virðast komnir á þá skoðun að hann eigi ekkert erindi í þetta lið. Það eigi að setja hann á bekkinn, útúr hóp og ekki láta hann spila á meðan að aðrir “betri” leikmenn eru til staðar. Menn jafnvel vitna í Lucas sem dæmi til þess að rökstyðja mál sitt sbr. hér að ofan. Þvílík mótsögn!! Ef Lucas hefði ekki fengið þessar 1-2 leiktíðir sem nefndar eru þá hefði hann pottþétt aldrei náð þeim standard sem hann er á í dag!!! 
   
  Menn verða að hafa þolinmæði gagnvart ungum leikmönnum og það tekur tíma að búa til afburðaleikmenn. Ungir leikmenn gera mistök og það er hlutverk eldri leikmanna að standa við bakið á kjúklingunum og hjálpa þeim að verða betri. Ég get alveg fullvissað ykkur um það að Carragher og Reina hefðu klárlega látið Glen Johnson heyra það almennilega ef hann hefði gert sig sekan um sömu mistök og Flanagan gerði gegn Sunderland. En þar sem Flanagan er 18 ára held ég að þeir hafi báðir vitað að það væri ekki það rétta í stöðunni að fara urða yfir táninginn heldur frekar að peppa hann upp.


 7. Gera kop.is að áskriftarsíðu eins og Tomkins Times. Eina leiðin til að losna við vanvitana. 

 8. Mæl þú manna heilastur Maggi.

  Stundum þegar maður les yfir komment hér inni þá hrisstir maður hausinn og hlær af vitleysunni. Á endanum skannar maður yfir komment og les sum en önnur ekki og missir kannski af ágætum kommentum fyrir vikið en svona er þetta.

  En akkúrat vegna svona pistils þá er ógeðslega gaman að koma hér inn og lessa svona pælingar. Held að þú sért alveg spot on eins og vanalega. Mér finnst ég t.d. sjá á þessu liði okkar núna góðan liðsbrag en þetta er jú hópíþrótt ef einhverjir plebbarnir hér inni hafa ekki fattað það 🙂 Dalglish sagði þetta á síðasta tímabili að þetta væri ekki endilega spurning um að finna besta fótboltamanninn í heiminum í ákveðna stöðu heldur rétta einstaklinginn í stöðuna hjá Liverpool FC. 

  Að hugsa sér. Við fórum á erfiðan Emirates völl án Gerrard og með Suarez og Meireles á bekknum, höfðum boltann meira en Arsenal fyrst liða í Guð má vita hvað langan tíma á þeim velli og vinnum 0 – 2. Enrique valinn maður leiksins á SKY og hann er að spia annan leik sinn fyrir liðið á stuttum tíma. Er sennilega ekki enn búinn að taka upp úr töskunum. Samt tuða sumir eins og leiðar kellingar í Vestubænum.

  Þessir FM plebbar pirra mig þó ekki. En ef þeir geta ekki gert sér aðeins grein fyrir stöðunni eftir að hafa fengið hana matreidda með teskeið eins og þessi pistill er þá er þeim fátt til vorkunnar.

  Haldið endilega áfram og nei það þarf ekkert að koma þessu í áskrift til að losna við svona röfl. Áskrift = Drepur miðilinn. 

 9. Svo lengi sem við vinnum leiki þá er mér sama hver sér um að skora. Dalglish er ekkert að sleppa því að velja Aqua og Cole og fleiri í liðið því hann er heimskur, greinilega aðrir menn sem eiga meira skilið að spila heldur en þeir. 

  En svo mætti Downing fara leggja upp mörk til að hjálpa mér í Fantasy ! 😉 

 10. Flottur pistill sem kemur á hárréttum tíma. 
  FM hnakkarnir eru bara góð skemmtun og ágætis mótvægi við marga frábæra pistla sem og mörg mjög góð og gáfuleg ummæli sem finna má í ummælakerfinu á þessari bestu fótboltasíðu landsins.

 11. Sammála Magga núna.Ég hef eins og þeir sem hafa tjáð sig um efni þessa þráðs tekið eftir að það koma margir hér inn sem ekki hafa sjálfir spilað leikinn og skilja ekki alltaf út á hvað hann gengur. Með Dalglish sem stjóra erum við með mann sem hefur sjálfur leikið á hæsta level, sem er meira en allir aðrir stjórar topp 4 hafa gert (og það pirrar m.a Ferguson). Hann lærði sín fræði af ekki minni mönnum en Paisley og Fagan.Og er nú að notast við þá þekkingu ásamt því sem hann hefur lært síðan.
  Það er kanski spurning fyrir stjórnendur spjallsins að ritskoða það sem sagt er hér,alla vega þegar farið er að níða einstaka leikmenn niður í svaðið og það  eftir útisigur á  Arsenal af öllum liðum.

 12. Góður pistill takk. 

  Eitt með Carroll, hann hafði það orð á sér að ilfa ekki heilsusamlegu líferni, djamma of mikið og vera almennt agalítill utan vallar. Sem er náttúrlega óásættanlegt fyrir leikmann sem metinn er á 35 milljónir punda. 

  Fréttir t.d. frá mirror í sumar segja að Andy sé enn duglegur að sækja bari í Liverpool og sjáist varla án áfengis í hönd. Ef rétt er þá gæti það verið stór hluti af skýringunni af hverju maður sá ekki sprengikraftinn frá honum á móti Arsenal. 

  Það er annars frábært hve vel hefur ræst úr nýliðum frá því KD tók við. 

 13. Algjör snilldar grein Maggi. Ég var nú ekki nema rúmlega viku gamall þegar Kenny Dalglish steig niður sem knattspyrnustjóri Liverpool og því var ég ekki beint í stöðu til að geta fylgst vikulega með gullaldarliði hans. Ég hef hins vegar séð margar endursýningar af leikjum liðsins frá þeim tíma og það er rétt, svo virðist sem hann sé að koma þeirri grunnhugmynd aftur í lið sitt.

  Allir stjórar hafa sína hugmynd á því hvað þeir telja vera “leiðin til árangurs” og reyna að útfæra hana hvert sem þeir fara. Kenny Dalglish útfærði sína hjá Liverpool, Blackburn og Newcastle, Ferguson útfærði sína hjá Aberdeen og Man Utd, Mourinho sína hjá Porto, Chelsea, Inter, Real og svona má endalaust telja áfram upp frábæra stjóra sem hafa náð árangri hjá meira en einu liði og halda sig gjarnan við svipaðar eða sömu hugsjónir. Meira að segja Roy Hodgson taldi sína leið henta Liverpool og stóð með henni svo það gengur ekki alltaf upp hjá öllum.

  Það eru heilsteypt og samheldin liðsheild sem skilar titlum og árangri en ekki endilega 11 stærstu nöfnin í deildinni. Kenny Dalglish er augljóslega að byggja upp nýtt, samheldið lið og menn geta skemmt sér yfir því að skjóta á verðmiðan á þeim leikmönnum sem hann hefur keypt en fyrir mér er það augljóst að þeir hafa verið mikilvægir bitar í pússluspilið hans.

  Ef við spilum eins og við gerðum á laugardaginn í flestum útileikjum okkar í vetur þá erum við að fara að sjá okkur hala inn mun fleiri stigum þar en við gerðum á síðustu leiktíð. Á heimavelli viljum við flugeldasýningar en ég sætti mig við 1-0 baráttusigra á útivöllunum. 

 14. Takk fyrir frábærann pistil Maggi og lítið við þetta að bæta nema kannski að legga áherslu á liðsheildina, við vinnum sem lið og töpum sem lið. Það þarf ekki að leita að einhverjum blóraböggli. 
  Sigurinn á laugardaginn var frábær og ég er enn brosandi og bíða eftir símtölum frá vinum mínum sem styðja Arsenal, þeir hafa ekki verið jafn duglegir að hringja og undanfarin ár

 15. Við skulum átta okkur strax á því að þetta lið er ekki nálgat liði Liverpool frá 70s og 80s tímabilunum í spilamensku eða getu.
  Liðið er samt engu að síður á réttri leið og er gaman að fylgjast með þeim í dag og eigum við að meta liðið út frá verðleika í dag en ekki bera það við stjörnurnar í den.
  Ég er alveg tilbúinn að gefa mönnum tækifæri á því að sanna sig og er of snemmt að fara að dæma Henderson strax enda ungur að árum og keyptur sem framtíðarleikmaður en ekki sem einhver plástur sem á að virka strax í að stoppa einhverja veikleika hjá okkur(er samt á því að hann hafi ekki verið að finna sig í fyrstu 2 leikjunum en gefum honum tíma).
  Ég er á því að Lucas hefur verið að standa sig vel og var okkar besti maður á síðasta tímabili en ég átti mig líka á því að ef við ætlum okkur enþá ofar á tölfuna og jafnvel vera að berjast um titilinn þá er Lucas ekki í þeim gæðaflokki sem til þess þarf. Hann væri frábæri sem svona maður á bekknum og byrja inná einn og einn leik en ekki sem aðal stoparinn okkar á miðjuni.
  Í sambandi við Kuyt þá finnst mér hann vera virkilega flottur leikmaður sem skilar sinni vinnu og gefur sig 100% í leikina. Hann er lúmskur og með góð hlaup og hefur skorað mörg mikilvæg mörk fyrir okkur(vill ég ekki missa hann til Inter eins og einhverjir miðlar voru að tala um í dag).
  þetta Liverpool lið er á réttri leið og er bara gott um það að segja. Ég held mig við að spá okkur í baráttuna um 4.sætið við Arsenal og Tottenham og verður það hörð barátta(ekki afskrifta Arsenal strax þeir eiga eftir að standa sig vel).

 16. Það var verið að kaupa Henderson fyrir næstu 10 ár, ekki fyrstu 5 umferðirnar, ekki taka hann af lífi strax…maður lifandi!

 17. Svona af því að Lucas Leiva á sér enn vafaraddir hér langaði mig að vitna í yfirferð Opta eftir fyrstu 2 umferðirnar.

  16 – Lucas Leiva has made more tackles than any other Premier League player this season, after topping last season’s chart (172). Battler.

  Skil ekki, nei skil alls ekki þá sem telja það ekki mikilvægt að eiga varnarmann sem brýtur upp sóknir andstæðingsins með öflugri varnarvinnu og skilar boltanum á næsta mann.  Við áttum slíka á okkar besta tíma, Souness og McMahon og öll góðu liðin í gegnum tíðina hafa átt slíka menn, nefni t.d. Vieira, Keane og Makelele.

  Fyrir utan það að Lucas Leiva var tilbúinn að fórna löppinni fyrir liðið þegar sá ágæti Frimpong gerði tilraun til að slasa hann.  Er sammála þeim sem segja hann fyrsta nafn Dalglish á miðjuna í lykilleikjum okkar…

 18. Svo er það hárrétt að þetta lið er ekki komið með tærnar þar sem gullaldarliðið okkar var með hælana, hins vegar tel ég það vera komið á þann stað að verið er að byggja upp þær meginreglur og leikstíl sem byggt var á þann tíma.

 19. Glæsilegur pistill.

  Ég var ekki einn af þeim sem var óánægður með leikinn heldur þvert á móti fannst mér liðið spila frábærlega á köflum, mjög hraðir og að skapa slatta af færum.

  Þetta á bara eftir að verða betra og ég er eins og Maggi ennþá með stórt bros eftir helgina og lýst fáránlega vel á framhaldið.     

 20. Zidane, who remarked the following after Makélelé was sold and Beckham was bought
  Why put another layer of gold paint on the Bentley when you are losing the entire engine?
  Held að flestir viti að lið snúist um að finna réttu blönduna af leikmönnum, þó mörg komment snúist um að hafa 10 dansandi ballerínur í liðinu.
  Menn horfa ekki allir sömu augum á leikinn, en þannig er það bara og óþarfi að pirra sig á því. Það kryddar bara umræðuna

 21. Stór góður pistill en ég verð samt að hneikslast á því að það þurfi að koma svona pistill nokkrum dögum eftir fyrsta sigur Liverpool á Emeraites. Er Liverpool aðdáendur virkilega svona vanþákklátir að þeir eru að tuða yfir hinum og þessum leikmönnum eftir mjög góðan útisigur þetta minnir mig nú bara á aðdáendur liðs frá Manchester.
   
  Ég hef ekki náð að sjá þessa fyrstu tvo leiki. En var voða glaður þegar ég sá að við hefðum unnið Arsenal 0-2 og las hér yfir leikskýrsluna á laugardagskvöldið en sú gleði breytist meira í pirring eftir því sem ég las fleiri komment við greinina. Eru menn virkilega enn að kvarta yfir Lucas !!!! og síðan eru ungir leikmennbara ömurlegir og ekki peningana virði þó þeir hafi kannski spilað innan við 10 leiki fyrir liðið. Hvernig væri nú að gefa Caroll heila leiktíð til að sanna sig og jafn vel tvær? Og eigum við ekki að leyfa Henderson að spila aðeins meira en tvo leiki áður en hann er flokkaður sem einhver meðal skussi.
   
  En annars er þessi grein alveg stór góð og margir sem voru hvað mest að nöldra eftir síðasta leik ættu nú bara að skammast sína eða þeir gætu líka bara farið og haldið með Manchester Untied myndu falla vel inn í spjallborðið þeirra.

 22. Toppklassa grein hjá meistara Magga. Gef honum sömu einkunn og Dalglish gaf liðinu um helgina: 11 af 10 mögulegum 🙂

  King Kenny veit hvað þarf til að skapa gott LIÐ og miðað við frammistöðu leikmanna um helgina þá er honum að takast að setja saman mjög vinnusaman hóp með karakter, gæði & getu. Sér í lagi eru leikmenn með þá hæfileika að geta skilað góðu dagsverki í vörn & sókn þannig að sama hvaða staða kemur upp í leiknum þá eiga þeir að geta söðlað um og sett í þann gír sem þarf til.

  Ég veit ekki hvort FM-leikjum sé um að kenna en sjálfur spila ég þá stundum og tel mig ágætan í að sjá mun á raunveruleika og fantasíu. Mest er ég þó fyrir það að spila antík-leiki eins og CM93 og CM98 þar sem gömlu brýnin fara á kostum en það er önnur saga. En mér þótti það ansi Freudísk mismæli þegar sumir voru farnir að bölva frammistöðu “Hernandes” en þá þykir mér latínó-blætið vera orðið full mikið múahaha

  Þeir leikmenn sem Kenny vill halda hjá liðinu og hefur hingað til keypt hafa eftirfarandi kosti til að bera:
  – Vinnusemi og fórnfýsi fyrir liðið
  – Góðir varnarlega & sóknarlega
  – Pass & move hæfileiki á háu stigi
  – Afbragðs spyrnumenn eða áberandi öfluga sérhæfni
  – Taktískt sveigjanlegir og geta spilað nokkrar stöður
  – Væla ekki ef þeir komast ekki í liðið heldur leggja sig meira fram
  – Dauðlangar að spila fyrir LFC og hafa jafnvel hafnað öðrum stórliðum til að koma á Anfield
  – Menn með karakter og fyrirliðar eða lykilmenn í sínum fyrri liðum
  – Nýkeyptir leikmenn áttu ALLIR (nema Doni) sín bestu tímabil í fyrra og valdir menn ársins hjá sínum klúbb.
  – Góður séns á að þeir geti allir bætt sig hjá betra liði

  Eins og Maggi segir svo réttilega: þannig eru EKTA Liverpool-liðin í gegnum tíðina og þetta eru prinsippin sem höfð verða í heiðri.  Halelúja!

  Ég legg til að menn kíki á þessa samantekt MOTD á leiknum og endurskoði í dagsbirtu mánudagsins en ekki bara í pöbbarökkrinu frá menningarnótt hvort þessi frammistaða hafi ekki einfaldlega verið stórfín:
  http://vimeo.com/27968211

  En nóg að gerast í leikmannamálum og nú fer að sverfa til stáls rétt fyrir gluggalok. Aqua loks til Milan, Ngog til Bolton, Cole til QPR, Poulsen á pulsuvagninn á Strikinu og meira að segja Herkúles til Wolfsburg. Svo erum við örugglega með Cahill eða Dann í sigtinu ásamt bakköpp stræker. Allt að gerast og Commolli er mikill kraftaverkamaður ef honum tekst að breyta gruggugu vatni í eðal rauðvín 🙂

 23. Hér er verið að tala um ummælakeffi http://www.kop.is, þ.e.a.s. um okkur sem skrifum hér inn, hér talar pistlahöfundur undir rós (AÐ MÉR FINNST), það þarf engan snilling til að sjá að hluti af pistlinum er vitnun í það sem ég setti hér inn eftir leikin, það sem ég setti hér inn, er mitt álit, ekki annar. Ég hef sagt það hér áður að ég er sáttur við það sem Dalglish hefur verið að gera hjá klúbbnum íleik og leikmanna málium og að þar sé á ferðinni maður sem veit um hvað fótbolti sníst og að hann þekki Liverpool leiðina betur en aðrir. Það þíðir þó ekki að ég meigi hafa mínar skoðanir og ef einhver er ekki sammála mér þá bara virði ég þann einstaklig og skoðanir hans, ég þarf ekki að vera sammála þeim, en mér ber að virða skoðanir þeirra. Ég vitnaði í leikmenn sem mér fanst ekki eiga góðan leik (ath: það sem mér fanst), þá kom ég inn á það að mér findist ýmsir leikmenn eiga að vera í hópnum en voru það ekki og enn og aftur er það mín skoðun. Til að taka af allan vafa þá er ég himinlifandi yfir að við skildum vinna þennan leik og er ekki að lasta liðið að einu eða neinu leiti, þó að einhverjum hafi fundist það, so sorry ef það hefur sært einhvern. Hér hafa einhverjir talað um að menn hafi ekki leikið leikin sjálfir og viti hrienlega ekki út á hvað leikurinn gangi, Ótrúlegt!. Ég vill bara að það komi fram að ég er nákvæmlega eins og pistlahöfundur sófaþjálfari og set hér inn þær hugrenningr sem mér finst eiga réttar hverju sinni og enn og aftur þá þarf engin að vera sammála mér, en þær eru mínar hugrenningr, og bið ég bara um að þær séu virta þó svo að sumum finnist þær ekki samræma umræðunni hverju sinni. Að lokum á vill ég að það komi fram að ég er eins og pistla höfundur mjög ánægur með sigur okkar manna og vona að þeir eigi eftir að verða magir og mikklir í framtíðinni… Eiguð öll góðan dag…

  Áfram LIVERPOOL…YNWA…

 24. Ég treysti Kenny betur en spekingunum hérna inni, hann er í daglegu sambandi við leikmennina og hefur það framyfir flesta hérna að hafa unnið 8 englandsmeistaratitla sem leikmaður og þjálfari með tveimur liðum sem er eitthvað sem ða ég helda ð enginn þjálfari hafi leikið eftir hingað til og annað liðið kom hann með uppúr annari deild einungis til að vinna englandsmeistaratitilinn á nokkrum árum.

   
   

 25. Takk fyrir virkilega nauðsnylegan pistil, mér hefur fundist ummælin hérna á kop.is hrakað hratt og örugglega undanfarið. Tek undir meira og minna allt í þessum pistli.

  PS. Fólk sem er ennþá í því að skjóta Lucas niður er einfaldlega ekki svaravert.

 26. Viðbót við fyrri póst. Svo það komi örugglega fram þá hefur pistlunum hér ekki hrakað, les þá alltaf og bíð spenntur eftir næsta. Vona að þessi pistill verði til þess að maður fari að lesi ummælin af meiri áhuga aftur.

 27. Ég veit ekki betur en að Henderson hafi verið nokkuð góður í leiknum gegn Arsenal. Var ég að horfa á einhvern annan Arsenal vs Liverpool leik þar sem Henderson var í byrjunarliðinu? Var þetta ekki fyrsti leikurinn hans með Liverpool gegn Arsenal?

  Hann er ungur, var góður á boltanum og gaf fínar sendingar. Einnig fannst mér hann búa yfir stórgóðum hreyfingum án bolta sem hefur ekki sést í Liverpool svo árum skiptir. 

  Enrique var klárlega maður leiksins en á eftir honum var Henderson, Lucas, Kelly og latínó talandi varamennirnir okkar.

   

 28. Svo það sé á hreinu var þessi pistill skrifaður sem mín skoðun á umræðuþræðinum í heild sinni og alls ekki beint til nokkurs eins.

  Hvorki undir, yfir eða við hliðina á rós.

   

  Og svo skoðun mín á því sem ég held að sé að gerast hjá LFC undir stjórn kóngsins.  Tek líka heilshugar undir athugasemd Peter Beardsley – þetta er flott pæling tengd þeim kostum sem leikmenn Dalglish eiga að vera búnir!

 29. Magnaður og þarfur pistill. Held að það sé kominn tími á að umræðan um vissa leikmenn eins og þá sem hér hefur verið rætt um fari á annað og betra plan. Ég tildæmis veit ekki hvað Lucas þarf að gera mikið meira til að sanna fyrir mönnum að hann sé heimsklassaleikmaður! Eins og áskrift af byrjunarliði hjá brasilíska landsliðinu sé ekki nóg!! Varðandi nýja leikmenn þá þurfa þeir sinn tíma og liðið allt saman þarf tíma til að stilla saman strengi sína og finna sig á nýju tímabili! Þetta gerist ekkert yfir nótt! Hættum þessu rugli, vænusýki og yfirdrulli yfir leikmenn liðsins, nýja sem gamla. Gagnrýnum á uppbyggilegan og málefnalegan hátt! 

  Þó það nú væri! 

 30. Það er ekki oft sem ég legg orð í belg á þessari síðu en verð að vera sammála þeim sem tala um að umræðu hafa hrakað hérna undanfarið. Ég finn mig því knúin til að segja örfá orð og þá sérstaklega í garð ummæla #27 

  Hann talar um sínar skoðanir, biður um að virða þær sem er allt gott og blessað. Einare í kommenti #9 tekur þar fyrir nokkur ummæli sem #27 virðist ganga að því að eiga.

  #27 Þú hlýtur að geta komið skoðunum þínum (sem og aðrir) á málefnalegari hátt heldur að kalla fólk hræ og segja að ákvarðanir þjálfarans séu óafsakanlegar í leik þar sem sigur er borinn af liði sem við höfum ekki unnið á útivelli í 11ár!

  Menn verða að fara bíta í tunguna á sér, eða réttara sagt sitja á höndum sér áður en þeir byrja hamra lyklaborðið af miklum móð.

  Það er nú þannig 😀
    

 31. Til varnar “FM hnökkunum”

  Það geta ekki allir verið gördjöss sagði skáldið og þótt mér finnist t.d. Maggi og aðrir skrifarar á Kop.is miklir meistarar en sumir í ummælakerfinu kannski aðeins lakari er nú samt mitt mat að þessir svokölluðu “FM hnakkar” ættu að vera velkomnir hérna inni.

  Eru þetta ekki okkar Flanagans´s sem lesum þessa síðu? Þá ættum við, sem erum svo vísir og spakir, að leiða unga fólkið í allan sannleika um leyndardóma knattspyrnunnar eins og Maggi gerir snilldarlega í pistli sínum. Þessi pistill var einnig rosalega upplýsandi fyrir mig sem hef ekki hundsvit á fótbolta en samt rosalegan áhuga á öllu sem viðkemur LFC. Ég vil því þakka “FM hnökkunum” fyrir að kveikja svona duglega í Magga.

  Svo er það er spurningin hvort það sé eitthvað meira þroskamerki að uppnefna ungt og kappsamt fólk “FM hnakka”, eða eitthvað enn verra, en að láta eitthvað misjafnt út úr sér um einstaka leikmenn?

 32. Heyr heyr! Ætli að það sé ekki hægt að sía þá frá sem kommenta ekki á þennan pistil og kalla þá fm-hnakka?

 33. Samkvæmt Echo þá virðast fréttirnar af brottför Káts vera orðum auknar. Yesteryears news:
  http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2011/08/22/liverpool-fc-dirk-kuyt-inter-milan-link-is-one-year-old-story-100252-29283321/

  Maður er nú mikill umhverfisverndarsinni en mér finnst þetta full mikil endurvinnsla sem fréttahaukarnir í Englandi stunda þarna. Manni varð hugsað aftur til ársins 1985 við þessa fornaldarfréttamennsku 🙂
  http://www.youtube.com/watch?v=thi3XaCKTVA

 34. Frábær pistill og fín lesning.

  Eitt hef ég þó tekið eftir í ummælakerfinu er að sumir eru að drulla yfir framistöðu leikmanna en virðast alltaf skrifa nöfnin þeirra vitlaust. T.d Hernandes en ekki Henderson og Adams en ekki Adam. því spyr ég hversu vel þeir eru að fylgjast með þeim í leikjum fyrst þeir vita ekki einu sinni hvað þeir heita almennilega. 

 35. Hvað er FM hnakki?  Væri til í ef einhver myndi útskýra það fyrir mér.

 36. Nú veit ég ekki hvort þörf sé á sérstakri flokkun tjáskiptara hér í FM-hnakka (Football Manager) eða Fornaldar-Framheila 🙂

  En það var augljóst að mikill munur var á skoðunum Púlara á frammistöðu einstakra leikmanna gegn Arsenal, sérstaklega Carroll & Henderson. Svo mikill var munurinn að ég og fleiri undruðumst af hverju sú neikvæðni stafaði og manni fannst sem sumir hefðu verið að horfa á allt annan leik. Það sama virðist hafa verið uppi á teningunum víða um Liverpool-veröldina því að Tomkins tekur á nákvæmlega þessu í sínum pistli og ofbýður blammeringarnar á leikmenn sem hann rökstyður vel að hafi átt hreint ágætan leik þrátt fyrir allt.

  Ádrepan hans Magga er svo sérlega rökföst og málefnaleg með skemmtilegri innsýn í þjálfafræðin og þá stefnu sem KKD & co vilja setja Liverpool-liðinu. Þó að Valli (#27) vilji taka inntakið til sín persónulega þá er pistillinn einfaldlega vel úthugsuð fréttaskýring út frá skoðunum Maggans. Ef Valli vill að aðrir virði sitt tjáningarfrelsi þá verður hann að virða það að allir aðrir mega vera því ósammála, sérstaklega ef það er vel rökstutt og án blammeringa. Aðalatriðið hér og það sem gerir þessa síðu svo góða er að menn spjalla almennt kurteisislega saman og lengi megi það halda áfram. En Valli verður að átta sig á því að þegar stórt er tekið upp í sig og þá með litlum röksemdarfærslum þá er líklegt að aðrir verði því hressilega ósammála.

  Hér er enn ein samantektin á Henderson-gate málinu ógurlega og ætti að varpa meiri ljósi á frammistöðu hans í leiknum:
  http://www.anfieldindex.com/3122/progress-report-jordan-henderson.html

  Gaman að þarna er minnst á Gerrard í lokin því að mitt mat er að á sama aldri þá hafi SteG verið mun hrárri leikmaður en Henderson. Vissulega var hann líka öflugri á öðrum sviðum (tæklingar, langskot, hraði o.fl.) en Jordan er líka yfirvegaðri í sendingum þar sem Gerrard var ansi oft í sínum Hollywood-sendingum á yngri árum. Það virðist stundum gleymast að Gerrard var ekki fullkominn um 20 ára aldurinn frekar en Henderson og hann stórbætti sig næstu 4-5 árin þar til hann varð óstöðvandi heimsklassamaður. Við verðum að gefa Jordan séns á sömu þróun undir handleiðslu KKD því að það er hagur Liverpool að hann verði eins góður og hugsast getur.

  Ég tel einnig að ef að JH hefði komið upp í gegnum akademíu LFC en ekki gegn greiðslu frá Sunderland að mörgum þætti mun meira til hans koma og verðmeta hann jafnvel hærra en þessar 20 millur sem við slettum út fyrir hann. Hver veit, kannski verða þessi kaup alger kjarakaup þegar fram líða stundir. En gefið stráknum séns því annars gætum við séð eftir því.

 37. Það eru allir með það á hreinu að það eru bara tvær umferðir búnar af þessu tímabili er það ekki? Við erum með ansi mikið af nýjum leikmönnum inná að spila sig saman og jafnvel kynnast og slíkt tekur tíma hjá öllum liðum enda neikvæði helmingurinn á peningnum þegar kemur að því að kaupa marga nýja leikmenn á skömmum tíma.

  Persónulega get ég alveg séð það taka a.m.k. tíu umferðir að slípa leik liðsins almennilega saman og jafnvel lengur en það og því mjög mikilvægt að safna sem flestum stigum á þessum tíma eins og kostur er og fyrir mér eru 1-0 sigrar í drepleiðinlegum leik alveg í lagi svona í upphafi móts (reyndar eru þeir það oftast). 

  Það voru ansi fáir sem byrjuðu leikinn gegn Sunderland sem hófu leik gegn Arsenal árið áður og sama var uppi á teningnum á móti Arsenal á laugardaginn. Steve Bruce t.d. hefur keypt tíu leikmenn fyrir þetta tímabil en notaði samt bara tvo þeirra í leiknum gegn Liverpool enda að slípa liðið saman. Við getum þetta ekki alveg og verðum að nota strax þá leikmenn sem við keyptum.

  Nýjir leikmenn t.d. gegn Arsenal voru Enrique, Henderson, Adam, Downing og auk þeirra voru t.d. Carroll og Kelly sem eru líka ennþá að koma sér inn í leik liðsins. Ofan á þetta má ekki gleyma að fyrir Reina, Carra, Agger, Lucas og Kuyt eru þetta líka viðbrigði sem þarf að venjast. Ég hef engar áhyggjur af því að liðið komi ekki til með að slípast vel saman og það fljótlega. Hópurinn er mjög sterkur með mjög marga ólíka möguleika og ég bíð mjög spenntur eftir því að sjá liðið ná upp almennilegu flæði og sundurspila eitthvert liðið í vetur. Það var aldrei að fara gerast gegn Sunderland og hvað þá gegn Arsenal sama hvað þeir eru með vængbrotið lið og það er ekki heldur að fara gerast gegn Stoke City (kannski Exeter samt).

  Spilamennskan í fyrstu tveimur leikjunum hefur ekkert verið að fara fram úr væntingum neitt en staðreyndin er að við erum með 4 stig. Eitt eftir leik gegn Sunderland sem við hefðum vel getað tekið öll stigin úr og síðan útisigur á Arsenal á Emirates. Við höfum alveg byrjað verr. 

  Reyndar hef ég ekki alveg stúderað þessar fyrstu frammistöður tímabilsins í þaula, á Sunderland leikjum sat Írskur púllari með mér yfir leiknum á írslum pub sem þýddi 7-8 umgangar á barnum og á Arsenal leiknum var svo fjandi erfitt að vera ekki nákvæmlega sama um spilamennsku ákveðinna leikmanna og bara allt annað en sigur verandi sex sætaröðum frá vellinum Liverpool megin á Emirates stadium. Tek til baka fyrri ummæli um stemmingsleysi á þessum velli, það er staðið og sungið allann leikinn á þessum velli…gestamegin  🙂

  Þó er augljóst að í Enrique erum við með keppnis vinstri bakvörð og vel það, Charlie Adam gæti vaxið sem hörkumiðjumaður hjá okkur og mig hlakkar til að sjá hann með Gerrard með sér. Downing og Carroll eru ekki nærri því að spila á fullri getu eins og er og gætu reynst gríðarlega góðir þegar líður á tímabilið. Henderson fannst mér ekki neitt sérstakur í Arsenal leiknum en sé svo eftir leik að hann var líklega betri en mér fannst. Alls ekki taka því sem svo samt að ég sé búinn að afskrifa hann eftir tvær umferðir, slíkt er bara ótrúlega vitlaust. 

  Flott byrjun á þessu tímabili og erfitt að sjá annað í spilunum en að þetta lið eigi bara eftir að verða betra. Það er mjög mikilvægt að halda sjálfstraustinu og sigurinn á Arsenal gæti gert mikið hvað það varðar.

  Þeir sem voru hvað neikvæðastir yfir leiknum og eftir hann, kíkið í safnið hérna á kop.is frá sama tíma á síðasta ári og í kjölfarið, lighten the fuck up 🙂 

  p.s.
  hættið svo að tala um FM hnakka og tölvunörda í sömu setningu. FM hnakkar er skrásett vörumerki hérna á Selfossi og hefur ekkert með Football Manager að gera 🙂 

 38. Valli segir:
  að þar sé á ferðinni maður
  lasta liðið
  þær hugrenningr
  ekki samræma umræðunni
  Að lokum á vill ég að það komi
   
  Þetta er nú mest bara jargon. Nenni ekki að lesa svona. Keep it simple eins og þeir sem skrifa pistlana inn á þessa síðu annars nennir enginn að lesa þetta sjitt. Ekki ég amk. Góður pistill annars Maggi.

 39. #35 Magnús Gunnlaugsson, manni er öllum lokið þegar maður les svona innlegg eisn og þú kemur með hér, og manni er nokkuð ljóst að þú leggur ekki oft orð í belg á þessari síðu einsog þú segir sjálfur,það sést best á þessu skrifum hja þér. Það sem ég er að vitna í hér er inlegg sem ég setti við pistilinn sem var settur inn á undan þessum hér að ofan, ég geri fastlega að sú umræða hafi verið kveikja að þesum pistli. Vinsamlegast bentu mér á hvar ég tala um að menn séu HRÆ… því mér þætti vænt um að sjá hvar ég hef farið svo illilega af braut varðandi að sem ég set inn hér… Og að endingu þá vil ég bara segja þetta, ef menn eru að tala um að aðrir eigi að vera málefnalegir, þá ættu þeir hinir sömu að sína það í sínum orðum. Egðu góðan dag
  Áfram LIVERPOOL…YNWA…

 40. Maðurinn að austan (#42) spyr:

  Hvað er FM hnakki?  Væri til í ef einhver myndi útskýra það fyrir mér.

  Eins og þú veist er hugtakið almennt notað um þá sem hlusta á FM957 en hér inni er ég nánast 100% viss að það eru allri að meina “Football Manager hnakki” þegar þetta er notað. Það er, menn sem spila svo mikið FM að þeir þekkja ekki muninn á tölvuleik og alvöru fótbolta.

  Það er auðvelt að stilla upp draumaliði og vinna alla leiki í Fantasy, en frekar erfitt í alvörunni. Stundum koma hér inn menn sem virðast halda að liðið eigi bara að innihalda ellefu Robinho-a sem eru fljótir og flinkir og ekkert annað og væla yfir því að Kuyt sé seinn eða Lucas ekki nógu sterkur sóknarlega, jafnvel þótt liðið sé t.d. að vinna Arsenal á útivelli. Þá eru slíkir menn kallaðir FM hnakkar, ekki af því að þeir hlusta á útvarpsstöðina ágætu heldur af því að kröfur þeirra til fótboltans virðast stundum ekki vera í miklum tengslum við raunveruleikann.

  Þetta á sem sagt við um tölvuleiki, ekki útvarpsstöðvar. Hér inni, allavega. 🙂

 41. Babu þú segjir eiginleg allt sem þarf að segja. Gefum honum allavega 2-3 mánuði til að koma hópnum saman og dæmum hann eftir það. Ef við förum á Emirates og sækjum 3 stig á mjög svo erfiðum heimavelli þá eigum við að vera sáttir. Síðan oft í þessum stórleikjum þá er spilamennskan ekkert alltaf upp á marga fiska. Menn strax byrjaðir að tala um Carroll sem flopp og ég veit ekki hvað og hvað. Persónulega hef ég aldrei verið spenntur fyrir Carroll eins og staðn er í dag þá hefur hann flotta skolla og baneitraðan vinstri fót, en fyrir topp fótbolta og striker uppá topp þá er hann alltof hægur. En hey ef Kenny hefur trú á honum þá geri ég það líka.

 42. Jæja búið að selja Kyrgiagos til Wolfsburg í Þýskalandi. Þýðir það ekki að við séum að versla nýjan miðvörð???

 43. Það er alltaf nauðsynlegt öðru hvoru að koma skikki á umræðuna. Ég tek undir orð Guderian hér að ofan, að við sem teljum okkur “vísa” og “spaka” í fótboltafræðunum ættum að hjálpa hinum fávísu að átta sig á eðli leiksins og leikmanna. Það er óþarfi að vera með einhvern áskriftar- eða málfræðifasisma gagnvart félögum okkar heldur borgar sig alltaf að svara á rökréttan hátt eins og Maggi gerir svo snilldarlega í þessum pistli. Fávísi ber ekki að loka úti heldur leiðrétta.

 44. Ívar Örn (#50) segir:

  Fávísi ber ekki að loka úti heldur leiðrétta.

  Vissulega, en ég legg ekki í það að telja hversu oft ég hef þurft að skrifa sömu setningarnar til að verjast sömu ásökununum í garð leikmanna eins og Lucas eða Kuyt. Á endanum þreytist maður á því að segja sama hlutinn (það eru fjögur ár síðan Lucas kom, fimm síðan Kuyt kom, þannig að ég er búinn að verja þá í fjögur og fimm ár núna) og fer bara að ranghvolfa augum. Því miður.

 45. Satt og rétt Kristján Atli. En tíðindi dagsins eru staðfest á liverpoolfc.tv. Kyrgiakos farinn til Wolfsburg. Bara hið besta mál og honum ber að þakka fyrir hans framlag til félagsins síðustu tvö ár. Þá hlýtur nýr haffsent að verða keyptur á allra næstu dögum. Og ef N´Gog fer líka þá bætir Dalglish væntanlega back-up senter í hópinn líka.

 46. Já og Berlusconi hefur staðfest samningaviðræður um brottför Aquilani til AC Milan.

 47. Tek undir þráðránið og þakka Sotiris Kyrgiakos samveruna.
  Var vel liðinn í Liverpool skilst mér, og spilaði alltaf með hjartanu, nokkuð sem ég bar mikla virðingu fyrir.  Enn gleðst ég yfir því að sjá fagleg vinnubrögð í brúnni hjá okkar liði.
  Þetta er staðfest ca. 2 tímum eftir að slúðrið fer af stað, er bara rökréttur partur af tiltektinni!

 48. lukas
  The Brazilian did what he does best against Arsenal – he got forward when required and did the dirty stuff to break up the Gunners’ advances. He disrupted Arsenal with 12 tackles, four interceptions and one key pass.

 49. Ég set spurningamerki við þessa grein um Henderson: http://www.anfieldindex.com/3122/progress-report-jordan-henderson.html Þar er skrifað eftirfarandi:

  “He was not involved in any aerial duals meaning that, astonishingly, he is still to attempt to jump for a header against an opponent in a Liverpool shirt.”

  og

  “he had no shots on or off target.” 

  Hvorugt þetta er rétt. Henderson átti skalla eftir fyrirgjöf Kuyt sem markvörður Arsenal varði lágt til hægri. Það er erfitt að taka mark á grein sem þessari þegar tölfræðin er röng. Ég efa allavega stórlega að skalli sé ekki flokkað sem skot.
  Annars er ég þolinmæðin einsömul í garð Hendo. Hann er Liverpool leikmaður og ég held með honum.

 50. einar e #9, Ég held að fáfræði varðandi knattspyrnu sé ekki málið í þessari umræðu, það er miklu frekar þolinmæði eða skortur á þolinmæði sem þetta snýst um. Ef áhangendur hafa þolinmæði í fylgjast með “aðlögun leikmanna” í mikilvægum leikjum á kostnað liðsins þá er ekkert um þetta að segja en sumir virðast ekki hafa þá þolinmæði og ég er einn af þeim. Ég gagnrýndi Lucas Leiva mjög mikið því mér fannst hann alltof passívur og geldur sóknarlega til þess að sinna sínu hlutverki á miðjunni. Á þeim tíma fannst mér það bitna á liðinu en rúmum 2 árum seinna dettur mér ekki í hug að gagnrýna hann á sama hátt þó svo að hann sé enn takmarkaður. En ég hafði engan veginn þolinmæði í að bíða eftir því að hann myndi aðlagast. Eins er það með Shelvey, ég hef engan áhuga á að gefa honum nokkra leiki í viðbót til að aðlagast og þolinmæði mín gagnvart Ngog brást í þriðja sinn sem hann steig á völlinn í Liverpool skyrtu. 
  Henderson er efnilegur en hann ber það utan á sér að hann er ekki tilbúinn strax. Ég veit hinsvegar að það eru menn þarna sem eru tilbúnir, sbr. Maxi, Mereiles, Kuyt, Aquilani.
  Þá koma bikarkeppnir og Reserves til sögunnar, því þar er hægt að móta þá efnilegu sem munu að lokum í gegnum slíka leiki sanna að þeir eigi fullt erindi með Liverpool í deildarleikjum. Greinin sem Peter Beardsley # 43 bendir á http://kopthat.co.uk/2011/08/progress-report-jordan-henderson/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=progress-report-jordan-henderson segir líka helling og bendir á muninn á þeim sem eru tilbúnir í slaginn og hverjir ekki. Kannski þarf Henderson mánuð, kannski heilt season, ég veit það ekki. En látum þá aðlögun ekki bitna á liðsheildinni. Segi ég. 

 51. Skemmtileg lesning Maggi.

  Mikið er það annars jákvætt að eiga tvo bakverði í liði vikunar sem að Bogi 54 linkar á ! Þetta er allt að koma hjá Kenny og strax ótrúlegur munur á breiddinni í hópnum okkar. Þetta er það sem okkur hefur vantað undanfarin ár og er lykillinn að velgengni í þessari deild. 

 52. Eru menn ekki bara hræddir við að gera sér of miklar væntingar til þessa tímabils útaf ruglinu síðustu tímabil og rakka þá menn frekar niður en að lofsama frammistöðuna? Það er allavega mín sálfræðilega greining á þessu öllu saman. 

 53. Er ekki málið að kaupa Simon Kjær frá Wolfsburg, þar sem í flestum þeim fréttum um samning Herkulesar kemur fram að Simon Kjær sé líklega að fara að missa sætið sitt. Gæti komið ódýrt og getur spilað vel með Agger.

 54. Kyrgi að fara sem er hið besta mál, slúðrið talar um Úrúgvæjann Coates í staðinn en ég held í vonina um að menn klári Cahill

 55. Mér finnst þetta Utd lið ekkert sérstaklega ógnvekjandi, eða yfir höfuð betur mannað en okkar lið:

  Man Utd: De Gea, Smalling, Jones, Evans, Evra, Nani, Cleverley, Anderson, Young, Rooney, Welbeck. 

 56. United liðið er að glíma við mikil meiðsli í auknablikinu. Ég persónulega þoli ekki Rauðnef og United en ég er ansi hræddur um að karlinn sé að búa til yfirburðar lið í ensku deildinni. Ef hann nælir í Snejder þarna á miðjuna þá lýst mér bara ekkert á þetta.

 57. og hvað er með fréttir af sölu Kuyt ?  ég trúi ekki að hann verði seldur, ekki þá nema við fáum annann sterkann í staðinn; Edin Hazard :).

  En m.v. að Kuyt er orðinn 31 árs er það sennilega ekki útilokað að hann yrði seldur…..  

 58. Gullkorn frá Neville-systurinni áðan (um brot á miðjunni): “anywhere else on the pitch and that’s a penalty.” Skarpasti hnífurinn? Neehh, held ekki…

 59. Frábær lesning.

  Ein ástæða þess að Lucas virðist eiga hér nokkra óvildarmenn, kann að vera sú að hann tók við Mascherano sem varnartengliður. Sá ágæti maður er líklega einhver svakalegasti tæklari fyrr og síðar, strauaði mann og annan niður reglulega með dramatískum hætti. Lucas mun aldrei verða þessháttar leikmaður, EN þá er ekki þar með sagt að hann sé verri varnartengliður fyrir því. Mitt mat er þvert á móti. Lucas þarf ekki að elta menn uppi og tækla þá með stórkostlegum hætti, því staðsetningar hans eru að mínu mati betri en þegar Macherano var fyrir framan vörnina. Það er þessi ósýnilega, en engu að síður líklega ein mikivægasta vinnan sem Lucas er að vinna fyrir liðið. Að auki er sendingargeta Lucas milljón sinnum betri en hjá Mascherano, og mætti segja að Lucas líkist meira Hamann heldur en Mascherano, og þar er ekki leiðum að líkjast. 🙂

 60. Kóngurinn á mikla vinnu eftir til að koma liðinu á þann stall sem við viljum allir að liðið sé á en aftur á móti veit hann það líka best sjálfur.

  Ég veit ekki með ykkur en ég hef brosað síðan Kenny var ráðinn aftur sem stjóri og það skiptir ekki máli hvern hann kaupir eða hvað hann gerir ég hef bara óbilandi trú á því sem hann er að gera. Þó hann fengi Robby Fowler aftur og gerði hann að nr. 1 striker (með fullri virðingu fyrir honum, frábær leikmaður á sínum tíma) þá myndi ég ekki blikka og myndi trúa því að það væri það besta fyrir liðið.

   

 61. “Peter Beardsley sem (heimspekilegan) kop.is penna!”
   
  Skemmtilegar vangaveltur hjá honum, og hittir oft naglann á hausinn.
  En hann mætti alveg skrifa undir réttu nafni þá svona til að byrja með ; )

 62. Afhverju þurfa menn að skrifa undir réttu nafni? Hvað kemur þér eða ykkur það við hver skrifar? Ef hann kýs að gefa ekki upp hver hann raunverulega er, þá er það bara hans réttur, skrif hans eru ekki ánokkurn hátt verri fyrir vikið. Þetta er einn af kostum internetsins, það er hægt að vera “nafnlaus” og það skal virða þá sem kjósa að skrifa þannig!

 63. Ég held að Kuyt sé besti vinur allra í liðinu, allavega mjög vel liðinn og er mjög mikilvægur og í buningsherberginu. Sampil hans og Suarez er mjög gott og skilja þeir hvorn annan virkilega vel. Vill halda Kuyt hjá okkur eins lengi og hann heldur áfram að hlaupa einsog hann gerir best.

 64. Hólí sjitt Gunnar Á. Baldvinsson, slakaðu á.
  Það kom uppástunga um að hann, Peter Beardsley yrði fastapenni hér á kop.is og ég dirfðist að benda á það að hann yrði þá fyrir það fyrsta að skrifa undir réttu nafni ef hann yrði fastapenni, eitthvað sem ég held (hef þó ekki fengið það staðfest) að sé skilyrði fyrir pistlaskrifum á þessari síðu.
   
  Ég sagði aldrei að það væri eitthvað minna að marka það sem Peter Beardsley skrifar þrátt fyrir “dulnefnið”, þvert á móti hrósaði ég honum fyrir góð skrif.
   
  Mæli með því að þú lesir það sem er skrifað áður en þú byrjar að æsa þig yfir engu.

 65. #64: Gerrard

  Manchester United: De Gea, Smalling, Jones, Evans, Evra, Nani, Cleverley, Anderson, Young, Rooney, Welbeck. 

  taktu eftir einu. meðalaldurinn í þessu skítaliði sem valtaði 3-0 yfir spurs er 22 ár. tuttugu og tvö fokkin ár. það er ekki beint hressandi. ég grínaðist í united vinum mínum í fyrra að liðið þeirra væri í sömu stöðu og chelsea – að springa á aldrinum en rauðnefur virðist vera takast byggja um glænýtt lið með ágætis árangri :/

 66. Veit einhver hvort við fengum einhverja aura fyrir Gríska tröllið? Allavega fékk hann framlegdann samning svo að hljótum nú að hafa fengið eitthvað.. En brottför hans hlýtur að þýða að við séum að fara að landa miðverði, vonandi G.Cahill..

 67. Smá þráðar rán aftur.. Logar núna að við séum að fara að fá ungann miðvörð að nafni Sebastian Coates.

  http://www.mirrorfootball.co.uk/transfer-news/Liverpool-bid-10m-Uruguay-centre-back-Sebastian-Coates-also-target-Manchester-City-Juventus-Lazio-article789194.html?utm_source=twitterfeed&utm_medium=twitter

  http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/liverpool/8716883/Liverpool-manager-Kenny-Dalglish-targets-Uruguayan-Sebastian-Coates-after-Sotirios-Kyrgiakoss-departure.html 

  En aðeins um pistilin svona víst ég er að ræna þráðnum smá.. Flottur pistill sem sumir þurftu algjörlega á að halda! 

 68. Enn og aftur um Lucas Leiva. Þessir 2 fyrstu leikir á tímabilinu eru hann í hnotskurn, hefur gæði og andlegan styrk til að vinna stórleiki en vinnur ekki titla. Hann lítur mjög vel út á útivelli gegn Arsenal í 10manna miðjukraðaki þar sem hann getur notað leikskilninginn til að flögra um eins og iðin býfluga.
  En á heimavelli gegn Sunderland hefur hann ekki alhliða gæði eða hraða til að hlaupa “box to box” og tengja vorn/miðju við sóknarleikinn og lendir í miklum vandræðum ef hann þarf að verjast miðjumönnum á of stóru svæði eins og sést reglulega. Hann hefur ekki þetta ruthless killer touch og yfirvegun sem þarf til að spila útúr og verja vörnina hjá liði sem ætlar sér Englandsmeistaratitil.

  Sé bara ekki þetta sigurvegaraviðhorf í honum sem leikmaður í þessari mikilvægu stöðu þarf því miður. Hann er ekki sú leiðtogatýpa sem Kenny þarf þarna ef hann ætlar að fara eftir gömlu Liverpool meistaraformúlunni. Gegn Sunderland þegar Carragher og co. voru farnir að dæla stanslausum fallhlífarboltum í átt að Carroll sem var augljóslega ekki að virka þá er það m.a. leikmaðurinn sem ber boltann útúr vörninni sem á rífa menn upp á rasshárunum og skipa mönnum að hætta þessu löngu sendingum og krefjast þess að fá boltann í fæturnar. Það sást ekki. Hann leit mjög vel út í hallærinu fyrra en menn hér munu sjá það þegar við bætum liðið hægt og rólega að hann er ekki alveg á meistaraleveli en frábær squad player. 
  ——————————————

  En já þessi ofurneikvæðni og tilfinningarússibani sem hrjáir Liverpool aðdáendur stundum er bara óþarfi. Sumir rakkandi algera hetju eins og Carragher niður sem og nýliða eins og Carroll og Henderson. Enska deildin er langhlaup sem snýst um stöðugleika, sjálfstraust, liðsheild, úthald og að hugsa eins og sigurvegari. Vera andlega sterkur til að vinna stórleikina og nógu stöðugur og sóknarlega ógnandi til að klára skúnkaliðin í yfir 85% tilfella. Við vorum að vinna Arsenal, á útivelli, liðið sem var í 3.sæti í fyrra og það er virkilega jákvætt í alla staði en til einskis ef við gerum jafntefli heima gegn Bolton í næsta heimaleik. Liverpool vantar stöðugleika, sjálfstraust og læra aftur að hugsa eins og sigurvegarar mest af öllu. 
  Ég hef 100% trú á að við munum vinna hrúgu af titlum á næstu áratugum. Bara tímaspursmál því í dag eru allir hjá klúbbnum að róa í sömu átt og kunnáttumenn við stýrið. Áfram Liverpool.

 69. Arsenal endaði reyndar í 4. sæti á síðasta tímabili, Shitty endaði í því 3ja.  Skemmtilegur lestur hjá ykkur sem stjórna þessari síðu, þið eigið hrós skilið fyrir þetta og nenna þessu fyrir okkur hina. Takk fyrir mig. Ég vildi bara skjóta því að að ég var einn af þeim sem hafði enga trú á Lucas þegar hann var að koma inn í liðið og blótaði honum alltaf þegar eitthvað klikkaði hjá honum, en í dag er hann mikilvægasti hlekkurinn þarna og ég sé bara ekki betri mann í ensku deildinni sem gæti leyst hann af hólmi. Hlakka til að sjá fleiri leiki með LFC í  vetur því ég hef trú á því að menn eins og Carroll og Henderson eiga eftir að blómstra þarna undir verndarvæng KD.  Leikurinn á laugardaginn var snilld í alla staði, er búin að horfa aftur á hann og þá tók maður eftir því hvað undirbúningsvinna Kuyt og Carroll var mikilvæg því varnarmenn Arsenal voru algjörlega búnir á því eftir þá, þess vegna var þetta svona létt fyrir Meireles og Suarez að klára dæmið fyrir okkur. YNWA 

 70. Ég hef skoðanir og stundum eru þær ekki þær sömu og hjá öðrum. Þannig er það bara hjá okkur flestum. Ég var á Keilunni/Kaffi Jónsson hér á Akureyri í dúndrandi stemningu með um 60-70 eldheitum Liverpool aðdáendum og tveimur ungum óvitum sem voru í skrýtnum og ljótum treyjum merktu hinu liðinu…
  Mér líst frábærlega á þróun mála hjá Liverpool og ég tel að liðið eigi bara eftir að verða sterkara og spila betur þegar líður á tímabilið. Nýir leikmenn, ungir leikmenn … þetta er allt á góðu róli. Það breytir því ekki að maður má auðvitað hafa skoðanir á hinum og þessum leikmönnum – það mun ég alla vega gera í allan vetur á öllum leikjum sem ég horfi á. Enda tók ég ekki pistil Magga persónulega til mín, heldur er hann auðvitað þörf áminning og virkilega vel skrifaður pistill.
  Ég gleymdi í kommentunum að minnast á frábæra frammistöðu Enrique, alveg frábær. Henderson í leiknum var ekki eins góður og ég minntist á það í mínu kommenti. Ég er hins vegar sannfærður um að þessi drengur eigi eftir að reynast okkur virkilega vel og líst vel á framtíðina.
  Áfram Liverpool alltaf.

 71. Hafliði# 75

  Heldurðu að ég hafi verið að æsa mig? Hvað fær þig til að halda það? Shit, þú vilt þá ekki sjá mig æstan.  Ef það má ekki svara þér án þess að þú farir að skæla…úfff, fáðu mömmu þína til að halda í hendina á þér næst þegar þú skrifar hérna og lest svörin sem þú færð!
   

 72. Tek undir með þetta hjá þér Gunni Gunn varðandi það hvernig maður sér leikina öðruvísi þegar maður horfir á þá aftur. Gerði það einmitt líka og held að maður sé oft einhvernveginn yfirspenntur þegar maður horfir á leikina live og er því of fljótur að bölva öllum mistökum og man þau oft betur en það sem vel var gert inn á milli, þó það skili ekki endilega mörkum

 73. Gunnar Á. Baldvinsson – úff hvað er að þér? Ertu að hóta einhverju hér með því að segja að Hafliði vilji ekki sjá þig æstann?
  Hér erum við allir vinir og erum að tala um hluti sem við erum sammála um í aðalatriðum þó að einhver blæbrigðamunur sé á.  Ekki fara með umræðuna upp á svona lágt plan

 74. Ég þakka skjallið félagar (Hjörtur, Hafliði o.fl.). Mikið hól fyrir álf eins og mig að vera orðaður á þennan hátt við toppliðið á kop.is. En það er svo fyrnasterkt byrjunarlið að ég er ekki viss um að ég kæmist í leikmannahópinn þó ég reyndi. Helst að maður gæti verið súper-söbb a la Fairclough, vatnsberi eða költ-hetja eins og Eric Meijer & Biscan 🙂

  En ég bið Hafliða & Gunnar Á. Baldvinsson að slíðra sverðin enda eiga allir Púlarar í skóginum að vera vinir. Mín afstaða með nafnleysi á netinu er sú að það sé í fínu lagi ef menn halda sig réttu megin við strikið og vega ekki að öðrum úr launsátri með skítkasti. Leyniskyttur eru hugleysingjar. Þannig að ég aðhyllist málstað samtakanna Réttindabarátta Nafnleysingja & Takkaglaðra Fyrirmyndarmanna en það skammstafast Rétt.Nafn.Takk.Fyrir. (óheppileg kaldhæðni þar á ferð).

  Annars er ekki markmiðið að vera einhver Bruce Wayne eða Clarke Kent heldur var herra Beardsley notendanafnið mitt á spjallinu á Liverpool.is í gamla daga þegar Framfarasinnaðiflokkurinn leiddi baráttuna gegn útbrunnum Houllier. Good times. Allir vissu nafnið mitt þar sem það vildu vita en ég er nefnilega nafni greinahöfundar þessar greinar. Það væri alveg að bera í Maggafullan lækinn að notast við það enda fleiri með þetta mikilfenglega nafn hér á spjallinu (t.d. #35 Magnús Gunnlaugsson) og það væri ekki þverfótað fyrir okkur ef ég bættist í hópinn.

 75. Nei alls ekki að hóta neinu, rólegur á væmnisýkinni….var bara að hlægja af honum hvernig hann vælir þegar hann heldur að menn séu æstir en þeir eru í raun silkislakir. Ef hann vælir þegar menn eru slakir þá vildi ég ekki sá táraflóðið þegar menn eru æstir. 

 76. AEG nr. 83.
  Enn er verið að tala Lucas niður. Einn benti á í ummælum hér á dögunum að Real Madrid liðið hafi hrunið með Makelele og eins er hægt að segja að með brotthvarfi Vieira frá Arsenal hafi titilsénsar þeirra farið.
  Varnartengiliðir eru mikilvægir í öllum liðum og Lucas er í því hlutverki hjá Liverpool. Makelele skoraði tvö mörk fyrir Chelsea og fór helst ekki fram fyrir miðjubogan á sóknarhelmingi vallarins og einnig skoraði hann 1 mark fyrir Real Madrid. Lucas er búinn að skora eitt mark fyrir Liverpool og mun skora fleiri.
  Lucas er líklega annar eða þriðji leikmaðurinn sem Kenny setur á blaðið fyrir leikina, á eftir Reina og Carra, og mun verða það þrátt fyrir að hann sé ekki með nægilega mikinn sóknarþunga að mati sófaspekinganna.

 77. @ Maggi Bjögg (#57)

  Ég held að þeir á Anfield Index séu að tala um skallaeinvígi en ekki bara alla skallaða bolta hjá Henderson líkt og þann sem þú nefnir. Vissulega skallar hann að marki en það er frír skalli og því flokkast það ekki undir skallaeinvígi líkt og þeir hjá AI eru að tala um. Einnig er tölfræðin oft orðin það nákvæm að hugsanlegaTalningin á þessu gæti því verið verið alveg rétt hjá þeim. Ég held að þeir vinni sínar samantektir upp úr aðgangi að OptaStats þannig það ætti að vera nokkuð rétt talið þar.

  En snillingurinn Rednigerian hefur tekið sig til og gert samantekt um frammistöðu Henderson vs. Arsenal. Þannig að nú geta allir rifjað þetta upp:
  http://www.footylounge.com/films//rednigerian/jordan-henderson-vs-arsenal-video_b6d231f48.html

  Þetta staðfestir fyrir mér það sem ég sá í beinni útsendingu sem var alveg ágæt frammistaða hjá tvítugum strák í sínum öðrum leik fyrir félagið á erfiðum útivelli gegn sterkum andstæðingi. Ef ég hefði þurft að gefa honum einkunn þá hefði það verið um 7,0-7,5 en það er í takt við þá einkunn sem tölfræðitölvan gaf honum:
  http://www.whoscored.com/Matches/505437/LiveStatistics/England-Premier-League-2011-2012-Arsenal-Liverpool

  Það er ekki þar með sagt að hann hefði ekki getað gert betur eða að maður vænti ekki meira frá honum í nútíð og framtíð. Stundum fannst mér hann full stressaður og snöggur að senda boltann frá sér en hratt samspil getur líka komið vel út ef færi gefast. Hann reyndi að gera hlutina einfalt og aldrei að vita nema að það hafi verið skilaboð frá þjálfarateyminu að halda frekar boltanum innan liðsins heldur en að taka séns á metnaðarfyllri gegnumsendingum. Móttaka á bolta er til fyrirmyndar og honum virtist vaxa ásmegin eftir því sem leið á leikinn.

  Fyrir mitt leyti þá er hann alveg að standa undir væntingum en við kaupum hann ekki bara útaf því sem hann getur í núinu heldur útaf þeim efnivið sem við sjáum í honum. Mér fannst gott að Kenny sýndi honum það traust að spila honum þrátt fyrir slakari frammistöðu gegn Sunderland og mér fannst hann fyllilega réttlæta það með sínum leik. Þannig að ég er mjög sáttur ef hann er að skila 7,0-7-5 einkunum í hús til að byrja með í þeirri von að þær einkunnir hækki með tíð og tíma upp í 8,0-9,0 🙂

 78. Frábær pistill og mörg afburða innlegg frá m.a. Beardsley, Kristjáni Atla, Tomma o.fl.

 79. Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Við höfum Kenny Dalglish sem þjálfara. Frábæra eigendur og fullt af spennandi leikmönnum. 

  Það er heiður og forréttindi að fá að halda með Liverpool fótboltaklúbbi.

  Ég er gríðalega spenntur fyrir þessu tímabili. Næsti leikur er á morgun. Get ekki beðið.

  YNWA 

Arsenal 0 – Liverpool 2

Soto farinn (staðfest) og úrúgvæi inn?