Arsenal á Emirates á morgun!

Í hádeginu á morgun hefst 2. umferð Úrvalsdeildarinnar og það er stórleikur: okkar menn heimsækja stórlið Arsenal á Emirates Stadium í Lundúnum. Sá völlur var tekinn í notkun sumarið 2006 og á þessum hálfa áratugi sem Arsenal hafa leikið þarna hafa okkar menn aldrei yfirgefið völlinn með sigur í farteskinu.

Það er bara eitthvað við þetta Arsenal-lið. Wenger lætur þá spila eina skemmtilegustu knattspyrnu sem sést í Evrópu, byggir upp á miklum hraða, snöggu samspili og ótrúlega fljótum skyndisóknum. Á Emirates hafa undanfarin ár leikið sumir af flinkustu og flottustu leikmönnum Evrópuboltans og því að vissu leyti skiljanlegt að okkar menn hafi ekki enn náð að vinna leik þarna.

Er einhver ástæða til að halda að það verði breyting þar á á morgun?

Byrjum á okkar mönnum í Liverpool. Þar er það helst að frétta að Nabil El Zhar hefur yfirgefið liðið og gengið til liðs við Levante á Spáni. Ég veit, ég veit, þetta er gífurlegt áfall svona rétt fyrir stórleik en ef einhver getur hrist liðið saman eftir þennan missi er það King Kenny. Dalglish ræddi við blaðamenn í gær og staðfesti að Martin Skrtel væri byrjaður að æfa á fullu og því væntanlega bara Glen Johnson og Steven Gerrard fjarverandi fyrir þennan leik. Auk El Zhar, að sjálfsögðu.

Það er því boðið upp á nánast fullan leikmannahóp á morgun. Stóra spurningin er auðvitað, hvaða breytingar mun Dalglish gera eftir jafnteflið gegn Sunderland? Eða mun hann engu breyta?

Ég hef legið aðeins yfir þessu í vikunni og komist að niðurstöðu: Dirk Kuyt þarf að koma inn í byrjunarliðið að nýju. Ég skildi hugsunarganginn á bak við það að velja Jordan Henderson fram yfir hann í fyrsta leiknum: Henderson þekkir Sunderland-liðið manna best, og hann er kannski betri en Kuyt í að opna upp þéttan varnarmúr á Anfield. Það hefur alltaf verið veika hlið Kuyt og því var kannski eðlilegt að velja Henderson frekar í liðið í fyrsta leik. Það gekk því miður ekki upp, Henderson var lítið inní sóknarleik liðsins og slæm varnarvinna hans lék mögulega stórt hlutverk í því hversu erfitt uppdráttar John Flanagan átti gegn Seb Larsson hjá Sunderland á laugardaginn var.

Talandi um Flanagan, þá þótti mörgum skrýtið að Dalglish skyldi velja hann fram yfir Martin Kelly í hægri bakvarðarstöðuna. Ég var einn af þeim, og mér þykir það enn skrýtið. Dalglish tók þessa ákvörðun þó og féll með henni, þegar Flanagan gerði sig sekan um kæruleysi í dekkningu og Larsson skoraði jöfnunarmarkið í síðari hálfleik. Eftir það var Flanagan mjög ótraustur í bakverðinum en komst þó frá leiknum án þess að gera neitt meira slæmt af sér. Hins vegar hafði hann verið mjög góður fram að því, og hann var líka mjög góður gegn Arsenal í vor á Emirates-vellinum og því á ég von á að Dalglish hafi hann áfram í bakverðinum, úr því hann á annað borð valdi hann í fyrsta leikinn.

Lokasvar: Kuyt inn fyrir Henderson, annars óbreytt lið. Svo vil ég sjá Maxi Rodriguez á bekknum, það er leikmaður sem er gott að eiga inni og ef við ætlum að dæma leikmenn af frammistöðu sinni undir stjórn King Kenny hlýtur hann að eiga sitt sæti á bekknum skilið frekar en David Ngog. Þetta eru alltént mínar tillögur að tveimur breytingum á leikmannahópnum.

Þá að Arsenal. Liðið sem tapar aldrei fyrir Liverpool á Emirates-vellinum. Eins og allir hafa tekið eftir hefur þetta ár verið gífurlega erfitt fyrir sveina Arsene Wenger, og hann sjálfan. Það hafa allir lesið fréttirnar:

Farnir: Cesc Fabregas, Gael Clichy, Denilson, Emmanuel Eboue, Samir Nasri (ekki staðfest en bara dagaspursmál, verður allavega ekki með þeim) og líklega Nicklas Bendtner líka.
Komnir: Gervinho, Carl Jenkinson, Alex Oxlade-Chamberlain.
Meiddir: Johann Djourou, Kieran Gibbs, Jack Wilshere, Tomas Rosicky, Abou Diaby.
Í leikbanni: Gervinho, Alex Song.

Þetta er náttúrulega alveg fáránleg staða. Veskið hjá Wenger er að rifna á saumunum en honum virðist vera gjörsamlega fyrirmunað að eyða háum fjármunum í leikmennina sem þeir þarfnast svo nauðsynlega, svo að í stað þess að styrkja sig eftir mikil vonbrigði á síðustu leiktíð eru þeir ekki bara veikari heldur miklu, miklu veikari heldur en í maí síðastliðnum.

Og það er áður en við tökum inní dæmið leikbönnin sem Gervinho og Song fengu eftir ruddaskap gegn Newcastle um síðustu helgi (sá ruddaskapur var hins vegar framinn gegn Joey Barton þannig að menn verða þeim væntanlega ekki lengi reiðir), og svo áður en arftaki Clichy, Gibbs, meiddist gegn Udinese á þriðjudaginn og maðurinn sem kom inná fyrir hann, Djourou, meiddist líka í seinni hálfleiknum. Rosicky hafði byrjað þessa tvo leiki en meiddist og arftaki Fabregas á miðjunni, Wilshere, er líka meiddur.

Andvarp. Dæs. Greyið Arsenal-menn. Það hefur verið í senn átakanlegt, kostulegt og magnað að lesa Arseblog og Gunnerblog síðustu dagana. Arsenal-klúbburinn er í frjálsu falli og það eina sem getur bjargað þeim er óvæntur (já, óvæntur, á þessum tímapunkti er það raunhæft orð) sigur á Liverpool, að sleppa framhjá Udinese inn í Meistaradeildina og að minnsta kosti þrjú stór leikmannakaup áður en ágústmánuður er úti.

Arsenal-menn halda ekki beint í sér andanum varðandi síðasta atriðið, miðað við aldur og fyrri störf Wenger í þeim efnum.

Talandi um Gunnerblog: Gilberto Silver, sem heldur því góða bloggi úti, tók stöðu Arsenal-manna saman í einu af myndböndum ársins. Eminem-lagið “Stan”, Arsenal-útgáfan. Lesið textann við:

Magnað. Hvar voru rappararnir okkar í fyrra þegar Anfield brann enn skærari logum en Emirates-völlurinn gerir núna?

Að endingu í þessari Arsenal-yfirferð minni mæli ég með að menn fari á Arseblog-síðuna í dag og hlusti á Arsecast, podcast-þátt síðunnar, sem kemur út á hverjum föstudegi. Það verður gífurlega áhugavert að heyra hljóðið í Arseblogger, fyrrnefndum Gilberto Silver frá Gunnerblog og fleiri Nöllurum, daginn fyrir þennan leik.

Þá aftur að liðunum. Ég er búinn að gera grein fyrir Liverpool-liðinu en ég beið með að birta það því ég vildi sýna ykkur líkleg byrjunarlið í þessum leik hlið við hlið:

Horfið á þessi byrjunarlið þeirra hlið við hlið. Liverpool-liðið rándýrt, allir í góðu formi og búnir að hafa alla vikuna til að undirbúa sig fyrir þennan leik. Á bekknum menn eins og Henderson, Kelly og mögulega menn eins og Skrtel, Aurelio, Maxi, Joe Cole, Ngog og Spearing. Arsenal-megin er helsta spurningarmerkið það hvort Chamakh fái að byrja (er að spila skelfilega skilst mér þessa dagana) eða hvort Wenger setji nýliðann/táninginn Oxlade-Chamberlain beint inn í byrjunarliðið.

MÍN SPÁ: Ég hef trú á að Wenger bæti ástandið eitthvað áður en ágústmánuður er úti, þannig að þetta verður kannski eina skiptið sem ég mun segja þetta, en við eigum að vinna þennan leik á útivelli gegn Arsenal! Það þýðir ekkert að nálgast þetta af neinni varfærni eða hræðslu, bara stilla upp 4-4-2 með Suarez út um allt, Kuyt og Downing í hápressu, Carroll að éta miðverði Arsenal í teignum og allt á fullu blasti.

Ef Dalglish getur ekki unnið Arsenal á útivelli við þessar aðstæður, þá bara getur hann ekki unnið Arsenal á útivelli. Þessi leikur endar 2-1 fyrir Liverpool, og hana nú!

98 Comments

 1. Ég er Arsenal maður eða var alla veganna. Það eru margir góðir púnktar hjá þér en það er létt að fela sig bak við netið og ég held að þú yrðir ekki svona dómharður í face-to-face samræðum. Svo gæti Arshavin alltaf skorað nokkur:D

 2. “ég held að þú yrðir ekki svona dómharður í face-to-face samræðum. Svo gæti Arshavin alltaf skorað nokkur:D” þetta er án efa það heimskulegasta sem ég hef lesið í dag, flott upphitun. Spái 3-0 sigri, Carroll, Suarez og Kuyt. 

 3. Hvernig er maður sem að skrifar undir nafni á opinbera síðu (sem hann ritstýrir þar að auki) að fela sig bakvið netið? 
   
  að leiknum:
   
  Liverpool er með sterkara lið en Arsenal og eiga hiklaust að nýta sér yfirburði í föstum leikatriðum.
   
  0 – 2. Carroll með bæði.
   

 4. Sammála Kristjáni. Ef það hefur einhvern tíman verið réttur tímapunktur til að sækja á Arsenal-liðið með því að nýta sér yfirburði í hæð og stærð almennt, þá er það núna. Það er algjör óþarfi að mæta á Emirates með okkar sneggstu menn til að elta nallarana um allan völl. Eini maðurinn sem ég hef snefil af áhyggjum af er Carra, en hann hefur svosem sýnt okkur þúsund sinnum að hraði er ekki allt.
  0-2 Carroll og Kuyt

 5. The Bolton News claims that David Ngog will be allowed to leave Liverpool for the Trotters as soon as Sochaux’s Ryad Boudebouz becomes a £6m Red.

 6. Flott upphitun, spái 3-1 sigri okkar manna, Arshavin heldur hefðinni uppi og kemur þeim óvænt yfir en Suarez skorar 2 og Adam eitt úr aukaspyrnu.

 7. Ég er hef aldrei kunnað við að spá Liverpool sigri af ótta við að jinxa það en mig dreymdi þennan leik um daginn og það var eitthvað svo raunverulegt að ég ætla að segja að leikurinn fari eins og í draumnum. En þar skoraði Kuyt þrennu og svo kom Maxi með eitt eftir að hafa komið inná sem varamaður, þeas 4-0 fyrir Liverpool.

  Ég hef nú alltaf hlegið af fólki sem heldur að draumar manns geti sagt til um framtíðina en mikið langar mig til að éta það ofan í mig núna 😛 

 8. Ég er skít hræddur við þennan leik, og því aðalega vegna þess að við eigum að vinna þá miða við stöðu þeirra akkurat núna. Það væri nefnilega mjööög týpískt að við myndum ekki ná að landa sigri akkurat þegar við ættum að gera það.

  En að liðinu þá held ég að það verði svona eins og þú spáir því, hefði spáð Kelly inn í staðin fyrir Flanagan líka, en svo komstu með góðann punkt ,,úr því hann á annað borð valdi hann í fyrsta leikinn.” Ég hef samt trú á að Flanagan standi sig mikið betur í þessum leik, við vitum öll að hann getur staðið sig frábærlega þótt hann átti ekki besta leikinn sinn síðast, en meina hann er ungur og lærir af þessu! Ég hef allavega trú á drengnum, enda frændi Carragher’s 😉

  En ég ætla að vera glataði gæjinn og spá 3-3 jafntefli, sem í raun eru ekki slæm úrslit, en miða við hóp Arsenal manna núna þá eru það “slæm”.

  Vonandi að ég hafi rangt fyrir mér með úrslitin…

  YNWA! IN KING KENNY WE TRUST!

  Ps. munið að drulla samt ekki okkar menn niður þótt illa fer og allt er glatað.. 

 9. Nokkuð merkilegt. Mig dreymdi þennann leik einmitt líka. En þar skoraði ég öll mörkin. Vona að það rætist 🙂

 10. Afsakið tví póst en ætlaði að gera tvöfalt Ps.

  Ef einhverjir hér eru á Höfn á Hornafirði þá horfðum við Púllarar hér alltaf á leikina á Kaffi Horninu, byrjuðum á þessu síðasta tímabili og hellingur af Liverpool mönnum sem eru að mæta! Liverpool fánanum er alltaf flaggað á leikdeigi og ég er búinn að skrifa disk með Liverpool söngvum frá Anfield sem spilaður verður óspart í græjunum 😉 Og auðvitað alltaf tilboð fyrir þá sem mæta í Liverpool treyjum.

  Hér er svo “síðan” okkar: http://www.facebook.com/groups/157076427684614/ 

  Bara svona ef einhver á leið hjá í vetur þá vitið þið hvert á að fara, og þið sem eruð frá Höfn en vissuð ekki af þessu. 

 11. Flott upphitun, held þetta verði hörkuleikur. Sammála þér með byrjunarliðið, þó svo ég sé ekkert svo viss hvort Flanagan fái að hoppa strax aftur inn.
  Annars hugsa ég að þetta verði hörku leikur, Arsenal 2 (Walcott, Vermaelen) – 4 (Downing, Suarez, Kuyt(2)) Liverpool
  YNWA!

 12. Thad kemur mer a ovart hversu sterkt lid their geta tho stillt upp midad vid alla tha sem eru farnir eda eru fra! Arshavin, V.Persie, Ramsey, Walcott geta allir verid storhættulegir og vørn med Vermalen og Koncielny er ekkert slor. Reyndar eru tharna nøfn a mønnum sem egvissi ekki ad væru fotboltamenn… Frimpong?!

  vona innilega ad King Kenny se ekki eins viss um ad thetta se timinn til ad fa 3 stig a Emirates eins og svo margir virdast vera. Eg allavega er med nettan hnut i maga fyrir thennan leik.

  min spa 1-2 thar sem thad er 1-1 fram a sidustu minutur eftir mørk fra Suarez og Walcott og svo setur Vermalen sjalfsmark.

  YNWA 

 13. Sammála Hafsteini #14, ég beið eftir að lesa hversu hrikalegt mögulegt byrjunarlið Arsenal yrði – en fyrir utan tvö ungvið eru þetta hörkuleikmenn. Allir fimm fremstu mennirnir eru hættulegir, auk þess sem hafsentaparið heldur sér og Sagna er fínn bakvörður. Þetta sýnir best breiddina sem hefur verið í þessu liði hjá þeim.
   
  Að auki má ekki vanmeta Jenkinson og Frimpong (þurfti að athuga þrisvar hvort þetta væri rétt stafsett), við ættum að muna sjálfir hversu mikinn kraft Flanagan og Robinson komu með inní liðið okkar í fyrra.
   
  Þetta verður hörkuleikur, hef tvisvar séð Liverpool á Emirates og í bæði skiptin endaði jafnt – mér finnst það líklegustu úrslitin en þrjú stig yrðu flott úrslit fyrir okkar menn.

 14. Ef Flanagan verður í liðinu þá verður barátta hans og Arshavin í það minnsta áhugaverð en líklega sú barátta sem mun koma til með að stýra því hvernig leikurinn fer. Wenger mun hiklaust sækja á þennan veikasta póst okkar. Á móti kemur að Downing og Suarez eiga eftir að djöflast á hinu horninu hjá Arsenal, Jenkinson, eða hver sem verður þar. Það er rétt sem kemur fram hér að ofan að sóknarlína Arsenal er sterk en ég sé enga ástæðu fyrir því að sú sóknarlína fái að vera með í leiknum. Miðjan er mjög veik og það þarf að pressa liðið alveg upp í rassgat. Við erum eins og fram kemur í upphitun með töluvert sterkara lið á pappírnum en það er samt oft þannig að þegar mest reynir á þá stíga menn upp og það gæti alveg átt við um Arsenal liðið í þessum leik. Við megum alls ekki tapa leiknum en jafntefli er fyrir mér líkleg úrslit. Sigur væri kærkominn en það verður ekki auðvelt að ná honum.

 15. Útaf þessum sölum á Fabregas og Nasri, leikbönnum, meiðslum, og bara almennum leiðindum hjá Arsenal, þá búast allir við að þeir tapi á Laugardaginn. Ég hef séð þessa stöðu svo  ótrúlega oft, og yfirleitt endar þetta með tapi hjá því liði sem átti að rúlla leiknum upp.

  Liverpool getur ekki unnið á Emirates, og það verður engin breyting á því á morgun held ég því miður. Okkar menn voru í allskonar vandræðum í fyrsta leik og ég held að Kenny þurfi fleiri leiki til að slípa þetta saman. Arsenal menn munu nota mótlætið til að þjappa sér saman og vinni 2-0 sigur á Liverpool. Í enn eitt skiptið munu þeir stinga upp í “knattspyrnuspekinga” og verða í toppbaráttunni í vetur. Menn virðast aldrei geta lært af því að hafa afskrifað Arsenal.

 16. Ég er ósammála að ef við vinnum ekki nú þá aldrei, við hefðum átt að vinna um síðustu helgi en gerðum það ekki og hvers vegna jú Sunderland voru betri en við áttum von á og svo klúðraði minn maður, Suarez víti og Carroll dæmdur rangstæður með sitt mark en svona er boltinn en við tökum þetta ef Carroll fer að sína sig og við erum farnir að spila ansi skemtilegann bolta, hraðan og allt það, 0-2  Carroll og Suarez, hlakka ógeðslega til. 

 17. Ég er sammála öðrum svartsýnum mönnum hér inni, það er svo týpískt að við töpum þessum leik af því að allir eru að segja að Arsenal séu svo mikið í skítnum og að við eigum að vinna þá núna.  Leikurinn verður erfiður, held að menn séu að horfa of mikið á þá leikmenn sem ekki eru með frekar en að horfa á þá leikmenn sem spila leikinn fyrir Arsenal.  Walcott, V. Persie, Arshavin, Ramsey og Vermaelen eru engir aukvisar og geta klárað leikinn fyrir sitt lið.
   
  Við eigum þó auðvitað betri möguleika núna en oft áður og menn verða að vera 110% klárir í leikinn.  Er sammála því að Kuyt verði að koma inní byrjunarliðið, vinnusemi hans verður að vera til staðar frá fyrstu mínútu og Henderson verður að fara á bekkinn.

 18. Ég er hræddari fyrir þennan leik en ég var áður en allar þessar sölur, meiðsli og leikbönn komu upp. Síðustu ár hafa leikirnir gegn “stóru” liðunum ekki verið vandamálið, þó við höfum ekki sigrað á Emerdige þá höfum við sótt sigra á Old Trafford & Brúnna – tel að Arsenal menn þjappi sér saman og mæti brjálaðir til leiks. 1-1, drama á lokamínútunum.

  Comment # 1 frá Sanchez er priceless – talandi um að ritstjóri síðunar sem skrifar undir nafni sé að fela sig bak við netið, á meðan hann skrifar undir hinu alíslenska nafni Sanchez. Svo var hann líka Arsenal maður, líklega hættur því þeir hafa ekki unnið neitt svona lengi, líklega bara þegar þeir misstu ad Emeridge bikarnum í vor. Jahérna…. klárlega ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni.

 19. Svo ég bæti við fyrra comment mitt – allt í lagi að menn séu bjartsýnir, en þetta hræðir mig hvað mest samt.

  Svo ég fái kanski álit manna sem spá okkur 0-2 til 0-4 sigrum, finnst ykkur virkilega Arsenal liðið eins og því er stillt upp hér að ofan vera veikara lið á Emeridge, en Sunderland liðið var á Anfield um síðustu helgi? Teljið þið þetta Arsenal lið (á sínum heimavelli) vera það mikið veikara að það fari að tapa 0-4 gegn liði Liverpool sem var mjög svo ósannfærandi á heimavelli gegn Sunderland. Þetta Arsenal lið er allaf betra lið en Sunderland, á pappír eða bara yfirhöfuð – skiptir þar engu um hvort það vanti Cesc eða Nasri.

 20. Fyrir utan hvað maður tharf að vera helvíti vel dulbúinn eða ónáttúrulega mjór til að fela sig á bakvið net

 21. Eitt skil ég ekki. Af hverju þarf alltaf að gera lítið úr leikmönnum sem eru að fara frá Liverpool og hafa ekki náð sér á strik eins og El Zhar? Af hverju er ekki einfaldlega hægt að segja að hann sé á leiðinni burt, því miður gekk það ekki hjá honum hjá Liverpool og honum þökkuð veran hjá Liverpool. Punktur.

 22. Á pappírum eigum við að vinna þennann leik, en fótbolti er fótbolti og það geta ótrúlegustu hlutir gerst a skömmum tíma. Ég er handviss að Flanno byrji leikinn og þeir eru sjálfsagt búnir að fara yfir hlutina með honum ýtarlega á Melwood. Ég hef fulla trú að að Flanno borði Arhavin á hádegismat og skilar honum niður í klósettið eftir kaffið.
  Þetta verður mjög erfiður leikur þar sem að margir eru frá hjá Arsenal er alveg trúlegt að liðið þjappi sér saman og axli alla ábyrgð sjálfir í stað þess að treysta á menn eins og Fabregas. Þetta lið getur spilað góðann fótbolta og í þessum leik er einmitt tíminn fyrir nýja menn að sanna sig.
  Ég spái að við vinnum nú samt 0-2, bæði í seinni hálfleik eftir mikla baráttu.
   
   
   

 23. Bakkupið frá Kuyt er ástæðan fyrir því að Flanagan leit vel út í fyrra. Þeir sem sáu Aston Villa leikinn vita hinsvegar að þessi efnilegi drengur á mikið eftir ólært, þar sem Downing gjörsamleg át hann trekk í trekk. Henderson og Flanagan comboið í Sunderland leiknum verður seint afsakað því það var vitað mál að Flanagan er ennþá shaky og er að koma sér inn í þessa deild og Henderson hefur ekki sýnt neitt á undirbúningstímabilinu né á HM U21 sem segir að hann eigi að byrja leik hjá Liverpool, hvað þá á hægri kanti.

 24. Kiddi K #26

  Þú vilt sem sagt meina að Dirk Kuyt eigi allan heiður af því að Flanno leit vel út á síðasta leiktímabili? Og rökin, jú afþví að hann sinnti varnarvinnu. Ég er svo vitlaus en ég hélt að það væri eðlilegt að menn sinntu varnarvinnu og væru að hjálpa hverjum öðrum, sérstaklega ef maðurinn fyrir aftan þig er 17 eða 18 ára og að stíga sín fyrstu spor.

  Þar fyrir utan man ég ekki betur en hvað menn voru ánægðir í fyrra þegar Kuyt var færður uppá topp eftir að Dalglish kom, en ekki endalaust verið að þvæla honum útá kanti þar sem hann er alveg vita vonlaus.

  En hey, hengjum bara Flanno og gefum Dirk Kuyt allan heiðurinn! 

  Bullið sem maður les hérna stundum er alveg magnað. Flanno, Kelly, Robinson, Spearing og fleirri eru að stíga sín fyrstu spor um MUNU GERA MISTÖK. Alveg eins og Jamie Carragher, Steven Gerrard og fleirri gerðu mistök þegar þeir voru að byrja. Það viturlegasta sem Dalglish getur gert núna er að fara vel yfir mistökin með Flanagan og hafa hann svo fyrstan á blað á morgun. Standa með drengnum og sýna honum að hann hafi traust, að ein mistök munu ekki gera útaf við stöðu hans í liðnu.  Ég var hjartanlega sammála því að velja Flanno framyfir Kelly gegn Sunderland. Skal líka alveg viðurkenna að hann gerði sig sekan um slæm mistök í markinu en það er ekki honum að kenna að liðið spilaði jafn illa og það gerði í síðari hálfleik. Þessi einu mistök hefðu ekki átt að skipta neinu helvítis máli, staðan hefði átt að vera orðin 4-0…en neinei, hengjum bara litla 18 ára smákrakkann því hann gerði ein mistök.   

  Ég hef ekkert á móti Kelly, hann hefur staðið sig vel og á örfáa leiki fleirri í reynslubankanum en Flanno. En Flanno spilaði eins og engill undir lokin í fyrra og átti þvi´AF SJÁLFSÖGÐU að vera í liðinu gegn Sunderland fyrst Johnson var meiddur. Eigum við ekki líka að henda Suarez úr liðinu, hann gerði jú ROSALEG mistök í vítinu. Carroll braut líka af sér í markinu(það var í það minnsta dæmt á það), kippum honum út líka. Lucas átti allavega tvær feilsendingar, út með hann. Munið þið eftir mistökunum hjá Reina í fyrra gegn Arsenal, að hann skuli hafa fengið að spila fleirri leiki er óafsakanlegt….eru menn að sjá vitleysuna hérna??? 

 25. HALLO það eru tvær stöður hjá Arsenal sem eru með óreynda menn hitt eru allt topp knattspyrnumenn og þeir eru á heimavelli, og hvernig á Carra gamli að ráða við hraðan á Arsenal mönnum???

  Arsenal eru sigurstranglegri, við náðum ekki að vinna Sunderland á Anfield fyrir viku HALLO!!

  Jafntefli eru mjög góð úrslit fyrir okku, og að vera að tala um að ef við vinnum ekki núna þá aldrei.. gúgú ?

 26. Ég veit ekki af hverju en ég er drullu hræddur fyrir þennan leik, pressan finnst mér öll á liverpool og því miður spái ég tapi á morgun þvert gegn gangi leiksins. Ég er lítill spá maður og vona innilega að ég hafi rangt fyrir mér.

 27. Ja og btw, þá er ég einn af þeim sem er mjög stressaður fyrir þennan leik. Spái 1-1 en vonast auðvitað eftir sigri. Andy Carroll skorar markið okkar.

 28. Hjartanlega sammála þeim sem tala um að við verðum í bölvuðum vandræðum þarna. Að tala um að við “eigum” að vinna osfr er mesta bull sem ég hef heyrt. Það fer ekki nokkurt lið á Emirates og á að vinna, EKKERT og skiptir þá ekki máli um meiðsli og annað. 

  Það væri glæsilegt að vinna þennann leik á morgun en ég býst ekki við því Ég ætla að vera bjartsýnn og spá honum 2-2 ! !

 29. Halló hvað með það þótt við hefðum gert jafntefli við Sunderland, erum við þá dæmdir til að tapa á morgum. Hversu oft höfum við tapað eða gert jafntefli við hin svo kölluð smærri lið en höfum svo unnið td, mu og chel$$$$$i og vonandi hafa leikmenn og Kenny lært eitthavð af síðasta leik, ekkert væl og tökum þetta með stæl.

 30. Shit hvað þið eruð búnir að jinxa þennan leik með þessu ofursjálfstrausti!!  

 31. Ég er sammála því að tækifærið til að vinna á Emirates er núna en Arsenal er samt ennþá sigurstranglegar liðið fyrir því. Þeir hafa leikmenn eins og Persie og Walcott sem geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi og svo má ekki gleyma Arshavin sem hefur nú reynst okkur púllurum erfiður í gegnum tíðina. Ef að Liverpool nær að loka á þessa 3 leikmenn og stjórna miðjunni þá vinna þeir leikinn. Ef Arsenal fær að halda boltanum of mikið þá vinna þeir. Ætla samt að spá okkar mönnum 2-0 sigri og að Suarez skori fyrra markið og Carroll annað!

 32. Það verður spennandi að horfa á þennan leik. Arsenal hefur vissulega orðið fyrir mikilli blóðtöku en það má þó Wenger eiga að hann hefur ávallt verið duglegur að gefa varaliðsmönnum séns í bikarleikjum og þess háttar. Fyrir vikið er ákveðin reynsla þar til staðar. Augljóslega ætti Liverpool samt að stefna að þremur stigum á morgun. Munum samt að deildarkeppnin er langhlaup og því þarf að nálgast hvern leik af yfirvegun og skynsemi. Treysti kónginum til þess. 

 33. Mjög flott upphitun, alltaf gaman að fá myndir, myndbönd og linka á aðrar fótboltatengdar greinar með.

  Endilega leiðréttið mig ef þetta er rangt hjá mér, en fyrst Arsenal byrjaði að nota Emirates völlinn árið 2006 höfum við þá ekki bara spilað fjóra leiki á þeim velli, og leikurinn á morgun yrði þá sá fimmti? Þetta er þá ekki jafnmikil “bölvun” og sumir vilja halda fram.

  0-2 sigur fyrir Liverpool á morgun. Carrol og Adam með mörkin og Reina ver víti!

 34. Samkvæmt Phil McNulty  Á BBC þá verður Nasri með Arsenal.  Ekki veikir það liðið og er hann þá ekki að fara til City?

 35. Sjálfsögðu að stefna á sigur eins og alltaf,  en held það þurfi samt að fara frekar varlega í þennan leik.  Hef á tilfinningunni að Liverpool skori alla vega eitt eða 2 mörk,  en það er ekki alltaf nóg á móti Arsenal.  Frekar að still upp sterkri miðju og afturliggjandi vörn í þessum leik.  Hef ekki svo mikla trú á þessari miðju þeirra en kantmennirnir í Arsenal hafa oftar en ekki verið nóg fyrir þá til þess að vinna leiki.

 36. Byrjunarliðið má vera einhvern veginn svona: (ég nenni ekki að setja þetta eitthvað flott upp þannig þið verðið að gera það ógeranlega og lesa út úr þessu)
   
  Reina.
  Kelly-Carra-Agger-Enrique
  Adam-Lucas
  Kuyt-Suarez-Downing
  Carroll
  Bekkur: Doni-flanagan-Mereiles-Aquilani-Henderson-skrtel-Cole.
   
  Liverpool tekur þetta vængbrotna Arsenal lið aldrei létt en samt spá ég þessu örrugum 2-0 sigri þar sem Adam setur eitt og Carroll eitt.

 37. Það er bara ekki hægt að tapa fyrir liði sem hefur leikmann sem heitir Frimpong! 1-2, Carroll og Suarez sigla þessu í höfn.

 38. Flott upphitun og skemmtilegt videó þarna á ferðinni. Hvar voru okkar skáld hérna síðasta vetur í okkar drama þá?

  Mér finnst annars alveg ferlegt að við séum núna að spá í hvort að það sé ekki kominn tími á að vinna Arsenal á þeirra heimavelli þegar þeir eru klárlega mjög vængbrotnir. Segir meira um dapurleika okkar liðs því miður frekar en dapurleika Arsenal liðsins. Ég vildi að við gætum farið með okkar stekasta XI lið og mætt þeirra sterkustu XI og við átt góða möguleika á að vinna það lið. Höfum svo sem farið á Gamla völlinn og unnið sterkustu XI þar og gert grín að þeim í leiðinni.

  En samt sem áður þá er bara komið að því að ef Liverpool ætlar að láta taka sig alvarlega að mæta þá á flugvöllinn og taka þessa Nallara og kæfa þá. 

 39. Ég er samála Guðmundi Inga, #40, með byrjunarliðið en held að Cole verði ekki á bekknum heldur Ngog….verðum að hafa sóknarmann þarna, annað er bara fáránlegt, að mínu mati sjáðu til. 
  Vona svo sjálfur að Maxi verði á bekknum á kostnað Henderson en það eru ekki miklar líkur á því.

  Maður veit ekki alveg hverju maður á að spá fyrir þennan leik, svo stutt búið af deildinni. Svo eru fréttir um það að Nasri verði með Arsenal um helgina og það breitir töluverðu fyrir okkar menn. Nasri kæmi inn (myndi ég telja) fyrir þennan Frimpong (er þetta í alvöru nafn???) og þar með eru þeir með mjög sterkt lið þó þeim vanti helling af mönnum.

  Mín spá mun verða  að þetta endar 1-3 fyrir okkar mönnum þar sem Carroll setur eitt, Suarez annað og Adam eitt úr aukaspyrnu. 
  Björtustu vonir, jafnvel. Maður verður alltaf að halda í vonina og svo hefur maður bullandi trú á okkar mönnum!!!

  YNWA – King Kenny we trust! 

 40. Reina
  Kelly Carragher Agger Enrique
        Lucas Adam
          Meireles/Aquilani
  Kuyt                    Suarez
               Carroll
  Svona vil ég sjá liðið. Þurfum að hafa 3ja manna miðju á útivöllum gegn sterkum liðum. Það er bara mín skoðun en til að vinna þarf liðið að ná tökum á miðjunni. Er Johnson ekki annars meiddur?
  p.s. Í sambandi við fantasy league, þegar maður staðfestir liðið sitt er þá venjan að staða leikmannanna víxlast? T.d. miðverðir í bakverði og öfugt og sama með kantmenn og miðjumenn. Eða skiptir þetta kannski engu máli? Væri bara flott að sjá mennina í sínum stöðum.

 41. Sælir félagar
   
  Ég er eins og fleiri áhyggjufullur fyrir þennan leik.  Þó miðja Ars sé frekar veik og ákveðnir veikleikar í vörninni hjá þeim þá er sóknalínan fyrnaöflug.  Þetta verður því í járnum og ég spái 1 – 2 eða það sem er líklegast 2 – 2.  Því miður.
   
  Það er nú þannig.
   
  YNWA

 42.  
  Ég held að þetta verið byrjunarliðið.
               Reina.
  Kelly-Carra-Agger-Enrique
         Meireles -Lucas
  Kuyt-Suarez-Downing
              Carroll
  Bekkur: Doni-flanagan- Aquilani-Henderson-skrtel-Cole – Adam.
  Tel að Meireles og Kuyt eigi að byrja þennan leik, Meireles er betri í að halda spilinu gangandi og Adam getur komið inn á í síðari hálfleik ásamt Henderson og kannski Aquilani ef Lucas verður orðinn þreyttur.
   
  Spái 1-3 sigri fyrir okkar menn.
   
   

 43. Sammála þessum byrjunarlidum fyrir utan ad mer finnst líklegra (jafnvel pottþett) ad Sagna verdi í hægri bakverdi og Jenkins í vinstri. þad er líka merkilegt ad ef madur ber saman menn i sömu stödu þá er hægri bakvordurinn eina stadan sem ég tel ad se afgerandi betra mönnud hjá Arsenal en hjá Liverpool medan þad eru þo nokkrar stödur sem Liverpool er töluvert betur sett (t.d. Reina, Carrol og Lucas). þannig ad Liverpool hlytur ad teljast sigurstranglegra þrátt fyrir ad spilad se á Emrates.

 44. Við hljótum að ná góðum úrslitum úr þessum leik. Fyrst við náðum 1-1 jafntefli á Emirates með verra lið en við erum með í dag, þá hljótum við að geta unnið Arsenal sem eru með verra lið í dag en þegar við gerðum 1-1.

 45. Væri til í að sjá liðið svona:

  Reina
  Kelly Agger Carra Enrique
  Adam Lucas Aquilani
  Kuyt Suarez Downing 

  Bekkurinn: Doni, Flanagan, Skrtel, Mereiles, Henderson, Cole og Carroll.  

  Held að með þessa miðju muni liðið eigna sér leikinn og þá kemur sér vel að hafa hraðann á Suarez, srengikraftinn í Kuyt og sendingarnar hjá Downing. Carroll kemur inná snemma í seinni hálfleik til að nýta sprengikraftinn á þreytta Arsenal vörn.

  Spá 4-4. Arshavin með fernu og Carra, Lucas, Kuyt og Suarez með eitt mark hvor (þori ekki að vera of bjartsýnn).  

 46. Mjög veikt arsenal lið. Ég hef fulla trú á að við tökum þennan leik mjög sannfærandi. 1-4 !

 47. Er enn að reyna átta mig á fólki sem vill kippa Flanagan út úr liðinu eftir ein mistök. Hvaða skilaboð er þá verið að senda til ungra leikmanna??? Fyrir utan þessi mistök í síðasta leik, hefur hann staðið sig verr en Kelly? …menn héldu ekki vatni yfir honum í fyrra en núna eftir ein mistök á að hengja hann, rýja hann öllu sjálfstrausti með að kippa honum úr liðinu og beint á bekkinn.  Fyrsti maður á blað á að vera Flanagan, það þarf ekki einu sinni að ræða þetta af mínu mati! 

  Ég bendi á póstinn minn að ofan, ef kippa á Flanagan út þá skal það sama gilda um Suarez(vítið) Reina(klúðrið á móti Arsenal í fyrra) Lucas(feilsendingar í síðasta leik) Carroll(fyrir að klúðra dauðafæri) og fleirri…Steven Gerrard spilar auðvitað aldrei fyrir okkur aftur útaf rauðu spjöldunum sem hann fékk alltaf öðru hvoru þegar hann var ungur og sendingunni innfyrir á Henry í 2-1 tapi á Highbury 05-06 tímabilið.

  Spurning um að setja þetta upp svona:

  Doni
  Kelly, Wisdom, Sama, Enrique
  Stirling, Adam, Cody, Downing
  Morgan, Amoo

  …þarna eru allavega leikmenn sama ekki ennþá hafa gert stór mistök fyrir klúbbinn. Þurfum líka að stækka akademíuna okkar því við munum koma til með að endurnýja liðið nokkuð ört fyrst við ætlum að fara hengja alla sem gera mistök!

  Come on drengir, wake up to reality!!!

   

 48. Ég skil ekki þessa úber bjartsýni hjá mönnum. Nú er Wenger að gefa út að hann er tilbúinn að spila Nasri! Arsenal-Liverpool er og verða alltaf hörku leikir. Við höfum oft mætt Schum og Chel$ki á seinustu árum og vantað okkar sterkustu menn og unnið. Þetta verður baráttu leikur þar sem dagsformið gildir spái ég. Vonandi fer Liverpool með sigur á hólm, vonandi 🙂

 49. Ef fótbolti væri eins og reikningsdæmi, þar sem menn legðu saman getu einstaklinganna í liðinu eins og hún er á pappírnum, og bæru svo þá tölu saman við töluna hjá andstæðingunum, þá þyrfti aldrei neitt að spila. Þá myndu liðin bara kaupa og selja leikmenn, og svo væri hægt að gefa út hver vinnur deildina eftir smá útreikninga.

  Ég hef hins vegar alla trú á að þetta verði skemmtilegur leikur. 

 50. Kóngurinn um nýja bakvörðin okkar:

  “His English is good, it’s better than mine and his football is better than mine as well, so we’re quite happy with the signing of Jose.

 51.                   Reina
  Kelly  Carragher  Agger  Enrique
           Lucas       Adam
  Suarez       Meireles      Downing
                    Carroll
   
  Þetta er gáfulegasta byrjunarliðið þar sem að Meireles sinnir varnarskildu eins og hægri kantur þegar við erum að verjast.
  Gæti svo jafnvel séð Kuyt leysa Meireles af um miðjan seinni hálfleik þar sem að Meireles spilar næstum aldrei 90 mín.
  Annars gæti vel verið að Flanno verði í staðinn fyrir Kelly en þá verður hann að vera á tánum á móti litlum og snöggum Arsenal mönnum.
   

 52. Arsenal taka þennan leik. Eru einfaldlega með sterkara lið því miður. Eins mikið og ég hata þetta lið sem Spursari.

 53. Mér þykir menn full bjartsýnir og vanmeta Arsenal liðið full mikið fyrir minn smekk. Vissulega hefur Arsenal liðið orðið fyrir áföllum en mótlætið á það til að efla lið þegar hvað mest reynir á. Þegar Arsenal og Liverpool mætast telst það til stórleikja og þá skiptir ekki öllu hvaða 11 leikmenn mæta til leiks þegar leikurinn hefst. Það kemur maður í manns stað og liðin byrja með 11 menn í hvoru liði, allt atvinnumenn sem gefa allt sitt í leikinn.
  Það að er nákvæmlega þessi orðræða sem ég hræðist mest fyrir þenna leik. Það að segja að þetta er leikur sem við “eigum að vinna” held ég að eigi eftir að gera það verkum að það verði á brattan að sækja. Ég er alls ekki eins bjartsýnn og margir hérna fyrir þennan leik af nokkrum ástæðum:
  1) Liverpool liðið hefur ekki verið að leika vel á undirbúningstímabilinu, spilaði einn góðan hálfleik gegn Sunderland og svo skelfilega í seinni hálfleik. 

  2) Einhverra hluta vegna þá virðist Arsenal verið komið í hlutverk underdogs í þessum leik og það sem verra er að Liverpool aðdáendur virðast nálgast verkefnið á sama hátt, þannig að pressan er komin yfir á Liverpool, þrátt fyrir að liðið hafi aldrei unnið á Emirates.
  3) Mótlæti á það til að efla lið og ég er viss um að Arsenal leikmenn mæti brjálaðir til leiks, staðráðnir í að sanna sig fyrir stjóranum og gagnrýni fjölmiðla. Mér er minnistæður leikur Liverpool-Chelsea í fyrra þegar Liverpool liðið var í tómu tjóni og meiðslum. Það skipti þó ekki máli þegar í leikinn var komið. Það er allt annað að mótivera leikmenn í stórleiki en í leiki á móti smærri liðum. Það skiptir engu máli hverjir eru inná vellinum, menn leggja sig 110% í verkefnið.
   
  Ég er alveg á því að það verður gríðarlega erfitt að sækja 3 stig á erfiðan útivöll. Ef ég ætti að setja getraunamerki á þennan leik væri merkið 1X. Ég spá 2-1 fyrir Arsenal eða 1-1.

 54. Tek undir með #58.  Liverpool liðið þarf að girða sig virkilega í brók ef þeir eiga að fara með sigur af hólmi á Emirates.   Það sem hefur sést til liðsins hingað til… þó lítið sé!   Gefur nákvæmlega engin sérstök fyrirheit um það að þetta sé skyldusigur.     En koma svo Liverpool…  kominn tími til að tengja…  ekkert byrjunartímabils flopp eina fxxxing ferðina enn!!   

  YNWA
   

 55. Þetta verður stórleikur af bestu gerð og ég er viss um að hann verður opnari en oft áður þar sem gott tækifæri er fyrir LFC til að sækja til sigurs á þessum sterka útivelli. Auðvitað er Arsenal ennþá með firnasterkt lið þrátt fyrir blóðtöku í formi sölu lykilmanna, leikbanna eða meiðsla en málið er að það er eitthvað við stemmninguna í liðinu sem lætur þá liggja vel við höggi akkúrat núna. Þeir voru daprir gegn NUFC, lúsheppnir að vinna Udinese og eflaust með annað augað á þeim mikilvæga seinni leik í næstu viku.

  Ástæðurnar fyrir drunganum og depurðinni eru augljósar enda mikil óvissa varðandi framtíð Wenger sem æðstiprestur liðsins og mikill bömmer yfir silfursnauðri fortíð síðustu 6 ára þrátt fyrir fegurðarfótboltann ásamt því að missa sterkustu leikmenn liðsins. Þetta gerir það að verkum að trúin og sjálfstraustið er minni fyrir vikið og ákveðin tilvistarkreppa í gangi hjá Nöllurunum. Wenger gæti svo sem keypt liðstyrk og stjörnur til að létta móralinn og bæta augljósa veikleika liðsins en það er eitthvað í hans karakter sem virðist ekki geta látið það eftir sér. Í það minnsta gerist ekkert í þeim málum fyrir morgundaginn.

  Berum þetta saman við okkar heitelskaða LFC sem hefur á einu ári gengið í gegnum mikla eldraun og er Liver-fuglinn að rísa á ný upp úr öskustónni (cue dramatic music). Tiltektin er í fullum gangi og nóg að gerast: Ngog ngoing, El Zhar el afskrifaður og Pacheco lánaður. Eflaust styrkingar í viðbót ef vel gengur að hreinsa út rekaviðinn en það hefur tekist að lyfta grettistaki á stuttum tíma og það án geðveikinnar hjá Man City eða Chelskí. Í því tilliti er gott hjá Kristjáni Atla í sinni ágætu upphitun að minnast einmitt á þennan mun þegar maður sér byrjunarliðin hlið við hlið. Til viðbótar er komin trú & sterkur sigurvilji í liðið en einnig sú von í hjarta sem sungið er um í YNWA. Með það að vopni verður hægt að landa 1-2 útisigri á morgun 🙂

  Ég skora á alla sem ekki hafa horft á þessa “ársskýrslu” hér að neðan að gera það og hækka vel í græjunum því aldrei þessu vant er þolanleg tónlist undir þúvarps-vídjói. Maður klöknar bara og stútfyllist af stolti. Við erum á uppleið því að við vorum á botninum!

  http://www.youtube.com/watch?v=MEJ4BZn2ZHw

 56. Ég held að það sé enginn vafi á því að liverpool sé með MIKLU sterkara byrjunalið ef spáinn reynist rétt já Kristjáni.
  Því ef maður ber þessi lið saman þá er held ég ekki einn einasti maður hjá arsenal sem er sterkari en maðurinn sem spilar sömu stöðu hjá liverpool.
  EEN ég er þó ekki á því að þetta sé leikur sem við EIGUM að vinna eða leikur sem við munum vinna með annari hendinni. Því eins og margir hafa  bent á þá er mótlæti oft styrkur fyrir lið sem og svo var ég einnig að lesa að Nasri gæti spilað leikinn.. sem getur verið okkur mjög erfiður sé hann með hugann við leikinn en ekki Man city.
  En Liverpool leikmennirnir eiga líka svo sannarlega að stíga upp og svara gagnrýninni sem þeir fengu eftir Sunderland leikinn.
  Og að lokum varðandi þessa umræðu um Flannagan. Þá á hann að sjálfsögðu að halda sæti sínu í liðinu. Því eins og Gunnar bendir á þá eru það ekki góð skilaboð til ungu strákana ef þeir eru teknir úr liðinu um leið og eitthvað klikkar. En að sjálfsögðu á King Kenny að setja þann bakvörð sem hann telur að standi sig best í byrjunarliðið en það að taka hann úr liðinu vegna síns leiks í síðasta leik er fáránlegt og þeim sem finnst það ættu svo sannarlega ekki að snúa sér að þjálfun.
  ég spái erfiðum leik sem endar 3-2 eða 2-2 😉 er bara ekki viss um hvoru megin sigurinn dettur.
  ynwa

 57. Elías #22 – Ég spáði 4-0 einfaldlega af því að þannig dreymdi mig að leikurinn hafði farið og því væri skemmtilegt ef það myndi svo ganga upp, ekki af því að ég er að búast við stórum sigri. Hins vegar þarf stór sigru okkar ekkert endilega að vera eitthvað fáranlegt þó svo að við gerðum bara jafntefli á móti lakara liði á heimavelli. Unnum við ekki manu 4-1 á old trafford en gerðum 0-0 jafntefli við Stoke á Anfield (ef ég man rétt) á sama tímabili?

  Þess vegna segi ég að Liverpool getur alveg þess vegna unnið 4-0 ef þeir mæta tilbúnir í þetta og Arsenal spila illa. En þá er rétt að taka fram að Arsenal gætu þá alveg eins unnið 4-0 ef dæmið snýst við. En pointið sem ég er sem sagt að reyna að koma á framfæri er einfaldlega að það er alltaf allt hægt sama hver mótherjinn er. 

 58. Smá heimspekileg pæling. Ef LFC leikur illa á morgun gegn verulega veikluðu liði Arsenal og Wenger sem er kominn í hálfgerða ónáð hjá hörðustu Nöllum verður það töluvert áfall tel ég. Frammistaðan gegn Sunderland var alls ekki nógu góð og það er hreinlega krafa um betri frammistöðu.

  Á sama tíma teflir Wenger fram veikara liði en við höfum séð í mörg ár á Emirates. Þessu til viðbótar er Wenger grilllaður á teini í öllum helstu slúðurblöðum í gær og dag fyrir innkaupatregðu sína.

  Þetta er nákvæmlega andrúmsloftið þegar að leikmenn fylkja sér að baki stjóranum og gefa í þetta aukalega sem vinnur leiki.

  Þrátt fyrir að pappírinn bendi til mikilla yfirburða LFC í vil tel ég að Arsenal sé ekki heppilegur andstæðingur á þessum tímapunkti fyrir lið í mótun eins og okkar menn. Pressan er öll á LFC og Kenny og þessi leikur verður mjög erfiður fyrir stjórann og hans menn.

  Ég tel að Arsenal eigi jafna möguleika á að vinna leikinn en líkegustu úrslitin vera jafntefli.

 59. er uti london fer a leikinn a mrg 
  vonandi verður þetta gott !!! min spa 1-3 

 60. Ekki jákvætt að Arsenal sé með veikt lið í þessum leik 🙁 mín skoðun því veikari sem mótherjar okkar eru eykur líkur á TAPI 🙁

 61. Varðandi Flanno þá vil ég benda á að hann fékk ekki eins mikla hjálp frá kantmanni okkar í síðasta leik Enrique vinstra megin þar sem Downing átti flottan leik varnarlega. Markið sem flestir vilja skrá á Flanno kom til eftir sendingu frá hægri þar sem Adam var 5 metra frá sínum manni sem aldrei átti að fá að gefa fyrir. Mistökin eru liðsins og samvinnunnar inn á vellinum eins og svo oft með mörkin og flotta spilið! Of einfalt að kenna ungum bakverði um þetta allt saman! Mér er sama hvað menn heita sem eru inná bara ef þeir leggja sig alla fram í verkið og vinna leikinn í sameiningu!

 62. Sælir Poolarar 🙂 flott uphitun í gangi fyrir þennan leik á morgun. Gaman að sjá hvað þið eruð sigurvissir fyrir þennan leik á morgun, því þá verður þá ennþá meira áfall ef þið tapið þessum leik sem þið eruð greinilega búnir að vinna fyrirfram hérna í commentum. ‘Eg er ekkert sérstaklega bjartsýnn á að mínir menn í Arsenal vinni þetta enda erum við með vængbrotið lið en þetta er langt frá því að vera tapaður leikur. Nasri verður líklega með og byrjunarliðið er alveg nógu gott til að vinna þetta en bekkurinn verður veikur. 

  Leikirnir á milli þessara liða eru oftast stórkostleg skemmtun og fullir af dramatík og í þessu einvígi hafa verið skoraðar flestar þrennur síðan premier league var stofnuð. Arshavin er með 5 mörk í 6 skotum á móti ykkur þannig að maður vonar að hann nái einhverjum skotum á markið og setji allavega eitt. ætla ég að spá þessu 2-1 fyrir Arsenal 😉

  ps. Liverpool hefur ekki unnið Arsenal á útivelli síðan 2000 og þá voru Gerrard og Carra einu leikmennirnir af þeim sem eru að spila í dag með  en kanski er kominn tími á sigur hjá ykkar mönnum,vonandi ekki samt.

 63. Vona að við byrjum svona.

  Reina
  Kelly-carra-Agger-jose e.
   lucas-adam
  meireles
  downingsuarez
  carroll 

  Hef ekkert á móti Flannó, hann er ungur. En það er mikil samkeppni og hann átti ekki góðan leik síðast, þá á kelly að fá séns, enda er hann kelly fljótari og hentar betur á móti arshavin. Svo finnst mér að einn besti leikmaður okkar í fyrra eiga fá meira traust, hann Meireles sem er frábær leikmaður. Við erum með mikla breidd þannig að við eigum að geta notað hana. Yrði ekkert ósáttur með stig en sigur yrði draumur. Ætla spá 0-1 segi að Suarez setji hann.
  Koma svo YNWA 

 64. Einhver til í að veðja að KK velji 5-3-2 á morgun? T.d.:

  Reina
  Kelly – Flanagan – Carra – Agger – Enrique
  Kuyt – Lucas/Adam – Downing
  Carroll – Suarez 

  Hættulegustu mennirnir hjá Arsenal miðað við þessa uppstillingu eru Van Persie, Arshavin og Walcott á köntunum, og með 5-3-2 getu Liv. lokað bæði á miðjun og kantana. Eða er þetta alveg út í hött? 

 65. Maður var orðinn helvíti bjartsýnn þegar maður sá listann af mönnum sem eru í banni og meiddir en sér svo líklegt lið þeirra og þar eru Arshavin-Walcott-Persie og Chamakh, það er ekkert að þessari sóknarlínu þeirra. Reyndar eru Lucas og Adam aular ef þeir éta ekki þessa miðju hjá þeim og Suarez og Carroll ættu að geta strítt vörninni en það er á hreinu að þarna verður ekkert gefið og Arsenal menn munu skora.

  Ég spái 2-3 fyrir okkur. Persie með 2 og Suarez gerir 2 og Carroll tryggir okkur sigurinn undir lokin. 

 66. Skil ekki alveg bjartsýnina… höfum ekki unnið Arsenal á útivelli í 11 ár.

 67. Ef Lfc ætlar sér að verða eitt af hinum fjórum stóru aftur og berjast alltaf þeas á hverju ári um titilinn og vera árlega í meistaadeildinni er algjört must að vinna nánast hvern einasta heimaleik og gera heimavöllinn okkar fagra að óvinnandi vígi þar sem við erum aldrei gestrisnir og sendum alla gesti heim með tap á bakinu.
  Nú erum við búnir að spila einn heimaleik sem ekki vannst og það verður að hafa það og gera betur það sem eftir lifir leiktíðar og þá er ég að tala um að vinna nánast rest.
  Nú byrjar nýtt tímabil og við ættum að vera fulliir sjálfstrausts svo við bætum upp fyrir klaufaganginn í síðasta leik og vinnum þetta Arsenal lið á morgun og sínum virkilega að við erum í stuttbuxunum á morgun til að sækja 3 stig.

  Ef það tekst getum við verið þokkalega sáttir með að vera með fjögur stig eftir tvo leiki og þar af var annar þeirra á Emirates !!

  Arsenal 1 Liverpool 2 

  TR

   

 68. miðað við leikmannahóp arsenal sem þú stillir upp þá á orðið óvæntur sigur á emirates ekki við, ég býst við tapi í þessum leik eða öðru jafntefli þessara liða í röð í besta falli, betra að vera svartsýnn og búast við litlu en gera sér vonir og verða fyrir vonbr. einsog svo svo oft með liðið okkar seinustu ár . 

 69. Kristján Atli þessi upphitun er glæsileg að vanda en verð að spurja þig að einu, þurftiru að liggja yfir þessu til þess að komast að þeirri niðurstöðu að Kuyt ætti að koma í liðið í þessum leik?

  Ég sagði vel í glasi síðasta Laugardag á Ölver á leið á bikarúrslitaleik ÞÓR-KR áður en Liverpool-Sunderland byrjaði að það væri klárt að Kuyt kæmi inn á Emirates….

  Ps ég er ekki að gera lítið úr þér, fannst þetta bara svo skemmtilega orðað hjá þér….     

 70. Það er aldrei hægt að bóka 3 stig gegn Arsenal. Vissulega brotalamir í liðinu en þeir eru þó með öfluga sóknarlínu og gætu vel náð sigri á morgun. 

 71. @ Jon (#74)
  Það má vel vera að við höfum ekki unnið þá á útivelli í 11 ár en það er álög sem eru til þess fallin að vera brotin á bak aftur. En á þessum sömu 11 árum höfum við gert heil fimm 1-1 jafntefli við þá á Bókasafninu eða Flugvellinum. 

  Ég vill minna menn á að með fimm mínútna þrennunni hans Fowler árið 1994 þá náðum við andlegu hreðjataki á Arsenal sem entist fram til ársins 2000 þegar téð 11 ára álög á útivelli byrja. Þeir náðu ekki að vinna okkur heima hjá sér né á Anfield í 14 leiki samfellt þannig að svona hlutir gerast á báða bóga. En samt er þó nokkuð um rassskellingar á beran Arse af okkar hendi og síðustu 15 árin höfum við sex sinnum skoruð fjögur mörk á þá í leik (5 sigrar, 1 jafntefli, allt á Anfield).

  Við höfum því ekkert að óttast gagnvart þeim. Arsenal eru sterkt lið en síðast þegar ég tékkaði þá eru Henry, Viera, Pires, Bergkamp, Adams pg Campell allir farnir frá þeim og komnir á elliheimili þannig að gullaldarliðið þeirra er komið í ruggustól. Meira að segja unglingarnir eru farnir að gera uppreisn og Cesc & Nasri vilja ekki Skytteríið. Við höfum ekkert að óttast nema óttann sjálfan

  Come on you REDS, lets beat their Arse!

 72. Ég segji það hér og nú ef MEIRRELLES og KUYT byrja leikinn á morgun vinnum við.MEIRRELLES þarf til að auka tempóið í okkar leik og KUYT til að skora úr vítinu sem SUARES fær.Sem sagt arsenal 0 LIVERPOOL  1  góðar stundir.                          YNWA

 73. Viðar Skjóldal (#77) spyr:

  Kristján Atli þessi upphitun er glæsileg að vanda en verð að spurja þig að einu, þurftiru að liggja yfir þessu til þess að komast að þeirri niðurstöðu að Kuyt ætti að koma í liðið í þessum leik?

  Það hljómar betur að orða það svona. 🙂

 74. Sælinú félagar,
  var á síðasta leik LFC sem vannst í London gegn Arseneal Wenger í febrúar árið 2000 í góðra vina hópi.  Titi Camara skoraði eina markið í leiknum sem dugði til 0-1 sigurs. Okkur fannst þessi ungi strákur á miðjunni nokkuð góður sem heitir Steven Gerrard.  Hann lokaði miðjunni og vörninni líka eftir að við komumst yfir.  Þvílíkar tæklingar!  Og hann var bara barn þá!!
  Sátum, því miður, hjá hörðustu stuðningsmönnum vondu karlanna en sumir í hópnum okkar fögnuðu markinu ógurlega og sýndu réttar tilfinningar.  Þá komu sex örygggisverðir og fylgdust með okkur sem eftir var leiks.  Sluppum þó heilir út.
  Höfum séð nokkra leiki síðan og aldrei tapleik!  Nánast allir á móti liðum sem vilja verða stór eins og við, sem sagt Man U, Chelsea… og slíkum minni spámönnum.
  Vorum einnig í Liverpool 1978 og þá höfðum við miklar áhyggjur hvort þessi Kenny Dalglish væri nógu góður til að taka við af Kevin Keegan!
  Kóngurinn blæs til sóknar á morgun fyrstu 25 mínúturnar.  Framhaldið ræðst af því hvernig staðan verður þá.
  YNWA
  LeMum

 75. Erum á leið í óvissuna.
   
  Arsenalskipið er verulega laskað og það er búið að bombardera Wenger og lærisveina hans, þeir bara eiga ekkert að geta – allir alvöru mennirnir farnir og allt í steik.  Alveg svakalegt að sjá niðurrif Gunnersaðdáenda víða!
   
  Svoleiðis lið má án klisju líkja við særð dýr og þau eru óútreiknanleg.  Arsenal þarf að finna baráttuna í sínum fótum og leggja mikið á sig fyrir sig sjálfa og Wenger og nýta neikvæðnina í kringum sig til að mótiverast.  Það hefur maður oft séð gerast og þess vegna er ég á því að annað tveggja gerist.
   
  a)  Arsenal koma dýrvitlausir til að þagga niður í öllum efasemdum, það er lífsmark í dýrinu og það ætlar sér að sýna það.  Þá verður þetta erfitt og við þá sættum okkur við stig.
  b)  Þeir eru sært dýr að blæða út og við vinnum.
   
  Sjáum hvað verður, þetta verður allavega forvitnilegt!!!

 76. er alltaf að verða minna bjartsýnni. Skoðaði þetta líklega byrjunarlið Arsenal og þykir það alls ekkert svo slæmt.
  Er lið sem ætti að vera að berjast um evrópusæti amk sem er meira en ég get sagt um Sunderland so…
  Býst við því versta og vona það besta. það hefur alltaf hentað mér líkt og ég tippaði alltaf á mótherjann svo það væri eitthvað jákvætt hvernig sem færi.

 77. Jæja þá er maður vaknaður og til í slaginn, að vísu mikð bólgin í andliti eftir aðger há tannsa, en það stoppar mann ekki í að kíkj á vini sína. Nokkuð gott innlegg hér að ofan, ég veit ekki hvort að ég sé sá eini í þessum hópi en ég vill sjá Aqulani í hópnum og helst inná, þetta er sá leikmaður sem var að nínu viti átti best unirbúningstímabil hjá okkar mönnum og ég trúi því bara ekki fyrr en ég sé það að þessi leikmaður verði látin fara, og í gúðana bænum ekki fara líkja Adams og Hernandses við hannn, þeir komast ekki með hælana þar sem hann er með tæranr…. Þetta er bara mín skoðun…,  varðandi liðið þá held ég að sama hvað liði verður stillt upp að þá verða ávalt deilur um hvað er rétt og hvað ekki einfaldlega vegna þess að nú höfum við svo marga menn í hverja stöðu og skoðaninar eru misjafnar eins og þær eru margar, svo einfalt er það og þess vegna ætla ég ekki að fara nánr út í þetta… Þetta verður að ég held erfiður leiku þó svo að það vanti einhverja menn… gleimum ekki ahvað við gerðum sjálfir þegrar ungu leikmenninir komu inn hjá okkur á síðasta tímabili… En samt sem áður er ég bjartsínn og spái okkur 0 – 2 sigri… hverjir skora, það skiptir ekki máli….

  Áfam Liverpool, YNWA… 

 78. Daginn félagar.
  Ég lenti í klemmu í morgun þegar ég var að velja bol fyrir daginn og rakst þá á 10 ára gamla gula treyju, þá rifjaðist upp fyrir mér þessi tæra snilld. 
  http://www.youtube.com/watch?v=-njO5ZV8LZo
  þannig að það er gulur og gamall í dag og spái sömu úrslitum og í dag verður það ungstirnið okkar hann Carroll sem setur bæði og vonandi sendir Downing svona masterpass eins og Berger gerði oft í gamla daga.
   
  kv Berger.
   

 79. Ég hef einhverja góða Carroll tilfinningu… held að hann muni eiga stórleik í dag!

 80. já skulum nú rétt vona að hann far að sýna okkur að hann kunni fótbolta

 81. Flott upphitun en ég spyr var ekki Kelly meiddur fyrir Sunderlandleikinn?

  Eftir að hafa lesið ummælin hér að ofan finnst mér menn vera allt of sigurvissir/hrokafullir.  Jújú vissulega eru Arsenalmenn lemstraðir en þeir eru líka að spila sig saman eins og við, þeirra menn kostuðu ekki jafn mikið og okkar.  Menn þurfa tíma til að spila sig saman og ég er ekkert of sigurviss með alla þessa nýju menn.  Þetta tekur tíma,  vonandi verðum við ekki lengi í gang og verðum strax farnir í eltingarleik eftir nokkrar umferðir.

 82. Team v Arsenal: Reina, Kelly, Enrique, Agger, Carragher, Lucas, Adam, Henderson, Downing, Carroll, Kuyt
  Subs: Subs: Doni, Flanagan, Skrtel, Meireles, Spearing, Suarez, Maxi
   
  Suarez á bekk og Kelly í bakverði…

 83. Afhverju í fjandanum er Aquilani ekki einu sinni á bekknum!!! Andskotinn hafi það

 84. Kuyt kemur þá væntanlega inn fyrir Suarez fyrir aftan Carroll. Sammála hér að ofan, Suarez ætti að vera þar og Kuyt úti á kanti.Og Aquilani ætti að vera á bekknum frekar en Spearing. En samt, feykisterkt lið.

 85. Þetta er besta mál. Fyrst er tekinn hraðinn úr vörn þeirra og síðustu 30 mæin kemur Suarez inn og klárar þetta 0-2 fyrir okkur.

 86. Svakalega er ég sáttur með Jose Enrique hann pakkar þeim saman eins og frosinni rækju á færibandinu í frystihúsinu:) Og karlinn kann að sóla líka,og við erum en yfir á 90 mín) Nei SUAREZ 0-2

  YNWA In The KING we trust!!

Opinn þráður – Föst leikatriði

Byrjunarliðið komið…