Þolinmæði

Vonbrigði.

Auðvitað voru þetta vonbrigði. Nýir eigendur hafa eytt 100m+ punda í liðið á árinu 2011 (brúttó), Kenny Dalglish er aftur við stjórnvölinn og liðið átti heimaleik í fyrstu umferð gegn mikið breyttu liði Sunderland, sem við vorum að enda við að taka einn besta leikmanninn frá. Innst inni vissum við öll vel að það væru allar líkur á að þetta yrði erfiður leikur, og fyrir því voru ýmsar ástæður. En eins og góðum Liverpool-aðdáendum sæmir hunsuðum við þessar ástæður og létum telja okkur á að liðið myndi alveg örugglega kafsigla mótherjana í þessum fyrsta leik.

Það fór þó ekki svo. Niðurstaðan var 1-1 jafntefli og auk vonbrigðanna sem fylgdu í kjölfarið bar nokkuð mikið á hnéspörkum í allar áttir, að mínu mati. Dalglish og Comolli keyptu ekki nógu góða leikmenn í sumar, John Flanagan er ekkert efnilegur eftir allt saman, hver sér eiginlega um fitness-prógrammið á Melwood, og svo framvegis.

Það sem fór samt framhjá flestum, og er vert að minna á í kjölfar þessa leiks, er að byrjunarliðið á laugardaginn innihélt hvorki fleiri né færri en sjö leikmenn sem voru ekki í liðinu um síðustu áramót, þegar Dalglish tók við, og þar af voru fjórir leikmenn keyptir til liðsins í sumar og því allir að spila sinn fyrsta alvöru leik saman. Á miðjunni og í sókn léku sex leikmenn en af þeim var bara Lucas Leiva hjá liðinu um síðustu áramót, allt hitt eru nýir leikmenn, og í vörninni voru þeir Reina, Carragher og Agger með nýliðann Flanagan (sem er enn bara 18 ára) og hinn nýkeypta José Enrique sitt hvorum megin við sig.

Það gefur augaleið að þetta lið þarf tíma til að spila sig saman. Menn geta frekar talað um ábyrgð Dalglish en leikmannanna á laugardaginn, að mínu mati. Átti hann að velja Flanagan fram yfir Kelly í hægri bakverðinum? Átti hann að stilla svona mörgum „nýliðum“ saman í fyrsta byrjunarliði (til samanburðar keypti Steve Bruce tíu leikmenn í sumar en en hafði viljandi bara tvo þeirra í fyrsta byrjunarliði, sem skilaði greinilega árangri fyrir þá)? Átti hann að hafa tvo miðjumenn okkar gegn þremur miðjumönnum Sunderland? Átti hann að skipta inná fyrr? Dalglish getur gert mistök eins og aðrir og hann hefur breiðar herðar – horfið á hann ef þið þurfið endilega að fá útrás fyrir jafntefli í fyrsta leik.

Hvað nýju leikmennina varðar hef ég ekki áhyggjur. Mann grunaði þetta fyrir leik og það kom á daginn – þessir strákar þurfa nokkra leiki til að slípa sig til. Því miður er næsti leikur gífurlega erfiður útileikur gegn Arsenal og við þurfum því helst að sjá þá hrökkva ótrúlega snemma í samtaka gíra en jafnvel þótt illa fari í þeim leik mun ég ekki panikka. Ég hef trú á þessu liði, þótt það kunni að taka smá tíma að stilla strengina (ég á til fleiri klisjur ef þið þurfið þær, en þessar hljóta að nægja í bili).

Ég spáði Liverpool 4. sæti í Úrvalsdeildinni í vetur og byggði það mat sérstaklega á því að við myndum þurfa smá tíma til að sjá liðið spila af fullri getu og þá væri titilbarátta úr sögunni. Þetta lið er nógu gott til að klára Meistaradeildarsæti og meira til en það mun kosta okkur að vera með nánast nýtt lið í upphafi móts. Þannig að endilega, aðlagið væntingarnar fyrir næstu 2-3 leiki (þ.á.m. Arsenal og Stoke á útivöllum).

Þetta lið verður dúndurgott, en það mun taka tíma. Ég hef trú á að þetta lið skili Meistaradeildarsæti, og svo verði hægt að byggja á því með 1-3 toppkaupum næsta sumar (frekar en þeim 7 sem hafa komið í ár) til að fara skrefi nær titilbaráttu. En fyrst þarf liðið að samstilla sig og það tekur alltaf nokkra leiki.

Í öðrum fréttum: Graham Poll er sammála okkur Púllurum, þetta átti að vera klárt rautt spjald á Kieran Richardson á laugardag. Poll var ekki alltaf besti dómarinn sjálfur, en ég sakna hans nóg til að tárast þegar ég horfi á Phil Dowd dæma.

Christian Poulsen virðist loks hafa fengið skilaboðin sem allir aðrir lásu fyrir mörgum mánuðum: hann vill komast frá Liverpool í ágúst því hann skilur (loks) að hann mun ekki fá mínútu í spilatíma í vetur. Vonandi getur hann fundið sér klúbb sem fyrst, það er besta lausnin fyrir alla aðila.

Daniel Ayala hefur verið seldur til Norwich City. Ekki lánaður, seldur. Þetta eru skrýtin endalok ferilsins hjá Liverpool fyrir þennan unga miðvörð sem Rafa Benítez var farinn að láta spila í byrjunarliði undir vorið 2010 og sagði við Paul Tomkins haustið 2009 að yrði örugglega stórt númer í framtíðinni. Ekki virðist Dalglish hafa verið á sama máli og nú hefur Ayala verið seldur. Ég vona að hann standi sig vel hjá Norwich, þetta gæti verið frábær díll fyrir þá (og hann) ef hann réttir úr kútnum þar.

Og að lokum, verst varðveitta leyndarmál sumarsins er komið í ljós: Cesc Fabregas er farinn til Barcelona. Talið er næsta víst að Arsenal selji Samir Nasri líka á næstu dögum til Man City. Framundan er gífurlega athyglisverð vika hjá Arsene Wenger og Arsenal: leikur gegn sterku liði Udinese á þriðjudag í forkeppni Meistaradeildar, ótrúlegur þrýstingur á að kaupa leikmenn í kjölfar Cesc- (og Nasri?) -sölunnar og í hádeginu á laugardag, heimaleikur gegn okkar mönnum í Liverpool. Við munum læra ansi mikið um bæði þessi lið, sem flestir virðast spá einvígi um 4. sætið í Úrvalsdeildinni, á næstu viku.

122 Comments

 1. Þú sagðir allt það sem þurfti að segja…

  Mér fannst menn aðeins of æstir eftir þetta jafntefli, liðið þarf tíma og vissum að við værum ekki að fara að slátra hverjum einasta leik. Komum okkur niðrá jörðina og gerum það sem við gerum best, kvetjum okkar lið.

  Góðir hlutir gerast hægt. 

 2.  
  Djöfull get ég ekki beðið eftir að labba inná Emirates um næstu helgi og sjá Liverpool liðið spila! Ég er með smá “stand” yfir því! En tek undir þessa grein, menn skuli ekki fara að skíta í sig úr æsingi og leifa mönnum að spila sig saman og í gang!
  Fowler heim!

 3. Ég er þér sammála Kristján, vissulega voru þetta mikil vonbrigði en við fengum þó að sjá hvað þetta lið getur í fyrri hálfleiknum. Það á bara eftir að fínstilla þetta. Að sama skapi var ég hreinlega gáttaður á viðbrögðum margra hér inni. Það er allt í lagi að gagnrýna stjórann og þá leikmenn sem ekki stóðu sig en þegar menn eru farnir afskrifa tímabilið strax eftir fyrsta leik þá ættu þeir hinir sömu að anda rólega og telja upp að tíu áður en þeir missa sig úr áhyggjum.

  Arsenal og Chelsea eru með jafn mörg stig og Liverpool eftir þessa fyrstu umferð. Manchester United eru hreinlega heppnir að vera með 3 stig eftir sinn fyrsta leik, WBA stóðu í þeim. Þannig að tímabilið er alls ekki búið eftir einn leik og hvað þá tvo eða þrjá.

   

 4. “Innst inni vissum við öll vel að það væru allar líkur á að þetta yrði erfiður leikur”
  Er það?  Ef að Livepool hefði slysast til að troða inn öðru marki þá væru þið væntanlega allveg að missa ykkur yfir Dglish og félögum! Titilinn væri á leiðinni til Liverpool!
  Sunderland er lið sem að öll þessu top 4 lið eiga að vinna!
  Nei úbbs Liverpool er ekki í þeim hópi

 5. Set þessa færslu líka hér inn, sá ekki að það var kominn nýr pistill
  Ég er bara 100% á því að Kenny og Clark völdu besta liðið sem var í boði í þennan leik. það er búið að koma fram áður að Kelly var aðeins meiddur og ég gef mér það að honum hafi litist vel á það sem hann hefur séð til Henderson á æfingum, hann hefur eitthvað umfram kátinn sem við höfum ekki hugmynd um. voða auðvelt alltaf að sitja hér og röfla um að hinn og þessi hefði átt að vera í liðinu en ég er algjörlega á því að Kenny er ekkert heimskur þegar kemur að fótboltauppstillingum og hann hefur pottþétt haft góða ástæðu fyrir því að setja liðið upp eins og hann gerði og ef við vissum þær forsendur þá hefðum við örugglega verið honum sammála. Slaka bara á strákar, við stefnum “bara” á 4. sætið í ár og þetta lið hefur það sem til þarf til þess og ég hef fulla trú á að Kenny nái að laða það besta úr þessum bætta mannskap eins og hann náði að kreista blóð úr steini eða nánast þegar hann lét liðið spila hátt yfir getu á seinni helming síðasta tímabils.
  Ég fer allavega ekkert að örvænta fyrr en liðið verður í 16. sæti eftir 2-3 mánuði. Þá höfum við rétt á að gagnrýna, ekki þegar við erum í 4. sæti eftir 1 leik!!!  

 6. Mikið er Stefán skemmtilegur. Eitthvað sem segir mér að hann sé með Rednose berann að ofan upp á vegg hjá sér.

  Annars er ég hjartanlega sammála þessum pistli. Það er ýmislegt sem þarf að laga hjá liðinu, en á móti kemur að það er líka ýmislegt sem er búið að laga.

  Það kemur mér líka mjög spánskt fyrir sjónir að menn sem eru búnir að tala um King Kenny sem hálfgerðann Guð undanfarin 20 ár leyfa sér svo að gagnrýna hann eftir nokkra æfingaleiki og einn deildarleik. Gefið manninum séns, ef einhver á hann skilið þá er það Dalglish.

 7. Fullkomlega sammála KAR. Þetta lið verður æðislegt með tíð og tíma. Jafnvel blindur maður sér það.

  Það er hægt að tala endalaust í viðtengingarhætti þátíðar. “Ef Kelly hefði spilað í stað Flanagan…” o.s.frv. Ég skrifa ekki upp á að Kenny hafi gert mistök með vali á liðinu. Það verður að byrja einhverstaðar og hefði leikurinn unnist, sem hefði verið mjög verðskuldað, hefði Kenny verið hrósað í hástert fyrir snilldina að tefla fram nánast nýju byrjunarliði.

  Ég sá að vísu ekki seinni hálfleik en mér fannst Carroll virkilega góður og Suarez brilljant á köflum. Get varla beðið eftir leiknum við Arsenal.

 8. eftir þessa helgi er ég mjög hissa á því að Suarez skuli ekki vera í liði helgarinnar á sky hann skoraði mark og fiskaði víti eða í messunni

 9. Sammála mörgu í þessum pistli. Frammistaðan í fyrri hálfleik var góð. Vorum betra liðið og sköpuðum nokkur ágæt færi. Áttum að vera 2-0 yfir og manni fleiri ef dómarinn hefði verið með heila.

  Frammistaðan í síðari hálfleik var hinsvegar sjokkerandi léleg, bara ótrúlegt að sjá þetta. Sunderland betra liðið, og á köflum áttum við í vandræðum með að ná af þeim boltanum. Menn fóru í feluleik og virtust ekki þora að fá boltann. Sendingar milli manna voru vandræðalega ömurlegar og ekki vottur af spili eða skipulagi í gangi. Furðulegt að horfa uppá þetta. Maður hefði haldið að menn kæmu dýrvitlausir í fyrsta leik þar sem nýjir menn væru ólmir að sanna sig fyrir framan nýja stuðningsmenn. Ótrúlegt að sjá menn bara gefast upp í eftir einn hálfleik.

  Liverpool er með miklu betri mannskap en Sunderland. Algjört klúður ná ekki að klára þetta lið á heimavelli. Tímabilið byrjar með vonbrigðum, að ná ekki að klára skildusigur á Anfield. Eins og Kristján Atli bendir á þá var þetta þó fyrsti leikurinn af 38, þannig að það væri virkilega kjánalegt að fara að panikka núna eða missa trúna á öllu. Engu að síður þá finnst mér allt í lagi að kalla þessa frammistöðu um helgina bara því nafni sem hún hefur, klúður og aumingjaskapur. Menn þurfa að taka sig saman í andlitinu og gera miklu betur en þetta ef menn ætla ekki að verða niðurlægðir á Emerates um næstu helgi.

 10. 100% sammála Kristjáni, það þarf að slípa liðið aðeins betur en ekkert svo voðalega mikið, flottar sendingar í fætur manna, mjög miklar framfarir.

 11. Ætli það hafi einhvern tímann áður gerst að akkúrat helmingur útileikmanna byrjunarliðsins sé örvfættur? Eigum við ekki að segja að þetta muni á endanum skila liðinu hinu fullkomna jafnvægi? 🙂

 12. Legg til að öll komment frá aðdáendum annara liða, sem ekki eru málefnaleg og/eða skemmtileg, að þeim verði einfaldlega hent útaf. 

  Strax komið eitt svona á þessa færslu (stefán#4)… og ekkert nema leiðindi að sjá svona. Get svosem alveg litið framhjá þeim en þetta er nú einu sinni síða fyrir liverpool aðdáendur. Og sú besta!

  Annars er ég nokkuð sammála öllu sem kemur fram í þessari færslu.  

 13. Sælir félagar
   
  Kristján er með þetta allt sem ég vildi sagt hafa.  Því hefi ég engu við að bæta.  Góður pistill Kristján sem tekur á flestum ef ekki öllum þeim atriðum sem hafa farið um hug manns í kjölfar leiksins.  Takk fyrir það.
   
  Það er nú þannig
   
  YNWA

 14. Flottur og þarfur pistill.  Þetta hefur vonandi róað marga.  Þetta róaði mig talsvert 🙂

  Varðandi Stefán Scums mann, þá er maður alltaf svolítið hissa á að stuðningsmenn þessa liðs komi á þessa síðu í svo miklum mæli til að rífa kjaft. Don´t get me wrong, þetta er náttúrulega besta síða landsins og þó víðar væri leitað 🙂  En aldrei myndi mér detta í hug að fara á eitthvað Manchester United spjall og koma með einhvern aulabrandara til þess að reyna að valda múgæsing, eða fara á síðu merkta þeim á annað borð.   Kannski þeir séu svo óáhugaverðir þarna hinum megin ?      

  Ég held samt að eftir allt saman taki pennar Liverpool bloggsins þessu bara sem hrósi, þ.e.a.s. að þeir dirfist til að kíkja hingað.    Maður hefur nú samt séð málefnalega umræðu frá þeim Scumsurum af og til.

  Thumps up ef þið stundið ekki innlit á Manchester United síðu. 

  Áfram LFC ! 

 15. Sælir..

  Einhver fróður maður sagði eitt sinn að góðir hlutir gerast hægt, svoleiðis verður það hjá okkar ástkæra liði og við sjáum ótrúlega gott lið þegar líður á veturinn.

  Ég beið í allan gærdag eftir sunnudagsmessunni til að sjá umfjöllun þeirra félaga um “markið” hans Carroll en hvað gerðist..EKKI eitt einast orð um það. Skil þessa umfjöllun þeirra stundum ekki.

  Varðandi færslur annarra hér inni það virðist vera þannig að stuðningsmenn Manchester United kunni ekki að bera virðingu fyrir stuðningsmönnum annarra liða ég mundi ALDREI fara inn á þeirra síðu ( ég er farin að eftast þeir eigi svoleiðis) til að hrósa sigri eða gera lítið úr þeirra liði ..ég myndi bara ekki fara þar inn en þar er einmitt munurinn á okkur og þeim við berum virðingu fyrir öðrum stuðningsmönnum og leyfum þeim að njóta sín á þeirra síðum.  Við skulum því bara láta sem ummæli þeirra á okkar síðu séu ekki til og halda áfram að skrifa um okkar skemmtilega LIVERPOOL.

  YNWA

 16. Ég fer aldrei inná annara liða spjallsíður og ríf kjeft þar…..hef enga þörf á því og finnst ég ekkert að hafa gera þar, því ég er Liverpool maður og er ekki þannig innrættur að hafa þörf á að reyna að hrista uppí stuðningsmönnum annara liða. Ég er nokkuð viss um að allir púlarar geti tekið undir það með mér. Þar af auki hvet ég aðra púlara að einfaldlega sniðganga svona löguð komment á kop.is. Það á ekkert heima hér og ef við förum að æsast í þeim til baka þá er tilgangi þeirra náð.
  Ég er mjög ánægður með þennann pistil og mjög rökréttur. Þetta var fyrsti leikur og 37 leikir eftir – 3330 mínutur eða 111 stig.. þetta er rétt að byrja og hellingur af sigurleikjum framundan.
   

 17. Góður pistill og fyrirsögnin snilld. Ef maður skoðar úrslit leikja fyrstu umferðar má vera ljóst að þetta verður spennandi season og að öll “toppliðin” eiga eftir að tapa óvæntum stigum. Að mínu mati er mikil óvissa með öll stórliðin:

  * Mun David De Gea uppfylla skarð Van Der Sar?

  * Mun Villas Boas  standa það álag að vera stjóri hjá Chelsea þar sem eru gerðar miklar væntingar?

  * Hvernig vegnar Arsenal án Fabregas og mögulega Nasri?

  * Mun City ná árangri með þessum “einstaklingum” sem fylla það lið?

  En svona á þetta að vera. Spenna, óvissa og dramatík.

  Aðeins að öðru. Bið ykkur um að hætta að láta spekinga annarra liða pirra ykkur. Það er nákvæmlega tilgangurinn með þeirra skrifum og því miður tekst þeim ávallt að fá “viðbrögð frá auðsærðum púlurum”. Málið er að commenta ekki á þeirra skrif.       

        

 18. Ég er kannski bara ekki þessi bjartsýna týpa því ég var ekkert viss um sigur gegn Sunderland. Ég reikna ekki með því að þetta verði fljúgandi start hjá okkur með alla þessa nýju menn. Vona að við verðum komnir í gírinn fyrir jól og að við náum sem flestum stigum án þess að vera búnir að stilla hópinn saman. Enn voru flestir ekki að spá okkur 4 sætinu. Taflan lýgur ekki 🙂

  YNWA

 19. Fínn pistill, gott svona refresh á mánudegi.  Held að þetta sé rétt mat með að liðið þurfi nú tíma og haustið gæti orðið þolinmæðisverk.  Ég skoðaði leikjaprógrammið um daginn og var á því að við þyrftum sigur í fyrsta leik, m.a. vegna ARsenal leiksins, og svona almennra leiðinda í fyrstu vikunum…
  Svo má ekki gleyma því að Sunderland er sennilega besta liðið fyrir utan toppliðin sex.
  Og sláarskotið hjá Downing…maður gæti bara grátið, flott tilþrif!
  Rautt á gaurinn sem felldi Suarez í vítinu, já hvers vegna ekki????

 20. Úps, Stefán(4#) greyið að reyna að nudda salti í sárin..
  .. sem er ekki að virka. Persónulega á ég rosa erfitt með að losna við standpínuna sem myndaðist yfir gríðarlega kynþokkafullum fótbolta í fyrri hálfleik. Andskotans óheppni að klára þetta ekki á fyrsta hálftímanum!
  En stuðningsmenn annarra liða verða að fara gera betur ef þeir ætla reyna svekkja mann eitthvað að viti, því í besta falli fær maður nettan kjánahroll yfir ómálefnalegri og barnalegri sjálfskitu viðkomandi..
  Get ekki beðið eftir næsta leik!! 

 21. Úr því ég er löngu búin að kaupa mér rauða treyju með Suarez aftan á…
  …er spurning um að setja Downing næst á hvíta útibúninginn?

  Þvílíkt efni!   

 22. Getur einhver útskýrt það fyrir mér – hversvegna Stefán Utd maður ,sem virðist stunda þessa síðu (nr.#4, hrægammurinn mættur korter eftir fyrsta leik) – og fleiri united menn ef út í það er farið, telur að “ef við hefðum unnið værum við að fara taka titilinn” ?

  Bara einhver, stjórnendur, pistlahöfundar ?

  Hvað er það í hausnum á þeim sem veldur þeirri meinloku að þeir sjá ekki einu sinni skoðunarkannanir, skrif, pistla, spá fyrir tímabilið og allt annað sem fram kemur á þessari ágætu síðu þar sem það er yfirgnæfandi skoðun spjallverja (og pistlahöfunda) að við séum ekki að fara að taka dolluna ?

  Þessi síða setur þá skoðun meira að segja fram í formi útvarpsþáttar. Þannig að það er greinilega (fyrir alla sem það vilja sjá) að skoðun yfirgnæfandi stórs hluta Liverpool stuðningsmanna telur okkur ekki eiga raunhæfan möguleika á titilinum – “Við” setjum hana fram í fram í rituðu máli, í mæltu máli og í formi skoðunarkönnunar. Hvað annað getum við gert til þess að koma þessu inní þessi óþroskuðu heilabú ? Verðum við að setja það í header á síðunni, láta prenta þetta fyrir neðan standard chartered merkið á búningnum okkar ástkæra liðs og búa til sjónvarpsþátt svo þetta komist til skila ?

  Þó að það séu til menn sem spá okkur titlinum (í skjóli nafnleyndar, getur hver sem er sett þetta inn, jafnvel Utd menn m.v. þroskastig þeirra á manutd.is þar sem við höfum “sticky” þráð um gullkorn liverpool stuðningsmanna) – þá gera það flestir sem skrifa án greinarskila, án punkta, með þrjátíu upphrópunarmerki og ALLT Í CAPSLOCK. Innan við 10% telur okkur vera fara taka dolluna í vor – það er minna en 1 af hverjum 10. Face the facts – í guðana bænum haldið ykkur annarsstaðar ef þið getið ekki túlkað jafn einfalda hluti og þessa rétt. Þetta myth um að “þetta tímabil er okkar” á hverju vori er skoðun mjög fárra, ekki vera að heimfæra það yfir á okkur alla – ekki frekar en að ég segji að allir Utd menn séu hrokafullir …. o wait….

 23. ..Að öðru

  Við skulum fara varlega í að ofmetnast fyrir næstu helgi þó það séu ský yfir Emerdige í augnablikinu. Það er oft á slíkum stundum sem sterkir menn stíga fram – við ættum að þekkja það síðan að Utd mætti á Anfield hérna um árið með hálft liðið mætt og nokkra í banni, sóttu engu að síður þrjú stig þvert á allar spár.

  Arsenal án Nasri og Fab eru samt betra lið en 75% liða í PL – ég er búin að missa tölu yfir því hve oft no-name leikmenn hafa komið úr göngunum á Emeridge / Highbury og skapað sér nafn og jafnvel orðið þess valdandi að fyrrum kóngar í Arsenal treyjunni hafa gleymst.

 24. #15 Sigríður

  Stundum þarf að taka aðeins niður Liverpool gleraugun og horfa hlutlaust á atvikin.  Þetta er alltaf brot á Carroll, eiginlega bara mjög klaufalegt brot.  Hann stendur fyrir aftan varnarmann sem stekkur upp og þá er hann með hendurnar á bakinu á honum.  100% brot og því 100% rétt að dæma á það, það er bara ekki flóknara en það…

 25. Haha, góður Laddi.. taktu núna Erík Fjalar eða Skúla Rafvirkja eða einhvern góðann..

 26. Annað mál

  Um daginn setti einhver inn slóð fyrir þá sem vilja setja tímasetningu leikja okkar ástsæla félags í tölvudagbókina. Gott að setja þá þar inn svo hægt sé að skipuleggja sig í kringum þá 🙂

  Ég finn þetta ekki núna. Er einhver sem man eftir þessu og getur bent mér á þetta eða getur sá sem setti þetta inn gert það aftur?

 27. Var að lesa flotta grein inna Liverpool.is þar sem Dalglish segir einfaldlega að Henry sé að hvetja sig til þess að versla meira og hann sé ekkert undir pressu að selja leikmenn fyrst.

  Eigum við ekki að taka Cahill frá Bolton og þá bara líka Adam Johnson frá City fyrst menn eru i jólaskapi hjá Liverpool og finna ekkert fyrir því að rífa veskið upp….

  Auðvitað var maður ekki ánægður að gera jafntefli i þessum fyrsta leik en bjóst svo sem alveg eins við því að svo gæti farið. Vonandi fáum við að sjá sömu spilamennsku allan leikinn gegn Arsenal eins og við sáum í fyrri hálfleik á laugardaginn og  þá fara 3 stig með til Liverpool frá London.

 28. #Laddi#
   
  Ég sagði hvergi að ég vildi sjá að þetta hefði verið rangt eða rétt..ég vildi fá umfjöllum þessara manna sem allt vita um fótbolta til að geta séð atvikið án Liverpoolgleraugnanna.  Ef þetta var klárlega rétt dæmt þá er það bara svoleiðis ég hef bara ekki næga þekkingu á reglum fótboltans til að geta myndað mér hlutlausa skoðun þess vegna er gott að sjá þetta með augum “hlutlausra” aðila.
   
  Ég var ekki að fara fram á neitt meira.. mér persónulega finnst þetta umdeildara atvik heldur en spúsa vikunnar….
   
  YNWA

 29. #Sigríður#

  Ah, OK, misskildi þig bara aðeins.  Ætli þeir hafi ekki bara talið í Messunni að þetta hefði verið svo augljóst að það þyrfti ekki að ræða það neitt frekar… 😉

  Annars voru þeir bræður Alan Hansen og Alan Shearer báðir á því að þetta ætti ekki að vera brot.  Greinilegt að menn eru mis sammála um þetta.  Mér fannst þetta allavega augljóst, finnst alltaf best í svona málum að reyna að sjá fyrir mér hversu brjálaður maður yrði ef þetta hefði verið hinumegin á vellinum.  Þar hefði ég allavega heimtað brot og því fyndist mér tvískinnungur ef það væri ekki eins báðum megin á vellinum… 🙂 

  #Sævar H#

  Nei, læt alveg vera að herma eftir þreyttum og ófyndnum persónum nafna míns, Suarez sá annars um grínið í þessum leik þegar hann reyndi að negla boltanum yfir á Goodison Park í vítinu… 😉 

 30. Góður pistill og þarfur KAR. Varðandi þau ummæli sem margir mætir menn létu falla um Flanagan þá finnst mér þau í raun vart því fólki sæmandi. Ekkert lögreglumál nema síður sé. Það er ekki eins og að sá drengur hafi staðið sig illa þegar hann kom óvænt inn í liðið á síðasta tímabili.

  Varðandi komment #4
  Daaaahh….bleeeeh………dada…..mamaaaaaa…..gúddígúddígúddí…. (það fylgdi þessu talsvert slef, held að við séum að tala saman núna).

 31. Frábær fyrri hálfleikur hjá okkar mönnu. Flæðið í spilinu hjá okkur var mjög gott, og virkaði eins og við myndum rúlla yfir þá. En eftir að þeir jafna, þá virðist eins og menn vissu ekki hvar þeir voru, vantaði leader(Stevie) í þeirri stöðu. Og auðvita þá falla Sunderland menn neðar á völlinn og verjast betur, og sóttu svo hratt. En jákvæður punktur í nýju leikmönnum fannst mér voru Downing , jose e, og adam (held að hann verði gríðalega drjúgur fyrir okkur sem og Downing). Maður horfir alltaf á peninga sem voru settir í Carrol og henderson þegar maður fer að skoða frammistöðu þeirra, sem á ekki að gera! fannst þeir ekki nógu góðir, en þeir verða betri þa í næsta leik vonandi. Flanagan er solid leikmaður var bara ekki hans dagur eins og hjá öðrum.

  P.S erum komnir með fína breidd og mjög sterkt lið, sjáiði mennina sem voru ekki í hóp (gerrard, glen j , skert, Aqulani) Líst mjög vel á þetta og framhaldið verður bara betra, sérstaklega þegar kaptein Gerrard8 dettur inn!
   

 32. Án þess þó að maður brosi yfir óförum annarra þá stefnir í að við mætum frekar vængbrotnu Arsenal liði. 
   
  Wilshere, Diaby og Nasri líklegast ekki með og Gervinho í banni og Song kærður fyrir ósæmilega hegðun og missir þá væntanlega af leiknum.
  Svo eru Fabregas og Snillinn Eboue farnir.
   
  Alls ekki að segja að þessi leikur sé hálfunninn en andskotinn hafi það,
  Nú er tækifærið !!!
   

 33. Góð grein en það breytir því ekki að við _verðum_ að vinna lið einsog sunderland á heimavell ef við ætlum okkur eitthverja hluti á þessari leiktíð.
   
  Ég horfði því miður á united leikinn á sunnudaginn. Þeir voru bara ekkert sérstakir og mjög heppnir að vinna.. en þeir unnu. Við þurfum þetta ‘never give up’ attitude sem skilar þeim alltaf þessum helvítis 3 stigum á síðustu 10-5 mínutunum þegar þeir eiga sína la-la leiki. Ég ætla svo rétt að vona að Ashley Young reynist ekki kaup ársins.
  Hvað er svo málið með verðið á Fabregas? Hann átti alalvega 3 ár eftir af samninginum og hann er ódýrari en Andy blessaður Carroll :/

 34. Bjarki nr. 35

  This video contains content from FA Premier League, who has blocked it on copyright grounds  

 35. Ágæt grein hjá Kristjáni Atla að mörgu leyti, en kannski full samúðarfull fyrir minn smekk. Það þarf svo sem ekki að finna neinar afsakanir handa liðinu fyrir að vinna ekki Sunderland á heimavelli en ástæðurnar eru svo sem ágætlega upp taldar. Uppstillt lið var nógu sterkt til að vinna andstæðinginn og á betri degi hefði leikurinn verið búinn í hálfleik, 3-0. Þetta var dæmigerð samblanda af sóun, óheppni og dómararugli sem bauð hættunni heim. Ég var í það minnsta skíthræddur í hálfleik um að við vorum ekki búnir að dauðrota Sunderland og við gáfum buffinu Brús vonarglætu sem hans menn gernýttu sér. En það var líka margt jákvætt sem sást í leiknum og fyrri hálfleikurinn var að mörgu leyti mjög góður.

  Auðvitað á LFC-liðið eftir að slípast betur og margir nýir menn frá síðustu áramótum í liðinu sem eiga eftir að stilla sína strengi. En að sama skapi þá eru flestir þessara nýju leikmanna ÖFLUGRI en þeir sem fyrir voru undir stjórn Hodgson og því ætti það nú að jafna sig út að einhverju leyti. Eina sem ég hefði breytt í uppstillingunni var að láta Kuyt hugsanlega byrja en ég er viss um að KKD hefur viljað ná hrollinum úr öllum nýliðunum sem fyrst og Káturinn verður næsta pottþétt í byrjunarliðinu á Flugvellinum.

  En svona eru líka oft fyrstu umferðir tímabilsins þar sem öll lið mæta vongóð og með krafti til leiks. Liggur við að flest geti gerst eins og í dæmigerðum bikarleikjum. Hlutirnir breytast svo þegar líður á tímabilið og meiðsli, þreyta og bönn spila meiri part í þessu. Getum huggað okkur við að Newcastle og Stoke gerðu okkur greiða og WBA voru nálægt því að gera slíkt hið sama. Svo verður Arsenal leikurinn ansi áhugaverður fyrir margra hluta sakir og mikið sóknarfæri fyrir okkur að láta vaða í Nallarana meðan þeir liggja vel við höggi.

  En þolinmæði er dyggð og engin ástæða til að fara á taugum þó að þessi tvö stig hafi tapast. Það eru 111 stig eftir í pottinum og langt mót eftir. Nú er bara að vona að Commolli nái að fullkomna gott viðskiptasumar með öflugum miðverði og þá líst mér afar vel á veturinn.

 36. Strákar róum okkur niður, þetta var fyrsti leikur. Það eru 37 stykki eftir förum ekki að pissa uppí vindinn strax. Síðan töpuðu Chelsea og Arsenal á móti Newcastle og Stoke, United átti í vandræðum með WBA. Og að mínu mati er Sunderland sterkari en öll þessi lið sem hin stóru kepptu gegn. Róum okkur niður.

 37. Tek undir með Beardsley og fleirum – Þolinmæði er dyggð og allt það.

  Samt sem áður, það er reyndar rétt það sem #4 sagði – Sunderland er lið sem öll topp 4 liðin eiga að vinna. Gildir einu þó um sé að ræða fyrsta leik tímabilsins, ellefta eða þann þrítugasta-og-áttunda.

  Þetta voru tvö töpuð stig, enginn vafi. Sem betur fer þá eru ennþá mörg stig eftir í pottinum, þannig það er nægur tími til þess að bæta upp fyrir þetta. Ég hinsvegar frábið mér að nota þessa afsökun í næsta leik, og leiknum þar á eftir og svo þar á eftir … og svo framvegis. Tímabilið er byrjað, og liðið Á að vera tilbúið. Ef leikmenn eru ekki til í slaginn, gjöra svo vel að skilja þá eftir á æfingasvæðinu og spila þeim sem eru til. Ég fer ekki fram á meira 🙂

  Eða jú, ég fer fram á 3 stig gegn Arsenal!

  Já, og hversu ömurlegt er að lesa þessi komment um að stuðningsmenn annarra liða eigi bara að halda sig heima hjá sér? Það kryddar bara tilveruna að fá aðra stuðningsmenn með í umræðuna – þó þeir búi við þá fötlun að styðja ekki flottasta lið í heimi! Gullna reglan er bara sú – ef menn eru ósammála þeim, eins og t.d. #4, sleppið því einfaldlega að svara þeim. If you ignore them, they’ll go away.

  Homer. 

 38. Shit, við mistum af miklu með Aguero, 

  Nýkominn inná og strax búin að skora og leggja upp mark. 

 39. Djöfull er Aquero að koma sterkur í deildina, búin að spila í 10 mín og kominn með 1 mark og eina stoðsendingu.

 40. Laddi #33

  Fótbolti er EKKI leikur án snertinga, það sem sagt má snerta andstæðinginn. Ég bara skil ekki hvernig menn fá út brot í Carroll markinu. Hugsið þetta öðruvísi, hefði Anton Ferdinandi lagt hendina svona blíðlega í Carroll, hefði hann fengið víti?

 41. Fínn pistill Kristján.
   
  Held þó að við höfum bara eins og flestir LFC-aðdáendur verið búin að ofstilla okkur á jákvæðu bylgjuna og þá var seinni hálfleikurinn auðvitað vonbrigði, því við sáum öll hvað liðið getur í fyrri hálfleik.
  Svo megum við auðvitað pirra okkur á því að leikmenn lendi í miklum vanda og leiki illa án þess að þar með sé verið að senda þá fyrir aftökusveit.  Við vitum öll að Flanagan lék illa og þá er ekkert að því að segja það, ekki frekar en að það má pirra sig á Kuyt.  Ég er sannfærður um það að 0% þeirra sem að pirruðu sig á Flanagan séu búnir að afskrifa hann.
  Grunaði alltaf að Poulsen myndi snúast hugur þegar hann sér hvernig staðan er.  Hann er í liði Morten Olsen, sem mun ekki velja hann sitjandi á bekk.  Hins vegar er morgunljóst að FSG ætla sér að taka stóran bita af kökunni og munu ekki fara í neinn brunaútsölugír, það mega öll heimsins lið vita.
  Ayala finnst mér að sumu leyti sárt að sjá á eftir en þó finnst mér öruggt að þegar að Rafa, RH og Dalglish hafa allir ákveðið hann ekki nógu góðan í sitt lið og við tökum tilboði upp á 850 þúsund pund á markaðsvirði dagsins sé óþarfi að pirra sig mikið.  Eitthvað hlýtur að vanta uppá og þá er best að hleypa mönnum í burtu.
  Kun Aguero var minn villtasti draumur og sýndi mér í kvöld að þar fer leikmaður sem er tilbúinn í enskan bolta, eins og mig grunaði.  Auðvitað “bara” Swansea en þessi strákur er svo öskrandi grimmur að ég er handviss um að hann á eftir að sanna sig.  Stend við það að ef að Nasri kemur til City, HVAÐ ÞÁ ef að Tevez fer ekki, þá er City liðið það lið sem þarf að taka frá titlinum.
  Og svo er ég algerlega sammála Hansen og Shearer, hann Andy Carroll er að mínu mati ekkert að gera sem hægt er að kalla brot, á þetta hefði ekki verið dæmt úti á velli og markið hefði átt að standa.  En sú ákvörðun og einnig þegar Suarez var ekki rekinn útaf (sem samkvæmt reglunum er hægt að verja tel ég) réði ekki úrslitum frekar en annað ef og hefði.
  Við lékum ekki vel í 90 mínútur og áttum ekki meira skilið…
   
  En bring on Emirates, þar mun allavega koma í ljós hvernig Arsenal og Wenger bregðast  við meira mótlæti en við höfum séð á þeim bæ síðustu 20 ár allavega.  Við þær aðstæður getur allt gerst!!!

 42. Laddi, ég ætla rétt að vona að þú dæmir aldrei leik hjá mér.

  Ef varnarmaður hoppar eða hleypur inn í leikmann, þá stendur hvergi að sóknarmaður megi ekki bera hendur fyrir sig. Í knattspyrnu máttu einmitt verja þitt “vinnusvæði” með höndunum án þess þó að bera fyrir þig útlimi með refsiverðum hætti. Sá leikmaður sem hefur hærri stöðu hefur reiknað boltann betur út og er, að mínu mati, í leikfæri við hann og því á ekki að dæma brot á hann þegar andstæðingur hoppar eða hleypur inn í hann. Leikmaður ber fyrir sig höndunum einfaldlega til að verja sig. Knattspyrna er íþrótt með snertingu án þess þó að hoppa upp í skallabolta “ala” Rio Ferdinand-Pétur Marteins.

  Það sem háir knattspyrnu of mikið nú til dags í mörgum löndum þ.á.m. Íslandi er að ekki nóg og margir dómarar hafa spilað leikinn sjálfir á nógu og mikið til þess hreinlega að skilja að fullu eðli brots sem á sér stað sbr markið sem Carroll gerði, fullkomlega löglegt mark. Annað dæmi, það að Suarez hafi verið í leið frá markinu er lögfræði vitleysa af hæstu gráðu og á ekkert skilt við knattspyrnu.

  En leikurinn fór eins og hann fór og ég er sammála því að það eigi að líta Dalglish nær þegar kenna á um hvernig fór heldur en leikmönnum.

 43. Kun Aguero has done more in 11 minutes for Man City than Torres has in 19 games for Chelsea.

 44. Ég hef það á tilfinningunni að við töpum gegn Arsenal – hvenær ætlum við að læra, það skiptir nákvæmlega engu máli hverja vantar hjá þeim, það koma aðrir í staðinn. Halda menn virkilega að Arsenal (án Nasri og Fab) á Emeridge sé lélegra lið en Sundarland á útivelli…. kommon.

 45. #49 Gunnar Á Baldvinsson

  Þessi rök halda auðvitað ekki vatni.  Snerting er leyfð meðan hún brýtur ekki í leiðinni á öðrum leikmanni.  Ef öll snerting væri leyfð væri auðvitað ekkert að því að tækla menn í drasl en það er auðvitað bannað í flestum tilvikum.  Og þetta snýst ekkert um það hversu blíðlega Carroll leggur hendurnar á Ferdinand heldur það að hann stendur fyrir aftan hann og ýtir (mjög blítt þó) í bakið á honum þegar hann stekkur upp sem er nægilegt til að hann missi jafnvægið.  Ég endurtek, hefðurðu verið sáttur við að þetta mark hefði staðið hinumegin á vellinum?

  #51 ÞHS

  Getur huggað þig við það að ég er ekki dómari þannig að það er lítil hætta á því.  Hinsvegar hef ég spilað og horft á fótbolta það lengi að ég tel mig þekkja reglurnar nægilega vel til að vera dómbær á þetta.  Þín rök með vinnusvæði og að verja sig með höndunum eru mjög þunn því að eins og ég sagði áður þá stendur hann fyrir aftan Ferdinand, sé ekki hvernig hann er að verja sig með því að setja höndina í bakið á varnarmanninum og koma honum þannig úr jafnvægi.  Hann er alltaf í ‘órétti’ einmitt vegna stöðu sinnar og að hann kemur við varnarmanninn.  Dómarinn metur þetta sem svo að af því að hann snertir Ferdinand, og þá mögulega kemur honum úr jafnvægi, leiðir til þess að hann fær boltann en Ferdinand hefði að öðrum kosti náð að koma við hann.  Held að Liverpool gleraugun séu bara að blinda ykkur í að horfa hlutlaust á málið…

  En auðvitað megið þið alveg vera mér ósammála um þetta mál.  Mun missa lítið skinn af bakinu við það…

 46. Tek undir með flestum sem skrifa daginn eftir leik. Það er ekki ástæða til að panikka…Við sáum hvað liðið getur og ég treysti Kenny og co til að sjá til þess að það verði normið í vetur, ekki spilamennskan í seinni hálfleik. 
  En, það er skrítið þetta slúður með að Meireles fái boð frá Chelski.  Ef það gengi eftir þá yrðu 4 ,,gamlir” púlarar þar að spranga um.  Torres, Yossi, Anelka og Meireles. Vil helst ekki missa Meireles og held það verði ekki af þessu en furðulegrir hlutir hafa jú gerst! 

 47. Ég er eflaust smá seinn, en afhverju erum við hættir að vera á Player´s?

 48. Mereiles kannski að fara til Chelsea?  Hvað finnst mönnum um það?  Ætli Daglish vilja selja hann til liðs í top “five”

 49. Top 5 ??   Við erum ´´i baráttu við Tottenham og Arsenal um 4 sætið… sé ekki af hverju við ættum ekki að selja leikmenn til Chelsea!!

 50. Góð grein um staðsetningar Henderson í vörn #38. Munurinn á Flanagan í þessum leik og þeim leikjum sem hann spilaði síðasta vor gæti einungis verið ástæðan að síðasta vor var Kuyt að verjast með honum sem er nú betri en enginn í því að hjálpa bakvörðum!

 51. Hvaða leikmann erum við að fara selja til Chelsea?  Ætla rétt að vona að menn séu ekki að fara starta umræðu hérna með því að vitna í skítamiðilinn mbl.is sem byggja sínar heimildir á enska boltanum á miðlum eins og Daily Mail og The S**.

 52. Þessi frétt á liverpoolfc er transfer gossip frá The Daily Mail, væntanlega bara eitthvað rugl.

 53. Laddi #57

  Það vill svo skemmtilega til að ég er búinn að spjalla um þetta við eina þrjá menn sem eru dómarar og starfa sem slíkir hjá KSI, allir eru sammála um að Carroll sé á engan hátt brotlegur. Ég er þeim hjartanlega sammála því Carroll ýtir ekki á nokkurn hátt í bakið áhonum, einfaldlega leggur hendina að honum eins og menn gera svo oft til að sjá fjarlægð og finna fyrir öllum hreyfingum, svona t.d. finnurðu um leið og varnarmaðurinn ætlar að gera eitthvað.  

  Þú verður að átta þig á að menn sjá þetta á mismunandi hátt greinilega, þú sérð þetta á einn hátt, margir aðrir(allir?) sjá þetta á annan hátt. Þú mátt að sjálfsögðu hafa þína skoðun, en hún er ekki endilega rétt. Í þessu sambandi er ég, ásamt greinilega svo mörgum öðrum, á annarri skoðun og þú veruðr bara að virða það.

  Annars spyr ég eins og einn hérna fyrir ofan, hefðirðu dæmt víti hefði Ferdinandi gert þetta við Carroll? 

 54. ég verð að vera sammála nr. 1 og 2!! við skulum nú ekki missa okkur yfir einu jafntefli! :). en annars mjög góð grein 😀 og síðan er það bara sigur gegn Arsenal og ekkert annað!!! 😀
  Y.N.W.A ?

 55. #68 Haukur

  Það er rétt hjá þér, sitt sýnist hverjum.  Við dómarinn í leiknum erum sammála, þú ekki, það er bara þannig.  Og já, ef Ferdinand hefði stjakað við Carroll þegar hann stekkur upp þannig að hann missir jafnvægið væri það að sjálfsögðu víti.  Þetta verður að virka í báðar áttir, ekki satt? 🙂

  Hef bæði spilað sem sóknarmaður og varnarmaður og skil því vel rökin í báðar áttir, myndi vera brjálaður ef það yrði dæmt svona á mig sem sóknarmaður en veit vel að það þarf mjög lítið að koma við mann þegar maður stekkur upp í bolta til að maður missi jafnvægið eða hreinlega breyti um stefnu í loftinu og missi þar með af boltanum.  Þannig að varnarmaðurinn í mér er vinnur einfaldlega í þetta skipti þó svo ég hafi nú alltaf verið sterkari framávið… 😉 

 56. Sæl öll, þaðer nokkuð langt liðið síðan ég hef skrifað hér inn, og fyrir því liggja nokkrar ástæður sem ég ætla ekki að tíunda hér. Góður pistill hjá þér Atli, og virkilega gaman að lesa þinn penna her. Það þarf í raun ekki að bæta neinu við það sem fram kemur í innlaginu hjá þér. Menn get deilt um það út í hið óendanlega hvort ekki hefði mátt stilla upp öðru lið og hvernig leikkerfi menn hefðu átt að leggja upp með. Ég held að flestir hafi búist við sigri af okkar hálfu, einfaldlega vegna þess hvað við höfum fengið marga frambærilega leikmenn til liðs við okur. Og það er nakvæmlega það sem þú kemur svo vel inn á í pistlinum, Róm var ekki byggð á einum degi, allt sem byggt er upp frá grunni og eða af rústum einum tekur tíma (fáir deila um að Liverpool voru rústir einar þegar Dalglish tók við) það er öllum ljóst sem fylgst hafa með því sem að er gerast hjá klúbbnum er verkefnið er gert með sýn á framtíðina, þetta vita eigendur, stjórinn, leikmennirnir og allt það góða fólk sem kemur að klúbbnum á einn eða annan hátt og þar erum við stuðningsmennirnir líka taldir með. Við erum öll kepnisfólk og viljum vinna alla leiki sem við förum í, en við vitum líka sem er að góðir hlutir gerast hæggt, þá er ég eki að tala um að við séum að draga lappirnar í okkar uppbyggingu. Málið er einfaldlega (eins og kemur fram í inlaginu hér að ofan) að það þarf tíma til að koma öllum leikmönnum á sama plan hvað leikin varðar og þar sjaum við strax að Dalglish er fullkomlega meðvitaður um það, þegar litið er til þess hvaða leikmenn hann hefur fengið til liðs við klúbbinn, allt mjög frambærirlegir leikmenn (eitthvað sem fyrri stjórar gerðu ekki að mínu mati) með reynslu úr deildinni og það á eftir að nýtast okkur á þessu tímabili, að ég tel. Breiddin í liðinu er að verða eins góð og þarf í þessa sterkustu deild í heimi, þetta er það sem eigendurnir gera sér fulla grein fyrir og sönnun þess er að þeir gerðu samning við KÓNGINN OG CLARK TIL þriggja ára og létu þeim í té það fjármagn sem til þarf. Að þessu sögðu held ég að við sem elskum þetta félag og gefum allar okkar tilfinninga í það getum litið björtm augum til framtíðar. Ég óska þess að ánægju stundir allra Liverpool aðdáenda verði sem flestar á þessu tímabili. Og að endingu YNWA…ÁFRAM LIVERPOOL…

 57. Song dæmdur í 3 leikja bann!! hann og Gervinho ekki með í leiknum um næstu helgi. Fabregas seldur og Nasri í bulli, við verðum að nota þetta tækifæri og taka öll 3 stigin á Emirates..
   
  Af hverju er fólk farið að tala um top 5 í stað top 4? Er það af því að við teljum okkur ekki lengur í top4? Þetta gerir okkur bara hlægilega, við erum klárlega í þessum pakka..

 58. Málefnalegt og gott dómgæsludebat hér að ofan hjá Ladda o.fl. Báðir með mikið til síns enda má snerta leikmenn en þó ekki það mikið að það flokkist sem brot. Spurningin er því hvort að hin útrétta hönd Carroll sem snertir bak Antons stuggi nógu mikið við honum þannig að raunverulegt brot eigi sér stað. Ég tel svo ekki vera og frekar að Ferdinand skelli sér í leiklistarskóla um leið og hann finnur fyrir höndinni á bakinu. En dómaranum er svo sem vorkunn þar hann veit að heljarmennið Andy getur sent hálfa Ferdinand-fjölskylduna á sporbaug um Satúrnus með lilleput-selbita. Og svo er hann með tagl!

  Hins vegar er út í hött að Dowd hafi ekki gefið rauða spjaldið í vítinu. Hann dæmir ekki miðað við reglubókina heldur einhverri prívat pólitík að vilja ekki “eyðileggja” leikinn strax á 5.mínútu með brottrekstri. Reyndar finnst mér almennt óþarflega grimmt að gefa mönnum rautt spjald fyrir að ræna marktækifæri þegar vítaspyrna er dæmd enda fá menn það dauðafærið til baka í formi vítisins. En á meðan reglan er til staðar eins og hún er þá þarf að dæma þannig eftir henni. Ég er t.d. handviss um að á öðrum tímapunkti í leiknum hefði annar leikmaður fengið rautt. Flanagan á 75.mín í stöðunni 1-0 eftir nokkrar vafasamar tæklingar fyrr í leiknum hefði örugglega verið miskunnarlaust rekinn útaf.

  En þessi fréttamennska um Meireles minnir mann á flassbakk frá hippatímabilinu. “Passa sig á brúnu sýrunni sem er í gangi. Hún gefur frekar vont tripp!” Stærðfræðihæfni sumra fréttamanna er stórmerkileg og rökfræðin að baki ekki síðri: Meireles var hjá Portó + Vila Boas líka + Chelskí vill Modric + Meireles falur = Meireles til Chelskí. En ef Abró er til í að borga 15 millur plús þá er í lagi að selja hann enda ekki í fyrsta sinn sem við fáum fúlgu af rúblum fyrir okkar leikmann. Been there, done that. Ég vil halda honum en hann hefur klárlega sinn verðmiða ef kaupandi er til í að borga uppsett verð.

 59. Daginn félagar

  Hef lagt það í vana minn að skrifa ekki hér inn strax eftir leik, sérstaklega vonbrigða leik því þá er alltaf líkur á að ég skrifi eitthvað sem er miður gott.  Jafntefli á heimavelli er ekki gott en þetta er nú bara byrjunin og óþarfi að hengja sig.  Frábær fyrri hálfleikur og við áttum í raun að vera einum fleiri allan seinni, og margir dómarar hefðu látið markið hjá Caroll standa.  Margir tala um hvað Flanagan hafi verið ömurlegur en ég ætla að skella skuldinni að miklu leyti á Henderson sem sinnti varnarvinnunni afar illa.  Liðið þarf að spilast saman og ég treyst KK alla daga vikunnar að velja sterkasta liðið hverju sinni. Þannig að þrátt fyrir vonbrigði og semí-heimsendi ætla ég að verða óhengdur eitthvað áfram.

 60. QPR spyrjast fyrir um Degen, http://www.skysports.com/story/0,,11669_7106152,00.html
   
  Svei mér þá ef álit mitt á Warnock batnaði ekki örlítið við þetta.  Ef við getum selt þennan leikmann þá væri það mikill sigur fyrir félagið.

 61. Það sem mér finnst merkilegast við þetta allt saman er þörfin sem að fólkið sem að setur saman fótbolta-myndbönd á YouTube hefur fyrir að velja lélegustu tónlist allra tíma undir þau.

  Ég trúi ekki bara að fólk sem að heldur með liði frá Bítlaborginni (sem að á svo margar aðrar skemmtilegar hljómsveitir líka), þurfi að andskotast til að setja Creed eða euro-trans-teknó ógeð undir myndböndin.

  Ég segi bara vanhæf ríkistjórn og heimta kosningar efað þessu fer ekki að linna – annars gæti maður bara þurft að stofna til óeirða.

  Annars er ég sammála langflestur hérna, auðvitað er glaaaaaatað að tapa stigum gegn Sunderland en maður verður nú að gefa liðinu smá tíma til að spila sig saman, ég hef enn fulla trú á top 4, ef Fowler lofar.

 62. Dísa ég veit ekki með þig en ég tengi þetta lag alltaf við Istanpool sigurinn 2005 því þetta var fyrsta lagið sem ég heyrði eftir að Liverpool vann og það kom úr bíl fullum af Liverpool-urum með rauða fánann út um gluggann fyrir utan sportbarinn.

  Fæ semsagt alltaf flashback til 25. maí 2005 útaf þessum fögru tónum 🙂 
    
  Stórefa samt að youtube innsendarinn geri það líka…. 

 63. Algjörlega ótengt og ég afsaka það, en mér datt í hug að einhverjir gætu haft gaman að þessari mynd sem að kemur út fljótlega í Evrópu

  Hún fjallar um ungan LFC aðdáanda sem að strýkur að heiman til að fara á leikinn sem að við munum öll svo vel eftir í Istanbúl 2005 – King Kenny, Gerrard og Carra koma allir fram í henni og skv. þeim sem að hafa séð hana í forsýningu er þetta vel gerð, falleg og eld rauð fjölskyldumynd.

  Það er nóg fyrir mig persónulega að sjá Captain Fantastic og 23 Carra Gold takast á við leikarahlutverkið, það hlýtur að vera þess virði að borga fyrir það 🙂

  http://www.digitalspy.co.uk/movies/news/a334545/steven-gerrard-kenny-dalglish-in-will-trailer.html

 64. Mér þykir það allavega óþarfi að öskra úlfur úlfur þótt það hafi glatast tvö stig á laugardaginn vissulega. Alltaf pirrandi að tapa stigum og þá sérstaklega á heimavelli! En þessir drengir þurfa bara 3 -4 leiki til að gelast betur saman og svo ef að menn fara ekki að taka svona leiki eins og á móti Sunderland þá, þá er allt í lagi að byrja að tala um eitthvað! 

  Slökum bara á og tökum lífinu með stillingu. Það er enn sumar 🙂 

 65. Sælir,

  Er vitað hvort NextGen leikurinn í kvöld verður sýndur einhvers staðar, hvort sem er á netinu eða á Górillunni?

  kv.
  Freysinn 

 66. Veit að hann er sýndur á LFC.tv – því ættu þeir á Górillunni að sýna hann, maður getur farið þangað í félagsskap simpansans í Utd búningnum (er það ekki kokkurinn á staðnum ?) sem hleypur um fagnandi þegar Liverpool fær á sig mark.  Var sú mannvitsbrekka inní dealnum sem klúbburinn gerði, ef svo er þá hljótum við að eiga rétt á frekari afslætti á bjórnum ?

  Víst að það er farið út í enn einn rekstur á sportbar á þessum stað – þá hefði maður nú haldið að sá sem rekur staðinn myndi reyna að fá menn inn á staðinn en ekki fæla þeim frá. Ef ég vil vera innan um misþroska Utd menn að horfa á LFC leik sem gera í því að reyna að pirra menn þá skelli ég mér bara í 201, á Spot.

 67. Íslenskunasistinnn í mér rýkur nú upp 🙂  Það á að segja Fyrst að en ekki Víst að…
   
  En er þetta annars satt sem þú segir Elías með kokkinn ?  Allt í lagi að menn fagni því þegar liðin sem maður heldur ekki með fá á sig mark en að kokkurinn á heimavelli Liverpool klúbbsins á Íslandi geri það finnst mér aðeins of mikið.

 68. Mig grunar miðað við umræðuna að Górillan sé að tapa miklum viðskiptum á þessum United kokki!  Legg til að hann verði settur í Liverpool treyju og verði kennt að syngja hástöfum YNWA! 
   

 69. Strákar mínir, verið alveg rólegir, þetta er eftir minni bestu vitund aðeins einn af kokkunum á staðnum. Held að sá sem er yfir eldhúsinu á staðnum sé Poolari að upplagi og við eigum því ekkert að örvænta…

  Planið er nú samt sem áður að mæta með spreybrúsa og spreyja yfir utd merkið á skyrtu aðstoðarsveinsins….sjá hversu vel hann tekur í það….

  🙂

 70. Held að menn þurfi ekkert að örvænta þótt United maður sé í eldhúsinu þarna, þessi staður mun líklega ekki lifa lengi hvort eð er þar sem allir staðir sem opnað hafa þarna fara fljótlega á hausinn. Reyndar hafa það verið United staðir og kannski að púllarar geti breytt því, vonum það allaveganna….

 71. Sport er málið, miðsvæðis og fín þjónusta. Flottur staður með bjórinn alltaf á mun betra verði.

 72. Ég biðs afsökunar Grétar …. 😉

  Staðsetning staðarins skiptir mig litlu máli, með hvaða liði barþjóninn, kokkurinn eða dyravörðurinn heldur skiptir mig enn minna máli. Það sem pirrar mig hinsvegar er þegar menn láta eins og asnar, bara til þess gert að pirra viðskiptavini staðarins, og það á frumraun klúbbsins á þessum stað.

  Ég hef verið fastagestur á “Heimavelli Liverpool” síðustu 5+ár og ég vona að ég þurfi ekki að breyta því vegna eins aðila sem virkilega kann ekki að haga sér. m.v. skrifin í Liverpool-Sunderland þræðinum þá er alveg ljós að ég er ekki einn þessarar skoðunar.

 73. Þið gerið ykkur væntanlega grein fyrir því að þessi sami aðili var að vinna á Players og ég veit ekki til þess að nokkuð hafi verið kvartað yfir þessu þar. Oddur á Players var og er náttúrulega gallharður utd maður og brosti út í annað þegar mark var skorað gegn Liverpool stundum. Samt sem áður treysti maður honum alltaf til að fá góða þjónustu. 

  Sumir þurfa samt sem áður að sjá aðeins í gegnum fingur sér með það að margir stuðningsmenn sumra liða fá kikk út úr því að sjá Liverpool fá á sig mark, alveg eins og margir Poolarar fagna því þegar önnur lið fá á sig mark. Við erum eins misjafnir stuðningsmenn og við erum margir.

  Treystum Górillunni til að ná þeim standard og verða sportbar í úrvalsdeildarflokki og fögnum því að ákvörðunin var tekin um að færa sig um set þar sem Players er að mínu mati á hraðri leið niður í Championship deildina eftir eigendaskiptin.

  kv.
  Freysinn

 74. Er eigandi Górillunar ekki með öllum mjalla? Að vera með sportbar sem á að gera út á bestu aðdáendur á landinu og þá tryggustu og hafa þar kokk sem hrópar upp fagnaðaróp ef Liverpool fær á sig mörk. Það þarf ekki að rökræða greindarvísitölu kokksins en ég set spurningamerki við eigandann að ráða starfsmann sem móðgar þá sem hann vill eiga viðskipti við. Má ég þá vinsamlegast biðja klúbbinn að færa sig annað.

  Ég fór nokkrum sinnum á Players og þar var góð stemming. Ég sá aldrei kokka eða barþjóna móðga stuðningsmennina. Ég ælta að bíða og sjá hvork kokkurinn lærir mannasiði og fá fréttir héðan áður en ég mæti á Górilluna í góðan hóp.  

 75. Jesús Kristur hvað margir Liverpool aðdáendur eru miklar dramadrottningar. Fyrir það fyrsta að vera fá taugaáfall yfir því að Liverpool gerir jafntefli við Sunderland á heimavelli í fyrsta leik. Pistillinn hans KAR er mjög góður til að róa þá aðila.
  Varðandi þetta “stór” mál að kokkurinn á Górillunni hafi vogað sér að gleðjasti yfir marki Sunderland er náttúrlega bara hlægilegt og ekkert annað. Það liggur við að maður skammist sín fyrir þessa Liverpool aðdáendur sem vilja bara að kokkurinn sé rekinn eða eitthvað álíka heimskulegt.
  Ég tek það fram að ég stunda enga af þessum stöðum þá aðlega vegna þess að ég tými ekki að kaupa mér Sodavatn á 400 kr og ég drekk ekki bjór. En eru menn virkilega að setja það fyrir sig að mæta af stað af því að einhver einn starfsmaður í eldhúsinu fagnði einu marki. Commona þið hljótið nú að hafa örlítið meiri þroska en það. Ég held að það væri bara þá enn meira gaman þegar Liverpool gengur vel t.d á móti United að láta þennan aðila heyra það þá.
  Þeir sem þekkja til segja að það hafi nú nokkrir starfsmenn á Players verið í búningum liða eins og Chelsea á Liverpool leikjum og menn hafi ekkert sett út á það. Ég legg bara til að Liverpool menn mæti frekar á þennan stað og láti Kokkinn hafa eitthvað að gera svo hann geti nú ekki verið að fylgjast með leiknum:)
  Hér áður fyrr fór ég oft á Glaumbar að horfa á leiki og það var aðlega vegna þess að það var gaman að rífast við starfsfólkið sem hélt flest með United eða öðrum liðum í PL. Ef menn geta ekki tekið smá skotum þá er náttúrlega bara best að horfa á leikinn heima í vel lokuðu rími og taka síman úr sambandi.

 76. með hliðsjón af fréttum undanfarna daga velti ég því fyrir mér hvort ég sá eini sem er ekki mjög spenntur yfir Ryan Shawcross til Liverpool. Þ.e.a.s. ég myndi any day vilja Gary Cahill fram yfir Shawcross. Cahill er miklu betri á boltanum og bæði stór og sterkur. Finnst Shawcross alltof grófur í tæklingum og ansi líklegur til að fjölga talsvert þeim fáu rauðu spjöldum sem Liverpool er vant að fá. Mér finnst því ef Shawcross verður sá miðvörður sem við fáum til framtíðar að við séum að fá lakasta kostinn af þeim 5 miðvörðum sem við höfum að því er virðist verið að reyna fá til liðsins. 

  Eina jákvæða við Shawcross væri að losna við Poulsen, það er ákveðinn sigur út af fyrir sig.  

 77. Stóra spurningin er þessi. Hvað er united kokkurinn að gera við matinn okkar áður en hann er framreiddur. Ég get ekki treyst united kokk á Liverpool bar. Maður spyr sig hvað maður myndi ég gera ef ég væri kokkur á Spot.

 78. @ Auðunn G (#92)

  Það flokkast varla undir það að vera dramadrottning að hafa ekki áhuga á því að láta starfsfólk sem þú þekkir ekki neitt vera með rembingslega spælingar við þig og þína þegar þú ert að reyna að skemmta þér. Górillan er að reyna að gera sig að “heimavelli” Púlara og sem slíkir að reyna að skapa góða stemningu fyrir þann kúnnahóp. Ég efast um að eigandi eða rekstraraðili staðarins sé hrifinn af svona stælum á frumsýningu staðarins ef kokkinum rauðdjöfullega tókst að fæla viðskiptavini frá staðnum með uppátækinu.

  Af hverju velur maður einn sportpöbb fram yfir annan? Ég veit ekki með aðra en sjálfur geri ég það fyrst og fremst útaf STEMMNINGU en svo koma aðrir þættir inni í spilið eins og staðsetning, þjónusta, verð, aðstaða o.fl. Górillan þarf að sanna sig sem heimavöllur púlara alveg óháð því hvort klúbburinn ákveði um vistaskiptin eða hvaða sérkjör eru í gangi á barnum. Ef einhverjir ættu að vita um gildi góðs heimavallar þá eru það þeir sem blóta við skurðgoðin á Anfield og maður gerir sér ekki ferð upp í Grafarvog á 235 kr. bensínlítranum til þess eins að láta einhvern “kokk” strá salti & pipar í sárin.

  Persónulega leið mér alltaf mjög vel á Ölveri í gamla daga þegar heimavöllurinn var þar. Svo var þetta fært í úthverfin á Players sem er bara miðsvæðis ef maður býr í Keflavík. Ég fann mér heimili á Glaumbar sem þrátt fyrir glataða fortíð (sem fyrrum heimavöllur Manchester United klúbbsins) var með brilliant blöndu af áhangendum allra liða. Og þegar maður þekkir barþjónana þá mega þeir alveg skjóta á mann þegar Púlið fær á sig mörk enda tekur maður bara skot á móti í góðlátlegu gríni. En að leyfa óþekktum frumapa á Górillu í Grafarvogi gera grín að sér? Nei takk! Frekar fer ég bara á Bjarna Fel í friði og kaupi mér könnu af bjór og rölti svo heim.

 79. #95… Sammála Peter Beardsley !…… er ekki alveg að treysta united manni fyrir hamborgaranum mínum !:.. auk þess finnst mér lélegt  hvernig uppsetningin á staðnum er !.. svo að segja engir sófar og borðunum stillt þannig að ef maðurinn fyrir framan mig er hávaxinn þá sér maður ekkert….síðan er staðnum skipt upp í tvennt af áhorfendum….ég skil ekki af hverju þessi staður varð fyrir valinu sem heimavöllur, ég varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum með hann.

 80. @Peter Beardsley (95) Já mér finnst þetta vera dramadrottning bæði þetta með kokkinn og úrslitin. Kokkurinn var pottþétta að gera þetta bara til að fá smá viðbrögð fram. Ég efast reyndar að hann muni gera þetta aftur þar sem það virðist vera sem svo að annar hver maður sem var þarna sé búinn að vera grenjandi yfir þessu atviki. Mér skilst nú líka að þetta séu sömu mennirnir og voru á Players þar sem eigendurnir eru fyrrum eigendurnir Players.

 81. http://ekstrabladet.dk/sport/fodbold/udenlandsk_fodbold/engelsk_fodbold/PremierLeague/article1603009.ece

  Svona til að hvíla sig aðeins á þessum kokkaba þá er hérna linkur frá eksrablaðinu hérna í DK um að Agger sé meiddur aftur,hver hefði nú trúað því? Eitthvað minnháttar í þetta sinn og sennilega verður hann klár á laugardaginn. Mér sýnist það nú samt orðið ljóst að hann og Aurilio verða við sama heygarðshornið í vetur og þeir eru vanir og því verður að versla helst tvo hafsenta fyrir mánaðamót Ég sá Arsenal í gær og ef eitthvað er að marka þann leik þá get ég ekki betur séð en að Liverpool hafi ekki átt betri möguleika á að vinna þá á þeirra eigin grasi síðan Wenger tók við þeim. Vörnin hjá þeim er greinilega ekki til stórræðana þessa dagana og ég efast um að hún stoppi Suarez, Caroll og Downing ef þeir spila á eðlilegri getu.

 82. Stundum er alveg magnað hvað menn geta úlfalda úr mýflugu!
  “ManUtd búningurinn” sem sumir fara hérna hamförum yfir er ekki meir en svartur kokkajakki með búið er að festa lítið ManUtd lógó efst á bakinu … alveg við hakkadrambið. 
  Sömu aðilar steinhéldu kjafti þegar starfsmenn sem unnu á barnum á Players mættu í vinnuna í <strong>Arsenal eða Chelsea treyjum</strong> og fögnuðu við hvert mark sem Liverpool fékk á sig. En þegar starfsmaður sem vinnur í <strong>eldhúsinu</strong> á Górillunni lætur aðeins heyra í sér þegar Liverpool fær á mark þá er alveg himinn og jörð að farast og menn hóta boycotti vinstri hægri.
  Það mætti kalla þetta að kasta steinum úr glerhúsi!
  Hvernig væri nú frekar að mæta og styðja við klúbbinn okkar heldur en að væla stunginn grís yfir einum manutd aðdáenda.
   

 83. *100 Mummi*

  Ég styð það alveg heilshugar, enda tók maður oft þátt í einhverju léttu banteri við þá á barnum…

  enda bara gaman að hafa einhverja flóru af stuðningsmönnum á staðnum…enda ekkert gaman ef allir eru sammála…

  en veistu nokkuð hvort þeir sýna þennan unglingaleik í kvöld?

  🙂

 84. Bara smá forvitni hérna, Þeir sem áttu Players til margra ára eiga þeir þennan nýja stað sem heitir Górillan? Kannski er ég að bulla en ég hélt að það hefðu verið fyrri eigendur Players sem opnuðu Spot, er það ekki rétt?

  Ef svo er eiga þá þessir fyrrum eigendur Players bæði Spot og Górilluna eða hvað?  

 85. Manchester United apinn á Górillunni.
   
  Hljómar eins og við séum komin með arftaka Bóbó í Eden

 86. @ Auðunn G. (#98)

  Það hefur svo sem hver sína persónulega skilgreiningu á dramadrottningum en spurning hvort það sért ekki þú sjálfur sem sért ýkja dramað við krýninguna á hennar hátign. Það vill enginn sem tjáir sig hér að ofan að “kokkurinn sé rekinn” en það eru þau orð sem þú leggur öðrum í munn og segist sjálfur skammast þín fyrir það. Ýkt viðbrögð við meintum ýktum viðbrögðum? Menn grínast annað hvort með að skella kokkinum í LFC-treyju eða tala um í alvöru að stunda annan stað fyrir sitt boltagláp. Fyrstu kynni skipta oft miklu máli og górillan gerði greinilega sjálfsmark hjá mörgum púlurum með matreiðslumanninum málglaða. Skítkast og leiðindi annarra áhangenda eru ekkert sérlega vel liðin á þessari bloggsíðu og ég skil menn vel að hafa ekki húmor fyrir þessu á frumsýningu nýs heimavallar Liverpool-klúbbsins.

  Ég veit ekki hvernig glensið var milli kúnna og verts á Players enda aldrei stundað þann stað en á Glaumbar þá kunnu þeir Ófeigur & Steini þá listgrein að skjóta ekki nema menn hefðu áhuga á skotveiði. Það glumdi bara nett í bjöllunni við mark gegn Púlinu ef ManYoo-maður var á vakt og aldrei yfirdrifið í spælingum eða þess háttar. En ef að menn sitt hvor megin barborðsins þekktust vel þá voru engin grið gefin í glensinum enda fátt skemmtilegra en skylmingalist fastakúnnans við öldælarann. Allra liða kvikindi þrifust vel í þessari stemmningu enda var staðurinn ekki skilgreindur sem heimavöllur eins né neins á þeim tíma en því miður hefur hann horfið aftur til sinnar skuggalegu fortíðar.
  http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=112890

  Varðandi leikinn þá eru þeir nú í minnihluta sem voru “grenjandi” eða í “taugaáfalli” með úrslitin. Það er nú í lagi að menn pústi út klukkutímana eftir leik en síðan þá hafa flestir tekið undir titil og efnistök þessarar greinar um þolinmæðina. Langflestir sjá skóginn fyrir trjánum. En að sama skapi var margt til að tala um varðandi dómgæslu o.fl. og bara gaman að ræða það til þrautar. Er það ekki annars tilgangurinn með þessu?

  @ Mummi (#100)

  Er stunginn grís á matseðlinum? Það er hægt að fara á fleiri staði en górillubúr við Gullinbrú til að styðja sitt félag. Straumarnir skila sér allir yfir Atlantshafið 🙂

 87. Þegar ég mæti á heimavöll Liverpool-klúbbsins að horfa á leik með Liverpool ætlast ég til þess að fá frið misgáfuðum einstaklingum sem hlæja og benda ef illa gengur. Ef að þetta er rétt sem menn eru að tala um, að það sé eitthvað Scum-gerpi í eldhúsinu að rífa sig yfir slæmum úrslitum minna manna, finnst mér með öllu óásættanlegt! Þú opnar ekki veitingastað fyrir grænmetisætur og kallar alla hippa og gerir grín að þeim sem koma að versla við þig. Ekki að ég sé að reyna vera með leiðindi, en ég mun ekki mæta á þennan stað ef þetta á að viðgangast. Því miður..

 88. En ég vill aðeins bæta við umræðum um Górilluna.

  Ég er nefnilega að velta fyrir mér afhverju sá staður varð fyrir valinu. Mitt mat er að staðurinn er alltof lítill og staðsetningin á honum er útúr kú fyrir þá sem drekka nokkra öl og geta ekki farið heim í bílum (fyrir utan þá sem búa auðviðað rétt hjá honum). 

  Ég er ekki að gagnrýna staðinn, ég fór þangað á laugardaginn og hann var mjög flottur en mitt mat er að hann sé alltof lítill fyrir stuðningsmannaklúbb á borð við Liverpoolklúbbinn á Íslandi og þessvegna geti hann kannski ekki búið við næga stærðarhagkvæmni og þurfi því að leggja aukalega á matseðilinn. Það sé því þörf á öðrum heimavelli í höfuðborginni. Þá einhvern kannski miðsvæðis í RVK eða Kópavogi.

  Ég vona að Liverpool stuðningsmenn geti eignast annan heimavöll í höfuðborginni þar sem verða haldnir fánadagar og aðrir fjörugir dagar þegar Liverpool leikir eru. Hvort sem það er Spot, Players eða einhver annar staður. Því ég tel víst að Górillan verði full hvern leik og það vantar þá einhvern annan stað þar sem maður þarf ekki að mæta tveimur tímum fyrir leik til að geta setið við borð og horft á leik með hammara og öl við hönd. 

  Annars væri gaman að vita afhverju beilað var á Players. Ég hef heyrt rökin um að það var kominn tími til að breyta til en ég tek nú ekki mikið mark á því. Maður breytir ekki um eiginkonu bara til þess að breyta um. Er eitthvað sem Liverpoolfjölskyldan þarf að vita um þetta mál?

 89. Loftur, þetta ekkert sérstaklega flókið.
  Fyrir utan Players þá eru ekkert sérstaklega margir nægjanlega stórir staðir á höfuðborgarsvæðinu. Þeir eru Ölver, Spot & Górillan. Staðir eins og t.d. Völlurinn og fleiri eru alltof litlir. 
  Ölver er heimavöllur Arsenal klúbbsins, Spot er heimavöllur ManUtd klúbbsins og þá er eftir Górillan.
  Þegar allt verður komið í réttar horfur (sem mun taka smá tíma eins og eðlilegt er fyrir nýja staði) þá efast ég ekki um að þetta verður alveg frábært á Górillunni. Græjulega séð erum við í betri málum heldur en á flest öllum öðrum stöðum. Þrír frábærir HD projectorar og margt fleira.
  Það er ekkert launungarmál að þjónustustiginu á Players hefur farið mjög svo hrakandi síðasta árið & fjölmargir klúbbmeðlimir hafa komið til okkar og kvartað. Við höfum komið þeim kvörtunum áfram og lítið hefur gerst.
  Persónulega séð þá var kornið sem fyllti mælinn hjá mér þegar við héldum árshátíðina síðustu hjá þeim og þegar komið var að aðalréttinum þá var ekki einu sinni til ein 1 rauðvínsflaska fyrir hvert borð í húsinu. Og ekki einu sinni voru til nægilega mörg rauðvínsglös til að dreifa á þá sem fengu rauðvínsflöskur. Og þar fyrir utan þá var framkoma ákveðinna starfsmanna þar þetta kvöld ekki ábætandi.
  Þannig að jú, það var sko tími til að breyta um stað og vel það.

 90. Er heimskulegt að spyrja af hverju Players varð upphaflega fyrir valinu? Persónulega hef ég aldrei haft fyrir því að fara þangað, enda vil ég helst fá mér í kollu yfir boltanum en það er varla farandi á Players nema á bíl, og að taka leigubíl heim eftir hvern leik setti mann fljótlega á hausinn.

  Fór annars á Glaumbar á laugardaginn, fríir drykkir í boði (því þetta var fyrsti opnunardagur nýrra eigenda) og söngkonan Bryndís Ásmunds kyrjaði YNWA uppi á sviði fyrir leikinn. Hugsa að ég haldi mig bara við þann stað, sérstaklega ef þessar sögur af Górillunni eru sannar:) 

 91. Players er á mikilli niðurleið það er rétt. Er í stuðningsliði liðs úr pepsi deildinni og við höfum mætt lélegra viðmóti og þjónustu núna í ár heldur en við höfum átt að venjast. Spot að gera betri hluti núna.
  En sem íbúi Garðabæjar þá er þetta waaay of langt í burtu til að maður nenni að kíkja á stemmninguna reglulega þarna í Grafarvogi, frekar að maður noti þetta í spari (ef pláss leyfir?). Hef samt heyrt að þetta sé mjög flottur staður. EEeeen ég myndi líka vera fljótur að henda einhverju þungu í þennan united retard ef hann ætlar að vera taunta heilan sal af random fólki. Styð þá sem eru að kvarta undan svona Gary Neville hegðun á sjálfum heimavellinum.

 92. ég mætti á górilluna á laugardag; spenntur.  Engin sæti, þó maður pantaði mat var ekki hægt að setjast niður.

  Auk þess var klukkan orðin þrjú og ekki búið að ná leiknum; enn verið að sýna live frá öllum leikjum á sky í textaformi, engin mynd.  Er því aðeins forvitinn hvenær útsending frá leiknum hófst ?

  ég fór rúmlega þrjú en þá var engin mynd, fór á pöbb þar nærri þar sem setið var í rólegheitum, nóg pláss og þessi líka fína pizza.

  fyrir mér hefðu górillu menn eitthvað þurft að undirbúa þetta betur; stólar / pláss, útsending….

 93. Það er náttúrulega rétt hjá Lofti að staðurinn er minni en Players en leynir nokkuð á sér, það skal þó tekið fram að barstólar voru ekki komnir og það ætti að vera pláss fyrir 25-30 manns bara þar aukalega við þá sem mættu á laugardaginn. Þar á meðal ég sem sat ALLTAF við barinn á Liverpool leik á Players.

  Ég fagna þessum breytingum, nýir eigendur á Players skutu sig í fótinn með því að bjóða sífellt uppá lélegri og lélegri þjónustu, (ef menn vilja benda á slæma þjónustu á Górillunni síðastliðinn laugardag, þá skulum við vera aðeins sanngjörn hérna og benda á að staðurinn fylltist rétt fyrir leik og með nýtt staff að miklu leyti.)

  Þjónustan á Players var komin niður í ruslflokk, (ekki að setja út á starfsmenn þar heldur þá sem tóku þá ákvörðun að skera niður starfsmannafjöldann). Varð vitni að því allt of oft að viðskiptavinur varð að bíða eftir þjónustu á barnum í alveg heillangan tíma einfaldlega vegna þess að það voru ekki nógu margir að vinna. Eftir því sem á leið á leiktíðina, þá fór gestum fækkandi á Players vegna þess að þjónustan var á hraðri niðurleið. Það sem tók botninn úr hjá mér eftir að hafa sótt þennan stað stíft síðan 2003, að þá höfðu menn ekki fyrir því að hafa opið fyrir einn einasta æfingaleik Liverpool á þessu sumri, ekki einu sinni Liverpool- Valencia sem fór fram klukkan 16:30 á laugardegi, degi fyrir samfélagsskjöldinn.

  Ég mætti þó á Players til að horfa á samfélagsskjöldinn og þá mátti bara panta sér hamborgara af matseðlinum vegna þess að “þetta var fyrsti dagur eftir sumarlokun.” Að fá þjónustu tók enga stund einfaldlega vegna þess að það voru afskaplega fáir á staðnum. Einu sinni hefði staðurinn verið nokkuð þéttsetinn á leik sem þessum, en það voru nógu fáir þar inni til þess að kokkurinn og þessi eini sem var á barnum höfðu það nokkuð náðugt á meðan leik stóð.

  Players, takk fyrir mig, but I am moving on…

  kv.
  Freysinn

 94. Loftur er eitthvað betra að vera í Kópavogi eða Grafarvogi? það er alveg jafn langt fyrir þá sem búa í 101 að fara í Grafarvoginn eða Kópavoginn og því skil ég ekki afhverju þú nefnir hvort það sé ekki hægt að hafa þetta frekar í Kópavogi. Ég held að það sé nú alveg sama hvar þessi staður yrði stór hluti þyrfti alltaf að fara þangað á bíl efast stórlega um að það sé hægt að smala 150 Liverpool aðdáendum sem allir væru í göngufæri.
   
  Beardsley ég var ekki bara að vitna til ummæla á þessu spjall heldur líka á Liverpool.is spjallinu þar sem menn eru talandi um að þetta sér ólíðandi og ætti ekki að viðgangast osfrv. Nú var ég ekki á staðinum og get því ekki sagt hvað þessi maður gerði en ég efast um að hann hafi nú bara fagnað marki sem mér finnst ekkert óeðlilegt alveg sama með hvaða liði hann hélt. Ef ég er að horfa á United leik þá fagna ég alltaf marki mótherjana. Síðan eins og Mummi bendir á þá virðist það vera mun alvarlegra að menn séu að fagna mörkum á þessum nýja stað heldur en þeir sem voru að gera þetta á Players.

 95. 112* Gerrard

  Það var nú sagt í salnum að útsendingin hefði klikkað eitthvað hjá stöð tvö og þess vegna var þessi bið á að útsending hæfist, ég hef ekki haft fyrir því að sannreyna það…

  Þannig að ef það stenst þá er lítið við þá á Górillunni að sakast.

  Varðandi stólana, þá vantaði barstólana, og vonandi eru þeir komnir núna, það ætti að covera alveg slatta og ég veit ekki alveg hvort það sé rétt, en klakkstólarnir voru eflaust tímabundin lausn, en veit ekki með hina stólana sem voru nær barnum.

  kv.
  Freysinn

 96. Best að drepa í þessu sjónvarpsmáli áður en það fer lengra en þá voru 10 Digital Ísland afruglarar tengdir aðfararnótt laugardagsins, eitthvað voru sumir þeirra örlítið vitlaust stilltir og einhverra hluta vegna hafði gleymst að tékka á því á lokametrunum hvort Sportrásirnar væru ekki örugglega opnar. En þessu var kippt í liðinn og var ekki alvarlegra en svo að þetta datt inn á 12. mínútu leiksins. Eftir það var allt saman í góðu lagi. Við vorum með Sky feedið í gangi þangað til þetta datt inn.
  Varðandi stólana þá kom það í ljós á föstudeginum (daginn fyrir opnun) að framleiðandinn að þessum stólum hafði ekki náð að standa við sitt (þrátt fyrir loforð um annað, sumarfrí og flera) og það vantaði einhverja 80 stóla uppí (þar á meðal barstólana). Þess vegna voru þessir klappstólar. Þetta á því eftir bara eftir að batna þegar hlutirnir eru komnir í hús.

 97. Í Fowler bænum hættiði svo þessu Apatali og dæmið ekki staðinn fyrr en það er komin alvöru reynsla á hann.

 98. @ Auðunn G

  Ég sá ekki umræðu um brottrekstur á liverpool.is-spjallinu en þess háttar tal er út úr kortinu. Manngreyið má alveg halda með Manchester United og hafa tjáningarfrelsi og mannréttindi og veiða sér í soðið án kvóta og bla bla bla

  Málið er bara að það er heldur hallærislegt þegar verið kynna nýjan heimavöll Liverpool-klúbbsins með pompi og prakt að þá sé e-r stuðandi starfsmaður að pirra Púlara þegar tækifæri gefst. Á Glaumbar & Players er hefð fyrir ákveðnum samskiptum sem kúnnahópurinn gengur að sem vísri og sækir jafnvel í en þess háttar stemmning hefur ekki enn skapast á nýja staðnum. Svo bætast við kvartanir undan verði & þjónustu ásamt stólaleysi og rofinni dagskrá (Stöð 2 svínvirkaði allan leik þar sem ég horfði). Varla vilja menn að Úrilla Górillan breytist í Úrilla Púlarann 🙂

  En Glaumbar virðast ekki vera meiri heimavöllur en svo að YNWA var sungið þar fyrir leikinn á laugardag. Spurning hvort maður gefi sínum gamla stað séns á ný:
  http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=112893

  @ Mummi (#109)

  Fyrst að fæstir staðir ná að rúma allan fjölda Púlara og staðsetning hentar misvel fyrir menn sem ætla að fá sér í aðra tánna (eða báðar) án leigubílakostnaðar o.s.frv. er þá e-ð því til fyrirstöðu að hafa fleira en eitt útibú fyrir klúbbinn innan Reykjavíkur? Má ekki alveg semja við fleiri pöbba um afslátt fyrir meðlimi? Ég skil vel að Górillan vilji sitja ein að þessu kúnnahóp en er það heppilegast að hafa einokun á þessum afslætti?

 99. @ PB
  Stefnan er að halda þessu á einum stað.
  Við viljum frekar sinna einum stað vel heldur en gera eins og kjánarnir í Man Utd sem þykjast vera með 2 staði en auglýsa hvorugan á vefnum sínum (how stupid is that) … það sem þeir auglýsa er “Replay” sem skipti um nafn fyrir svona 4 mánuðum (LOL).

 100. Til þess að slútta þessari umræðu þá er ég búinn á að ræða viðkomandi kokk á Górillunni og hann er í raun alveg miður sín yfir þessu öllu saman og bað mig um að koma á framfæri afsökunarbeiðni til allra stuðningsmanna Liverpool og það er alveg á tæru að þetta mun ekki gerast aftur. 
  Hann týndi sér aðeins í augnablikinu (smá adrenalínuflæði, nýr staður að opna, allt á fullu osfrv) og áttaði sig ekki á því hvaða áhrif þetta myndi hafa. Hann veit núna hvaða þýðingu þetta hefur. Þið þurfið þið því ekki að hafa meiri áhyggjur af þessu.
  Annað, klúbbskírteinið frá því á síðasta tímabili mun gilda uppá afsláttinn þangað til nýtt kemur núna um miðjan sept. Um að gera að framvísa því þegar þið verslið á barnum.
  Það verður svo smá opnunarteiti á Górillunni á föstudagskvöldið, mun smella inn texta á vefinn liverpool.is um það á morgun, hvet menn til að kíkja og taka út staðinn!

 101. Ég er nokkuð viss um að talað verður við viðkomandi kokk. En ég er nú fyrrverandi starfsmaður á Players og er nokkuð viss um að þar hafi lfc-menn verið minnihluta starfsmanna.
   Fyrstu eigendur voru lfc og utd menn meirihluti starfsmanna þá voru utd menn. Núverandi eigandur Players eru utd menn og annar þeirra virkilega notið þess að tala niður lfc í það minnsta við mig. sá aðili sem vinnur mest á leikjum á Players er glerharður Ars maður og annar che maður.Aðaleigandi Úrillu G. er mikill utd maður en gerði sér grein fyrir að til að rekstur staðarins myndi ganga yrði hann að fá klúbb  eins og OKKAR. Ég mun því fagna að sjá sem flest andlit á úrillu G sem ég er hrikalega sáttur við. 
   Frábær gæði á skjám og ef mig minnir rétt þá verða um 180 sæti sem er svipað og á Players.

 102. @ Mummi

  Ég er nú ekki að meina að hafa marga heimavelli. Um að gera að velja einn sem slíkan og hafa viðburði klúbbsins þar o.s.frv. En ef að það eru yfir 2 þús. meðlimir í klúbbnum og bara 150-200 manns (og ekki allir þeirra félagsmenn að sjálfsögðu) sem komast inn á heimavöllinn á hvern leik þá þarf ekki Stephen Hawking til að reikna það út að megnið af félagsmönnum komast ekki þar að þótt þeir vildu.

  Sjálfur fór ég álíka oft á Players og sjálfsmörk Carraghers eru að tölu. Þar réð staðsetning mestu um og veit ég um fjölda marga púlara sem sama gildir um. Maður gerði sér bara ferð þangað ef að um sérstaka leiki var að ræða sem ekki voru sýndir annar staðar en þess háttar vandamál eru sjaldgæf í dag. Staðsetning nýja heimavallarins er takmörkuð framför en það er bara eins og gengur og bara lotterí hvernig hittist á fyrir félagsmenn.

  En með þetta í huga (fjölda & fjarlægðir) er þá ekki auðsótt mál að semja um afslátt fyrir Púlara á sem flestum boltapöbbum víðsvegar um landið? Og í mismunandi borgarhlutum innan Reykjavíkur líka? Er það ekki bara góð þjónusta við þá sem einhverja hluta vegna komast ekki á heimavöllinn? Og jafnvel líklegt til að gera inngöngu í klúbbinn enn meira lokkandi þar sem fleiri geta nýtt sér meiri afslætti til að niðurgreiða félagsgjaldið?

  Ég trúi ekki að heimavöllurinn missi spón úr aski sínum að nokkru ráði enda ef hann stendur undir nafni sem slíkur þá komast færri að en vilja (skv. heimasíðunni er ætíð troðfullt á leikjum þar… a.m.k. þessum eina hingað til). Menn eru heldur ekki að eltast við afsláttinn borgar- eða landshluta á milli miðað við bensínverð og leigubílakostnað. Ekki mikill sparnaður í því. Þetta væri því bara hreinræktuð viðbótarþjónusta fyrir alla félagsmenn aðra en fastagesti heimavallarins. Má ekki alveg skoða þetta?

  Við þennan ágæta lista má bæta við Rauða Ljóninu sem er í sveitarfélaginu Seltjarnarnesi 🙂 Ágætis pláss fyrir margar púlara og eflaust auðsótt mál að semja um afslátt hehehe
  http://www.liverpool.is/Club/Article/127

 103. Sælir félagar
  Með 50″ ,háskerpu, hrygg í ofninum, kassa af köldum á kantinum þá ætla ég að horfa á næsta leik heima.
  Ég get þá grenjað í koddan ef ílla fer á laugardaginn án þess að þurfa að hlusta á athugasemdir annara um hvað mínum mönnum gékk ílla. Að sjálfsögðu fer ég svo í bæinn og fagna sigrinum ef verður, ralf hálfur.
  Ég var nefnilega á Górullinni á laugardaginn síðasta og varð vitni af tilþrifum kokksins… og fyrir peninginn sem ég myndi eyða ef ég færi alltaf þangað , þá þyrfti ég að fresta ferðinni sem ég ætla í til Anfield í vor.
  Maður kaupir ekki fulla áskrift og fer svo eitthvað annað þegar spilað er, nema við hátíðlegtækifæri.
  YNWA

One Ping

 1. Pingback:

Liverpool 1 – Sunderland 1

Opinn þráður – Föst leikatriði