Spá Kop.is – hluti 2

Í gær fór ég yfir spá okkar pennanna um neðri helming deildarinnar í vetur og nú er komið að sætum 1 – 10.

Ætla ekkert að rifja upp stigagjöfina, þeir sem vilja kíkja bara á hluta 1. En þó, hámarksstigafjöldi er 100 og lágmarks er 5.

En byrjum þá uppá nýtt, hefjum spána í 10.sæti!

10.sæti Stoke City 57 stig

Helstu breytingar Andrew Davies (C.Palace), Carl Dickinson (Watford), Abdoulaye Faye (West Ham) og Ibrahim Sonko (frjáls) út * Jonathan Woodgate (Spurs) og Matthew Upson (West Ham) inn

Því miður þá höfum við trú á mönnum Tony Pulis! Þeir verða bara áfram hrikalega leiðinlega kraftafótboltaliðið sem leggur upp úr löngum innköstum og öðrum föstum leikaðferðum, þar sem að gæði handklæðanna á heimavellinum munu skipta töluverðu máli. Við teljum þá enn eiga eftir að styrkja sig í glugganum og það eina sem hugsanlega getur dregið úr árangri þeirra verður sú staðreynd að þeir eru í Evrópukeppni sem mun auka álagið og hugsanlega eitthvað draga úr ákefð leikmannanna í deildinni.

Brittania er ljónagryfja, en við vonum innilega að okkur takist nú að innbyrða þrjú stig þar í vetur. Stoke öruggir í allan vetur og um miðja deild. Sorry!

Lykilleikmaður Matthew Etherington

9.sæti Fulham 57 stig

Helstu breytingar David Stockdale (Ipswich), Jonathan Greening (N. Forest), Diomansy Kamara (Eskisehirspor), Zoltan Gera (WBA), John Pantsil (Leicester), Eiður Smári Guðjohnsen (AEK) og Eddie Johnson (Frjáls) út * Patjim Kasami (Palermo), Marcel Gecov (Slovan Liberec) og John Arne Riise (Roma) inn.

Eins og þið sjáið þá fá Stoke og Fulham sömu stigatölu en Fulham lenda sæti ofar því þeir eiga hærri hæstu tölu frá einum okkar. Við erum á því að þetta seiga lið við bakka Thames verði á fínu róli í vetur. Martin Jol er hörku stjóri sem fær mikið út úr þeim liðum sem hann stjórnar og þrátt fyrir að þeir missi töluvert af “squad” – leikmönnum hefur hann fengið góða leikmenn til liðsins og örugglega fleiri á leiðinni.

Það er öllum liðum erfitt að fara í heimsókn á Craven Cottage, en þó er eins og hjá Stoke hætta á því að Evrópudeildin muni taka eitthvað púður frá þeim heimafyrir. Við erum þó ekki á því, teljum liðið vera á sama róli og undanfarið – rétt ofan við miðju en þó núna að fara að spila skemmtilegri knattspyrnu en oft áður með Hollendinginn viðkunnanlega við stjórnvölinn.

Lykilleikmaður Bobby Zamora

8.sæti Everton 59 stig

Helstu breytingar James Vaughan (Norwich) út * Eric Dier (Sp. Lisbon) inn.

Undir öðrum kringumstæðum mundum við sennilega vorkenna Blánefjunum á Goodison Park, en gerum það auðvitað ekki! David Moyes er ár eftir ár að vinna gott starf hjá liði sem virðist algerlega fyrirmunað að styrkja sig í leikmannaglugganum og árangurinn þar ræðst af því hvort þeir nái að halda sínum lykilmönnum frá stærri liðum. Það virðist ætla að takast hjá litla liðinu í Liverpoolborg og þess vegna höldum við að þetta verði sami slagurinn. Byrji frekar hægt og verði um miðju, en svo þegar líður á tímabilið og þeir eru dottnir út úr öllum bikarkeppnum þá fái þeir orkuna í að fara í efri hlutann.

Sleggjuspáin þetta árið er tengt Everton, einn okkar telur um síðasta tímabil Moyes að ræða. Eftir þetta gefist hann upp á peningavandræðum klúbbsins og leiti á önnur mið. Þið lásuð það fyrst á Kop.is!!!

Lykilleikmaður Tim Cahill

7.sæti Sunderland 67 stig

Helstu breytingar Jordan Henderson (Liverpool), David Healy (Rangers), George McCartney (West Ham), Cristian Riveiros (Kayserispor) og Steed Malbranque (St.Etienne) út * David Vaughan (Blackpool), John O’Shea (Man United), Wes Brown (Man United), Keiran Westwood (Coventry), Sebastian Larsson (B’ham), Ji Dong Won (Chunham), Ahmed Wlmohamady (ENPPI), Craig Gardner (B’ham), Connor Wickham (Ipswich) og James McClean (Derry) inn.

Já sæll. Keyptu í sumar nærri heilt lið fyrir peninginn sem þeir fengu fyrir Henderson og Bent! Með því hlýtur liðið með Steve Bruce og Niall Quinn í broddi fylkingar ætla sér í alvöru baráttu í deildinni og bikarkeppnunum. Annað væri fáránlegt að halda fram. Í þessum TÍU leikmannahópi er að finna nokkra landsliðsmenn, leikmenn sem eru vanir að berjast um titla og mikil efni!

Við teljum þetta lið verða í slagnuim í vetur, kaupin auka breiddina verulega og töluverð stemming er í kringum klúbbinn sem er orðinn sá besti í norð-austrinu. Við teljum þó liðið þurfa eilítinn tíma til að spila sig saman og bara fínt að hefja leiktíðina gegn þeim. Þegar leikmennirnir eru farnir að spila sig saman má búast við því að þeir skipti um gír og muni verða það lið sem stendur efst í haugnum utan við toppliðin sex sem við teljum að verði í nokkrum sérflokki. Gætu náð langt í FA-bikarnum!

Lykilleikmaður Lee Cattermole

6.sæti Tottenham 75 stig

Helstu breytingar Kyle Naughton (Norwich), Jonathan Woodgate (Stoke) og Jamie O’Hara (Wolves) út * Brad Friedel (Aston Villa) inn.

Sá ótrúlegi atburður varð að við vorum allir fimm sammála um sæti Spurs í vetur, það hlýtur að þýða að þeir endi í umræddu sæti, númer 6! Þeir náðu ekki að halda Meistaradeildarstatusnum sínum og þegar það var ljóst gaf klúbburinn það út að ekkert yrði keypt inn fyrr en þeim tækist að selja leikmenn. Þeir hafa ekki náð að losa mikið um hópinn sinn og því á móti ekki mikið keypt. Aðalpúðrið hefur farið í það að berja Chelsea af sér og sjá til þess að þeirra besti leikmaður, Luka Modric, virði þann sex ára samning sem hann gerði við liðið Í FYRRA!

Við teljum Harry Redknapp vera kominn á endastöð með þennan klúbb og leiðin héðan af liggi niður á við. Það er lykilatriði hjá þeim að halda Modric en ná að selja einhverja leikmenn og kaupa sér framherja sem skora í raun einhver mörk, en ekki menn með stór nöfn sem skora lítið. Ef þeim tekst að losa sig við kippu miðlungsleikmanna og bæta við sig almennilegum framherjum gætu þeir barist um Meistaradeildarsætið. En við höldum að það takist þeim ekki!

Lykilleikmaður Luka Modric, ef fer, þá Gareth Bale.

5.sæti Arsenal 83 stig

Helstu breytingar Denilson (Sao Paulo), Gael Clichy (Man City) og Jay Thomas (Ipswich) út * Gervinho (Lille), Carl Jenkinson (Charlton) og Alex Oxlade Chamberlain (South’ton) inn.

Wenger minn. Hvað þarf að gerast til að þú stígir niður úr stallinum og styrkir liðið þitt í raun? Allflestir aðdáendur Arsenal hrista hausinn stanslaust yfir leið liðsins, sem virkar klár niðurleið. Klúbburinn rekinn með hagnaði ár eftir ár en það virðist vera ómögulegt að eyða í leikmenn eldri en 21s árs eða til að taka þátt í launaslagnum sem nú ríkir.

Við teljum það muni hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir Arsenal menn ef þeir munu lenda í því að missa Nasri og Fabregas en kaupa bara efnilega leikmenn og enn fleiri óreynda leikmenn úr franska boltanum. Það er lykilatriði fyrir þá að Van Persie haldist heill (sénsinn!!!) og að fyrir ágústlok hafi bæst í leikmannahópinn markmaður, hafsent, djúpur miðjumaður og senter. Þá meinum við EF að #4 og #8 verða enn á svæðinu.

Svo að jafn asnalegt og okkur þykir það, teljum við að stefna Arsenal undir stjórn Wenger muni þýða hin öfluga Evrópudeild haustið 2012!!!

Lykilleikmaður Cesc Fabregas, ef hann fer. Hver þá???

4.sæti Liverpool 85 stig

Helstu breytingar Milan Jovanovic (Anderlecht), Paul Konchesky (Leicester), Gerardo Bruna (Blackpool) og Tom Ince (Blackpool) út * Stewart Downing (Villa), Alexander Doni (Roma), Charlie Adam (Blackpool), Jordan Henderson (Sunderland) og José Enrique (Newcastle) inn.

Þá hafiði það!

Okkar spá er sú að við náum Meistaradeildarsæti eftir afar jafna baráttu við Arsenal um fjórða sætið. Við höfum trú á því að Dalglish og félagar hafi náð að rífa upp móralinn í félaginu og gott sumar í leikmannakaupum muni þýða það að eftir tveggja ára fjarveru verðum við aftur í elítunni næsta haust.

Það er svo þó nokkuð langt í næsta sæti ofan við og lesa má það þannig að við teljum okkar menn ekki enn tilbúna í meistaraslaginn, en allir vonumst við eftir ferð á Wembley í annarri hvorri bikarkeppninni. Koma svo!

Lykilleikmaður Luis Suarez

3.sæti Manchester City 93 stig

Helstu breytingar Shay Given (Villa), Jo (Internacional), Jerome Boateng (Bayern Munchen), Michael Johnson (Leicester), Felipe Caicedo (Levante) út * Sergio Aguero (Atl. Madrid), Stefan Savic (Partisan Belgrað), Gael Clichy (Arsenal), Costel Pantilimon (Poli Timisoara) inn.

Sama staðan uppi hjá City og í vor, þriðja sætið en þó nær titlinum en áður. Svo við orðum það fallega þá teljum við City ekki vera með þann stjóra sem þær þurfa til að ná meistaratitlinum en viðurkennum þó að með FA-bikarsigrinum hafi hann náð að hefja sigurhefð hjá klúbbi sem ekkert hafði unnið síðan 1976!

Liðið er langsterkast á pappírnum, en hefur hingað til lent í vandræðum reglulega yfir leiktíðina á útivöllum og satt að segja ekki náð þeirri heildarmynd sem þarf til að landa þeim stærstu. Alls konar einstaklingsvandamál stjörnuleikmannanna eru að vefjast fyrir þeim líka og allt samanlagt þýðir að þeir taka ekki næsta skref. Við erum þó alltaf að tala um að þeir missi Tevez, en ef hann ekki fer þá eru þeir með svakalegustu sóknarlínu sem við höfum lengi séð! Þeir gerðu kaup sumarsins hingað til þegar þeir keyptu tengdason Maradona, Kun Aguero.

Ef Mancini ekki stendur sig sem stjóri, er þá ekki bara sá litli næstur í brúnni á United-stadium (Etihad þýðir United)???

Lykilleikmaður Kun Aguero

2.sæti Chelsea 93 stig

Helstu breytingar Michael Mancienne (HSV), Yuri Zhirkov (Anzhi), Thibaut Courtois (Atl.Madrid), Jeffrey Bruna (HSV) og Jack Cork (South’ton) út * Oriol Romeu (Barcelona), Romelu Lukaku (Anderlecht), Lucas Piason (í janúar frá Sao Paulo) inn.

Chelsea verða aftur í öðru sæti þetta árið, miðað við spána okkar verður það á markatölu því þeir fá jafn mörg stig og City. Tveir okkar nefna þá sem líklega meistara en bara einn tippaði á City þar og það ræður úrslitum.

Fernando Torres er lykillinn að velgengni þeirra bláklæddu þetta árið, við teljum hann verða í betra formi í vetur en í fyrra, sérstaklega þó í haust. Væntanlega fer hann að detta í meiðslapakkann upp úr áramótunum og aðdáendur liðsins fá þá að kynnast því hvernig er að halda upp á hann… Við erum á því að fleiri leikmenn eigi eftir að detta í hóp þeirra fyrir lok gluggans, enda hingað til ekki margir bæst við sem hoppa beint í byrjunarlið þeirra.

Þeirra aðalvandi verður að liðið er farið að eldast og lykilmenn að þyngjast, auk þess sem meiðsli Essien og reynsluleysi Vilas-Boas í stjórastólnum gæti orðið þeim dýrkeypt. En annað sætið er það sem fellur í hlut ríkmennanna frá London, en í sárabætur ættu þeir að ná langt í bikarkeppnunum sínum og jafnvel vinna Meistaradeildina.

Lykilleikmaður Fernando Torres

1.sæti Manchester United 96 stig

Helstu breytingar John O’Shea (Sunderland), Wes Brown (Sunderland), Bebe (Besiktas), Gabriel Obertan (Newcastle), Ritchie De Laet (Norwich), Owen Hargreaves (frjáls) út og Edvin van der Sar * David De Gea (Atl. Madrid), Ashley Young (Villa) og Phil Jones (Blackburn) út.

Ekki er það með urrandi gleði í hjarta að það er tilkynnt að við spáum því að nr. 20 verði raunin næsta vor. Vissulega er að verða talsverð breyting á leikmannahópi rauðu djöflanna en öflug kaup ættu að fylla þau skörð sem myndast hafa.

Það er þó eini möguleikinn að sú gleðilega staðreynd yrði að þessi spá stæðist ekki. Það eru stórir ásar sem kvöddu þetta lið og því mikil ábyrgð lögð á ungar herðar, sumar hverjar reynslulitlar í toppslag, s.s. Smalling, Welbeck og Cleverly. Við teljum liðið eiga eftir að kaupa sér skapandi leikmann til að fylla skarð Scholes en meistaraseiglan í þessum leikmannahóp er til staðar og á því byggjum við þessa niðurstöðu. Súrt vor framundan þar!!!

Lykilleikmaður Wayne Rooney (Shrek)

Þá er engin fyrirstaða. Mótið má bara byrja! Næsta mál er upphitun morgundagsins og síðan fyrsti leikur á laugardag

Koma svo!!!

52 Comments

  1. Þetta er nokkuð eðlileg spá hjá okkur, held ég. Topp 10 eru næstum nákvæmlega eins og hjá mér. Mín spá í heild:

    1. Man Utd
    2. Man City
    3. Chelsea
    4. Liverpool
    5. Arsenal
    6. Tottenham
    7. Sunderland
    8. Bolton
    9. Everton
    10. Fulham
    11. Stoke
    12. QPR
    13. WBA
    14. Aston Villa
    15. Newcastle
    16. Blackburn
    17. Wolves
    18. Norwich
    19. Swansea
    20. Wigan

    Þannig spáði ég þessu. Sé City blanda sér í baráttu Utd og Chelsea um titilinn, ef við eigum að komast í Meistaradeildarsæti verður það á kostnað Arsenal, hef trú á Owen Coyle og Bolton og líka Martin Jol og Fulham. Newcastle, Aston Villa og Blackburn verða í vandræðum en bjarga sér af því að Norwich, Swansea og Wigan verða númeri of lítil fyrir þessa deild í vetur.

    Búið að spá, nú er lítið eftir annað en að byrja að spila. Laugardagurinn getur ekki komið nógu fljótt!

  2. Hrikalega gaman að lessa þennan pistil, vel gert piltar! ég hef reyndar trú á Everton í ár og held að þeir berjist við Tottenham um 6. sætið. Annars er ég sammála þessum spám (þvímiður varðandi 1. sæti). 

    Eiga Arsenal ekki eftir að fá hafsent og miðjumann eða tvo í ágúst? ég held það. Sneijder fer til scums og þeir hirða þetta blessaða fyrsta sæti. 

  3. Tek undir með ykkur spekingunum að þetta tímabil verða manu, Celskí og City í baráttu um titilinn þar sem manu mun líklega ná þeim 20. 

    4. sætið verður mikil barátta milli Liverpool, Arsenal og Tottenham þar sem okkar menn verða vonandi með vinninginn.

  4. Þið spáið okkur titlinum.

    Allir skríbentar Guardian spá okkur titilinum.

    Alan HANSEN! spáir okkur titlinum.

    Við erum svo svakalega, ofboðslega fökkd… 

  5. Það verður vonandi jafn skemmtilegt að horfa á alla leiki Liverpool í vetur og lesa svona góðar greinar hér á kop.is

  6. Sælir félagar.
     
    Mér líst í sjálfu sér ekkert ílla á þessa spá en er henni ekki sammála.  Fyrir það fyrsta held ég að M. City vinni deildina vegna þeirrar gífurlegu breiddar sem er í leikmannahópnum.  MU mun hanga í öðru sætinu vegna gífurlegrar sigurhefðar þeirra en þó lenda í því þriðja ef lítil breidd hópsins kemur niður á þeim í meiðslum o.s.frv.  Þá mun LFC taka annað sætið. Chelsea mun ekki ná sér á strik fyrr en seinni hluta leiktíðar og munu bjarga meistaradeildarsæti á síðustu metrunum.  Fyrir mér er það mikil spurning hvort Arsenal missir 5. sætið til Sunderland en held þó að þeir hangi á því með harmkvælum.  Um Tottenham nenni ég ekki að ræða en spurning hvort þeir ná að halda 7. sætinu eða verði fyrir neðan nr. 8, 9 0g 10.  Þar getur brugðið til beggja vona.  Mí spá er því þessi.
     

    Man City
    Manchester United
    Liverpool
    Chelsea
    Arsenal
    Sunderland
    Tottenham
    Bolton
    Everton
    Fulham

    Það er nú þannig.
     
    YNWA
    Fulham

  7. Flott spá.

    Spái okkur 4 sætinu en vona að við getum veitt alvöru keppni sem lengst fram á veturinn  

  8. Björn Friðgeir (#4) – heyrðirðu podcastið okkar í gær? Ég gerði mitt allra besta til að jinxa United og Wayne Rooney. 🙂

     

    Vonandi virka öll þessi jinx.

  9. Er bara nokkuð sammála þessu hjá ykkur. 🙂

    En eitt, er það bara ég eða eru man utd menn farnir að kommenta óvenju mikið hér inn á þessa síðu? síðu sem tileinkuð er Liverpool aðdáendum. Er menn sammála mér með þetta? Finnst bara leiðinlegt þegar ég sé þessa menn tjá sig.
     

  10. Finnst nú að Liverpool eigi nú allaveganna verðskuldað 18px leturstærð.

  11. Líst vel á þessa uppröðun hjá ykkur félögum….manni er ferið að kitla manni langar svo að fara að sjá almennilegan fótbolta aftur!!!!

    YNWA – King Kenny we trust! 

  12. Ca. svona var pósturinn sem ég sendi á Magga með minni spá en ég tek fram að Nostradamus var blessunarlega mikið merkilegri en ég:

    1. Manchester United – Skíthræddur um að þeir séu ennþá með heilsteyptasta hópinn og formúluna og það dugi þeim aftur til að fara alla leið. 
    2. Arsenal – Ég hef líklega tapað glórunni en þetta kom upp úr kristalkúlunni þegar ég var að þessu. Held að skytturnar verði mikið betri á þessu tímabili þó það velti auðvitað mikið á þeirra bestu leikmönnum, meiðslum og hvað þeir gera þar til glugganum lokar. Ég miða við að þeir hafi Vermaalen og RVP heila á þessu tímabili, Fabregas og Nasri fara ekki fet (ólíklegt núna) og þeir bæti við sig 2-3 nöfnum núna áður en glugganum lokar. Þar með er Arsenal samkeppnishæft og vel það. 
    En eins og með öll hin liðin geta þeir þessvegna alveg lent í 6.sæti líka. En þeir koma á óvart í vetur þó þetta ætti ekki að vera svo óvænt. 
    3. Chelsea – Stundum er ég alveg viss um að þeir vinni deildina en núna hef ég einhverja tilfinningu fyrir því að AVB verði ekki alveg jafn fljótur að kveikja í þessu liði og hann var með Porto liðið. Held að þeir vinni meistaradeildina hinsvegar.
    4. Manchester City – Ef allt væri eðlilegt ætti City að vinna þessa deild enda geta þeir fengið hvaða leikmann sem þeim langar að fá. En það verður meiri pressa á þeim í vetur, meira álag með stærri leikjum og svo auðvitað hörkuvinna að halda þessum hóp ángæðum saman. Eitthvað segir mér líka að Mancini verði rekinn er liðið dettur út í 16.liða úrslitum CL en þeir rétt hafi 4.sætið af okkur. 
    5. Liverpool – Smá áhyggjur af væntingum á okkar liði og meiðslum leikmanna sem við megum einfaldlega ekki vera lengi án (Gerrard og Agger). Hópurinn er orðinn mikið mikið þéttari og betri, þjálfarateymið er mikið jákvæðara og betra og leikjaálagið verður eitthvað minna (hvort sem það er gott eða vont) en ég bara óttast að þessi uppbygging taki lengri tíma og samkeppnin verði of erfið í vetur. 
    Ég yrði engu að síður alls ekki ánægður með þessa niðurstöðu og útiloka alls ekki að Liverpool verði mikið betra í ár, en það er einhver ónotatilfinning. 
    6. Tottenham Hotspur – Það er ansi erfitt að lesa í Spurs fyrir þetta tímabil, nýjabrumið virðist vera farið af Redknapp og það er orðið erfiðara að halda hópnum ánægðum hjá félaginu. 
    7. Sunderland – Eru með nokkuð öflugan hóp af reyndum EPL leikmönnum og leiðinlegan en traustan þjálfara. Þeir verða mjög erfiðir í ár spái ég. 
    8. Stoke City – Stoke verður bara Stoke áfram, hrikalega ógeðslega leiðinlegir en mjög erfiðir og verða fyrir ofan miðju. 
    9. Newcastle United – Það er verið að taka mikið til hjá Newcastle og þeir eru að missa sýna lykilmenn. Engu að síður held ég að þessir frakkar sem þeir eru að fá í staðin komi til með að standa sig og eins trúi ég ekki öðru en að þeir styrki sig mun meira áður en glugganum lokar. Set þá í 9.sæti bara útaf smá trú á Pardew en þeir geta svo sannarlega fallið niður líka enda með stjarnfræðilega mikinn vitleysing sem eiganda. 
    10. Everton – Verður erfitt hjá þeim í ár enda virðast þeir ekki eiga grænan eyri til að eyða í leikmenn. Eru samt með gott lið og góðan stjóra og virðast ætla að halda sínum bestu mönnum. Set þá í 10.sæti og tippa frekar á að þeir fari ofar heldur en neðar verði þetta ekki rétt spá. 
    11. Aston Villa – Erfitt ár framundan hjá þeim, seldu bestu leikmennina og fengu grautleiðinlegan stjóra sem þeir þola ekki. Villa er samt með gott lið og eiga alveg pening til að styrkja sig en ég sé bara ekki McLeish kveikja í þeim. Þeir fá samt mjög þægilega byrjun á mótinu sem gæti sett þá á beinu brautina og í efri helminginn á töflunni. 
    12. Bolton Wanderers – Verða á þessum slóðum og nokkuð lukkulegir með það bara. 
    13. Fulham – Sama og með Bolton
    14. Blackburn Rovers – Þeir geta svo sannarlega fallið um deild líka en ég held að Venky´s viti upp á hár hvað þeir eru að gera og haldi þeim a.m.k. í deildinni 🙂 
    15. Queens Park Rangers – Óttast að þeir haldi sér því miður uppi. Þetta er ömurlegt lið hreint út sagt. Moldríkir eigendur að kaupa sér árangur, a.m.k. á 1.deildar mælikvarða og eitt leiðinlegasta eintak af þjálfara síðan Fat Sam var í deildinni. 
    16. West Bromwich Albion – Kampavín og sigurrúntur um borgina verði þetta niðurstaðan og þjálfarinn fær að skipuleggja partý-ið. 
    17.Wolverhampton Wanderers – Var viss um að ég myndi fella þá er ég byrjaði á þessu en þeir þrauka þetta aftur í ár. Bæði er Wolves liðið sterkara en í fyrra og nýliðarnir eru að ég held verri en það sem féll. 
    18. Swansea City – Wannabe Blackpool sem mun ekki fá sömu byrjun og t.d. Blackpool og Hull þar á undan fengu og ná sér aldrei á strik. Önnur lið taka þeim pottþétt alvarlega strax frá byrjun og ég bara sé þá ekki ná sér í gang þó ég væri alveg til í að sjá þá halda sér uppi. 
    19. Norwich City – Held bara að þetta sé ekki nógu gott lið fyrir EPL og þeir fari niður alveg eins og síðast þegar þeir litu við. 
    20. Wigan Athletic – Smá óskhyggja í þessu enda finnst mér alltaf sorglegt að sjá EPL lið sem nær aldrei að komast nálægt því að fylla völlinn hjá sér. Rugby borg, rugby völlur og það er eitthvað sem hentar betur í deildunum fyrir neðan. Þjálfarinn þeirra má samt fá betra lið. 

  13. Mér finnst það nánast ógerningur að spá í deildarkeppnina í ár. Ef að City nær að spila sem lið og er laust við allt prímadonnuvesen þá eiga þeir eftir að verða suddalega sterkir. Ef aftur að það koma upp innanbúðarvandamál þá gætu þeir átt í erfiðleikum með að ná meistaradeildarsæti. United er heilsteypt lið með unga spræka stráka og leikmenn sem hafa spilað lengi saman. Hafa svo auðvitað ennþá Alex Ferguson sem er töframaður í að ná því allra besta úr mönnum. Chelsea hefur svo ekkert verslað af viti og breiddin á miðjunni hjá þeim er frekar döpur, sé þá alveg enda í vandræðum ef þeir versla ekki eitthvað fyrir lok gluggans. Arsenal er svo bara í ruglinu þannig að það er erfitt að átta sig á þeim. Mín spá fyrir er því eftirfarandi. 

    1. Manchester City
    2. Manchester United
    3. Liverpool
    4. Chelsea
    5. Arsenal
    6. Stoke City
    7. Tottenham
    8. Everton
    9. Sunderland
    10. Fulham
    11. QPR
    12. Aston Villa
    13. Bolton
    14. WBA
    15. Newcastle 
    16. Blackburn
    17. Swansea
    18. Wolves
    19 Norwich
    20 Wigan

    Ég eiginlega myndi samt ekki þora að leggja undir að svona verði niðurstaðan enda eru sum lið þarna erfitt að rýna í. En sjáum til, vona bara að Liverpool standi sig vel sem fyrr! 

  14. Set ? við stigagjöfina….segi að efsta liði fari ekki í 90 stig. man u var með 80 held ég í fyrra

  15. 1. manchester utd (því miður engin spurning, vinna þetta nokkuð auðveldlega. Það er eins og alex f. sé alltaf með formúluna hvernig á að vinna alla litlu leikina, svo taka þeir alltaf eithvað af þessum stóru einnig…..djöflar)
    2. Man City
    3. Arsenal
    4. Chelsea
    5. Liverpool
    6. Tottenham
    7. Everton
    8. Sunderland
    9. Fulham
    10. Stoke
     
    F.A cup : Liverpool held að við fáum einn titil í safnið á þessu ári….en verðum að sætta okkur við 5. sætið
     
    Deildarbikar: Stoke

    Meistaradeildin: Barcelona ( það stoppar þá ekkert á meðan litli trítlarinn og xavi, iniesta eru að senda boltan á milli sín og myrða knattspyrnulið

  16. Hvernig er ekki haegt ad spa city nr 1? Tevez OG fokking Aguero.

    Annars held eg ad Everton muni annadhvort koma a ovart eda verdi i sama midjumodinu og Moyes segi af ser. 

  17. Þetta verður vonandi óhefðbundið tímabil hjá united, lenda í 5-6 sæti.

  18. Ég er sammála flestu þarna nema hvað Tottenham á eftir að skíta langt upp á bak. Lenda í 11-12 sæti.

  19. Ef það gengur eftir að Arsenla sé að missa Fabregas og hvað þá Nasri þá sé ég ekki hvernig þeir eiga að enda í topp 5 og nógu erfitt átti ég með að sjá það áður.

  20. góða kvöldið.. vantar hjálp. Verð ekki í bænum um helgina ætla að reyna að sjá leikinn í Borganesi getur einhver sagt mer hvar ég get seð hann þar??? er ekki einhver góður pöbb??

  21. Ég er skíthræddur um að við verðum í mikilli baráttu um 5-4 sætið í vor.
    Held að Man Utd, Chelsea og Man City séu með sterkari hóp en við, þess vegna verðum við að slást við Arsenal og jafnvel Tottenham um þetta eftirsótta 4 sæti.
     
    Mín spá:
     
    1. Man Utd
    2. Chelsea
    3. Man City
    4. Liverpool
    5. Arsenal
    6. Tottenham
     
    Og af þessum þremur sem komu í deildina munu QPR og Swansea halda sér uppi, Norwich og Newcastle munu falla ásamt Wigan.

  22. Afsakið þráðránið….Mig bráðvantar að finna upplýsingar um stöðuna í deildinni um síðustu áramót, þ.e. við lok dags. 31. desember 2010. Það var alltaf hægt að fletta þessu upp á heimasíðu deildarinnar en núna tekst mér ekki að finna þetta. Er einhver sem getur hjálpað mér? Takk….

  23. 1. Chelsea
    2.Man Utd
    3. Liverpool
    4. Man City
    5. Sunderland
    6. Arsenal
    7. Tottenham
    8. Everton
    9.Aston Villa
    10. Bolton
    11 Fulham 
    12. Newcastle
    13. WBA
    14. stoke 
    15. Qpr
    14. Wigan
    17. Blacburn 
    18. Swansea
    19.Wolves
    20. Norwich

  24. <a href = “http://this11.com”><img src = “http://this11.com/boards/1313101400862430.jpg border = “0” alt = “football formations”/></a>

  25. Kann ekki að setja inn myndina sjálfa en ef þið klikkið á linkinn í 31 þá kemur myndin af ”Dream Team”

  26. Góð samantekt og margir spámannslega vaxnir. En það er frekar ósanngjarnt gagnvart öllum spámönnum að þurfa að skjóta á sætaröðun liða á þessum tímapunkti. Verst að kaupglugginn og byrjun tímabilsins er ekki samhæft því að ansi margar breytur vantar inn í þetta dæmi nákvæmlega núna. Að sama skapi væri glatað að spá í lok gluggans því að þá eru þrjár umferðir búnar og menn komnir með innsýn inn í stöðu og stemmningu liða.

    Bara það að LFC fyllti í eina í af sínum veikleikastöðum í dag jók líkurnar á velgengni hjá þeim. Ef þeir kaupa góðan miðvörð og fá góðan bakk-öpp stræker þá gerir það þá ansi samkeppnishæfa í titilbaráttunni. Ég hef sagt áður að ef þeir bæta þessa veikleika sýna að þá eiga þeir alveg séns í titilinn og stend við það.

    Sama með mörg önnur lið. Hvað gerist hjá Tottenham? Tekst þeim að hreinsa til og selja Crouch, Bentley o.fl.? Missa þeir Modric og hverjir fylla skarðið? Og ef Chelskí fá Modric þá gerbreytir það líka þeirra styrkleika, tala nú ekki um ef þeir bæta við fleiri stjörnum. Sama með Man City; fer Tevez og hver kæmi þá í staðinn? Missa Arsenal Nasri og hvernig nota þeir Cesc-peningana? Styrkja þeir sýna augljósu veikleika? Munu Manchester United kaupa Sneijder sem gerði þá ansi óárennilega?

    Dóminó-áhrifin sem strákarnir ræddu á sérlega góðu podcasti eru ekki byrjað og ansi margt vatn eftir að renna til sjávar. Sum lið eru varla byrjuð á sínum hrókeringum og eru að bíða eftir að hringekjan fari á meiri hraða áður en þeir hoppa á hestinn. Þannig að ég ætla að taka styrktaraðila Blackburn á þetta og segja: PASS……..í bili 🙂

  27. Þeð tilkomu JE þá erum við að verða helvíti sterkir á pappírnum.  Einn hafsent og sterkur striker og málið er dautt.

    Mín spá!

    1.   Man City  ef að Mancini nær að temja nokkra einstakling í þessu liði eru þeir til als líklegir.  Mjög gott lið í alla staði og sérstaklega fram á við Aguero og Dzeko….. já sæll.  Frábær markvörður  vörnin fín og miðjan er það eina sem þarf að stilla sína strengi.  Annars vel mannað lið verður allaveg við toppinn.

    2.  LFC yeah baby!!!  Things are falling into place like a beautiful puzzle.  Eins og ég sagði hér að ofan þá vantar okkur bara striker og hafsent og við verðum til alls líklegir.  Cahill helst eða þá sambærilegan og yfirvegaðan leiðtoga a la Hyypia.  

    3.  Chelsea gott og samhæft lið sem þekkir hvorn annan og ef að væluskjóðan sem þeir keyptu af okkur sýnir sitt rétta andlit verða þeir mjög sterkir í vetur sem endranær. 

    4. Man Utd.  Get ekki með nokkru móti sett þá nær 1 sætinu og tilhugsunin við 20 titilinn hrillig mig.  Jájá eru meistarar en voru skítsæmilegir en fengu litla samkeppni á leiðinlegu tilmabili þegar Chelsea skeit á sig eftir áramót.   Þetta er komið gott blómaskeið hjá þeim.  Ekki meira takk.

    5. Wengers winos.  Spila oft á tíðum stókostlegan fótbolta en það vanta eitthvað í Wenger!  Markvarðarstan hefur verið í tómu helvítis rugli í mörg ár.  Vörnin mistæk og ekki sannfærandi.  Miðjan er það eina sem hefur haldið liðinu á floti og ef Cesc og Samir fara báðir þá get ég ekki séð að þetta lið verði mikið ofar.  Van  Persie er frábær en alltof mikið meiddur þannig að breiddin er ekki til staðar fram á við.  Wenger hefur ekki unnið neitt síðan 2005.  Hans síðasta tímabil hugsanlega.

    6-20  Mér gæti ekki verið meira sama.  Það verður samt eitthvað sputniklið í vetur.  Er ekki að sjá það samt í augnablikinu,  any suggestions?  Kannski WBA :/

    Það á nú eftir að að verða þó nokkrar breytingar á liðunum fram að mánaðarmótum og þó sennilega mest hjá Arsenal ef þeir selja Fab og Nasri.  

    Maður er bara að verða spenntur áfram Liverpool !!! 

  28. Ég sjálfur spáði Manchester City titlinum ÞRÁTT FYRIR Mancini – en held að margt geti gerst, en er þó viss um að topp sex verða þau sem við töluðum um.
    En það er líka rétt að það er erfitt að spá meðan glugginn er opinn, en þó sé ég nú ekki marga ása hrista fram úr erminni eftir að mótið hefst. 
    Þó er ég viss um að Chelsea og Tottenham eiga eftir að versla, en tel það ekki breyta minni spá allavega…

  29. Sunderland verður ekki svona ofarlega. Myndi setja hið leiðinlega lið Stoke í 7.stið og Sunderland niður í 14.sætið ef ekki neðar. Steve Bruce verður látinn taka poka sinn og David Moyes ráðinn í hans stað rétt eftir áramótin.
    Ég er bjartsýnn á tímabilið ef við náum úr nýju mönnunum sem ætlast er af þeim. Þá væri maður að sjá:

    Leikgleðin í fyrirrúmi og liðið fær að spila sóknarleik: Loksins!
    Teygjanlegri ógn en ekki bara upp miðjuna eins og við höfum vanist sl.  árin. þar sem Stewart Downing og Andy Carroll verða í aðalhlutverki ásamt lykilmanninum Suarez.
    Meiri breidd og sterkari liðsheild sem þýddi minna álag á leikmann eins og Gerrard sem gæti átt sitt besta tímabil í 2-3 ár.
    Síðast en ekki síst og það lang mikilvægasta; að spila illa og vinna rétt eins og að spila vel og vinna. Afhverju tel ég þennan punkt? Sigurvegarar síðasta árs eru gott dæmi um þetta en þannig vannst dollan á sl. tímabili.

    Ég bara vona að Dalglish þétti upp vörnina með því að kaupa Samba, Cahill eða Mertesacker vegna þess að við erum með of brothætta varnarmenn eins og staðan er í dag.

  30. 1.Liverpool
    2.Man.ud
    3.Chelsea
    4.Man.City
    5.Arsenal
    6.Everton
    7.Tottenham
    8.Sunderland
    9.Bolton
    10.Stoke

    Ég er bara þannig gerður að ég spái alltaf Liverpool sigri þannig að ég geri það einnig hér… þó svo að þessi spá mun nú væntanlega ekki rætast

  31. 1. Chelsea
    2. Liverpool3. Man City
    4. Tottenham
    5. Everton 
    6. Sunderland
    7. Arsenal
    8.Aston Villa
    9. Bolton
    10 Fulham 
    11. Newcastle
    12. WBA
    13. stoke 
    14. Qpr
    15. Wolves
    16. Swansea 
    17. Blackburn
    18. Manchester united
    19.Wigan
    20. Norwich

  32. Mín spá:
    1. Chelsea – Villa Boas mun sýna töfra og takast að endurnýja lið sem telur nær eintóma sigurvegara.
    2. Man Utd – Munu byrja vel aldrei þessu vant en hiksta verulega í kringum áramótin og panikka. Fara langt í öllum keppnum en vinna ekki 1 titil í ár.
    3. Liverpool – KC & the Sunshine Band munu byrja sæmilega en ná stöðugleika uppúr nóv og ná virkilega góðu rönni til mars eða þangað til meiðsli Suarez í munu eyðileggja séns á meistaratitli.
    4. Man City – Meistaradeildin og óeining þeirra sem lítið spila mun draga liðið niður. Munu ganga vel í stórleikjunum en missa stig útaf einbeitingarskorti og vanmati gegn þeim litlu. Detta út í 8-liða í CL.
    5. Arsenal – Munu byrja frábærlega en fara í Jólaköttinn og verða hvorki fugl né fiskur eftir það.
    6. Fulham – Stabilítet og Bobby Zamora helst meiðslalaus = Frábært season.
    7. Tottenham – Óeining og sundrung komin í liðið og dýfan sem lið Harry Redknapp taka á 3.ári mun   Evrópudeildin mun þreyta þá öreindi.
    8. Newcastle – Öfugt við heilbrigða skynsemi munu þeir eiga mjög gott tímabil. Ben Arfa, Obertan og Cabaye munu rífa miðju liðsins upp á rasshárunum og moka færum í tröllið Demba Ba. Verða mjög nálægt því að komast í Evrópukeppni og gætu jafnvel unnið Deildarbikarinn.
    9. Everton – Stöðugleiki og þrautsegja.is

    10. Stoke – Munu reyna spila meiri “fótbolta” en byrja illa og taka upp gamla siði sem skilar þeim í 10.sætið rétt undir lokin.

  33. Afsakið þráðarán en byrjar leikurinn kl.14:00 eða 15:00 á laugard? Því samkvæmt Liverpool.is er hann 14:00 en annarstaðar sá ég 15:00. Meigið endilega svara fljótlega því þá þarf ég kannski að breyta auglýsingu.

    Fyrir fram þökk 🙂 

  34. Ég held að United taki titilinn í ár. En ég er ekkert alltof viss um að Chelsea verði svo ofarlega, miðað við kaup Poolara á þessu sumri, stendur okkur ekkert meiri ógn af Chelsea heldur en Liverpool.

    Ég er örugglega einn af fáum United mönnum sem finnst slagurinn á milli Liverpool og United vera eins og slagur tveggja bræðra. Man City og Chelsea eru liðin sem mér finnst vera alger ógeð. Það er eitthvern veginn alltaf miklu meiri stemning og dýrðarljómi yfir United- L´pool heldur en slagurinn við hin tvö liðin. Ég þoli samt ekki að tapa fyrir Liverpool, en maður fer að venjast því, hefur gerst alltof oft á síðustu árum. En við höfum líka tekið bikara í leiðinni, þannig að maður gleymir því fljótt. 

    Mín spá er samt sú að það verði Manchester liðin sem keppi um EPL. Og ég myndi elska það að Liverpool myndi enda ofar en Chelsea. Eða að Liverpool myndi falla 😉

    En að öllu gamni slepptu, þá spái ég þessu svona:

    1. United.
    2. City
    3. Chelsea.
    4. Liverpool (það er gaman í Champions League)
    5. Arsenal
    6. Tottenham.
    7-20. Gæti ekki verið meira sama, fyrir utan að ég vill hafa QPR í deildinni, það var eitthvern veginn svo svalt hvernig Bjarni Fel sagði QPR, þess vegna vil ég hafa þá í PL.

    Góða síða BTW. Áfram United! 

  35. #25 Lóki: Ég spurði að þessu sama þegar ég flutti í Borgarfjörð fyrir nokkrum árum. Dússabar er líklega lokaður yfir daginn en Olís og Hyrnan eru með enska í beinni í sér sölum. Meira að segja hægt að fá bjór á báðum stöðum held ég. En það er oftast barátta milli Man U og Liverpoolmanna upp á það hvor leikurinn er sýndur þannig að mæta snemma og tryggja sér TV-ið.

  36. Mín spá er
    1. Liverpool
    2. arsenal
    3. man u   mann ekki alveg hvað það heitir
    4. shitti eða cels
     
    hef þettta á tilfiningunni
     
     
     
     

  37. júhú.

    The Complete Record komin í hús. Vel sáttur með það, takk Mummi og Arngrímur.

    Ég er ekki mikill spámaður og treysti mér ekki til að raða öllum liðum í sæti með stigafjölda. En ég vil spá Liverpool 3 sætinu eftir baráttu um 4 sætið. Vil ekki fyrir nokkurn mun nefna þau lið sem trúlega verða fyrir ofan. Þau koma frá einhverju smáþorpi ekki langt frá Liverpool.

  38. ok takk ívar.. reyndar á united ekki leik fyrr en á sunnudaginn þannig að það hlítur að vera klárt að liverpool se syndur á þessum stöðum
     

  39. Þetta verður svaðaleg barátta í vetur en miðað við að við erum komnir með klassa vinstri bakk og frekari styrking í vörnina jafnvel á leiðinni þá sé ég ekki af hverju við getum ekki tekið dolluna!  Ég myndi ekki telja möguleika á þessu nema að liðið hefur verið bætt stórkostlega og Dalglish er snillingur.  Þetta verður fyrsta heila season hans með liðið síðan 1990 og hann virðist núna nánast vera búinn að setja saman nýtt lið, sem er liðið hans.  3-4 sæti væri alveg ásættanlegur árangur en það er eitthvað sem segir mér að við getum jafnvel tekið þetta.  Spá mín gengur útfrá að foringinn okkar nái sér í náranum og spili mótið af fullum krafti og annað hvort Agger verði heill eða að nýr topp miðvörður bætist við fyrir lok ágúst.  Ég held síðan að Man United verði ekki svona risháir í maí í vor eins og margir spá þeim.  Spilamennska þeirra í vetur var ekkert glansandi og þeir munu fá mun meiri samkeppni í ár og geta ekki leyft sér viðlíka frammistöðu í ár.  Ég er ekki að segja að þeir hafi verið lélegir í fyrra, en þeir voru oft ekki sannfærandi og það voru í raun Chelsea og Arsenal sem skitu í brækurnar og færðu Man United dolluna á silfurfati.
    1. Liverpool
    2. Chelsea
    3. Man United
    4. Arsenal
    5. Man City
    6. Tottenham
    7. Everton
    8. Aston Villa
    9. Sunderland
    10 Stoke

Liverpool að kaupa Enrique – Staðfest!

Sunderland á laugardag – mótið byrjar