Liverpool að kaupa Enrique – Staðfest!

The Guardian halda því fram að Liverpool og Newcastle hafi komist að samkomulagi um kaup á José Enrique fyrir um 6 milljónir punda. Talið er að hann fari í læknisskoðun á næstunni og væntanlega að félagaskiptin fari í gegn fyrir helgi.

Þetta er mjög got mál. Góðir vinstri bakverðir vaxa ekki beint á trjám og Enrique hefur staðið sig vel í enska boltanum, þannig að mér líst vel á þetta. Hann er klárlega betri kostur en Robinson og Aurelio.

Uppfært (Maggi)

Liverpool búið að staðfesta fréttina , stefnir í að við fáum nýjan vinstri bakvörð fyrir helgi!

66 Comments

  1. Þetta er flott.. þá vantar bara einn miðvörð er þá erum við tilbúnir í baráttuna um 4 sætið… koma svo einn miðvörð.

  2. Hvað vantar þá í liðið svo að það sé orðið samkeppnishæft til að gera athlögu að titlinum

  3. Ef þessi tölfræði er rétt þá held ég að við séum í góðum málum með vinstri bakvörðinn.

    Fouls conceded : Evra 43 – Enrique 15 – Baines 32 – Clichy 33 – Cole 29.

    Accurate crosses – Evra 17 – Enrique 31 – Baines 100 – Clichy 15 – Cole 20 |

    Tackle success – Evra 76% – Enrique 84% – Baines 74% – Clichy 81% – Cole 61%

    Succesful Dribbling last season – Evra 26 – Enrique 65 – Baines 26 – Clichy 21 – Cole 17

    1 on 1, Enrique’s very hard to beat. Happened only 9 times last season, compared to A. Cole (38), Clichy (26), Baines (24), Evra (23).

    Ég tek það fram að þessi tölfræði er bara það sem ég las og veit ekkert hvaðan hún kemur.

  4. Glæsilegt. Þá finnst mér bara vanta 2-3 púsl til þess að vera fullkomlega samkeppnishæfir til þess að berjast við Man Utd.

    Klassa Miðvörð

    Klassa Hægri vængmann

    3 senterinn í stað Ngog, einhvern töluvert betri.

    Kannski smá séns á að við fáum miðvörðinn í þessum glugga, reikna samt ekki með því.

    Svo þurfa menn bara að klára púslið í januar eða næsta sumar, komast í 4 sætið í vetur er aðalatriðið og kaupa þá þessi púsl sem vantar inní ekki seinna en næsta sumar og þá fer dæmið fyrst að verða fyrir alvöru skemmtilegt.            

  5. Frábært að krækja í þennan leikmann. Þessi staða hefur verið til vandræða síðan við seldum John Arne til Roma.
    Núna eigum við bara eftir að krækja í miðvörð og þá erum við klárir í slaginn.

    Verðum samt að selja Aquilani/Meireles, Poulsen, Insúa og jafnvel Maxi áður en glugganum verður lokað.

  6. Líst mjög vel á Enrique og ef þessi tölfræði að ofan er rétt þá er þetta besti vinstri bakvörður á Englandi í dag, ekki spurning. 

    Er þó á því að okkur vantar enn leiðtoga í vörnina, hvort sem það sé Cahill, Subotic eða Dann það veit ég ekki. Einnig vantar LFC grátlega hægri kantmann sem getur tekið leikmenn á og búið til svipaða hættu hægra megin og Downing gerir vinstra megin. Einnig þyrfti einn sóknarmaður að koma í hópinn sem væri betri en Ngog. Þarf ekki að vera dýr. Hernandez kostaði 6 og Odemwingie kostaði 2 að mig minnir. Það hlýtur að vera einhver sóknargullmoli þarna úti sem ekki kostar hönd og fót en getur dregið LFC upp á næsta plan.

    Við þessu kaup mætti þá selja Kyrgiakos, Aurelio (ef Insua er með samning), Poulsen, N´gog, J.Cole, Spearing (ótrúlega ofmetinn leikmaður) og El Zhar. 

    Ef til að mynda Cahill, Enrique, Vargas og Hernandez/Odemwingie sóknarmannatýpa ganga til liðs við Liverpool þá erum við alveg samkeppnishæfir um titilinn. En ég efa að þetta gerist þetta sumarið fyrir utan auðvitað Enrique. Finnst líklegra að FSG bíði með að fullkomna hópinn þangað til sumarið 2012.  Held samt að það sé mikilvægt að fá einn miðvörð í hópinn fyrir lok gluggans og það kemur mér á óvart að það hafi ekki verið gert miðað við hvað mikil áhersla var sett á að fá Jones snemma í sumar. 

  7. Krulli 7 … Maður var nú alveg búin að fá nóg af Riise frekar löngu áður en hann fór, váá hvað ég hataði að hann skaut á markið í 90% tilfella þegar hann fékk boltann sama hvar hann var og yfirleitt endði boltinn lengst uppí rjáfri eða í innkasti.

    Loftur 8 .. Eins og ég var að segja er kannski séns á miðverði fyrir lok gluggans þótt ég reikni ekki með því en þú segir það sama og ég, miðvörð, hægri væng og senter TAKK   

      

  8. Gott mál ef við faum Enrique, en ég er samt á því að hann eigi eftir að vera í harðri baráttu um sæti í liðinu….sem er hið besta mál…

  9. Gott mál og kominn tími til. Þótt við séum með þessu búnir að fylla í flestar veikustu stöðurnar þá verðum við að muna að það tekur tíma fyrir góða leikmenn að ná saman og komast inn í og fúnkera í kerfinu sem Dalglish setur upp. Þess vegna verðum við ekki í toppslag í vetur, 4. sætið er enn markmiðið og það líka jafnvel þótt það komi haffsent í hópinn. Það er þó mikilvægt að þurfa ekki að gera miklar breytingar á hópnum sumarið 2012 ef berjast á um titilinn vorið 2013. 2 súper nöfn það sumarið + 2 sterkir og vonandi ekki meira en það. Styrkingin í ár hefur verið góð og rökrétt og færir okkur nokkur skref áfram.

  10. @7 Krulli<br>
    John Arne Riise var verulega fjarri því að vera mannsæmandi í LB – þessi staða var vandræðastaða meira að segja þegar hann var þarna að taka sín langskot af 35metrunum í 4:3 leikstöðu. Vá hvað maður gat bölvað þeim heimska leikmanni. Líklega þarf að kafa alla leið til <b>Stig Inge Björnebye</b> til að finna síðasta slarkfæra vinstri bakvörð Liverpool.  

    Vona svo sannarlega að við fáum loks gæði í þessa stöðu

  11. Glæsilegt! Hlakka til að sjá hann í okkar búning, klæðist honum klárlega betur en þessum fangabúning!

    Næst er að kaupa einn góðan 3 striker og halda inní leiktíðina með baráttuna í lagi!

    YNWA – King Kenny we trust! 

  12. Ég er að verða ánægður allavega, vona að við krækjum í einn miðvörð áður enn glugginn lokar, en efa að það sé að fara að gerast.

  13. Tek undir með Sigmari Þresti; Rise var þvílík pest í left bakkinum. Gjörsamlega steríll leikmaður, gat hvorki tekið menn á né krossað af viti og ég þori að hengja mig upp á það að hann var og er einn af þessum náttúrulega leiðinlegu karakterum 🙂 Hlakka til að sjá spanjólann spreyta sig…

  14. Við skulum ekki tapa okkur alveg: Ashley Cole er nær örugglega besti vinstri bakvörður deildarinnar, þótt tölfræðin hér að ofan sé mjög jákvæð fyrir Enrique. Cole, Evra og Baines eru allir súpergóðir að mínu mati en í Enrique erum við að eignast flinkan og flottan bakvörð sem hefur tekið miklum framförum frá því að hann var í fallliði Newcastle fyrir rúmum tveimur árum.

    Hann er fljótur, sterkur, leikinn og mjög góður spilari. Hann þekkir Andy Carroll vel, sem er stór plús, og virkar á mann eins og heilsteyptari útgáfa af Fabio Aurelio. Ég sé þá tvo fyrir mér sem vinstri bakverðina í vetur – Enrique fyrsti valkostur en Aurelio spilar einhverja leiki, á meðan Jack Robinson bíður í varaliðinu. Eftir ár, þegar Robinson verður 18 ára, klárast samningur Aurelio og þá tekur Robinson við af honum sem annar tveggja bakvarða með Enrique.

    Frábær kaup. Mér líst mjög vel á þetta og miðað við spænskumælandi sveitina okkar held ég að hann smelli mjög vel inn í hópinn.

    Nú þurfum við bara blessaðan miðvörðinn… Scott Dann eða Gary Cahill? Það verður annar hvor þeirra.

  15. Til hvers að kaupa hægri kantmann þegar við eigum Henderson, Kuyt og svo einn efnilegasta ungling Englands, Sterling! Ég vil endilega leyfa þeim strák að koma oftar en ekki inn og spreyta sig! Hef fulla trú á stráknum! Veit að hann er ungur en um að gera að treysta á hann og gefa honum reynslu strax eins og Arsenal hefur gert með Wilshere og Aaron Ramsey. Og ekki hafa Flanagan eða Robinson brugðist okkur í þeim leikjum sem þeir hafa spilað!

  16. Já þetta er áhugaverð tölfræði sem kemur þarna fram. Það eru hins vegar margir aðrir þættir sem skapa góðan bakvörð, t.d. hversu góður dekkari hann er, hvort hann gefi slæmar sendingar inn á miðjuna þar sem boltinn tapast, hvernig hann fúnkerar í rangstöðutaktík, hvernig hann staðsetur sig og margt, margt fleira. Efast þó ekki um að Dalglish og félagar séu búnir að skoða hann vel. Allavega er þetta gjafprís og ekki mikil pressa á honum hvað það varðar. 

  17. velkominn Jose!

    nú vantar bara að stela Dunn undan Arsenal eða krækja í Cahill..
    enn hvernig er ástandið í Liverpool borg núna, verður leikurinn nokkuð aflýstur, er einhver með puttann á púlsinum?

  18. Dribbling þýðir knattrak. Sú tölfræði telur til hversu oft hann hefur farið sjálfur með boltann upp kantinn og sólað a.m.k. einn andstæðing í leiðinni.

  19. Djöfull er gaman að sjá að við erum hættir öllu drolli við svona félagaskipta-dæmi.
     
    Nú er bara tilkynning og leikmaðurinn hefur skrifað undir í lok dags! Ekkert speculation kjaftæði og bull í blöðunum endalaust!
     
    YNWA!

  20. Svo er bara að landa Gonzalo Higuaín og þá er þetta hið besta mál 🙂

  21. Poolarar ekki að slást um feitustu bitana á markaðnum svo sem í sumar með þeim Enrique, Henderson, Adam, Downing og Doni en vonandi næst að búa til góða liðsheild. Maður er þó hissa á því að sú staða sem er hvað mest áríðandi að fylla í (staða hafsents sem getur unnið skallabolta í vítateignum sem getur svo tekið við af Carra sem leiðandi afl aftast í vörninni) er enn ómönnuð. Það höfum við ekki átt síðan Hyypia fór. Ég neita að trúa því að maður þurfi að horfa upp á Skrtel, Kyrgiakos og Agger þarna eins og pat og mat eitt árið enn.

  22. Frábærar fréttir og frábær kaup. Commolli spilaði “biðleikinn” sem hefur svínvirkað að þessu sinni og landað okkur klassaleikmanni á hálfvirði. Virkilega vel að verki staðið og þolinmæði er greinilega dyggð.

    Núna er vinstri vængurinn okkar orðinn afar öflugur og manni finnst líklegt að Enrique og Downing ættu að geta náð vel saman þar sem að kostir þeirra eru mjög sambærilegir. T.d. er Downing mjög varnarlega meðvitaður og það er heppilegt til að fylla í skarðið þegar sókndjarfur bakvörður tekur sín hlaup. Einnig er Downing góður að keyra inn á miðjuna til að skapa pláss fyrir upphlaup hjá Enrique upp kantinn en sá síðarnefndi er einnig góður að keyra inn á miðjuna ef Downing er með tvöföldun á sér við hliðarlínuna. Sem sagt hið ágætasta hjónaband á pappír 🙂

    Hér er meira um statístík vinstri bakvarða hjá snillingunum á Anfield Index og Enrique heldur vel sínu í samanburði við þá bestu í deildinni:
    http://www.anfieldindex.com/2685/liverpool-fc-transfer-scouting-stats-left-backs.html

    Svo hefur MilanKakaBaros og ElPistolero gert marga samantektina enda höfum við verið svo lengi orðaðir við Enrique. Hér eru nokkrar ef þeim bestu:

    vs. Arsenal
    http://www.youtube.com/user/ElPistolero1982#p/a/u/1/unRUpU_ogHI

    vs. West Ham
    http://www.footylounge.com/films//milankakabaros/jose-enrique-v-west-ham-05-01-2011-video_ff49a0b72.html

    vs. Bolton
    http://www.footylounge.com/films//milankakabaros/jose-enrique-v-bolton-26-02-2011-video_525a64745.html

    vs. Blackburn
    http://www.youtube.com/watch?v=Zw3TLhhO7v8

    Hérna sjást ansi vel hans miklu kostir og stöku gallar líka. Kostirnir eru vel þekktir en ég held að í betra liði en Newcastle þá muni gallarnir mjög svo minnka en þeir eru helst þeir að ofspila sig stundum í vandræði á eigin vallarhelming og full mikil sókndirfska á köflum. Hjá LFC eru á allir á þeirri bylgjulengd að spila boltanum úr vandræðum þrátt fyrir pressu og það hentar Enrique vel og varnarlínan ásamt hjálparvörn frá Lucas á miðjunni er mun betri en hjá NUFC. Þannig að ég hef litlar áhyggjur af göllum hans og tel mikið potential í að hann bæti sig og verði vinstri bakvörður nr.1 hjá LFC & spænska landsliðinu.

    Nú er bara spurning hvort að Commolli sé ekki bara með svipaða taktík varðandi Dann (fjárhagsvandræði Birmingham) og/eða Cahill (1 ár e. af díl) en þar eru knýjandi aðstæður sem vinna með verðlækkun fyrir LFC. Svo er ég viss um að einhver back-up strækerinn er bara í biðstöðu að bíða eftir að Ngog finni sér einhvern til að borga launin hans. Mónakó-maðurinn austræni er ansi líklegur í það hlutverk enda væri hann farinn annað nú þegar ef ekki kæmi fyrir hans löngun til að koma til LFC.

    En skál í Rioja Liverpool-rauðu fyrir nýja Spanjólanum okkar (Reina hlýtur að vera sáttur við að fá félaga í Tapas-matarklúbbinn). Salud!

  23. Adam við skulum halda okkur rólegum, ég hef full trú á því að það er verið að vinna í þeim málum 😉 Ég hef trú á því að þeim málum verði reddað.
     
    Annars er þetta erfið staða sem LFC er í varðandi hafsenta mál. Carra er fastur maður þarna og þannig er það bara svo er Agger solid ef hann helst heill, Skrtel er mikils metinn á Melwood og þá er ósköp erfitt að sannfæra hafsent að koma til liðsins eins og staðan er í dag. Ég gæti jafnvel trúað að það verði slegið á frest að kaupa hafsent þar til næsta sumar ef Agger helst heill út Ágúst.

  24. Hvernig erum við að sjá fyrir okkur sterkasta liðinu okkar eftir þessi kaup og allir heilir ??

    Reina
    GJ-Carra-Agger-Enrique
    Lucas-Gerrard
    Suarez-Aqua-Downing
    Carrol

    Bekkurinn og utan hóps: Doni – Kuyt-Meireles-Adam-Henderson-Skretl-Kelly-Cole-Aurelio -Maxi

    Væri til í að sjá okkar menn kaupa Cahill í hafsentinn !! Þá erum við komnir með helvíti flott lið að mínu mati !

  25. Allir nýju leikmennirnir eiga það eitt sameiginlegt að þeir hafa reynslu af deildinni. Sem er mjög jákvætt í skjóli þess að þeir þurfa þá minni tíma til að aðlagast.

  26. 31 Carra er fastur maður þarna eru það lög að carra sé inná hann er nú ekki það góður að hann geti labbað inná í hverjum leik.

  27. Glæsileg kaup! En með Cahill, ef hann myndi koma haldiði að hann myndi fara inn í liðið á kostnað Carra eða Agger?

  28. Talandi um vinstri bakverði þá finnst mér sumir (#7, #15, #18) full harðir í sínum palladómum á John Arne Riise okkar. Þó að hann hafi elst illa í nútíma knattspyrnu þar sem hraði & tækni hjá sóknarbakvörðum var meira í hávegum hafður þá var hann mjög flottur í okkar liði á sínum tíma. Kemur til okkar 2001 og á 7 tímabilum spilar hann 348 leiki & skorar 31 mark en það gerir að meðaltali 50 leiki á tímabili. 

    Hann var nokkuð hrár tæknilega en kraftmikill og var hin norska útgáfa af Roberto Carlos. En hann var líka mjög samviskusamur og seigur varnarlega og hélt góðri línu í vörninni. Þrumuskotin hans voru svo alger bónus og aldrei var hann meiddur og hljóp stanslaust allan leikinn (svona á sínum hraða). Drengurinn skoraði eitt flottasta mark í sögu LFC & PL sem frægir söngvar hafa verið sungnir um og átti líka fyrirgjöfina á ennið á Gerrard í Istanbul þannig að mér finnst að menn ættu heldur að tala af meiri virðingu um herra Riise frekar en að níða af honum takkaskóinn. Framþróun fótboltans hefur kannski ekki farið mjúkum höndum um norska nátttröllið en á hápunkti síns ferils hjá okkur þá var hann einn af bestu vinstri bakvörðum í bransanum.

    Ég kýs í það minnsta að muna eftir honum fyrir allt það sem hann gerði flott fyrir okkur í staðinn fyrir að halda í minninguna um þetta slysalega sjálfsmark þegar var farið að halla undan fæti.

    Horfið á þetta og segið mér að það snerti ekki streng í Liverpool-hjartanu 🙂 Ég var einmitt með púlurum í stúkunni á Highbury þegar hann skoraði í 1-1 jafntefli í janúar 2002 (eftir 0:45 mín á vídjóinu).
    http://www.youtube.com/watch?v=8r1IhSl4d-g

  29. Lítur ekki allt út fyrir það að Arsenal kaupi Scott Dann?  Hvaða leikmann eigum við þá að kaupa?
     

  30. Ég vissi ekki að hann væri svona ruddalega fljótur að hlaupa þessi maður. Ætti að henta okkur mjög vel auk þess hversu góður varnarmaður hann er.

  31. Núna með Enrique í vörninni og þá er ég að hugsa um tæknilega getu manna, hvernig finnst ykkur þessi varnarlína hljóma:  Johnson – Kelly – Agger – Enrique
    Og þá er ég ekkert að setja Carra úr liðinu eða neitt, bara að spá í hvernig þessi vörn tækist á við það að spila boltanum ío stað þess að kíla hann fram.  

  32. 43#Sindri.

    5. As a youngster, Enrique had to choose between pursuing a livelihood in either sprinting or football having been a member of Valencia’s Benimaclet running club. Suffice to say, speed is one of his main attributes as a full-back.

    Við erum að auka hraðann í liðinu mikið með þessum kaupum og það verður án efa skemmtilegt að sjá hann og Downing saman á vinstri kantinum.

  33. @ Sindri R (#43)

    Akkúrat, hörkusprettur í El Toro eins og hann er kallaður. Samkvæmt einn af 10 facts á official síðunni var hann víst hlaupagikkur í æsku:

    5. As a youngster, Enrique had to choose between pursuing a livelihood in either sprinting or football having been a member of Valencia’s Benimaclet running club. Suffice to say, speed is one of his main attributes as a full-back.

    http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/jose-enrique-in-10-facts

  34. hehehehehe Hvor skuldar hvorum kók Ásmundur (#45)?? Ég ætti að skulda þér þar sem þú varst á undan. Væri fínt ef stjórnendur hentu þessari óþarfa tvítekningu út þannig að það bergmáli ekki hér á síðunni 🙂

  35.  
    Félagi minn var að segja mér að Liverpool hafi boðið í Gary Cahill 10 m + Ngog.
    Hafið þið heyrt eitthvað um það mál??

  36. RealMadrid # # received an offer from Liverpool for Gonzalo Higuain were € 25M were rejected

    veit ekki hvort það sé einhver fótur fyrir þessu

    væri ég til í það, fokk já

    hef sagt og mun alltaf segja að það þarf amk. 3 strikera til að vera eikkað að viti í ensku og já EGGNOGG er ekki klassa-striker

    Higuain já takk

  37. Newcastle menn brjálaðir yfir sölunni a Enrique..

    Tekið af facebbok síðu Newcastle manna.. 
     

    Hér er einn ekki sáttur
    jose, baught for 6.2 mil, played really well for the 2 seasons, then sold for 5.5 mil…………. WHAT THE FUCKI!!!!! is mike ashley really that retarded??? jose is in my eyes one of the best leftbacks in the country and is worth at least 15-20 mil

    Hér er annar

    he is worth mre but hes is his last year ov his contract soo best to cash in on him and have time to get his replacement  in. jose thought he was bigger than the club at times. we dont need players who dont wanna play for us

    Hér er svo þriðji. 

    Ashley Get Out Be For You Completely Ruin This Great Football Club I Love!!!

  38. Þetta er maður sem ég er til í að fá til okkar og ef hann kemur þá erum við komnir með flottustu framlínuna í deildinni

  39. Player of the Year : S’land: Henderson. – B’pool: Adam. – Newcastle: Enrique – A.Villa: Downing. All now LFC players.

  40. JESS!! Gríðalega sáttur með þessi kaup, staða sem er búin að vera til vandræða for ever! Þá að mínu mati er næst að kaupa miðvörð og svo ef við erum í stuði 3 striker.
    En svona tel ég sterkasta liðið okkar vera ef allir eru heilir:

    Bekkur: Doni, Aurelio, Skrtel, Kuyt, Henderson, Aquilani og Meireles.

    Loksins erum við komnir með sterkann hóp og sterkann bekk!

    COME ON U REDS! 

  41. @ Jón M (#48)

    Hefur verið í umræðunni og meikar mikinn sens að bítta á Ngog og öðrum plús monninga fyrir Cahill. Helstu vandkvæði í því eru hin háu laun hjá Ngog (um 40 þús.pund) en Sunderland og aðrir hafa ekki verið til í að samþykkja þannig launakröfur. En áhuginn virðist vera til staðar hjá Bolton og Ngog er líklega til í að spila reglulega fyrir þá.

    Cahill er flóknara mál enda ekki á hreinu hvað hann vill gera sjálfur. Verið rætt um að hann kjósi helst lið í CL og nokkuð veglegan launapakka og þá er Arsenal lógískur valkostur enda öllum augljóst að þeir þurfa öflugan miðvörð og nægur er peningurinn eftir söluna á Cesc. En Wenger þolir ekki þess háttar common sense og spurning hvort hann vilji nokkuð leikmenn nema þeir séu franskir, ódýrir og á grunnskólaaldri.
    http://www.youtube.com/watch?v=hDBLSUKJiDY

    Commolli er örugglega til í að borga yfir tug milljóna ásamt launapakkanum fyrir Cahill en ég held að Kenny vilji einnig sjá að leikmaðurinn sjálfur sýni sterkan vilja til að spila fyrir LFC umfram önnur lið. Ef að Cahill hefur þann vilja þá ætti þetta alveg að ganga en það kemur bara í ljós.

    En Owen Coyle virðist eitthvað vera orðinn stressaður yfir þessu máli:

    Coyle said he was also surprised that no offer had made for defender Gary Cahill, although with Arsenal linked to the England centre-back, that may now change if Cesc Fabregas and Samir Nasri leave the Gunners.
    “I am surprised there has been no firm offer,” added Coyle. “Teams have had six or seven weeks already.
    “I totally understand if they have made offers and talks are progressing, but why leave it until the last minute?”

    http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/14490559.stm

    Hann langar örugglega að fara eyða pening af sölunni í aðrar styrkingar þar sem brottför Cahill hefur verið í spilunum í dálítinn tíma og svo missti hann tvo leikmenn í fótbrot á einni viku. Bjóst örugglega við því að eftirspurnin væri það mikil að e-r væri búinn að borga uppsett verð í klásúlunni (um 17 millur) en áhugasöm lið virðast vera að svínbeygja Bolton í vitneskjunni um að einungis 1 ár er eftir af hans samning og skuldahala Bolton. Coyle er því að lenda á milli sama steins og sömu sleggju sem NUFC lenti í varðandi Enrique. En hvort að það verði Commolli verði sá sem sveifli sleggjunni er svo stóra spurningin.

    Þeir sem vilja sjá Cahill í aksjón:

    vs. Arsenal
    http://www.youtube.com/user/Rednigerian#p/a/u/0/qFJBBNDtaN4

    vs. Manchester United
    http://www.youtube.com/user/ElPistolero1982#p/a/u/0/TBhl_LhnfXg

    vs. Aston Villa
    http://www.youtube.com/user/ElPistolero1982#p/a/u/2/FtQ4ctPQtcc

  42. Það magnaða við þessa uppstillingu hjá ÓlaPrik, sem mér líst ágætlega á, er að frá því sem var um áramótin þá eru komnir inn 5 nýjir leikmenn inní okkar sterkasta byrjunarlið.

  43. Einar Örn, ef við tökum svo meðsli Gerrard, Aggers og Johnsons með í reikninginn þá voru í raun bara Reina, Carra og Lucas í Liverpool liðinu af einhverju viti.

    Það má því næstum því segja að við séum komnir með 8 “nýja” byrjunarliðsmenn fyrir utan Henderson, Aqualani  og Doni nýja á bekkinn.

    Rosalega líst mér vel á framtíðina, vona bara að maður verði ekki fyrir vonbrigðum með frammistöðuna.
    Komið nóg af vonbrigðum…

      

  44. Óli Prik #53 – hvar getur maður stillt upp svona tactic og save-að sem mynd ? 🙂

  45. Einar #55

    Fimm nýjir leikmenn inn í byrjunarliðið, og fjórir þeirra örfættir…..

  46. Á meðan Agger helst heill þá er augljóst að okkar veikasta staða er hægri bakvörður. Helst vil ég alls ekki sjá Glen Johnson spila bakvörð. Myndi alltaf setja Martin Kelly sem fyrsta mann þar og setja Johnson á kantinn. og Ef Liverpool stillir þannig upp þá hefur hægri bakvarðarstaðan og hægri kantstaða verið leyst. En miðað við vinstri kantinn núna og vinstri fætur almennt, þá erum við að fara að sjá flotta knattspyrnu vinstra megin. Með kalla eins og Aurelio http://www.youtube.com/watch?v=wS_-lMQQTrk, Enrique http://www.youtube.com/watch?v=MN_qX_OeZ18&feature=related, Downing http://www.youtube.com/watch?v=RN-GIZvKMPM, Adam http://www.youtube.com/watch?v=s9PLoJO5ZOQ, Carroll http://www.youtube.com/watch?v=26LGaxPD4L4&feature=related, Agger http://www.youtube.com/watch?v=RKqzBt1wR-oþá sýnist mér við vera með ansi öfluga vinstri fætur í vetur.

  47. Haukur, Aurelio var að standa sig mjög vel á móti Valencia og það sem meira er, hann var að vinna mjög vel með Downing. En þar sem hann er aldrei meira en 20 leikja maður þá hefur alltaf verið nauðsynlegt að vera með alöru mann í þessari stöðu. og Nautið er alvöru.

  48. Lið sem heldur bolta og er vel spilandi þarf ekki holding midfielder. Ég held að Kuyt og Lucas ættu að gegna dáldið sama hlutverki í vetur, þ.e.a.s. að spila leikina við stærri liðin. Einsog sést hjá Barca þá þurfa þeir engan Mascha. Kuyt og Lucas eiga bestu leikina við stærri liðin þegar þarf að verjast vel en ég vil sjá Aquilani á miðjunni fyrir Lucas á móti liðum sem við þurfum að sækja, Liðið sem við höfum átt í vandræðum með síðust tímabil. 

    Þurfum ekki varnarmann á miðjuna sem er verri í löppunum ef við erum liðið sem sér um tempo og er betra liðið í leiknum. Liðið með boltann verst ekki á meðann, og ef við erum mikið með boltann þá þurfum við ekki Lucas og Kuyt. 

    Liðið (-vörnin+markm.) vs. City, Manu, Spurs, Arsenal og Chelsea:

    — Lucas – Adam —
    Kuyt – Gerrard – Downing
    ——— Suarez ———-

    Liðið vs. rest

    — Gerrard – Adam —-
    Downing – Aquilani – Suarez
    ——– Carroll ——-
     

  49. Mjög ánægður með að leit liðsins að vinstri bakverði sé loksins að ljúka og ég er mjög ánægður með útkomuna. Flottur leikmaður, stöðugur og hefur upp á mikið að bjóða varnar- og sóknarlega. Góður díll, lítill peningur fyrir góðan leikmann.

    Ég verð samt að viðurkenna það að ég vildi nokkra frekar en hann, ég er þó mjög ánægður með kaup liðsins á honum og hlakka til að sjá hvernig honum mun vegna í okkar röðum.

    Erum komnir með flott balance af örvfættum og réttfættum leikmönnum í liðinu svo maður fari nú ekki að tala um hraðan á vinstri kantinum ef þeir Enrique og Downing spila þar saman. Tveir fljótustu leikmenn liðsins á sömu hlið vallarins, ættu nú eflaust eftir að geta látið varnarmenn mótherjana finna fyrir því.

    Ég hlakka til að sjá hann í Arsenal-leiknum þar sem ég held hann hafi ekki komið nógu snemma til að spila gegn Sunderland. Vonandi verðum við komnir með Cahill eða Dann í lið okkar líka fyrir Arsenal leikinn. 

  50. Síðan er líka hagstætt fyrir fantasy spilara þar sem hann kostar aðeins 5 millur 🙂

Spá Kop.is – hluti 1

Spá Kop.is – hluti 2