Þrjár góðar vefsíður

Það styttist í að tímabilið hefjist og í mesta spenningnum er alltaf gott að fá eitthvað skemmtilegt að lesa um Liverpool og enska boltann. Hér eru þrjár vefsíður sem eru frekar nýlegar og ég mæli með að menn tékki á:

Nr7.is er íslenskt vefrit um enska boltann byggt á tölfræði og umfjöllun. Strákarnir sem standa að þessu ætla sér að fjalla um Úrvalsdeildina og Championship-deildina í vetur og eru þegar komnir á fullt í að hita upp fyrir öll liðin í Úrvalsdeildinni. Ég mæli með að menn skoði þetta og setji í áskrift hjá sér fyrir veturinn. Ég vona að þessi síða haldi áfram jafn vel og hún byrjar.

Rauði Herinn er bloggsíða Ólafs Hauks, mikils Púllara sem tekur virkan þátt í umræðum hér og skrifar stöku pistil inn á Liverpool.is. Óli er flinkur á lyklaborðinu og ég hef haft gaman af því að lesa pistlana hans. Ég mæli með að Púllarar tékki á þessari síðu sem hefur að geyma pistlana hans.

The Anfield Wrap er stórt og nýtt vefrit sem sett var í loftið sl. mánudag. Síðuna reka grjótharðir Púllarar frá borginni, þetta er mjög lókal og auk þess að vera með góðan Podcast-þátt skrifa þarna inn greinar margir af virtustu og þekktustu LFC-tengdu blaðamönnum Englands. Ef ykkur finnst gaman að lesa Kop.is hlýtur þessi síða að vera í skylduáskrift.

Þrjár góðar sem ættu að stytta mönnum stundirnar fram að helginni. Við verðum svo á fullu hér alla vikuna fram að fyrsta leik. Í kvöld kemur fjórði þáttur Kop.is Podcastsins, á morgun ætlum við svo að birta spá okkar fyrir Úrvalsdeildina þetta árið og svo verður upphitun fyrir stóru stundina að sjálfsögðu á sínum stað á föstudag. Þetta er allt að bresta á! 🙂

21 Comments

  1. Er þetta að verða einhver auglýsingasíða ???  Hvaða rugl er í gangi fá bara upphitunn strax þá er hægt að byrja þennan helvítis leik !!

  2. Er þetta að verða einhver auglýsingasíða ???  Hvaða rugl er í gangi fá bara upphitunn strax þá er hægt að byrja þennan helvítis leik !!

    Er ekki allt í lagi með þig? Ég fann þrjár góðar vefsíður og er að láta aðra Púllara vita af þeim því þeir gætu örugglega haft gaman af þeim. Það er engin þörf á svona dónaskap þótt það séu ekki risafréttir eða risapistlar hér inni á hverjum degi.

  3. Flott Kristján Atli. Bíð spenntur eftir PodCastinu í kvöld ;  )

    Hér er annars viðtal við Kónginn:

    http://www.skysports.com/video/inline/0,,20699_7090017,00.html

    Hér er verið að tala um að Suarez er vinsælasti maðurinn í Fantazy Football í dag ! (nema hvað )

    http://www.skysports.com/story/0,,11662_7088489,00.html

    og svo fyrir þá fáu sem vita það ekki þá er hér frábært Liverpool spjall á LFCTV þar sem er verið að ræða um öll heitustu málin er viðkoma Liverpool í dag:

    http://forums.liverpoolfc.tv/forumdisplay.php?f=8

     

  4. Sælir félagar
     
    Glæsilegt, takk fyrir kærlega.
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA

  5. Ég vona að frammistaða Henderson með Liverpool í vetur verði betri en nafni hans hérna á kop.is er að sýna…

  6. Takk fyrir þetta Kristján Atli, þessar fara í beint í bookmarks.

  7. Jæja takk þá, og takk fyrir frábæra síðu.. Maður er bara oorðinn spenntur.
    Sorry !

  8. http://www.theanfieldwrap.com/2011/08/why-aquilani-the-artist-makes-a-mockery-of-our-memories/
    “Our minds, as fans, crave only beauty, and elegance, and ingenuity. Our hearts, our souls, want nothing but the dark arts. We will tolerate an artist, as long as, when he is not at his easel, he gets stuck in.

    We want warrior-poets. In that order. That is why Aquilani will be hounded from the Premier League, caricatured as a failure. Because he is too much poet, too little warrior.”
    Gæti ekki orðað þetta betur. “Too little warrior – Too much poet.
    Ljóðskáld í líkama fótboltamanns.
    Frábærlega skrifaðar greinar á þessari síðu.

     

  9. Ég vil bara byrja á að þakka hlý og góð orð í minn garð Kristján og þessa líka frábæru auglýsingu fyrir bloggið mitt. Í dag hefur aðsóknarmetið, sem ég var bara nokkuð sáttur með, næstum því tvöfaldast. Takk allir fyrir að hafa gefið sér tíma til að kíkja á síðuna og lesa röflið í mér 🙂

    Annars þá eru hinar tvær síðurnar alveg magnaðar. TAW lofar mjög góðu og er þetta eitthvað sem bara gæti ekki klikkað með allar þessar kanónur í hópnum hjá þeim. Sömuleiðis þá líst mér mjög vel á síðuna hjá strákunum í nr.7 og hlakka mikið til að fylgjast með henni í vetur.

    En ég þakka bara enn og aftur fyrir mig! 

  10. Ég þakka kærlega fyrir þessa auglýsingu, ég er reyndar ekki með nýjustu aðsóknartölur en ég efa það ekki að einhverskonar met hafi verið slegið. Við ætlum að reyna að halda dampi í vetur og vonum einnig að fólk geti nýtt sér gagnagrunninn sem fylgir síðunni til þess að ná sér í upplýsingar t.d. þegar sigra þarf rökræður eða hitta á 13 rétta á Lengjunni. Að lokum vil ég þakka ykkur fyrir þessa síðu en þið hafið rutt brautina fyrir svona bloggsíður og eigið heiður skilinn, sérstaklega fyrir hvað umfjöllunin ykkar er vönduð. 

  11. Ansi góð síða hjá Óla Hauk gamla hornamanninum. Maður á eftir að detta á hana í framtíðinni, klárt mál

  12. Flottar ábendingar strákar og þakka ég fyrir þær… ekki það að ég hafi haft gott af fleiri fótboltasíðum sem festa mig á netinu.
    Dagur Funi #11 flott video og þessi strákur kann svo sannarlega að leika sæer með bolta, sérstaklega flott þar sem plássið er ekkert…. greinilega ekki liverpool maður sem skrifar síðasta kommentið þarna

  13. Maður mun hafa nóg að lesa um enska boltan og Liverpool í vetur.Ég fer nú jafnt inná þessa síðu og Liverpool.is báðar góðar síður

Liverpool: The Complete Record

Kop.is Podcast #4