Kop.is Podcast #4

Hér er þáttur númer fjögur af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 4.þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Einar Örn, Babú og Maggi.

Í þessum þætti ræddum við meðal annars æfingaleiki sumarsins, mögulegar leikmannasölur og -kaup í ágúst og meiðslavandræði liðsins auk þess sem við spáðum í spilin fyrir fyrstu umferð Úrvalsdeildarinnar um helgina og skoðuðum helstu keppinauta Liverpool í vetur.

Næsti þáttur verður svo í byrjun september, eftir að félagaskiptaglugginn lokar.

57 Comments

 1. Búinn að bíða eftir þessu, búinn að hlusta lygilega oft á hin þrjú podcast-in ykkar í vinnunni svo það er alveg kominn tími til að endurnýja á playlistanum! Get ekki beðið eftir að hlusta á þetta á morgun.

  Enn og aftur, frábært framtak strákar! 

 2. Eins og sungið er um í laginu þá eruð þið gull af mönnum, það er skemmtilegt að lesa pistlana hér en ennþá skemmtilegra að hlusta á ykkur 😉

 3. Hrikalega skemmtilegt podcast, beið alveg spenntur í dag eftir þessu og búin að skemmta mer vel núna í 90 mínútur eða hvað þetta var langt,  hefði viljað hafa Steina samt með líka, alltaf gaman af því sem hann hefur að segja.

  Sammála með þessi 6 lið sem verða á toppnum. Liðin sem berjast svo um 7-10 sætið gætu orðið Aston Villa, Sunderland, Stoke, Bolton, Fulham þessvegna og vonandi ekki Everton, vill sjá þá i 18, 19 eða 20 sæti helst.

  Manni hlakkar hrikalega til Laugardagsins og ég var einmitt að ræða við félaga minn í kvöld í síma áður en ég fór að hlusta á Podcastið og sagði ég við hann að ég sæji svo sem ekkert því til fyrirstöðu að Suarez byrji á laugardaginn, hann tók einhverjar 2 vikur í frí og kemur í flottu standi til baka og nær að æfa í 5 daga með liðinu fyrir fyrsta leik og ég spái honum í liðinu fyrir Aftan Carroll eða á hægri kantinum og þá Kuyt fyrir aftan Carroll.   
    

 4. Skemmtilegt spjall, takk fyrir það.

  Mig langar líka að leggj inn mína spá fyrir næsta tímabil

  Deildin
  Manu
  Liverpool
  Chelsea
  Arsenal
  Mancity 

  Leikmaður tímabilsins
  Nemanja Vidic

  Markahæstur
  Robin Van Persie

  Leikmaður tímabilsins hjá Liverpool
  Luis Suarez

  Markahæstur hjá Liverpool
  Andy Carroll

  Takk fyrir frábæran þátt
   

 5. Flott podcast, takk fyrir það. Ég er persónulega ekki með neina spá um hver verður markahæstur í deildinni, en ég er búinn að halda því fram lengi að nái Suarez að spila allt tímabilið þá verði hann besti maður deildarinnar.

 6. Mér finnst þetta of kjánalegt til að getað hlustað, of vont!

 7. Takk fyrir þetta.

  Gunnar, það góða við svona podcast er að það neyðir þig enginn til að hlusta á það.  🙂

 8. Nei rétt er það Einar Örn. Ég fékk bara þessa tilfinningu að þið væruð svona uppí fílabeinsturni og tala saman og við hinir, sótsvartur almúginn, getum bara þakkað okkar sæla fyrir að fá þann heiður að hlusta á ykkur snillingana.

  Ég veit ekki hvort það sé stefnan ykkar að reyna setja ykkur svona á háan hest, og í raun stórefast ég um það, grunar að þetta sé gert ómeðvitað, en það breytir því ekki að þetta er tilfinningin sem ég fékk. Ég þarf ekki nokkra gæja sem vita ekkert meira en ég til að tala um liðið mitt fyrir mig…sérstaklega ekki þegar ég fæ þá tilfinningu að þeir þykjast betri en ég, meiri Liverpool menn og betur að sér í þeim fræðum.

  Ég skil að podcast-ið er næsta skref eftir vinsældir þessarar síðu, en mér finnst þetta bara hafa mistekist all hrappalega, það er svona “við erum aðal” hroki yfir þessu að mér finnst. 

  En ef aðrir hafa gaman að þessu þá bara fair enough, ég hef það ekki og mun ekki hlusta aftur. 

 9. Gunnar, þetta er kallað að þjást af minnimáttarkennd.

  Hvernig líður þér þegar þú hlustar á útvarp?

 10. Um hvað er Gunnar að tala ? Vá hvað sumir eiga erfitt, greyjið kallinn.

  Frábær þáttur þar sem málefni LFC eru rædd, heyri hvergi vott af hroka eða annað, einfaldlega verið að ræða hlutina. Skil ekki hvernig tröllið hér að ofan kemst að þessari skoðun, minnimáttarkennd.is

 11. Takk fyrir að kalla mig nöfnum Elías, mjög málefnanlegt. Einnig Kuytarinn fyrir að gefa mér þessa faglegu greiningu án þess þó að þekkja mig eitt né neitt, ertu læknismenntaður?  Trúi ekki öðru en að stjórnendur þessarar síðu eyði þessu út og minni á að persónulegar aðdróttanir eru ekki leyfðar. Ekki sjáiði þið mig drulla yfir ykkur fyrir að vera á annari skoðun en ég. 

  Ég sagði aðeins mína skoðun og útskýrði hana, sagði jafnframt að ef aðrir hefðu gaman af þessu þá væri það bara flott mál. Afhverju þarf ég að fá skít yfir mig útaf því? 

 12. Hvaða nöfnum, sagði einfaldlega að þú værir haldin minnimáttarkennd og ættir erfitt vegna þess. Það er ekki vottur af hroka eða neinu sem bendir til þess að þeir séu að setja sig á háan hest – ekki frekar en aðrir útvarpsþættir er fjalla um íþróttir. Þetta er áhugamál hjá þeim, þetta er vinnsælasta bloggsíða á íslandi og áhangendur hennar eru yfir höfuð mjög ánægðir með þessa þætti. Hvernig þú kemst að þeirri niðurstöðu að þeir haldi að þeir séu okkur “æðri” er mér hulin ráðgáta – svo segir þú að þetta sé þín tilfinning = minnimáttarkennd. Legg til að þú flettir því orði upp í orðabók, þarf enga læknismenntaða menn til að sjá það, án þess að égviti nokkuð um menntun eða bakgrunn Kuytarans.

  Og hversvegna ætti að eyða mínum ummælum út ? Ég er hvorki dónalegur (þó ég hafi stundum fallið í þá gildru í mínum skrifum) né ókurteis í mínum skrifum – finnst bara leiðinlegt að lesa svona gagnrýni á gott framtak og enn leiðinlegra að sjá einhvern þarna úti sem er haldinn svona gríðarlegri minnimáttarkennd, getur ekki verið góð tilfinning.

 13. Gunnar, þú virðist með skrifum þínum vera setja þig á háan hest. Þú ert að fá skít á þig af því að þú varst að senda skít frá þér. Ef þú fattar ekki að þú varst dónalegur þá ert þú alveg gríðarlega heimskur.

 14. Sælir félagar
   
  Takk fyrir skemmtilegt spjall sem að mínu viti snerist um hvað ykkur finnst um liðið, einstaka leikmenn og þær væntingar sem ÞIÐ hafið til komandi leiktíðar.
   
  Hvað sem öðrum finnst (hroki á háum hesti?) er í besta falli sérkennilegt.  Gott spjall manna sem hafa áhuga á liðinu okkar og enska boltanum yfirleitt er einfaldlega bara gott spjall án þess að vera nokkuð að hreykja sér eða hefja sig yfir aðra.
   
  Það ernú þannig.
   
  YNWA

 15. Gunnar hefur að sjálfsögðu rétt á sinni skoðun en ég er að sjálfsögðu algerlega ósammála henni. En það er þannig og hefur alltaf verið þannig að fjölmiðlamenn geta aldrei gert öllum til geðs.  Meira að segja þegar Hemmi Gunn var á toppnum með þáttinn ,,Á tali” á RÚV, þá voru einstaklingar sem þoldu hann ekki.  Sjáið bara íþróttafréttamennina okkar, enginn þar sem allir fíla.  Meira að segja Bjarni Fel í den átti sína hörðu gagnrýnendur. 
  Svona Podcast er ekkert annað en útvarpsþáttur og þið gerið þetta stórvel drengir! Mér fannst þið alls ekki tala niður til hlustenda og það er virkilega gaman að hlusta á ykkur.  En gerið ykkur grein fyrir einu, alveg sama hvað þið gerið vel þá munuð þið alltaf heyra einhverjar neikvæðar raddir.  Látið það ekki á ykkur fá og haldið áfram á sömu braut!  Hvað varðar Gunnar, þá hefur hann rétt á að fíla þetta ekki og óþarfi að gera of mikið úr því. 
  Ræðum frekar innihald þáttarins en óánægju Gunnars.  Það er miklu skemmtilegra:)

 16. snildar þáttur og vel gerður vona að þið verðið með gesti í vetur og óska ég þess að fyrsti gestur heiti Gunnar Á Baldvinson hann er svo klár

 17. Flottur þáttur hjá ykkur strákar. Skemmtileg viðbót við góða síðu.
  Verið ekki að æsa ykkur yfir þessum skrifum frá Gunnari Á. Þetta getur ekki verið annað en grín,, einhver Scum-ari að æsa ykkur upp,, það er enginn svona illa þjakaður að geta ekki hlustað á umræður um liðið sitt án þess að halda að verið sé að tala niður til sín.
  Bíð spenntur eftir næsta pod-cast.

 18. Ég verð að hrósa ykkur fyrir þetta framtak! Það er bara gaman að hlusta á svona samræður (verst hvað manni langar stundum hrikalega til að leggja orð í belg 😉 

  En að hugsanlegum kaupum á varnarmönnum er Stoke að undirbúa einhverja sölu *Shawcross*?? Þeir eru búnir að semja við Woodgate og svo núna Upson. ja maður pælir 😉

  Annars er hrikalega gaman að þetta sé að hefjast. 

 19. Mjög ánægður með þetta framlag. Þessi þáttur er það besta sem ég hef hlustað á í íslensku útvarpi síðan að Tvíhöfði var í loftinu.

 20. Þetta Podcast má alls ekki hætta, væri meira til í þetta einu sinni í viku og þá jafnvel einhverjir skemmtilegir pennar hérna inná síðunni sem yrðu valdir annaðslagið til þess að vera með í umræðunni.

  Ég sé ekkert nema gaman við það að hlusta á þetta og koma svo hérna inná síðuna og tjá mínar skoðanir um það sem ég er sammála og svo það sem ég er ekki sammála í umræðunni.

  Ég er bara pínu reiður að lesa svona ummæli eins og eftir Gunnar þar sem hann skítur yfir þetta frábæra framtak sem menn gera fyrir okkur hina fyrir heilar 0 krónur á kjaft.     

 21. Mér finnst Gunnar vera á fullkomnum villigötum með gagnrýni sína. Umræða þeirra félaga er alveg sérstaklega málefnaleg og vitræn þótt ekki leyni sér að þeir eru Púiarar. Nema hvað? Er það allt í einu orðinn einhver fílabeinsturn að styðja liðið sitt?

  Menn eins og Gunnar geta vitanlega hafa sína skoðun en það er engu að síður dapurlegt að kunna ekki að halda kjafti þegar við á. Gunnar hefur algjörlega frjálst val um hvort hann hlustar á podkastið eða les síðuna. Samt finnst honum hæfa að hrauna yfir frábært framtak og þann metnað sem einkennir þá sem halda utan um þessa síðu til gleði, fróðleiks og dægrastyttingar okkur hinum. Já, okkur að kostnaðar- og skulbindingarlausu nema að lágmarks kurteisi er krafist.

  EN ég ætla ekki að láta svartagallsrausara og hælbíta eins og Gunnar þennan skemma fyrir mér ánægjuna af skrifum þeirra félaga eða spjalli á podkastinu en þakka þess í stað kærlega fyrir mig. 

 22. Hef aðeins komist í að hlusta á fyrsta hálftímann af þætti 4 en það sem ég hef heyrt hingað til er stór fínt og ávalt jafn gaman að hlusta á þetta. Að skreppa í smá göngutúr í góðu veðri og hlusta á spjall um jafn skemmtilegt málefni og Liverpool er kallast jól fyrir mér.
  En eins og komið hefur fram þá ættu aðstandendur síðunar og podcastsins ekki að taka gagnrýnisröddum nærri sér þar sem það er nú þannig að ekki verður hægt að gera öllum til geðs. Við skulum einnig ekki gleyma okkur í að kalla Gunnar nöfnum heldur ræða okkar ástkæra fótboltalið. Hann hefur rétt á sinni skoðun þótt fæstir séu honum sammála.

  Hvað varðar sumarið og næsta leik þá held ég að við ættum ekki að spila Suarez strax. Hann er ný byrjaður að æfa og við eigum mun erfiðari leik gegn Arsenal eftir Sunderland leikinn og þar á hann að vera tilbúinn fyrir mína parta. Ég verð einnig að segja að ég væri til í að sjá Aquilani spila í holuni undir Carroll. Það yrði ágætis prófraun fyrir hann hvort hann sé virkilega tilbúinn fyrir ensku deildina eða hvort hann sé búinn að ákveða að halda á önnur mið.

  Ég held einnig að þessir æfingaleikir í sumar séu e-ð sem við ættum að taka voðalegalítið mark á. Valencia leikurinn er sá eini sem ég horfi á af einhver alvöru. Við sjáum lið eins og Barcelona tapa 3-1 fyrir mexíkósku liði en persónulega myndi ég ekki hafa áhyggjur af þeim fyrir veturinn.

  Nú er það bara að bíða eftir og vona að fyrsti leikur fari fram á laugardaginn! Spurning um að bjóðast til að aðstoða lögreglu í Liverpool með þeim skilyrðum að þeir borgi flugið og reddi miða leik Liverpool á laugardag.

 23.  
  Frábært framtak þessir þættir og gaman að hlusta á þetta.
  Hlakka mikið til að sjá leikinn á næstu heldi og ég held að Liverpool verði í 1-4 sæti næsta vor. Ég er sammála Birkir að ég vill sjá Aquilani spila í holunni undir Carroll og ég vona það svo sannarlega að Aquilani verði hjá okkur í vetur, ég hef mikla trú á þessum leikmanni.

 24. Efast stórlega um að einhver okkar hérna í turninum taki skoðanir Gunnars mjög nærri sér, hann hefur rétt á þeim og persónulega hafði ég það gaman af þeim að ég flissaði smá hérna í turninum. Gunnar ef þú ert ekki að “trolla” hérna inni væri flott ef þú skoðar aftur t.d. ummæli Nr.13 og staðfestir að þetta sé í alvörunni það sem þú vildir sagt hafa? 

  Gerir þér grein fyrir að podcast er ekki svo frábrugðið því að skrifa grein líkt og við höfum verið að gera í nokkur ár hérna inni. Fæ það út skv. þinni röksemdarfærslu að við séum að setja okkur á háan hest fyrir að viðra okkar skoðanir um Liverpool og núna gefa öðrum tækifæri til að hlusta á okkur spjalla um þetta með þessum hætti. Eru s.s. allir bloggarar og þeir fjölmörgu sem halda úti svona podcasti að setja sig á háan hest að þínu mati? 

  Eins ef við erum að gera þetta svona kjánalega væri fínt ef þú færir með þína öfund yfir á þína eigin vefsíðu og sendir okkur svo link á þitt eigið podcast, sem þá líklega yrði tekið upp á litlum hesti.  

 25. Hef reyndar ekki hlustað á þessa þætti en mér finnst virkilega metnaðarfullt hjá síðuhöldurum að halda þessu úti. Það er enginn neyddur til að koma á þessa síðu og hvað þá til að hlusta á þessa umræðuþætti þeirra félaga. Tal um fílabeinsturna, sótsvartan almúgann og annað óráðshjal þykir mér benda til vanmáttarkenndar af einhverju tagi hjá Gunnari.
  Gunnar, ef þú vilt ekki hlusta á þessar umræður þeirra félaga, af hverju ertu þá að koma á þessa síðu og lesa skoðanir þeirra? Skoðanir þeirra og pælingar á rituðu máli hljóta að endurspeglast í þeirra töluðu máli líka. Það hlýtur þá að vera jafn slæmt fyrir þig að lesa blogg þeirra um Liverpool, ekki satt?. Hafandi þetta í huga þá legg ég það til við þig að þú hættir einfaldlega að heimsækja þessa síðu og lesa þeirra pælingar fyrst að þær svo greinilega eru þér ekki samboðnar. Þú getur bara rætt þá sjálfur um fótboltann við þína vini og sleppt því að koma hingað.

  Ef þú hefur ekkert gagnlegt til málanna að leggja þá er oft betra að þegja bara, já eða skrifa ekki athugasemdir.
  Og hananú.

 26. Og enn heldur fólk áfram með leiðindi. Ég er með minnimáttarkennd og ég er tröll samkvæmt Elíasi.

  Freyr23: Þú þekkir muninn á að setja fram sína skoðun og færa rök fyrir þeirri skoðun og skítkasti er það ekki? Úskýrðu endilega fyrir mér hvar ég er með skítkast.

  g.jóns #21: Á hverju byggirðu að ég sé svona klár? Ég er ekkert verri eða betri en annað fólk hérna inni, þar á meðal síðustjórnendur.

  AGA#23: Uppnefnir bæði mig og Manchester United, málefnanlegt?

  Viðar Skjóldal #26: Ég sagði mína skoðun, skeit ekki yfir eitt né neitt. Einnig sagði ég að margir aðrir virtust vera ánægðir með þetta og það væri bara hið besta mál.

  Guderian #27: Hvar er ég að hrauna yfir eitthvað?

  Furðulegt ef maður má ekki hafa sína skoðun á hlutunum án þess að aðrir, þeir sem eru á annari skoðun, hoppi upp til handa og fóta. Verð að hrósa Birki Erni #28, hann er einn af mjög fáum sem tekur þetta ekki mikið inná sig, enda er þetta bara skoðun eins manns. 

 27. Ég er ekkert verri eða betri en annað fólk hérna inni, þar á meðal síðustjórnendur.

  Auðvitað ekki. Þú ert bara gaur útí bæ sem heldur með Liverpool. Ég er bara gaur útí bæ sem heldur með Liverpool, og setti upp bloggsíðu og tek upp podcast. Ég var ekki þar með að gera árás á þig beint, mig bara langaði til að skrifa og spjalla um Liverpool. Mínar skoðanir eru ekkert merkilegri en aðrar, við erum bara 4-5 vinir að spjalla saman um liðið okkar og tökum það upp.

  Ég skil ekki þörfina á að mála það í myrku ljósi. Ef þér líkar illa við þáttinn þarftu ekki að hlusta, en að koma hér inn og úthúða okkur fyrir mikilmennskubrjálæði og ég veit ekki hvað er bara dónaskapur. Slepptu því bara að hlusta. Ekki vera dóni. Það var enginn að skjóta á þig eða segja að þú værir minni maður, þú komst alfarið sjálfur með minnimáttarkenndina hér inn.

  Slepptu því bara að hlusta. Ekki vera dóni.

 28. Hehe, í alvöru Kristján Atli? Má ég bara segja skoðun mína ef hún er jákvæð? Mér finnst þetta ekki nógu vel heppnað hjá ykkur, má ég ekki segja það? Jafnvel þó ég segji afhverju, án alls dónaskaps eins og þú og aðrir eruð að reyna klína á mig. Hver er dónalegur þar? Sá sem segir sína skoðun eða sá sem reynir að ljúga uppá mann? Tja, ég veit hvað mér finnst….

  En þið virðist taka þessu mjög illa, sem er í senn hálf asnalegt en smá hlægilegt líka. Ég fékk bara þessa tilfinningu þegar ég hlustaði, hugsanlega fengu aðrir hana líka og ef svo hefði verið hefðuð þið hugsanlega séð að ykkur og aðeins breytt þættinum eða eitthvað. Þetta var nú ekkert svona rosalega hættulegt var það? En fólk hérna inni virðist almenn ánægt með þetta og þá er það bara frábært, þá bara hlustar það og er sátt á meðan ég hlusta ekki og er sáttur, þannig eru allir sáttir. En þetta er nú varla það mikil halelúja samkoma(fyrsti semi dónaskapurinn í mér, en þó ætlaður til að koma hlutum á framfæri, ekki illa meintur!) að maður meigi ekki vera á annari skoðun en þið? 

  Ég skil ekki alveg hvað er svona mikið vandamál. Ég fílaði ekki þáttinn af áður nefndum ástæðum og þá er ég bara dónalegur og með minnimáttarkennd…hehe, magnað!

 29. Sæl öll.

  Mér finnst verulega leiðinlegt að lesa hér á þessari frábæru síðu, sem fjallar um okkar ástkæra Liverpool, rifrildi milli fullorðinna einstaklinga( ég geri ráð fyrir því að við séum það öll) um það hvernig okkur finnst eitthvað. Gunnari fannst þátturinn ekki góður og það er hans skoðun hinum fannst þátturinn góður og það er þeirra skoðun hvorug skoðunin er rétt eða röng.  Hér á þessari síðu er hafsjór af fróðleik og upplýsingum og þetta er mín uppáhalds síða og við eigum að sýna þeim mönnum sem halda síðunni úti þá virðingu að tala með jákvæðni og uppbyggilegum hætti um okkar lið ekki eyða plássi á síðunni eða tíma í að segja hvað við erum ónægð með hlutina. Það sem einum finnst skemmtilegt finnst öðrum leiðinlegt. 

  Takk takk Kop menn/konur fyrir frábæra síðu og við hin reynum að einbeita okkur að jákvæðri og uppbyggilegri umræðu í framtíðinni….

  ÁFRAM LIVERPOOL
  YNWA

 30. Það er himinn og haf á milli þess að fíla ekki eitthvað og að finnst þeir vera í fílabeinsturni, setja sig á háan hest og tala niður til sótsvarts-almúgans. Svo ég noti þína lýsingu, það er hálf asnalegt og smá hlægilegt líka þegar menn reyna að telja mönnum trú að þeir hafi sagt eitthvað annað en þeir gerðu – sérstaklega þegar það er svart á hvítu hér að ofan.

 31. Gunnar það sem fólk hér að reyna segja er að jafnvel þó þín skoðun sé sú að þetta sé ekki höfða til þín og sé hlægilegt og kjánalegt, þá er oft svoleiðis skoðanir betur ósagðar. Vissulega er það rétt hjá þér að allir hafa sína skoðun en það kæmi mér ekki á óvart að þeir sem standa fyrir þessu sjá þessa gagnrýni á þessa “sjálfboðavinnu” óþarfa því þeir eru svo alls ekki að reyna setja sig á hærri stall en neinn hér.

  Það má líkja þessu við það að vinur þinn kemur á nýja bílnum sínum rosalega stoltur og spyr hvort þér finnist bíllinn ekki flottur. Þú sérð hversu stoltur hann er en segir og ákveður að segja, “jú þetta er bara mjög fínn bíll hjá þér”. Þetta segiru til þess að særa hann ekki og heldur þinni skoðun fyrir þig.

  Ég er viss um að mörgum finnst þú vera þessi sem bendir kop.is mönnum á að bíllinn þeirra sé ljótur á meðan það hefði ekki verið svo erfitt að halda skoðun sinni fyrir sjálfan sig og enginn hefði sagt neitt. Það er vissulega réttur þinn að segja þína skoðun á hlutnum en jafnvel þó maður hafi rétt á einhverju þá er spurning hvort svona hlutur hefði ekki verið betur ósagður. Hreinskilni getur verið að hinu góða en flestir sjá það sem almenna kurteisi að tala ekki niður hluti sem aðrir eru stoltir af þrátt fyrir að skoðun þeirra á hlutnum sé ekki mjög góð.

  En ekki orð um þetta meir frá mér 🙂

 32. Að miklu leiti sammála Sigríði #35 nema að ég er ekki sammála því að menn meigi ekki segja ef þeir voru ekki ánægðir með eitthvað. Ég sé stóran mun á því að drulla yfir eitthvað með leiðindum eða segja sína skoðun og færa rök fyrir henni eins og ég gerði….en það virðist ekki heldur meiga hérna inni og finnst mér það mjög miður.

 33. Sæl aftur…

  Ekki orð meira um þessa umræðu hins vegar er ég með eina smá fyrirspurn. Þar sem veðurspá helgarinnar er frábær þá langar mig að skreppa út á land EN þar sem  fyrsti leikur minna manna er á laugardag þá langar mig að vita hvar ég gæti horft á leikinn nálægt Selfossi…ef ég get ekki séð leikinn þá förum við einfaldlega ekki út út borginni.  Einnig langar mig að vita hvort Players sé enn okkar heimavöllur, mig langar að horfa á leik með  hópnum.

  Bestu kveðjur
  YNWA

 34. Þetta er fyrsta podcastið sem ég hlusta á. Hlustaði alveg í gegn og hafði gaman að. Þetta var eins og mjög löng grein skrifuð af liverpool aðdáendum sem ég festist alltof oft í að lesa í vinnunni. Þarna fékk ég fínan skammt af Liverpool umræðu en gat samt sinnt minni vinnu bærilega á sama tíma. Snilld. Ég hlusta á næsta.

  Gunnar, að tala um stjórnendur eins og þeir séu að setja sig á háan hest sem líta á sjálfa sig sem æðri eða betri liverpool stuðningsmenn en sótsvartur almúginn sem hlustar er bara dónaskapur. Uppgyggileg gagnrýni hefði verið að koma með tillögur að úrbótum, lög á milli blaðurs, gesta”penna” etc. Þú varst bara með leðindi.

  Þetta er snilldarframtak og klárlega stór meirihluti sem fílar þetta þó ekki sé allt fullkomið við þetta.

 35. Hugsanlega rétt hjá Birki Erni #37….en ég kaus að segja mína skoðun og hefði betur sleppt því. Næst mun ég klárlega þegja þunnu hljóði líki mér ekki eitthvað hérna.  Sem færir mann að þeirri spurningu, ætli margir þegji í stað þess að koma með skoðun eins og mína? Bara pæling. 

  Ein spurning til síðuhaldara og svo er þetta bara úr sögunni af minni hálfu. Ef einhverjum hérna inni líkar ekki eitthvað sem þið gerið, viljið þið fá ábendingar um það og þá útskýringu afhverju viðkomandi líki það ekki, eða viljið þið að maður þegji og segji ekki neitt? …ég hefði líka getað spurt hvort það meigi bara vera með jákvæð komment en kýs að orða þetta svona núna.

 36. Hæhó.

  Eilítið undrandi á hvert þessi þráður er kominn, hefði nú verið gaman að heyra fleiri ræða innihald hans.  Varðandi fílabeinsturna þá er sá frasi ansi ofnotaður víða í dag, ekki síst á Ísa köldu landi.  Umræða tengd þeim turni er nú yfirleitt lögð útfrá sem neikvæður straumur og því finnst mér leitt að um turninn góða sé rætt í samræmi við þessa tilhögun okkar að búa til spjall í podcasti.

  Podcast er allt annars eðlis en pistlarnir okkar og þeir sem hlustuðu á það sjá nú sennilega að við erum ekkert alltaf sammála og leyfum okkur að segja meira en við skrifum.  Það sem maður skrifar gerir maður helst ekki nema að hafa heimildir á bakvið, allavega ég, en þarna leyfum við okkur allir að bara láta gamm geysa.

  Kristján sagði það sem þarf að segja varðandi okkur og viskuna sem í okkur býr.  Við erum hérna fimm nördar sem fáum útrás fyrir ást okkar á þessu félagi með að skrifa á þessa síðu og erum auðvitað fáránlega langt frá því að vera með þann status að hafa réttari skoðun eða sýn á félagið en aðrir.  Hefur aldrei komið upp í minn hug og alveg pottþétt ekki hinna. 

  Það hljóta auðvitað allir að sjá Gunnar að það er það sem þú ert að tala um og við hljótum að hafa leyfi til að verða pínu svekktir með þann skilning þinn – eða hvað?

  Hins vegar er podcast ekkert fyrir alla, ég er sjálfur ekki alltof duglegur að hlusta á annarra síðna podcast og það hlýtur að vera einfalt að sleppa því að hlusta.  Ég hef hins vegar ferlega gaman af því að fá að spjalla og síðar hlusta á það og vona að í útsendingunum finni einhverjir eitthvað skemmtilegt sem hvetur þá til að hlusta á fleiri.

  Og það er gaman að heyra að fleiri væru til í að spjalla með okkur, er ekki bara kominn tími á að pressa á heimavelli Liverpoolaðdáenda á Íslandi að vera með opinber spjallkvöld þar sem ákveðin topic eru lögð til grundvallar og síðan rædd?  Ég held að það gæti alveg virkað, fyrir þá sem hafa gaman af að skiptast á skoðunum um þennan klúbb sem við öll elskum…

   

   

 37. Jóhann, minn ásetningur var alls ekki að vera með leiðindi og þykir mér miður ef fólk tók því þannig. Ég vildi einfaldlega segja mitt álit og hvaða tilfinningu ég fékk fyrir þessu. Þínar hugmyndir að úrbætum eru síðan ekkert svo vitlausar og væri sniðugt hjá þáttastjórnendum að íhuga þær.

  Ég vil taka það fram að mér finnst hugmyndin að þessum þætti sem þeir eru með stórsniðug, mér fannst hún bara ekki takast nógu vel upp af fyrrnefndum ástæðum. Kannski hugmyndir Jóhanns myndu hjálpa til, ekki ólíklegt. 

 38. Sælir félagar
   
  Afskaplega er Gunnar Á. skemtilegur maður.  Hann minnir mig á annan sem var allt að því jafn skemmtilegur, Benni Jón minnir mig hann heiti.  Stíllinn er sá sami, viðhorfið til síðuhaldara það sama og viðhorfin og ploanið á umræðunni það sama.  Sem sagt óhemjuskemmtilegur maður og vona ég að við heyrum sem mest af skemmtilegheitum og jákvæðum viðhorfum þessa yndislega manns.
   
  Það er nú þannig.
   
  YNWA

 39. Takk fyrir gott svar og ekki á nokkurn hátt dónalegt Maggi. Ég tek til mín það sem þú segir og skal reyna gæta orða minna betur næst. Ég vona þó að ég meigi segja mína skoðun áfram sé hún sett fram án leiðinda og með rökum og mun ég gera það þar til mér er tjáð að ég meigi það ekki, skal bara reyna orða hlutina betur og á uppbyggilegri hátt:)
  Hugmyndin þín í lokin er spennandi, en að sama skapi hættuleg. Mín tillaga er eins og ég sagði hér að ofan, að þið reynið að finna hluti til að bæta þáttinn því mér finnst þessi hugmynd virkielga góð.

 40. Ég þakka hlý orð Sigkarl, ég tek þessu sem hrósi. Aldrei leiðinlegt að vera kallaður skemmtilegur þó það hafi ekki beint verið hugmyndin mín hér. Einbeitum okkur þó að þættinum og hvernig fólki líkaði hann og hvernig sé hægt að gera hann betri 🙂

 41. Málefnaleg gagnrýni á alltaf rétt á sér. Þú hins vegar setur þína gagnrýni ekki fram á málefnalegum nótum. Þú talar um að síðuhaldarar komi fram eins og þeir séu í fílabeinsturni og að við sótsvartur almúginn gætum þakkað fyrir að mega hlusta á snillingana í turninum. Svo bætirðu um betur og talar um að síðuhaldarar séu að setja sig á háan hest.
  Ef að þú sérð ekki hversu dónalegt og ómálefnalegt þetta er þá er þér bara ekki viðbjargandi. Þetta er allt spurning um hvernig þú matreiðir hlutina. Ef frammistaðan hjá þér í eldhúsinu er sambærileg við hvernig þér tekst að koma gagnrýni á framfæri myndi ég ekki bjóða í sjúkrahúsreikninginn eftir það matarboð.
   

 42. Egill #47  Ég sagði að ég fengi svoleiðis tilfinningu, það er ekki það sama. En ég er búinn að segja að kannski var þetta illa orðað, allavega virðast margir halda að ég hafi ætlað að vera með dónaskap sem er alls ekki rétt. Sagði bara mína skoðun á þættinum eftir að ég hafði reynt að hlusta og hvernig ég upplifði þetta. En enn og aftur, eigum við ekki frekar að ræða þáttinn og hvernig hægt sé að bæta hann. Það eru komnar nokkrar ágætis hugmyndir.

   

 43. Heyrðu ég er með spá spurningu til Akureyringa sem eru hér á síðunni um heimavöll Liverpool þennan veturinn. Ég veit að í fyrra komum við oftar en ekki saman á Kaffi Jónsson en ég vildi athuga hvort einhver veit hvort ákveðið hefur verið að skipta um staðsetningu. Persónulega fannst mér þetta ekki spennandi staður fyrir boltan og kaus ég oftar en ekki að horfa á boltan í HD hjá tengdó frekar en að njóta leiksins með jafn rugluðum stuðningsmönnum og ég er. Það er btw ekki útaf fólkinu heldur vegna persónulega þótti með aðstæður ekki nægilega spennandi hjá Kaffi Jónsson.

  Verst er þó að ég hef ekki hugmynd um hvert við gætum farið. Það er spurning hvort hægt væri að tala við Sigga sem er með pósthúsbarinn, Bryggjuna og Strikið að koma upp aðstæðum á pósthús þannig hægt væri að horfa þar. Hann gæti svo selt pizzur frá Bryggjuni til þeirra sem horfa á leikinn sem og haft barinn opinn. Aðeins hugmynd og ef Akureyringar hafa ákveðið annað, endilega láta vita.

 44. Nú veit ég ekki alveg hvort að ég sé að misskilja en þegar einhver gerir eitthvað sem mikill meiri hluti kann vel við er þá ekki hægt að segja að það hafi tekist vel til? Og því ekki beint hægt að segja að það sé skoðun einhvers að podcast þeirra ágætu síðuhaldara hafi tekist illa til. Svona í ljósi þess að það virðist sem allir hér mínus einn (kannski fleiri, efa það þó) eru hæstánægðir með þetta framtak. Bara smá pæling hjá mér.

  Svo ætlaði ég basically að segja flest sem Babú gerði ó kommenti #30. En annars þakka ég bara fyrir enn eitt frábæra podcastið og hlakka til þess næsta. 

 45. Frábær þáttur strákar !!…… en haldiði að það komi ekki fleiri nöfn í sumar ??…. hvað ef carroll bregst ??

 46. Nr 39. Sigríður

  Að sjálfsögðu getur þú séð leikinn í höfuðborginni og algjör óþarfi að fara á Players sem er full utarlega á Stór-Selfosssvæðinu.

  Kaffi Krús er lítill staður með góðan mat og enska boltann í beinni á nokkrum sjónvörpum. Pizza Islandia er með stóran sal og boltann í beinni og síðan hefur Hvíta Húsið jafnan verið með boltann í beinni og ég veit ekki betur en að það verði áfram þannig. Ekki vitlaust að hringja í einhvern þessara staða til að vera viss samt.

  Hvað skoðanir Gunnars varðar þá er ég kominn með dauðleið á þeim, maðurinn er bara ekki með´itta (ég er ennþá í turninum) og ég legg til að umræðunni verði héðan af snúið meira út í umræðuefnið í podcastinu. Tek þó fram að þessi síða er svo mikið meira en bara við 5-7 sem hefjum umræðuna hverju sinni. 

  Upppfært
  Já eða bara í næsta þráð sem ég sá ekki að væri kominn inn.  

 47. Ég las yfir þessa umræðu aftur, bara til að fullvissa mig um að mín skrif hefðu ekki verið dónaleg og viti menn, ég átta mig ekki alveg á feedback-inu sem ég fæ. Ég fílaði ekki þáttinn, asnaðist til að segja það og er dóni með minnimáttarkennd fyrir vikið og þaðan af miklu verra.

  Ég tók ekki eftir commenti 30 í dag frá Babu en vá hvað hrokinn og leiðindin eru mikil þar.  Ég ætla bara að þakka fyrir mig, biðjast innilegrar afsökunar að hafa verið á annarri skoðun en söfnuðurinn og koma mér í burtu. Gangi ykkur sem allra best bæði með síðuna og þennan þátt, vonandi áttið þið ykkur á síðar að neikvæð gagnrýni er ekki alltaf slæm. Biðst aftur forláts að hafa verið á annari skoðun en pretikarar og söfnuður!

  Kv,
  Gunni 

 48. Gunnar Á. Baldvinsson farðu nú að hætta þessu RUGLI. Þú ert að haga þér eins og mesti ………

 49. Gunnar Á; Þú áttar þig á að þessir strákar eru að gera þetta kauplaust og eru algjörlega að gera þetta fyrir okkur Liverpool-aðdáendur og sér til skemmtunar, þessvegna finnst mér persónulega neikvæð ummæli algjörlega óþarfi. (þó að ég hafi sofnað yfir hverjum einasta Pod-cast þætti, kenni þreyttu um það). Ef þér finnst þetta leiðinlegir þættir eða þeir með ‘hroka’ og ‘yfir aðra komnir’ þá skaltu sleppa því að hlusta á þá:) Þakka bara fyrir flotta síðu og áhugaverðan þátt.

 50. Gunnar Á Baldvinsson – þú lýsir því yfir í ummælum #9 að þú hafir ekki fílað þáttinn, fundist hann of vondur. Það var 100% í lagi og ekkert að því. En svo varðstu að bæta þessu við í ummælum #13:

  Ég fékk bara þessa tilfinningu að þið væruð svona uppí fílabeinsturni og tala saman og við hinir, sótsvartur almúginn, getum bara þakkað okkar sæla fyrir að fá þann heiður að hlusta á ykkur snillingana.

  Ég veit ekki hvort það sé stefnan ykkar að reyna setja ykkur svona á háan hest, og í raun stórefast ég um það, grunar að þetta sé gert ómeðvitað, en það breytir því ekki að þetta er tilfinningin sem ég fékk. Ég þarf ekki nokkra gæja sem vita ekkert meira en ég til að tala um liðið mitt fyrir mig…sérstaklega ekki þegar ég fæ þá tilfinningu að þeir þykjast betri en ég, meiri Liverpool menn og betur að sér í þeim fræðum.

  Ég skil að podcast-ið er næsta skref eftir vinsældir þessarar síðu, en mér finnst þetta bara hafa mistekist all hrappalega, það er svona “við erum aðal” hroki yfir þessu að mér finnst.

  Feitletrun mín.

  Þetta eru þín orð, orðrétt. Ég feitletra fimm búta sem sýna þig saka okkur, svart á hvítu, um þvílíkan hroka og mikilmennskubrjálæði … fyrir það eitt að voga okkur að taka upp podcast-þátt einu sinni í mánuði.

  Ef þér finnst ekki að við ættum að móðgast við slíkar ásakanir verður það bara að vera þín skoðun. Við móðguðumst samt.

  Hvað sem því líður, þá efast ég um að það stoði mikið að ræða þetta við þig frekar þannig að ég ætla að beita alræðisvaldi mínu héðan úr fílabeinsturninum (þar sem ég sit og veit allt betur en allir aðrir) og loka þessari umræðu. Það er kominn nýr þráður þar sem verið er að ræða Úrvalsdeildarspár og fólk getur unnt sér þar.

  Til hamingju, samt. Þú ert búinn að ná að drepa annars jákvæða umræðu fyrir eitthvað sem við gerum án endurgjalds, áhugasömum Púllurum til dægrastyttingar, með væli, minnimáttarkennd og blammeringum. En ég má víst ekki segja það, það gæti verið túlkað sem hroki.

  Ég mæli með því að þú hlustir aldrei á útvarp og horfir aldrei á sjónvarp. Sleppir blöðunum og Internetinu líka. Þetta er greinilega allt stútfullt af fólki sem vogar sér að birta eftir sig efni af því að það þykist vita miklu betur en þú, sem við vitum öll að er kjaftæði.

Þrjár góðar vefsíður

Spá Kop.is – hluti 1