Opinn þráður – landsleikir, plank og fantasy

Það er nokkuð lífleg vika framundan hérna á kop.is frá og með þriðjudagskvöldi og því ágætt að smella inn einum opnum þræði núna. Það er svosem lítið að frétta, einhverjir leikmanna okkar fara í ALGJÖRLEGA ÚT-ÚR-KORTINU FÁRÁNLEGT landsleikjaprógram núna þrjár mínútur í mót þar sem m.a. má finna gríðarlega mikilvægan vináttuleik óvinaþjóðanna (í fótbolta) Englands og Hollands þar sem líklega hver einasti leikmaður verður með það markmið að meiðast ekki.

Joe Cole er ekki einn af þessum landsliðsmönnum okkar en hann ætti það samt skilið eftir þetta frumlega plank sem hann tók í síðasta leik:

Mynd tekin rétt eftir að hann náði þessu fullkomlega 🙂

Annars minnum við menn á að búa sér til lið í Fantasy leiknum og skrá sig í kop.is deildina. 

42 Comments

 1. Mér finnst samt margt vitlausara en tímasetningin á þessu landsleikjahléi, þýðir þetta ekki bara betri leikæfing, sem mér finnst menn þurfa bráðnauðsynlega, fyrir þá sem spila þessa leiki? Allt í lagi að líta stundum á glasið hálf fullt …

 2. Jáá en kannski ekki þá að hafa það 3 dögum fyrir fyrsta leik.. 5 dagar væri það strax orðið mun skárra, 365 dagar en betra..

 3. Alltaf gott að horfa á björtu hliðarnar en Brúsi come on finnst þér þetta í alvörunni eða ertu bara að reyna að vera á móti? 🙂 Landsleikir út um alla álfuna þrem dögum fyrir leik er ekkert nema hrein og klár truflun á undirbúningi fyrir tímabilið, sem kemur niður á betri liðunum sem hafa flesta landsliðsmennina. 

 4. sammála Babu algjört bull !! liðin þurfa tima saman. það er engin leik æfing í því að fljúga til Argentinu eða einhvað  til að spila æfingaleik og spila kannski í 45 min. Dalglish þarf tima til að undirbúa liðið fyrir leikinn og það þarf að koma nýjum mönnum inn í kerfin. Eins og t.d. varnarskipulag sem hefur ekki verið í lagi ! og af hverju byrjar deildin ekki á sunnudagin frekar þá.

 5. Glórulaust að hafa landsleikjahlé korteri fyrir mót, mikið nær að hafa það eftir 4-5 umferðir þegar það er komin smá rútína hjá liðunum.
  Þetta þýðir að menn þurfa að kúpla sig út úr undirbúningum fyrir fyrsta leik og hefja svo undirbúning að nýju 2 dögum fyrir leik. Kemur sér vel fyrir minni liðin í deildinni sem eiga fæstu landsliðsmennina.

 6. Þetta er bara rugl og ekkert nema rugl.. af hverju er ekki búið að kaupa miðvörð ??? Af hverju ??? Það hlítur að vera metnaður hjá klúbbnum til að splæsa í einn miðvörð.. þetta er lykilatriði við verðum að fá ´góðan miðvörð !! Meira ruglið.. og af hverju er vistri back hjá Newcastle ekki búinn að skrifa undir.. af hverju ??? Meira ruglið…. Á bara ekkert að spila vörn í vetur ???

 7. Þetta er kjaftæði. Menn eiga að nota síðustu dagana fyrir mót til að fínpússa hlutina, og stilla strengina fyrir fyrsta leik. Í staðinn fara menn að spila tilgangslausa æfingaleiki með landsliðinu þar sem reynslan sýnir, því miður, að meiðslahættan er mikil. Hversu oft höfum við til dæmis fengið Agger meiddan heim eftir svona leiki ? Við megum bara ekki við því núna.

 8. Sælir kátir piltar

  Get ekki beðið eftir Laugardeginum, eftir æfingaleikjaprógrammið verður maður að fá alvöru keppnisleik.

  En ein spurning sem ég smellti á SStein á Twitter um daginn, set hana hingað inn líka. Ég sótti um Official LFC membership í gegnum íslenska klúbbinn um daginn og var að velta fyrir mér hvað væri langt þar til vii fengjum pakkann afhendan?
   

 9. Verst af öllu er að Danir eiga að spila æfingaleik og Agger er í leikmannahópnum. Hann hefur verið einn sterkasti leikmaðurinn á undirbúningstímabilinu og er klárlega besti miðvörðurinn í liðinu þegar hann er heill. Það liggur við að það teljist til undantekninga þegar að leikmaðurinn spili næsta leik með Liverpool eftir landsleikjahrinu.

 10. Neinei, ekkert að reyna að vera á móti, en leikæfing á þessum tímapunkti er klárlega af hinu góða. Hins vegar ef menn eru að fljúga yfir hálfan hnöttinn geta þeir gleymt þessu. Held hins vegar að það sé ekki tilfellið í ljósi þess að Ameríkukeppnin er nýbúin. Sé bara ekki gallann við það að Carroll og fl. keyri yfir til London (eða fljúgi til Hollands, svipað langt) og spili eins og einn hálfleik. Held að þvert á móti muni þetta hreinlega koma mönnum til góðs á sunnudaginn kemur. Má náttúrulega ekki gleyma að við erum að ræða um fullorða karlmenn hérna sem eru í þokkabót atvinnuíþróttamenn, þeir eiga að geta þetta.

  Man að á svipuðum tíma í fyrra var einmitt svona landsleikjahlé og Carlo Ancelotti var spurður hvað honum finndist um þessa leiki og það eina sem hann sagði var: “Fine, more match fitness!” Ég er sammála þeim ítalska. Allt annað mál eru svo þessir æfingaleikir í mars-apríl. Þeir þjóna náttúrulega engum tilgangi nema að þreyta menn.

 11. HAHAHAHAH…..ég hlóg upphátt þegar að ég las það sem Elías sagði!

  Það er auðvitað hægt að færa rök með og á móti þessu landsleikja,,hléi” en dæmið sem Brusi setur upp hér að ofan er mjög jákvætt myndi ég segja. Jújú, þetta raskar undirbúningnum en ég er fullviss um að KK verði vel undirbúinn fyrir leikinn.

  Ég veit að það eru ekki margir sem eru sammála mér en núna vill ég fá Enrique og svo striker…..askodi vel settir myndi ég halda!

  YNWA – King Kenny we trust!

 12. Hvernig er það eru allir leikmenn okkar búnir að gefa kost á sér í leiki sinna landsliða?

 13. Brusi, 12. Vináttulandsleikir eru einfaldlega óþarfi og þjóna engum tilgangi nema að trufla félagslið á tímabilinu, því leikmenn koma til baka oft meiddir og stundum þreyttir. Æfingaleikur 3 dögum fyrir mót er náttúrulega bara rugl!! Agger er meiðslapjakkur og ef hann meiðist, sem eru töluverðar líkur á erum við komnir í bullandi vandræði því Skrtel er líka meiddur.

 14. Þessa mundi ég vilja sjá fara áður en gluggin lokast
  Cole, Pulsen, Kyriakos, Aurelio og Ngog

  Þessir mega svo koma inn:)
  Dann, Kjær, Hazard og Jose Enrique

 15. #15 Sigurjon, það er þá einfaldlega Liverpool að kenna að vera ekki betur undir það búnir að okkar besti varnarmaður er bölvað meiðslacase. Í tilfelli Agger fagna ég þessum leik ennþá meir vegna þess að það sem hann þarf eru leikir og aftur leikir. Því fleiri sem hann kemst í gegnum því betra. Ef þú ætlar að hafa hann í plastumbúðum alltaf meiðist hann náttúrulega bara oftar. Meira match fitness = betra form = minni líkur á meiðslum. Frekar einfalt satt að segja.

  Þetta er eins og ef þú ert meiddur í öxlinni og ert alltaf að hvíla hana lagast vandamálið aldrei. Eina vitið er að fara bara og lyfta meira, styrkja helv* öxlina og losa sig við vandamálið. 

 16. B #18,  Meireles byrjaði aftur að æfa rétt fyrir helgi, en einhver meiðsli hafa verið að hrjá hann. Hann er auðvitað ekki í leikformi en ætli hann verði ekki á varamannabekknum á laugardaginn gegn Sunderland.

 17. Verður ekki bara allt vitlaust á síðustu tímunum sem hægt verður að kaupa inn nýja leikmenn, svipað og gerðist í vetur. Myndi allavega ekki kvarta þó að við gerðum önnur eins draumakaup og þá, nema að nú kæmu inn sterkir leikmenn í vörnina.

 18. Rakst á þetta á netinu. Góðar fréttir ef þær eru réttar 🙂
   
  Liverpool have recieved an initial bid of 11 million for Raul Meireles from Udinese and it has been rejected saying “We can’t think of losing Meireles.” – Damien Commoli.

 19. Mikið djöfulli væri ég til í að eitthvað gerðist í leikmannamálum áður en tímabilið hefst. Enrique á víst að vera nokkuð örugglega á leið til okkar, en það er að sjálfsögðu ekkert fast í hendi. Mig langar líka í góðan miðvörð. Er ekkert djúsí nýtt slúður? 

 20. tja.. aldrei of mikið að Liverpool aðdáendum en ekki nógu góður til þess að klæðast búningnum. Getum gert mun betur.

 21. Scott Dann er klárlega ekki rétti kosturinn fyrir okkur Agger er klárlega topp 6 besti Center Back í Ensku ef hann helst heil. Svo eigum við Carra á síðastu metrunum svo vill ég gefa Willson séns og fá ALVÖRU FUCKING CENTER BACK PUNKTUR PASTA

 22. Hópurinn í heild sinni:

  Vörnin er veik, það vantar vinstri bakvörð og miðvörð. Ef Enrique og Dann myndu koma áður en glugginn lokar sleppur þetta. Þá erum við með nokkuð solid fyrstu fjóra (Enrique.Agger.Dann.Johnson) og ef menn meðast (Aurelio.Carra.Skrtel.Kelly).

  Miðjan er heldur ekkert tilbúin að mínu mati þótt svo að KK sé að gera góða hluti að koma með þessa nýju þrjá inn. Downing, Gerrard, Adam, Henderson, Kuyt, Aquilani og Lucas er svona þessir sterkustu að mínu mati. En mér finnst vanta annan DMC í hópinn til að koma inn fyrir Lucas ef hann meiðist eða einfaldlega stendur sig ekki. Því þótt svo að hann hafi tekið þvílíkum framförum og er rauninni orðinn frekar góður leikmaður þá er alveg auðvelt að telja upp 10 menn í heiminum sem eru klassa fyrir ofan hann. Spurning hvort að KK sé með plön fyrir Gerrard í þessari stöðu svona síðustu árin á hans ferli. Persónulega finnst mér það ekki vitlaust að hafa DMC sem kann að setj’ann! Lucas ekki mikið að því.

  Sóknin er góð en ég væri til í einn sóknarmann í viðbót. Þarf ekki endilega að vera einhver ás bara einhver sem er snöggur og teknískur og kann að skora. Hugo Rodallega er fínn kostur finnst mér. Því ég held að Carroll eigi ekki eftir að nýtast nógu vel í öllum leikjum. Hann hefur sína kosti og kemur með gríðarlega mikilvæga eiginleika eins og að vera inni í teig í föstum leikatriðum. En hans galli er að hann á það til í að hægja á spili og flæði því hann er ekki flinkasti striker í heimi.

  Having said that …

  Þá er ég gríðarlega ánægður með stefnu LFC á þessu ári. Þetta er allt að fara í rétta átt. Það er verið að styrkja hópinn og klúbbinn í held sinni og þótt við verðum ekki meistarar í ár sem ég á ekki von á þá gæti næsta ár litið þannig út að við þurfum ekki nema 2-3 stór nöfn til að vera komnir með hóp til að keppast um titilinn. Ég sjálfur er að búast við meistaradeildarsæti og ef það verður að raunveruleika er staða liverpool næsta sumar ansi sterk! Vera komnir í CL, nýjir menn búnir að aðlagast, ungir einu ári ríkari af reynslu og þá verða sett inn einhver rosakaup eða þessi 2-3 nöfn sem ég talaði um.

  Verð að segja líka að það er gríðarlega sterkur leikur hjá KK að fá Adam, Downing og Carroll því með þessum mönnum getum við farið að ná í stig úr leikjum sem við erum kannski ekki að spila vel bara með því einu að fá horn og læða inn einu. Aquilani er reyndar fínn spyrnumaður líka og ég vona að hann fari ekki fet. 

  (Þessi texti er copy/paste’aður af liverpool.is spjallinu en samt eftir mig)  

 23. Ekki skil ég hvernig Lúðvík í #30 dettur í hug að nefna ekki Raul Mereiles í upptalningu sinni á sterkustu miðjumönnunum. Fastamaður í byrjunarliði Portúgals og okkar besti leikmaður í fyrra.

  Hvernig er það, þurfa allir að sanna hvað þeir geta nema Charlie Adam? Ekki misskilja, ég fíla Adam, en maðurinn átti gott tímabil með Blackpool í fyrra og strögglar við að komast í skoska landsliðið.

  Eins og staðan er í dag þá er Mereiles > Allir okkar miðjumenn 

 24. Rangt Siggi, eins og staðan er í dag þá er Lucas > allir okkar miðjumenn (þó að ég sé auðvitað þeirrar skoðunar að Gerrard > þeir allir, en hann var mikið meiddur á síðustu leiktíð og er það enn, því tek ég hann ekki með).

  Önnur rangfærsla en þá var Lucas valin besti leikmaður LFC á síðasta tímabili, ef ég man rétt var Reina í öðru sæti og Meireles í því þriðja. Hann var ekki okkar besti leikmaður á síðasta tímabili, það er lengra en tveir mánuðir.

  Ég fíla Meireles, finnst hann vera flottur leikmaður. En til að vera á jafnvægisgrundvelli þá þarf Meireles einnig að spila vel lengur en í 2-3 mánuði eins og hann gerði á síðasta tímabili. Alveg eins og Adam, en hann var meiri hlutan af síðasta tímabili góður fyrir B´pool, það sama verður ekki sagt um Meireles, menn virðast gleyma því. Það hefur samt sem áður nákvæmlea ekkert með þetta tímabil að gera, nýtt lið, nýjir leikmenn, öll lið (og leikmenn) eru jöfn í upphafi tímabils.

 25.  
  Ég var með Scott Dann í Fantasy liðinu mínu á síðustu leiktíð. Hann var ágætur. Svo er hann frá Liverpool og hefur verið stuðningsmaður félagsins frá blautri barnæsku. Gæti orðið ágætis kaup ef hann meiðist ekki. Hann hefur reyndar aldrei fengið rautt spjald á sínum ferli.

 26. Elías….

  Sagði ég á einhverjum tímapunkti að ég væri að nota skoðanir, atkvæðagreiðslur eða nokkuð annað hjá öðrum þegar ég segi að Mereiles hafi verið okkar besti miðjumaður á síðustu leiktíð?

  Hvernig getur þú þá sagt að það sé beinlínis rangt? Ég get sjálfur allt eins sagt að þú hafir rangt fyrir þér enda er ég ekki enn algerlega seldur á Lucas. Finnst hann vera eins konar glorified Darren Fletcher. 

  Annað…

  Gareth Bale var valinn besti leikmaður ársins í fyrra, hef ég rangt fyrir mér ef ég segi að ég sé ekki sammála því vali, eða hafa svona völ ávallt og alltaf rétt fyrir sér.

   Ég á ekki a þurfa að segja “mér finnst” á undan öllu sem ég segi, enda er þetta allt skrifað undir mínu nafni.

 27. Ég veit ekki enn um einn einasta aðila sem heldur því fram að Bale hafi verið besti leikmaður deildarinnar í fyrra – en nota bene, kosningin fer fram í janúar ef ég man rétt. Aftur á móti er 95%+ stuðningsmanna LFC sem ég þekki sem telja Lucas hafa verið langbesta leikmann liðsins síðustu tvö ár (kosning stuðningsmanna LFC styðja það, mjög svo afgerandi sigur – en minnihlutinn, sem er mjöööög lítill hluti, hefur eflaust rétt fyrir sér eins og alltaf).

  Það að þú sért “ekki seldur á Lucas” en ert hinsvegar seldur á Meireles eftir tvo góða mánuði í rauðu treyjunni segir allt sem segja þarf – sé að það er pointless að ræða þetta við þig. Hvort sem þér finnst, heldur eða hvað sem þú vilt skrifa á undan eða eftir þínum ummælum – er alveg undir þér komið.

  Mér finnst þú annaðhvort hafa brenglaða sín á knattspyrnu eða að þú hafir ekki horft á fleiri leiki en fimm til tíu síðustu tvö ár ef þú ert ekki seldur á Lucas. Guð má vita að ég er hvorki sérfræðingur né fróðari um knattspyrnu en næsti maður – enda þekki ég þig ekki neitt. En eitt veit ég hinsvegar, það er að Lucas hefur spilað feiki vel síðustu tvö ár, eftir erfiðan tíma þar á undan þar sem ég gagnrýndi hann manna mest , og er óumdeilanlega okkar stöðugasti og besti leikmaður s.l. tvö tímabil. Og fyndið að þú talir um “glorified”, er það ekki akkurat það sem þú ert að gera með Meireles, maðurinn á tvo góða mánuði (tops) og hann er orðin besti leikmaður yfir tímabil sem byrjar í ágúst og endar í maí. Hvað með alla hina mánuðina ? Með þessari röksemdarfærslu sé ég hversvegna Bale er besti leikmaður deildarinnar, en ég sá jú bara leikina gegn Inter í CL… Og afhverju að kaupa miðjumenn í sumar þegar við vorum með Spearing, maðurinn var nátturulega klassi í 5-10 leikjum í vor.

  Sumir eru tilbúnir að breyta skoðunum sínum, aðrir ekki. Ég var þeirrar skoðunar að Lucas ætti heima ehstaðar utan Liverpool borgar. Í dag gæti ég ekki hugsað mér að selja hann.

  En já, sú skoðun þín að Meireles hafi verið besti leikmaður LFC er einfaldlega röng – ég tel mig ekki vera hrokafullan eða setja mig á háan hest þegar ég segji það. Það er svo fjarri lagi að það nær engri átt. Hann var vissulega góður, en bestur var hann ekki – sama frá hvaða bæjardyrum þú skoðar það. Ég má alveg vera andvígur og ósammála þinni skoðun, þetta er jú bloggsíða. Það eru eflaust einhverjir þarna úti í hinum stóra heimi sem enn telja að jörðin sé flöt, ég þarf ekkert að halda aftur af mér af því að það sé þeirra skoðun – hún er einfaldlega röng, 99,9% jarðarbúa eru annarar skoðunar. Það eru líka til aðilar þarna úti sem telja í lagi að berja og myrða fólk, en yfirgnæfandi meirihluti siðmenntaðs fólks er andvígt þeim, það er nú bara þannig.

  Þér er einnig guðvelkomið að vera á móti minni skoðun, en málfrelsið er nú einu sinni tryggt í stjórnarskrá Íslands, ætla að vona að það taki ekki breytingum.

 28. Voðaleg dramatík alltaf hjá þér Elías með hann Lúkas litla. Ertu að tala um málfrelsi eins og það fyrir stuttu þegar þú kallaðir foreldra mína systkini fyrir að efast um Lucas, ég væri með bjánalegar skoðanir og sennilega ekki með öllum mjalla o.s.frv? Hvernig færðu þessu hávísindalegu 95% tölu? Áttu 20 Liverpool vini og finnst 19 þeirra hann frábær leikmaður? 🙂

  Lucas er að mínu mati eins og Skrtel. Agaður, gerir hlutina einfalt, setur hausinn undir sig og bætir liðsmóralinn með að gera alltaf sitt besta. Vinnusamur en soldið líkamlega takmarkaður og skarar ekki frammúr á neinu sérstöku sviði. Skyndisóknarboltinn hans Hodgson hentaði honum t.d. mjög vel. Engin furða að Stoke o.fl. slík lið hafa verið mikið orðuð við kappann undanfarin ár. Liverpool vantar í dag sigurvegara og sterk egó á miðjuna til að taka næsta skref, stjórna leikjum og verða alvöru meistaralið. Takmarkanir hans munu koma í ljós í ár, you´ll see. Yrði þó afburða góður squad player.
  Meireles er langtum fjölhæfari, klókari og betri leikmaður á alla kanta. Óskiljanlegt ef við færum að selja hann nema fyrir hátt verð.

  Áfram Liverpool.

 29. ég ætla ekki að svara með neinni gríðarlegri langloku. 

  Að líkja minni skoðun að Mereiles hafi verið okkar besti miðjumaður í fyrra við þá fjarstæðu að jörðin sé flöt er einfaldlega hroki í hæsta gæðaflokki.

  Þú talar svo um einhverja könnun meðal liverpool stuðningsmanna. hvað með þetta þá?

  http://www.visir.is/studningsmenn-ensku-lidanna-voldu-meireles-leikmann-arsins/article/2011110429823

  Er þessi minna marktæk?

  Ég er ekki að nota þetta sem stuðning fyrir minni skoðun, heldur sem svar við því að þú skulir í sífellu vera að skella þessari “leikmaður ársins hjá liverpool” könnun.

  Lucas er fínn leikmaður, svo það komi fram. En mér finnst samt sem áður að lið sem ætlar sér að vera meistari þyrfti meiri gæði í þessa stöðu. 

  Mereiles finnst mér hins vegar maður sem á að byggja á, hann var verulega flottur allan þann tíma sem Kenny var við stjórnvölinn í fyrra, og þó svo að Hodgson hafi ákveðið að nota hann á kantinum þá telur það varla mikið.

   

 30. Ég ætlaði einmitt að koma með þessa sömu fyrirspurn, er búinn að vera að reyna af og til í allt kvöld en fæ alltaf sömu skilaboðin: Service Temporarily Unavailable, var búinn að stilla upp liði með 3 Liverpool mönnum og svo Enrique í Newcastle en hann er orðinn Liverpool maður núna svo ég þarf að finna annan í hans stað.

Æfingaleikur: Liverpool – Valencia 2-0

Liverpool: The Complete Record