Raunhæfar væntingar [könnun]

Liverpool FC stefnir alltaf á toppinn, en hvað telja lesendur Kop.is vera RAUNHÆFT markmið í deildinni í vetur?

  • Meistaradeildarsæti er takmarkið. (83%, 1,079 Atkvæði)
  • Þetta lið getur unnið titilinn! (10%, 134 Atkvæði)
  • Þetta lið nær ekki Meistaradeildarsæti. (7%, 94 Atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 1,307

Loading ... Loading ...

Ég skilaði í gær inn minni spá fyrir niðurröðun liða í Úrvalsdeildinni á komandi tímabili, fyrir árlega spá okkar hér á Kop.is sem mun birtast í næstu viku, og í fyrsta sinn í nokkuð mörg ár átti ég gífurlega erfitt með að staðsetja Liverpool í spánni.

Dæmi: í fyrra var ég nánast handviss um að Roy Hodgson gæti ekki skilað þáverandi liði í Meistaradeildina og spáði liðinu 5. sæti það árið. Árið þar áður var ég viss um að Liverpool gæti unnið titilinn og spáði þeim titlinum 2010, eins og kollegar mínir gerðu líka. Ég hafði hárrétt fyrir mér í fyrra en kolrangt fyrir mér árið þar áður en í bæði skiptin taldi ég mig hafa mjög skýra hugmynd um stöðu Liverpool í deildinni þegar mótið var að hefjast.

Í ár hef ég ekki hugmynd. Það eru svo margar óþekktar stærðir á þessu liði á þessum tímapunkti að það er allt eins hægt að færa rök fyrir því að liðið endi aftur í 6.-7. sæti eins og hægt er að færa rök fyrir því að liðið vinni titilinn.

Skoðum helstu rökin með og á móti velgengni Liverpool í vetur. Fyrst það jákvæða:

  1. Stöðugleiki utan vallar. Öfugt við síðustu 3-4 tímabil (frá Klinsmann-blaðamannafundi Rafa í nóvember 2007, í rauninni) er núna allt með kyrrum kjörum utan vallar. Eigendurnir eru komnir til að vera og eru að segja/gera rétta hluti, engar hreyfingar eru á stjórn félagsins og klúbburinn er skuldlaus. Menn geta einbeitt sér 100% að því sem er að gerast inná vellinum.
  2. Knattspyrnustjórinn er öruggur í starfi. Frá sama tímapunkti og í síðasta atriði, þ.e. frá Klinsmann-blaðamannafundinum, hefur ríkt óvissa um framtíð knattspyrnustjóra Liverpool. Rafa Benítez háði stríð við eigendur liðsins í tvö og hálft ár áður en hann vék og skipti stuðningsmönnum í með/á móti hópa á þeim tíma og Roy Hodgson var óvinsæll og valtur í sessi frá byrjun til enda. Óvissa ríkti um langtímaframtíð Kenny Dalglish fram á vorið en nú hefur hann verið ráðinn til lengri tíma og um það rífst enginn. Hann nýtur sennilega meira starfsöryggis en allir stjórar Englands, utan Sir Alex Ferguson, til samans á þessum tímapunkti.
  3. Nýir leikmenn. Á þessu ári er búið að kaupa þaulreyndan varamarkvörð og fimm rándýra leikmenn sem eiga að öllu eðlilegu að koma beint inn í byrjunarliðið í vetur og styrkja því bæði okkar sterkasta 11-manna lið og auka breiddina til muna. Og ekki er víst að menn séu hættir að kaupa í sumar. En með nýjum leikmönnum kemur jákvæðni, sjálfstraust, spenna og kraftur sem ætti að skila sér í betri byrjun en í fyrra.
  4. Engin Evrópukeppni. Já, við erum að tala um Liverpool FC og það er aldrei jákvætt að þessi klúbbur endi tímabilið utan Evrópusæta. En úr því sem komið er verður að líta á það sem plús fyrir tímabilið fram undan að liðið sé ekki líka að spila í Evrópukeppni. Fyrir áramót er liðið að fara að spila á bilinu 1-3 Deildarbikarleiki og svo bara deildarleiki. Það er því hægt að einbeita sér 100% að deildinni og liðið verður ekki jafn þreytt eða útkeyrt í og eftir jólatörnina eins og Evrópuliðin.

Nokkuð jákvæðir punktar og ef menn horfa bara á listann hér að ofan er auðvelt að ákveða að það ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að liðið keppi um titilinn. En… svo skoðar maður neikvæða listann:

  1. Meiðslavandræði. Og þá sérstaklega Steven Gerrard og Daniel Agger. Meiðsli geta einfaldlega eyðilagt tímabilið hjá toppliði (sjá Chelsea á köflum síðustu ár, til dæmis) og þótt hópurinn okkar sé sterkur í dag eru ákveðnir leikmenn mjög brothættir, að því er virðist. Ef Gerrard og Agger lenda í svipuðum tímabilum og í fyrra er það mikil blóðtaka að vera án þeirra enda lykilmenn í liðinu, og eins hafa leikmenn eins og Glen Johnson, Martin Skrtel, Raúl Meireles, Andy Carroll og Martin Kelly sýnt það undanfarin 2-3 ár að við getum ekki gengið að því vísu að þeir verði allir heilir á sama tíma oft í vetur. Maður getur lítið annað en krosslagt fingur en ekki láta það koma ykkur á óvart ef Dalglish nær ekki oft að stilla upp sínu sterkasta byrjunarliði fyrir áramót.
  2. Andy Carroll og hinir nýju leikmennirnir. Ég nefni Carroll sérstaklega af tveimur ástæðum: fyrst, af því að hann og Suarez voru einu nýju leikmennirnir sem komu í janúar og af þeim tveimur efast enginn lengur um að Suarez verði dýnamít í vetur, og svo af því að leikmennirnir sem við keyptum í sumar kostuðu ekki 35m punda (með pressunni sem því fylgir) og þeim er ekki ætlað að vera sá leikmaður sem liðið er byggt upp í kringum. Carroll, greyið, er ungur og enn að venjast pressunni sem fylgir liði sem talar um titla á hverju ári en Dalglish er búinn að sníða liðið að hans þörfum, án þess þó að vita nákvæmlega hvort Carroll getur staðið undir því. Ef Henderson eða Adam valda vonbrigðum í vetur getur liðið lifað það af því það er mikil breidd á miðjunni. Ef Downing veldur vonbrigðum er hægt að nota Suarez og Kuyt á köntunum með góðum árangri eins og seinni helmingur síðasta tímabils sýndi. En ef Carroll reynist vera gúmmítékki? Þá er þetta lið í vondum málum.
  3. Vörnin. Fimm æfingaleikir, fimmtán mörk fengin á sig, þrjú í hverjum einasta leik gegn ekki beint heimsklassamótherjum. Við hljótum að spyrja okkur: er Carragher of gamall? Eru Skrtel og Agger of brothættir? Hver á að vera vinstri bakvörður? Getur Glen Johnson varist jafn vel og hann sækir? Eru Flanagan og Robinson of ungir? Á virkilega að treysta á Fabio Aurelio? Það eru mörg spurningarmerki í kringum vörnina í upphafi tímabils og við megum hreinlega ekki við því að taka fyrsta fjórðung mótsins bara í að finna varnarlínuna sem virkar og getur haldið hreinu, eins og gerðist í fyrra.

Þegar maður skoðar jákvæðu punktana hlakkar maður til titilbaráttu, en svo skoðar maður neikvæðu punktana og óttast að annað Roy Hodgson-tímabil sé í uppsiglingu. Og það er ansi erfitt að greina á milli og átta sig á hvar þetta Liverpool-lið er í raun og veru statt í dag.

Þannig að ég spyr ykkur, kæru lesendur: hverjar eru raunhæfar væntingar okkar stuðningsmanna til liðsins í vetur?

124 Comments

  1. Sjálfur held ég að Meistaradeildarsæti sé raunhæft takmark. Ég tel vera möguleika á að liðið berjist um titilinn en ekki að það vinni deildina. Að vera með í baráttunni er best case scenario að mínu mati, að enda utan Meistaradeildarsæta en komast í Evrópudeildina er worst case scenario. Ég efa að liðið verði neðar en 6.-7. sæti. Við höfum styrkt okkur í sumar og ég er ánægður með leikmennina sem hafa komið inn en við erum samt ennþá skrefi eða tveimur á eftir United, City og Chelsea í gæðum leikmannahóps og ættum því að vera skrefi eða tveimur á eftir þeim í deildinni. Helsta von okkar um Meistaradeildarsæti er bröltið sem hefur verið á Arsenal í sumar og að þeir nái ekki flugi næsta vetur eða hrynji aftur eftir áramót. Ef þeir hins vegar ná að smella í gírinn getur vel verið að gott gengi Liverpool í vetur nægi samt ekki til að komast í Meistaradeildina, því liðin fyrir ofan okkur (Arsenal meðtalið) eru öll það sterk ef þau ná flugi.

    Ég á von á Meistaradeildarbaráttu, læt mig pínkulítið dreyma um titilbaráttu en er skíthræddur við meðalmennskuna. Þetta tímabil þarf að fara að byrja svo þessari óvissu ljúki!

  2. Raunhæfar væntingar miðað við akkurat núverandi hóp er barátta við arsenal um 4 sætið, ef arsenal halda fabregas og nasri og bæta við 1-2 mönnum þá er raunhæft 5 sætið, ef þeir hinsvegar missa annanhvorn án þess að styrkja sig nægilega þá er 4 sætið mjög raunhæft. ef við á móti náum inn vinstri bakverði og miðverði, og í fullkomnum heimi stræker fyrir ngog, þá sé ég okkur vel berjast um 3-4 sætið ef ekki ofar. en mitt mat er að akkurat núverandi hópur mun ströggla að ætla sér ofar en 4 sæti og það í allra besta falli. 

  3. Maður er spenntur, en preseason er alltaf preseason.  
    Kóngurinn er að máta hitt og þetta og við sjáum hvað setur svo þegar leikir sem skipta máli koma.  

    Þetta er líka spurning um kerfi og miðjuna sem kóngurinn ætlar að spila með, en Lucas og Gerrard hafa ekki tekið þátt í neinum leik ef ég man þetta rétt en Lucas var besti miðjumaðurinn síðasta tímabil. 

    Ég er þokkalega bjartsýnn á þetta en vill fá einn góðan hafsent í liðið. Ef kallinn nær í einn góðann eins og Cahill eða sambærilega góðann og líka leiðtoga þá er ég sáttur.  Ekki meiri breytingar á liðinu.  

    Mitt mat er meistaradeildarsæti.  Annað er óraunhæft. 

    YNWA
     

  4. Það vantaði í raun ekki mikið uppá 4 sætið í fyrra. Enn liðin í 1 – 3 eru öll að styrkja sig og ég tel að ALLT þyrfti að ganga upp hjá okkur til þess að við blöndum okkur í baráttu um þau sæti, enn ég læt mig dreyma samt.
    Raunhæft markmið er 4 sætið í baráttu við Arsenal og Tottenham. Þó að Arsenal styrki sig eitthvað þá tel ég þá ekki vera blanda sér í baráttuna um 1 – 3.
    Ég vona að “the magic is back at Anfield”, allir nýjir leikmenn smell passi inn í liðið, við fáum nýjan miðvörð og vinstri bakk og að við verðum í tililbaráttu í byrjun maí 2012.

  5. Aðeins rólegur með að annað Hodgon tímabil sé í uppsiglingu! Við erum að tala um Kenny Dalglish 😉

  6. Ef aðeins Daglish tímabil síðasta timabils er tekinn, þá hefðum við verið efstir, og það án Gerald og Carrol að mestu.  Liðið gertur alveg átt séns.

  7. Meistaradeildarsæti er það sem á að stefna að þetta árið, og komast á Wembley.  Þó það væri í League Cup!
     
    Annars flott yfirferð hér um leikmannahópinn sem ég er að mörgu leyti sammála!
     
    http://redtintedglasses.wordpress.com/2011/08/03/201112-season-preview-liverpool-fc-and-the-25-man-squad-dilemma/
     
    Verðum að kaupa vinstri bakvörð, gætum bætt við okkur í hafsentum og vængjum vegna aldurs “squad” leikmannanna þar og mögulega í senter.  Þannig er staðan núna í klúbbnum finnst mér – vonandi náum við að laga það fyrir gluggalok…

  8. ég held að Daniel Agger og Steven Gerrard munu ekki meiðast jafn mikið afþví að við erum ekki í evrópudeildinni…

    þá er minna álag á þeim.

    en allavega 1-3 væri geðveikt. !

    YNWA. 

  9. Meistaradeildarsæti er raunhæft takmark.

    En ég er samt alveg á því að þetta lið á fræðilegan möguleika á titli.  Ólíkt því sem ég hélt fyrir ári.  Það þarf auðvitað ansi margt að ganga upp, og þá sérstaklega að deildin verði jafn jöfn og í fyrra.  Ef það gerist, þá er allt mögulegt.

    En þessi barátta um Meistaradeildarsæti verður gríðarlega erfið því við verðum jú að vera fyrir ofan eitthvað af City, United, Chelsea eða Arsenal.  Ef við getum verið fyrir ofan eitt af þessum liðum þá gætum við alves eins lent fyrir ofan hin.

    Ahhhh, gamla góða bjartsýnin er komin aftur.  🙂 

  10. Maggi mér finnst reyndar dálítið kjánalegt í þessum pistli (sem er að öðru leyti ágætur) sem er birtur í gær að ekki sé tekið tillit til þess að Jovanovic sé farinn og viðkomandi virðist ekki alveg átta sig á því að El-Zhar er ekki að fara að gera nákvæmlega neitt þarna og hefur æft með varaliðinu að undanförnu.

  11. Við erum ekki í evrópukeppni, við eigum bara að gefa allt í deildina og vinna þessa fokkings deild , er ekki alveg kominn tími á það ?  til hvers að vera hræddur við hin liðin, við erum ekkert síðri en Arsenal, Chelsea, Shitty og Scums.. Kaupa vinstri bak og svo Cahill. selja NGNGGGGGG og kaupa einn alvöru striker í viðbót….

  12. Meistaradeildarbarátta verður okkar barátta í ár. Við munum berjast við Arsenal og Tottenham um það sæti og það verður alls ekki gefið að ná því sæti. Reyndar eru Man City og Chelsea bæði spurningamerki, óvíst er hvort Mancini nái því út úr mannskapnum sem ætlast er til og sama gildir um Villas-Boas. Held því miður að sama hvað við vonum heitt þá er nú þegar búið að skrifa nafn Manchester United á titilinn. Ég tala nú ekki um ef þeir bæta Sneijder við hópinn sinn. 

    Varðandi greinina sem Maggi bendir á þá er alveg ljóst að greinarhöfundi verður ekki að ósk sinni að öllu leyti. Þetta er vissulega mjög eðlileg og rökrétt greining hjá honum en þessar styrkingar taka meira en eitt sumar. Það má búast við því að ef við náum Meistaradeildarsætinu í vor, þá verði stöður eins og hægri kantur, senter, haffsent styrktar. Þessi 25 manna regla gerir það að verkum að það ÞARF að losa menn út áður en nýir verða keyptir, hvort sem er á láni eða seldir. Þar eru auðvitað usual suspects eins og El Zhar, Jovanovic (farinn), Poulsen, Degen fyrstir á blaði en síðan Aquilani, Cole, Meireles, Maxi, Aurelio, Kyrgiakos næstir. Og fara líklega næsta sumar. 

  13. Miðað við mannskapinn sem við erum með og miðað við hvernig við enduðum seinasta season á 4.sætið að vera raunhæft markmið allra Liverpool manna, en eins og fyrir hvert einasta nýja season viljum við Liverpool menn vera með of háar kröfur á Liðið. Þegar maður horfir á neikvæðu punktanna er rosalega stutt á milli þess að lenda í 4.sæti og 8. sæti. Þetta geta verið aðeins 3-4 tapleikir á meðan gerrard, agger, Suarez og kuyt voru meiddir. En það er líka afhverju við erum frekar bjartsýnir því núna eigum við back-up fyrir alla þessa leikmenn, nema kannski Agger.
    En ég ætla samt að vera rosalega bjartýnn og spá Liverpool 3.sætinu.

  14. Mér finnst Meistaradeildarsæti vera mjög raunhæft. Ég hef ekki miklar áhyggjur af meiðslavandræðum hjá Gerrard því núna erum við komnir með góða breidd á miðjuna og pressan á Gerrard að draga liðið á herðum sér eins og hefur verið undanfarin ár, ætti að vera farin. Mér þætti mjög trúlegt að sjá Gerrard spila c.a. 25 leiki í vetur í deildinni. LL og CA eru vel hæfir til að stjórna miðjuni þegar SG spilar ekki. Mér fannst liðið spila virkilega vel seinnipart síðasta vetur án SG. Álagið og pressan mun dreifast á alla hef ég trú á. SG er kominn á 32. aldursár og ef álaginu er dreift á alla sé ég SG spila í svona 2 – mögulega 3 ár, ef hann sleppur við slæm meiðsl. Agger og Carra eru reyndar áhyggjuefni því það gæti mjög mögulea gerst í vetur að þeir báðir verði meiddir á svipuðum tíma og eins og staðan er í dag þá er breiddin í vörninni ekki nægilega sterk og reynslulítil. Ég vona sannarlega að Enrique gangi í raðir okkar á næstu dögum og ekki væri verra að fá einn miðvörð með þokkalega reynslu til viðbótar.
    Ef Liverpool spilar jafn vel og í fyrra þegar KK tók við, þá hef ég trú að því að við aðdáðendur þurfum ekki að vera naga á okkur neglurnar yfir öllu tímabilinu.
    Þar að auki finnst mér Man City vera spurningarmerki því ekki er enn vitað hvort Tevéz veri í liðinu, og vitum ekkert hvernig Aguero komi til með að plömma sig í PL.
    Ég held að ekkert lið komi til með að sigla framúr öðrum toppliðum af stigum, þannig að þetta season verður spennandi og gaman. Ég hlakka roselega til 13. Ágúst.
    Eddi

  15. Ívar hvernig getuðu talið Meireles með í þeim hóp sem þarf að losa út næsta tímabil ?

  16. Meistaradeild hlýtur að vera takmarkið – held að við séum ekki ready í titilbaráttu. Við erum með fjölda nýrra leikmanna sem verða að spila sig saman – sú aðlögun mun án efa kosta okkur dýrmæt stig. Þó að Dalglish hafi gengið vel með liðið síðan hann tók við mega menn ekki alveg missa sig. Ekki gleyma að þetta félag var í algjörri rúst í janúar, við erum ekki að fara að stökkva beint í að lyfta dollunni 18 mánuðum síðar. 

    Ef við komum okkur aftur á kortið = Meistaradeildarsæti á þessu tímabili getum við farið að gera okkur stærri vonir fyrir 2012-2013 tímabilið. Við erum á uppleið og stefnum hærra.

  17. Úr redtintedglasses pistlinum, heyr heyr!:

    Yet, this has not deterred the glass-half-empty fans and critics from using the transfer fee as a stick with which to beat the player. Over-rated, they say. Over-priced, they moan. My personal opinion? For what it’s worth, I would much rather we spend £20m on a player who can actually contribute to the team on the pitch, as compared to paying £20m in interest fees annually to the bank. Does the latter scenario ring a bell? Exactly what I thought as well.

     

  18. Ég tel að meistaradeildarsæti sé mjög raunhæft, liðið sýndi á seinnipart síðustu leiktíðar að það getur vel keppt við hin stóru liðin. Með þeim leikmönnum sem keyptir hafa verið ætti liðið, þar að auki, að hafa styrkst og því er er lítið því til fyrirstöðu að ná topp fjórum. Eða svona því sem næst.
    Þau lið sem enduðu fyrir ofan okkur á síðasta tímabili verða, held ég, öll dálítið spurningamerki á komandi leiktíð.

    Manchester United hefur misst nokkra gamalreynda leikmenn úr sarpi sínum og munar þar helst, að mínu mati um van der Sar. Vissulega hefur liðið fengið De Gea en hann er mjög ungur og þannig lagað séð frekar óreyndur. Því má alveg velta því fyrir sér hvort hann geti fyllt það skarð sem van der Sar skilur eftir sig.

    Chelsea eru enn og aftur búnir að skipta um þjálfara. Villa Boas er víst eitthvað undrabarn og var meðal annars orðaður við Liverpool. Auðvitað má ekki líta fram hjá þeim árangri sem hann hefur náð á stuttum tíma en ég set samt stórt spurningamerki við hann. Svo hefur Chelsea lítið keypt hingað til og ekki nema níu dagar í fyrsta leik, það gæti haft áhrif svona fyrst um sinn ef nýjir leikmenn bætast í hópinn á síðustu stundu.

    Manchester City er ógnarsterkt á pappírnum en ég er ekki jafnsannfærður um að liðið verði jafngott á vellinum. Það er Madrid Galatico fnykur af þessu liðið. Þar að auki er víst einhver sundrung á meðal leikmanna vegna launamála, ef eitthvað er að marka Daily Mail. 

    Arsenal liðið er óráðin gáta. Fabregas sagan endalausa mun sennilega hafa áhrif. Ef hann fer þá gæti liðið annaðhvort orðið hauslaus her eða hreinlega girt í brók og orðið sterkara fyrir vikið. Liðið má þó ekki við að missa fleiri lykilmenn eins og Nasri, sem mun þó að öllum líkindum ekki fara.

    Tottenham er það lið sem minnstar áhyggjur þarf að hafa af. Ef þeir missa Modric til Chelsea þá missa þeir ansi stóran bita úr sínum kjafti og hafa lítinn tíma til að finna annan.

    Allt eru þetta bara hugleiðingar manns sem veit ekkert um knattspyrnu, þannig ekki taka mark á þeim. 

  19. Reina = Einn af top 5 bestu í heimi.

    Johnson = Besti enski hægri bakvörðurinn.

    Carragher = Er gamall en með mikla er ALLTAF tilbúinn að fórna sér fyrir LFC.

    Agger = Að mínu mati okkar besti maður þegar hann er heill.

    ????? = Ég held að það sé alveg ljóst að það mun koma nýr vinstri bak.

    Gerrard = Þarf að segja meira ?

    Lucas = Frábær tæklari, okkar besti maður í fyrra.

    Adam = Var einn af þeim bestu í ensku deildinni í fyrra.

    Downing = Frábær crosser, með besta hlutfallið í deildinni. Besti maður Villa í fyrra.

    Kuyt = Fáránlega mikilvægur fyrir LFC. Gefst aldrei upp.

    Suarez = Sjúklega góður, bestur í Copa America.

    Carroll = Tapar sjaldan í loftinu. Liðið byggt í kringum hann.

    Það er alveg ljóst að ef LFC smellur saman og ALLT gengur upp þá erum við til alls líklegir. Auðvitað eru veikleikar í liðinu, en mér sýnist á öllu að það er verið að styrkja þær stöður sem taldar eru veikleikar liðsins.

    Mín spá er því Meistaradeildarsæti.  

  20. Ég hef miklar áhyggjur af Johnson hægra megin en ég vona svo sannarlega að hann sannfæri mig um ágæti sitt – 18 ára norskur piltur fíflaði hann upp úr skónum hvað eftir annað í leiknum gegn Valerenga.

  21. Það vantar greinilega Lucas fyrir framan vörnina í æfingaleikjunum, það hljóta menn að sjá.

  22. Mitt mat er meistaradeildarsæti, gallinn er bara sá að það eru a.m.k. 6 lið sem ætla sér þessi 4 sæti.
    Leikirnir raðast upp þannig í deildinni hjá Liverpool að við fáum ekki marga leiki til að þjappa hópnum saman.
    Sunderland heima í fyrsta leik og svo útileikur gegn Arsenal.
     
    En mikið djöfull er ég orðinn spenntur fyrir því að deildin sé að byrja, splæsti meira að sega í fokdýra áskrift hjá Sport2………skítabragð í munninum 🙁

  23. Að sjálfsögðu meistaradeildarsæti lágmark! Auðvitað er það raunhæft, hví þarf að ræða það eiginlega? Hópurinn sterkur og Liverpool er bara meistaradeildarfélag (í það minnsta)!!

  24. Ég er hjartanlega sammála í þessum málum. Fyrsta sætið er alveg raunhæfur möguleiki miðað við hvað hópurinn er orðinn flottur. En mörkin sem við höfum fengið á okkur í þessum æfingarleikjum segir mér að við verðum heppnir ef við náum 4. sætinu. Ef við næðum að styrkja vörnina og gæfum Reina séns að halda hreinu jafn oft og hann gerði í denn þá eru allir vegir færir. Þetta hvílir allt á vörninni.

  25. Sammála Grána með það að Lucas er gríðarlega mikilvægur fyrir varnarvinnu liðsins.  Hann er eini miðjumaðurinn sem er alltaf til staðar til að vernda varnarlínuna.  Við höfum séð þegar Liverpool reynir t.d. að spila 4-4-2, þá eru yfirleitt notaðir 2 box to box miðjumenn sem ráða ekki við það verkefni.  Eru yfirleitt illa staðsettir þegar andstæðingarnir sækja hratt.  Ef okkar varnarlína fær á sig hraðar sóknir þá líta þeir yfirleitt mjög illa út þar sem allan hraða vantar í miðverðina okkar.  Það sem ég er að reyna að segja er að við verðum að spila með einn dmc á meðan við höfum ekki einn dóminerandi miðvörð sem gjörsamlega getur allt og étur allt.  Þetta er ástæðan fyrir því að við spilum yfirleitt með 3 menn inni á miðjunni, einn sem heldur og hinir 2 með meira frelsi.  Ég fór að fylgjast vel með Charlie Adam þegar hann var fyrst orðaður við okkur í fyrra og tók þá einmitt eftir einum stórum galla við hans leik, hann fer mun hægar til baka heldur en fram á við.  Bara fer til baka á jogginu eins og fyrirliðinn okkar ástkæri hefur gert meira og meira af undanfarin ár.  Þegar Lucas kemur til baka fer þetta að líta betur út….

  26. Sælir félagar.
    Veit einhver hvernig áskriftin að LFC TV virkar, er hægt að horfa á alla deildarleiki Liverpool þar í beinni útsendingu í góðum gæðum?

  27. Við erum klárlega komnir með lið og þjálfara sem á bullandi séns að ná aftur inn í CL. Sérstaklega miðað þær aðstæður sem eru hjá LFC (ekki í Evrópu, mikil stemmning og góðar styrkingar) og ekki síður útaf mismunandi aðstæðum hjá helstu keppinautum okkar eins og Theodór Ingi (#19) tekur svo ágætlega saman. Við ættum ekki að vera með neina minnimáttarkennd gagnvart liðunum í topp 4 enda töpuðum við ekki fyrir þeim í deildinni undir stjórn Kenny. Pökkuðum báðum Manchester-liðunum saman, varnarsigur á Brúnni og dramatískt jafntefli gegn Skyttunum á flugvellinum.

    Þess vegna er ég bæði sáttur við Henry að létta pressunni með því að tala ekki um titilinn í ár en ég er enn sáttari við King Kenny að vilja ekki bara sætta sig við CL-sæti. Síðan hvenær ætti honum að finnast 4.sæti vera e-ð til að stefna á??? Aldrei! Miði er möguleiki og klisjan um að einbeita sér að næsta leik verður aldrei sannari en í vetur.

    Málið er að það getur alltaf brugðið til beggja vona í toppbaráttunni og það þarf góðan skammt af heppni til að ná alla leið. En menn skapa sér líka sína eigin heppni eins og Gauji Þórðar segir svo spekingslega. Það getum við gert með því að auka breiddina og taka ekki sénsinn á óskalögum sjúklinga og skallapoppi ellismella. Ef við kaupum vinstri bakvörð og miðvörð af byrjunarliðs-kaliberi þá eigum við séns í titilinn ef Óðinn og lukkan leyfa. Það góða er að miklar líkur eru á Enrique-kaupum (enginn hjá LFC eða NUFC neitað því) og Cahill kom sterkur inn í umræðuna í gær. Vonandi hefur Commolli verið a sína klækindi og þolinmæði til að landa þeim á ásættanlegu verði og þegar minni líkur eru á samkeppni um þá.

    Þannig að mín spá er að það verði af þeim styrkingum sem til þarf og að við getum unnið titilinn.

    Jöfnum leika = 19-19!!

  28. Gísli, nei. Sjónvarpsstöðvar um allan heim eru með sýningarrétt að deildar- og bikarleikjum í Englandi og þess vegna má LFC TV ekki sýna þá beint og ekki setja inn myndbönd með helstu tilþrifum leiksins fyrr en daginn eftir leik. Þannig að þú getur ekki horft á einn einasta leik í beinni í vetur á LFC TV.

  29. Takk Kristján Atli, alltaf hægt að treysta á greinagóð svör hér á Kop.is
    Þetta er þá eins og mig grunaði.

  30. Eins leiðinlegt og mér þykir að segja þetta held ég að Manu séu í áskrift af titlinum næstu 2-3 árin, ansi hræddur um það, en við getum vel miðað á fjóra sætið, annað finnst mér vera full mikil bjartsýni.

  31. Tæp 90% sem eru sammála að 4 sætið sé takmarkið. Vona að þetta þaggi niður í þeim sem tala um að Liverpool aðdáendur tali alltaf um “næsta ár ”  (8% samkv þessu)

    Arnar Björnsson er búinn að fara hamförum í morgun í útvarpinu um þessar 100 plús milljónir sem við höfum eytt í leikmenn síðan Kenny tók við.

    Ef við myndum selja allt liðið okkar fyrir 300 millur, og kaupa nýtt lið á 300 millur ætli fréttirnar væru fullar af “Liverpool búnir að eyða 300 millum í leikmenn í ár”  ? 

     

  32. Mér finnst reyndar vanta í neikvæðu upptalninguna að leikurinn gegn Sunderland verður í raun fyrsti alvöru leikur Dalglish með liðið. Leikirnir eftir áramót voru í raun pressulausir æfingaleikir sem unnust margir hverjir á frelsinu sem ráðning Kenny veitti leikmönnum og öllu í kringum liðið. Nú fyrst reynir virkilega á Kenny og þá er spurningin, lifir enn í gömlum glæðum? Ég segi klárlega já, maðurinn er fæddur winner og það smitar alltaf út frá sér. Að því sögðu er hefur liðið ekki enn bolmagn í steypa Chelsea, City (geta keypt það sem þeir vilja) og Utd. (með Fergie og hafa styrkt sig mjög skynsamlega, tala nú ekki um ef þeir ná í Sneijder) og því verður meistaradeildarbarátta raunin þetta árið.

    Tottenham hafa lítið styrkt sig og ég er ekki eins hrifinn af Harry og enska pressan og held að baráttan verði milli Arsenal og okkar manna. Það er bæði raunhæft markmið og sanngjarnt. Breytingar taka tímann og þeir sem ætlast til að liðið taki dolluna lifa í skýjaborgum. Niðurstaða: Ef Arsenal missir Fagbregast og Nasri og Wenger bætir ekki nægilega góðu við verður allt fyrir neðan 4. sætið mikil vonbrigði, annars hörð barátta við nallara.

  33. Hvað ætli pulsurnar á lélegast knattspyrnuspjallborði Íslands (manutd.is, sem spannar svona 5 comment á dag – meistaradeildarþráður þeirra náði meira en tveimur heilum blaðsíðum – á meðan 10 línufrétt hér um AA fer yfir 100 comment) segji við þessu ?

    Þráður þeirra um gullkorn Liverpool stuðningsmanna virðist ganga út frá því að 99% stuðningsmanna LFC spái þeim titlinum – og vitna þeir í ummæli sem eru annaðhvort skrifuð í CAPS LOCK eða með á annað hundrað upphrópunarmerkja (já, eflaust skoðanir/skrif innan við þessara 8% sem telja raunhæft markmið að verða meistarar). Þetta er svipað og að alhæfa um alla Íslendinga um að þeir séu atvinnulausir aumingjar sem nenna ekki að vinna – er atvinnuleysið ekki annars á milli 7 og 10% í dag ?

    Annars er ég sammála meirihlutanum hér – það eitt og sér að ætla að ná CL sæti verður erfitt og ætti að vera markmið nr 1, 2 og 3 hjá okkur. Alls ekki víst að það náist, enda 5-6 lið sem koma til með að berjast um efstu fjögur sætin. Ég tel innan við 1% líkur á því að við gerum atlögu að titlinum, það er oft sagt að sókn vinni leikina en vörnin deildina – þarf þá ekkert að skíra þetta neitt nánar.

    En þessar rækjusamlokur á barnalandi.is (manutd.is) mega endilega kvóta í þennan póst/þráð/comment til tilbreytingar, enda vita það allir að þeir stunda þessa síðu grimmt. Ef þeir ætla að vera sanngjarnir í sinni gagnrýni/gríni á kostnað LFC stuðningsmanna þá skal rétt vera rétt – ekki taka skoðun minnihlutans og gera að skoðun meirihlutans.

  34. Liverpool er Liverpool……stefnum að 1 sæti í úrvalsdeildinni eins og venjulega…… kæmi mér ekki á óvar ef það gefur ekki meistaradeildarsæti…………:)

  35. Eins og ég hef sagt áður. Það er rosalega mikilvægt að byrja mótið í ár vel svo mórallinn haldist áfram góður innan liðsins og meðal Liverpool aðdáenda um allan heim. Ef við verðum í nálægð við toppinn til áramóta getur allt farið á flug og önnur lið farið að óttast okkur. Góð kaup í janúar gætu svo lyft hópnum inní topp 3 og jafnvel í atlögu að Englandsmeistaratitlinum.
     
    Stóra spurningin er hvernig við komum til með að spila. Hvort við tökum Tottenham á þetta fyrir áramót og hápressum flest lið með blússandi sóknarleik. Spurning hversu lengi liðið og t.d. Suarez haldi það út líkamlega. Við sýndum það á Anfield gegn Man Utd og City í fyrra að þegar þetta lið okkar pressar toppliðin af alvöru er það verulega illviðráðanlegt.

    Einhverstaðar las ég að ætlun þjálfara Liverpool væri að heimfæra 2-3-2-3 pressukerfi Barcelona yfir á enska boltann þegar við þurfum að sækja sigra gegn litlu liðunum sem hefur lengi verið akkilesarhæll liðsins en vera samt líka physical og nota lang ball þegar við á. http://its-liverpools-knee.blogspot.com/2010/11/tactics-are-barcelona-reinventing-w-w.html

    Það er spurning hvort takist að heimfæra leikkerfi Dalglish frá 1989 yfir á nútímann og ná þessu flæði sem einkenndi okkar klúbb uppá sitt allra besta. http://www.guardian.co.uk/football/blog/2011/jan/10/kenny-dalglish-tactical-2011-liverpool
    Maður skilur allavega betur þessi kaup á central miðjumönnum, vinstri sóknarbakverði, Downing og Jordan Henderson ef ætlunin er að stilla þessu upp svona með pjúra vinstri kantmann og hægri kantara sen vinnur inná miðjuna ásamt overlappandi bakvörðum.

  36. Liverpool er Liverpool……stefnum að 1 sæti í úrvalsdeildinni eins og venjulega…… kæmi mér á óvart ef það gefur ekki meistaradeildarsæti…………:)

  37. Það er nú óþarfi að hæpa upp kaup þessa skítaklúbbs. Þetta eru jú allt stór nöfn þannig séð en ef þú rýnir í það kemur í ljós að De-gea fyrir van der saar er harla bæting. Jones slær hvorugan miðvörðinn úr liðinu svo þar er bara aukin breidd. Þannig eini styrkurinn er í Young (svo vonar maður að ekki bætist í)
    Chelsea og Arsenal hafa ekkert verið að styrkja sinn hóp að ráði.
    Eftir stendur þá city sem hafa svona helst verið að bæta sinn hóp… og við
    Þannig 1.sætið tel ég alveg vera raunhæft, en ég býst alls ekki við því heldur vonast eftir topp 4 og allt annað væri bónus.
    Djöfull hlakar mann samt til að þetta blessaða mót fari bara að byrja

  38. Af 454 atkvæðum greiddum virðast laaaangflestir verða á því að Meistaradeildarsæti sé raunhæf markmið.
     
    “Þetta lið nær ekki Meistaradeildarsæti. (6%, 32 Atkvæði)” 
    Af þessum 32 gerir enginn grein fyrir atkvæðinu sínu, af hverju er það?
    Eru þetta stuðningmenn annara félaga sem oft koma hingað inn til að trolla?
     
    Ég virði algerlega þá skoðun að Liverpool nái ekki Meistaradeildarsæti, en mér þætti samt áhugavert að vita hvað býr á bakvið hana.

  39. Eg greiddi athvæði um að við yrðum i titilbarattu vegna þess að Kenny Dalglish er snillingur að lesa mótherjana og Steve clark er snillingur i varnar vinnu.
     

  40. Sælir félagar!
     
    Stefna KKD er örugglega að fara í hvern leik til að vinna hann.  Það ætti að ganga eftir í 97 til 8 % tilvika.  Því er meistaradeildarsæti öruggt og titilbarátta alla leiktíðina.  Sú barátta mun standa á milli LFC, CFC  MCFC.  Þar af leiðir er MU, Arsenal og Sunderland að berjast um 4. sætið.  Tottenham verður að þvælast um og fyrir ofan miðja deild ásamt með Villa og Everton.  Þetta verður því spennandi og skemmtileg leiktíð ekki síst vegna þess að MU verða í vandræðum með meistaradeildarsæti.  Trúið mér til.
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA

  41. Sælir.

    Gaman að þessari könnun og sjá hver viðbrögðin eru við henni 🙂    

    Í vor hugsaði ég með mér að það hlyti að vera stefnan hjá LFC að komast inn í meistaradeildina að ári – og taldi á þeim tíma ekki óraunhæft að stefna á 3.-4. sæti í lok tímabils 2012.  Kaup okkar í sumar hafa staðfest þessa von mína – það er metnaður fyrir því að bæta sig og kaupin eru mjög álitleg það sem af er tímabili.

    Hinsvegar hef ég fylgst með okkur í sumar og við erum að leka inn mörkum í bílförmum, ég veit fullvel að þetta eru BARA æfingaleikir, en það eru gríðarlegir veikleikar í vörninni okkar.  Carragher er t.d. kominn á síðasta snúning finnst mér.  Ég hlýt að fá yfir mig vænan skammt af drullu því það virðist vera að það megi ekki gagnrýna Carragher á nokkurn hátt.  Ekki misskilja mig – ég elska Carra – sannari Liverpool mann en hann finnst ekki um víða veröld. Carragher hefur aldrei verið mjög snöggur á sprettinum, en ávallt bætt það upp með afburða leikskilning og staðsetningum á velli.  Mér hefur hinsvegar síðustu 18 mánuði fundist hann dala talsvert hvað varðar með staðsetningar sínar og hann líður mikið fyrir það þegar við höfum ekki akkerið á miðjunni til að verja öftustu fjóra (Lucas).  Þetta skánar vonandi þegar Lucas fer að koma aftur inn.

    Agger er okkar besti varnarmaður, góður á boltann og með hraða – hann er þó með svakalega meiðslasögu á bakvið sig og mér finnst að það sé bjartsýni að treysta á að hann spili 30 leiki + í deild nema til komi kraftaverk. 

    Skrtel er svona blue-collar varnarmaður, ekkert afburðagóður í neinum þætti varnarmennsku, en þó ágætur í sennilega vel flestu.  Vel nýtilegur kostur.

    Í bakvarðastöðunum höfum við einhver mestu efni sem hafa komið upp samtímis hjá nokkru liði – Kelly, Flanagan og Robinson. Robinson finnst mér ekki fá nægilega umfjöllun persónulega, hinsvegar staðfestir úttekt tímaritsins World Soccer (júl 2011) þá skoðun mína að þar fer afburða efni. 
    Við þurfum þó hafsent og vinstri bakvörð – stöður sem ég er 90% viss um að verði keyptir leikmenn í áður en tímabilið hefst. Það mun slá á áhyggjur mínar og við siglum þessu 4.sæti (að lágmarki) heim.

    YNWA  

  42. Sælir aftur félagar
     
    Ég ætlaði að benda á það sem margir hafa nefnt að Carra er auðvitað orðin gamall af fótboltamanni að vera.  Guðni#42 telur að hann sé búinn að tapa skilningi (?) sínum á leiknum og sé þar af leiðandi ekki frambærilegur lengur.  Ég er ósammála en ætla ekki að “drulla yfir” Guðna fyrir þessa skoðun hans. Hann hefur fullan rétt á henni enda málefnalega fram sett. Hinsvegar er ég ósammála honum.
     
    Ég vil bara benda á frammistöðu Carra seinni hluta síðustu leiktíðar eftir að hann komúr axlarmeiðslunum.  Hún var frábær og hann mun kæfa allar efasemdarraddir í vetur. Carra er leikmaður sem gefur sig allan í alvöruleiki og hann ætlar ekki að vera meiddur í upphafi leiktíðar og hefur því haldið sig til hlés í æfingaleikjum sem engu máli skipta.  það er líka mjög áríðandi nú þegar Skertellinn er meiddur.
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA

  43. Ég er frekar ósammála því sem Brusi (#33) segir þegar hann talar um leikina eftir áramót undir stjórn Kenny sem “pressulausa æfingaleiki”. Það má vel vera að sökum hæfni Kóngsins og Clarke að það hafi litið þannig út og að margir leikmenn hafi verið frelsinu fegnir undan oki Hodgson en pressan var alveg til staðar samt sem áður.

    Þegar hann tekur við liðinu þá er sjálfstraustið í lágmarki, staðan í deildinni léleg, mikið um meiðsli og gæði leikmannahópsins takmarkaður. Fyrsta mánuðinn eftir að Kenny tekur við þá er Carra meiddur og þegar hann kemur aftur inn þá meiðist Gerrard nokkrum leikjum síðar og er ekki meira með það tímabil. Sem sagt, andlegir leiðtogar og tveir af betri leikmönnum liðsins eru hálft í hvoru með. Agger, Aurelio og Johnson eru einnig inn og út vegna meiðsla. Aðalmarkaskorarinn og stórstjarnan er í fýlu og þvingar svo sölu rétt fyrir lok gluggans og við fyllum það skarð með meiddum Carroll og Suarez í PL-aðlögun.

    Til viðbótar þá er Kenny bara ráðinn til bráðabirgða og þarf svo sannarlega að sýna fram á að hann verðskuldi starfið til langtíma. Það var eflaust margur blaðahákarlinn búinn að skrifa greinabálkinn fyrirfram um að karlinn væri risaeðla sem kynni ekki á taktík eða hraða nútímans og blaður um blinda trú Púlara á kóngnum sínum. Kenny hafði ansi miklu að tapa í formi orðspors og síns sess í sögunni ef hann stæði ekki undir væntingum heillar alþjóðar rauðliða.

    Engin pressa? Ójú, heldur betur! Málið er bara að Kenny er maður til að höndla pressuna og kann réttu handtökin til að koma liðinu á sigurbraut. Það þarf snilling í sínu starfi til að gerbreyta leikstíl liðsins til hins góða, byggja upp sjálfstraust og sigurvilja hjá liði í vonleysi og notast við 17 ára pjakka til verksins í þokkabót. Og er svo bara sigurleik á Tottenham frá því að koma LFC í Evrópukeppni, sama LFC og var í botnbaráttunni nokkrum mánuðum fyrr. Pressan er því ekkert meiri núna í byrjun tímabils heldur en þegar Kenny tók við. Ef eitthvað er þá minnkar það pressuna að vera með sterkari leikmannahóp og að byrja með sama stigafjölda (núll) og hinir keppinautarnir en ekki þurfa að vera að vinna upp forskot. Væntingarnar eru auðvitað meiri en Kenny hefur höndlað væntingar allan sinn feril.

    Einnig vil ég árétta það að þó að ég mér finnist “þetta lið geta unnið titilinn” eins og könnunin spyr um að þá er maður ekki þar með sagt að spá liðinu titlinum. En við komumvel til greina og mér finnst við jafnvel líklegri heldur en Man City sem hafa litla hefð fyrir titlum og byggðir upp á rándýrum málaliðum. Margt sem getur farið úrskeiðis í móralnum hjá Man City þrátt fyrir dýra leikmenn og háa launapakka. Chelskí eru einnig með kornabarn sem þjálfara en öldunga sem sína bestu menn og ekkert sjálfsagt að allt gangi upp hjá þeim. Ég fullyrði að því liði sem tekst að verða fyrir ofan Manchester United að það lið verður Englandsmeistari (ef einhverjum tekst það þá). Þeir hafa besta þjálfarann, einn sterkasta hópinn og mestu sigurhefðinu & kunnáttu. En við höfum jafnbesta þjálfara deildarinnar sem gefur okkur góðan séns 🙂

  44. Vitiði hver er þriðji fyrirliði liðsins? Reina? Kuyt? Nú munu fara að koma slatti af leikjum þar sem hvorki Gerrard né Carra eru inná.

  45. #44 það sem ég á við er pressa af hálfu stuðningsmanna. Held að maður eins Kenny láti ekki einhverjar greinar í blöðum hafa mikil áhrif á sig, sbr. hvernig hann höndlar blaðamannafundi og fl. Hins vegar er maðurinn í svo miklum metum hjá klúbbnum og stuðningsmönnunum að hann hefði getað labbað út á miðjan Anfield og skitið á völlinn og okkur hefði verið sama.

    Þegar ég segi þetta er ég að tala um að hans hlutverk í vor var takmarka skaðann sem Roy skildi eftir sig, ef þú t.d. lítur á viðbrögð fólksins við að komast ekki í Evrópukeppni. M.ö.o honum gat ekki mistekist. Núna er hins vegar krafa um árangur frá stuðningsmönnum og harkan sex. Ekki að klifra upp yfir Sunderland, Everton og fleiri klúbba í þeim dúr, með fullri virðingu fyrir þeim, heldur að brjótast inn í topp 4 aftur. Það er allt annað og stærra verkefni. Ég hins vegar treysti mínum manni 110% fyrir þessu. Einungis að benda á þetta gæti allt eins talist til neikvæðu hliðarinnar hjá KAR í annars mjög góðum pistli.

  46. Sigkarl í #43.  Þú ert að misskilja mig – ég segi ekki að Carra hafi tapað leiksilning sínum – heldur að staðsetningar hans séu ekki þær sömu og verið hafa … 🙂  Leikskilningur er eitthvað sem þú tapar ekki niður – sé hann til staðar á annað borð ..

    YNWA

  47.  
    Ég held að fjórða sætið sé raunhæft, með smá heppni þá er ekki langt í það fyrsta sem hlýtur að vera stefnan hjá Liverpool alltaf.

  48. Já sæll Guðni.  Eru staðsetningar í leiknum byggðar á skilningi á honum?  Bara spyr?
     
    Það er nú þannig
     
    YNWA

  49. Hvort það er raunhæft eða ekki að búast við meistaradeildarsæti, eru það alltaf lágmarkskröfur þegar Liverpool er annars vegar!

  50. það vantar meiri festu á miðjuna, það er þar sem við erum að leka mörkunum.  T.d. í síðasta leik vorum við með einn kantmann sem hélt breiddinni en það vildi enginn vera á þeim vinstri.  Og þeir sem voru á miðjunni voru ekki að skila sér í þær stöður sem þurftu (vera aftasti maður á miðjunni, sópa upp) okkur vantar einn svoleiðis.  Vörnin er skilin eftir með alltof mikið svæði og þeir 4 geta ekki varist öllu.  Ég kenni miðjunni um þennan leka.  Um leið og miðjan fer að halda þá kemur þetta…………..

  51. 53:

    Átæðan fyrir þessu er einföld: Það vantaði bæði Lucas og Meireles í þessa leiki. Þeir eru einu miðjumennirnir færir um að skýla vörninni, hinir eru ýmist djúpir “playmakerar” (Adam, Aquilani, Henderson) eða sóknarmiðjumenn (Gerrard, Cole). Poulsen og Spearing eru reyndar varnarmiðjumenn, en geta þeirra er takmörkuð.

  52. Sigkarl, eigum við ekki að geyma þetta “það er nú þannig” í smá tíma?

  53. Eins og einhver minntist á þá skiptir gríðar máli að byrja tímabilið vel. Með smá velgengni kemur jákvæðni, bjartsýni og trú sem og önnur lið byrja að hræðast Liverpool á nýjan leik. ÉG held nefnilega að við erum alveg með getuna, eða svona hér um bil. Góður hópur sem vinnur saman, finnst gaman í vinnunni og treysta liðfélugum sínum getur gert ótrúlega hluti. 

    Ef vel gengur fyrsta mánuðinn eða svo er aldrei að vita hvað gerist í vetur. Þetta hefur ótrúleg áhrif. Ég held td að mjög mörg lið sem spila td á móti United hafa bara akkúrat enga trú að þeir geti unnið leikinn. Þeir reyna oft að halda hreinu og einstaka sinnum tekst það en yfirlieitt ekki.

    Aftur á móti eru flest lið hætt að hræðast Liverpool og mæta bara full sjálfstraust í leiki. Þettta hefur allt áhrif. Anfield hefur enn þennann “fear” factor en það er bara ekki nóg.

    ÞVí segi ég ef vel gengur í upphafi þá munum við rúlla inn í topp fjögur en annars gæti þetta endað illa hjá okkur og Kenny.  

     

  54. Veit einhver hver staðan er á málinu hjá Birmingham og UEFA keppninni.
    Seinast þegar ég vissi þá var Birmingham á leiðinni í greiðslustöðvun og ef það gerist þá eru þeir bannaðir í keppninni og næsta lið mætir þá í staðinn og í því tilviki er það Liverpool. Það var umferð í kvöld og Birmingham eru ekki að keppa. 
    Er ennþá möguleiki á því að Liverpool muni lenda í Evrópukeppninni ?

  55. Það að SigKarl skuli ekki hafa “drullað yfir” Guðna eru vonbrigði tímabilsins hingað til :)))

  56. Ég valdi “Þetta lið getur unnið titilinn! “ einfaldlega því að þetta lið getur allveg unnið titilinn, eru þeir sem völdu að við náum meistaradeildarsæti að segja að Liverpool geti ekki unnið titilinn ?
    Ég er ekki að segja að LFC séu líklegastir til að vinna þenna titil, en mér finst samt ansi líklegt að þeir verða andskoti fokking nálægt því, en eins og ég er búinn að segja síðan að Charlie Adam var ennþá bara slúður, að LFC verður að fá hafsent og backup striker, það kemur Left back,

    Það er nú þannig lol 

  57. Liverpool FC á að geta spilað hvern leik í deildinni sem bikarleik! Allt á fullum krafti og ekkert gefið eftir og enginn hvíldur vegna þreytu eða meistaradeildarleiks á þrið/mið!

    Það er satt sem Henry segir.. það væru vonbrigði ef Liverpool endar ekki í top4 miðað við núverandi hóp!

    Engin spurning að við berjumst um toppsæti í ár!

    YNWA 

  58. Tek undir með þeim sem hafa áhyggjur af Johnson í hægri bakverðinum. 5 ára sonur minn var að horfa á leikinn gegn Norska liðinu og sagði við mig í halfleik: Pabbi þarf Johnson ekki að fá bleyju

  59. Er einhver með the latest af Jose Enrique og þeirri framvindu? Menn eru orðnir mega spenntir, svo eru líka háværar raddir um að Cahill sé á leiðinni.

  60. Ég sá á einhverri síðu slúður um að LFC væri að bjóða pening og Ngog í Cahill. Það væri frábært ef það gengi eftir.

  61. Ég valdi kostinn um Meistaradeildarsætið enda finnst mér það bara lang skynsamlegasta og raunhæfasta stefnan fyrir tímabilið þó ég vilji auðvitað sjá liðið blanda sér í titilbaráttuna og vonandi enda uppi sem Englandsmeistari – held það muni ekki gerast en ég útiloka liðið alls ekki á þessum tímapunkti.

    Að einblína á sitt lið og hvað það er að gera núna er auðvitað lang mikilvægast en að sjá hvað við erum að fara að keppast við þarf líka að gera. Ef við skoðum hin fimm liðin sem mér finnst líklegust til að berjast við okkur um topp fjögur sætin þá eru þau komin mislangt á leið með að styrkja sig á meðan að Liverpool hefur að mínu mati bara styrkt sig. Chelsea með nýjan stjóra og bara einn, ungan nýjan leikmann keyptan. Arsenal seldu v.bakvörðinn sinn og hafa fengið góðan vængframherja í sitt lið en gætu misst Fabregas og/eða Nasri. Spurs hafa EKKERT gert til að bæta sig né veikja sig. City hefur styrkt sig með varnarmönnum og Aguero. Man Utd hefur misst marga ómissandi persónur og reynslubolta úr sínum röðum en fengið til sín flotta leikmenn. Þetta eru töluverðar breytingar á leikmannahópum liðanna og frá því í fyrra og mjög fróðlegt að sjá hvernig þessi lið smelli í haust – þá sér í lagi finnst mér Man Utd, ríkjandi meistarar, sem hafa misst heimklassa markvörð, Paul Scholes og tvo af varnarmönnum sínum og fengið til sín hinn magnaða Ashley Young og hina ungu Phil Jones og De Gea sem verður forvitinlegt að sjá hvernig munu fitta í liðið og þá sérstaklega De Gea sem tekur við af van der Saar. Þetta er liðið sem þarf að ná að mínu mati, þar á eftir City, svo Chelsea, Arsenal og loks Spurs.

    Í dag get ég séð okkur geta tekið fram úr Arsenal og Spurs og farnir að geta snert Chelsea, hin tvö liðin eru, að ég því miður held, aðeins lengra frá okkur. Ef ég fengi fyrirfram “tilboð” um að Liverpool myndi hoppa um tvö sæti og enda í 4.sætinu þá myndi ég hrifsa það til mín enda tel ég mikilvægast að ná aftur að komast í Meistaradeildina og minna keppinautana á að Liverpool ætli sér stóra hluti.

    Einn leikur í einu og sjáum hvað setur. Ég er bjartsýnn á komandi tímabil og þori að fullyrða að tímabilið núna verður margfalt betra en það síðasta! 

  62. Dalglish hefur mikið breyst ef hann setur markið lægra en fyrsta sæti. Ég sætti mig við ekkert annað en titilbaráttu. Þó ég myndi ekki veðja háum fjárhæðum á að Liverpool endi sem deildarmeistari þá hefur liðið fulla burði til að standa í baráttunni við Chelsea, City og United. Liverpool spilar mun færri leiki en þessi lið og miðað við spilamennsku United, Chelsea og City í fyrra þá er nú ekkert sérlega mikið að óttast. Margir Man Utd aðdáendur vilja meina að liðið hafi heilt yfir ekki spilað sérlega vel í deildinni í fyrra. Samt sigruðu þeir deildina með yfirburðum.
    Það má færa rök fyrir því að þessi 3 lið séu betri en Liverpool í dag, en við höfum styrkt okkur töluvert og ekki sér fyrir endann á þeirri styrkingu. Hvers vegna hafa menn ekki meiri trú á verkefninu? Áður fyrr hafði maður oft afskrifað tiltilvonirnar áður en tímabilið hefst. Þá aðallega vegna þess að Arsenal, United og Chelsea voru með það mikið sterkari lið að annað væri bara óraunsætt. 
     
     
     

  63. 4. sætið gæti hins vegar orðið öllu ásættanlegri árangur ef við stöndum í titilbaráttunni við hin þrjú liðin fram undir lok mótsins. Mér finnst það líta allt öðruvísi út en ef þessi 3 lið  myndu stinga af í janúar og árið 2012 hefjist með baráttu við Arsenal og Spurs um 4 sætið.

  64. Barátta um meistaradeildarsæti er raunhæft, svona í preseason þá eru united,chelsea,city og arsenal öll líklegri kandídatar í titilinn. Vörnin er by far mesta áhyggjuefnið og G.Johnson sýndi enn og aftur í preseason leikjunum hversu vita fokking vonlaus varnarmaður hann er.. væri miklu betra að spila honum bara sem hægri kantara og finna varnarsinnaðri bakvörð.

  65. 1.sætið á að vera klár barátta hjá Liverpool, enda engin Evrópukeppni í gangi, flottur mannskapur og alvöru sigurvegari sem þjálfari…
    Spái því að nú verður farið í alla leiki til að sigra… sem er nýtt fyrir okkur í mörg ár á útivöllunum! og þar vitna ég í Kónginn sjálfan… Liverpool á alltaf að spila til sigurs 🙂
    Rétta hugarfarið, trúin og getan er málið og við er komnir á toppinn aftur 🙂
    Geggjaður “season” er framundan og áfram Liverpool :)))
    Jói… JJ Fjármál
     

  66. Þessar spurningar eru svolítið (random skot á Kristján Atla) settar fram og ég átti í smá basli með að velja á milli “Þetta lið getur unnið titilinn” sem það getur klárlega og “Meistaradeildarsæti er takmarkið” sem ég á endanum valdi þar sem ég tel okkur líklegri til að berjast um það í vetur.

    Það er rosalega erfitt að spá fyrir um þetta tímabil og persónulega finnst mér að það ætti að banna öllum leikmönnum Liverpool að tala um neitt annað en næsta leik, alls ekki titil eða eitthvað álíka í ágúst.

    Við vorum alveg samkeppnishæfir eftir áramót með lykilmenn í meiðslum og nýtt starfslið sem hefur núna fengið mikla styrkingu á hópinn og tíma til að vinna með liðið. Auðvitað getur þetta lið barist um titilinn og Kenny Dalglish er ekkert að leggja upp með það að ná bara meistaradeildarsæti. 

    Með smá meðbyr getur allt gerst í vetur, en ég er akkurat núna ekkert að spá því og óttast að þetta 4.sæti verði það sem við berjumst hatramlega um. 

    p.s.
    Nr. 55 Steinar
    Ég myndi ekki sofna á kvöldin ef gengið verður að þessu!

    Það er nú þannig.

  67. Held að raunhæft sé meistaradeildar sæti. Auðvitað getum við alveg unnið deildina, en við getum líka alveg lent í 10.sæti. Fer bara allt eftir því hvernig okkar menn ákveða að taka á þessu tímabili, ef við tökum allt eins og lok síðasta tímabils þá tel ég að við eigum að vera í 3.-2.sæti svo fer raun allt eftir hvernig hin liðið standa sig auðvitað.

    Ég ætla allavega ekki inn í þetta tímabil að vænta of mikils þótt bætingin hjá okkur var svakaleg eftir síðasta tímabil, því við erum jú á breytingar skeiði og því held ég að meistaradeildar sætti sé raunhæfast á þessu tímabili. Ef bætingin heldur svona jákvætt áfram þá er næsta tímabil og tímabilið eftir það muuun nær titlinum.

    En þar sem maður er jú Liverpool aðdáandi þá er trúin á liðið Alltaf til staðar! 

  68. Góðir hlutir gerast hægt, CL í ár væri flottur árangur. Hinsvegar búast fæstir við titlinum, en akkurat það gæti hjálpað okkur að vera með í baráttunni. Ég segi 3. sætið, á eftir CFC og MU.

  69. ég held að þetta lélegi varnarleikur okkar manna í síðustu leikjum sýni einmitt hversu gott starf Lucas Leiva vinnur fyrir framan vörnina!

  70. Smá off topic en það var verið að draga í umspilinu fyrir meistaradeildina og Arsenal mætir Udinese sem var sennilega erfiðasta liðið sem þeir gátu fengið.

  71. Sammála kristján comment 75. bíddu hvernig var það, var það ekki einhver Football Manager snillingurinn hérna á spjallborðinu sem vildi selja Lucas og nýta varnarhæfileika Gerrard og Adam á miðjunni ? hahahahaha

  72. Veit einhver hvar hægt er að er sækja sér leikjadagskrána í áskrift, þ.e. til að setja inn á Google og iPad dagatöl?  Reyndi á heimasíðu Liverpool en þar koma leikirnir alltaf á breskum tíma inn á dagatalið.   Gott að hafa þetta inni svo maður viti hvaða fjölskylduboð er ekki hægt að mæta í.

  73. Sá auglýst eftir rökstuðningi frá þeim sem kusu “Þetta lið nær ekki meistaradeildarsæti”.

    Með trega set ég mitt X í þann reit og fyrir því eru 5 ástæður.

    Nr.1 Brostnarvonir; Lífið hefur kennt mér að gera ekki of miklar væntingar til LFC í byrjun á tímabili einfaldlega til þess að verða ekki fyrir vonbrygðum. Ekki misskilja samt því allt fyrir ofan 4. sætið er glæsilegt.

    Nr.2 Mikið breytt byrjunarlið; Frá því í janúar s.l hafa fjórir kannski fimm nýjir leikmenn komið til LFC sem eru byrjunarliðsmenn að mínu mati. Þetta eru Carroll, Suarez, Adam, Downing og kannski nýr vinstri bakvörður. Þegar þú skiptir út 50% af útherjunum þínum þá þarf tíma til að pússa þá saman og búa til gott lið.

    Nr.3  Meiðsli Steven Gerrard; Hann er sá leikmaður sem hefur nánast af sjálfsdáðum unnið þá fáu titla sem LFC hefur unnið á síðustu tímabilum og upp á síðkastið hefur hann hvað eftir annað verið meiddur og/eða spilað á takmarkaðri getu. Ég tel að enginn núverandi leikmaður LFC geti fyllt hans skarð og ef hann verður mikið frá er liðið líklegt til að tapa stigum.

    Nr.4 Hin liðin; Það hefur ekki farið framhjá neinum að Man City er búið að stimpla sig inn í topp 4 af sterkustu liðunum í deildinni og það gerðu þeir á kostnað LFC. Ég tel að LFC sé ekki í stakk búið til stela þessu sæti af þeim né Arsenal sem hafnaði núna í gær síðasta kauptilboðinu frá Barca í Fabregas.

    Nr.5 Breiddin; Til að vinna deildina eða komast í topp 4 þurfa lið að sýna stöðugleika. Þessi stöðugleiki
    er best skilgreindur sem útivallar-sigrar á lakari liðum. Að mínu mati fæst stöðugleikinn, sem hefur einkennt lið eins og Man Utd og Chelsea, með góðum og skynsömum skiptingum frá King Kenny en til þess þarf bekkurinn að vera betri sérstaklega ef taka skal mið af þeim varamönnum sem fengu mikið að spila á undirbúningstímabilinu. Á móti kemur hinsvegar að LFC spilar færri leiki en eðlilegt getur talist og gæti það hjálpað til þegar líða tekur á mótið.

    Afsakið svartsýnina en ég óska samt mínum mönnum alls hins besta og mun fagna innilega ef þeir standa sig framar vonum =)

    YNWA!

  74. Hvað er nú þetta ?, eins og þruma úr heiðskíru lofti:

    http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2022764/Liverpool-hijack-Arsenals-Lucas-Biglia-bid.html

    og Lucas sendur út í lán – það er eitthvað bogið við þetta……, þar sem ég vil halda Lucas, hefði mátt kaupa E Hazard frekar en alla þessa miðjumenn; við þurfum vinstri bakvörð, hafsent og hugsanlega senter, hættum að eltast við þetta miðjumenn, við eigum nóg af þeim !

  75. #83  haha smá þversögn í þessu hjá þeim
    “Liverpool KAUPIR miðjumann í stað miðjumannsins sem þeir LÁNA því þeir eru með OF MARGA miðjumenn”
    Þeir ætla sem sagt að fjölga miðjumönnunum því þeir eru með of marga, kaup einn og lána anna, eiga hann sem sagt áfram  🙂

  76. Þessi vandaða “frétt” um Lúkasar-skiptimarkaðinn sett í í samhengi:
    http://www.football365.com/mediawatch/7082637/The-Page-That-Doesn-t-Really-Work-Without-The-Internet

    So, to summarise – Liverpool are apparently going to send last season’s player of the year (who signed a new four-year contract five months ago) out on loan because the have too many midfielders, but they will have to buy another midfielder to replace the midfielder they loaned out because they have too many midfielders.

    Einfalt? Í raun virðist þessi nafna-leikfimi með Lucas vera eina ástæðan fyrir því að Henry Birgir þeirra Breta fékk þá frumlegu hugmynd að setja þetta kjaftæði á prent. Þetta geðveikrahæli sem nefnist silly season hefur ekki enn náð hámarki og manni er strax orðið bumbult um borð í hringekjunni hehehe

    En áhugaverðir molar um Joe Cole og PSG & Spurs í dag. Mann grunar nú helst að Commolli sé að nota sitt tengslanet í Frans til að blása lífi í glæðurnar á því að dömpa Joe. Trúi varla að PSG fari úr því að kaupa Pastore á skrilljónir og yfir í tilboðsrekkann að fá sér afsláttartilboð. Kannski hefur einhver í Quatar eitthvað Cole-fetish eða álíka. En þetta gæti ýtt við ‘Arry, Warnock eða Big Sam sem er bara hið besta mál. Svo hlýtur að vera nægur áhugi á Ngog til að hann finni einhvern til að borga launin sín áður en yfir líkur. Bítti upp í Cahill meikar mikið sens.

  77. Daginn félagar

    Já nú fer þetta að gerast loksins, búin að vera löng bið.  
    En varðandi könnunina þá tel ég að Liverpool hafi alla burði til að berjast um titilinn og ætla að reyna að færa rök fyrir því með því að fara yfir okkar helstu keppinauta.

    1. Meistarar síðasta tímabils sem ekki verða nefndir á nafn hafa keypt þrjá góða leikmenn, markmann, varnarmann og kantmann.  Á móti kemur að þeir hafa misst einn besta marmann deildarinnar, fengið mjög góðan og efninlegan markmann í staðinn sem örugglega þarf tíma til að venjast nýrri deild, liði og nýju landi. Þeir hafa selt tvo varnarmenn, Oshea og Brown, sem margir telja ekki þá bestu en engu að síður spiluðu þeir ótrúlega marga leiki og gátu leyst allar stöður í vörninni, fengið í staðinn Jones sem er mikið efni en er fyrst og fremst miðvörður.  Bakverðir sem eftir standa eru þá Evra, og tvíburarnir.  Semsagt með góða breidd af miðvörðum en gætu lent í vandræðum með bakvarðastöðurnar þar sem tvíburarnir hafa verið spjaldaglaðir og svolítið meiðslagjarnir.  Þeir keyptu A. Young , sem er kantmaður í svipuðum gæðaflokki og Valencia og Nani, en  þeir hafa ekkert styrkt central miðjuna sem er veikasti hluti liðsins og veikari eftir að Scoles hætti.  Frammi hafa þeir kallað úr láni Wellbeck og Macheda sem hvorugur verður byrjunarliðsmaður, en gott backup.  Held líka að litla baunin muni ekki skora eins mikið núna á öðru tímabiil og spurningarmerki eru um Berbatov og hans framtíð.  
    Miklar sögur hafa verið um Sneider en ekkert gerst enn, en engu að síður þó hann bætist við þá er central miðjan veikasti hluti liðsins.  
    Niðurstaða, Liðið er veikara.

    2. Chelsea er óskrifað blað, vantar ekki mannskapinn og með nýjan og spennandi þjálfara.  Liðið er reyndar orðið dáltítið gamalt og Essien er frá eh mánuði sem er mikil blóðtaka.  Lítið búnir að kaupa en eiga Torres klárlega inni, erfitt að segja hvort þeir eru sterkari eða veikari.

    3. City,,, ja hvað skal segja, þeir kaupa allt, en það vantar samt eitthvað og ég sé það ekki lagast.  Hugarfarið hjá mörgum virðist ekki í lagi og sögur af ósætti innan raða.  Verður erfitt að halda öllum ánægðum.  Teves að fara sem er vandfyllt skarð.  Geta unnið alla en líka tapað fyrir flestum

    4. Arsenal,  Ekki keypt nýjan markmann og mikil óvissa með stærstu stjörnurnar, keypt einn sprækan.  Virðist stundum vanta malt í þá og ég held að þeir geri ekki atlögu að titlinum þrátt fyrir flottan bolta á köflum.

    Nenni ekki að tala mikið um spurs, hef engar áhyggjur af þeim.

    5. Liverpool 
    Getum við barist við þessi lið?
    Við unnum þrjú efstu liðin eftir að kóngurinn tók við og erum með miklu sterkari hóp í dag.  Ég segi JÁ miðað við stöðuna núna! og tvö Já þegar við höfum klárað að versla miðvörð og vinstri bakvörð (  Enrique og Dann) .  Erum með góðan hóp (tel ekki með Poulsen og fleiri farþega sem munu fara),   frábæran heimavöll, frábæra stuðningsmenn, frábæran stjóra,  góða eigendur og lang langbesta lagið 🙂  
    YNWA

  78. Vörnin er ansi vafasöm, mjög efnileg en ekki margir traustir póstar. Finnst liðið vera með litla breidd þar og nýr leikmaður þar fær ekki mikinn tíma til að aðlagast. Það hefur náttúrulega gengið bölvanlega að selja leikmenn og varla túkall komið í kassann. Einhver vandræði meira að segja að gefa leikmenn. Ég held að við séum einu tímabili frá því að gera einhverja hluti þannig að ég segi 2.sætið í ár.

  79. Miða við undirbúningstímabilið þá myndi ég segja að það væri raunhæft að reyna að forðast fall, en ég segji að raunhæft markmið sé að ná 6. sætinu. Leikmannakaup Liverpool eru skrítin í ár bara eins og seinustu ár  allt leikmenn sem kæmust ekki í lið af topp 4 liðunum. Mín spá
    1. Man Utd
    2. Chelsea
    3. Man City
    4. Arsenal
    5. Tottenham 
    Liverpool verður svo í baráttu við Everton og kannski 1 – 2 lið til viðbótar um 6. sætið
     

  80. Ég valdi nú að 4. sætið væri markmiðið og sömu rök fyrir því eins og hjá flestum þeim sem hafa valið það sama og ég. Síðan finnst mér findið kommentið frá Man U aðdáandanum í svari nr 91. 
    En af því að menn hafa verið að tala um að okkur takist ekki að selja þá rakst ég á áhugaverða grein á BBC sport http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/14399073.stm þarna er verið að tala um leikmenn sem eru lausir undan samningi en eru ekki að komast að hjá neinum liðum menn eins og Upson og Hitzlsperger og er þar verið að tala um að lið séu bara ekki tilbúin að greiða mönnum þau laun sem þeir vilja fá. Þetta segir manni bara það flest lið eru bara ekkert vel stödd í dag og því ekki tilbúinn að borga þessi laun sem menn eru að óska eftir í greinini er talað um að lið séu kannski tilbúinn að borga 20þús pund á viku en ekki 40-60-80þús eins og leikmenn hafa verið að fá undanfarin ár eins og hjá West Ham. Þannig að meðan að leikmenn sem eru á free transfer eru ekki að komast að þá er nú ekki miklar líkur að við náum að losa okkur við leikmenn eins og Poulsen, El Zhar eða Degan.
    Menn geta svo séð hér hverjir eru á lausu http://www.givemefootball.com/pfa-transfer-list. Það eru þarna menn eins og þessir tveir sem ég nefndi og líka Carew, Campel, Chimbonda, Harewood, J Lloyd Samuel ofl. Sem eru nú ekkert mikið verri en þessir menn sem við þurfum að losna við og þar að auki eru menn eins og Poulsen örugglega á það góðum launum að hann er ekki að fara neitt nema þá í lán þar sem við borgum meirihlutan af laununum hans.

  81. Afhverju fáum við ekki Upson frítt ?? Landsliðsmaður Englands og pottþétt betri en Skrtel! fínasta backup.

  82. Er ekki líka frekar ótrúverðug fréttin að Cole sé að fara í lán til QPR? Einhversstaðar las ég að QPR ætti ekki túkall til leikmannakaupa þetta sísonið og ég held að Cole sé á 90 þús.pund á viku. Trúi ekki að félagið sé að fara taka einhvern Leedsara á þetta og borga mönnum fyrir að spila með öðrum liðum. 

  83. Leiðinlegt að það standi “Meistaradeildarsæti er takmarkið”, mér finnst það nefninlega ekki vera “takmarkið” það er “markmiðið”. 

  84. Æi ekki Upson, jafnvel þó að það sé á free transfer. Er 32 ára, aldrei verið sérlega snöggur, getan klárlega í rénun og með mjög doppótta sjúkraskrá. Var yfirborgaður af Kex-kónginum á um 50 þús. pundum á viku og er eflaust að leita að 30 þús. eða meira ásamt signing on fee og 2-3 ára samning. Ef hann væri til í 1 árs pay-as-you-play þá myndi maður kannski skoða það en þetta er ekki stíll Commolli eða FSG. Það mun e-r desperat af miðlungsliðunum eða þaðan af verri bíta á þennan ryðgaða öngul rétt fyrir mánaðarlok. Þess utan tel ég hann ekki betri en neinn af þeim sem við eigum og nokkuð sambærilegur við Herkúles. Frekar vil ég hafa ungu strákana, Wilson, Kelly, Wisdom og Ayala, sem vara-varaskeifur í neyð frekar en Upson sem myndi bara þvælast fyrir möguleikum þeirra.

    Talandi um miðverði þá er hér mjög góð samantekt á frammistöðu Scott Dann gegn Man City:
    http://www.youtube.com/watch?v=rLm9Qh5bruY

    Maður hefur svo sem ekki séð nógu mikið af honum til að dæma hann vel, en af þessu að sjá þá hefur hann alla þá kosti sem um hefur verið rætt (öflugur varnarlega og frábær í loftinu). En hann virkar léttari á fæti en ég hefði haldið af mann af hans hæð og einnig er hann ekkert skelfilegur boltanum (bara enginn að bjóða sig hjá Birmingham). Þá finnst mér hann hafa rólegt yfirbragð og sjálfstraust í sínum leik sem er alltaf jákvætt. Í raun betri en ég bjóst við. Að viðbættu góðu orðspori sl. 2 ár, púlísku uppeldi, ungum aldri (24 ára og gæti bætt sig) og möguleg undirverði & lágum launum þá tel ég rakið dæmi að fá hann til okkar. Hér er annað myndband af honum gegn Arsenal og svei mér þá ef það er ekki smá Hyypia-fílingur í honum með þessum löngu sendingum yfir á hægri vænginn og hvernig hann les leikinn og mætir á undan öðrum í boltann.
    http://www.dailymotion.com/video/xkbklf_dann-vs-arsenal_sport

    Vonandi er Commolli að beita Adam-taktíkinni á fjársvelta Birmingham og pína verðið niður vitandi að draumur Dann er að koma heim til LFC. Að fá hann á 7 millur eða svo gæti verið alger kjarakaup en það væri frekar auðvelt að selja hann aftur ef dæmið gengi ekki upp. Annars er ég gráðugur og vil líka fá Cahill enda fátt um boltaspilandi, breska miðverði á besta aldri. Verðið á honum er í hærri kantinum, um 17 millur, en ef að hægt væri að bítta nokkrum leikmönnum með (Ngog, Poulsen, Herkúles) þá kæmi það vel út.

    Eitt í lokin með Dann gegn Chelskí. Allt í allt nokkuð góðir taktar gegn þremur mjög sterkum mótherjum:
    http://www.dailymotion.com/video/xj9bf3_scott-dann-vs-chelsea_sport

    Hann Dann fær mitt atkvæði herra Commolli!

  85. Sáttur með að Jova er farinn. Einu númeri of lítill fyrir topp knattspyrnu. Losa okkur við Poulsen og þá er ég sáttur. Er til í að gefa N’gog 1 ár í viðbót, svona hans síðasti séns.

  86. hvað heitir síðan sem maður velur leikmenn í lið og fær svo stig fyrir ef að leikmaðurinn skorar ???

  87. Getur einhver sagt mér hvort það sé ekki alveg örugglega rétt hjá mér að Chelsea og Fulham eru í suður London!!

  88. hvað heitir síðan sem maður velur leikmenn í lið og fær svo stig fyrir ef að leikmaðurinn skorar ???

    hvað heitir síðann ?????????????????????????????

  89. ég held það sé alveg ljóst að miðað við núverandi leikmenn að þá er engin leið fyrir okkur að spila 4-4-2 á móti alvöru liðum.
    Vinstri kanturinn okkar er of veikburða og eins er Johnson alltof veikur bakvörður til að stoppa fyrirsendingar.
    Miðað við núverandi mannskap þá væri okkar besta leikskipulag 3-5-2 og í því skipulagi er þorandi að nota leikmenn eins og Johnson og Aurelio á móti toppliðunum með þá miðverði sem við höfum.
    En gamli Dalglish er 4-4-2 stjóri og hann hefur náð bestum árangri með því kerfi. Því er spurning hvort stjórinn þurfi að skreppa til nútímans og brjóta upp það kerfi. Hann gerði það nokkrum sinnum á fyrra tímabili með ágætis árangri og því skortir ekki trúnna á að hann spili rétt þegar það á við.
    En Liverpool þarf fleiri tekníska leikmenn til að vera í top 4 en þeir eru með núna. Í dag getum við talið 2. Suarez og AA.Það er bara alls ekk i nóg. Svo höfum við nokkra kubba með breskan ríkisborgararétt sem eru fínir í löngum sendingum. Og einhverrra hluta vegna heldur Dalglish að það sé akkúarat það sem Carrol þurfi til að standa undir 35m væntingum. En þá hefur hann ekki verið að horfa á Newcastle í fyrra því Carrol virkar best sem afturliggjandi center sem kemur til baka, opnar og eða nýtir sér vinstri fótinn. en miðað við æfingaleikina þá er planið að koma löngum sendingum á Carroll og láta hann klára dæmið einn með spretti og/eða skalla. Auðvitað breytist þetta þegar Suarez kemur inn en menn verða að vera notaðir í því sem þeir virka best í.
     

  90. Við höfum eitt framyfir hin liðin sem við munum berjast við í vetur og það er einn ákveðinn L, Suarez.
    Uppfullur af sjálftrausti eftir Copa americana og áeftir að verða algjört pain fyrir andstæðinga okkar í vetur. 

  91. Gerrard prófað að skoða þessa síðu aðeins þá ættir þú að finna svarið við spurningunni og siggi það er til síða sem heitir Google maps sem svara þinn spurningu en svarið er samt jú þau er bæði í suður hlutanum af London.

  92. verðum að   kaupa miðvörð gary cahill , draumurinn samt að fa thiago silva fra milan magnaður varnamaður , svo kaupa left bavk ALVARO PEIRIA fra porto , svo einn alvoru striker eins og Mario Gomez hja bayern eða etoo hja inter

    ynwa

  93. ja heyrði einmitt að etoo væri á leiðinni arnar…………………

  94. Varðandi Scott Dann þá er hann stórt spurningamerki fyrir mér. Er þetta virkilega leikmaður á kalíber til að spila fyrir Liverpool FC? Nú hef ég séð ekki mikið til hans en miðað við þessi myndbrot og þá leiki sem ég sá með Birmingham síðasta vetur er þetta ekki spilari í top 4 klúbb.
    Ef þú ætlar að vera toppklúbbur þá finnst mér vera algjört lágmark að hafa einn góðan spilandi miðvörð, ef ekki tvo! Eins og staðan er í dag er Daniel Agger okkar eini vel spilandi miðvörður á meðan Carra, Skrtel og Soto eru meira fyrir löngu lossunum inní channel-in. Þar að auki er Daniel Agger svo mikið happa klappa hvort hann sé heill eða ekki þannig í rauninni finnst mér vera númer eitt að finna vel spilandi miðvörð (finnst eins og Enrique sé klappað og klárt). Nema auðvitað menn sætti sig við að spila “kick and run towords Carroll” bolta…
    Vissulega er ég hrifinn af þessari bresku stefnu sem Dalglish er að taka en eins og staðan er í dag þá er ekki mikið um breska nútíma miðverði í boltanum í dag. Stundum þarf einfaldlega að leita út fyrir landssteinana til að finna það sem þarf.

  95. Arsenal fékk Udinese í meistardeildinni sem er ansi erfiður dráttur myndi ég seigja og það ætti strax að geta komið okkur til góðs að vera ekki í evrópu. þeir spila neflinlega við Udinese 16 ágúst svo við Liverpool 20 ágúst og svo aftur við Udinese 24 ágúst Svo spila þeir loks við United úti 28 ág. erfitt prógram til að byrja á. Og þeir hafa ekki en keypt nýan miðvörð og gætu en misst Nasri og Fabregas. Þetta ætti klárlega að teljast gott fyrir okkur og ég vona að við nýtum okkur þetta og tökum fyrsta leikinn á Emirates núna !!

  96. Eitt sem við höfum fram yfir ÖLL lið, er að þetta lið heitir LIVERPOOL FC.  ! ! ! !

  97. Ég er með Liverpool syndromið sem scummararnir tala um. Svo já Þetta tímabil verður magnað og já við verðum meistarar.

  98. Dan og Upson kannski ekki nógu góðir og Upson gamall.  Hmmm Carragher er hvað ári eldri en Upson og við teljum hann nógu góðan fyrir okkur þá hlýtur Upson að eiga eitthvað eftir ég tæki þá félaga hvenær sem er framyfir skrtel og Soto sem er nú heldur ekkert unglamb . Við verðum bara að sætta okkur við það að vörnin er svo slök að það er átakanlegt að horfa upp á það. Þó það væri ekki nema til að auka við breiddina þá tæki ég þeim fagnandi.

  99. Ísköld leiðrétting:

    Á síðasta tímabili var Martin Skrtel var einn af tveimur leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni (ásamt Leighton Baines (endilega einhver leiðrétta mig ef ég fer með rangt mál))  sem spilaði 38×90 mínútur. Þannig að það er kannski fullgróft að hugsa hann sem einhvern meiðslapésa. Hann var óheppinn með hnéð á sér í hittifyrra. Samt er hann að mínu mati ekki nógu góður til að vera first choice í lið sem á að vera að berjast um titilinn.

    Endum í 3. sæti (staðfest) 

  100. Heyrst hefur að Liverpool sé að kaupa  Michael Thomas frá Arsenal!
     

  101. Samkvæmt textavarpinu er hann kl.16:20.   Getur einhver staðfest það?

  102. Ok hann spilaði þetta mikið og SO WHAT:).Hann var samt andlega fjarverandi stóran hluta tímabilsins. Það hlýtur að segja sig sjálft að það vantar menn í þessar stöður ef þeir eru látnir spila leik eftir leik þó þeir séu eins og álfar inn á vellinum. Hann var eins og fífl í mörgum af þessum leikjum. Það voru ófá skiptin sem hann sá mér fyrir aulahroll af verstu gerð. Hann spilaði glimrandi leik og strax í næsta var hann meðvitundarlaus gefandi mörk á silfurfati. En auðvitað er hann ekkert einn þarna vörnin er bara alls ekki nógu góð. og mér finnst leikmenn eins skrtel bara ekki eiga heima í byrjunarliði hjá liði eins og liverpool. Við þurfum ekkert að vera deila um það að við vinnum engar dollur með þessa vörn þó við séum með einn ef ekki besta markmanninn í deildinni Þú vinnur ekki bikar ef þú ert með sama markafjölda fenginn á þig og Bolton og fleiri fenginn á þig en Fulham. Chelsea hefur terry cole ivanovic og alex. United ferdinand vidic evra (jones) city hefur Kompany clichy richards lescott og Toure. Það þarf ekkert að fara nánar í þetta það vantar allavega 2 klassa varnarmenn þá erum við orðnir vel samkeppnishæfir.

  103. Gaman að sjá þegar menn sýna hverskonar heldri stuðningsmenn þeir eru og standa með sínum mönnum í gegnum súrt og sætt samanber Haukur f #122. Af mínu mati eiga svona “stuðningsmenn” að skammast sín og fara í alvarlga naflaskoðun á sjálfum sér….þú veist að það er laust pláss í manure klúbbnum, þetta er meira þeirra stíll að drulla yfir eigin leikmenn. 

    Mæli með því að menn tali af virðingu um allt sem viðkemur Liverpool, hvort sem það eru meistarar eins og King Kenny Dalglish og Robbie Fowler eða gæjar einsog Tom Hicks og Rafael Benitez! 

Jovanovic farinn (staðfest)

Æfingaleikur: Liverpool – Valencia 2-0