Kop.is deildin – Fantasy PL 2011/12

Alltaf er maður jafn tilbúinn á þessum árstíma að sjóða saman eitt ósigrandi lið í Fantasy Premier League. Þetta er eitt af lokastigunum í löngum undirbúningi (stuðningsmanna) fyrir nýtt tímabil, sérstaklega þegar mest öll leikmannaviðskipti okkar manna eru líklega frágengin og við skulum vera snemma á ferðinni í ár.

Sjálfur var ég rekinn frá mínu eigin liði á síðasta tímabili vegna vanrækslu og blindrar trúar á núverandi sóknarmann Chelsea en hef náð að smíða nýtt lið og bjó í kjölfarið til kop.is deild sem ég hvert alla til að ganga til liðs við.

Við reynum eins og áður að fylgjast með þessu og uppfærum stöðuna eftir þær leikvikur sem fara vel hjá okkur umsjónarmönnum.

Kóðinn í deildina okkar er  795781-198796

Fyrir þá sem ekki þekkja þennan leik:

Farið inn á http://fantasy.premierleague.com

Skrá sig þarna eða fara í Sign up

Í kjölfarið ættu flestir að átta sig á rest (annars bara spyrjaí þessum þræði).

Code to join this league: 795781-198796

34 Comments

 1. Sælir. TAkk fyrir góða síðu sem er alveg möst fyrir Liverpoolaðdáenda. Er búinn að skrá mig í leikinn á FPL. Hvernig kemst ég inn á Liverpoolleikinn?

 2. Set kódinn og fer svo í join private leagur þá hleypir hún mér ekki í gegn.
  Hvernig skráiði ykkur í deildina?

 3. Miðlungsliðið FC Nýborg hefur ákveðið að taka þátt enn eitt árið. Markmiðið er að halda sér í deildinni

 4. Villi, þú byrjar á að skrá þig inn með þínu eigin passwordi and stuff. Joinar svo privat leagu og þar ertu beðin um kóðan, skráir hann ekki fyrr en þú ert beðinn um það.

  Annars er “Itoldyouso” mættur til leiks staðráðin í að geta sagt það í leikslok :p 

 5. ég setti kóðann inn og ýtti á join private league en ekkert geerist.

 6. fyrir þá sem eru ekki að komast inn þá þarf maður að gera bandstrik ef þið gerðuð það ekki 🙂

 7. Freysi keyptu bara Jovanovic í staðinn, hann er á 6 kúlur 🙂

 8. ég er búin að gera liðið goldman fc hvernig skrái ég mig inn á privat leagu ég finn það bara hvergi ??

 9. Reynir

  Þegar þú ert búinn að skrá þig inn ferðu í League og velur Join a league. Setur svo inn kóðan og voila.

  Deildin heitir kop.is 

 10. Mitt lið heitir The Winners. Sem fyrirverandi skákmaður og Valsari get ég gefið mér topp 3? Hvar er hægt að veðja að Liverpool verði Englandmeistar?
   

 11. Það segir sig sjálft, það þarf varamarkmann ef hinn meiðist því það verður að vera markmaður inná

 12. FC Móri, mættur einni leikviku of seint. fkn síðan hjá þeim var niðri svo lengi, of mikið álag.

 13. Má gera ráð fyrir því að deildin verði stillt þannig að hún byrji í viku tvö fyrir þá sauði sem ætluðu að gera þetta á föstudagskvöldið?

One Ping

 1. Pingback:

Þriðjudagur og 11 dagar í fyrsta leik.

Jovanovic farinn (staðfest)