Opinn þráður – Versl.helgin

Það er Verslunarmannahelgi og lítið að gerast fram að næsta æfingaleik á mánudaginn kemur. Ræðið það sem ykkur sýnist þangað til en af gefnu tilefni vil ég minna menn á að fylgja reglum síðunnar þegar ummæli eru skrifuð! Reglurnar eru einfaldar: ekkert skítkast, engin uppnefni og sýnið hvert öðru virðingu. Þetta á ekki að vera flókið.

83 Comments

 1. Getur einhver upplýst hvað Alberto Aquilani Liverpool kostaði á sínum tíma?  
   

 2. Þessi ummæli mín áttu að vera við síðustu færslu en hendi þeim frekar hingað:

  …Á þessu spjalli þarf engan þumal niður, menn dæma það bara sjálfir hvort ummæli séu svaraverð. Augljóslega eru sumir bara mættir hingað til þess að æsa (trolla)… best er að hunsa slíkt… og ef menn ætla að svara þá er mikilvægara að vera kurteis heldur en málefnalegur.

  Menn gleyma því fljótt að það eru manneskjur á bakvið alla þessa tölvuskjái… enda efast ég um að menn stundi það í daglegum samskiptum að svara með upphrópunum og kalla menn niðrandi nöfnum.

  Við Liverpool aðdáendur þykjumst oft vera “betri” en aðdáendur annarra liða… Tvö nýleg dæmi á þessu spjalli ætla ekki að styðja við þá kenningu… þegar Starri dyrfðist að kalla Pepe Reina ekki heimsklassa-markvörð og þegar gettra í Aquilani-þræðinum hugsaði ekki Kenny Dalglish söguna til enda áður en hann tjáði sig.

  Þegar Starri síðan tjáði sig um umburðarlyndið gagnvart náunganum og var hugsað til voðaatburða sem nýlega áttu sér stað í Noregi var honum ausið en meira skítkasti… 
  Sjálfur gat ég ekki skilið hann öðruvísi en að umburðarlyndið mætti alveg byrja á nafnlausu spjalli á netinu… enda er umburðarlyndi ekki bara eitthvað sem maður sýnir sinni nánustu fjölskyldu og vinum… menn ættu að temja sér það í öllum samskiptum…
   

  Ég legg til að þeir sem hafa áhuga á að halda þessu spjalli á málefnalegu-nótunum fari á gravatar.com og tengi mynd af sér við e-mailið sem þeir nota þegar skrifuð eru ummæli.

  YNWA

    

 3. Hansen kominn á lán. Brad Jones verður því líklega ekki seldur í þessum glugga.

 4. Shii sammála birkir.is.. Mætti halda að ég hafi stigið inná Man utd spjallið 🙂

 5. Þetta virðist vera komið hjá þér @ÓliPrik … held meira að segja að þetta sé afturvirkt… allstaðar þar sem þú hefur tjáð þig á bloggum sem notast við gravatar og skráð þetta e-mail birtist þessi mynd 😉

 6. Vel sagt Birkir.is, var einmitt búinn að spá aðeins í það hvað ég ætti að gera til að negla inn mynd.

 7. Okei snild maður! Takk fyrir þetta 🙂

  En svona til að ræða um fótbolta allavega í einum af þessum kommentum.
  Hvert er Hansen kominn á lán? Annars hefði ég viljað reyna að selja Jones og hafa Hansen sem 3 kost á eftir Doni og Reina. 

 8. ÓliPrik og fleiri 

  Þetta gravatar dæmi tekur að mig minnir alltaf smá stund að kick-a inn.

  Annars vel gert birkir.is #3 

 9. Snilld. Prik á Birki.is.
   
  Ég er sammála því að þeir sem ætli að taka þátt í málefnalegri umræðu smelli mynd á gravatar.com.
   
  Athuga hvort þetta virkar.

 10. Menn að verða ansi myndarlegir hérna, flottur birkir.is – auðvitað eigum við öll að koma fram undir mynd, enda engin ástæða til að fela sig bakvið nafnleysi ef menn vilja græða á umræðum um besta félag í heimi.
   
  Vona annars að helgin skili af sér einhverjum sölum, sýnist Tom Ince og Jovanovic vera að klára sín mál til Blackpool og Anderlecht, allt telur það.  En við þurfum fleiri burt til að fara af krafti inn í ágústmánuð.
   
  Svekkjandi að Tom Ince ákvað að hlýða pabba sínum og fara frá klúbbnum, þessi strákur hefur hæfileika og gæti náð langt, en virðist einfaldlega líta of stórt á sig, hefur verið að heimta há laun á samninginn sinn, sem aldrei var séns að fá hjá nýjum eigendum og því trillar hann annað…

 11. Aðeins að þessum æfingaleikjum. Fyrir það fyrsta, eru þetta æfingaleikir, sem virðist hafa farið framhjá ansi mörgum comment gaurum, Öðru lagi, er verið að skipta nánast öllum leikmönnum í hálfleik, sem gefur Kenny the King færi til að vega og meta. Þriðja lagi, finnst MÉR engu skipta hvernig þessir leikir fara, þetta eru jú æfingaleikir. Til dæmis þegar að Liv lenti í 5 sæti hjá herra RB, þá vann Liv nánast alla æfinga leikina en deildin var ekki að gera sig. Þegar að Cissi kom í liðið hjá Hullier (ath stafs,) þá var mér sagt að þarna væri rosalegur leikmaður á ferð (sem gat svo ekki blautan) bara vegna þess að hann var þokkalegur í æfingaleikjum. Einhver nefndi að Kenny væri of gamall og við hefðum átt að fá ungann mann, vil bara nefna að Ferguson hjá MU er hund gamall en hann er líklega einn farsælasti þjálfari allra tíma og ég held að KENNY THE KING verði það líka. Látum deildina tala, með bros á vör. 🙂

 12. Jæja þá er maður kominn út úr skápnum!

  Er nú ekkert að missa mig úr áhyggjum yfir þessum æfingarleikjum.  Segja ekki neitt.  Byrjunarliðin hafa verið þannig að maður býst nú ekki við einhverri stórskotahríð.  

  KD er ekkert að flassa aðalliðinu því að hann trúir því að leikmennirnir sem hann hefur keypt geti deliverað (á góðri íslensku) og þ.a.l. ekkert að stressa sig á liðsvali í æfingarleikjum!  Fínt að halda mótherjum (í EPL) í myrkrinu svo verða menn flengdir, vonandi.

 13. Þú ert myndarlegri en ég hafði ímyndað mér Viktor. #Nohomo

 14. Spurning hvaða raunhæfu væntingar er hægt að gera til mannabreytinga núna út gluggann?

  Mér finnst einhvernveginn ólíklegt að hægt verði að losa Poulsen, Cole og Maxi úr hópnum. Svona af þessum sem eru taldir líklegir til að vera til sölu. Sama gildir um Agger og Aurelio. 

  Eins og Maggi segir hér að ofan þá eru það Tom Ince og Jovanovic sem virðast vera á förum. Spurning hvað gerist hjá Aquilani.

  Þetta veldur væntanlega því að ekki verður mikið pláss fyrir nýja leikmenn inni í launastrúktúrinn að þessu sinni. Vonandi opnast pláss fyrir einn stóran fyrst Jovanovic fer og þá hlýtur vinstri bakvarðarstaðan að vera forgangsatriði.  

  Varðandi æfingaleikina og leikmannahópinn þá er skv. physio room aðeins Gerrard, Jovanovic og Spearing að kljást við meiðsli (og skv. Mirror verður Gerrard lengur frá en ætlað var) og því ættu allir aðrir, t.d. Johnson, Reina, Skrtel, Agger, Meireles, Henderson, Downing, Adam, Aurelio ofl. að vera tilbúnir í leikinn gegn Valerenga og svo Valencia. Þeir leikir verða því vonandi marktæku æfingaleikirnir sem eitthvað verður hægt að rýna í líklega liðsuppstillingu fyrir veturinn. Eins og staðan er núna (Gerrard og Spearing meiddir og Lucas og Suarez í fríi) þá vona ég að Dalglish stilli þessu svona upp:

  Reina

  Johnson – Carragher – Agger – Aurelio

  Henderson – Meireles – Adam – Downing

  Kuyt – Carroll
   
  Bekkur: Doni, Kelly, Skrtel, Aquilani, Cole, N´gog, Maxi.

  Utan hóps: Gerrard, Lucas, Suarez, Spearing, Insúa, Kyrgiakos, Flanagan, Robinson, Poulsen

  Þessi hópur mun ekki gera meira en að berjast um 4-6 sæti í deildinni. Ég er ansi hræddur um að það þurfi að styrkja nokkur svæði í liðinu áður en atlaga verður gerð að því að komast ofar. Eins og Villas Boas segir þá er Man City að fara í titilbaráttu ásamt Manchester United og Chelsea. Arsenal, Tottenham og Liverpool munu væntanlega berjast um fjórða sætið og það er alls ekki gefið að það náist. Vonandi bara jafnari deild.

 15. Hvernig er það með Lucas og Suarez verða þeir með í fyrsta leik ?

  Svo er ég að vona að LFC muni spila 4-2-3-1, ég held að það muni henta liðinu betur en 4-4-2

    ?????               Downing

    Agger      Lucas
  Reina   Gerrard     Carroll
    Carra       Adam

    JohnsonSuarez 

  Og þá verðum við ósigrandi 😀

 16. Æ þetta klúðraðist

  Markmaður: Reina 

  Bakverðir: Johnson og ?????

  Miðverðir: Agger og Carragher

  Miðjumenn: Adam og Lucas

  Sóknartengiliður: Gerrard

  Kantmenn: Downing og Suarez

  Framherji: Carroll 

 17. NO 21# vonum að þetta sé ekki satt. En miðjumenn geta allir skorað nema kannski Lucas L.

 18. Það hefur kannski ekki nógu oft verið talað um að liðið er aldrei betra en sinn veikasti hlekkur og ég held að það eigi vel við hæfi hjá okkar mönnum. Okkur vantar miðvörð og vinstri bak (eins og svo oft hefur verið nefnt hér) sem fyrst annars erum við ekki að fara að vera í top 3 því miður.

 19. ég vona svo innilega að Kenny splæsi í einn vinstri bakvörð og einn ungann og efnilegann miðvörð til að taka við af Carragher þegar hann hættir..

  Liverpool liðið:

  Reina

  Varnarmenn: Johnson Agger Carragher Insua/Cissokho
  Miðjumenn: Downing Lucas Meireles Gerrard Suarez
  Framherji: Andy Carroll

  Sigur í deildinni væri frábært ! og fara síðan aftur framúr Manchester United á þar næstu leiktið.
  Og Meistaradeildarsæti væri geðveikt! 

  YNWA ! 

 20. Gerrard frá þar til í sept…ekki gott ég var búinn að vona að hann kæmi inn í tímabilið með hvílíkum látum. Er því enn frekar á þeirri skoðun að Aquilani eigi að vera í vetur…..tjaa allavega fram í janúarglugga….held að hann eigi erindi í liðið……nema þá að Joe Cole komi með einhver læti….en líkurnar í því eru eins og að segja nei við stefnumót við Scarlett Johanson í þeirri von að Angelina Jolie hringi í mann….

 21. góður Birkir.is mér finnst að menn VERÐI að vera með mynd af sér en ekki af eitthverju celeb til að fá að taka þátt í spjallinu hérna mín skoðun annars góða helgi strákar

 22. Leiðindamál með Gerrard, en þetta verður að vera algjör óheppni hjá manninum að fá sýkingu þegar hann var allur að koma til.

  En er eitthvað að frétta með fleiri leikmannakaup, mér finnst alveg crucial að annar hafsent verði keyptur til liðsins.

 23. já, það var mikið um skítkast og einnig sá ég talsvert af drullusokkum ;o)

 24. Haha eyða fyrra comment, fréttablaðið fokkaði mér upp og ég hélt að leikurinn væri í dag.

 25. Jæjja Gerrard ekkert með fyrr en fyrsta lagi í september, er þá ekki málið að vera að lána Aquilani. Reyna frekar að selja/gefa Poulsen.
  Adam, Meireles, Lucas og Aquilani þá með miðjuna/attacking mid og svo með Backup á þá Shelvey, Spearing og auðvitað Henderson sem ég held samt að verði frekar á kanntinum með Káta.

 26. ,,er þá ekki málið að vera ekki að lána Aquilani” átti þetta auðvitað að vera, afsakið mig 😉 

 27. Ég verð að segja fyrir mína parta að þrátt fyrir að seinustu tveir leikir séu aðeins pre season leikir sem og að liðið var að spila með “varamenn”, þá hef ég áhyggjur af þeir leikmenn sem voru þar inná og eiga geta komið inn til að bæta leik okkar sem ferskar lappir séu ekki að standa sig betur.

  En annars vona ég að við getum byrjað þetta að krafti eftir tvær vikur og komið sterkir inn í mótið. Vonandi koma Suarez, Gerrard og Lucas inn í mótið sem allra fyrst.

  En birkir.is, frábær hugmynd með myndina. Við höfum öll mismunandi skoðanir og ekkert að því, en skítköst undir dulnefni er eitt það ómerkilegasta sem til er á síðu eins og þessari! Búinn að signa mig upp og vonandi kickar þetta inn fljótlega 🙂

 28. er einhversstaðar hægt að sjá yfirlit yfir samningamál leikmanna Liverpool?

 29. Ef við gefum okkur það að Suarez byrji ekki fyrsta leik,lucas ekki heldur og svo mun Gerrard ekki spila fyrr en í sept.

  Hvernig ætli okkar sterkasta x11 lýti þá útí fyrsta leik gegn Sunderland þann 13. ágúst?

  4-2-3-1

                                               Reina

  Johnson              Carra                         Agger                   Kelly

                                   Adam          Mireles

  Kuyt                                    J.Cole                              Downing

                                            Carrol

 30. Spái því að Agger verði meiddur eins og venjulega og nýju mennirnir verði allir á undan Cole í goggunarröðinni. Shelvey og Flanagan verða heitir á bekknum en byrjunarliðið svona:
  Reina
  Kelly        Carragher               Skrtel      Johnson
  Henderson              Adam
  Kuyt         MeirelesDowning
  Carroll

 31. Nú virðast sögusagnir um Scott Dann og Luis Enrique vera að hitna. Reikna með því að það yrðu þá síðustu kaup sumarsins, líklega um 20 milljónir samtals. Þá væri hópurinn orðinn nokkuð þéttur og vel mannaður alls staðar á vellinum nema kannski hægra megin og í senternum. Ekki er hægt að gera wholesale cahnges í einum glugga þannig að væntanlega þurfa frekari styrkingar að bíða betri tíma.

 32. #47. Ívar , thad vaeru nu fin kaup en madur getur samt notad Henderson a hægri kant.
  Held ad okkar sterkasta lid lytur svona ut
         Reina
  Kelly Carra Skrtel/Agger Johnson
       Meireles/Lucas  Adam
  Henderson Suarez  Downing
                 Carroll

 33. #49 – okkar sterkasta lið og engin Gerrard ? oO

  Ég vil ekki sjá Henderson á hægri kannti – hann er miðjumaður, Liverpool FC hefur notað of mikið af miðju- og sóknarmönnum á könntunum í gegnum tíðina. Ef það er einn miðjumaður í Liverpool liðinu sem gæti leyst þessa stöðu með einhverjum ágætum þá væri það S.Gerrard, sbr 2006 tímabilið. Ef ég væri að stilla upp liðinu þá myndi það líta svona út (ef allir heilir, þmt Gerrard):

  Reina

  Kelly – Carra – Agger – Johnson

  Lucas – Henderson / Adam

  Gerrard – Suarez – Downing

  Carroll

 34. Eru allir búnir að gleyma okkar besta manni og markahæsta á seinasta tímabili DIRK KUYT 

 35. Dirk: alls ekki, það er ekki hægt að gleyma Dirk Kuyt. Hins vegar vantar hann samkeppni og liðið vantar öðruvísi leikmann hægra megin. Leikmann eins og Adam Johnson, sem togar vörn andstæðinganna sundur, fer aftur fyrir bakvörðinn og sendir fyrir. Kuyt er ekki þannig leikmaður og það þrengir möguleikana sóknarlega. Jafnvel þótt leikkerfið sé hugsað þannig að bakvörðurinn komi í overlapp. 

 36. Ég held að við eigum alveg eftir að standa okkur ágætlega að skora mörk í vetur, hef engar sérstakar áhyggjur af því. Sérstaklega með Carroll, Suarez, Kuyt og Gerrard þarna frammi/framarlega, þó við gætum alveg notað einn lítinn potara í þetta lið. Downing og Adam eru drjúgir og svo kemur eitt og eitt frá Johnson, Henderson og Maxi þegar hann fær að vera með. 

  Hinsvegar hef ég töluverðar áhyggjur af þessari vörn okkar. Hún er allt of brothætt og staðreyndin er bara sú að það er ekki einn topp klassa varnarmaður í þessu liði okkar. ( Það er farið að slá í Carra ) Það kæmist ekki nokkur maður í okkar vörn í td Chelsea eða United liðið nema kannski Johnson og þá eingöngu útaf sóknar tilburðum sínum, ekki útaf varnar töktunum. 

  Þetta er eitthvað sem Kenny verður að taka á og bara vona ég að við náum að losna við einn til tvo dauðdrumba svo við getum bætt þessa vörn okkar af einhverju viti fyrir komandi átök í deildinni. 

  Fjórða sætið í vor væri stórgóður árangur !  Ekki fara að búast við einhverju meiru en það, það er einfaldlega allt of langt í toppinn ennþá. 

 37. Ívar: Ég er alveg sammála að leikmaður eins og adam Johnson væri frábært að hafa á kanntinum en við eigum engann þannig núna og samt eru allir að sleppa því að minnast á Kuyt í sínu liði og hafa bæði Adam og Henderson á undan honum sem eru báðir góðir leikmenn en eiga ennþá eftir að sína það að þeir eigi skilið sæti í liðinu á kostnað Kuyt

 38. Rólegur Dirk, þú ert í liðinu mínu á fyrsta leikdegi eins og sjá má.

 39. Sé að það er í tísku að giska á byrjunarliðið í fyrsta leik, svo að ég ætla auðvitað að ganga í þá tísku.

  Ég held að liðið verði svona ef Suarez, Gerrard og Aurelio (og ef enginn nýr kæmi). Setti samt Lucas þarna inn, því ef ég þekki hann rétt þá finnst honum sumarfríið sitt bara verið of langt og langar að spila fyrsta leik! En ef ekki þá kæmi Henderson inn í staðin..

  http://this11.com/topics/add/1312158331958962

  Ps. Boltinn sem er þarna í markinu hinu megin er auðvitað eftir að Carroll skorar með dúndur skalla eftir fyrirgjöf frá Downing. 

 40. Þar sem að Gerrard verður ekki með í byrjun tímabilsins, halda menn ekki að við fáum að sjá eitthvað til Henderson? Mig hlakkar allavega mikið til að sjá þann dreng.

 41. Uppstillingin hjá #59 lítur vel út. Ættum að rúlla Sunderland upp með þessari uppstillingu.

 42. Ég verð að segja fyrir mína parta að ég er búinn að afskrifa Steven Gerrard sem leiðtoga liðsins. Hann er byrjaður að glíma við erfið og hvimleið meiðsli og árin eru farin að færast yfir.
   
  Hans helsti styrkur hefur alltaf verið kraftur og snerpa en ég held að hann sé búinn að missa það. Einnig hefur hann ekki alveg næga yfirvegun og fótboltavit til að vera einhver miðju-maestro.  Sorglegt en satt.

 43. Held að leikurinn byrji kl. 19.00

  Vona bara að maður fái að sjá þokkalega mannað lið í kvöld!

 44. Veit einhver hvort stod2sport ætli að sýna hann beint klukkan 17 eða upptöku klukkan 19 ? Hann virðist ekki vera sýndur á lfctv sjónvarpsrásinni.

 45. Leikurinn er eingöngu sýndur á Liverpoolfc.tv online, sem sagt bara á netinu hjá þeim en ekki á sjónvarpstöðinni.

 46. Jónas H ertu einhvað geðveikur? Gerrard þú segir að Gerrard sé ekki með neitt fótboltavit… þetta er það allra heimskulegasta sem ég hef heyrt lengi!!!

 47. las það reyndar ekki en þetta er samt geðveiki að halda þessu fram!!

 48. Strákar er með 2-3 spurningar.

  Vitiði klukkan hvað Liverpool-Sunderland hefst laugardaginn 13 ágúst?

  Þennan sama dag er bikarúrslitaleikur Þór – KR sem mig langar að sjá ( gaman að sjá fyrstu dolluna detta í Þorpið á Akureyri )    Ég veit reyndar ekki klukkan hvað sá leikur er heldur en grunar að það sé í kringum 16.

  Er ekki einhver með það á hreinu klukkan hvað þessir 2 leikir hefjast? ég vill ekki missa af hvorugum neflinlega.

  Finn það hvergi hvenær leikirnir í fyrstu umferð enska boltans fara fram.

         

 49. LFC – Sunderland verður kl. 14:00, bikarleikurinn kl. 16:00 skv. ksí.is

 50. Takk fyrir þetta drengir, þá er þetta eins og mig grunaði, ef allt gengur upp þá nær maður þeim báðum.

  En annað, hvenær kemur Suarez úr fríi? nú virðast sumir þessara kalla vera að mættir eða að mæta eins og Lucas, Tevez á að vera að koma líka í vikunni, forlan fór beint að spila með Atletico eftir úrslitaleikinn en tekur svo eitthvað frí. Hefur það eitthvað komið fram hvenær Suarez er væntanlegur til æfinga?  

 51. Ef fréttir eru réttar þá var Newcastel að leysa Joey Barton undan samning við félagið.
  Væru men til í að sjá hann koma til Liverpool á hægri kantinn ?

 52. Hann spilar bæði sem kantmaður og miðjumaður. Ég veit samt ekki hvort ég vildi fá hann til liðsins enda snargeggjaður í hausnum en hann sá til þess að Carrol skoraði helling af mörkum í fyrra.

Galatasaray 3 – Liverpool 0

Valerenga í dag (Uppfært: 3-3)