Aquilani á leið til Fiorentina?

Flest virðist nú benda til þess að Alberto Aquilani fari á láni til Fiorentina fyrir næsta tímabil. Þetta er skiljanlegt í ljósi þess hversu margir miðjumenn eru hjá Liverpool og leikjafjöldi verður í lægra lagi á næsta tímabili vegna þess að við erum ekki í Evrópu.

Margir vildu gefa Aquilani sjens á þessu tímabili, en ég var einn af þeim sem vildi miklu frekar sjá Charlie Adam í Liverpool liðinu en Aquilani. Það var augljóst að einhver þurfti að víkja og við þetta aukast væntanlega líkurnar á því að Raul Mereiles verði áfram hjá liðinu.

151 Comments

  1. Ég vildi gefa honum annan sjéns, en ég hefði samt verið sáttari með að selja hann en að lána, hann er ekert að fara að hækka í verði við það að lána hann, hann verður bara 1 ári eldri en enn sami leikmaðurinn.

  2. Held það sé alveg ljóst að Aquilani á aldrei eftir að spila leik aftur fyrir Liverpool ef hann fer núna.
    Svolítið sorglegt finnst mér því hann er góður knattspyrnumaður, en það má deila um hvort hann henti Enska boltanum nógu vel.
    En þar sem við erum nokkuð vel settir með miðju nagla þá er þetta hið besta mál held ég.
     
    Gangi honum vel.

  3. Jæja, verður maður ekki að sætta sig við þetta bara. Enda er maðurinn ennþá óskrifað blað á meðan við eigum menn sem við vitum hvað geta í enska boltanum, Meireles, Maxi, Adam o.fl.
     
    Nokkuð ljóst líka að ástæðan fyrir því að hann fékk að spila svona mikið í æfingaleikjunum og það að Henry mærði hann á twitter var til að koma honum burt á sölu eða á láni.
    N’gog líklega næstur.

  4. Hefði viljað sjá hann sem sóknar option á næsta tímabili en þetta er gott skref að næstu kaupum

  5. Hvernig er það skyljanlegt að hann sé LÁNAÐUR? heimskulegasti bisness sem ég veit um! Kaupa gæjann á 20m.punda, lána hann til juve ekkert mál, lánum hann til Fiorentina, ekkert mál… kaupum svo bara alla miðjumenn í heiminum á 20 m.punda…
    Hvernig er það útskýrt?

  6. Mjög leiðinlegt ef satt reynist… Mjög hæfileikaríkur og ég blæs á þetta tal um að hann sé ekki nógu góður/sterkur fyrir ensku deildina. Augljóst mál að of margir miðjumenn eru hjá klúbbnum, en fáir betri en hann. Ég hefði viljað gefa honum fram í janúar til að sanna sig og svo fara á lán ef hann næði ekki a heilla okkur.

    Ef það á að lána drenginn aftur þá er líka augljóst að hann verður aldrei í plönum félagsins og því eina vitið að lækka verðmiðann og selja kauða.

    Vona að hann verði áfram… vill samt ekki losna við Mereiles. Djöfull er gaman að eiga alltaf kökuna sem maður étur…

  7. Sammála Magganum með að vilja frekar selja AQ en lána því verðið á honum hækkar ekki að ári liðnu. En af þessum þremur Aquilani, Adam og Meireles þá hefði ég viljað sjá Aquilani fara.  En auðvitað mættu aðrir miðjumenn fara á undan Aquilani eins og poulsen, spearing og Cole t.d.  En Liverpool þarf að fækka í hópnum á miðjunni og skiljanlegt að svona tilfæringar séu nauðsynlegar. Annars er ég klár á að Liverpool lendi í topp 4 þetta tímabilið og ofar en margir spá.  YNWA

  8. Afhverju reynum við ekki að selja manninn?
    Skárra að fá minni pening heldur en að lána hann þangað til að samningurinn rennur út. Þvílíkt flopp!

  9. P.S. Ætli Fiorentina hafi ekki einhverja álitlega kosti til að fá uppí skiptidíl. T.d. Vargas?
    Finnst algjört rugl að vera að lána hann aftur.

  10. Ég held að forsvarsmenn Liverpool séu nú að mestu búnir að útiloka að fá nokkuð af peningum að ráði fyrir AA. Kaupverðið sé sokkinn kostnaður.  Hann er líklega á topp launum og það er það sem horft er á.  Ef hann er á 70 þúsund pundum eins og getið hefur verið um þá er hreinn launakostnaður yfir 3,5 milljónir punda fyrir árið (líklega annar kostnaður sem fellur til einnig). Það er peningur sem má þá nota í að greiða öðrum leikmönnum laun sem liðið þarfnast frekar. Ég efast ekki um að reynt hafi verið til þrautar að selja hann en engin tilboð hafi komið. Þá sé þetta skásti kosturinn.
    Það er augljóst að Kóngurinn er að leita að meiri fjölbreytni í sínum leikmönnum. góða sóknargetu og um leið kraftmikla spilara sem geta varist frá fremsta manni í anda Bill Shankly.

  11. Drési (#5) spyr:

    Hvernig er það skyljanlegt að hann sé LÁNAÐUR? heimskulegasti bisness sem ég veit um! Kaupa gæjann á 20m.punda, lána hann til juve ekkert mál, lánum hann til Fiorentina, ekkert mál… kaupum svo bara alla miðjumenn í heiminum á 20 m.punda…
    Hvernig er það útskýrt?

    Kaupverð er ekki allt. Klúbburinn borgaði engar 20m punda fyrir hann. Ef ég man rétt var umsamið kaupverð 16m punda með öllum klausum en þar sem hann náði engum árangri og spilaði fáa leiki með Liverpool verða eflaust engar klausur uppfylltar, þannig að kaupverðið er nær 8-12m punda. Verðmiðinn sjálfur skiptir svo minna máli þar sem sú upphæð var greidd sumarið 2009, rúmu ári áður en FSG eignuðust klúbbinn.

    Það sem skiptir FSG máli er að losa launaskrána. Að fá fé fyrir sölu væri bónus en úr því að það virðist ekki ætla að ganga með Aquilani (þeir hafa mjög greinilega verið að reyna að selja hann sl. hálft ár) er næstbesta (og mjög góða) lausnin að lána hann.

    Fregnir herma að við það að lána Aquilani til liðs sem borgar 100% af launum hans næsta árið sparist 3.5m punda í launakostnað til hans og ef hann er svo seldur á 6-8m eftir ár sé það þá peningur í kassann þegar af því verður. Það er miklu betra en að hafa hann á háum launum í hópnum í vetur, sérstaklega ef Dalglish ætlar svo kannski ekki að nota hann.

    Með því að lána Aquilani skapast pláss í launastrúktúrnum fyrir annan leikmann sem Dalglish gæti viljað nota. Ef við náum t.d. að selja Ngog og Poulsen og lána Aquilani, Pacheco, Ayala og Wilson er búið að rýma til í launapakkanum fyrir 1-2 nýjum leikmönnum í viðbót. Auðvitað væri best að geta alltaf selt og fá 10-20m punda staðgreitt í kassann (þótt leikmannakaup séu sjaldnast staðgreidd að fullu lengur) en þegar það tekst ekki er samt gríðarlega mikilvægt að losna við óþarfa leikmenn af launaskránni, sérstaklega menn eins og Aquilani sem eru á svimandi háum launum og Dalglish virðist ekki ætla að nota.

    Þetta er mjög jákvætt, ef af verður, og vonandi leggur svona lánsdíll grunninn að því að hægt sé að kaupa 1-2 góða leikmenn í viðbót (framherja ef Ngog fer, annars líklegast miðvörð eða vinstri bakvörð).

    Vonandi svarar þetta spurningu þinni.

  12. Margir hafa nú í sumar verið að hneykslast á því að Liverpool vilji losna við Aquilani, þar sem þetta sé mjög hæfileikaríkur leikmaður og eigi skilið fleiri tækifæri osfrv. Mér finnst ótrúlegt að lesa hvernig mönnum tekst að misskilja þetta mál þar sem þetta er svo sáraeinfalt: Aquilani vill ekki vera hjá Liverpool. Aquilani vill spila á Ítalíu og hefur engan áhuga á að vera á Englandi. 

  13. Það er eiginlega grátlegt að sjá hvernig fjármunirnir af sölu Alonso hafa brunnið upp. Aquilani var keyptur meiddur og hafði hann töluverða meiðslasögu á ferilskrá sinni því var um áhættusöm viðskipti að ræða. Skömmu eftir komu hans kom í ljós meiðsli hans voru alvarlegri en áður var talið og ljóst að hann myndi ekki nýtast félaginu sem skyldi. Vonaði maður að hann myndi koma sterkur inn á næsta tímabili en þá sáu menn ekki not fyrir hann hjá klúbbnum þrátt fyrir fremur þunnskipaðann hóp. Allt stefnir í að hann verði lánaður aftur á þessu tímabili og maður veltir fyrir sér hvort að ástæðan sé vegna einhverrar klausu um greiðslur til Roma fyrir X marga leiki spilaða fyrir félagið eða hvort leikmaðurinn sé á mjög háum launum. Jafnvel hvort tveggja.

    Helst af öllu þá myndi ég vilja að Aquilani yrði einfaldlega seldur á þessum tímapunkti. Liverpool þarf klártlega að sætta sig lægra verð en þeir keyptu hann fyrir væntanlega væri hægt að fá eitthvað kringum 10-12 milljónir punda. Það verður bara að viðurkennast að kaupinn á þessum ítalska landsliðsmanni fara á topp 5 lista yfir verstu kaup Benitez hjá Liverpool.

  14. Liverpool FC mun spara sér 3,5 milljónir punda í laun með því að lána hann út tímabilið, þar að auki mun verðgildið hans halda sér (aukast?) ef hann stendur sig, annað en ef hann heldur áfram ástarsambandi sínu við Gustavsberg.

    Mér finnst það kjánalegt í besta falli að allir youtubarnir séu brjálaðir yfir þessu – þar sem þeir hafa séð flottar klippur af honum á youtube, já eða nokkrar flottar sendingar frá honum í leik. Málið er bara að lið eru byggð uppá liðsheild og maður sem sagði sig frá leikjum í gríð og erg vegna magakveisu, pestar og óútskýrðs öklaverks á sínu fyrsta tímabili hefur hvorki passionið, vinnusemina né hausinn í þessa ensku deild. Ég vel þá frekar Spearing sem myndi ganga í gegnum eldhaf til þess að spila – meira að segja Meireles spilaði með ælupest í fyrra á meðan Postilíní varð að horfa á Liverpool leiki af kamrinum því hann hafði ekki magan í þetta.

    Við erum með allt of marga miðjumenn, menn hafa verið duglegir að benda á það. Ofan á það hafa menn verið reiðir við fréttum þess efnis að Meireles sé að fara. Það var alveg ljóst að annar þeirra varð að fara – allt of dýrt að vera með þá tvo, sérstaklega í ljósi þess að þeir munu aldrei spila alla leiki með Henderson, Gerrard, Adam, Lucas & Spearing í sömu stöðu. Ofan á það koma undir strákar úr varaliðinu esm vilja fá sénsinn. (Nota bene, þeir eru ekki kanntmenn og virka ekki á tveggja manna miðju sökum lítillar vinnusemi, þeir yrðu því að spila fyrir aftan striker eða á þriggja manna miðju – þá vel ég heilan Gerrard fram yfir þess herra menn 365 daga á ári).

  15. “við rúlluðum ykkur upp í meistaradeildinni og höfum ekkert við ykkar varamenn að gera” einhvern veginn þannig var yfirlýsing Benitez þegar Real Madrid gerðu  Vaart, Sneijder, Robben, Negredo, Huntelaar og einhverja fleiri fala sem hluta af kaupverðinu upp í Alonso.
    Í staðin keypum við Aquilani meiddann fyrir hærri upphæð en við hefðum geta fengið t.d. Sneijder og það sem ekki var síður undarlegt var að þegar ítalinn náði sér af meiðslunum þá vildi Benitez lítið sem ekkert nota hann. Afgangurinn af Alonso peningunum fór til Texas.
    Klúðrið byrjaði þó reyndar ári fyrr þegar Benitez gerði Alonso falann til þess að kaupa Gareth Barry frá Aston Villa.
     
    Ég held reyndar að Dalglish hafi ekki allt um þennan lánssamning að segja. Einnig efast ég um að Hodgson hafi haft nokkuð um lánið til Juventus að segja í fyrra þó hann hann asnast til að kaupa Poulsen af þeim. Laun Aquilani eru einfaldlega of há fyrir leikmann sem er ekki inn í myndinni hjá stjóranum. Það reynist greinilega auðveldara að losna við Aquilani af launsasrkánni en Joe Cole, en það vinnur óneitanlega með Cole að vera enskur, auk þess er hans besta staða sú sama og Aquilani spilar.
     
    Mig grunar reyndar líka að Meireles sé falur fyrir rétt verð en mér fyndist glapræði að selja hann strax í ljósi þess að Gerrard á í miklum vandræðum með nárann á sér, auk þess sem Adam og Henderson eru ekki ennþá búnir að sanna sig í Liverpool búningi, Shelvey er ekki tilbúinn og Spearing er ekki nógu góður. Meireles er líka fjölhæfari leikmaður en Aquilani. Getur bæði spilað sóknar og varnartengilið, auk þess er hann alveg nýtanlegur hægra megin.

  16. Skil þetta bara eiginlega fullkomlega, hefði alveg verið til í að hafa hann en launapakkinn hans er sagður vera upp á 70.000 pund á viku – og þó að Man Shitty hafi efni á að láta 150.000 punda launamann æfa með 5.flokki þá hefur Liverpool ekki efni á því að hafa svoleiðis mann í jójó hlutverki…

  17. Ég hef aldrei fílað þennan Ítala um mun aldrei gera það, þannig að ég er sáttur við þetta.
    Vonandi fara að detta inn kaup eftir þetta

  18. @ Halli 12
    Aquilani vill ekki vera hjá Liverpool. Aquilani vill spila á Ítalíu og hefur engan áhuga á að vera á Englandi”
    Hvenær sagði hann þetta? Eina sem ég hef séð haft eftir honum er að hann sé meira en tilbúinn að spila fyrir Liverpool, enda sé hann leikmaður þess liðs.
    @ Megaz 15
    “við rúlluðum ykkur upp í meistaradeildinni og höfum ekkert við ykkar varamenn að gera” einhvern veginn þannig var yfirlýsing Benitez þegar Real Madrid gerðu  Vaart, Sneijder, Robben, Negredo, Huntelaar og einhverja fleiri fala sem hluta af kaupverðinu upp í Alonso”
    Sagði hann þetta virkilega?
     
    Þetta hefur bara allt farið framhjá mér :-/
     

  19. Menn þurfa bara að hafa verið hjá Man Utd, geri ráð fyrir að Andy Cole sé næstur 🙂

  20. #15 Megaz
     
    Endilega komdu með link á þessa yfirlýsingu sem Rafa Benitez gaf frá sér.
    Þú virðist vera eini maðurinn sem sást þessa yfirlýsingu.

  21. Óskiljanlegt að einhverjir séu ósáttir við þetta. Honum líður illa í Englandi og var stundum á sínu fyrsta tímabili að feika magapínu og ökklameiðsl til að þurfa ekki að spila. Hæfileikaríkur leikmaður en bara hentar fullkomlega engan veginn í líkamlegu og andlegu hörkuna á Englandi.
    Það er ekki nóg að sýna glæsitilþrif á Youtube og æfingaleikjum. Áttum aldrei að kaupa hann en neyddumst víst til þess því Benitez var skipað af G&H að versla bara við þá sem skulduðu okkur pening.
    Við viðurkennum mistökin og höldum áfram að bæta liðið. Ekkert annað í stöðunni. Vonandi fáum við c.a. 12m punda fyrir hann næsta sumar. Case closed.

  22. @Hafliði 19
     
    Reyndar hafði einhver af skárri miðlum Englands þetta eftir honum, en mér finnst það ekki skipta öllu og langur tími er liðinn. En Við vitum að þessir leikmenn voru boðnir í skiptum og Benitez hafnaði þeim til að kaupa meiddann Aquilani. Það sem mestu skiptir er að við erum lausir við Benitez og vonandi fáum við einhvern tímann helming af því sem Aquilani kostaði okkur. Þetta er leikmaður sem Juventus höfnuðu.

  23. Nr.26 KAR

    Hvar kemur það fram?

    Eins hverjum er ekki nákvæmlega sama um einhverja uppblásna aðalsbót. KING Kenny verður ekkert lækkaður í tign neitt (Sir).

    Annars held ég að listinn yfir þá aðila sem hlotið hafa aðalsnafnbótina og átt það meira skilið en Shankly eða Paisley sé ekki svo langur og gjaldfellir þessa nafnbót fyrir mér.

    Paisley t.d. barðist í stríðinu, var hjá Liverpool sem leikmaður, aðstoðarþjálfari og þjálfari á mestu uppgangstímum félagsins og vann allt sem æðsti maður félagsins. Svipað er hægt að segja um Dalglish sem vann allt sem leikmaður og var einnig frábær sem stjóri, bæði innan sem utan vallar og þá sérstaklega í kringum mestu einhverjar hörmungar sem enskt knattspyrnufélag hefur lent í. En ekkert heyrðist frá Buckingham.

    Shankly var síðan þannig karakter að það er ennþá sungið um hann á Anfield Road.

    Fergie vann þrennuna ´99 og það leið ekki korter áður en þeir klíndu Sir fyrir framan nafnið hans.

    Held að ég sé ekkert einn um að gefa ansi lítið fyrir þetta.

  24. Ég skil ekki þessa aðdáun á Aquilani. Auðvitað er hann fær fótboltamaður en samkvæmt fregnum þá var hann ítrekað að draga sig úr hóp þegar Benitez var við stjórn og sífellt meiddur. Hvaða áhrif hefur það á liðsandann þegar menn vilja ekkert spila?

    Ég man eftir einu skipti þar sem þetta var tekið fyrir í MOTD þegar Aquilani sjálfur sagði í viðtali að hann yrði ekki með um helgina. Síðan var hann á bekknum og kom meira að segja inná í leiknum. Aðspurður sagði Benitez að það hefði ekkert verið að honum.

    Ég held að hann meðhöndli ekki enska boltann og vill dútla sér í þeim ítalska. Mér hefur aldrei fundist gott að hafa menn í liðinu sem vilja ekki spila og þrátt fyrir að Aquilani hafi aldrei sagt það opinberlega þá geri ég að því skóna að umbinn hans vinni mikið í því að koma honum aftur til Ítalíu.

    Hvað segir það líka um leikmanninn að hann hefur heillað Juve nógu mikið til að fá samning hjá þeim?
    Ef þetta er fórnarkostnaðurinn við að halda Meireles þá er hann ekki hár. Tala nú ekki um að nú er meira rými fyrir Shelvey t.d. að fá að spila.  

  25. Samþykkt. Manni er slétt sama um nafnbótina, en á meðan Ferguson hefur öðlun en Shankly, Paisley og Dalglish ekki getur maður bara ekki heyrt á þetta minnst nema að neðri vörin skelfi örlítið.

  26. Mér er sama hvað þið segið, þetta er argasti andskotans skandall og ekkert annað.
    Púkkum uppá pölsen sem er eitt ónothæfasta gerpi veraldar og losum okkur við klassa spilara eins og Aquilani sem aldrei hefur fengið almennilegt tækifæri hjá okkar ástkæra klúbbi. Þetta er fyrir neðan allar hellur. 🙁

  27. Ætla ekki að tjá mig um Sir-nafnbætur, hef ekki notað það á Rauðnef og það að Beckham fái hana umfram 1000 aðra tengda fótboltanum sýnir hversu últravitlaust þetta allt er.
    Ég sagði í Podcastinu okkar og stend við það að Aquilani er ekki mikilvægur hlekkur í okkar liði og þess vegna vilja menn losna við einn hæst launaða leikmanninn okkar, að sjálfsögðu!  Þetta er fyrirtæki en ekki góðgerðarstofnun.  Eins og AEG segir var Rafa skipað síðasta sumarið að versla bara af þeim sem skulduðu okkur peninga, sem þýddi það að við versluðum þá menn hjá Portsmouth og Roma sem gætu nýst okkur.
    Þessi fjárhæð hefur verið afskrifuð með eigendaskiptunum og Kristján Atli rekur á alveg hárréttan hátt hver hugsun eigendanna er með því að losa hann – einfaldlega af launaseðlinum strax skiptir miklu máli.
    Svo hef ég alltaf spurt, en aldrei fengið svar hjá þeim sem eru ákafastir í að halda Aqua. 
    Ef hann var svona góður á Ítalíu í fyrra út af hverju var þá ekki Juventus tilbúið að borga fyrir hann þá upphæð sem þeir höfðu samþykkt fyrirfram?
    Fyrst Juventus stukku ekki á hann, hvers vegna fór ekki eitthvað af öðrum toppliðum Ítalíu af stað og keypti hann?
    Ég held að ástæðurnar séu einfaldlega þær að Aquilani er góður leikmaður sem hefur fengið borguð laun sem afburðaleikmaður og ekkert lið er tilbúið að borga fyrir hann 10+ milljónir og borga honum 70 – 80 þúsund pund í laun.
    Á endanum virðist mér hann vera að fara til miðlungsliðs á Ítalíu (Fiorentina) og eina liðið á Englandi sem tékkaði á honum var annað miðlungslið (Sunderland).
    Það að losa hann og ef að Martin Jol fer í sömu dýrðlingatölu og Sven Göran þegar hann tók Konchesky með því að losa okkur við Poulsen þá fer að styttast í það að við munum halda leikmanni sem sannaði sig fullkomlega á síðasta leiktímabili sem leikmaður algerlega verðugur þess að fá að vera í rauðu treyjunni áfram.
    Það er Raul Meireles – leikmaður sem er 28 ára gamall á þessu ári og þremur árum yngri en Gerrard.  Vonandi heldur hann sinni stöðu í leikmannahópnum næsta vetur.
    En auðvitað óska ég Aquilani góðs gengis, þetta er flottur leikmaður sem var bara fórnarlamb vondra aðstæðna í klúbbnum okkar þegar hann kom og ekki honum beint að kenna að stóru liðin treysta sér ekki í fjárfestingu á honum…

  28. p.s og það að leikmenn geti ekki treyst á það að hrós frá eigenda Liverpool sé hrós frekan en ábending um að þú sért á sölulista er einnig útúr belju. Svei mér þá ef Henry var ekki að fá fyrsta mínusinn í kladdann hjá mér(ef þeir losa hann það er að segja)

  29. Er ekki bara málið með þetta ‘Sir’ dæmi að þau i Buckingham höll séu bara svoldið afbýðsöm úti KING Kenny því hann er meira elskaður og dáður en nokkru sinni þetta Buckingham pakk !! Og miklu meiri Kóngur en Kalli verður nokkru sinni!!!

  30. Carlito, ég skil ekki alveg hvað þú ert að meina? Henry hrósaði Aquilani og Ngog fyrir frammistöðuna í Asíu og ég held að það hafi nú ekki verið neitt annað á bak við það. Svo er það ekki í hlutverki Henry að ákveða hver er seldur og hver er keyptur.

  31. Sama hversu mikill Liverpool maður ég er þá get ég alveg skilið að það eitt að koma af eftirlaunum, taka við fótboltaliði og forða því frá niðurlægingu er ekki nóg til að fá „Sir“. Kommon – við erum öll Liverpool fólk en höldum okkur á jörðinni. Rauðnefur fékk ekki nafnbótina eftir fyrsta tímabilið. Það þarf að sýna aðeins meira en að geta skeint eftir Hodgson. Beckham á þetta alveg skilið – búin að vera fínn fulltrúi fyrir Englendinga í gegnum árinn. Þessi skoðun mín gerir mig ekkert minni Liverpool mann, ekkert frekar að SAF verði sjálfkrafa lélegur stjóri fyrir það eitt að stýra leiðinlegasta liði í heimi.

  32. Eitt sem ég átta mig ekki á í þessu. Ef Aquilani var svona lélegur á Ítalíu í fyrra að ekkert af toppliðunum þar vill kaupa hann, hvernig fór hann þá að því að spila sig inn í landsliðið? Og væru ekki kaup upp á 12 milljónir evra kjarakaup fyrir svona leikmann? Eða vildi Liverpool fá miklu meira fyrir hann og krefst hann svona hárra launa að fá lið treysta sér til að taka hann að sér?

  33. @Magginn 38
     
    Mig grunar nú að það hafi akkúrat verið eitthvað á bakvið þetta. Það getur vel verið að það sé ekki hans hlutverk að ákveða hver er seldur og hver er keyptur en mig grunar nú að kaupsýslumaðurinn í honum hafi brotist þarna fram. 
     
    Þetta er ákveðin taktík. 
     
    Hann hrósaði akkúrat N’gog sem við vitum að er til sölu. it’s just business.

  34. Ein spurning: Raul Meireles var hvergi sjáanlegur í Hull leiknum, var ekki einu sinni á leikskýrslu og hvergi sjást myndir af honum á æfingu þessa dagana.  Er vitað hvar maðurinn heldur sig?

  35. Djöfull er ég ekki sammála því að David Beckham eigi skilið “sir” fyrir það eitt að hafa verið það sem þú kallar “fínn fulltrúi” í gegnum árin. Hann hefur jú náð að kynnast Tom Cruise og Katie Holmes vel en umfram það þá er þetta fyrir mér leikmaður sem er fór til Bandaríkjanna því konan vildi vera nálægt hinum Hollywood stjörnunum! Jafnvel þó KKD hefur ekki verið í sviðsljósinu seinstu árin þá gleymist aldrei það sem hann gerði í Hillsborough og það sem hann hefur afrekað.

    Ef þér finnst Beckham eiga skilið “sir” nafnið fyrir það að vera tískuicon sem hélt framhjá konunni (ótrúlega flottur fulltrúi) þá mæli ég frekar með Hugh Grant, hann þekkir Juliu Roberts!

  36. Nr. 39 grettra ertu ekki alveg örugglega að grínast eða?

    Það var enginn að segja að Dalglish ætti að fá þessa nafnbót fyrir það að vera nokkrum ljósárum betri stjóri en Hodgson á síðasta tímabili.

  37. Frábærar fréttir fyrir Aquilani og klúbbinn. Til að sjá fegurðina í þessum lánssamning þarf einingis að setjast niður með autt blað og penna og setja upp byrjunarlið Liverpool á næsta tímabili. Aquilani kemst hreinlega ekki fyrir á blaðinu jafnvel þó 1-2 miðjumenn séu meiddir. Ef hann spilar vel á næsta tímabili með Fiorentina (og hann verður byrjunarmaður í landsliði Ítala) getum við selt hann á 8-10 milljónir næsta sumar.

    Næst á dagskrá er að selja/lána Cole…….og taka upp veskið á ný fyrir left bakk takk!

  38. Ég held að Gettra#39 ætti að kynna sér aðeins betur hvað King Kenny hefur gert. En að aðla Beckham finnst mér asnalegt.

  39. fml    ……………….  besti miðjumaður #Lfc #betrienmeireles

  40. Eddi #33
    Frá mbl.is : “Ef marka má fréttir úr enska blaðinu The S*n í dag….”
    Bara í fyrstu setningunni í þessari “frétt” segir allt sem segja þarf og algjör óþarfi að vera að linka á frétt sem hefur rætur sínar í s*n og þá sérstaklega á Liverpool síðu!

  41. OK – ég skal viðurkenna að ég gleymdi alveg það sem KK hefur gert vegna Hillboro og já – hann á alveg skilið Sir fyrir það. Mea culpa. Held meira að segja að þingmaður Liverpool hafi lagt til að KK fengi nafnbótina fyrir það.
    En að mínu mati hefur hann enn ekki gert nóg til að fá nafnbótina fyrir fótbolta. Að sjálfsögðu VONA ég og bíð eftir að svo verði og ég HELD að það verði ekki löng bið.

  42. Þeir sem segja að Beckham eigi ekki skilið “Sir” nafnbótina ættu að kynna sér aðeins betur hvað sá maður hefur gert fyrir enska knattspyrnu. Og þá er ég ekki bara að tala um að vera leikjahæsti útispilandi leikmaður Englands frá upphafi heldur bæði kynningarstörf og akademíur útum allan heim o.fl.

  43. Gettra! ummæli þín nr 39 og svo aftur nr 52 gera mig algjörlega brjálaðan. Ég hef haldið með Liverpool frá því 1975 og að þú getir látið það út úr þér að King Kenny hafi ekki gert nóg fyrir enskan  fótbolta til þessa að verðskulda Sir nafnbótina er fyrir neðan allar hellur. Kynntu þér söguna! Hvað vann hann sem leikmaður, sem spilandi stjóri ,sem knattspyrnustjóri Liverpool og King Kenny gerði meira að segja Blackburn að meisturum!                                 Menn mega hafa sýna skoðun á því hver sé best til þess fallinn að fá Sir nafnbót fyrir framlag til enskrar knattspyrnu en enginn heilvita maður drullar yfir afrek King Kenny.
    YNWL
     
     
     

  44. Ég er vonsvikin ef af þessu verður, mér finnst hann þvílíkur miðjumaður og vonaði innilega að hann myndi sanna sig í ensku

  45. Ekki sá ég einn einasta leik í ítölsku deildinni í fyrra en ég hitti stelpu um daginn sem er að mig minnir frá Brasilíu en hafði búið eða verið á Ítalíu og mikill púllari, hún á marga vini á Ítalíu sem eru Juventus fan og var einmitt að segja mér að aðdáendur Juve hefðu bara alls ekkert fundist Aquilani eins frábær og við erum að heyra hingað á klakann td, hann hefði verið alltílagi en ekkert meira en það…

    vona bara að Meireles fari ekki og að okkar menn drullist til að kaupa vinstri bakvörðinn og vonandi hafsent eða hægri vængmann, helst bæði. Við erum enn ekki komnir með nógu góðan hóp að mínu mati til þess að berjast um dolluna, vona að Henry, Comolli og Dalglish sjái það  og rífi veskið aðeins meira upp 

  46. Þegar Gettra kom með ummæli nr. 39 datt mér í hug að þetta væri bara krakki sem vissi ekkert hvað gerðist fyrir ca 2 árum. Þegar seinni ummælin komu þá staðfestu þau bara grun minn. Þetta er bara krakkagrei sem þorir ekki að viðurkenna að það veit ekkert hvað það er að tala um.
     

  47. Sjaldan hitti ég stelpur frá Brasilíu en þegar það gerist þá tölum við ekki um fótbolta! Just saying!!
    (“,)

  48. barcelona byður 50 milljon punda + thiago alcantara og abidal  í spering  , lucas og insua
     samkvæmt     skysports.com         á liverpool að samþykkja þetta ???? 

  49. Ein ástæða þess að sé ekki búinn að selja Raul Meireles er hann er með gott tölfræði ef marka á Darrren Burgess viðtalinu.

  50. Það var alveg gefið að eitthvað af miðjumönnum liðsins væru að fara frá liðinu. Ég óska bara Aquilani velgengis hjá nýju liði. Þetta gekk ekki upp hjá Liverpool en hann á eflaust eftir að blómstra hjá Fiorentina.

    Varðandi nafnbótina Sir Kenneth Mathieson Dalglish þá kemur hún fyrr en seinna án efa. Hvað nafnbót Beckham varðar finnst mér það alveg óskiljanlegt. Ef menn eru að fá nafnbótina fyrir það eitt að hafa spilað flesta landsleiki fyrir þjóð sína án þess að hafa náð neinum árángri þá er það miður. Ég ætla ekkert að vera í drullukasti yfir Beckham en Kenny Dalglish hefur gert svo miklu miklu meira bæði innan vallar sem og utan vallar en Beckham. Þetta stenst ekki alveg skoðun.

    Dalglish spilaði 102 landsleiki fyrir skota og skoraði í þeim 30 mörk sem gerir hann að leikjahæsta leikmanni skota frá upphafi og hann er jafm markahár Denis Law. David Beckham hefur spilað 107 leiki fyrir England og skorað 17 mörk. Það er vel af sér vikið engu að síður en ekkert síðri árángur en Dalglish inn á vellinum með landsliði.

    Kenny Dalglish vann 4 deildartitla, 4 SFA bikara og 1 deildarbikar í skosku deildinni. Með Liverpool vann hann 7 deildartitla og 5 deildar og FA bikara og 3 evrópubikara sem leikmaður. Sem stjóri vann hann 3 deildartitla og 2 FA bikara. Samtals gerir það 29 titlar og þar af eru 21 titlar stóru titlarnir. David Beckham vann 6 deildartitla með Manchester United og 2 FA bikara ásamt einum evrópubikar. Hann vann svo einn titil með Real madrid. Það gerir 9 titlar  samtals. 

    Bæði Dalglish og Beckham hafa svo gert góða hluti utan vallar í kynningarstarfi og útbreiðslu knattspyrnu. En af þessu öllu saman þá er eitt annað sem gerir Dalglish vel þess virði að fá alla þá viðurkenningu og virðingu sem hægt er að biðja um. Af þeim 96 sem létu lífið í Hillsborough slysinu, guð blessi minningu þeirra, þá náði Dalglish að fara á flestar jarðafarir fórnarlamba þess. Huggaði fólkið í Liverpool og var þeim stoð og stytta.

    Ég spyr hver á  frekar skilið að fá nafnbótina Sir ?? En það skiptir ekki öllu máli. Ég ber fulla virðingu fyrir því sem David Beckham hefur afrekað á vellinum en hann er engu að síður bara hálfdrættingur á við King Kenny í allla staði, bæði sem leikmaður og persóna.

    Kenny Dalglish er hetja og hann á allt gott skilð.

    YNWA 

  51. Fáránlegt að Beckmann er að mér virðist á undan Dalglish í “röðinni” um það að fá “knighthoodið”

    En að öðru, 

    “If Burmingham enter Administration then there Europa spot will go to the league Team who Finished 6th last season” 

    Hvernig litist mönnum á þetta og er þetta líklegt? 

  52. @maggi

    juventus er i fjarhagskroggum og ekki efni a kauda… juve er med flesta bestu leikmenn sina a kululanum med kauprett

  53. 11 :

    Kristján, Liverpool borgaði Roma 20 m Evra plús árangurstengdargreiðslur, svo þetta tal um 8-12 m punda er hlægilegt. Bónusarnir sem Liverpool á að greiða Roma munu væntanlega engir koma til greiðslu.

    Sem sagt, 20 m Evra kostaði kappinn. Liverpool væri að spara sér laun til helminga (m.v. fréttir frá Ítalíu heimtar Fiorentina að Liverpool borgi helming launa hans) og verðgildi hans lækkar enn (færri ár eftir af smningi og kappinn ári eldri).

    Þessi kaup hafa verð eitt stórt klúður fyrir Liverpool, þökk sé Benitez. 

  54. Varðandi Birmingham og þeirra vandamál þá er ég ekkert spenntur fyrir því að komast í þessa keppni því það myndi þýða að Birmingham væru gjaldþrota og það er ömurlegt fyrir þeirra stuðningsmenn og svo er þetta bara alls ekki spennandi keppni. Við höfum ákveðið forskot á hin liðin þar sem LFC getur einbeitt öllum sínum kröftum að Ensku keppnunum.

  55. 66 Halli
    Hvaðan hefurðu uppýsingarnar um að Aquilani hafi kostað 20m + árangurstengdar greiðslur?

  56. #67
     
    Hélt að menn væru nú búnir að átta sig á því að Benitez hafði því miður voðalega lítið að segja á þeim tíma sem þetta var allt að gerast. Þáverandi eigendur virtust hafa náð að gera allt rangt og það var í raun allt í hers höndum. Það voru einmitt uppi kenningar að Liverpool gætiu einungis keypt af liðum sem skulduðu okkur peninga og Roma var eitt þeirra. Okkur vantaði miðjumann og því fátt í stöðunni. Ég er reyndar kominn með leið á því að verja Benitez og hans gjörðir á þessum klikkuðu tímum og læt það hér með vera í síðasta skiptið 🙂

  57. Mig langar alveg svakalega að sjá hann eitt tímabil allavega í rauðri treyju.
    Ástæður:
    Meiðslin greinilega búin að lagast til muna.
    Held að hann myndi smell passa með King Kenny sem stjóra.
    Hann og Suarez myndu ná veel saman held ég.
    Og svo auðvitað því við fengum aldrei að sjá hann heilann yfir meiri hluta tímabils.

    Finnst líka slæmt að lána hann, því hann er klárlega mjög mikils virði. Held að liðin á Ítalíu notfæri sér það bara að við erum tilbúnir til að lána hann og þess vegna notfæri þau sér það frekar. Veit að það er orðið frekar þröngt á miðjunni en meina ekki eins og okkur veitir ekki af breiddinni.

    En vill samt frekar missa hann frekar en Meireles, það er alveg á hreinu. Fyrir mig er það gleðitíðindin í þessu öllu saman ef Aquilani fer. Enda Meireles búinn að sýna að hann geti gert það gott í Ensku og verður öruglega/vonandi betri á komandi leiktíð. 

  58. Þar sem eigendurnir voru búnir að tala um að auka gæði leikmannahópsins en ekki endilega minnka launakostnaðinn sjálfann, skil ég ekki hvað er verið að lána menn sem eru á besta aldri og myndu klárlega auka breiddina í liðinu. Sem kemur sér pottþétt vel því menn munu jú meiðast þetta tímabil eins og önnur.
    Ólíkt mörgum öðrum hér inni þá missi ég ekkert hárið yfir launakostnaði hjá Liverpool og skil ekki hvað er betra að hafa landsliðsmenn í útláni heldur en tiltæka í liðið okkar tímabil eftir tímabil (fyrir utan degen)
    En ef kóngurinn vill ekki nota hann… þá er það bara útrætt

  59. Veit ekki hvað þessar Aquilani-sugur hérna hafa verið að reykja. Maðurinn var guðdómlega lélegur hjá Liverpool, svo sjá menn einhverjar klippur með stuttum sendingum á móti Portsmouth eða í varaðliðinu og halda ekki vatni. Hvað er í gangi? Fyrir utan að honum líður augljóslega ekki vel í Englandi, sést bara á honum að hann vill tjilla einhvers staðar í hlýrabol og kvartbuxum á ítalíu.

    Þið gerið ykkur ljóst að hann spilaði með Juventus á Ítalíu síðasta tímabil er það ekki? Af hverju í helvítinu hefur ekki heyrst múkk frá neinum þar sem vilja njóta krafta þessa snillings? Af því hann var ekkert svona stjarnfræðilega góður hjá Juve? 

  60. 68 :

    Af opinberri síðu Roma, skjalið sem þeir sendu kauphöllinni í Milano um söluna :

    RAGGIUNTO L’ACCORDO PER LA CESSIONE A TITOLO DEFINITIVO DEL DIRITTO ALLE PRESTAZIONI SPORTIVE DEL CALCIATORE ALBERTO AQUILANIL’A.S. Roma S.p.A. rende noto di aver raggiunto l’accordo con il Liverpool Football Club and Athletic Grounds Limited per la cessione a titolo definitivo del diritto alle prestazioni sportive del calciatore ALBERTO AQUILANI, con effetti a decorrere dalla data odierna, a fronte di un corrispettivo di € 20 milioni, oltre a bonus.Tale corrispettivo sarà pagato dal Liverpool Football Club ad A.S. Roma in quattro rate, di cui la prima, di € 5 milioni, contestualmente alla sottoscrizione del contratto di trasferimento, la seconda, di € 3 milioni, entro il 4 gennaio 2010, la terza, di € 7 milioni, entro il 30 giugno 2010, e la quarta, di € 5 milioni, entro il 30 giugno 2011.Inoltre, il Liverpool Football Club riconoscerà ad A.S. Roma le seguenti ulteriori somme:_ € 0,3 milioni, per ciascuna volta in cui la sua prima squadra partecipi all’Uefa Champions League, durante le stagioni sportive dalla 2010/2011 alla 2014/2015, sino ad un massimo di € 1,5 milioni;_ € 0,25 milioni, alla 35^, 70^, 105^ e 140^ presenza del Calciatore in gare ufficiali;_ € 1 milione, alla prima occasione in cui il Liverpool Football Club vinca l’English Premier League o l’UEFA Champions League, entro il 30 giugno 2014._ 5% del corrispettivo ottenuto dal Liverpool Football Club in caso di cessione del diritto alle prestazioni sportive del Calciatore in favore di altra società di calcio.

    Fyrir þá sem ekki skilja ítölsku, þá er kaupverðið 20 m Evra, borganlegt í 4 afborgunum, síðasta greiðslan átti sér stað 30. júní 2011. 300þús Evrur fyrir hvert skipti sem Liverpool kemst í Meistaradeildina fram að tímabilinu 2014-2015 (séns á að þetta komist til greiðslu), 250þús Evrur fyrir 35 leiki, aðrar 250þús fyrir 70 leiki, aðrar 250þús fyrir 105 leiki og aftur 250þús fyrir 140 leiki (mjög ólíklegt að e-ð af þessu komi til greiðslu). Að lokum 1m Evra ef Liverpool verður annað hvort enskur meistari eða Evrópumeistari fram að tímabilinu 2014-2015.

  61. Sir þetta eða ekki. Vona bara að Kóngurinn geri eins og Keith Richards ef honum verður boðið þetta og segi fuck off, svona eins og hann gerði við wenger.

  62. Geggjað að lána 20 milljon punda mann 2 ár í röð 😉
    Hálfvitar ekkert annað

  63. ok gafst upp á að lesa kommentin eftiir umræðan fór að snúastt um hvort manchester united pussurnar sem eiga eða eiga ekki skilið eitthvað fyrir framan nafnið sitt.
     
    En verð samt að viðurkenna að ég er einginn stærfræðingur, en mig minnir að kaupverðið á Aquilani hafi verið um 18 millz, ekki viss hvort það var með öllu. En eingu að síður þá finst mér bara ekki fyndið að um leið og hann varð leikfær, þá var hann lánaður.
    og fyrirgefið heimskuna í mér en af hverju er betra að kaupa mann á slatta pening og lána hann það sem er eftir af samningnum og þar af leiðandi ekki fá neitt fyrir hann þegar upp er staðið, nema þennann mínus sem hann kostaði.
     
    Hann fékk ekki marga leiki til að sanna sig, kom inná í örfáar mínútur og það var ekki fyrr en um jól (minnir 26 des) sem hann byrjaði inná. Svo veiktist hann og var reyndar ekki leikfær í mörgum leikjum, en það sem ég sá var bara mjög flottur bolti. Virtist hafa gott auga á leiknum og auðvitað var hann smeykur, nýstaðinn uppúr löngum og erfiðum meiðslum.
     
    En án gríns, þá held ég að það hafi einn maður hér í kommentunum séð hann spila fyrir Juve seinasta season, nema það séu bara flestir ´´italar aumingjar first hann náði þokkalega fljótlega að spila sig aftur í landsliðið.

  64. 76 :

    Hvað áttu eiginlega við igleh með ’18 millz’ ? Ég var að útlista hvað Aquilani kostaði og hverjir bónusarnir eru. Sumir eiga greinilega erfitt með að lesa.

  65. Halli #77. igleh #76 á trúlega við að gæinn kostaðið 18 milur í pundum, þú ert með 20 millur evra sem eru tæpar 17.660.000 í pundum. 

     gæti verið ekki satt?

  66. Það var alltaf talað um 18 millur fyrir hann og virðist það samkvæmt þessu vera hárrétt. Þetta vara bara létt klúður allt saman og mistök að versla þennann gæja sem var búinn að vera mjög mikið meiddur. 

    Það sýnir sig líka kannski að Juve ofl hafa bara ekki neinn sérstakann áhuga að kaupa kauða og segir það meira en mörg orð.Mér persónulega hef alltaf verið frekar sáttur við hann og held ég að hann myndi henta okkur vel, þeas áður en Kenny ákvað að kaupa bara miðjumenn í liðið okkar.

    En maður getur litið á þetta sem kaup á tveim misheppnuðum meðalmönnum sem við höfum keypt í kippum síðustu ár og því bara dropi í hafið. Vonandi náum við 7-8 millum fyrir hann í sumar eða næsta sumar og gleymum þessu bara.  Ekkert stórmál. 

    Hvar fékk Kristján Atli nr 11 annars þessar tölur um Aqualini og 8 millurnar ? 

  67. Aquilani er færður til að lækka rekstarkostnað LFC. Það er með öllu fráleitt að líta á kaupverð leikmanns sem staka stærð. Eftir að búið er að kaupa leikmann sem ekki nýtist félaginu er kaupverðið sokkinn kostnaður og skiptir því ekki lengur máli. Það sem eftir stendur er hvað leikmaðurinn kostar reksturinn á móti hverju hann skilar honum. Við blasir að ekkert pláss er fyrir Aquilani í hugmyndafræði Dalglish og þar sem enginn er kaupandinn þarf að lækka kostnaðinn við leikmanninn.

    Varðandi CBE nafnbótina sem Beckham var að hljóta má þess geta að hér er á ferðinni sambærilegur samkvæmisleikur og íslenska fálkaorðan. Auðvitað skemmtilegt fyrir þann sem fær en fáir taka þetta mjög alvarlega. Beckham passar vel inn í þá hjörð sem hefur fengið CBE orðuna undanfarin ár en það segir ekkert um Dalglish.

    Þá má geta þess að einn af bestu sonum Liverpool var snillingurinn John Lennon sem var harður Púlari og átti í æsku þann draum að spila fyrir LFC. Lennon fékk orðuna en skilaði henni með þeim orðum að hann myndi aldrei selja sig jafn hallærislegu fyrirbæri og breska establishmentinu!

  68. Það virðast einhverjir halda að valið standi á milli þess að selja Aquilani fyrir 20 milljónir punda eða lána hann.

    Málið er einfaldlega þetta:  Aquilani var keyptur fyrir alltof mikinn pening.  Hann sýndi nákvæmlega ekkert á Englandi.  Hann fór á láni til Ítalíu og lék vel í nokkra leiki þegar að Hodgson tímabilið var hvað verst og við heyrðum af því (flest eigum við það sameiginlegt að fylgjast nánast ekkert með ítalska boltanum).  Síðan virðist hafa fjarað undan og Juventus voru ekki tilbúnir að kaupa hann.

    Núna vilja engin af stærstu liðunum á Ítalíu kaupa hann.  Hvað eigum við þá að gera? Það eru þrír möguleikar:

    1.  Reyna að troða honum fyrir framan Charlie Adam, Gerrard, Mereiles og Henderson til þess að hann fái mínútur.  Allt leikmenn sem hafa staðið sig mun betur í enska boltanum en AA.
    2.  Selja hann fyrir einhvern lítinn pening.
    3.  Lána hann og vona að hann standi sig, þannig að það sé hægt að fá ögn meiri pening fyrir hann á næsta tímabili.

    Liverpool menn velja 3 – væntanlega af því að þeir telja það besta kostinn.  Ég skil ekki af hverju menn eru svona brjálaðir yfir því.  Það má vel vera brjálaðir yfir því að við keyptum hann á alltof mikinn pening, en þetta er mjög skiljanleg niðurstaða. 

  69. 79 :

    Hann talaði um að hann hafi minnt að hann hafi kostað ’18 millz’, en var alls ekki viss, jafnvel þótt ég hafi útlistað það í kommentinu rétt fyrir ofan, en allt í lagi, sumir kjósa að lesa ekki, er alveg rólegur 😉

    82 :

    Eða minni pening, að mínu mati mun verðgildi hans bara minnka. Skil vel að Liverpool-menn séu brjálaðir, þetta voru svo stjarnfræðilega vitlaus kaup hjá Benitez.

  70. Ég treysti framkvæmdastjóranum og stjórnendum á Anfield að meta hvað sé best að gera með Aquilani. Þeir vita nákvæmlega hvað stendur í samningum og hvað leikmaðurinn hefur fram að færa fyrir liðið. Hefði Aquilani verið í hópnum á síðasta tímabili hefði hann e.t.v. vill fengið tækifæri vegna meiðsla hjá Gerrard en eftir að Henderson og Adam komu til liðsins er fyrirséð að hann hefur færst talsvert aftar í goggunarröðina og það er einfaldlega alltof dýrt að vera með svona hálaunaðan leikmann sem er að berjast við að komast í hóp.

    Vissulega hefði það verið óskandi að Aquilani hefði smellpassað inní hópinn en því miður verður það bara að viðurkennast að þetta voru slæm kaup hjá Benitez en það er svo sem ekkert einsdæmi í knattspyrnusögunni að klúbbar geri slíkt þó svo að um háar upphæðir eru að ræða. Nefni bara Veron, Hargeaves, Saha hjá Utd. Shevchenko, Veron, Mutu, Shaun Wright-Phillips (gef Torres sénsinn) hjá Chelsea. Hjá Arsenal dettur mér í hug þeir Jeffers og Reyes. Meira að segja Tottenham hafa keypt leikmenn fyrir háar fjárhæðir sem hafa floppað eins og Bent og Rebrov. Ætla ekki einu að minnast á Man. City liðið, vonandi á Aguero eftir að falla inní þennan hóp.

  71. Halli #83

    Ég bjóst alveg við því að þú værir rólegur 🙂 ég benti bara á munin á EURO € og Pound Sterling £. Mér datt bara í hug að misskilningurinn ykkar á milli gæti hugsanlega legið í mismunandi gjaldmiðlum. Annað var það ekki!  

    Mér persónulega finnst pínu furðulegt að lána manninn og ekki hafa notað hann neitt. Ég tel hann ekki hafa spilað það mikið að það hafi sannast að hann gæti ekki plummað sig í enska boltanum. En hinnsvegar er liðið yfirfullt af miðjumönnum svo eitthvað þarf að gera.

     

  72. Sælir félagar
     
    Þessi umræða um AA er orðin ansi þreytt og leiðinleg.  Þegar menn deila um keisarans skegg er hætta á að svo fari.  Einar Örn segir þeð sem segja þarf um þetta mál og tel ég, fyrir mína parta, að þetta sé útrætt.
     
    Hinsvegar held ég að eitthvað sé að gerast hjá forráðamönnum LFC.  Ég merki það af því að það er nákvæmlega ekkert að frétta úr okkar herbúðum.  Þá á ég við fyrir utan slúðrið.  það hefur verið hátturinn hjá LFC meðan allt var eðlilegt að ekkert fréttist fyrr en búið var að sigla málum í höfn.  Því held ég að engar fréttir séu góðar fréttir.
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA

  73. Þar sem við aðdáendur k.úbbsins höfum sett orðið “KING” fyrir framan nafnið hans Kenny, þá væri það bara downgrade að skipta því út fyrir SIR.

  74. Hljótum samt að fá meira fyrir að selja hann núna heldur en næsta sumar. Þó svo að hann standi sig vel… þá mun hann bara eiga eitt ár eftir af samningnum þá. Auk þess að vera árinu eldri.

  75. Skil vel hugmyndina hjá Liverpool að lána hann núna, kostur þrjú(af þeim sem Einar Örn kom með) er líklega skásti kosturinn. En það breytir því ekki að þetta voru stjarnfræðilega vitlaus kaup hjá Rafael Benitez…guð hvað ég er feginn að vera laus við þann mann!
     

  76. Off topic!    

    Hvað er málið með El Zhar eiginlega??   Er að horfa á highlights úr ferð varaliðs Liverpool til Írlands og viti menn, hinn 25 ára! gamli Nabil er að spila með kjúllunum.  Einhverjir að sérfræðingunum hér geta kannski frætt mig betur um stöðu hans hjá klúbbnum..   Gríska liðið PAOK F.C. vildi allaveganna ekki sjá hann, þar sem hann var í láni á síðustu leiktíð.
     
    Erum við kannski að sjá fram á frama með varaliðinu og hann verði á endanum markahæsti leikmaður Liverpool XI frá upphafi með 250 leiki leikna 😉    
    Man hvað Benítez hafði mikla trú á honum en aldrei stóð hann undir því…

    Að pistlinum þá er ég algjörlega sammála Einar Erni með AA.  Ef Juventus vildi ekki greiða fyrir hann hvað hefur hann þá að gera í Liverpool?  Leit spennandi út á tímabili en var inná milli mjög óspennandi en reynadar verið goður núna á undirbúningstímabilinu, Voronin style!

    Bottom Line:   AA er ekki leikmaðurinn sem við þurfum á að halda til að vinna deildina. 

    Áfram LFC !   

     

  77. Þó ég geti ekki komið með krækju á það, máli mínu til stuðnings, þá hef ég lesið að El Zahr hafi samið um 30.000 punda vikulaun, og þess vegna sitjum við uppi með hann út samningstímann, eins og svo marga aðra oflaunaða ónytjunga. Laun Meireles eru svipuð og El Zahr.

  78. Alberto Aquilani átti upphaflega að kosta 18 milljónir punda, greitt í ákveðnum afborgunum, fyrsta afborgunin og að ég held önnur líka kom til vegna þess að Roma skuldaði okkur fyrir John Arne Riise. Svo þetta er eins og í bílaviðskiptum, þú setur eitthvað uppí og síðan kemur einhver tala.  Juventus áttu að taka á sig þær greiðslur sem út af borðinu stóðu og borga litla upphæð aukalega svo að ef að Aquilani hefði farið þangað hefðum við skipt á honum Riise.  Skrýtið kannski.
     
    Hins vegar ætla ég ekki að ræða þetta meir per se, Aquilani er farinn til Ítalíu þar sem hann vill vera og Dalglish vill hafa hann.  Það er flott.
     
    Hins vegar ætla ég hér enn að reyna að fá okkur öll til að kafa dýpra í söguna frá sumri 2009 og minna fólk á að í ágúst var Benitez tilkynnt að við gætum aðeins eytt 2 milljónum punda auk þess að díla við félög sem skulduðu okkur peninga.  Hann hafði áður heyrt að það væri hagkvæmara fyrir félagið að skipta við þá klúbba og þess vegna var rokið í að sækja Glen Johnson.  Þegar Alonso fór var talað um að við fengjum leikmenn í staðinn, en ef við gætum dílað við Roma eða Pompey fengi hann meira.  Aquilani var málið og Rafa hóf viðræður við Hull um Michael Turner í hafsentinn og Fiorentina um Slaven Jovetic.  Í lok ágúst kom svo þessi sprengja, að við ættum bara 2 millur lausar og þar með var það Kyrgiakos sem hann keypti fyrir þann pening, díll sem lítur bara fínt út í dag.
     
    Með þessu er ég ekki að verja Rafa heldur að reyna að lýsa því ástandi sem var komið í gang á þessum tíma og var afskrifað loks með eigendaskiptunum.  Leikmannakaup sumarsins 2009, janúar 2010 og sumarsins 2010 verða að skoðast í þessu ljósi og ekki til neins að vera að ergja sig á því.  Í janúar 2011 hófst nýtt tímabil í leikmannaskiptum hjá klúbbnum og það er þvílíkur munur að það hálfa væri nóg!
     
    Toppliðin eru með 22ja manna kjarna (tvo leikmenn í hverri stöðu) og svo hugsanlega þrjá leikmenn í viðbót í minna hlutverki í sínum 25 manna hópi í EPL og svoleiðis verður með okkur líka.  Á miðri miðjunni værum við tops að tala um 6 leikmenn sem ég held nú að verði Lucas, Meireles, Gerrard, Adam, Shelvey og Spearing/Cole, með Henderson, Kuyt, Downing og nýjan leikmann á köntunum.  Ef við horfum á tvo menn um hverja stöðu finnst mér helst vanta á kantinum, svo skoða bakvörð og mögulega hafsent.  En til þess verðum við að losa um Insua/Aurelio eða þá báða á vinstri kanti og Agger/Kyrgiakos í hafsentinum.
     
    Það held ég allavega að sé sá hugsunarháttur sem er á Anfield núna…

  79. Kenny Dalglish vann 4 deildartitla, 4 SFA bikara og 1 deildarbikar í skosku deildinni. Með Liverpool vann hann 7 deildartitla og 5 deildar og FA bikara og 3 evrópubikara sem leikmaður. Sem stjóri vann hann 3 deildartitla og 2 FA bikara. Samtals gerir það 29 titlar og þar af eru 21 titlar stóru titlarnir.
     
    Ég fór næstum því að gráta þegar ég las þetta. Það er aðeins einn King Kenny og hvort hann fær einhverja nafnbót frá úreltri stofnun eins og breska konungsfjölskyldan er eða ekki þá skiptir það engu máli.

  80. Ég vil nú byrja á því að árétta að Aquilani er ekki “farinn til Ítalíu” eins og flestir virðast gefa sér í þessum kommentum hér að ofan, ekkert hefur verið staðfest hvorki af umboðsmanni leikmannsins né af klúbbnum sjálfum. Eins og spurningarmerkið í titlinum á þessari grein gefur til kynna er þetta ekkert annað en orðrómur ennþá og Aqua spilaði jú æfingaleik á laugardag og var mættur á æfingu á mánudag og þriðjudag samkvæmt myndum frá Melwood. Þar var RM hinsvegar hvergi sjáanlegur, ekki frekar en í leiknum á laugardaginn.

    Ég hef varist það að blanda mér í þessa umræðu um Aquilani einfaldlega af því að hann hefur verið minn uppáhalds fótboltamaður mjög lengi. Ég hef sagt áður frá því á þessari síðu þegar ég fór á heimaleiki hjá liðinu í bænum sem ég bjó í ég var skiptinemi á Ítalíu, þar var 19 ára lánsmaður úr höfuðborginni að brillera. Einu fótboltaleikirnir sem ég hafði farið á upp að þeim tímapunkti voru á Akranesi og fram að þessum tíma hafði ég aldrei séð svona góðan fótboltamann spila. Ég held enn fast í þá (mjög svo hlutdrægu) skoðun mína að Aquilani sé einhver best spilandi fótboltamaður í heiminum í dag.

    Tvennt sem ég hnaut við í athugasemdunum hérna að ofan og þá sérstaklega hjá EÖE, ég hef alltaf kunnað að meta skrifin þín á þessari síðu og hef oft verið sérstaklega sammála þér í mörgum þeim skoðunum sem þú hefur viðrað hér; en ég veit ekki alveg hverslags eftir á hyggju söguskoðun það er að segja að AA hafi “nákvæmlega ekkert sýnt” í Liverpool búning!! Þessar fullyrðingar eru með öllu óþolandi og standast einfaldlega ekki rök, þegar að Aquilani var heill og fékk tækifæri í byrjunarliðinu þá var hann mjög mjög góður. Það er ekki bara mín skoðun, farið inn á Liverpool.is og finnið þá leiki sem hann byrjaði og skoðiði umfjöllunina. Af 9 byrjunarliðsleikjum í deildinni var hann valinn maður leiksins í þremur þeirra, bæði af Liverpool.is sem og erlendum fjölmiðum. Þetta voru leikir gegn Fulham, Hull og títtnefndum “Youtube” leik gegn Portsmouth. Þar að auki átti hann magnaðan leik gegn Burnley þar sem hann lagði upp 3 mörk en Steven Gerrard var valinn maður þess leiks. Ég veit ekki hvort það séu margir sem státa af því að hafa verið valdir menn leiksins í 33% leikjanna sem þeir byrjuðu inn á í fyrir Liverpool. 

    En þar kemur einmitt að vandamálinu; meiðslin. Hann var mikið meiddur og hefur verið það allan sinn feril. Eins kaldhæðnislegt og það er þá er tímabilið 03/04 (þegar hann spilaði með heimaliði mínu Triestina) eina tímabilið sem hann hefur spilað meira en 30 leiki í deild. Þá spilaði hann 41 leik. Síðan hófst meiðslasagan hjá Roma og hana þarf ekkert að rekja frekar hér. Í fyrra náði hann þessu svo aftur og spilaði 33 leiki með Juventus. 
    Þar kem ég að öðrum punkti. Juventus skipti um þjálfara eftir tímabilið og réð hinn varnarsinnaða Antonio Conte í stað hins frjálslega Luigi Delneri. Delneri var mikill aðdáandi Aquilani og spilaði honum ítrekað síðasta tímabil og átti kannski hvað mestan þátt í því að AA var valinn aftur í landsliðið. Ef Delneri hefði verið áfram við stjórn er ekki nokkur vafi að Juventus hefði borgað uppsett verð fyrir Aqua og Liverpool hefði mjög líklega selt hann. Conte hinsvegar hafði áhuga á að stilla upp liði sem spilaði harðar heldur en Juve liðið í fyrra og væri aðeins með einn “spilandi” miðjumann og hann fékk hann í formi Andrea Pirlo. Honum hefur því ekki fundist nauðsynlegt að kaupa annan á miklu verði og einnig hef ég lesið inná Corriera síðunni greinar um að Conte sé hreint og beint ekki vel við Roma manninn Aqua. Eitthvað sem kemur fótbolta lítið við. Þess vegna væri kannski betra að reyna allavega að leita að öðrum skýringum heldur en að fara beint í einhver post hoc promter hoc rök og segja bara “Þeir kaupa hann ekki af því hann gat ekki neitt, perúvísk mágkona mín sagði mér það”

    Ég sá marga leiki með Juve í fyrra og ég veit að mín skoðun er vissulega mjög hlutdræg og allt það og kannski hef ég ekkert meira vit á fótbolta en einhverjar brasílískar hjákonur Viðars Skjóldal (almáttugur!), en mér fannst ég sjá aftur í fyrra, ekki bara glimpsur af því sem hann getur, heldur á mjög stabílum grunni þennan frábæra fótboltamann sem hann er og það er ekki nokkur vafi í mínum huga að hann myndi vera frábær undir stjórn Dalglish.

    En svona er víst gangur lífsins og ég verð að sætta mig við það sem ég get ekki breytt. Ég hef sagt það áður og ég segi það enn að ég vona innilega að Alberto Aquilani hljóti einhvern tímann náð fyrir augum framkvæmdastjóra hjá Liverpool en ég hlýt samt að spyrja mig; Ef ekki King Kenny með sitt ´pass´n´move sóknarkerfi …. Hver þá?

    1
  81. 97 :

    Alveg sammála þér í því að Aquilani er eitthvað mesta náttúrutalent sem maður hefur séð, þetta er maður sem bara ‘hefur þetta’. Hann er hins vegar bara krónískt meiddur og allt allt of brothættur. Það höfum við Rómverjar svekkt okkur á í mörg ár. Öfunda þig mjög að hafa notið hans þetta tímabil 😉

    95 :

    Erfitt að önnur afborgunin sé inni í þessu líka, því fyrstu tvær voru samtals 8m Evra á meðan Riise kostaði í heildina 5m Evra. Voðalega eru menn mikið að giska út í loftið hérna, án þess að vera með staðreyndirnar á hreinu, á annars ágætri síðu, í þetta skiptið einn af stjórnendum síðunnar. Það á nú ekki að vera erfitt að vera með svona einfalda hluti á hreinu Maggi?

  82. Vill Alberto Aquilani ekki spila fyrir liverpool er það ástæðan að hann er að fara finnst þetta mistök hja kenny hörku leikmaður sem er betri enn allir miðjumenn liverpool  fyrir utan sg svo með gerrard orðin tómur meiðslapési maður veit ekkert hvernig hann verður búin að vera glataður í 2 ár vona bara að kenny sé með eithvað alvöru plan þegar aa er farin þá er þessi miðja ekkert spennandi magnað að kenny láti hann fara .

  83. Er þessi miðja ekkert spennandi ?
    Gerrard, Lucas, Meirales, Adam og Henderson.
    Finnst þér þessi miðja betri
    Giggs38 ára Carrick, Fletcher, Gibson

  84. Finnst vitlaust að losa sig við hann á þessum tímapunkti.  Eins og menn benda á þá er hann búin að kosta liðið talsvert mikið nú þegar og þótt hann sé að fara í lán efast ég um að að það verði nema 50% launakostnaður greiddur, alla vega af Fiorentina.  Frekar að halda honum út tímabilið eða fram í janúar og sjá hvort hann sé þessi leikmaður sem hann átti að vera.  Finnst betra að komast að því á Anfield núna en í evrópukeppni eftir 2 ár.  

      Reyndar gæti  hann viljað fara, hann ætti að vera í svipuðum gæðum ef ekki betri en Adam og Henderson, ef hann trúir því þá ætti hann að geta og vilja  keppa við þá og sanna sig.  Eins og dæmið er sett upp þá vilja fio fá hann og Liverpool   til í að lána hann.  Hann heldur laununum sínum óháð því hvort hann fari eða ekki.    Þannig að hann hlýtur að vera að hugsa málið.  Þá getur heimþráin nú varla verið svo mikil.

    Það er búið að nota hann talsvert í æfingaleikjum, sem eru til þess að koma leikmönnum í form fyrir tímabilið og still liðið.  Afhverju erum við að hita upp lekmenn fyrir önnur lið?  Þannig að ég efast um að Kenny og Co séu eitthvað að hamast við að losna við hann.    Hann passar líka ekkert smá vel við þetta módel hjá FSG að kaupa unga efnilega og selja þá aftur dýrar en þeir keyptu þá,  hann kostaði þá ekki neitt.

    Ég vill halda honum, alla vega fram í janúar,  engin evrópukeppni og því ætti hann að vera fýsilegur kostur fyrir önnur lið í janúar og þess vegna er hann enn einhverra peninga virði.   Það að lána hann núna er save bet á að minnka launakostnaðinn í 1 tímabil a.m.k.  Að halda honum og eignast stjörnu, eða leikmann sem fer á 10+ millur í janúar finnst mér vel launanna virði í hálft ár. 

    Það er reyndar spurning hvort það hefði átt að kaupa hann til að byrja með, og hvort hann hafi kostað of mikið.  Á meðan þetta verður niðurstaðan, að hann spili samninginn sinn út hjá öðrum liðum þá er það ekkert vafamál og kaupin á honum einn stór farsi.  Afhverju ekki að komast að því fyrir fullt og allt eða hreinlega gefa hann og losna þar með alveg við hann.  Þó það kosti einhverj peninga.
     
    Vona sjálfur að þetta sé allt saman skrípaleikur til þess að komast að því hvort hann vilji vera eða ekki.  Að auki þurfum við að hafa svona leikmenn í hópnum ef við ætlum að keppa við hákarlana.  Menn í landsliðsklassa og kosta sína peninga en eru ekki endilega að spila alla leiki.  Ef hann er sammála og ákveður að vera áfram þá verð ég sáttur og jafnvel hæst ánægður,  ef ekki þá selja hann á slikk og losna við hann af borðinu.

         
     

  85. Hey snillar, ég var að spá! Þetta —-}  Galatasaray v Liverpool: The Match
    Live coverage of Livepool’s pre season friendly against Galatasaray in Istanbul stendur í dagskránni hjá Lfc tv en þýðir þetta að það verði eitthvað heimskulegt announcment á skjánum og hann sé sýndur seinna eða er hann Live??? Takk og koss!

  86. Það er nú líka til “regla” í fótboltanum að ef þú ferð á lán þá eigir þú ekki afturkvæmt. Ég man varla eftir leikmanni sem að hefur verið álitinn óþarfur komi tilbaka og geti eitthvað…einhverjar hljóta jú ástæðurnar að vera fyrir að leikmaður er álitinn “óþarfur”. 

    Eins og aðrir hafa bent á þá er einhver brestur í fréttaflutningi um að hann hafi verið frábær hjá Juventus. Hann var allavega ekki það góður að þeir vildu kaupa hann. Punktur.

    Ég skil hinsvegar ekki fréttir um að verið sé að selja Meireles. Hann var langt frá því að vera óþarfur og stóð sig bara mjög vel að mínu mati. Er hann eitthvað unhappy hjá Liverpool eða?

  87. Ég þakka spesjalistanum okkar um ítalska boltann Herði Unnsteinssyni fyrir afar fróðlega grein. Hún svarar flestum þeim spurningum sem ég varpaði fram hérna nokkru framar. Það þýðir ekkert að láta eins og allt sé nú fallið í ljúfa löð þótt ekki sé uppi ástand eins og var undir stjórn Knoll og Tott. Menn eru að taka ákvarðanir og jafnvel Kenny Dalglish getur gert mistök. Og já, Comolli líka. Ég tek undir það að skýringar ýmissa hérna eru eftiráskýringar og við verðum hreinlega að horfast í augu við það að nú er verið að kaupa miðjumenn til liðsins fyrir 30 milljónir punda þegar hjá félaginu eru fyrir feykigóðir miðjumenn sem heita Meireles og Aquilani. Það getur vel verið að þetta sé eitthvað útúr klókt viðskiptamódel, að um sé að ræða útlendingakvóta eða eitthvað sem ekki tengist knattspyrnulegum hæfileikum Alberto Aquilani. Eitt er allavega víst, Liverpool er að láta feykigóðan miðjumann frá sér og það er ekki gleðiefni. Jafnvel þótt Kenny Dalglish taki þá ákvörðun.

  88. Verður leikurinn á morgun ekki sýndur á LFC TV (sjónvarpinu semsagt)?

  89. Ef að bætt er við köldu mati hvort að rétt hafi verið að styrkja liðið með kaupum á miðjumönnum eða hvort ætti að fá Aquilani tilbaka þá er hægt að setja dæmið svona upp.

    Á síðustu leiktíð hjá Kenny prófaði hann mismikið Spearing, Shelvey, Cole og Poulsen. Í nánast hverjum leik notaði hann Lucas, Meireles og Maxi. Gerrard var meiddur allan tímann. 

    Útfrá þessu hefur stjórnin metið það svo að vinstri kant, miðjuna og hægri kant hefur allt þurft að styrkja. Búið er að bæta við Downing og Henderson á köntunum (Henderson er ekki á miðri miðjunni ef einhver heldur það ) og svo Adam á miðjuna.

    Eftir situr þá spurningarmerkið hvort kaupin á Adam hafi verið óþörf og nota hefði átt Aquilani í staðinn. 

    Til að svara þeirri spurningu er ágætt að hafa í huga að enska deildin er 38 leikir, gríðarlegur hraði, miklar tæklingar, ekkert jólafrí, rigning, frost og snjókoma.

    Umræddir leikmenn eru annarsvegar Skoti sem var einn af stjörnum síðasta tímabils og hinsvegar Ítali sem hefur langa meiðslasögu og þykir soft í tæklingum.

    I rest my case 

  90. Sæll Halli.  Flottar upplýsingar sem þú sækir og ég viðurkenni algerlega þá staðreynd að ég hef lítið pælt í upphæðum, taldi mig hafa lesið þetta í einhverjum greinum eða bókarhlutum um þessi kaup, en greinilega hef ég ekki lesið rétt, eða þá farið í rangar greinar.  My bad og gott hjá þér að leiðrétta mig.
     
    Ég pæli afskaplega lítið í upphæðum, er bara sannfærður um það liðið okkar þarf að verða samkeppnishæft og á mörkuðum dagsins í dag þýðir það einfaldlega að maður þarf stundum að borga bullupphæðir!  Ekki bara á Englandi, heldur víða, þ.á.m. á Íslandinu kalda þessa dagana, það heyri ég frá vinum mínum sem standa í þeim slagnum…
     
    Ég hef aldrei og mun aldrei draga úr getu Alberto Aquilani sem fótboltamanns en minni bara á þá staðreynd að nú er þriðji stjórinn að telja það að hann verði ekki lykilmaður í klúbbnum.  Rafa spilaði honum ekki í leikjum gegn stærri liðunum og í raun afskaplega lítið þó hann væri orðinn heill, Hodgson spilaði honum á undirbúningnum en LFC tók í hann tilboði og núna mætti hann til æfinga, Kenny taldi hann eiga framtíð og umbinn málglaði heldur betur sammála, en eftir Asíuferð og viku á Melwood virðast allir komnir á sama bát.  Best sé að Aqua spili á Ítalíu.  Ég efast ekki um það í sekúndu að Rafa Benitez, Sammy Lee, Roy Hodgson, Kenny Dalglish og Steve Clarke hafa allir viljað það að þessi strákur yrði byrjunarliðsmaður, sérstaklega þrír þeir fyrstnefndu sem ekki höfðu um mjög auðugan garð að gresja, en allir þessir fimm telja hann “missanlegan”.  Þar liggur kjarninn í skoðun minni, það er eitthvað súrt þarna í gangi sem engin ástæða er til að greina frá, en ljóst að það er að valda því að Aqua ætlar suður á bóginn.
     
    Þar spilar viðskiptamódelið ekkert inní, þó vissulega sé viðbúið að við höfum þurft að borga afborgun af honum núna í júní sem hefur vafalítið bara gert það enn líklegra að við létum hann ekki fara, allavega held ég að sú hljóti að vera skoðun innan félagsins.  Staðreyndin er bara sú að KD er ekki að telja hann líklegan til að vera í sínu byrjunarliði og sem slíkan á alltof háum launum og alveg viðbúið að hann verði fúll af því að vera á bekknum. 
     
    Ég held að Dalglish hafi verið og sé sanngjarn.  Gaf hann ekki Jovanovic séns – þar er á ferð hæfileikaríkur leikmaður sem við fengum í slag við stór nöfn, en fann sig alls ekki og er núna á leið um Evrópu til að reyna að finna lið sem er til í að borga honum sambærileg laun og við borgum honum.
     
    Ekki það að sennilega væri það efni í pistil, það að Jovanovic sé enn á mála hjá okkur, það ætti nú að kenna okkur best að það er erfitt að losna við leikmenn á markaði nútímans.
     
    En að lokum vill ég árétta að ég lagðist ekki í töluskoðun almennilega eða er með eftiráskýringar.  Heldur bara að benda á umhverfið sem kallaði á kaupin á Aqua á sínum tíma og síðan þá skoðun mína að KD telji Aqua ekki til sinna lykilmanna og telji hann því “missanlegan”. 
     
    Svo virðist nú reyndar vera einhver snurða á þræðinum núna, sem er sennilega út af laununum sem hann er að þiggja, kannski bara endar þetta á því að hann verður hjá okkur 1.september og þá kemur í ljós hvort KD velur hann í 25 manna hópinn okkar. 
     
    Ef svo verður hágræt ég ekki – svo það sé á hreinu!

  91. Sælir félagar
     
    Og áfram heldur AA umræðan.  Jesús, Pétur og þeir frændur allir.  Er ekki komið nóg?
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA

  92. Farðu ekki að grenja SigKarl þó umræðan sé ekki nákvæmlega eins og vilt hafa hana….ef þú fílar ekki umræðuna, slepptu því þá að svara í stað þess að væla eins og smákrakki!

  93. það voru einhverjir hér að tala um að Juventus hafi ekki keypt AA vegna þess að hann væri ekki nógu góður, var það ekki vegna þess að Juventus eru í einhverjum fjárhagsvandræðum og gætu ekki keypt hann þess vegna, eða ég hélt það allavegana

  94. Þegar maður sér ummæli líkt og í athugasemd #112 áttar maður sig á því að það voru mistök að taka fídusinn “þumall niður” af síðunni!

  95. @ #108 já,já já nákvæmlega.
    annað hvort sjá menn fram á að borga laun hans og nota Aquilani eða ekki. KD sér ekki fram á að nota – þá er hann seldur eða lánaður.

  96. Strákar, eigum við ekki bara að róa okkur með skítkast hér yfir aðra spjallverja, sem eru líka aðdáendur LFC.  Þð er engin ástæða fyrir að vera með eitthvað skítkast því eftir allt, þá erum við allir aðdáendur BEZTA FÓTBOLTAFÉLAGS Í HEIMI ! ! ! !  Við verðum bara að vona það besta, treysta KK og vera ekki að drulla yfir hvorn annan hér, verum frekar með uppbyggilega gagnrýni, og jákvætt viðhorf.  Fyrir mér allavega þá er nýtt tímabil í sögu klúbbsins að hefjast, að vera laus við fyrrverandi eigendur gleður mig meira en mörg orð.

    YNWA

  97. Var Kenny ekki bara búinn að afskrifa þennann dreng. Kannski reiknaði hann bara með því að hann yrði seldur til Juve eða annars liðs á Ítalíu. Svo stendur hann sig manna best í nokkrum æfingaleikjum en engin koma tilboðin og allt í einu eru komin upp smá vandræði.

    Vona bara að það komi ekki eitthvað enskt félagsliði og taki hann uppá sína arma og hann brilleri í deildinni í vetur. Maður ætti erfitt með að sætta sig við það.

    PS: var Henderson á kantinum í síðasta æfinga leik ?
     

  98. Besta miðjan sem Liverpool getur still upp er    GERRARD      ADAM
                                                                                 Aquilani

  99. #121 – Kiddi K.

    Þú segir nokkuð – hver á að verjast á þessari miðju þinni ?

    Besta miðjan er klárlega:

    Lucas – XXX

    Gerrard

    XXX er opið fyrir þann sem spilar betur, Adam eða Henderson.

    Þegar AA hefur skorað um/yfir 20 mörk tvö tímabil í röð þá fyrst, kanski, á AA rétt á því að hirða þá stöðu sem gerði SG að besta framliggjandi miðjumanni í heimi. Þar til þangað ekki einu sinni dreyma um að stilla postulínsskálinni í stöðu Gerrards.

  100. Verður greinilega framhaldssaga:
     
    http://www.skysports.com/story/0,19528,11095_7064907,00.html
     
    Nú semsagt vill hann ekki fara á lán, Fiorentina ekki tilbúið að greiða það sem við biðjum um.  Sýnist þetta stefna í áframhaldandi spjallþræði.  Eitthvað segir mér nú líka að umbinn hans sé nú ekki sá faglegasti í bransanum og hugsanlega bara að ýta á það að Liverpool selji fyrir lægra verð og hann fái meir út úr dílnum sjálfur.  Hann hefur ekki virkað á mig sem mannvitsbrekka í þessu öllu.
     
    En verst þykir mér að það gengur afar illa að losa frá okkur leikmenn, á meðan þannig gengur sé ég ekki frekari styrkingu á leiðinni…

  101. Elías, Gerrard er topp varnarmiðjumaður og Adam líka. Lucas er líka fínn varnarmiðjumaður en hann er samt sem áður sóknargeldingur. Því vil ég frekar stilla upp 3 mönnum með topp sendingargetu og flotta varnarvinnu en hanga á manni  sem vinnur bara varnarhlutverkið.  Langbest spilandi miðjan væru þessir þrír sem ég stillti upp og svo Downing og XXX á kantana. Selja Lucas og fá topp bakvörð og miðvörð fyrir verðið og allir glaðir.  Mereiles og Spearing fínir á bekknum.

  102. Kiddi K – þú hefur þá verið að horfa á einhvern annan Adam en þann sem var í Blackpool, þar sem hans “akkilesarhæll” var varnarvinnan – og annan en Steven “sem fúnkerar ekki eins vel á tveggja manna miðju þar sem hann skilur alltof mikið pláss bakvið sig” Gerrard.

    Hélt að þetta væru hlutir sem allir vissu.

    Ef það er valkostur að a) spila Gerrard inná miðri miðjunni (tveggja manna, með einhverjum öðrum en Lucas/Masch týpu) þar sem varnarvinna & staðsetningar hans hafa oft verið gagnrýndar, b) Spila honum í hans langbestu stöðu, í þeirri stöðu sem hann skoraði 15-20 mörk á tímabili. Þá vel ég kost b alla daga ársins, er no brainer.

    Gerrard og Adam eru ekki góðir varnarmenn, punktur. Góðir sendingarmenn, góðir skotmenn – já. Varnarmenn, nei. Ekki miskilja mig, Gerrard var og er einn af bestu framliggjandi miðjumönnum í heiminum í dag. Hann er vissulega flottur ó hollywood tæklingunum sem fær áhorfendur til að standa upp og öskra (a-la- 1 mínútu tæklingar hans gegn Everton á Anfield á hverju ári) – en varnarvinna samanstendur af svo miklu meiru en því. Adam nennir varla að elta sína menn, en samt flokkaru hann sem góðan varnarmann – þarf klárlega ekki mikið til í þínum bókum. Var AA kanski vinnuhestur og flottur varnarlega líka ?

  103. p.s – það yrði engin glaður ef þú seldir Lucas, nema þá kanski þú og aðrir 3-4 sem hafa ekki horft á fótbolta almennilega síðustu tvö tímabil og/eða eru algerlega ófærir um að skipta um skoðun á leikmanni, eð síðan Lucas var gagnrýndur hvað mest tímabilin 2007-2008/9.

  104. Erum við ekki bara að fara að sjá Kenny stilla Suarez á annan kantinn í einhverjum leikjum í vetur.

    Carroll fengi þá ýmist Gerrard eða Kuyt með sér frammi. Downing og Suarez á kantana, Lucas og Adam á miðjuna !
     
    Kuyt, Gerrard og Meireles ásamt Maxi gætu svo róteitað eitthvað útá kantana eða miðjuna þegar það þarf. Það sést strax að við eigum orðið mun sterkari bekk en í fyrra sem er auðvitað algjört must. Svo vill maður bara sjá styrkingu á þessari vörn okkar, veitir ekkert að því. 

  105. Gerrard og Adam topp varnarmiðjumenn 🙂
    Þetta er með því betra sem ég hef lesið.

  106. Lucas stóð sig mjög vel í fyrra en það er alveg ljóst að hann brýtur niður sóknir eigin liðs jafn mikið og hann brýtur niður sóknir mótherjanna.   Gerrard vinnur góða varnarvinnu og hefur oftar en ekki bakkað upp síðri miðjumenn þegar þeir klúðra sínum málum, líkt og með fyrstu árin hjá Lucas. Adam átti gott season í fyrra sóknarlega og varnarlega en ljóst er að hann getur ekki dekkað alla miðjuna líkt og hann þurfti að gera í sumum leikjum með Blackpool í fyrra. Hann er að vísu álíka mikill brotamaður og Lucas og getur því verið að gefa aukaspyrnur á misgáfulegum stöðum eins og Lucas. hann er hinsvegar miklu betur spilandi maður heldur en Lucas og eins eru  Gerrard og AA miklu betur spilandi menn en Lucas.
    og ef þú horfðir á Seria A í fyrra þá gastu líka séð að AA er að spila mjög vel sem djúpur varnarsinnaður miðjumaður. En hans staða er samt í stöðunni hans Gerrard og þar getur hann matað Suarez, Carroll, Gerrard  og Kuyt að vild með útsjónarsemi sinni og stuttu hnitmiðuðu spili.

  107. Umboðsmaður Mata sagði í gær að Mata vildi bara ganga til liðs við lið sem er í Meistaradeildinni. Áhuginn hjá Liverpool var til staðar en það var aldrei séns af því að hann vill Meistaradeildina.

    Það skiptir sem sagt máli að vera í Meistaradeildinni, börnin góð. Vonum að Adam, Downing, Henderson og co. geti komið okkur þangað á næsta ári svo að hægt sé að fá 1-3 enn stærri nöfn til viðbótar við hópinn á næsta sumri.

  108. Ætlarðu ekkert að svara Kristján Atli hvar þú fékkst þessar tölur um kaup Liverpool á AA?  Þú hélst því fram að hann hefði kostað ákveðna upphæð, sem er mun lægri en búið er að sýna framá með sönnum…hvaðan voru þær tölur fengnar?

  109. Var ég spurður um það, Haukur? Það fór þá framhjá mér. Hef ekki náð að fylgjast nógu vel með þessum þræði vegna vinnu.

    Hvað um það, ég hafði engar sérstakar heimildir fyrir þessum tölum. Þær voru í hausnum á mér eftir að ég las þær einhvers staðar þegar Aquilani var keyptur en það eru náttúrulega tvö ár síðan. Halli (ummæli #73) kom með mjög góða vísun í opinbert skjal sem Roma gáfu út sem sýnir svart á hvítu hvað Aquilani kostaði og það var hærri upphæð en mig minnti. Það er bara þannig. Ekkert stórmál.

    Ég hélt því aldrei fram að ég hefði þetta 100% öruggt, ég sagði í mínum ummælum (#11) að „ef ég man rétt“ kostaði hann 16m í heildina, sem reyndist svo vera rangt. Ég get alveg kyngt því að hafa misminnt eitthvað sem var í umræðunni fyrir tveimur árum.

  110. Smá ítrekun, getið þið hjálpað mér?

    Hey snillar, ég var að spá! Þetta —-}  Galatasaray v Liverpool: The Match
    Live coverage of Livepool’s pre season friendly against Galatasaray in Istanbul stendur í dagskránni hjá Lfc tv en þýðir þetta að það verði eitthvað heimskulegt announcment á skjánum og hann sé sýndur seinna eða er hann Live??? Takk og koss!

  111. Carlito, opinbera síðan segir þetta svart á hvítu: “…and you can watch the whole match live on LFC TV and LFC TV Online.”

    Þetta hlýtur að þýða að hann er bæði á sjónvarpsstöðinni og netinu.

  112. Þessi leikur eins og allir hinir vináttuleikirnir eru í beinni á Liverpoolfc.tv eða online eins og seinasti leikur.

  113. Kiddi-k: 
    uuuuhhhh….. Steven Gerrard er stórkostlegur leikmaður og ég mun aldrei draga úr því.

    En að kalla hann  varnarmiðjumann er móðgun við alla góða varnarmiðjumenn. Veikasti hlekkur Steven Gerrard er varnarvinnan, þannig hefur það alltaf verið. Láta hann fá frjálsa rullu með lágmarks varnarskyldum fyrir aftan tvo strikera, og þá er partí. En ekki stóla á að hann sinni einhverri varnarskyldu – ef frá eru skildar stórkostlegar (en allt of óstabílar) hail-mary last-ditch tæklingar.

  114. Klukkan hvað er leikurinn sýndur á íslenskum tíma? í beinni þeas. Er það 5 eða 6?

  115. Ekki ma gleyma þvi að LFC fær jafnvel borgað fyrir að lana Aquilani sem gæti gert það að verkum að ef við seljum hann siðar a 7-9m gætum við sloppið vel undan þessum hryllingi.
     
    Að öðru. Vildi vita hvort Shaquiri (svissneski U21 landsliðsmaðurinn) sem blomstraði svo i Danmörku i sumar se seldur eða hvort öll umræða um hann se buin. Hann kæmi ser vel i rauða (og enn betur i blaa og hvita) buningi LFC. Hann tikkar allavega i öll boxin og fæst a 7-10m myndi eg halda.

  116. Þeir sem yrðu sáttir við að selja Lucas telja þá ekki þörf á því að miðjumenn geti varist.
     
    Annars hefur allt verið sagt um Gerrard sem ég ætlaði að segja, engum dettur í hug að stilla Kaka eða Xavi í DM og engum á að detta í hug að setja Gerrard þar.
     
    Lucas, Spearing og Meireles geta spilað DM hjá okkur og liðið okkar þarf það í um 50% leikjanna í vetur.  Vissulega mætti einhvern tíma skella upp sókndjarfri miðju með Gerrard og Adam, en þá vill ég sjá Suarez fyrir framan þá, hann er monster í stöðunni aftan við striker og mun betri þar en úti á köntum. 
     
    Adam er ágætur varnarlega en hans hlutverk verður að stýra traffíkinni og til þess að gera það vel þarf annar að hafa hlutverkið að brjóta upp sóknir andstæðinganna og koma til þeirra boltanum.

  117. Þér verður ekki haggað Kiddi K – þú telur ennþá að Gerrard & Adam séu frábærir varnarlega. Segir mest um þinn skilning á leiknum, svo ekki sé talað um mat þitt á gagnsemi Lucas. Annars máttu benda mér á lið í enska síðustu 10 ár sem vann deildina án þess að hafa varnarsinnaða miðjumenn ?

  118. Guillem Balague :It is false that the family of Juan Mata (his dad is agent) has travelled to London to talk to English clubs
    Tók þetta af FB, Liverpoolslúðrinu.
     
    Maður getur haldið í vonina aðeins lengur :/

  119. Þessi leikur er tilbúinn vegna Arda turan, ætlaður sem kveðjuleikur og svo í hálfleik skiptir hann um lið og verður kynntur sem nýr liðsmaður Liverpool.
    Held það verði svipað á móti Valencia… veit þó ekki með Valengra leikinn :/
    En þá má búast við meiri alvöru leik í kvöld þar sem menn spila fleiri mínotur og færri skiptingar til að slípa sig saman og í betra spilform fyrir deildina. Svo fá þeir sem spila ekki í dag að sprikla í Noregi á mánudaginn.

  120. Er ekki bara hér komin skýringin á Aquilani-málinu í heild sinni:
     

    Asked about the likelihood of a move to Fiorentina, Zavaglia said:

    “A percentage? 50%.  The player has expressed a desire to return outright to Italy.  We have the entire of August, we will find a solution.”
     
    Mér allavega finnst það líklegt að þetta hafi legið fyrir frá síðasta sumri og sé enn í fullu gildi, það er því okkur fyrir bestu að mál gangi sem hraðast fyrir sig og hægt sé að horfa í aðrar áttir.

  121. Gnus. Samkvæmt mínum kokkabókum er leikurinn klukkan 18 að íslenskum tíma. 
    Ein pæling. Er mögulega hægt að fá reader valmöguleikann á þessa síðu? Virkilega þægilegur fídus þegar maður les lengri greinar.
     

  122. Menn að tala um að ADAM, DOWNING OG HINN RÁNDÝRI HENDERSSON séu ekki með

    Bara rúmar 2 vikur í fyrsta leik og okkar menn ekki  enn að spila á sínu sterkasta liði

    EKKI GOTT!!!!!!!!!!!

  123. Einnig vantar Gerrards,Reina,Lucas,Suarez.

    + þá sem ég taldi upp áðan, Henderson, Adam og Downing

    7 kvikindi ekki með, á meðan eru scum-united að spila úr öllum sínum spilum, fer að minna á mína menn hér í Grindavík sem fá leikmenn 6 og hálfri mínútu fyrir fyrsta leik.

    Ekki sáttur!!!

  124. Maggi: Sennilega er þetta aðal ástæðan. Og kannski að útlendingakvótinn spili inn í. Hann segir stuðningsmönnum auðvitað ekkert frá þessu og við Hörður ásamt fleiri aðdáendum Aquilani neyðumst til að bíta í þetta epli…sem er heldur súrt. Dalglish hefur þá verið að spila honum og Henry hrósa honum til að vekja athygli og auglýsa leikmanninn.

  125. Annað hvort eru menn hérna of ungir eða með laskað minni,  það eru nú ekki svo mörg ár síðan að Gerard var varnartengiliður og talin vera einn sá besti í þeirri stöðu.  En menn eru fljótir að gleyma og festast í sínum stöðum  Ekki viss um að hann gæti spilað þar í dag.  Hann er líka frambærilegur kanntmaður.  En gallin við svona menn er að þeir leita alltaf aftur í svæðin sem þeir þekkja,  í hans tilfelli er það framarlega á miðjunni.  Þannig að það skiptir í raun ekki máli hvar þú setur hann á völlinn hann fer þangað sem hann er vanur.  Samt viss um að ef hann hefði verið látin spim sem DM allann þennan tíma, þá væri hann rosalegur í þeirri stöðu og liðið sennilega betur sett.

  126. Er ekki við hæfi að koma þessum þræði upp í 150 stk.? 🙂

    Aquaman er einn af þessum málum sem klífur þjóðflokk púlara í herðar niður líkt og margt annað bitbeinið hefur gert í gegnum tíðina frá Houllier, til Rafa, til Lúkasar o.s.frv.

    Mínar tvær lírur varðandi þetta er að auðvitað væri spennandi og freistandi að sjá hvað gerðist með AA á Anfield. Strákurinn smjörgreiddi býr klárlega yfir mikilli getu og hefur þessa “vídd” sem mörgum miðlungs miðjumanninum vantar. Þess háttar hæfileiki getur komið sér sérlega vel gegn minni spámönnum og lélegri mótherjum sem oft hefur gengið vel að frústrera okkur með strætóbílastæðahúsum.

    En málið er bara að það eru of margir óvissuþættir í þessari jöfnu. Fjárhagslega meikar það sens að vera ekki með launahá varaskeifu á bekknum og í raun er AA of góður til að vera í þeirri stöðu. Þá er heilsufarið á honum ekki of traustvekjandi og því réttast að gera hann að vandamáli einhvers annars physio en okkar. Varla værum við í góðum málum ef að við héldum honum og hann meiddist í tæklingu gegn Stoke? Hverni væri að losa sig við hann þá?

    Svo virðist hann einfaldlega ekkert of mikið vilja vera á Englandi og lái honum það hver sem vill. Síðustu 2 ár eflaust verið frekar fönkuð fyrir hann og hann vill eflaust ekki taka sénsinn á að brenna inni sem varaskeifa hjá okkur eða lánaður í annað hvert lið á Ítalíu. Einnig minnir mig að hann og spússa hans hafi verið að eignast barn síðasta vor og vel eðlilegt að hann vilji settla sig niður hjá einu liði til langs tíma.

    Öll komment hjá Henry, agentum eða honum sjálfum þarf að taka með fyrirvara. Stundum getur þetta snúist um “hollustfúlgur” og gullhandabönd eða hitt og þetta. Nú í dag eru AC Milan nefndir til sögunnar en hver veit hvernig þetta endar. Í það minnsta þarf að gefa Kenny og Commolli út þennan glugga til að dæma þá en það meikar klárlega sens að selja launaháan, heilsutæpan leikmann með heimþrá og í stöðu sem við erum með fullt af mönnum í. Sama hversu það kitlar mann að leyfa AA að spreyta sig þá þarf að hugsa þetta mál með haus en ekki hjarta.

  127. Mér finnst samt bara gaman að sjá nýju búninganna. Geðveikt flottir og ég vona að salan aukist á þeim. Ég hef heyrt um stuðningsmenn sem að hafa ekki haldið með Liverpool en langar samt í búning. Ef að við seljum fleiri búninga að þá fáum við meiri Pening og getum keypt leikmenn eins og MAN SCUM. Sem að kaupa bara alla og hugsa ekkert um Peninga. 

    Youl neverr walk allone!!! 

Liverpool Open 2011

Galatasaray 3 – Liverpool 0