Suarez Copa America meistari og besti maður mótsins

Til hamingju Luis Suarez!

Copa America meistari, næst markahæstur og valinn maður mótsins. Er einhver annar en ég pínu spenntur yfir því að sjá Suarez mæta til leiks í rauðu treyjunni á næsta tímabili?

36 Comments

 1. mig hlakkar meira til að sjá hann spila í rauðu heldur en mig hlakkar til jólanna, og ég er maður sem hlakkar mikið til jólanna.

 2. Er ekki Forlan á lausu? Ef hann fæst fyrir lítið þá vinnum deildina. Suarez er maðurinn,hann er í ótúlegu formi og vonandi heldur hann því áfram þegar deildin byrjar.

 3. Hvort má bjóða ykkur  Luis Suarez eða Fernando Torres næstu ára hjá Liverpool ? Já sammála við erum vel sáttir ekki satt ?

 4. Já SB #8. Ég tók einmitt líka eftir því að Henry Burger vildi ekki gefa Suarez neitt kredit fyrir að vera besti maður leiksins og keppninnar heldur. Ekki að þetta fara sérstaklega í taugarnar á mér, en ég tók eftir því.

 5. Frábær leikmaður þarna á ferð, þvílíka grínið að við fengum enga keppni þegar við keyptum hann!
  Vissulega óútreiknanlegur í kollinum og á ýmislegt skrýtið til í bókinni – en á möguleika á að verða besti leikmaður í heimi, það er bara þannig.
  Sammála Kristjáni Atla, vona að við stöndum við það að hann fái nú hvíldina sem hann þarf til að koma kolvitlaus af sjálfstrausti og sigurvilja inn í mótið!

 6. Og jesús minn, hvað visir.is er að taka niður með því að láta svona frétt fara frá sér – verst að maður er hættur að láta þetta ergja sig!

 7. Hann er lykillinn að velferð Liverpool á næstu árum, þvílíkur snillingur.

 8. Alveg stök ánægja að sjá til Suarez á þessu móti. Hann á það skuldlaust að vera valin maður keppninnar sem skartaði mörgum frábærum leikmönnum.

  Suarez var ekki aðeins gríðarlega ógnandi og skapandi heldur líka hvetjandi. Hann reif félaga sína upp með því að stappa í þá stálinu og berjast eins og ljón.

  Þessi leikmaður er algjörlega brilljant! Ef hann heldur áfram á þessari braut með LFC erum við komin með X faktorinn sem hefur vantað í mörg ár.

 9. Var hann ekki markahæsti maður mótsins ?
  Hver var markahærri ef svo er ekki ?

 10. Vissulega þarf Suarez á einhverri hvíld að halda,, en það eru rúmar tvær vikur í fyrsta leik. Taki Suarez allt fríið sem hann á inni missir hann af þremur leikjum. Ég spái því hins vegar að hann komi beint úr fríinu í fyrsta leik og komi spólandi vitlaus inná í seinni hálfleik gegn Sunderland og tæti vörnina sundur og saman.

 11. Snilldin ein. Get vart beðið eftir því að sjá hann spila í vetur. Hitt má vera ljóst að nú fara ríku félögin að horfa hýru auga til Suarez. Vona að okkar menn standi þá í lappirnar og haldi honum áfram. Ef okkur tekst hinsvegar ekki að tryggja okkur rétt í meistaradeildinni eftir næsta season gætum við lent í vandræðum með að halda svona leikmanni. 

 12. Haha ég þurfti ekki að athuga hver skrifaði þessa kjánalegu frétt á vísi.

  Og jesús minn, hvað visir.is er að taka niður með því að láta svona frétt fara frá sér – verst að maður er hættur að láta þetta ergja sig!

  I smell wind-up, í 1000.skipti á visi.is. Vonandi fullnægir þessi umræða hérna á kop.is því sem verið var að reyna að ná fram með þessu.

 13. Já enda hlær maður bara af þessari “fréttamensku” hjá Burgernum og hefur gaman af  ;  )

  En Suarez gætu klárlega verið kaup ársins í ensku deildinni ef fram heldur sem horfir. 

 14. Suarez er klárlega besti maður mótsins og ég fýla hann í botn. En mér finnst hann alltof gjarn á að tuða og fara í fýlu, fórna höndum og tuða í dómaranum ef eitthvað gengur ekki upp hjá honum. Hann gerir þetta liggur við alltaf ef hann missir boltann. Fer þetta ekki í taugarnar á ykkur líka?? Einsa sem að mér líkar ekki við hjá honum.

 15. Þessi maður er bara Kóngurinn.

  Ég var nú í Liverpool þegar hann og Carroll voru keyptir og það var fyndið að sjá hvað Carroll fékk milljón sinnum meiri athygli stuðningsmanna okkar og ALLIR í treyju merktum Carroll en er hræddur um að það hafi breyst núna.

  Eina sem ég er hræddur um er að hann endi alltíeinu á því að vilja fara eða þá að Real Madrid eða City komi með fáránlega hátt boð í hann td næsta sumar vegna þess að ég er handviss um að hann verður besti leikmaður deildarinnar í vetur og var það reyndar líka frá jan og fram í maí á síðasta tímabili að mínu mati.

  Ég man aldrei eftir jafn spennandi leikmanni hafa komið til Liverpool og Torres td heillaði mann ekki næstum eins og mikið og Suarez gerði um leið og hann kom.

  Núna vill ég  bara að maðurinn tylkinni að hann taki bara 2 vikna frí og mæti í fyrsta leik, hann getur fengið 6vikna frí næsta sumar í staðinn þegar hin gerpin fara á Em hehehe.           

 16. Liggur við að maður hafi sömu kenndir til Suarez einsog maður hafði til Júdasar .. Nema það að Suarez býður uppá svo miklu meiri breidd í sóknarleiknum og spilar fyrir aðra , ólíkt Júdasi. Held að ég sé ekki að sýna neinum leikmanni Liverpool vanvirðingu með því að segja að Suarez sé besti fótboltamaðurinn sem við eigum í dag , eina sem maður er smeikur við hjá þessum strák er það að latino-inn í honum geri það að verkum að hann vilji spila fyrir Barca ( hann er einn af þeim frá s-ameríku sem tekur barca framyfir real ) og ef hann heldur áfram að spila svona vel þá gætu þeir því miður farið að sýna honum áhuga, reyndar í dag er takmarkað pláss fyrir hann í því liði, þótt að mínu mati sé þessi leikmaður betri en Sanchez sem Barca var að fá …

 17. Suarez er gríðarlega skapmikill inná vellinum en hann hengir ekki haus… þegar blæs á móti og honum finnst dæmt gegn sér þá virðist það bara efla hann.

  Stórkostlegur leikmaður alveg hreint!

 18. Stórkostlegur leikmaður. En aðeins tímaspursmál hvenær hann fer í sterkara lið. Því miður.

 19. 30… Þetta er fallegt að sjá.. þvílikur baráttu hundur… En ég spyr bara eins og margir aðrir, er eitthvað vitlaust að kaupa forlan, þótt hann eigi bara 2 timabil eftir max, þá vinna þeir skuggalega saman

 20. Ég er ekki vanur að setja nafn á leikmanni aftan á búninga mína og í dag eru einungis tvö nöfn sem ég myndi gera undaþágu frá reglunni með það. Fyrsta lagi minn uppáhaldsleikmaður frá upphafi Barnes 10 og svo Suarez 7 !! Þessi drengur einfaldlega hreyfir við mér með frábærum knattspyrnuhæfileikum og gríðarlegum baráttuvilja og leikgleði!

 21. Eins og ég hvað Elska Liverpool þá eru þeir það sem ég get treyst á, þá hugsa margir hvað t.d!!! ekki hafa þeir átt rispu sem margir sigur leikir eru eða þá titlar hafa komið í safnið undan farin ár!!! nei  Liverpool er bara ást sem aldrei fer frá þér þó þeir tapi eða vinni þú styður þá fram í rauðann dauðann þangað til þú ert af svo einfalt er það. Fyrrum tengda mamma mín spurði mig eina góða spurningu hér fyrir nokkrum mánuðum hvað er svona við Liverpool sem heldur þér frá öllu og eg svaraði hvað hún meinti með þessu? hún svaraði þú kemur ekki í fermingar veislur eða afmæli eða matarboð þegar Liverpool spila leiki, þá var nú bara einfalt svar konan mín getur farið frá mér hvenær sem er en EKKI LIVERPOOL!!!
  Veislur, afmæli og matarboð eru haldin í samræði við hvenær Liverpool leikir eru, ekki ætla eg að missa af LUIS SUAREZ spila fyrir stærsta félgaslið heims LIVERPOOL FOREVER;)

  Kv Andy Carroll;)

 22. Aguero er góður, en ég hef ekki séð neitt frá honum sem segir mér að hann sé á sömu blaðsíðu og Suarez. Þó horfi ég mikið á spænska boltann.

  Það er alltaf verið að hampa Aguero sem næsta Messi, en sú samlíking á sér enga stoð í raunveruleikanum, Aguero er ennþá bara glorified Saviola.

Uppbyggingin og tiltektin…

Liverpool Open 2011