Uppbyggingin og tiltektin…

Leikur gærdagsins að baki og þar með held ég að æfingaleikirnir breyti aðeins um brag. Asíuferðin og Hull leikur sem var settur upp í tengslum við vistaskipti Gulasci voru alltaf líklegir til að gefa mörgum séns til að sýna sig.

Hvort sem um er að ræða unga menn sem að eru að hefja ferilinn (Flanagan, Robinson, Coady og Hansen) – þá sem eru líklegir til að vera aftarlega á bekknum og fá seint sénsinn í leikjum vetrarins (Kyrgiakos, Jones og N’Gog) – og svo þá sem sennilega er verið setja á útsöluhilluna (Poulsen, Cole, Meireles/Aquilani og N’Gog). Í næsta leik fáum við vonandi að sjá Reina, Skrtel og Johnson, auk þess sem lykilmenn fá fleiri mínútur. Við eigum enn eftir að fá Lucas, Suarez og Gerrard inn í þetta og það er augljóst að liðið mun breytast töluvr með þeirra endurkomu.

Við höfum töluvert farið í öfgarnar í umræðunni um stöðu liðsins og á þessum rigningarsunnudegi langar mig aðeins að rabba um mitt sjónarhorn á því sem er í gangi á Anfield þessa dagana, uppbygging liðs og tiltekt.

Liverpool FC er stór stofnun vissulega en í grunninn er þarna á ferðinni knattspyrnulið. Með yngri flokkastarf, þjálfarateymi, stjórn og meistaraflokk. Ég er á því að það sé alltaf þessi grunnur sem byggt er á, hvort sem það er hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ eða í Liverpoolborg. Því lykilatriðið í fótbolta er alltaf hæfileikar og samkennd þeirra sem í klúbbnum starfa. Ef slíkt er ekki til staðar verður lítið úr verki.

Þar er einfaldast að benda á okkar klúbb frá hausti 2009 þegar ljóst var orðið að Rafa og stjórnendur LFC voru hættir að ná að vinna saman, 1.september það ár varð til sprunga sem varð gjá í Flórens þegar Jovetic skoraði og eftir því sem á veturinn leið varð allt andrúmsloftið í félaginu gegnsýrt og mengað af átökum milli ólíkustu aðila. Með þeim árangri sem við þekkjum.

Ég ætla ekki að eyða orðum á veru Hodgson, hann náði einfaldlega ekki utan um verkefnið. Var ekki nógu ákveðinn að taka í taumana, eða hreinsa andrúmsloftið. Átti ekki séns, númeri of lítill.

Síðan í janúar kom Dalglish. Manneskja sem allir hneigðu sig fyrir. Sótti öflugan þjálfara til að taka upp ný vinnubrögð á æfingasvæðinu – í lok janúar komnir tveir ungir framherjar og fram að lokum tímabilsins sáum við töluverðar breytingar á félaginu okkkar og frammistöðu innan vallarsem utan.

En ég held að við höfum mörg dottið í þann gír að gleyma okkur pínulítið í því að allt í einu var orðið gaman í kringum LFC á ný og aðeins misst sjónar á því að stóra verkið var enn óunnið. Því verkefni Dalglish í vetur var að stöðva hrap klúbbsins og koma á stöðugleika. En nú hefur honum verið falið það verkefni að gera Liverpool FC að besta klúbbi Englands og Evrópu á ný. Það er allt annað og vanþakklátara verkefni.

Það vinnur hann undir vökulu auga FSG og Comolli. Grunnurinn í starfi þeirra er eins og við vitum – borga laun til leikmanna í samræmi við virði og frammistöðu. Það er hægt að flækja með ýmsu öðru en kjarninn er að fylgst er með tölfræði leikmanna og blákalt metið hvernig þeir standa sig í ólíkum þáttum knattspyrnunnar. Ekkert tengt greiðslu, útliti eða treyjusölu. Fá leikmenn unga til félagsins, koma þeim inn í hugsanangang klúbbsins og nýta þá yfir besta hluta ferils síns áður en hægt er að selja þá á góðu endursöluverði.

FSG eru ekki “sugardaddies”. Einfaldlega ekki, þeir ætla að græða á rekstri fæelagsins en gera það samkeppnishæft samt. Í dag erum við sennilega búin að eyða 104 milljónum punda í leikmannakaup en fá um 60 til baka. Miðað við fréttirnar af ætlaðri eyðslu þeirra er alls ekki nein ástæða til að hræðast það að þeir séu hættir að eyða en þá kemur að hinu.

Launaseðlinum og stærð leikmannahópsins, og hvaða leikmenn eru að vinna fyrir laununum sínum. Því hann ætla þeir að klippa til. Þeir vilja ekki lækka hann, en þeir telja hann of háan miðað við gæði. Blákalt staðreyndamat. Þetta er ástæða þess að Milan Jovanovic er núna að fá að velja sjálfur sitt næsta lið án okkar afskipta. við viljum losna við hann af seðlinum!

Og þá er að velta fyrir sér, hvaða leikmenn eru líklegir til að falla “utan rammans” hjá FSG, hverjir skila of litlu inn til félagsins og eru því seljanlegir? Þar erum við að tala um nokkra flokka held ég, út frá hugsanagangi þeirra hjá Red Sox.

A) Leikmenn sem hafa mikið verið meiddir og skila fáum gæðamínútum. Þarna erum við að tala um minnst tvo leikmenn hjá okkur, Agger og Aurelio – algerlega óháð hæfileikum þeirra þá er þeirra staða í leikmannahópnum orðin þannig að leitað er arftaka þeirra. Þessir leikmenn eru vinsælir á meðal stuðningsmanna, en hvorugir ánægðir með hlutskipti sitt með að vera varaskeifur og ég held að tilboði í þá yrði tekið.

B) Ungir menn sem ekki eru tilbúnir. Við sjáum það þessa dagana að verið er að vinna sig í gegnum hóp ungra manna sem ekki eru tilbúnir í aðalliðið. Geraldo Bruna farinn til Blackpool og Tom Ince á leið þangað. Búið að lána Gulasci, verið að lána Pacheco og pottþétt fleiri úr þessum hópi verða á öðrum slóðum. Þessir strákar hafa verið vonarstjörnur, en eru nú að verða 20 ára og geta ekki lengur falið sig í því að vera efnilegir, munu ekki fá sénsinn hjá okkur í vetur og því ekki ástæða til að hafa þá á seðlinum.

C) Leikmenn sem ekki eru lykilmenn og hafa endursöluverð. Þarna held ég að erfiðast sé að finna ákveðin nöfn því ég held að mörg séu í hópnum og við ekki sammála um þau öll. Ég held að þarna séu klárlega Poulsen, Kyrgiakos og Maxi, en líka fleiri. Aquilani, Meireles, N’Gog og jafnvel Skrtel og Spearing.

Því að FSG ætlar að laga launakostnaðinn til og við getum ekki reiknað með því að þeirra orð standist ekki, þegar þeir segjast ætla að taka til á honum þá munu þeir gera það út frá þeim bláköldu staðreyndum sem þeir leggja sem grunn að sínum verkum. Ég held að ef að Dalglish væri ekki svo hrifinn af risunum Gerrard og Carra væri þeirra staða í hættu líka. Þeir tveir eru þó þannig týpur að ég held að þeir átti sig á því hvaða pressa er á þeim og muni sýna betri leik í vetur.

Við þurfum að halda uppbyggingunni áfram og taka næstu skref upp á við. Dalglish er búinn að koma saman þjálfarateyminu sínu og er þessa dagana að velja mönnum hlutverk í liðinu og hópnum. Þar er lykilatriðið að allir séu sáttir við hlutverkin sín því að samstaðan um starfið verður að lokum það sem mun ráða því hversu langt við náum í þessu skrefi sem næsta leiktímabil verður.

Við höfum séð hvað Liverpool FC hefur tekið stórt skref áfram í unglinga- og varaliðsstarfinu sínu með samstöðunni og nú er að vona að við náum sömu samstöðu í gegnum aðalliðið okkar. Þar munu verða hæðir og lægðir á leiðinni en við notum sönginn okkar og þrömmum saman í gegnum storminn!!!

49 Comments

  1. Ég hef trú á Dalglish og liðinu, mér finnst við vera með þungarvigtarsókn Carroll og Suarez, landsliðsmiðju, heimsklassa markmann, unga vörn með Carragher sem leiðtoga og Gerrard er fyrirliðinn. Þetta eru máttarstólparnir og þetta stendur og veltur hvort hinir í liðinu nái að fylgja þeim.

  2. Ég er sammála þessari greiningu. Verkefnið framundan er spennandi en erfitt. Ég hef trú á að Dalglish sé maðurinn til að koma liðinu meðal þeirra allra bestu en það gerist ekki á einni nóttu. Framundan er eitt mest spennandi tímabil í langan tíma.
    Hópurinn er núna betri en hann hefur verið um nokkurn tíma en það sama má segja um hópinn hjá MU og MC. Arsenal er líka með mjög breiðan hóp og Chelski er þekkt stærð.
    Ég vona að við náum að losa um leikmenn eins og Ngog, Poulsen, Jova, Kyrgiakos og Maxi. Þeir eru með of há laun miðaða við getu.
    Aquilani, Meireles eru virkilega góðir leikmenn sem ég vil helst að við höldum en það getur verið réttlætanlegt að skipta á þeim og heimsklassa leikmönnum í stöður sem að vantar frekar í eins og hafsent, vinstri bakvörð, kant og senter.
    En aðalatriðið er áfram Liverpool og takk fyrir frábæra síðu. 🙂

  3. Ég er einn þeirra sem er ákaflega bjartsýnn á komandi tíma Liverpool en ég held að ég sé líka nokkuð raunsær því það hlýtur að taka svolítinn tíma að byggja upp eftir þá vitleysu sem klúbburinn okkar hefur ferið í gegn um á undanförnum misserum.
    Vinnum við titilinn á komandi tímabili? Já, því ekki? En ef það gerist ekki þá er það í góðu á meðan liðið okkar sýnir framfarir, sem á ekki að vera það erfitt miðað við mannskapinn. Við eigum að fara í hverja keppni með það markmið að vinna hana. Að vera góður er það versta sem við getum gert til að vera bestir. Markmiðið á alltaf að vera sett á toppinn. Það þarf margt að smella saman til að það náist en það næst klárlega ekki ef menn setja sér ekki það markmið.
    Það þarf alveg klárlega að skúra, skrúbba og bóna og það skemmtilega er að það verk er þegar hafið.

  4. Ég held að menn ættu aðeins að halda í hestinn, það eru margir hér sem búast við því að Liverpool verði í topp 4 á næsta tímabili. Ekki falla í þá grifju að halda það að Liverpool verði í toppnum í ár, mín spá er 6-4 sæti í ár ef allt gengur upp.
    Svo er möguleiki að nýju eigendurnir kaupi stjörnu leikmann og þá gertur þessi spá breyst, (hef ekki trú á því)

  5. Markmiðið í vetur hlýtur að vera að komast aftur í Meistaradeildina til að auðvelda áframhaldandi uppbyggingu. Það tekur tíma að hrista saman sigurlið og það er langt í land, til dæmis er vörnin sambland af leikmönnum sem eru ýmist að komast á aldur, eru óreyndir, ekki í toppklassa eða sífellt meiddir. Vinstri bakvarðarstaðan er ósannfærandi og við hljótum líka að sjá keyptan alvöru miðvörð ekki seinna en á næsta sumri.

  6. Flottur pistill og litlu við hann að bæta.Sammála mönnum um að vörnin er greinilega veikasti hlekkurinn og það þarf tvo leikmenn hið minsta til að gera atlögu að mu og mc og hvað þetta heitir allt saman. En miðað við slúðrið þá er verið að skoða vinstri bakvörð og ef miðvörður bætist við hópinn með einhver gæði þá eiga menn að vera bjartsýnir.Y.N.W.A                                                            

  7. Frábær pistill og ég er algjörlega sammála með leikmennina fyrir utan einn.
    Martin Skrtel sýndi loks seinni hluta tímabils hvað hann í raun getur. Hann var mjög mistækur fyrri hluta tímabils en náði sér á því seinna, og ég held að Kenny eigi ekki eftir að losa sig við hann. Agger er í uppáhaldi hjá mér, en nema meiðslin hætti hjá honum er honum að sjálfsögðu leyft að fara í mínum bókum. Fói, ég var einmitt að pæla í þessu líka þar sem hann er á himinháum launum og er í mesta lagi þessi ”benchwarmer” hjá okkur.
    Ég set spána á 4 sæti, förum langa leið í FA bikarnum en eins og vanalega drullum á okkur í Deildarbikarnum.
    Storminum er að lægja og gullhimininn er ekki langt undan
    YNWA 

  8. Allir þeir sem að halda að Carragher geti einhvað hafa ekkert vit á fótbolta!
    Hann er með Liverpool hjarta örugglega tvö 😉 En hann er ekki góður í fótbolta… og hefur aldrei verið meira en miðlungsleikmaður…. Hann hefur engan hraða, og er alltaf að gera afdrifarík mikstök, og það er ekkert mál að fara framhjá honum!!!  eina sem hann hefur er að hann er duglegur!!!!

    Spurning fyrir suma að taka af sér liverpool gleraugun og sjá hlutina hlutlaust…

    UNWA

  9. VIÐ ERUM EKKI AÐ FARA AÐ VINNA TITILINN Í ÁR!!!  Vildi bara koma þessu frá mér svo að það sé á hreinu. Við eigum að stefna á meistardeildarsæti og hreinsa aðeins til hjá okkur.  Maður er búinn að fylgjast með boltanum í mörg ár og sér að við erum á réttri leið og að Daglish er að gera góða hluti. Við skulum ekki fara að byggja skýjaborgir í kringum liðið heldur höfum þetta raunhæft.
    Okkar vanntar enþá sterkari vinstri bakkvörð og annan miðvörð. Ég set stórst ? fyrir framn Carraol og á alveg eftir að sjá hverstu sterkur hann er.
    Ég hef samt áhyggjur af því þegar við erum að tala um að okkur vantar Lucas. Ég er búinn að vera að hrósa honum og verja hann frá gagríni undanfarinn ár og fannst mér hann standa sig vel á síðasta tímabili en Lucas er ekki í þeim gæðum að hann eigi að vera lykilmaður í liði sem vill berjast um titla(heldur meira svona einn af solid gaurunum og á ekki að eiga fast sæti í liðinu, það er getu munur á milli Hamand/Alonso/ Mascerano og svo Lucas).  
    Ég spái að við náum 4.sætinu og tel ég að það sé góður árangur og er hægt að byggja á því.

    p.s ég vill að við höldum Joe Cole. Hann var skelfilegur á síðasta tímabili og virkaði hann aldrei í formi en ég held að við eigum að gefa honum eitt tímabil í viðbót(áhættan er þess virði ef hann kemst í gír).

  10. #11, og hvað þá manni sem fylgdist ekki með Carra frá 2005-2009/10, bara síðasta eitt til tvö tímabil. “aldrei meira en miðlungsleikmaður” – þvílík steypa!

  11. Ég var að heyra það í gegnum frænda vinar bróður vinar vinar mins að hann hafi verið að tala við leigubílstjóra sem heyrði það frá farþega sem heyrði það frá vini sínum sem heyrði það frá öðrum vini sínum sem þekkir alla í Liverpool klúbbnum að það væri verið að vinna mikið í leikmannamálum Liverpool.
    Getum búist við mjög stóru nafni mjög fljótlega!

  12. Aqua farinn á láni til Fiorentina, hvaða steik er í gangi? Ef þeir vilja hann ekki í LFC afhverju selja þeir hann þá ekki og kaupa annan?
     

  13. #13 Jón Bragi : hahahaha ertu ekki að grínast með þennan brandara eða, las þetta 5 sinnum og varð bara ringlaður! 😀
     

  14. Gummi nr. 9, náðiru að klifra upp á stól og komast í lyfjaskápinn eða hvað? Spurning um að setja bara á sig gleraugun áður en þú ferð að horfa á leiki…

    Carragher aldrei verið góður? Það gæti nú ekki verið meiri vitleysa hjá þér verð ég nú að segja. Án nokkurs vafa besti varnarmaður Liverpool og hefur verið það í fjölmörg ár. Mjög traustur, mikill leiðtogi og hvaða afdrifaríku mistök er hann alltaf að gera? Þau eru nú ekki jafn regluleg og þú heldur.

    Kannski er ég bara einn þeirra sem hafa ekkert vit á fótbolta en að mínum dómi er Carra mjög góður leikmaður og hefur verið það lengi. Hann skorar ekki oft (í rétt mark) eða kemur með killer sendingar sem skapa mörk en varnarleikur hans og barátta er til fyrirmyndar. Hann verður ennþá eitt fyrsta nafnið á blað hjá Dalglish á næsta ári, ekki spurning. 

  15. Tek alveg mark á UNWA ef það skyldi þýða United Never Win Again. En annars er þetta bara rugl með Carragher. Maður skapar ekki lið með því einu að finna 11 “bestu” leikmennina út frá e-h tölfræði. Það þarf karakter, hjarta og vilja. Skoðið bara Man City. Carra á alveg hlutverk inná hjá okkur.
     
    Þessi pisill er fínn en ég er ekki sammála þessu vanmati á Kyrgiakos. OK – þetta er ekki heimsklassaleikmaður og hann er ekki að byrja marga leiki en ég held að hann verði oftast fyrsti maður á bekk eftir Doni. Hann var með þeim skárri í Hull leiknum í gær, átti góða kafla síðasta vetur, er ekki með þeim launahærri og veit nákvæmlega hvert hans hlutverk er. Já ég veit að hann átti sín mistök EINS OG ALLIR í liðinu á þeim tíma.
    Þessi maður getur spilað (nánast) allar stöður í vörn þannig að með hann getur Daglish haft einum fleiri miðju eða sóknarmann og síðan raða vörnina upp á nýtt þurfi að skipta Kyri inná fyrir varnarmann úr byrjunarliðinu.
     
    Held að auki að hann verður aldrei seldur á neinni upphæð. Hann klárar sinn samning hjá okkur og fer svo eftir par ár aftur til AEK til að spila “old boys” með Eiði.

  16. Glæsilegur pistill…

    En ég er á sömu skoðun og ég sagði hér nokkrum sinnum í vetur, Liverpool þarf að eyða hátt í 100 milljónum punda í þessum glugga ef við ætlum að vera í ALVÖRU keppni við Chelsea, Man Utd og City. Núna er búið að eyða sirka 38-39 milljónum í glugganum, gera flott kaup en þetta er bara ekki nóg. Auðvitað þarf að selja fullt af pappakasössum úr liðinu og ekki hægt að hafa endalaust marga leikmenn á launalistanum en ef ekki tekst að losa okkur við nokkra leikmenn eina og Poulsen, Jovanovich, N Gog, Insúa og hugsanlega fleiri eins og Maxi, Joe Cole og kannski Kyrgiakos eða Aurelio þessvegna og kaupa inn ALLAVEGA 2-3 KLASSASPILARA Í staðinn þá eigum við að mínu mati ekki séns í topp 3 liðin nema ALLT gjörsamlega ALLT falli með okkur í vetur.

    Það er búið að eyða 38-39 milljónum eins og SSteinn sagði að mig minnir um daginn hérna, segjum að við fengjum klassa vinstri bakvörð, miðvörð, hægri væng og senter sem ég tel að séu stöður sem okkur vantar alvöru leikmenn í ( nema kannski senterinn, væri fínt að fá einn í stað N Gog þar uppá breiddina bara ) og miðum útfrá því hvað leikmennirnir kosta sem við erum búnir að vera að kaupa þá má ætla að þessir 4 leikmenn myndu kosta á bilinu 40-60 milljónir punda ofan á það sem við höfum nú þegar eytt í sumar.  

    Mér lýst ekkert illa á þetta í vetur og er bara nokkuð bjartsýnn á að við getum vel keppt um 4 sætið og kannski meira EF ALLT gengur upp eins og lítil meiðsl Lykilmanna, dómgæsla falli alltaf með okkur, menn klikki ekki á litlu liðunum og fleira og fleira.

    Ég trúi ekki öðru en að Dalglish og Comolli sjái það að okkur vantar vinstri bakvörð og hægri kantmann númer 1-2 og 3 og líklega þrusu miðvörð líka í stað Agger eða Kyrgiakos. Það er alveg hægt að sleppa því að kaupa senter ef við fengjum þessa 3 leikmenn og nýjan hægri vængmann því þá væri hægt að nota Kuyt sem back up fyrir senterana og svo hægri vænginn líka.

    mér og ansi mörgum öðrum fannst við kannski einna sýst þurfa að styrkja miðjuna í sumar en menn byrjuðu á að kaupa 2 slíka leikmenn, ég vildi miðvörð, vinstri bakvörð, vængmenn báðum megin og kannski senter í stað N Gog, þarna vildi ég semsagt að það yrðu keyptir 4-5 klassa leikmenn.

    Maður hlýtur að spurja sig að því hvort Dalgish og Comolli sjái þetta öðruvísi en ég og fullt af öðru fólki, kannski finnst þeim bara alls ekki þurfa miðvörð, vinstri bak og hægri vængmann og þá er ég bara ekki sammála þeim.

     þar sem ég hef enga trú á því að það komi 3-4 leikmenn í viðbót ætla ég að leyfa mér að vona að það komi allavega vinstri bakvöður af betri gerðinni og annaðhvort hægri vængmaður eða senter og menn treysti þá bara á miðverðina sem við höfum þar til í jan eða næsta sumar.

    Að lokum vill ég svo ekki að menn selji bæði Meireles og Aquilani, get sæst á annan þeirra.

    En núna er ég að verða of seinn á Þórsvöllinn þar sem ég ætla að sjá mína menn raka inn 3 stigum.

    kv Viðar Skjóldal                         

  17. Gummi 9: Ertu eitthvað geðveikur eða? Varstu að byrja að halda með Liverpool á síðustu leiktíð? Hvernig geturu sagt að Carra hafi aldrei verið góður…. Já Kenny hefur auðvitað ekkert vit á fótbolta, hvað þá Rafa eða allir hinir sem hafa þjálfað Carra.

    Og svona til að hjálpa þér smá að rifja upp hver Carragher er: http://www.youtube.com/watch?v=iyNZBOhtunw&feature=related 

  18. Ég er kannski farinn að hljóma eins og biluð plata, en hvernig geta menn sagt nöfn Poulsen og Jovanovic í sömu andrá og Maxi? Næst markahæsti maður tímabilsins sem tapar sjaldan boltanum og skapar fullt af færum, táknrænn fyrir konunglega endurreisn liðsins. Svo er hann klárlega orðinn of gamall til að það fáist gott verð fyrir hann svo hann nýtist liðinu mun betur sem squad player en sem peningur í kassann.

    Varðandi Agger og Aurelio finnst mér ósennilegt að þeir fari. Meiðsli þeirra þýða að þeir munu aldrei vera neitt annað en varaskeifur, óháð því hvaða liði þeir spila fyrir. Þessvegna hljóta þeir frekar að vilja vera hjá akvöru klúbbi, enda skil ég ekki hvaða lið ætti að vilja kaupa gæðaleikmenn sem spila ekki nema þriðjung úr tímabili. Hinsvegar er rétt að liðið þarf að finna arftaka þeirra í aðalliðinu, sérstaklega Agger.

  19. Eins og talað úr mínu hjarta! Það er bara þannig.

    Fyrir mér er alveg jafnmikilvægt að losna við leikmenn á borð við Jova, Cole, NGog, Poulsen og fleiri, eins og að kaupa fleiri gæðaleikmenn. Þessir leikmenn eru bara hreint út sagt ekki nógu góðir til þess að eiga skilið að klæðast treyjunni, og það er alveg með ólíkindum að þeir skuli yfir höfuð hafa verið fengnir til félagsins. Sá sem tók ákvörðun um það, ég get ekki annað en vorkennt þeim manni fyrir afar lítið knattspyrnuvit.

    Allavega, nóg um það. FSG hefur sýnt dugnað sinn í að eyða í alvöru leikmenn, og loksins virðist manni Liverpool vera að kaupa sinn fyrsta kost á markaðnum, í stað þess að láta annan, þriðja eða jafnvel fjórða kost eins og mörg undanfarin ár.

    Hinsvegar, og ég bið ykkur um að afsaka leiðinlega gæjann hérna, þá á ég ennþá eftir að sjá snilldina sem allir virðast sjá í Comolli. Þegar hann var fenginn til félagsins þá var alltaf talað um að hann hefði séð um að kaupa Bale og hinn og þennan þegar þeir voru ungir og efnilegir, þannig við mættum búast við öðru slíku hjá okkur. Hingað til hefur hann séð um kaup á Carroll (meðal markahæstu leikmanna PL þegar hann var keyptur), Suarez (proven leikmaður í Hollandi), Henderson fyrir TUTTUGU milljónir punda, Downing á annað eins og Adam (sennilega besta leikmann PL á síðustu leiktíð).

    Annað – nú þegar Liverpool er búið að kaupa u.þ.b. fjórtán miðjumenn í þessum glugga, þá vil ég spyrja aðra hvort það hafi verið virkilega miðjan sem Liverpool hafi þurft að bæta frá síðasta tímabili? Vörnin var shaky meira og minna allt tímabilið, vinstri bakvarðastaðan í tómum vandræðum (þó ég sé yfir mig glaður að sjá Liverpool loksins gefa ungu kjúklingunum séns!) og einn out-and-out-striker til að velja úr. Og hann var meiddur meira og minna síðan hann kom til félagsins. Persónulega sé ég ekki þörfina á að hrúga inn svona mörgum miðjumönnum, sérstaklega ef Cole, Poulsen og hinir dúddarnir eru bara hreint ekki að fara frá félaginu.

    Annars er ég bara nokkuð vel stemmdur fyrir næsta tímabili. Ég held að ég falli í sama hóp og Maggi talar um, ég sem og margir aðrir blinduðumst af því að Daglish væri kominn aftur. Það tók 20 ár, en loksins er The King kominn aftur. Ég held að þessi feel-good-factor eigi eftir að fleyta liðinu langt næsta tímabil – meistaradeildarsæti er lágmarkið, og allt umfram það væri bara bónus. Og ég held að við eigum eftir að vinna Deildarbikarinn, það er bara eitthvað sem segir mér það 🙂

    Homer 

  20. Kannski felst “snilldin” í þrotlausri vinnu og greiningu og birtist ekki hverjum sem er á hálfu ári.

  21. En er þá ekki óþarfi að kalla manninn snilling og hvað eina, fyrr en hann hefur raunverulega unnið fyrir því?! 🙂

    Homer 

  22. ætli stuðnigsmenn united seu brjálaðir útaf þessum bláu búningum sem þeir eru með til vara því þeir eru dökkbláir eins og everton en grannar þeirra city eru ljósbláir! svona eins og margir stuðningsmenn Liverpool eru brjálaðir því við erum með smá ljósblát á okkar varabúning sem er alveg eins og city blái og þá erum við alveg eins og okkar grannar í everton ! HAHAHA

  23. Já alveg rétt. En það mun ekki líða langur tími þar til hann skorar annað.

  24. Á sama tíma og ég hef fulla trú á Dalglish og nýju eigendunum þá finnast mér samt kaup þeirra í þessum glugga ekki enn meika sens. Ég vona auðvitað að það þeir eigi eftir að selja nokkra og kaupa nokkra en fram að þessu hafa kaupin alls ekki minnkað bilið milli okkar og Chelsea og ManU.

    Við þurfum ennþá tvennt. Annars vegar meiri hraða í liðið og hins vegar fleiri match winnera. Í dag erum við með Gerrard og Suarez sem maður finnst að geti klárað þessa erfiðu leiki upp á eigin spítur en við þurfum fleiri. Í þessum erfiðu leikjum, þar sem lakari lið hlaða öllum mönnum fyrir aftan bolta og pota mörkum inn úr  föstum leikatriðum þurfum við leikmenn sem sprengja upp og klára leik með einstaklingsframtaki. Við höfum ekki fengið slíka menn í Adam, Henderson og Downing að mínu mati. Við munum með þeim áfram vinna slatta af leikjum gegn toppliðunum eins og við höfum verið að gera en við munum ströggla gegn lakari liðum. Þar þurfum við meiri hraða í vinstri bakvörð og á kantana.

    Ég er því að vona að á næstu vikum munu leikmenn eins og Aquilani, Jova, Cole og jafnvel Raul fara og losa um þannig að við getum bætt mönnum á launaskrá sem leysa okkar vandamál. Enrique komi í vinstri bak og svo fáum við hraða sókndjarfa leikmenn 1-2.

  25. Palli 29:

    Ég veit ekki betur en að Adam hafi verið mesti “match winner” deildarinnar í fyrra, fór langleiðina með að halda einu slakasta liði hennar uppi.

  26. En annars langar mig að óska Suarez til hamingju með sigurinn í Copa America og það að vera valinn leikmaður mótsins !!!

  27. Balotelli er kannski ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni.

    … En hann snertir samt ekki “okkar” mann. Hr. Diouf.

  28. Maðurinn ætti nú alveg að mega þetta í vináttuleik ánþess að vera skammaður, þetta man city lið er bara svo mikil steik

  29. Hjalti Björn #30

    Asam er ekki match winner þó hann hafi verið besti maður Blackpool á síðasta tímabili. Hann er hægur miðjumaður með mikla sendingagetu og góðan vinstri fót. Er í flokki með Maxi, Raul og Kuyt að mínu mati. Bætir ekki við hraða í liðið né brilliance. Tek fram að ég hef trú á honum en við þurfum meiri þunga í sóknarleikinn.

  30. Að sjálfsögðu á Joe Cole að vera í hópi C, mín mistök – hef ekki trú á því að sagt yrði nei ef að einhver er til í að losa hann af launaseðlinum okkar fyrir tímabilið og jafnvel borga eitthvað fyrir hann.  Aquilani virðist fyrstur ætla að fara, stöðugt öflugri  miðlar tala um að hann sé klár til Fiorentina.  Í podcastinu valdi ég einn að hann færi í stað Meireles og ég held reyndar að þeir séu báðir undir hamrinum.

     

    Það á ekkert skylt við að þar fari ekki góðir leikmenn.  Ég er alveg algerlega handviss að við viljum ekki borga Aqua 85 þúsund og vera “squad rotation” leikmaður eða hækka samninginn hans Meireles í það sem hann vill.  Svo er ég alveg handviss um það hvorugur þeirra er til í að vera einhver varaskeifa fyrir EM-ár, sérstaklega Aquilani sem komst aftur í sitt landslið spilandi á Ítalíu.  Jafnvel held ég að eina vonin fyrir að kveðja Poulsen sé sú sama, Morten Olsen hefur sag að enginn verði í landsliðinu sínu nema að vera að spila fyrir sitt félagslið.  Þarna er þáttur sem við stundum vanmetum held ég.

    Miðjan okkar næsta vetur held ég að muni byggjast upp af Gerrard, Lucas, Adam, Henderson og Shelvey – auk þeirra hinna sem ekki verða látnir fara í ágúst, það er allavega það sem ég held.

    Ég er líka á því að við fáum að sjá öskufljótan vængmann ef okkur tekst að losa töluvert af leikmönnum sem við teljum óþarfa.  Downing er reyndar mjög fljótur og mér skilst að Henderson sé það líka.  Hins vegar væri gaman að fá öskufljótan vængmann, þó kannski sé bara verið að bíða eftir Sterling litla!

    En aftur og enn segi ég að Róm verður ekki byggð á einum degi eða meistaralið á 8 mánuðum.  Liðið okkar er enn í þróun og verið að raða inn í púslið.  Þessa stundina er verið að flokka út þá bita sem ekki passa áður en við sækjum nýja sem falla betur inn…

  31. Svo varðandi Adam, gleymdi því.

    Adam var í fyrra án vafa besti sendingamaður deildarinnar.  Punktur.  Við hljótum að finna í því match-winning hæfileika!  Við einblínum stundum á stórkostlegar set-piece sendingar en þegar hann fær frið inni á miðjunni mun hann finna Suarez, Carroll, Downing og hvern annan sem er, það er svo þeirra að taka næstu skref.  Held að hann eigi eftir að verða meistari “næst-síðustu-sendinganna” – sem er sennilega vanmetnasti eiginleiki miðjumanna, sem oft eru dæmdir eftir stoðsendingum.

    Xabi Alonso var með 23 stoðsendingar á 5 tímabilum fyrir okkur, þar af einungis 6 síðustu tvö tímabilin sín.

    En hann átti örugglega um 50 “næst-síðustu-sendingar” og þess höfum við mikið saknað frá brotthvarfi hans.  Charlie Adam er ekki jafngóður og Xabi Alonso – en ég sá engan í deildinni i fyrra sem nálgaðist hann í því að spotta sendingu.

    Ég vona virkilega að hann muni nýtast mikið gegn liðum sem munu falla til baka, því hann er ekki bara góður sendingamaður, hann er mjög skotviss og því mun þurfa að loka á hann, sem væntanlega mun gefa okkur match-winning möguleika frá Suarez (sennilega einum af 3 bestu leikmönnum heims í dag), Gerrard og Carroll.

    Hraði einn og sér er ekki vopn elskurnar, en fótboltaheili getur verið mikið vopn.  Ef Ryan Babel hefði haft þokkalegan fótboltaheila hefði hann nýst okkur vel, en það gerði hann ekki bara með sínum mikla hraða, ekkert frekar en hann er að gera i Þýskalandi.

  32. Þetta atvik með Balotelli og Mancini sýnir í hnotskurn hversvegna Man City verður aldrei afburðarlið. Það er búið að raða inn fullt af heimsklassamönnum í flestar (ef ekki allar) stöður og þeir eru svo yfirborgaðir að þeir hafa ekki efni á að missa djobbið. Efst í huga þeirra er að halda plássi í liðinu og gera EKKERT sem ógnar því. Þar af leiðandi spila allir nákvæmlega eins og Mancini segir til og þora ekki að sýna örðu af frumleika eða bregða út frá leikskipulagi. Svona lið geta náð langt en góðir taktískir stjórar eiga auðvelt með að finna galla hjá þeim.
    Held satt að segja að þetta sé megin ástæða þess að Tevez vilji fara; hann nennir ekki að spila samkvæmt einhverri fyrirfram ákveðnri forskrift og veit hann er of góður til þess.

  33. Þetta er ansi góð pistlaröð hjá ykkur þessa dagana varðandi hóp liðsins. Það er áhugavert að velta fyrir sér hverjir eru á förum og hverjir lifa af hreinsunina. 

    Það sem ég set spurningarmerki við þetta tímabilið eru tveir leikmen. Maxi Rodriguez og Raul Meireles. Báðir hafa þeir mikið að bjóða liðinu og eru í þeim hópi leikmanna sem munu spila 20-25 deildarleiki á tímabilinu verði þeir þokkalega heilir heilsu. Aquilani og Cole gætu verið í þeim hópi líka. Ég get t.d. ekki séð að Spearing, Shelvey eða Henderson ættu að vera teknir framyfir þessa gæja.  

    Mögulega er stefnan samt sú að FSG og Dalglish vilja yngja upp hópinn og þar af leiðandi að láta Henderson og Shelvey fá sénsinn 

  34. Agger spilaði einhverja 6 eða eitthvað leiki undir stjorn King kenny og við heldum hreinu og unnum alla þetta er frábær tölfræði ef hann nær bara meiðslalausu timabili einu sinni held ég að við eigum einn besta miðvörð í heiminum!

  35. Damn. Ég var svo að vona að þessi orðrómur um sölu á Lucas Leiva væri sannur og Dalglish væri tilbúinn í staðinn með alvöru karlmenni sem varnarmiðjumann. Einhvern hraðan hrokafullan bola sem étur glerbrot í morgunmat og getur stjórnað tempói leikja á hæsta leveli sem og að brjóta litlu liðin niður andlega. Fæddan sigurvegarar og leiðtoga sem hræðir bæði mótherja og samherja. Lucas er meira svona góður alhliða stráklingur sem gerir sitt besta.  
    Þá mættu Bayern fara bjóða í meiðslahrúguna Agger. Við verðum ekki meistarar ef hinir mistæku og tæknilega heftu Skrtel og Carragher spila stöðugt í öðruhvorum/báðum miðvörðunum. Okkur vantar alvöru miðvörð í hryggjarsúluna sem fyrst.
    Svo verðum við að fara fá meiri hraða, tækni og sigurviðhorf inní liðið. Ekki bara til að brjóta niður litlu liðin heldur líka fyrir æfingarnar hjá Liverpool. Það þarf meiri samkeppni og að hækka standardinn. Viljiru skapa meistaralið þarftu fjölbreyttan hóp og gæði á öllum sviðum. Það er á æfingasvæðinu sem liðsheildin myndast, leikmenn bæta hvorn annan og leiðtogar koma í ljós. Liverpool vantar enn alvöru leiðtoga inná vellinum. Suarez gæti orðið sú vinnusama gæðatýpa en það er ljóst nú að Gerrard og Carragher voru það aldrei og við gerðum síðasta áratug pínu mistök að lofsyngja þessa góðu en gölluðu menn um of.  
    Erum samt stutt frá þessu. 2-3 hárrétt kaup, jákvæðni og við verðum komnir með hreint svakalega gott meistaralið með góðri breidd og jafnvægi. 

  36. Þeir sem halda að comment #45 sé frá UTD manni og/eða að foreldrar hans séu systkini like-ið þetta comment. =)

  37. Verulega þreytt Elli. Ég hef haldið með Liverpool í 33ár og hata Man Utd útaf lífinu. Ég man enn mjög vel eftir 9.áratugnum þegar í liði Liverpool voru eintómir sigurvegarar og Souness t.d. hræddi fólk með augnaráðinu einu saman. Skoraði og lagði upp líka og náði öllum samherjum uppá tærnar með alvöru leiðtogahæfileikum og þrumuræðum. Berðu það saman við kettlinginn Lucas og þessar 200 fimm metra hliðarsendingarnar sem hann tekur í hverjum leik. 
    Ég hef spilað á ýmsum getustigum, þjálfað fótboltalið og er með FIFA þjálfaragráðu, þekki sögu Liverpool út og inn, man eftir gömlu sigurtímunum og veit hverskonar karakter Liverpool hefur og hvernig leikmenn við þurfum á miðjuna til að vinna titla. Þessvegna var ég mjög ánægður með kaupin á Downing og Charlie Adam. Við verðum hinsvegar að skipta Lucas úr byrjunarliðinu/gera hann að squad player. Vinnum ekkert með svona menn að stjórna takt liðsins. 
    Eitthvað annað sérstakt í mínum skrifum sem þér finnst benda til að foreldrar mínir séu systkin eins og þú orðar svo fallega? Eru Gerrard og Carragher kannski heilagir?

  38. Mjög impressive eða þannig. Roy Hodgon er líka með þjálfararéttindi, sem rennir akkurat engum stoðum undir hans álit á málefnum sem snúa að knattspyrnunni. Sbr álit hans að 1 stig á útivelli hjá LFC væri í raun sigur og að Poulsen ofl væru í liverpool gæðum.

    Þetta með að Gerrard & skort á leiðtogahæfileikum renna stoðum undir það að þú sért ekki með öllu mjalla. Það er ekki við leikmanninn að saka þó að hann hafi ekki verið uppi á gullaldarárum Liverpool FC, eins og t.a.m Souness. Gerrard hefur dregið klúbbinn í gegnum síðasta áratug, óstuddur lengi vel.

  39. Viltu ekki bara halda þig á Barnalandi vinur? Þú ert á stuttum tíma í búinn að kalla mig Man Utd aðdáanda, foreldra mína systkini og að ég sé ekki með öllum mjalla. Ég ætla ekki niður á þetta plan og fara uppnefna þig tilbaka. Reyndu að þroskast og svara málefnalega framvegis.
    Fabio Capello er þá líka kolruglaður því hann treysti Gerrard ekki til að vera fyrirliði nema í 1 stórkeppni, sem endaði með ósköpum og svissaði Terry strax inn. (okkur sárvantar týpu af miðverði eins og Terry) Sem og 4 landsliðsþjálfarar Englands sem hafa ekki treyst Carragher til að leiða vörnina enda skortir hann allt finesse og tækni fyrir landsliðslevel. Þeir 2 hafa núna í áratug verið svaka stórlaxar á æfingasvæðinu á Melwood og valið sig í liðið eftir eigin hentisemi jafnvel þegar eru ekki í neinu formi eða meiddir. Þú getur ímyndað þér hvernig slíkt fer með liðsmóral annarra leikmanna í samkeppni um stöður að meiddar prímadonnur velji sig í liðið. Til hvers að leggja sig fram á æfingum og bæta sig?
    Það var bara Benitez sem hafði balls til að setja ofaní við Gerrard sem byrjar oft að hengja haus þegar á móti blæs. Talandi um Gerrard þá átti einmitt hann stóran hlut í komu Roy Hodgson til liðsins enda honum lofað að spila á miðjunni. Staða sem Gerrard bara fattar ekki að hann ræður ekki við. Gerrard einmitt fílaði Hodgson virkilega vel sem þjálfara, þannig að þú ert eiginlega búinn að krossmáta sjálfan þig með að minnast á Hodgson.
     

Æfingaleikur: Hull City í dag (Uppfært: 3-0)

Suarez Copa America meistari og besti maður mótsins