Kop.is Podcast #3

Hér er þáttur númer þrjú af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 3.þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru SSteinn, Babú, Maggi og Einar Örn sem kom inná í hálfleik.

Í þessum þætti ræðum við meðal annars kaupin á Charlie Adam og Stewart Downing, söluna á Paul Konchesky og endurkomu Alberto Aquilani og Emiliano Insúa, horfurnar á fleiri leikmannakaupum og -sölum í sumar, fyrstu tvo æfingaleikina í Asíu, endurnýjun/endurbyggingu Anfield og tímamótasamning Manchester City við Etihad-flugfélagið um nafngift heimavallar þeirra.

Næsti þáttur verður svo í vikunni fyrir fyrsta deildarleik.

54 Comments

  1. Væri best ef þið fenguð þátt á X-Inu frá 13-15 alla virka daga þar sem Man Utd þátturinn mín skoðun er hætt á dagskrá! =)

  2. fyndnasta við þann þátt var að bjáninn valtýr björn fattaði ekki sjálfur að hann var að reka manure þátt 🙂

  3. Skemmtilegt, en er ósammála því að Gerrard sé góður skallamaður. Að mínu mati eru hans veikleikar, ef hægt er að finna eitthvað slíkt, skallatækni og vinstri fóturinn.

  4. #4 þú þarft ekkert að vera góður skallamaður þó þú skorir eitt og eitt gott mark með hausnum…
    er ekki að segja að gerrard sé lélegur skallamaður… varð bara að svara þessu 

  5. Virkilega góður þáttur að vanda!
    En jæja drengir ég var að spá hvort einhver hérna gæti aðstoðað mig smá….
    Ég er á leiðinni til London í ágúst og verð í London þegar Arsenal- Liverpool leikurinn er, þannig ég var að spá hvort einhver hérna gæti bent mér á hvar ég get keypt miða á leikinn ?
    Skiptir ekki máli hvort það sé með stuðningsmönnum Arsenal eða Liverpool, ég vil bara fara á leikinn og styðja mitt lið!!!! 🙂

    Lengi lifi Fowler! 

  6. Frábært framtak, góð tilbreyting frá því að vera einn með hugsunum sínum um leikmannamál liðsins!

    Verð að vera ósammála því að Suárez eigi að spila alla leiki, þá endar hann í einhverjum Torres meiðslapakka. Frekar að leyfa honum að hvíla leiki gegn slakari liðum og spila frekar t.d. Gerrard fyrir aftan fremsta mann.

  7. Ég hjó eftir einu sem ég held að sé aðalatriðið varðandi að gera Anfield upp. Ssteinn segir í þessum þætti að þetta séu nágrannar Anfield sem standi helst í vegi fyrir endurnýjun Anfield. Ég las nú samt einhversstaðar en sel það þó ekki dýrara en ég keypti það að samgöngur til og frá vellinum væri það sem stæði mest í mönnum. Það að bæta við 15-16 þúsund sætum á Anfield þýddi að miðað við núverandi samgöngur til og frá velli þá væri það ekki hægt. En eins og ég segi þá er ég ekki viss en ég man að ég las þetta á einhverjum erlendum vefmiðil. Getur það ekki verið Ssteinn ??

  8. Nr. 8 var að hugsa þetta sama líka en það ætti ekki að vera mikið öðruvísi á Stanley Park sem er rétt hjá Anfield. M.ö.o. aðeins fæst leyfi fyrir 60.þús manna leikvangi á þessu svæði eins og staðan er núna, hvort sem það er á stækkuðum Anfield eða nýjum velli. 

  9. Ég er búin að fara á leiguna með konunni en núna er alveg ljóst að ég sleppi myndinni, hlakkar of mikið til að hlusta á þetta, þetta þyrfti helst að vera einu sinn í viku.

    6 Arnar Ben, talaðu við Lúðík ( Lúlla ) hjá Vita ferðum, hann er sá langbesti í miðamálum og já eitt enn, jú það skiptir gríðarlegu máli hvort þú sitjir með Liverpool aðdáendum eða Arsenal, ég persónulega mundi ekki taka miðan frítt á völlinn ef það væri Arsenal megin, það þýddi að þú gætir ekki stutt þitt lið og hvað þá fagnað marki. Ég var nú á Brúnni í febrúar og sá Liverpool vinna Chelsea og sat með púllurunum, ólýsanlega gaman að sitja í þessum 4-5 þúsund manna hópi og kæfa tugir þúsunda aðdáenda Chelsea, það sama verður uppi á teningnum á Emirates í ágúst. Miðinn gæti kostað 40-50 þúsund kall eð púlurunum en það er alla leið þess virði.  

  10. Haukur Logi, þessi svaðalegi aukalegi samgöngukostnaður er eitthvað sem þarf ætli menn sér að stækka völlinn umfram þessi 61.000 sæti, eitthvað sem menn vildu eiga möguleika á í framtíðinni.  Þá verður hvert auka sæti mun dýrara hlutfallslega.  Aðal hindrunin fyrir stækkun Anfield er íbúabyggðin í kring, enda segir sig sjálft að Anfield fyrir 61.000 manns eða Stanley Park fyrir 61.000 manns er það sama, enda er bein lína á milli þessara vallarstæða c.a. 150 metrar.

  11. #4 Gerrard er búinn að skora 84 deildarmörk, þar af 5 skallamörk og 4 með vinstri fæti. Til samanburðar er Lampard með 20 með vinstri og 8 skallamörk. Paul Scholes hefur skorað 18 skallamörk.

  12. Gæti það kannski verið vegna þess að Gerrard tekur nánast allar auka- og hornspyrnur og því afar sjaldan inni í teig þegar um slíkt er að ræða?  Aðal pointið var það að hann er mun hættulegri í og við teiginn heldur en takandi þessar spyrnur með mis góðum árangri. 

  13. Hann er bara ekki góður skallamaður, það er pointið hjá mér. Ætlaru að segja mér að Scholes eða Lampard taki aldrei horn- eða aukaspyrnur? Þeir eru samt lágvaxnari en Gerrard en skora samt töluvert fleiri skallamörk.

  14. Það er heldur ekki eins og öll mörk sem koma eftir hornspyrnu séu stangaðar inn með hausnum. Gerrard er afar markviss og alltaf hættulegur þegar hann er í boxinu. Hvort sem það er með hægri, vinstri eða höfðinu. 

  15. Rugl að selja Aquilani og Meireles. Vitum ekkert hvort Adam og Henderson eigi eftir að koma eins og stormsveipir inn í liðið. Hinsvegar má alveg selja annan þeirra og þá myndi ég frekar selja Aquilani.
    Einfaldlega vegna þess að hann er alltaf meiddur og ekki með kraftinn í Enska boltann á meðan Meireles var helvíti drjúgur fyrir okkur í fyrra.

  16. Það er alveg satt Babu, hann er hættulegur í boxinu sérstaklega ef boltinn er að detta til hans í volley og hann getur notast við hægri fótinn. Er ekki að mæla því í mót að einhver annar en hann taki föst leikatriði. Er bara ósammála því að hann sé góður skallamaður og svo er hann alls ekki með nógu góðan vinstri fót.

  17. Ja, mér hefur fundist hann klára bara vel þau skallafæri sem hann hefur fengið í gegnum tíðina, ekki hafa þau verið reyndar mörg því hann hefur yfirleitt verið á hinum endanum á sendingunum.  En þú hefur kannski fjölmörg dæmi um það sem styðja við það að hann sé ekki góður skallamaður.

  18. Þessi umræða um Insua, maðurinn getur ekki rassgat, það er ekkert skrítið að hann hafi ekki komist í liðið GT í Tyrklandi

  19. Ok takk fyrir það Babu og Ssteinn. Ég var ekki alveg fullkomlega viss hvar Stanley Park væri, vissi að hann væri ekki langt frá en ekki alveg svona nálægt 🙂 

  20. það ætti rkki einu sinni að þurfa að ræða Innsúa. langt frá því að vera í liverpoolklassa

  21. Við þurfum vinstri bakvörð á góðum aldri (25+) enda Aurelio alltaf meiddur og Insua stórlega ofmetinn leikmaður.

  22. Það er einn góður vinstri bak hjá Leicester city. Konc eitthvað. Hvað ætli hann kosti?

  23. Ég yrði alls ekki sáttur ef bæði Meireles og Aquilani færu en alltílagi að selja annan þeirra, er samt fastur á þeirri skoðun að best væri að lána Shelvey og Spearing eða lána Shelvey og selja Spearing þá og halda Gerrard, Meireles, Lucas, Adam, Henderson og Aquilani, eiga þarna 6 klassa leikmenn að berjast um 3 stöður.

    Svo í sambandi við umræðuna um hvaða leikmenn munu nánast eiga fast sæti í liðinu þá er ég sammála um Reina, Carragher sennilega ef hann er heill Gerrrad pottþétt ef hann er heill og Suarez, Lucas held ég að gæti alveg fengið eina og eina hvíld td í leikjum gegn smærri liðum á Anfield og menn vildu gerast sókndjarfari, þá væri gaman að sjá Adam, Gerrard og Aqiulani td ef hann verður áfram.

    Svo bara innilega vonar maður að það komi klassa vinstri bakvörður og annaðhvort senter eða hægri vængmaður.

    Suarez búin að skora 2 fyrir Úrúgvæ gegn Perú      

  24. Talandi um Gerrard sem skallamann. Hann skallaði okkur aftur inn í leikinn í Istanbul 2005 sællar minningar og má mín vegna vera slappur skallamaður það sem eftir er ferilsins fyrir mér. Hann er bara svo góður í flestu öðru.

  25. Einu sinni, thegar umræðan um nýjan vøll kom fyrst framm, var oft talað um að Kopið yrði fært á nýja vøllinn. Hvað finnst mønnum um thað? Thað væri náttúrulega leiðilegt að eyðileggja Anfield, en samt flott að hafa Kopið með á nýjum velli.

  26. Ég held einmitt að Gerrard sé þrususkallamaður og búin að bölva því mikið síðustu árin af hverju hann er alltaf látin taka flest horn og aukaspyrnur.

    Núna er held ég alveg ljóst að Adam sé að fara taka flest horn td og ég vona að Suarez fái að vera númer 1 í að taka aukaspyrnurnar en annars er ekki slæmt að geta stillt upp Adam, Suarez og Gerrard þegar við fáum aukaspyrnu á hættulegum stað.  

  27. Eitthvað stútaði tæknin mér þannig að ég datt út í blálokin, en mér finnst Etihad samningurinn einfaldlega prófsteinn á Fair Play kerfinu.  Því miður er spilling innan yfirstjórna knattspyrnunnar gríðarleg og ég óttast það að yfirmenn hleypi þessu í gegn, sem er eins vitlaust og hægt er.

    Fótboltann vantar nagla eins og David Stern til að standa upp í kröftugum siðspillingum því miður.

    Varðandi völlinn ætla ég að vera ósammála Steina með að flytja hann upp í flugvöll.  Sjarminn við Anfield er líka hverfið í kring, þrátt fyrir alla niðurníðslu, mér finnast margir nýju vallanna í Englandi sem settir hafa verið þar sem nóg er landsvæðið einfaldlega eins og geimskip í helvíti og jafnvel erfitt að komast í stemmingu utan við vellina, nokkuð sem mér finnst skemmtilegast við “live” upplifun af leiknum.  Inni á vellinum er sú stemming misjöfn, en ég tek alltaf minnst þrjá tíma í að þramma um nágrennið, kaupa mér merki og spjalla við sölumennina áður en ég hendi mér inn á lítinn veitingastað og syng mig hásan.  Ég vill því klárlega að ónýta gatana við Hillsborough memorialið verði keypt og rifin niður, hún er búin að vera ónýt allavega síðan 1992 þegar ég fór fyrst út og síðan stækka stúkurnar eins og Steini talar um.  Kostur tvö er glæsilvöllur í Stanley Park þar sem maður getur undirbúið sig í L4 og trimmað svo inn á nýjan völl.

    Annars held ég að þátturinn hafi skilað því sem er í gangi í dag, sem er töluvert jákvæðara og meira líf en verið hefur undanfarin tvö sumur.  Njótið!!!

  28. Maggi 32 ..

    Mann hefur nú líka sýnst það að mikið af þessum húsum sem tú talar um þar virðist nú ekki heldur vera búið í þeim öllum, einfaldlega nelgt fyrir gluggana og fleira.  

    Hvernig er það ef völlurinn yrði færður lengra í burtu td við flugvöllinn  mætti hann þá taka 70-80 þúsund manns? ef það er svoleiðis þá er það náttúrulega ekki spurning að færa hann þangað bara, hefði engar áhyggjur af því að það yrði ekki alltílagi, menn yrðu fljótir að koma upp nokkrum börum í kringum völlinn og veitingastöðum og gera flott svæði í kringum nýjan leikvang og auðvitað yrðu áfram sömu kallarnir að selja trefla, nælur húfur, fána og allt það alveg sama hvar völlurinn er. 

  29. Maggi 32#
    Fótboltann vantar ekki mann eins og Stern og sýna hans vinnubrögð í flutningi Seattle Sonics hvernig hans forgangsröð er. Hann vann þar með peningaöflum í að flytja liðið í stað þess að hjálpa liðinu að vera áfram í borginni með frábæra stuðningsmenn og góða mætingu á leiki.
    En rétt er það hjá þér að fótboltann vantar nagla.

  30. Skil sjónarmið þitt og annarra á sömu línu Maggi.  Ég kannski fór ekki nægilega vel út í þessi mál.  Speke svæðið þar sem flugvöllurinn er, er ekki einhver eyðimörk, en þar er samt landssvæði.  Pointið sem ég var að koma með er í rauninni það að það er miklu ódýrara að byggja þar nýjan völl (litlar líkur á að hægt sé að fá permission í að stækka núverandi leikvang og því fyrst og fremst spurning um hvar nýr völlur á að rísa) og stóra málið í þessu er að það væri hægt að byggja 70.000 manna völl þar.  Slíkt er nánast úr myndinni á Anfield svæðinu.  Ástæðan fyrir því er einmitt samgöngur.

    Nýr völlur á Anfield svæðinu myndi auka sætafjöldan um c.a. 16.000 sæti.  Hvert sæti þar er mun dýrara en hefði verið að stækka Anfield.  Fari menn á annað borð annað, þá værum við að tala um 25.000 – 30.000 auka sæti, sem yrði hlutfallslega mun ódýrara og auka tekjumöguleikana mjög mikið.  Það er jú mikil rómantík sem tengist Anfield vellinum sjálfum, en persónulega finnst mér lítil rómantík í sjálfu svæðinu, það er og hefur lengi verið í mikilli niðurníslu.  Ég er því opinn fyrir því að fara bara hreinlega til Speke, sem er nýrra svæði (íbúðasvæði samt þar nálægt) og þar væri hægur vandi að byggja upp í kringum völlinn það sem til þarf.  Old Trafford var nú ekki beinlínis í alfaraleið fyrir nokkrum árum, sjáum það svæði í dag.  Ef við ætlum að fara af Anfield vellinum, þá væri ég til í að fara bara alla leið og gera þetta almennilega.  Samgöngur við Speke væru einfaldar, sér í lagi þar sem flugvöllurinn og öll uppbyggingin í kringum hann er á sama svæði.  Speke svæðið hefur byggst hratt upp og ef við ætlum að horfa til framtíðar, þá held ég að þetta væri lang skynsamasti kosturinn.

    Auðvitað verður það hryggilegt að yfirgefa núverandi leikvang, en fyrir mér snýst þetta fyrst og fremst um framtíð félagsins.  Ég þekki þetta Speke svæði all vel og ég er svoleiðis handviss um að þetta yrði hrikalega flott þar. 

  31. Steini, hafa menn verið að ræða eitthvað þann möguleika að fara á þetta Speke svæði? mér finnst ég alltaf bara hafa heyrt talað um stækkun Anfield eða færa völlinn í Stanley Park.

    Þetta er náttúrulega ALDREI spurning ef ekki er hægt að stækka Anfield, þá förum við á þetta Speke svæði og gerum þetta almennilega eins og þú segir með 70 þúsund manna velli eða meira heldur en að byggja 60 þúsund manna völl í Stanley Park  

  32. Verð að bæta við að Meireles er ekki 29 eins og þið sögðuð heldur tiltölulega nýorðinn 28, aðeins rúmu einu ári eldri en Aquilani sem er miklu líklegri til að meiðast alvarlega (Meireles hefur spilað hátt í tvisvar sinnum fleiri leiki á jafnlöngum tíma).

  33. Frábær þáttur hjá ykkur, virkilega gaman að hlusta á þetta.
    En varðandi Aquilani þá held ég að það sé nokkuð ljóst að hann mun ekki vera hjá Liverpool þann 1 sept enda virðist vera áhugi á honum á Ítalíu og hans hugur virðist stefna aftur heim.
    http://www.skysports.com/story/0,,11669_7050319,00.html
     
    Vonandi fáum við bara fínan pening fyrir og við ættum þá að halda Meirales áfram.

  34. Mig langaði að klappa þegar einn ykkar fór að tala um grátlegar hornspyrnur frá Liverpool síðustu árin. Þetta er búið að fara svo í taugarnar á mér. Vona að Adam bæti þetta hjá liðinu, ég var oft farinn að sakna Gary McAllister.

  35. Ágætis púlara-podspjall og skemmtilegt áheyrnar.

    Sammála allri ánægju með kaup sumarsins það sem af er. Allir eiga þeir það sameiginlegt að vera partur af bresku byltingunni (nema Doni) með þeim kostum sem því fylgir (lítil aðlögun, engin heimþrá eiginkvenna eða draumar um Barca-Milan-Madrid-syndrome). Einnig er áberandi eiginleikar sem allir þessir engilsaxnesku útispilarar hafa með sér en það er fjölhæfni í stöðuspili, afburða góðir sendinga- og spyrnumenn og skv. statistíkinni eru þeir allir mjög öflugir í chance creation (allir ofarlega á topp 10 í EPL 2010/11) og einnig áberandi duglegir í forward passing. Þetta virðist hafa verið mikið áhersluatriði hjá King Kenny og Commolli og er það sérlega jákvætt fyrir komandi tímabil. Sjálfur er ég spenntastur fyrir Charlie Adam og held að sá skoski geti reynst alger kostakaup þegar upp er staðið en Downing og Henderson mun eflaust standa undir sínum verðmiðum.

    Þó er ég ósammála því að Spearing verði seldur ef að ekki tekst að selja Aquaman eða Meireles, en hann ásamt Shelvey gæti klárlega verið lánaður ef að ekki fækkar af miðjumönnum þegar líður nær lokum ágústmánaðar. Í dag er Spearing linkaður við lán til Wolves og það er fínn kostur upp á að hann fái spilatíma til að þroskast eða hækka verðmiðann, en ég tel það ekkert spes skilaboð að semja við strákinn í maí sl. en vera svo aktíft að selja hann nokkrum mánuðum síðar. En auðvitað er hann til sölu ef einhver vill borga silly háa upphæð eða ef hann vill sjálfur fara en hvorugt er sérlega líklegt. Spearing er eiginlega hinn fullkomni squad player; uppalinn og fórnar sér fyrir klúbbinn á sanngjörnum launataxta. Verður líklega aldrei meira en það hjá LFC og Conor Coady kemur sterklega inn sem framtíðar byrjunarliðsmaður eftir nokkur ár. Spearing stays!

    Vonandi er einnig eitthvað að hitna í kolunum varðandi Enrique en hann væri fín lausn í bakvörðinn. Frábær sóknarlega með brilliant fyrirgjafir á kollinn á Carroll. Ekki eins lélegur varnarlega og af er látið og með góðan hraða. Væri jafnvel hægt að skoða að bítta Insua eða Ngog uppí kaupin en Newcastle ku vera að leita að mönnum í þær stöður. En verðum að sýna góða kauptaktík og pína verðið niður fyrir þessar 10-12 millur sem NUFC virðast vilja enda bara 1 ár eftir af samningnum. Köllum það bara “Adam-afbrigðið”! Eina sem gæti truflað þetta væri áhugi Arsenal á honum en það kemur bara í ljós.

    Varðandi Anfield þá er óskandi að það takist að koma endurbótum í gang enda er Anfield meira en völlur: það er andlegt heimili okkar og musteri tilbiðjenda LFC. Alltaf hættan að andrúmsloft og stemmning minnki eða jafnvel deyji við flutning á nýjan völl og mýmörg dæmi um það (Arsenal, Southampton, Juventus o.fl.). Þess utan er það praktískasti kosturinn. Annars er nýr völlur rétt hjá þeim gamla langbesti kostur og hefur minnst rask á sálarró púlarans 🙂 Einnig hefur manni alltaf skilist að sá valkostur væri fyrir hendi að stækka nýja völlinn síðar meir uppí eða yfir 70 þús. sætin. Öll leyfi liggja fyrir hendi, styrkir frá ESB ásamt leigu á landi þannig að þriðji kosturinn við Speke virkar frekar óraunsætt á þessu stigi.

  36. Nýr völlur á Stanley Park næstbesti kostur átti þetta að vera.

    Smá viðbót varðandi Joe Cole. Ég er meira en til í að gefa honum sénsinn í von um að hann finni sitt fyrra form. Það væri eins og að fá nýjan leikmann ef hann kæmist í gang. Þetta er mín fótboltalega bjartsýnisskoðun: Gefa honum séns!

    Eeeennn….  hann er 29 ára og á 90 þús. á viku næstu 3 árin. Ef að það kemur lítið út úr honum í vetur þá sitjum við algerlega í súpunni með hann út samninginn á fullum launum. Hver vill kaupa hann 30 ára hafandi átt fjögur léleg tímabil í röð?!? Varla að nokkur vilji lána hann nema að við borgum megnið af laununum hans og yrðum að borga með honum til að losna við hann. Fyrir mann með lágmarks reiknikunnáttu þá eru launin hans tæplega 5 millur á ári. Þannig að við erum að tala um 14-15 millur út samningstímann. Það er hægt að gera margt fyrir þann pening.

    Að taka sénsinn á að Cole nái sínu fyrra formi er full mikið fyrir minn smekk. En hann er víst harður á því að vilja ekki fara í nein miðlungslið þannig að QPR eða álíka munu ekki koma til greina. Það er svo sem skiljanlegt af hans hálfu en bagalegt fyrir okkur. Við skulum vona að Harry Redknapp verði taugastrekktur með fullar hendur fjár á lokadag sölugluggans og geri okkur stóran greiða 🙂

  37. Frábært hjá ykkur að benda á þessa grein
    http://swissramble.blogspot.com/2011/07/manchester-citys-incredible-deal-know.html
    Hefði kannski verið ágætt ef þið hefðuð lesið hana almennilega áður en þið rædduð Etihad samninginn.
    “UEFA’s difficulties in assessing the fair value of the deal are compounded by the structure of the deal, which covers far more than the stadium naming rights that were initially reported. This is just one element of a broad agreement that also includes an upgrade of the current shirt sponsorship and naming rights for the Etihad Campus, which encompasses a large part of the Sportcity site in East Manchester.”
    Núna verða allir brjálaðir hérna eins og síðast þegar ég vogaði mér að tjá mig, en ef einhver hefur áhuga á að fræðast um þennan samning lesið þið þá þessa grein og þá meina ég alla greinina.
    Takk fyrir

  38. það besta við þetta kæri city maður er það að þetta er lang lang stærsta múv-ið sem þitt lið getur gert, og það réttsvo núllar eyðslu seinustu ára út, launakostnaðurinn er ennþá rúmlega 100% af tekjum liðsins , spurning til hvaða ráðs þessir sugardaddy´s grípa næst til. eitt er víst að það er ekki til annar völlur til að selja nafnið á OG það að selja nafn á velli sem hefur haft annað fyrir svona upphæð er ekki með fordæmi, sem uefa financial fair play reglan byggist á varðandi svona sponsor díla … síðan er auðvitað hægt að fara inná það að í stjórn þessa flugfélags eru menn sem tengjast gaurunum sem eiga þitt lið, þannig það ætti að vera hægt að hafna samningnum líka á þeirri forsendu .

  39. en þú ert væntanlega sáttur við að lið með ekkert fanbase fái þennan sponsordíl frá sínum eigin eigendum í gegnum leppfyrirtæki og sé þannig að fara framhjá reglu uefa 🙂 þetta er amk þvottur sem gengur ekki lengi.

  40. Eftir að hafa lesið alla Swiss Ramble greinina er maður alveg á því að City hafa strúktúrað þennan sponsonship deal við Etihad þannig að hann liggi alveg á mörkum þess að falla innan FFP. Einsog þetta er samansett; naming rights á völlinn, treyjusponsorship og síðan þessi Etihad academy sem á að byggja þá kæmi mér ekki á óvart að þetta myndi sleppa í gegnum þessa UEFA nefnd.
    Það þarf enginn að segja mér að þetta sponsorship plan sé ekki þaulskipulagt hjá City mönnum og þeir geta vafalítið komið með góð rök fyrir því afhverju þetta séu eðlilegar fjárhæðir, amk tekst Swiss Ramble höfundinum að gera ágæta grein fyrir því og hann er væntanlega ekki í vinnu hjá City.
    En ég vona þó að þetta gangi ekki í gegn, því ef svo fer þurfa önnur lið einfaldlega að elta þennan strúktúr og peningamagnið í boltanum heldur áfram að aukast á hraða sem er einfaldlega að skemma íþróttina.

  41. Þröstur City maður, þú selur ekki lada ´81 árgerð á sjö milljónir, og er það hrós fyrir City og það vörumerki sem þeir bjóða uppá að vera líkt við 30 ára gamla lödu. Skiptir engu máli hvernig þú snýrð þessu – það er skítalykt af þessum deal.

    Auðvitað reyna þeir bræðurnir að fela þetta með flóknum samningum, þetta eru menn sem eru með tugi ráðgjafa, lögfræðinga og annað slíkt á sýnum snærum. Þeir gefa ekki bara út a4 blað sem stendur á upphæð, nafn og einföld útskýring á litum/nafni og hvað það nú heitir allt saman. Þeir vissu af FFP eins og aðrir og gera allt sem þeir geta til að komast fram hjá þessum reglum.

    Ef þú ætlar að reyna að þræta fyrir það ertu blindari á eigið lið en þeir púllarar sem spá okkur titlinum á hverju ári með CAPS LOCK Á og tugum upphrópunarmerkja – eða það vantar í þig þetta “common sense” svo maður sletti aðeins. Því þú veist hvað þeir segja, common sense ain´t that common. Þetta minnir mikið á ónefnda útrásarvíkinga sem vildu meina að þessi viðskipti tengdra aðila væru ekkert óeðlileg – er þetta ekki bróðir hans sem á þetta blessaða flugfélag ? Ótrúleg tilviljun, lol

  42. Jæja, búinn að hlusta á Podcast#3 og þá hefst árleg endursýning á Liverpool – AC Milan frá 2005 með tilheyrandi gæsahúð og óviðráðanlegum raka í augnhvörmum

  43. Er ég sá eini sem er forvitinn að fá að vita hvað það kostar að fá Liverpool hingað til lands ? 

  44. Binni 49.. góður punktur hjá þér ég hugsaði þetta einmitt í gærkvöldi þegar Steini talaði um þetta.

    Steini hvað kostar að fá Liverpool hingað til lands?

    Annars finnst mér að þeir eigi ekki að mismuna fólki eins og okkur og geta ekki komið því við erum fámennir, púllarar á Íslandi eru líklega Eeinir af hörðustu púllurum heims og reyndar dælu við hérna á klakanum fé í klúbbinn með því að fara mjög mikið á Anfield og verslum mikið af varningi. Það mundi varla drepa þá að taka 150 mínútna flug á klakann, taka einn æfingaleik, gista eina nótt og fara svo.     

  45. ég mæli með því að allir sannir Liverpool menn horfa á viðtalið við John Arne Riise á Liverpoolfc.tv
     

  46. Liverpool – KF Nörd á Laugardalsvelli.. það væri öflugur leikur

  47. Nr.51 Viðar 

    Persónulega, útfrá sjónarmiðum Liverpool FC held ég að það “meiki engan sens” að fara með félagið til Íslands að óþörfu! Það er mjög lítill tími sem fer í undirbúningstímabil og ekki eins og að hér á landi sé einhver stór óplægður markaður fyrir Liverpool eða miklir peningar. Því síður erum við með aðstæður né veðráttu í boði sem æfingabúðir í t.d. Sviss, Spáni og Austurríki bjóða uppá o.m.fl í þessum dúr. 

    Þar fyrir utan eigum við Íslendingar augljóslega mun auðveldara með að heimsækja Anfield en mörg önnur lönd og gerum það reglulega. Liverpool klúbburinn hefur gert vel í því að fá gamlar stjörnur hingað til lands og hafa haft góð sambönd við félagið úti og vonandi verður áframhald á slíku, en að fá liðið er held ég afar fjarlægur draumur nema lenda gegn þeim í Evrópukeppninni.  

Staða leikmannahópsins

Samkeppnin – staðan á hinum stóru liðunum?