Malaysia XI – Liverpool 3-6

Uppfært: Leikskýrsla
Þú veist að þetta jaðrar við að vera vandamál þegar þú ert farinn að rífa þig upp til að horfa á æfingaleik í júlí sem fer fram í Malasíu að morgni til að íslenskum tíma. Flestir hér inni eiga auðvitað við þetta “vandamál” að stríða og það er ekki hægt annað en vera sáttur við æfingaleik sem inniheldur níu mörk.

Dalglish fór heim til að ganga frá kaupunum á Downing og Doni og því var það Steve Clarke sem stillti liðinu svona upp í þessum leik:

Byrjunarliðið:

Jones

Flanagan – Carragher – Agger – Robinson

Coady – Spearing – Adam – Cole
Meireles
Carroll

Bekkur: Gulacsi, Hansen, Maxi, Pacheco, Kyrgiakos, Kuyt, Wilson, Ngog, Poulsen, Shelvey, Kelly, Wisdom, Aquilani, Insua.

Tempóið í fyrri hálfleik var ekkert gríðarlegt og líklega var nokkuð heitt í Malasíu í dag. Charlie Adam var að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði Liverpool og var líklega besti leikmaður okkar í fyrri hálfleik og átti nokkrar álitlegar sendingar sem lofa góðu upp á tímabilið. Hann skoraði líka fysta mark leiksins er hann endurtók vítaspyrnu sem Andy Carroll fékk gefins frá dómara leiksins er hann var að reyna að ná fyrirgjöf frá Adam. Adam tók spyrnuna reyndar tvisvar þar sem dómarinn var eitthvað ósáttur við fyrri spyrnuna en skotinn afgreiddi báðar af miklu öryggi.

Mohd Safiq Rahim leikmaður Malasíu jafnaði síðan metin rétt fyrir leikhlé með þræl keppnis marki úr aukaspyrnu. Brad Jones átti reyndar að öllum líkindum að eiga þennan bolta, annaðhvort það eða þá að hann stillti veggnum fáránlega upp því leiðin að marki virtist ansi greið úr spyrnunni.

Í leikhléi skipti Clarke öllum okkar varamönnum nema Pacheco, Wisdom og Hansen inná og byrjunarliðið í seinni hálfleik var því svona:

Gulacsi

Kelly – Kyrgiakos – Wilson – Insúa

Poulsen – Shelvey
Kuyt – Aquilani – Maxi
N´Gog

Þar með var besti leikmaður vallarins, Alberto Aquilani kominn inná og hann tók við stjórninni á miðjunni og gerði það svo vel að meira að segja eigandi félagsins, hinn nýji Ryan Babel, twittaði þessu í seinni hálfleiknum:

John W. Henry
One missing link last year: Acquilani. Put the ball near Ngog and the goal and it’s going in.

Mjög hressandi að sjá þetta og vonandi merkir þetta að ítalinn fái annan séns á Anfield. Annar leikmaður sem gaman var að sjá aftur Emiliano Insúa spilaði líka vel og skilaði meiru til sóknarleiks okkar manna í þessum seinni hálfleik heldur en Konchesky allt árið í fyrra.

Liverpool var svosem ekki með neina flugeldasýningu í þessum leik og úrslitin bara nokkuð fáránleg en líklega segir þetta eitthvað smá um mótherjann. Eftir rúmlega klukkutímaleik náði David N´Gog loksins að koma okkar mönnum aftur yfir í leiknum og það með ekki litlu heppnismarki. Insúa sem var að spila eins og kantmaður sendi bolta fyrir markið sem fór í bakvörðinn, þaðan í miðvörðinn sem sparkaði boltanum í hinn miðvörðinn þaðan sem hann rúllaði óvænt fyrir fætur N´Gog sem gat ekki annað en skorað. Stórglæsilegt mark auðvitað.

N´Gog var ekki lengi að bæta öðru marki við eftir góða sendingu frá Aquilani. Maxi bætti fjórða markinu við eftir góða fyrirgjöf frá Insúa sem fékk auða flugbraut upp kantinn eftir að Aquilani fann hann með góðri sendingu. Staðan því orðin 1-4 og leikurinn loksins í höfn.

Eitthvað gleymdist að láta Malasíu menn vita af því og þeir komu sér heldur betur aftur inn í leikinn, fyrst með hjálp frá Martin Hansen sem kominn var í markið og síðan frá dómara leiksins. Fyrra markið kom í kjölfar afar mikils klaufagangs Hansen í markinu sem missti að því er virtist saklausa fyrirgjöf beint fyrir fætur sókarmanns Malasíu sem þakkaði pent fyrir sig og minnkaði muninn. Örstuttu seinna fékk sami sóknarmaður, Sali, annað dauðafæri sem hann nýtti glæsilega. Hann virtist reyndar vera svona 3-4 metra fyrir innan vörn Liverpool þegar hann fékk sendinguna innfyrir en auðvitað var það fullkominn óþarfi að taka markið af kallgreyinu!

Maxi Rodriguez klárði leikinn svo með góðu skallamarki eftir fyrirgjöf frá Kuyt og Hollendingurinn fljúgandi geirnelgdi þetta síðan sjálfur er hann hammraði inn sjötta marki Liverpool í leiknum.

Þetta var æfingaleikur og tempóið ekkert gríðarlegt. Að vanda er nákvæmlega ekkert hægt að lesa í æfingaleik og því ætla ég ekki einu sinni að reyna það. Það er bara alltaf gaman að sjá Liverpool spila og auðvitað sjá nýja leikmenn. Adam og Aquilani lofa góðu, Insúa og Cole gætu einnig orðið eins og ný leikmannakaup á þessu tímabili og N´Gog heldur áfram að vera flottur í júlí.

Næst held ég að það sé Valerenga og persónulega fagna ég því að þessi auglýsingatúr sér búinn.


Annars talandi um eiganda Liverpool og burtséð frá leiknum þá má ég til með að setja hér inn FACE dagsins í gær sem hann Höddij, meðlimur hérna í Kop.is samfélaginu ef ég man rétt fékk verðskuldað í gærkvöldi á twitter.

Höddi, hress eins og sunnudagsmorgun póstaði þessari speki á John W Henry sem líklega hefði ekki haft það út daginn án þess að heyra hans álit:

@hoddij – Hörður Jónsson
@John_W_Henry we won´t make the Champions League , and won´t be able to sign the best players yet again, willing to bet my house on that …

John W Henry, öllu ríkari en Höddi geri ég ráð fyrir svaraði þessu eflaust með það í huga að taka þessu helvítis veðmáli:

John_W_Henry
@hoddij How high are the property taxes in Iceland?

…og síðan hefur lítið heyrst til Hödda.

Uppfært: Leik lokið.
Kærar þakkir Liverpool og Malasía, ég ætlaði að komast upp með örstutta og ómerkilega skýrslu eftir þennan næturæfingaleik. Lokatölur 3-6 sem gera níu mörk og við gerðum 12 skiptingar! FRÁBÆRT.

Lítil og nett skýrsla á leiðinni.

Uppfært (hálfleikur):
Steve Clarke hefur verið hoppandi brjálaður með fyrri hálfleikinn og skiptir bara öllum útaf:

Byrjunarlið Liverpool í seinni hálfleik:

Gulacsi

Kelly – Kyrgiakos – Wilson – Insúa

Poulsen – Shelvey
Kuyt – Aquilani – Maxi
N´Gog


Liverpool er núna í Kuala Lumpur að spila sinn annan æfingaleik á þessu ári, núna gegn úrvalsliði Malasíu. Leikurinn er í gangi og við uppfærum leikskýrslu hingað inn að honum loknum og getum haldið umræðu um leikinn í ummælum hérna.

Byrjunarliðið er svona:

Jones

Flanagan – Carragher – Agger – Robinson

Coady – Spearing – Adam – Cole
Meireles
Carroll

Bekkur: Gulacsi, Hansen, Maxi, Pacheco, Kyrgiakos, Kuyt, Wilson, Ngog, Poulsen, Shelvey, Kelly, Wisdom, Aquilani, Insua.

Reina, Gerrard, Johnson eru allir á Melwood. Sama held ég að megi segja um Aurelio ásamt auðvitað Downing og Doni sem eru nýkomnir. Henerson fékk lengra frí og Lucas og Suarez gengur ekkert að láta slá sig út í Copa America. Dalglish er síðan ekki á bekknum þar sem hann fór heim til að taka í spaðann á Downing og Doni þannig að Steve Clarke er að stýra liðinu í dag.

66 Comments

  1. Virtist vera ódýrt vítí en Adam öruggur á punktinum, 1-0 🙂

  2. 0-1 Adam eftir gríðarlega ódýrt víti. 

    Annars rúlla þeir svo ört á miðjunni að það er erfitt að átta sig á hver er hægri kantur, Meireles, Coady eða jafnvel Spearing. Þannig að ekki taka liðsuppstillingu of hátíðlega. 

  3. Joe Cole búinn að vera sýna fína takta.

    1-0 , Charlie Adam úr víti, þurfti að taka það tvisvar skoraði í bæði skiptin. 

  4. Joe Cole og Charlie Adam búnir að vera flottir. Andy Carroll er hinsvegar búinn að vera afleitur.

  5. Carroll þyrfti bara að raka sig en flott aukaspyrna hjá Malasíu mönnum og staðan orðin 1-1.

  6. Ngog heldur betur að minna á sig með tvö mörk á jafnmörgum mínútum og staðan allt í einu orðin 3-1 🙂

  7. Aquilani er búinn að vera mjög góður þennan litla tíma sem ég hef horft á leikinn

  8. Frábær sókn endar með marki frá Maxi 4-1, Aquilani virkar í þrusuformi.

  9. Mér sýnist að Auqialani og Insua séu alveg að skila sínu, allavega frá því ég byrjaði að horfa.  M.v. það sem ég hef séð; þá er ekki spurning um að gefa þeim tækifæri…., á að sýna sig almennilega.

  10. AA með stórleik.  Hann fær reyndar mun meiri tíma á boltanum en hann kemur til með að fá í PL í vetur, en hann lítur mjög vel út.

  11. Hvað er málið með þessa vörn okkar. 6 mörk í tveim leikjum á móti einhverjum smáliðum !!!

  12. Henry er allavega sáttur með Aquilani:
    John_W_Henry John W. Henry
    One missing link last year: Acquilani. Put the ball near Ngog and the goal and it’s going in.

  13. Maxi getur ekki hætt að skora, 5-3 sem verður líklega lokastaðan.

  14. Aquilani er besti maðurinn á vellinum. Verð líka að segja að Shelvey verður að fara sýna af hverju Dalglish hefur svona mikla trú á honum. Ég er ekki að sjá að þessi drengur sé að gera mikið af viti.

  15. 5 – 3 , Maxi að klóra í bakkann fyrir okkur á síðustu metrunum….

  16. Smá leiðrétting, lokastaðan er 6-3, Kátarinn með eitt í blálokin.

  17. Maður leiksins klárlega Alberto Aquilani, bar höfuð og herðar yfir aðra miðjumenn Liverpool í dag. Hann átti ríkan þátt í flestum mörkum seinni hálfleiksins. Ef að hann getur haldið áfram þessari spilamennsku í vetur þá eru Adam og Meireles í vondum málum…. 😛

  18. Fyrir mína parta verð ég mjög ósáttur ef Aquilani verður seldur! Drengurinn átti þátt í fjórum af sex mörkum sem Liverpool skoraði. Er farinn að sjá það meira og meira að Shelvey þarf tvö tímabil í viðbót í láni hjá liði þar sem hann fær að spila alla leiki. 

    Gerrard, Adam, Aquilani, Lucas og Meireles eiga fyrir mína parta að berjast um þessa stöðu þar sem fyrstu þrír koma sterkast til greina hjá mér.  

  19. Markaveisla hreint út sagt. Downing og Suarez falla vel inn í þetta pússluspil, ásamt nýjum bakverði og einum sóknarlega þenkjuðum miðju/framherja í viðbót.  Gaman að sjá að leikmenn fengu miklu meira út úr seinni hálfleik en þeim fyrri sem sýnir að samkeppnin í hópnum er orðin miklu meiri en áður.

  20. Já, og er sammála #39 með ítalann en hann gæti verið “surprise-ið” í vetur í hópnum sem King Kenny er að sjá fyrir sér. En maður hefur séð leikmenn gera hluti á æfingatímabilinu og fara síðan beint í varaliðið aftur en nú eru aðrir tímar. King Kenny metur frammistöðu leikmanna í æfingaleikjum og gefur þeim séns ólíkt “12 ára ruglinu” á undan honum.

  21. Aquilani er málið – hann var í algjörum sérflokki í dag.  Vonandi verður hann ekki seldur – gríðarlega mikill bolti í drengnum og hann var jafn góður og Cole var lélegur í þessari stöðu.  Playmaker par excellence….

  22. Er ekki sammála eikifr #41 með “12 ára ruglið”. Rafa gerði fína hluti fram til 2009 þegar ekki fengust lengur peningar til leikmannakaupa. Nú er öldin önnur, unglingastarfið að skila sér og nýir leikmenn að bætast í hópinn.

    Hvað Shelvey varðar þá er þar að mínu mati mjög efnilegur 19 ára leikmaður á ferð sem á eftir sem verður frábær eftir 2-3 ár. 

    Gaman að sjá Aquilani aftur og einnig Insúa. Vona að þeir verði báðir áfram hjá Liverpool.

  23. Skildi aldrei hvað var verið að láta mann sem gat spilað one-touch bolta fara, en það hentaði ekki leikstíl Hodgson.

    Hann er með jafn mörg assist og Gareth Bale í EPL siðan i januar 2010 eða siðan þeir byrjuðu báðir að spila

  24. Þetta væri ekkert leiðinleg sóknaruppstilling á móti varnarsinnaðari liðum í EPL næsta vetur, með það að viðmiði að ég vill halda Aquilani.
    Reina
    Johnson – Skrtel – Agger – Aurelio (?)
                  Adam – Aquilani
    Suarez – Gerrard – Downing
                        Carroll
     
    Frábær leikur og gaman að sjá menn eins og Adam og Aquilani vera að spila vel, aftur á móti kvíð ég svolítið fyrir ef að Carroll fer ekki að láta meira að sér kveða

  25. Þessi æfingaferð heldur áfram á sömu nótum, 45 mínútur fyrir leikmenn í hverjum leik gegn frekar slökum mótherjum sem gefa mikinn tíma á boltann og því enginn mælikvarði á það sem við erum að fara að sjá í vetur.
     
    En það er alltaf skemmtilegt að horfa á þessa leiki á sumrin, ég horfði eftir leikkerfinu sem var klárlega 4-2-3-1  með miklum róteringum á miðjusvæðinu, það er augljóst að hugmyndin er að nota það í vetur, annars væri ekki búið að stilla því upp í þessum tveimur leikjum.
     
    Svo er það hvaða leikmenn sýna sig í þessum leikjum.  Fyrri hálfleikinn vorum við með boltann 70% en sköpuðum lítið fram á við.  Þar fannst mér Charlie Adam vera sá sem togaði í spottana en Cole og Meireles sem voru settir á vængina, og svo Coady og Spearing ekki alveg ná takti.  Finnst Meireles ekki hafa komið vel út í túrnum og hef áhyggjur af því.  Vörnin var fín og lítið hægt að kvarta undan Jones.
     
    Í seinni hálfleik þreyttust heimamennirnir og með skiptingum frá þeim fór smám saman allt skipulag út úr leiknum.  Við sóttum af krafti en vörðumst illa og seinni hálfleikur sem fer 2-5 er nú lítið marktækur.  Hins vegar alveg ljóst að þrír menn minna vel á sig í seinni 45 mínútunum.  Aquilani sem lítur listavel út þegar hann fær frið, Insua sem átti tvær stoðsendingar og stóð fyrir sætaferðum upp vænginn og svo N’Gog sem var mjög líflegur og hlýtur að hafa sannað fyrir sér og öðrum að við þurfum ekkert að væla yfir því að hafa hann sem fjórða kost í senter, á eftir Suarez, Carroll og Kuyt.
     
    Neikvæðu nótur seinni hálfleiksins hjá mér falla í skaut Kelly, Wilson og Martin Hansen.  Wilson þarf að fara á lán þar sem hann spilar alla leiki, stöðuskilningurinn var slakur og hann var hundóöruggur.  En öll miðjan og sóknarlínan tikkaði virkilega flott og bara gleði með það.  Við sáum menn þarna sem hugsanlega fá hlutverk í vetur, en hækkuðu allavega á sér verðmiðann.  Og að mínu viti sýndu það margir það gott að við eigum ekki lengur að velta fyrir okkur týpum eins og Mata.  Hugsanlega hafsent og sumir vilja bakvörð og/eða senter en ekki ég.
     
    Svo sá maður það líka í dag að Pacheco og Ayala hafa ekki sannað sig fyrir þjálfarateyminu í sumar og kominn tími bara á það að hætta að velta þeim fyrir sér.  Bara lána þá eða selja, þetta er þriðja sumarið og þriðja þjálfarateymið þeirra, en þeir sitja áfram bara á bekknum allar 90 mínúturnar gegn Malasíu og bara óþarfi að skrifa um þá lofpósta.
     
    Nú er það England og næsti leikur mun segja meira um liðið, gegn fínu 1.deildarliði Hull City í næstu viku.  En Asíuferðin er týpísk æfingaferð eins og við hér þekkjum þegar farið er til heitari landa í apríl.  Ferð fyrir móralinn og hópkenndina, en ofmetin þegar kemur að því að ræða um fótboltann sjálfan, þar er ég sammála Guðjóni Baldvinssyni.
     
    En fínt að byrja laugardagsmorgun á að horfa á Liverpool!

  26. Gaman að sjá hvað menn eru ánægðir með Aguilani eftir einn góðan æfingaleik, vonandi heldur hann þessu áfram

  27. úff barnið mitt hafði greinilega engan áhuga á því að ég sæji þennan leik, hún sem vaknar alltaf milli 7-9 vaknaði rúmlega 11 og ég missti af leiknum en ætla ekki að kvarta,  geðveikt að sofa svona lengi.

    Adam skoraði sá ég, Maxi, Kuyt og hverjir fleiri? 

    Vonandi skemmtuð þið hinir ykkur vel yfir þessu partýi.  

  28. Sagði það fyrir par dögum: Ef Ngog fær þjónustu þá getur hann skorað. Aquilani og Adam eru einmitt það sem vantaði eftir að Gerrard meiddist. Jafnvel með Gerrard heilann var svo auðvelt fyrir andstæðinga að tvímenna á hann en með 2-3 sem geta byggt upp sóknir + kantmann sem fer hratt upp… Ég ætla bara að segja það: Heimurinn er að komast í eðlilegt stand og Liverpool að fara á sinn stað á toppnum!

  29. Love your work mr. Henry, but if we don´t make2-3 quality signings after downing, a left back, striker, and a center back (ct)

    we won´t make the Champions League , and won´t be able to sign the best players yet again, willing to bet my house on that …

    sagan var samt betri bara með seinni partinn 🙂

  30. Erum við ekki að fara að horfa á þessa uppstillingu í vetur sem Victor setur upp í nr 45 !!

    Gerrard fyrir aftan Carroll(fremstur á miðjunni), Zuarez og Downing þarna frammi/könntum og svo skipta Meirels, Lucas, Adam og Aqualini með sér miðjunni ??

    Kuyt getur svo komið inn í nokkrar stöður eftir meiðslum og gengi. 

    Eða hvað haldið þið ……… 

  31. Úff. Fyrsta mark Malasyu XI. Hvað er Jones að hugsa? Sjá 1,45 á linkinn sem #51 póstaði. Veggurinn í raun bara útilokar miðju marksins, Jones stendur fyrir miðju um meter af línu. Greinilegt að hægra horn hans er opið og sennilega líka vinstri. Hefði haldið meira vit með svona færi að loka öðru með veggnum og markvörðurinn taki hitt. Standi alveg á línunni og standi aðeins nær því horni sem veggurinn skilur eftir.
    Ég hafði efasemdir um Doni. Taldi okkur geta sloppið með “ódýrari” kosti s.s. Hahnemann (samningslaus) en þetta atvik + 2 mörk í seinni… Svona mistök geta kostað stig í PL.

  32. Alveg magnað hvað menn virðast allir vera búnir að afskrifa Jamie Carragher hérna inni. Ef þið spyrjið mig, þá er hann fyrsti maður á blað. Langbesti varnarmaðurinn sem við eigum og betri leiðtoga er vart hægt að hugsa sér. Strákurinn er ekki nema 32 ára og á því 2-4 góð ár eftir, jafnvel meira. Carra-Agger er mitt draumapar, annars Carra-Skrtel, enda virkuðu þeir mjög vel saman eftir að Dalglish tók við eftir áramót.

  33. “The 23-year old (Sissokho) is believed to be keen on a move to Anfield as he looks to make the step up to a big club, having previously missed out on a move to Milan in 2009. The Italian giants pulled out of a deal at the eleventh hour after dental issues suggested that the player could encounter fitness problems somewhere along the line.”
    Hættu AC Milan virkilega við að kaupa manninn þar sem tennurnar í honum gáfu fyrirheit um að hann gæti átt í erfiðleikum með að halda sér í formi ? Hvað er að frétta ? 

  34. Verð að hrósa pistlahöfundi fyrir þessa línu.

    “Annar leikmaður sem gaman var að sjá aftur Emiliano Insúa spilaði líka vel og skilaði meiru til sóknarleiks okkar manna í þessum seinni hálfleik heldur en Konchesky allt árið í fyrra.”

    Ég ældi næstum því úr hlátri og þynnkan fór í smá stund.. En frábært að menn nenna að skrifa um æfingaleikina. Bíð spenntur eftir Sunderland baby!

  35. Insua og Aquilani eru málið. Hættið að jóka í mér. Kveðja frá KK

  36. Alberto Aquilani sýndi frábæra sendingargetu og yfirsýn. Maður leiksins að mínu mati, vona innilega að hann fái tækifæri í liðinu. Vanmetin leikmaður.

  37. Sammála með Aquilani.  Ef hann væri í öðru liði og sýndi leik eins og í dag, værum við örugglega slefandi yfir honum og vonuðum að Liverpool myndi kaupa hann.  Ekki spurning að hann á að fá séns í sumar; ekki selja hann.

  38. Aqua er búinn að vera besti maðurinn í báðum leikjunum í Asíu, árið 2009 var hann valinn maður leiksins 4 sinnum af 9 skiptum sem hann spilaði meira en 40 mínútur.
    En það virðast allir horfa framhjá því. Clarke, Dalglish, Comolli, LFC síðan og fleiri.  því vona ég að Henry komi til með að slá á hendur KK og Comolli þegar þeir ákveða að lána miðjumanninn með bestu yfirsýnina til Viola.
    Sendingin á Insua var frábær, samspilið á milli hans og Kuyt í 3 markinu var snilld og boltinn er að spilast ótrúlega vel í gegnum hann. Hann í raun setur miðjuspil Liverpool upp á pínulítið hærri standard ef miðað er við Lucas, Shelvey, Cole, Mereiles og Coady
     

Stewart Downing mættur!

Roy Hodgson. Ekki svo slæmur? (uppfært)