Doni semur við Liverpool (staðfest)

Á LFC.tv núna: Alexander Doni semur við Liverpool.

Þetta eru góðar fréttir, að mínu mati. Doni verður #2 á eftir Pepe Reina að sjálfsögðu og er ekki aaalveg af sama klassa og Pepe en hann er talsvert betri en hinir markverðirnir okkar. Eins og Comolli útskýrir er pælingin sú að hafa reyndan og traustan valkost á bekknum og leyfa ungu markvörðunum að fara annað á meðan og öðlast reynslu. Þannig að við getum gert ráð fyrir að Gulacsi og jafnvel Hansen líka verði lánaðir í sumar og að Brad Jones sé sennilega til sölu.

Mér líst vel á þetta. Hópurinn er að taka á sig skýra mynd og breiddin er að aukast á öllum vígstöðvum. Nú erum við vel settir með háklassa landsliðsmarkvörð (10 landsleikir fyrir Brasilíu) ef Pepe skyldi meiðast eða missa úr einhverja leiki.

Hér er nýi varmarkvörðurinn okkar í aksjón:

http://www.youtube.com/watch?v=IRK3f8XhgCg

33 Comments

 1. Ekki dónalegt að fá Doni, þó ekki væri nema bara fyrir alla fimmaurana sem hann gefur kost á!

  Hjartanlega velkominn, vonandi færðu aldrei leik hjá Liverpool.

 2. Skrítið að vera ánægður með kaup á leikmanni sem maður vill aldrei sjá í byrjunarliði Liverpool.

 3. Ég held að Liverpool FC sé komið með eitt það sterkasta markmannspar í enska boltanum, joe hart og shay given ávallt verið öflugt teymi en given líklega á leið til AstonV.
  En ég hugsa að Doni eigi eftir að veita Pepe Reina mikla samkeppni og vona ég að sjá hann spila í LeagueC og FA bikarnum 🙂
  Flottur Markmaður hann Doni

  YNWA
   

 4. Góðar fréttir svo sannarlega, fyrir Roma þ.e.

  Þetta myndband er náttúrulega tekið úr 3-5 ára gömlum leikjum. Doni hefur EKKERT getað síðan 2007-2008 tímabilið.

   

 5. Hann er búinn að vera varamarkmaður Roma síðasta árið. Julio Sergio var aðalmarkmaður Roma í fyrra.

 6. Afhverju að eyða sæti útlendings í stöðu sem mun líklega aldrei(sjaldan) spila? Hefði ekki verið viturlegra að hafa heimamann í þessari stöðu? 
   

 7. Held nú reyndar að Lobont hafi nú verið komin með stöðuna í restina á síðasta tímabili. OG enskan markmann með reynslu á bekkinn hvar ætlaru að finna hann Skárstu markmennirnir á lausu eru Foster og Green efast nú stórlega að þeir séu tilbúnir til að sitja á bekknum. Maður sem hefur spilað einhverja lansleiki með brasilíu hlýtur að geta eitthvað.

 8. Julio Sergio var allavega í markinu í febrúar á móti Inter annars veit ég ekki meira. 

 9. Julio Sergio var aðalmarkmaður tímabilið 2009-2010 og fyrri hlutann 2010-2011 þangað til Montella tók við. Þá fór vinur hans Doni aftur í markið og var skelfilegur.

  Tímabilið 2008-2009 var Doni aðalmarkmaður, þá var hann álíka slappur og nú í vor.

  Það er partý í Róm núna, búnir að losa sig við þennan aula af launaskrá.

  Skil ekki alveg hvað L’pool er að spá með þessu, en ekki kvarta ég 😀 

 10. Brad Jones telst samt sem uppalinn leikmaður í Ensku deildinni.
  En varðandi þessa ráðningu (frítt) þá skil ég ekki þá sem gagngrýna þetta enda er þetta markamður sem ég myndi treysta mun betur en þeim sem fyrir eru til þess að leysa Reina af í meiðslum.
  Menn geta svo sagt að Reina meiðist aldrei sem er að vísu rétt hingað til en það er ekki þar með sagt að hann komi aldrei til með að gera það og þá myndi ég fagna að hafa mann eins og Doni til taks en ekki Brad Jones.

 11. Hvernig er staðan á útlendingum hjá okkur? eigum við einhver laus pláss ennþá ef okkar menn vildu td kaupa 1 eða 2 útlendinga td í vinstri bak og kannski framherja?

  Hvernig er það svo, telst leikmaður frá Argentínu jafn mikill útlendingur og danskur leikmaður td eða eru einhver mörk á því hvað þú mátt hafa marga utan evrópu eða eitthvað svoleiðis??  

  Annars bara velkomin Doni og ég vona að þú munir aldrei spila leik í rauðu treyjunni ( nema kannski í deildarbikarnum ) því það mundi þýða að besti markvörður heims væri meiddur sem væri ekki gott. 

 12. Ég skil hvað þú ert að fara Ásmundur en mér finnst bara alveg rosalega dýrt að fórna útlendingasæti fyrir þessa stöðu hjá liðinu, sérstaklega í ljósi þess að við eigum þær ekki svo margar lausar í 25 manna hópnum okkar. Brad Jones og Doni hafa báðir sína kosti og galla, Doni er betri markvörður en Jones tekur ekki útlendingasæti og því væri hægt að styrkja liðið enn frekar með því að halda honum. 

  Ég hefði sparað útlendingasætið og haldið Jones en Dalglish og co hafa væntanlega góða ástæðu fyrir þessum kaupum og við verðum bara að treysta þeim. 

 13. Ég horfði á myndbandið og hann virkar ágætur á milli stanganna. Er einhver sem veit hvernig hann er í teignum? Hvernig markvörður er hann?
  Maður er auðvitað orðinn svo góðu vanur með Sir Pepe að þessi kaup fá mig til að hugsa aðeins um að ef Reina meiðist þá þarf Doni virkilega að spila. Við verðum að muna að markvörðurinn okkar er ekki aðeins í heimsklassa heldur líka að hann meiðist næstum aldrei. Það er ekki víst að sú heppni haldi. Ég er viss um að ég var ekki sá eini sem tók eftir að fyrir síðustu áramót þegar liðið var í molum þá hefðu hlutirnir geta orðið enn verri ef ekki hefði verið fyrir Reina.
  Ef einhver getur sagt eitthvað af viti um Doni (með rökum, ekki einhverjum upphrópunum) þá væri það vel þegið.

 14. Örn :

  Hann var flottur, en er búinn að vera lélegur (mjög lélegur) í 3 ár. Hvernig rök viltu? Ég er búinn að sjá hann spila vel yfir 100 leiki með Roma. Skoðaðu viðbrögð Rómverja, menn eru mjög kátir með þessar fréttir. Ef það segir þér ekki eitthvað (þeir sem hafa fylgst með honum best í 6 ár), tja, þá veit ég ekki hvað.

  Hann er lélegur í nánast öllu sem við kemur markvörslu, lélegur milli stanganna, lélegur í úthlaupum, orsakar óöryggi hjá varnarmönnum o.s.frv.

  Roma er að gefa hann, vildu losna við hann af launaskrá, hann er eins og þeir segja á Ítalíu, fyrrverandi leikmaður, gjörsamlega búinn á því, hvort er heldur andlega eða líkamlega. Ekki gleyma því heldur að hann er Brassi, og þeir verðs seint taldir þeir traustustu í bransanum, vilja margir hverjir bara hirða launatékkann sinn og komast heim til Brasilíu sem fyrst (skiljanlega þó!) eins og Adriano, Luis Fabiano og Ronaldinho eru gott dæmi um. 

 15. Staða Liverpool í leikmönnum er svona:
  Homegrown: Carragher, Gerrard, Cole, Jones, Johnson, Darby, Spearing, Carroll, Insua. Og svo vonandi Downing.
  Foreign: Aurelio, Kyrgiakos, Kuyt, Poulsen, Maxi, Jovanovic, Reina, Meireles, Agger, Skrtel, Aquilani, El Zhar, Lucas, Suarez, Ngog, Doni og Adam (er skoti og telst því ekki homegrown).
  Auk þess er hellingur af yngri leikmönnum sem þurfa ekki að taka pláss í 25 manna hópnum en mega samt spila, þar með talinn Henderson.
  Ef þetta er allt rétt hjá mér er staðan því 9 homegrown (10 með Downing, en svo fer Jones líklega og Darby lánaður, spurning hvað gerist með Insua) og 17 útlendingar. Við erum því með fullann kvóta af útlendingum nema einhver verði seldur, en ég stór efast samt um að El Zhar verði í hópnum og Jovanovic fer líklega þannig að við ættum að geta bætt við 2 útlendingum.

 16. Tek smá þátt í þráðráninu áður en ég kommenta á Doni…

   

  Megum bara vera með 15 útlendinga svo að við erum í dag með tveimur mönnum of mikið í þeim hópi.  Jovanovic og El Zhar munu pottþétt ekki verða valdir í 25 manna leikmannahóp en vandinn er þá líka að til þess að fá inn leikmenn “óenska” þá þarf að selja fyrst.

   

  Þessu gleymum við of oft.  Þetta er ástæða þess að ég vill losna við Aurelio, Aquilani auk augljóslega Poulsen.  Við eigum ekki að vera með leikmenn “óenska” í þessum mæli sem að eru ekki lykilmenn í hóp, hvað þá liði.  Reglan er sú að menn verða að hafa verið hjá ensku liði í ákveðinn árafjölda fyrir 21s árs aldur (held fjögur).  Það skiptir engu máli hvaðan menn koma, Insua t.d. fellur inn í þann hóp.  Reglan gildir svo aðeins fyrir leikmenn eldri en 21s árs þannig að í vetur telst N’Gog útlendingur en taldist það ekki í fyrra.

   

  Ef við viljum fá t.d Juan Mata þá þarf augljóslega að selja einhvern í staðinn.  Því ekki viljum við hafa leikmenn utan við 25 manna hópinn á launum.

   

  En Doni er klárlega besti varamarkmaður sem við höfum átt nú í langan tíma og klárlega styrking á leikmannahópnum.  Tel líklegast að Brad Jones verði seldur og Martin Hansen verði haldið sem markmanni nr. 3.  En í fyrsta sinn lengi verður maður ekki í svitaköstum þegar Reina er tæpur!!!

 17. @19 – það eru 3 ár fyrir 21 árs aldur.
  Allir sem eru fæddir á árinu 1990 og seinna teljast ekki í 25 manna hópinn.
  En voru það ekki 17 útlendingar sem liðin máttu vera í 25 manna hópnum? Liðin þurftu allavega að vera með 8 homegrown á síðasta tímabili, er búið að hækka þá tölu fyrir næsta tímabil?

 18. hverjum er ekki sama um varamarkmannsstöðu Liverpool, tók ekki neitt eftir Brad Jones svo varla er mikið hægt að rökrræða þetta… sem maður gerir náttúrulega ekki þegar kóngurinn hefur ákveðið sig.

 19. Takk Halli.

  Ég veit að orðið “rök” er örlítið vafasamt þegar kemur að knattspyrnu. Verð samt að segja að það virkar eins og þú vitir hvað þú ert að tala um. Þá erum við bara innilega sammála um að Sir Pepe má ekki meiðast.

  Allir sem þekkja Arsenic aðdáenda vita að þeir segja allir að “ef við hefðum haft alvöru markvörð síðustu árin…bla,bla,bla…o.s.frv.”

  Ef þetta er rétt sem þú segir og Reina meiðist í einn eða tvo mánuði þá mun það kosta mörg stig.

 20.  
  Liverpool FC are very close to making their next big signing with Aly Cissokho likely to be named as their new left-back next Monday.

  Liverpool interested in Leighton Baines, Moyes says ‘No Way’

  Svo er líka mikið bullað um Enrique.

  Ætli það sé eitthvað til í þessum fréttum eða er þetta verkfæri djöfulsins þetta Twitter sem býr þessar sögur til? Finnst líka hálfskrýtið að maður sér fréttir daglega um að Cissokho sé að koma en allt bara í einhverjum frönsku miðlum en ekkert í þeim ensku.

  Steini hefur þú einhverjar heimildir frá Liverpool borg um það hvort við séum að reyna að fá þessa kalla?

 21. Pirrandi að það sé einhver að skrifa hérna undir sama nafni og ég >:(

 22.  http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/reds-seal-downing-deal
   
  Downing búinn að skrifa undir!

 23. Loksins ALVÖRU kanntmaður kominn til okkar…….. hann á eftir að BRILLERA vertu velkominn Downing…
   

 24. Ef við erum sammála um að hluti af varnarleik liðs er í gegnum virkan aftasta mann (markvörður). Þá er Doni mikil áskorun fyrir Reina og kemur til með að halda Reina á tánum og bæta hann sem markvörð. Ítalir eru jú þekktir fyrir góðan varnarleik og í þeim heimi er Doni alin upp í. 

  Alveg stórmagnað hvað maður hefur mikla trú á aðferðafræði Liverpool þessa dagana. 

 25. Skil ekki hvað þessi maður er að gera í bekkjarsetu starfi.. þetta er mjög góður markvörður..
  En hvernig er það með þessi youtube fótbolta vidjó.. Þetta er öruglega einn og sami maðurinn sem setur lögin við video-in… einhver allger jabrony 

 26. Skil reyndar ekki alveg hvað menn eru að dásama Doni. Þarna er Brasilískur skussi á ferðinni eins og aðrir markverðir sem þaðan hafa komið. Vona bara að Reina haldist heill.

Aston Villa tekur tilboði Liverpool í Stewart Downing (STAÐFEST)

Stewart Downing mættur!