Aston Villa tekur tilboði Liverpool í Stewart Downing (STAÐFEST)

\"\"

Liverpool hafa tilkynnt það á opinberu síðunni að Aston Villa hafa tekið tilboði Liverpool í Stewart Downing. Ekkert er sagt til um upphæð tilboðsins. Við munum uppfæra þessa færslu þegar að meiri upplýsingar berast.

Mér líst ótrúlega vel á þessi kaup!

Uppfært (EÖE) Sky halda því fram að tilboð Liverpool hafi verið um 20 milljónir punda. Arsenal buðu víst líka í Downing, en leikmaðurinn hafði gefið það skýrt í skyn að hann vildi fara til Liverpool.

166 Comments

  1. Been a long time coming!

    Frábært, loksins er þetta að klárast. Frábær leikmaður að mínu mati og sú týpa af leikmanni sem við þurfum nauðsynlega á kantinn hjá okkur. Vonandi klárast þetta svo sem allra, allra fyrst.

    Velkominn Stewart Downing! 

  2. þetta er gerast ! við verðum í toppbaráttu í vetur það er á hreinu
     

  3. Ekki það að ég ætla að vera neikvædður. En joe cole var líka mjög góður maður hélt að allt mundi gerast en neinei hann gat ekki neitt.
    En ég svo innilega að hann eigi eftir að vera góður og dæli boltum á Carrol.  

  4. Loksins loksins kominn vinstri kantmaður. Klárlega leikmaður sem styrkir byrjunarliðið. Það er óhætt að segja að Liverpool styrkst gríðarlega í dag, fyrst með brotthvarfi Konchesky og síðan með komu Downing.
     
    Magnað markið á 46 sek. á youtube linknum hér fyrir ofan á link nr. #3. Hvar var línuvörðurinn staðsettur??

  5. @Djonsson, Joe Cole var búinn að vera slappur 2-3 tímabil áður en hann kom til Liverpool og var dottinn útúr enska landsliðshópnum og fékk lítið að spila fyrir Chelsea vegna meiðsla.

    Stewart Downing var hins vegar besti leikmaður Aston Vill á síðasta tímabili (betri en t.a.m. Ashley Young).  Þeir eiga því lítið annað sameiginlegt en að vera báðir enskir. 

  6. Frábærar fréttir. Hefði ekki fagnað þessu eins fyrir tveimur árum en hann hefur virkilega vaxið hjá Villa og mér líst stórvel á þetta. Nú er líka loksins hægt að stilla upp alvöru kantmanni í þessu liði, sérstaklega þar sem Downing getur spilað báðum megin (er mjög góður hægra megin líka).

    Líst vel á þetta.

  7. Snildarkaup þarna er á ferðinni mun álitlegri leikmaður en A. Young

  8. Þetta sýnir að mönnum er alvara, þriðji klassaleikmaðurinn kominn og ennþá mánuður í fyrsta leik. Menn að tala um £20m punda, það er hellings peningur en þessi kaup ættu líka að vera solid. Þessi maður hefur sannað sig í deildinni og á góð ár framundan.

  9. Líst ekkert smá vel á þessi kaup Downing er enginn stórstjara en yfir meðallagi góður leikmaður með frábæra tölfræði og meiðist lítið. Las einhverstaðar að hann hefði spilað 34.4 úrvalsdeildar leiki á tímabili að meðaltali sem þýðir að hann hefur ekki misst af nema 3.6 leikjum að meðatali á tímabili sem er bara nokkuð gott. Svo sá maður líka í lok tímabilsins í vor að okkur sárvantaði leikmann eins og hann til að koma með fyrirgjafir svo hægt væri að fullnýta hæfileika Andy Carol. Velkomin til Liverpool herra Downing

  10. Ég er þokkalega sáttur við kaup og stöðu mála so far á sumrinu. Ég er mun bjartsýnni núna en ég var í fyrra, en ég verð að segja að ég varð þokkalega bjartsýnn þegar Joe Cole kom. Með kónginn í brúnni, þau kaup sem eru komin í ár og aðra hluti … ég hef fulla trú á því að við verðum í einhverjum af fjórum efstu sætunum vorið/sumarið 2012.
    Áfram Liverpool!

  11. Það er líka alveg magnað að leikmaður sem flestir hugsa sem vinstri kantmann er að skora mörg mörk komandi upp hægri kantinn, þannig að það er hægt að nota hann báðu megin sem er mjög jákvætt og gott mál.
    Fyrsta markið til að mynda í #3 link er með hægri, oftast er nú talað um að vinstri fótar menn séu mikið einfættir en það virðist ekki vera með Downing.
     
    Er svo líka mikið sammála Einari Erni að Downing og Cole eiga nánast ekkert sameiginlegt. Meiðsli hafa farið langt með að eyðileggja Cole, held að hann verði aldrei neitt meira en semi góður leikmaður eins og td. Maxi.

  12. 16m fyrir Young en 20m fyrir Downing. Þetta hlýtur að vera eitthvað djók :/ Við erum allavega ekki nógu klókir við samningsborðið!
     
     

  13. Ragnar, Young átti aðeins eitt ár eftir af samning.  Það skýrir málið.

  14. Ég er einn af þeim sem þótti Downing vera allra ofmetnasti leikmaður Bretlandseyja á þeim árum sem hann var hjá Middlesbrough. Á síðasta tímabili var hann virkilega góður hjá Aston Villa og vonandi kemur hann með það sem til þarf til Liverpool

  15. Ég er ánægður með þetta. Hann er solid leikmaður og einmitt það sem okkur vantaði, kantmaður.
    Nú erum við búnir að versla Henderson (ca. 20M), Adam (ca. 10M) og Downing (ca. 20M).

    Allt eru þetta góðir leikmenn sem bæta ekki aðeins breiddina heldur gefa þeir liðinu aukna vídd, því þeir eru ólíkir öllu því sem við eigum fyrir. Henderson er hugsanlega undantekning þar sem mér þykir hann líkjast Stevie G þægilega mikið. En hann er óslípaður enn og á margt eftir ólært. Hann telst því varla til byrjunarliðscontenders strax frá upphafi, sérstaklega þar sem sumarfríið hjá honum var styttra en hjá mörgum öðrum vegna EM-U21.

    Þetta eru u.þ.b. 50M (~5M) sem fara í þrjá leikmenn. Fyrir þremur sísonum vorum við að eyða um 15M í þrjá leikmenn sem bæta áttu breidd. Mikil breyting og góð.

    Eitthvað segir mér þó að aðstandendur LFC séu ekki saddir enn. Vinstri bak á borð við Bastos, Enrique eða Cissokho (stafs?) væri virkilega góð viðbót og myndi gera hópinn virkilega öflugan í heild.

    Ég vona að þetta sé aðeins upphafið að einhverju rosalegu. Eitthvað segir mér að “erlend kaup” (utan Bretlandseyja) gætu líka dottið inn. Jafnvel eitthvað óvænt í enn meiri klassa en það sem af er sumars.
     
    Mikið djöfulli er maður spenntur fyrir næsta tímabili.

  16. Já ok. granted.. ég er mjög ánægður með þessi kaup, þetta verður æðislegur liðstyrkur fyrir okkur, en gadem hvað verðið á breskum leikmönnum er upp úr öllu valdi, £92m fyrir Adam, Henderson, Downing og Carroll… 92m

  17. ég skil ekki hvernig sumir bara geta verið neikvæðir út í þetta á eitthvern hátt hehe, ég bara hristi hausin… 
    síðan í janur erum við komnir með 2 baneitraða strikera, 2 mikið skapandi og leikna miðjumenn, falla allir undir að vera enskir og fleiri á leiðinni þó að þetta séu ekki eitthver stjörnu nöfn þá er þetta 10x betra heldur en við höfum þurft að vennjast undanfarinn ár.
    SKKD er að setja saman liðið sitt og þið sem eruð sí kvatandi og veinandi út í allt og alla ættuð bara að setjast á rassgatið og sjá hvernig staðan er eftir allavega 10 leiki 😉

  18. THINGS ARE FALLING INTO PLACE!!!!

    Réttir leikmenn í sínum stöðum….  Allt að gerast. 

  19. Ég er hæstánægður með þessi kaup og er handviss um að hann eigi eftir að reynast góð kaup. En tíminn einn á auðvitað eftir að leiða ýmislegt í ljós. Finnst það líklegt að næstu kaup verði vinstri bakvörður og ég hef það á tilfinningunni að þau kaup verði utan Bretlandseyja. Erum núna komnir með ágætan hóp af breskum leikmönnum innan liðs, Gerrard, Carra, Downing, Adam, Henderson, Johnson, Kelly, Flanagan, Cole, Spearing, Shelvey og Carroll, allt leikmenn sem eru í eða viðloðandi byrjunarlið. Svo er auðvitað hellingur af ungum að koma upp eins og Coady, Robinson, Sterling, Wisdom og fleiri. Liverpool er allavega núna alveg óhætt að leita aðeins út fyrir landsteinana af leikmönnum. 

    Sáttur með þetta! 

  20. Vúhú! Sápuópera Vol2 að ljúka!

    Ég er mjög sáttur með þessi kaup og Carroll öruglega enþá sáttari! Velkominn til Liverpool, Downing! 

  21. Ef Downing kostar 20 milljónir punda. Hver er þá verðmiðinn á Messi?
    Ágætis leikmaður samt sem áður en engu að síður alltof dýr.

    Englendingar verða greinilega heimsmeistarar á næstu árum. Þeir eiga svo marga “frábæra” leikmenn. Skil ekki verðmiðann á þessum ofmetnu drengjum frá annars ágætu landi.

  22. Gaurinn gæti hreinlega ekki verið meiri kantmaður.  Velkominn til LFC !

  23. Ef Downing kostar 20 milljónir punda. Hver er þá verðmiðinn á Messi?

    Svona 90-100 milljónir punda.  Væntanlega meira en Cristiano Ronaldo.  Hvað í ósköpunum hefur það með þessi kaup að gera?

  24. ég myndi nú ekkert vera að drulla yfir þessi kaup strax, auðvitað er þetta mikill peningur en gæðin sem við fáum og ógnin frá kantinum er meiri en við höfum haft í langan tíma.  downing er aldrei að fara að vera léleg kaup.
    Kenny veit hvað hann syngur!  YNWA 

  25. Allgjörlega óskiljanleg kaup..Þetta er fínn leikmaður, solid en ekkert meira en það. Juan Mata kostar  t.d. jafn mikið en er óneytanlega betri fótboltamaður og mun yngri í þokkabót!

  26.  
    Jæja ég held að Risin sé að vakna.
     komandi tímabil verður í meira lagi athyglisvert.

  27. Tvö stats:

    “421 – Since Aug 2004, only 4 players (Lampard, Fabregas, Gerrard & Giggs) have created more PL chances than Stewart Downing. Craftsman.” – Opta Sports

    og

    “Only four players created more goalscoring chances in the 2010/11 PL season than Sunderland’s Jordan Henderson (82).
    The four to create more scoring chances than Henderson were Malouda (117), K Davies (91), Brunt (86) and Downing (85)”

    Eitthvað segir mér að statsbrjálæðingarnir sem sjá um leikmannakaup félagsins hafi litið á þetta áður en þeir keyptu þessa tvo. Frábær kaup.

     

  28. Skil ekki af hverju allir eru að setja sig svona upp á móti þessu verði.
    Kvótarnir sem þarf að fylla uppí hafa bara þrýst verðinu á enskum leikmönnum upp. Annaðhvort spilum við með á þessum markaði og borgum það sem til þarf fyrir leikmenn sem eru í landsliðsklassa eða borgum minna fyrir erlenda leikmenn og aukum líkurnar á veseni með leikmannahópinn.
    Ég er allavega sáttur að við séum að sýna ákveðni með því að leggja svona pening út og vona að það haldi áfram.
    Eigendurnir virðast allavega komnir til að spila af alvöru og miðað við síðustu 2-3 ár verðum við halda því áfram ef við ætlum að komast aftur í Top 4.

  29. Það hefur ekkert farið út af mínum reikningum við leikmannakaup Liverpool, hvorki fyrr né síðar, þannig að litlu máli skiptir hvað prísinn á þessum gæjum er. Það eina sem skiptir máli er að vinna helvítis dolluna og ekkert annað.   YNWA. Lifi Dalglish byltingin.

  30. Til hamingju…Hann mun ørugglega reynast vel og leggja um tho nokkur mørk a næsta timabili…Hvort hann se 20 millu virdi..Ju greinilega thvi lFC var tilbuid ad greida thad verd.  Thad verdur frodlegt ad fylgjast med LFC næsta timabil en mer list ekki a ad United se ad fara ad landa Sneidjer , held ad dollan fari tha i 20 skipti a Old Trafford strax a næsta timabili.

  31. Liverpool þarf að kaupa fleiri leikmenn sem eru góðir í FM, svo að maður nái nú nokkrum góðum tímabilum með þeim… 😀

  32. Menn hafa gríðarlega misjafnar skoðanir á þessum leikmanni. Mér persónulega hefur lytist betur og betur á Downing nuna siðustu vikurnar eftir að ég fór að skoða hann betur og sagði nú meðal annars hér og á facebook slúðrinu fyrir þónokkrusíðan að ég vildi frekar Downing heldur en Mata einfaldlega því Downing mun nýtast okkur mun betur en Mata held ég. Það er augljóslega verið að hugsa um Carroll í þessum kaupum sem er mjög gott en ekki bara það því Downing er leikmaður sem skilar alltaf töluvert af mörkum líka.

    Heyrði í einum fullorðnum frænda mínum áðan og hann sagði bara, þarna er búið að undirstrika meðalmennskuna eina ferðina enn, að kaupa leikmann sem hin stærstu liðin eins og Man Utd, City og Chelsea hafa engan áhuga á er bara meðalmennska, auk þess kemst hann varla í enska landsliðið sem er nú arfaslakt og svoleiðis leikmenn hafa Liverpool ekkert með að gera. Eins og hann orðaði þetta, sérðu Man Utd eða Chelsea kaupa einhvern Stuart Downing, NEI ALDREI. Hann vill meina að við þurfum bara að gera kaup eins og í janúar ef við viljum vera með í deildinni, kaupa risanöfn eða bara sleppa þessu.

    Mér lýst vel á þetta en tek þó undir með frænda mínum að ég væri alveg til í eitthvað eitt stórt nafn með þessu, fyrir mig væri þó Adam Johnson nóg sko en Aguero eða eitthvað í þá áttina yrði frábært. Þurfum allavega vinstri bakvörð og ég er viss um að hann komi en vonandi kemur líka klassa hægri kantmaður eða klassa senter.     

  33. Líkt og með fyrri kaup Liverpool í sumar er ég hreint ákaflega ánægður með þessar fréttir og tárast við að hugsa út í breytingarnar á hópnum síðan í janúar.

    Síðan í janúar hafa þeir Andy Carroll, Luis Suarez, Aquilani, Insúa, Henderson, Adam og núna Downing komið til Liverpool í staðin fyrir Torres, Babel og Konchesky. Munurinn á þessu og síðan frá janúar á síðasta ári er stjarnfræðilegur.

    Enginn af þessum mönnum sem koma núna, Henderson, Adam og Downing koma með þannig pressu á sér að þeir eigi að bera uppi liðið og raunar er misjafnt svo vægt sé til orða tekið við hverju er búist af þeim. En allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa staðið sig mjög vel á síðasta tímabili og jafvel þar síðasta líka, allir eru þeir mjög góðir, þá er ég að meina í hæsta klassa í EPL, sendingarmenn og allir koma þeir með eitthvað nýtt inn í hópinn sem Liverpool vantaði á síðasta tímabili. Fyrir utan auðvitað að stækka hópinn verulega. Ef við höldum síðan Aquilani væri hægt að telja hann með í þessum flokki enda bara nýr leikmaður hjá okkur þannig séð og sama má eiginlega segja um Joe Cole.

    Kíkið yfir varamannabekkinn í sumum leikjum Liverpool á síðasta tímabili og berið saman við hvað hægt er að bjóða upp á núna, þetta er ótrúlega jákvæð breyting.

    Downing er síðan leikmaður sem ég reyndar persónulega hafði töluvert álit á þegar hann var hjá Boro og sá eiginlega minna af hjá Villa. Hann er snöggur og góður með boltann og gerir nákvæmlega það sem stuðningsmenn Liverpool hafa öskrað á að fá í liðið í áratugi, fer upp að endamörkum og sendir fyrir markið. Með góðum sóknarbakverði sem tekur overlap ítrekað gætum við verið að tala um ansi mikla bætingu á ógn frá köntunum. Þar að auki er hann fínn með báðum löppum og getur spilað á báðum köntum.

    Það er auðvitað augljóst að svona kantmaður ætti að nýtast stóra sóknarmanninum ljómandi vel og að einhverju leiti var hann auðvitað keyptur til að gera það, en m.v. sóknarmöguleika okkar núorðið held ég að hann geti alveg fundið Suarez, Gerrard og Kuyt í boxinu líka. Þ.e.a.s. mér finnst menn aðeins gleyma sér í að hugsa bara um hvernig þessir nýju góðu sendingarmenn nái að linka við Carroll meðan Liverpool er að fara sækja á ansi mörgum mönnum.

    Downing getur líka alveg dottið aftar og ætti að vinna vel með bakvörðum Liverpool sem virðast ætla að verða ansi mikið meira sókndjarfir í ár m.v. sama tíma í fyrra. Insúa, Aurelio og Robinson sækja allir mikið og sama má segja um Johnson, Flanagan og Kelly.

    Verðið á Downing er eitthvað í kringum 17-20mp og persónulega gæti mér ekki verið mikið meira sama, ég fagna því mjög að Liverpool sé núna tilbúið að fá sinn fyrsta kost og greiða það sem þarf til að tryggja það. Ég treysti því að FSG sé ekki að keyra félagið í kaf og eins treysti ég mjög vel að Dalglish viti hvað hann er að gera með þessum kaupum og reyndar skil ég kaupin á Downing allra best af kaupum Dalglish. Hann ætti að hafa áhuga á góðum kantmönnum.

    Tölfræðin er klárlega með Downing og það er nokkuð ljóst að við vorum ekki að leita að miðju/kantmanni eða sóknarvængmanni, við eigum nóg af þannig leikmönnum. Juan Mata t.d. er yngri, hljómar mikið meira spennandi og er eflaust betri í fótbolta en Downing, en hann er ekki vinstri kantur heldur ekta holu leikmaður, eða vængmaður sem leysir mikið inn. Við bara eigum nóg af þannig og því held ég að Downing týpa gæti hentað Liverpool betur akkurat eins og staðan er núna.

    Annar munur auðvitað á Downing og Juan Mata leikmönnum þessa heims er að Dowing vildi ólmur koma til Liverpool og hann fær ekki heimþrá, frekar en nokkur maður sem flytur frá Middlesbrough og þekkir ekkert annað en að spila í ensku úrvalsdeildinni. 

    Það er hrikalega hressandi að fá loksins þennan félagsskiptaglugga eftir nokkur mjög erfið ár, vandamálið núna er að losna við leikmenn, ekki fá þá og engin af okkar stjörnum er svo mikið sem orðaður við annað stórlið.

    Það er ekki endilega að fara gerast eins og skot…en Liverpool er að mæta aftur til leiks, stærri, sterkari og óklipptir.  

  34. Frábærar fréttir. Við keyptum ekki Juan Mata núna því Dalglish hefur sagt skýrt að Liverpool mun kaupa “rétta” leikmenn sem henta í ákveðin leikkerfi. (kaupum hann kannski seinna) Menn vita greinilega hvernig liðið skal að spila næstu ár. Slíkt er miklu líklegra til árangurs en að troða sem flestum stórstjörnum í liðið. Sjáið bara hvernig sú stefna hefur gengið hjá Real Madrid síðustu c.a. 10 ár.
    Við erum að kaupa menn sem þekkja ensku deildina og kúltúrinn uppá hár, þurfa engan aðlögunartíma og eru með virkilega góða tölfræði. Leikmenn sem eru graðir í að sanna sig og verða stjörnur. Snilld að fá loksins virkilega samkeppni góðra leikmanna um stöður hjá Liverpool.
    Það er staðreynd að ekkert lið vinnur ensku deildina nema með góða vinstri kantmenn og vinstrifótarmenn. Við erum búnir að kaupa núna Downing og Charlie Adam, vinstrifótarmenn sem gefa liðinu mun betra jafnvægi og vídd. Sem jafnvel enn bætist þegar alvöru vinstri bakvörður kemur með hraða og overlap í sóknarleikinn.
    Mikið væri yndislegt ef við förum að spila loksins “The Liverpool Way”. Svissum fyrirhafnarlaust á milli kanta með ógn úr öllum áttum. Spilum aftur svo glæsilega líkt og í gamla daga að jafnvel hörðustu scömmarar geta ekki annað en viðurkennt snilldina. Svo bíður maður bara eftir þessari marquee signing sem allir eru að bíða eftir. 
    Verum samt spakir, höfum ekki unnið neitt enn og það er hrikalega mikilvægt að byrja tímabilið sterkt svo liðsandinn haldist góður og aðdáendur setji ekki of mikla pressu á liðið. Það er kominn tími á að aðrir panikki og við spilum af alvöru sjálfstrausti. Gerum Anfield að virki. Áfram Liverpool!

  35. Hvað eiga blaðamennirnir að búa til núna, við erum þá búnir að fá Henderson, Adam og Downing og fleiri leikmenn hafa svo sem ekkert verið rosalega mikið orðaðir við okkur nema Mata jú enda hafa hinir verið á leiðinni í blöðunum í allt sumar.
    Hvað er næst ?
    1. Vinstri bakvörður ?
    2. Sóknarmaður ?
    3. Miðvörður ?
    4. Hægri kantmaður ?

  36. Hvað eru menn að væli yfir þessum prís?  Þetta er ekki FM.  

    Kostaði C. Adam ekki 8-10 millur og hann átti ár eftir af samningi sínum. Downing átti 2 ár eftir af sínum og því ca helmingi dýrari.  
    Enskir leikmenn kosta meira eðlilega af því að það eru nýjar reglur á englandi vegna “Homegrown Players”  Er ekki eðlilegt að verðið hækki af því að það eru ekki svo margir enskir bitar þarna úti?  

    Hættiði þessu andskotans væli og verið sáttir við það að breyddin er að aukast sem og gæðin.

  37. Ásmundur 47

    Held að fyrsta forgansverkefni fyrir næsta tímabil sé Vinsti Bakvörður.

  38. Sama hvað mönnum finnst um Downing, Adam eða Henderson, þá er Kenny Dalglish  að fá þá leikmenn sem hann vill fá.  Það eitt og sér er gríðarlega jákvætt og framför frá því sem við höfum átt að venjast. 
    Ég segi bara velkominir drengir og sýnið okkur nú hversvegna kóngurinn vildi fá ykkur. 

  39. Frábær kaup hjá LFC að kaupa Downing. Þrátt fyrir skondinn hlaupastíll er hann frábær á báðum köntum, ágætlega hraður og jafnvígur á hægri og vinstri. Svo dælir hann líka boltanum inn í teig eins og hann fái bónusgreiðslu fyrir hvern cross. Andy Carroll sefur extra vel í nótt. Titlar vinnast á breskum grunni og Liverpool er þannig félag að það á alltaf að byggja upp sterka liðsheild á breskum leikmönnum sem eru duglegir og finnast það vera forréttindi að spila fyrir verkafólkið í Liverpool borg og það veit Kenny að sjálfsögðu mæta vel. Liverpool á ekki að vera með allt uppfullt af egóistum frá Frakklandi, Ítalíu og Spáni sem eru hverjir í sínu horni, tuðandi yfir litlum spiltíma í fjölmiðlum eða þá spilandi fyrir sjálfan sig inná vellinum. Að sjálfsögðu frábært að fá góða leikmenn “frá útlöndum” en þeir þurfa ekki bara að vera góðir í fótbolta heldur hafa svo margt annað líka til að falla inn í The Liverpool culture.

  40. Það er alveg sama hvað hver segir um baráttu um titla og allt slíkt, ég ætla að leyfa mér að fullyrða eitt:
    Þetta tímabil verður miklu, miklu betra en það síðasta.
     

  41. Ofmetnir og ekki ofmetnir, .. geta menn ekki horft á Adam og nú Downing og hugsað að Dalglish sé núna með í höndunum “handpicked” mótunarleir … 

    Kóngurinn sjálfur stóð frammi fyrir heilu borði af leikmönnum og valdi sér nákvæmlega þessa, og man ó man! ef ég treysti einhverjum til þess að byggja skúlptúra , þá er það Dalglish! 

    Nú er bara að byrja að leira : )    

  42. Ég ætla bara að segja amen við því sem Babú skrifaði. Eins og talað útúr mínu hjarta….(eða skrifað, hvernig sem á það er litið).

  43. Ferguson er með annan fótinn í gröfinni á meðan Dalglish er með annan fótinn á dansgólfinu.

  44. Frábær kaup – annars bara algerlega sammála Babú hér.
     
    En sérstaklega glaður að Dalglish virðist vera að ná í þá kosti sem hann er að horfa til að styrkja liðið strax.  Nú spái ég rólegri tíð í leikmannakaupum og ákveðinni tiltekt eftir Asíutúrinn áður en við fáum eitt “nafn” í ágúst.
     
    Velkominn Stewart Downing, frábær viðbót á Anfield og í þetta sinn voru það Aston Villa sem gáfust upp á Liverpool og seldu okkur lykilmann, það er ákveðin breyting frá því sem áður var!

  45. Menn eru alltaf sammála öllu sem Poolarar gera, meira segja þegar Konchesky sannleikurinn er sá að það hefði verið hægt að kaupa mun öflugri kantmann fyrir 20 milljón punda. (Áhersla lögð á Punktur)

  46. Ætla ekki að dæma hann fyrr en ég sé hann spila allavega hálft season með Liverpool, en það að segja að það væri hægt að kaupa öflugri kantmann til okkar í dag á 20 m. punda tel ég ekki vera rétt, markaðurinn og verðið á leikmönnum í dag er fáránlegt og enskur landsliðsmaður með eina hæstu sendinga prósentu í deildinni tel ég ekki vera léleg eyðing á 20 millum því endursöluverðið er alltaf hátt á honum hvort sem er.

  47. Það var verið að tala um það hér í DK að FCK séu búnir að bjóða um það bil 2 milljónir punda í Poulsen. Fowler hvað ég vona að það sé satt.
     

  48. Gaman að sjá að Liverpool er loksins að ná í þá leikmenn sem þeir vilja. Loksins keyftur kanntmaður. Núna vona ég að stjórn Liverpool sé tilbúið að eyða svona 50 milljónum í viðbót, 10-11 mill í vinstri bakvörð og 39 mill í Aguero sem samkvæmt sumum miðlum er ákveðin í að fara frá Atletico M. Ef þeir gera það þá hafa þeir sko sannað að þeir ætla sér að ná liðinu í toppbaráttu.

  49. Hvaða væll er þetta eiginlega um verðið á Downing? Þessi gaur er vinnusamur, óeigingjarn og skapandi leikmaður og smám saman er Kenny að setja saman eitthvað mest spennandi liðið á Englandi!

    It takes money to make money og þetta er verðið sem þarf að borga fyrir árangur. Þeir sem halda að eitthvað mikið sé falt fyrir lítið ættu að minnast Hodgson og innkaupastrategíunnar sem hann vann eftir.

    Gæði kosta en skortur á gæðum kosta þó enn meira. Ef Downing er sá leikmaður sem tölfræði bendir til munu þau stig sem hann vinnur fyrir LFC borga þessi 20m pund á no time. Átta menn sig á að LFC missir líklega af tekjum í námunda við 70-130m pund sökum þess að vera ekki í CL?

    Málið er að mér sýnist sem LFC sé nákvæmlega með þetta spot on! Við fáum það sem við viljum og viljum það sem við fáum sem er eitthvað sem við höfum ekki átt að venjast.

    Vælukjóar og úrtölumenn; finnið ykkur eittthvað annað til að grenja yfir t.d. ummæli Jónsa í Svörtum fötum, sjávarútvegssefnu ESB eða töfum hjá Iceland Express.

  50. Óháð verðmiða þá er Downing rétti leikmaðurinn fyrir okkur, góður kantmaður, hraður, teknískur og með frábærar fyrirgjafir og er ekki alveg einfættur, hversu langt er síðan við höfum haft virkilega góðan kantmann?

    http://www.footylounge.com/films//milankakabaros/stewart-downing-v-manchester-united-13112010-video_bbcfd6e16.html Downing á 4-5 mjög góðar fyrirgjafir í þessum eina leik, það er svipað og Kuyt og Maxi ná á einu tímabili. 

  51. #56 – þetta er out-of-date grein. Við tókum þá í kennslustund 4-1 er talan því kominn upp í 5 og fer hækkandi 🙂

  52. Er mjög sáttur með þetta og tek heilshugar undir komment um breiðari hóp.     Ég gef mér að Downing standist skoðun læknaliðsins og verði kynntur sem nýr leikmaður í dag eða á morgun.  

    Í vor var bekkurinn annað hvort rasssíðir “anskotar” eða unglingar …. Og ekkert hægt að sækja þangað annað en Poulsen, Ngog eða Kyragos upp á eitthvað annað.  Það að hafa breiðari bekk þegar á reynir getur skipt verulegu máli, sérstaklega ef þú vilt breyta takti leiksins.   

    Ég er líka sáttur með að Deadwoodið er að fara út strax og við sitjum ekki uppi með gaura á feitum samningum og að þeir sem eru á samningi eru “virkir”.  

    Það eru þó spurningamerki um Cole og Aquilani hvort þeir “lifa af” sumarið eða fara.  

    Ég myndi halda að það eina sem vantaði núna væri striker, en var bent á að það er til nóg af varnarmönnum úr að moða.  Eru menn sammála því?

     

  53. Á sama tíma í fyrra (og nokkra glugga þar á undan) var verið að væla yfir því að LFC eyddi of litlu í leikmannakaup.
    Á síðustu árum hefur mikið verið vælt að við séum ekki að byggja upp unglingastarfið og kaupa efnilega leikmenn eins og t.d. Wenger. Misstum oft af leikmönnum því við áttum ekki efni á því að greiða XX milljónir fyrir ungan óreyndan leikmann.
    Á síðustu árum hefur mikið verið skotið á þá stefnu LFC að kaupa magn frekar en gæði.
    Á síðustu 7 mánuðum höfum við keypt Carroll, Suarez, Adam, Henderson, Downing og erum actually í rauðri tölu hvað varðar nettó eyðslu eftir síðustu tvo glugga.
    Í dag er verið að væla við hver einustu kaup að við séum að borga of mikið.

    Liverpool aðdáendur eru skrítið fyrirbæri og mjög erfitt að gera til geðs. Alveg klárt að þessir pappakassar sem starfa hjá LFC með lítið annað en gamla verslunarprófið og enga reynslu úr þessum bransa vita ekkert hvað þeir eru að gera. Þurfum að ráða þessa markaðsfræðinga, hagfræðinga, stærðfræðinga og ég veit ekki hvað og hvað sem eyða tíma sínum hér inná kop.is. Þá værum við að kaupa heimsklassakalla sem allir myndi smellpassa inní liðið (óháð þjóðerni, reglum um homegrown leikmenn, aldur osfrv) og það allt á spottprís!
     

  54. Það er nú ekki eins og allir séu að væla yfir þessu. Lang flestir sáttir og það má telja þá á fingrum annarar handar sem eru eitthvað á móti þessu eða finnst hann of dýr. 

    Flott kaup og ég held að Kenny leggji mjög mikla áherslu á að hópurinn funkeri saman og vinni saman sem lið. Því hefur hann sennilega minni áhuga á einhverjum súperstjörnum eða erfiðum útlendingum sem eru oftar en ekki eru til vandræða.

  55. Gríðarlega ánægður með þessi Downing kaup! Hann er leikmaður sem mér hefur alltaf fundist skemmtilegur og gæti smellpassað í liðið! Ég vil þó endurtaka þær áhyggjur sem ég hef fyrir komandi tímabil að við erum hreinlega komin með of breiðan hóp! Auðvita er það lúxus vandamál og e-ð sem maður ætti ekki að vera kvarta yfir en hvað varðar miðjumenn þá veit ég ekki hvað Kongurinn ætlar að gera! Persónulega veit ég ekki hvaða leikmenn hann gæti selt og vill selja. Ég er og hef verið mikill stuðningsmaður Aquilani og vill ekki selja hann. Einnig finnst mér Meireles hafa komið vel inní liðið og eiga skilið annað tímabil. En með þá báða innanborðs erum við með Lucas, Gerrard, Meireles, Aqualani, Henderson og Adam sem fyrstu nöfnin. Þar fyrir utan eigum við leikmenn eins og Spearing og Shelvey sem vilja ólmir fá að sanna sig með aðalliðinu. Þetta verður mikill hausverkur fyrir konginn en samt sem áður lúxus að þetta sé vandamálið en ekki skortur á góðum leikmönnum.

    Það er þó alveg ljóst að komandi tímabil er með því bjartasta sem ég hef vitað til.

  56. Ég er einn af þeim sem hef gangrýnt stefnu Liverpool harðlega undanfarin ár, að kaupa herdeildir af meðalmönnum í stað þess að kaupa fá góða. Í dag er ég hinsvegar virkilega sáttur. Carroll, Suarez, Adam, Henderson, Downing. Svona á þetta að vera! Loksins erum við komnir með menn við stjórnvölin sem vita hvernig á að gera þetta. Dalglish einfaldlega fær þá menn sem hann vill. Liverpool eru ekki að bakka útúr viðskiptum þó að fyrstu tilboðum í leikmenn sé hafnað, heldur halda áfram og klára málin. Fyrir nokkrum árum hefðum við hlaupið frá þessum kaupum á Downing eftir að Villa hefði hafnað öðru tilboðinu, og keypt í staðinn 4 menn fyrir 15 milljónir punda sem bæta hópinn ekki neitt.

  57. Við munum aldrei þurfa striker því að við höfum Andy Carroll sem var einn besti leikmaður deildarinnar á síðasta tímbili (aðallega með Newcastle), Dirk Kuyt bjargaði oft á tíðum Liverpool liðinu algjörlega og var að mínu mati einn besti maður liðsins á síðasta tímabili og svo Suarez ef hinir eru báðir meiddir getur hann skellt sér á toppinn.

  58. Persónulega held ég að hluti ástæðunnar fyrir því að King Kenny er að kaupa enska leikmenn sé vegna tungumálsins. Það að vita hvað knattspyrnustjórinn er að segja hlýtur að skipta máli, og það getur verið ansi slæmt ef stjórinn gefur skipanir sem leikmenn skilja ekki. Mín reynsla er sú að mjög margir eigi erfitt með að skilja hvað KK og fleiri Skotar segja, og ég held að þetta sé ennþá verra fyrir Suður-Evrópubúa heldur en okkur, hvað þá Asíubúa svo dæmi sé tekið.

    (Ég fór einusinni í ferðalag til Kína, í hópnum voru tveir Nýsjálendingar sem tala ekki ósvipaða illskiljanlega ensku líkt og Skotar. Þegar þeir reyndu að gera sig skiljanlega við innfædda urðu Kínverjarnir oft eitt spurningamerki. Félagi minn sem var með í för “þýddi” oft það sem þeir sögðu – þ.e. hann sagði það sama, orð fyrir orð, nema bara með hefðbundnum ísl-enskum framburði, og þá skildu Kínverjarnir allt.)

    Auðvitað er svo til fullt af “erlendum” leikmönnum sem tala mjög góða ensku og skilja skosku í hita leiksins. Það er bara ekkert sjálfgefið, og ég held að þetta spili inn í leikmannakaup. 

  59. Nú vantar bara Micah Richards, Adam Johnson og kippa með Wayne Bridge frá city og þá ættum við að vera nokkuð vel settir

  60. Góð grein fyrir alla þessa Downing ‘Haters. 

    http://tomkinstimes.com/2011/07/is-stewart-downing-actually-stanley-devastating/

    King Kenny er að byggja upp lið ekki félag með stjörnur og einstaklinga innanborðs. Mér er slétt sama ef leikmaðurinn heitir Downing eða Downinez. Ef liðið sigrar leiki með þennan mann innanborðs þá er ég sáttur. 

    Minni líka á það að Owen Hargreaves kostaði utd 18 millj punda á sínum tíma. Í dag miðað við verðbólgu þá væri það líklegast 30-40 millj punda. Hann spilaði 27 leiki fyrir utd á 4 árum. Við erum að kaupa leikmann sem missir varla úr leik.  

  61. Mér finnst okkar menn ekki mega slaka á núna í leikmannakaupum eins og Maggi skýtur á að þeir geri áður en þeir tryggja sér eitt stórt nafn í Ágúst.

    Ég vill klára klassa vinstri bakvörð og svo má slaka aðeins á og vonandi koma með eitthvað eitt alvöru áður en glugginn lokar.

    Erum búnir að losna við Konchesky, Jovanovich er á förum og svo væri draumur ef Poulsen færi. Spurning um að lána Spearing, Shelvey, Pacheco og kannski einhverja fleiri og halda þá bara Meireles Cole og Aquilani það væri minn draumur.

    N Gog má svo fara mín vegna og  Insúa líka ef við fáum vinstri bakvörð.

    Út fara þá Konchesky, Insúa, Jovanovich, Poulsen, N Gog og 4-5 leikmenn á lán.

    Inn koma Henderson, Adam, Downing, flottur vinstri bakvörður og einn suprise leikmaður í lokin hvort sem hann er vængsenter, hægri kantmaður eða senter.      

    Með þessum breytingum yrði ég alsæll með sumarið og færi troðfullur af gleði inní veturinn.        

  62. Heyrði í einum fullorðnum frænda mínum áðan og hann sagði bara, þarna er búið að undirstrika meðalmennskuna eina ferðina enn, að kaupa leikmann sem hin stærstu liðin eins og Manchester United, City og Chelsea hafa engan áhuga á er bara meðalmennska, auk þess kemst hann varla í enska landsliðið sem er nú arfaslakt og svoleiðis leikmenn hafa Liverpool ekkert með að gera. Eins og hann orðaði þetta, sérðu Manchester United eða Chelsea kaupa einhvern Stuart Downing, NEI ALDREI. Hann vill meina að við þurfum bara að gera kaup eins og í janúar ef við viljum vera með í deildinni, kaupa risanöfn eða bara sleppa þessu.

    Viðar, ein ráðlegging fyrir frænda þinn.  Slökkva á FM og ef það gengur ekki, hætta þá að nota editorinn þar.

    Annað sem þú getur bent honum á.  ManYoo voru að kaupa Young, sem hefur átt ennþá erfiðara með að komast í enska landsliðið en Downing, og allir eru sammála um að átti ekki nærri jafn gott tímabil síðast og Downing.  Chelsea keyptu Benayoun og eru núna að reyna að fá Scott Parker til sín.  Arsenal bauð í Downing.  Stundum held ég hreinlega að ekki sé hægt að fullnægja kröfum sumra.  Stór nöfn í hópum skila ekkert endilega titlum, spurðu bara Real Madrid stuðningsmenn, þeir ættu að vita það.  Fótbolti er liðsíþrótt, það hafa lið eins og Barcelona sýnt og sannað.

    Dalglish er að reyna að púsla saman liði sem spilar eftir ákveðnum aðferðum, sumir leikmenn passa inn í það púsl, aðrir ekki.  Hann er að ná inn þeim mönnum sem hann telur að passi best inn í þá mynd sem hann er að reyna að draga upp.  Einhver hér að ofan var að tala um að það væri hægt að kaupa öflugri kantmann á 20 milljónir punda, en þá spyr ég, hvaða kantmann?  Auðvelt að henda fram svona fullyrðingu með ekkert á bakvið sig.  Menn eins og Mata eru góðir knattspyrnumenn, en þar er t.d. ekki á ferðinni eiginlegur kantmaður.  Eins kvarta menn yfir verðinu á Downing, mér skylst nú að verðið sé 16,5 milljónir punda en ekki þessar 20 sem talað er um.  Sjálfur þrýsti Downing þessu í gegn með því að fara fram á sölu, og með því gefur hann sinn hluta af kaupverðinu eftir og því þurfti Liverpool “aðeins” að hækka síðasta boð um 1,5 milljónir punda.

    All in all, þá hef ég það eftir mjög öruggum heimildum að net outlay hjá LFC frá áramótum séu á milli 37 og 38 milljónir punda.   Í þeim tölum eru kaupin á Carroll, Suárez, Henderson, Adam og Downing, og svo sölurnar á Torres, Babel og Konchesky.  Pretty good business að mínum dómi.

  63. Ef við spilum 4-2-3-1 (4-3-3) sem ég tel líklegast.

                ?????                            Downing

               Agger          Lucas
    Reina                                  Gerrard       Carroll
               Carra           Adam

               Johnson                         Suarez

    Ef við spilum 4-4-2

                   ?????            Downing

               Agger                             Suarez
    Reina               Lucas    Gerrard
               Carra                              Carroll

               Johnson          Kuyt

    Þetta eru ekki slæm byrjunarlið 😀 

  64. Heyrði áðan í afa mínum og hann sagði bara að Liverpool ætti að kaupa Messi og C. Ronaldo þá yrði þeir meistarar. Og hætta að eltast við meðalmenn frá Englandi sem enginn vill kaupa.

    Kveðja

    Krizzi

  65. Downing er í raun keyptur fyrir Carroll og til þessa að Carrol dæmið gangi upp þá þarf mann með sendingargetu. Mata er hinsvegar betur spilandi leikmaður, yngri og leiknari en hann væri ekki að mata Carrol á sama hátt. Sem er mjög kaldhæðnilegt miðað við nafn.
    Mér finnst samt sem áður spilastíll Mata vera nær nútíma fótbolta og hefði frekar viljað sjá hann í rauðu en Downing.
    Ég sé fyrir mér að Mata og Suarez myndu ná virkilega vel saman. Svoleiðis Combo er dýrmætara á móti þessum liðum sem eru fyrst og fremst að raða upp varnarlínu sem er sterk í teignum.
    En það þarf ekkert að kvarta yfir þessu, þetta eru flott kaup og það eru menn eins og Kuyt, Gerrard, Aquilani, Mereiles og Maxi sem eiga að geta dottið inn í leikstíl Suarez og þannig skapað annarskonar usla en Downing og Carrol koma til með að gera í vetur.

  66. Vill ekki breyta um umræðuefni og ég afsaka orðbragðið fyrirfram en djöfull er ég ánægður með viðhorfið hjá Charlie Adam! http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/adam-s-pride-at-debut

    As soon as I knew the opportunity to come to this club was happening I was delighted because I was desperate to come to this club.

    og

    I can’t wait for the next game now.

    Svona leikmenn vill maður hafa í liðinu!

  67. Eitt alveg magnað frá Opta Stats sem kemur fram í grein Tomkins hér að ofan:

    According to Opta stats – Stewart Downing, Charlie Adam and Jordan Henderson created 239 goal scoring chances between them last season – 56% of what the entire Liverpool team did in 2010/11

  68. goal scoring chances, er ekki inní því öll horn og aukaspyrnur ?
    Sem að allir þessir leikmenn gerðu fyrir sín lið ?

  69. já snildin ein að fá Downing, loksins kominn vinstri kanntmaður í þetta blessaða lið. Downing er að mínu mati vanmetin leikmaður, finnst hann alltaf mjög góður á móti stóru liðunum. Nú er bara að klára þetta með vinstri bakverði og one surprise snildar kaupum. En svo treystir maður King Kenny bara svo vel, ef hann vill einhvern leikmann vill maður hann líka.

    Djöfull er maður orðinn spenntur fyrir næsta tímabili

  70. Svo fyrir þá sem muna eftir síðustu leiktíð þá var Downing sá eini sem lét Flanagan líta út fyrir að vera smákrakka af þeim leikmönnum sem hann mætti. Downing gjörsamlega át hann tvisvar eða þrisvar í seinni VIlla leiknum í fyrra. Og það var eins með Adam í Blackpool leiknum. Miðjan hjá Liverpool var eins og kvennalið Völsungs við hliðina á Charlie Adam.
    Svo þetta er eiginlega, if you can’t beat them, make them join you.

  71. Eitthvað Twitter blaður um LFC sé að skoða Gonzalo Higuain frá Real Madrid ?   Hafa menn séð það víðar eða er þetta bara silly season þvæla ?

  72. Steini ég benti frænda á þetta í gær með Young, Parker og fleiri dæmi en það stóð ekki á svörum hjá frænda. Hann vill meina að United og Chelsea séu bara að kaupa þessa miðlungskalla til þess að breikka hópinn en þau hafi fyrir 11 ALVÖRU leikmenn sem skipa byrjunarlið en við höfum ekki nema 6-7 góða leikmenn og fyllum uppí með meðalmennsku eins og Downing. Hann vill meina að Downing væri kannski fínn á bekkinn eins og Young hjá Man Utd eða Hugsanlega Parker hjá Chelsea.

    Eins og hann segir þá keppa menn ekki um dolluna nema hafa 11 alvöru leikmenn en okkar mönnu vanti nokkra uppá það annað en United og Chelsea.

    Annars er ég ánægður með þetta og tel að okkur vanti núna aðallega vintri bakvörð af betri gerðinni og kannski eitt alvöru surprise, hægri kant eða senter, Higuain væri td velkomin.  

  73. Viðar, skiptir það einhverju máli hvað frænda þínum finnst ?

    Mér líst vel á þessi kaup, þetta er leikmaður sem okkur hefur vantað í langan tíma og er meira viðeigandi en Mata, þar sem hann er ekki “genuine winger”.

    Hópurinn er allur að braggast, og á vonandi eftir að styrkjast enn meira.   Næsta tímabil verður athyglisvert.

  74. Ég sé heldur ekki þessa 11 sterku leikmenn United sem þeir eiga fyrir hvern leik. Ef þú berð saman einstaklinga í þessu bestu liðum hefði Man Utd ekki átt að eiga séns í dolluna í fyrra. Það er nefnilega málið er það þýðir ekki að horfa á einhverja 11 góða einstaklinga og halda að þeir vinni til verðlauna endilega. Það sem skiptir máli er að hafa 11 leikmenn sem mynda góða heild. Það er það sem mér finnst KD vera að gera hjá Liverpool.

    Eins og hefur komið fram hér áður er Real Madrid lifandi dæmi um það að 11 frábærir leikmenn vinna ekki alltaf til verðlauna.

  75. 95 gerrarrd.

    nei það breytir auðvitað engu máli, var bara að benda á að menn hafa mjög misjafnar skoðanir a downing hvort sem það er her a Islandi eðs uti i englandi 

  76. Segðu frænda þínum að hoppa upp í %”#&#””&# á sér…..

  77. Viðar #94
    Þú getur sagt frænda þínum að það var helvíti gamann að sjá 6-7 “góða leikmenn” rúlla upp 11 “ALVÖRU leikmönnum” man utd 3-1 núna í vor 🙂

  78. Miðjan okkar ownar United miðjuna all hressilega, á alla vegu.. við getum hins vegar ekki fyllt liðið okkar af miðjumönnum. Það þarf að laga vörnina

  79. Viðar:

    Segi bara eins og Mikki refur:

    „frændi þinn er ruglukollur“

    Á sem hlutlausasta hátt og með fótboltagleraugum frekar en þeirri sýn sem almenn skynsemi gefur manni (og lætur mann þar af leiðandi fá óbragð af öllu sem tengist Manchester United):

    Manchester United er EKKI skipað af 11 afbragðsleikmönnum. Ekkert frekar en við eða Chelsea (Obi Mikel?). Ef til vill Man City hafi 11+ heimsklassaleikmenn en ekki eru þeir að skila titlum.

    Það sem Manchester United hefur eru nægilega góða leikmenn sem gefst aldrei upp, taktískan stjóra sem kemur skilaboðum sínum til leikmanna, stemmingu og sigurhugsun. Þeir mega eiga það. Þetta eru allt hlutir sem við höfum NÚNA en hefur skort hjá okkur undanfarið.

    Grikkir sýndu það hér um árið að liðsheildin og taktík skipti meira máli en einstaka virtuósar þegar þeir urðu Evrópumeistarar með leikmönnum sem voru/eru ekkert betri en Kyrgiakos. Það hvarflar ekki að neinum – nema kannski frænda þínum – að halda því fram að Stelios Giannakopoulos eða Pantelis Kafes sem urðu Evrópumeistarar með Grikkjum séu afbragðs leikmenn. Samt áttu þeir fast sæti í þessu liði sem spilaði eins og lið. Já – leiðinlegt lið en árangursríkt lið. Alveg eins og helv fokking Manchester United.

  80. Ég held að miðað við stöðu mála væri skemmtilegasta leikkerfi sem við gætum spilað 3-5-2 og þá stillt þessu upp svona:

    Reina

    SkrtelCarragherAgger 

    G. JohnsonGerrardAquilaniC. AdamDowning

    Suarez Carroll

    Bekkur:
    B. Jones – Meireles – M. Kelly – Henderson –  Lucas – Kuyt – Kyrgiakos

  81. Hann “Einar frændi” kaupir alltaf bestu mennina og þekkir líka alla þá frægistu 🙂

  82. Hahaha, hverr er þessi frændi þinn Víðir? Afhverju skiptir hann máli?

  83. Mér sýnist allt stefna í að við spilum með Reina í marki, Carragher í vörninni, sjö á miðjunni og svo 2 frammi.

  84. Maður bíður spenntur eftir að deildin byrji!!!!!!!!!!!!!
     
    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!

  85. Afhverju eru allir svona spenntir yfir því að hafa carrager í liðinu?? Hann er orðinn gamall og seinn, ég væri til í að sjá einn heimsklassa varnarmann, vinstri bakvörð, einn framherja til viðbótar,

  86. það væri líka geðveikt að fara að fá þetta staðfest með þessi kaup á honum

  87. Chissoko eða Bastos svo einn góðan hafsent og kanski varasenter og ég er sáttur.
    Má selja fullt af mönnum og lána nokkra unga.

  88. Sá í gær Flanagan spila flottan leik í vinstri bakverði, Insua er allavega búinn að vinna sér inn það að fá að spila lengur en Konchesky og Johnson var að skrifa undir langan samning, Kelly í vor.

    Er ekki bara málið að hvíla bakvarðarkaup?  Johnson og Kelly eru ungir, Robinson og Flanagan barnungir!  Ef við ætlum að fara að kaupa “klassabakvörð” vinstra megin, hvað þýðir það þá fyrir Kelly, Flanagan og Robinson?  Kenny Dalglish er mjög hrifinn af þeim öllum og ég sé hann ekki fara í það núna að henda út mörgum milljónum fyrir bakvörð. 

  89. Er einmitt á því að leyfa Johnson,Flanagan,Kelly og Robinson að flakka þarna um á milli. Gæti líka virkað vel í leikjum að til dæmis Flanagan og Johnson myndu skipta um stöðu.

  90. Maggi ég sé nú bara fyrir mér að lána Flanagan og Robinson og gefa þeim alvöru reynslu þar sem þeir gætu spilað alla leiki. Fínt að eiga Kelly sem back up fyrir Johnson og Aurelio sem backup fyrir nýjan klassa vinstri bakvörð og svo selja Insúa.

    Um að gera að lána stráka eins og Flanagan, Robinson, wilson, Shelvey, Pacheco og Spearing kannski. Ef við höldum Meireles og Aquilani þá má lána Shelvey og Spearing finnst mér. Svo er bara að lána þessa kalla í lið í úrvalsdeildinni, eins og   Norwich, QPR, Wba eða einhver álíka lið því þá fá þessir kallar tækifæri á að spila við bestu leikmennina og sanna sig almennilega og svo´næsta sumar má taka þá leikmenn til baka sem við höfum not fyrir og selja þá hina sem við þörfnumst ekki.

  91. fáranlegt samt að vilja selja Insua og halda Aurelio sem backup. klárlega alltaf öfugt þar sem Aurelio er orðinn mjög gamall og alltaf meiddur á meðan Insua er ungur og telst sem enskur !

  92. Málið er bara það Lóki að Aurelio er betri leikmaður en Insua þegar hann er heill og auk þess fæst enginn peningur fyrir Aurelio. fínt að láta hann bara klára sinn ferill hjá okkur og þegar það gerist eftir 1-2 ár sennilega þá eigum við aðra unga stráka eins og Flanagan og Robinson sem koma í staðinn.

    Mér finnst Insúa ekkert betri en Flanagan td og sé ekkert að því að selja Insúa og taka bara peninginn fyrir hann.  

  93. Ég er sammála því að næsta tímabil verður mjög athyglisvert og nokkuð ljóst að ef menn spila ekki undir pari getur LFC endað í topp 4. En samt sem áður þá þarf að styrkja vörnina. Carra er eins og einhver tók fram aðeins skugginn af því sem hann var fyrir nokkrum árum. Skrlt er miðlungsvarnarmaður og kyrgiagos er mjög og seinn. Hvað varðar þessa unglinga þá er mjög erfitt að segja til um raunverulega getu þeirra. Að standa af sér nokkra leiki með ágætum er ekki staðfesting á því að þessir leikmenn færi liðinu einhver gæði sem lið í toppbaráttunni þurfa að vera með innanborðs. Þetta er ACUT mál sem þarf að fara í strax ef ekki á illa að fara. Wenger hefur brennt sig á þessu og KD ætti að geta lært af mistökum hans og ætti alls ekki að ofmeta unglingana sína eins og þeir séu að fara að redda málunum. True story

  94. Ef að allir haldast heilir þá finnst mér við vera með nægt cover í miðvarðarstöðunum…

    Carra, Agger, Skrtl. Kiri, Kelly, Ayala, Wilson 

  95. Velkominn Stewart Downing!  Allt að smella.   Eitt stykki miðvörð takk og þetta er komið.    

    YNWA 

  96. Ef mönnum finnst ekki þörf á að kaupa í vinstri bakvörð í hvaða stöðu finnst ykkur við þá vanta leikmenn eiginlega? 

    Aurelio er mjög mikið meiddur, Insúa er ekki það góður að vera alltaf að leysa hann af ef við ætlum okkur í toppbaráttuna og jafnvel 1+ bikar, Robinson er ekki með nægilega reynslu til þess heldur (veit að hann er búinn að standa sig mjög vel en þurfum 100% mann) og Flanagan er hægri bakvörður oog sama með hann og Robinson.

     Að mínu mati eigum við að splæsa í einn Alvuru vinstri bakvörð og þá erum við með mjöög góða breidd þar. Síðan næst í goggunar röðinni væri backup striker (Helst ungur og efnilegur).

  97. Fyrst að Liverpool buðu einhverjar 18 millur í Jones þá hlýtur staðan að vera þannig að það sé verið að leita að miðverði og það nokkuð sterkum. Agger er því miður of mikill meiðlsapési og Skrtel hefur ekki hrifið mig mikið og Carragher er að byrja að dala mikið finnst mér.
    Þannig að mitt mat er að okkur vantar ennþá virkilega sterkan miðvörð, er einhver Enskur sem kæmi til greina ?
    Shawcross og Dann eru þeir einu sem mér dettur fljótlega í hug en eru þeir nægilega sterkir til að bæta vörnina ?
    Svo er það vinstri bakvörður og vonandi eitt stk klassa sóknarmaður eða kantsóknarmaður.

  98. Ég er sammála mönnum með að það er þörf á að kaupa vinstri bakvörð. Og manni sýnist á öllu ef eitthvað er að marka slúðrið að það sé eitthvað slíkt í farvatninu. Hvort það verður og þá hver á svo eftir að koma í ljós en mér satt að segja líst ekkert á að fara inn í nýtt tímabil án þess að styrkja þá stöðu. Minni á að það var ekki nokkur maður hér inni seinasta vetur sem ekki þótti þess þurfa að styrkja þá stöðu. Allt í einu núna þótt einhverjir efnilegir kjúllar koma fram sé ekki þörf á því. 

    Við þá örfáu hér inni sem hafa einhverjar efasemdir um Downing þá segi ég bara það að ef mönnum hugnast þetta svona illa hvernig væri þá bara að horfa tilbaka og sjá hvað keypt hefur verið. Henderson, Adam og Downing eru svakaleg framför í innkaupum frá því sem áður var og efasemdarmenn geta ekki neitað því! 

  99. Djöfull væri ég til í Baines í vinstri bakvörðinn! Hann og Downing myndu dæla krossunum frá vinstri eins og enginn væri morgundagurinn.

  100. Viðar #120 Aurelio er bara nákvamlega ekkert backup því hann er alltaf meiddur hann spilaði hvað 7 leiki held ég í hitti fyrra og einhvað svipað núna. Höfum ekkert við mann að gera sem er alltaf meiddur svo er hann ekkert betri en Insua varnarlega þó hann se betri spyrnu maður. Hann var kannski betri þegar hann kom en hefur misst allan hraða og er aldrei í leikformi sökum meiðsla. Svo er hann pottþétt á hærri launum en Insua held ég. Miklu betra að mínu mati að losa Aurelio frítt og halda Insua backup því hann er miklu yngri og hann er ekki að fara að falla í verði ef við seljum hann eftir nokkur ár þá kannski 26 ára á topp aldri. Liverpool tók nú tilboði í hann uppá hvað 5 í fyrra frá Fiorentina, geta pottþétt selt hann á það 2013

  101. Varðandi miðverðina þá þýðir ekki að segja að við séum með nóg af þeim og það sé bara gott. Carrah, Skrtle, Agger, Kyrgi, Kelly, Ayala, Wilson. 

    Agger er eini miðvörðurinn sem ég vil sjá í liðinu á komandi tímabili, ef hann helst ekki heill þá þarf að kaupa 2. Skrtle er fínn backup. Carrah er leiðtogi og góður í nauðvörn, en með boltann þá getur hann eyðilagt leiki með skrtle með háum boltum fram. Væri til í að sjá Kelly + Agger, Skrtle og Carrah til vara. Kyrgi 5th og Wilson og Ayala lánaðir.

    Ef Kelly er ætlað að spila bakvörð og/eða Agger helst ekki heill þá vantar að kaupa 1 vel spilandi miðvörð. Einhver sem getur borið boltann upp og komið honum á næsta mann. Ekki senda háann bolta á Carroll (a la Carrah).

    Liverpool er að kaupa vel í stöður, kaupa vel spilandi menn og ætla sér að spila ,,pass and move” sem krefst vel spilandi miðvarða. Helsta vopn liða sem eru með snjalla þjálfara hefur verið að loka alveg á miðjuna og leyfa Carrah+skrtle að sparka fram, auðveldast í heimi. En ef Agger er í liðinu þá er þetta ekki hægt, hann getur borið boltann upp og andstæðingurinn getur ekki dekkað miðjumann og mætt miðverði sem ber upp boltann. Þetta auðveldar allt spil og er skólarbókadæmi um hvernig pass and move virkar. 

  102. Kaupum Cissokho, Dann og Aguero! (Aguero btw búinn að segja að hann verði ekki áfram hjá A.Madrid) Dann er Liverpool fan, Aguero hefur sagt að honum langi að spila fyrir Liverpool og já Cissokho er töffari..
    Dollan er okkar ef þetta væru leikmennirnir sem við erum búnir að fá á þessu ári: Suarez, Carroll, Adam, Henderson, Downing, Cissokho, Dann og Aguero!

  103. Erum við nú ekki aðeins að missa okkur í Fantasy Football?!?!?!?!?
     
    Bara að lána þessa 6-7 ungu menn í PL og kaupa bara nóg af leikmönnum í breiddina?  Minni okkur öll á að rifja upp sögu FSG og síðan öll viðtöl þar sem Dalglish hefur verið spurður um leikmannahópinn!  For crying out loud, þetta er maðurinn sem tók Kelly framyfir Johnson, setti Spearing í lykilhlutverk og lét Flanagan og Robinson spila stóra leiki.
     
    Í mínum huga er Flanagan leikmaður sem á bara ekkert að fara á lán!  Við getum ekki beðið um að fá unga menn upp úr unglingastarfinu og svo þegar þaðan kemur leikmaður sem hefur litið vel út í öllum leikjum sem hann hefur spilað þá bara stökkvum við til og kaupum Frakka með vandræðasögu eða brasilískan kantmann/bakvörð fyrir fullt af peningum.
     
    Ég skil alveg umræðuna um hafsent, en í guðs bænum, við skulum ekki leita til varnarmanna eins og Koscielny, Squillaci eða annarra silkifótboltamanna og halda að við fáum góðan varnarleik út úr því.  Varnarleikur liðsins okkar gekk vel í vor þegar Skrtel og Carra hrukku í gírinn með Reina fyrir aftan sig, það er bara engin ástæða til að níða það niður held ég!  Ég sé ekki CFC henda Terry út eða umræðu um að United ætti að taka Vidic út úr vörninni, þó hvorugur þeirra hafi meiri boltatækni en leiðtoginn Carra!
     
    Að mínu viti hefur með kaupum sumarsins liðið bætt sig verulega frá því í fyrravetur, en frá því 1.febrúar var augljóst að leikmönnum leið vel með stjórann og það þurfti enga endurhalningu í leikmannahópnum til þess.  Ef að svo 1.september við verðum búnir að kveðja 6-7 leikmenn sem voru í æfingahópnum í vor (semsagt selja “usual suspects”) og lána svo aðra 7 leikmenn en kaupa 6-8 menn þá er ekki sjálfgefið að slíkt lið gæti haldið áfram þar sem frá var horfið.
     
    Byrjunarlið LFC frá 1.febrúar 2011 stóðu í öllum liðum og unnu flest.  Það kom til því að leikmennirnir felldu sig við leikstíl Dalglish og æfingar, þrifust í því umhverfi sem var skapað.  Það er því að mínu viti engin ástæða til að fara nú í einhverja allsherjar endurhalningu á því liði sem lauk tímabilinu og myndi einfaldlega senda röng skilaboð í akademíuna.
     
    Þeir sem sáu leikinn í Kína hljóta að hafa hrifist af leik Flanagan og Robinson í bakverðinum og Coady á miðjunni.  Þeir eru fullkomlega og alveg leikmenn í “pass and move” kerfi LFC, en meira að segja það kerfi má ekki verða svo allsráðandi að við bara tjónum þá sem að ekki falla að þeim leikstíl.  Phil Neal, Alan Kennedy, Gary Gillespie, Michael Robinson, Steve McMahon og klárlega Graeme Souness voru ekki silkimjúkir knattspyrnumenn sem gátu haldið honum 1000 sinnum á lofti eða send 70 metra sendingu eða klárað 12 þríhyrninga í leik.  Þeir sáu um aðra þætti í leik liðsins og voru ekki síður mikilvægir en þeir sem betri voru í tækninni.
     
    Því þetta snýst allt um að vinna leiki og mót, þó vissulega maður gleðjist yfir því að betri fótbolti er á matseðlinum en oft áður.  En ég vill aldrei sjá okkur detta ofaní hugsunarhátt Wenger og láta leikstíl verða svo yfirþyrmandi í klúbbnum að við verðum alltaf númeri of litlir til að vinna titla.
     
    Svo ég held að við eigum að geyma aðeins Fantasy Football og skoða þann árangur sem náðst hefur í félaginu vegna hugmyndafræði Dalglish og FSG og vonast til að sú vinna haldi áfram, en ekki stökkva í einhvern “I-wanna-be-Roman” leik og bara kaupa stanslaust leikmenn.  Það er ekkert huggulegra hjá okkur en öðrum liðum…

  104. Maggi það er þá hægt að snúa þessu við, til hvers að kaupa Adam og Henderson þegar við eigum Shelvey og Spearing? jú það er gert vegna þess að Adam og Henderson eru mun betri leikenn heldur en Shelvey og Spearing.

    Mig langar ekkert rosalega að lána Spearing og Shelvey en ég sé bara ekki að þeir fái margar mínútur með Gerarrd, Lucas, Meireles, Adam, Henderson og Aquilani á undan sér í goggunarröðinni.

    Insúa finnst mér ekki hafa gæðin til þess að vera vinstri bak númer 1, Aurelio er alltof mikið meiddur til þess og Robinson held ég að hafi ekki gæðin ennþá til þess að covera þessa stöðu í allan vetur þess vegna fannst mér ekki vitlaust að lána hann. Vinstri bakvarðastaðan hefur einfaldlega verið mikil vandræðastaða hjá okkur í langan tíma og ég held að menn ætli að kaupa eitt stk klassa vinstri bakvörð enda verið endalausar sögusagnir um það í nokkra mánuði.

    Fyrir sumarið vildi ég vinstri bakvörð, kantmenn báðum megin og kannski þriðja klassa senterinn í skiptum fyrir N Gog, þetta eru 4 leikmenn, ég vildi ekkert umturna öllum hópnum enda engin ástæða til þess, núna er hins vegar búið a kaupa 2 miðjumenn sem mér og ansi mörgum öðrum fannst alls ekki mikilvægasta staða vallarins að styrkja. Það er komin einn klassa kantmaður og ég efast um að það komi annar en til þess að gera mig ALSÆLAN þá vill ég ennþá vinstri bakvörðinn og finnst það BRÁÐNAUÐSYNLEGT REYNDAR og svo annaðhvort hægri kantmann eða senter.

    Í draumaheimi og fantasy eitthvað sem ég veit ekki hvað er einu sinni vill ég Gary Cahill, Baines, Adam Johnson og þrusu framherja með þessu en geri mér fulla grein fyrir því að það verður ekki.

    Ég held við getum alveg vel lifað án þess að kaupa hafsent fyrst Kyrgiakos verður áfram og ef Carra og Skrtel spila jafnvel og eftir að Dalglish tók við og ekki er það verra ef Agger ákveður að vera heill svona meira en minna.            

  105. Mér finnst alltaf mjög fyndið þegar reynt er að setja sjálfan sig á háan hest og í leiðinni reynt að gera lítið úr skoðunum annara með því að nefna einhverja tölvuleiki máli sínu til stuðnings. Skoðanir eru í eðli sínu afstæðar og þess vegna finnst mér hin pólitíska aðferð að gera lítið úr alyktunaraðferð annara mjög miður. 

    Ef maður heldur með Liverpool að þá finnst mér einnig líka skjóta svolítið skökku við að segjast aldrei vilja gera eins og Wenger er að gera hjá Arsenal og vinna aldrei titla. Það er mun styttra síðan að Arsenal vann þann titil sem öllu máli skiptir heldur en Liverpool. Einmitt með þeirri aðferðafræði sem Wenger stendur fyrir. Ég er algjörlega viss um að eigendur FSG verða himinlifandi ef að 5 árum eftir að byggður er nýr 60k manna glæsilegur leikvangur, verði fjárhagsleg staða Liverpool eitthvað í líkingu við það sem er hjá Arsenal nú um þessar mundir.

    Öll lið kaupa leikmenn. Það sem sker á milli þeirra er hversu miklu þau eyða. Ekki hef ég skoðað það í hörgul hvað önnur lið hafa eytt nú í sumar en mig grunar að Liverpool verði ofarlega og í raun vona ég það, því ekki veitir af. Því spyr ég ykkur kæru þjáningabræður, við hvaða upphæð skal miða svo að ekki verði hægt að kalla Liverpool “I-Wanna-be- Roman”? 

  106. Svakalega fer það í pirrurnar á mér þegar blaðamenn, eins og í þessu tilfelli hjá Visi.is, tala um að Liverpool sé búið að eyða 100 milljónum punda síðan að Kenny Dalglish kom en taka ekki inn í myndina að það er búið að fá eitthvað í kringum 60 milljónir inn í kassann fyrir Torres, Babel og Konchesky. Þetta segir manni að blaðamaður vilji slá upp einhverjum svona risavöxnum tölum til að búa til frétt frekar en að segja satt og rétt frá.

  107. Algjörlega sammála 137:

    Það sem ég skrifaði í annarri umræðu á síðunni “Því miður virðist það vera að það sé of mikils til ætlast að gera gæðakröfur á menn sem starfa í tengslum við íþróttaumfjöllun á fjölmiðlum sem eru ætlaðar almenningi” Óþolandi þegar blaðamenn sjá sig knúna til að krydda fréttirnar sem þeir skrifa/segja frá í stað þess að segja sannleikann.

    Halda greinilega að almenningur sé það vitlaus að trúa hverju sem er.

  108. Sammála Þresti. Blaðamenn eru sífellt að færa í stílinn eða vita ekki betur. Þreytandi

  109. “Phil Neal, Alan Kennedy, Gary Gillespie, Michael Robinson, Steve McMahon og klárlega Graeme Souness voru ekki silkimjúkir knattspyrnumenn sem gátu haldið honum 1000 sinnum á lofti eða send 70 metra sendingu eða klárað 12 þríhyrninga í leik.  Þeir sáu um aðra þætti í leik liðsins og voru ekki síður mikilvægir en þeir sem betri voru í tækninni.”

    Maggi, ég var allveg sammála þér þar til þú nefndir Michael Robinson… haha. hann var nú ekki alveg á pari við hina.

  110. Þetta eru góð kaup. Stewart Downing kemur með vídd í liðið sem er ekki til staðar og það verður gott, sérstaklega gegn smærri liðunum að geta togað vörnina út í hliðarlínu, fengið kross og mark. Það er rétt sem kemur fram hér að ofan að þessir þrír sem hafa verið keyptir eru með öflugir að búa til færi fyrir samherja sína og með réttum klárurum ætti sóknarleikurinn að geta gengið mjög vel. Ég hef hins vegar áhyggjur af skorti á breidd fremst á vellinum. Núna erum við með mjög þétta miðju, en ef Suarez og Carroll verða báðir meiddir í einu, þá erum við með Kuyt fremstan, sem er ekki mikið bit í. 

    Varðandi vörnina þá held ég að það sé æskilegt, kannski ekki bráðnauðsynlegt, að kaupa vinstri bakvörð og haffsent. Mögulega geta þessir sem eru fyrir klárað sig sæmilega á þessu en hvort það dugi í topp4 skal ég ekki segja um. Roy Evans efast um að liðið sé núna í stakk búið fyrir það. Held að varnarlekurinn sé eitthvað sem Dalglish er með í skoðun hjá sér og við eigum sennilega eftir að sjá kaup þeim megin frekar en í sóknarleiknum. Breiddin er orðin nokkuð mikil þar – utan við fremstu menn – og hægt að spila fjöldan allan af leikkerfum fram á við. 

  111. Michael Robinson er auðvitað tær snillingur – leysti hlutverk Dalglish veturinn 1983 – 1984 afskaplega vel í einu sigursælasta og besta Liverpool liði sögunnar og gott dæmi um mann með LITLA hæfileika á ákveðnu sviði sem liðið setti sig inn í að nota, en vissulega er kjánalegt að nefna hann í sömu andrá.
     
    Ætlunin var ekki að setja sig á háan hest, ég treysti því að FSG verði jafn fúlir og við ef okkur hefur ekki tekist að vinna titil á næstu 6 árum líkt og hjá Arsenal núna.  Ég er ekki glaður ef að liðið mitt vinnur ekki titla þó þeir vinni töluvert af leikjum og eigi einn og einn silkileik. Alveg þó liðið fái inn fullt af peningum!
     
    Roman var með net spending í janúar upp á 72 milljónir punda.  Liverpool 2 milljónir. Síðustu 5 glugga á undan skilst mér að net spending Chelsea sé eitthvað nálægt 200 milljónum og í sumar er viðbúið að liðið kaupi varnarmann, miðjumann og framherja sem eru tilbúnir í slaginn strax.  Ég ber alveg virðingu fyrir því að Roman nær titlum og árangri, allavega betur en Arabarnir hjá City, en vill ekki að við föllum í þá gryfju núna þegar við virðumst eiga fínan pening að eyða á fullu í allar leikstöður en halda ungum og stórefnilegum mönnum á bekknum endalítið eða í láni hjá öðrum liðum.
     
    En ef einhver taldi mig setja mig þarna á háan hest þykir mér það leitt, ég á það til að hafa sterkar skoðanir en treysti því fullkomlega að aðrir meti það hvort þeir eru mér sammála eða ekki.
     
    Maggi,
    Member of Michael Robinson’s fan club no. 3 (his wife is no. 1 and his mother no. 2)

  112. Trúi ekki að við séum að fara að borga 20 milljónir punda + Joe Cole.
    Vil halda Joe Cole enda eitthvað sem segir mér að hann eigi eftir að hrökkva í gang á undirbúningstímabilinu. Klárlega hæfileikaríkari leikmaður en Stewart Downing.

  113. P.S. Verðum að hafa einhverja breidd á bekknum líka og J. Cole er leikmaður sem getur breytt leikjum. Getur auðvitað byrjað leiki bæði á hægri væng og í holunni. Finnst breiddin á vængjunum bara of lítil til að leyfa honum að fara.

    Var hinsvegar arfaslakur í fyrra. En það drepur okkur ekki að gefa honum séns fram í janúar.

  114. Krulli 145#
     
    Hvar heyrðir þú að kaupverðið væri 20M plús Joe Cole, ég hef allavega ekkert heyrt um það og ég efast að það sé satt. Bara verið talað um óuppgefið kaupverð en aldrei talað um að Joe Cole færi í skiptum.

  115. #142 Bjössi. Afhverju kaupum við bara ekki Messi . C.Ronaldo , aguero ,  pique , xavi , pedro , alonso , og klónum svo messi svona 10 sinnum og leyfum fleiri liðum að eyga messi og þá græðum við og þá vinnum við líka allt, hvernig væri það bara 😀 . 

    Velkominn Downing til liverpool 😀 

  116. hehe.. ég man nú alltaf eftir þrennunni hans Robinson á vindasömum Upton Park… við verðum að komast í samband við Robinson til að tjá honum að meðlimafjöldinn í aðdáendaklúbbnum hans hafi aukist um þriðjung. Það eru stórfréttir.

  117. #143. Ég veit vel að það var ekki ætlunin hjá þér, jafn málefnalegur og rökfastur sem þú ert, að mikla þig með ummælum þínum. Það er bara svo hvimleitt þegar maður dettur í þessa grifju og oftast vegna stundarpirrings.

    Upphæðirna í knattspyrnuheiminum nú á dögum eru svo stjarnfræðilegar og svo nálægt okkur í nútíma fréttaflutningi, hvort sem satt er sagt eða logið, að áhrifin eru sorgleg. Það hlýtur að vera umhugsunarefni að um og rétt rúmlega tvítugir ungir menn fara kaupum og sölu á 3.5 milljarð og fái laun upp á ca. 9 milljónir á viku!

    Það er t.d. alveg hreint með ólíkindum hvernig sumir foreldrar (sem betur fer þó í litlu mæli en þó til) uppi á litla Íslandi haga sér og segja þegar nefnt er við þá að félag hafi áhuga á að semja við iðkanda (oftast foreldrar ungra drengja) í yngriflokkum. 

    Ég fagna því að Liverpool er með í leiknum á leikmannamarkaðinum og tel Downing vera góð kaup. Hann kemur með þá breidd í leik Liverpool sem hefur vantað síðan Riera fór. Góðir leikmenn hækka ákefðina á æfingum og við það stíga menn upp. Fjölbreittir sóknarmöguleikar liðsins gera það líka að verkum að varnarmenn Liverpool verða fjölhæfari og ungir leikmenn fá smjörþefinn af alvöru leik. Þó svo að Liverpool séu með nokkra unga og bráðefnilega varnarmenn er ég á þeirri skoðun að það þurfi einn varnarmann á miðjum aldri með nokkura reynslu sem getur bæði leyst stöðu miðvarðar og vinstri bakvörð. Því mín skoðun er jú sú að reynslumiklir varnarmenn bæta einnig sóknarmennina.

    Mín skoðun er sú að hættan með að kaupa of marga leikmenn, minnki stöðuleiki síðasta tímabils og að byggja þurfi hann upp aftur. Þar kemur tölfræðin að góðum notum og eins og bent hefur verið á hér á þessu frábæra spjalli, sýnir tölfræðin sem á við þá leikmenn sem Liverpool er að kaupa, að þeir ættu að geta bætt leik liðsins ef það tekst að aðlaga þá að heildinni. Það er reyndar alls ekki er sjálfgefið og krefst mikillar vinnu á æfingasvæðinu.

    Upphæðirnar eru út úr öllum kortum og það hlýtur að koma að endastöð í þeim efnum. 

  118. Maggi … Hvort fannst þér mikilvægara að kaupa Adam og Henderson þegar við áttum fyrir Gerrard, Lucas, Meireles, Spearing, Shelvey, Poulsen og svo Aquilani sem kom úr láni eða splæsa í vinstri bakvörð???

    Annars sá ég ekkert að póstinum fra þér Maggi, menn verða að hafa sínar skoðanir og ekkert nema eðlilegt að þær séu ekki allar alveg eins.

    Vona svo að kaupverðið á Downing sé 16.5 milljónir punda eins og Steini segir, en hvaðan hann hefur þær upplýsingar veit ég ekki en treysti nú Steina svona nokkurnveginn alltaf. Skysports taldi það samt vera 20 milljónir var það ekki?     

  119. Það er talið að verðið hafi hækkað um 1.5 milljón eftir að 15 milljóna boðinu var hafnað og afþví að Downing fór fram á sölu sjálfur þá fær hann minna í sinn hlut. Þess vegna þurftu Liverpool ekki að fara í 20 milljónir.
    Þetta er allaveganna orðið á götunni

  120. Hvenær er leikurinn í malasyu ??… og hvar er hægt að horfa á hann ??? 
     

  121. Liverpool hefur ekki átt góðan kantmann síðan Harry Kewell var upp á sitt besta og ég efast að Stewart Downing geti gert það sama og Kewell gerði fyrir félagið. Legg til að LFC kaupi hann aftur frá Galatasaray og Milan Baros einnig tveir frábærir leikmenn sem ég sakna hvað mest, verstu mistök Rafa að selja þessa leikmenn 

  122. Ég veit nú aldrei til þess að Harry Kewell hafi náð að standa undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. Hárétt ákvörðun að selja hann.

  123. Gefið þessum ummælum mínum þumal upp ef þið mynduð vilja geta gefið Axel nr. 156 þumal niður.

  124. Sammála axel um þetta málefni. Liverpool hefur ekki tekist að fylla skarðið sem kewell skyldi eftir sig!

  125. Vá hvað ég vona að sumir hérna eigi eftir að éta þessi ummæli sín um downing ofan í sig þegar hann brillerar á komandi tímabili.
    með fullri virðingu fyrir Harry Kewell, þá er downing miklu betri leikmaður og spilari.
     
     
    YNWA!

  126. Ég gaf Axel þumal upp enda gott grín á ferðinni.
     
    Annars man ég ekki hvaða kantmann Liverpool átti þegar Kewell var upp á sitt bezta. McManaman?

Guangdong – Liverpool (uppfært: 3-4)

Doni semur við Liverpool (staðfest)