Opinn þráður – Kína

Það er mánudagur og lítið að frétta. Liðið lenti í Guangdong í Kína fyrr í dag og það er hægt að sjá alls konar myndir og vídjó frá ferðinni á LFC.tv. Mæli með því. Þá segir franska blaðið L’équipe frá því í dag að Hamburg SV sé að reyna að kaupa Joe Cole á 10.6m Evra, sem er án efa fyndnasta frétt ársins í boltanum.

Ræðið það sem ykkur sýnist. Að lokum, þá má ég til með að deila þessu með ykkur:

Þetta eru forráðamenn Napoli að afhjúpa nýjasta leikmann liðsins á fréttamannafundi í morgun. Það vissi enginn hver leikmaðurinn var fyrr en hann tók af sér ljónagrímuna og þá kom í ljós að þetta var Gökhan Inler frá Udinese.

Stórbrotið. Framvegis heimta ég að ný leikmannakaup Liverpool komi á blaðamannafundi í fuglabúningum og láti menn giska hver leikmaðurinn er.

40 Comments

  1. Var ekki eitthvað verið að ræða um daginn að Comolli færi ekki til Asíu til þess að klára Downing samninginn, er eitthvað að frétta eða fór hann bara með eins og allir aðrir?

  2. Bara að nefna það að þetta var frumsýning á búningi næsta tímabils hjá Napoli og því kom þetta nokkuð á óvart. Gott grín engu að síður.  En menn vissu svosem að þessi maður væri á leiðinni til Napoli.

  3. Getur einhver útskýrt fyrir mér afhverju Við erum að taka inn 32 ára gamlan markmann á meðan að Reina er á prime aldri. Þýðir það að hann verði ekki alveg búinn að ná sér eftir aðgerðina þegar tímabilið hefst?

  4. #6 Hver ákvað eiginlega tónlistina undir þessu myndbandi.  Jesús minn !

  5. Doni er reynslumikill markvörður og það finnst mér betra, ef Reina getur ekki spilað er betra að reynslumikill maður komi inn í staðinn fyrir kjúkling. Reina er á besta aldri og við erum ekki að þjálfa unga leikmenn og gefa þeim reynslu til að taka við af honum svo mér finnst betra að hafa reynslumikinn mann á bekknum.
    Svo þetta með Joe Cole þá held ég að það hafi verið gott partý hjá Hamburg og þeir hafi dottið í gírinn og komið með eitt grín tilboð.

  6. Eitthvern kjúkling átti þetta að vera. Reina er ekki kjúklingur.

  7. Reina getur alveg meiðst eins og aðrir og verið frá í nokkrar vikur. Þá er fínt að hafa svona mann á bekknum. Fínt mál.

  8. af hverju er hann með aðalliðinu, haldiði að hann fái að spila eitthvað á næstu leiktíð ?…. í hvaða stöðu spilar hann ? er hann góður ?

  9. hann er miðvörður ! fyrirliði undir 19 ára landsliðs englands og er víst rosa efni. hann var að fá nýjan samning. held hann hafi verið nokkrum sinnum á bekknum á síðustu leiktíð hja aðalliðinu

  10. Hvvað er Phil Tomson að gera með liðinu úti ? Aka stór nefur

  11. Hvaða video er þetta?
    Þarna er hægt að sjá Milan skjóta í stöng, framhjá og eftir 2 mín. af svoleiðis ásamt útspörkum ver gæinn skot

  12. Er ekki bara málið að taka vinstri helminginn hjá Lyon eins og hann leggur sig? S.s. Cissokho og Bastos.
    Væri nú ekkert á móti því allavega.. 

  13. Hvernig lýst ykkur á Pedro Leon? Hörku leikmaður þar á ferð. Hann var ekki valinn með í 25 manna hóp Real og fengist því líklega ódýrt. Bara svona að spekulera meðan ekkert er að gerast

  14. #26 Babu

    Vill jinx-a þetta Paul Konchesky er besti LB í heimi!

    Nei annars maður er bara of spenntur að fá smá pening til baka fyrir hann. 

  15.  
    Veit einhver hvenær leikurinn á morgun byrjar á íslenskum tíma og hvort það sé ekki örugglega hægt að horfa á hann í gegnum opinberu síðuna?

  16. Fréttir eru að berast um að Aston Villa séu búnir að samþykkja tilboð frá Liverpool uppá 18.5 millur fyrir Downing sem ætti að verða orðinn Liverpool maður innan skamms. Vonandi fer þá þessari sápu að ljúka.

  17. Er þetta um Downing og að kaupverð hafi verið samþykkt á einhverju miðlum eða er þetta bara á þessu ógéðslega twitter???

    Þetta twitter er viðbjóður, gerir sumarið milljón sinnum verra en áður en þetta kom til sögunnar, hundrað sinnum meria rugl í gangi….  

  18. Hörður 28: Samkvæmt Liverpool.is byrjar hann kl.12:00 í hádeginu, og jú hann er 100% sýndur á LFC TV og Online.

  19. Já um að gera að fá Moussa.  Okkur vantar alltaf menn á miðjuna.

  20. Eigum við ekki að fara hætta að kaupa miðjumenn? förum að snúa okkur að kantmönnunum og vinstri bakverðinum. Nenni einhver að láta Comolli vita að það sé komið nóg af miðjumönnum og að við viljum kantmenn og vinstri bakvörð.

    Hvernig er það annars er þessi leikur á morgun sýndur á liverpool sjónvarpsrásinni sem maður er með á myndlyklinum sýnum?  

  21. Kannski er ég eitthvað að rugla, en mér finnst eins og ég hafi séð þessa frétt með M.Sissoko á öðrum miðli fyrir löngu síðan.

Opinn þráður á laugardegi

Bless bless!