Opinn þráður á laugardegi

Kominn tími á allskonar spjall, byggt á yfirferð um miðlaheima í morgunsárið.

Á opinberu síðunni útskýrir Comolli fyrir okkur hvernig hann hyggst skoða efnilegustu kínversku leikmennina í ferðinni, segir m.a. að við höfum boðið 2 efnilegum U-17 leikmönnum þaðan til æfinga síðsumars. Hann bendir líka á að við höfðum njósnara á HM U-17 nýlega og erum að senda fleiri á HM U-20, alltaf að leita að nýjum efnilegum mönnum. Fínt mál.

Töluverð umræða er komin í gang varðandi nýjan leikvang. Í vetur virtist allt stefna í endurgerð Anfield, en nú virðist eitthvað vera að breytast í þeim efnunum, hér er vísun í frétt í Liverpool Echo þar sem John W. Henry talar um það að vel gæti þurft að byggja nýjan völl til að ná langtímamarkmiðum í fjármögnun félagsins, enda ákvað félagið að framlengja leigurétti sínum í Stanley Park fram í september, en þá má telja líklegt að endanleg ákvörðun verði tekin.

Twitter-heimar greina helst frá því að Raul Meireles fari ekki með til Asíu, en það hefur hvergi komið fram annars staðar. Eina sem er klárt í því er að Gerrard og Henderson verða á Melwood, en þetta ætti allt að skýrast seinnipartinn í dag. Annað slúður er að Aston Villa séu búnir að hækka verðmiðann á Downing upp í 25 milljónir í kjölfar fundar hans með McLeish í gær. Það er auðvitað kjánalegt verð, svo að ég gæti alveg séð menn á Anfield fara að horfa annað. Hins vegar er ljóst að á meðan Asíuferðinni stendur verður minna bitastæt að frétta í þessum málum, end Dalglish, Comolli og aðrir lykilmenn í leikmannamálum uppteknir í öðru!

Svo má auðvitað spjalla um ýmislegt annað í opnum þræði, t.d. þá ótrúlegu staðreynd að nýji þriðji búningurinn okkar, með BLÁU í sér, er orðinn sá varabúningur sem mest hefur verið forpantaður (pre-ordered) í sögu félagsins. Það finnst mér skrýtið, en segir kannski bara meira um að markaðsdeildin hafi náð að höfða til fleiri aðdáenda um allan heim. Ég eiginlega neita að trúa því að fólk sé bara almennt ánægt með bláan lit í búningi liðsins okkar!

En – spjall, spjall!

Myndin er tekin af www.anfieldroad.com

83 Comments

  1. Nýr völlur á Stanley Park hefur miklu fleiri kosti:

    – Skapar miklu meiri tekjur og gerir Liverpool samkeppnishæft við hin stórliðin.
    – Frekari stækkunarmöguleikar til framtíðar
    – Skemmir ekki fyrir miðasölu og veldur tekjutapi þegar þyrfti að loka stúkum og svæðum vegna framkvæmda á Anfield.
    – Skapar hugsanlega jákvæða pressu fyrir aðdáendur að drulla sér á Anfield áður en Liverpool færir sig um set.
    – Skapar hugsanlega jákvæða perssu á leikmenn að vinna úrvalsdeildina á meðan þeir eru ennþá á Anfield. 

    Ég er allaveganna alveg búinn að mynda mér skoðun í þessu máli… En það þýðir náttúrulega ekkert að hlusta á mig, enda á ég eftir að upplifa Anfield stemmninguna sem er eitthvað sem ég plana að gera á þessu eða næsta tímabili… Ég hef samt enga trú á því að stemmningin verði minni hvað svo sem leikvöllurinn heitir.

  2. Skil ekki þessa vænissýki í mönnum með þriðja varabúninginn okkar. Mér kemur það ekki á óvart að hann sé vinsæll enda hefur mér fundist hann flottur frá því ég sá hann fyrst. Blátt er ekki það sama og blátt. Blái liturinn í búningnum er ekkert í líkingu við “Everton” blátt – alveg eins og aðalbúningur Liverpool er ekkert í líkingu við bleikt. Ég er ánægður með að það skuli loksins vera bryddað upp á einhverjum nýjungum í búningamálum, þetta var orðið frekar mynstrað; gult, grænt, svart. 
    Svei mér þá ef ég kaupi mér ekki bara þennan búning á endanum… 

  3. ‘Eg er farinn að hafa áhyggjur af öllum þessum ofurnöfnum sem man city ætlar að landa fyrir haustið en mér líst hinsvegar vel á ringulreiðina
    á arsenal heimilinu.     Svo lísi ég sérstakri ánægju minni með kaupin á CHARLIE ADAM.Þá eru komnir þrír leikmenn sem erfitt er að lísa með öðrum orðum en Vá menn sem geta klárað leiki upp á sitt einsdæmi ADAM SUARES og að sjálfsögðu GERRARD ÁFRAM LIVERPOOL

  4. Sammála nr 2… Auk þess að fyrsti búningur Liverpool var blár og hvítur. Hættið þessu væli þó það sjá mjög ljósblár lítur í búningnum..

  5. Steward Downing á 25 milljónir, Henderson á 20 milljónir ??…jújú, allt í lagi að kaupa breska leikmenn en er ekki verðmiðinn heldur hár. Annars finnst mér hrikalega gaman að horfa á Copa America og sjá alla tæknina sem er í gangi þar. Vonandi fáum við okkur einhverja suðurameríkubúa fyrir næstu leiktíð eða bara þýskt stál…það klikkar seint.
    kveðja úr sólinni 

  6. Erum við að tala um það að við getum slökkt á tölvunum okkar núna allan tíman á meðan liðið er í Asíu fyrst Comolli þurfti að troða sér í þá ferð.

    Andskotans fokk. Núna er ég bara orðinn svartsýnn fyrst menn ætla bara til Kína í afslöppun í stað þess að drullast til þess að reyna að ná í 2-3 leikmenn. Hvernig var það kom eitthvað 3 boð frá okkur í Downing sem talað var um að átti að detta á borðið hjá Villa í gær?

    Þetta hefði litið mun betur út hefðum við klárað Downing fyrir Asíuferðina.

    Hvað er svo að frétta af Ali Cissokho? er eitthvað til í þessu slúðri sem blossað hefur upp síðustu daga um hann og er það leikmaður sem menn vilja fá á Anfield?         

  7. vitiði hvað þessi Asíuferð á að vera löng? Veit að þeir eiga að koma til Kína 11. júlí, vitiði hvenær þeir koma til baka?

  8. RE: Blái búningurinn. Er fólk ekki bara að panta búning til að geta átt hann, þar sem hann kemur væntanlega til með að verða eftirsóttur meðal safnara eftir, tja. 30-40 ár?

  9. # 11

    Fowler var að skrifa undir samning við Tælenskann sundlaugabar.  Kannski þann sama og hafði Hemma Gunn á mála á sínum tíma? 

  10. Viðar, Aly Cissokho er 100% einhver sem við viljum sjá, einn besti vinstri bak í heiminum í dag.

  11. Eru menn glápandi á franska boltann eða? ég hef ekkert séð þennan Cissokho nema bara aðeins af youtube og lúkkar hann vissulega vel.

    En samkvæmt einhverju slúðri þá virðist hann ekkert með rosalegan verðmiða, af hverju er það?  

  12. Fotbolti.net fjallar um að “framtíð” Poulsen sé í lausu lofti hjá Liverpool. Var að spá í hvort að leikmaður sem hvorki á fortíð né nútíð geti nokkuð átt framtíð?
    Annars… af þessum eilífðar lista yfir hverja við “verðum” að losna við og hverjir eru að fara eru 3-4 sem ég væri alveg sáttur við að hafa áfram næsta season:
    Kyraikos. Jamm – vissulega með mistök vetur en að sama skapi stóð hann sig vel þegar við vorum sem verstir í jan í ár. Held að þetta sé leikmaður sem er hægt að hafa á bekknum og getur leyst af flestar varnarstöður og er ekki að kosta okkur mikið. Vissulega ekki framtíðarmaður en ég held það sé ekki raunhæft að ætla heimsklassamanni að sætta sig við bekkjasetu eins og Kyri er alveg til í. Maður sem veit og þekkir sitt hlutverk.
    Ngog. Rólegir á hann… Það var ENGIN að skora af okkar sóknarteymi. Hvorki Ngog, Kuyt né Sá sem við nefnum ekki með nafni. Samt potaði Ngogg einum og einum inn. Málið er að ég held við fáum ekkert rosalega mikið fyrir hann og hann sé fínn backup á frekar þunnskipað sóknarlið okkar. Held líka að öflugri þjónusta (loksins komnir með miðjumenn sem leggja upp færi) þá henti enski boltinn Ngog mjög vel. Plús hann er ekki á neinum ofurlaunum.
    Meireles. Ég held að hann eigi enn stórt hlutverk hjá okkur. Það var s.s. ekkert erfitt að bera af síðasta season enda spiluðu flestir hörmulega en um tíma hélt hann okkur á floti. Skilst að deilt sé um laun og að sala á honum fjármagni önnur kaup en ef valið stendur milli að selja Maxi, Cole eða Meireles þá væri mitt val að þeir færu einmitt í þessari röð. Ég held t.d. að Henderson sé óþekkt stærð og þurfi etv 1 season bara að fatta fullorðinsbolta og held að Meireles geti verið fastamaður hjá okkur.
    Cole… tja… ekki viss…. Ég held hann hafi rétta attitjúdið. Man í fyrsta leiknum þar sem hann fékk rautt… Hann var allavegana að reyna rosalega mikið og ég hef þá trú að til að spila með Liverpool þurfa menn að BLÆÐA rauðu. Ég held að ef EINHVER getur reist hann upp úr lægðinni þá er það King Kenny. Og ef það gerist þá erum við með svakalegan mann þarna.
     
    Allavegana… þetta eru mínar pælingar um þessa fjóra. Ég held að menn eigi að hafa Man City og Chelsea í huga þegar þeir öskra að eigi að selja 6-8 leikmenn og kaupa inn. Þessi tvö lið sanna aftur og aftur að þótt hægt sé að kaupa góða einstaklinga þá er ekki hægt að kaupa LIÐ.

  13. Sama hvad gert verdur i vallar malum tha tharf LFC amk 65.000 manna vøll til ad vera samkeppnisfærir i framtidinni.
    Eg hef nu bara sed Anfield ad utan og hann er nu adeins farin ad lata a sja , eg tel ad nyr vøllur se retta leidin.

  14. I’m going to miss Anfield 🙁 Að mínu mati þá finnst mér leiðinlegt ef hann verður ekki áfram notaður, alltof mikil sál á þessum velli.. Væri samt ekki hægt að skíra nýja völlinn líka Anfield ef við myndum færa okkur á annan stað?

    Og svo yfir í annað, vitið þið hvort einhverjir æfingaleikir verða sýndir á Stöð2Sport eða LFC TV? Ef ekki hvar annarstaðar getum við fylgst með þeim leikjum. 

  15. Emiliano Insua á Facebook:

    Good week of training. Tomorrow the team are going to China but i cant go because i didnt get the visa so i am going straight to malasya on tuesday.

    Svo að hann er greinilega að fá séns til að sanna sig í túrnum, nú er bara að vaka yfir því hverjir það eru sem verða heima…

     

  16. so comolli going to miss asia tour to tie up other deals? only yesterday comolli said he will scout chinese talent while over in asia #LFC

  17. “Svo lísi ég sérstakri ánægju minni með kaupin á CHARLIE ADAM”. Hvað er lísi án ý ? Menn eru meira og minna óskrifandi á þessari síðu.

  18. Bastos eða Cissokho, báðir mjög góðir og sóknarþenkjandi bakverðir.  Bastos getur líka spilað á kantinum sem er plús.

    Miðvörð, kantmann og vinstri bak.  Þá eru LFC ready í 4-3-3 tímabil með sambabolta og #19 ! 

  19. Frábært að C. Adam sé búinn að skrifa undir – held að þessi maður eigi eftir að gera það gott í Liverpool búningnum.

    Varðandi búningatal þá var ég fyrst rosalega hissa að sjá bláan búning merktan liverpool en því oftar sem ég skoða hann þeim mun flottari verður hann. Spurning hvort maður endar á því að fá sér einn…

    Eitt sem ég hef ekki heyrt mikið um eru leikmenn utan UK sem við erum linkaðir við. Nú er glugginn opinn og við á leið í ferð þannig að ekki líklegt að mikið verði í gangi á meðan.

    Hver er listinn yfir þá menn sem “líklegt” má telja að við munum reyna að fá til okkar? 

  20. so comolli going to miss asia tour to tie up other deals? only yesterday comolli said he will scout chinese talent while over in asia #LFC

    Þetta skrifar    GÁsgeir í komment núer 23. Hvaðan er þetta haft. Djöfull vona ég að Comolli sé ekki að fara í þessa ferð og sé að reyna að krækja í einhverja leikmenn, ætti að nýtast mun betur í því heldur en að fara í þetta ferðalag.

  21. Það er ástæða fyrir því að þeir eru eitt mest “pre-ordered” búningar enda vel snoppufríðir, rétt eins og svarti og gullni sem við forðum klæddumst.  Þessi ljósblái minnir helst til á Argentínska búninginn en alls ekki Everton eins og ég hef heyrt nefnt. Everton er BLÁTT….ekki ljósblátt.
     
    Hvað Downing varðar og 25m verðmiðann að þá hljóta Commolli og Dalglish að vera með meira hugmyndaflug en það að Downing sé eini kantmaðurinn.  Spurning um að snúa sér að öðru og klára þessa 3-4 sem við eigum eftir að versla.

  22. Gæti ekki verið að Comolli fari ekki bara með þeim til Kína, skoðar það sem hann vill skoða og heldur svo aftur til Englands og heldur áfram að vinna. Gæti alveg séð það fyrir mér, ef ekki þá lifum við á gervihnattaöld og ekkert mál að hafa samskipti við fólk hinu meginn á hnettinum svo ef hann fer til Asíu þá fer ekki allt starf í dvala held ég.

  23. viðar 15# ef við fengjum þennan Chissoko ódýrt væri það rosalegt hann er mjög góður og ég trúi því ekki að hann fari ódýrt. því ég man að Lyon keypti hann á góða summu þegar þeir stálu honum af AC milan þar sem hann fell á læknisskoðun þar útaf tönnunum í honum (fáranlegt) og Lyon tók hann borguðu held ég um 17-18 m fyrir hann 

  24.  væri miklu meira til í að fá charles N´zogbia heldur en downing

  25. Varðandi þessi vallarmál þá gefur nýr völlur Liverpool líka þann möguleika að selja nafnið á vellinum, e-ð sem er erfitt með gamla og sögufræga velli, þar er STÓR peningur í boði.

  26. Hvaða fóbía er þetta við bláa litinn? Þetta er ekki Everton blátt. Spilar ekki Man Utd í rauðu líka? Banna það?

    Þessi búningur er að seljast grimmt af því að hann er hrikalega flottur. Þessir grænu og gulu varabúningar okkar hafa í gegnum tíðina flestir verið ógeðslega ljótir! Alveg kominn tími á tilbreytingu. 

  27. Cissokho kemur ekki á neinar 8 milljónir.  Til þess eru of mörg lið spennt fyrir honum.  Mundi frekar halda 15m eða meira.

  28. Varabúningurinn er flottur burt séð frá því hvaða litir eru í honum. Miklu flottari en græni og appelsínuguli búninginn sem þeir voru með um árið. Þetta er Liverpool búningurinn og þá fæ ég mér eintak af honum. 
    Ef Downing er kominn í 25 milljónir pund þá er ekki spurning um að leita annað. Það eru fleiri fiskar í sjónum, mætti þá e.t.v. reyna við Quaresma, Mata eða Diego Capel fyrir sambærilegt verð?

  29. Þeir sem hafa áhyggjur að Liverpool kaupi ekki Mata þá hafa þeir einn innanborðs. MADA er ADAM afturábak

  30. Hversu gamla Football manager leiki eru menn að spila sem stinga upp á því að það sé þjóðráð að versla Quaresma eða Capel????

  31. Þór spilar seint í gulum varabúningi, Valur í hvít/svartröndóttum eða FH í rauðum. 
     
    Við eigum ekki að vera bláir, þó búningurinn sé ekki ljótur.  Bara mín skoðun, en mun ekki minnka aðdáun mína þegar við vinnum leiki í þessum búningi.

  32. Maggi, Þór spilaði hérna fyrir nokkrum árum síðan í gulum og svörtum varabúning. Hann var í þokkabót röndóttur eins og KR!

  33. Vitið hvort að það sé hægt að versla Liverpool treyjuna í Boston? Það hlýtur nú bara að vera, annars stíga þeir nú ekki alveg í vitið Henry & Co.

  34. Ég fæ kjánahroll þegar menn byrja með dramantíkina í kringum 3ja búningin.  Mér finnst svona óþægilegt að lesa það, eins og lífið sé búið þegar LFC spilar með LJÓSBLÁAR RENDUR í ÞRIÐJA búning.  

    Í alvöru strákar, grow a pair. 

  35. Vonandi hætta þeir að eltast við Downing. N’zogbia er til sölu fyrir helmingi lægri uphæð og að mínu viti meira spennandi leikmaður.

  36. Hvenær koma storu kaupin hja Chelsea and Man.City ?  Var Man.Utd ekki a barmi gjaldthrots ? Their versla sem aldrei fyrr.   Hvad er i gangi a Wenger ?  Algjør upplausn ?    

  37. Downing er frábær leikmaður, sem smellpassar í liðið okkar ef þið skoðið tölfræðina hjá honum þá eru fáir leikmenn ef nokkur með betri tölfræði á síðustu leiktíð…..
     

  38. Slúður sem ég sé á facebook…

    Liverpool transfer news

    ?@Skysportsnews sources believe stewart downing to #Liverpool could complete tomorrow. #LFC

    Liverpool fc news and gossip
    Adam Leventhal on Downing , said sky sources say afc asked bout him but he prefers lfc and a deal COULD be done as early as tomorrow

    Núna er bara spurningin, eru okkar menn enn að reyna að fá Downing? fór Comolli með til Asíu?

    Helvítis klúður ef við missum af manni sem menn eru búnir að eyða hellings púðri í að reyna að fá     
        
      

  39. Það var tvennt sem ég ætlaði að minnast á en svarið við hvað mér finnst um þessa 3. búnings umræðu er eins og skrifað fyrir mig í kommenti nr 45.
    Hitt sem ég ætlaði að segja kemur svo strax á eftir í kommenti nr 46.
    Takk fyrir það 🙂

  40. Svo sammála nr. 45, mér finnst þetta hálf kjánaleg umræða. Það er ekki eins og blái liturinn sé eitthvað líkur þeim bláa sem everton notar. Þetta er mikið frekar Chitty blár og mér gæti bara ekki verið meira sama, búningurinn er flottur og það dugar mér.

    Ég væri svo alveg til í að fá Nzogbia, hann hefur heillað mig meira en Downing og er talsvert ódýrari. Ég mun þó ekkert kvarta yfir því að fá Downing ef Comolli&Co eru tilbúnir að splæsa 20+ milljónum í hann.  

  41. Nákvæmlega Ari, það væri náttúrulega snilldin ein að fá þá báða bara, losa út 6-7 leikmenn og taka þá 2 ásamt vinstri bak og miðverði.

    Annars er ég orðinn agalega svartsýnn eitthvað, held að bjartsýniskastið sem við margir vorum i herna í upphafi sumars verði ekki að veruleika, Henry og félagar ery búnir að eyða 25-27 milljónum í 2 leikmenn og ég sé þá ekki kaupa vinstri kant á 20 milljónir, plús hægri kant á 10 milljónir plús vinstri bak á 10-15 og svo miðvörð á 10-15. Mér finnst hlutirnir hafa gengið alltof hægt til þess að ég sjái þá vera að fara negla einhverja 4 alvöruleikmenn í viðbót.

    Vitiði eitthvað um það hvort Comolli hafi farið í Asíuferðina? maður er búin að heyra 2 misjafnar sögur af því. 

  42. http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=111132 – UEFA getur að öllum líkindum ekki komið í veg fyrir svona samning, en þeir geta hinsvegar komið í veg fyrir að City taki þátt í Evrópukeppnum.

    Svo má eflaust deila um hvort þessi samingur sé úr takti við allt annað… Ef þetta er varanlegur samningur á leikvöllinn þá er eflaust hægt að færa rök fyrir því að upphæðin sé sanngjörn…

    Hvað segja kop-félagar um þetta mál? 

  43. 56#

    Já held að þetta sé rétt hjá þér varðandi það að fifa geti ekkert gert nema hugsanlega lokað evrópukeppnum á City sem ég vona innilega því þetta er ekkert nema FÁRÁNLEGT!!!  

  44. Pirrandi lítið um fréttir núna, ekkert að gerast og maður er bara að bíða eftir að þessir æfingaleikir byrji :þ

  45. #59 Mér líst nokkuð vel á þessar fréttir. Vinstri bakvarðarstaðan er vandræði hjá okkur og við þurfum að leysa það sem fyrst. 

  46. KLára bara Downing kaupinn strax og taka Aly á þessum gjafaprís!!

    Verð nú að segja að hann Downing lýst mér alltaf betur og betur á. Sé það alveg í anda á 90 min á Old Trafford að Adam fær boltann rétt fyrir utan okkar teig, smellir nettum 50 metra sendingu á Downing sem að crossar beint á hausinn á Carrol, sem að smellir honum  í netið og við sigrum 0-1 🙂   

  47. En hvað finnst mönnum um þær sögusagnir að Meireles og Aqua séu að fara til Inter og Fiorentina?
    Meireles 12 og Aqua 13-14 minnir mig…
     
    YNWA!
    Get ekki beðið eftir þessum æfingaleikjum

  48. Drési 63: Mér finnst það fááááránlegt ef satt er! Ekki þetta með Aqua heldur með Meireles.. Fyrsta lagi er fáránlegt að selja hann bara yfir höfuð og svo er 12millur enþá fáránlegara. Er semsagt Henderson og fl. næstum 2x betri(verðmætari)? Finnst lágmark verð á Meireles 20millur, og það er algjört lágmark..

  49. 12 fyrir Meireles er ekki einu sinni brandari, kostaði hann ekki 12-14 milljónir? væri sáttur að fá 16-18 fyrir hann.

    Annars vill ég eigilega halda annaðhvort Meireles eða Aquilani, væri flott að vera með 5 klassa miðjumenn, Lucas, Gerrard, Adam, Henderson og annan þeirra.

    Að fá Baines held ég að gerist aldrei en væri algjör draumur ef það tækist.     

  50. #65 kom hann ekki ódírt á ca eina og hálfa til tvær millz?? þannig að 12 millz þá skoða það alveg og þá frekar halda aqualani sem var okkur frekar dýr og fékk ekki mikið að sína. Plús það þá hef ég mikla trú á Ítalanum( og reyndar meireles líka). En hef trú á köllunum í brúnni og get varla beðið eftir að tímabilið hefjist. einnig undirbúningstímabilið ef einhverjir vita um link?

  51. Þið verðið samt að laga þetta með allar stafsetningarvillurnar sem koma eftir að maður ýtir á enter

  52. 66# róum okkur á 1-2 þvílik kaup hja Hodgeson þá! mig minnir að 11,5 m hafi verið mest talað um. hann kostaði samt 20 því hann var keyptur fyrir Macherano söluna og afgangurinn fór íðan í trínið á gömlu ógeðslegu eigendunum.

  53. #71

    Sem betur fer erum við girnilegri kostur en vopnabúrið í suðri. Gott mál

  54. http://www.skysports.com/story/0,,20876_7031402,00.html hvað finnst ykkur um þetta?

    Ef þú ert að tala um þessi ummæli þá finnst mér þau hálf pirrandi enda linkur sem maður veit ekkert um nema smella á hann og svo í kjölfarið frétt sem maður er búinn að lesa.

    En svona burtséð frá allri smámunasemi þá er þetta gott mál ef rétt reynist. Persónulega held ég að hann vilji bara fara til þeirra sem borga meira.

  55. Loksins er komin skýring á hvervegna Konchesky var keyptur.
    Þetta var allt misskilningur – spurður um Konchesky ætlaði Hodgson að segja hann væri “best left behind” en það kom út sem “best left back”.

  56. Aly Cissokho virkar sem ansi spennandi kostur í vinstri bakvörðinn. Hann er ungur og tikkar eflaust í megnið af boxunum. Að vísu er hann franskur – sem þýðir oftar en ekki vandræði í hausnum, en ferillinn hefur verið nokkuð góður, hann er ungur og orðinn númer 2 virðist vera í franska landsliðinu á eftir Evra en á undan Clichy. Verðmiðinn, sem ég átta mig ekki alveg á, 8 milljónir, gengur varla upp þar sem hann er sagður á fimm ára samningi frá 2009, og samkvæmt mínum útreikningum á hann að renna út árið 2014. Hann var keyptur á 15 milljónir € árið 2009 og ætti svosem ekki að hafa lækkað í verði nema ef tennurnar á honum hafa valdið einhverjum hryggskaða(!). En einhverra hluta vegna vildi AC Milan ekki kaupa hann.

  57. það á klárlega að kaupa þennan Ali Cissokho ef það er hægt á þennan penge. Drulla inn fyrsta boði núna strax! og er svo ekki hægt að losa einhvað af þessu drasli í burtu. eiga QPR sem voru að koma upp einhvern pening? prófa að bjóða þeim bara pakkadíl Poulsen, j. Cole, Konchesky, Jovanovic og El Zahar á yfirtöku launa!! fínn díll fyrir bæði lið held ég

  58. Stjórnarformaður Lyon sagði að liðið væri með of marga leikmenn og launakostnaður væri of hár svo liðið þarf að selja leikmenn. Liðið hefur einnig ekki skilað neinum sérstökum árangri á síðustu misserum í deild og meistaradeildinni. Þetta kann að skýra lágan verðmiða á Cissokho, ég reyndar á mjög bágt með að trúa því að 8m sé nóg, enda kemur sú upphæð væntanlega frá einhverjum slúðurmiðli og svo apa aðrir miðlar eftir því. Mér þykir annsi ólíklegt að hann fari á minna en 12-15 millur.

  59. Hvernig væri ad LFC skellti ser i barattuna um storu nøfnin…Er ekki komid nog af medalspilurum sidustu arin ?  Suarez voru god kaup a thokkalega storu nafni en hvad svo ?? Vissulega erfitt ad na i storu nøfnin thegar menn spila ekki i meistaradeildinni en thad ma reyna…Thad vilja allir knattsp.ahugamenn ad LFC seu i meistarad. og i topp 4 barattu..
    Kaupid topp midvørd , kaupid Downing og einn winger til…..

  60. fyrsti æfingaleikur er eftir 2 daga  veit einhver hvar er hægt að horfa a hann og kl hvað hann jafnvel lika hmmm ?

  61. Heiddi: Fyrsti leikurinn er á miðvikudaginn kl.12:00 samkvæmt Liverpool.is oog hann er allavega sýndur á LFC TV.

  62. Ég veit að það er kannski er erfitt að gera góða upphitun um lið Guangdong er Babú er búinn að hafa nógan tíma enda langt síðan Liverpool spilaði útileik. býst við henni á morgun

  63. Það verður engin upphitun fyrir æfinaleiki frekar en venjulega. Við erum allir í sumarfríum eins og þið hinir, skrifum 60+ upphitanir og leikskýrslur á hverju tímabili. Mér finnst algjör óþarfi að setja inn langar upphitanir fyrir æfingaleikina líka. 🙂

     

    Við munum samt að sjálfsögðu fjalla um æfingaleikina, sennilega setja inn þráð fyrir hvern leik þar sem menn geta rætt hann saman og svo skrifa stuttar leikskýrslur eftir leiki. En upphitanir eru óþarfi, sérstaklega þegar maður þekkir andstæðingana ekkert og veit ekkert hvaða leikmenn Liverpool spila. Skiptir líka minna máli hverjir byrja inná og slíkt í æfingaleikjum, þetta er bara til að sýnast í Asíu og leyfa leikmönnum að hreyfa sig aðeins.

  64. ég veit enda bara að bulla. veit ekki einu sinni hvort ég myndi leggja það á mig að lesa upphitun um lið guangdong eða hvað það heitir.. Það er ekki einu sinni búið að gefa það út hvaða leikmenn fóru nákvamlega! var að sjá áðan að glen Johnson fór ekki einhvað meiddur víst. vonandi ekki alvarlega samt.

Charlie Adam skrifar undir (staðfest)

Opinn þráður – Kína