Villa hafna boði í Downing. Opinn þráður.

Aston Villa hafa hafnað fyrsta boði Liverpool í Stewart Downing. Það var uppá 15 milljónir punda.

Annars er umræðan opin um leikmannakaup. Vinsamlegast virðið það að snúa ekki öllum umræðuþráðum uppí slúður-umræðu. En í þessum þræði er umræðan opin.

59 Comments

  1. Alltaf er maður á báðum áttum þegar kemur að tali um Stewart Downing.  Alveg frá því að hann kom fyrst fram á sjónarsviðið og komst í landsliðið (loksins vinstri kantari í landsliðið) og fljótlega eftir það þegar hann var fyrst orðaður við Liverpool.  Ávallt hefur maður verið óviss.

    Alltaf hefur maður haft það á tilfinningunni að hann sé ekki aaaaaalveg nógu góður en svo er hann drullugóður iðulega á móti Liverpool. 

    Ég er ennþá í þessum pakka, alveg hel-óviss um hvort hann sé rétti maðurinn fyrir Liverpool en það er eitt sem hefur breyst frekar mikið síðan í upphafi … Andy Carroll.  Það er orðið fjandi langt síðan Liverpool hefur átt Stóran striker sem getur skorað með hausnum reglulega (get ekki með góðri samvisku sagt að Crouch og Heskey hafi uppfyllt það).  Hversu gaman væri að sjá Liverpool með 30-40 fyrirgjafir í leik með Carroll í boxinu?  Þessi spurning er kannski aðalástæðan fyrir að ég vill sjá Downing í rauðu.

  2. Málið með Downing er bara að hann er með lélegar fyrirgjafnir og það er náttúrulega bara brandari að fara kaupa hann á 20 milljónir punda!!!! Skil bara ekki eitt, þessir leikmenn sem eru orðaðir við okkur eru bara ekki nógu góðir til þess að koma okkur á hærra plan, við náum aldrei meistaradeildasæti með þetta lið…. eða við verðum hugsanlega að berjast um 4 sætið við Tottenham og Arsenal…. Man Utd, Chelsea og Man City verða í sérflokki á næsta tímabili, því miður fyrir okkur!!!!!

  3. Guðmundur, þú hefur ekki verið að fylgjast vel með fyrirgjöfum Downing.

    Ég er í sama pakka og Siggi. Er einhvernveginn spenntur fyrir honum en samt finnst mér hann ekki vera alveg sá eini sanni sem okkur vantar á kantinn. Ég treysti þó Kenny best fyrir þetta og vona að hann fari að ljúka þessum miðjumannakaupum svo við getum átt tíma að fá til okkar vinstri bakvörð og sóknarmann/hægri kantmann. 

  4. Mér sýnist þessi mál öll lykta eins og þau gerðu þegar Parry var við stjórnvölinn í leikmannamálum. Og það er ekkert jákvæðara núna heldur en þá, þótt þetta sé voða fínt prinsipp að borga ekki “of” mikið fyrir leikmenn. Liðið missir af hverjum leikmanninum á fætur öðrum vegna þess að ekki er vilji til að borga það sem sett er upp. Ef menn ætla sér að kaupa Downing til að hafa í byrjunarliði þá á bara að bjóða nógu hátt til að Villa samþykki. Sama hefði átt að gilda um Clichy, þótt maður viti svosem ekki hvort það hafi verið gert. Mér finnst annað gilda um leikmenn sem eru ekki ætlaðir beint í byrjunarlið, það liggur kannski ekki eins á að styrkja þann þátt hjá liðinu.

    Ég veit það ekki, en mér er eiginlega hætt að lítast á blikuna. 6.júlí í dag og bara Henderson kominn. Og það sem verra er, enginn farinn enn. Ég er líka viss um að Dalglish sé ekki ánægður með framgang mála. 

  5. Downing er alveg með nógu góðar fyrirgjafir. Það verður að gera sér gerin fyrir því að almennt eru leikmenn ekkert með svo góðar fyrirgjafir að þær séu að rata á kollinn á sóknarmanninum í 9/10 skiptum.
    Gegn slökum liðum í deildinni (ca. 12-15) er Downing fyllilega nógu góður til þess að koma sér í góðar stöður til að gefa fyrir. 
    Það er á móti erfiðari andstæðingum sem hann fær minna pláss, minna svæði og er gert erfiðara fyrir. Þar þarf leikmenn sem geta unnið á litlu svæði og eru með skynsamleg hlaup og ákvarðanatöku. Hann gæti átt erfiðara uppdráttar þar, en hugsanlega gæti hann tekið skrefið upp.
    20m eru samt frekar mikill peningur fyrir hann, kæmi mér ekki á óvart að betri leikmenn fyndust fyrir þann pening í nágrannadeildum en Kenny vill einbeita sér að breskum leikmönnum annars vegar og hins vegar erlendum leikmönnum sem virkilega bæta liðið. Sem er fínt. 

  6. Ívar Örn, það er nú ekki eins og Downing sé farinn eitthvað annað! Rólegur. Hvað klisjuna varðar þá keppum við ekkert við City á peningamarkaðnum. Hvorki þegar kemur að verði á leikmönnum eða í launum. Það er á margan hátt jákvætt á meðan við eigum ekki eigendur með ótakmarkað magn fjármuna

    Persónulega er ég nokkuð hrifinn af þessum Downing kaupum og væri mikið til í að fá hann á Anfield. Gefur okkur vídd og eitthvað sem við eigum ekki nú þegar. Ef FSG er til í að greiða 15-18m fyrir hann þá er mér slétt sama.

    Eins held ég að þetta sé aðeins ofmetið með Andy Carroll. Hann er auðvitað augljós kostur að hafa þegar við veltum fyrir okkur kaupum á leikmanni með góðar fyrirgjafir en það má ekki gleyma því að Suarez, Gerrard, Kuyt o.fl. geta alveg tekið við fyrirgjöfum líka og það er hægt að skora með mun fjölbreyttari hætti eftir fyrirgjöf en bara með höfðinu. Meira að segja Andy Carroll gerir það oft.

    Annars vona ég að þetta Downing dæmi klárist í þessari viku, ef ekki þá snúa sér strax eitthvað annað enda höfum við áður farið í gegnum heilt sumar að eltast við leikmann(Barry) frá Villa, án árangurs. Downing er spennandi kostur en ef t.d. leikmaður eins og Vargas er falur á svipaðan pening þá er hann ekkert minna spennandi.

  7. Verð að taka undir með Ívari hér að ofan… mér er hætt að lítast á blikuna í þessum leikmannamálum. Ok.. Henderson er kominn og segjum að það náist að landa Downing og Adam líka (reyndar alls ekki víst að það takist), erum við þá komnir með mannskap til að fara ná í meistaradeildarsæti og jafnvel keppa um sigur í deildinni? O-Nei.. síður en svo. Það þarf eitthvað töluvert meira að fara gerast ef þetta á ekki að vera enn eitt vonbrigða tímabilið.

  8. City menn kaupa einungis þá leikmenn sem eru bendluð við önnur lið í slúðurdálkum breskra götublaða. Er ekki málið að rannsaka þýska leikmannamarkaðinn. Þeir eru fáir þjóðverjarnir í Liverpool. Thomas Muller. Hvernig væri að festa kaup á honum?

  9. Ég vill ekki sjá Downing. Finnst það svo mikil “Liverpool”-kaup. Ég hef aldrei verið hrifinn af honum og jújú það getur vel verið að hann yrði duglegur að dæla boltum á Carroll. Ég vill bara ekki sjá fleiri Englendinga at the moment. Ég væri frekar til í sjá Cazorla td. Mata getur spilað vinstri kant en ég held að hann plömmi sig betur í holunni eða sem striker svo ég held að það gætu orðið svona önnur Babel kaup (að kaupa striker og láta hann spila á kantinum). 

    Eina jákvæða við Downing er að hann er kantmaður og ekkert annað. Og það er líka eitthvað sem við eigum að leita að. En eins og þið kop-menn segið. Þá treysti ég Daglish og Commolli fullkomlega fyrir þessu.

    YNWA. 

  10. Ég verð að játa að þessi félagaskiptagluggi hefur verið vonbrigði sem e.t.v. má rekja til þess að maður var búinn að gera sér miklar væntingar í lok síðasta tímabils um miklar breytingar á leikmannahópnum. Nú þegar hópurinn er kominn saman á nýjan leik hefur einungis verið einn leikmaður keyptur þ.e. Henderson. Öflugur og spennandi leikmaður en eftir vill ekki í þá stöðu sem nauðsynlegt var að fylla í.
    Því miður virðist hægara sagt en gert að losna við syndir Hogdson á leikmannamarkaðnum frá því í fyrra þannig að líklega kemur liðið til með sitja uppi með þá leikmenn sem hann fékk til liðsins amk eitt tímabil í viðbót.
     
    Það sem hefur þó gerst í sumar er að leikmannamarkaðurinn hefur verið ansi rólegur, Arsenal, Chelsea, Tottenham og flest önnur lið að Utd undanskildu hafa farið rólega af stað. Ekki veit hve ástæða þess er, kannski eru liðin með minna fé milli handanna, erfiðlega gengur að fá leikmenn lausa, seljendur eru með óhólfega álagningu á leikmenn og óvissa ríkir með ýmsa lykileikmenn hjá sumum liðum og menn vilja því bíða með að fara kaupa leikmenn fyrr en þeir hafa gert upp hug sinn sbr. Teves, Modric og Fabregas. Hins vegar burt séð hvað önnur lið eru að gera þá verður Liverpool að hugsa um sín eigin mál.
     
    Nýjustu sögusagnir herma að liðið hafi boðið í Downing sem ég hef sveiflast mikið í áliti með. Hann átti gott tímabil í fyrra og myndi klárlega styrkja hópinn hjá Liverpool. Hann hefur ýmsa kosti t.d. hefur hann verið tiltölulega lítið meiddur, er enskur og með mikla reynslu hjá félagsliðum og landsliði. Nú virðast Villa menn hins vegar vera reyna að kreysta upp verðið á leikmanninum og reyna eflaust að setja verðmiðann í 20 milljón punda markið. Þá er spurningin er Liverpool tilbúið að borga það verð fyrir þennan leikmann sem verður 27 ára á þessu ári? Ég er í svipaðri stöðu og Siggi í Commenti 1, að ég hef sveiflast mikið í áliti um gæði þessa leikmanns. Væri hugsanlega hægt að ná í betri leikmann fyrir minni eða sama pening?

  11. #5 Kárinn er það ekki nákvæmlega málið að við höfum veriði að koma ágætlega út á móti stóru liðunum undan farið en tapað eða gert jafntefli við minni lið og þá held ég að Stewart Downing sé góð viðbót við liðið og komi með fína breidd þegar pakkað er í vörn á móti okkur

  12. Það virðist vera erfiðara en þá grunaði að landa þeim bitum sem þeir vilja. Samkeppnin við City, Chelsea og Man Utd er hörð og ekkert sjálfgefið að leikmenn velji Liverpool, enda flestir nautheimskir…

    Það virðist líka koma á daginn að Liverpool vlija losna við leikmenn áður en þeir kaupa nýja og það er hægara sagt en gert að losa leikmenn á seinasta söludag sem eru á ofur launum. Er ekki hægt að bjóða Hodgson pakkadíl?

    Ég er orðinn pínu pirraður á þessum seinagangi, en það er samt nægur tími eftir… Anda inn…

    kv. Capt. Obvious 

  13. Það yrði flott að fá Downing og Adam. Þá er KK búinn að fá þrjá menn á miðjuna sem veit hvernig á að nota. Við skulum ekki gleyma að Liverpool eru með gott lið þótt svo að þeir séu kannski ekki nógu góðir til að vinna deildina strax. KK sannaði það nú með flottum og árangursríkum fótbolta eftir áramót.

    Það er bara óraunhæft að ætlast til að Liverpool festi kaup á einhverjum ásum í sumar. Þeir vilja jú flest allir vera í meistaradeildinni. Ef að við fáum Downing og Adam þá fynnst mér liðið nokkuð solid og nógu gott til að ná 4. sætinu og þar með meistaradeildarsæti. Þá getum við farið að hugsa stærra.

    Við skulum ekki gleyma að þessir eigendur eru að fara að gera þetta með longterm plani og það þíðir að taka eitt skref í einu. Ekki setja óraunhæf markmið og spreða milljónum í random stórstjörnur eins og Man City.

    Þótt svo að Liverpool sé stórt nafn er liðið einfaldlega dottið niður í klassa og það tekur tíma að komast aftur á hærra plan.

     

  14. Varðandi Downing, þá var ég aldrei neitt sérlega hrifinn af honum þegar hann var hjá Boro.  Leikur hans á síðustu 2 tímabilum hefur svo sannarlega breytt skoðun minni á honum.  Það hefur oft verið hrópað á pjúra kantmann til Liverpool, mörg síðustu ár, en samt eru menn að tala um að menn vilji fá menn eins og Mata ofl.  Mata er t.d. ekki hreinræktaður kantmaður í þeim skilningi.  Downing er það svo sannarlega.

    Stuðningsmenn LFC eru orðnir órólegir varðandi þennan skort á kaupum, skiljanlega.  En það verður að taka það inn í myndina að það er ekkert hægt að bæta við leikmönnum endalaust og ekkert út í staðinn.  Núna eru slatti af leikmönnum komnir tilbaka úr láni og hefur ekki ennþá tekist að selja leikmenn.  Með FFP reglunum þá getur þú ekki stækkað hópinn endalaust, núna fer að skipta máli að halda sér í litlum mínus.  Launakostnaður spilar stóra rullu í rekstri félaganna og því geta menn ekki verið að fara út í langtímaskuldbindingar með þessum samningum við nýja leikmenn, á meðan menn þurfa að standa við gerða samninga.

    Öndum með nefinu, auðvitað væri frábært að vera búnir að gera meira á leikmannamarkaðinum heldur en raunin er, en eins og einare kemur inná hér að ofan, þá er ekki eins og að keppinautar okkar séu búnir að vera að gera stóra hluti.  Þar gerast hlutirnir líka hægt.  Eina undantekningin er ManYoo og er ástæðan fyrir því nokkuð einföld.  Owen Hargreaves, G.Neville, P. Scholes og Van der Saar hafa allir horfið af launaskrá hjá þeim, stór pakki þar.  Svo auðvitað skildi Bebe eftir stórt skarð sem varð að fylla strax 🙂

  15. Young var fín kaup á 15 millur en Downing er með “fáranlegan” verðmiða.  Það þrátt fyrir að hafa verið kosinn besti leikmaður Aston Villa á tímabilinu og hafi átt næst flest heppnaðar sendingar í deildinni og flest heppnuðu fyrirgjafirnar.  Veit ekki alveg hvað er í gangi með þessa fréttamennsku!!!

    Varðandi þetta mál allt þá veit ég að það eru alls ekki allir glaðir með það sem er í gangi og auðvitað er maður óþolinmóður.  Ég aftur á móti skil ekki þá sem láta eins og við þurfum að kaupa 18 leikmenn til að keppa um meistaradeildina.
    Horfði enginn á liðið frá 1.febrúar?

    Undir stjórn Dalglish vorum við með afskaplega góðan árangur þaðan frá, unnum stór lið og söfnuðum stigum.  Þegar við lögðum af stað inn í sumarið þá hélt ég að við værum að tala um 3 – 4 nöfn sem hjálpuðu þeim leikmannahóp sem fyrir er.  Vinstri bakvörður, vængmenn og síðan fá leikmenn sem geta bætt breiddina eða aukið gæðin.

    Svo er ein staðreynd sem fáir hugsa útí.  Það eru nýjar reglur í ensku deildinni sem leyfa bara 15 óenska leikmenn í leikmannahópum.  Miðað við leikmennina sem mættu á Melwood í gær eru þar 14 leikmen óenskir.  Ef að Jovanovic er ennþá skráður hjá okkur þá er ekki eftir eitt laust pláss fyrir óenska!!!

    Svo að augljóslega þarf að losa Jova, N’Gog, Poulsen og jafnvel einhverja fleiri áður en við fáum okkur leikmenn sem eru óenskir.  Því ekki viljum við hafa leikmenn utan 25 manna hópsins okkar á einhverjum risalaunum er það?

    Við hljótum öll að vera búin að sjá það að leikmannamarkaður sumarsins 2011 verður sá ruglaðasti í enska boltanum frá upphafi.  Sunderland er nú þegar búið að eyða 20 milljónum og kaupa 5 leikmenn en eru nú þegar í viðræðum við 3 aðra leikmenn frá Scum United!  Aston Villa ætla að eyða miklum peningum, Blackburn er að eltast við nöfn og við skulum ekki ræða Manchester City sem var að kaupa fjórða landsliðsvinstribakvörðinn í sinn leikmannahóp!

    Með því að kaupa Downing verða enskir leikmenn sem skipta máli i hópnum nú sex talsins, hinir eru Gerrard, Carra, Johnson, Spearing og Carroll.  Mögulega hrekkur Joe Cole í gírinn.  Svo yngri menn en 21s sem geta bæst við.  Charlie Adam er ekki talinn enskur og það skiptir líka máli í jöfnunni allri.

    Verkefnið sem FSG tók að sér var að laga félagið að nútímaaðstæðum í boltanum.  Það er klárt að byrjað var að hugsa um það áður, reyndar bara af Benitez og hans mönnum, því að akademían á að skila upp fleirum.  En það eitt og sér dugar ekki, það þarf að auka gæði enskra leikmanna til að bregðast við reglunum í enska boltanum og síðan gera liðið samkeppnishæft innan nýju fjármagnsreglanna. 

    Við hljótum því að sjá það að töluverða tiltekt þarf áður en við förum í að kaupa 4 – 6 leikmenn “óenska” á Anfield.  Ég er alveg algerlega sannfærður um það að við erum í afar góðum höndum hjá FSG og stjórnendum klúbbsins í dag.  Þeir eru að vinna í sjúku umhverfi enska leikmannamarkaðarins og eru bara að fóta sig í honum.  Það vissulega tekur tíma og tekur á.  Skulum ekkert gleyma því hvað síðustu tvö sumur skiluðu okkur afturábak í gæðum!!!

    Auðvitað eru sultufáranlegar upphæðir í gangi núna og það er því miður bara staðreynd að flestallir leikmenn sem hafa þennan enska stimpil munu fara hærra en raunvirðið er.  Vandinn í okkar klúbb er bara einfaldlega sá að við erum með fullt af “óenskum” leikmönnum sem teppa pláss fyrir aðra og munum þurfa að kaupa enskt.  Í fyrra spilaði það inní kaupin á Konchesky og reddaði Cole sínum hálaunasamningi.

    Svo mig langar enn og aftur að benda á þessa staðreynd og spyrja inná þessum lista hér hvaða 3 – 4 ensku leikmenn við sjáum bæta okkar leikmannahóp, því það er klárlega aðalástæða þess að við borguðum svo hátt verð fyrir Henderson, eltumst við Wickham, Clichy (talinn enskur því hann byrjaði ungur hjá Arsenal) og Young.
    Í mínum huga er Stewart Downing langbesti enski kosturinn sem mögulegur er á markaðnum í dag, Young var vissulega spennandi líka og Aaron Lennon stendur jafnfætis Downing.

    Þegar við erum búnir að fækka um nokkra óenska, ég vel Poulsen, Jova, Aquilani, Maxi og Aurelio sem þá sem eiga að kveðja hópinn, þá vildi ég gjarnan sjá tvo heimsklassaleikmenn til okkar.  Vandinn er mestur sá núna að við eigum ekki auðvelt með að losna við þessa leikmenn, það er eina ástæða þess að við gáfum Jovanovic þessa frjálsu sölu og erum að hlusta á tilboð í Meireles.

    Fyrirgefið langlokuna, en mér finnst við alltof mörg vera eins og óþekkir krakkar í sandkassa, bara fá allt sem við viljum fyrir slikk og án þess að skoða nokkuð annað en það sem gildir í kassanum þessa sekúnduna.  Sú hugsun gekk nærri því að eyðileggja klúbbinn okkar!!!!!

  16. eg var svo heitur fyrir Young, enn finnst við vera að reyna við þroskahefta hálfbróðirinn með að reyna við Downsyndrome!! og hva á það að þýða að verðmerkja hann hærra en Young ?!?

    hætta þessu kjaftæði og fá Mata !! getur hann ekki líka spilað á kant?

  17. Held að það sé búið að koma fram c.a. 5.001 sinnum að ástæðan fyrir því að Young fór “bara” á þessar 16 eða 17 milljónir punda var sú að hann átti bara eitt ár eftir að sínum samningi við Villa.  Mata er ekki hreinræktaður kantmaður í þeim skilningi, sækir meira inn á miðjuna, er frábær leikmaður og allt það, en er hann það sem okkur vantar helst?  Viljum við ekki fá eitraðar fyrirgjafir líka, erum með slatta af mönnum sem leysa inn á miðju, en minna um menn sem fara upp að endalínu og senda fyrir.

  18. Ég er mikið sammála Magga. En það er eitt sem ég skil ekki alveg. Menn gagnrýndu á sínum tíma (og tala enn um) að Perry og síðar jólasveinarnir hafi ekki viljað borga það sem sett var á leikmenn og menn hafa talað um að það hafi verið það sem hafi skemmt að stórum hluta plön Benitez þar sem hann þurfit alltaf að sætta sig við 2-3 eða jafnvel 4 kost en núna þegar FSG neitar að borga það sem menn vilja fá fyrir leikmenn þá er það bara hið besta mál og menn greilega ekki að láta plata sig osfrv. Ég get ómögulega séð að það sé eitthvað betra þegar FSG neitar að borga upp sett verð en þegar aðrir eigendur gerðu það sama.
    Ef Aston Villa vill fá 20 milljónir fyrir Downing þá er náttúrlega bara út í hött að bjóða 15 millur fyrir hann.

  19. En ef að Villa taka svo 17 milljón punda boði, væri þá ekki út í hött að bjóða 20?  Svona hefst yfirleitt þessi leikmannakaupaleikur, ekkert ósvipað og gengur og gerist þegar menn eru að kaupa bíla eða fasteignir á frjálsum markaði.  Þetta var fyrsta boð í leikmanninn frá Liverpool og opnun á viðræður á milli félaganna.

  20. Það er eitt sem er á hreinu varðandi Stewart Downing hvað sem mönnum finnst um hæfileika hans. Liverpool vantar akkurat svona leikmann eins og hann, þessi kaup munu án efa bæta núverandi leikmannahóp Liverpool.

  21. Ef menn vilja fá góða Enska kantmenn og Downing er of dýr miðað við gæði þá myndi ég vilja sjá Kenny gera allt til þess að fá Adam Johnson frá City eða þá Milner. City eru að versla eins og enginn sé morgundagurinn og þá hljóta þessir menn að verða fáanlegir.

  22. Held stundum að menn kunni ekki að lesa sig til þrátt fyrir að fólk sé matreitt með ljúffengum langlokum líkt og komment #17 og pistlar frá ykkur félögum á þessari síðu. Ég fíla alveg langlokur svo framarlega sem þær eru innihaldsríkar og stútfullar af kjöti. Efa að vandamál Liverpool leysist í einum sumarglugga og tel það fráleita pælingu. Það þarf án efa 2-4 leikmannaglugga til að taka til í hópnum. Þetta kapphlaup er langhlaup en ekki spretthlaup. Anda inn….anda út…endurtakist eftir þörfum…

    Sagði King Kenny ekki eitthvað á þá leið í vetur að þetta væri ekki endilega spurning um að fá besta mann í heimi í ákveðna stöðu heldur besta manninn sem passar inn í hlutverkið hjá Liverpool.

    Svo sagði einhver annar að það er enginn leikmaður stærri en Liverpool. Vandamálið í dag er bara að við þurfum að gera Liverpool að særri klúbb en allir hinir.

    Er viss um að við erum á þokkalega réttri leið þangað.

  23. Mér er meinilla við það að Liverpool muni borga hátt í 20 Millur fyrir Downing. Finnst Aston Villa vera að ríða okkur svolítið í rassgatið með því. En kannski gera það bara allir af því að þeir vita af því að við ætluðum okkur að vera “all in” í sumar.
    En ég hef engar áhyggjur eins og stendur. Jova vonandi farinn, Cole vonandi að fara aftur til London, reynum að nota N’gog sem skiptimynt og þurfum að bjóða Poulsen frítt, það er eitthvað lið sem hlýtur a geta notað hann.

    Sýnist á öllu að Aquilani verði áfram á kostnað Meireles, finnst svosem ekkert að því ef að Aqua nær að halda sér heilum, þá væri kannski hægt að nota hann í 90 mínútur annað en Meireles sem var alltaf gjörsamlega bensínlaus síðustu 20. Smoker anyone 🙂 ?

    Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér leikkerfinu í vetur. Erum við að fara að spila 4-4-2 með Suarez og Carrol frammi? Eða erum við að fara að spila 4-2-3-1 með Carrol uppá Topp og Suarez í holuni, og vonandi Kuyt og Downing á Köntunum. Ég persónulega vill ekki sjá annað en að Suarez sé fremsti maður með Carrol. En eg er ekki að sjá að gerast ef að Dalglish ætlar að versla kantmann og nota sama leikkerfi og í fyrra.

    Allavega nokkrar pælingar! Eigiði góðan dag Poolarar.

  24. Downing er mun betri kantmaður en Mata, Mata er hinsvegar frábær í svona free-role hlutverki fyrir aftan framherjann, ef einhver fylgdist með U-21 þá hefðuð þið séð þetta frekar augljóst. Ég vil fá þá báða!

  25. heyrðu maður er að heyra á twitter að C.Adam sé að klárast…. finnst eins og ég hafi heyrt þetta áður! úff hvað þetta er orðið þreytt.

  26. Dave nr.18

    Þér dettur ekki í hug að fólk með down syndrome gæti verið að lesa þessa síðu? Djöfull verður maður pirraður að lesa svona skítacomment, standardinn hérna er yfirleitt nokkuð góður en fólk eins og þú dregur hann niður. Stórt dislike á þig “félagi”.

  27. Ég vill frekar Downing en Mata, hann hefur reynslu úr deildinni og er eins og Steini segir hreinræktaður kantmaður en það er Mata alls ekki.

    Klára Adam, Downing og Enrique alla helst fyrir asíuferðina og svo í draumaheimi vill eg einn flottan hægri kantmann með þessu, getum vel lifað án þess að kaupa hafsent og sóknarmann, Kuyt getur verið 3 senter td og skipst á því hlutverki og að vera á hægri kantinum á móts við nýjan hægri kantmann.

    Hlýtur eitthvað að fara að gerast fjandinn hafi það    

  28. Sælir félagar
     
    Ég hefi ekki verið hér inni í þessarri leikmanna umræðu.  Enda lýsti ég því yfir eftir lok leiktíðar að ég treyst Kenny og félögum fyrir verkefninu og tæki því sem að höndum bæri.
     
    Nú er það samt orðið þannig að mig er að þrjóta örendið og þolinmæðina.  Umræðan og og kaupin (ekki kaupin) er farið að minna á undanfarin mögur ár í þessum efnum. Mikð um slúður en ekkert gerist.
     
    Það hefur verið spurt um það hér á þessu spjalli áður; hvort ekki sé hægt að losna við leikmenn af samningum.  Er ekki hægt að segja upp samningum við menn eins og Poulsen og fleiri.  Er ekki betra að losna við þá fyrir ekki neitt en hafa þá á launaskrá og geta ekki notað þá?  Og þar að auki taka þeir pláss sem nýta mætti fyrir alvöru leikmenn. Mér er spurn?
     
    En hvað sem öllu líður þá er ég farinn að hafa áhyggjur af því að þetta sumar (les. leikmannagluggi) fari til einskis og lítið breytist.  Ég veit þó að KK mun fá meira útúr hópnum en Gamla Hrörið – en samt.  Við verðum að fara að sýna árangur ef liðinu á að haldast á stuðningsmönnum (afla nýrra) og þar með tekjum.  Því verður að styrkja hópnn sérstaklega með könturum og vinstri bakverði.  Jafnvel miðverði því Carra (minn maður) yngist ekki með árunum og Agger hefur þvílíka meiðslasögu að fáir jafna hana nema Fabio Aurelio.
     
    Það er nú þannig
     
    YNWA

  29. Það getur verið að #18 hafi notað full gróft orðalag en ég er sammála innihaldinu í því sem hann segir. Við vorum allir á því að Young væri betri kostur en Downing. Þess vegna skýtur það skökku við ef við eigum síðan að greiða hærra verð fyrir hann en ManU greiddi fyrir Young. Það eru fleiri fiskar í sjónum, Milner, Adam Johnson, Mata o.s.frv. Mata og Suares yrðu alveg baneitraðir saman. Hefur einhver skoðað vinstri bakvörðinn í Uruguay liðinu? Hann virðist hafa þetta allt saman, duglegur í vörn og sækir stíft.  Held hann heiti Caceres.

  30. En Viðar, af hverju ertu svona æstur í að fá Enrique?  Greinilega séð eitthvað meira en ég í leikjum Newcastle í vetur, því mér finnst hann hreinlega ekki vera að bæta neitt það sem við höfum fyrir.  Að mínum dómi vil ég fá virkilega góðan vinstri bakvörð, eða bara stick to what we have og endursemja við Insúa og nota svo Aurelio (alltaf þegar hann er heill) og svo Robinson eða jafnvel G. Johnson.

  31. Menn átta sig held ég alveg á því að það er erfitt að keppa við Money(Man) City á leikmannamarkaðnum, en Clichy var keyptur á 7 milljónir punda og fær u.þ.b. 65.000 pund á viku…
     
    Ef við getum ekki keppt við það, þá er alveg eins gott að sleppa því að kaupa leikmenn yfirleitt…
     
    Joe Cole er með fokking 90.000 pund á viku, og er líklegast hæst launaðasti leikmaðurinn í PL mv. spilaðar mínútur…

  32. Við vorum allir á því að Young væri betri kostur en Downing

    Hverjir eru þessir “við allir”?  Það er líka nokkrum sinnum búið að koma fram að Young átti aðeins 12 mánuði eftir af samningi, þess vegna er kaupverðið langtum lægra en ella.  Fyrir mér snýst þetta fyrst og fremst um það hvers konar leikmann við þurfum.  Young er ekki þessi kantari eins og Downing, þ.e. hann gefur öðruvísi vídd, hvort sem menn telja hann betri leikmann eða ekki.  Downing fer reglubundnar ferðir upp að endamörkum og kemur með góða krossa, það er hans aðals merki.  Young er meira fyrir að tékka inn.  Sama með Mata.  Adam Johnson er svo aftur á móti önnur Elín, ég varð gríðarlega svekktur á sínum tíma þegar City “rændi” honum um hábjartan dag.  Frábær leikmaður, en ég held að það sé ekki fræðilegur að City selji okkur hann.

  33. Sillí síson….got to love it….

                          er ekki Eiður Smári á lausu… 🙂 

  34. Ég vill frekar fá Downing en Young ef ég ætti að velja annan en helst vildi ég báða.

     

    Við höfum bara verið með tvo alvöru kantmenn í liðinu okkar á síðustu tveimur árum, Pennant sem átti ferlega gott tímabil 2006 – 2007 en tognaði svo á drykkjarvöðvanum aftur og 2008 – 2009 þegar Riera átti mjög gott mót en tognaði svo á heila þá um sumarið.

     

    Vængógnun okkar liðs þess utan hefur alltaf verið að kantmaður leysir inn á miðju, en ekki út fyrir bakvörð til að þeysast að endalínunni og krossa inn í boxið.  Slíkur maður er ekki til í leikmannahópi LFC núna og okkur bráðvantar svoleiðis mann til að auka ógnunarmöguleikana okkar.  Ég styð Steina 100% í því að ég vildi fá Adam Johnson og er hundfúll að við misstum af honum, held það sé vonlaust við fáum hann núna.  Þess vegna vel ég Downing en tek Johnson allan daginn annars.

     

    Varðandi þá skrýtnu stöðu að samningar knattspyrnumanna virðast ekki vera launasamningar heldur verktakasamningar með eignarétti þá er það eitthvað sem maður verður að lifa við.  Poulsen fékk langan og góðan samning og vill ólmur spila fyrir LFC.  Ég skil Poulsen alveg, myndi ekki hlaupa frá slíkum klúbbi og það mun þýða það að til þess að losna við hann munum við þurfa að gera eitthvað merkilegt.  Sama með Cole og sennilega líka með Konchesky.  Ömurleg staðreynd alveg hreint.

     

    Aftur segi ég að það er örugglega ástæða þess að menn eru að skoða það að halda mönnum sem önnur lið vilja ekki (Aquilani, Poulsen og Aurelio) en eru reiðubúnir að hlusta á tilboð í aðra sem eru “missanlegir” (Mwireles, N’Gog og Insua).

     

    En þetta verður þolinmæðisverk, það er klárt!!!

  35. Ef thad var ekkert mal ad borga 35 fyrir Carroll tha er thad enn minna mala ad borga 19 fyrir Downing og 9 fyrir Adam.  Ekki vera med thessa andsk. nisku , mætti halda ad Skoskir gydingar redu øllu hja LFC 🙂

  36. Steini ég er reyndar langt frá því æstur að fá Enrique og sá hann alls ekki mikið í vetur, minn draumur var að fá Brassann Bastos í vinstri bakvörðinn eða Baines, sagði líka hér um daginn að ég vildi Clichy frekar en Enrique. Hef reyndar aðeins skoðað á youtube úr leikjum hjá Enrique og td í leik gegn Man Utd í vetur lúkkaði hann mjög vel. Ég held reyndar að hann sé mun betri en það sem við höfum fyrir og kannski eitt af því skásta sem við getum fengið í þessa vandræðastöðu okkar.

  37. Menn verða að átta sig á því… að ef LFC bauð 15 milljónir og Villa segja nei, þá þýðir það ekki að Liverpool séu nískir…

    Svona eru samningaviðræður… FSG eru búnir að ákveða fyrirfram hvað þeir eru tilbúnir að borga mikið og Aston Villa eru líklega búnir að ákveða hvað þeir eru tilbúnir að sætta sig við lágt verð.

    LFC kemur síðan með “ekkert dónalegt” boð upp á 15 milljónir til að sýna áhuga og hefja viðræður… Ef Villa myndu samþykja það strax væri það helvíti svekkjandi fyrir LFC, enda myndu þeir hugsa…”Afhverju í andskotanum buðum við ekki minna”

    Annars lýst mér bara vel á sumargluggan, treysti eigendunum til að gera vel og hef engar áhyggjur þó þér séu ekki vitleysingar sem spreða peningum hægri vinstri… Þetta er fyrsti alvöru leikmannaglugginn þeirra og þeir verða að gefa tónin fyrir hvernig viðskipti þeir ætla að stunda í framtíðinni. 

  38. Tekið af opinberu síðunni:

    Liverpool Football Club today announced they have reached agreement with Blackpool for the transfer of Charlie Adam.

     



    The player will now travel to Merseyside for a medical and to discuss personal terms.

  39. Muniðið þið í janúar glugganum komu zuarez carrol og fór torres snemma í þeim glugga nei pæliði aðeins í því?
    held að þeir klári þetta allt í restina aftur. Kenny sagði að hann vissi hvað væri í gangi í viðtali en hann þirfti ekki að seigja neinum það hann veit það enþá og ég treysti þeim fulkomlega þetta kemur.

  40. Jæja…Adam ad detta inn tha vantar bara Evu og uppbyggingin getur hafist….Eftir 20 ar verdur LFC osigrandi :)…….Annars ef satt reynist , til hamingu.  Eg personulega er ekkert alltof viss um ad Adam verdi HIT a Anfield , tel reyndar ad tyndi sonurinn fra Italiu verdi thad frekar…

  41. Er ekki eðlilegt að við séum nískir eins og Skotar?  Kenny Dalglish er jú einu sinni skoskur.

  42. Bara læknisskoðun á Adam eftir og þá virðist þetta done díll. Það er mjög gleðilegt og vonandi að þá fari hjólin að snúast hratt. Menn eiga vonandi eftir að tínast inn í Asíutúrinn eftir því sem líður á hann.

    Reglugerðafarganið flækir greinilega málin og gerir okkar mönnum erfiðara fyrir, sem og leikmannahópurinn sem er til staðar. Það verður að gera eins og Mónakó gerði vegna Eiðs Smára, greiða hluta af launum leikmanna eins og Poulsen hjá öðrum liðum ef hann og nokkrir aðrir eru ekki tilbúnir til að fara frítt og á lægri laun annars staðar. 

  43. Bölvaður skólastjórinn (Nr. 17) að tala af einhverju viti hérna!

    Varðandi FSG þá hafa þeir keypt þrjá unga og mjög spennandi leikmenn síðan þeir komu og staðfestu í gær að þeir eru langt frá því að vera hættir, jafnvel þrátt fyrir að sitja uppi með fullt af vel launuðum leikmönnum sem skila engu til liðsins. Það má ekki alveg gleyma Suarez og Carroll í uppbyggingu liðsins enda mjg stutt síðan þeir komu. Fjárhagslega kom það líklega ekkert illa út fyrir FSG en Suarez er nokkurnvegin á pari við Torres og Carroll er örugglega mikil bæting á Babel = Bæting á liðinu. Henderson kemur ofan á það.

    Á launaskrá eigum við m.a. í dag:
    Jovanovic
    Degen
    El Zhar
    N´Gog
    Allt leikmenn sem fá fín laun og myndu líklega losa pláss á launaskrá fyrir eitt mjög stórt nafn án þess að það skipti neinu upp á breidd hópsins.

    Að auki erum við með
    Poulsen
    Konchesky
    Cole
    Aurelio
    Insúa
    Veit reyndar ekki með neðstu tvo en ég býst við að það verði fjandanum erfiðara að losna við þessa menn (ef Insúa er ekki farinn) sem sannarlega myndu covera 1-2 góða leikmenn í launakostnaði.

    Ofan á þetta eigum við síðan
    Aquilani 
    Við myndum líklega selja hann eins og skot kæmi nógu gott boð en hann er bæði dýr og mjög líklega á fínum launum. Reyndar er líka hægt að líta á Aquilani sem ný og nokkuð spennandi leikmannakaup enda sannarlega góður leikmaður sem við höfum ekkert séð til hjá Liverpool og einmitt týpa af leikmanni sem ætti að henda okkar leikkerfi vel

  44. Aquilani syndi stundum goda takta undir thad sidasta med LFC…Thad var bara eins og felagar hans skildu ekki hans skøpunargafu….Sendingargetan var flott….Tæklingar kannski ekki hans sterkasta hlid en Lucas getur sed um thær..

  45. Er það virkilega satt að Clichy hafi verið keyptur á 7m og sé að fá 65k á viku hjá City? Var virkilega ekki hægt að borga þetta fyrir flottan vinstri bakvörð? Ég er ekki alveg að skilja þetta… var það kannski CL fótbolti sem var að draga hann til City?

    Annars flottar fréttir með Adam. Nú er bara að halda áfram. Okkur vantar ennþá miðvörð, vinstri bakvörð og winger.

  46. BABÚ….

    Gaman að lesa að FSG hafi staðfest að þeir væru langt frá því að vera hættir á markaðnum en hvar sástu að þeir hefðu sagt það? Trúi þér alveg en langar bara að sjá þetta.  

  47. Viðar

    Með því að bjóða í Downing í gær…. og svo eftir að við báðir skrifuðum okkar ummæli, með því að kaupa Adam 🙂

  48. Skil þig Babú, ég hélt að þú hefðir lesið eitthvert viðtal við Henry eða eitthvað slíkt sem hefði farið framhjá mér en jákvætt að það sé að komast hreyfing á hlutina

  49. Þetta eru engar stórstjörnur sem eru að koma í liðið núna en ég skil mikilvægi þeirra. Allt eru þetta leikmenn sem munu ekki fara væla eftir 1-2 ár að komast í burtu. Eiga mörg ár eftir hjá Liverpool og tilbúnir að berjast fyrir félagið. Það er greinilega verið að byggja upp stórt sterkt lið af mönnum sem að útlendingar fylla síðan af gæðum þegar lengra dregur. Til þess þarf góðan grunn og að bæta við breskum landsliðsmönnum er fín byrjun. 

Hugmyndafræði akademíunnar

Blackpool samþykkir tilboð í Charlie Adam!