Blackpool samþykkir tilboð í Charlie Adam!

Á opinberri heimasíðu Liverpool birtist áðan stutt frétt sem segir það sem við höfum beðið eftir frá í janúar.

Blackpool hefur nú samþykkt tilboð Liverpool í Charlie Adam sem er þessa stundina á leið í læknisskoðun á Melwood.

Ekkert kemur fram annað en um hrein kaup hafi verið að ræða og án þess að leikmaður / leikmenn hafi farið hina leiðina, en meira af því síðar.

Á myndum af æfingu Liverpool í morgun má meðal annarra sjá Emiliano Insua hlaupandi um í æfingagallanum svo það á allavega að líta á strák!

Svona fyrir samsæriskenningamenn þá má sjá að Aquilani hleypur um merktur númeri 36 og Insua er númer 29 – sumir vilja meina að þar með sé ljóst að þeir séu ekki líklegir áfram. Ef svo er þá má líka sjá að Agger er númer 30…

En aðalfréttin er auðvitað sú að líklega er lengsti leikmannaeltingaleikur í sögu félagsins okkar að klárast, sennilega ekki síðar en í fyrramálið sjáum við nýjasta leikmanninn okkar í rauðum búning og hann fer með til Asíu. Vonum það allavega en geymum að bjóða hann velkominn þangað til að allt er klárt!

106 Comments

  1. Jæja loksins einhver hreyfing í þessu máli. Þetta er allavega að fara að styrkja hópinn, svo er víst. Baráttuhundur með bolta í sér, gott að hafa þá með sér í liði!

  2. LOKSINS LOKSINS LOKSINS….

    Klára þetta og vona að menn séu í 5 gírnum þessa vikuna og við fáum Adam og kannski 1-2 nýja leikmenn í viðbót með í Asíutúrinn  

  3. Sögusagnir á netinu segja að Konchescky og Wilson fari í hina áttina í Adam kaupunum Wilson bara á láni þó.

  4. Æfingatreyjur eru oft með undarlegum númerum. Hefur verið þannig lengi og breytir engu um stöðu leikmanna. Það væri raunar út í hött.

  5. Agger er með 30 á treyjunni en 5 á buxunum. Hef enga trú á að þessi númer skipti nokkru máli, sennilega ekki búið að velja/útdeila númerum fyrir næsta tímabil.

    Skil enn ekki hvernig menn geta kvartað yfir því að hafa dýpt og mikil gæði á miðjunni. Myndi skilja það ef búið væri að loka glugganum og ekkert meira hefði verið keypt. Öndum með eyrunum strákar 🙂

    Alltaf jákvætt að fá Skota til Liverpool. 

  6. Ok, ég vísaði greinilega í sömu grein og Babu, bara á annarri síðu (fyrir utan að greinin hans Babu er með svona líka fínum töflum og línuritum)

  7. Ég held að þetta muni reynast góð fjárfesting. 

    BTW Blackpool og Villa eru í eintölu svo Blacpool samþykkir (ekki samþykja) tilboð og Villa hafnar (ekki hafna) tilboði.

    BBW Af hverju þarf að tala um fótboltafélög sem klúbba? Klúbbur er allt annað orð en “club”. Líður alltaf eins og sé verið að ræða einhvern saumaklúbb. Liverpool er knattspyrnufélag. 

  8. getum við ekki sett hendeson adam eða eithvern á kantinn haldiði að þeyr gætu ekk passað þar ég meina adam er með vangefnar sendingar kanski of slow veit ekki hvað finst ykkur

  9. Það er einföld útskýring á númerunum hjá Aquilani og Insua, númerin sem þeir voru með áður en þeir fóru á lán hafa verið gefin öðrum leikmönnum: 4, Meireles og 22, Wilson. Þannig það er bara hent næstu lausu æfingasettunum í þá.

  10. Frábært. Þolimæði þrautir vinnur allar.
    Þurfum breidd á miðjunni. 

  11. Líst vel á Adam. Hann á klárlega eftir að styrkja hópinn amk er miðjan orðin vel mönnuð og verðugt verkefni að grisja úr honum einhverja leikmenn. Get hjálpað til að með því að stinga uppá því að Poulsen verði látinn fara. Þetta gæti líka þýtt að Aquilani eða Meireles séu á förum fljótlega eða þá að Shelvey verði sendur á lán. Í ljósi þess að Liverpool verður ekki í Evrópukeppni þetta árið er fyrirséð að álagið á leikmannahópinn verður minna þetta árið en síðstu ár því líklegt að einhverjir leikmenn verði lánaðir út eða einfaldlega seldir.
    .

  12. Kilkkaðir skotar alltaf velkomnir, ég vill nú bara helst halda öllum þessum mönnum. Nema ruslinu Koncheski Poulsen og kanski Ngog.  Verð brjálaður ef ég fer að sjá menn eins og El Shar á bekknum aftur og sé Þetta ekki vera besta tímann til að byrja að grisja til í liðinu.  Það veitir ekkert af breiddinni fyrir tímabilið

  13. Insúa á twitter fyrir klukkutíma síðan: In Liverpool again, I hope to stay and contribute something to the team, I am eager to join!

    Og frábært að fá Adam, losum okkur nú við eins og 2 miðjumenn 🙂

  14. Yes er búinn að vera mjög spenntur yfir honum síðan hann var orðaður við okkur. Og þá aðallega út af því að hann kjöldróg okkur í þessum tveimur leikjum sem að hann spilaði á móti okkur á seinasta tímabili.
     
    ………………………………………………YNWA……………………………………………………..

  15. Flottur leikmaður virkilega góður í föstum leikatriðum. Bætir klárlega við breiddina hjá okkur
    Velkominn Charlie Adam!

    YNWA 

  16. Jæja loksins loksins er þessi blessaði skoti kominn og er það vel.   Meiri gæði í Lucas og Adam en Lucas og Spearing( þó hann sé ágætur).

    Lítur út að Doni sé að lenda líka http://msn.foxsports.com/foxsoccer/premierleague/story/roma-goalkeeper-doni-close-to-liverpool-move-two-year-contract-070611?

    Eitthvað ungt talent líka http://www.fanatix.com/wonderkid-playmaker-claims-liverpool-transfer-approach/

    Þá er bara að fá þesnnan hafsent http://www.footballtransfertavern.com/2011/07/uncategorised/6m-is-a-shrewd-bit-of-business-from-king-kenny?

    Vinsrti bak http://www.ourkop.com/2011/07/04/monday-rumour-liverpool-to-solve-left-back-problem-with-11million-bid/

    Mata og Downing

    Þennan striker sem vill bara koma til okkar.  Gæti verið fínn squad player og gott vegna Asíumarkaðsvæðingar.  http://www.givemefootball.com/premier-league/6m-striker-target-wont-go-anywhere-but-merseyside-?

  17. Fáum þetta aðeins á hreint.

    Það gerist ekkert í nokkrar vikur. Ég er nær allan tímann við skjáinn … og EKKERT gerist.

    Svo kemst ég ekki í tölvu einn helvítis miðvikudag … og þá kaupum við Adam og Doni, Johnson framlengir og Insúa segist vilja vera hjá Liverpool á næsta ári?

    Ég held ég slökkvi bara á tölvunni það sem eftir er sumars. 🙂

  18. Rosalega jákvætt að vera að klára þetta mál, loksins. Hreinlega býst ekki við neinum töfum til viðbótar. Vonandi að Downing kaupin fylgi fljótt í kjölfarið svo við getum farið að velta fyrir okkur öðrum hugsanlengum kaupum.

    Engin spurning í mínum huga að Liverpool á að kaupa Downing, í ljósi þessi að Adam Johnson er ekki í boði. Ég, eins og margir aðrir hafa verið mun spenntari fyrir honum en Ashley Young…

    Ég þurfti á þessum fréttum að halda, býð Adam velkomin til Liverpool og hlakka til að sjá hvað hann gerir fyrir okkur. 

    Shelvey á lán, Poulsen út. Halda hinum… Góður draumur maður… 

  19. United að reyna að fá miðjumenn einsog Sneijder og Liverpool að fá menn einsog Adam.
    Furða mig ekkert á því að United hafi siglt yfir okkur í Englandsmeistaratitlum á undanförnum árum. Þeir setja markðið einfaldlega hærra!

  20. Þrír mjög jákvæðir hlutir búnir að gerast í dag hjá Liverpool.

    1. Adam að koma
    2. Johnson búinn að framlengja
    3. Insúa kominn aftur, hann verður flottur backup og ég hef trú á því að hann reynist okkur vel

    Síðan er loksins komið sumar á Héraði þannig þessi dagur gæti ekki verið betri… Eða jú, klárum Downing í kvöld og mitt lið vinnur í 3.deildinni, þá er þetta fullkomið. 

  21. Stórkostleg kaup! Fyndið að horfa upp á United vera eltast á við miðlungs prímadonnur á borð við Nasri, Sneijder og Sanchez á meðan við hneppum eina allra skærustu stjörnu enska boltan beint fyrir framan nefið á þeim – Charlie Adams! Ég heyrði að Barcelona hefðu ætla að ræna honum á síðustu stundu en við höfðum betur!
    Og það verður sannkölluð veisla ef við fáum snillinginn Downing frá Villa. Gott blöff hjá Dalglish að þykjast ætla kaupa Ashley Young, Ferguson beit á snærið (fyrir 16m – BRJÁLÆÐI haha!)! Við fáum aðal sköpunargáfu og kraft Villa sem er að sjálfsögðu Downing, gangi þeim vel með Ashley!
     
    Frábært sumar, Henderson á 20m var náttúrulega bara gjöf, þvílíkt efni sem sá drengur er. Framtíðar kapteinn!
     
    In Dalglish we Trust!

  22. Strákar, strákar. Þeir eru kannski að reyna að bæta Sneijder, Modric eða Nasri við miðjuna sína en þeir eru líka með menn eins og Michael Carrick, Darren Fletcher og Ji-Sung Park á miðjunni hjá sér sem eru ekki beint jafn spennandi nöfn.

    Við erum með Gerrard, Lucas, Meireles, Aquilani og Henderson og erum að bæta við okkur Adam. Jafnvel þótt annað hvort Aquilani eða Meireles fari er þetta skrambi góð miðja, jafn góð ef ekki betri en aðrar miðjur á Englandi. Hugsið Adam sem okkar Carrick, Henderson sem okkar Fletcher og spyrjið ykkur svo hverja eiga United sem jafnast á við Gerrard, Lucas, Meireles, Aquilani?

    Ef þeir eru að bæta við sig Sneijder, Nasri eða Modric er það til að geta verið með miðju sem er jafn góð og okkar miðja, ekki öfugt. Liverpool eru eftirbátar United á mörgum sviðum knattspyrnunnar síðustu 1-2 ár, en miðjan er ekki eitt af því.

    Ef við ættum nú bara vinstri bakvörð sem jafnast á við Patrice Evra …

  23. Gvendur #31, ég hugsa að Kenny og Comolli vilji alveg fá leikmenn eins og Sneijder og hans líka, en það að vera ekki í Evrópukeppni er svolítill dragbítur á að vera að fá stóru bitana, þess vegna er Man Utd líklegri áfangastaður slíkra leikmanna.

  24. Ef að Charlie Adam væri argentískur og hefði verið valinn einn af sjö bestu leikmönnum spænsku úrvalsdeildarinnar, þá væru allir að missa sig. 

    En hann er jú skoskur og var valinn einn af sjö bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar og þá byrja sumir að kvarta yfir því að hann sé ekki nógu flottur.

  25. Sumir ættu nú bara að fara að halda með litlu liðunum. Fyrr má nú aldeilis vera skortur á sjálfsáliti ef svo má segja.

    Segi það enn og aftur að ég er mikið sáttari við að vera búnir að tryggja ákveðna leikmenn áður en aðrir eru leystrir frá störfum fyrir félagið.

    Sneijder, Modric eða Nasri yfir í önnur lið er ekkert ávísun á brilljant framistöðu þeirra eða þeirra liða frekar en vissa um að Adam eða aðrir standi sig ekki hjá okkur. 

  26. Downing og Enrique inn, og þá erum við komnir með helvíti góða breidd og nokkuð solid byrjunarlið.
     
    Poulsen, NGog, Konchesky, Degen, Aurelio og Jovanovic út.
     
    Fá svo eina sleggju einsog Aguero og Hazard og þá erum við ekki aðeins komnir með samkeppnishæft lið í titilbaráttu heldur líka með virkilega heillandi klúbb fyrir aðra stóra leikmenn að koma til.

  27. Þeir McAllister, Souness, Nicol, Yeats, Liddell, Dalglish, St John, Alan Hansen, John Wark og sjálfur Bill Shankley voru e.t.v. ekki brúnir, með túberað hár og makaðir í andlitskremum en mikið svakalega afrekuðu þessir Skotar mikið hjá Liverpool.

  28. Vissulega mikið af miðjumönnum en er ekki Dalglish bara að finna sinn kjarna, nokkurn vegin án tillits til þeirra sem fyrir eru hjá félaginu. Comolli getur svo bara haft áhyggjur af því að selja þá sem eru ekki á neinn hátt inni í myndinni. Það eru nokkrir leikmenn sem eru þarna á háum launum en hafa lítið sem ekkert komið við sögu af einhverjum ástæðum. Ég trúi því að þeir hafi nú nægilega mikla sjálfsvirðingu til að vilja fara annað og iðka sitt fag – ég nefni engin nöfn, en þetta eru 5 – 6 leikmenn auk þeirra sem rættist ekki nægilega vel úr.

    Gerrard, Reina, Suarez, Carroll, Kuyt, Lucas, Johnson, Kelly, Adam, Carra og Skrtel geta allir skammlaust verið í byrjunarliðinu eða öruggir á bekkinn. Aquilani, Meireles, Agger, Flanagan og Aurelio geta líka komið að gagni en það er ekki almennilega hægt að stóla á þá. Henderson þekki ég ekki neitt og Shelvey, Spearing, Insua og Robinson eru spurningarmerki en það gæti vel ræst úr þeim. 

    Í byrjunarliðið finnst mér vanta frískan og fljótan “Agger” í miðvörðinn (kannski er Kelly maðurinn í það – eða kannski tekur hann við af Carra), meiðslalausan alvöru vinstri bakvörð (annars var Johnson/Kelly dæmið að virka fínt á síðasta tímabili) og vængmann (helst tvo ef annar klikkar). Það má svo skoða einhverjar súperstjörnur á næsta ári, enda munum við þá geta boðið upp á meistaradeildina fyrir þá sem setja það fyrir sig að Liverpool er ekki þar. 

    Ætli Downing komi ekki fljótlega og þá má fara að demba sér í sölu á leikmönnum jafnhliða því að menn klára málin með “útlendinginn” sem maður vonast eftir að verði rúsínan í pylsuendanum þetta sumarið.

    Takk fyrir síðuna félagar. 

  29. Ef að Charlie Adam væri argentískur og hefði verið valinn einn af sjö bestu leikmönnum spænsku úrvalsdeildarinnar, þá væru allir að missa sig. 
    En hann er jú skoskur og var valinn einn af sjö bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar og þá byrja sumir að kvarta yfir því að hann sé ekki nógu flottur.

    Grunar að þetta sé alveg rosalega mikið málið, væri Adam að koma úr frönsku, spænsku, ítölsku, hollensku eða þýsku deildinni sem einn af bestu leikmönnum síðasta tímabils væri umfjöllunin um þessi kaup allt öðruvísi. Ótrúlegt miðað við að hann stóð sig gríðarlega vel á sínu fyrsta ári í ensku úrvalsdeildinni sem talin er sterkari en allar þessar deildir og það í liði sem féll um deild. Gleymist það ekki svolítið að þetta var hans fyrsta tímabil í úrvalsdeildinni og áður hefur hann verið í veikari deildum?

    Hann getur auðvitað klikkað og þessi kaup orðið flopp, annað eins hefur gerst. En svona áður en hann sparkar bolta er þá ekki mikið í lagi að leyfa honum að njóta vafans. 25 ára leikmaður er alveg líklegur til að bæta sig með mikið betri leikmenn í kringum sig, 10x betri aðstæður og færari þjálfara sem er bæði samlandi hans og með bullandi trú á honum, eða ég geri ekki ráð fyrir öðru. 

    Mikið svakalega vona ég að Adam verði lengi í paradís.

    Haha, amen.  

  30. Þetta eru mjög fín kaup og nú er kominn aftur einhver “playmaker” á miðjuna. Lucas djúpur, Gerrard og Adam þar fyrir framan, hrikaleg miðja.
     
    Án þess að vera mæra Man. Utd of mikið, ég ber einfaldlega virðingu fyrir þeirra afrekum síðustu 18 árin, þá finnst mér þessi setning ( hjá Kristjáni Atla ) pínu fyndin (tilvitnun) “Liverpool eru eftirbátar United á mörgum sviðum knattspyrnunnar síðustu 1-2 ár, en miðjan er ekki eitt af því”.
     
    Ef að Liverpool kaupir bara Downing til viðbótar, er mjög fjölbreyttur sóknarmöguleiki kominn í liðið. Nú þarf bara að finna vinstri bakvörð og fá stöðuleika í öftustu línu.

  31. Mikið er ég feginn að þetta er að ganga. Að mínu mati var Adam einn allra mest spennandi leikmaðurinn í deildinni í fyrra. Með frábærar spyrnur og það eru ekki margir svona leikmenn í boltanum í dag. Ef við erum að kaupa þennan gaur fyrir 10 millj GBP eða minna þá er það gjafverð. 

  32. Hef mikla trú á þessum kaupum og er þess fullviss að þau reynist vel. Auðvitað væri gaman að fá fleiri menn inn og losna við nokkra óþarfa leikmenn en hinsvegar gæti byrjunarlið litið svona út hjá Liverpool miðað við 4-3-3.

                  Reina
    Kelly – Skrtel – Agger – Johnson

       Gerrard – Lucas – Adam

       Kyut – Carroll – Suarez

    Veit ekki með ykkur en mér finnst þetta spennandi byrjunarlið. Auðvitað mætti færa Johnson yfir og fá nýjan vinstri bakvörð, auka breidd á köntum og fá inn nýjan sóknarmann.
    Ég tel reyndar að í besta falli fáum við þokkalegan striker, nýjan vinstri bakvörð og einn kantmann vinstra megin. En ef það gengur eftir þá verðum við með mjög samkeppnishæfan hóp. Ég persónulega myndi þó vilja sjá alvöru kantmann á báða kanta, vinstri bakvörð og alvöru miðvörð en sé það því miður ekki gerast.

  33. Þið gerið ykkur grein fyrir því að ef Gerrard, Lucas og Adam verða saman á miðjunni þá erum við einfaldlega með grófustu miðju í ensku deildinni. Adam var í 3ja sæti og Lucas í 5ta sæti í fyrra yfir flest brot. og  Ekki er hraði Gerrard að aukast svo það er líklegt að hann eigi eftir að brjóta eitthvað af sér á næsta tímabili. Þá er eins gott að við séum tilbúnir fyrir set pieces. Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að Adam er sennilega með bestu vinstri löppina í deildinni í dag. Við þurfum samt sem áður að halda í tekníska leikmenn eins og Aqua. Draumur minn er að sjá þessa 5 menn spila fótbolta saman;  Aqualani, Suarez, Kuyt, Gerrard og Adam.   ég held það sé eintóm fegurð.

  34. Mér finnst að það ætti að senda Adam í aldursgreiningu eins og læknisskoðun – hann virkar ekki mikið yngri en Dalglish á myndunum á liverpoolfc.tv allavega 🙂

  35. Æ mer finnst ekkert varið í þessi kaup bara hlúnkur stór fiskur í lítili tjörn sem ekki margir höfðu áhuga a !!

  36. Draumurinn sem væri raunhæft að fá í sumar en líka smá draumórar væri svona.

    Adam og Henderson komnir, bæta við Downing, Lennon, Enrique og Gary Cahill

    Út í staðinn ef það gengi eftir væru, Konchesky, Poulsen, Jovanovich, Cole og kannski N Gog.

    Djöfull værum við komnir með sterkt lið ef þetta gæti gerst. Þyrftum ekki annan striker ef þetta gengi, Kuyt myndi bara bakka upp Carroll og Suarez og svo er ekki ólíkegt að 4-5-1 kerfið verði mikið notað og þá er alveg nóg að hafa þessa 3 sentera.          

    Ég held samt að við fáum ekki 4 leikmenn plús Adam og Henderson en ef það væru bara 3 í boði myndi ég sleppa hafsentinum og taka vinstri bakvörð og kantmenn báðum megin.  

  37. Ég efast ekki um það að Adam á eftir að leggja upp meira af mörkum með Liverpool en hann gerði hjá Blackpool, við erum með aðeins betri menn í að klára færin.

  38. Classic  Dalglish!
    var svo  spenntur að fá Charlie að hann skaust bara sjálfur eftir honum út á völl 😀

  39. #55 er þetta ekki bara eftir sumarfríið hann verður kominn i stand fyrir byrjun.

  40. 58….spurning…hann virkaði samt oft frekar þéttur og þungur á síðasta tímabili. Samt með magnaðan fót, það verður ekki tekið af honum.

  41. Gaman að fá Adam, fannst hann mjög flottur í fyrra. Fyndið að Blackpool keyptu hann 2009 á 500þús pund, átjánfölduð fjárfesting á 2 árum. Finnst samt eins og okkur vanti frekar kannta heldur en miðjumenn.

  42. ef Charlie Adam er chubby hvað er þá Scott Ramsey? Offitu sjúklingur??
    Mér finnst Charlie bara líta rosa vel út, ekkert ósvipaður Gerrard í vexti, bara aðeins lægri og þá virkar hann þéttari 😉

  43. Verð nú að segja að ég er loksins núna er ég orðinn mjööög spenntur fyrir honum! Var alltaf spenntur en núna alveg CRAZY! Og spenningurinn fyrir næstu leiktíð verður meiri og meiri með hverjum degi og sérstaklega hverjum kaupum!

    Líka flott að ná samning við Johnson, og ef við erum að kaupa Doni oooog flott að Insúa vill vera áfram. Held að það skaði okkur ekkert að hafa hann og Aurelio og svo kaupa einn byrjunarliðs bakvörð líka 

  44. Nú fyrst hef ég smá áhyggjur af Manchester United næsta season.

    Ef almenningsálitið og pressan ætlar að koma í veg fyrir að þeir séu að riðlast á konum hvers annars og fegurðardísum frá nærliggjandi héruðum (þótt hugtakið fegurðardís er frekar frjálslega túlkað í Bretlandi) þá er maður smeykur um að þeir hafi meiri orku og þrek í boltann. Þá fyrst verður erfitt að sigra þá.

    Það er helsta von okkar að þeir fyllist brundtregðugremju og verði svo argir og önugir að þeir nái ekki samspili og barnslegur ótti við Rauðnef nægir ekki til að halda aga á liðinu.
     

  45. Þetta eru bara flottar fréttir,chubby hvað er að frétta,þetta er bara skoskur “brick” sem myndi éta aðra miðjumenn þó hann væri tannlaus.
    Fyrst hann gat hlaupið allt síðasta season og gefið fyrir og skorað mörk og og og eru menn eitthvað að örvænta,Zidane var nú aldrei eins og tálgaður poshdrengur,held að aðalmálið hjá knattspyrnumönnum í dag og aðalvöðvinn sé nú heilinn eins og marg hefur sýnt sig.
     
    YNWA Adam í paradís

  46. Svona burtséð frá því systemi sem verður brúkað í hvert og eitt skipti þá virðist ljóst hvaða miðjumönnum King Kenny vill stilla upp. Downing – Adam – Lucas – Gerrard.  Það vantar bara Downing og ég spái því að hann komi fyrir helgi.  Þessi miðja á að duga til að gera góða hluti en auðvitað veltur mikið á formi og heilsu fyrirliðans.  Síðan er breiddin frábær með Meireles, Kuyt, Maxi, Henderson og Spearing á hliðarlínunni.  Svo má ekki gleyma að Glen Johnson er í raun að krydda kantspilið mikið og með nýjan sókndjarfan vinstri bakk sem getur gert svipaða hluti, þá sýnist mér miðjan orðin klár.
     
     

  47. Ég er alltaf skeptískur á nýja hluti í fyrstu og verð að fá að kanna málin áður en ég sætti mig við gerðan hlut. Adam hefur sýnt það hjá Blacpool að þarna fer alveg magnaður leikmaður með gríðalega gott auga fyrir spili og sendingar sem gerast á við það besta í heimi. En hann á eftir að sanna það að hann geti gert það sama fyrir Liverpool og við verðum bara að bíða og sjá. Hann er komin til Liverpool og ég bíð hann velkominn. Verður spennandi að sjá hvað gerist! 

  48. Gerðu það að fá þér ekki Adam”S” því hann heitir það ekki 🙂

  49. Friðgeir, þetta er ekki rétti vettvangurinn til að segja frá áhuga þínum á Bryan Adams !

  50. Babu það er Brian Adams en ekki Bryan Adams nema þú sért að tala um einhvern óþekktan Bryan Adams 🙂

  51. Haha, Haukur, ég myndi öskra FAIL á þig, benda á þig og gera grín af þér.

    En það er ekki neitt sérlega töff að vita hvernig maður skrifar Bryan Adams….og ég fékk vin minn, Google, til að segja mér þetta ÁÐUR en ég skrifaði hér inn 🙂

    En á netinu er talað um að Charlie Adam, sem ég myndi nú frekar setja aftan á Liverpool búning hafi staðist læknisskoðun hjá þessum jakkafataklædda lækni sem hann var hjá í gær.

  52. Spurning um að hann fái sér sjálfur “Charlinho” aftan á treyjuna? Svona til að fá samþykki stuðningsmanna.

  53. Þetta er greinilega ekki gott grín, að bæta við S-i aftan við Adam og kalla treyjuna skyrtu. 

  54. Charlie Adam has made more shots on target than any other CM of prem last season 68 and only Luka Modric has made more succesful dribblings than him 69 – Charlie has 59.
     
    http://www.youtube.com/watch?v=bKwBAHYkqkY&feature=channel_video_title

    Bara svona til að undirbúa sig undir undirskrift hans í dag. Var í liði ársins og í topp 6 í PFA-valinu, 25 ára gamall Skoti. Glaður í dag, hlakka til að reyna að skilja blaðamannafund með Dalglish og Adam innanborðs – það er alvöru verkefni held ég…

  55. Þetta eru gleðitíðindi og styrkja hópinn og gefa honum nýja vídd. Greinin sem bent er á #8 Babu og #53 Ziggi gefa ágæta mynd af því sem Dalglish er að hugsa. Ég held að hann þurfi brátt að segja okkur stuðningsmönnum hvaða plön eru í gangi með mannskap, því núna er hann kominn með óþrjótandi möguleika á miðjuni. Í Guardian greininni var ekki fjallað um 4-2-3-1 eða demantamiðjumöguleikann (uppáhaldið Kristjáns Atla), eða það sem Dalglish notaði nokkrum sinnum í fyrra, 3-4-2-1.

    Miðjuhópurinn núna er eftirfarandi (með kantmönnum) Gerrard, Lucas, Henderson, Meireles, Aquilani, Spearing, Shelvey, Kuyt, Maxi, Cole, Poulsen, Adam.

    Dalglish virðist ekki hafa áhuga á að nota Poulsen. Varla er hægt að reikna með meira en 25-30 leikjum frá Gerrard, þannig að back-uppið hans verður að vera öflugur leikmaður, sem væntanlega spilar um eða yfir 20 leiki hjá okkur, bakkar upp aðra leikmenn líka. Mögulega er Henderson hugsaður í það.

    Síðan hlýtur Dalglish að sjá þetta ólíkt á heimavelli og útivelli, jafnvel sleppir hann því að hafa Lucas inni á heimavelli og spilar með Adam djúpan, Gerrard, Meireles og Aquilani fyrir framan hann, eða Gerrard, Cole, Kuyt, jafnvel Henderson, Gerrard, Maxi. Endalausir möguleikar. Og ef hlutirnir eru ekki að ganga upp þá er auðvelt að gera breytingar, þá eru möguleikar á bekknum líka.

    Í 3-4-2-1 uppstillingu þá er hann væntanlega með Johnson hægra megin, Lucas-Adam djúpa og t.d. Aurelio vinstra megin og svo Gerrard og Suarez fyrir framan þá og Carroll fremstan. Þarna er líka möguleiki á að hafa Lucas-Meireles/Aquilani og jafnvel Adam úti vinstra megin sem wing-back.

    Á útivelli má búast við Lucas, Gerrard, Meireles og Adam á miðjunni, Adam jafnvel úti vinstra megin og Gerrard hægra megin og reynt að þétta vel pakkann fyrir framan vörnina.

    Kuyt þarf að berjast rækilega fyrir sæti sínu í liðinu því bæði Gerrard og Henderson eru orðnir kandídatar úti hægra megin.  

    Nóg langloka að sinni, allavega hefur Dalglish úr feykinógu að moða á miðjusvæðinu, nú er bara að landa fleiri vænum til að auka möguleikana enn frekar.  

  56. Friðgeir nenniru ekki að plögga einn Bieber bol fyrir mig while ur at it 😀

  57. Ég verð að viðurkenna hvað mér líður vel að áhyggjur næsta tímabils eru hvað við eigum að gera við alla þessa fínu leikmenn sem við eigum! Ekki oft hefur maður haft þær áhyggjur að breidd liðsins er það fín að maður hefur nánast áhyggjur yfir þessu.

    Horfum á mögulegt byrjunarlið EF Downing kemur.
    Reina – Carra – Agger – Johnson – Insua/Aurelio – Kuyt – Adam – Gerrard – Downing – Suarez – Carroll
    Það þýðir að bekkur er
    Brad Jones – Skrtle – Aurelio/Insua – Henderson – Lucas – Aquilani – Meireles.

    Svo eigum við unga leikmenn eins og Shelvey – Kelly – Spearing – Robinson – Flanagan – Sterling – Adam Morgan – Pacecho og fleiri mjög efnilega.

    Þetta lið á örugglega eftir að taka breytingum og ég veit að það vantar leikmenn í þennan lista. En það sem ég vil sjá á þessari leiktíð er það sama á seinustu, að við leyfum líka ungu strákunum að spila. Það er pointless að vera með góða akademíu ef þeir sjá ekki fram á séns með liðinu þrátt fyrir að blómstra með varaliðinu.

    En tímabilið hefur aldrei litið jafn vel út hvað breidd varðar og ég er mjög bjartsýnn á komandi leiktíð. Mér finnst þó mjög leiðinlegt að Liverpool sé ekki í neinni evrópukeppni. Ef við værum í CL þá væri það auðvita bara gott þar sem það er góð tekjulind og skemmtilegt að vera með þar. Ef við værum í EL þá gætum við leyft liðinu að rúlla meira og gefið þeim sem ekki fá að spila nóg í deildinni að taka þátt þar.

    Núna vantar bara vinstri bak og jafnvel einn varnarmann og þá er ég sáttur! Getum leyft Adam Morgan að koma sem backup fyrir strikerana og henda Ngog til Sunderland. Annars eigum við nú miðjumenn til að spila 5 manna miðju.

    En tilhlökkunin magnast með hverjum deginum fyrir nýju tímabili!

  58. þetta verður rosaleg samkeppni á miðjuni í vetur Adam-Gerrard-Lucas-meireles-Henderson-Aquilani.
     
     
     
     
     
     

  59. argentína 1-1 bólivía argentína 0-0 kólumbía ég er farin að efast um að argentína kemst ekki upp úr riðlinum

  60. MBL með frétt sem segir að Liverpool fái ekki Downing og á það að vera haft eftir Mcleish… Vona innilega að þetta sé ekki rétt.

    Hvernig var það er Downing búin að henda inn transfer request eða var það bara í einhver 300 skipti slúður?  

  61. Skemmtileg grein Hari #90. Af hverju að gera þetta flókið ein og stendur í greininni… Downing – Henderson á köntunum og Adam – Gerrard á miðjunni, Suarez og Carrol fyrir framan. Ég væri allavega til í að sjá þessa menn spila í 4-4-2 á hverjum degi. 

  62. @77 Babu

    Þú færð eflaust færi á því við tækifæri og ég mun bara taka því eins og maður hahaha 

  63. Skemmtilegt þetta myndband sem var hér að ofan með Charlie Adam. Gefur hugtakinu að skora úr horni nýja merkingu!

  64. Þetta er fyrsta commentið mitt ég er bara að spá afhverju erum við að kaupa Adam ef við gátum fengið Craig Gardner sem á mínu mati var mikið betri í ár enn í Kenny we trust. YNWA.!!!!

  65. villi #97, okkur hefur vantað mann eins og Alonson síðan hann fór og Adam er það sem kemur næst því í ensku deildinni eins og sést á þessu myndbandi.
    http://www.youtube.com/watch?v=ouejolH5nso&NR=1
    svo er nánari samanburð að finna hér.
    http://www.youtube.com/watch?v=PZm8p6AyPLs
    Hann hefur baráttuvilja, ótrúlegan vinstri fót sem er miklu meira en 7 milljóna virði og svo hefur hann frábæra yfirsýn og aukaspyrnugetu.
    Craig Gardner á ekki séns í hann og ekki heldur Modric. Auk þess sem Lucas Leiva lítur út eins og kálfur á súrsalyfjum í samanburðinum.
    Þessi maður verður Legend á Anfield

  66. haha á modric ekki séns í charlie adam, þó ég sé ljónharður poolari er ég allavega ekki svona bjartsýnn

  67. Ok enn ég Charlie Adam er góður og allt enn craig gardner var ódýrari,yngri og fljóttari.Við eru mep gerrard og meireles sem eru góðir að taka horn og aukaspyrnur svo mér finnst Craig Gardner betra target.YNWA

  68. Vona að maður fái aftur spennu-tilfinningu þegar Liverpool fær horn. Það hefur ekki gerst síðan McAllister var og hét !! 

  69. Gerrard góður að taka horn? Á hvaða plánetu er það?

    Hornin hjá Gerrard hafa verið skelfileg í mörg ár núna. Stoppa yfirleitt alltaf á fyrsta manni.

    Ég horfði mikið á Blackpool í fyrra, og C. Adam er yfirburðamaður í þessu í deildinni.

    … Ekki gleyma að Andy Carroll er í Liverpool núna, hornin geta skilað fullt af mörkum.
     

  70. Var að lesa viðtal við comolli varðandi kaupin á Adam og hann sagði sérstaklega eitt sem mér fannst sérlega gott að heyra varðandi væntanlegar sölur leikmanna 🙂 :
    Liverpool have been heavily linked with a lot of players. This is our second signing. How happy are you with how things are going in this transfer window?
    We are very pleased because the two signings we’ve done were absolute priorities on our list. When you go into a transfer window you always have X number of targets, and it’s very rare you get all of them. We’re lucky we’ve got two of our priorities. That’s good, and I’m sure there’ll still be a lot of movement, especially going out but also, hopefully, a few more coming in.

Villa hafna boði í Downing. Opinn þráður.

Charlie Adam skrifar undir (staðfest)