Er Wickham næstur?

Echo greina frá því í dag að Liverpool sé líklegt til að reyna að klára kaupin á Connor Wickham á næstu dögum. Sunderland hafa víst gert tilboð í Wickham uppá einhverjar 8 milljónir punda.

Wickham er samt Liverpool stuðingsmaður og flestir virðast telja að hann sé ákveðinn í að koma til Liverpool. Ben Smith hjá Times orðaði þetta ágætlega á Twitter:

#LFC’s chase for Wickham is not a ‘battle’. Player wants to Anfield move, Dalglish very keen. #SAFC know this

Semsagt, Wickham heldur með Liverpool og hann vill koma til okkar. Sunderland geta gleymt þessu.

Hérna er ágætis myndband með mörkum Wickham og Fernando Torres. Sum þeirra eru nokkuð lík.

Wickham hljómar mjög spennandi. Ef við kaupum hann þá höfum við á síðasta rúma hálfa ári keypt sennilega 3 af 4 heitustu ensku leikmönnunum, sem hafa skipt um lið á þessum tíma. Og þeim fjórða misstum við af til ensku meistaranna. Það er greinilegt hver stefna FSG er og ég er mjög hlynntur henni.

56 Comments

  1. Hrikalega flott efni hérna! Vona að LFC kaupi hann á sanngjörn verði 🙂
    En mikið finnst mér leiðinlegt að sjá Torres video hérna, fær mann til að sakna stráksins :/
     
    Spennandi hvað við gerum í þessum glugga, S.Downing og Mata + þessi drengur væri rosaleg kaup og setja LFC í þá stöðu að berjast um 1.sætið! kominn tími til að styrkja hópinn almenniega!
     
    YNWA

  2. Talvert skemmtilegra að hafa þennan mann á bekknum í stað N’gog. Svo þegar Suarez er kominn með þrennu er honum skipt útaf, Wickham fær 20-30 mín í hverjum leik…. basic!

    Verður þetta ekki annars þannig?

  3. Mjög spennandi leikmaður fyrir framtíðina. Mikið er gaman að sjá að FSG eru að plana fram í tímann 🙂
    Það er alveg ljóst að við eigum ekki að þurfa að breyta hópnum neitt gríðarlega til að geta pressað á Meistaradeildar sæti (sem hlítur að vera takmark næsta tímabils), hugsið ykkur bara er K.D. hefði stjórnað L.F.C. allt síðasta tímabil, þá værum við nokkuð örugglega í hópi þeirra bestu í Evrópu næst vetur.
     
    Þetta þýðir auðvitað samt ekki að ég vilji ekki fá Aquero til Liverpool 😉

  4. Wickham má endilega koma. Þá vantar okkur 4 púsl til að gera atlögu! DL, DC, MC og Winger (EKKI Downing)!

    Hrikalega spennandi vikur framundan sérstaklega í ljósi þess að scums eru búnir að fá til sín 2 klassa leikmenn sem eru báðir í anda kaupstefnu FSG. Persónulega var Young sá maður sem ég vildi helst sjá í LFC treyju.

  5. #4Viddib : Afhverju ekki Downing? Ef það er útaf 19m.punda þá eru LFC að fara borga brúsann ekki þú 🙂
    Flottur ENSKUR leikmaður sem hefur spilað fleyri leiki fyrir England en A.Young.
     

  6. Mér finnst eins og að FSG og Comolli og Dalglish séu virkilega á pari, amk miðað við þær væntingar sem ég hafði til leikmannakaupa sumarsins.
     
    Mér fannst okkur þurfa í sumar:
    Vinstri-bakvörð (tilboð hefur verið lagt fram í G.Clichy)
    Miðvörð (Buðum 22 M Punda í Jones, sem segir manni að það verði keyptur hafsent)
    Miðjumaður (Henderson keyptur á 16 M.)
    Vængmaður (helst tveir; lögðum fram tilboð í A.Young, en erum auk þess sterklega orðaðir við Mata og Downing).
    Sóknarmaður (Conor Wickham verður pottþétt orðinn leikmaður Liverpool á helginni).
     
    Þetta lítur vel út – og mikið rosalega er gaman að sjá þessi vinnubrögð. Það er ekkert verið að hangsa neitt, menn eru á markaðnum og láta vita af sér.  Hrikalega spennandi tímar framundan.
     
    YNWA

  7. @Drési, það getur vel verið að hann hafi spilað fleiri leiki en Young fyrir England en ef þú hefðir fengið að velja hvorn hefðir þú fengið til LFC?  Ég tæki Young á hverjum degi.  Adam Johnson hjá City er hugsanlega ekkert mikið dýrari en downing en að mínu mati betri leikmaður.

    Svo veit ég vel að LFC borga brúsann en ég er LFC fan og spái mikið í því hvernig klúbburinn eyðir sínum peningum og hvort við séum að borga verð miðað við gæði.

  8. @Viddib : Auðvitað hefði ÉG kosið að fá A.Young, en þar sem hann vill ólmur spila í CL þá valdi hann manchester united, ekkert sem við getum gert í því.
    Ég hinsvegar fagna því ef við fáum S.Downing, ekkert nema jákvætt við það ef hann vill hjálpa okkur að berjast um þá bikara sem eru í boði og koma okkur í CL, En ef við fáum hinsvegar Mata þá hefur Downing lítið annað að gera en að verða bekkinn þar sem við erum með flotta miðju, Gerrard,Lucas,Meireles,Speraring,Maxi,Aqulani, Adam? Mata? Downing?
    Einhvað sem okkur vantar er hægri og vinstri kanntur, að fá enskan mann í þá stöður er auðvitað bara plús!
     
    YNWA! 🙂

  9. Svo var Diego Forlan að biðja um að fara á lista, hann er til sölu, hvað finnst mönnum um það? Suarez og Diego motherfuckeR? 🙂

  10. Hrikalega gaman að sjá hvað þeir eru að kaupa fjölbreyta framherja, Carroll; Stór, sterkur, afbragsskallamaður, skotviss&fastur. Suarez; frábært balance, creative, góður klárari. Svo þessi Torres týpa sem er ALVÖRU poolari, ungur og svakalega efnilegur, get ekki beðið eftir að sjá leikmannahópinn í águst!

  11. @9

    Forlán er orðinn 32 ára ..svo það kemur eiginlega ekki til greina 🙂

    Annars er ég mjög spenntur fyrir Wickham !!

  12. Skil ekki menn sem sem segja Wickham vera Torres týpu. Þessi drengur er 1,91 á hæð?
     
    Hann mun ALDREI hafa sama hraða og snerpuna sem Torres hefur. Aftur á móti hefur hann sýna kosti og gæti orðið verulega öflugur ef hann verður meðhöndlaður rétt.

  13. Vona að þetta klárist sem allra fyrst, lýst hrikalega vel á þennan dreng og bara snilld að svissa Googanum út fyrir þennan.

    Varðandi kantmennina þá væri draumur að fá Mata og Downing báða, ef aðeins annar er í boði vill ég eigilega frekar Downing, Mata er rosa mikið leitandi inná miðjuna og ég held að Downing mundi nýtast Carroll mun betur.

    Mest vildi ég samt fá Downing og Johnson eða Downing og Lennon. Mér finnst kominn tími til þess að leysa þetta kantmanns kjaftæði sem við höfum glímt við í alltof mörg ár og launin væri að kaupa 2 stk en ég held að það komi bara einn samt.

  14. #12.

    Þó hann sé 191cm þá gæti hann alveg eins verið mjög líkur Torres.

    Hann er oft kallaður ‘enski Torres’ enda er Nando idolið hans og lagði hann hart á sig að spila eins og hann. En ég er gríðarlega spenntur fyrir honum og öllu sem er að gerast hjá okkur og vona að það komi annar leikmaður fyrir mánaðarmót til að róa taugarnar meira.

    Downing er síðan frábær leikmaður og nýtist okkur betur en Mata að mínu mati. (:D) Mata er ekki mikið fyrir að koma með einhverja stjörnukrossa í boxið en Downing er einn besti krosser á Englandi. Ég slefa allavega yfir tilhugsuninni um að Downing sé að dúndra mörg hundruð boltum á kollinn á Andy Carroll á hverju tímabili. 

    En ég slefa ennþá meira yfir að hafa Downing á vinstri og Mata á hægri!

  15. #12
    Þess má til gamans geta að Usain Bolt er 195 á hæð og hann er asskoti hægur.

  16. Varðandi Diego Forlan þá er hann auðvitað aldrei að koma til okkar en ég væri samt meira en til í að fá hann og nota hann í 2-3 ár, það yrði bara flott move að sjá hann setja nokkur kvikindi gegn Man Utd svo ég tali nú ekki um það hvað svona move myndi pirra Ferguson.

    Svo gætum við líka bókað það að Forlan mundi alltaf gera milljón sinnum meira gagn hjá okkur heldur en Owen nokkurntímann hjá Man Utd

  17. Fótbolti er fjölbreytt íþrótt. Við þurfum 20 manna hóp af útileikmönnum sem geta skilað hlutverki sínu skikkanlega og eins og staðan er í dag eigum við 17 slíka, 8 þeirra eru miðjumenn, 6 varnarmenn og 3 sóknarmenn. Ef byggja á upp meistaralið þá þarf bæði kantmenn sem taka bakvörð á utanvert og krossa á Carroll og líka kantmenn sem leita inn á völlinn og opna leiðina fyrir bakverðina. Okkur vantar báðar týpurnar. Gerrard, Henderson og Kuyt geta spilað hægra megin og eru “innleitandi”. Okkur vantar krossara hægra megin. Þó höfum við sókndjarfa bakverði hægra megin þannig að mögulega þarf ekki svoleiðis kantmann þeim megin. Vinstra megin eru Cole, Jovanovic og Maxi báðir “innleitandi”. Við eigum raunar Insúa, Robinson og Aurelio vinstra megin og enginn þeirra virðist verða kandídatat til að spila reglulega með toppliði. Allavega ekki enn sem komið er. Ef við kaupum Wickham þá þarf að fara að fókusa á þetta svæði á vellinum og líklega þarf að kaupa amk. bakvörð og kantmann. Treysti því að Dalglish kaupi rétta menn í þessar stöður, gæti verið fínt að kaupa bakvörð í byrjunarlið og tvo vinstri kantmenn til að berjast um stöðuna, svo framarlega sem okkur tekst að losna við Cole og Jovanovic. Það væri fínt að kaupa einn krossara vinstra megin og svo annar sem leitar inn á völlinn. Eða að Dalglish nái að flikka upp á Maxi og Cole…

  18. Er ég eini maðurinn sem er stressaður yfir því Meireles verði seldur?
    Ef ég mætti velja milli þess að kaupa charlie Adam á 10-12 millz eða halda Meireles, þá er ekki spurning um að ég myndi velja Meireles.

  19. Það gleymist stundum að hugsa útí það að Downing er alveg klassa bakvörður líka, ég held að hann geti nýst vel í þeirri stöðu í einhverjum leikjum.

  20. Okei Downing er ekki nafn sem flestir vilja það er greinilegt og persónulega gæti ég alveg verið spenntari en hann er hinsvegar klassískur vængmaður sem heldur breidd og hefur það að markmiði að koma með góða krossa inn í boxið af síðasta þriðjungi vallarins burt séð frá því svo hversu góðan menn telja hann í því tiltekna hlutverki. Hinsvegar eru Young, Mata og Johnson ekki þannig leikmenn.

    Mín pæling:

    Ég held að ef einhver þeirra verði keyptur (augljóslega ekki young), kemur það ekki endilega í veg fyrir að við förum á eftir Downing eða svipuðum leikmanni.
    Fyrst þeir félagar í brúnni eru á annað borð í alvöru hugleiðingum á markaðnum þá virðist vera að þeim langi í a) alvöru vængmann og b) leikmann sem spilar úti á kantinum en leikur hans gengur meira út á að sækja inn völlinn og er lúnkinn við að spila “milli línanna” .

  21. Thad tharf greinilega ekki ad spila deildina næsta timabil….Latid bara LFC hafa dolluna 🙂

  22. Ég er sammála sumum hérna með downing við þurfum kantmann sem fer á kantinn og sem kemur með flotta crossa ekki kantmann sem fer inn í teig og reynir eitthvað og ég held að Downing sé svoleiðis týpa sem kemur með flotta crossa sem er frábært fyrir Andy Carroll – spáið bara í þessu

  23. Hef nú verið að skoða gömul video af Torres og það var alltaf ákveðið move hjá honum áður en hann fór í að sækja á og ég man ennþá spennuna sem ég fékk þegar hann gerði það, sakna hans mikið. Var líka að lesa það að Boas sé ekkert spenntur fyrir Torres og ætli að leita að kaupanda. Myndu menn fyrirgefa heimsku hans?

  24. Hvada sludur er thetta med ad Meireles verdi seldur !!!!  Eg neita ad trua ad LFC seu svo vitlausir ad lata hann fara 🙁   Lika god skilabod , sattu tig vel a thinu fyrsta timabili og vid seljum thig all snarlega..
    Dowing..ummm ok 10 millur en ekki pund meir…Hvad med HSV wingerin…elaja eitthvad , er hann alveg dottin ut ur myndinni ????

  25. Finnst alltaf skemmtilegt að lesa kommetn sem segja að það sé ekki eins og að við séum að borga brúsann. Auðvitað erum við að því. Hverjir hér inni kaupa sér ekki official treyju, merkja hana, kaupa sér varning merktan klúbbnum og taka sig jafnvel upp á rassgatinu og skella sér út á leik og borga sig þ.a.l. inn? Held að það sé meir að segja rassaför summra Íslendinga á sætum á Anfield. Auðvitað erum við að leggja í púkkið. Tekjur félagsins er m.a. af þessari sölu.

    Og talandi um peninga. Þetta videó sem Einar Örn linkar inn er snilld….upp á lagið sem er undir að gera. It’s not about the money…..Torres gamli…

    Er annars mjög svo sammála mönnum hér inni sem líður afskaplega vel með aðgerðir klúbbsins okkar. Held að blóðrauð sól sé að rísa upp frá Liverpool borg og hún á eftir að grilla ansi mörg lið á komandi tímabilum.

  26. Mér lýst vel á þessi kaup á Wickham, þá þarf bara vængmann, vinstri bakvörð og hafsent.

  27. Conor Wickham yrðu snilldarkaup!

    Þessi strákur er gríðarlega sterkur, menn tala um að hann líkist Nando því hann er afar duglegur að komast framhjá mönnum en í mínum huga erum við að tala um strák sem líkist Alan Shearar mjög mikið.  Með því að fá hann erum við alveg pottþétt að sjá KD stilla upp 4-4-2 kerfi í mörgum leikjum þar sem Carroll, Suarez, Kuyt og Wickham munu vera að herja á varnir og ég einfaldlega slefa yfir þeirri hugsun!
     
    Þá vantar okkur eitt, fljúgandi fljótan vængmann alla vega öðru megin sem hnýtir bakvörð andstæðinganna niður og gefur miðjumönnunum okkar aukið svæði til að sækja inná.  Sá maður er án vafa Stewart Downing umfram Ashley Young.  Ég hefði viljað fá þá báða, en hika ekki við að segja það að okkur vantar meira þá týpu sem Downing er.  Við erum með Jordan Henderson, Maxi og Dirk Kuyt sem munu vera hægra megin auk þess sem hægri bakverðirnir okkar munu verða látnir “overlappa” feitt fram á við, enda allir þrír (Johnson, Kelly, Flanagan) góðir í því.
     
    Á móti verðum við svo með fljúgandi vængmann sem fer framhjá bakvörðum og dælir boltanum í boxið.  Í því eru tveir á Englandi bestir, Stewart Downing og Aaron Lennon.  Young er góður leikmaður sem hefði verið fínn hægra megin, en hann leysir meira inn á völlinn en út á bakvörðinn og það eigum við að geta leyst.
     
    Ef við erum að fara að spila 4-4-2 er ljóst að við erum með töluvert magn af miðjumönnum í liðinu okkar svo að þess vegna er komin upp þessi umræða um Meireles.  Þar er á ferð ferlega góður leikmaður en að sama skapi er ljóst að FSG er örugglega að skoða miðjumennina alla, Lucas, Spearing, Gerrard, Meireles, Cole, Shelvey og jafnvel Aquilani!  Þarna eru á ferð sjö leikmenn að berjast um tvær stöður miðjumanna – ég held því að einhver þarna hverfi frá.  Mín ósk væri Cole og Aquilani út og Adam inn.  Charlie Adam getur spilað allar stöðurnar inni á miðjunni, vinstri bak og vinstri kant.  Ef við losnum ekki við Cole og/eða Aquilani er viðbúið að við þurfum að selja miðjumann og þar væri Meireles líklegur kostur, 29 ára og mun verða seldur á yfirverði.  Ég vona samt ekki.
     
    En fyrst og síðast krosslegg ég tær og fingur að Conor Wickham verði í rauðri treyju næsta haust!!!

  28. Mér finnst að við ættum að fara finna okkur miðvörð, erum búnir að vera styrkja sóknina vel. en Wickham yrði samt mjög gott backup fyrir Suarez og Carroll. það væri fínt að losna síðan við N´gog.

    En hvað varð um að kaupa Asíubúa ? nýju styrktaraðilanir okkur töluðu um að þeir vildu fá Asíumenn í liðið til að ná að auglýsa um allan heim. Ég tel að það væri snilld að fá einns svoleiðis kantara eða sóknarmann. þetta eru alltaf þræl skemmtinlegir leikmenn

    NALDO hjá Werde Bremen væri fullkominn miðvörður fyrir LFC !!

  29. – En hvað varð um að kaupa Asíubúa ? nýju styrktaraðilanir okkur töluðu um að þeir vildu fá Asíumenn í liðið til að ná að auglýsa um allan heim.

    Það er alveg á kristaltæru held ég að Standard Charted hefur nákvæmlega ekkert að segja þegar kaup á leikmönnum eru annars vegar, þar stjórna Comolli og knattspyrnustjórinn.  Ef við myndum ramba á nógu góðan Asíubúa sem Dalglish líkar, fínt. En það þarf ansi margt að ganga upp til að það gerist.

  30. #18, var ekki Meireles að fá launahækkun (endurbættan samning) í lok síðasta tímabils? Minnir að ég hafi rekið augun í það einhverstaðar í vor. Sérkennilegt að veita honum launahækkun skömmu áður en hann er seldur ef svo fer. Grunar að hann verði eitt season í viðbót.  Ef svo fer ekki þá mun verða missir af honum. Tæki hann í dag fram yfir Charlie Adam í dag, veit hins vegar ekki hvort ég myndi gera það eftir 2-3 ár. Kann að vera það sem KD er að hugsa með því að selja hann.

  31. Færu menn eitthvað að gráta það að fá Insua til baka er það ekki nógu flottur bakvörður fyrir okkur? Djöfull verður gaman í ágúst!

  32. #30 Umboðsmaðurinn hans talaði um að hann ætti að fá “Improved” samning í sumar. Ég man hvergi eftir því að Raúl hafi framlengt. Mér finnst hann frábær leikmaður sem að ég væri meira en til í að halda, en við erum orðnir vel pakkaðir á miðjuni og Kenny virðist ætla að yngja aðeins upp þarna. Ég ætla ekki að mótmæla því sem hann gerir.


  33. Er að vona að Man City geri risatilboð í Juan Manuel Mata, til þess að losa sig við keppinautana um hann.  Aðal ástæðan er sú að mig hefur lengi langað til þess að Liverpool kaupi Adam Johnson frá City. Ekki það að mér finnist Mata lélegur, hann er minni og bara einu ári yngri og Adam Johnson er búin að sanna sig í Ensku deildinni. Ef City kaupa Mata þá er næsta víst að Adam Johnson verði seldur.
     

  34. #33
     
    Gæti verði að City myndu selja Adam Johnson, en stórefast um að þeir myndu selja hann til keppinauta sinna í ensku deildinni. Í stað þess að selja Bellamy til Tottenham, þá lána þeir hann til Cardiff  og þeim munar ekkert um að borga honum 70þús punda vikulaun. City myndu frekar samþykkja 5milljón punda tilboð frá erlendu félagi, en 10 mp tilboð frá Liverpool. Nú eða það sem mér þykir líklegast; lána hann.

  35. Ein pæling. Las núna áðan að Stoke séu að bjóða í Sturridge http://www.mirrorfootball.co.uk/transfer-news/Chelsea-Stoke-to-make-6million-bid-for-Daniel-Sturridge-Bolton-loan-star-article751984.html

    Ég tek það þó strax fram að ég treysti Kenny og DC í þessu öllu saman. En gætu þetta ekki verið sniðugri kaup en Wickham? Hef náttúrulega ekkert séð af þessum Wickham, en það sem ég sá af Sturridge hjá Bolton þá fannst mér hann alltaf ansi góður leikmaður og alveg mjög efnilegur.

  36. Aðeins með 13 mörk í 65 leikjum í 1. deildinni. Á meðan N’Gog er með 9 mörk í 61 leik í Úrvalsdeildinni.
    Finnst hann ekkert alltof heillandi.

  37. Er ekki málið bara að kaupa Clichy og Adam, selja Cole, Maxi, Jovanovic, Insúa, Aquilani og Poulsen og þá er þetta komið? Spila ýmist 4-2-3-1 eða demantamiðju. Í þann hóp vantar þó aukna breidd en fyrstu 15-16 leikmennirnir eru mjög öflugir og líklegir til að koma liðinu í meistaradeildina. Ég er ekki viss um að Downing, Henderson og Wickham muni komast í lið eins og ekkert sé.

    Annars vegar væri liðið þá svona:

    Reina – Johnson-Carragher-Skrtel/Agger-Clichy (backup: Kelly, Agger, Aurelio+Robinson, Flanagan og Kyrgiakos)

    Lucas-Adam/Kuyt-Gerrard-Meireles (backup: Kuyt/Adam, Henderson, Shelvey, Spearing, jafnvel Maxi)

    Suarez-Carroll (backup: Wickham/Kuyt)

    Hins vegar:

    Reina

    Johnson-Carra-Skrtel/Agger-Clichy

    Lucas-Henderson (Adam/Meireles)

    Kuyt-Gerrard-Suarez (Adam/Meireles)

    Carroll.

    Lítur ekki sem verst út, helst að varnarlínuna þurfi að styrkja sýnist mér.

  38. @32 Þegar menn tala um að leyfa Meireles að fara því við séum komnir með svo góða miðju eru menn þá að meina Henderson? Ég hef ekki séð staðfest kaup á neinum öðrum og eins og staðan er í dag þá tel ég ekki rétt að selja Meireles með komu Henderson af því að miðjan sé orðin svo vel mönnuð!  Mér fannst miðjan ekki vel mönnuð síðasta tímabil og þú vilt selja Meireles af því að við keyptum Henderson, skil það ekki alveg.

  39. Ég á bágt með að trúa því að við viljum selja Meireles. Það eina sem manni dettur í hug er að Meireles var keyptur í stjórnartíð Hodgson, en þá var einnig keyptur Paul nokkur Konchesky sem var ætlað að dekka vinstri bakvörðinn næstu 2-4 árin. Þegar hann er svo farinn gæti breski-kvótinn hafa skekkst eitthvað og því vilji menn skipta Raul út fyrir Adam. Þetta minnir óþægilega á Alonso-Barrygate. Ég vona því að þetta sé bara kjaftæði sem er í besta falli komið frá peningaóðum umba Meireles.

  40. Þessi bættu kjör sem Meireles var að fá í lok leiktíðar hafa, eftir því sem ég best man, með klausu í upphaflega samningnum sem var gerður við leikmanninn síðasta sumar og því ekkert sem FSG, Comolli eða Dalglish höfðu neitt með að gera.

    Ég vil ekki missa þennan leikmann en ef við fáum góðan plús fyrir hann til að bæta aðrar stöður sem þurfa enn meiri styrkingu en miðjan þá segi ég bara gjörið svo vel.

  41. #33
    Sé enga ástæðu fyrir City að selja Adam Johnson þó svo að Mata eða þá Sanchez verði keyptur.
    Þeir senda hann frekar í lán til liðs sem ógnar þeim ekkert og bíða með að selja hann þangað til á næsta ári þegar FFFP reglurnar eru farnar að hafa meira vægi, rétt einsog kom fram í Podcastinu hjá KAR að mig minnir.
    Í raun og veru er þetta mjög góð pæling hjá City að búa til allt of stóran hóp á meðan þeir geta (og hafa efni á) og selja svo þá sem minna fá að spila þegar þeir þurfa að rétta bækurnar af hjá sér.

  42. Það hljómar furðulega að senda bara menn í lán!  Það er eins og leikmennirnir sjálfir hafi ekkert um þetta að segja. Menn með metnað eins og ég ætla að Adam Johnson sé með, sætta sig ekki við að verða sendir bara eitthvað í lán. Hann er til dæmis að berjast fyrir sæti sínu í enska landsliðinu.  þó að klúbbarnir “eigi” leikmennina þá er þeim nú ekki oft haldið lengi hjá klúbbnum ef þeir vilja fara.  En hvað veit maður.

  43. Burt með Kyrkiagos, Aquilani, Cole, konchesky, Ngog,

    Inn með Adam, Clichy, Scott Dann,Downing,Mata og Wickham!!

    Ef þetta mundi gerast þá væri þetta sumar alveg perfekt!!

  44. #44
    Virkilega sáttur með þennan augljóslega Poulsen maður eins og ég 😉

  45. afhverju að selja Aquilani,hann var að spila vél með juve á siðasta tímabili er orðin heill sá fullt að
    leikjum með juve hann er góður spilari er það ekki sem við þurfum á miðjuna

  46. Jú gleymdi auðvitiað Poulsen selja hann lika!!

    Ég vil svosem ekkert endilega losna við Aquaman en mér synist bara það vera þannig að hann verði seldur!!

  47. Jú gleymdi auðvitiað Poulsen selja hann lika og Jova

    Ég vil svosem ekkert endilega losna við Aquaman en mér synist bara það vera þannig að hann verði seldur!!

  48. Aquilani is coming home. Aquilani is coming home. Aquilani is coming home. 🙂
    Maxi also. 

    Pass and move. 

    Best regards,
    King Kenny

  49. Homer: Hvað með Brad Jones, Stephen Darby, Degen og El Zhar. Þetta eru ansi margir leikmenn sem þarf að selja því þeir taka bara pláss og hirða pening sem betur væri varið í eitthvað annað.

    Jones, Konchesky, Kyrgiakos, Darby, Degen, Poulsen, Cole, El Zhar, Aquilani, Jovanovic og N’Gog þarf að selja. Höfum ekkert við þá að gera. Síðan er spurning hvort Maxi og Meireles verði líka seldir og Ayala, Spearing, Shelvey og Pacheco sendir á lán.

    Þetta eru 11 leikmenn til að selja, mögulega 13 og síðan kannski 4 á lán. Ég er nánast jafnspenntur fyrir því að heyra eitthvað af áhuga annara liða fyrir þessum leikmönnum. Væri forvitnilegt að vita hvað það sé verið að borga þessum leikmönnum í laun samtals.

  50. 52# Eina ástæðan fyrir því að Kyrgiakosfékk nýjan samning er að hann náði að spila ákveðinn fjölda leikja sem virkjaði samningin.
    Það var ekkert verið að verðlauna hann með nýjum samning og ég held að það sé nokkuð öruggt að hann verði seldur.

  51. Persónulega vil ég halda Kyrgiakos í 1 ár enn og eina ástæðan fyrir því er að hann er góður atvinnumaður kvartar ekki þegar hann er settur á bekkinn og við þurfum squad playera og ég er nokkuð viss um það að hann sé ekki á mjög háum launum. Wilson fer pottþétt á lán og Agger alltaf meiddur, þá höfum við Carragher, Skrtel, Kelly, kyrgiakos og 1 keyptur. þá myndi ég segja að miðvörðurinn sé fínn fyrir næsta tímabil og svo eftir 1 ár getum við replaceað Kyrgiakos fyrir annan betri.

  52. Það er verið að tala um það að Downing sé búinn að fara fram á að vera seldur til þess að komast til Liverpool og að Adam sé mjög nálægt því að skrifa undir en þetta að koma betur í ljós eftir helgi.
    En hérna er gott myndband af Downing
    http://www.youtube.com/watch?v=s38jnV1FyKo

  53. Krulli #36 wickham er nú bara 18 ára og er mjög góður leikmaður uppá framtíðina

Kop.is Podcast #2

Adam og Downing á leiðinni