Kop.is Podcast #2

Dömur mínar og herrar, hér er þáttur númer tvö af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 2.þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýri þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni eru Einar Örn, Babú og Maggi en SSteinn var fjarri góðu gamni.

Í þessum þætti ræðum við meðal annars úrslitaleik Meistaradeildarinnar, sumarið það sem af er hjá helstu keppinautum Liverpool í Úrvalsdeildinni sem og Liverpool-liðinu sjálfu. Við lítum nánar á kaupin á Jordan Henderson, ræðum um valið á milli Charlie Adam og Alberto Aquilani og reynum að fá einhvern botn í slúðrið þessa dagana. Þá ræðum við einnig drykkju Andy Carroll, mikilvægi Luis Suarez og Steven Gerrard og margt, margt fleira.

Næsti þáttur verður svo að u.þ.b. mánuði liðnum.

42 Comments

 1. Nýlegar kannanir sýna að einn af hverjum þremur Man United aðdáendum er alveg jafn ljótur og hinir tveir

 2. Ætla líka að benda á það að ég er mjög ánægður með hvað King Kenny og Comolli vinna fljótt. Seinast þegar við keyptum leikmann í júní var árið 2002

 3. Eru einhverjir fleir sem að eru í vandræðum með að dl-a þessu í gegnum iTunes?

 4. Hendersson virðist ætla að vera eini nýji leikmaðurinn sem liðið kaupir! ekkert að frétta ?

 5. Henderson allveg búinn að brillera á EM U-21  😀 Góð kaup!!!!!!!

 6. Verð að taka undir þessa Aquilani umræðu og ALGJÖRLEGA sammála Einar Erni, maðurinn sýndi náttúrulega ekki neitt í búningi Liverpool og ég hef líka verið að undra mig á því hvað menn virðast hrifnir af þessum leikmanni, höfum ekkert við hann að gera heim aftur og Charlie Adam alla daga frekar, SAMMÁLA ÞVÍ

 7. Það hljóta einhverjir hlutir að vera að gerast á bakvið tjöldin. 1 júli nálgast og þá ætti að færast fjör í leikinn. En maður myndi halda að það væri gott að vera búnir með þau ensku kaup sem við höfum áhuga á þegar þar að kemur. Þeir hafa líka talað um að vilja klára öll kaup sem fyrst.

  En við getum ekki bara keypt og keypt ef við losnum ekki við nokkurn mann !!

 8. Talið slatta um Clichy en nú segir slúðrið hann vera farinn til PSG 😛 Erum við þá að fara að lenda í baráttu við Arsenal um alla þá vinstribakverði sem okkur langar í 😛

 9. Þetta var magnað eins og vanalega. Sammála öllu! Ég reyndar sofnaði enda frekar langt podcast en þið eruð greinilega bara með svona svæfandi raddir hahaha

 10. Skemmtileg umræða frá góðum pennum,, virðast bara vera svona frambærilegir útvarpsmenn líka 🙂 Bíð spenntur eftir Podcast #3,, þá verður væntanlega komin skýrari mynd á hópinn og hægt að fara að ræða væntingar af einhverri alvöru.

 11. Hjó eftir einu commenti frá Babú í restina, hann talar um að það sé ekkert stórmót í sumar og að við ættum að vera með flesta leikmenn klára frá byrjun.  Babú gleymir þarna Copa America þar sem Lucas og Suarez eru að spila, veit ekki með Maxi.  Held að þetta mót gæti haft e-r áhrif á þá menn sem spila þar, byrjar 1. júlí og stendur sennilega yfir í 2-3 vikur….
  KAR talar reyndar um þetta í restina en Babú svissar strax í aðra umræðu 🙂

 12. Snildar þáttur hjá ykkur, var alveg svaka spenntur allan tíman.
  Sammála ykkur með mjög margt þarna, þó svo að ég sé á því að vilja fá Aquaman aftur til okkar eða þar að segja ef hann er til í það. Allavega gefa honum eitt tímabil undir stjórn King Kenny, held að hann gæti blómstrað undir hans stjór sérstaklega með Suarez fyrir framan sig.

  Hlakka sérstaklega til þegar næsti þáttur kemur og vonandi að það verði komin einhver flott nöfn til okkar og við búnir að losa okkur við Konna, Poulsen, Cole og þannig drengi sem hafa ekkert að gera hjá okkur.
  Eitt samt sem mér fannst vanta inn í umræðuna þar sem það var talað um Aquilani, er Insúa. Virðist eins og menn séu búnir bara að útiloka hann alveg áfram hjá okkur. Mín skoðun er allavega að ég væri ekkert á móti því að hafa hann áfram, en auðvitað þá sem backup. Því þetta er staða sem okkur vantar oft menn í svo að held að það væri ekkert verra að hafa hann, Aurellio, Johnson og svo nýjann í þessari stöðu.

  En snild hjá ykkur að byrja með þessi podcast, keep up the good work!

 13. maður er ekki alveg að fatta þetta Aquilani og Insua mál. væri alveg til í að fá að vita hvað er í gangi þar maður veit t.d. ekkert með Insua. manni grunar nú samt að kaupin á c.Adam hafi ekki verið frágengin því að Juve hætti við að kaupa Aquilani og að Liv-menn séu að reyna að selja hann. Vilji hreinlega bara skipta honum út fyrir annan miðjumann .

 14. Strákar, þið setjið ‘met’-ið í ‘metnað’.
   
   
  Hallur, #13. Mennirnir eru Íslendingar og bera nafn kóngsins fram í samræmi við íslenzka málhefð. Íslendingar segja Dagglish, [‘da?lI?], en ekki Delglísch, ([dæl??li??].
   
  Að koma svona skozkum/enskum krúsídúllum inn í venjulegt íslenzkt talmál verður bara typpalegt.

 15. Ykkur vantar tilfinnanlega þemalag til að hefja þáttinn.

  Höfum alveg rætt það en fundum aldrei almennilega út afhverju? Maður er nú allajafna bara að bíða eftir að intro-ið klárist meðan maður er að hlusta á það.

 16. #19 Ari Jónsson

  Vinsamlegast ekki setja inn tengla af fotbolti.net sorp síðunni. Amk. hafa aðvörun fyrir flogaveika (auglýsingaviðbjóðurinn á þeirri síðu)

 17. Ég er ekki sammála því að Aquilani hafi ekkert sýnt í Liverpool á sínum tíma.  Ég held að ef við ætlum að fara að spila boltanum stutt og hnitmiðað á jörðinni gæti hann nýst mjög vel.  Hann átti marga skemmtilega spretti við teiginn þar sem hann linkaði við Torres.

  Þetta sýndi sig kanski best í því að Maxi kom allt í einu til undir KK, og Lucas komst á annað level.

 18. Finnur stjórnar þú þessari síðu ?
  Vilt þú ekki bara frekar sleppa því að opna það sem þú vilt ekki opna og þá getum við hinir tekið sjálfstæða ákvörðun um hvort okkur langi að lesa viðkomandi efni.

 19. Kop.is er fyrsta síða sem ég skoða á hverjum degi. Ég hef ekki farið á fotbolta.net síðuna í langan tíma en tók þá ákvörðun að íta á linkinn þinn til að athuga Aquilani málið. Við það að fara yfir á þá síðu fékk ég hausverk og pirring yfir hversu hræðileg sú síða sé. Við það bað ég þig kurteisislega um að ekki gera mér þetta og öðrum aftur. 

  Mæli með síðum einsog t.d. skysports

  http://www.skysports.com/story/0,19528,11854_7000599,00.html

  Við opnun síðunnar er 1 auglýsing og blikkar ekki. Á móti hinni eru 5 risaauglýsingar blikkandi og gerandi mann geðveikan við að reyna lesa fréttina. Það var meiningen með fyrri póstinum mínum, ekki að stjórna. Ég afsaka það.

 20. Finnur Snær getur verið að einhver hafi verið að plata þig aðeins þegar hann var að fara yfir það afhverju við lesum ekki The S*n og sett Fótbolti.net í staðin? Eða ertu svona rosalega pirraður í dag bara?

  Fotbolti.net er er ekki besta heldur langbesta fótboltasíða landsins (fyrir utan kop.is auðvitað) og þeir mega svo sannarlega auglýsa á síðunni fyrir mér meðan ég þarf ekki að greiða fyrir að lesa hana.

 21. Elsku Babu minn ekki reyna halda því fram að það hafi verið fræða mig um S*n og LFC. Sá maður sem veit ekki þá sögu frá a-ö þekkir ekki kop.is. Vinnupirringur + Blikkandi flogaveikis Euroshokker auglýsingar er líklega málið hjá mér í dag. 🙂

 22. Hvernig er með Sergio Agüero væri ekki frábært að fá þann leikmann, minnir að ég hafi séð eitthvað slúður um það en kannski er það óraunhæft ?
   
   
   
   
   
   
   

 23. #22 Babu

  Alveg klárlega að finna þemalag á þetta drengir, Hér til dæmis fádæma gott dæmi um slíkt: http://www.youtube.com/watch?v=fZtP7NbvX2M

  Það eina sem er leiðinlegt við þetta Podcast hjá ykkur er að það dugar ekki allan vinnudaginn minn!

  Skemmilegt að hlusta á þetta.., og ætla að koma með mitt innlegg í það sem þið rædduð

  1. Þó að Aquilani hafi ekki staðið alveg undir væntingum þegar hann koma þá náði hann samt að sýna hvað hann hefur upp á að bjóða. Ég væri virkilega til í að sjá hann í rauða litnum í haust og er forvitinn að sjá hvað hann gæti gert með reglulegum spilatíma og í toppformi… Hann virkar í mínum augum eins og búinn til fyrir Dalglish, frábær í fótunum, klókur leikmaður, vill hreyfa boltann og finna sér nýja stöðu, góðar sendingar. Ekki spurning að þessi maður á að geta bætt okkar leik helling, hafi hann áhuga á því. Það er aðalatriðið, vilji hann fara þá er það bara þannig.

  2. Torres verður monster á næsta tímabili, Suarez mun samt éta’nn

  3. Þarf að halda áfram að vinna…

 24. Jong hlýtur að heiladauður að ganga til liðs við scum.

 25. Þetta var flott hjá ykkur strákar, áhugavert og fræðandi. Takk fyrir mig.

  Ég vil samt nefna að það var sorgleg tilhugsun að Gerrard gæti verið “búinn” sem þið talið aðeins um. Allt endar á endanum og allt það. Ég var bara ekki búinn að pæla í þessu. Það er auðvitað svo misjafnt hversu lengi leikmenn endast í toppstandi. Maður er að vona að Stevie komi fyrst og fremst frískur tilbaka en spurningin er hvort allir hæfileikarnir fylgi með. Í mínum huga er þetta það sem ég hlakka mest til að fá skorið úr um á næsta tímabili.

  Er annars einn heima. Á leiðinni úr vinnunni var keypt alvöru steik og rauðvínsflaska. Síðan sat ég heima, borðaði, drakk rauðvín og hlustaði á spjallið ykkar. Helga Möller má alveg eiga sitt hátíðarskap.

 26. Þó að Aquilani hafi ekki staðið alveg undir væntingum þegar hann koma þá náði hann samt að sýna hvað hann hefur upp á að bjóða

  Fyrir utan leikinn gegn Portsmouth á Anfield þá man ég ekki eftir að hafa séð neitt frá Aquilani sem benti á að hann hefði uppá sérstaklega mikið að bjóða.  Ég held að mjög margir séu með selektívt minni þegar að kemur að honum.  Ekki ósvipað og þegar menn gleymdu því að Xabi Alonso var búinn að leika illa í tvö tímabil áður en hann átti svo frábært lokatímabil.

  Ég segi að við seljum Aquilani og nýtum peninginn í Charlie Adam.  Gaur sem á eftir að elska Liverpool og að spila undir stjórn Dalglish og verður ekki með heimþrá.

   

 27. #38 Einar Örn

  Ég var ekki að segja að hann hafi verið góður, en fannst ég sjá svona “glimpses of brilliance” hjá honum. Eins og þið komuð inn á þá kom hann meiddur, var lengi að ná sér, veiktist og meiddist aftur og eitthvað bla bla. Hann er hinsvegar búinn að klára flott tímabil hjá Juventus, meiðslalaus og hefur helling að bjóða.

  Auðvitað er maður með selektív minni, ég man meira eftir mörkunum hjá Babel en öllu klúðrinu hans. Ég mun ekki gráta það í marga daga ef Aquilani fer, nema hann fari á skít og kanil… Því þá vill ég heldur sjá hvað hann hefur upp á að bjóða.

  Ég er líklega bara hrifinn af hans leikstíl, t.d. í þessari sókn, sem ég mun ekki gleyma fljótlega: http://www.youtube.com/watch?v=7wwnv99bttk

  Hér er hann í lykilhlutverki. Föst sending frá Lucas sem Aquilani lætur fara og kemur sér í svæði, Kuyt sendir á Gerrard sem sendir á Aqulani, Aquilani sendir strax til baka og hleypur í annað svæði og býr þannig til pláss fyrir sig að fá boltann aftur seinna og gerir pláss fyrir Gerrard. Gerrard gefur á Kuyt og Kuyt tilbaka, svo fer boltinn út á kant og fyrirgjöf.

  Þetta er það sem ég hrífst af við Aquilani, ekki bara einhver ein geggjuð sending yfir allan völlinn, þó hann hafi það líka, heldur klókindin við að búa til mikið úr litlu. Auðvitað á hann samt ekki heiðurinn einn því þetta er virkilega vel gert hjá Kuyt og Gerrard líka.

  Mín afstaða til þessa mála er einföld. Ég vil Aquilani tilbaka því ég hef trú á honum. Ef hann hefur ekki trú eða áhuga á Liverpool þá má hann bara eiga sig. Hann er betri leikmaður en Adam að mínu mati… Tek samt fram að ég hef áhuga á að fá Adam líka og mun verða ánægður ef það tekst.

  Spurningin er þá, ætlar Liverpool að vera með Aquilani, Mereiles, Lucas og Gerrard, ásamt Henderson, Spearing og Shelvey? Mjög líklega ekki, nema að það standi til að losa um Spearing og Shelvey á lánum eða sölu. 

  Maður hefur líka heyrt talað um að Mereiles fari í sumar en ég vona innilega ekki, frábær leikmaður sem stóð sig mjög vel. Við viljum breiddina, eigendur hafa talað um meiri gæði og hærri launakostnað í takt við það. Að losna við Aquilani af launaskrá og fá pening í kassann er mögulega freistandi, en ég vona að hann vilji og fái séns til að sanna sig hjá Liverpool…

  Mínir þankagangar allavega, sitt sýnist svo hverjum… Að geta valið um Mereiles, Lucas, Gerrard, Aquilani, Adam og Henderson á 3 manna miðju… Virkilega góð tilhugsun… og virkilega góð breidd…

 28. Eins og ég man eftir Aquilani þá virkaði hann eins og virkilega flottur pass’n’move leikmaður og því held ég að hann geti gert góða hluti undir stjórn Dalglish. Þetta er hinsvegar erfitt því að ég er að sama skapi spenntur fyrir Adam en það var alltaf eitthvað við Aquilani sem heillaði mig. Líklega bara hversu skemmtilegur leikmaður hann er. Ég held að hann geti verið frábær í því Liverpool-liði sem við sáum eftir að Dalglish tók við.

Góðir pistlar á ensku

Er Wickham næstur?