Góðir pistlar á ensku

Eftir næsta tímabil hefst fyrir alvöru innleiðing hins svokallaða Financial Fair Play sem UEFA hefur kynnt til sögunnar m.a. til að sporna við óhagkvæmum rekstri knattspyrnuliða. Flestir eru mjög jákvæðir fyrir þessari hugmynd og fagna henni en fáir vita nákvæmlega út á hvað þetta gengur og hvað þá hvaða áhrif þetta kemur til með að hafa á sitt lið.

Undanfarið hef ég lesið nokkrar góðar greinar sem fjalla um þetta en sú besta kom nýlega inn á The Tomkins Times frá Dan Kennett sem skrifar reglulega á þá frábæru síðu. Hann fjallar ásamt nokkrum sérfræðingum á eins einfaldan hátt og þeim var unnt um sinn skilning á þessum reglum og hvaða áhrif þær koma mögulega til með að hafa á Liverpool.

Það er því miður “möst” að vera sæmilega að sér í ensku til að lesa þetta en þessi grein á TTT er algjör skyldulestur fyrir lengra komna stuðningsmenn.

Það er strax bent á að þessar reglur eru ein af meginástæðum þess að John W Henry og co. ákváðu að taka slaginn í þessum brjálaða peningaheimi sem fótboltinn er. Fljótlega eftir að FSG (þá NESV) keypti Liverpool sagði Henry við Guardian að félögin þyrftu á endanum að koma út á sléttu og það væri lykilatriði fyrir FSG:

Henry said UEFA’s impending financial fair play rules, which will be introduced in 2012-13 and eventually require clubs to break even on football operations, had been a key factor in persuading NESV[now FSG] to buy the club. He said they would leave Liverpool much better-placed to compete with such clubs as Manchester City and Chelsea: “They are operating under the current rules. The rules are going to change.”

Seinna í öðru viðtali á Guardian sem Kennett bendir á talar Henry um þeir hafi alltaf notað þá peninga sem félögin afla til að bæta þau lið sem þeir stjórni og hygðust gera það hjá Liverpool líka:

“We’ve always spent money we’ve generated rather than deficit-spending and that will be the case in Liverpool…it’s up to us to generate enough revenue to be successful over the long term. We have not and will not deviate from that.”

Hvað þetta varðar eru þessar FFP reglur líklega mjög góðar fréttir því að þrátt fyrir að Liverpool sé mikið stærra félag á heimsvísu og með mun meiri möguleika á að afla meiri tekna þannig heldur en t.d. Man City og Chelsea þá eigum við litla möguleika gegn þeim miðað við óbreytt ástand og þessa hugsun FSG. Það verður auðvitað fróðlegt að sjá hvað þessar reglur ná vel yfir þessar stjarnfræðilegu upphæðir sem eru í gangi hjá City og Chelsea og þeir reyna svo sem ekki að svara þeirri spurningu.

En aðalatriðið er að þau lið sem standast ekki FFP fá ekki inngöngu í Evrópukeppnir á vegum UEFA. Raunar er til eitthvað í dag sem heitir UEFA-leyfi sem öll lið þurfa að fá til að geta keppt í Evrópukeppni og FFP er í raun ekkert nema flókin viðbót við það kerfi. Nú þegar hefur það komið fyrir að nokkur lið hafi ekki fengið UEFA leyfi, t.d. Real Mallorca og Timisoara frá Rúmeníu.

Kíkið endilega á þetta, enda höfðu þeir þessa grein opna öllum.

Að auki bendir Kennett á á tvær greinar sem eru ekki síður mikill skyldulestur fyrir þá sem hafa áhuga á því sem gerist utan vallar hjá Liverpool.

Swiss Ramble tók Liverpool fyrir í síðasta mánuði í stórkostlegri grein þar sem hann fer bæði yfir fyrri eigendur og ekki síður hvaða sóknartækifæri FSG hafa með Liverpool eins og hann sér það.

Hin greiningin sem Kennett bendir á er einnig mjög góð og fer ítarlega yfir fjármál Liverpool sl. ár og sýnir aðeins fram á hvernig okkur hefði t.d. gengið að koma út á sléttu tímabilið 09/10 eins og FFP gerir kröfu um. Höfundur þeirrar greinar er ótrúlegt er satt að því er virðist nokkuð vel gefin United maður og hvað þekktastur fyrir að stúdera Glazer feðgana, eigendur Man Utd, hvað best.

Þessar greinar fara vel yfir það sem við höfum verið að sólunda peningum okkar í undanfarin ár og eins hvernig við erum líklegir til að eyða þeim á næstu árum.

En svo er ein enn frábær grein enn sem kemur úr ennþá óvæntari átt heldur en frá Arsenal manninum á bakvið Swiss Ramble eða United manninum á bakvið The Andersred blog.

Sú grein kemur frá blaðamanni á Financial Times, Simon Kuper að nafni sem fer mjög vel yfir þá hlið fótboltans sem FSG og Damien Comolli eru taldir ætla að nýta sér mjög vel hjá Liverpool rétt eins og önnur félög hafa verið að gera í mjög auknum mæli undanfarin ár. Það er að vinna með, greina og nota tölfræði mikið meira í fótboltanum heldur en áður var talið vera mögulegt, rétt eins og var gert í hafnarbolta í Bandaríkjunum.

Kuper segir m.a. frá heimsókn sinni á æfingasvæði Man City þar sem hann hitti Gavin Fleig sem er yfirmaður yfir þeirri deild sem sér um að greina frammistöðu leikmanna, bæði Man City sem og annarra leikmanna sem þeir hafa áhuga á að kaupa. Sem dæmi kemur Fleig inná að nýlega hafi þeir komist yfir tölfræði yfir alla leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar sem t.d. myndi einfalda leit að réttum leikmanni. Eða eins og Fleig sagði:

Imagine, said Fleig, that you were thinking of signing an attacking midfielder. You wanted someone with a pass completion rate of 80 per cent, who had played a good number of games. Fleig typed the two criteria into his laptop. Portraits of the handful of men in the Premier League who met them flashed up on a screen. A couple were obvious: Arsenal’s Cesc Fàbregas and Liverpool’s Steven Gerrard. You didn’t need data to know they were good. But beside them was a more surprising face: Newcastle’s Kevin Nolan. The numbers wouldn’t immediately spur you to sign him. But they might prompt you to take a closer look.

Þetta er auðvitað bara sýnishorn af því sem greinin fjallar um og greiningin nær mun dýpra en þetta og það er lengra síðan fótboltalið fóru að nýta sér tæknina en kannski margan grunar. City náði t.d. að auka sendingafjölda sinn á síðasta þriðjungi vallarins um 7,7% á hálfu ári með kaupum á Yaya Toure, Tevez, Adam Johnson og David Silva. Það er alls ekki lítið og eykur auðvitað líkur á því að þeir skori fleiri mörk.

Besta tilvitnunin sem ég fann í greininni og það sem lýsir henni líklega best er þegar Fleig sagði frá samtali sínu við kollega sinn hjá Chelsea:

Mike Forde, Chelsea’s performance director, told me one morning in February in the empty stands of Stamford Bridge: Football is becoming clever.

En ef eitthvað er að marka það sem fram kemur í grein Kuper er þetta hárrétt og ljóst að vægi tölfræðinörda hjá knattspyrnuliðum er að aukast mikið og í beinu samhengi tiltrú á tölfræði og upplýsingar sem hægt er að fá með því að nota upplýsingarnar rétt.

Kuper kemur að sjálfsögðu aðeins inn á FSG, Damien Comolli og vinskap þeirra við manninn á bakvið Moneyball hugmyndafræðina, Billy Beane. Það er þó mikið meira verið að fara yfir sögu notkunar á tölfræðilegum upplýsingum sem menn eins og Wenger (hjá Monaco) og Lobanovski (hjá Dinamo Kiev) náðu fyrstir árangri með í fótbolta um og eftir 1990. Eins er tekið dæmi um Wenger hjá Arsenal sem er einn af fyrstu knattspyrnustjórunum sem var mjög opinn fyrir því að nota þessar upplýsingar og eins Fat Sam Allardyce af öllum mönnum sem nýtti tímann vel er hann var leikmaður í Bandaríkjunum og opnaði á þessa hugmyndafræði sem hann notaði vel er hann tók við Bolton.

Sölur á Makalele og Stam eru teknar sem dæmi um eitthvað sem ekki væru líklegar í dag á meðan þjófnaður Wenger á Vieira, Henry og seinna Flamini er einnig tekinn sem dæmi.

Frábær grein og gaman að lesa hana sem og þær sem ég hef áður farið yfir. Þetta drepur tímann aðeins frá engum fréttum af leikmannamarkaðnum og opnar augun töluvert fyrir hlutum sem maður vissi ekki.

Endilega ræðið þessar pælingar í þessum þræði ef þið nennið að lesa þetta, notum opna þráðinn fyrir óstaðfest slúður af Twitter og slúðurmiðlum.

28 Comments

 1. Góð umfjöllun. Munu þessar reglur ekki leida til þess hins vegar að stóru lidin taki sig saman um ad stofna nýja deild og komast þannig framhjá reglunum. Ef eg skil þetta rétt hafa reglurnar ekki áhrif á innlendu deildirnar heldur bara evrópukeppnina. Dregur það þvi ekki væntanlega talsvert úr þýdingu og raunverulegum árangri af reglunum ad binda þær eingongu vid evropukeppni?

 2. Verða lítil skúffufyrirtæki bara ekki notuð til að kaupa varning á uppsprengdu verði til að fá peninga í veltu knattspyrnufélaganna? Abramovich og arabarnir í City eiga nóg af fyrirtækjum til þessa verka.
   
  Peningaöflin finna sér leið í kringum reglurnar.

 3. en hvaða áhrif hafa þetta á endurbyggingu á Anfield eða byggingu á nýjum velli?? það hlítur að kosta einhvað. það kemur þessu ekkert við er það??

 4. Nr. 3 

  Nei, komið inn á það í grein á TTT

  NB: “Other Costs” EXCLUDES the costs of youth/academy programmes, community programmes and stadium development [technical note from Graeme Riley – this also includes interest on the development, which can be capitalised and amortised, rather than immediately expensed].

  This is because UEFA wants clubs to plan for the future by investing in these things rather than spending all their money on players wages.

 5. Mögnuð lesning greinin eftir Kuper, sérstaklega áhugavert þegar hann minnist á Kevin Nolan. Ég hef alltaf haft mikið álit á þeim leikmanni (skemmir ekki fyrir að hann sé Liverpool aðdáandi) og ég er ekki í nokkrum vafa að hann hafi liðið fyrir það að hafa spilað svo lengi með Bolton. Ef hann hefði farið þaðan um 23-4 ára aldur í betra og sóknadjarfara lið þá væri hann án vafa búinn að spila landsleik fyrir Englands hönd og ætti örugglega einhverja meistaradeildarleiki að baki. Það má hins vegar virða hann fyrir það að hafa sýnt félagi sýnu hollustu þau 10 ár sem hann var hjá Bolton. Síðustu tvö tímabil hjá honum með Newcastle hafa verið mjög góð 74 leikir og 29 mörk.
   
  Í allri þessari tölfræði umræðu þá þætti mér gaman að rýna í þá tölfræði sem Gary McAllistair hafði hjá Liverpool eftir að hann kom þangað árið 2000 þá á 36 aldursári. Þau áhrif sem sá gamli hafði á Liverpool liðið var með ólíkindum. Var lykilmaður í þrennunni og átti stóran þátt í að liðið náði sæti í CL. Hvað hefði gerst hefði Liverpool keypt hann aðeins fyrr, þó ekki nema 4 árum áður þegar hann fór til Coventry eftir að Leeds hafði afskrifað hann. Markið á móti Everton á Goodison í uppbótartímanum gleymist aldrei!
   
   

 6. Ég spyr eins og ÞHS #2. Er ekki lítið mál að fara fram hjá þessum reglum?? Fyrirtæki í eigu Abramovic gæti sem dæmi keypt einhvern bílskrjóð sem er í eigu Chelsea á 100 milljónir punda! Er eitthvað sem bannar það?? Liðið fær þá 100 milljónir punda í tekjur sem það getur svo eytt í leikmenn. Þú eyðir eins og þú aflar en spyr einhver að því hvernig tekjur koma inn hversu fáránlegar sem þær eru ??

 7. Eða fyrirtæki í eigu abramovitskíííj myndu nú kaupa nafnið á vellinum fyrir 100 miljónir punda á ári…
  Það er allt hægt!!!

 8. Mjög góð og upplýsandi grein sem gaman er að liggja yfir. FFFP reglurnar munu örugglega virka að einhverju leyti og jafnvel að mestu leyti. Eins og með aðrar reglur er hægt að sniðganga þær eins og bent er á í greininni. Selja t.d. arabasjeiknum köku á 100m pund í hálfleik eða láta fyrirtæki oligarka kaupa auglýsingu á 250m pund o.s.frv. M.o.ö. setja á svið sýndargerninga til að auka tekjuflæðið sem nota má til leikmannakaupa.

  Það sem eftir stendur er þá tveir háðir atburðir; vilji UEFA til að láta sverfa til stáls við að framfylgja FFFP og síðan hvað áhættu félögin eru tilbúin að taka til að fara á svig við reglurnar. Spillingin undanfarna áratugi innan knattspyrnunnar gefur engin sérstök fyrirheit um að menn ætli að fara að reglum ef menn komast hjá því. Mun UEFA standast fyrirsjáanlegan þrýsting eða setja kíkinn fyrir blinda augað? Ég myndi segja svona 50/50 en þó vinnur með okkur að mikil vilji er til staðar meðal grasrótarinnar innan UEFA til að vinna gegn þessari ömurlegu þróun sem kannski sést best á Englandi en er vandamál miklu víðar.

  EN jafnvel þótt vafi leiki á að UEFA girði sig í brók finnst mér hæpið að nokkurt félag hætti á að vera vikið úr meiriháttar keppni með tilheyrandi tekjutapi og skömm. Félögin munu því fara fínt í verulega snúninga held ég. Þá er einnig þrátt fyrir allt von til þess að FIFA hætti ekki á að vera sakað um linkind í garð glæpamannanna og pabbadrengjanna sem þorri fótbotlaáhugamanna telur vera að eyðileggja íþróttina.

  Í það minnsta er ástæða til bjarteýni. Að því gefnu að þetta gangi eftir nokkurn veginn er FSG nákvæmlega sá eigandi sem LFC gæti best óskað sér.

 9. Er buinn að vera að lesa mikið um þetta flestir eru á því að þetta breiki bilið á milli litlu kg stóru liðanna það er svo lett fyrir ríku kallana að koma peningum in í liðin það er tildæmis ekki bannað að kaupa ársmiða á 100-200 mil punda það er ekkert sem getur bannað það sem gerir það að verkum að þeir koma bara með peningana inn öðruvísi en litlu klúpparnir eiga ekki sens á því þessi regla er bara fyrir stóru klúppana svo þeir verði en stæri þannig ef enginn ríkur kaupir liðið þitt áttu ekki sens

 10. Einhvern veginn held ég að þar sem orðið er umtalað hversu auðvelt er að koma pening inn í klúbbana með vafasömum hætti hljóti UEFA að bregðast við því í sínu regluverki.  Ausjáanlega þurfa þeir að hafa aðgang að bókhaldi allra félaga og hlýtur þá að vera auðvelt að sjá þessi hliðarskref sem þið eruð að tala um. 

  Mér finnst í raun sniðugt hjá þeim að tilkynna þetta með svona löngum fyrirvara því þá er búið að skjóta þetta fullt af götum í millitíðinni og tími til að loka þeim götum áður en að þessu kemur.

 11. Djöfull eru menn fljótir að draga efni færslunnar frá því sem hún fjallar um, þó það sé sérstaklega beðið um það að halda því á færslu hér að neðan. Færslan er frábær og mjög þörf og mjög áhugaverð lesning hvet menn til þess að lesa hana ásamt þeim greinum sem hún vísar í og halda sig við ummæli um hana.
  Þó það sé ekki mitt hlutverk að skammast yfir þessu gat ég bara ekki hamið mig um það að þessu sinni.

 12. Andri, af hverju kommentar þú ekki bara um færsluna. Mér finnst allt í lagi að svara því ef menn halda því fram að áfengisneysla er holl og góð leikmönnum Liverpool.
  Reyndar las ég færsluna og greinarnar og fannst það góð lesning. Ég hafði bara ekki neinu við að bæta góða grein.

  innskot Babu.
  Freyr þú ert aðeins að misskilja Andra, ég bað sérstaklega um að annað efni eins og þetta með Carroll færi í opna þráðinn fyrir neðan þessa færslu og það er það sem Andri er að pirra sig yfir. Ekkert stórmál samt.

 13. Ja thad er audvelt ad snidganga reglur sem thessar en UEFA verdur ad syna syrk sinn.   eG held ad thad se øllum fyrir bestu ad feløgin eydi ekki meir en thau afli og mer finnst edliloegt ad thau seu skuldlaus fyrir 2020.

 14. Sammála pælingum um að moldríkir eigendur sem eru ekkert frekar áfjáðir í að koma út á sléttu geta líklega auðvleldlega fundið aðferðir til að komast framhjá FFP. En málið er engu að síður að þeir verða alltaf að reka félagið innan ramma FFP og þá líklega taka áhættuna sjálfir frekar en að leggja hana á félagið. Eins ætti þetta að útiloka fábjána eins og Gillett og Hicks.

  M.ö.o. lið eins og City og Chelsea ættu að verða minna háð því að eigendur þeirra fái ekki leið á raunverulega Football Manager og lið eins og Liverpool ætti ekki að lenda í öðrum kúrekum með galtóma vasa og falleg innantóm loforð.

 15. Ég henti út fjórum ummælum um slúður sem á ekki heima í þessum þræði. Babú bað menn sérstaklega um að halda öðrum umræðum í opna þræðinum fyrir neðan þessa færslu, það er því sjálfsagt að menn sýni honum þá kurteisi að fara ekki strax út í aðra sálma. Og það er ekki í lagi að stunda þráðrán þótt menn segi “afsakið þráðránið”. Vinsamlegast virðið þessar einföldu reglur.

  Annars að pistlinum – frábær pistill og vísar á margar mjög áhugaverðar greinar. Ég væri til í að sjá hvaða tölfræði menn eins og Comolli eða aðrir sambærilegir hjá öðrum toppliðum eru farnir að nota. Mörk og stoðsendingar eru t.a.m. ekki nóg þegar við metum sóknarmenn því það verður líka að meta hversu mörg færi þeir skapa, þótt aðrir klúðri þeim svo. David Silva-tölfræðin er t.a.m. nokkuð skýr, sumir myndu kannski halda því fram að hann hafi ekki skorað nóg eða átt nógu margar stoðsendingar á fyrsta tímabili en það sést svart á hvítu að með hann í liðinu skapaði það sér fleiri marktækifæri, sendi boltann betur sín á milli á fremsta þriðjungi vallarins, vann FA bikarinn og komst í Meistaradeildina. Varla hægt að kalla Silva (og Yaya Toure) annað en frábær kaup þegar litið er þannig á málið.

  Ég væri til í að heyra Comolli rökstyðja t.a.m. ákvörðunina um að kaupa Jordan Henderson. Við vitum um mörkin hans og stoðsendingar og að hann er ungur, enskur og fjölhæfur, en hvaða tölfræði horfðu þeir helst á til að rökstyðja kaupin? Er hann með háa sendingarprósentu, er hann duglegur að pressa án bolta, er mikil yfirferð á honum a la Flamini? Ef maður hefði aðgang að slíkum upplýsingum gæti maður betur áttað sig á til hvers er ætlast af leikmanni. Á Carroll að skora mörg mörk eða á hann að spila aðra upp í færi? Var Suarez keyptur sem playmaker eða af því að hann hjálpar hápressuvörninni með Kuyt? Á Henderson að vera vængmaður með góða krossa og sendingargetu eða vinnusamur miðjumaður? Þetta þætti mér a.m.k. gott að vita sem stuðningsmanni.

  Þetta virðist allavega klárlega vera framtíðin. Ætli við verðum ekki farin að ræða svipaða hluti og Kuper nefnir í grein sinni eftir tíu ár – hluti eins og markalíkuprósentu sóknarmanna, varnarhápressu miðjumanna, staðsetningarprósentu varnarmanna (a la Maldini sem þurfti aldrei að tækla því hann var alltaf svo vel staðsettur) og svo framvegis?

  Og af hverju fá markmenn ekki best borgað af öllum knattspyrnumönnum? Þeir endast lengst, getur yfirleitt treyst meira á þá varðandi meiðsli og slíkt, og heimsklassamarkverðir eru vissulega sjaldgæfari en t.d. heimsklassa sóknarmenn. Pepe Reina var keyptur sama sumar og Peter Crouch – hvor átti að fá betur borgað? Hvor þeirra var líklegri til að vera í liðinu í 15 ár eða svo?

 16. Ég hef ekki lesið nema hluta af þessum greinum sem verið er að vísa í en kemur einhversstaðar fram hvort menn hafi áhyggjur af miðaverði. Þ.e. hvort þetta geti leitt til hækkunar í þeiri viðæleitni að halda sér réttumegin við strikið og þar með misst þetta endanlega frá því að vera sport sem almenningur hefur efni á að sækja.

 17. Ég geri fastlega ráð fyrir að baka mér reiði Púlara með þessari færslu og að KAR hendi henni út snimmendis enda jaðrar hún (hugsanlega) við landráð.

  Það eina sem ég hef mér til afsökunar er að viðskiptahlið fótboltans er sífellt mikilvægari og leiðin til að sigra óvininn er að þekkja hann og virða.

  En tilefnið er að ég skoðaði betur þessar greinar sem Babu var að vísa til. Þar er dregin saman margvísleg tölfræði + hugleiðingar en það sem vekur mesta athygli eru stuðlar um framleiðni félagannna. M.ö.o. hvernig þeim sem stjórna rekstri félaganna tekst til um þann þátt. Rekstur félags er vitanlega annað en heildardæmið. Í fyrsta lagi eru sum félögin keypt með lánsfé (Scum) þannig að skuldir eigandanna telja inn í hvaða styrk þau hafa og svo suger daddy félögin sem eru í raun félagstofnanir en ekki fyrirtæki.

  Eftir lestur þessara greina blasir við að Scum, undir stjórn rauðnefs, er það félag í heiminum sem nær lang mestu út úr sínum rekstri. Ef Scum væri ekki í eigu jafn skelfilegra eigenda og raun ber vitni má leiða líkur að því að FFP reglurnar væru hrein guðsgjöf fyrir Scum.

  Sad but true!

 18. Veit nú ekki afhverju þú heldur að þér verði hent héðan út fyrir þessi saklausu orð Guderian ?

  En góður punktur og alveg hárétt hjá þér að stærstu félögin í boltanum, með stærstu vellina og mestu tekjurnar geta eytt lang mestu í leikmenn undir nýju reglunum. Því er spurning hverjum er verið að gera greiða með þessu fyrirkomulagi ?  Er þá ekki bara skárrra að fá inn lið eins og Chelsea og City því í sannleika sagt þá fengi Manchester United nánast enga samkeppni (lesist arsenal) og væri sennilega með 23-4 titla undir sýnu belti í dag ef ekki kæmi fyrir Chelsea ! 

  Í flestum löndum einoka tvö til þrjú lið efstu sætin en það er ekki til eftirbreytni. Það liggur við að maður vilji frekar sjá lið eins og City koma inn í keppnina með fullt af aurum í staðinn fyrir að eitt eða tvö lið sitji að kjötkötlunum endalaust !

 19. #20. Var aðeins að grilla í KAR sem er óvæginn húsbóndi á sínu heimili en er samt ekki illa meint.
  Málið er að ef FFP reglurnar hefðu verið við lýði fyrir 20 árum þegar óheft markaðshyggja heldur innreið sína í enskan fótbolta með stofnum PL væri ólíklegt að Glaziers, G&T o.fl. hefðu getað tekið yfir félögin með skuldsettri yfirtöku. Ætlun þessara gaura var alltaf að hreinsa þessi félög innan frá eins og Glaziers er að takast með Scum. Þá er einnig ólíklegt að menn eins og Roman hefðu leitað að áhugamáli í Englandi og svona mætti áfram telja…
  Ég er hreinlega ósammála að eitthvað vit sé í til lengdar að lið eins og City eða Chelsea kaupi sér velgengni með því að sækja sér fjármuni utan rekstarins, þ.e. í vasa eigendanna. Þetta fyrirkomulag ber feigðina í sér og fjarlægir fótboltann frá grasrótinni í áttina að úrkynjun og elítuhugsunarhætti.
  Allir eiga möguleika ef liðin eru sniðug í unglingastarfinu, leikmannakaupum og reglulegri starfsemi sem er inntak FFP hugmyndarinnar. Það sést vel t.d. á Dortmund sem var nær gjaldþrota fyrir fáum árum en góður þjálfari gerði þá að meisturum í ár. Þetta væri útilokað í PL eins og staðan er í dag.
  Nú er langur vegur frá því að FFP virki og hugsanlega verður þessi viðleitni öll fyrir bí. Aðalatriðið nú um stundir er samt að FSG fór út í að endurreisa LFC vegna þess að þeir trúðu á að nýjar reglur færðu rekstarmönnum eins og þeim tækifæri til stórkostlegra hluta með LFC sem hefðu ekki verið gerlegir annars. Ekki gleyma að menn eins og Henry eru hreinir fátæklingar borið saman við Roman o.fl. eigendur enskra liða.

  Það sem þeir hafa er reynslan og viðskiptavitið sem ætti að fá að njóta sín undir nýju fyrirkomulagi.

 20. Eins aðeins til að bæta við þetta hjá Guderian þá er Liverpool vörumerki sem hefur verið ekkert eðlilega illa nýtt miðað við hvaða möguleika það býður uppá. Liverpool FC er ekkert minna frægt lið á heimsvísu heldur en Real Madríd, Barcelona og Man United en hefur enganvegin verið að nýta sér sýna möguleika eins og þessir klúbbar hafa verið að gera og David Moores var allt að því glæpsamlega lélegur eigandi þegar kom að þessari hlið mála. Líklega efni í pistil einhverntíma.

 21. Hárrètt Babu!

  Eftir ad hafa loksins klárad ad lesa Tomkins frèttina rennur upp fyrir mèr ad ég er heimskur og 18 einingar í stærdfrædi thyda ekki neitt… 😀

  Margt rosalega snidugt sem kemur fram hja honum og reikniformulurnar skemmtilegar. Sèst bersynilega hve mikilvægt var fyrir okkur ad fa FSG inn i felagid og hve morg stor verkefni bida theirra.

  Eg og felagi minn ræddum um daginn hvort Liverpool ætti ad stækka Anfield eda byggja nyjan völl… Èg var á thvi ad stækka Anfield en hann vildi glænyjan voll… Talad er um, ef ad mig minnir rett, ad stækkun Anfield thydi ca. 60thus sæti + box. Holdum goda vellinum okkar og saga hans lengist…

  En hvad svo? Eins og minnst er a margoft i thessum greinum tha skiptir miklu mali hve mikid felogin raka in a leikdegi undir nyju reglunum. Arsenal og United fa 2milljonum punda meira af hverjum heimaleik, 10 leikir og tha ertu kominn med Suarez! Felaginn vildi nyjan völl, thvi hann vill stóran völl, minnst 75-80thus manns. Stórlid eiga ad hafa stór leikvanga… Ef thessi leikvangur væri byggdgur rett væri svo hægt ad stækka hann enn frekar ef thörf krefdi. Thad er thvi engin spurning i minum huga eftir okkar samtal ad se ekki hægt ad stækka Anfield upp a.m.k 75-80thus sæti, tha a ad byggja nyjan völl og gera thad til lengri tíma, fara fram úr United og Arsenal, ekki bara ná theim eda saxa á forskotid.

  Mér eins og ykkur, thykir vænt um Anfield. hef verid svo heppinn ad fa ad heimsækja hann tvisvar og vill fatt meira en ad sa vollur verdi afram virki Liverpool FC. Liverpool verdur samt ad leita ad yfirburdum a ollum svidum til ad na sem bestum arangri og stor vollur er mikilvægur partur af thvi. Ef ad Anfield getur nad thessu capacity, sem eg efasta um, tha væri thad draumur.

 22. @ 22.

  Tho LFC se frægt vørumerki tha  verdur ad vidurkennast ad thad er a fallandi fæti.  Menn geta ekki lifad a førni frægd endalaust.   LFC thraf naudsynlega ad fara ad landa enska meistaratitlinum sem fyrst.   Krakkar i dag sækja edlilega i ad stydja thau lid sem vinna og thau børn er borgandi studningsmenn framtidarinnar.

  Vardandi nyjan og stærri vøll tha hef eg eina spurningu : Var alltaf uppselt a Anfield a sidasta timabili ?  Mer fannst eg stundum sja aud sæti !

  Afram Lions

 23. @24 öööööö….Síðasta tímabil……Hodgeson einhver? Ömurleg framistaða skilaði sér m.a. í því að á einum leik, evrópuleik ef mig minnir, þá mættu um 34 þús og var það klárlega rakið til þess að áhangendur voru að sýna eigendum að þeir vildu breytingar á stjórn liðsins. Svo kom Kóngurinn heim og ég held að völlurinn hafi nánast alltaf verið smekkfullur eftir það. Hef nákvæmlega engar áhyggjur af því að með réttri stjórn á liðinu og gengi eftir því þá getum við hæglega haft 60K á leik hjá okkur ef ekki meira.

 24. ef eg man rett þá eru um 50 þus manns a biðlista yfir arsmiða þannig held að liverpool gæti vel fyllt 70þúsund manna völl

Opinn þráður

Kop.is Podcast #2