BLÁTT! Nýi Liverpool-búningurinn:

Uppfært Babu: Könnun um nýja varabúninginn

Myndir þú láta sjá þig í nýja varabúningnum?

 • (62%, 526 Atkvæði)
 • Nei (38%, 326 Atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 852

Loading ... Loading ...

Svona lítur þriðji búningur komandi tímabils út:

Þetta var mikið rætt á Twitter í dag og voru flestir heimildar- og blaðamenn á því að þegar félagið samdi við Standard Chartered í fyrrasumar hafi ein af þeim kröfum sem látin var eftir þeim verið sú að þeir fengju a.m.k. einn búning í sínum litum, þ.e. hvítt og blátt. Þannig að ef þið viljið skamma einhvern fyrir þessa Manchester City-treyju þá getið þið skammað Ian Ayres og Standard Chartered.

Búningurinn er ekki ljótur, en hann er BLÁR! Ég stórefa að þeir eigi eftir að selja mörg eintök af þessari skyrtu.

Hvað finnst ykkur? Hversu ömurlegt verður að horfa á deildarleik á Old Trafford næsta vetur og sjá Liverpool spila í bláu?

142 Comments

 1. Ég get ekki gert af því en mér finnst hann drullu flottur! Blái liturinn kemur vissulega á óvart en það er e-ð við hann sem mér finnst mjög töff! Fæ mér hann (staðfest)

 2. Búningurinn er nú í fyrsta lagi alls ekki blár, það eru örfáar bláar rendur í honum. Mér finnst svakalega flottur búningur, eiginlega einn sá flottasti seinni árin verð ég að segja.

 3. liturinn á búningnum skiptir engu máli svo lengi sem að hjartað er rautt

 4. Hallur (#1) – Nýi United-búningurinn er rauður og svartur. Þ.a.l. getum við ekki notað svarta búninginn úti gegn þeim. Það verður því eitt af örfáum skiptum sem liðið spilar í þessum búningum (fyrst við erum ekki í Evrópu).

  Skv. minni talningu væru það bara Man Utd, Aston Villa (höfum held ég ekki notað svarta búninga þar vegna þess hvað þeir eru í dökkum litum) og kannski Wolves sem við gætum átt von á að þurfa að heimsækja í þessum nýju búningum. Og svo ef við drögumst í bikar gegn einhverju liði sem spilar í rauðu & svörtu eða dökkum litum.

  Mér finnst búningurinn alls ekki ljótur. Flott hönnun og allt það. En ég myndi aldrei kaupa þetta eða ganga í þessu af því að þetta er BLÁTT. Það er bara svoleiðis, maður blandar þessu ekki saman.

 5. Ég man nú ekki betur heldur en að upphaflegi Liverpool búningurinn hafi einmitt verið blár og hvítur.

 6. er ekki bara komin tími á nýjann lit til að hrista aðeins upp í þessu og nýja titla, eins lengi og hjartað er rautt (vitna í no6 hér a undan)skiptir þetta ekki máli.
   

 7. OK ég hélt að United væri rauðir og hvítir, þeir eru allavega alltaf ógeðslegir 🙂
  Ég er annars nokkuð sammála þér varðandi þennan bláa lit, finnst asnalegt að það sé blátt í honum , treyjan er samt flott

 8. sé hann frekar með rauðum en bláum en hann er samt ekkert smá flottur 😀

 9. Úff hvað hann er shitty-legur.. En það skiptir svosem engu því hann er með þetta fallega Liverpool merki á sér sem gerir hann fallegann!

 10. Suarez er flottur í þessum búning, það eru Uruguay litir í honum.

 11. Flottur búningur og ágætis tilbreyting að sjá Liverpool spila í þessum búningi!!

 12. Eins gott að við erum með drullu flottan varabúning á næsta tímabili, vegna þess að þessi búningur er hræðilegur! Sjitt hvað mér finnst þetta ekki fallegt!
  Og eitt annað sem ég velti mér alltaf uppúr, og á aldrei eftir að skilja, er af hverju leikmenn fá sér aldrei skó sem matcha búninginn, það er að segja að hafa til dæmis bláa eða hvíta með þessum búning.
  Appelsínugulu skórnir hans Luis gera búninginn ennþá ljótari

 13. Finnst þessi nokkuð cool en er búinn að fá mér nýja svarta varabúninginn og efast því um að ég fái mér þennan nema kannski á útsölu eftir næsta tímabil 🙂

 14. Finnst líka svolítið fyndið að hann sé auglýstur með custom tölur, sem við eigum ekki eftir að nota, af því að við erum ekki í neinni evrópukeppni.. En jæja, við spilum varla marga leiki í þessum. Í ár var það hræðilegt að við spiluðum ekki fleiri leiki í þriðja búningnum, sem var einn flottasti búningur sem við höfum haft lengi, en á næsta ári verður það gott að vera ekki að spila í þessum óþverra

 15. Mér finnst hann flottur og á eftir að versla mér einn! Þetta er Liverpool treyja og það skiptir ekki öllu þótt það sé smá himinblátt í honum!

 16. Jesús minn, hvað er að heyra í ykkur?
  Búningurinn er hvítur með ljósbláum Argentískum/ Urugvæskum röndum, og er bara hrikalega flottur.
   
  En það er alveg ljóst að ég verð heldur betur að herða mig í ræktinni ef ég á einhverntímann eftir að klæðast þessari flík 🙂

 17. Þvílíka vælið og þvílíka dramantíkin!  Var Ridge að halda framhjá Brooke eða?

  Þetta er bara virkilega flottur búningur.

 18. Mér finnst hann hrikalega töff… Reyndar finnst mér eigilega alltaf allir Liverpool búningar það en það er eitthvað mjög töff við þennan, væri til í að eiga eina svona treyju

 19. það verður alls ekkert ömurlegt að horfa á Liverpool í þessum flottu bláu búningum vinna Man Utd á Old Trafford næsta vetur

 20. Það mætti vera eitthvað smá rautt í honum fyrir minn smekk!!

 21. Sérðu ekki logana í Liverpool merkinu, þeir eru rauðir !

 22. Nýi United-búningurinn er rauður og svartur. Þ.a.l. getum við ekki notað svarta búninginn úti gegn þeim. Það verður því eitt af örfáum skiptum sem liðið spilar í þessum búningum (fyrst við erum ekki í Evrópu).
  Huh? Það er meira hvítt á honum en svart skv. þessu http://www.footballshirtculture.com/forum/fsc-forum/football-shirt-discussion/manchester-united-home-kit-2011/2012.html
  Engar líkur á að liðinu verði meinað að mæta í svarta búningnum á næstu leiktíð gegn United.

 23. Nú spyr sá sem ekki veit.. Var Adidas ekki að hætta að sponsora okkur? Eða er það eftir þetta tímabil?
  Var ekki eitthvað algjörlega óþekkt merki að “kaupa” okkur?

 24. 36 – Adidas á eitt ár eftir. Warrior tekur við sumarið 2012.

  35 – Hmmm. Það er svart í sokkunum hjá United. Væri það ekki nóg skv. reglum? Ég er ekki alveg með það á hreinu, hélt það samt.

 25. Kristján: Er þá ekki nóg að við myndum spila í svarta búningnum og þá bara rauðu sokkunum? Nokkuð viss um að það sé löglegt..

 26. ‘…mörg eintök af þessari skyrtu.’

  Please nennidi ad haetta ad kalla tetta skyrtur?
  Tetta eru treyjur.

 27. Nokkuð góður bara.

  Þó United spili í svörtum sokkum þá eru þeir í hvítum stuttbuxum þannig að ég held nú að það væri nærri lagi að spila í svörtu búningunum frekar en hvítum.

  Allt er nú betra en grænu búningarnir 08 09 tímabilið. Þeri voru hreinn viðbjóður !

 28. Samkvæmt dómurum hérna á Íslandi er í lagi að stuttbuxur séu í sama lit en ekki sokkar. Veit ekki hvort það eru sömu grunnreglur hjá dómurum í EPL og PD?

 29. Bíddu er þetta orðið eitthvað tísku blogg?? Skiptir einhverju máli hvernig Liverpool búningurinn er á litinn svo lengi sem það er rétta merkið á honum?

 30. Já hann er pínu líkur Man City búningnum.
  Já hann er með óvenju miklu bláu yfirbragði.
  Já hann er ógeðslega flottur
  Já ég hugsa bara að ég kaupi mér eitt kvikindi.
   

 31. Blár Liverpool búningur! Markaðsvélar kapítalismans leiða mann um dimma dali verð ég að segja!

 32. Virkilega flottur. kannski að Joe Cole hrökkvi í gang þegar hann kemst í blátt.

 33. Ég man ekki betur en að ég hafi sett inn hérna link á mynd af hvítum og bláum búning sem sagt var að ætti að verða “3rd kit” á næsta seasoni fyrir nokkrum mánuðum síðan, var aldreilis skotið í kaf þá 🙂

  Annars verð ég að segja að fyrst þegar ég sá þetta blá-a fanst mér það ógeðslegt, en ég verð líka að viðurkenna að mér þykir hann verulega flottur og væri vel til í að eiga eintak, samt sammála að hann er 100x flottari með rauða rönd í stað blárrar 😛

 34. Fyrirgefiði á meðan ég æli.

  Eina sem ég sá á myndinni var blátt og þá hætti ég að horfa á hana, mér er slett sama hvernig restin af búningnum er, Liverpool er rautt ekki blátt (það er í óæðri enda borgarinnar).

  Jú það er rétt #8, Liverpool lék í bláu á þarsíðustu öld í 4 ár en sían þá hefur aðalbúningurinn okkar alltaf verið rauður og blátt bann ætti að vera við bláu í búningnum okkar.

  Þetta er ekki væl, þetta er ekki smámunasemi, þetta er blátt, þetta er prinsip atriði, þetta verður aldrei keypt (af mér:-)

 35. Ok, það er eitt að spila í bláu, sem við höfum nú gert oftar en einu sinni á undanförnum árum en vorum við virkilega svona örvæntingarfullir þegar við sömdum við þennan blessaða styrktaraðila að við samþykktum að nota þeirra liti í búningnum? HALLÓ, eru þeir ekki með nafnið sitt á treyjunni? Það er eins gott að ákveðin bensínstöð á Íslandi er ekki að styrkja okkur, því þá værum við væntanlega að spila í bleiku! 😛

 36. Það versta við þessa mynd er stellingin á Suarez, og já svo er þetta forljótur búningur.

 37. Finnst einmitt buningurinn flottur, en ekki liturinn, og thar bjargadi #49 thessu, thetta er mikklu flottara! Ætti ekkert ad vera ad rugla i thessu og gera buninginn hja liverpool blaann..

 38. Hvaða markaðssérfræðingur með ENGA þekkingu á félaginu fékk þetta eiginlega út? Ja hérna.

  Af öllum litum sem í boði eru er aðeins einn á bannlista skv. mjög vel óskráðum reglum, litur þeirra bláu. Það má segja að það sé BLÁTT bann við því! Svona rétt eins og að þeim dettur ekki í hug að nota rauða litinn. 

  Ég hef svosem engar áhyggjur af því að liðið fari að spila eins og Everton í bláum búningi og LiverBird verður alveg á sínum stað áfram. En þetta er í besta falli helber óþarfi enda langar okkur ekki að bendla bláa litinn á neinn hátt við Liverpool og það sem verra er, enginn sannur stuðningsmaður Liverpool fer að versla sér bláan (að hluta) Liverpool búning, það passar ekki og neikvæðnin sem þessi búningur hefur stax fengið bendir sterklega til að þarna sé sölutækifæri sólundað fyrir lítið. 

  Talandi um að búningurinn sé í litum Standard Charted þá efast ég nú um að stuðningsmenn Liverpool í Asíu fari eitthvað að kaupa búninginn til að vera í litum bankans síns þó vissulega sé þetta auglýsing fyrir þá. Hvort hún sé góð er svo annað mál. 

  Ég fer nú samt ekkert að missa svefn yfir þessu og reyndar ef einhver getur selt stuðningsmönnum Liverpool bláan búning þá er það líklega Ian Ayre. En hann mun ekki selja mér eintak af þessum búningi.  

 39. Þessi blái litur er vísun í fyrsta heimabúningin frá því 1892.   Mér finnst hann nokkuð nettur, jú maður er svo sem ekki vanur að sjá blátt en hann er þó ekki bleikur.

 40. Hvað er að að gerast. Það skiptir nákvæmlega engu máli hvernig búningurinn er á litinn. Bara að það sé Liverpool merki á honum. Það er ekki eins og Everton eigi einhvern einkarétt á þessum lit, eða þá að við séum eitthvað að reyna að líkjast þeim með því að vera í þessum búning. Hvað með það ef að þetta er einhver krafa frá Standard, hverjum er ekki sama. Þetta er flottur búningur og ég ætla að versla mér eitt stykki og ganga stoltur í honum – afþví að þetta er Liverpool búningur.

 41. hvaða væl er mörgum. þetta er ekkert BLÁR búningur það eru aðeins örfáar blár rendur á honum og þetta er mjög flottur búningur!!
   

 42. Smá þráðrán. Boston Bruins að vinna NHL deildina í hokkí eftir 36 ára bið! Greinilega eitthvað trend þessa dagana að gömul stórveldi vinni titla 🙂 Titill á næsta ári ?? Hver veit :=) haha

 43. Sammála #59 – þetta er ekki blár búningur strákar – hann er hvítur en með ljósbláum röndum og stöku svartri.
   
  Róum okkur aðeins.  Dulluflottur búningur…!

 44. Osammála 59 og 62 í því að þetta sé ekki blár búningur. Hann er það þó það sé hvít að megni og svart í honum. Blár er eini liturinn í búningum. hvítur og svartur er tæknilega séð ekki litur. Það á bara ekkert blátt að vera tengt búningnum eins og Babú sagði

 45. ÓGEÐSLEGT… liverpool varabúningur á að vera hvítur og grænn. Gulur er líka í lagi. Burt með þetta Standard Chartered. Lebron James þarf að redda þessu.

 46. Fyrir þá sem eru að missa legvatnið yfir því hversu blár þessi búningur er, og hversu hrikalegt það væri að sjá Liverpool mæta í búning með smá bláu í á Old Trafford, þá getið þið horft aftur á leikinn frá 22. janúar 2002.

  Þar mættu okkar menn á Old Trafford og sigruðu Manchester United 0-1 með marki Danny Murphy.
  Hér er mynd af honum í bláu, að skora sigurmarkið:
  http://images.mirror.co.uk/upl/m4/sep2008/1/5/56704CB8-EAD6-9D39-D96A7A53F57B7636.jpg
   
  Þið sem hafið ekki undan við að þerra tárin, náið í næsta handklæði og mannið ykkur svo upp.
   
  Það eina slæma við þennan búning er þaðað maður þarf að vera andskoti fit til að púlla það að klæðast honum 🙂
   

 47. Í sambandi við könnunina, þá myndi ég alltaf láta sjá mig í treyjum með liverpool merkinu á!
  Engin spurning, Já!!

 48. Strákar missið ekki legvatnið yfir þessu, þetta er hvítur búningur með ljósbláum ADIDAS línum sem eru nú bara töff. Hvað er að því að breyta aðeins til? Svo er þetta 3búningur og varla mikið notaður.
   

 49. Hættið þessu væli. Jesús, við höfum verið með sægrænan lit, gulan og bláan. Hvítur og blár kemur mjög vel út og hönnunin á þessum búning er helvíti flott.

 50. Þetta væri frábær varatreyja hjá Internazionale…

  þrátt fyrir að Liverpool hafi áður notast við bláa liti(þó ekki everton bláa) þá finnst mér að ekki eigi að vera neitt blátt í búningum liverpool….

 51. Þess ber að geta að fyrstu búningar Liverpool, sem einmitt voru bláir, voru gamlir Everton búningar og því enþá verra að bendla nýja búninginn við hann…

  ég kaus já, því ég mun ekki skammast mín fyrir Liverpool búning en ég er hundóánægður með þetta því Liverpool á einfaldlega ekki að ganga í bláum fötum! Everton fer ekki í rautt, Barcelona fer ekki í hvítt! End of story.

  Reyndar skylst mér að það séu ekki nema 10 ár síðan að við vorum með blátt í búning…

  Lúmskt flottur samt, kannski að maður kaupi einn svona og geymi djúpt inni í skáp…. 😛

 52. Ekki get ég kallað Everton “blue shit” lengur.
  Mér finnst hann vera flottur, enn það verður erfitt að venjast þessu.

 53. Geðveikur búningur.
   
  Svo spyrðu hversu slæmt verði að sjá okkur í bláu á ot á næsta tímabili ? Það er enn betra því við með okkar fallega Liverpool merki erum haturslið þeirra og city líka, við verðum því með okkar fallega merki og lit city manna sem fær þá til að hata okkur meira og því verður sigurinn þar enn sætari fyrir vikið.

 54. Eitt sem ég skil ekki, það er þessi íslenski rivall milli Liverpool og Everton, er hann í alvöru talað einhver þar sem þetta er derby slagur, og enginn okkar fæddist í Liverpool hvað þá var alinn þar upp. Þannig með fullri hreinskilni að Everton rivalinn á íslandi á í raun engan rétt á sér. Hættið að láta eins og þið séuð þarna í miðri Liverpool borg og ólust þar upp. Ég ranka United,City, Arsenal og Tottenham meira segja hærra en Everton. Everton sé ég eins og Wigan, hundfúlt að tapa en er sáttur með sigur. Ólíkt hinum liðunum þá gjörsamlega hata ég að tapa á móti þeim og verð fúll á móti.

 55. Tony Barret og ég erum algjörlega sammála í “stóra” búninga málinu. Tekið af Twitter fídinu hans:

  “Liverpool need to withdraw their new 3rd kit from sale before it causes themselves & their fans further embarrassment”

  “Celtic don’t wear blue, white’s a no go for Barca, Everton wouldn’t dream of red. Exactly the way it should be”

  “Most vivid demonstration of a club’s identity is the team’s colours. Of course it matters.”

 56. Þetta minnir mig nú fyrst og fremst á Marseille. Gæti alveg vanist.

 57. Mér finnst þetta flottur búningur.

  En ég skil ekki alveg hver það var nákvæmlega í markaðsdeildinni sem datt í hug að þetta væri góð hugmynd.  Kannski að þeir hafi bara viljað fá brjálaða athygli. 

  Annars er Árni Jón #12 með þetta.

 58. United var með svartan varabúning við líka er það ekki? Þeir spila í rauðu við líka er það ekki? Það skiptir engu máli hvernig litur er á varabúningunum meðan RÉTT merki er á brjóstinu….. Ekki kveikti ég í Torres treyjunni í vetur þar sem merkið vr hinu megin á búningnum ég klippti nafni bara aftan af….. Vælurnar þarna geta bara klippt bláu rendurnar af eða sleppt því að kaupa hann…. Þessi búningur er jafn flottur og REEBOK treyjurnar voru LJÓTAR

 59. Þannig með fullri hreinskilni að Everton rivalinn á íslandi á í raun engan rétt á sér

  Hvaða rétt hefur þú á að dæma um það?  Þótt þér finnist eitthvað, eru það þá bara lög?  Gæti verið að ákveðnar ástæður lægju að baki hatri á Everton, þó svo að menn séu ekki fæddir í Liverpoolborg? 

  Ég ranka United,City, Arsenal og Tottenham meira segja hærra en Everton.

  Flott hjá þér, ekki ætla ég að reyna að fá þig til að hafa einhverja aðra skoðun, en vinsamlegast ekki vera að segja öðrum til um það hvað þeim á að finnast.

  En varðandi þennan búning, ég er ansi hreint hræddur um að einhver markaðsgúrúinn verði hengdur upp á tein núna.  Það er allt gjörsamlega vitlaust yfir þessu úti í Liverpool.  Er búinn að sjá útgáfuna með rauðu röndunum, það hefði verið flott dæmi, en þetta er út úr korti.  Þið megið kalla það væl eins og þið viljið, fer ekki ofan af því að þetta er ein heimskulegasta ákvörðun hönnunardeildarinnar frá stofnun félagsins.

 60. Varabúningar hafa verið grænir, gulir og gráir með engum rauðum litum og ekkert endilega “Liverpool-legir”. Finnst þetta nú ekkert spes búningur en skil ekki afhverju menn eru allt í einu að TAPA sér yfir því að nú sé kominn hvítur/ljósblár búningur??

 61. Ekki kemur það mér á óvart að Steini hafi óbeit á þessari treyju. Steini þú færð þér eina svona samt er það ekki?

  Auðvitað er þetta undarlegt að hafa blátt í treyjunni en ég er alltaf hrifin af einhverju nýju.

  Hvað er annars að frétta af leikmannamálum? Er þessi vika bara alveg down miðað við síðustu viku?

 62. Það kom að því að nýju eigendurnir gerðu mistök.
   
  Ég hef nú samt meiri áhyggjur af því að það eru 21 ár frá því að Liverpool vann efstu deild síðast. Hvort það eru einhverjar bláar rendur á 3. búningi liðsins er mér fjandans sama um og er í raun algjört aukaatriði í mínum huga. Það hefur lítil áhrif á það hvaða leikmenn hafa áhuga á að koma til okkar liturinn á röndum 3. keppnisbúningsins.
   
  Með fullri virðingu fyrir Henderson að þá er hann ekki að fara skipta sköpum á næsta tímabili. Liverpool og King Kenny þurfa helst að vera með þá sem eiga að vera í eldlínunni frá fyrsta degi þegar undirbúningurinn byrjar. Nóg er að Suarez fái auka hvíld aökum S-Ameríku keppninnar.
   
  Vonandi er þetta búningamál “smjörklípa” til að dreifa athygglinni frá einhverju öðru sem í mínum huga skiptir meira máli.

 63. Mínar pælingar um þennan nýja vara-varabúning okkar:

  1. Fín hönnun og allt það og ef að menn skoða nýja varabúning Chelskí hannaðan af Adidas þá er hægt að vera sáttur enda er sá búningur alger viðbjóður. Það tískuslys er eins og markmannsbúningur Thomas Ravelli frá HM 1994!! En þessi blámi stingur algerlega í stúf fyrir lið sem kennir sig við rautt. Það er rétt að við höfum haft blátt og hvítt áður, þann fyrsta árið 1892-96 og svo 2001-02 en sá síðarnefndi var með stuttbuxur í sama bláa lit og árin áður nema að treyjurnar voru grænar og svo gular. Breytingin þar var því úr grænu og gulu yfir í hvítt en ekki beinskipting í blátt heldur meiri framhald á stuttbuxnalitnum. Sá búningur lifir lítið í minningunni

  2. Í kynningunni á treyjunni er verið að tengja saman bláa litinn við allra fyrstu treyjuna frá 1892 en það tel ég vera tylliástæðu eins og þær gerast verstar. Þessi frá 1892 er nauðalík dæmigerðri Blackburn treyju en þessi nýja er eins og launbarn Inter Milan varatreyju. Ekkert sameiginlegt í hönnun og blái liturinn er frekar ólíkur. Ef að meiningin var að hafa tribute í tilefni af 120 ára afmælinu þá hefði verið mun flottara að fara bara alla leið í því og gera nútímaútgáfa af þeirri gömlu. En þetta er að sjálfsögðu bara fyrirsláttur til að fela hina raunverulegu ástæðu sem er….

  3. …. að verið er að þóknast Standard Chartered með því að búa til treyju í litunum þeirra. Miðað við það hversu vel þeir borga okkur þá er það ekkert skelfileg tilhugsun að leyfa þeim að fá “sína” treyju en manni líkar það illa þegar verið bulla í manni með ástæðurnar. Tarfatað er ennþá tarfatað þó að reynt sé að fegra það.

  4. Það þýðir ekkert að kenna Adidas um þetta því að stjórn LFC hefur alltaf neitunarvald og þetta er unnið í samstarfi við markaðsdeildina. Manni finnst skjóta skökku við að þeir hafi leyft þessu að fljóta í gegn því að mantran hjá FSG hefur verið að hafa áhangendur með í ráðum. Hefði verið betra að fá óumdeilda flotta treyju sem seldist vel í staðinn fyrir þessa sem fæstir munu fjárfesta í.

  5. Skoðanir á þessu hafa að því er mér virðist skiptast bæði eftir landafræði og svo kynslóðum. Þeir stuðningsmenn sem búa í Liverpool eða á Englandi eru ósáttari við þetta enda í nánari tengslum t.d. við andstæðinga okkar í borginni. Hvernig er hægt að tala um Everton sem bluesh*te ef að við sjálfir erum bláir?? Gefum leiðinlegan höggstað á okkur með þessu. Einnig finnst manni sem yngri kynslóðin sé opnari fyrir þessu heldur en eldri skröggar sem eru meiri fyrir að halda í hefðir.

  6. Þetta mun hafa lítil áhrif því að 3ja treyjan verður varla notuðu meira en 2-3 sinnum og þar sem að þetta verður síðasta treyjan frá Adidas í bili þá verður áhuginn líklega eftir því. Af hverju einhver ætti að vilja kaupa treyju sem sárasjaldan er notuð á 10 þús.kall, frá fráfarandi framleiðenda, í litum erkifjendanna og strax orðin umdeild er ofar mínum skilningi. Er eiginlega orðin úrelt um leið og við höfum spilað í henni á Stadium of lights. Og ef það verður snemma á leikjaplaninu þá verður treyjan komin á 50% afslátt fyrir jólavertíðina.

  Mín niðurstaða:

  Sjálfsmark hjá Henry & FSG, sjálfumglatt hjá Standard Chartered og sjálfur mun ég aldrei kaupa né klæðast þessari treyju. Ekkert guðlast að gera þetta en fullkominn óþarfi.

 64. Það sem Nr.89 sagði, alveg með þetta 100%

  En ef þeir skora ekki alvarlegri sjálfsmörk en þetta er þetta svosem í lagi, en þetta er klárlega sjálfsmark.

 65. Nr.67 Hvernig færðu það út að þetta sé blár búningur sem Danny er í?? Ég átti þessa treyju og hún var hvít og svört.

 66. Það mætti hafa smá húmor núna og skella rauða litnum á síðunni yfir í ljós-bláan í tilefni dagsins, en annars finnst mér þetta flott treyja og ekki líkt ”neverton-bláum lit” hann er mikið dekkri ! Ein svona í skápinn minn sem fyrst !

 67. Held að þetta sé ekki “sjálfsmark*” hjá FGS. Held að þetta sé góð leið til að þóknast Standard Chartered, þeir fá “sinn” búning. Sá búningur er þriðji búningur á tímabili sem hann er notaður sem minnst (miðað við að við værum í evrópu- eða meistaradeildinni). Liverpool liðið spilar nánast ekkert í þeim. Við stuðningmennirnir sáttir og standard chartered sáttir með að fá búninginn sinn. Allaveg finnst mér það ekkert of ólíklegt hjá FGS. Þeir er sniðugir karlar 🙂 

  ps. er ekki góður “skrifari” en vona að þið skiljið hvað ég meina 

  *komment nr. 89

 68. Hvað eru menn að kenna FSG um þennan búning? Nokkuð augljóst að það var búið að ákveða þetta skv. samkomulagi við Standard Chartered áður en klúbburinn fékk nýja eigendur. FSG koma þessari treyju ekkert við.

  Annars trúi ég því varla að tveir þriðju lesenda síðunnar finnist þessi treyja í lagi. Eins og Tony Barrett sagði (ummæli #81 hjá Geira), þá er liturinn það sem við notum til að aðgreina klúbbinn okkar frá öðrum. Þetta er flott treyja en hún er B-L-Á.

 69. Er virkilega svona illa komið fyrir mönnum og dýrum að smá ljósblár litur á þriðju treyju Liverpool sé svona mikið mál?? Spilar United ekki í rauðu?? og Arsenal?? Er þá rauði liturinn ekki vonlaus?? Hvaða eindæmis vitleysa er þetta?? Standard Charterer greiðir Liverpool 20 milljónir punda á ári fyrir auglýsingar. Þó það nú væri að Liverpool borgi til baka með smá ljósbláum lit í búning.

 70. Þetta er þriðji búningur óþarfi að vera að æsa sig yfir einhverju svona!!

 71. Yfir 100 komment á þessum þræði sem fjallar um ljósbláa línu í vara, vara búningunum okkar ;  )

  Þetta er nú ein af ástæðum þess hversu yndislegt er að halda með þessu blessaða liði !

 72. Afsakið þráðráni en hann góð vinur minn hann Kyrgiakos var að framlengja samningi sínum við Liverpool
   
  ttp://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2011/06/16/liverpool-fc-greek-defender-sotirios-kyrgiakos-earns-12-month-contract-extension-at-anfield-100252-28892247/?utm_source=twitterfeed&utm_medium=twitter

 73. þessi búningur er ekki BLÁR hann er með örfáar bláar rendur það væri eins og að segja að aðalbúningurinn sé hvítur því að það eru nokkrar hvítar rendur á honum

 74. Það getur verið sterkur leikur að framlengja samning við Kyrgiakos. Fáum hærra verð ef hann verður seldur í sumar. Svo treystir maður honum sem vara, vara, varamanni ef meiðsli koma upp næsta vetur. Þurfum samt stóran skallamann fyrir seasonið a la Hyppia og vinstri bakvörð. Finnst mikilvægt að fá Insua aftur. Þurfum að styrkja okkur og halda okkar back-up-um. Það verður að vera breidd.

  Er svekktur með Maxi að hann sé farin að væla þó nýjir séu í sjónmáli.

  Það sem er brýnt er að losna við hyskið hans Hodgeson, hans kaup, að undanskildum Meireles sem má ekki fara ef við eigum að auka breiddina á miðjunni.

  Joe Cole og Jovanic eru á fáránlegum launum við það eitt að skoða naflann sinn. Eitt stykki Aguero eða hans líkur á að koma í þeirra stað.

  King Kenny er málið. Hann kann að byggja upp lið. So don’t worry be happy.

  Búningurinn nýji er alveg úr hrópandi takt við Liverpool.

 75. Ætli í ljósi þess að miðjumenn virðist vera númer eitt, tvö og þrjú hjá Comolli og félugum _þessa dagana_ sé ekki útaf Meireles virðist ekki vilja vera áfram á Englandi og strax farið í að finna eftirmenn mikilvægs hlekks í liðinu á meðan hugsanleg kaup og kjör eru í gangi… hjá Inter? minnir mig..

 76. Held að menn ættu bara að hætta að hugsa um þennan búning. Það er Liverpool merki á búningnum og það skiptir öllu máli 🙂 Þótt svo að þetta sé líkt Man C. og Everton þá eru þetta Liverpool búningar og við viljum sjá þá vinna í þessum búningum.
  Plús það eru Liverpool svo miklir boss að við getum eignað okkur alla liti. 😉

 77. En hvað er málið með Adidas merkið? Erum við ekki að fara að spila í Warrior Sport treyjum á næsta tímabili?? Er þetta ekki bara apríl gabb?

 78. Þetta er virkilega flottur búningur en þetta er ekki Liverpool búningur.

 79. Ég tek undir með Ása varðandi þennan meinta ríg á milli stuðningsmanna Everton og Liverpool. Ég þekki stuðningsmenn Everton á íslandi og þeir eru bara ekkert öðruvísi en aðrir og mér er alveg frámunað að skilja þennan ógurlega hita sem menn hér á íslandi eru að upplifa gagnvart Everton. Sem kemur út í þessum miklu meintu mótmælum gagnvart bláum lit á búningi, sem er einu sinni ekki í sama bláa tón og viðkomandi lið.

  Ég var að vísu ekki alinn upp í hatri á Everton eins og sumir virðast hafa lent í. Kóngurinn sjálfur hefur verið að tala niður þennan ríg og benda á að hann er meira í fortíðinni en nútíðinni, þ.e. á ákveðnu tímabili í fortíðinni. En var alls ekki alltaf og  er alls ekki í dag svo mikill, ætti í það minnsta ekki að vera það utan eðlilegs rýgs á milli nágrannaliða. Ég styð mitt Liverpool lið alla leið og skoða þessa síðu daglega, þyrstur í fréttir af liðinu mínu og tel mig því ekkert minni stuðningsmann en aðrir hér, þrátt fyrir það að ég hati barasta ekkert þetta blessaða Everton lið, frekar en ég myndi hata litla bróður minn þó að hann fari stundum í taugarnar á mér og geti gert mér lífið leitt.

  Mér þótti þú SSteinn fara soldið yfir strikið í gagnrýni þinni á Ása, sem sagði bara sína skoðun hér eins og öllum er jú leyfilegt að gera síðast þegar ég vissi.   

  Frasar eins og ” Þótt þér finnist eitthvað, eru það þá bara lög?” og “vinsamlegast ekki vera að segja öðrum til um það hvað þeim á að finnast” á bloggsíðu er í besta falli ja…ég læt þessi orð dæma sig sjálf.

  Vona að stuðningsmenn eins og ég og Ási verðum ekki úthýst hér fyrir að taka ekki undir það að hata litla liðið í Liverpool borg. Ég þoli ekki að vinna ekki United, það er það allra versta sem ég veit, en ég get ekki fengið mig til að hata þetta bláa litla lið, bara vegna þess að aðrir gera það

  góðar stundir
  Islogi

 80. islogi (#115) segir:

   

  Frasar eins og ” Þótt þér finnist eitthvað, eru það þá bara lög?” og “vinsamlegast ekki vera að segja öðrum til um það hvað þeim á að finnast” á bloggsíðu er í besta falli ja…ég læt þessi orð dæma sig sjálf.

  Ég skal sjá um að ritstýra síðunni. Það er nákvæmlega ekkert að þessum orðum Steina, þarft ekkert að gefa annað í skyn. Hann var hvergi dónalegur við Ása.

  Ég skil mjög vel þá sem sjá ekki sama ríg milli Everton og Liverpool og Man Utd og Liverpool. Það er langt síðan liðið hefur verið að keppa að einhverjum titlum í baráttu við Everton og þeir hafa ekki verið fyrir ofan okkur og að pirra eins og United síðustu tvo áratugi. Þannig að þótt stór hluti stuðningsmanna beri ekki sama óþol fyrir Everton og United eða jafnvel Chelsea/Arsenal skil ég það vel.

  Hins vegar þurfa menn ekki að láta eins og það sé vitleysa hjá þeim sem bera kala til Everton. Þetta er hitt liðið í borginni, hafa eldað grátt silfur saman svo áratugum skiptir og stofnunarsaga klúbbanna er samtvinnuð á ýmsan hátt. Það má rífast um það hvort Everton eða United eiga að vera rígur #1 og hvor þeirra á að vera rígur #2, en það er samt sem áður ljóst að þetta eru tveir stærstu erkifjendur Liverpool, hvernig sem á það er litið. Það að ætla að láta eins og Everton sé varla í topp 5 yfir erkifjendur Liverpool er kjánalegt, ekkert annað.

  Elskum friðinn, strjúkum kviðinn, ullum á Everton. Díll?

 81. Eigum við ekki bara að vera sammála um það að við höldum með Liverpool?? Hvort einhver beri einhvern kala til Everton eða annarra liða er svo bara þeirra mál! Ási var bara að lýsa sinni skoðun og það er hverjum frjálst að vera ósammála honum. Ég tók allavega orðum hans ekki sem einhverjum lögum né því sem Ssteinn segir hér inni! Óþarfi að stökkva upp á nef sér með eitthvað svona!

 82. #114 segir: “Þetta er virkilega flottur búningur en þetta er ekki Liverpool búningur” . þá spyr ég hvaða merki er framan á þessum búning ? Er það chelsea eða shytti nei það er LIVERPOOL

 83. er það rétt að blackpool seu búnir að samþykkja tilboð í adam frá tottenham. og að united seu að bjóða í hann líka ?? átti þetta ekki að vera klappað og klárt ?? veit einhver meira hérna??

 84. Kyrgiakos að framlengja um ár. Ég verð að segja að ég er alveg sáttur við þetta.
  Um tíma síðasta season var hann einn af fáum sem var að standa sig en satt að segja segir það meira um hvað margir aðrir voru lélegir. Vissulega átti hann sín mistök en þetta er reynslubolti sem getur (nánast) leyst hvaða varnarstöðu, er sáttur að vera squad player og er ekki að tæma launatöflu félagsins.

 85. Frekar kjánalegt að lesa hér um að einhver hati hin og þessi félög.  Þetta er svona eins og að hata allar konur nema eiginkonuna.  Og alveg sérstaklega þessa í næsta húsi.

  Umræðan hér er oft á tíðum á fínu plani, en þegar ritarar hér fara að setja sig spor scousers og gera þeirra tilfinningar og skoðanir að sínum er þetta komið út fyrir allan bálk. Það er nefnilega þannig að tilfinningar og skoðanir scousers eru mótaðar af þeirra umhverfi, sem þeir jú lifa í en ekki íslendingar.

  Sagan á bakvið rauða litinn er nú ekki flóknari en svo að rauður var litur Liverpool borgar.  Einhverntíma las ég miklar pælingar varðandi liti fótboltaliða á Englandi.  Rautt var þar sagt litur verkalýðsins (Labour) á meðan blátt var litur íhaldsins (Conservatives), þar var bent á mörg dæmi um þetta ma. Liverpool-Everton, ManU-ManC, Arsenal-Chelsea.  

  Ég held bara með Liverpool og hef enga þörf fyrir að hata Everton, enda þekki ég varla nokkurn mann sem heldur með því félagi, hinsvegar þekki ég alltof marga sem halda með ManU, en það er önnur saga.

 86. Eru ekki allir farnir að leggja fyrir svo þeir komist á Wembley á vormánuðum 2013 til að sjá Liverpool fullkomna þrennuna sína þá ? 😉

 87. Voðalega eru menn viðkvæmir eitthvað. Andri, Mér er alveg sama þótt það sé Liverpool merki á treyjunni eða ekki. Fyrir mér á blár ekki að vera annar ráðandi litur á Liverpool treyju, ekki frekar en bleikur. Ég ber engan sérstakan kala til Everton heldur er þetta bara spurning um vana og venjur. 

  Búningurinn er mjög flottur og mun flottari en varabúningur Man City. Spurning hvort við getum ekki bara látið þá fá þessa fínu hönnun. Ef ekki þá færð þú þér bara eitt stykki Andri minn. Ég skal fá mér rauðan.

 88. Stutt spurning fyrir ykkur blá-spekingana:

  Er það þá bara misskilningur hjá mér að aðaltreyja Liverpool sé rauð, því hún er með hvítum röndum?

  Því, þið vitið, með sömu rökum má halda því fram að rauða treyja Liverpool sé hreint og beint ekkert rauð, því hún er hvít. Hvað gerðist eiginlega?

  Ónei. Aðaltreyja Liverpool eru rauð, alveg jafnmikið rauð og þessi treyja er HVÍT. Hvít, hvít, hvít, hvít hvít! Ekki blá, appelsínugul eða neon-ælu-græn. Hvít.

  Með bláum röndum.

  Og ekki einu sinni reyna að tengja þetta saman við litla liðið í borginni ‘okkar’. Þá eru menn bara farnir að tína til einhver aumingjalegustu hálmstrá allra tíma, bara til að vera á móti.

  Eru þið ekki bara fúlir yfir því að geta ekki púllað þrönga HVÍTA treyju ??? 🙂

  Homer.

 89. Ásamt varabúning tvö(svart/grátt), þá er þetta flotta útivallatreyja sem ég hef séð hjá Liverpool seinustu árin. Mér er svo drullusama þótt það sé blátt í henni, finnst sú umræða eiginlega bara barnaleg(no offence, skil það alveg). Svo lengi sem við erum ekki að skipta úr rauðu yfir í blátt í aðalbúningnum er ég sáttur. Finnst bara fínt að mixa hlutunum upp.

 90. Má líka minna á að Liverpool notar sömu liti og Manure, hvítan og rauðan. Ókei, ég er farinn í felur… 😀

 91. Þarft ekkert að fela þig, Gummi. Ég þarf greinilega að játa ósigur í þessu, 2/3 lesenda síðunnar finnst greinilega ekkert að þessum búningi. Ég verð bara að þola það að vera í minnihluta. Til þess er þessi síða, til að menn geti verið ósammála á siðmenntaðan hátt stundum. 🙂

  Að því sögðu þá eru það bara FÍFL sem fíla þennan BLÁA búning. :O

 92. Sælir félagar
   
  Þetta er einhver al-leiðinlegasti þráður sem ég hefi lesið á kop.is
   
  Það er nú þannig
   
  YNWA

 93. Ég verð að viðurkenna að mér leyst ekkert á þenna búning þegar ég sá hann fyrst. En svo sá ég hann á forsíðu http://www.lfc.tv og þá sá ég hann í réttu ljósi. Núna finnst mér hann ótrúlega flottur 🙂 Ég mun klæðast þessum búningi sama þótt það sé smá blátt í honum. Það sem skiptir máli er að Liverpool merkið er ennþá með fuglinum í haha 🙂

 94. Þeir sem halda því fram að þessi búningur sé blár eru væntanlega einnig þeirrar skoðunar að himininn sé gulur og grasið á fótboltavöllum hvítt

 95. Liverpool vs Sunderland …… fyrsti leikur á komandi leiktíð, ekki svo slæmt

 96. Af hverju í ósköpunum erum við að einbeita okkur svona mikið af liði í bláum búningum sem hefur ekki verið í toppbaráttu síðan ég veit ekki hvenær?

  3 bláar rendur í hvítum búningi og allt vitlaust.

  Við endum eins og Everton ef við ætlum alltaf að bera okkur saman við þá. Liverpool á að vera stærra og meira en að allt verði vitlaust þó að 3 rendur í þriðja búningi félagsins séu í litum meðalliðs. Þó að þeir séu frá sömu borg og þó að við berum enga virðingu fyrir þeim þá á okkur að vera nákvæmlega sama um þá. Þeir eru algjört meðallið…. í BESTA falli. Hverjum er ekki sama? Af hverju erum við að hugsa um þá?

  Það sem máli skiptir er að keyptir séu leikmenn og liðið styrkt. Að liðið verði keppnishæft aftur. Um það ættum við að ræða.

  Myndin af Danny Murphy (#67) var frábær og það eftirminnilegur leikur. Þar var blái liturinn til staðar.

  Áfram Liverpool, hvort sem það er rautt, hvítt, svart, gult eða jafnvel blátt með þremur röndum.

 97. Síðast í svona búning fyrir 115 árum(þ.e.a.s. liturinn) og það er ástæða. Vibbi þessi búningur að mínu mati. Liverpool búningur eða ekki þá mun ég ekki kaupa þennan. Ég kaupi Rauðan og svo er ég bara af þeim skóla að ég vil rauðan.

 98. Ég er Púllari, ég er Framari.  Tilheyri báðum litum, so to speak…
   
  allt tal um að þetta sé “blátt”, eða “Everton” er alger móðursýki, ýkjur eða mjög glúrin auglýsingamennska.
   
  Þetta er hvítt.

 99. Mér persónulega finnst þetta flottur búningur EN ég hefði viljað fá svarta litinn í burtu, held að það sé að trufla menn og líkja honum við Shitty.

Formaður Blackpool staðfestir viðræður

Sunderland heima í fyrsta leik